12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
Svanhvít - Mottur
22.jún. 2015 - 10:13

Heiða fagnaði sínum fyrsta stóra titli á Íslandsmótinu í holukeppni

Heiða Guðnadóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar fagnaði sigri í kvennaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni sem lauk í blíðskaparveðri á Jaðarsvelli á Akureyri í gær. Heiða sigraði Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR í úrslitum 4/3. Signý Arnórsdóttir úr Keili varð þriðja eftir 2/0 sigur gegn Önnu Sólveigu Snorradóttur úr GK.
21.jún. 2015 - 21:00

Sigríður Thorlacius: „Hættið að bjóða okkur að vera með af því að það vantar konur á vinnustaðina ykkar“

„Við viljum líka og megum taka okkur pláss og stöðu sem gerendur á öllum vígstöðvum og þá ekki undir formerkjunum kven-þetta eða kven-hitt,“ segir Sigríður Tholacius söngkona en hún telur alltof algengt að konum séu boðnar stöður á vinnustöðum og í nefndum til þess eins að uppfylla kvóta. Þær komist ekki áfram á sínum eigin forsendum. „Það er nefnilega þetta með þetta kven-forskeyti. Þetta litla forskeyti sem verður stundum eins og einhver krúttleg smækkunarending.“
21.jún. 2015 - 16:49

Axel fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í holukeppni á Jaðarsvelli

Axel Bóasson úr Keili fagnaði sigri á Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni í karlaflokki sem lauk í dag á Jaðarsvelli. Axel hafði nokkra yfirburði í úrslitaleiknum gegn Benedikt Sveinssyni úr Keili og sigraði Axel 6/5.
21.jún. 2015 - 15:30

Bam Margera neitar að hafa áreitt starfsfólk Secret Solstice: Myndband náðist af átökunum

Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera þverneitar að hafa áreitt starfsmenn Secret Solstice hátíðarinnar í gærkvöldi svo út fór fyrir öll velsæmismörk. Eins og Pressan greindi frá réðust landsþekktir tónlistarmenn á Margera og þurfti hann í kjölfarið að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku.
21.jún. 2015 - 11:00 Auður Ösp Guðmundsdóttir

Ragnheiði var misþyrmt gróflega af sex piltum: „Ég hélt að þeir væru vinir mínir“

„Lengi vel fannst mér þetta vera mér að kenna. Af hverju lá ég bara þarna og gerði ekki neitt? Af hverju öskraði ég ekki?  Af hverju barðist ég ekki um?“ Þetta segir Ragnheiður Helga Hafsteinsdóttir sem 17 ára gömul varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi. Gerendurnir voru alls sex talsins. Í dag, 23 árum síðar, glímir hún enn við eftirköst ofbeldisins. Eins og hún orðar það sjálf: „Þú lendir ekki í svona löguðu og svo bara heldur lífið áfram. Eftir að þú lendir í ofbeldi af þessu tagi þá er eins og að hugsanirnar um það hafi einhverja ótrúlega lúmska leið til læðast aftan að þér, jafnvel þó að mörg ár séu liðin.“
21.jún. 2015 - 09:30

Gengjastríð og glæpaklíkur: Manst þú eftir árdögum Breiðholtsins?

Breiðholtshverfi í Reykjavík hefur oft á tíðum fengið á sig þann stimpil að vera hið íslenska gettó. Frásagnir í fjölmiðlum af gengjastríðum, ofbeldisverkum og innbrotum hefur leitt til þess að ímynd hverfisins hefur oft átt undir höggi að sækja. Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar á undanförnum árum. Í þessu fjölmenna og marbreytilega hverfi býr þverskurður samfélagsins en alkunna er að þeir sem alast upp í hverfinu myndi við það sterk tengsl og geti hvergi annars staðar hugsað sér að búa.
21.jún. 2015 - 00:37

Íslenskir tónlistarmenn lumbruðu á Bam Margera: Sagður hafa áreitt íslenskar stúlkur

Ráðist var á tónlistarmanninn og Jackass-meðliminn Bam Margera nú í kvöld á Secret Solstice-hátíðinni. Frá þessu er greint á Vísi. Þar segir að árásin hafi átt sér stað í framleiðsluherbergi, svæði sem afmarkað er fyrir starfsmenn. Lokaði lögreglan svæðinu. Heimildir Vísis herma að árásarmennirnir hafi verið landsþekktir tónlistarmenn og lá Bam óvígur eftir
20.jún. 2015 - 14:00

