12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
15.apr. 2015 - 20:01

Hefur þú séð Birgittu Sif? Lögreglan leitar að henni

Lögreglan á Suðurnesjum leitar að Birgittu Sif Gunnarsdóttur. Hún er 17 ára gömul. Seinast var vitað um ferðir hennar í Reykjanesbæ í gær.
15.apr. 2015 - 16:44

Mynd sem gæti bjargað mannslífum: Þetta þurfa allir að kunna

Hvað áttu að gera ef þú sérð neyðarblys á lofti? Einfaldlega telja puttana milli sjóndeildarhringsins og blyssins. Með slíkum upplýsingum má með ákveðnum reiknireglum áætla fjarlægðina að blysinu.
15.apr. 2015 - 15:40

Segir hestamenn hafa ráðist fólskulega á tíkina Snotru: Brotnaði á tveimur stöðum

„Mér datt ekki í hug að fólk gæti verið svona ógeðslegt,“ segir Ástrós Lilja Einarsdóttir en henni blöskrar mjög framkoma hóps hestamanna sem hún segir hafa misþyrmt hundinum hennar Snotru síðastliðinn sunnudag. Segir hún ómögulegt að ímynda sér hvað gæti réttlæt slíkan verknað en meðfylgjandi mynd var tekin af Snotru eftir atvikið.

15.apr. 2015 - 13:25

Bíll ársins í Evrópu frumsýndur um helgina

Volkswagen Passat var valinn Bíll ársins í Evrópu árið 2015. Laugardaginn 18. apríl verður Bíll ársins í Evrópu 2015, Volkswagen Passat, frumsýndur í húsnæði Heklu. Mikil eftirvænting hefur verið á Íslandi síðustu mánuði fyrir bílnum en þetta er áttunda kynslóð Volkswagen Passat, sem hefur verið framleiddur óslitið síðan 1973 í alls um 22 milljónum eintaka.
15.apr. 2015 - 12:30

Skilvís fangi fann veski eiginkonu Ólafs Ólafssonar á Kvíabryggju: „Ótrúlega flott hjá drengnum“

Fyrir skömmu týndi Ingibjörg Kristjánsdóttir veski sínu á Kvíabryggju er hún var að heimsæka þar eiginmann sinn, viðskiptamanninn Ólaf Ólafsson.
15.apr. 2015 - 11:35

Hjálpaði til við björgun drengjanna í gær

Ásgeir Þorgeirsson býr rétt hjá Læknum í Hafnarfirði þar sem tveir drengir á tólfta ári lentu í miklum hrakningum í gær með þeim afleiðingum að öðrum þeirra er haldið sofandi í öndunarvél. Drengirnir festust í fossi sem fellur fram af Reykdalsstíflu. Ásgeir tók þátt í björgunaraðgerðum í gær og gagnrýnir þær breytingar sem gerðar voru á læknum. Segir hann stórhættulega hringiðu myndast þegar mikið er í fossinum og til marks um styrkinn lenti lögreglumaður í miklum vandræðum með að komast upp úr læknum. Ásgeir lýsir aðkomunni svo í samtali við Pressuna:
15.apr. 2015 - 09:40

Kominn „aldursstimpill“ á Guðjón: Fólk virðist ekki einu sinni að þora að tala við mann

„Það sem maður virðist sjá núna er það er að það er kominn ákveðinn aldursstimpill á mann,“ segir Guðjón Þórðarson, einn sigursælasti knattspyrnuþjálfari Íslandssögunnar sem segir erfiðara að vera á vinnumarkaði eftir því sem árunum fjölgar.
15.apr. 2015 - 08:18

Drengurinn sem festist í Læknum enn í öndunarvél: Svæðið ógirt

Annar drengjanna sem festust í fossi í Læknum í Hafnarfirði í gærkvöld er enn í öndunarvél og óvíst með afdrif hans. Hinn drengurinn er kominn til meðvitundar. Ungur maður sem kom drengjunu til hjálpar þurfti einnig að leggjast inn á slysadeild í gær en er kominn til  heilsu.
15.apr. 2015 - 08:02

Vildi ekki láta vekja sig í strætó: Réðst á lögreglumenn

Laust fyrir miðnætti í gærkvöld var eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem svaf í strætisvagni. Þegar lögreglumenn vöktu manninn brást hann hinn versti við og réðst á lögreglumennina. Þurfti að yfirbuga hann með varnarúða.
15.apr. 2015 - 00:02

Guðmundur Ágúst á sigurbraut í bandaríska háskólagolfinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson fagnaði sínum öðrum sigri í röð á háskólamóti í Bandaríkjunum á móti sem lauk í gær í Bandaríkjunum.
14.apr. 2015 - 21:05

Kristrún er með ólæknandi og óútreiknanlegan sjúkdóm: Líður eins og persónu í House-þáttunum

Kristrún Inga Hannesdóttir hefur glímt við erfiðan og ólæknandi sjúkdóm frá unga aldri. Gott lundarfar og óbilandi stuðningur eigimanns hennar gerir henni kleift að eiga góðar stundir þrá fyrir afar erfiða glímu við sjúkdóm sem er óútreiknanlegur og getur lagst á flest öll líffæri.
14.apr. 2015 - 20:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Jón Atli: „Þegar þú sviptir einhvern frelsinu þá berðu ábyrgð á lífi hans“

Jón Atli Jónasson er staddur á Íslandi þessa dagana vegna frumsýningar bíómyndarinnar Austur, en það fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir. Jón Atli býr í Berlín ásamt sambýliskonu sinni og vinnur aðallega við handritaskrif.
14.apr. 2015 - 18:57 Bleikt

Sveina Hjördís fékk öðruvísi skilaboð á Tinder: „Ég hringdi strax í vinkonu mína“

