12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
(21-25) Rými: Fataslár og herðatré - júlí
12.júl. 2016 - 18:45 Suðri

Uppsagnir og hallarekstur HSu

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSu, glimir við mikla rekstrarerfiðleika. Fjölda starfsfólks, eða 18 manns, var sagt upp störfum nú í sumar og uppsafnaður rekstarhalli er mikill. Furðuleg og röng forgangsröðun stjórnvalda, segir Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og Ásta S. Stefánsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, segir að bæjaryfirvöld hafi miklar áhyggjur af stöðu stofnunarinnar, ekki síst vegna aukins álags ferðafólks.

12.júl. 2016 - 17:00 Suðri

Segja innblásturinn koma úr íslenskri náttúru

Vilborg María Ástráðsdóttir, silkiprents listamaður
Vilborg María Ástráðsdóttir, Skarði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, er silkiprents listamaður sem framleiðir og hannar fatnað undir merkjum Híalín. Hún teiknar allar myndirnar sjálf og vinnur að öllu leyti allt í kringum silkiprentið svo og saumaskapinn á fötunum. 

12.júl. 2016 - 15:00 Eyjan

Gunnari Hrafni hótað lífláti af íslamista – „Það er eins gott að ég flytji ekki til Oslóar“

Gunnari Hrafni Jónssyni, fyrrverandi fréttamanni Ríkisútvarpsins og Pírata, var í gær hótað lífláti af íslamista. Gunnar Hrafn greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Ástæðuna segir Gunnar Hrafn vera þá að hann sé sérfróður um Íslamska ríkið (Daesh) og gefi viðtöl við fjölmiðla um allan heim um það efni. Hótanir sem þessar séu ekki nýjar af nálinni en hafi þó ágerst upp á síðkastið, eftir að hann tilkynnti að hann hyggðist gefa kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir komandi alþingiskosningar.

12.júl. 2016 - 14:00 Vesturland

Gro Jorunn Hansen unir sér hvergi betur en í Bæjarsveitinni

Gro Jorunn Hansen úti í haga með hrossunum.
Sumarið 1988 kom ung sveitastúlka frá Noregi til Íslands. „Ég man alltaf að einn vinur minn sagði við mig þegar ég var að fara fyrst til Íslands að ég ætti eftir að búa þar til framtíðar. Ég væri svo lík Íslendingum í hugsunarhætti. Svona mátulega kærulaus,“ hlær Gro Jorunn Hansen þar sem við sitjum í eldhúsinu yfir kaffi og norskum snúðum heima hjá henni í Bæ í Bæjarsveit í Borgarfirði. 

12.júl. 2016 - 12:00 Eyjan

Kristilega hægrið titrar: Agnes biskup ætti að biðja Guð að hjálpa sér

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður, er fjúkandi reiður út í Séra Agnesi Sigurðardóttur, biskup Íslands, vegna afstöðu hennar og þjóðkirkjunnar í Laugarneskirkjumálinu svokallaða. Ákvörðun hennar hafi verið geðþóttaákvörðun sem hafi farið gegn lögum í landinu.

12.júl. 2016 - 11:00 Arnar Örn Ingólfsson

Dega-fjölskyldan komin aftur til Íslands

Dega-fjölskyldan.
Dega-fjölskyldan frá Albaníu sem kom til landsins í júlí í fyrra hefur sótt um dvalarleyfi og stefna að því að halda áfram lífi sínu hér á landi. Fjölskyldan flúði frá Albaníu í fyrra vegna ofsókna sem þau urðu fyrir vegna stjórnmálaskoðana. DV greindi frá málinu í morgun.

12.júl. 2016 - 10:00 Eyjan

Bændur sætta sig ekki við breytingar á búvörusamningum

Bændur munu ekki sætta sig við að Alþingi geri meirháttar breytingar á búvörusamningum, þar á með talið að hróflað verði við samningstímanum. Ef af slíku verður í meðförum þingsins munu bændur fara fram á að koma aftur að samningaborðinu.

