27. apr. 2012 - 09:15

Ónotuð íbúðarhús grotna niður: Ekki hægt að leigja þau - Reykjavík orðin Manhattan norðursins?

Hjalti merkti tómu íbúðirnar í hverfinu inn á kort

Hjalti merkti tómu íbúðirnar í hverfinu inn á kort Mynd: Hjalti Parelius

Myndistarmaður í Reykjanesbæ segist tilneyddur til að flytja til Reykjavíkur þar sem leigumarkaðurinn í Reykjanesbæ annar ekki eftirspurn. Ofurhátt leiguverð í Reykjavík geri það hins vegar að verkum að einu kostirnir sem fjölskyldunni bjóðist eru „skúffur eða kústaskápar“.

Myndlistarmaðurinn Hjalti Parelius býr ásamt konu sinni og tveimur börnum í leiguhúsnæði í Reykjanesbæ. Nú er svo komið að þau þurfa að flytja þar sem búið er að selja íbúðina sem þau búa í. Hjalti segir nóg af auðum íbúðum í bæjarfélaginu en þær standi þeim ekki til boða.

Kaldhæðnislegi parturinn við þetta er sá að þegar ég stend fyrir framan húsið sem við búum í núna og þurfum að kveðja get ég talið 9 tómar eignir! Og það er bara með því að horfa í 180 gráðu boga í kringum mig! Allar þær eignir eru í eigu íbúðarlánasjóðs,

segir Hjalti sem fékk neitun á neitun ofan þegar hann athugaði hvort hann mætti leigja einhverja þeirra eigna sem standa auðar.

Ég ákvað í barnslegri von að hringja í íbúðarlánasjóð og sjá hvort væri einhver möguleiki væri að leigja húsið. Það hlyti nú að vera betra fyrir þá að fá einhverja leigu heldur en að láta húsið bara standa tómt og standa undir skemmdum. Ég bauð ÍLS að ég myndi einnig taka lóðina í gegn, fúaverja og mála húsið að utan ásamt öðru viðhaldi.

Svarið sem ég fékk var: Nei því miður, við megum ekki fara inná leigumarkaðinn samkvæmt lögum. Þeir einu sem hafa fengið að leigja hjá okkur eru þeir sem í eigninni eru þegar ÍLS eignast hana,

segir Hjalti.

Þetta var fyrir árið 2011 en það ár gengu í gegn lagabreytingar sem heimiluðu ÍLS að leigja út íbúðir á almennum markaði. Segist Hjalti hafa fengið þau svör að það ætti ekki við um Reykjanesbæ þar sem leigumarkaðurinn þar væri ekki í forgangi.

Er það virkilega ætlun Íbúðalánasjóðs að gera bæinn okkar að einhverju „slömmi“? Hversu lengi ætlið þið að sitja á þessum eignum án viðhalds? Maður veltir því fyrir sér hvort einhver aðilli á vegum ÍLS hafi nokkurn tíman komið í Reykjanesbæ og virkilega séð hversu margar eignir þetta eru.
Þetta er að skemma bæjarmyndina okkar,

segir Hjalti sem sér fram á að þurfa að yfirgefa bæjarfélagið á næstu vikum vegna þessa.

Ég sé fram á það að flytja í júní án þess að vita hvert ég er að fara en allt í kringum mig er nóg af húsum! Þau eru bara lokuð og læst því við erum ekki í forgangi.

Reykjavík er staðurinn þar sem vinnuna er að fá, að sögn Hjalta en leiguverð er mun hærra þar en í Reykjanesbæ.

Er Reykjavík orðin Manhattan norðursins því þar er fræðilegur séns að fá vinnu?

spyr hann og segist engan möguleika eygja, annan en þann að flytjast í kústaskáp eða skúffu í Reykjavík.
15.apr. 2014 - 19:20

Páska-skákhátíð Hróksins í afskekktasta þorpi Grænlands

Liðsmenn Hróksins halda í dag til Ittoqqortoormiit, sem er afskekktasta þorp Grænlands, á 72° gráðu, þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli. Um páskana verður skákhátíð haldin í bænum, áttunda árið í röð. Þetta er annað verkefni á 12. starfsári Hróksins á Grænlandi, en alls hafa liðsmenn félagsins farið meira en 30 ferðir til Grænlands að útbreiða skák og efla vináttu nágrannaþjóðanna.
15.apr. 2014 - 16:25

Ótrúleg íbúð í Gullengi: Svona eign sérð þú ekki á hverjum degi - MYNDIR

Í fjölbýlishúsi í Gullengi er að finna ótrúlega íbúð til sölu. Íbúðin er þriggja herbergja og 90 fermetrar að stærð.
15.apr. 2014 - 15:28

Valgeir M. Baldursson ráðinn forstjóri Skeljungs

Valgeir tekur við starfi forstjóra félagsins þann 9. maí næstkomandi.

