23. jún. 2012 - 13:08

Tom Cruise æði á Akureyri: Ís í Brynju og rúntur á Vaðlaheiði - Flutti lyftingatólin suður

Ofurstjarnan Tom Cruise er með sína eigin líkamsrækt í stórhýsinu Hrafnabjörgum við Eyjafjörð. Akureyringar finna mjög fyrir nærveru leikarans en fæstir hafa þó séð hann. Áhuginn er þó mikill því síðustu daga hefur verið stöðugur straumur bíla á rúntinum yfir fjörðinn að Hrafnabjörgum.

Viðmælandi Pressunnar norðan heiða segir íbúa mjög áhugasama um Hollywood stjörnuna. Einn vinsælasti rúnturinn í dag byrjar í ísbúðinni Brynju áður en haldið er upp í Vaðlaheiðina, eins og hann orðar það.

Og kjaftasögurnar lifa góðu lífi. Því er haldið fram að nú þegar tökum á kvikmyndinni Oblivion sé lokið í Mývatnssveit, að Cruise sé fluttur  til Reykjavíkur. Aðrir segja þetta alrangt og að leikarinn undirbúi nú að halda upp á fimmtugsafmæli sitt á Hrafnabjörgum með einvala liði gesta. Komið hefur m.a. fram að sjálfur David Beckham verði meðal afmælisgesta, en engar staðfestar fréttir af borist af því.

Í gær bar svo við að sendibílstjóri á Akureyri fékk það verkefni að flytja líkamsræktartæki Cruise suður fyrir heiðar þar sem leikarinn er sagður dveljast um helgar. Þetta hefur heldur ekki fengist staðfest.Fastlind: janúar til sept
29.ágú. 2015 - 09:30

Má bjóða þér hús með engu þaki? Þetta eru fimm ódýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu

Pressan hefur áður fjallað um dýrustu og ódýrustu einbýlishúsinu á landinu en í þetta sinn verða tekin fyrir ódýrustu einbýlishúsin í Reykjavík samkvæmt fasteignavef mbl.is. Óhætt er að segja að húsin séu í nokkuð misjöfnu ástandi en verðin eru á bilinu 39,9 milljónir niður í 25,9 milljónir.

28.ágú. 2015 - 19:43

Staðfest að dýraníðingur gengur laus í Hveragerði

Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Suðurlands, hefur staðfest að eitrað hafi verið fyrir köttum í Hveragerði. Pressan fjallaði um málið þann 9. ágúst og þá var greint frá að grunur léki á að eitrað hefði verið fyrir fjórum köttum sem drápust allir sömu helgina í byrjun mánaðarins.
28.ágú. 2015 - 16:30

Ótrúlegar myndir frá Siglufirði: Mikil leðja og flæðir inn í hús

„Það hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið þar sem það er svo mikil leðja í þessu og það er víða að flæða inn í hús,“ segir Ámundi Gunnarsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar í samtali við Vísi. Óhemju mikið hefur rignt á svæðinu síðustu tvo daga og losnað um jarðveg. Fór svo að einn snjóflóðagarðurinn endaði á húsi í bænum.
28.ágú. 2015 - 13:44

Lars og Heimir stóla á sömu leikmennina fyrir leikina gegn Hollandi og Kasakstan á EM

Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck völdu í dag leikmannahópinn sem mætir Hollandi og Kasakstan í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða 2016. Leikmannahópurinn er sá sami og í 2-1 sigurleinum gegn Tékklandi sem fram fór á Laugardalsvelli í júní.   
28.ágú. 2015 - 12:40

Maður hótaði að kveikja í sér í Efstaleiti

Mikill viðbúnaður var í Efstaleiti nú um hádegið fyrir framan hús Rauða krossins. Maðurinn er hælisleitandi frá Íran.  Hann hafði helt yfir sig eldfimum vökva og hélt á kveikjara. RÚV greinir frá.
28.ágú. 2015 - 12:20

Grunur um salmonellu í súkkulaðikexi: Var selt í helstu verslunum

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum RASFF, evrópska viðvörunarkerfið, um innköllun á glútenlausu súkkulaðikexi vegna gruns um salmonellu.
28.ágú. 2015 - 11:00

