22. jún. 2012 - 17:00

Þjóðinni boðið á tónleika: Einu tónleikar Of monsters and men á Íslandi í sumar

Frá Record records

Hljómsveitin Of monsters and men býður þjóðinni á útitónleika í Hljómskálagarðinum laugardaginn 7. Júlí í samstarfi við Bylgjuna og Reykjavíkurborg. Hljómsveitameðlimir vonast til að sem flestir geri sér ferð í garðinn og njóti sumarsins og tónlistarinnar. Þetta verða einu tónleikar Of monsters and men á Íslandi í sumar. Sveitin hefur verið á stífu tónleikaferðalagi beggja vegna Atlantshafsins undanfarna mánuði og er þéttbókuð um heim allan fram á haustið. Of monsters and men mun m.a. koma fram á nokkrum af helstu tónlistarhátíðum vestanhafs í sumar auk Evrópu.

Það er óhætt að segja að Of monsters and men hafi slegið rækilega í gegn og það með undraskjótum hætti. Ekki síst er athyglisverður árangurinn í vesturheimi. Fyrsta plata sveitarinnar My head is an animal skaust beint í 6. sæti bandaríska Billboard sölulistans og hefur nú selst í meira en 192 þúsund eintökum í Bandaríkjunum. Auk þess var hún ein mest selda plata hér á landi síðasta ár og er enn að seljast vel. Velgengni hljómsveitarinnar vestanhafs hefur eiginlega verið lyginni líkust og hefur lagið „Little talks“ verið í mikilli spilun á öllum helstu útvarpsstöðvum þar.

Þegar færi gafst á örstuttu og langþráðu fríi ákvað sveitin að koma heim, heilsa uppá vini og ættingja og sýna þjóðinni þakklæti sitt í verk með því að bjóða henni til útitónleika.

Tónleikarnir verða sem fyrr segir í Hljómskálagarðinum laugardaginn 7. júlí og hefjast kl. 20 en svæðið verður opnað kl. 18.
20.ágú. 2014 - 16:20

Biggi lögga slær í gegn í belgískum miðlum: „Þetta er aðeins of fyndið“

Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga er á góðri leið með að slá í gegn í Belgíu. Myndskeið sem hann tók upp í þeim tilgangi að kenna útlendingum að bera nafnið á Bárðarbungu hefur vakið athygli þar í landi. Það var meðal annars birti á sjónvarpsstöð þar í landi sem og á netmiðli. Birgir segir að myndbandið hafi orðið til þegar hann sá vin sinn velta fyrir sér að útbúa myndskeið til að kenna útlendingum að bera fram Bárðarbunga.
20.ágú. 2014 - 15:30 Ágúst Borgþór Sverrisson

Yet another unpronounceable volcanic catastrophe in Iceland?

Forces of nature have brought you another Icelandic word to digest: Bárðarbunga. What hell is that? You might ask yourself. Well, whether it is going bring hellfire and ashes remains to be seen. And how on earth do you pronounce the name of this location? We´ll get to the pronunciation part later but let´s look at some recent developments.
20.ágú. 2014 - 13:45

Vinir Silju og Söru áhyggjufullir um að Timberlake tónleikarnir frestist: „Allt er þegar þrennt er“

Systurnar Silja Rós og Sara Dögg Þegar fréttir bárust um að Justin Timberlake ætlaði að halda tónleika á Íslandi urðu systurnar Silja Rós og Sara Dögg himinlifandi. Þeir sem þekkja þær urðu hinsvegar ekki jafn glaðir við tíðindin en flestir búast ennþá við því að tónleikarnir munu frestast í ljósi sögu þeirra systra af því að eiga miða á tónleika með Timberlake og fá þó ekki að bera hjartaknúsarann augum.
20.ágú. 2014 - 09:40

Vitni óskast að umferðaróhappi

Myndin er af vettvangi á Frakkastíg Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Frakkastíg við Lindargötu í Reykjavík fimmtudaginn 31. júlí. Tilkynning um áreksturinn barst klukkan 19.38. Ekið var á svartan KIA Picanto sem kastaðist áfram og hafnaði á ljósgráum Opel Astra, en tjónvaldurinn ók á brott. Hans er nú leitað en viðkomandi er jafnframt hvattur til að gefa sig fram.
20.ágú. 2014 - 09:00

