12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
Svanhvít - Mottur
17.ágú. 2015 - 12:00

„Leigumarkaðurinn er fátækragildra nútímans“

„Örlög almennings eru í höndum fjármálafélaga með húsnæðisbrask sem viðskiptamódel,“ segir Guðmundur Guðmundsson en tilefnið er nýlegt útvarpsviðtal við hagfræðing Landsbankans þar sem umfjöllunarefnið var íslenskur leigumarkaður. Guðmundur segir kerfisvillu vera á íslenskum húsnæðismarkaði þar sem húsnæðisekla og ónýtur leigumarkaður séu eins konar náttúrulögmál.
17.ágú. 2015 - 11:00

Icelandair hefur flug til Aberdeen í Skotlandi

Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Aberdeen í Skotlandi í mars á næsta ári. Flogið verður fjórum sinnum í viku, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum.
17.ágú. 2015 - 10:03

Úrslit í sveitakeppni yngri og eldri kylfinga kvenna réðust um helgina

Úrslit í sveitakeppnum unglinga og eldri kylfinga kvenna réðust um helgina. Keppt var á þremur stöðum í unglingaflokkunum en eldri kylfingar kvenna léku á Hellishólum.
16.ágú. 2015 - 20:00

Treysta ekki foreldrum sínum til að passa barnabörnin því þau drekka of mikið

Mynd/Flickr

„Það eru ákveðnir fordómar í gangi hjá fólki sem fætt er um og fyrir miðja síðustu öld gagnvart alkahólisma. Bæði eigin alkahólisma og annarra. Börn eldri alkahóista skammast sín líka oft fyrir neyslu foreldranna eða afa og ömmu. Margir geta hreinlega ekki hugsað sér að afar eða ömmur, jafnvel langafar eða langömmur fari í meðferð á Vog. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á það hjá SÁÁ að aðstandendur komi í viðtöl til okkar og fjölskyldumeðferð sé talin þörf á því,“ segir Sigurður Gunnsteinsson ráðgjafi hjá SÁÁ í samtali við vefritið Lifðu núna.

16.ágú. 2015 - 19:55

Svipti sig lífi á Vogi

„Þetta er því miður hluti af vinnu okkar sem erum að vinna í þessu. Það hafa komið fyrir þessi tilfelli í gegnum árin en það er óvenjulegt að það sé svona stutt á milli eins og núna var,“ segir Þórarinn Tyrfingsson en maður um tvítugt svipti sig lífi á sjúkrahúsinu Vogi á miðvikudaginn í síðustu viku, er þetta annað sjálfsvígið þar inni á tæpu ári. DV greinir frá þessu. Samkvæmt heimildum blaðsins var nýlega búið að leggja manninn inn í bráðameðferð.  

16.ágú. 2015 - 13:30 Ari Brynjólfsson

Það sem nemendur þurfa að vita áður en skólinn hefst

Mynd: Wikimedia commons

Á næstunni hefjast skólarnir á ný eftir sumarfrí og bæði grunnskóla- og framhaldsskólanemar eru í óðaönn að gera sig klár fyrir veturinn framundan. Margir munu eiga erfitt með að vakna og að aðlaga sig að settum agareglum í skólanum, en hversu strangar mega skólareglurnar vera og hvaða réttindi þurfa nemendur að hafa í huga? Pressan fór á stúfana og grófst fyrir um hvaða réttindi þú hefur í skólanum.

15.ágú. 2015 - 15:00

Treysta ekki prófgráðum frá Bifröst

Gæðaráð háskóla á Íslandi ber takmarkað traust til þess að Háskólinn á Bifröst geti tryggt að prófgráður sem skólinn veitir standist gæðakröfur, ólíkt öllum öðrum háskólum á landinu. Kemur þetta fram í Morgunblaðinu í dag.

15.ágú. 2015 - 09:02

Ósátt við reglur í sundlaugum: Átti mamma að fara út nakin eða láta mig drukkna?

Samsett mynd/DV.

„Ef einhver er svo óhrein/n að það verður heilsuspillandi fyrir aðra að manneskjan fara ofan í laugina, þá er það ekki að fara að lagast þó viðkomandi stökkvi nakin/n undir sturtu – (taki fljótann kattaþvott með nánast ósýnilegu magni af sápu eins og svo margir gera) einfaldlega til að komast í sundfötin sem fyrst og stökkva svo út í klórfyllta laug.“

