12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
19.júl. 2014 - 14:30

Svarti vængmaðurinn: Kynin,ofbeldi og skemmtanahald í Reykjavík

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, leikkona og leikskáld hefur lengi látið að sér kveða í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Hún skrifaði nýlega pistil sem birtist í tímaritinu Reykjavík Grapevine en þar veltir hún fyrir sér tengingunni á milli skemmtanahalds Íslendinga og ofbeldisglæpa og segir frá áhugaverðum fyrirlestri Jackon Katz á ráðstefnunni Nordiskt forum sem fjallaði um málefnið. Pistill Þórdísar ber heitið The Dark Wingman: Gender Violence and Partying.

19.júl. 2014 - 09:30

Íslendingar eru „líflegasta og mest skapandi fólk sem ég hef kynnst“

Arielle Demchuck er kandadískur rithöfundur sem birti nýlega pistil inn á heimasíðunni Stuckiniceland.com en á þeirri síðu gefst erlendum ferðamönnum sem heimsækja Ísland kostur á að skrifa um upplifun sína af landi og þjóð. Í pistlinum lýsir hún sterkri upplifun sinni af Íslandi og þeim Íslendingum sem urðu á vegi hennar en pistilinn ber heitið Drink, Write, Love: Discovering Iceland´s creative culture.

19.júl. 2014 - 08:00

Erilsöm nótt hjá lögreglunni: Líkamsárás,þjófnaður og deilur um sokka

Í nógu var að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Nokkur erill var á miðborginni og þá aðallega tilkynningar um minniháttar mál sem lögreglan þurfti að sinna. Þá voru tveir teknir um umferð vegna aksturs undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
18.júl. 2014 - 15:21 Bleikt

Geggjað góði dagurinn: „Við viljum auka fræðslu um þunglyndi”

„Áætla má að um 12-15 þúsund Íslendingar þjáist af þunglyndi á hverjum tíma. Sem þýðir það að mjög líklega er einhver í þínum nánasta hring sem þjáist af þunglyndi. Þunglyndi getur lagst á hvern sem er og spyr ekki um aldur, kyn né kynþátt.”
18.júl. 2014 - 15:00

Margir sátu á þökum húsa sinna, án vatns og matar, allt að þrjá daga

Sigríður Þormar sálfræðingur var að koma frá Bosníu og Herzegóvínu þar sem hún starfaði með Rauða krossinum þar í kjölfar flóðanna í maí síðastliðnum. Sigríður gerði úttekt á þörf fyrir sálrænan stuðning, skipulagði aðgerðir og sá um þjálfun starfsmanna og sjálfboðaliða til að hjálpa fórnarlömbum flóðanna.
18.júl. 2014 - 14:30

Saga og Ugla fóru naktar saman í bað

 Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir fóru á dögunum saman naktar í bað. Þær stöllur vita greinilega hvernig best er að koma sér á framfæri en í baðinu ræða þær um listina og hafa gaman af.


 

18.júl. 2014 - 13:49

Líkið sem fannst í Bleiksárgljúfri er af Ástu Stefánsdóttur

Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur staðfest að lík konu sem fannst síðastliðinn þriðjudag í Bleiksárgljúri hafi verið af Ástu Stefánsdóttur sem leitað hafði verið frá 10. júní. Réttarkrufning hefur farið fram og er beðið niðurstöðu hennar, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi.

 

18.júl. 2014 - 11:55

Lík fannst við Landmannalaugar í gær

Lík fannst í gær við Háöldu við Landmannalaugar. Líkið er talið vera af Bandaríkjamanninum Nathan Foley Mendelssohn sem hvarf í september í fyrra.


18.júl. 2014 - 11:00

Myndir dagsins: Viltu búa í bílskúr fyrir 95 þúsund krónur á mánuði?