Meinaður aðgangur að skemmtistaðnum Loftið: Sökuð um að selja vændi á staðnum

Madalena Bernabe Zandamela, skólaliði í Hafnafirði var meinaður aðgangur að skemmtistaðnum Loftið laugardaginn 8.ágúst síðastliðinn vegna ásakana um að hún stundi þar vændi. Staðurinn segist ekki geta tjáð sig um einstök atriði sem koma upp.
28.ágú. 2015 - 10:00

Einelti í grunnskólanum á Hvammstanga: Foreldrar uggandi yfir aðgerðaleysi skólayfirvalda

Foreldrar barna í grunnskólanum á Hvammstanga sem og fyrrverandi og núverandi starfsmenn segja afar illa tekið á eineltismálum innan skólans. Segja þau að einelti fái að grassera þar án þess að nokkuð sé aðhafst í málunum en móðir 14 ára stúlku hefur nú tekið hana úr skólanum vegna þessa. Aðspurð segist hún vita til þess að hún sé ekki sú eina í þessari stöðu. Skólastjóri segir grunnskólann vera með virka eineltisáætlun.
28.ágú. 2015 - 06:55

Helstu fréttir aðfaranætur 28. ágúst: Banaslys við Jökulsárlón, 71 lík í flutningabíl, mannskaði við Líbíu og fleira

Ýmislegt bar til tíðinda í heiminum í gærkvöldi og nótt eins og önnur kvöld og nætur. Hér er stutt yfirlit yfir sumt af því helsta sem átti sér stað.
27.ágú. 2015 - 22:40

Banaslys við Jökulsárlón

Erlend kona á sextugsaldri lést í slysi við Jökulsárlón snemma í kvöld. Var hún stödd hérlendis á ferðalagi með fjölskyldu sinni.
27.ágú. 2015 - 21:00

Linda Rós þráði dauðann í 20 ár: „Mér finnst kerfið hafa brugðist mér og tugum þúsunda Íslendinga“

Linda Rós Helgadóttir „Að mínu mati væri fjöldi öryrkja margfalt lægri á Íslandi með því einfaldlega að setja í gang fyrirbyggjandi aðgerðir og öflug endurhæfingaúrræði. Mér finnst afskaplega sorglegt að horfa upp á hve mörgum í þjóðfélaginu líður illa. Mér finnst enn sorglegra hve erfitt er fyrir fólk að fá aðstoð við að ná betri líðan,“ segir Linda Rós Helgadóttir en sjálf er hún öryrki vegna langvarandi geðraskana og stoðkerfisvandamála og hefur þegið örorkubætur í nokkur ár. Hún segir kerfið hafa brugðist sér og tugum þúsundum annarra Íslendinga og þráir að sjá breytingar þegar kemur að endurhæfingarúrræðum fyrir öryrkja.
27.ágú. 2015 - 10:00

Dæmi um að vændi sé stundað í Airbnb-íbúðum

Auk­inn ferðamanna­straum­ur hefur leitt til vaxt­ar í kyn­lífs­ferðamennsku og vændi á Íslandi að sögn Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðstoðarlögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fullyrðir hún að konur og ungmenni hafi verið flutt til landsins frá Austur Evrópu, Kína og Nígeríu.
27.ágú. 2015 - 07:54

Tinna stigameistari á Eimskipsmótaröðinni 2015 í kvennaflokki

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili fagnaði stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni í golfi 2015. Þetta er í fyrsta sinn sem Tinna nær þessum titli en fyrst var keppt um stigameistaratitilinn árið 1989. Þrír kylfingar úr Keili raða sér í þrjú efstu sætin á stigalistanum í kvennaflokki en Íslandsmeistarinn Signý Arnórsdóttir varð önnur og Anna Sólveig Snorradóttir varð þriðja.
27.ágú. 2015 - 07:51

Axel stigameistari á Eimskipsmótaröðinni 2015 í karlaflokki

Axel Bóasson úr Keili stóð uppi sem stigameistari á Eimskipsmótaröðinni í golfi 2015. Þetta er í fyrsta sinn sem Axel fagnar þessum titli. Keilismaðurinn sigraði m.a. á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri og hann varð annar á sjálfu Íslandsmótinu í golfi sem fram fór á Garðavelli á Akranesi. 
26.ágú. 2015 - 21:20

Rangfærslur í erlendum miðlum varðandi grasneyslu Íslendinga

Stuðst var við röng gögn við vinnslu fréttar sem birtist í Daily Mail á dögunum þar sem því var haldið fram að 160 til 190 af hverjum 1000 Íslendingum notuðu kannabis að minnsta kosti einu sinni á ári.

