14. jún. 2012 - 09:15

Skemmtilegasta fríið var í Færeyjum: Langar til St.Kildu

Pressan heyrði í Stefáni Pálssyni til að forvitnast hvort hann ætli að ferðast innanlands eða utan landsteinanna í sumar. Stefán er sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Hann var dómari í Gettu betur og er dyggur aðdáandi breska knattspyrnuliðsins Luton Town. En hvert ætlar Stefán í sumar?

Þú færð nú lítið spennandi upp úr mér um það. Það er árviss ferð á heimaslóðir konunnar á Neskaupstað í kringum verslunarmannahelgina. Svo er það skreppitúr í nótt og nótt. Reyndar er á langtímalistanum að líta til Eyja, nota ferjuhöfnina annars verður mest unnið í sumar við tölvuna

Staður sem er í mestu uppáhaldi hjá þér til að fara í sumarfrí?

Eitt skemmtilegasta frí sem ég hef farið í var til Færeyja fyrir svona áratug. Fórum um allt, nema reyndar til Suðureyjar, sem mér finnst alltaf leiðinlegt að hafa ekki náð að heimsækja. Það og Orkneyjar eru á listanum.

Draumaferðalag án tillits til kostnaðar?

Ef peningar væru ekki vandamálið, þá er ég í mörg ár búinn að vera sökker fyrir St. Kildu. Smáeyju langt úti fyrir ströndum Skotlands sem fór í eyði um 1930. Þar eru miklar fornleifar og náttúrulíf. Á margar bækur um þetta, en þangað kemst enginn nema í þyrlu og með sérstöku leyfi.
(21-25) The Pier: 3 fyrir 2 tilboð - júní
24.jún. 2016 - 21:00 Kópavogur

Dóttir pípara og þroskaþjálfa

Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi.
Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forsetaframbjóðandi, er uppalin í Kópavogi, dóttir pípara og þroskaþjálfa. Hún vann fyrir sér í háskólanámi í Bandaríkjunum sem framkvæmdastjóri knattspyrnuliðs karla í skólanum. 

24.jún. 2016 - 20:00 Reykjanes

Ásmundur Friðriksson: Ég nýt þess að kynnast og aðstoða fólk

Ásmundur Friðriksson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Allt stefnir í að kosið verði til Alþingis í haust. Þingstörf hafa gengið vel og kemur þing að nýju saman í ágúst. Kosningabaráttan hefst þá fyrir alvöru,en flokkarnir eru þegar farnir að undirbúa framboðsmál sín. 
24.jún. 2016 - 19:00 Eyjan

Bretland stendur mun veikara eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna – Möguleg tækifæri fyrir Ísland

„Þessi jarðskjálfti er í góðri meðalstærð þeirra sem gengið hafa yfir álfuna frá seinna stríði,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, um tíðindi næturinnar, þar sem Bretar kusu sig út úr Evrópusambandinu. Framundan eru stífar og erfiðar samningaviðræður milli Bretlands og ESB um framtíð landsins í Evrópu. Á sama tíma gætu mikil tækifæri falist í þessu fyrir Ísland.
24.jún. 2016 - 18:00 Vesturland

Sendiherrar á ferð um Vesturland

Á laugardag fór fríður hópur um 70 sendiherra erlendra ríkja á Íslandi ásamt mökum þeirra og embættisfólki frá Utanríkisráðuneyti Íslands í skoðunarferð um Vesturland. Ferðin var í boði Utanríkisráðuneytisins. 

24.jún. 2016 - 17:00 Arnar Örn Ingólfsson

Gríðarleg söluaukning á íslensku landsliðstreyjunni

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu Velgengni Íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur skilað sér í aukinni sölu á landsliðstreyju liðsins, en átján hundruð prósenta aukning hefur verið í sölu á treyjunni, samkvæmt tilkynningu frá Unisport, einum stærsta söluaðila knattspyrnutreyja í Skandinavíu. 
24.jún. 2016 - 15:00 Bleikt

Kosningapróf Bleikt: Hversu vel þekkir þú frambjóðendur?

