12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
16.feb. 2015 - 16:23

Ný útvarpsstöð: Radio Iceland í loftið

Radio Iceland, ný útvarpsstöð á ensku sem miðuð er fyrir erlenda ferðamenn, hóf útsendingar á hádegi í dag. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið og var síðan fyrsti viðmælandinn ásamt Ólöfu Ýrr Atladóttur, ferðamálastjóra.

16.feb. 2015 - 09:57

Gætir efasemda um EES-samninginn: Eitur í beinum framsóknarmanna

Vaxandi efasemda gætir innan Framsóknarflokksins um ágæti samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES). Ráðherra flokksins segir reglugerðarfarganið í kringum samninginn lengi hafa verið eitur í beinum framsóknarmanna og annarra.
16.feb. 2015 - 09:20 Sigurður Elvar

Bandarískur blaðamaður dásamar íslenskt golf í Golf Digest

Íslenskt golf fær gríðarlega góða umsögn í grein sem birt er í nýjasta tölublaði stærsta golftímarits heims, Golf Digest. Þar fer bandaríski blaðamaðurinn Oliver Horovits lofsamlegum orðum um aðstæður á Íslandi þar sem hann hrífst af mörgum hlutum.
16.feb. 2015 - 09:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Mynd dagsins: Krúsi var lokaður inni í geymslu, vatns- og matarlaus í þrjár vikur

Hún Jónína Eyvindsdóttir er himinlifandi með að hafa fengið köttinn sinn, Krúsa, heim heilan á húfi en hún var búin að gefa upp von um að sjá hann nokkurn tíma aftur. Ekkert hafði heyrst eða sést til Krúsa síðan 23. janúar og þar til í gær, eða í ríflega þrjár vikur.
15.feb. 2015 - 20:38 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Þorfinnur Guðnason er látinn

Þorfinnur Guðnason, sem var einn fremsti kvikmyndagerðarmaður Íslendinga  er látinn, aðeins 55 ára að aldri. Þorfinnur einbeitti sér að heimildarmyndagerð og á að baki fjölmörg verk sem nutu mikillar hylli hjá þjóðinni
15.feb. 2015 - 20:00

Harpa: „Ekki hugmynd hvað manneskjan sem þykist vera ég er að segja við fólk“ - Óprúttnir aðilar á Stefnumótasíðum

Fjölmargir Íslendingar hafa lent í því undanfarið að búinn sé til aðgangur á stefnumótasíðum, líkt og Tinder og einkamal.is, þar sem notaðar eru ljósmyndir af þeim án þeirra vitundar.
15.feb. 2015 - 19:51

Katalin var lögð í einelti fyrir að vera tvíkynhneigð: „Örin á sálinni gerðu mig sterkari“

„Það er ömurlegt að lenda í einelti. Það brýtur sjálfsmyndina í öreindir. Sársaukinn varir þó ekki að eilífu“ Katalin Balázs, 22 ára, er fædd í Ungverjalandi en fluttist til Íslands með fjölskyldu sinni þegar hún var 6 mánaða. Á unglingsárunum var hún lögð í grimmilegt einelti, einkum vegna þess að hún er tvíkynhneigð og var í yfirvigt. Hrikaleg vanlíðan gerði að verkum að hún íhugaði að taka eigið líf. Í dag er hún búin að vinna úr þessari skelfilegu reynslu og horfir björtum augum til framtíðar.
15.feb. 2015 - 16:48

Grunuð um að myrða sambýlismann sinn: Kona á sextugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald

Kona á sextugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna til 23. febrúar að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á mannsláti.
15.feb. 2015 - 16:11

Gleðin allsráðandi á Polar Pelagic-skákhátíð Hróksins á Grænlandi

Gleðin ræður ríkjum á skákhátíð Hróksins á Austur-Grænlandi sem hófst í Kulusuk í vikunni og hélt áfram í Tasiilaq nú um helgina. Hátíðin markar upphaf að 13. starfsári Hróksins á Grænlandi, sem alls hefur farið um 50 ferðir til Grænlands að boða fagnaðarerindi skáklistarinnar og vináttunnar.
15.feb. 2015 - 15:00

