12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
21.mar. 2017 - 15:00 Bleikt/Guðrún Ósk

Ugla og Fox eru kynsegin par – „Giftu“ sig til að mótmæla hjúskaparlögum

Ugla Stefanía Jónsdóttir og Fox Fisher eru bæði kynsegin og hafa verið saman í rúmlega ár. Þau eru um þessar mundir að taka þátt í gerð heimildarmyndar sem fjallar um möguleikann fyrir kynsegin fólk að gifta sig án þess að þurfa að skrá sig sem konu eða karl.
21.mar. 2017 - 14:50 Ari Brynjólfsson

Pressan setur aðsóknarmet: 292 þúsund heimsóknir

Þau ánægulegu tíðindi bárust nú í byrjun vikunnar að aldrei hafa jafn margir lesið Pressuna og í síðustu viku. Samkvæmt netmælingum var Pressan með 292 þúsund staka notendur frá 13. til 20. mars. Aldrei frá því að Pressan fór í loftið í febrúar 2009 hafa jafn margir lesið Pressuna.
21.mar. 2017 - 14:08 Eyjan

Vilhjálmur svartsýnn: „Af hverju er verið að selja erlendum hrægömmum slíka gullgæs?“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það sorglegt að hugsa til þess að hinum svokölluðu hrægömmum hafi tekist að kaupa hlut í Arion banka eftir að hafa í langan tíma flogið yfir íslensku viðskiptalífi í leit að bestu bitunum. Það hafi þeim tekist nú eftir að aðilum á borð við Goldman Sachs og Och-Ziff hafa fjárfest í Arion.
21.mar. 2017 - 12:38 Ari Brynjólfsson

Stefanía óskar þess að Artur finnist – Myndir

Formlegri leit að Arturi Jarmoszko hefur verið hætt, verður leitinni ekki haldið áfram nema frekari vísbendingar berist. Artur hefur ekki sést í 22 daga og er málið hans rannsakað sem mannshvarf. Ekki barst tilkynning um hvarf hans fyrr en 9 dögum eftir að hann hvarf en síðast var vitað um hann að kvöldi þriðjudagsins 28. febrúar. Artur fór í bíó um kvöldið, tók út alla peninga sem hann átti á bankareikningi og fór í strætisvagni úr Breiðholti í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla telur ólíklegt að hann hafi farið úr landi, að minnsta kosti ekki eftir hefðbundnum leiðum.


21.mar. 2017 - 12:35 433/Hörður Snævar Jónsson

Veist þú svarið? – Hvaða liðum hefur Gylfi mætt með Íslandi

Við riðum á vaðið á dögunum en nú er komið að því að sjá hversu vel þú þekkir landsliðsferil Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þú þarft að nefna eins mörg lið og þú getur af þeim liðum sem Gylfi hefur mætt með Íslandi. Til að auðvelda þér að giska á rétt svar færðu að sjá dagsetningu á leikjunum en Gylfi á að baki 48 landsleiki fyrir Ísland. Hann hefur nokkrum sinnum mætt sömu þjóðinni og því færðu nokkur rétt svör fyrir að nefna sum löndin.
21.mar. 2017 - 10:48 Eyjan

Þorsteinn: Mikael er uppteknari af því að skjóta á ríkisstjórnina en hjálpa fátækum

Mikael Torfason vakti mikla athygli þegar hann kom fram í Silfrinu á sunnudaginn þar sem hann ræddi ástand fátæks fólks á Íslandi. Mikael er með þættina Fátækt Fólk á laugardögum á RÚV þar sem hann beinir sjónum sínum að ástandi hinna verst settu á Íslandi. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra svarar Mikael í færslu á Facebook síðu sinni. 
21.mar. 2017 - 10:22 433/Hörður Snævar Jónsson

Krafan í Kosóvó er þrjú stig – Hefur umræðan um Viðar áhrif?

