12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
11.ágú. 2017 - 18:15 Eyjan

Segir sig úr Framsóknarflokknum vegna deilingu á Facebook: „Meira en mitt siðferði þolir“

Herdís Telma Jóhannesdóttir, sem skipaði 8.sæti á lista Framsóknar og flugvallarvina í síðustu borgarstjórnarkosningum, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum vegna deilingar Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur borgarfulltrúa flokksins á Facebook.
11.ágú. 2017 - 17:30 Eyjan

Frelsisflokkurinn opnar vefsíðu: „Styður þjóðleg borgaraleg viðhorf og kristna trú og gildi“

Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson ásamt fleirum hafa stofnan nýjan stjórnmálaflokk, Frelsisflokkinn og opnað vefsíðuna frelsisflokkur.is. Flokkurinn er klofningur úr Íslensku Þjóðfylkingunni, en þeir Gústaf og Gunnlaugur voru efstu menn á lista ÍÞ fyrir síðustu kosningar en hættu skyndlega í flokknum og drógu framboð sitt til baka tveimur vikum fyrir kosningar vegna deilna innan flokksins. ÍÞ var áður Hægri grænir, náði flokkurinn mest rúmlega 2% fylgi í skoðanakönnunum.
11.ágú. 2017 - 15:00 DV

Jóhann Björn kveikti í klefanum sínum á Litla-Hrauni enn eina ferðina

Það var Jóhann Björn Guðmundsson, fangi á Litla-Hrauni og um tíma eini útigangsmaðurinn á Selfossi, sem kveikti í klefa sínum í síðustu viku. Heimildir DV herma að þetta sé ekki í fyrsta skipti og hvað þá í annað skiptið sem eldur kviknar í klefa hans. Hann er sagður gera þetta reglulega sér að leik.
11.ágú. 2017 - 14:00 Eyjan

Bull og lýðskrum að tengja aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur við stöðu fátækra Íslendinga

„Ég er blá­eygur og barna­legur bjáni. Maður sem hefur ekki opnað augun fyrir raun­veru­leik­an­um, heldur lifir í ein­hvers konar sápu­kúlu. Og gott ef ég er ekki á móti Íslend­ingum sem búa við skort, eru fátæk­ir. Allt þetta, og meira til, má lesa út úr þeirri orð­ræðu sem verður sífellt hávær­ari, nefni­lega að þau sem telja að Ísland eigi að leggja meira af mörkum til að aðstoða flótta­fólk og hæl­is­leit­endur séu á móti Íslend­ingum sem lifa við fátækt.“
11.ágú. 2017 - 13:00 Bleikt

Mikið um misskilning í garð eikynhneigðar: „Að finna réttu manneskjuna lagar þetta ekkert“

Í fyrsta sinn í sögu Hinsegin daga á Íslandi munu eikynhneigt fólk, eða asexual fólk, taka þátt sem ein heild. Fyrir þá sem ekki vita er eikynhneigð þegar fólk finnur einfaldlega ekki fyrir kynferðislegri löngun í aðra. Fram til þessa hafa eikynhneigðir ekki látið mikið á sér bera en nú hafa þeir stofnað samtökin Asexual á Íslandi og munu í fyrsta sinn ganga saman í Gleðigöngunni á morgun. Gyða Bjarkadóttir er meðlimur samtakanna, segir hún í samtali við Gay Iceland í dag að mikil fáfræði ríki um eikynhneigð bæði hér á landi sem og víðar:
11.ágú. 2017 - 12:00 Þorvarður Pálsson

2 þúsund Íslendingar fóru til útlanda á dag í júlí – Næst stærsti ferðamánuðurinn frá upphafi

Íslendingar halda út fyrir landsteinana í sumarfrí sem aldrei fyrr og er nýliðinn júlímánuður næst stærsti ferðamánuðurinn í sögu landsins frá upphafi mælinga að því er fram kemur á vefsíðunni Túristi.is. Það er ljóst að ekkert lát er á ferðagleði landans og margir hafa elt sólina um víða veröld eftir rysjótt sumar víðsvegar um landið.
11.ágú. 2017 - 11:00 Eyjan

Norður-Kóreumenn „ættu að vera mjög mjög stressaðir“

„Ég segi ykkur þetta, ef Norður-Kórea gerir eitthvað sem bendir til að þeir séu að hugsa um að ráðast á einhvern sem við elskum, við tölum fyrir eða bandamenn okkar þá ættu þeir að vera mjög mjög taugaóstyrkir,“
11.ágú. 2017 - 10:00 DV

Mæðgur fóru með eldri konu í Arion banka og náðu í 30 milljónir í reiðufé - „Gamla konan á nóg“

