12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
(26-30) NRS Göngugreining juní 2016
18.jún. 2016 - 19:00 Akureyri vikublað

Friðleifur: „Uppruni matarins skiptir máli“

Fjölskyldan.
Friðleifur Egill Guðmundsson er framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience á Íslandi sem rekur lúxushótelið á Deplum í Fljótum. Friðleifur er mikill matmaður og féllst á að gefa lesendum Akureyri Vikublaðs sínar uppáhaldsuppskriftir.

18.jún. 2016 - 18:05 Kristján Kristjánsson

Jafntefli í dramatískum leik við Ungverja

Jafntefli var niðurstaðan í leik Íslands og Ungverjalands í úrslitakeppni EM í Frakklandi en leiknum lauk fyrir nokkrum mínútum. Hvort lið skoraði eitt mark. Íslendingar voru grátlega nærri því að sigra í leiknum en Ungverjar jöfnuðu á 88. mínútu venjulegs leiktíma.
18.jún. 2016 - 14:00 Vestfirðir

Ég hef gengið gamlar alfaraleiðir í fóspor formæðra

Höfundur á leið á Auðnaöxl á Hjarðarnesi.
Allt byrjaði þetta með því að ég kom auga á það sem hafði alla tíð verið fyrir augunum á mér – Barðastrandarhreppinn með öllum sínum kostum og göllum. Hér er jú fallegt eins og annars staðar og engu minni ástæða til að staldra við eða ferðast til frekar en aðrir staðir sem ég hef heimsótt. 

18.jún. 2016 - 13:00

Vilhjálmur er ósáttur við að forseti ASÍ sækist eftir endurkjöri – Segir hann hafa unnið gegn hagsmunum launafólks

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins á miðvikudaginn að hann muni sækjast eftir endurkjöri sem forseti sambandsins á 42. þingi þess en það fer fram í lok október.
18.jún. 2016 - 12:00 Austurland

EM: Tveggja tíma brjálæði…eða hvað

Nú er hún loksins hafin, Evrópukeppnin í knattspyrnu í Frakklandi. Margir hafa beðið eftir þessu augnabliki, jafnvel í marga mánuði eða allt frá því að Ísland gerði jafntefli við Kasakstan í september á síðasta ári og komst í lokakeppnina. Spennan hefur magnast undanfarna mánuði og hefur varningur tengdur keppninni og íslenska landsliðinu rokið út, meira að segja landsliðbúningurinn sem var mikið á milli tannanna á fólki fyrst eftir að hann var frumsýndur. 

18.jún. 2016 - 10:30 Hafnarfjörður / Garðabær

Gefa út plötu fyrir Airwaves

Liðsmenn Hórmóna fögnuðu ákaft þegar tilkynnt hafði verið um sigur þeirra á Músíktilraunum í ár.
Hljómsveitin Hórmónar í Garðabæ kom, sá og sigraði á Músíktilraunum í vor. Hún samanstendur af Urði Bergsdóttur, Erni Gauta Jóhannssyni, Brynhildi Karlsdóttur, Katrínu Guðbjartsdóttur og Hjalta Torfasyni, sem öll eru rúmlega tvítug. Brynhildur, söngvari sveitarinnar, var jafnframt valin besti söngvari Músíktilrauna þetta árið. Á menningaruppskeruhátíð Garðabæjar fyrr í þessum mánuði var tilkynnt að Hórmónar fái styrk til plötuútgáfu og tónleikahalds úr Hvatningarsjóði ungra listamanna í Garðabæ.

18.jún. 2016 - 06:33

Fánar við hún, vímuefnaakstrar og heimilisofbeldi

Gærkvöldið og nóttin var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og virðist þjóðhátíðardagurinn hafa farið vel í fólk og það gengið jákvætt inn í nóttina. Einn var þó handtekinn í gærkvöldi í Kópavogi vegna gruns um heimilisofbeldi.
17.jún. 2016 - 22:00

Birta gaf út hjartnæmt lag við útskriftina: „Þetta eru skilaboð sem ég hef aldrei þorað að koma frá mér“