Það er gríðarlega mikilvægur landsleikur á föstudag þegar karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Kósóvó í undankeppni HM. Leikið er í Albaníu þar sem Kósóvó, sem er nýtt lið innan FIFA, á ekki völl sem er löglegur í leik af þessari stærðargráðu. Íslenska landsliðið mætir sært til leiks þar sem lykilmenn vantar í liðið. Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason, Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru allir fjarverandi vegna meiðsla en allir léku stórt hlutverk á EM í sumar.
21.mar. 2017 - 10:00 Þorvarður Pálsson

„Allt brjálað“ á Hótel Marina þegar súpan var sett á tilboð

Krónan hefur styrkst mikið undanfarin misseri og það hefur haft áhrif á straum ferðamanna hér til lands. Það hefur líka áhrif á kauphegðun ferðamanna sem leggja leið sína hingað þrátt fyrir styrk gjaldmiðilsins líkt og kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Veitingastaðir hafa brugðist við kröfum ferðamanna um ódýrari valkosti og skyndibiti á borð við franskar og hamborgara selst sem aldrei fyrr.
21.mar. 2017 - 09:00 Eyjan

Benedikt afþakkaði boð til Stöðvar 2 eftir að kom í ljós að hann myndi mæta Sigmundi Davíð

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra afþakkaði boð um að mæta í umræðu á Stöð 2 í gær eftir að það kom í ljós að hann myndi mæta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þingmanni Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. Þetta fullyrðir Fréttablaðið í dálknum Frá degi til dags.
21.mar. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Fimm manna fjölskylda á götunni með þriggja daga gamalt barn

Fimm manna fjölskylda, sem hefur búið á gistiheimili í Hafnarfirði undanfarna mánuði, sér nú fram á að lenda á götunni. Þrjú börn eru í fjölskyldunni, 7 og 9 ára og aðeins þriggja daga gamalt. Fjölskyldufaðirinn segir að litla hjálp sé að fá hjá félagsmálayfirvöldum sem segi biðlista vera mjög langa. Leit að leiguhúsnæði á almennum markaði hefur ekki borið neinn árangur og því stefnir í að fjölskyldan verði húsnæðislaus og lendi á vergangi á götunni.
21.mar. 2017 - 06:09

Skemmdi húsmuni: Þjófnaður úr kirkju og húsbrot

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað úr kirkju í austurhluta Reykjavíkur. Þar hafði yfirhöfn verið stolið úr fatahengi og bíllyklum og fleiri munum úr öðrum yfirhöfnum. Á sjöunda tímanum í gær var óskað eftir aðstoð lögreglu í samkvæmi í Grafarholti en þar var ungur maður, í annarlegu ástandi, að skemma húsmuni. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
20.mar. 2017 - 23:00 Bleikt/Ragga Eiríks

Miðaldra konur á stefnumótum og gargandi kynþokki – Rauði sófinn 4. þáttur

Getur verið að Sigrún Jónsdóttir sé kvenna reyndust á íslenskum stefnumótamarkaði? Er fólk hætt að nálgast álitlega bólfélaga á barnum með þykk bjórgleraugu á nefinu? Er eitthvað til í mýtunni um einhleypa karlinn sem er stöðugt að leita að næsta gati til að stinga tippinu sínu inn í? Eru íslenskir karlmenn kurteisir á Tinder?

20.mar. 2017 - 21:00 Ari Brynjólfsson

Með 279 þúsund á mánuði á sama tíma og ferðaþjónustan skilar 500 milljörðum á ári: „Þetta er okkur til skammar“

Hópferðabílstjórar eru með einungis 1.600 krónur á tímann eftir 10 ára starf eða sem nemur um 279 þúsundum fyrir fulla dagvinnu á mánuði á sama tíma og ferðaþjónustan veltir meira en 500 milljörðum á ári. Árleg velta í einkennandi atvinnugreinum ferðaþjónustu var 591 milljarður króna á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofunnar.
20.mar. 2017 - 20:30 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Segir frumvarpið geta leitt til lokunar 45 mjólkurbúa: „Froðu- og frasastjórnmál“