Stjórn Skeljungs hefur gengið frá ráðningu Valgeirs M. Baldurssonar, framkvæmdastjóra neytendasviðs félagsins, í stöðu forstjóra. Valgeir hefur starfað hjá Skeljungi í fimm ár, fyrst sem fjármálastjóri félagsins en síðustu tvö árin á neytendasviði.

15.apr. 2014 - 11:50

Íslensk erfðagreining leitar að listageninu

Halldór Halldórsson, Halldór Laxness og Auður Jónsdóttir. „Með þessu bréfi viljum við bjóða þér þátttöku í rannsókn á erfðum listhneigðar,“ segir í bréfi Íslenskrar erfðagreiningar til listamannsins  Úlfs Eldjárns sem hann birti á Fésbókarsíðu sinni.  Rannsóknin er unnin af Íslenskri erfðagreiningu en þáttökuboð var sent á 4500 einstaklinga sem ástunda skapandi greinar á sviði tónlistar, danslistar, myndlistar, leiklistar, skáklistar eða bókmennta. Tilgangur rannsóknarinnar er að rannsaka hvort listhneigð gangi í erfðir.

15.apr. 2014 - 08:28

Loftmengun í Asíu hefur áhrif á veður á norðurhveli jarðar

Gríðarleg loftmengun er víða í Asíu, sérstaklega Kína, og nú segja vísindamenn að þessi loftmengun hafi áhrif á veðurfar á norðurhveli jarðar. Vísindamennirnir segja að mengunin styrki storma yfir Kyrrahafinu en þeir hafa mikil áhrif á veðurkerfi annars staðar í heiminum.
14.apr. 2014 - 20:52

Linda Rut: Getið þið hjálpað mér að finna pabba minn?

Richard Guildford „Ég er að leita að föður mínum. Ég veit að hann dvaldi á Íslandi á árunum 198? til 1989. Hann hélt til á Súðavík sem er lítið sjávarþorp á Íslandi. Hann er breskur og fæddur árið 1959. Hann heitir Richard Guildford og það er möguleiki á að hann hafi hafið nám í listaskóla eftir að hann flutti frá Íslandi árið 1989.“
14.apr. 2014 - 17:50

Ölvaður ökufantur á 155 kílómetra hraða: Ekkert athugavert við að keyra fullur

Karl um fertugt var staðinn að hraðakstri á Reykjanesbraut, sunnan Hafnarfjarðar, snemma á laugardagsmorgun, en bíll hans mældist á 155 km hraða.
14.apr. 2014 - 17:30

66°North, Nike og Apple svölustu vörumerkin á Íslandi

66°North er svalasta vörumerkið að mati íslensku Y-kynslóðarinnar. Nike er næst-svalast og Apple þriðja. Þetta eru niðurstöður rannsókna MMR þar sem Íslendingar á aldrinum 16 til 30 ára voru spurðir hve „svöl“ þeim þykja ýmis vörumerki.
14.apr. 2014 - 16:45

Maðurinn sem lést hét Svavar Sæmundur Tómasson

Maðurinn sem lést í vélsleðaslysi við Hrafntinnusker í gær, hét Svavar Sæmundur Tómasson.
14.apr. 2014 - 15:20

Hanna Birna: „Ég er að vonast til að Áslaug verði forsætisráðherra“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir laganemi og fyrrverandi formaður Heimdallar var gestur í þættinum Prófíll í gær. Þar var Áslaugu fylgt eftir á flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins jafnframt sem rætt var við hana um mikla erfiðleika sem hafa dunið á fjölskyldu hennar frá árinu 2009.
14.apr. 2014 - 14:22

Mynd dagsins: Hreint vatn bjargar mannslífum - Páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er hafin

Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum í mars 2014 hafa 11% jarðarbúa eða einn af hverjum níu ekki nægan aðgang að hreinu vatni og tveir og hálfur milljarður fólks hefur ekki aðgang að salerni og hreinlætisaðstöðu vegna vatnsskorts. Talið er að nærri 2.000 börn deyji á hverjum degi af völdum óhreins drykkjarvatns. Samt hafa Sameinuðu þjóðirnar skilgreint aðgang að hreinu vatni sem mannréttindi!
13.apr. 2014 - 21:30

Einkennilegur matur um víða veröld: Myndir þú borða þetta?