Myndir dagsins sýna okkur hvernig staðan er á leigumarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu. Hér er til leigu bílskúr í Kópavogi og er grunnflöturinn 33 fermetrar en svefnloftið tíu fermetrar. Í auglýsingu sem birt er á Bland.is segir að eignin skiptist í forstofu, baðherbergi og íbúð. Loftið er blátt enda ekki búið að klæða það en stefnt er að því að það verði hvítt. Verðið fyrir þennan bílskúr er 95 þúsund á mánuði og tryggingafé 150 þúsund. Ekki fást húsaleigubætur fyrir eignina.
18.júl. 2014 - 10:00

Bubbi áhyggjufullur: Biður til æðri máttarvalda að sumarið 2015 verði betra

„Gríðarlegt áhyggjuefni”, segir Bubbi Morthens tónlistar- og laxveiðimaður. Bubbi hefur þungar áhyggjur af því hversu dræm laxveiðin hefur verið í sumar. Hann segir að svo virðist sem algjört hrun hafi orðið á stofni smálax en lítið sem ekkert hefur sést til hans í sumar.

18.júl. 2014 - 09:15

Vilhjálmur um frjókornaofnæmi: Getur minnkað lífsgæði fólks töluvert

Margir Íslendingar kannast við frjókornaofnæmi. Margir þjást ítrekað af kvefi á sumrin áður en þeir átta sig á að um ofnæmi er að ræða. Frjókornaofnæmi hefur aukist gríðarlega hjá ungu fólki undanfarin ár.

18.júl. 2014 - 07:00

Líkamsárásin í Grundarfirði: Tveir menn í gæsluvarðhaldi

Tveir menn voru í gærkvöldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna fólskulegrar líkamsárásar sem átti sér stað í Grundarfirði aðfaranótt fimmtudags. Sá sem fyrir árásinni varð liggur á gjörgæsludeild Landspítalans með alvarlega höfuðáverka.  


 17.júl. 2014 - 21:00

Ísskápurinn þinn kemur upp um þig: Skrifaði lokaritgerð um ísskápshurðir Íslendinga

Jóhanna S. Hannesdóttir útskrifaðist með B.A gráðu í þjóðfræði frá Háskóla Íslands í vor. Óhætt er að segja að viðfangsefni lokaritgerðar hennar sé af nokkuð óvenjulegum toga en þar rannsakar Jóhanna ísskápshurðir Íslendinga, innihald þeirra og fólkið á bak við þær.

17.júl. 2014 - 14:30

Er þetta sanngjarnt? Hitabylgja víða í Evrópu

Meðan flestir landsmenn verða að búa við rigningu og meiri rigningu er einmuna veðurblíða víða í Evrópu og miklir hitar. Á Bretlandseyjum er búist við að hitinn komist víða í 32 gráður næstu daga og í Þýskalandi má búast við allt að 36 stiga hita. Einnig er vel hlýtt víða á Norðurlöndunum og fer hlýnandi.
17.júl. 2014 - 12:20

„Mikil sorg þegar dóttir mín fann kanínuna dauða“: Vill banna lausagöngu katta

Kanínan var af „Það var mikil sorg og dóttir mín var niðurbrotin þegar hún fann kanínuna sína dauða. Þrátt fyrir háa og öfluga girðingu komst kötturinn inn og drap kanínuna. Ég vil banna lausagöngu katta“, segir Birnir Vignisson í samtali við Pressuna.
17.júl. 2014 - 11:00

Segir yfirlýsingu Junckers smellpassa við þarfir Íslands: Næsta stjórn klárar málið

„Ég er ánægður með yfirlýsingu Junckers. Hann segir skýrt að þó hann stefni að því ESB stækki ekki formlega næstu fimm árin, þá verði viðræðum sem eru í gangi haldið áfram. Það er lykilatriði fyrir okkur, og smellpassar við þarfir Íslands miðað við ríkisstjórn Íslands hafi málið í  núverandi biðstöðu þangað til ný ríkisstjórn tekur við árið 2017 og heldur viðræðum áfram.“
17.júl. 2014 - 08:21

Erlisöm nótt að baki: Líkamsárás á Laugavegi

Nóttin hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var mun annasamari heldur en hefur verið síðustu nætur.