12.júl. 2016 - 09:00 Akureyri vikublað

Laufey: „Afslappandi að reyta arfa“

„Mér finnst þetta allt ægilega skemmtilegt, hvort sem það er að reyta arfa, hreinsa beð eða klippa runna. Ég bara elska að vera úti við,“ segir Laufey Margrét Pálsdóttir myndlistarkona.
11.júl. 2016 - 22:00 Bleikt

Fyrri störf stjarnanna

Fjöldi frægra leikara og tónlistarmanna þurfti að hafa fyrir því að komast alla leið á toppinn og sinntu hefðbundnum störfum áður en ferill þeirra fór á flug. Hér eru nokkur dæmi um frægt fólk sem starfaði við eitthvað afskaplega venjulegt áður fyrr.
11.júl. 2016 - 20:00 Akureyri vikublað

Halla vill opna umræðuna um sjálfsvíg

Halla Valey Valmundardóttir.
Halla Valey Valmundardóttir segir alla geta glímt við þunglyndi og önnur andleg veikindi og neitar að fela eða fegra hlutina. Bróðir Höllu, Viktor Geir, svipti sig lífi í vor eftir langa baráttu við þunglyndi og eiturlyfjafíkn. Halla Valey vill segja sögu bróður síns í von um að opna umræðuna en hún segir geðræn vandamál og sjálfsvíg ekki mega vera tabú. Fólk verði að geta stigið fram og leitað eftir hjálp áður en það verður of seint.

11.júl. 2016 - 19:00 Út fyrir kassann

Í viðtal fyrir augum margra milljóna í Kína

Hin tólf ára gamla María Perla Breiðfjörð datt heldur betur í lukkupottinn þegar pabbi hennar bauð henni óvænt á EM í Frakklandi. Maríu fannst ferðin stórkostleg og það skemmtilegasta sem hún hefur upplifað til þessa.
11.júl. 2016 - 14:01 Arnar Örn Ingólfsson

Þessvegna áttu ekki að nota álpappír við matargerðina

Vinsælt er að nota góðviðrisdaga á sumrin til að grilla.
Ný rannsókn sýnir að þegar álpappír er notaður við eldamennskuna, geti málmur endað í matnum þínum. Fréttirnar eru ekki góðar fyrir líkamann, vegna þess að mikið magn af þeim efnum sem endað geta í matnum þínum má tengja við beinþynningu og elliglöp, eða Alzheimer. Þá sýna rannsóknir einnig tengingu á milli beinverkja og nýrnabilana.

11.júl. 2016 - 13:51 Ari Brynjólfsson

EM ævintýrinu alls ekki lokið – Vilja vera með EM torgið aftur á næsta ári

Mikill fjöldi Íslendinga fagnaði árangri strákanna okkar, vonandi fáum við að fagna stelpunum okkar á sama hátt á næsta ári.

Nú er unnið því hörðum höndum að pakka saman EM Torginu á Ingólfstorgi sigur Portúgals í gærkvöldi. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að vinsældirnar hafi verið miklar og þegar Ísland keppti við England og Frakkland þurfti að flytja torgið að Arnarhóli til að koma öllum fyrir.

11.júl. 2016 - 12:53

Kærir Björn Steinbekk til lögreglu: Engin svör að fá frá lögmannsstofunni

Björn Steinbekk, athafnamaður.
Björn Steinbekk, athafnamaður hefur verið kærður til lögreglu. RÚV greinir frá málinu, en Bryndís Björk Guðjónsdóttir kærði hann síðastliðinn fimmtudag. Hún er í hópi þeirra sem sitja eftir með sárt ennið eftir að hafa keypt miða af Birni.

11.júl. 2016 - 12:00 Arnar Örn Ingólfsson

Færri hælisleitendur sækjast eftir fjárstyrk til að koma undir sig fótunum heima fyrir

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Fjöldi flóttamanna í Danmörku sem sóst hefur eftir fjárstyrk frá danska ríkinu til að koma undir sig fótunum heima fyrir hefur hríðfallið.

11.júl. 2016 - 10:00 Arnar Örn Ingólfsson

Opna miðstöð fyrir þolendur ofbeldis í Reykjavík

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis verður opnuð síðar á árinu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, en þjónustumiðstöðin er sameiginlegt verkefni ríkis, Reykjavíkurborgar og grasrótarsamtaka. Markmið miðstöðvarinnar verður að auka þjónustu við breiðan hóp þolenda ofbeldis.

11.júl. 2016 - 09:20 Eyjan

Fjárdráttur í Landssambandi æskulýðsfélaga: Formaður segir af sér

Formaður Landssambands æskulýðsfélaga hefur sagt af sér og ætlar stjórn félagsins að leggja fram kæru á hendur honum á næstu dögum. Ástæðan er meintur fjárdráttur sem felst í óútskýrðum millifærslum upp á 400 þúsund krónur.