Það er sérstök upplifun að ferðast og kanna aðra menningarheima. Fá að kynnast matarvenjum og jafnvel óvenjulegum réttum sem maður fær ekki í sínu heimalandi. Í flestum löndum er boðið uppá mat sem myndi ekki teljast mikið lostæti hér á landi en á listanum hér fyrir neðan sem telur níu rétti er nú eitt og annað sem margir Íslendingar myndu leggja sér til munns með mikilli ánægju.  
13.apr. 2014 - 20:00

Kraftaverk: Anna sat lömuð í hjólastól árið 2012 - Í gærkvöldi opnaði hún Stóðhestaveisluna í Ölfushöll!

Mikil stemmning var í Ölfushöll í gærkvöldi þegar Anna Rebecka sýndi listir sínar á brúnum gæðing. Líkt og Pressan hefur áður greint frá lenti Anna í skelfilegu slysi haustið 2012. Það varð með þeim hætti að Anna, sem þá starfaði við tamningar hjá Sigurbirni Bárðarsyni, var að undirbúa sig undir reiðtúr þegar hryssa sem hún sat, tók skyndilega á rás á ganginum og stefndi á hurð sem ekki var ætluð til að ríða út um.
13.apr. 2014 - 19:56

Harpa bjargaði ungri stúlku: Þetta var ekki kærastinn hennar sem var að reyna bera hana út - Vinirnir horfðu á

Á mynd: t.v. Harpa Dís Hrefnudóttir bjargaði ungri stúlku Harpa Dís Hrefnudóttir var á leið heim af skemmtistaðnum Ellefunni í gær þegar hún kom auga á stúlku sem átti í vandræðum. Harpa segir að við fyrstu sín hafi henni virst sem stúlkan unga væri mjög drukkinn og þar var maður að reyna draga hana út af skemmtistaðnum.
13.apr. 2014 - 19:00

Mynd dagsins: Stórfalleg íslensk landslagsmynd verðlaunuð

Mynd dagsins var tekin af Bandaríkjamanninum Greg Duncan og var hún valin ein af tíu bestu myndum ársins 2014 af Landslagsljósmyndunarsamtökum Norður-Ameríku (NANPA). Þá hlaut myndin einnig heiðurinn af því að fá að prýða forsíðu tímarits samtakanna.
13.apr. 2014 - 14:45

Átakanleg kveðja föður til nýlátins sonar

Óttar Vilhjálmsson „Elsku hjartans Óttar minn nú ertu farinn frá okkur og það einungis þrítugur að aldri og 22 dögum betur“, skrifar Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi í átakanlegri kveðju til nýlátins sonar síns. Margir hafa vottað Vilhjálmi samúð sína og minnast Óttars með hlýhug og hafa beðið Guð að gefa fjölskyldunni allan þann styrk og kraft sem þarf til að takast á við sorgina. Vilhjálmur segir að það hjálpi sér í sorginni að skrifa kveðjuorð til sonar síns.
12.apr. 2014 - 15:35

Mynd dagsins: Skemmdarvargur skaut jólagjöf Eysteins og Magneu með haglabyssu

 „Ég upplifi þetta þannig að þetta sé árás á hestana. Það sé verið að segja mér að ég skuli ekki vera með þá út um allar jarðir. Ég hef verið duglegur við að fá að beita eyðijarðir, túnin sem eru öll að kafna í sinu,“ segir Eysteinn Einarsson hrossabóndi á Tjarnarlandi
11.apr. 2014 - 18:37

Utanlandsferðir umhverfisráðherranna 2003 til 2013

Verulega hefur dregið úr ferðalögum umhverfisráðherra eftir hrun, þótt kostnaður við ferðalög þeirra hafi aukist undanfarin tvö ár.
11.apr. 2014 - 16:50

