13. jún. 2012 - 11:28

Ófáanlegt á Íslandi um nokkurt skeið, en ekki lengur: Fujitsu aftur í boði á Íslandi

Japanski tæknirisinn Fujitsu hefur nú gengið til samstarfs við Opin kerfi um dreifingu, sölu og þjónustu á öllum vörutegundum fyrirtækisins. Fujitsu, sem er þriðja stærsta upplýsingatæknifyrirtæki heims og það stærsta í Japan, var áður áberandi á íslenska tölvumarkaðnum en hinar eftirsóttu og heimsþekktu vörur fyrirtækisins hafa verið ófáanlegar hér á landi í mörg ár.

Fujitsu býður heildstætt úrval af öllum upplýsingatæknivörum og -lausnum og rúmlega 170 þúsund starfsmenn þjónusta notendur Fujitsu-vara í yfir 100 löndum. Tekjur fyrirtækisins á síðasta bókhaldsári námu 54 milljörðum Bandaríkjadala.

Gunnar Guðjónsson, forstjóri Opinna kerfa, segir að samstarf við Fujitsu marki tímamót og sé liður í að bjóða kröfuhörðum viðskiptavinum breiðara úrval af vörum og lausnum frá fremstu framleiðendum heims.

Opin kerfi mun sjá um viðgerðarþjónustu fyrir vörur frá Fujitsu en Opin kerfi hefur áratuga reynslu af þjónustu fyrir hvers kyns tölvubúnað.

Opin kerfi var stofnað árið 1985 og hefur fyrirtækið meðal annars verið dreifingar- og þjónustuaðili fyrir HP í aldarfjórðung. Opin kerfi hefur á að skipa öflugu teymi reyndra sérfræðinga á flestum sviðum upplýsingatækni með langa reynslu af ráðgjöf, þjónustu og innleiðingu lausna hjá flestum af stærstu og kröfuhörðustu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Í verslun Opinna kerfa, OK-búðinni, er breið vörulína af tölvubúnaði, prenturum, samskiptabúnaði, hugbúnaði og aukahlutum frá HP, Microsoft, Cisco, Apple – og nú loksins Fujitsu.

Í tilefni af samstarfi Opinna kerfa og Fujitsu komu fulltrúar fyrirtækisins í Danmörku hingað til lands, þeir Peter Koch, sölu- og markaðsstjóri, og Kristian Reseke, sölustjóri dreifingar. Lýstu þeir yfir mikilli ánægju með að Fujitsu væri aftur komið til Íslands og að öflugt samstarf Opinna kerfa og Fujitsu myndi gera kleift að færa íslenskum neytendum fjölbreytt vöruúrval fyrirtækisins og nýjustu lausnir í upplýsingatækni.
Svanhvít - Mottur
24.jan. 2017 - 20:30 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Söngkeppni framhaldskólanna aflýst - Glowie: „Ég væri ekki á þeim stað sem ég er í dag ef ég hefði ekki tekið þátt“

Samband íslenskra framhaldsskólanema hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017. Ástæðurnar eru áhugaleysi og skortur á fjármagni. Fram kemur að undanfarna mánuði hafi framkvæmdastjórn SÍF skoðað hvaða möguleikar séu fyrir hendi varðandi framtíð keppninnar í kjölfar þess að á aðalþingi sambandsins í byrjun september 2016 var kosið að SÍF skuli ekki sjá um framkvæmt Söngkeppninnar líkt og hefur verið.
24.jan. 2017 - 20:04 Þorvarður Pálsson

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling til Eyja í svartaþoku - Lenti á Hamarsvegi

TF-GNA á Hamarsvegi. Í hádeginu barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni frá Heilbrigðisstofninni í Vestmannaeyjum um aðstoð við að sækja sjúkling sem þurfi nauðsynlega að komast til Reykjavíkur í aðgerð. Mikil þoka var og veður erfitt og því ekki unnt að senda sjúkraflugvél til Vestmannaeyja. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, var send af stað til að sækja manninn.
24.jan. 2017 - 18:49 433

