12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
13.ágú. 2014 - 15:06

Hvað talar maður um á fyrsta stefnumóti? Svona myndar maður djúpstæð tengsl á klukkutíma

Arthur Aron, sálfræðingur við ríkisháskólann í New York, gaf á dögunum út áhugaverða bók þar sem hann lýsir aðferð sem ætlað er að hjálpa tilvonandi pörum sem hittast í fyrsta skipti að kynnast að því marki að þau upplifi nánd hvort við annað.

13.ágú. 2014 - 11:55

Lögreglan lýsir eftir Artur Wiktor Sowa: Nýkominn til landsins og ratar ekki um höfuðborgarsvæðið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 18 ára pilti, Artur Wiktor Sowa. Artur, sem er frá Póllandi, er með einhverfu og asperger heilkenni og þroska á við 12 ára einstakling. Artur er nýkominn til landsins og ratar hann því ekki um höfuðborgarsvæðið.
13.ágú. 2014 - 11:32 Sigurður Elvar

Besti árangur Anítu á árinu dugði til – keppir í undanúrslitum á EM í Sviss

Aníta Hinriksdóttir hleypur í undanúrslitum í 800 metra hlaupi á morgun á Evrópumeistaramótinu í Zürich í Sviss. Aníta endaði í fimmta sæti í sínum riðli í undanrásum í morgun en náði besta árangri sínum á þessum ári og dugði það til þess að komast áfram.
13.ágú. 2014 - 11:06

Þingmaður: „Ég skulda þunglyndislyfjum líf mitt"

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, birti í gær pistil á Facebook síðu sinni sem hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Helgi ákvað deila reynslu sinni og hugleiðingum um þunglyndi í kjölfar sálfsvígs Robin Williams. „Það er mikilvægt að fólk sé opið með þetta,” segir Helgi Hrafn sem sjálfur hefur vanið sig á að tala opinskátt um sitt þunglyndi.
13.ágú. 2014 - 07:57

Piltur sleginn í rot á bensínstöð í Breiðholti

Ungur piltur var sleginn í andlitið nærri bensínstöð í Breiðholti í Reykjavík í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var hann, ásamt hópi ungmenna, með læti á bensínstöðinni.


12.ágú. 2014 - 21:00

Bæjarfulltrúi biðst afsökunar „á hálfvitahætti“: Þakkar fyrir að athygli sé vakin á málinu - Myndband

Sigurður Guðmundsson kaupmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri birti í dag myndskeið á Fésbókarsíðu sinni þar sem sjá má Loga Má Einarsson bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar á Akureyri leggja ólöglega upp á gangstétt í miðbæ Akureyrar.  
12.ágú. 2014 - 20:00

Lærdómur að eignast barn með Downs: ,,Hún er algjör snillingur"

Birta er 4 ára gömul, lífsglöð og kát stelpa ,,Draumurinn er að útrýma fordómum og auka þekkingu fólks á Downs heilkenni" segir Jóna María Ásmundsdóttir, móðir hinnar fjögurra ára gömlu Birtu sem er með heilkennið. Jóna María er jafnframt formaður Downs félagsins. Segist hún skynja að að enn ríki miklir fordómar í samfélaginu gagnvart hverskyns fötlun og þar sé Downs heilkenni ekki undanskilið.

12.ágú. 2014 - 17:40

„Við vælverja segi ég: Farið til Þorlákshafnar ef þið viljið vera þar sem ekki sést sála á götunum“

„Margir væla nú undan túristaflóði. Hreinræktaðir Íslendingar þurfa jafnvel að standa í röðum á eftir skítugum túristum. Þetta vomir á öllum gatnamótum húkkandi far og eyðir ekki krónu í annað en fáránlega ferð í Bláa lónið“, skrifar tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus  Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, á Eyjuna. Hann hefur fengið sig fullsaddan af neikvæðni í garð ferðamanna en undanfarið hefur það verið átroðningur ferðamanna við náttúruperlur verið nokkuð til umræðu.
12.ágú. 2014 - 16:00

Íslenskir starfsbræður minnast Robin Williams

Fjölmargir hafa tjáð sig um fráfall Hollywood stjörnunnar Robin Williams á samfélagsmiðlum í dag og er ljóst að margir syrgja stórleikarann. Þeirra á meðal eru fjölmargir íslenskir leikarar og skemmtikraftar enda voru hæfileikar Williams óumdeilanlegir og má því gera ráð fyrir að margir listamenn hafi litið upp til hans í þeim efnum.
12.ágú. 2014 - 15:27