Ævar Funi slær í gegn: The Independent og Reddit fjalla um ferðalag Ævars í gegnum bílaþvottastöð

Myndskeið þar sem Ævar Funi Dan Ingólfsson er farþegi í bíl hjá afa sínum sem fer í gegnum bílaþvottastöð hefur vakið eftirtekt á Youtube. Þá hefur myndskeiðið verið birt á Reddit og í The Independent. Viðbrögð Ævars hafa vakið athygli en hann virðist meira en lítið hissa á öllum látunum þegar bíllinn fer löturhægt í gegnum þvottastöðina.
11.apr. 2014 - 14:36

Lögregla lýsir eftir 15 ára stúlku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti  í dag eftir Silju Rut Andrésdóttur, 15 ára. Hún er nú fundin og komin til síns heima.
11.apr. 2014 - 14:30

Mynd dagsins: Reif tíu þúsund króna seðla i ræðustól

Á mynd dagsins má sjá Jón Þór Ólafsson, þingmann Pírata, rífa tíu þúsund króna seðil í ræðustól á Alþingi í dag. Hann reif samtals þrjú stykki og vildi með því sýna hve mikill kostnaður skýslunnar um fall sparisjóðanna var, en að hann sögn væri hægt að rífa einn þúsund króna seðil á hverri sekúntu.
11.apr. 2014 - 13:30

Öryggisgalli herjar á Netið: Apple tæki ónæm fyrir villu í dulkóðunarkerfinu OpenSSL

Netheimar um allan heim loga nú í kjölfar fregna af öryggisgalla  (e. heartblead) en hann ógnar m.a. vefsvæðum á borð við facebook, Instagram, Google, Gmail og Amazon sem eru einhver stærstu vefsvæði veraldar í dag.


11.apr. 2014 - 09:30

Forseti Íslands: Þjónar ekki hagsmunum Íslendinga að ganga í Evrópusambandið

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í viðtali við rússneska blaðið Times í St. Pétursborg, að það þjóni ekki hagsmunum Íslendinga að ganga í Evrópusambandið og meirihluti landsmanna sé andvígur aðild.
11.apr. 2014 - 08:19

Mokuðu skít fyrir framan dyr Flensborgarskóla

Fjórir 17 ára drengnir voru staðnir að verki rétt fyrir klukkan þrjú í nótt þegar lögregla kom að þeim þar sem þeim höfðu mokað hrossaskít fyrir inngöngudyr Flensborgarskóla.
11.apr. 2014 - 07:00

Elísabet: Vettlingar notaðir til að senda dulin skilaboð

Elísabet Jökulsdóttir Í dag 11. apríl opnar ljósmyndasýning á Vettlingum á Mokka í boði Elísabetar Jökulsdóttur. Undanfarin þrjú ár hefur hún tekið myndir af vettlingum á götunni sem hafa týnst eða glatast en hafa nú fundist á nýjan leik.
10.apr. 2014 - 20:30

Loveless fann ástina á Íslandi: Dauðsfall og bílslys leiddu hana hingað

Katherine Loveless missti bróður sinn af völdum krabbameins og lenti í alvarlegu bílslysi minna en viku síðar. Þessir atburðir leiddu til þess að hún ákvað að leggja leið sína til Íslands, þar sem hún hitti ljósmyndarann Rúrik Karl Björnsson.
10.apr. 2014 - 19:30

Barn alkóhólista: „Hátíðir og frí valda oft kvíða“

Hvernig getum við sem samfélag bætt líf barna sem eiga foreldri sem glímir við alkóhólisma? Þetta er spurning sem börn, er alast upp hjá foreldrum sem glíma við áfengisfíkn, eru að reyna aðstoða samfélagið við að svara.
10.apr. 2014 - 17:17

Lögregla: Vinnubrögð sorphirðumanna með öllu eðlileg

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að vinnubrögð sorphirðumanna, sem sakaðir voru um að hafa gert tilraun til að brjótast inn í hús fótboltamannsins Heiðars Helgusonar, hefi verið með öllu eðlileg.
10.apr. 2014 - 13:30