Birkir að semja við sögufrægt lið á England

Birkir Bjarnason er á leið til Aston Villa í ensku Championship-deildinni the Birmingham Mail greinir frá þessu í kvöld.Birkir er að yfirgefa lið Basel í svissnensku úrvalsdeildinni og fer í læknisskoðun hjá Villa á morgun.
24.jan. 2017 - 17:02 Smári Pálmarsson

Polar Nanoq á leið úr höfn

Lögreglan hefur lokið allri rannsókn á skipinu Polar Nanoq en tveir skipverja sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að bana Birnu Brjánsdóttur. Auk gagna sem tengdust rannsókninni á hvarfi Birnu fannst umtalsvert magn af hassi um borð í skipinu. Stórum hluta áhafnarinnar hefur verið skipt út, að því er fram kemur í tilkynningu frá útgerð skipsins Polar Seafood, og nú heldur skipið aftur á sjó.
24.jan. 2017 - 16:30 Bleikt

Aníta Estíva á tvö pelabörn: „Mér fannst ég misheppnuð móðir“

Fyrir stuttu átti ég gott samtal við eina vinkonu um sameiginlega reynslu af brjóstagjöf, en báðar áttum við mjög slæma reynslu af þessu tímabili. Ekki einungis vegna þess að brjóstagjöfin sjálf gekk illa heldur einnig vegna þrýstings frá utanaðkomandi aðilum um það að ef við myndum ekki „reyna betur“ þá værum við ekki að gera allt það besta fyrir barnið.


24.jan. 2017 - 16:19 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: Nýr hráfæðikúr Sigmundar Davíðs?

Mynd dagsins á Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Fyrir skömmu síðan deildi hann mynd á Facebook-síðu sinni sem gefur til kynna að hann hafi verið að gæða sér á hráu nautahakki á tekexi.
24.jan. 2017 - 15:39 Þorvarður Pálsson

Flotastjóri Polar Seafood: ,,Ég treysti því að þeir séu saklausir þar til annað sannast‘‘

Jörgen Fossheim, flotastjóri útgerðarfyrirtækisins Polar Seafood, útgerðaraðila grænlenska togarans Polar Nanoq, segist eiga erfitt með að gera sér það í hugarlund að skipverjar skipsins séu sekir í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur. Tveir menn úr áhöfn skipsins sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu. Þetta kemur fram í viðtali dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 við Fossheim.
24.jan. 2017 - 14:51

Hagnaður á rekstri Pressunnar 2015: EBITDA nam 45,1 milljón

Afkoma útgáfufélagsins Pressunnar ehf var jákvæð á árinu 2015 eins og undanfarin ár. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 45,1 milljón króna og jókst um 50% milli ára. Aukning á seldri vöru og þjónustu milli ára nam um 110 milljónum króna og hagnaður ársins eftir afskriftir, tekjuskatt og fjármagnsliði nam tæplega ellefu milljónum króna.
24.jan. 2017 - 13:01 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Elín Inga: „Mér finnst óeðlilegt og ósanngjarnt að helmingur þjóðarinnar sé alinn upp í ótta“

„Síðustu daga hef ég haft króníska gæsahúð af óhug yfir örlögum Birnu Brjánsdóttur, líkt og þjóðin öll. Hef haft stóran stein í hjartanu af sorg og verið vansvefta af vangaveltum um óréttlæti tilverunnar.“ Svo hljómar byrjun á pistli Elínar Ingu Bragadóttur sem hún deildi á Facebook síðu sinni sem Pressan fékk góðfúslegt leyfi fyrir að birta.
24.jan. 2017 - 10:40 Smári Pálmarsson

