12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
08.okt. 2014 - 19:00

Lítið um áttavillta unglinga

Álftarhjón norður í landi fylgdu ungum sínum suður til Englands þar sem þau höfðu vetursetu. Ungarnir fylgdu foreldrunum aftur til Íslands um vorið og beint heim á æskuslóðirnar. Þegar þangað var komið þurftu foreldrarnir að sinna nýju verkefni og ungarnir því ekki lengur velkomnir. Fjölskylduböndin rofnuðu en ungarnir máttu þakka fyrir að hafa fengið vernd og leiðsögn um hvernig ætti að finna gott vetrarsvæði og að rata á milli Íslands og Bretlandseyja.
08.okt. 2014 - 11:20

Bíl stolið frá óléttri konu í Kópavogi: „Eins gott að ég fór ekki af stað í nótt“

Síðustu nótt var bíl stolið við Ástún 14 í Kópavogi. Eigandi bílsins Lena Margrét Aradóttir er ófrísk, komin 38 vikur á leið.
08.okt. 2014 - 08:00

Mikil skjálftavirkni í norðanverðum Vatnajökli: Stærsti skjálftinn 3,9

Um 10 jarðskjálftar hafa mælst í norðanverðumVatnajökli frá miðnætti og hátt í 30 skjálftar síðan klukkan sjö í gærkvöldi, flestir í Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn mældist 3,9 og varð laust eftir klukkan hálf fjögur í nótt.
07.okt. 2014 - 21:30

Fjóla átti æsku sem ekkert foreldri óskar barninu sínu: „Fyrir mér er venjuleg fjölskylda ekki til“

Fjóla Ólafardóttir er 23 ára kona frá Grindavík. Við fyrstu sýn virðist hún „ósköp eðlileg stelpa,“ snyrtilega klædd, brosmild og ber af sér góðan þokka. En ekki er allt sem sýnist. Fjóla átti æsku sem ekkert foreldri óskar barninu sínu og í dag vinnur hún í því að styrkja sjálfa sig.
07.okt. 2014 - 19:15

Sjáðu hvað er nýtt á Netflix í október: Kvikmyndir og þættir

Netflix er áskriftarþjónusta á netinu sem veitir aðgang að sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og öðru myndefni sem notendur geta horft á án takmarkana fyrir fast mánaðargjald. Tugþúsundir Íslendinga nota nú þjónustu Netflix.  Kostnaður við að hafa Netflix er um 1450 krónur á mánuði.
07.okt. 2014 - 11:55

Gosmengun frá Holuhrauni á Suður- og Vesturlandi í dag

Nokkur mengun frá eldgosinu í Holuhrauni mældist á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verða greinanleg á Suður- og Vesturlandi næstu daga.

07.okt. 2014 - 08:30

Gasmengun verður í höfuðborginni í dag - rólegt veður framundan

Í dag má búast við gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni á höfuðborgarsvæðinu annan daginn í röð, auk Snæfellsness og Reykjaness. Mengunin berst með austanáttinni sem spáð er en búast má við björtu og fremur hlýju veðri.
06.okt. 2014 - 20:43

Lögreglan lagði hald á hálft kíló af amfetamíni og stera

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði fyrir skömmu hald á um hálft kíló af amfetamíni í umfangsmiklum aðgerðum. Fjórir karlar á þrítugsaldri voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
06.okt. 2014 - 19:52

„Ég er hvatvís, ég get verið orðljót og ég get svarað fyrir mig en ég hef áhuga á pólitík“

„Það eru ansi margir þarna úti í þjóðfélaginu sem eru illgjarnir og andstyggilegir og lifa og þrífast á því að rægja annað fólk niður“, sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík í síðdegisþættinum á Útvarpi Sögu
06.okt. 2014 - 17:57

Vill gera róttækar breytingar á íslenskum vinnumarkaði: „Þurfum ekki að vinna nema fjóra tíma á dag“

„Við þurfum ekki að vinna nema í fjóra tíma á dag“.  Kynjafræðingurinn Thomas Brorsen Smidt hefur lengi talað fyrir því að gera þurfi rótækar breytingar á íslenskum vinnumarkaði. Hann vill meina að átta klukkustunda vinnudagur sé alltof langur.
06.okt. 2014 - 17:00

4 af hverjum 5 hlynntir ætluðu samþykki við líffæragjafir

Mikill meirhluti Íslendinga segist hlynntur líffæragjöfum. Lítill hluti er þó skráður sem líffæragjafar en gera þess í stað ráð fyrir ætluðu samþykki við andlát. Eftirspurn eftir líffærum hefur aukist hratt og á þeim er viðvarandi skortur.  
06.okt. 2014 - 11:00

Vin Diesel lofsyngur Ólaf Darra: Mynd dagsins

Stórleikarinn Ólafur Darri og Hollywood stjarnan Vin Diesel eru greinilega orðnir miklir vinir. Diesel setti í gærkvöld mynd af sér og Ólafi Darra á Facebook síðu sína.