Lögreglan á Norðausturlandi rannsakar nú mál sem snýr að fjársvikum og hugsanlegri frelsissviptingu á eldri konu á Akureyri. Talið er að um sé að ræða móður og dóttur hennar og að þær séu frænkur brotaþola. Dóttirin, sem er fertug að aldri, bað brotaþola, aldraða konu, um að lána sér peninga fyrir íbúð og sagðist ætla að borga til baka. Í kjölfarið fór dóttirin með konunni í útibú Arion banka þann 23. mars síðastliðinn og tók út 30 milljónir króna í reiðufé af reikningi hennar. Konan aldraða fékk hins vegar ekkert í hendurnar, ekki einu sinni kvittun.
11.ágú. 2017 - 09:00 Þorvarður Pálsson

Ekki Costco að þakka að vöruverð í matvöruverslunum á landsbyggðinni hafi lækkað um tugi prósenta

Mikil og hröð verðlækkun hefur orðið á ákveðnum vörutegundum í verslunum á landsbyggðinni sem reknar eru af Samkaupum. Lækkunin er í sumum tilfellum allt að því tuttugu prósent en hún á ekki rætur sínar að rekja til sterkrar innkomu bandaríska verslunarrisans Costco á markaðinn að sögn Ómars Valdimarssonar, forstjóra Samkaupa en rætt er við hann í Morgunblaðinu í dag.
11.ágú. 2017 - 06:54

Konur í annarlegu ástandi sáu lögreglunni fyrir verkefnum

Konur í annarlegu ástandi sáu til þess að lögreglumenn sætu ekki auðum höndum í gærkvöldi og nótt. En karlar komu einnig við sögu lögreglunnar en þó voru þeir ekki eins áberandi og konur þessa nóttina.
11.ágú. 2017 - 05:33

Alvarleg veikindi herja á skáta á Úlfljótsvatni – 170 fluttir í fjöldahjálparstöð í Hveragerði

Undanfarna daga hefur magakveisa herjað á erlenda skáta sem hafa dvalið í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni. Á sjötta tug tilfella hefur komið upp en ekki er vitað um orsakirnar. Í gærkvöldi var leitað eftir aðstoð heilbrigðisstarfsmanna á Suðurlandi vegna málsins. í framhaldi voru 170 skátar fluttir frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparstöð í Hveragerði. Þar er heilbrigðisstarfsfólk til staðar og hlúir að þeim veiku.
10.ágú. 2017 - 23:00 Bleikt

Níu leiðir til að halda í rómantíkina

„Bíddu, deyr rómantíkin ekki hjá öllum?“ spurði vinkona mín þar sem við sátum í grillboði hjá vinum sem virðast svei mér þá bálskotin eftir áratuga samband og að auki með fimm börn á grunn- og leikskólaaldri á heimilinu.
10.ágú. 2017 - 21:15 Eyjan

Sigmundur Davíð segir RÚV haga sér eins og stofnun í Austur-Þýskalandi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra segir að grundvallaratriðum Panamaskjalamálsins hafi enn ekki verið gert skil á Ríkisútvarpinu. Vísar hann í mál Kára Arnórs Kárasonar, sem var í hópi þeirra sem kom fyrir í Panamaskjölunum, umfangsmiklum leka frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca. Kári Arnór fór fram á að fá aðgang að gögnunum sem Kastljós notaði til umfjöllunar um hann í fyrra.
10.ágú. 2017 - 15:00 Eyjan

Kjartan segir ráðninguna hneyksli

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vinnubrögð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og annarra fulltrúa meirihluta borgarstjórnar við ráðningu borgarlögmanns vera vítaverð og skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að standa að ráðningu í opinbert embætti.
10.ágú. 2017 - 14:30 DV

Anna segir Brynjar í vörn: „Mér þykir þú ósamkvæmur sjálfum þér“

Anna Katrín Snorradóttir, sem kærði Robert Downey nýverið fyrir svipuð brot og hann var dæmdur fyrir árið 2008, segir í opnu bréfi til Brynjars Níelssonar að hann sé ekki samkvæmur sjálfum sér og það virðist sem hann hafi farið í vörn um leið og hann fékk að vita hverjir séu hinir valinkunnu menn. Brynjar er formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar og veit því hvaða tveir valinkunnu einstaklingar mæltu með því að Robert fengi uppreist æru. Hann hefur neitað að gefa upp nöfn þeirra.
10.ágú. 2017 - 13:30 Eyjan

Meðmælendur Robert Downey þrír eða fleiri?

Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, skilaði inn þremur meðmælabréfum til innanríkisráðuneytisins með umsókn sinni um að fá uppreista æru. Heimildir Eyjunnar herma að meðmælendur Roberts hafi verið fleiri en tveir, þegar það var borið undir Brynjar Níelsson formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sagði hann að hann hefði séð þrjú bréf í umslaginu en vildi ekki staðfesta fjöldann.
10.ágú. 2017 - 12:30 DV

Piltur frá Vestmannaeyjum með kynferðislegar hugsanir um börn flytur á heimavist menntaskóla