Talið að Thomas hafi ekið bílnum

Mennirnir tveir sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana verða yfirheyrðir í dag. Undanfarna þrjá daga hafa þeir verið í einangrun á Litla Hrauni án frekari yfirheyrslu. Birna fannst látin við Selvogsvita á eftir hádegi á sunnudag eftir eina viðamestu leit í sögu Björgunarsveita á Íslandi. Talið er víst að henni hafi verið ráðin bani og líkinu komið fyrir í sjó.
24.jan. 2017 - 07:02 Kristján Kristjánsson

Segja að skilríki Birnu hafi fundist um borð í Polar Nanoq

Rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur er í fullum gangi og er reiknað með að mennirnir tveir, sem eru í haldi vegna málsins, verði yfirheyrðir í dag. DV segist í dag hafa heimildir fyrir að skilríki í eigu Birnu hafi fundist við leit um borð í Polar Nanoq.
24.jan. 2017 - 05:46 Kristján Kristjánsson

Ruddist inn á hótel og lenti í átökum við starfsmann: Vinnuslys og ökumenn í vímu

Skömmu fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð lögreglunnar á hótel við Hlemm. Þar hafði ölvaður maður ruðst inn og farið upp á fjórðu hæð og ætlaði inn í sturtuaðstöðu kvenna. Starfsmaður stöðvaði hann þar og lentu þeir í átökum og voru í átökum þegar lögreglan kom á vettvang. Sá ölvaður var vistaður í fangageymslu.
23.jan. 2017 - 23:00 Þorvarður Pálsson

Hættu að nota eyrnapinna!

Samtök háls- og eyrnalækna í Bandaríkjunum hafa gefið frá sér ráðleggingar um það hvernig best sé að sinna eyrunum. Þar er varað við því að stinga hlutum inn í eyrað á sér og fólki ráðlagt að nota ekki eyrnapinna, það geti valdið fólki miklum vandamálum. Eyrnamergur er samkvæmt samtökunum nauðsynlegur fyrir góða heilsu eyrna og það sé algjör óþarfi að reyna að stemma stigu við honum með eyrnapinnum.
23.jan. 2017 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Polar Seafood styrkir björgunarsveitirnar um 1,6 milljón króna

Útgerðarfélag grænlenska togarans Polar Nanoq, Polar Seafood, afhenti Slysavarnarfélaginu Landsbjörg 100 þúsund danskar krónur eða sem samsvarar 1,6 milljón króna í dag. Þessi styrkur er þakklætisvottur til Slysavarnafélagsins fyrir óeigingjarnt starf samtakana og sjálfboðaliða í björgunarsveitum landsins við leitina að Birnu Brjánsdóttur.
23.jan. 2017 - 19:45 Þorvarður Pálsson

Nöfn hinna grunuðu í máli Birnu komin fram

Thomas Møller Olsen og Nikolaj Olsen. Samsett mynd.

Grænlensku mennirnir tveir sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana heita Thomas Møller Olsen og Nikolaj Olsen samkvæmt frétt á vef DV.is. Lík Birnu fannst í gær við Selvogsvita eftir að hennar hafði verið saknað síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúa

23.jan. 2017 - 19:00 Bleikt/Sylvía Rut

Ajaana systir Friðriks hélt kertastund fyrir Birnu í Nuuk: „Ömurlegt að vita ekki hvað gerðist“

Ajaana Olsvig Kristjánsdóttir hélt fallegan samstöðufund í Nuuk á Grænlandi í gær þar sem hundruð einstaklinga kveiktu á kertum fyrir Birnu Brjánsdóttur utan við ræðismannsskrif­stofu Íslands. Ajaana er fædd árið 1997 og því aðeins árinu eldri en Birna. Hún býr ólst að mestu upp á Grænlandi hjá móður sinni en á íslenskan föður og hefur dvalið reglulega á Íslandi með fjölskyldu sinni hér frá fæðingu.  Ástæður hennar fyrir athöfninni í gær voru að mörgu leiti persónulegar en hún hefur sjálf upplifað að fjölskyldumeðlimur hverfi.
23.jan. 2017 - 18:19 Þorvarður Pálsson