Arnar Árnason formaður Landssambands kúabænda segir markmið frumvarps Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á samkeppnisumhverfi landbúnaðarins séu nú þegar í lögum. Arnar tekur undir orð Þorgerðar.
20.mar. 2017 - 20:00 Ari Brynjólfsson

Jeff og Anne komu aftur til Íslands: „Við erum heimskasta fólk í heimi“

Jeff og Anne komu til landsins í fyrrasumar og sögðu landið eitt af sínum eftirminnilegri ævintýrum. Jeff og Anne eru búsett í Dubai en halda úti umræddri bloggsíðu sem ber heitið „What Doesnt Suck?“ og birta þar myndskeið og texta þar sem þau lýsa ferðalögum sínum um heiminn. Þá veita þau öðrum ferðalöngum góð ráð og halda einnig úti vinsælum Snapchat aðgangi.
20.mar. 2017 - 19:00 Austurland

„Sá aðili sem kemur inn í þetta þarf að brenna fyrir þetta starf“

Í ljósi nýsamþykktrar menningarstefnu Fjarðabyggðar mun aðkoma sveitarfélagsins að stuðningi við hvers kyns menningarstarfsemi stóreflast með tilkomu nýrrar menningarstofu. Að sögn Páls Björgvins Guðmundssonar, bæjarstjóra Fjarðabyggðar mun Menningarstofa Fjarðabyggðar ekki endilega verða staður með kaffistofu og móttöku enda getur eðli slíkrar starfsemi vart gengið upp í fjölkjarna bæjarfélagi eins og Fjarðabyggð ef hún er staðbundin. Helstu nýmælin í stefnunni eru fyrrnefnd stofnsetning Menningarstofu og ráðning forstöðumanns hennar en á meðal verkefna viðkomandi verður að hrinda í framkvæmd viðamikilli aðgerðaráætlun sveitarfélagsins til 2018.
20.mar. 2017 - 17:00 Reykjanes

Aflafréttir - Loðnu landað í Helguvík

Jæja það fór þá þannig að verkfallið sem hafði staðið siðan um miðjan desember leystist og allur flotinn fór á sjóinn. Og það var eins og við mannin mælt. Tvennt gerðist. Mokveiði var og fiskverð á fiskmörkuðum hrundi niður. Það gerði það að verkum að smábátasjómenn héldu að sér höndum þegar mesta mokið var.
20.mar. 2017 - 16:57 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Glerbrjótur á ferð um Skeifuna og Laugardalinn

Mynd dagsins er af verri taginu en þar sést strætisvagnaskýli mölbrotið með tjón sem hleypur á milljónir. Einar Hermannsson tók myndina fyrir hádegi í dag, segir hann í samtali við Pressuna að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist á stuttum tíma.
20.mar. 2017 - 16:26 Bleikt/ Ragga Eiríks

Eva segir að Ágústa Eva eigi að vita betur

Ýmsir hafa stigið fram og tjáð sig um líkamsfordóma eftir að Vísir birti frétt um rimmu Manuelu Óskar Harðardóttur og Ágústu Evu Erlendsdóttur í kjölfar þess að sú fyrrnefnda birti sjálfsmynd af sér á Instagram og sú síðarnefnda sagði henni að fá sér að borða. Ýjaði Ágústa þar að því að Manuela væri mögulega í of litlum holdum en heilbrigt gæti talist.
20.mar. 2017 - 15:38 Þorvarður Pálsson

