15. jún. 2012 - 18:52

Nauðgunarmál gegn Agli Gillz Einarssyni fellt niður: Neitaði ávallt sök

Ríkissaksóknari hefur fellt niður kærumál gegn Agli Einarssyni, eða Gillzenegger eins og hann hefur oft kallað sig. Í nóvember í fyrra var Egill kærður ásamt unnustu sinni fyrir nauðgun.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2, en þar staðfesti Brynjar Níelsson, verjandi Egils, að honum hefði borist tölvupóstur frá ríkissaksóknara þar sem honum er tilkynnt þetta.

Í yfirlýsingu sem Egill sendi frá sér í byrjun desember á síðasta ári vegna málsins, sagði:

Yfirlýsing í tilefni þess að ég og unnusta mín höfum verið kærð til lögreglu vegna nauðgunar.

Það er refisvert að saka fólk ranglega um lögbrot. Það er jafnframt refsivert að hafa samband við handrukkara í þeim tilgangi að kúga fé út úr fólki. Þær ásakanir sem á mig hafa verið bornar eru fráleitar og engar líkur á að þær muni leiða til opinberrar ákæru. Tilgangurinn með þessum ásökunum er því augljóslega ekki að ná fram ákæru heldur einvörðungu að sverta mannorð mitt. Af tillitssemi við hlutaðeigandi mun ég ekki tjá mig meira um þessi mál opinberlega að svo stöddu. Ég hef falið lögmanni mínum að kæra viðkomandi fyrir rangar sakargiftir.

Virðingarfyllst
Egill Einarsson(21-25) Rými: Fataslár og herðatré - júlí
23.júl. 2016 - 11:40

Druslupróf Bleikt!

Skipuleggjendur Druslugöngunnar hafa í aðdraganda hennar deilt örskýringarmyndböndum sem við höfum birt hér á Bleikt. Þar er leitast við að útskýra ýmis hugtök og sína fram á mikilvægi baráttunnar gegn kynferðisofbeldi.
23.júl. 2016 - 06:54

Heimilisofbeldi, ölvað fólk og kona í sjálfsvígshugleiðingum

Á þriðja tímanum í nótt var lögreglunni tilkynnt um heimilisofbeldi í húsi í Breiðholti. Karlmaður var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Skömmu síðar var tilkynnt um ofurölvi mann við skemmtistað í Kópavogi. Ekki tókst að vekja hann og var hann því vistaður í fangageymslu og fær síðan að fara heim þegar hann vaknar.
22.júl. 2016 - 23:00 Bleikt

Alma Mjöll og Bjarki standa fyrir Druslugöngu í Stykkishólmi: „ALDREI of seint að taka afstöðu með þolendum“

Druslugangan hefur stækkað töluvert frá því hún var fyrst gengin í Reykjavík árið 2011. Fjöldi þátttakenda vex  ár frá ári og eru nú haldnar Druslugöngur víða um land. Nýlega var ákveðið að halda halda göngu í Stykkishólmi samhliða Druslugöngunni í Reykjavík.

22.júl. 2016 - 22:00 Bleikt

Þess vegna skiptir Druslugangan máli

Ég er drusla,“ segir María Guðmunds í örskýringarmyndbandi fyrir Druslugönguna sem hefst við Hallgrímskirkjuturn á morgun, laugardaginn 23. júlí. „Fyrsta druslugangan var gengin í Kanada árið 2011 eftir að lögreglustjóri í borginni sagði að konur ættu að forðast að klæða sig eins og druslur svo þeim yrði ekki nauðgað,“ segir hún.
22.júl. 2016 - 16:00 Arnar Örn Ingólfsson

Fimm ár frá hryðjuverkunum í Noregi

Minningarathöfn í Osló í dag.
Fimm ár eru liðin frá hryðjuverkunum í Noregi, sem áttu sér stað þann 22. júlí 2011, þegar sprengja sprakk í miðborg Oslóar. Skömmu síðar hófst skotárás á Útey, þar sem norski Verkamannaflokkurinn var með sumardvalastað. Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik stóð á bakvið voðaverkin.