26.ágú. 2015 - 19:50

Skar par í Breiðholti í andlit og barði þau með hamri: Blóð um alla íbúðina

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. september. Honum er gefið að sök að hafa ráðist með hrottalegum hætti á par í Breiðholti. Eftir árásina var parið með skurð í andliti og greindu lögreglu frá að þau hefðu verið lamin með hamri. Í skýrslu lögreglu kemur fram að blóð hafi verið á gólfi, ganginum í íbúðinni, inni í eldhúsin en mest var þó af blóði í herbergi parsins. Greindu þau lögreglu frá því að tveir einstaklingar hefðu komið inn á heimilið og veitt þeim áverkana. Eftir árásina var parið flutt með sjúkrabíl á Landspítalann.
26.ágú. 2015 - 17:00

Drengur stakk sig á notaðri sprautunál og hlaut ljótt sár: Þarf að gangast undir sprautumeðferð

„Það er nauðsynlegt að vekja athygli á þessu máli,“ segir Friðrik Bridde, afi drengs sem sem stakk sig á hendi með blóðugri sprautunál er hann var að leika sér á skólalóð í Safamýri í gær. Þarf hann nú að undirgangast blóðrannsókn auk fyrirbyggjandi sprautumeðferða. Friðrik blöskrar mjög umgengni sprautufíkla í borginni en ítrekar að um sé að ræða veika einstaklinga sem þurfi hjálp. Mikilvægt sé brýna fyrir börnum að hætta stafi af nálunum.
26.ágú. 2015 - 11:45

Aron Andri varð bráðkvaddur 12 ára gamall: Blásið til styrktarsöfnunar

Aron Andri Arnarson „Þetta var gríðarlegt högg. Það er erfitt að lýsa því hversu sárt þetta er,“ segir Pétur Þór Hall Guðmundsson föðurbróðir hins 12 ára gamla Arons Andra Hall Arnarssonar sem lést sviplega þann 10.ágúst síðastliðinn. Andlát hans var gríðarlegt áfall fyrir fjölskylduna og hafa aðstandendur þeirra nú hrundið af stað söfnun til að styðja við bakið á foreldrunum á erfiðum tímum.

26.ágú. 2015 - 06:50

Aníta var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit á HM í Peking

Aníta Hinriks­dótt­ir frjálsíþróttakona úr ÍR náði sínum besta árangri á árinu í undanrásum í 800 metra hlaupi kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í Peking í Kína í nótt.
25.ágú. 2015 - 21:00

Ásdís segir kerfið vernda glæpamennina: Bíður eftir Hæstarétti - 250 skilaboð frá byrjun júlí

Ásdís Hrönn Viðarsdóttir segir Erlend Eysteinson fyrrum sambýlismann halda sér í helgjargreipum á meðan lögregluembættið klúðri hennar málum hvað eftir annað. Kröfu hennar um nálgunarbann frá 6. júlí síðastliðnum vegna ítrekaðra ofsókna og fjölda sms-skilaboða frá Erlendi var vísað frá dómi í Héraðsdómi Norðurlands eystra síðastliðinn föstudag. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra kærði úrskurðinn til Hæstaréttar og á meðan Ásdís bíður niðurstöðu í málinu segir hún Erlend vera vísan til að herja á hana hvenær sem er.

25.ágú. 2015 - 20:29

Tveggja ára sonur Halldóru greindist með krabbamein í auga

„Þetta var mikill skellur en það er ekkert annað í stöðunni en að vera bjartsýn.“ Tæplega þriggja ára sonur Halldóru Johannesen, Kristófer Kaj, greindist í sumar með krabbamein í öðru auganu. Hann fór í framhaldinu í aðgerð þar sem augað var fjarlægt.