Birta Birgisdóttir er 16 ára gömul hæfileikarík söngkona, fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, en flutti ásamt mömmu sinni til Reykjavíkur árið 2014. Birta æfði söng meðan hún bjó í Eyjum og hélt því áfram eftir að hún flutti. Hún útskrifaðist úr Langholtsskóla á dögunum og var lokaverkefni hennar frumsamið lag og texti. Sönghæfileikarnir skína greinilega í gegn í laginu Enn hér sem hún gaf út á YouTube á dögunum.
17.jún. 2016 - 20:00 Austurland

Sigríður lagði ein mánaðarlaun í kosningabaráttuna

Sigríður Rósa
Það er af sem áður var að almennir launamenn legðu mikið undir í stuðningi við forsetaframbjóðendur af hugsjónaástæðum. Sagan af Sigríði Rósu á Eskifirði, í kringum kosningarnar 1980 minnir á söguna af Eyri ekkjunnar. 
17.jún. 2016 - 18:00 Bleikt

Hvað verður um allar blöðrurnar sem svífa upp í loftið á 17.júní?

Gleðilegan Þjóðhátíðardag! Skrúðgöngur, blöðrur, kandífloss og skæbrosandi börn verða áberandi í dag og skemmtileg dagskrá um land allt. En hvað verður um allar helínblöðrurnar þegar þær fara upp í loftið? „Er ofar dregur lækkar loftþrýstingur umhverfis blöðrurnar og þær þenjast út, springa eða fara að leka og falla síðan til jarðar,“ segir í svari á Vísindavef Háskóla Íslands.

17.jún. 2016 - 17:00

Kópavogur eini bærinn sem býður upp á kvölddagskrá

Kópavogur. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Kópavogsbær mun halda þjóðhátíðardaginn með pompi og prakt, en dagskrá á vegum bæjarins hefst klukkan 10 með 17. Júní hlaupi fyrir börn í 1.-6. Bekk við Kópavogsvöll.

17.jún. 2016 - 15:30 Arnar Örn Ingólfsson

Úrkoma í 85 prósent tilvika frá stofnun lýðveldisins

Fæstir láta rigningarveðrið ekki hafa áhrif á hátíðarhöld sín.
Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands á úrkomu í Reykjavík á þjóðhátíðardeginum 17. júní frá árinu 1944, þegar lýðveldið Ísland var stofnað, hefur í 85 prósenta tilvika gætt úrkomu.

17.jún. 2016 - 12:30

Hátíðardagskrá á Austurlandi: Kassabílaþrautir og legósamkeppni

Austfirðingar munu ekki láta sitt eftir liggja í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn, en hátíðardagskrá á Egilsstöðum hefst klukkan 10 með hátíðarmessu.

17.jún. 2016 - 11:50 Arnar Örn Ingólfsson

Lokanir á þjóðhátíðardaginn: Það sem þú þarft að vita

Í tilefni hátíðarhalda á 17. júní verður götum lokað. Þá verður umferð einnig takmörkuð á nokkrum stöðum í borginni.

17.jún. 2016 - 11:00 Arnar Örn Ingólfsson

Hátíðarhöld á Akureyri: Skátatívolí og Páll Óskar

 Akureyrarbær hvetur íbúa bæjarins til að draga fána að húni á þjóðhátíðardaginn.
Akureyringar ætla sér að fagna þjóðhátíðardegi Íslendinga í Lystigarðinum og í miðbæ bæjarins.  Dagskráin hefst klukkan 13:00 í Lystigarðinum.

17.jún. 2016 - 09:30 Arnar Örn Ingólfsson

Hátíðarhöld á 17. júní í Reykjavík

Mannfjöldi á Arnarhóli.
Þjóðhátíðardagur Íslands verður haldinn hátíðlegur í dag, 17. júní með tilheyrandi hátíðarhöldum um allan bæ.

17.jún. 2016 - 08:00

Þjóðhátíðarspáin: Væta sunnan- og vestanmegin landsins

Búast má við því að létta muni til þegar líða tekur á kvöldið.
Suðlæg eða breytileg átt, 3,8 m/sek, og skýjað að mestu. Dálítil væta sunnan- og vestan megin landsins, einkum á annesjum. Svona hljómar þjóðhátíðarveðurspáin hjá Veðurstofu Íslands.