Guðrún gerðist hjúkrunarfræðingur í kjölfar bílslyss: „Árið 2000 var ég mjög stoltur Íslendingur“

„Ég kem ekki úr efnamikilli fjölskyldu og hugsaði oft hve heppin ég væri. Hér ættu allir rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem í boði væri, án þess að mannamunur væri gerður,“ segir Guðrún Lovísa Ólafsdóttir sem ákvað að vera hjúkrunafræðingur eftir að hafa kynnst starfi þeirra af eigin raun. Hún segir ástandið í dag vægast sagt sorglegt og að erfitt sé að horfa upp á hvernig komið er fyrir máttarstoðum samfélagsins.
20.jún. 2015 - 11:00

Bylgja: „Ógeð, þið vitið hver þið eruð“

Bylgja Babýlons „Við getum annað hvort hunsað þessa hegðun eða slegist við mennina sem gera okkur þetta. Það er bara spurning um "fight or flight" en okkur vantar karla til að kenna körlum að þetta sé fáránleg hegðun,“ segir Bylgja Babýlons leikkona og uppistandari en hún var fyrir fólskulegu áreiti af hálfu hóps af karlmönnum þegar hún var að skemmta sér á tónlistarhátíðinni Seret Solstice í gærkvöldi. Hún segir sorglegt hvernig kynferðislegt áreiti á skemmtunum er afgreitt sem eðlilegur hlutur en til þess að útrýma því þurfi karlmenn einnig að láta sig málið varða.
20.jún. 2015 - 08:00

Heimilisofbeldi í Hafnarfirði í nótt

Talsverður erill var hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í nótt. Tilkynnt var um nokkur ofbeldisverk, auk skemmdarverka og þá komu upp á annan tug fíkniefnamála í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice.
20.jún. 2015 - 07:55

Bein lýsing: Íslandsmótið í holukeppni á Jaðarsvelli - Eimskipsmótaröðin

Undanúrslitaviðureignirnar á Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni standa nú yfir.  Fylgst er með gangi mála á Twittersíður GSÍ og er hægt að sjá þær færslur hér neðst í fréttinni.
19.jún. 2015 - 20:00 Ari Brynjólfsson

„Við höfum ekki góða reynslu af útlendingum - Hlusta ekki og skilja ekki“: Pressuúttekt

Fjöldi erlendra ferðamanna sem sækir landið okkar heim er kominn yfir milljón á ári. Á tímabilinu janúar og maí 2015 komu nærri 400 þúsund ferðamenn og mun sú tala rjúka upp í sumar. Hafnirnar eru fullar af skemmtiferðaskipum, Leifsstöð hefur varla undan og ferðaþjónustan blómstrar. Undanfarið hefur mikið verið rætt um áhrif þessa fjölda á ferðamannastaði Íslands og áhrifin sem gætu orðið ef við misstum sérstöðu okkar um tærleika og fegurð. Eitt sem allir ferðamenn þurfa að prófa og mörg okkar stunda eru sundferðirnar, við áttum okkur ekkert alltaf á hversu sérstakt það er að hafa heita sundlaug á nánast hverja hræðu. Við höfum komið okkur upp góðum venjum og reglum varðandi sundkennslu og að þrífa sig vel án fata áður en farið er ofan í.

19.jún. 2015 - 18:00

Íslenskur skiptinemi á Spáni lærir frönsku í París: Viðtal

Snorri Másson er 18 ára menntsæklingur. Hann hafði nýlega lokið við fyrsta ár sitt í Menntaskólanum í Reykjavík þegar hann ákvað að stíga út fyrir kassann og hefja skiptinám með ferðaskrifstofunni Mundo á Spáni. Að skiptinámi loknu ákvað Snorri aftur að söðla um og bæta við sig enn meiri tungumálakunnáttu. Hann réðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur hélt til Parísar þar sem hann bjó inná heimili dásamlegra mæðgna og lagði stund á frönsku í heilan mánuð. Snorri svarar hér spurningum varðandi tungumálanámið og hvað nýtist honum best í þeim efnum. 
19.jún. 2015 - 16:00