25.ágú. 2015 - 15:00

Brynhildi var hópnauðgað á þjóðhátíð: „Leið eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir“

Ljósmynd/Skjáskot úr þætti Ísland í dag „Mjög margir og sérstaklega ungir drengir sem eru af þessari klámvæðingarkynslóð gera sér ekki endilega grein fyrir því hvað þeir voru að gera,“ segir Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir sem var tvítug þegar henni var hópnauðgað á þjóðhátíð í Eyjum. Hún segist hafa bitið á jaxlinn á sínum tíma og kennt sjálfri sér um atburðinn en segir í dag að umræðan um þessi mál megi aldrei deyja. Hún vill auka  umræðuna um kynferðisbrot enn frekar auk þess sem hún vill að aðstæður fyrir brotaþola á útihátíðum batni. Þá leggur hún áherslu á það að mögulega viti ekki allir þeir sem nauðga að þeir séu að því.
25.ágú. 2015 - 14:27

Líkfundur í Laxárdal

Lögreglan á Suðurlandi og Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinna áfram úr ábendingum sem borist hafa vegna líkfundarins í Laxárdal í Nesjum þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn. 
25.ágú. 2015 - 12:00

Bjössa í World Class er fúlasta alvara: „Þú átt að ganga frá lóðunum,annars...“

Ljósmynd/Skjáskot af vef mbl.is „Ef menn verða með stæla þurfa þeir bara að æfa ann­arstaðar,“ seg­ir Björn Leifsson einnig þekktur sem Bjössi í World Class en merkingar á speglum í líkamsræktarstöðvum World Class hafa vakið athygli og kátínu gesta að undanförnu. Óhætt er að segja að Bjössi leggji skýrar línur með uppátækinu.

25.ágú. 2015 - 11:00

Mynd dagsins: Íslenskt nautahakk af dönsku dýri

Meðfylgjandi ljósmynd hefur farið víða á fésbók og vakið mikla kátínu netverja. Má þar sjá óvenju hreinskilnislegar innihaldslýsingar á pakka af ungnautahakki sem lítur út fyrir að vera frá Krónunni.

24.ágú. 2015 - 19:00 Ari Brynjólfsson

Grófasta mynd sem sýnd hefur verið í þrívídd hér á landi: Stikla

„Þetta er allavega grófasta mynd sem ég hef séð í bíó og grófasta þrívíddarmynd sem sýnd hefur verið í kvikmyndahúsum á Íslandi,“ segir Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradís í samtali við Pressuna. Um er að ræða kvikmyndina Love sem vakið hefur mikla athygli þar sem hún sýnir kynlíf á mjög afhjúpandi hátt. Hrönn segir það hafa verið röð út úr dyrum á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem myndin var tilnefnd til Queer Palm verðlaunanna:

24.ágú. 2015 - 18:00

Mynd dagsins: Markvörður Ægis var kallaður api - Svona brást hann við eftir leikinn

Knattspyrnuliðin Höttur og Ægir áttust við á Egilsstöðum síðastliðin laugardag og lauk leiknum með sigri gestanna 0-2.  Í leiknum sjálfum var leikmaður Hattar sakaður um grófa kynþáttafordóma og  í tvígang að hafa kallað markvörð Ægis, Brentton Muhammad, apa.
24.ágú. 2015 - 15:38

Hjólreiðamaður í stórhættu eftir að nælongirni var strengt yfir brú

Hjólreiðamaður var hætt kominn á brú yfir nýja Álftanesveginn í gærkvöldi þar sem nælongirni hafði verið strengt yfir brúna á veginum. Vísir greinir frá þessu. Áskell Löve segir á Fésbókarsíðu sinni hafa verið að hjóla á um 40 kílómetra hraða en hafi ekki tekist að bremsa í tæka tíð. Bandið hafi verið lágt strengt og því lent undir stýrinu. Slitnaði það svo með miklum hvelli.