Tinna er fundin - Var undir um 10 kílóum af grjóti

Hundurinn Tinna, sem leitað hefur verið að síðan 29. desember síðastliðinn, er fundin. Ágúst Ævar Guðbjörnsson, annar eigandi Tinnu, tilkynnti um þetta á Facebook fyrir skömmu. Hundurinn fannst við smábátahöfnina í Keflavík undir það bil 10 kílóum af grjóti og má teljast afar líklegt að hún hafi verið drepin af yfirlögðu ráði.
23.jan. 2017 - 18:00 Þorvarður Pálsson

Minningarathöfn verður um Birnu næstkomandi laugardag

Stofnaður hefur verið Facebook viðburður um minningarathöfn fyrir Birnu Brjánsdóttur sem fannst látin í gær. Athöfnin fer fram næstkomandi laugardag, þann 28. janúar, klukkan fjögur og verður gengið frá Laugarvegi 31, þar sem síðast sást til Birnu, niður að Tjörn og þar verður kertum fleytt. Að sögn Guðrúnar Brands sem stendur fyrir atburðinum tengist hún fjölskyldu Birnu ekki á nokkurn hátt en hefur ,,tekið þetta mikið inná mig eins og öll þjóðin hefur gert‘‘.
23.jan. 2017 - 17:30 Þorvarður Pálsson

Lilja Björk Einarsdóttir er nýr bankastjóri Landsbankans

Lilja Björk Einarsdóttir, 43 ára verkfræðingur, hefur verið ráðin bankastjóri Landsbankans. Lilja mun hefja störf 15. mars næstkomandi. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Landsbankanum. Lilja útskrifaðist sem véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1998 og lauk meistaraprófi í fjármálaverkfræði frá Michigan-háskóla í Ann Arbor í Bandaríkjunum árið 2003. Lilja er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stjórnarmaður í fyrirtækjum. Staða bankastjóra Landsbankans var auglýst 10. desember sl. og sóttu 43 um starfið. Ráðgjafarfyrirtækið Capacent hafði umsjón með ráðningarferlinu.
23.jan. 2017 - 17:00 Kristján Kristjánsson

48 tíma ferðalag til Íslands til að upplifa skammdegismyrkrið og náttúruna

Metfjöldi ferðamanna heimsótti Ísland á síðasta ári en þeir voru tæplega 1,8 milljónir. Þetta hefur að sjálfsögðu haft góð áhrif á ferðamannaiðnaðinn og efnahagslífið enda streymir erlendur gjaldeyrir inn í landið með öllum þessum ferðamönnum. Einn ferðamannanna telur það svo sannarlega þess virði að hafa komið til Íslands þrátt fyrir að ferðalagið hafi tekið 48 klukkustundir. Markmiðið var að upplifa skammdegismyrkrið og náttúruna.
23.jan. 2017 - 15:53 Ari Brynjólfsson

Gæsluvarðhaldið ekki framlengt

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um tveggja vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru að hafa orsakað dauða Birnu Brjánsdóttur. Lögregla fór fram á að gæsluvarðhaldið yrði lengt í fjórar vikur en Hæstiréttur féllst ekki á það. RÚV greinir frá þessu.

23.jan. 2017 - 15:34 Ari Brynjólfsson

Forseti Íslands sendi foreldrum Birnu samúðarkveðju: „Orð fá ekki linað hina miklu sorg“

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur sent foreldrum Birnu Brjánsdóttur innilegar samúðarkveðjur. Segir forsetinn að orð fái ekki linað hina miklu sorg en minningin um Birnu muni ætíð lifa með þjóðinni. Orð forseta Íslands má lesa hér fyrir neðan:

23.jan. 2017 - 15:30 433

Landsliðsmaður glímir við Kárahnjúkastíflu

Jón Daði Böðvarsson framherji Wolves á Englandi og íslenska landsliðsins er að glíma við miklu stíflu upp við markið þessa stundina. Framherjinn gekk í raðir enska liðsins síðasta sumar og fór af stað með látum með því að skora í sínum fyrsta leik.
23.jan. 2017 - 15:26 Ari Brynjólfsson

Lögreglan þakkar öllum sem aðstoðu við leitina að Birnu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill koma á framfæri þökkum til þeirra fjölmörgu aðila sem aðstoðuðu við leitina að Birnu Brjánsdóttur. Fagmennska og framlag þeirra allra er ómetanlegt, ekki síst björgunarsveitanna sem aldrei bregðast kallinu. Sama gildir um Landhelgisgæsluna, tollyfirvöld og samstarfsfólk okkar hjá öðrum lögregluembættum. Þar má nefna embætti ríkislögreglustjóra og lögregluliðin á Suðurnesjum og Suðurlandi.

23.jan. 2017 - 15:00 Ari Brynjólfsson

Áhöfn Polar Nanoq: „Atburðurinn sorglegi hefur snortið okkur djúpt“

Áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Birnu Brjánsdóttur sem fannst látin í gær. Tveir skipverjar af togaranum sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hinir skipverjanir segja atburðinn hafa snortið þá djúpt og senda þeir fjölskyldu Birnu innilegar samúðarkveðjur. Yfirlýsingin var send á fjölmiðla á íslensku, grænlensku og dönsku. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

23.jan. 2017 - 14:45 Ari Brynjólfsson

Kári vill íslenska rannsóknarstofu fyrir lífsýni

„Það er alveg ljóst ef þú lest um þetta hræðilega mál, þennan harmdauða þessarar ungu konu, að íslenska lögreglan getur unnið mjög vel á svona augnablikum og vinnur mjög vel. Og alveg ljóst að hún hefur farið með þau lífsýni sem búið er að greina á þann máta sem við eigum að gera. Þau ná lífsýni úr bílnum og fengu svör til baka mjög hratt. Þau fengu svör að mér skilst frá rannsóknarstofu í Svíþjóð en sú spurning sem hefur vaknað í hugum margra og meðal annars hjá okkur niðri í Vatnsmýrinni, er hvort það væri ekki úr vegi að setja saman rannsóknarstofu fyrir íslensku lögregluna.“

23.jan. 2017 - 14:00 Bleikt/Sylvía Rut

Elsku Birna: Ég hefði getað verið þú

„Það sem þjóðin óttaðist er nú nístingskaldur veruleiki. Þú ert látin. Þjóðir syrgja. Ekki bara við Íslendingar,“ skrifar Ragga Nagli á Facebook síðu sína í dag. Hún er ein af þeim fjölmörgu sem hafa tjáð sig um Birnu á samfélagsmiðlum síðan í gær. Við fengum góðfúslegt leyfi hennar til þess að birta pistilinn hennar hér og gefum henni því orðið…
23.jan. 2017 - 13:24 Ari Brynjólfsson

„Auðvitað hefðum við viljað finna Birnu á lífi“

Hlutverki björgunarsveitanna í máli Birnu Brjánsdóttur er lokið nema lögregla óski eftir frekari aðstoð. Ekki er búið að skipuleggja frekari leit á suðausturhluta Reykjanesskaga þar sem lík, sem er að öllum líkindum af Birnu, fannst í gær. Þorsteinn Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Pressuna að litið sé á það sem svo að hlutverki björgunarsveitanna hafi lokið í gær:

23.jan. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

„Lífið er of dýrt til að lifa því ekki“

Erlingur Sigurðarson, ljóðskáld, fyrrverandi kennari og fræðimaður, hefur háð baráttu við Parkinsonssjúkdóminn í 30 ár. Erlingur fékk ósæðarrof fyrir fjórum árum og síðan hefur heilsu hans hrakað mikið. Í einlægu viðtali ræðir Erlingur um fábrotna æskuna í Mývatnssveit, fróðleiksþorstann, ljóðin, pólitíkina og stjórnlagaráð, ástina og sjúkdóminn sem dregur hann hægt til dauða.

