12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
12.okt. 2014 - 21:00

Hollendingar ekki sigurvissir: „Við höldum alltaf að við séum bestir. Svo gerist eitthvað sem sýnir að við erum það ekki“

Á morgun fer fram stórleikur á Laugardagsvelli þegar Íslendingar taka á móti Hollendingum í riðlakeppni fyrir EM 2016. Margir bíða með öndina í hálsinum eftir því hvernig leikar fara enda mikið í húfi fyrir bæði liðin. Ísland fer í leikinn með fullt hús stiga, samtals 6 stig en Holland með 3 stig.
12.okt. 2014 - 19:43

Jón Gnarr flytur til Texas: „Ég tel að þetta sé upphafið að stórmerkilegu ævintýri“

Jón Gnarr fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur og grínisti tilkynnti nú í kvöld á Facebook síðu sinni að hann ætli að flytja, ásamt fjölskyldu sinni, til Houston Texas eftir áramótin. Jón segir þau vera komin með íbúð á ágætum stað og að sonur þeirra muni fara í Edgar Allen Poe Elementary School.
12.okt. 2014 - 15:24

Lína Langsokkur veik heima: Sýningar falla niður í dag

Margir litlir leikhúsgestir urðu fyrir vonbrigðum í dag þegar tilkynning barst frá Borgarleikhúsinu um að allar sýningar á Línu Langsokk falla niður í dag sökum þess að aðalleikkona sýningarinnar Ágústa Eva er raddlaus.
12.okt. 2014 - 11:30

Ingunn Björg: Misnotuð í æsku en helgar nú tíma sinn velferð dýra á Spáni

Ingunn Björg Arnardóttir glímdi lengi við afleiðingarnar misnotkunar sem hún varð fyrir frá 7 til 14 ára aldurs. Hún fann snemma huggun í samneyti við dýrin og núna helgar hún miklu af tíma sínum velferð dýra á Spáni, heimilislausra hunda og katta.

12.okt. 2014 - 10:18

Mikil virkni við Bárðarbunguöskjuna

Frá því í gærmorgun hafa mælst rúmlega 100 jarðskjálftar við Bárðarbunguöskjuna og um
25 jarðskjálftar við norðanverðan bergganginn.
11.okt. 2014 - 17:45

Eldfjallafræðingur spáir fyrir um goslok í mars 2015

Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir að sigið á íshellunni yfir öskju Bárðarbungum muni hægja á sér með tímanum. Ástæðu þessa segir hann vera að sigið sé ekki línulegt heldur kúrfulaga.
11.okt. 2014 - 12:30

Þorsteinn Sindri: „Frá Akureyri í Pepsi auglýsingu -Netið er klikkað"

Þorsteinn Sindri Baldvinsson betur þekktur sem Stony hafði lengi reynt að koma sér á framfæri á samfélagsmiðlum þegar hann ákvað að gera eitthvað öðruvísi. Í framhaldinu gerði hann sína eigin útgáfu af lagi Macklemore, Can´t Hold Us, þar sem hann notaði meðal annars bílhurð, glös og örbylgjuofn til að búa til hljóð.
11.okt. 2014 - 10:15

Jarðskjálftavirkni svipuð og síðustu daga: 80 skjálftar mældust við öskjubrún Bárðarbungu

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðu hraunflæði og verið hefur undanfarnar vikur. Jarðskjálftavirkni á svæðinu er svipuð og síðustu daga. Frekar lítil virkni er í bergganginum en 20 skjálftar hafa mælst á síðasta sólarhring, allir innan við 1,5 að stærð í norðurhluta gangsins milli gosstöðva og nokkra kílómetra undir Dyngjujökul. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu Veðurstofu Íslands.

11.okt. 2014 - 07:00

Gummi Ben fór á kostum í lýsingunni í úrslitaleik HM í Ólsen Ólsen – Jóhann heimsmeistari

Óopinbert heimsmeistaramót í Olsen Olsen fór fram í höfuðstöðvum hraðflutningafyritækisins DHL í Reykjavík á dögunum.  Þar áttust við Guðmundur Viðar Mete og Jóhann Jóhannsson. Það var mikil og flott umgjörð þegar úrslitaleikurinn fór fram og lýsti sjónvarpsmaðurinn Guðmundur Benediktsson leiknum af sinni allkunnu snilld.
10.okt. 2014 - 21:45 Sigurður Elvar

„Simmi Vill“ óskar eftir kraftmeiri „fögnum“ hjá íslenska landsliðinu – brot af því besta á Twitter