24.ágú. 2015 - 12:30

„Látum stelpurnar okkar aldrei upplifa að þær séu minna virði og að þeirra draumar séu óraunhæfir“

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir „Mér þykir þetta ekki sanngjarnt og hreint út sagt finnst mér þetta óþolandi. Ég óska þess að við í samfélaginu sem áhuga höfum á fótbolta tökum höndum saman og breytum þessu,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, móðir tveggja fótboltabarna en henni blöskrar mjög að sjá börnum sínum mismunað eftir kyni. Segir hún að í íþróttum sé strákum sífellt hampað á meðan stelpur séu hunsaðar og jafnvel þó að bæði börn hennar leggi jafn hart að sér þá virðist framtíðin vera mun bjartari fyrir son hennar heldur en dóttur hennar.

24.ágú. 2015 - 10:20

Hlýjasti dagur sumarsins á morgun

Sumarið er langt frá því að vera búið hér á landi miðað við spá Veðurstofu en samkvæmt henni er von á afar góðu veðri næstu daga. Í dag verður hlýjast á Norðurlandi en á morgun kemur að Suðvestur og Vesturlandi.
24.ágú. 2015 - 08:00

Skæður Facebookvírus herjar á íslenska notendur samfélagsvefsins

Svo virðist sem skæður vírus herji nú á íslenska notendur Facebook. Vírusinn birtist í formi tilkynningar um að Facebookvinur notenda hafi deilt tengli á myndband á YouTube. Ekki er þó um myndband á YouTube að ræða ef fólk opnar tengilinn heldur vírus og því betra að fara varlega.
24.ágú. 2015 - 07:10

Helstu fréttir aðfaranætur 24. ágúst: Ökuníðingur í Reykjavík, gallaðir iPhone, hetjur heiðraðar og fleira

Ýmislegt bar til tíðinda í heiminum í gærkvöldi og nótt eins og önnur kvöld og nætur. Hér er stutt yfirlit yfir sumt af því helsta sem átti sér stað.
24.ágú. 2015 - 06:40

Ungur ökuníðingur skapaði stórhættu í Reykjavík: Mildi að enginn slasaðist

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu telja það mestu mildi að engin slys urðu á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar 18 ára ökumaður, sem er grunaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna, ók ítrekað á móti rauðu ljósi.
23.ágú. 2015 - 20:44

Tinna sigraði á Nýherjamótinu og tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni

Tinna Jóhannsdóttir úr Keil sigraði í kvennaflokki á Nýherjamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Tinna lék hringina þrjá á 221 höggi eða +8 og sigraði hún með tveggja högga mun. Karen Guðnadóttir úr GS varð önnur og Anna Sólveg Snorradóttir úr Keili varð þriðja.
23.ágú. 2015 - 20:38

Haraldur Franklín sigraði með fjögurra högga mun á Nýherjamótinu á Eimskipsmótaröðinni

Haraldur Franklín Magnús úr GR sigraði á Nýherjamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Urriðavelli. Þetta er fyrsti sigur hans á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili en Haraldur lék samtals á -4 og var fjórum höggum betri en Sigurþór Jónsson úr GK sem varða annar en hann Sigurþór lék best allra á lokahringnum. Benedikt Sveinsson úr GK varð þriðji á +1 samtals.
23.ágú. 2015 - 20:20

Friðrik Dór kann að meta heiðarleika samborgara sinna: „Langar að þakka Menningarsetri múslima ...“

„Ég hef verið eitthvað utan við mig í gær. Ég týndi veskinu í hjólatúr í gærmorgun. Símanum gleymdi ég á einhverjum góðum stað í Smáralind. Þetta var sama dag en á sitt hvorum staðnum“.
23.ágú. 2015 - 16:58

Mynd dagsins: Ágústa Eva hætt komin á bílaþvottastöð - Bjargvætturinn Björn

Ágústa Eva Erlendsdóttir leikkona var hætt komin fyrir stundu á bílaþvottastöð. Hún er nú að leita sér aðhlynningar á spítala. Ágústa Eva var að þrífa bíl sinn þegar rennihurð á stöðinni, sem staðsett er í Holtagörðum, byrjaði að lokast. Segir Ágústa að hennar fyrstu viðbrögð hafi verið að hlaupa á milli og reyna stöðva hurðina til að koma í veg fyrir tjón á bílnum. Ekki vildi þá betur til en að Ágústa festist á milli bílsins og hurðarinnar. Í samtali við Pressuna segir Ágústa að hún sé að leita sér þekkingar um einkenni innvortis blæðinga:
23.ágú. 2015 - 15:44