22.júl. 2016 - 15:15 Ari Brynjólfsson

Fleiri Íslendingar á leið til útlanda í sumarfríinu

Fleiri Íslendingar en áður munu eyða sumarfríinu eða hluta þess erlendis ef marka má nýja könnun MMR. Ekki hafa fleiri sagst ætla erlendis yfir sumartímann frá því að MMR hóf slíka mælingu árið 2011. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 49,6% ætla að fara til útlanda í sumarfríinu og þar af sögðust 14,4% eingöngu ætla að ferðast til útlanda. Til samanburðar sögðust 35,2% ætla að fara til útlanda árið 2013 og þar af sögðust 7,1% eingöngu ætla til útlanda í sumarfríinu það ár.

22.júl. 2016 - 14:30 Eyjan

Almannatengill gefur Eyjamönnum ókeypis ráð

Spjótin hafa staðið á lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum og forsvarsmönnum Þjóðhátíðar vegna afstöðu þeirra hvernig hátta eigi fjölmiðlaumfjöllun af hátíðinni.

22.júl. 2016 - 13:00 Arnar Örn Ingólfsson

Tókst að safna yfir einni milljón króna fyrir jarðaför Arons

Meira en ein milljón króna safnaðist fyrir Aðalheiði Erlu Davíðsdóttur sem hafði ekki efni á því að jarðsyngja fjölfatlaðan son sinn, Aron Hlyn. Pressan greindi frá málinu í síðustu viku, en þar hafði hafist söfnun fyrir Aðalheiði, þar sem hún fékk ekki útfararstyrk frá bæjarfélaginu.

22.júl. 2016 - 12:00

Brynjúlfur selur ofskynjunarsveppi í kostaðri færslu á Facebook

Skjáskot af Facebook

Maður að nafni Brynjúlfur komst í fréttirnar á dögunum þegar Nútíminn tók viðtal við hann um meðferð sem hann býður upp á. Þar nýtir hann ofskynjunarsveppi til að hjálpa fólki til að takast á við vandamál sem lífinu fylgja.22.júl. 2016 - 11:00 Ari Brynjólfsson

Páll: „Fjölmiðlar eru komnir langt út fyrir sín mörk“ – Tómas: „Þetta er einfalt: Ekki vera fáviti“

Páley Borgþórsdóttir og Páll Vilhjálmsson. Samsett mynd/DV

Bæði Páll Vilhjálmsson kennari og Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður ræða um umræðuna tengda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í dag. Sem kunnugt er hefur Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum verið mikið á milli tannanna á fólki vegna tilmæla hennar um að fjölmiðlum skuli ekki vera greint strax frá hugsanlegum kynferðisafbrotum á Þjóðhátíð. Páley fékk stuðning frá Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum sem sagðist standa með ákvörðun hennar, en hann áréttaði í gær eftir fimm hljómsveitir stigu fram og hótuðu að hætta við að spila á Þjóðhátíð ef verklagi yrði ekki breytt, að bæjaryfirvöld hafa ekkert með hátíðina eða löggæslu að gera.

22.júl. 2016 - 10:00

Fógetagarðurinn breytist í glæsilegan götumarkað

Á morgun, þann 23. júlí, munu kokkar allstaðar að koma saman og framreiða girnilegan götumat undir berum himni í Fógetagarðinum. Næstu fimm helgar, frá 23. júlí til  Menningarnætur þann 20. ágúst, verður götumarkaðurinn KRÁS opinn alla laugardaga og sunnudaga frá 13:00-18:00.