23.jan. 2017 - 10:20 433

Gylfi gerir magnaða hluti í erfiðustu deild í heimi

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið besti leikmaður Swansea City á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi reyndist hetja Swansea um helgina á Anfield er liðið vann afar góðan 3-2 útisigur á Liverpool.
23.jan. 2017 - 09:39 Ari Brynjólfsson

Unnið að því að kortleggja ferðir bílsins

Lögregla vinnur nú að því að kortleggja ferðir rauða Kia Rio bílaleigubílsins sem skipverjarnir tveir af Polar Nanoq höfðu til umráða þarsíðustu helgi þegar Birna Brjánsdóttir hvarf. Tveir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins, grunaðir um að hafa gert Birnu mein. Enn er margt á huldu varðandi málið en Birna fannst látin í fjörunni við Selvogsvita í gær. Lögregla telur líklegt að hún hafi verið sett í sjó annars staðar og að sjórinn hafi borið hana upp í fjöruna, unnið er að því að skoða sjávarstrauma.

23.jan. 2017 - 05:40

Braust inn í geymslu og lagðist til svefns: Í annarlegu ástandi við akstur og með fíkniefni

Um miðnætti var tilkynnt um óviðkomandi mann inni í stigagangi fjölbýlishúss í Garðabæ. Þegar lögreglan kom á vettvang var maðurinn, sem var töluvert ölvaður, búinn að brjótast inn í geymslu og var lagstur til svefns þar. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
22.jan. 2017 - 23:00 Sylvía Rut Sigfúsdóttir

„Takk Birna fyrir að sýna okkur að kærleikurinn sameinar okkur“

Íslenskt samfélag syrgir í dag eftir að lögregla tilkynnti á blaðamannafundi að lík Birnu Brjánsdóttur hefði fundist í fjörunni við Selvogsvita. Kveikt var á kertum um allt land og hjörtu sáust á öllum samfélagsmiðlum. Margir hafa tjáð sig um Birnu á Facebook í dag, þar á meðal Birgir Örn Guðjónsson sem hefur verið Pressupenni hér undir nafninu Biggi Lögga. Við fengum góðfúslegt leyfi hans til þess að deila skrifum hans hér.

22.jan. 2017 - 21:30 Eyjan

Forsætisráðherra: Þetta sorglega mál hefur snert þjóðina, hreyft við okkur öllum

„Fyrir rúmri viku kom Birna Brjánsdóttir ekki heim. Síðan hefur hennar verið leitað.  Lögreglan hefur unnið þrotlaust að rannsókn málsins, með aðstoð landhelgisgæslu og björgunarsveita. Með þakklæti höfum við fylgst með störfum þeirra. Þau hafa verið vönduð og yfirveguð, sem og samskipti þeirra við almenning og fjölmiðla.“
22.jan. 2017 - 20:53 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Ökumaður hvíta bílsins fundinn

Ökumaður hvíta bílsins, sem lögreglan lýsti eftir í fyrradag, er kominn í leitarnar. Lögreglan þakkar almenningi fyrir veitta aðstoð. Ökumaður bifreiðarinnar er ekki grunaður um neitt misjafnt, lögreglann vill aðeins ná tali af honum. 
22.jan. 2017 - 20:33 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Grænlendingar kveikja á kertum til minningar um Birnu

Hópur Grænlendinga hyggst safnast saman við íslensku aðalræðisskrifstofuna í Nuuk klukkan sjö í kvöld á grænlenskum tíma og kveikja á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. „Þetta mál hefur haft djúp áhrif á mig líkt og á aðra íbúa“ segir Viâja E. Lynge í samtali við grænlenska blaðið Sermitsiaq.