Í tilefni forsetakosninganna 2016 höfum við sett saman einfalt kosningapróf. Frambjóðendur hafa látið ýmis orð falla og komið sínum málum á framfæri í fjölmiðlum og því viljum við kanna hversu vel lesendur þekkja frambjóðendur. Veist þú hver sagði hvað? Taktu prófið og láttu reyna á það!

24.jún. 2016 - 14:00 Arnar Örn Ingólfsson

Icelandair mun bjóða beint flug á leik Íslands og Englands

Icelandair mun bjóða upp á beint flug til og frá Nice í Frakklandi vegna leiks Íslands og Englands. Áður hafði verið greint frá því að félagið hefði ekki tök á að skipuleggja leiguflug með þessum hætti, þar sem allur floti flugfélagsins væri upptekinn.

24.jún. 2016 - 13:00 Eyjan

Guðni með afgerandi forystu – Halla með næst mest fylgi og Davíð og Andri jafnir

Guðni Th. Jóhannesson mælist með 44,6 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup þar sem stuðningur við forsetaframbjóðendur er mældur. Halla Tómasdóttir kemur næst, með 18,6 prósenta stuðning, og þar á eftir þeir Davíð Oddsson og Andri Snær Magnason, með um 16 prósenta fylgi.

24.jún. 2016 - 12:30 Arnar Örn Ingólfsson

Banaslys á Öxnadalsheiði eftir þriggja bíla árekstur

Klukkan rúmlega 10 í morgun var tilkynnt um alvarlegan árekstur þriggja bíla á Öxnadalsheiði.

24.jún. 2016 - 12:00

Þórður Jóhann um Guðmundar- og Geirfinnsmálið: „Þetta var bara eitthvert ljúgvitni“

Viðtal við Þórð frá árinu 1994.
Þórður Jóhann Eyþórsson neitar að hafa átt aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar.
24.jún. 2016 - 11:30 Eyjan

Cameron segir af sér

David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér í kjölfar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um veru Bretlands í Evrópusambandinu. 51,9 prósent kjósenda kusu með brotthvarfi Bretlands úr sambandinu.

24.jún. 2016 - 11:00 Eyjan

Píratar stærstir og Viðreisn bætir enn við sig – Stutt á milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna

Stjórnarflokkarnir, sem og Píratar dala lítillega í fylgi í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar á meðan að aðrir flokkar bæta við sig. Litlu munar nú á fylgi Sjálfstæðisflokksins, sem mælist næst stærstur flokka, og Vinstri grænna. Vikmörk eru ekki gefin upp í frétt Morgunblaðsins þar sem greint er frá könnuninni en ekki er ólíklegt að munurinn á fylgi flokkanna tveggja sé innan vikmarka. Þá heldur Viðreisn áfram að bæta við sig fylgi.

24.jún. 2016 - 10:00

Ingibjörg Sólrún: Dapurt hvernig Samfylkingin er rúin fylgi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir fylgi síns gamla flokks ekki vera upp á marga fiska. Samkvæmt skoðanakönnunum er fylgi flokksins í sögulegu lágmarki og innanflokksdeilur eru áberandi.

23.jún. 2016 - 20:00 Arnar Örn Ingólfsson

Pressuúttekt á fasteignamarkaðnum: Tíu dýrustu einbýlishúsin á Akureyri

Dýrasta einbýlishúsið á Akureyri má finna á Skólastíg þar í bæ. Pressan hefur tekið saman lista yfir tíu dýrustu einbýlishúsin á Akureyri, en í samtali við Pressuna segir Arnar Guðmundsson, löggildur fasteignasali á Fasteignasölu Akureyrar markaðinn norðan heiða vera á góðu róli.

23.jún. 2016 - 19:00 Reykjanes

Spáð í spilin fyrir þingkosningar

Allt stefnir í að kosið verði til Alþingis í haust.
Stjórnmálaflokkarnir eru að setja á fullt að ákvarða framboðslista vegna Alþimgiskosninganna í haust. Samkvæmt skoðanakönnunum eru líkur á að miklar breytingar geti orðið á samsetningu á þingi eftir kosningar.