22.júl. 2016 - 06:39 Kristján Kristjánsson

Íslendingur myrtur í Stokkhólmi: Morðinginn ófundinn

Íslenskur karlmaður var myrtur í vesturhluta Stokkhólms á mánudaginn. Morðinginn komst undan og hefur lögreglan ekki enn handtekið hann. Vitni segja að morðinginn hafi verið „ískaldur“ og hafi yfirgefið morðvettvanginn í rólegheitum.
22.júl. 2016 - 06:08

Var með læti á slysadeild LSH: Reyndist vera eftirlýstur af lögreglunni

Á tólfta tímanum í gærkvöldi var beðið um aðstoð lögreglunnar á slysadeild LSH í Fossvogi en þar var karlmaður með læti. Í ljós kom að maðurinn var eftirlýstur af lögreglunni og var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag.
21.júl. 2016 - 22:00 Bleikt

Dóra Takefusa: Þú ert aldrei að bjóða upp á ofbeldi

Hefur þú þurft að sæta gagnrýni eða orðið fyrir áreitni til dæmis vegna þess hvernig þú klæðir þig? Í þessu örskýringarmyndbandi Druslugöngunnar útskýrir Dóra Takefusa hugtak sem lýsir því þegar skömminni er skellt á þolendur:

21.júl. 2016 - 20:00

Mynd dagsins: Kort af samlokuverði í miðbæ Reykjavíkur

Mynd dagsins á Sváfnir Sigurðarson viðskipta- og almannatengill hjá HN Markaðssamskiptum. Myndina birti hann á Fésbókarsíðu sinni í dag þar sem hann sýnir hinn mikla verðmun sem er á samlokum í þremur búðum í miðbæ Reykjavíkur.

21.júl. 2016 - 17:30 Bleikt

Stórir flytjendur hóta að hætta við að spila á Þjóðhátíð: „Eigum að úthýsa kynferðisofbeldi“

Meðlimir nokkurra af stærstu hljómsveitunum sem eiga að stíga á svið á Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina segjast ekki sjá annan kost í stöðunni en að draga sig úr dagskránni. Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas eru á bakvið yfirlýsinguna og munu þeir ekki koma fram á hátíðinni nema skýr stefnubreyting komi frá bæjaryfirvöldum. RÚV greinir frá þessu.

21.júl. 2016 - 16:00 Arnar Örn Ingólfsson

Bensínstöðvar Krónunnar þokast áfram í stjórnkerfinu

Lágvöruverðskeðjan Krónan stefnir að því að opna bensínstöðvar og hefur verið sótt um leyfi fyrir opnun bensínstöðva í nokkrum sveitarfélögum.

21.júl. 2016 - 14:05

80 ára afmælisútgáfa Brennivíns komin á markað

Valgeir Valgeirsson hjá Ölgerðinni Í tilefni af 80 ára afmæli íslenska Brennivínsins var ákveðið að leggja í sérstaka afmælisútgáfu. Þrjár mismunandi gerðir af tunnum voru fengnar til landsins til þroskunnar. Brennivíninu var skipt í þessar þrjár tunnugerðir (nýjar tunnur úr hvítri eik, notaðar Bourbon-tunnur frá Ameríku og Islay-vískitunnur frá Skotlandi) þar sem það fékk að þroskast í heila 12 mánuði áður en því var svo blandað saman í lokaútgáfuna.
21.júl. 2016 - 12:15

Bjargaði tveggja ára gömlu barni frá drukknun í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum: Spurði sig hvers vegna barnið gréti svona mikið

Stefanía Hjaltested eyddi gærdeginum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með syni sínum þar sem þau höfðu ákveðið að njóta veðurblíðunnar. Í samtali við DV segist hún hafa orðið var við mikinn barnsgrát og að nokkrum andartökum síðar hafi hún komið auga á unga stúlku sem hafi setið föst í sefgresi í garðinum.

21.júl. 2016 - 11:43 Arnar Örn Ingólfsson

Páley segir umræðu um upplýsingaleynd byggða á misskilningi og vanþekkingu

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum ítrekar í tilkynningu frá lögregluembættinu að að öllum upplýsingum sé miðlað hratt og örugglega sem mögulegt er hverju sinni. Þá segr hún sama verklag vera haft allt árið og að tekið sé mið af rannsóknarhagsmunum og velferð mögulegra fórnarlamba.