Sigmar Vilhjálmsson vill að Aron Einar og félagar hans fagni mörkunum af meiri ákefð. Landsmenn fylgdust grannt með íslenska karla landsliðinu í Riga í Lettlandi í kvöld þar sem Ísland sigraði 3-0.  Á samskiptavefnum Twitter var að venju margt skemmtilegt í gangi þar sem Íslendingar voru að tjá sig um gang mála í leiknum. Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, eða bara Simmi Vill kenndur við Hamborgarfabrikkuna, vill að íslensku landsliðsmennirnir fari á námskeið í því að fagna mörkunum. Hér fyrir neðan má sjá brot af því sem fleygt var fram á Twitter um leikinn í kvöld.
10.okt. 2014 - 18:14 Sigurður Elvar

Íslenska U21 árs landslið karla í góðri stöðu gegn Dönum eftir markalaust jafntefli í Álaborg

Íslenska U21 árs landslið karla í knattspyrnu er í góðri stöðu eftir fyrri umspilsleikinn gegn Dönum um laust sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Liðin áttust við í dag í Álaborg í Danmörku og ekkert mark var skorað í leiknum – en Danir sóttu linnulaust í síðari hálfleik en náðu ekki að koma boltanum í netið gegn sterkri vörn Íslands.
10.okt. 2014 - 17:15

Upprisa Ólafs Karls: Máni hjálpaði honum úr óreglunni

Ólafur Karl Finsen var hetja dagsins er Stjarnan og FH börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta um síðustu helgi. Allt var á suðupunkti í uppbótartíma og 6.500 áhorfendur með öndina í hálsinum er Ólafur Karl gekk að vítapunktinum.
10.okt. 2014 - 13:46

Konan var ofurölvi þegar slysið varð og ók yfir á rangan vegarhelming

Konan sem varð Lovísu Hrund Svavarsdóttur sautján ára að bana í apríl á síðasta ári var ofurölvi þegar hún ók jeppabifreið sinni yfir á öfugan vegarhelming og á litla yaris-bifreið með þeim afleiðingum að ökumaður bifreiðarinnar, Lovísa Hrund, lést. Bifreiðin kastaðist 12 til 13 metra aftur og endaði út af veginum. Áfengismagn í blóði konunnar var 2,7%. Einstaklingur sem er undir slíkum áfengisáhrifum er rænulítill og hefur skerta stjórn á hreyfingum.
10.okt. 2014 - 10:57

Hallgrímur skrifar harða ádeilu á Guðna: „Guðfaðirinn“

Eitt sinn héldum við að Guðni Ágústsson væri seinheppinn sveitamaður sem vildi Ísland fyrir Íslendinga og konuna á bakvið eldavélina. En þar höfðum við rangt fyrir okkur. Því Guðni reyndist miklu klárari en við héldum og varð á endanum „darling of the nation“, ástkær skemmtikraftur og sjarmatröll, konungur eigin kjördæmis á Kanarí.
10.okt. 2014 - 09:00

Bubbi um fósturmissinn: ,,Það sem ég lærði af þessu er að sjá stóra samhengið“

,,Fólk vissi ekkert hvernig það átti að koma fram við okkur, því það er svo erfitt að skilgreina það sem gerðist. Er þetta fóstur eða er þetta lítið barn? Það eru einhver mörk sem skilgreina það og kannski munar bara einum sólarhring á því hvort dóttir þín er kölluð fóstur eða barn. En sorgin er alltaf sú sama, sama hversu langt konan er gengin“, segir Bubbi Morthens tónlistarmaður en hann og eiginkona hans, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir gengu í gegnum fósturmissi árið 2011. Þrátt fyrir að sú lífsreynsla hafi reynst afar erfið segist Bubbi engu að síður vera þakkláttur fyrir það sem hún færði honum.
10.okt. 2014 - 08:00

Ætlaði að stela frá Íslendingum: Erlendur maður með afritunarbúnað handtekinn

Tollverðir stöðvuðu nýverið erlendan karlmann sem var að koma til landsins og fundu þeir í farangri hans búnað til afritunar á greiðslukortum við notkun þeirra í hraðbönkum.
09.okt. 2014 - 21:22 Gunnar Bender

Oft hefur veiðin verið meiri

Laxveiðitímabilinu er nú lokið í flestum ám landsins. Enn er þó veitt í ám þar sem uppistaðan í veiðinni er lax úr sleppingum gönguseiða en þar stendur veiði til 20. október.  Bráðabirgðatölur yfir stangveiði á laxi sumarið 2014 sýna að það veiddust alls um 32.400 laxar.