Kári við Sigurjón: „Þú ert svona klassísk smekklaus karlremba“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar var farið um víðan völl og líkt og Eyjan greindi frá vill Kári borga hærri skatta. Jafnframt skaut hann á auðmenn sem fluttir eru úr landi.
23.ágú. 2015 - 09:00

Linda er amma sem notar kannabis: „Ég lít á það sem skyldu mína að láta reyna á kerfið“

Linda Mogensen „Ég get ekki séð að það skaði neinn að ég sé heima hjá mér með þrjár plöntur,“ segir Linda Mogensen sem ákvað að hafna hefðbundinni læknismeðferð við krabbameini og notast þess í stað við kannabisolíu þrátt fyrir að slíkt sé ólöglegt hér á landi. Hún fullyrðir að olían hafi jákvæð áhrif og vill rækta sitt eigið kannabis.
23.ágú. 2015 - 08:25

Fólk svaf ölvunarsvefni á umferðareyjum - Hópslagsmál unglinga í Lækjargötu

Aldrei hafa fleiri gestir sótt Menningarnótt en áætlað er að um 120 þúsund gestir hafi sótt háttíðina í ár en um 500 viðburðir voru á dagskrá. Hátíðinni lauk með glæsilegri flugeldasýningu.  Í skeyti frá lögreglunni kemur fram að þegar leið á nóttina fór að bera á tilkynningum um ölvað fólk sem átti í ýmsum samskiptavandamálum.
22.ágú. 2015 - 20:20

Ósáttur leigubílstjóri keyrði utan í björgunarsveitarmann: Börn í hættu vegna bílstjóra sem brjóta lögin

Mynd Pressphotos.biz

„Gatan okkar er lokuð vegna menningarnætur, þetta er einstefna og þá ákveða ökumenn að keyra bara inn götuna hinumegin frá. Mig langar að benda þessu fólki á það að börnin í hverfinu eru vön því að ekið sé í rétta átt og líta því vanalega til vinstri en ekki hægri til þess að fara yfir,“


22.ágú. 2015 - 13:55

Myndir dagsins: 15 þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hófst í morgun og tóku um fimmtán þúsund manns þátt. Mikil stemning var í Lækjargötunni þegar hlauparar lögðu af stað.
22.ágú. 2015 - 12:00

Raskanir á skólastarfi strax í upphafi skólaárs? Kennarar bálreiðir

Ákvæði í nýgerðum kjarasamningum, þar sem kveðið er á um að kennarar skuli sinna gæslu í frímínútum án þess að fá greitt fyrir, gæti valdið því að verulegar raskanir verði á skólastarfi í mörgum grunnskólum. Gríðarleg óánægja ríkir í stétt kennara með túlkun ákvæðisins.
22.ágú. 2015 - 11:00

10 ástæður þess að Íslendingar skilja við maka sinn

Um fjörutíu prósent hjónabanda á Íslandi enda með skilnaði. Það er svipað hlutfall og í nágrannalöndunum. Helstu ástæður fyrir skilnaði er að mörgum reynist erfitt að forgangsraða tíma milli heimilis, vinnu og frístunda. Þá er fólk oft upptekið af því að eignast dýr tæki eða stunda líkamsrækt.
22.ágú. 2015 - 09:13

Björt framtíð: Guðmundur og Róbert ætla að stíga til hliðar

Guðmundur Steingrímsson hættir sem formaður Bjartrar framtíðar þann 5. september næstkomandi þegar ársfundur flokksins verður haldinn í Reykjavík. Róbert Marshall mun einnig segja af sér sem þingflokksformaður flokksins.
21.ágú. 2015 - 22:00

Hafrún læsti hurðum og var viss um að barnið væri látið: Opnar sig um alvarleg veikindi

Hafrún Kristín Sigurðardóttir er hörkudugleg ung kona sem hefur komist yfir margar hindranir í lífinu. Í æsku glímdi Hafrún við mikinn athyglisbrest og ofvirkni og leið skólaganga hennar fyrir það. Hún upplifði sig sem utanveltu og fékk þau skilaboð frá kennurum sínum að hún væri ómögulegur nemandi sem myndi aldrei geta neitt.