21.júl. 2016 - 10:00 Ari Brynjólfsson

10-11 hækkar verð á kvöldin og um helgar: „Neytendur sem kjósa að versla við okurbúllur versla bara við þær“

Teitur Atlason varaformaður Neytendasamtakanna. Samsett mynd/DV

Þrjár verslanir 10-11 hækka verð á vörum í hillum verslunarinnar um helgar og eftir kl.20 á virkum dögum. Þetta hefur tíðkast í verslun 10-11 í Austurstræti frá því lok 2014 en nú á þetta líka við um verslanirnar á Laugarvegi og á Barónstíg. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

21.júl. 2016 - 09:05 Eyjan

Framsókn skilur við Sjálfstæðisflokkinn að borði og sæng: Man ekki eftir jafn svakalegri árás

„Þessi árás lykilráðherra Framsóknar, Eyglóar Harðardóttur, á Sjálfstæðisflokkinn í gær, sér í lagi formann hans, jafngildir því að samstarf flokkanna er ekki aðeins komið að fótum fram. Það er í rauninni dautt. Eftir 25 ár á þingi og 4 ríkisstjórnir man ég ekki eftir jafn svakalegri árás þungavigtarráðherra á formann samstarfsflokks í ríkisstjórn.“

21.júl. 2016 - 06:40

Ósæmilegt athæfi á salerni veitingahúss – Voru með mikið magn fíkniefna í fórum sínum

Klukkan 21 í gærkvöldi var lögreglunni tilkynnt um par sem hefði verið staðið að ósæmilegri hegðun inni á salerni veitingastaðar í miðborginni. Auk þess greiddi fólkið ekki fyrir mat sem það hafði pantað. Lögreglumenn fóru á vettvang og ræddu við fólkið. Eitthvað fór það illa í karlmanninn því hann brást mjög illa við.
21.júl. 2016 - 06:34

Flugvél steyptist fram yfir sig við lendingu í Mosfellsbæ

Um klukkan hálf níu í gærkvöldi varð óhapp þegar lítilli tveggja sæta flugvél var lent á Tungubakkavelli í Mosfellsbæ. Lendingin gekk vel þar til vélin var við það að stöðvast en þá steyptist hún fram yfir sig.
21.júl. 2016 - 04:49

Björgunarsveitir kallaðar út til leitar að ungri konu í Reykjavík

Mynd úr safni. Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út fljótlega eftir miðnætti í nótt til leitar að ungri konu. Óttast var um konuna en vitað var af ferðum hennar úti á Granda. Björgunarsveitarmenn gengu um svæðið, notuðu báta, hunda, fjórhjól og flygildi með hitamyndavél við leitina.
20.júl. 2016 - 18:30 Bleikt

Úlfur Úlfur spilar á Þjóðhátíð: „Sem betur fer erum við tveir gaurar“

Hljómsveitin Úlfur Úlfur er meðal þeirra sem koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum næstkomandi Verslunarmannahelgi. Sveitina skipa þeir Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson. Félagarnir birtu í dag ákall til þeirra sem standa að hátíðinni um að hlusta á raddirnar sem óma vítt og breytt um samfélagið og vilja sjá breytingar.20.júl. 2016 - 13:30 Smári Pálmarsson

Íslendingar mótmæla #þöggun á Þjóðhátíð: „Ef þú nauðgar einhverjum og enginn sér það, var það þá nauðgun?“

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hyggst að viðteknum hætti ekki greina frá kynferðisbrotum sem kunni að koma upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Nú, fáeinum dögum fyrir Druslugönguna, hefur fjöldi Íslendinga fordæmt þöggunartilburði þeirra sem koma að hátíðinni. Í umdeildu viðtali við Páleyju segir hún meðal annars:

20.júl. 2016 - 12:15 Ari Brynjólfsson

Ghostbusters frumsýnd í dag: Háskólabíó þurfti að fjarlæga athugasemdir

Endurgerð gamanmyndarinnar Ghostbusters verður frumsýnd á Íslandi í dag. Myndin hefur fengið góða dóma gagnrýnenda og er hún með 73% lof á vefsíðunni Rotten Tomatos. Áhorfendur eru margir hins vegar á öðru máli og hefur blossað upp gagnrýni vegna þess að fjórar konur eru í aðalhlutverkum í stað fjögurra karla.