Mynd dagsins: 95 þingkonur á vegg

Mynd dagsins birtir Katrín Júlíusdóttir þingmaður á fésbókarsíðu sinni og vill með því vekja athygli á dræmum hlut kvenna á þingi í gegnum árin. Myndina tók hún í matsal Alþingis en þar má sjá allar þær konur sem tekið hafa sæti á Alþingi frá því fyrsta konan var kjörin árið 1922. Öld er í dag liðin frá því að konur hlutu kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis.
19.jún. 2015 - 14:15

Viss um að hafa séð ísbjörn við Jökulsárgljúfur: Tjaldsvæði lokað

Rýma þurfti tjaldstæði við Jökulsárgljúfur í nótt eftir að spænskur ferðamaður taldi sig hafa séð ísbjörn á vappi á svæðinu. Tjaldsvæðið er staðsett á milli Hólmatúna og Vesturdals og dvöldu þar um tíu manns þegar atvikið varð.
19.jún. 2015 - 12:30

Kirstín stýrði björgunaraðgerðum í Danmörku: „Fannst ég vera skyldug til þess að fara og athuga hvort ég gæti hjálpað“

„Þetta er eitthvað sem ég gerði bara alveg ósjálfrátt. Það er merkilegt, því ég hef einmitt oft hugsað um hvernig ég myndi bregðast við í svona aðstæðum, hvort ég myndi frjósa eða hvort ég myndi ganga beint í málin. Allt sem ég hafði lært í náminu kom þarna strax upp í hugann,“ segir Kirstín Birna Bjarnardóttir sem síðastliðinn fimmtudag kom að bílslysi fyrir utan bæinn Gråsten í Danmörku og sá þar til þess að hinir slösuðu fengu viðeigandi aðhlynningu áður en lögregla og sjúkrabílar komu á vettvang. Hún segir það fyrst og fremst vera samvinnu allra á vettvangi að þakka að aðgerðirrnar gengu hratt og örugglega fyrir sig.
19.jún. 2015 - 11:51

Almannavarnir búa sig undir stóran skjálfta: Gæti orðið allt 6.5 - Margir verða skelkaðir

Undanfarnar vikur hefur orðið nokkur aukning á jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaganum og nágrenni hans. Meðal annars varð skjálfti af stærð 4 í lok maí sem átti upptök við Kleifarvatn og fannst vel víða á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að vísbendingar séu um að talsverð spenna geti losnað út í stærri skjálftum, allt að 6.5 að stærð. Búast má við því að áhrif skjálfta af þessari stærðargráðu í nálægum byggðum höfuðborgarsvæðinu, Grindavík, Þorlákshöfn, Hveragerði og Reykjanesbæ.
19.jún. 2015 - 11:35

Hafþór Júlíus sterkasti Maður Íslands fimmta árið í röð! MYNDBAND

Hafþór Júlíus Björnsson, vinsælasti aflraunamaður heims, vann það ótrúlega þrekvirki að verða Sterkasti maður Íslands fimmta árið í röð. Það hefur enginn annar leikið eftir. Keppnin var haldin í Fjölskyldugarðinum og Vonarstræti sem og í Mosfellsbæ.
19.jún. 2015 - 10:15

Ungur íslenskur hjúkrunarfræðingur vann þrekvirki í Danmörku: Skipulagði björgunarstarf á vettvangi bílslyss

Alvarlegt bílslys varð í bænum Gråsten á Suður Jótlandi síðastliðinn fimmtudag. Lögregla staðarins stendur í mikilli þakkarskuld við íslenskan hjúkrunarfræðing sem sýndi mikið snarræði og skipulagði björgunarstarf á vettvangi.
19.jún. 2015 - 10:00

Ragga Gísla segir Grýlurnar hafa mætt mótlæti í upphafi: „Gerðum ekki út á staðlaða fegurð“

Ragga Gísla „Ég veit ekki hvort það var vegna þess að þetta var kraftmikil og ákveðin kvennarokkhljómsveit sem var alls ekki að afsaka sig eða þeim fannst við ekki nógu flinkar. Það mætti líkja þessu við fótboltann þar sem kvennafótbolti fór í taugarnar á mönnum í byrjun af því þær voru ekki alveg komnar með æfinguna eða milljón ára reynslu eins og þær,“ segir Ragnhildur Gísladóttir, einnig þekkt sem Ragga Gísla, söngkona og forsprakki Grýlanna sem kom eins og stormsveipur í íslenskt tónlistarlíf í upphafi níunda áratugarins. Hún segir það hafa verið allt annað en auðvelt fyrir hóp af konum að koma inn í hina íslensku rokksenu og telur vandann ekki síst liggja í því að útgáfufyrirtækjunum hefur ætíð verið stýrt af körlum.
18.jún. 2015 - 20:00

