12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
10.des. 2014 - 10:30

Lokað fyrir umferð um Kjalarnes

Mjög hvasst er nú á höfuðborgarsvæðinu og hefur verið lokað fyrir umferð um Kjalarnes. Sama gildir um umferð frá borginni og austur fyrir fjall, en lokað er fyrir umferð um Suðurlandsveg.
10.des. 2014 - 10:00

Hver myrti söngkonuna? Dimm og drungaleg saga

Atvinnulaus rithöfundur fær það verkefni að skrifa sögu ungrar, látinnar tónlistarkonu. Verkefnið dregur hann meðal annars vestur á Ísafjörð en sagan gerist að mestu leyti í Reykjavík. Við kynnumst kaldrifjuðu fólki og dularfull leyndarmál eru dregin fram í dagsljósið.
09.des. 2014 - 20:23

„Dálítið uppþot fyrir misskilning“: Sveitarstjórnarmenn á Austurlandi styðja ákvörðunina

,,Mikið af umfjöllun um þetta mál byggir á ranghugmyndum um stöðuna og áformin. Ég hef séð því haldið fram í mörgum fréttum og heilu greinabálkunum að verið sé að flytja lögregluna á Höfn frá Suðurlandi á Austurland. Því hefur meira að segja verið haldið fram á nokkrum stöðum að verið sé að færa lögregluna á Höfn úr Suðurkjördæmi í Norðausturkjördæmi.
09.des. 2014 - 17:00

Að seinka klukkunni þýðir bjartari morgna: En hvernig verður síðdegið? MYND

Hverju breytir að seinka klukkunni um klukkustund í skammdeginu. Morgunblaðið birti myndskeið sem sýndi hversu bjart yrði á morgnanna ef klukkunni yrði seinkað.
09.des. 2014 - 15:25 Sigurður Elvar

Úrslitaleikirnir á EM í körfu fara fram í verkfræðilegu „undraverki“ – mögnuð fjölnota bygging

Stade Pierre-Mauroy í frönsku borginn Lille er verkfræðilegt undur en þar munu úrslitaleikirnir á Evrópumóti karlalandsliða í körfuknattleik fara fram í september á næsta ári. Dregið var í riðla í gær og það eru ekki miklar líkur á því að Ísland fái tækifæri að keppa í þessari mögnuðu höll sem er orðsins fyllstu merkingu fjölnota mannvirki.
09.des. 2014 - 15:25

Gilbert segir stríðinu við Hilmar Leifs lokið: Hef ekki tekið son minn í 10 mánuði af ótta við hótanir

„Hér með hendi ég inn hvítum fána og af minni hálfu lýsi ég þessu stríði lokið! Hilmar Leifsson þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk! Þú munt ekki verða fyrir ónæði frá mér eða mínu fólki og ætla ég rétt að vona að þú sýnir mér þá virðingu líka“, segir Gilbert Sigurðsson en hann vill semja frið við Hilmar Leifsson. Gilbert og Hilmar hafa átt í stríði og slógust meðal annars á Cafe Mílanó svo frægt er. Þá er talið að þeir hafi einnig tekist á fyrir utan World Class í Laugardalnum í ágúst síðastliðnum.
09.des. 2014 - 10:43

Fárviðri á Vestfjörðum í dag

Mynd: Gettyimages Veðurstofan vill vekja athygli á að samkvæmt nýjustu spálíkönum er spáð norðaustan ofsaveðri eða fárviðri (25-35 m/s) á norðanverðum Vestfjörðum eftir hádegi í dag.
09.des. 2014 - 09:09

Stund á milli stríða: Óveðrið heldur áfram í kvöld

Óveðrið sem geysaði í nótt er að mestu gengið niður. Enn er þó hvasst víða auk þess sem hálka og ófærð hafa haft áhrif á samgöngur víða um land. Hléið á veðurofsanum verður þó ekki langt en seinni hluta dags tekur að hvessa á ný.
09.des. 2014 - 08:32

Kona í fæðingu flutt til Reykjavíkur í óveðrinu í nótt

Sjúkraflutningamenn, Vegagerðarmenn og björgunarsveitarmenn á snjóruðningstækjum og fjallabílum tóku höndum saman í nótt við að flytja ófríska konu, sem lá á sjúkrahúsinu á Selfossi á fæðingadeild Landsspítalans, en bæði Hellisheiði og Þrengsli voru ófær á meðan á aðgerðinni stóð.
09.des. 2014 - 00:36

