12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
03.apr. 2014 - 16:41

Stór fíkniefnafundur í Hafnarfirði: Söluverðmæti efnanna 38,5 milljónir króna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á ellefu kíló af kannabisefnum við húsleit í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði í gær, en efnin voru tilbúin til dreifingar. Á sama stað var einnig að finna um 60 kannabisplöntur, sem lögreglan tók líka í sína vörslu. Söluverðmæti efnanna er 38,5 milljónir
03.apr. 2014 - 13:50

Björg: „Konur tíma ekkert að kaupa sér dýr föt á meðan þeim finnst þær of feitar, þær tíma bara að éta“

Björg Ingadóttir fatahönnuður og eigandi Spakmannsspjara prýðir forsíðu MAN tímaritsins sem kom út í dag. Þar ræðir Björg ítarlega um hönnun, rekstur búðarinnar sem hún hefur rekið í rúmt tuttugu og eitt ár, makaleit á vefnum Einkamál og svo offituvanda þjóðarinnar.  Ummæli hennar hafa vakið nokkra athygli en Björg segir:
02.apr. 2014 - 19:00

Fimm dýrustu einbýlishúsin á Akureyri

„Markaðurinn er á uppleið. Mín tilfinning er að þetta hafi hægt og bítandi verið að lagast. Þetta er ekki alveg komið í lag en markaðurinn er farinn verulega mikið að þiðna og það hefur verið ágætis sala síðasta hálfa árið“ segir Gísli Gunnlaugsson fasteignasali hjá Framtíðareign á Akureyri í samtali við Pressuna.
02.apr. 2014 - 16:40

Hvar færðu ódýrustu páskaeggin? Tug prósenta verðmunur á páskaeggjum

Algengast er að um 30% verðmunur sé á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum milli matvöruverslana að því er fram kemur í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu mánudaginn 31. mars.
02.apr. 2014 - 12:33

Hjörtur sendir frá sér yfirlýsingu: ,,Ég iðrast óendanlega fyrir það sem ég hef gert"

Hjörtur Hjartarson, fréttamaður Stöðvar 2, hefur verið sendur í leyfi frá störfum í kjölfar atviks sem átti sér stað í starfsmannapartíi síðastliðinn föstudag. Hann er sakaður um að hafa ráðist á samstarfsmann með þeim afleiðingum að sá þurfti að leita sér aðhlynningar á spítala.
02.apr. 2014 - 11:09

Lögreglan lýsir eftir tveimur ungum drengjum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Rúnari Orra Lárusyni, 14 ára, en hann fór frá heimili sínu í Hafnarfirði sl. sunnudag. Einnig er lýst eftir Bjarka Degi Anítusyni, 15 ára, en hann fór frá heimili sínu í Hafnarfirði sl. laugardag.
02.apr. 2014 - 10:47

Vara við aukinni skjálftavirkni á Hellisheiði

Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra varar við aukinni skjálftavirkni á Hellisheiði. Verið er að byrja tilraunaniðurdælingu í holu HN-16 á niðurdælingarsvæði Hellisheiðarvirkjunar við Húsmúla.
02.apr. 2014 - 09:10

Táningar frá Íslandi, Bretlandi, Lesótó og Jórdaníu velta fyrir sér jafnrétti kynjanna

Íslendingar hafa átt það til að hreykja sér af því að vera meðal þeirra ríkja heims þar sem jafnréttisbarátta kynjanna hefur verið hve árangursríkust. Samkvæmt nýjustu rannsóknum njóta konur og karlar þó, enn þann dag í dag, ekki jafnréttis í neinu landi á jarðkringlunni.
01.apr. 2014 - 21:30

Kitl var notað sem pyntingaraðferð

Viðbrögð sem margir sýna þegar þá kitlar tengist sennilega varnarviðbrögðum líkamans og segja vísindamenn að þau séu ætluð til að forðast snertingu utanaðkomandi og mögulega hættulegs hlutar eða fyrirbæris.
01.apr. 2014 - 19:25

