12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
16.nóv. 2014 - 07:57

Solla Stirða neitaði að borga fyrir leigubíl

Um eittleytið í nótt var eldri kona handekin í Hafnarfirði er hún neitaði að borga fyrir leigubíl. Konan var mjög drukkin og reyndi að sparka í lögreglumenn sem komu á vettvang. Þá vildi konan ekki gefa upp nafn og kennitölu, sagðist heita Solla Stirða. Konan var látin renna af sér í fangageymslu.
15.nóv. 2014 - 20:00

Hanna Júlía missti 36 kíló í meðferð við matarfíkn - hefur mætt fordómum eftir að hún grenntist

Hanna Júlía Hafsteinsdóttir missti 36 kíló í meðferð hjá Matarfíknarmiðstöðinni fyrir fjórum árum og hefur viðhaldið þyngdartapinu, meðal annars með því að fylgja agaðri mataráætlun og stunda 12 spora fundi. Hún hefur mætt skilningsleysi og fordómum eftir að hún grenntist, nokkuð sem henti ekki þegar hún var feit.

15.nóv. 2014 - 18:00

Spáir því að ekki gjósi í Bárðarbungu: Það hefur dregið úr siginu frá upphafi

Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir þá niðurstöðu vera orðna líklega að ekki muni gjósa í Bárðarbungu og eldvirknin muni halda sig við Holuhraun. Þetta ræður hann af þróun sigs í Bárðarbungu sem er beint tengt gosinu í Holuhrauni.
15.nóv. 2014 - 14:00

Segir gagnrýni Hönnu Birnu hafa minnt á málsvörn sakbornings í efnahagsbrotamálum

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari í lekamálinu, segist ekki muna eftir annari eins gagnrýni á störf ákæruvaldsins frá jafn valdamiklum aðila og ráðherra líkt og í leikamálinu. Gagnrýnin hafi um margt minnt á varnartaktík frá sakborningum og verjendum í efnahagsbrotamálum.
15.nóv. 2014 - 13:00

Þetta eru fimm dýrustu einbýlishúsin á Austurlandi

Pressan hefur áður fjallað um dýrustu einbýlishús landsins en í þetta sinn verður fjallað um dýrustu eignirnar á Austurlandi.
15.nóv. 2014 - 12:03

Reykjavíkurbréf: Hækkun á matarskatti „rugl“ og dularfullar mótvægisaðgerðir

Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins hraunar yfir fyrirætlanir fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um hækkun matarskatts, segir þær rugl og að boðaðar mótvægisaðgerðir séu sannarlega ekki uppskrift að því að einfalda kerfið.
15.nóv. 2014 - 10:00

13 ára sonur Jóns Þórs framdi sjálfsvíg vegna eineltis

Jón Þór Baldvinsson og eiginkona hans hafa upplifað martröðina sem allir foreldrar óttast. Sonur þeirra, þá nýorðinn 13 ára gamall tók eigið líf þann 13. desember 2011. Árið á undan hafði hann verið lagður í mikil einelti . Jón Þór segir þau hafa gert allt til að aðstoða hann í baráttunni við eineltið en þeim hafi aldrei grunað að hann gæti gripið til svo örþrifafullra ráða.
15.nóv. 2014 - 09:55 Sigurður Elvar

Ótrúlegt veðurfar – fjölmörg golfmót á dagskrá um miðjan nóvember

Frá Húsatóftavelli í Grindavík. Það er afar óvenjulegt ástand á golfvöllum landsins um þessar mundir. Veðurfarið er með þeim hætti að fjölmörg golfmót eru á dagskrá um helgina og er leikið inn á sumarflatir sem er einstakt um miðjan nóvember. Meira að segja á Akureyri er leikið inn á sumarflatir í dag á Jaðarsvelli og er þetta í fyrsta sinn í sögu Golfklúbbs Akureyrar þar sem leikið er við slíkar aðstæður á þessum árstíma. Á SV-horni landsins  er nóg um að vera fyrir kylfinga.
15.nóv. 2014 - 08:02