17.júl. 2014 - 07:59

Karlmaður þungt haldinn eftir líkamsárás

Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir líkamsárás á Grundarfirði í nótt. Þyrla flutti manninn til Reykjavíkur rétt fyrir klukkan 05:00 í morgun.
16.júl. 2014 - 21:00

Ragnheiður um swing: Fantasía og raunveruleikinn eiga ekki alltaf saman

Swing eða makaskipti er hugtak sem er notað yfir það þegar pör hittast og stunda kynlíf saman. Til eru ótal útgáfur af swingi. Stundum skiptast pör á sléttu og hafa samfarir í kross og stundum stunda pörin kynlíf eða kela hlið við hlið. Allt eftir því hvernig reglurnar eru hverju sinni.
16.júl. 2014 - 20:00

Sjö eigulegustu eignirnar á Íslandi: Áttu 100 til 200 milljónir? MYNDIR

Sala á dýrari eignum hefur aðeins dregist saman á síðustu mánuðum eftir góðan kipp á síðasta ári og þá var fyrri hluti ársins einnig prýðilegur fyrir fasteignasala. Á þeim tíma nýttu margir Íslendingar erlendis sér útboð Seðlabanka Íslands þar sem gefin var dágóður afsláttur á krónunni. Haft er eftir Stefáni Jóhanni Stefánssyni, á skrifstofu bankastjóra í Seðlabankanum, á Spyr.is að 11,9 prósent af fjármagnsstreyminu í gegnum útboðin hafi verið nýtt til fasteignakaupa. Þá eru 37 prósent þeirra sem nýta sér þessi útboð Íslendingar.
16.júl. 2014 - 18:15

Hefur þú séð þessa menn? Lögregla óskar eftir að ná tali af þeim

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af mönnunum á meðfylgjandi myndbandi vegna máls sem hún hefur til rannsóknar.
16.júl. 2014 - 17:00

Gunnar Nelson breytti lífi mínu: „Hann hefði getað barið mig til óbóta en var í raun mjög blíður“

Gunnar Nelson og Sam / Mynd: mmafrettir.is Bardagakappinn Sam Elsdon sem barðist við Gunnar Nelson árið 2010 segir að bardaginn við íslenska víkinginn hafi breytt lífi hans til hins betra. Sam er fyrrum MMA bardagamaður en hann átti aðeins þrjá bardaga að baki þegar hann tókst á við Gunnar.
16.júl. 2014 - 10:53

Líkið talið vera af Ástu: Getur tekið á sál björgunarsveitarmanna

Lík af konu sem tal­in er vera Ásta Stef­áns­dótt­ir, 35 ára lög­fræðing­ur, fannst í Bleiks­ár­gljúfri í gær­kvöldi. Líkið fannst í fyrstu skipu­lögðu ferð björg­un­ar­sveit­anna á svæðinu, en áætlað var að fara á tveggja til þriggja vikna fresti og leita í gljúfr­inu.
16.júl. 2014 - 08:10

Líkfundur í Bleiksárgljúfri

Björg­un­ar­sveit­ar­menn Lands­bjarg­ar fundu lík konu í Bleiks­ár­gljúfri í Fljóts­hlíð í gær­kvöld. Talið er að líkið sé af Ástu Stef­áns­dótt­ur, sem leitað hef­ur verið að síðan 10. júní.


16.júl. 2014 - 07:50

Ölvuð kona átti ekki fyrir reikningi

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hand­tók konu á veit­ingastað í Reykja­vík um kl. 19.30 í gær­kvöld eft­ir að hún hafði pantað veit­ing­ar á staðnum en ekki átt fyr­ir reikn­ingi.


1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sena - Ebækur - hljóðbækur
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 30.7.2014
Vel tekist til með skipan sendiherra
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 30.7.2014
Einkenni hins litla samfélags
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.7.2014
Stund úlfsins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.7.2014
Fróðleg málstofa á mánudag
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.7.2014
Þegar ljósin slokknuðu
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 30.7.2014
Hjónaband og hamingjan
Fleiri pressupennar