Mynd dagsins: „Þetta kemur ekki bara illa við þennan eina mann“

Mynd dagsins að þessu sinni var tekin nú í morgun fyrir utan höfuðstöðvar 365 þar sem sorphirðumenn menn lögðu bílum sínum fyrir utan fyrirtækið. Þar mótmæltu sorphirðumenn fréttaflutningi Vísis en í gær var  sagt að sorphirðumenn hefðu ítrekað reynt að brjóta sér leið inn á heimili knattspyrnukappans Heiðars Helgusonar.
10.apr. 2014 - 12:34

Tamiflu gagnslítið: Íslendingar hafa eytt tugum milljóna í birgðir

Nýjar niðurstöður frá virtri rannsóknarstofnun, Cochrane Review, sýna að virkni Tamiflu er mjög lítil, og mun minni en áður var talið. Íslendingar hafa eytt tugum milljóna króna í að byggja upp birgðir af lyfinu og segist sóttvarnarlæknir enn sannfærður um virkni þess.

10.apr. 2014 - 11:45

Dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa orðið dóttur sinni að bana

Scott James Carcary  - Mynd: Pressphotos.biz Scott James Carcary var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa orðið valdur að dauða dóttur sinnar. Scott var úrskurðaður í gæsluvarðhald í mars í fyrra en bráðabirgðaniðurstöður réttarlæknis bentu til að dánarorsök hefði verið vegna blæðingar í heila.
10.apr. 2014 - 08:00

Féll snemma úr leik í Ísland Got Talent en sigraði Söngkeppni framhaldskólanna

Sara Pétursdóttir sem sigraði með miklum glæsibrag í Söngkeppni framhaldskólanna á Akureyri tók einnig þátt í hæfileikaþættinum Ísland Got Talent sem sýndur er á Stöð 2 við miklar vinsældir.
09.apr. 2014 - 18:30

Siðleysi á hæsta stigi á Suðurnesjum: „Eingöngu til þess ætlað að skemma sál barns í erfiðum aðstæðum“

Karlmaður var í gær sakfelldur af Héraðsdómi Reykjarness, meðal annars fyrir að hafa misþyrmt sambýliskonu og 12 ára fóstursyni sínum. Þá var hann sakfelldur fyrir brot á barnaverndarlögum, en hann hafði sent drengnum smáskilboð í síma þar sem hann þóttist vera móðir hans og kallaði hann meðal annars „hóruson“. Í dómnum eru athæfi mannsins meðal annars sögð vera „siðleysi á hæsta stigi í fullkomnum ljótleika og eingöngu til þess ætlað að skemma sál barns sem er í afar erfiðum aðstæðum auk þess að valda barninu þjáningum og miska.“
09.apr. 2014 - 17:00

Mynd dagsins: Eiginmaður Svölu bjargaði lífi hennar - „Við slösuðumst öll alvarlega“

Svala Björgvinsdóttir slasaðist alvarlega í bílslysi fyrir sléttum sex árum á Reykjanesbraut. Svala rifbeinsbrotnaði og var með innvortis blæðingar og dvaldi á spítala í tvær vikur. Eiginmaður hennar, Einar Egilsson, slasaðist einnig illa og var ekki útskrifaður fyrr en fjórum mánuðum síðar.
09.apr. 2014 - 15:40

Ólögmæt uppsögn Snorra í Betel: „Kennarar eiga ekki að láta þagga niður í sér“

„Þetta er sólardagur hjá mér í dag,“ segir Snorra Óskarsson, kenndur við Betel, í samtali við Pressuna. Snorra barst í dag bréf frá innanríkisráðherra þar sem fram kemur að ólögmætt var að víkja honum frá störfum þann 12. júlí árið 2012 sem kennari hjá Akureyrarbæ.
09.apr. 2014 - 13:05

Dagur: Svona á ekki að nota borgarstjórakeðjur - Stórkostlegt myndskeið

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar birti myndskeið á Fésbókarsíðu sinni fyrr í dag sem vakið hefur mikla athygli. Myndskeiðið var upphaflega birt á Youtube í gær og síðan þá hefur það verið spilað rúmlega milljón sinnum og því óhætt að segja að það hafi slegið í gegn.
08.apr. 2014 - 20:20 Eyjan