Ársskýrsla Landsvirkjunar tilnefnd til virtra alþjóðlegra verðlauna: „Mikil viðurkenning“

Rafræn ársskýrsla Landsvirkjunar hefur verið tilnefnd til verðlauna í hinni alþjóðlegu og virtu Digital Communication Awards keppni, í flokki rafrænna ársskýrslna. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki er tilnefnt til verðlaunanna.
20.ágú. 2014 - 08:57

Mynd dagsins: Takið fram stuttbuxurnar og hlýrabolinn - Svona verður veðrið á morgun

Mynd dagsins er afskaplega ánægjuleg en á morgun, fimmtudag, er spáð góðu veðri um allt land og verður enginn landshluti útundan.   Lofthiti verður á bilinu 9 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.
20.ágú. 2014 - 07:53

300 skjálftar hafa mælst frá miðnætti

Enn er mikil virkni í norðvestanverðum Vatnajökli. Aðalvirknin er í þyrpingunni norðaustur af Bárðarbungu. Tæplega 300 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Dýpi skjálftanna er svipað og hefur verið undanfarið (algengt um 10 kílómetrar.)
19.ágú. 2014 - 23:39

Sænskir aðdáendur fundu Gunnar Nelson á fimm sekúndum: Gunnar vinsæll í Svíþjóð

Það tók sænsku aðdáendurna aðeins 5 sekúndur að finna Gunnar Nelson á Sergels torginu í Stokkhólmi í dag en UFC gaf fyrstu aðdáendunum sem fundu Gunnar á torginu miða á UFC keppnina sem fer fram í Stokkhólmi þann 4. október næstkomandi. Gunnar hafði rétt stigið út úr bifreiðinni sem flutti hann á torgið þegar fyrsti aðdáandinn kom hlaupandi og fjöldi fylgdi svo í kjölfarið. Allir miðar og bolir sem UFC gaf fóru út á örskammri stundu eða á innan við 5 mínútum.
19.ágú. 2014 - 21:30

Ásta: „Öll börnin horfðu á foreldra sína en hann horfði aldrei beint á mig“

Sölvi er fjögurra ára drengur sem býr í Garðabæ ásamt foreldrum sínum og tveggja ára systur. Sölvi er skemmtilegur og heillandi lítill vísindamaður sem kemur foreldrum sínum oft í erfiðleika þegar hann spyr spurninga sem erfitt getur verið að svara. Sölvi er greindur með dæmigerða einhverfu.
19.ágú. 2014 - 19:25

Mynd dagsins: „Ég drep þig og börnin þín“

Það er ekkert gleðilegt við mynd dagsins en um er að ræða skjáskot af skilaboðum sem lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu fékk sent til sín í tölvupósti.  Skilaboðin voru stutt en skuggaleg:
19.ágú. 2014 - 18:58 Sigurður Elvar

Helgi Sveinsson bætti Evrópumeistaratitlinum í safnið í Swansea

Spjótkastarinn Helgi Sveinsson fagnaði Evrópumeistaratitlinum í flokki T42 á EM fatlaðra sem fram fer í Swansea í Wales. Helgi er því Evrópu – og heimsmeistari í þessum flokki í spjótkasti en hann sigraði á HM sem fram fór í Lyon í Frakklandi fyrir ári síðan. Hann varð fimmti á Ólympíumótinu í London árið 2012. Vísir.is greinir frá.  
19.ágú. 2014 - 18:20

Lögreglan lokar hálendinu norðan Dyngjujökuls: Unnið að því að ná til ferðamanna

Lögreglustjórarnir á Húsavík og Seyðisfirði hafa ákveðið að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringanna í kring um Bárðarbungu undanfarna daga.
19.ágú. 2014 - 17:30