15.ágú. 2015 - 00:01

Arnar sviptur titlinum og Ingvar er Íslandsmeistari í 5 km. götuhlaupi

Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands ákvað á fundi sínum þann 13. ágúst að svipta Arnari Péturssyni Íslandsmeistaratitlinum í 5 km. götuhlaupi sem fram fór í vor. Ingvar Hjartarson hlýtur titilinn en álit Laganefndar FRÍ var tekið til umræðu á stjórnarfundinum en Ingvar kærði úrslit hlaupsins. Laganefnd FRÍ skilaði einróma áliti til stjórnar FRÍ.
14.ágú. 2015 - 21:00

Hannes og Anna vilja söðla um í sveit: „Það hefur alltaf verið draumurinn“

„Viðbrögðin hafa verið góð. Við höfum fengið einhver svör, en við tökum þessu bara rólega. Ætlum að klára skólann og erum bara að skoða hvað er í boði,“ segir Hannes Bjarki Þorsteinsson í samtali við Pressuna, en hann ásamt eiginkonu sinni Önnu Kristínu, auglýsti í nýjasta tölublaði Bændablaðsins eftir að fá að flytja í sveit.

14.ágú. 2015 - 20:00

Thelma fékk heilablóðfall 15 ára gömul - Lamaðist og missti málið- „Ég tek einn dag í einu“

Í janúar á þessu ári hneig Thelma Karítas Halldórsdóttir niður á fótboltaæfingu. Í ljós kom að um að heilablóðfall var að ræða en slíkt mun vera gríðarsjaldgæft hjá svo ungu fólki. Hún lamaðist í kjölfarið í hægri hlið líkamans auk þess sem hún missti málið tímabundið. Við tók ströng endurhæfing sem enn er ekki lokið en Thelma tekur hlutunum af aðdáðunarverðu æðruleysi og segir jákvætt hugarfar hafa hjálpað sér hvað einna mest í gegnum veikindin.
14.ágú. 2015 - 18:00

Pétur Jóhann aftur til 365: „Þetta er eiginlega eins og að koma aftur heim”

Mynd/365

Pétur Jóhann Sigfússon er án efa einn ástsælasti leikari og grínisti þjóðarinnar. Hann hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda ásamt því að hafa stjórnað fjölda útvarpsþátta. Hann er einn af handritshöfundum og aðalleikurum Vakta-þáttanna á Stöð 2 og skapaði þar eina ástsælustu persónu í íslensku sjónvarpi; Ólaf Ragnar Hannesson.

14.ágú. 2015 - 16:30

Erfitt fyrir unga innflytjendur að eignast vini á Íslandi

Mynd: DV/Sigtryggur Ari Johannsson

„Við höfum allar orðið varar við mikla þörf á þjónustu fyrir unga innflytjendur, unglinga, og vildum því taka málin í okkar hendur. Auðvitað hefur vel verið hlúð að yngri börnum en unglingar sem koma hingað til lands frá heimalandi sínu eiga erfiðara uppdráttar, sérstaklega þar sem erfitt er fyrir þá að læra nýtt tungumál,“ segir Donata Bukowska, einn meðlima Winda, félags áhugafólks um pólska og íslenska menningu í viðtali við DV. Winda, sem þýðir „að lyfta“ á pólsku, fékk nýlega styrk til að efla félagsmiðstöðina Væng sem er tileinkuð ungum innflytjendum, hvaðan sem þeir koma.

14.ágú. 2015 - 15:00

Biggi lögga kallaður rasisti, kvenhatari, fífl, hálfviti og íslenskur Breivik

 „Ég hef ótrúlega oft rætt við fólk sem segist ekki þora að vera virkt á samfélagsmiðlum. Segist ekki þora að láta skoðun sína í ljós. Í lýðræðissamfélagi nútímans finnst mér það ótrúlega sorgleg staðreynd. Það er samt ótrúlega skiljanlegt. Í þessu samfélagi samfélagsmiðla virðist það vera hinn eðlilegasti hlutur að ráðast á einstaklinga og ekki nóg með það heldur virðist slíkar árásir stundum vera nokkurskonar afþreying eða tenglsamyndun fólks sem situr við tölvuna sína.“

14.ágú. 2015 - 12:00

Júlíana er fjármálastjóri á daginn og miðill á kvöldin

„Ég var aðeins að miðla til minna nánustu áður en ég flutti út en svo byrjaði ég að stunda þetta meira í Danmörku. Nágrannkonur mínar í Esbjerg fréttu af þessum hæfileika, fóru að kíkja í kaffi og svo vatt þetta upp á sig. Það ríkti mikil þöggun um miðla og þeirra störf í Danmörku á þessum tíma, fólk var frekar feimið við þetta og engin þorði að tala. Ég var aðallega að miðla til kvenna og þær vildu helst ekkert að aðrir vissu hvað væri í gangi. Þetta varð allt að fara fram á kvöldin og þetta var svakalegt leyndarmál,“ segir Júlíana Torfhildur Jónsdóttir miðill og fjármálastjóri í viðtali við Fréttatímann. Hún flutti ásamt fjölskyldu sinni til Danmerkur fyrir 19 árum eftir að húsið þeirra við Nönnugötu brann. Hún starfar nú sem fjármálastjóri í stórri heildsölu í heilbrigðisgeiranum en á kvöldin er hún einn þekktasti miðill Danmerkur. Júlíana segir engan mun vera á því hvort hún stundi miðilstörfin á netinu eða fyrir framan fólk:

