12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
(26-31) Michelsen: Útskriftir - maí
18.maí 2016 - 05:20

Umferðarslys varð á Reykjanesbraut í gærkvöldi: Tveir fluttir á slysadeild

Í gærkvöldi varð umferðarslys á Reykjanesbraut við Sprengisand. Þar var um aftanákeyrslu að ræða. Tveir voru fluttir á slysadeild til rannsóknar. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni.
17.maí 2016 - 19:00 Kristín Clausen

Twitter á tímamótum: Breytingarnar taka gildi á næstu tveimur vikum

Á næstu dögum mun samfélagsmiðillinn Twitter breyta því hvernig forritið telur stafabil í skilaboðum notenda sinna en í dag er hámarkslengd skilaboða 140 bil.
17.maí 2016 - 17:00 Kristín Clausen

Mokuðu sér leið inn í Skriðnahelli sem óttast var að hefði eyðilagst í aurskriðu fyrir 20 árum

Mynd: Skjáskot af You Tube Ekki allir notuðu hvítasunnuhelgina rólegheit en á Austfjörðum réðust tveir menn í það ærna verkefni að toga aur upp úr munna Skriðnahellis milli Borgarfjarðar eystri og Njarðvíkur. Þrátt fyrir að vera aðeins vopnaðir skóflu og 30 lítra plastbrúsa tókst þeim að komast í hellinn sem óttast var að hefði eyðilagst fyrir 20 árum.
17.maí 2016 - 15:00 Kristín Clausen

Lögreglan byrjuð að sekta ökumenn bifreiða sem eru enn á vetrardekkjum

Mynd: GettyImages Frá og með deginum í dag mega ökumenn á höfuðborgarsvæðinu búast við að vera stöðvaðir sé bifreið þeirra búin nagladekkjum. Sekt fyrir að aka á nagladekkjum er 5000 krónur á hvert nagladekk eða óhæfan hjólbarða líkt og reglugerð um sektir og viðurlög vegna umferðarlagabrota kveða á um.
17.maí 2016 - 13:00 Kristín Clausen

70 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu vilja taka upp gistináttaskatt

Yfirgnæfandi meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu er jákvæður gagnvart ferðamönnum og meirihluti íbúa telur að framboð á afþreyingu og þjónustu í borginni hafi aukist með auknum fjölda ferðamanna samkvæmt niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem Höfuðborgarstofa lét gera.
17.maí 2016 - 09:30 Eyjan

Kjósendur Sjálfstæðisflokks ekki jafn viðkvæmir fyrir aflandsumræðunni

Sjálfstæðisflokkurinn siglir hægt og örugglega upp fyrir Pírata í skoðanakönnunum. Sú nýjasta sýnir hann með tveggja og hálfs prósentustiga forskot á Pírata sem virðast vera að missa flugið eftir að hafa mælst langstærstir í dágóðan tíma.
16.maí 2016 - 17:09

Tíndu egg í landi Bessastaða: Beittu mann ofbeldi og rændu hann

Klukkan 12.40 í dag var tilkynnt um fólk sem væri að tína egg í landi Bessastaða. Eggjatínslan var stöðvuð og fólkið handtekið og flutt á lögreglustöð.
16.maí 2016 - 16:00 Suðri

Framtíð háskólanáms á Suðurlandi

Sigurður Sigursveinsson. Hugtakið Suðurland hefur tekið breytingum á undanförnum árum en líklega hafa fæstir gert sér grein fyrir því. Starfssvæði Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) tekur nú til 15 sveitarfélaga allt frá Ölfusi í vestri til Hornarfjarðar í austri.
16.maí 2016 - 14:01 Kristján Kristjánsson

Lögreglan varar við nýrri blekkingu tölvuþrjóta á Facebook

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi áðan frá sér viðvörun á Facebook þar sem fólk er varað við nýrri blekkingu tölvuþrjóta á Facebook. Fólk er hvatt til að vera á varðbergi gagnvart þessu og láta eiga sig að bregðast við ef það fær póst á Facebook eins og þann sem má sjá hér fyrir neðan.
16.maí 2016 - 12:00 Vesturland

Reisa nýja meðferðarstöð á Kjalarnesi og yfirgefa Dali eftir 35 ára dvöl

MT1: Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tók fyrstu skóflustungu að nýju meðferðarstöðinni í Vík 22.apríl síðastliðinn. Ljósm.: Spessi.
Framkvæmdir eru nú hafnar við byggingu nýrrar meðferðarstöðvar SÁÁ í Vík á Kjalarnesi. Jarðvegsvinna stendur yfir og í lok næsta árs eiga nýbyggingar að standa tilbúnar til að verða teknar í notkun. Þarna rís fullkomin og nútímaleg meðferðarstöð. Karlar og konur fá meðferð í aðgreindum álmum. 