Skjálftavirknin færist: Um hættu á jökulhlaupi í Jökulsá á Fjöllum

Skjálftavirknin sem hófst í Bárðarbungu og nágrenni 16. ágúst hefur nú færst að mestu yfir á línu með SV-NA stefnu, undir norðaustanverðum Dyngjujökli. Kæmi til eldgoss á þessu svæði gæti orðið um að ræða sprungugos undir 150 til 600 metra þykkum jökli og bræðsluvatn myndi renna jafnóðum undan jöklinum og valda flóði í Jökulsá á Fjöllum. Líklegt er að ferðatími bræðsluvatns frá gosstað að jökuljaðri væri 1 til 1.5 klst. og líkleg stærð hlaups væri á bilinu 5.000 til 20.000 rúmmetrar á sekúndu. Frá gosstað niður að Herðubreiðarlindum væri líklegur ferðatími 4,5 klukkustundir, niður að brúnni á Jökulsá við Grímsstaði 7 klukkustundir og niður undir Ásbyrgi um 9 klukkustundir.
19.ágú. 2014 - 14:45 Sigurður Elvar

Skemmtilegt myndband frá Silfurskeiðinni – styttist í stórleikinn gegn Inter á Laugardalsvelli

Stjarnan mætir stórliði Inter Milan frá Ítalíu á Laugardalsvelli á miðvikudaginn í Evrópudeildinni. Þetta er einn stærsti knattspyrnuleikur sem farið hefur fram á Íslandi á síðari árum og árangur Stjörnunnar í Evrópukeppninni fram til þessa hefur verið stórkostlegur.
19.ágú. 2014 - 13:52

Agnes fagnar: Morgunbæn og orð dagsins aftur á dagskrá

Mikil umræða hefur verið um boðaðar breytingar á dagskrá Rásar 1 sem kynntar voru nýlega. Rétt í þessu sendi Magnús Geir Þórðaron, útvarpsstjóri frá sér tilkynningu þess efnis að morgunbæn og  hugvekja verði á dagskrá Rásar1 að morgni. Agnes  M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fagnar þessum viðsnúningi. Hún segir að mikilvægt sé að bænaorðin hljómi á öldum ljósvakans og sé okkur veganesti í dagsins önn

19.ágú. 2014 - 12:32 Sigurður Elvar

Fimm kylfingar fá styrki úr Forskoti – afrekssjóði kylfinga

Í dag var tilkynnt hvaða kylfingar sem styrktir eru af Forskoti, afrekssjóði kylfinga. Stofnendur sjóðsins eru Eimskip, Valitor, Íslandsbanki, Icelandair Group og Golfsamband Íslands. Styrkina hljóta Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafur Björn Loftsson, Axel Bóasson, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir.
19.ágú. 2014 - 11:30

Feðgar ræktuðu kannabis í tveimur sumarbústöðum: Miklu kostað til

Tíu lögreglumenn frá Borgarnesi, Akranesi og Selfossi gerðu húsleit í tveimur sumarbústöðum síðastliðinn föstudag. Annar bústaðurinn er á Hvítársíðu en hinn í Grímsnesi.  Tvær karlmenn, feðgar voru handteknir í bústaðnum í Grímsnesi og voru þeir yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi.
19.ágú. 2014 - 08:13

Maður beindi byssu í átt að fólki í nótt

Klukkan hálf tíu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um mann veifa skammbyssu út um glugga bifreiðar og beina byssunni að fólki. Bifreiðin var þá stödd á Vesturlandsvegi við Grafarholt.
19.ágú. 2014 - 08:00

Ekkert bendir til þess að skjálftavirknin sé í rénun

Enginn jarðskjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst í Bárðarbungu síðasta sólarhring. Skjálftavirkni á svæðinu í nótt var nokkuð stöðug.
18.ágú. 2014 - 21:00

Segir sárlega skorta vinnu fyrir fanga á Íslandi: ,,Vinna sem unnin er af föngum er góð og vönduð“

,,Vinna sem unnin er af föngum er góð og vönduð. Fangar eru ekki hálaunastétt. Það er því allra hagur að vinna fáist fyrir fanga “segir Guðmundur Ingi Þóroddsson forstöðumaður Afstöðu sem er félag fanga á Íslandi. Hann segir langtímaatvinnuleysi vera viðvarandi í fangelsum ríkisins.
18.ágú. 2014 - 20:30