Sló starfsmann veitingahúss í andlitið

Maður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur snemma í gærkvöld fyrir að ráðast á starfsmann veitingahúss. Er hann grunaður um að hafa slegið manninn í andlitið með glasi. Árásarþoli skarst í andliti og leitaði sjálfur aðstoðar á slysadeild.
15.nóv. 2014 - 00:46 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Sunna Líf er fundin

Stúlkan, Sunna Líf, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í kvöld er fundin. Stúlkan er heil á húfi. Lögreglan þakkar veitta aðstoð.
14.nóv. 2014 - 23:00

UPPFÆRT: Sunna er fundin

Lögreglan leitar að Sunnu Líf, tíu ára gamalli stúlku en seinast sást til hennar í Norðlingaholti í Reykjavík. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún yfirgaf hús vinar síns um tvö leytið í dag.
14.nóv. 2014 - 21:00

Hvarf eftir verslunarferð: Bæði hún og eiginmaður hennar áttu sér myrk leyndarmál

Þann 11. desember árið 2012 ók Jennifer Ranseran í verslunarmiðstöðina til að kaupa kjól handa dóttur sinni fyrir jólatónleika. Hún kom aldrei heim aftur. Þegar lögreglan fór að rannsaka hvarf hennar kom í ljós að bæði hún og eiginmaður hennar áttu sér vafasöm leyndarmál.
14.nóv. 2014 - 18:00

Maðurinn fannst kaldur og hrakinn í vélgröfu

Maðurinn sem fór út í Ölfusá á bíl sínum í gærkvöldi og fannst á lífi í morgun hefur nú verið fluttur til aðhlynningar á Landspítalanum. Hann hefur ekki getað gefið greinargóðar skýringar á atburðarásinni.
14.nóv. 2014 - 14:30

Segir lögregluna starfrækja gagnagrunn með óformlegum upplýsingum og slúðri: Lögreglan neitar að tjá sig

Jón Óttar Að sögn Jóns Óttars Ólafssonar, starfrækir lögreglan gagnagrunn sem inniheldur ýmsar óformlegar upplýsingar um afbrotamenn, jafnvel slúður og upplýsingar sem snerta aðstæður þeirra en tengjast ekki lögbrotum. Upplýsingar um fólk sem ekki hefur brotið af sér geta ratað inn í grunninn.
14.nóv. 2014 - 13:40

Ragga Eiríks gengin til liðs við Pressuna: „Hlakka til að komast í náið samband við lesendur“

Ragnheiður Eiríksdóttir Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur betur þekkt sem Ragga Eiríks, kynlífshjúkrunarfræðingur er gengin til liðs við Pressuna.

14.nóv. 2014 - 12:00

Leitin við Ölfusá: Maðurinn kom gangandi að björgunarsveitarmönnum

Maðurinn sem leitað var að í Ölfusá í gærkvöldi gaf sig sjálfur fram við leitina en hann kom gangandi að björgunarsveitarmönnum norðan við flugvöllinn á Selfossi klukkan 20 mínútur yfir 10 í morgun. Var honum komið undir læknishendur á sjúkrahúsinu í bænum.
14.nóv. 2014 - 11:06

Kraftaverk: Maðurinn sem leitað var í og við Ölfusá fannst á lífi

Mynd: Nökkvi Baldur Maðurinn sem leitað hefur verið að í Ölfusá síðan í gærkvöld fannst kaldur og hrakinn á þurru landi um klukkan hálf 11 í morgun. Hann er nú kominn undir læknishendur á Selfossi.
14.nóv. 2014 - 08:04

Leitin við Ölfusá heldur áfram í birtingu

Í gærkvöldi fór bíll út af veginum sunnan við Ölfusá, nærri Selfosskirkju með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði í ánni. Umfangsmikil leit var sett af stað skömmu síðar, en talið er að allt að hundrað manns hafi tekið þátt þegar mest var.
13.nóv. 2014 - 23:19