„Þrátt fyrir heiðarlega tilraun þá virkaði þetta ekki,“ segir Sveina Hjördís Helgudóttir en líkt og fjölmargir Íslendingar er hún skráð á stefnumóta-appið Tinder.
14.apr. 2015 - 17:00

Lögreglan: „Aðstæður á slysstað voru mjög erfiðar og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig“

Um klukkan hálfþrjú í dag barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um tvo drengi sem sagðir voru hætt komnir við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði. Þegar að var komið reyndust drengirnir vera fastir í fossi, sem kemur af stíflunni, en á vettvangi var enn fremur karl á þrítugsaldri, sem reyndi að koma þeim til aðstoðar.
14.apr. 2015 - 15:26

Alvarlegt ástand tveggja drengja sem lentu í læknum í Hafnarfirði: Ungmenni reyndi að koma þeim til bjargar

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari Tveir drengir á grunnskólaaldri voru fluttir á slysadeild eftir að hafa verið bjargað úr læknum í Hafnarfirði í dag. Ástand þeirra er talið alvarlegt. Þriðji aðilinn, ungmenni sem reyndi að hjálpa þeim, var einnig flutt á slysadeild og ástand þess aðila er talið mun betra.
14.apr. 2015 - 15:10

Alvarlegt slys í Hafnarfirði: Þrjú börn á sjúkrahús

Slökkvi- og sjúkralið var kallað út vegna alvarlegs slys fyrir ofan Lækjaskóla í Hafnarfirði. Verið er að flytja þrjú börn á sjúkrahús.
14.apr. 2015 - 14:00

Núna er tími prófkvíðans: Hæfileg spenna eðlileg en prófkvíði getur spillt árangri - Hvað er til ráða?

Núna eru vorpróf framundan í fjölmörgum skólum. Þetta er annasamur og stressandi tími fyrir marga. Hæfileg spenna er holl í próflestri en prófkvíði er ástand sem vinnur gegn námsfólki og getur komið í veg fyrir að það sýni sitt besta á prófum.
14.apr. 2015 - 12:45

Inga Auðbjörg bað Helga Hrafns á óhefðbundinn máta: Stórkostlegt myndband

„Þarna hafði ég staðsetninguna og rétta fólkið til hjálpa mér.“ Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir fór heldur óhefðbundna en virkilega rómantíska leið til að biðja kærasta síns, þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar, þann 4. apríl síðastliðinn.
14.apr. 2015 - 12:10

Nýr vefur fyrir bílaviðskipti: Hægt að skoða myndband af bílnum

Á Sjálfsalinn.is gefst seljendum farartækja kostur á að auglýsa gegn föstu mánaðargjaldi.

Með tilkomu nýrrar vefsíðu, Sjálfsalinn.is, hefur seljendum og kaupendum bíla og annarra farartækja verið gert kleift að stunda milliliðalaus bílaviðskipti. Vefurinn byggir á öflugri leitarvél þar sem kaupendur geta leitað að bílum og haft samband við seljanda þeirra í gegnum tölvupóst eða síma. Þá geta kaupendur og seljendur gengið frá eigendaskiptum með rafrænum hætti í gegnum vefinn.

14.apr. 2015 - 11:03

Guðmundur leitar að týndu börnunum: „Ég hef fengið kvartanir frá krökkum sem bíða eftir auglýsingunni“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari Lögreglumaðurinn Guðmundur vinnur mikið einn þegar hann er að reyna finna börn sem hafa týnst en fær aðstoð allra lögreglumanna á vakt ef þarf. Þrjú ungmenni létust í fyrra og til að reyna koma í veg fyrir að slíkir harmleikir endurtækju sig skipaði Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu Guðmund í það starf að finna hin týndu börn sem oft týnast í undirheimunum. Guðmundur er í ítarlegu viðtali í DV í dag.
14.apr. 2015 - 08:55

„Dapurlegar afleiðingar þess að forsætisráðherra hefur áhuga á byggingum“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er allt annað en hrifinn af hugmyndum forsætisráðherra um að reisa hús í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands. Þær séu dæmi um „dapurlegar afleiðingar þess að forsætisráðherra hefur áhuga á byggingum og skipulagsmálum“.
14.apr. 2015 - 08:03

Unglingar teknir við rúðubrot í nótt

Laust eftir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um að unglingar væru að brjóta rúður í Austurborginni. Lögreglan kom á vettvang og handtók tvo unglinga vegna málsins. Þeir voru síðan látnir lausir eftir upplýsingaöflun en málið er rannsakað áfram.
13.apr. 2015 - 22:55

Glæsileg tilþrif og fjölmenni á „Kempumótinu” í Hlíðarfjalli

Þaulreyndar skíðakempur sýndu allar sínar bestu hliðar á „Kempumótinu” sem fram fór í Hlíðarfjalli á Akureyri um s.l. helgi. Mótið heppnaðist gríðarlega vel þar sem að 50 keppendur tóku þátt en keppt var í þremur aldursflokkum,25-29 ára, 30-44 ára og 45 ára og eldri.
13.apr. 2015 - 17:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Hellisbúinn: Framúrskarandi spennusaga

Af og til lesum við fréttir af andláti fólks sem hefur verið látið í langan tíma á heimilum sínum án þess að nokkur hafi vitjað um það. Slík atvik vekja oft umræðu um einmanaleika í nútímasamfélagi og skort á umhyggju fyrir náunganum
13.apr. 2015 - 10:40

Kona sparkaði í andlit lögreglumanns og braut í honum tönn

Lögreglumenn á Suðulandi voru kallaðir í heimahús síðastliðið föstudagskvöld vegna konu sem þar gekk berserksgang. Olli hún ugg meðal annarra heimilismeðlima.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sena: sambíó ný sæti (út 6 maí)