Áframhaldandi jarðhræringar: Enn er unnið á óvissustigi

Ekkert hefur dregið  úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli nú í kvöld en vísindaráð almannavarna fundaði í dag. Telja jarðvísindamenn á Veðurstofunni og Háskóla Íslands að kvika sé á hreyfingu austan við Bárðarbungu við jökuljaðar Dyngjujökuls.
18.ágú. 2014 - 18:00

Lögregla óskar eftir vitnum að líkamsárás á Frakkastíg

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað á Frakkastíg í Reykjavík, rétt fyrir kl. 19:30 laugardaginn 9. ágúst. Ráðist var á karlmann á fertugsaldri og var hann stunginn með hnífi.
18.ágú. 2014 - 17:30

Sólríkir dagar framundan á höfuðborgarsvæðinu

Útlit er fyrir bjartviðri og sól mestalla vikuna á Suðvesturlandi samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Íbúar höfuðborgarsvæðisins ættu því að ná síðustu sólargeislum sumarsins.

18.ágú. 2014 - 15:31

„Yrði lengsti undirbúningstími sem við höfum séð í 30 ár“

"Ef kvikan kemur upp á yfirborðið þá er þetta lengsti undirbúningstími sem við höfum séð í 30 ár," segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur. Hann segir að reynslan sýni að það sé bara stundum sem kvikuinnskot verður að gosi. 
18.ágú. 2014 - 14:19

Icelandair tilbúið með viðbragðsáætlun ef gos hefst undir Vatnajökli

„Við lærðum okkar lexíu eftir eldgosið í Eyjafjallajökli," segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair. Flugfélagið hefur sett upp viðbragðsáætlun ef eldgos hefst í Vatnajökli. Guðjón bendir á að enn ríki mikil óvissa og á meðan ástandið helst óbreytt haldi Icelandair sínu striki.

18.ágú. 2014 - 12:54

Veðurstofan hækkar viðvörunarstig: Virknin gæti leitt til sprengigoss

Veðurstofan Íslands hefur ákveðið að hækka viðvörunarstig fyrir flugmálayfirvöld úr gulu í appelsínugult viðvörunarstig. Næsta stig fyrir ofan er rautt sem þýðir eldgos yfirvofandi eða þegar hafið. Við gos undir jökli er líklegt að öskustrókurinn myndi hafa umtalsverð áhrif á flugumferð.
18.ágú. 2014 - 11:30

Mynd dagsins: Radar mun fylgjast með þróun mála við Bárðarbungu

Mynd dagsins var tekin í Árnesi í Gnúpverjahreppi seinnipartinn í dag en mannskapur á vegum Veðurstofu Íslands var þá á leið inn á hálendið með veðurradar til að mæla hugsanlegan gosmökk við Bárðarbungu.
18.ágú. 2014 - 11:26

Lögreglan lýsir eftir Birnu Maríu: Ekkert hefur spurst til hennar síðan 14. ágúst

Lögreglan á Höfuðborgarasvæðinu lýsir eftir Birnu Maríu Sigurðardóttur. Þar sem langt er liðið síðan stúlkan fór að heiman, hún er mjög ung að aldri og ekkert hefur spurst til hennar leggja lögregla og barnaverndaryfirvöld mikla áherslu á að finna hana.    
18.ágú. 2014 - 11:00

Matvælaiðnaðurinn á Íslandi: Varphænur hýrast á svæði á stærð við A4 blað allt sitt líf

Matvælaiðnaðurinn er mörgum hugleikinn. Varphænur á Íslandi þurfa flestar að hýrast á svæði sem er jafnstór og eitt A4 blað alla sína ævi og mörg svín eyða mest allri ævinni í stíu sem er svo þröng að þau geta ekki snúið sér við.
18.ágú. 2014 - 09:00

Facebook vill að þú sjáir hluti sem þú ert sammála

Baldvin Þór Bergsson Facebook og aðrir samfélagsmiðlar eru stór hluti af hefðbundnum netrúnti fólks. Miðlarnir aðlaga sig að hverjum og einum notanda með því markmiði að selja auglýsingar sérsniðnar að þörfum viðkomandi. “Þér er bara boðið upp á ákveðinn hluta af hlaðborðinu og engar skoðanir sem stangast á við þína heimspeki”, segir Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði.
18.ágú. 2014 - 08:00

Stærsti skjálftinn frá því að hrinan hófst

Enn er mikil virkni í norðvestanverðum Vatnajökli.  Frá miðnætti hafa mælst um 250 jarðskjálftar á svæðinu en undanfarinn sólarhring hafa mælst rúmlega 1400 jarðskjálftar í Vatnajökli. Virknin er mest austan við Bárðarbungu og við Kistufell.