23.jún. 2016 - 16:30 Reykjanes

Aflafréttir: Smá aftur í tímann

Þar sem að júní mánuðurinn núna er frekar rólegur þá ætla ég að fara með ykkur lesendur góðir aftur í tímann smá. Förum 30 ár aftur í tímann og skoðum hvað var um að vera á Suðurnesjunum í júní árið 1986. núna er engum humri landað á höfnum á Suðurnesjunum því enginn humarvinnsla er. Þennan tiltekna mánuð þá var ansi miklu landað af humri.

23.jún. 2016 - 14:51 Ari Brynjólfsson

Minni háttar Skaftárhlaup er líklega hafið – Almannavarnir gefa út viðvörun

Mynd úr safni.

Minni háttar Skaftárhlaup er líklega hafið og er ferðalöngum eindregið ráðlagt að halda sig fjarri jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

23.jún. 2016 - 14:30 Arnar Örn Ingólfsson

Vefur Dohop hrundi í gær: 25 þúsund manns leituðu að flugi til Nice

Bæði Icelandair og WOW air hafa gefið út að félögin munu reyna að komast til móts við eftirspurn eftir flugi til Frakklands.
 Álag á ferðavefinn Dohop.com 25-faldaðist eftir leik Íslands og Austurríkis í gær, en vefurinn lá niðri um tíma. 25 þúsund leitir voru gerðar á flugi til Nice í gær.

23.jún. 2016 - 13:09 Arnar Örn Ingólfsson

Innbrot í skóla í Breiðholti: Stálu flotlínu úr sundlaug

Lögreglan hafði í nógu að snúast í morgun.
Brotist var inn í verslun í Kópavogi rétt fyrir klukkan sex í morgun, en þar var bæði pening og varningi stolið. Þá var tilkynnt um þjófnað úr sundlaug við skóla í Breiðholti rétt fyrir klukkan níu í morgun, en flotlínu í lauginni hafði verið stolið.

23.jún. 2016 - 10:30 Arnar Örn Ingólfsson

Miðasala á leik Íslands og Englands hefst á hádegi: Það sem þú þarft að vita

Íslenska landsliðið hefur ekki ennþá tapað neinum leik á mótinu.
Mikil eftirvænting er fyrir leik Íslands og Englands í 16 liða úrslitum Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu. Miðasalan á leikinn hefst klukkan 12 á hádegi í dag, fimmtudag. Leikurinn fer fram í borginni Nice.

23.jún. 2016 - 09:30 Bleikt

Ástin á sér stað: Sjáðu myndbandið við Þjóðhátíðarlagið 2016

Þjóðhátíðarlagið í ár var frumflutt í dag en lagið heitir Ástin á sér stað. Halldór Gunnar Pálsson fjallabróðir samdi lagið en Friðrik Dór og Sverrir Bergmann flytja það ásamt hljómsveitinni Albatross.

23.jún. 2016 - 09:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Sumarnámskeið Mímis í íslensku: Fjarnám í boði

Mímir-símenntun býður upp á fjölbreytt námskeið í íslensku fyrir útlendinga í júlí og ágúst. Í  boði eru námskeið jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Námskeiðin verða kennd í húsi gamla Stýrimannaskólans að Öldugötu 23 í 101 Reykjavík.
23.jún. 2016 - 07:34 Kristján Kristjánsson

Óaðlaðandi, frábæra Ísland

Knattspyrna þarf ekki að vera falleg til að vera skemmtileg. Hún getur verið skemmtileg á svo margan hátt. Að halda boltanum, góð tækni og flott mörk gera knattspyrnu skemmtilega. Grjóthörð barátta íslensku nýliðanna í úrslitakeppni EM er önnur útgáfa af skemmtun.
23.jún. 2016 - 06:43