Piltur sem er haldinn barnagirnd og hefur viðurkennt að hafa beitt bróður sinn kynferðisofbeldi mun síðar í mánuðinum hefja nám í menntaskóla. Á meðan á því stendur mun hann búa á heimavist skólans ásamt unglingum 15 ára og eldri. Sálfræðingur heldur fram að drengurinn hafi unnið í sínum málum.
10.ágú. 2017 - 10:02 433/Hörður Snævar Jónsson

Fyrrum stjóri Liverpool lofsyngur Gylfa

Brendan Rodgers stjóri Celtic og fyrum stjóri Liverpool lofsyngur Gylfa Þór Sigurðsson leikmann Swansea. Gylfi er líklega að fara til Everton en Rodgers var stjóri Swansea þegar Gylfi kom fyrst til Swansea. Þá kom Gylfi á láni frá þýska félaginu, Hoffenheim.
10.ágú. 2017 - 10:00 Þorvarður Pálsson

Hvergi dýrara að leigja bílaleigubíl en í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun

Bílaleigubílar hafa aldrei verið fleiri á Íslandi en um þessar mundir en svo virðist sem hið gríðarlega mikla framboð á slíkum bílum hafi ekki leitt til þess að leiguverð þeirra lækki. Alls eru um 26 þúsund bílaleigubílar á Íslandi og hafa einhverjir lýst því yfir að offjárfesting í þessari grein muni leiða til hruns í bílaleigubransanum. Vefsíðan Cheap Car Rental hefur tekið saman upplýsingar um leigukostnað á bílaleigubíl víða um Evrópu og samkvæmt niðurstöðum samantektarinnar er Reykjavík dýrasta borg Evrópu til að taka bíl á leigu.
10.ágú. 2017 - 09:00 Þorvarður Pálsson

62 ára gömul kona send heim af Landspítalanum skömmu eftir heilablóðfall

Tveimur sólarhringum eftir að hin 62 ára gamla Helga Dóra Reinaldsdóttir var send heim af Landspítalanum, greind með þvagfærasýkingu, féll hún á heimili sínu og brotnaði handleggur hennar illa. Læknum yfirsáust tveir blóðtappar í heila konunnar sem uppgötvuðust ekki fyrr en eiginmaður hennar, Jón Birgir Ragnarsson, krafðist þess að eiginkona hans yrði skoðuð betur í kjölfar handleggsbrotsins. Til stóð að senda hana heim eftir að brotið hafði verið meðhöndlað. Fjölskylda konunnar íhugar að kæra atvikið til landlæknis. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
10.ágú. 2017 - 07:00

Fipaðist við aksturinn þegar köttur hljóp fyrir bílinn

Á tíunda tímanum í gærkvöldi varð umferðarslys við Rafstöðvarveg í Reykjavík. Köttur hljóp yfir akbrautina og í veg fyrir bifreið. Ökumaðurinn missti þá stjórn á bifreiðinni og ók á brunn. Ökumaðurinn fann til eymsla í baki og víðar um líkamann og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Bifreiðin var flutt á brott með dráttarbifreið.
10.ágú. 2017 - 06:06

Greiddi ekki fyrir fulla innkaupakerru af matvöru – Kona beit konu

Á sjöunda tímanum í gær var ölvaður maður handtekinn í Mjóddinni eftir að hann fór út úr matvöruverslun með innkaupakerru fulla af matvöru en hann hafði ekki greitt fyrir vörurnar.  Maðurinn mun hafa leikið þennan sama leik daginn áður eftir því sem segir í tilkynningu frá lögreglunni. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.
09.ágú. 2017 - 12:00 Eyjan

Þorsteinn vill Costco-áhrif á íslenskan landbúnað

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir að fátt gæti betur tryggt Íslendingum samkeppnishæft matvælaverð en aukin samkeppni í landbúnaði, ekkert náttúrulögmál sé að matvælaverð á Íslandi sé eitt það hæsta í heimi og koma Costco til landsins sýni fram á mikilvægi öflugrar samkeppni fyrir lífsskilyrði landsmanna.
09.ágú. 2017 - 11:55 433/Hörður Snævar Jónsson

Heimsótti foreldra landsliðsstelpu í von um að kveikja ástarbál

Það vakti mikla athygli í gær á Twitter þegar Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks heimsótti foreldra Hallberu Gísladóttir á Akranesi.
09.ágú. 2017 - 07:00

Grunaðir um húsbrot: Eldur í bíl – Umferðarslys – Fíkniefnamál

Á öðrum tímanum í nótt voru tveir menn handteknir í húsi við Háaleitisbraut en þeir eru grunaðir um húsbrot. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. á tíunda tímanum í gærkvöldi kom eldur upp í bíl við Hólmaþing í Kópavogi. Ökumaður og farþegar sluppu ómeiddir en bíllinn er ónýtur.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Gæludýr: IAMS minis - ágúst
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.8.2017
Ný syndaaflausn
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 15.8.2017
KFC er mitt framhjáhald
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.8.2017
Bernanke um Ísland
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 18.8.2017
Velferðarríkið og siðaskiptin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.8.2017
Útvarpsviðtal við mig um minnismerki
Fleiri pressupennar