Kvíði, sviti, stress og skjálfti: Bara nokkur einföld orð geta gert kraftaverk

„Þegar kvíðinn var sem verstur hjá mér þá kveið ég fyrir hverjum skóladegi eða mæta í vinnu, ég var hættur að mæta á ýmsa viðburði útaf því að ég kveið fyrir að verða mér til skammar eða fólk færi að gera grín af mér, ég hugsaði alltaf það versta,“ skrifar Jóhann Björn Sigurgeirsson í pistli sínum á Kvíði.is, samfélagsmiðli fyrir þá sem glíma við kvíða og þunglyndi. Er Jóhann nú genginn í hóp þeirra fjölmörgu sem hafa tjáð sig hafa opinberlega upp á síðkastið um reynslu sína.

18.jún. 2015 - 17:45

Aron verður áfram með íslenska landsliðið – samdi til tveggja ára

Aron Kristjánsson verður áfram þjálfari karlalandsliðs Íslands í handknattleik en frá því var gengið í dag. Aron skrifaði undir tveggja ára samning við Handknattleikssamband Íslands en viðræður þess efnis hafa staðið yfir í nokkur tíma.
18.jún. 2015 - 16:00 Auður Ösp Guðmundsdóttir

Ársæll: „Ég er kynferðisbrotamaður. Ég vil taka á mig skömmina og biðjast opinberlega afsökunar“

Ársæll Níelsson „Ég vil taka á mig skömmina og biðjast opinberlega afsökunar. Það er verið að tala um aðþolendur kynferðisofbeldis eigi að skila sköminni þar sem hún á heima. Þess vegna er nauðsynlegt að gerendur stígi fram og gangist við ábyrgðinni, “ segir Ársæll Níelsson sem braut kynferðislega gegn stúlku fyrir mörgum árum en hefur nú ákveðið að stíga fram og viðurkenna brot sitt.
18.jún. 2015 - 14:55 Ari Brynjólfsson

Landvörður á Geysi: Hræðilegt þegar börn verða fyrir slysi - girðing færð

„Það er alveg hræðilegt þegar svona gerist, að börn verði fyrir slysi og alls ekki eitthvað sem við viljum að gerist hérna á svæðinu,“ segir Linda Guðmundsdóttir, landvörður á Suðurlandi sem þjónar m.a. Geysissvæðinu þar sem vindkviða blés heitu vatni úr Strokk á íslenska fjölskyldu. En líkt og Pressan greindi frá fyrr í dag þá hlutu börnin 1. og 2. stigs brunasár.

18.jún. 2015 - 13:38

Átakanlegt myndband þegar íslensk fjölskylda brenndist illa eftir að Strokkur gaus

Pétur Reynisson sem búsettur er í Noregi ásamt fjölskyldu sinni var hér á landi fyrr í mánuðinum. Seinasta daginn fyrir brottför fór fjölskyldan í Haukadal til að freista þess að sjá Strokk gjósa. Þegar Strokkur gaus kom snörp vindhviða og feykti stórri gusu af sjóðandi vatni út fyrir öryggismörkin.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sena: Rea
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 25.6.2015
Leyndarmál kaffikorgsins eru komin í ljós!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.6.2015
Gunnar Smári: óvæntur siðapostuli
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 20.6.2015
Miðsumar - Sumarsólstöður = Jarðaberjatertan ómissandi!
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 24.6.2015
Bankahroki
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 19.6.2015
Reimleikar á Þingvallabæ
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.6.2015
Drengskapur tveggja Breta
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 18.6.2015
Bragðlaukaferð til Eþíópíu - Sælkerapressan á Teni
Aðsend grein
Aðsend grein - 23.6.2015
Hjúkrunarfræðingur svarar
- 22.6.2015
Jafnrétti borgara
Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason - 24.6.2015
Er versluninni að blæða út?
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 23.6.2015
Chia hafragrautur: UPPSKRIFT
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.6.2015
Gríska kreppan: Við Gylfi og Ragnar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.6.2015
Aukum gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.6.2015
Áhrifamikill ræðumaður
Fleiri pressupennar