Ætlaði að kasta sér í sjóinn: Endaði í fangageymslu

Um klukkan 23 í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem væri í sjálfsvígshugleiðingum og hefði talað um að ganga í sjóinn skammt frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Maðurinn fannst skömmu síðar. Hann var mjög ölvaður og var hann vistaður í fangageymslu. Honum verður síðan boðin viðeigandi aðstoð þegar áfengisvíman er runnin af honum.
22.jún. 2016 - 20:15 Aldan

Mörg sjávarútvegsfyrirtæki í hópi framúrskarandi fyrirtækja

Ísfélag Vestmannaeyja er á listanum. Síðastliðin sex ár hefur Creditinfo (Lánstraust) unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar. Fyrir árið 2015 komust 682 fyrirtæki á listann af þeim 35.842 sem skráð voru í hlutafélagaskrá. 
22.jún. 2016 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Íslenska ævintýrið heldur áfram - Íslenskt eldgos kemur litla liðinu áfram – Afrek Íslendinga

Eins og um það bil hver einasti Íslendingur veit væntanlega þá vann karlalandsliðið í knattspyrnu það frækilega afrek áðan að komast í 16 liða úrslit EM í Frakklandi Frændur okkar og frænkur á Norðurlöndunum hafa fylgst vel með gengi liðsins á mótinu og styðja það leynt og ljóst. Norrænir fjölmiðlar spara heldur ekki fyrirsagnirnar nú í kvöld að leik loknum.

22.jún. 2016 - 17:57 Ari Brynjólfsson

JÁÁÁÁÁ! Ísland 2 – Austurríki 1: Við erum komin í 16-liða úrslit!

Mikil spenna var í loftinu fyrir leik Íslands og Austurríkissem var að ljúka rétt í þessu, Íslandi dugaði jafntefli en Austurríkismennþurftu að sigra til að komast í 16-liða úrslit.

Jón Daði Böðvarsson skoraði á átjándu mínútu og litlu munaðiað Austurríkismönnum tækist að jafna skömmu síðar í vítaspyrnu en AleksandarDragovic skaut í stöngina. Alessandro Schöpf jafnaði fyrir Austurríkismenn ásextugustu mínútu. Hannes Þór Halldórsson stóð sig eins og hetja í markinu líktog í fyrri leikjum og varði alls 5 bein skot.

Gríðarleg spenna var undir lok leiksins þegar litlu munaðiað Austurríkismönnum tækist að komast yfir, en Arnór Ingvi Traustason skoraði á94 mínútu og tryggði Íslandi sigur.

Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitum á mánudaginn.

22.jún. 2016 - 16:30 Aldan

WiseFish er fyrir alla – allsstaðar: Leysir þarfir sjávarútvegsins

Björn Þórhallsson sölustjóri, Jón Heiðar Pálsson sviðsstjóri sölu og markaðssviðs og Hallgerður Jóna Elvarsdóttir sölustjóri sjávarútvegslausna.
WiseFish kerfið frá Wise er fyrir útgerðir, vinnslur, útflytjendur, framleiðendur og dreifingaraðila í sjávarútvegi. Lausnin sem byggir á Dynamics NAV er sérhönnuð og þróuð til að uppfylla kröfur sjávarútvegsins um upplýsingakerfi, rekjanleika og gæðaskráningar. Skýrslugerð, samskipti við Fiskistofu og útflutning er hluti af stöðluðu kerfi ásamt samningakerfi.

22.jún. 2016 - 14:00 Ari Brynjólfsson

Ísland stendur sig svo vel að nú vill Norður-Noregur fá eigin lið: „Auðvelt að gleðjast yfir velgengni Íslendinga“

Árangur Íslands á Evrópumeistaramótinu hefur ekki farið framhjá neinum, fjallað hefur verið um strákana okkar í öllum helstu fjölmiðlum Norðurlandanna og minnst hefur verið á árangurinn beggja vegna Atlantshafsins. Í Aftenposten í dag velta norskir sparkspekingar því fyrir sér hvort Norður-Noregur ætti að fá sitt eigið lið:

22.jún. 2016 - 13:00 Kristján Kristjánsson

Frábær stuðningur Politiken við íslenska landsliðið: Forsíðan í íslensku fánalitunum – Kenna Dönum þjóðsönginn

Danska dagblaðið Politiken lýsti yfir stuðningi við íslenska landsliðið á EM áður en keppnin hófst og hefur staðið þétt við bakið á liðinu og umfjöllun þess um liðið og leiki þess hefur verið mjög á jákvæðum nótum. Blaðið bætir enn í stuðning sinn í dag og reynir meðal annars að kenna Dönum íslenska þjóðsönginn.
22.jún. 2016 - 12:00 Arnar Örn Ingólfsson

Leikurinn gegn Austurríki: Það sem þú þarft að vita

Íslenska karlalandsliðið mætir því Austurríska í París í dag.
Íslenska landsliðið mætir austurríska landsliðinu í knattspyrnu karla á Stade de France í dag klukkan 16:00 á íslenskum tíma. Mikil eftirvænting er fyrir leiknum á meðal Íslendinga, en margir hafa lagt leið sína til Frakklands til að styðja strákana okkar. Pressan tók saman nokkra punkta um leikinn í dag.

22.jún. 2016 - 10:00 Arnar Örn Ingólfsson

Vilja ekki þurfa að velja á milli reglna og mannslífs

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum á höfuðborgarsvæðinu verður fækkað um einn til tvo á hverri vakt í sumar. Pressan greindi frá málinu í gær, en möguleiki er á að fækkunin muni halda áfram eftir hausti.

22.jún. 2016 - 06:06

Líkamsárásir og heimilisofbeldi

Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um líkamsárás í miðborginni en talið er að þolandinn sé handleggsbrotinn. Hann var fluttur á slysadeild en meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
21.jún. 2016 - 22:00 Bleikt

Jórunn María um gagnrýni á mömmublogg: „Það er ekki rétt að við fáum allt gefins eða afslátt af öllu“

Í ljósi umræðna síðustu daga þá fann ég mig knúna til þess að skrifa smá pistil. Þessar umræður voru í hópnum “vonda systir” og snérust að mömmubloggum og mömmusnöppum. Þar var talað um hvað þær sem tilheyra þessum hópum væru “fullkomnar”, alltaf uppstrílaðar, alltaf hreint heima hjá þeim, að þær ættu nóg af peningum, fá allt gefins og fleira.
21.jún. 2016 - 21:00 Arnar Örn Ingólfsson

Ertu komin/nn með leið á hvítvíni eða rauðvíni? Þá er þetta eitthvað fyrir þig

Vínið ber heitið Gik.
Spænskt sprotafyrirtæki hefur hafið framleiðslu á blávíni. Framleiðendur blávínsins binda væntingar við að drykkurinn verði einn sá vinsælasti í heiminum og skipi sér í raðir með hvít- og rauðvíni. Þá vilja framleiðendurnir að drykkurinn sé „Instagramvænn“ og líti vel út á samfélagsmiðlum, ekki aðeins bragðgóður.

21.jún. 2016 - 20:00 Ísland - ferðalandið

Framkvæmdastjóri FÍ: ,,Laugavegurinn tilnefndur sem ein af 10 bestu gönguleiðum í heiminum af National Geographic“

Ferðafélag Íslands var stofnað 1927 og hefur það markmið að byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn á hálendinu og í óbyggðum og greiða götu ferðamanna á landinu. Þá gefur FÍ út bækur og kort og stendur fyrir fjölbreyttum ferðum um landið. Félagið á 40 skála og undir merkjum félagsins starfa 15 deildir út um allt land. Ferðafélagið er í eðli sínu íhaldssamt og rótgróið og heldur fast í gömul og góð gildi. 

21.jún. 2016 - 19:00 Arnar Örn Ingólfsson

Pressuúttekt á fasteignamarkaðnum: Tíu dýrustu einbýlishúsin í Reykjavík

Pressan tók saman lista yfir tíu dýrustu einbýlishúsin í Reykjavík. Í samtali við Pressuna segir Jón Rafn Valdimarsson, fasteignasali á Fasteignasölunni Mikluborg sölu á sérbýlum og stærri eignum hafa verið að taka kipp upp á við, en lægð hefur verið á þeim markaði á undanförnum árum.

