12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
12.nóv. 2014 - 18:30

Gráþrestir á rásfari?

Þegar kólnar í Evrópu og/eða lítið er um æti þá eiga sumar fuglategundir það til að flykkjast í hópum út fyrir sín venjubundnu vetrarheimkynni. Þetta fyrirbæri hefur verið nefnt „rásfar“ og getur verið mjög mismunandi mikið að umfangi á milli tegunda og ára. Nokkrar tegundir sýna áberandi mynstur rásfars og þegar þær koma hingað til lands í hópum þá tala fuglaskoðarar almennt um að það sé „ganga“ af viðkomandi tegund.
12.nóv. 2014 - 17:30

„Hreinlega logið upp á mig“, segir Magnús: Harðar deilur vegna trúmála innan HÍ

Magnús S. Magnússon, rannsóknaprófessor við HÍ, hefur brugðist við ásökunum sem á hann hafa verið bornar um dónaskap og áreitni á málþingi Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar HÍ nú fyrr í haust. Magnús segist sjálfur hafa orðið fyrir yfirgangi og dónaskap á málþinginu.
12.nóv. 2014 - 14:45 Sigurður Elvar

Eiður Smári æfir með Bolton á Englandi – myndband frá æfingu liðsins

Eiður Smári Guðjohnsen er þessa dagana staddur á Englandi þar sem hann æfir með enska B-deildarliðinu Bolton. Eiður, sem er 36 ára gamall, er án samnings og leitar sér að nýju liði til þess að leika með en hann þekkir vel til hjá Bolton þar sem hann lék á árunum 1998-2000.
12.nóv. 2014 - 13:28

„Ef að fífl segir einhvern tímann sannleikann er hann áfram fífl“

„Ég man að ég var að leita að skýringum á því hvernig gæti á því staðið að þessar upplýsingar fóru á kreik og lét mér til hugar koma ýmsar skýringar. Ég eins og aðrir trúði Gísla Frey,“ segir Páll Vilhjálmsson, aðspurður út í bloggfærslu sem hann skrifaði um lekamálið fyrir hartnær tveimur mánuðum og vakti mikla athygli.
12.nóv. 2014 - 13:16 Sigurður Elvar

Íslenskur fótboltastrákur slær í gegn í Noregi – sigraði í „fótboltabrellukeppni“

Bjarki Torbjørnsson Støle er hálfíslenskur fótboltastrákur sem býr í Stavanger í Noregi. Bjarki, sem hefur tekið þátt í mörgum mótum með Fjölni í Grafarvogi hér á landi, sigraði nýverið í keppni sem haldin var á vegum frístundaheimila í grunnskólum í Noregi. Þar áttu keppendur að senda inn myndband af „fótboltabrellum“ og eins og sjá má í myndbandinu er Bjarki með tæknina á hreinu. 
12.nóv. 2014 - 10:45

Hringdu gagnrýnir lögbann á skráarskiptisíður

Fjarskiptafyrirtækið Hringdu hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lögbann Sýslumannsins í Reykjavík, að beiðni STEF, á að fyrirtækið veiti viðskiptavinum aðgang að deildu.net og sambærilegum vefsíðum er gagnrýnt.
12.nóv. 2014 - 08:00

Bubbi ljóstrar upp gömlu leyndarmáli: Þess vegna byrjuðu tónleikar Dylans svona brösuglega

Bubbi Morthens hefur afhjúpað gamalt leyndarmál úr bransanum: Þegar Bob Dylan lék á Listahátíð í Laugardalshöll árið 1990 þótti flutningur fyrstu laganna á tónleikunum vera með slakasta móti. Nú hefur komið í ljós að Bubbi átti óbeinan þátt í því að svo fór.
11.nóv. 2014 - 19:25

Mynd dagsins: Bankastræti 5 brennur

Allt tiltækt slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins hefur nú verið kallað til að Bankastræti 5 þar sem mikill eldur geysar.  Í húsinu má finna skemmtistaðinn B5, Hamborgarbúllu Tómasar, verslun 66°Norður auk skrifstofa.
11.nóv. 2014 - 14:16

Birgir Leifur einu skrefi nær Evrópumótaröðinni – 158 kylfingar keppa um 25 laus sæti

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, verður í hópi 158 kylfinga sem leika um 25 laus sæti á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Íslandsmeistari í höggleik karla endaði í 12.-14. sæti á öðru stigi úrtökumótsins sem lauk í gær á Compo de Golf El Saler vellinum á Spáni og tryggði hann sig inn á lokaúrtökumótið sem hefst á laugardaginn á PGA Catalunya Resort á Spáni.
11.nóv. 2014 - 13:30

Tobba Marínós segir rándýrin leynast víða: Leitar að konum í neyð og ræðst til atlögu