„Fjórir látnir lausir að lokinni krufningu“ og fleiri fyndnar fyrirsagnir

Það birtast víðar fyndnar fyrirsagnir en í íslenskum fjölmiðlum Tungumálið getur verið snúið viðureignar og tvíræð merking orða og orðasambanda komið skrifurum í óvæntan vanda. Stundum hafa blaðamenn skilið eftir sig neyðarlegar fyrirsagnir á prenti sem hafa orðið að athlægi.
15.feb. 2015 - 12:00

Friðrik Dór tekinn í yfirheyrslu

Mynd: Pressphotos.biz Tónlistarmanninn Friðrik Dór ættu flestir að kannast við. Í gærkvöldi flutti hann lagið Once Again í Söngvakeppninni. Þrátt fyrir lýtalausa frammistöðu laut hann lægra haldi fyrir laginu Unbroken í flutningi Maríu Ólafsdóttur sem verður framlag okkar Íslendinga í Evróvision í ár.


15.feb. 2015 - 09:08

Beitti son sinn grófu ofbeldi

Um klukkan tvö í nótt fékk slökkviliðið tilkynningu um eld í húsi við Lækjargötu í Hafnarfirði. Stutt síðar var eldurinn slökktur. Ekki liggja fyrir upplýsingar um eldsupptök eða skemmdir.
14.feb. 2015 - 22:18

Unbroken er framlag Íslands í Eurovision 2015

Lagið Unbroken í flutningi Maríu Ólafsdóttur er framlag Íslands í Eurovision keppnina sem haldin verður í Austurríki í maí. Hin 22 ára María heillaði alla upp úr skónum með einlægri framkomu og stórkostlegum flutningi.
14.feb. 2015 - 19:03

Kona í haldi lögreglu grunuð um morð í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mannslát sem átti sér stað í Hafnarfirði um klukkan þrjú í dag. Kristján Ingi Kristjánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við Pressuna að grunur leiki á að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
14.feb. 2015 - 18:40

Andlát í Hafnarfirði: Grunur um morð

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu rann­sak­ar mannslát sem átti sér stað í Hafn­ar­f­irði um miðjan dag í dag. Grun­ur leik­ur á um að and­látið hafi borið að með sak­næm­um hætti, að sögn Kristjáns Inga Kristjáns­son­ar aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns.

14.feb. 2015 - 12:15 Sigurður Elvar

Hiti í herbúðum Skíðasambandsins – faðir afrekskonu vill reka landsliðsþjálfarann og ósáttur við formanninn

Það er mikill hiti í herbúðum Skíðasambands Íslands og andrúmsloftið ískalt – en Vilhjálmur Ólafsson faðir skíðakonunnar Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur gagnrýnir stjórn og landsliðsþjálfarann harkalega í viðtali í Fréttablaðinu í dag.
14.feb. 2015 - 09:30

Hvaða lag sigrar Söngvakeppnina í kvöld? Spurningakönnun

Í kvöld veljum við Íslendingar framlag okkar í Eurovision keppnina sem haldin verður í Austurríki í maí. Síðustu helgi kom í ljós hvaða lög keppa til úrslita í forkeppni Sjónvarpsins og nú er komið að þér að velja líklegasta sigurvegara kvöldsins.
14.feb. 2015 - 08:45

Handtekinn í Austurstræti fyrir kynferðislega áreitni við gesti á skemmtistað

Um klukkan hálf tíu í gærkvöldi missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut við Kaldársels Bifreiðin hafnaði á umferðarskilti og kastaðist þaðan á ljósastaur sem féll í götuna. Ökumaðurinn, karlmaður á fimmtugsaldri var áberandi ölvaður. Hann gistir nú fangageymslu.
14.feb. 2015 - 08:30

Ragnheiður: ,,Fjallað er um sykur eins og hann sé undirrót alls ills”

,,Fjallað er um sykur eins og hann sé undirrót alls ills. Honum er kennt um offitufaraldur heimsins og flesta aðra sjúkdóma og fjölmiðlarnir gleypa við öllu gagnrýnislaust,” segir Ragnheiður Héðinsdóttir forstöðumaður matvælasviðs Samtaka Iðnaðarins og vísar þar í nýlega fjölmiðlaumfjöllun um sykur sem tilkomin er vegna opnunar vefsins sykurmagn.is. Segir hún umfjöllunina vera gagnrýnisverða.
13.feb. 2015 - 20:00 Auður Ösp Guðmundsdóttir