Karlmenn á Grenivík lofa að drekka minnst 5 bjóra í viku

Guðný Sverrisdóttir fráfarandi sveitastjóri í Grýtubakkahreppi hættir í sumar eftir 27 ár í starfi. Hennar síðasta embættisverk er að búa til miðbæ á Grenivík. Á Grenivík búa einungis 300 manns en Guðný vill gera vel við íbúana og í miðbænum á meðal annars að vera veitingahús. Til að standa straum af kostnaði hefur Guðný tekið loforð af öllum karlmönnum á Grenivík að drekka minnst fimm bjóra á viku á barnum.
01.apr. 2014 - 17:35

Sérsveitin kölluð til: Tilkynnt um skotvopn - Kona á fimmtugsaldri handtekin

Kona á fimmtugsaldri var handtekin í íbúð við Hringbraut í Reykjavík í dag, eftir að tilkynning barst lögreglu á fimmta tímanum um aðila með skotvopn.
01.apr. 2014 - 15:35

Tal býður upp á endalausar mínútur og SMS

Tal hóf í morgun að bjóða viðskiptavinum sínum upp á endalaust tal og sms. Áskriftaleiðin kostar 5.590 kr. Einnig fylgir gagnamagn upp á 250 megabæt.
01.apr. 2014 - 15:05

Útlendingastofnun starfar hvorki samkvæmt nasískum né fasískum sjónarmiðum

Samkvæmt umfjöllun Wikipedia um Útlendingastofnun var starfsemi stofnunarinnar endurskipulögð af manni með tengsl við þýska nasista og er spurningum velt upp um hvort stofnunin starfi enn eftir slíkum sjónarmiðum. Forstjóri Útlendingastofnunar segir að svo sé ekki.

01.apr. 2014 - 10:25

Magnað myndskeið: Haförn og tófa tókust á um hrút í grennd við Búrfellsvirkjun

Náttúrustofan vinnur nú, í samstarfi við Árósaháskóla í Danmörku, að rannsóknarverkefni í grennd við Búrfellsvirkjun sunnan heiða. Rannsóknin er unnin fyrir Landsvirkjun og snýst um að kanna umferð fugla á svæðinu milli Búrfells og Búðarháls vegna hugmynda um mögulega fjölgun vindmylla á svæðinu.
01.apr. 2014 - 08:40 Sigurður Elvar

Íslenskur landsliðsmaður íhugaði sjálfsmorð – Guðlaugur Victor er á batavegi eftir þunglyndi

Íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Guðlaugur Victor Pálsson sagði frá reynslu sinni af þunglyndissjúkdómnum í gær í viðtali við Hjört Hjartarson sem birt var á Stöð 2 í gær í þættinum Ísland í dag. Guðlaugur, sem er atvinnumaður hjá NEC Nijmegen í Hollandi, er á batavegi en hann íhugaði sjálfsvíg þegar ástandið var verst.
01.apr. 2014 - 08:00

Markmiðið að safna tíu milljónum

WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin verður haldin í þriðja sinn dagana 24. júní -27. júní .  Í keppninni verður hjólað  með boðsveitarformi hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1.332 kílómetra á innan við 72 tímum.  Þetta er þriðja árið í röð sem keppnin er haldin en í ár er áætlað að um 400 manns muni taka þátt í keppninni. Mikil aukning hefur átt sér stað á milli ára en fyrsta árið 2012 tóku 78 manns þátt og í fyrra um 200 manns, það er því 100% aukning á milli ára.
31.mar. 2014 - 17:24

Bílabúð Benna tekur við Opel umboðinu af BL

Bílabúð Benna hefur í samstarfi við General Motors (GM), framleiðanda Opel og Chevrolet, komist að samkomulagi um að Bílabúð Benna taki við umboði fyrir Opel á Íslandi.
31.mar. 2014 - 17:00

Kanína á Suðurlandi olli umferðarslysi

Kanínur í Elliðarárdal Bifreið með fimm ungmennum valt á Votmúlavegi uppúr miðnætti síðastliðin laugardag. Fjögur ungmennanna hlutu minni háttar meiðsl. Bifreiðin var illa farin eftir veltuna og óökufær.
31.mar. 2014 - 11:55

Barn á Akureyri með blæðandi garnasýkingu af völdum E. coli bakteríu

Fyrir tæplega þremur vikum veiktist tveggja og hálfs árs gömul stúlka til heimilis á Akureyri  af blæðandi garnasýkingu af völdum E. coli bakteríu sem myndar eiturefni. Stúlkan var meðhöndluð á gjörgæsludeild Landspítalans en er á batavegi en hún var í öndunarvél í tvær vikur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun en áður hafði Vikudagur greint frá málinu.
31.mar. 2014 - 11:30 Sigurður Elvar