21.jún. 2016 - 16:00 Ísland - ferðalandið

Ragnheiður Elín: „Áhersluverkefni að auka hæfni og gæði í ferðaþjónustunni“

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Ferðaþjónusta á Íslandi er gríðarlega fjölbreytt og nær til fjölmarga markhópa, svo sem eins og almennra ferðamanna, ráðstefnu- og sýningargesta, bakpokaferðalanga, tónlistar- og tísku áhugamanna, fjallagarpa, ferðamanna sem sækjast eftir hvalaskoðun, þyrluflugi, köfun og stangveiði og margt fleira. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var spurð hvort hún teldi að allur þessi fjöldi sem kemur til landsins væri ánægður með heimsóknina, hvort stefnumörkunin væri rétt?

21.jún. 2016 - 14:50

Kári svarar háskólakennurum: Háskólanám eins og skurðgröfturinn í Sundunum

Dr. Kári Stefánsson fer mikinn í pistli sem hann birti í Fréttablaðinu í morgun. Í pistlinum gagnrýnir hann pistil sem segi kröfuna sem háskólamönnum séu gerðar valdi kvíða og séu að eyðileggja háskólana.

21.jún. 2016 - 14:08 Arnar Örn Ingólfsson

Kaleo beint í fimmtánda sæti Billboard listans

Strákarnir í Kaleo hafa gert það gott á undanförnum árum.
Fyrsta plata hljómsveitarinnar Kaleo sem gefin er út á erlendri grundu, A/B fór beint í 15. Sætið á Billboard listanum. Fyrstu helgina eftir útgáfu plötunnar fór hún hátt á vinsældalista um víða veröld.

21.jún. 2016 - 13:45

Landsliðið í dansi heldur til Austurríkis

Eftir sýningaferðina í Salzburg munu dansarar dansflokksins halda í sumarfrí. Íslenski dansflokkurinn heldur til Austurríkis í nótt þar sem flokkurinn mun sýna dansverkið Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet á Sommerszene í Salzburg 24. júní og 25. júní. Eftir sýningaferðina í Salzburg munu dansarar dansflokksins halda í sumarfrí.
21.jún. 2016 - 13:00 Bleikt

Veggspjald Druslugöngunnar rifið niður af salerni Kaffibarsins: Þá var gripið á þetta ráð

Aðstandendur Druslugöngunnar tóku eftir því um helgina að tilkynning þeirra hafði verið rifið niður af vegg á salerni Kaffibarsins og tætt í sundur. Á plakatinu segir meðal annars, „Þú átt rétt á að skemmta þér án þess að verða fyrir áreiti eða ofbeldi,“ og þeir sem verða fyrir slíku eru hvattir til að láta starfsmann vita.

21.jún. 2016 - 12:00 Arnar Örn Ingólfsson

Seldu ofskynjunarlyfið Sólstöðusýruna: Lögreglan varar við aukinni LSD notkun

Secret Solstice fór fram í Laugardalnum um liðna helgi.
LSD-ofskynjunarlyfið Sólstöðusýran var auglýst í einni af leynilegum dópsölusíðum Facebook um helgina, þegar tónlistarhátíðin Secret Solstice stóð sem hæst yfir. Eitt einkennismerkja hátíðarinnar er miðnætursólin. DV greindi frá málinu í morgun.

21.jún. 2016 - 10:00 Ari Brynjólfsson

Vona að niðurskurður hjá slökkviliðinu bitni ekki á forgangsverkefnum: „Við erum orðnir ansi tæpir“

Í sumar verður slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum á vakt á höfuðborgarsvæðinu fækkað um einn til tvo eftir álagstímum og er möguleiki á að fækkunin muni halda áfram fram eftir hausti.
21.jún. 2016 - 09:27 Ari Brynjólfsson

Fólkið fundið heilt á húfi

Mynd úr safni.