Hulda Ólöf segir fólk oft vera ónærgætið: ,,Ef þið hafið ekki efni á að búa til barn þá hafið þið ekki efni á að eiga barn heldur”

,,Það er ótrúlega sorglegt að þurfa að leggja út svona svakalegar fjárhæðir til að fá það sem á að vera svo sjálfsagt í lífinu” segir Hulda Ólöf Einarsdóttir, en hún og sambýlismaður hennar Sigfús Helgi Kristinsson eignuðust soninn Sigþór Draupni með hjálp glasafrjóvgunar. Áður en Hulda varð ófrísk höfðu þau reynt í rúmlega tvö ár að eignast barn saman en fyrir á Hulda tvö börn úr fyrra sambandi, þau Pétur Jóhannes og Rebekku Klöru.

13.feb. 2015 - 19:03

Vill að Björn verði fulltrúi Íslands í Eurovision: Karakter sem gaman væri að fá fréttir af

Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram á morgun í Háskólabíó. Þar munu sjö lög keppa til úrslita og mun höfundur sigurlagsins verða fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þau lög sem þykja sigurstranglegust eru Í síðasta skipti sem Friðrik Dór flytur og svo Piltur og stúlka í flutningi Björns Jörundar og félaga. Höfundar eru Björn Þór Sigbjörnsson, Tómas Hermannsson og Björn Jörundur.
13.feb. 2015 - 16:38

Viðvörun: Mikil rigning sunnanlands á morgun - Hreinsið niðurföll - Sunnanáttin nær líklega stormstyrk

Spáð er mikilli rigningu sunnan og vestanlands með hlýindum síðdegis á morgun, laugardaginn 14. febrúar, auk hlýinda um allt land og fram á sunnudag. Búast má við mestri úrkomu í kringum fjöll og jökla sunnan og vestanlands og þar gæti sólarhringsafrennsli (samanlögð úrkoma og snjóbráðnun) farið vel yfir 100 mm (sjá meðfylgjandi kort).
13.feb. 2015 - 16:33

Yfirlýsing Ólafs: „Ég velti vöngum yfir því hvort réttarríki sé við lýði á Íslandi“

„Íslenskt réttarkerfi hefur dæmt saklausa menn seka,“ segir Ólafur Ólafsson sem ætlar með Al Thani málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann fer hörðum orðum um forseta Hæstaréttar og sérstakan saksóknara.
13.feb. 2015 - 16:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Sakar MR um svindl í Gettu betur: Dómari segir önnur lið beita sömu brögðum

Það er algerlega óþolandi hvernig lið MR kemst upp með að svindla í Gettu Betur. Liðið stelur ítrekað bjöllunni án þess að vera tilbúið með svar og eyðir síðan eins miklum tíma og dómarinn leyfir til að finna svarið. En þetta er ekkert nýtt, því lið MR hafa stundað þennan leik árum saman á áberandi hátt.
13.feb. 2015 - 14:45

Ekkert sældarlíf í Hegningarhúsinu: Stéttaskipting, klukkutíma útivera og litlir klefar

Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson sem sakfelldir voru í Al-Thani málinu fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik  hefja afplánun í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Þeim mun berast bréf á næstu dögum.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sena: Birdman óskarinn feb 2015 (út 10)
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 13.2.2015
Snilldarverk
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2015
Ég á afmæli í dag
Aðsend grein
Aðsend grein - 13.2.2015
Gleymdu karlarnir
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 13.2.2015
Skiptir máli hver þú ert?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.2.2015
Stefán á að biðjast afsökunar
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 14.2.2015
Trú og siður Jóns Gnarrs
Einar Kárason
Einar Kárason - 16.2.2015
Þeir bættu ekki hjólið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.2.2015
Einar og Stefán stóryrtir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.2.2015
Málstaður Íslendinga
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 18.2.2015
Hvert fór gjaldeyrisvarasjóðurinn?
Fleiri pressupennar