17.ágú. 2014 - 22:37

Brjóstamjólkurísinn fyrstur til að klárast: Bragðið kom þægilega á óvart

Þúsundir manna sóttu Hveragerði heim í gær þegar Ísdagurinn mikli fór þar fram. Auk skemmtiatriða þá bauð Kjörís upp á fjölbreytt úrval ístegunda og runnu um þrjú tonn af ís niður kverkar gesta Ísdagsins. Ísdagurinn var hluti af bæjarhátíð Hveragerðis sem kallast Blómstrandi dagar daga.
17.ágú. 2014 - 21:00

Einhverf íslensk stúlka varð strandaglópur á flugvelli í Danmörku

,,Það væri eins og það væri öllum sama þó að þau væru með barn í höndunum, það var eins og það skipti engu máli þó það kæmi eitthvað fyrir hana", segir Sigurrós Yrja Jónsdóttir, en 12 ára stjúpdóttir hennar, Lovísa Rós, var að hennar sögn svikin um faglega fylgd af flugfélaginu SAS við fyrirhugað flug til Svíþjóðar. Þurfti hún að hafast við í flugstöðinni í tæpar tvær klukkustundir án eftirlits en Lovísa er með röskun á einhverfurófi. Sigurrós er afar ósátt við viðbrögð flugfélagsins við málinu og segir vinnubrögðin vera á allan hátt ómannúðleg.
17.ágú. 2014 - 11:50

Ekki hægt að útiloka að atburðarrásin leiði til eldgoss: Óvissustig enn í gildi

Myndin er tekin 3. ágúst síðastliðinn yfir Vonarskarði og nær okkur er skriðjökullinn Köldukvíslarjökull, en fjær er Bárðarbunga. Eldgos í bungunni gæti þrýst hamfarahlaupi undir jökulinn og niður í virkjankerfi Köldukvíslar, Tungnaár og Þjórsár. / ÓR. Jarðskjálftahrinan sem hófst uppúr klukkan þrjú í gærmorgun heldur áfram. Virknin hefur færst til og er nú í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu.  Vísindamenn telja að virknin orsakist af innskotavirkni  kviku í jarðskorpunni . Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni í kjölfar fundar vísindamanna sem hóst klukkan tíu í morgun.  
17.ágú. 2014 - 11:35

Hefur búið á Íslandi í 14 ár: Ókurteisi sem er viðurkennd í íslensku samfélagi

Jun Þór Morikawa kom fyrst til Íslands árið 1997. Hann féll fyrir landi og þjóð og hefur verið búsettur hér á landi undanfarin fjórtán ár. Hann segir að Ísland sé besta landi í heimi en finnst þó að ókurteisi sé oft liðin og jafnvel viðurkennd í samfélaginu.  
17.ágú. 2014 - 09:24

Hringdi sjálfur í Neyðarlínuna eftir að hafa skotið upp neyðarblysi á Seltjarnarnesi

Erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og verkefnin fjölbreytt.  Á Seltjarnarnesi hringdi maður í Neyðarlínuna eftir að hann skaut sjálfur neyðarblysi á loft og greindi frá því að ekkert amaði að sér. Þá sagðist hann eiga fleiri blys í pokahorninu.
17.ágú. 2014 - 08:58

Stúlka vaknaði í læstum strætisvagni í nótt

Áhyggjufullur faðir óskaði eftir aðstoð lögreglunnar skömmu eftir miðnætti í nótt og greindi frá því að dóttir hans væri föst inni í strætisvagni.
16.ágú. 2014 - 20:50