20.júl. 2016 - 10:30 Ari Brynjólfsson

Lokaorð Morgunútvarps Rásar 2: „Við minnum fólk á að nauðga bara heima sjá sér í Vestmannaeyjum“

Margir sperrtu upp eyrun yfir lokaorðum Morgunútvarps Rásar 2 í morgun þar sem Margrét Erla Maack þáttastjórnandi sagði: „Við minnum fólk á að nauðga bara heima sjá sér í Vestmannaeyjum“. Orðin komu í kjölfar þess að tilkynnt var að spila ætti þjóðhátíðarlagið 2016. Hægt er að hlusta á þáttinn hér, orðin koma þegar rúmlega 3 mínútur eru eftir af þættinum.

20.júl. 2016 - 10:08 Arnar Örn Ingólfsson

Fanney: „Gömul tugga sem gengur út á að fórnarlambið beri ábyrgð á glæpnum. Röksemd sem ætti ekki að sjást á 21. öldinni“

Frá Þjóðhátíð. Lögregluumdæmin á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum eru þau einu sem halda upplýsingum um fjölda kynferðisafbrota sem tilkynnt hafa verið til lögreglu frá fjölmiðlum, þar til lögregla metur að tímabært sé að gefa slíkar upplýsingar upp.
20.júl. 2016 - 09:31

Ung kona í vanda á Fimmvörðuhálsi: Björgunarsveitir kallaðar út í nótt

Björgunarsveitamenn að störfum.
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í nótt vegna hjálparbeiðni frá konu sem átti í vanda á Fimmvörðuhálsi.

20.júl. 2016 - 09:02 Eyjan

Þingmaður Sjálfstæðisflokks sendir Eyglóu tóninn: Kominn kosningaskjálfti í suma

Ummæli Eyglóar Harðardóttur, félagsmálaráðherra, um að hún hafi þurft að slást við Sjálfstæðisflokkinn um framlög til velferðarmála leggast illa í samstarfsmenn hennar í ríkisstjórn.

20.júl. 2016 - 05:37

Vopnaður hníf í miðborginni: Þjófnaðir af ýmsu tagi

Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi var tilkynnt um karlmann sem var að stela í verslun í miðborginni og væri hann með hníf í hönd. Lögreglumenn handtóku manninn, sem var í annarlegu ástandi, og var hann vistaður í fangageymslu.
19.júl. 2016 - 20:00 Kristján Kristjánsson

Hvítabirnir hafa drepið á annan tug Íslendinga

Mynd úr safni. Frá landnámi eru til skráðar heimildir um rúmlega 600 hvítabirni sem hafa komið hér til lands. Ekki er hægt að útiloka að töluvert fleiri hvítabirnir hafi komið til landsins. Heimildir eru til um að hvítabirnir hafi drepið að minnsta kosti 16 Íslendinga.
19.júl. 2016 - 19:00 Arnar Örn Ingólfsson

Pressuúttekt á Airbnb í miðborginni: Dýrasta nóttin á rúmar 21 þúsund krónur

Airbnb hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Í byrjun sumars voru samþykkt lög sem heimila fólki að leigja lögheimili sitt og aðra eign til viðbótar í allt að níutíu daga á hverju ári. Markmið frumvarpsins er að bregðast við breytingu á samsetningu gististaða á landinu og þróun gistiframboðs, að því er fram kemur á vef Alþingis. Lögin taka gildi 1. janúar á næsta ári.

19.júl. 2016 - 16:00 Ari Brynjólfsson

Pikachu fannst í Norðfjarðargöngum

Íslendingar víðs vegar um land ganga nú um með snjallsímana sína í leit að Pokémonum en þeir geta leynst á ótrúlegustu stöðum. Verkfræðistofan Hnit, sem sér um eftirlit í Norðfjarðargöngum  á Austfjörðum tilkynntu í gær að við reglulegt eftirlit í göngunum þá hafi fundist bæði Pikachu og Zubat, var leitt að því líkum að þeir væru í felum undan ágengum Pokémonþjálfurum. Var þeim Pikachu og Zubat vísað út þar sem þeir voru á lokuðu vinnusvæði og hjálmlausir í þokkabót.