16.jún. 2016 - 19:00 Bleikt

Leon Páll 6 ára flaug í leikskólann í dag: „Hann er algjör ofurhugi“

Leon Páll Gíslason sex ára fór í sitt fyrsta svifflug í morgun og mætti fljúgandi á leikskólann sinn í Vík. Er hann væntanlega sá yngsti sem hefur farið í slíkt flug hér á landi og vakti þetta því sannarlega athygli okkar. „Hann Leon Páll er algjör ofurhugi, alveg óhræddur og langar að fljúga eins og pabbi sinn“ sagði föðursystir Leons Páls í samtali við Bleikt. Gísli Steinar Jóhannesson faðir hans er svifvængjakennari hjá True Adventure og fór hann með son sinn í þessa skemmtilegu ævintýraferð.

16.jún. 2016 - 18:00 Ari Brynjólfsson

Huldubandið Synthamanía gefur frá sér nýtt myndband: Getur þú borið kennsl á hljómsveitarmeðlimina?

Synthamanía er ný íslensk hljómsveit skipuð stórkanónum úr íslensku tónlistarlífi og hefur nú gefið út sinn fyrsta smell sem heitir einfaldlega „Synthamanía.“ Hljómsveitin fékk leikstjórann Óskar Kristinn Vignisson til liðs við sig og skellti í tónlistarmyndband sem er á skemmtistaðnum Húrra.  Mikil dulúð er um hvaða stjörnur er að ræða en samtal Pressunnar við dularfullan hljómsveitarmeðlim leiddi í ljós að hægt er að bera kennsl á hljómsveitarmeðlimi ef myndbandið er grannt skoðað.

16.jún. 2016 - 17:50 Ari Brynjólfsson

Elva Brá er fundin

Elva Brá er fundin.
16.jún. 2016 - 15:00 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Ronaldo-bollur

Mynd dagsins tók Stefán Örn Einarsson af bollum með mynd af Cristiano Ronaldo landsliðsmanni Portúgal að gráta.
16.jún. 2016 - 11:30 Ari Brynjólfsson

Færri nemendum hleypt í MR í haust vegna veikinda kennara

Færri nemendur verða teknir inn í Menntaskólann í Reykjavík á næsta skólaári en gert var ráð fyrir, er þetta gert í sparnaðarskyni.
16.jún. 2016 - 10:30 Arnar Örn Ingólfsson

Hefur þú séð Elvu Brá?

Lögreglan á höfuðbirgarsvæðinu lýsir eftir Elvu Brá Þorsteinsdóttur. Elva er fædd árið 1990. 

16.jún. 2016 - 09:40 Ari Brynjólfsson

Sagðir hafa flutt lík Guðmundar Einarssonar

Guðmundar- og Geirfinnsmál hafa verið umdeild í íslensku þjóðfélagi síðastliðna fjóra áratugi.

Mennirnir tveir sem handteknir voru á þriðjudaginn eru sagðir hafa flutt lík Guðmundar Einarssonar á sínum tíma.

16.jún. 2016 - 09:30 Vestfirðir

Vilja Sigmund Davíð burt

Framsóknarmenn á Vestfjörðum vilja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins víkji úr formannaembætti samkvæmt heimildum blaðsins Vestfirðir. Framsóknarfélagið á Ísafirði gerði á fundi síðun nýverið ályktun þess efnis og sendu hana til flokksforystunnar.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

sætasvínið: Djöflakaka jún júl 2016
Vestfirðir
Vestfirðir - 17.6.2016
Forsetaframbjóðandi LÍÚ
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 14.6.2016
Hræsni vinstrimanna í vínkaupum
Aðsend grein
Aðsend grein - 15.6.2016
Rakamyndun í húsum
Aðsend grein
Aðsend grein - 19.6.2016
Sannleikurinn um Landeyjahöfn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.6.2016
Eftirtektarverð aukakosning
Aðsend grein
Aðsend grein - 14.6.2016
Brjóstagjafarstríðið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.6.2016
Tveir fyrirlestrar mínir á morgun
Hafnarfjörður / Garðabær
Hafnarfjörður / Garðabær - 18.6.2016
Tekist á um einkaskóla í Hafnarfirði
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 20.6.2016
Maður eins og Davíð verður góður forseti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.6.2016
Davíð bestur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 26.6.2016
Úrslit forsetakjörsins
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 23.6.2016
Ætli lögreglufulltrúinn sé í VG?
Austurland
Austurland - 16.6.2016
Von lítilmagns - gildi þjóðar
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - 25.6.2016
Niður með forsetaembættið, púúú!
Fleiri pressupennar