Ómar Ragnarsson: Gos í Bárðarbungu getur valdið hamfaraflóðum

„Undir öxlinum Bárðarbunga-Grímsvötn er miðja annars af stærstu möttulstrókum jarðar, en hinn er undir Hawai.  Það er ekki aðeins að Bárðarbunga sé næst hæsta fjall landsins vegna þess hve mikil eldvirkni er þar, heldur tekur hún oft þátt í eldgosum sunnan og norðaustan við sig, ef svo má að orði komast, á þann hátt að mikil skjálftahrina er oft aðdragandi að þessum gosum“, segir fjölmiðlamaðurinn Ómar Ragnarsson
16.ágú. 2014 - 20:25

Virkni í Bárðarbungu hefur aukist jafnt og þétt síðustu sjö ár: Virkni svipuð nú og fyrir Grímsvatnagosið

Jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu hefur aukist. Skjálftahrina hefur staðið yfir síðan kl. 3:00 í nótt með stöðugri skjálftavirkni. Dýpi skjálftanna er í efri hluta skorpunnar og stærðir þeirra eru í kringum 1.5; nokkrir skjálftar eru stærri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.
16.ágú. 2014 - 18:40

Eldstöð sem á skilið athygli og virðingu: „Stærsta hraun landsins og reyndar á jörðinni ættað úr Bárðarbungukerfinu“

Á þriðja hundrað skjálftar hafa mælst í Bárðarbungu frá því í nótt og hafa stærstu skjálftarnir verið á bilinu 2,4 til 2,6 að stærð. Gunnar B. Guðmundsson jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Pressuna að hann gæti ekki útlokað að eldgos væri hafið en líklega væri um að ræða innskot eða innskotavirkni en ljóst væri að kvikuhreyfingar ættu sér stað undir eða við skorpuna. Það mun þó þurfa mjög stórt eldgos til að það komist upp úr jöklinum sem er um 700 metra þykkur á svæðinu.
16.ágú. 2014 - 15:05

Óvissustig vegna skjálftanna í Bárðarbungu

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík ákveðið að lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa í Bárðarbungu.
16.ágú. 2014 - 14:45

Á þriðja hundrað skjálfta í Bárðarbungu: Ekki hægt að útiloka eldgos

Á þriðja hundrað skjálftar hafa mælst í Bárðarbungu frá því í nótt og segir Gunnar B. Guðmundsson jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að skjálftarnir hafi mælst nokkra kílómetra aust, suð-austur af Bárðarbungu í Vatnajökli. Aukin virkni hefur verið á svæðinu síðustu vikur  en óróinn byrjaði í gærkvöldi. Stærstu skjálftarnir hafa verið á bilinu 2,4 til 2,6 að stærð. Bárðarbunga er ein stærsta eldstöð landsins.
16.ágú. 2014 - 14:35 Sigurður Elvar

Gylfi Þór hetja Swansea - skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn Man Utd á Old Trafford

Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik með Swansea í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag gegn Manchester United á Old Trafford. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði sigurmark leiksins í 2-1 sigri Swansea og hann lagði einnig upp fyrra mark liðsins.
16.ágú. 2014 - 13:15

Allir velkomnir á glæsilega hátíð í Grafarholtinu: Ingó veðurguð, tívolítæki og útimarkaður

Hverfishátíð Grafarholts, Í holtinu heima, er haldin í dag og hefst dagskráin klukkan fjórtán. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún aldrei verið veglegri. Það eru íbúasamtök Grafarholts og þjónustumiðstöð Grafarholts sem standa að hátíðinni. Berghildur Erla Bernharðsdóttir segir að mikið sé lagt í hátíðina og boðið verði  uppá fjölbreytta dagskrá frá morgni til kvölds sem lýkur með brekkusöng í Leirdalnum undir stjórn Ingós veðurguðs.  Aðspurð hvort hátíðin sé bundin við íbúa Grafarholts segir Berghildur:
16.ágú. 2014 - 12:55

Mynd dagsins: Brotist inn hjá Gísla Marteini og félögum - „Gjörsamlega óþolandi“

Mynd dagsins birti Gísli Marteinn á Twitter-síðu sinni en þar greinir hann frá því að brotist hafi verið inn í húsnæði á Melhaganum í Vesturbænum þar sem Gísli Marteinn og Pétur Marteinsson  ætla að opna kaffihús um næstu mánaðarmót. Gísli segir:
16.ágú. 2014 - 12:30

Hefur þú séð Ingólf? Lögreglan leitar að honum

 Lögreglan á Höfuðborgarasvæðinu lýsir eftir Ingólfi Kolbeini Bjarnasyni. Ingólfur er 15 ára, 177 sentímetrar á hæð, meðalvaxinn með stutt ljósrautt hár. Klæddur í svartar adidas buxur með hvítum röndum og svarta hettupeysu.  
16.ágú. 2014 - 08:39

Lýst eftir 14 ára stúlku: Hefur þú séð Birnu Maríu?