19.júl. 2016 - 12:15 Ari Brynjólfsson

Myndband dagsins: Töskum fleygt inn í vél WOW-Air

Myndband fer nú eins og eldur í sinu um netheima en það sýnir ansi harkalega meðferð á farangri í vél WOW-Air. Myndbandið var sett á netið af Rögnvaldi Má Helgasyni fréttamanni RÚV sem minnti fólk á að raða engu brothættu efst eða neðst í töskurnar.

19.júl. 2016 - 12:08

Under Armour verslun opnuð í Kringlunni

Nýlega var undirritaður samningur milli ALTIS, Reita og Rekstrarfélags Kringlunnar, um opnun Under Armour verslunar í Kringlunni. Samkvæmt Þórunni Ingu Ingjaldsdóttur, framkvæmdastjóra íþróttasviðs Altis, stendur til að reyna að opna verslunina þann 11. ágúst næstkomandi.
19.júl. 2016 - 12:00 Arnar Örn Ingólfsson

Stuðningsmaður Íslands á leið til landsins: „Ég mun aldrei geta þakkað Íslendingum fyrir“

Stuðningsmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem stunginn var í París þann 3. Júlí síðastliðinn er á leið til landsins. Adam Williams, tæplega þrítugur Lundúnabúi og stuðningsmaður Íslands er í viðtali í vikublaði DV.

19.júl. 2016 - 10:00 Ari Brynjólfsson

Kristján sat um bankastjóra Landsbankans: „Þessir starfshættir eru ómanneskjulegir“

Kristján Örn Elíasson og Steinþór Pálsson. Samsett mynd/DV

Þrír stjórnendur Landsbanka Íslands hafa kært Kristján Örn Elíasson, stjórnarformann Elliðafélagsins, fyrir hótanir og rof á friðhelgi einkalífsins. DV greinir frá þessu í dag.

19.júl. 2016 - 09:00 Eyjan

Borgun og Valitor fengið 11 milljarða fyrir viðskiptin með Visa

Borgun og Valitor hafa fengið að minnsta kosti 11 milljarða króna í sinn hlut vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe.

19.júl. 2016 - 05:50

Með kannabis á róluvelli: Eldur í heimahúsi

Um klukkan 21 í gærkvöldi var tilkynnt um ungt par, sem var með barn meðferðis, á róluvelli í miðborginni og fylgdi tilkynningunni að parið væri að reykja kannabis. Lögreglumenn fóru á vettvang og ræddu við parið. Reyndist ungi faðirinn hafa verið að reykja kannabis og var hann með lítlræði af efninu í fórum sínum.
19.júl. 2016 - 05:21

Umsátursástand í Grafarholti í gærkvöldi og nótt: Einn handtekinn

Mynd úr safni. Umsátursástand skapaðist við hús í Gvendargeisla í Grafarholti í gærkvöldi en fjöldi lögreglumanna sat þá um hús í götunni. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn um klukkan hálf eitt í nótt og lauk umsátursástandinu þar með.
18.júl. 2016 - 22:00 Bleikt

Stefán: Strákar eru ekki alltaf til í að ríða

Strákar og karlar verða líka fyrir kynferðisofbeldi og áreiti bæði af hálfu kvenna og karla,“ segir Stefán í stuttu myndbandi sem er hluti af örskýringum Druslugöngunnar í ár. Markmið átaksins er að sýna fram á mikilvægi baráttunnar gegn kynferðisofbeldi og fyrirbyggja það með fræðslu.

18.júl. 2016 - 20:00 Arnar Örn Ingólfsson

Pressuúttekt á fasteignamarkaðnum á Suðurlandi

Dýrustu eignina á Suðurlandi má finna á jörðinni Langholti í Hraungerðishreppi. Pressan hefur tekið saman lista yfir tíu dýrustu eignirnar á Suðurlandi.