Mynd dagsins: „Allir geta verið sammála um að slíkt er óásættanlegt“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti umrædda mynd sem tekin var í gær. Þar má sjá barn í hjólastól sem ekki kemst ferða sinna sökum þess að bifreið hefur verið lagt upp á gangstétt.
12.ágú. 2014 - 09:00

Falleg saga úr Borgarnesi: Völundur og Signý björguðu fimm manna fjölskyldu

Hjónin Völundur og Signý Agnes Guðjónsdóttir og fjölskylda lentu í óvenjulegu atviki í sumar þegar þau voru á ferðalagi um landið með börnin sín þrjú. Bíllinn þeirra bilaði rétt fyrir utan Borgarnes og í framhaldinu gerðist nokkuð sem minnir okkur á hvað náungakærleikurinn er dýrmætur.
12.ágú. 2014 - 07:59

Sjófarendur í vanda í Kópavogshöfn: Reyndu að róa í land með fána

Laust eftir miðnætti barst Lögreglu tilkynning um fjóra sjófarendur sem væru í vanda út frá Kópavogshöfn.  Lögreglumaður ásamt tveimur mönnum frá slökkviliði fóru á bát og sóttu fólkið sem var statt um 200 metra frá landi.
11.ágú. 2014 - 22:05 Kristín Clausen

Hjartadrottningin Bryndís Hulda: Uppáhalds maturinn hennar var rjómaís með rjóma

„Tveimur dögum eftir að við komum heim frá Svíþjóð fór hún í hjartastopp. Þá var ekki hægt að gera meira” segir Sandra Valsdóttir móðir Hjartadrottningarinnar Bryndísar Huldu sem lést, 14 mánaða gömul,þann 22. janúar síðastliðinn. Sandra hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Neistann í minningu dóttur sinnar.
11.ágú. 2014 - 21:20

Kandadískt par vildi hvergi annars staðar gifta sig en á Íslandi: MYNDBAND

Kanadísku hjónin Buffy og Mike kolféllu fyrir landi og þjóð er þau heimsóttu Ísland seinasta sumar. Það var því ekki vafamál hvaða staður yrði fyrir valinu þegar kom að staðsetningu fyrir væntanlegt brúðkaup en parið hafði miklar mætur á náttúrufegurðinni í kringum Djúpavík á Ströndum.

11.ágú. 2014 - 19:45

Jóhannes fær enn martraðir: „Ég hélt að hann væri dáinn“

„Hann var að taka fram úr mér þegar þetta gerðist. Ég horfði á þetta frá a til ö. Ég hélt að hann væri dáinn og mér var boðin áfallahjálp. Ég hefði átt að þiggja hana. Ég fæ enn martraðir og stutt síðan ég hætti að vakna öskrandi“, segir Jóhannes Guðnason oft kenndur við fóðurbílinn.
11.ágú. 2014 - 18:20

Ása þyngdi sig um tíu kíló: „Ég trúði því aldrei að ég gæti þetta“ - Aldrei hamingjusamari

„Ég trúði því aldrei að ég gæti þetta. Ég var orðin eitthvað svo samdauna sjálfri mér. Svo ákvað ég bara að hella mér út í þetta af fullum krafti. Ég byrjaði samt rólega því ég vildi ekki ana að neinu, ég vildi líka að breytingin yrði til langframa“, segir Ása Lind Finnbogadóttir í pistli á Kvennablaðinu sem vakið hefur mikla athygli. Þar segir Ása að hún hafa borðað reglulega fjölbreytt fæði alla daga vikunnar. Þá hafi hún fengið sér smá sætindi þegar hana langaði í eitthvað á kvöldin og skyndibita endrum og eins.
11.ágú. 2014 - 17:00

Séra Sigurður kom fermingarbörnum á óvart: Söng klassíska ballöðu í athöfninni

Fermingarathafnir í kirkjum landsins byggjast á gamalli hefð og sjaldnast er brugðið út af laginu. Séra Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur í Úskálakirkju í Garði fór heldur betur ótroðnar slóðir í vor þegar hann söng lagið Hallelujah til fermingarbarna.
11.ágú. 2014 - 11:30