Leitað að manni í Ölfusá

Mynd af vettvangi /Alexía Björgunarsveitarmenn og kafarar leita að manni í Ölfusá. Sjónarvottar segja í samtali við Pressuna að fjölmargir björgunarsveitarmenn séu á vettvangi. Nota þeir báta og sæketti við leitina.
13.nóv. 2014 - 17:20

Sex ár fyrir að misnota fatlaða tengdamóður sína þrisvar í mánuði í eitt ár

Hæstiréttur hefur staðfest sex ára fangelsisdóm þar sem karlmaður var fundinn sekur um að misnota andlega fatlaða tengdamóður sína að minnst þrisvar sinnum í mánuði á tólf mánaða tímabili.
13.nóv. 2014 - 16:58

Verulegu magni af strætókortum og miðum stolið á sölustað Strætó í nótt

Brotist var inn á sölustað Strætó í austurborginni í nótt og stolið þaðan verulegu magni af grænum, bláum og rauðum strætókortum. Einnig var talsverðu magni af lausum strætómiðum stolið.
13.nóv. 2014 - 13:45

MS Afmælismót Jónasar Hallgrímssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur

Skákfélagið Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur standa fyrir MS Afmælismóti Jónasar Hallgrímssonjar í Ráðhúsi Reykjavíkur, sunnudaginn 16. nóvember kl. 14. Mótið er haldið á fæðingardegi þjóðskáldsins sem jafnframt er Dagur íslenskrar tungu. Mjög vegleg verðlaun eru á mótinu og má búast við flestum bestu og efnilegustu börnum og ungmennum landsins. Heiðursgestir  við setningu mótsins verða frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands og Friðrik Ólafsson fyrsti stórmeistari Íslands og fv. forseti FIDE.
13.nóv. 2014 - 09:11

Bensínsprengju kastað í bíl starfsmanns sýslumanns - nágrannar vopnbúast

Sérsveit á vegum ríkislögreglustjóra vaktar nú hús fulltrúa sýslumanns á Akureyri eftir að bensínsprengju var kastað í bíl hans í nótt. Atvikið átti sér stað við heimili mannsins í Grundargerði í Brekkuhverfi. Nágrannar eru óttaslegnir vegna málsins og hafa sumir vopnbúist.
13.nóv. 2014 - 09:00

Styrmir njósnaði um kommúnista á 7. áratugnum

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, hitti um árabil flugumann úr röðum kommúnista og skrifaði um þá langar skýrslur. Efni þeirra birtist í Morgunblaðinu en skýrslurnar rötuðu einnig til dómsmála- og forsætisráðherra.
12.nóv. 2014 - 21:55

Sóley gefur góð ráð gegn kvíða: Getur verið að við séum alltaf að gera ráð fyrir því versta?

Kvíðavandamál eru langvinn í eðli sínu og ganga sjaldnast til baka ef ekkert er að gert. Þau skerða lífsgæði fólks og geta leitt til þunglyndis og misnotkunar vímuefna. Fæstir fá fullnægjandi meðferð en hugræn athyglismeðferð hefur borið mjög góðan árangur á þess sviði.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sena: Gissur Páll nóv (út 3. des)
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 26.11.2014
Hvað er að ykkur íslenskir karlmenn?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 22.11.2014
Hýenur renna á blóðslóðina
Bubbi Morthens
Bubbi Morthens - 25.11.2014
Lygin
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 14.11.2014
Las sjálfsævisögu Reynis Traustasonar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.11.2014
Lítilmannlegt
Hermann Jónsson
Hermann Jónsson - 18.11.2014
Er einelti foreldravandamál?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.11.2014
Skoðun mín hefur ekki breyst
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 15.11.2014
Börn og skilnaður
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 18.11.2014
Klám og ábyrgð
Hildur Eir Bolladóttir
Hildur Eir Bolladóttir - 18.11.2014
Að vera tapari á Íslandi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.11.2014
Skemmtilegt spjall um Sjálfstætt fólk
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 22.11.2014
„Fuck you rapist bastard“
Fleiri pressupennar