16.maí 2016 - 06:55

Fjölmargir ökumenn í vímu í nótt: Líkamsárás og fíkniefnamál

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt og sinnti fjölmörgum verkefnum. Mest áberandi var hversu margir ökumenn töldu sig færa um að aka bifreiðum þrátt fyrir að vera búnir að neyta áfengis eða fíkniefna áður.
15.maí 2016 - 21:30 Vesturland

Útialtari til minningar um fyrstu kirkjuna rís á Esjubergi

F.V.: Björn Jónsson hjá sóknarnefnd Brautarholtskirkju, sr. Þórhildur Ólafs prófastur, Benedikt T. Ólafsson Zoega fermingarbarn ársins 2016, biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttur og Hrefna Sigríður Bjartmarsdótti hjá Sögufélaginu Steina. Á sunnudag var haldin helgistund á Esjubergi á Kjalarnesi þar sem teknar voru fyrstu skóflustungur að útialtari sem þar á að rísa til minningar um fyrstu kirkju á Íslandi. Fyrirmyndina að útliti altarisins er að finna í klausturkirkjunni á eyjunni helgu Iona á Suðureyjum við Skotland. Séð úr lofti myndar altarið keltneskan kross.
15.maí 2016 - 17:30 Reykjanes

Árni Sigfússon: Margfalt sterkari saman

Árni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Já, ég hef haldið því fram síðustu 14 ár, í gegnum misjafna daga hjá sveitarfélögunum öllum. Ég er sannfærður um að þau yrðu margfalt sterkari saman, kæmu sterkari fram gagnvart kröfum á ríkið, gætu veitt betri þjónustu til íbúa, gætu skipulagt atvinnusvæði í sameiningu, gætu gert fallegri íbúabyggðir og bætt umhverfi með sérkennum hvers svæðis. 

15.maí 2016 - 15:00 Akureyri vikublað

Erlingur: „Þykir vænt um þau öll“

Erlingur var lengi í landsliðinu í knattspyrnu og spilaði með meistaraflokki Ka í handbolta fram eftir öllum aldri. Hann varð bæði íslandsmeistari í handbolta og fótbolta með Ka og var lengst af fyrirliði liðanna. Mynd/Guðrún Þórs „Oftast eru hér góðir tímar þar sem við erum einfaldlega að reka vinnustað en svo öðru hverju kemur eitthvað upp á sem tekur á, en ég er kominn með mikla reynslu og því nokkuð brynjaður gegn þessu. Ég reyni að taka vinnuna ekki inn á mig og eignast ekki mikið af góðum vinum af þessum krökkum, en samt er alltaf stór hópur sem kemur hingað í heimsókn eftir útskrift eða lætur í sér heyra...“
15.maí 2016 - 13:30 Vesturland

Yrkja skóg við Akranes

Jens B. Baldursson hefur gegnt formennsku í Skógræktarfélagi Akraness síðan 2012. Hér er hann í skógrækt félagsins í Slögu undir Akrafjalli. Á fallegum vordegi er mikil náttúrufegurð og friðsæld í landi Skógræktarfélags Akraness ofan við Akranesbæ undir norðvesturhlíðum Akrafjalls þar sem heitir Slaga. Mófuglarnir eru nýkomnir til landsins. Þarna í mýrlendinu og skjólinu í og við Slögu ætlar fjöldi þeirra af hinum ýmsu tegundum greinilega að búa sér hreiður í sumar.
15.maí 2016 - 12:30 Akureyri vikublað

Árni: „Bleikjan hangir á bláþræði“

Mývatn. „Það sem við sjáum eru hefðbundin einkenni ofauðgunar. Blágrænar bakteríur taka yfir, birta nær ekki lengur nægilega langt ofan í vatnið og botngróður hverfur...“
15.maí 2016 - 10:30 Reykjanes