Uppsagnir hjá Borgarleikúsi: Leikararnir munu halda störfum áfram

Uppsögn Hönnu Maríu Karlsdóttur og Theodórs Júlíussonar, leikara við Borgarleikhúsið, hefur vakið hörð viðbrögð. Nýr leikhússtjóri, Kristín Eysteinsdóttir, sagði þeim upp í síðustu viku, en leikararnir eru báðir yfir fimmtugu og hafa þau starfað fyrir Leikfélag Reykjavíkur í áratugi samfleytt. Þá eru þau elstu leikarar Borgarleikhússins og ekki langt frá eftirlaunaaldri.
08.apr. 2014 - 13:30

Tugir manna lýst yfir áhuga á stofnun nýs flokks

Benedikt Jóhannesson segir að tugir manna hafi nálgast hann að fyrra bragði og lýst yfir áhuga á stofnun nýs hægri flokks. Það kemur hugsanlega í ljós í lok þessa mánaðar hvort slíkur flokkur verði stofnaður.
08.apr. 2014 - 11:05

Fyrst var það makríllinn og nú er það jólatréð: Ekkert Óslóartré í ár

Osló hefur í yfir sextíu ár gefið íbúum í Reykjavík, Rotterdam og London jólatré. Nú segir talsmaður Oslóarborgar að það sé of flókið, kostnaðarsamt og jafnframt óumhverfisvænt að færa þessum borgum tré. Því hafi verið tekin sú ákvörðun að hætta að gefa Reykvíkingum og íbúum Rotterdam tré en áfram verður sent tré til Englands. Jólin í fyrra voru því líklega þau síðustu sem Reykvíkingar fengu jólatré frá Oslóarborg.
08.apr. 2014 - 08:45

Husky hundur drap sex hænur í Kópavogi

Mynd - Getty Image Husky hundur slapp frá eiganda sínum í gærkvöldi og fannst hann skömmu síðar með dauða hænu í kjaftinum. Hundurinn hafði komist inn í hænsnakofa sem staðsettur var í garði við íbúðarhús í Kópavogi. Þar drap hundurinn sex landnámshænur.
08.apr. 2014 - 08:15

Kona skorin á hendi í miðbænum eftir að hafa reynt að stöðva veggjakrot

Kona sem búsett er í miðbænum varð fyrir líkamsárás fyrir utan hús sitt í nótt. Konan greindi lögreglu frá því að ungir veggjakrotarar hefðu verið að fremja skemmdarverk á húsinu á móti.
07.apr. 2014 - 21:00

Náði mögnuðum myndum af álfum í Grímsnesi

Virtur háskólaprófessor á sextugsaldri hefur á síðustu tveimur árum tekið forvitnilegar ljósmyndir af vængjuðum verum skammt frá Manchester. Hann heldur því fram fullum fetum að ekkert hafi verið átt við myndirnar. Manninum, sem heitir John Hyatt, var brugðið þegar hann framkallaði myndir sínar í fyrsta sinn og sá að hann hafði náð að festa á filmu litlar ljósverur. Hann framkallaði myndirnar því aftur sem skilaði sömu niðurstöðu.
07.apr. 2014 - 17:45

Mynd dagsins: Ekki er allt sem sýnist

Mynd dagsins að þessu sinni er ákaflega mikilvæg og hefur hún vakið mikla athygli hjá frændum okkar í Noregi.  Við mælum með að þú skoðir myndina vel til að átta þig á boðskapnum.
07.apr. 2014 - 12:15

Elín gaf líf: „Hjartað mitt í alvörunni sprakk úr stolti“

Elín Kristjánsdóttir er búsett í Bangkok þar sem hún fæst við skriftir og leiðsögn. Hún ákvað nýverið að gerast eggjagjafi og segir að það hafi haft djúpstæð áhrif á hana þegar hún hitti parið sem ákvað að þiggja frá henni egg. Hún hafði fengið að vita að parið væri frá Ástralíu, meira vissi hún ekki. En parið vildi eignast íslenskt barn, eftir að hafa heimsótt landið og í kjölfarið fallið fyrir landi og þjóð.
07.apr. 2014 - 08:49 Sigurður Elvar

Kvennalið Snæfells skrifaði nýjan kafla í körfuboltasöguna – Íslandsmeistarar í fyrsta sinn