09.okt. 2014 - 20:00

Hundrað milljón króna hús í Grafarvogi til umfjöllunar í New York Times

Glæsilegt 350 fermetra  einbýlishús í Grafarvogi á tveimur hæðum með útsýni út á hafið er til umfjöllunar í bandaríska miðlinum New York Times. Í blaðinu er einnig fjallað um íslenskan fasteignamarkað, hvaða erlendu aðilar eru helst að fjárfesta í íslenskum fasteignum. Þá er sagt að markaðurinn sé loks kominn úr frosti en eigi þó enn nokkuð í land frá því fyrir hrun þegar um 190 kaupsamningar voru gerðir að meðaltali á viku.
09.okt. 2014 - 19:00

Kerry Godliman tekur þátt í grínveislunni í Hörpu: Jón Gnarr frábær en Boris Johnson leiðinlegur trúður

Leikkonan og uppistandsgrínistinn Kerry Godliman hlakkar til að koma til Íslands en hún tekur þátt í Reykjavík Comedy Festival 2014 sem haldin verður í Hörpu dagana 24.-26. október en um er að ræða þriggja daga grínveislu á vegum Senu.
09.okt. 2014 - 15:30

Mynd dagsins: Hófí fékk augu send í pósti - „Aldrei séð mömmu mína í öðru eins uppnámi!“

„Mér leið vægast sagt mjög óþægilega, ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta var og datt einna helst í hug að þetta væru líkamspartar, svo ég verð að segja að já, í þessu uppnámi sem ég komst í þá hugsaði ég alvarlega um að hringja á lögregluna“, segir Hólmfríður Ólafsdóttir í samtali við Pressuna um einkennilega sendingu sem hún fékk á dögunum. Hólmfríður eða Hófí eins og hún er oft kölluð segir:
09.okt. 2014 - 12:21

Misgáfulegar skyndilausnir: Myndir

Flestir kannast við tilfinninguna þegar hlutir sem eru okkur lífsnauðsynlegir í daglegu lífi bila! Sumir kippa sér lítið upp við það og annað hvort henda hlutnum í ruslatunnuna og kaupa nýjan eða fara með hann í viðgerð (til fagaðila).
09.okt. 2014 - 08:00

Stór skjálfti í nótt: Sig öskjunnar óbreytt

Jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu er svipuð og verið hefur. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð hafa orðið síðasta sólarhringinn við norðurbrún öskjunnar. Þaf tveir um og yfir stærð fimm.
08.okt. 2014 - 22:35

Maður reyndi að lokka börn upp í bíl við Langholtsskóla - bauð sælgæti - lögregla kölluð til

Maður reyndi að lokka börn upp í bíl á bílastæðunum við Langholtsskóla í kvöld. Hann bauð börnunum sælgæti og virtist drukkinn. Málið var tilkynnt til lögreglu.
08.okt. 2014 - 21:00

Ísland er smám saman að breytast í Disneyland: Gæti orðið hrun og ferðamannakreppa

„Við höfum selt Þjóðverjum ferðir til Íslands í fimm ár og viðskiptin hafa aukist mikið síðustu tvö árin. Það hefur bæði kosti og galla og breytingarnar eru miklar, í raun ekki til góðs“, segir Sven Strumann sem ásamt konu sinni Petru rekur ferðaskrifstofuna Kría. Sven hefur komið hingað til lands á hverju sumri frá árinu 1989. Ást hans á Íslandi er með slíkum eindæmum að hann skírði öll þrjú börn sín íslenskum nöfnum og notaði hann símaskrána til að finna nöfnin.  Nú stefnir fjölskyldan á að flytja til landsins. Blaðamaður Pressunnar ræddi við Sven seint í sumar um stöðu mála.
08.okt. 2014 - 19:00

Lítið um áttavillta unglinga

Álftarhjón norður í landi fylgdu ungum sínum suður til Englands þar sem þau höfðu vetursetu. Ungarnir fylgdu foreldrunum aftur til Íslands um vorið og beint heim á æskuslóðirnar. Þegar þangað var komið þurftu foreldrarnir að sinna nýju verkefni og ungarnir því ekki lengur velkomnir. Fjölskylduböndin rofnuðu en ungarnir máttu þakka fyrir að hafa fengið vernd og leiðsögn um hvernig ætti að finna gott vetrarsvæði og að rata á milli Íslands og Bretlandseyja.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 16.10.2014
Réttarhöld í Kastljósi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.10.2014
Jónas trúgjarnastur? Illgjarnastur!
Ágúst Borgþór Sverrisson
Ágúst Borgþór Sverrisson - 18.10.2014
Enginn munur á virkum í athugasemdum og elítunni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.10.2014
Fróðleg ferð til New York
Aðsend grein
Aðsend grein - 15.10.2014
Þjófagengi í jakkafötum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.10.2014
Netið gleymir engu
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 23.10.2014
Ræða ASÍ
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 15.10.2014
Ættu að íhuga að fara í annað lið
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 14.10.2014
Trúarpælingar IV – Jesús, óskilgetinn!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 20.10.2014
Ný stjórnarskrá mun engu breyta ...
Ágúst Borgþór Sverrisson
Ágúst Borgþór Sverrisson - 23.10.2014
Ritdómur: Eftirminnilegt sálfræðidrama
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.10.2014
Sigurjón og Elín sýknuð
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 18.10.2014
Trúarpælingar V. Krossinn - skuldauppgjör við Guð?
Fleiri pressupennar