Myndband af lokakeppnisgreininni í Sterkasti maður heims – biðin var erfið hjá Hafþóri

Hafþór Júlíus Björnsson endaði sem kunnugt er í öðru sæti í keppninni Sterkasti maður heims sem fram fór í Bandaríkjunum um helgina. Í lokakeppnisgreininni sem má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan þurfti íslenski kraftajötuninn að sigra og stóla á að Zydrunas Zavickas frá Litháen sem keppti gegn Hafþóri í þessari grein yrði með þriðja besta tímann.
31.mar. 2014 - 09:45 Björgvin G. Sigurðsson

Mögnuð uppfærsla Engla alheimsins skilaði sér vel á skjáinn

Atli Rafn vinnur leiksigur í Englum alheimsins. Hámarki náði dramatísk sýningin í lokaatriðinu fyrir hlé þegar Páll og Rögnvaldur, Rúnar Freyr, hittast. Leikur Atla Rafns í gegnum allt verkið er með því besta sem sést hefur á fjölunum en í þessu atriði rís hann hæst í yfirþyrmandi og átakanlegri senunni. Sjaldséður leiksigur sem stenst samanburð við það besta hvarvetna.
30.mar. 2014 - 17:00

Ný plata frá Wu-Tang Clan: Aðeins eitt eintak í boði

Það er líklegast betra að vera með djúpa buxnavasa fulla af peningum ef fólk hefur hug á að eignast nýjustu plötu Wu-Tang Clan sem hefur verið í vinnslu í sex ár. Platan er nú tilbúin með 31 nýju lagi og þegar talað er um að platan sé tilbúin þá er það réttnefni því aðeins eitt eintak var gert af plötunni og verður það selt einhverjum sterkefnuðum aðdáanda sveitarinnar.
30.mar. 2014 - 12:00

Sgir eða skyr? Taktu þátt

Eins og flestum er kunnugt hefur skyr slegið í gegn á erlendum mörkuðum og víða hafa framleiðendur ekki undan við framleiðslu ofan í skyrsólgið fólk. Danir hafa tekið skyrinu fagnandi og salan er gríðarlega mikil. Hins vegar vefst fyrir Dönum hvernig á að bera orðið fram.
30.mar. 2014 - 09:57

Helsti sérfræðingur Rússlands á sviði Norðurslóðamála verður sendiherra á Íslandi

Æðsti embættismaður Rússlands á sviði Norðurslóðamála, Anton Vasiliev, hefur verið skipaður sendiherra á Íslandi.
30.mar. 2014 - 08:00

Dagur vináttu Íslands og Grænlands í Hörpu!

Sunnudaginn 30. mars verður haldinn „Dagur vináttu Íslands og Grænlands“ í Hörpu. Kynntar verða ævintýraferðir til Grænlands, gersemar frá Grænlandi verða á boðstólum og efnt er til tónleika í Kaldalóni. Dagskráin hefst kl. 14 og eru allir hjartanlega velkomnir.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sena - Jeff
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.4.2014
Dýrkeypt mistök stjórnmálamanna eftir hrun
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 18.4.2014
Frjálst fall
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.4.2014
Láglaunalögreglan
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2014
Ríkisvæðing einkaskulda
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.4.2014
Nýjar upplýsingar um gamalt trúnaðarbrot
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 05.4.2014
Furðuskrif Stefáns Ólafssonar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 10.4.2014
Eru háskólakennarar í pólitískri krossferð?
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 07.4.2014
Að stjórnast ekki af stjórnsemi annarra
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.4.2014
Ritaskrá mín fyrir 2013
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2014
Góðar fréttir: Bjarni boðar skattalækkanir
Sturla Böðvarsson
Sturla Böðvarsson - 09.4.2014
Framganga Rússa
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 08.4.2014
Ný sýn í Evrópumálum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.4.2014
Lesendur geta sjálfir staðreynt málið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.4.2014
Frá Færeyjum
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 07.4.2014
Hallgrímur Pétursson - fjórði hluti
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 13.4.2014
Hallgrímur Pétursson – fimmti hluti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.4.2014
Breskir dómarar skeikulir
Fleiri pressupennar