Höfuðborgarsvæðið: Gluggar brotna, klæðningar og þakplötur losna

Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum víða um land í kvöld, þó einna mest á höfuðborgarsvæðinu.  Þar hafa sveitir sinnt á þriðja tug aðstoðarbeiðna.
08.des. 2014 - 20:51

Björgunarsveitir kallaðar út til að bjarga fólki á Hellisheiði: Strætisvagn fór út af

Búið er að kalla út björgunarsveitir frá Hveragerði og Þorlákshöfn og eru þær nú að ferja fólk úr bílum sem sitja fastir á Hellisheiði. Vegagerðin hefur lokað heiðinni við Hveragerði og Rauðavatn.
08.des. 2014 - 20:00

Fæddi andvana stúlku: Óréttlæti gagnvart feðrum - „Það er hún sem er ólétt. Þú ert ekki fórnarlamb hér!“

„Ég og maðurinn minn eignuðumst andvana stelpu þann 5. september síðastliðin. Það hefur komið fyrir að fólk labbar framhjá honum til mín til að votta samúð sína. Þá spyr fólk hann um mína líðan en ekki hvernig hann hefur það“, segir ung kona búsett á Fáskrúðsfirði. Hún er ósátt við viðbrögð Sjúkratrygginga Íslands sem neituðu að greiða fyrir ferð föður til fara yfir niðurstöður rannsókna vegna andlátsins. Tekin voru sýni úr fylgju og barninu sem lést á 23 viku meðgöngu.  Samþykkt var að greiða fyrir ferð móðurinnar, ekki föðurins.
08.des. 2014 - 16:30

Mynd dagsins: Jón Gnarr fór heim grátandi

Á mynd dagsins má sjá Jón Gnarr 14 ára gamlan. Hann birti myndina fyrr í dag á Fésbókarsíðu sinni. Þar sagði Jón:
08.des. 2014 - 15:06

Ný bók beint í fyrsta sæti metsölulistans!

Það er álag á Metsölulista Eymundsson um þessar mundir.
Ljónatemjarinn eftir Camillu Lackberg kom út á fimmtudaginn síðastliðinn og gerði sér lítið fyrir og fór beint í fyrsta sætið á Metsölulista Eymundsson. Camilla á stóran aðdáendahóp hér á landi, sem beðið hefur í ofvæni í tvö og hálft ár eftir nýrri bók en þetta er tíunda bók Camillu sem kemur út á íslensku.
08.des. 2014 - 14:27

Ríkisútvarpið býr við linnulausar og samfelldar árásir frá óbilgjörnum öfgasinnum

Guðmundur Andri Thorsson fer hörðum orðum um þá er hart hafa gengið fram í gagnrýni á Ríkisútvarpið undanfarið í vikulegri grein sinni í Fréttablaðinu í dag. Guðmundur Andri segir að Ríkisútvarpið sé sameiginlegur vettvangur þjóðarinnar þar sem skipst sé á skoðunum og málin krufin til mergjar. Andstæðingar stofnunarinnar séu hins vegar sannkölluð sundrungartákn.
08.des. 2014 - 13:08

Maður ógnaði lögreglu með hnífi

Snemma í morgun hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af manni sem á við andleg veikindi að stríða. Maðurinn tók upp hníf og ógnaði lögreglu en það tókst með lagni og samtali að fá manninn til að afvopnast. Enginn hlaut meiðsli af þessu en maðurinn var færður á viðeigandi stofnun.
08.des. 2014 - 11:40

Kröfuhafar Kaupþings munu berjast gegn útgönguskatti

„Kröfuhafar sem komið er fram við með ósanngjörnum hætti á alþjóðlegum vettvangi ganga ekki bara í burtu,“ segir Timothy Coleman, ráðgjafi kröfuhafa í Kaupþingi. Hann varar stjórnvöld við því að beita aðgerðum eins og útgönguskatti á eignir slitabúa föllnu bankanna.
08.des. 2014 - 10:40

Kona fannst látin á höfuðborgarsvæðinu

Kona fannst látin á höfuðborgarsvæðinu um helgina og er hún talin hafa látist úr ofkælingu. Er málið ekki rannsakað sem sakamál enda konan talin hafa orðið úti. Mbl.is  greindi frá málinu.
08.des. 2014 - 07:59

Það verður brjálað veður í kvöld: Fjarlægjum eða festum lausamuni og höldum okkur innandyra