09.júl. 2016 - 12:00 Ari Brynjólfsson

Biskup: „Aðgerðunum í Laugarneskirkju var eingöngu ætlað að vekja athygli á stöðu hælisleitenda í anda kærleika og mannúðar“

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands játar að þjóðkirkjan sé klofin vegna atburðanna í Lauganeskirkju og segir hún að lögreglan hafi verið sett í erfiða stöðu. Í pistli í Morgunblaðinu í dag segir biskup að aðgerðirnar hafi eingöngu verið ætlað að vekja athygli á stöðu hælisleitenda í anda kærleika og mannúðar:

09.júl. 2016 - 09:00 Vesturland

Vegakaflar málaðir í tilraunaskyni til bjargar kríuungum

Hanna Kristín Jónsdóttir líffræðinemi málar einn vegakaflann milli Rifs og Hellissands. Ljósm. Vegagerðin.
Á dögunum voru þrír kaflar á Útnesvegi rétt utan Rifs á Snæfellsnesi málaðir í þremur mismunandi litum. Þetta er gert í von um að kríuungar setjist síður á veginn. Það hefur lengi verið mikið og dapurlegt vandamál hve margir kríuungar drepast á sumrin við það að verða fyrir bílum. 

08.júl. 2016 - 20:00 Vesturland

Hermann og Aðalheiður á Hjalla í Kjós: Frumkvöðlar í ferðaþjónustu og enn að eftir rúma þrjá áratugi

Hermann í gömlu hlöðunni sem gerð hefur verið upp og það greinilega bæði af smekkvísi og miklum dugnaði.
Varla er ofmælt þó hjónin Hermann Ingi Ingólfsson og Aðalheiður Birna Einarsdóttir, á bænum Hjalla sem stendur undir hlíðum Meðalfells í Kjósinni, séu flokkuð í hóp frumkvöðla í ferðaþjónustu í sveitum landsins. 

08.júl. 2016 - 18:00 Ari Brynjólfsson

Vigdís Hauksdóttir gagnrýnir prestana í Lauganeskirkju

Vigdís Hauksdóttir fráfarandi þingmaður Framsóknarflokksins gagnrýnir aðgerðir prestanna í Lauganeskirkju. Vigdís, sem flestir geta verið sammála um að sé mjög umdeild kona í samfélaginu, er í viðtali við DV í dag:

08.júl. 2016 - 15:53 Smári Pálmarsson

Auður berst við krabbamein af æðruleysi

Auður Ósk Aradóttir hefur verið fjarri heimabæ sínum Ísafirði vegna krabbameinsmeðferða undanfarið. Vinir hennar hafa því ákveðið að leggja henni lið og halda kökuhlaðborð til styrktar hennar. Auður rekur kaffihúsið Kaffi Ísól við Hafnarstræti á Ísafirði þar sem kökuboðið verður haldið.

08.júl. 2016 - 13:27 Ari Brynjólfsson

Knattspyrnumaðurinn Eyþór Helgi dæmdur í 18 mánaða fangelsi

Héraðsdóm­ur Suður­lands hef­ur dæmt Eyþór Helga Birg­is­son knattspyrnumann í eins og hálfs árs fang­elsi fyr­ir nauðgun sem átti sér stað í apríl árið 2014. Meðal þess sem var til grundvallar niðurstöðu héraðsdóms voru Fésbókarsamskipti Eyþórs og konunnar.

08.júl. 2016 - 11:04 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Ferðamenn böðuðu sig kviknaktir á Söluskálaplaninu

Maður á leið til vinnu í miðbæ Egilsstaða varð nokkuð undrandi þegar hann mætti til vinnu í morgun er hann sá tvo ferðamenn baða sig allsnakta á bílaþvottaplani Söluskálans. Austurfrétt greindi fyrst frá þessu undarlega atviki í morgun.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Makaleit.is
Einar Kárason
Einar Kárason - 11.7.2016
Búið að eyðileggja Bæjarins beztu
Aðsend grein
Aðsend grein - 10.7.2016
Rétturinn til að vera ég
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.7.2016
Stjórnmálafræði og stjórnmálaspilling
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.7.2016
Unnið er að myrkraverkum, verum vakandi!
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 21.7.2016
Björt brást
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.7.2016
Hvort er meira dómgreindarleysi?
Oddný Guðbjörg Harðardóttir
Oddný Guðbjörg Harðardóttir - 11.7.2016
Svelt heilbrigðiskerfi
Smári Pálmarsson
Smári Pálmarsson - 19.7.2016
Draugabanar, kvenfyrirlitning og kynþáttahatur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.7.2016
Rousseau um Íslendinga
Fleiri pressupennar