Prófessor með einfalda lausn á húsnæðisvandanum

Í pistli á Eyjunni fjallar prófessor í stærðfræði um ástandið á húsnæðismarkaðnum hér á landi og hvernig megi laga það. Um fátt er meira rætt þessa dagana en húsnæðismál og margir eru orðnir langþreyttir á aðgerðarleysi stjórnmálamanna. Einar Steingrímsson, prófessor í stærðfræði við Strathclyde-háskóla í Glasgow í Skotlandi er einn þeirra. Hann segist vera með einfalda lausn á þessu máli sem margir telja gríðarlega margþætt og flókið.
20.mar. 2017 - 14:30 Eyjan

Össur um snúning vogunarsjóðanna: „Varla innan móralskra marka“

„Ríkisstjórnin stimplar án þess að hiksta að vogunarsjóðir eignist stóran hlut í íslenska bankakerfinu. Þetta eru sömu sjóðir og tóku stöðu gegn íslensku krónunni og unnu leynt og ljóst að falli hennar. Hvað sem líður lögum og reglum er þetta varla innan þeirra mórölsku marka sem ríkisstjórn landsins getur leyft sér.“
20.mar. 2017 - 14:02 Þorvarður Pálsson

Fríða og Dýrið kveða niður Kong

Fríða og Dýrið eiga sér greinilega marga aðdáendur hér á landi en myndin sló rækilega í gegn í íslenskum kvikmyndahúsum um helgina. Hún fór beint á toppinn og velti úr sessi engum öðrum en sjálfum risaapanum Kong sem ráðið hafði lögum og lofum í íslenskum kvikmyndahúsum. Þetta kemur fra í aðsóknartölum kvikmyndahúsanna sem FRÍSK, samtök rétthafa kvikmynda og sjónvarpsefnis sendu frá sér í dag.
20.mar. 2017 - 13:03 433/Hörður Snævar Jónsson

Eru þetta næstu stjörnur Íslands? - Listinn í heild sinni

Um er að ræða efnilegustu leikmenn Íslands sem margir eru farnir að kannast við. Leikmennirnir eru allir á mála hjá erlendu liði og margir hafa verið það í fleiri ár.
20.mar. 2017 - 12:17 Þorvarður Pálsson

Meðlimum í Þjóðkirkjunni hefur fækkað hratt síðustu tuttugu ár

Á síðastliðnum 20 árum hefur orðið mikil fækkun á þeim sem tilheyra Þjóðkirkjunni þrátt fyrir að nýfædd börn hafi verið sjálfkrafa skráð í hana við fæðingu til ársins 2013. Fyrir tveimur áratugum voru 90% Íslendinga meðlimir Þjóðkirkjunnar en eru nú 69,89%. Þetta kemur fram á heimasíðu Siðmenntar.
20.mar. 2017 - 11:48 Eyjan

Sigmundur Davíð ósáttur við kaup vogunarsjóða á hlutum í Arion – Bankastjórann hlakkar til samstarfsins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrum formaður Framsóknarflokksins og núverandi þingmaður Framsóknarflokksins er ekki ánægður með kaup vogunarsjóða á 30% hlut í Arion Banka. Hann sakar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar um slælegan undirbúning og raunar algjört stefnuleysi hvað framtíð fjármálakerfisins varði.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Heyrn: Heyrir þú nógu vel? - mars
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 20.3.2017
Horfi frekar á köttinn minn en Gunnar Nelson
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 19.3.2017
Smartland leggur mig í einelti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2017
Rógur og brigsl háskólakennara
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 20.3.2017
Hamingjan eykst með hækkandi aldri
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 22.3.2017
Margar samúðarkveðjur
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.3.2017
Fyrirgefið orðbragðið
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 17.3.2017
Þarf að spyrja konuna út í þennan náunga
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 17.3.2017
Jóga - Fjórði hluti
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 19.3.2017
Svona gera menn ekki!!!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.3.2017
Nokkrir fyrirlestrar framundan
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.3.2017
Jóga - Fimmti hluti
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 23.3.2017
Hann kom fyrir tæplega sextán árum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.3.2017
Víðtæk spilling?
Fleiri pressupennar