18.júl. 2016 - 17:30 Kristján Kristjánsson

Ótrúlegur orðrómur um Ísland í Egyptalandi: Egypskir karlmenn vilja gjarnan komast til Íslands

Frábær árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í úrslitakeppni EM hefur haft margvísleg áhrif víða um heim en í Egyptalandi hafa þau kannski verið einna óvæntust og sérkennilegustu. Þar fór ótrúlegur orðrómur af stað um Ísland á meðan á keppninni stóð og hefur haldið áfram að breiðast út. Þetta hefur orðið til þess að margir egypskir karlar vilja gjarnan flytjast til Íslands.
18.júl. 2016 - 16:00 Ari Brynjólfsson

Tveir hvalrekar og 46 teknir fyrir of hraðan akstur á Vestfjörðum

Tilkynnt var um tvo hvalreka í umdæmi Lögreglunnar á Vestfjörðum í vikunni. Í öðru tilvikinu var um að ræða hval í Furufirði en í hinu í Bjarnafirði, var Umhverfisstofnun gert viðvart samkvæmt venju. Tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp á Vestfjörðum í vikunni. Annað óhappið varð á Barðastrandavegi þegar bifreið var ekið aftan á aðra. Í hinu tilvikinu var um að ræða bifreið sem ekið var út af Örlygshafnarvegi. Engin slys urðu á fólki. Alls voru 46 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu.

18.júl. 2016 - 12:00 Ari Brynjólfsson

Tómas lætur ofnæmissjúklinga heyra það: „Hættið þessari helvítis fórnarlambsvæðingu“

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Tómas Ragnarsson skrifar kröftugan pistil í Kvennablaðið í dag þar sem hann svarar þeim sem hafa gagnrýnt fyrr skrif hans um að leyfa hunda í strætisvögnum. Í pistlinum í dag fer hann yfir eigin sögu af ofnæmi og gagnrýnir harðlega þá sem telja að taka þurfi sérstakt tillit til þeirra sem þjást af ofnæmi.

18.júl. 2016 - 09:50 Arnar Örn Ingólfsson

Fresta opnun Costco enn frekar

Bandaríska verslunarkeðjan Costco opnar á næsta ári, en ekki á þessu ári eins og til stóð. Fréttablaðið greinir frá því að seinkun opnunarinnar sé vegna tæknilegra atriða.

18.júl. 2016 - 05:30

Svaf undir stýri á rauðu ljósi: Ökumaður vopnaður hnífum

Á níunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um bifreið sem var kyrrstæð á rauðu ljósi í austurhluta Reykjavíkur. Ekki í frásögur færandi í sjálfu sér nema hvað það fylgdi tilkynningunni að bæði ökumaður og farþegi í framsæti væru steinsofandi.

Makaleit.is
Einar Kárason
Einar Kárason - 11.7.2016
Búið að eyðileggja Bæjarins beztu
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 09.7.2016
Bara á Íslandi
Sturla Böðvarsson
Sturla Böðvarsson - 09.7.2016
Hvernig er Ísland kynnt erlendis í dag?
Aðsend grein
Aðsend grein - 10.7.2016
Rétturinn til að vera ég
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.7.2016
Fróðlegur og skemmtilegur sumarskóli
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.7.2016
Stjórnmálafræði og stjórnmálaspilling
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.7.2016
Unnið er að myrkraverkum, verum vakandi!
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 21.7.2016
Björt brást
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.7.2016
Hvort er meira dómgreindarleysi?
Oddný Guðbjörg Harðardóttir
Oddný Guðbjörg Harðardóttir - 11.7.2016
Svelt heilbrigðiskerfi
Smári Pálmarsson
Smári Pálmarsson - 19.7.2016
Draugabanar, kvenfyrirlitning og kynþáttahatur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.7.2016
Rousseau um Íslendinga
Fleiri pressupennar