Fólkið sem sendi frá sér neyðarboð á gönguleiðinni um Laugaveg snemma í morgun er fundið heilt á húfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Fólkið er þó kalt og það örlítið hrakið en því verður fylgt í skálann í Hrafntinnuskeri. 

21.jún. 2016 - 08:58 Ari Brynjólfsson

Björgunarsveitir á Suðurlandi á leið í Hrafntinnusker

Mynd úr safni. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Hellu, Hvolsvelli og Vík í Mýrdal eru nú á leið í Hrafntinnusker til aðstoðar göngufólki.
20.jún. 2016 - 20:00 Akureyri vikublað

María Björk: „Svona reynsla breytir manni“

María Björk, sjónvarpskona og framkvæmda- og rekstrarstjóri N4, býr í Skagafirði. Hún keyrir á milli Akureyrar og Sauðárkróks oft í viku.
Fjölmiðlakonan María Björk Ingvadóttir er að jafna sig eftir erfið veikindi en blaðra fannst á milli lungna hennar í haust. Í einlægu viðtali ræðir María Björk um fjölmiðlabakteríuna, konur í stjórnunarstörfum, ástina sem hún fann í Skagfirðingi, fjölskylduna og veikindin sem breyttu sýn hennar á lífið.

20.jún. 2016 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Ísland kemst áfram á EM: Segja leikmennina líkjast persónunum í Game of Thrones

Ísland kemst áfram í 16 liða úrslit EM í Frakklandi að mati sérfræðinga Danska ríkisútvarpsins. Þeir segja að samstaða liðsins sé svo mikil og auk þess líkist leikmennirnir persónum úr Game of Thrones.
20.jún. 2016 - 18:00 Arnar Örn Ingólfsson

Reykvíkingar ársins: Heiðruð fyrir ræktunarstarf

Hjónin Reinhard og Karólína með maríulaxana sína.
Hjónin Reinhard Reinhardsson og Karólína Inga Guðlaugsdóttir fengu nafnbótina „Reykvíkingar ársins 2016.“ Hjónin voru einnig heiðruð fyrir ræktunarstarf í Selási í morgun.

20.jún. 2016 - 14:00 Arnar Örn Ingólfsson

Gífurleg óánægja með Secret Solstice: „Þakka guði fyrir matbílana“

Frá hátíðarhöldunum í fyrra.
Mikil óánægja hefur verið með skipulagningu tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Á Facebook síðu hátíðarinnar hafa margir gagnrýnt fyrir komulagið með veita hátíðinni eina stjörnu í einkunn og léleg ummæli. Þá hafa margir krafist þess að fá miðann sinn endurgreiddan.


Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.6.2016
Merkilegt skjal úr breska fjármálaeftirlitinu
Vestfirðir
Vestfirðir - 17.6.2016
Forsetaframbjóðandi LÍÚ
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 14.6.2016
Hræsni vinstrimanna í vínkaupum
Reykjanes
Reykjanes - 10.6.2016
Að vilja eitt en kjósa svo annað
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 11.6.2016
Flokkarnir finna taktinn
Aðsend grein
Aðsend grein - 15.6.2016
Rakamyndun í húsum
Kópavogur
Kópavogur - 12.6.2016
Við eigum bara einn líkama
Aðsend grein
Aðsend grein - 19.6.2016
Sannleikurinn um Landeyjahöfn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.6.2016
Eftirtektarverð aukakosning
Aðsend grein
Aðsend grein - 14.6.2016
Brjóstagjafarstríðið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.6.2016
Tveir fyrirlestrar mínir á morgun
Hafnarfjörður / Garðabær
Hafnarfjörður / Garðabær - 18.6.2016
Tekist á um einkaskóla í Hafnarfirði
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 20.6.2016
Maður eins og Davíð verður góður forseti
Austurland
Austurland - 16.6.2016
Von lítilmagns - gildi þjóðar
Fleiri pressupennar