Rándýrin leynast víða, segir Tobba Marínós. Hún greinir frá því að karlmaður fylgist með hópum  á Facebook þar sem fólk óskar eftir fjárhagslegri aðstoð eða hlutum gefins til að þefa uppi konur sem eiga í fjárhagslegum erfiðleikum. Þá býðst hann til að aðstoða þær fjárhagslega gegn því að þær þjóni honum kynferðislega; í stuttu máli, hann hefur reynt að sannfæra manneskju um að stunda vændi.
11.nóv. 2014 - 11:21 Sigurður Elvar

Meistaraþjálfari hjá KR vill breytt hugarfar: „Lítilsvirðing fyrir þeim börnum sem stunda íþróttir úti á landi“

„Þetta er því miður hugsunarháttur sem er alltof algengur hérna á höfuðborgarsvæðinu og ég hef sjálfur gert mig sekan um. Það að bera lengd ferðalags og kostnaði fyrir sig gegn því að fara eina ferð út á land er svo mikil lítilsvirðing fyrir þeim félögum og ekki síst þeim börnum sem stunda íþróttir fyrir utan suðvesturhornið,“ skrifar Finnur Freyr Stefánsson körfuknattleiksþjálfari hjá Íslandsmeistaraliði KR í karlaflokki á fésbókarsíðu sína vegna deilumáls sem upp er komið í 7. flokki kvenna.
11.nóv. 2014 - 08:04

10 leiðir til að fara á fætur án þess að fá sér kaffibolla

Kaffi er gott. Kaffi er frábært. Meirihlut fullorðins fólk er á þessari skoðun og drekkur kaffi daglega. Ekki skemmir fyrir að ýmislegt bendir til að kaffidrykkja dragi úr líkum á að fólk fái sykursýki, þjáist af þunglyndi og fái sumar tegundir krabbameins. Margir eru háðir því að fá sér kaffibolla um leið og þeir rísa úr rekkju en það er ekki eina leiðin til að ná sér í orku fyrir daginn sem er framundan.
10.nóv. 2014 - 22:09

Ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar hefði aldrei samþykkt Svavarssamninginn

Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur og fyrrum ríkissáttasemjari, segir að Svavarssamningurinn svokallaði hafi verið vondur samningur og að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefði aldrei samþykkt slíkan samning.
10.nóv. 2014 - 21:15

Ásta gefst ekki upp og berst fyrir börnunum sínum: „Suma daga finnst mér eins og ég hafi verið dæmd til dauða“

Ásta Gunnlaugsdóttir neitar að gefast upp /  Myndir geirix - Pressphotos.biz „Suma daga er ég full af eldmóð en aðra finnst mér eins og ég hafi verið dæmd til dauða.“Í lok síðasta mánaðar dæmdi Hæstiréttur í máli Ástu Gunnlaugsdóttur að hún eigi að afhenda börn sín bandarískum föður þeirra fyrir 28. desember. Ásta segir allt vera í lausu lofti varðandi framhaldið og að hún taki einn dag í einu. Óvissan sé slítandi og hún hafi miklar áhyggjur af börnunum sínum sem hafa tekið miklum framförum frá því að þau komu til Íslands.
10.nóv. 2014 - 19:10

Orkudrykkur frá djöflinum? - Myndband: „Heimurinn er á valdi hins illa“, segir Snorri í Betel

Í myndbandi sem slegið hefur í gegn á Facebook og Youtube undanfarna daga færir kona ein rök fyrir því að orkudrykkurinn Monster sé kominn frá djöflinum. Við skoðuðum myndbandið og bárum skoðanir konunnar undir álit hins þekkta trúmanns Snorra Óskarssonar.
10.nóv. 2014 - 17:53

Leiðréttingin: Ríkissjóður afsalar sér 20 milljörðum í skatttekjur

Beinn kostnaður ríkisins vegna skuldaleiðréttingaaðgerðar ríkisstjórnarinnar nemur 100 milljörðum króna. Þar af koma 20 milljarðar króna til vegna þess að ríkið afsalar sér framtíðarskatttekjum á næstu áratugum.
10.nóv. 2014 - 17:25 Sigurður Elvar

Fyrrum stjórnarformaður Tottenham spyr – hvers vegna var Gylfi Þór seldur?

Gylfi Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark í gær fyrir Swansea í 2-1 sigri liðsins gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi skoraði með skoti beint úr aukaspyrnu og jafnaði metin 1-1. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur skorað tvö mörk í deildarkeppninni í vetur en lagt upp 7 mörk.
10.nóv. 2014 - 14:25

Mynd dagsins: 8 mánaða stúlka fórnarlamb verkfalls?