06.okt. 2014 - 09:00

Giftist stjúpsyni sínum: Dóttir hennar er því hálfsystir eiginmannsins og stjúpdóttir hans

Eflaust finnst mörgum tilhugsunin um að kona hafi gifst stjúpsyni sínum heldur sérstök eða jafnvel ógeðfelld og ekki verða fjölskyldumálin einfaldari við að konan á dóttur með föður nýja eiginmannsins. Stúlkan er því bæði hálfsystir og stjúpdóttir mannsins. Ansi flókin fjölskyldubönd svo ekki sé meira sagt.
06.okt. 2014 - 07:55

Mengun frá eldgosinu gæti náð yfir höfuðborgarsvæðið

Veðurstofa Íslands varar við gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni í dag. Mengunar gæti orðið vart frá Snæfellsnesi í norðri, á Vesturlandi og jafnvel allt suður á Reykjanes. Mengunin gæti náð yfir höfuðborgarsvæðið um tíma.

05.okt. 2014 - 21:50

Agnes biskup: Í mörg ár hefur maður tekið nærri sér umræðuna um kirkjuna

,,Það er búið að berja svo á kirkjunni, það er mín tilfinning og mín sýn á lífið“, sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2.  Í þættinum ræddi Agnes um Kristsdaginn sem haldinn var í Hörpu að viðstöddu fjölmenni í lok síðasta mánaðar
05.okt. 2014 - 17:50

Ótrúlegt mál: Sviðsettu innbrot við Kringluna til að athuga viðbragðstíma lögreglu

Lögreglu barst í dag tilkynning um tvo menn með lambhúshettur fyrir andlitinu að vera að brjótast inn í bifreið við Kringluna.  Tiltækt lið lögreglunnar í hverfinu var undireins sent á staðinn með forgangi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að þarna voru tveir ungir menn að taka upp myndskeið.  Voru þeir félagar að sviðsetja innbrot til þess að athuga viðbrögð almennings og einnig viðbragðstíma lögreglu. 
05.okt. 2014 - 13:58

Vogur staður til að hvíla sig milli drykkjutúra? Harðar deilur um SÁÁ

Harðar deilur um meðferðarúrræði SÁÁ hafa brotist út á Facebook um helgina með þátttöku margra þjóðþekktra einstaklinga. Upphafsmaðurinn er Árni Snævarr, fyrrverandi fréttamaður, sem segist undra hve litla umræðu sjálfsvíg ungrar konu á Vogi nýlega hafi fengið en hann segir að meðferðin byggist á því að brjóta fólk niður og neyða það til að trúa á guð.
05.okt. 2014 - 08:45

Harður árekstur og mikið um ölvun og óspektir

Harður árekstur varð á Reykjanesbraut við Ásbraut um níuleytið í gærkvöld. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust á og eru gjörónýtir. Ökumenn beggja bíla voru fluttir á slysadeild en sluppu með minniháttar meiðsli. Á fjórða tímanum í nótt ók síðan maður á skilti á Langholtsvegi. Hann er grunaður um ölvun og var vistaður í fangageymslu.

 

 


04.okt. 2014 - 21:34 Sigurður Elvar

Myndasyrpa frá bardaga Gunnars og Rick Story í Globen

Gunnar Nelson tapaði á stigum gegn Rick Story í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Stokkhólmi í kvöld. Þetta var fyrsta tap Gunnars í UFC bardaga. Ljósmyndarar Getty voru í Globen höllinni í kvöld og hér fyrir neðan má sjá myndsyrpu frá bardaganum.
04.okt. 2014 - 21:07 Sigurður Elvar

Gunnar tapaði á stigum gegn Rick Story – fyrsta tap Gunnars í UFC bardaga

Gunnar Nelson tapaði á stigum gegn Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaganum á UFC Stockholm bardagakvöldinu sem fram fór í kvöld í Globen höllinni. Þetta var sjötti bardagi Gunnars í UFC á ferlinum og hann hafði aldrei tapað áður.
04.okt. 2014 - 18:17 Sigurður Elvar