Kvennalið Snæfells tryggði sér í gærkvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í Dominos-deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Snæfell hafði betur gegn Haukum í gær 69-62 og var þetta þriðji sigur Stykkishólmsliðsins í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Snæfell varð einnig deildarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins á þessari leiktíð en þessi lið léku einnig til úrslita í bikarkeppninni í febrúar þar sem að Haukar höfðu betur.
06.apr. 2014 - 20:03

Garðabær: Kona á áttræðisaldri sparkaði í hreðjar árásarmanns og hrakti hann á brott

Mynd/Pressphotos.biz Grímuklæddur maður gerði tilraun til að ráðast inn á heimili konu á áttræðisaldri síðastliðinn mánudag. Konan náði að hrekja hann á brott með því að sparka í hreðjar hans, þrátt fyrir að vera að jafna sig eftir lærbrot. Þetta kemur fram í frétt á ruv.is.
06.apr. 2014 - 19:15

Mynd dagsins: Lækur á Lækjargötu

Magnea Guðmundsdóttir, frambjóðandi Bjartrar Framtíðar í Reykjavík, viðrrar nokkrar hugmyndir, nýjar og gamlar, á Tumblr síðu sinni „Leikjavík“. Má þar nefna að fegra byggingarreiti í biðstöðu með rafknúnum risaeðluvélmennum, eða að minnka kostnað við grasslátt með hjálp íslensku sauðkindarinnar.
06.apr. 2014 - 14:43

Fordæmir uppsagnir tveggja leikara sem voru nálægt eftirlaunum: Þetta er bara glatað

„Í síðustu viku var tveimur eldri leikurum sagt upp í Borgarleikhúsinu. Þetta fólk er yfir fimmtugu og hefur unnið fyrir Leikfélag Reykjavíkur í áratugi samfleytt. Það má segja ýmislegt í þessu samhengi, ýmsar ástæður geta verið fyrir svona uppsögnum og það má fabúlera um réttláta meferð, atvinnuöryggi versus hægkvæmni í rekstri og ýmislegt annað. En alltaf kemur þetta niður á sama stað. Þetta er bara glatað.“
06.apr. 2014 - 12:00

Öllum börnum og unglingum verði boðið upp á meðferðarúrræði vegna kvíða og þunglyndis

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að rannsakað verði umfang þunglyndis og kvíða hjá öllum börnum og unglingum á landinu. Þeim sem mælast yfir viðmiðunarmörkum verði svo boðið upp á viðeigandi aðstoð í formi viðtala og námskeiða. Meðflutningsmenn eru 16 úr fjórum flokkum - Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Bjartri framtíð.
06.apr. 2014 - 10:40

Ekki einangrunarstefna, heldur utanríkisstefna: Aldrei á stefnuskránni að ganga í ESB

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei haft á stefnuskrá sinni að ganga í ESB.  Þar hefur hann átt samleið með skýrum meirihluta þjóðarinnar. Engin mæling hefur sýnt meirihlutavilja til inngöngu í ESB,“ sagði Bjarni Benediktsson á fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokksins í gær.

Sena - Spiderman
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 03.4.2014
Steingrímur ætti að biðja þjóðina afsökunar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.4.2014
Dýrkeypt mistök stjórnmálamanna eftir hrun
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.4.2014
Láglaunalögreglan
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2014
Ríkisvæðing einkaskulda
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 01.4.2014
Fyrir hverja er tollverndin?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 05.4.2014
Furðuskrif Stefáns Ólafssonar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 03.4.2014
Ólíkt hafast þeir að
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 10.4.2014
Eru háskólakennarar í pólitískri krossferð?
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 07.4.2014
Að stjórnast ekki af stjórnsemi annarra
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 04.4.2014
Allir áhugamenn um evru ættu að mæta!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.4.2014
Ritaskrá mín fyrir 2013
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2014
Góðar fréttir: Bjarni boðar skattalækkanir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 01.4.2014
Jarðálfarnir í Zürich
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 02.4.2014
Bara ef lúsin erlend er
Sturla Böðvarsson
Sturla Böðvarsson - 09.4.2014
Framganga Rússa
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 08.4.2014
Ný sýn í Evrópumálum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.4.2014
Lesendur geta sjálfir staðreynt málið
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 03.4.2014
Hallgrímur Pétursson - Þriðji hluti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.4.2014
Frá Færeyjum
Fleiri pressupennar