Telur Sandgerði betur borgið án sameiningar

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, bæjarfulltrúi Sandgerði. Öðru hvoru blossar upp umræða um sameiningu sveitarfélaganna hér á Suðurnesjum.Máls metandi menn í Reykjanesbæ telja það góða lausn og mikla framtíðarsýn að mynda eitt stórt sveitrafélag hér.
14.maí 2016 - 22:00 Eyjan

Davíð segir Hrunið okkur öllum að kenna

Davíð Oddsson er ánægður með stígandann í skoðanakönnunum.„Sautján er fínt, það er sætt að vera sautján,“ sagði Davíð um nýjustu skoðanakönnunina sem birtist í morgun en þar mældist fylgi við Davíð einmitt 17 prósent. Það er þó á brattann að sækja fyrir Davíð en í sömu könnun mældist Guðni Th. Jóhannesson með 50 prósentustiga forskot á Davíð, 67 prósenta stuðning.
14.maí 2016 - 19:00 Reykjanes

Enginn grundvöllur að leggjast í þarfagreiningu

Jónína Holm, bæjarfulltrúi N-listans. N listinn lítur svo á að fagleg úttekt sé nauðsynleg til að greina kosti og galla sameiningar sveitarfélaga áður en íbúar taki að lokum upplýsta ákvörðun um svo mikilvægt mál.
14.maí 2016 - 18:00 Reykjanes

Ég segi: „Já“

Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. „Tíminn er alltaf réttur ef ræða á sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum.“
14.maí 2016 - 16:00 Suðri

Selfoss í úrvalsdeildina

foss tryggði sér sæti í Olís-deild karla í handknattleik á næstu leiktíð með sigri á Fjölni 24-28 í oddaleik í Dalhúsum í Grafarvogi. Mynd: Gunnar Bragi Þorsteinsson.
Selfoss tryggði sér sæti í Olís-deild karla í handknattleik á næstu leiktíð með frábærum sigri á Fjölni 24-28 í oddaleik í Dalhúsum í Grafarvogi á dögunum.
14.maí 2016 - 15:00 Kristín Clausen

Ráðist inn á heimili aldraðs manns í Þingholtsstræti: Reyndu að kyrkja hann og lokuðu í kjallara hússins

Tilkynnt var um alvarlega líkamsárás í heimahúsi í Þingholtsstræti skömmu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags. Samkvæmt heimildum DV barst lögreglu tilkynning um að par hefði ruðst inn í íbúð sjötugs manns og greindi maðurinn lögreglu frá því að reynt hefði verið að kyrkja hann. Þá hefði honum verið grýtt niður í kjallara.
14.maí 2016 - 12:00 Reykjanes

Oddný G. Harðardóttir: Við Íslendingar eru flest jafnaðarmenn inn við beinið

Oddný G. Harðardóttir býður sig fram til formanns Samfylkingarinnar.
Formannskjör er framundan í Samfylkingunni. Allir félagar í Samfylkingunni hafa kosningarétt til vals á formanni. Reykjanes heyrði í Oddnýju G. Harðardóttur sem er í framboði til formanns flokksins.

14.maí 2016 - 10:16 Kristín Clausen

Uppskar brotnar tennur og nef eftir misheppnað heljarstökk á Laugavegi í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í nótt. Um klukkan eitt eftir miðnætti var tilkynnt um innbrot í Laugalækjarskóla. Þar hafði hurð verið spennt upp og farið inn. Ekki er vitað hverju var stolið.


1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Prentmet:  NRS E
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 19.5.2016
Að sýna sjálfum sér virðingu
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 14.5.2016
Aflandsreikningar
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 21.5.2016
Icesave - enn og aftur
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.5.2016
Afvegaleidd aflandsumræða
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 18.5.2016
Íslenskt verkafólk yfirgefið
Aðsend grein
Aðsend grein - 12.5.2016
Takið vel á móti Álfinum
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 24.5.2016
Ekkert djók heldur lífsins alvara
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.5.2016
Nordau á Íslandi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.5.2016
Dósentsmálið 1937
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.5.2016
Icesave-málið, Jón og menntamennirnir
Fleiri pressupennar