Stjarnan fagnaði Íslandsmeistaratitlinum eftir 2-1 sigur gegn FH – Ólafur Karl hetja Stjörnunnar

Ólafur Karl Finsen tryggði Stjörnunni 2-1 sigur gegn FH á Kaplakrikavelli í dag með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Með sigrinum tryggði Stjarnan sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild karla og er þetta í fyrsta sinn sem karlalið félagsins nær þessum áfanga. Leikurinn var stórkostleg skemmtun en nýtt áhorfendamet var sett í efstu deild í Kaplakrikanum í dag – en um 6.500 áhorfendur voru á leiknum.
04.okt. 2014 - 09:45

Ökumaðurinn var berfætt barn á leikskólaaldri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu snemma morguns fyrir nokkru síðan, á þann veg að vegfarandi hafi séð ökutæki bakkað utan í kerru. Fram kom að í kjölfarið hafi ökumaður hlaupið af vettvangi, suður með götunni. Það sem var sérkennilegt var að fram kom að ökumaðurinn væri ungt barn; berfætt og klætt náttfötum. Okkar fólk fór að sjálfsögðu rakleitt á staðinn.
03.okt. 2014 - 20:40

Garðar fékk sér nýtt húðflúr í Búlgaríu: Myndir

Fótboltastjarnan Garðar Gunnlaugsson er staddur í Búlgaríu ásamt kærustu sinni og verðandi barnsmóður Ölmu Dögg. Garðar birti í dag myndir af nýju húðflúri sem hann fékk sér í vikunni. Húðflúrið er ekkert slor en það nær niður handlegginn og út á bringu. 03.okt. 2014 - 20:00 Bleikt

Ég fór í fóstureyðingu

Þegar ég var 17 ára fór ég í fóstureyðingu. Þetta þykir ekkert tiltökumál á Íslandi í dag og þar með bættist ég í hóp þúsunda annarra íslenskra kvenna sem hafa valið að binda enda á þungun af einhverjum ástæðum.

Ég var (og er) trúuð manneskja. Ég tók virkan þátt í kristilegu félagsstarfi í KFUM og K á Akureyri sem var á þeim tíma mjög íhaldssamt samfélag, ekki síst þegar kom að kynferðismálum. Kynlíf fyrir hjónaband var ekki aðeins litið hornauga, það var mjög ákveðið talað gegn því sem mjög alvarlegri synd, og þegar vinkona mín varð ófrísk 16 ára, þá voru haldnir Biblíulestrar um 6. boðorðið (þú skalt ekki drýgja hór) nokkur föstudagskvöld í röð á unglingafundum. Skilaboðin voru skýr. Og í þessu andrúmslofti kom að sjálfsögðu ekki til greina að nota getnaðarvarnir, það var jú bannað að sofa hjá, og ef strákur eða stelpa fór í apótek að kaupa smokka, þá var verið að undirbúa verknað sem var skilgreindur sem synd.

03.okt. 2014 - 19:42

30 skjálftar við Bárðarbungu það sem af er degi

Síðan klukkan sjö í morgun hafa 30 jarðskjálftar mælst við Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn varð klukkan 12:42 og var 5 að stærð. Upptök hans voru við norðurjaðar öskjunnar. Annar skjálfti 3,8 að stærð mældist á sömu slóðum klukkan 13:17. Stór skjálfti, 4,7 að stærð mældist á sömu slóðum klukkan 18:49. Allir aðrir skjálftar við Bárðarbunguöskjuna voru minni en 3 að stærð.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 16.10.2014
Réttarhöld í Kastljósi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.10.2014
Jónas trúgjarnastur? Illgjarnastur!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.10.2014
Ómaklega vegið að fyrri forystumönnum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.10.2014
Fróðleg ferð til New York
Aðsend grein
Aðsend grein - 15.10.2014
Þjófagengi í jakkafötum
Ágúst Borgþór Sverrisson
Ágúst Borgþór Sverrisson - 18.10.2014
Enginn munur á virkum í athugasemdum og elítunni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.10.2014
Netið gleymir engu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 15.10.2014
Ættu að íhuga að fara í annað lið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.10.2014
Kynni af forsetaframbjóðanda í Brasilíu
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 08.10.2014
Samkeppni er góð, líka í mjólkuriðnaði!
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 14.10.2014
Trúarpælingar IV – Jesús, óskilgetinn!
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 08.10.2014
Trúarjátningarpælingar
Fleiri pressupennar