Mikill stormur mun geysa sunnan- og vestanlands í kvöld með vind upp á 20 til 30 metra á sekúndu og mikilli úrkomu, slyddu og rigningu. Það tekur að hvessa vel undir lok dags en veðrið nær hámarki á miðnætti. Á tímabili verður alls ekkert ferðaveður vestan- og sunnanlands.
07.des. 2014 - 19:13

Slash hélt að trommuleikari Dimmu væri Psy sem er heimsþekktur fyrir Gangnam Style

Mynd: Skjáskot af Facebook síðu Birgis en hann stendur lengst til vinstri Birgir Jónsson trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu, sem hitaði upp fyrir Slash, segir frá fyrstu kynnum sínum af gítarleikaranum á Facebook síðu sinni í dag. Stórkemmtilegur misskilningur varð til þess að hvorugur gleymir hinum í bráð.
07.des. 2014 - 17:30

Manstu eftir Corona jakkafötum, Trésmiðjunni Víði og Verzlunarbankanum? Sjónvarpsauglýsingar sem vekja upp minningar

Það markaði straumhvörf  þegar Ríkisjónvarpið hóf útsendingar árið 1966 en óhætt er að segja að þjóðin hafi tekið því fagnandi. Ein nýbreytni sem naut mikilla vinsælda strax frá byrjun voru leiknar sjónvarpsauglýsingar og þó svo að deila megi um gæði þeirra í dag þá er óhætt að segja að þær séu ágætur minnisvarði um tísku og tíðaranda á árum áður.
07.des. 2014 - 16:36

„Ég er með kvíðahnút í maganum í hvert sinn sem ég sæki dóttur mína“

Það er ekki út af mömmu hennar, heldur eiginkonu minni. Ég veit aldrei hvaða móttökur dóttirin fær. Stundum heilsar konan mín henni ekki og ef það gerist er það í áhugalausum mæðutóni. Aðfinnslur um hvar hún setur töskuna og skóna fylgja venjulega á eftir. Hún fær líka að heyra það ef hún klárar ekki mjólkina úr skálinni með mjólkurkorninu, það fá stjúpbörnin mín líka en umburðarlyndi móður þeirra er meira og tónninn annar.
07.des. 2014 - 14:23

Viðvörun: Spáð er stormi eða roki (meira en 20 m/s) annað kvöld og aðra nótt

Veðurstofan vill vekja athygli á slæmri veðurspá annað kvöld og aðra nótt, 8 til 9 desember 2014. Þá má búast við að suðaustan stormur eða rok (20-28 m/s) gangi yfir landið.


 

07.des. 2014 - 11:54

Tilkynnt um innbrot á heimili í Fossvogi og í Jólaþorpið í morgun

Um klukkan átta í morgun var til­kynnt um inn­brot og þjófnað á heim­ili í Foss­vogi. Rúmum klukkutíma síðar barst lögreglu tilkynning um innbrot, í sölubása í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. 

Ekki er vitað hverju var stolið né heldur hver var að verki.07.des. 2014 - 10:38

Jólaljósin tendruð á Austurvelli klukkan 16 í dag

Mynd: Reykjavíkurborg, Dagur B. Eggertsson og Cecilie Landsverk, sendiherra Noregs á Íslandi

Jólaljós trésins á Austurvelli verða tendruð klukkan 16 í dag. Fresta varð athöfninni og jólaskemmtuninni sem henni fylgir um eina viku vegna óveðursins um síðustu helgi. Óslóartréð sem þá stóð á Austurvelli fór illa í veðurofsanum sem gekk yfir landið. Því var brugðið á það ráð að ná í nýtt jólatré við Rauðavatn.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sena: - Unglingurinn des (út 24)
Jón Óðinn Waage
Jón Óðinn Waage - 09.12.2014
Mér finnst þetta heimska
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 13.12.2014
Fámenn valdaklíka hámar í sig mest af kökunni
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 10.12.2014
Rangar ályktanir dregnar af dómi
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 06.12.2014
Hver stjórnar rannsókn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 18.12.2014
Hvar eru peningarnir hans afa?
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 12.12.2014
Pólitísk dauðasynd og óhelgi?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.12.2014
Einar dansaði við Herttu
Sólveig Sigurðardóttir
Sólveig Sigurðardóttir - 10.12.2014
Offitan stjórnaði: Stattu við markmiðin
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 09.12.2014
Steingrímur J. og Katrín bera vitni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.12.2014
Steinólfur í Fagradal
Fleiri pressupennar