22.jan. 2017 - 20:00 Vesturland

Elsti lögreglumaður Íslands fagnaði 100 ára afmæli

Stefán Bjarnason fyrrum yfirlögregluþjónn á Akranesi varð 100 ára miðvikudaginn 18. janúar. Hann starfaði sem slíkur á Akranesi í 44 ár, frá 1941 þar til hann lét af störfum 1985. Stefán fæddist á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Bjarni Oddson bóndi í Saurbæ í Siglufirði síðar sjómaður á Siglufirði, f. 4. des. 1867 í Hólakoti í Fljótum, Skagafirði, d. 14. apríl 1942 og kona hans Filippía Þorsteinsdóttir, f. 3. sept. 1874 á Ytri-Skörðugiljum, Seyluhreppi, Skagafirði, d. 7. des. 1962.

22.jan. 2017 - 18:40 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Yfir 300 björgunarsveitarmenn eru enn við leitarstörf

Yfir 300 björgunarsveitarmenn eru enn við leitarstörf vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eftir að sérhæft leitarfólk í þyrlu landhelgisgæslunnar fann lík hennar við Selvogvita var leitarskipulagi breytt. Nú er áhersla lögð á að finna vísbendingar sem tengst geta málinu, svo sem ummerki eftir mannaferðir, jarðrask eða hluti sem geta tengst málinu.


22.jan. 2017 - 17:10

Telja sig hafa fundið Birnu

Lögreglan telur að Birna Brjánsdóttir, sem saknað hefur verið síðan aðfaranótt laugardags í síðustu viku, sé látin. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar fann lík í dag og er talið að það sé lík Birnu, en mikill mannskapur hefur leitað síðustu daga. Búið er að tilkynna aðstandendum Birnu um líkfundinn en lögregla sagði frá þessu á blaðamannafundi rétt í þessu.
22.jan. 2017 - 15:47 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Leitarhópar kallaðir inn - Lögregla boðar til blaðamannafundar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðar til blaðamannafundar í dag kl. 17 vegna rannsóknar hennar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Engar frekari fréttir af málinu verða veittar fjölmiðlum fyrr en á blaðamannafundinum.
22.jan. 2017 - 15:00 Vesturland

Þegar Phønix strandaði í Miklaholtshreppi: „Þá er víðar Guð enn í Görðum“

Þann 31. janúar verða 136 liðin síðan póstgufuskipið Phønix strandaði í Miklaholtshreppi. Það gerðist eftir að skipið hafði hreppt mikla hrakninga í óveðri og ísingu á Faxaflóa. Skipbrotsmenn komust örmagna, kaldir og blautir á land. Margir þeirra voru illa kalnir og biðu þessa aldrei bætur.
22.jan. 2017 - 14:43 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Grímur: „Það var tjón á bílnum“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á rauða Kia Rio bifreið vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Þessi rauða Kia Rio bifreið sást á eftirlitsmyndavélum á höfninni í Hafnarfirði klukkan 6:20 að morgni laugardags 14.janúar. Annar farþeginn fór um borð í skipið en hinn beið á höfninni í einhvern tíma áður en hann fór af stað.
22.jan. 2017 - 13:30 Eyjan

Flóttafólk sem kemur hingað á eigin vegum fær nú jafna stöðu á við kvótaflóttafólk

Stigið er skref í átt að því að jafna þjónustu við flóttafólk, hvort sem það kemur í boði stjórnvalda (kvótaflóttafólk) eða á eigin vegum, í nýjum samningi við Rauða kross Íslands (RKÍ) sem Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra og Sveinn Kristinsson formaður RKÍ hafa skrifað undir.
22.jan. 2017 - 12:11 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Farþegi leigubifreiðar reyndi að hlaupa í burtu frá ógreiddum reikning en gleymdi farsímanum