Á mynd dagsins má sjá Ásdísi Bjargey Bjarkardóttur, átta mánaða stúlku frá Akureyri, ásamt foreldrum sínum og bróður. Hún bíður þess að komast í hjartaþræðingu. Verkfall lækna gæti hins vegar sett þá aðgerð í uppnám. Frá þessu er greint á Vikudag. Stúlkan á pantaðan tíma í aðgerð þann 27. nóvember.
10.nóv. 2014 - 11:30

Svona er Holuhraun í dag: Stórkostlegt myndskeið

Nýtt og magnað myndskeið hefur verið birt frá eldgosinu í Holuhrauni. Enn er mikið gos á svæðinu og flatarmál Holuhrauns norðan Vatnajökuls er nú orðið næstum 70 ferkílómetrar.
10.nóv. 2014 - 10:30 Sigurður Elvar

Norðmenn leita að leyndarmáli á Akranesi – hvers vegna eru Íslendingar svona góðir í fótbolta?

Frábær árangur Íslendinga í knattspyrnu hjá báðum kynjum hefur vakið mikla athygli og velta erlendir fjölmiðlar því fyrir sér hvernig smáþjóð geti náð slíkum árangri. Í ítarlegri umfjöllun ríkisfjölmiðilsins NRK í Noregi er Akranes tekið út fyrir sviga í þessum „pælingum“ en NRK var í heimsókn í knattspyrnubænum á dögunum og reyndi að finna svörin við þeirri spurningu hvernig Íslendingar geti náð slíkum árangri á knattspyrnusviðinu.
09.nóv. 2014 - 21:00

Kristín Ósk: „Þeir sem glíma við ófrjósemi synda oft einir á móti straumnum“

„Löngunin að ganga með og eignast barn hefur alltaf verið til staðar." Kristín Ósk Óskarsdóttir er ein þeirra fjölmörgu íslensku kvenna sem glímir við ófrjósemi. Hún á að baki eina glasameðferð og eina meðferð þar sem frjóvgun átti sér ekki stað eftir eggheimtu. Kristín segir kerfið ekki vinna með konum og pörum í sinni stöðu. Meðferðirnar séu allt of dýrar og mikil vöntun sé á nákvæmari rannsóknum.
09.nóv. 2014 - 14:00

Bjarni: Eins og að leiða einkadóttur sína upp að altarinu

Bjarni Bjarnason hefur sent frá sér skáldsögun Hálfsnert stúlka en þar segir frá ungri stúlku sem finnst illa til reika eftir ellefu ára dvöl í afskekktum skógi í Ástralíu. Sálgreinandi fær það flókna verkefni að komast að því hvað gerðist. Meðfram ritun skáldsögunnar sinnti Bjarni uppeldi tvíburasona sinna sem hann á með eiginkonu sinni, Katrínu Júlíusdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra.
09.nóv. 2014 - 08:26

Grímuklæddur maður framdi vopnað rán í miðborg Reykjavíkur

Í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að grímuklæddur maður hefði framið vopnað rán í söluturni í miðborginni. Maðurinn ógnaði starfsstúlku með vopni og hafði á brott með sér peninga og vörur.
08.nóv. 2014 - 15:00

Þessar eignir á Íslandi getur þú keypt fyrir 30 milljónir

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um allt að þriðjung að nafnvirði á síðastliðnum fjórum árum. Þetta má lesa út úr gögnum Þjóðskrár sem tekur saman vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
08.nóv. 2014 - 12:10

Skjálfti yfir 5 stig mældist í Bárðarbungu

Rúmlega 60 jarðskjálftar hafa mælst í Bárðarbungu síðan í gærmorgun, stærsti skjálftinn mældist  5,4. Það er fyrsti skjálftinn sem mælist yfir 5 stig síðan 2. nóvember. Sex skjálftar milli 4 og 5 stig hafa mælst á svæðinu síðan í gærmorgun og nokkur fjöldi á milli 3 og 4 stig.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 10.11.2014
Betra en maður þorði að vona
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 22.11.2014
Hýenur renna á blóðslóðina
Einar Kárason
Einar Kárason - 11.11.2014
Stóra hyskismálið
Einar Kárason
Einar Kárason - 09.11.2014
Hugsað til Garðars skipstjóra
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 10.11.2014
Sýnishorn af skrifum Þjóðviljans um Berlínarmúrinn
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 14.11.2014
Las sjálfsævisögu Reynis Traustasonar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.11.2014
Lítilmannlegt
Hermann Jónsson
Hermann Jónsson - 18.11.2014
Er einelti foreldravandamál?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.11.2014
Skoðun mín hefur ekki breyst
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 15.11.2014
Börn og skilnaður
Hildur Eir Bolladóttir
Hildur Eir Bolladóttir - 18.11.2014
Að vera tapari á Íslandi
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 18.11.2014
Klám og ábyrgð
Fleiri pressupennar