Lögreglan á Höfuðborgarasvæðinu lýsir eftir Birnu Maríu Sigurðardóttur.  Birna er aðeins 14 ára, 165 sentímetrar á hæð, grannavaxin og með brúnt sítt hár. Ekki vitað um klæðnað.  
15.ágú. 2014 - 21:20 Auður Ösp Guðmundsdóttir

Óskar engum að ganga í gegnum barnsmissi: ,,Ég fékk að eiga sex daga með honum"

Mæðginin áttu fallega kveðjustund ,,Það þarf að viðurkenna að þegar þú missir barn á þennan hátt þá er það jafnmikill missir og þegar þú missir barn sem er eldra. Þú ert að missa barnið þitt, þó þú komir ekki með það heim af spítalanum" segir Heiða Mjöll Brynjarsdóttir, nemi og þriggja barna móðir úr Keflavík. Hún gekk í gegnum sára lífsreynslu árið 2007 þegar að sonur hennar Markús Már lést, aðeins sex daga gamall. Hún segir nauðsynlegt fyrir þá sem lenda í barnsmissi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu að geta leitað stuðnings hjá þeim verið hafa í sömu sporum.

15.ágú. 2014 - 19:10

Séra Hildur Eir: „Bænir algjörlega ofmetið fyrirbæri“ - Mikil óánægja með ákvörðun RÚV

„Ég styð það eindregið að bænalestur verði tekin af dagskrá RÚV enda eru bænir algjörlega ofmetið fyrirbæri, eina gagnið sem hægt er að hafa af iðkun bænarinnar er að maður fer eitthvað að leiða hugann að öðru fólki og þakka fyrir að eiga góða að sem er náttúrulega alveg fáránlegt þegar hægt er að nýta tímann til dæmis til að skoða nýja sófa eða þrífa safapressuna,“ skrifar séra Hildur Eir Bolladóttir í kaldhæðni en hún er eins og fjölmargir aðrir ósátt við þá ákvörðun dagskrárstjóra Rásar 1 að fella niður dagskrárliðina morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins frá og með 28. ágúst næstkomandi. Ákvörðunin er byggð á því að dagskrárliðirnir hafa litla hlustun að sögn Þrastar Helgasonar dagskrárstjóra Rásar 1.
15.ágú. 2014 - 18:00

Hvernig hið saklausa spillist: „Saga sem maður hefur séð fáránlega oft“

,,Sagan á bak við lagið er eitthvað sem við höfum séð margoft“, segir Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem Blaz Roca en hann gaf nýlega út lagið Vökuvísa þar sem hann nýtur liðsinnis Björn Þorleifssonar og Sölku Sólar Eyfeld. Erpur segir lagið vera dekkri útgáfuna af vögguvísunni sem allir þekkja.

Sena - Háskólabíó - kvikmyndahátíð
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson - 15.8.2014
Slæm Lýsing
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 06.8.2014
Stund hefndarinnar
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 07.8.2014
Upphlaup vegna skipunar seðlabankastjóra
Aðsend grein
Aðsend grein - 15.8.2014
Virðing og samfélagsleg auðgun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.8.2014
Rökföst grein Eiríks lögfræðings
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.8.2014
Örlagasögur af Íslandi sagðar erlendis
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.8.2014
Þöggun leiðir til fordóma
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.8.2014
Athugasemdir við fyrirlestra mína
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.8.2014
Fyrirlestrar í Gautaborg
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 11.8.2014
Kristin talnaspeki: Talan einn
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 07.8.2014
„Kristin talnaspeki: Inngangur, talan núll“
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.8.2014
Hin merka frétt
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 14.8.2014
Kristin talnaspeki: Talan tveir
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.8.2014
Þessu óréttlæti verður að linna
Fleiri pressupennar