Rétt fyrir hálf sex í morgun var tilkynnt um ofurölvi og ósjálfbjarga karlmann fyrir utan bar í miðborginni. Þegar lögreglan kom á vettvang var maðurinn orðin rólfær og aðstoðaður við að komast í leigubíl heim til sín.
22.jan. 2017 - 11:47 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Lífsýnið úr Kia Rio bifreiðinni er úr Birnu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á rauða Kia Rio bifreið vegna rannsóknar hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Lífsýni úr bifreiðinni voru send utan til rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur og telur lögregla staðfest að hún hafi verið í bifreiðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns.
22.jan. 2017 - 11:40 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Einn skipverjanna laus úr haldi

Þrír skipverjar Polar Nanoq togarans voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku. Tveir menn voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna hvarfs Birnu. Einn maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudagskvöld vegna mikils magns af hassi sem fannst um borð í togaranum.
22.jan. 2017 - 10:00 Suðri

Sveitarfélögin tryggi tímabundið rekstur Kumbaravogs

Kumbaravogur á Stokkseyri. Mynd: Björn Ingi Bjarnason. Ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um skyndilega lokun dvalar- og hjúkrunarheimilisins á Kumbaravogi á Stokkseyri hefur vakið hörð viðbrögð. Stjórn Félags eldri borgara á Selfossi beinir þeim eindregnu tilmælum í ályktun frá félaginu til framkvæmdastjóra og bæjarstjórnar Árborgar að hefja tafarlaust viðræður við heilbrigðisyfirvöld um að Kumbaravogi verði ekki lokað fyrr en væntanlegt hjúkrunarheimili hefur verið opnað á Selfossi.
22.jan. 2017 - 08:50 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Leitin að Birnu heldur áfram í dag

Leitin að Birnu Brjánsdóttur heldur áfram í dag. Þorsteinn Gunnarsson, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að verkefni björgunarsveitanna í dag verði með svipuðum hætti og í gær. Hátt í sex hundruð björgunarsveitarmenn af öllu landinu tóku þátt í leitinni í gær.
22.jan. 2017 - 08:24 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Lögreglan lagði hald á vopn hjá ökumanni - Var undir áhrifum fíkniefna

Þó nokkrar bifreiðar voru stöðvaðar af lögreglu nótt þar sem ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis og akstur án ökuréttinda. Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Skipholti. Stolið var pening úr sjóðsvél. Bifreið var stöðvuð við Melabraut.

22.jan. 2017 - 08:00 Vesturland

Hitaveitan að komast á í Kjósinni

Á næstu dögum verður heitu vatni hleypt á fyrsta áfanga nýju hitaveitunnar í Kjósarhreppi. Hann nær frá heitavatnsholunum á Möðruvöllum, um Meðalfellsvatn, niður að Hvalfirði að Eyrarkoti og Bolaklettum, ásamt dæluhúsi á Hjarðarholti, inn að Eyrum og neðri-Hlíð (frístundahúsasvæðinu Valshamri) og að Eilífsdal.

Apótek: HappuHour
Gestur K. Pálmason
Gestur K. Pálmason - 16.1.2017
Aðeins um ákvarðanir og forgangsröðun
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 15.1.2017
Ísjakinn okkar er að bráðna
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.1.2017
Gagnsæi og réttlæti í stað leyndar og ranglætis
Austurland
Austurland - 17.1.2017
Læra menn aldrei af reynslunni?
Vestfirðir
Vestfirðir - 15.1.2017
Haldið til Hvanneyrar
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 19.1.2017
Hjónanámskeið á Akureyri
Austurland
Austurland - 16.1.2017
Sameiningamálin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.1.2017
Róbinson Krúsó og Íslendingar
Aðsend grein
Aðsend grein - 20.1.2017
Húsið við Hamarinn
Aðsend grein
Aðsend grein - 20.1.2017
Hvað boðar nýjárs blessuð sól ?
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 23.1.2017
Þegar þjáningin ein er eftir
Suðri
Suðri - 21.1.2017
Í upphafi árs
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 21.1.2017
Plast, plast, plast og meira plast
Fleiri pressupennar