21.ágú. 2015 - 18:00

Skelfingu lostnir ferðamenn í hvalaskoðun: Eina skepnan hékk dauð utan á báti Kristjáns

Bandarískum ferðamönnum var verulega brugðið nú á dögunum þegar þeir urðu vitni að aðgerðum hvalveiðaskipsins Hvalur 8. Var hópurinn í hvalaskoðunarferð þegar þeir skipverja vera að veiða hvalina og segir einn ferðamannana að upplifunin hafi verið hryllileg.
21.ágú. 2015 - 16:40

Ótrúlegt þjófnaðarmál á Selfossi: Gríðarsterkur segull festi þjóf við öryggishliðið í Bónus

Afar óvenjuleg handtaka átti sér stað í verslun Bónus á Selfossi í gær. Þrír karlmenn frá Hvíta-Rússlandi gerðu sér ferð í verslunina til að stela þaðan ýmsum varningi. Til að gera þjófavörnina á varningnum óvirka hafði annar mannanna meðferðis gríðarsterkan segul sem hann festi við hönd sína með ól. Fyrst í stað gekk allt eins og í sögu hjá þeim félögum. Hver þjófavörnin á fætur annarri var gerð óvirk og gengu þeir svo í átt að öryggishliðinu með varninginn. Tveir komust út úr versluninni  án þess að öryggiskerfið færi í gang en þegar maðurinn sem var vopnaður seglinum ætlaði út vildi ekki betur til en að maðurinn festist við hliðið og sat þar fastur.
21.ágú. 2015 - 11:55

Ungir Pólverjar segja erfitt að aðlagast íslensku samfélagi: „Pólverjar væru þjófóttir og hræðilegar manneskjur“

„Krakkarnir létu eins og ég væri ekki þarna. Það var daglegt að heyra einhvern segja „helvítis Pólverji.“ Sumir krakkar hötuðu mig bara og ég var stundum lamin.“ Þetta segir hin 14 ára gamla Magdalena Marta Radwanska
20.ágú. 2015 - 22:00

Segir enn bera á fordómum gagnvart Downs heilkenni: „Mannlífið verður litríkara þegar þau eru til staðar“

„Við vissum að þetta þýddi að forgangsröðunin myndi breytast en þetta var aldrei neinn heimsendir fyrir okkur,“ segir Guðrún Rut Sigmarsdóttir, móðir hinnar 7 ára gömlu Gyðu Daggar sem fædd er með Downs heilkenni. Hún segir að þó að greiningin hafi verið talsvert áfall í fyrstu þá sé það enginn lífstíðardómur að eignast barn með þroskafrávik. Ekki sé þó laust við að það beri á fáfræði fólks hvað heilkennið varðar en Guðrún segir það hafa gert gæfumuninn að kynnast öðrum foreldrum í sömu sporum.

 


Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.8.2015
Hryðjuverkamenn ískyggilega nálægt
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 20.8.2015
Afmá þarf Má úr Seðlabankanum
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 18.8.2015
Aldrei leitt til góðs
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.8.2015
Jón Steinsson: mistækur ráðgjafi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.8.2015
Hugleiðing Baldurs Þórhallssonar
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 19.8.2015
Dásamleg brúnka með karamellu og saltkringlum
Biggi lögga
Biggi lögga - 28.8.2015
I know you like Iceland, but it´s mine
- 17.8.2015
Um vináttuna
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 16.8.2015
Sælkeraskartið! - fullkomin gjöf handa mataráhugafólki!
Hildur Eir Bolladóttir
Hildur Eir Bolladóttir - 17.8.2015
Hamingjan er hagkvæm
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.8.2015
Engin stefnubreyting Sjálfstæðisflokksins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.8.2015
Yfirborðsleg greining Egils Helgasonar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.8.2015
Þrjár athugasemdir um alþjóðamál
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 24.8.2015
Til hvers voru Píratar að því?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.8.2015
Gott hljóð í Bjarna Benediktssyni
Fleiri pressupennar