Sólríkasti dagur sumarsins verður í dag

Það stefnir í að dagurinn í dag verði sólríkasti dagur sumarsins víða um land samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þá er útlitið einnig bjart næstu daga fyrir íbúa á Suður og Suðvesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu.
11.ágú. 2014 - 08:34 Sigurður Elvar

Tvöfaldur sigur hjá Keili úr Hafnarfirði í Sveitakeppni Golfsambands Íslands – lokastaðan í öllum deildum

Kvennasveit Keilis sem sigraði í 1. deild kvenna. Leikið var í fimm deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki í Sveitakeppni Golfsambands Íslands um helgina. Golfklúbburinn Keilir fagnaði sigri í karla – og kvennaflokki í 1. deild en lokastaðan í öllum deildum er hér fyrir neðan:
10.ágú. 2014 - 22:11

„Maður á ekki að dvelja í eftirsjá heldur horfa með tilhlökkun fram á veginn!“

„Ég skil ekki af hverju ég gerði þetta ekki miklu fyrr, en maður á ekki að dvelja í eftirsjá heldur horfa með tilhlökkun fram á veginn!“, segir Sigurður Þorri Gunnarsson, útvarpsmaðurinn góðkunni á K100, sem í febrúar síðastliðnum kom loks út úr skápnum. Frásögn hans á Fésbók hefur vakið mikla eftirtekt.
10.ágú. 2014 - 15:25

Eldur í veitingastað við Lækjargötu

Eldur kviknaði í veitingastaðnum Kebab Grill á Lækjagötu fyrr í dag og var hluti Lækjargötu lokaður á meðan að slökkvilið sinnti störfum sínum. Mun eldurinn hafa kviknað út frá grilli staðarins.
10.ágú. 2014 - 08:00

Annasöm nótt hjá lögreglu: Sló og beit dyravörð

Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en talsvert um útköll vegna ölvunar og hávaða í heimahúsum. Þá voru tveir stöðvaðir vegna gruns um ölvunar og fíkniefnaaksturs en þeim var sleppt að lokinni blötöku.
09.ágú. 2014 - 20:55

Maður stunginn á Frakkastíg: Lögregla girðir svæðið af

Myndir af vettvangi / Pressphotos.biz Alvarleg líkamsárás varð á Frakkastíg fyrir neðan Laugarveg í dag. Hefur lögregla nú girt svæðið af og stendur yfir rannsókn á málinu. Þá hefur vegfarendum verið meinaður aðgangur að svæðinu.
09.ágú. 2014 - 19:10

Eldur í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði: Tilkynnt um sprengingu

Eldur kviknaði í smurstöðinni Smurning.is við Hjallahraun 4 í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Engin starfsemi var í húsinu þegar eldurinn hófst og er það því talið mannalaust. Allt tiltækt slökkvilið er nú á staðnum.

09.ágú. 2014 - 18:45

Hafþór Júlíus er sterkasti maður Evrópu

Hafþór Júlíusi var vel fagnað í lok keppninnar Hafþór Júlíus Björnsson sigraði í dag keppnina Sterkasti maður Evrópu en hún fór fram í Leeds á Englandi. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út á meðal áhorfenda á Headingley Carnegie leikvellinum í lok keppninnar.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sena - Háskólabíó - Íslenskar myndir
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson - 15.8.2014
Slæm Lýsing
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 06.8.2014
Stund hefndarinnar
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 07.8.2014
Upphlaup vegna skipunar seðlabankastjóra
Aðsend grein
Aðsend grein - 15.8.2014
Virðing og samfélagsleg auðgun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.8.2014
Rökföst grein Eiríks lögfræðings
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.8.2014
Örlagasögur af Íslandi sagðar erlendis
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.8.2014
Þöggun leiðir til fordóma
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.8.2014
Athugasemdir við fyrirlestra mína
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.8.2014
Fyrirlestrar í Gautaborg
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 11.8.2014
Kristin talnaspeki: Talan einn
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 07.8.2014
„Kristin talnaspeki: Inngangur, talan núll“
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 14.8.2014
Kristin talnaspeki: Talan tveir
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.8.2014
Þessu óréttlæti verður að linna
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 20.8.2014
Kristin talnaspeki: Talan þrír
Fleiri pressupennar