13.ágú. 2015 - 15:30

Myndir dagsins: „Blöskraði að sjá þessa matarsóun því það var ekkert að matnum“

Myndir dagsins tók Katrín Hauksdóttir í nýafstaðinni búðarferð í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu en henni var ekki rótt þegar starfsmaður verslunarinnar hugðist henda miklu magni af mat sem var að mestu leyti í góðu lagi.  

13.ágú. 2015 - 12:20

Aðstandandi Extreme Chill Festival tjáir sig um aðför lögreglu: „Sorgleg staðfesting á valdníðslu og fordómum“

„Það sem ég upplifði um helgina var hreint og klárt ofbeldi af hálfu lögreglunnar í okkar garð,“ segir Guðrún Lárusdóttir, einn af aðstandendum og einn aðal skipuleggjandi Extreme Chill Festival en lögregluembættið hefur verið gagnrýnt fyrir að ganga óvanalega hart fram gagnvart gestum hátíðarinnar sem fram fór um síðustu helgi. Segist Guðrún vera í áfalli yfir framkomu lögreglunnar: hún sé dofin, lítil í sér, lystarlaus og þreytt. Hún ætli sér þó ekki að þegja.
13.ágú. 2015 - 12:00

Týndir þú gullhring á Landsspítalanum? Eigandans leitað

Gullhringur með steini hefur lengi  verið í óskilum á Landspítala Hringbraut þar sem eigandinn hefur ekki gefið sig fram, þetta kemur fram á heimasíðu Landspítalans. Í hringinn er letrað nafn, sem gefa þarf upp ef vitja á hringsins.  Kannist einhver við hringinn er hægt að hafa samband við öryggisverði spítalans, gengið er um inngang frá Eiríksgötu eða senda tölvupóst á palmiaev@landspitali.is.

13.ágú. 2015 - 11:00

Starfaði við skúringar og stundaði vændi: „Að líkja vændi og skúringum saman er fáránlegt“

„Ég hef unnið við skúringar á ýmsum tímabilum ævinnar, allt frá því ég var unglingur. Ég hef skúrað í fyrirtækjum, heimahúsum, skemmtistöðum, kaffihúsum, líkamsræktarstöðvum, börum, sjúkrahúsum og heilsugæslum og unnið við hverskyns þrif í fjölda mörg ár. Starfið er slítandi, líkamlega gríðarlega erfitt, stundum ógeðfellt og oft illa borgað.“

13.ágú. 2015 - 07:00

Helstu fréttir aðfaranætur 13. ágúst: Mikið manntjón í Tianjin, 16 ára stúlka fann gullstöng, hryðjuverk og fleira.

Ýmislegt bar til tíðinda í heiminum í gærkvöldi og nótt eins og önnur kvöld og nætur. Hér er stutt yfirlit yfir sumt af því helsta sem átti sér stað.
12.ágú. 2015 - 21:10

Oddur á leið til aðstoðar skútu sunnan Grindavíkur

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason. Mynd: Otti Rafn Sigmarsson
Oddur V. Gíslason, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík, er nú á leið til aðstoðar erlendri skútu sem stödd er um 19 sjómílum suður af Grindavík segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Um borð í skútunni eru fimm manns sem eru orðnir mjög þreyttir og slæptir eftir að barist við bilanir í skútunni í nokkra sólarhringa. Nú er svo komið að vél skútunnar er óvirk og aðalseglið ónýtt.

12.ágú. 2015 - 20:00

Jóhann er fyrsti karlkyns snyrtifræðingurinn á Íslandi: „Hvetjandi að fá jákvæð viðbrögð“

Jóhann Daníelsson er annar af tveimur íslenskum karlmönnum sem útskrifast hafa sem snyrtifræðingar hér á landi. Segir hann val sitt á starfsgrein vissulega eiga það til að koma fólki í opna skjöldu en hann sé engu að síður afar sáttur enda sé um að ræða einkar fjölbreytt og áhugavert starf sem bjóði upp á miklu möguleika.
12.ágú. 2015 - 16:00

Sambíóin kynna nýtt kvikmynda-app

Neytendahegðun íslenskra kvikmyndaáhugamanna hefur verið að breytast yfir í það að vilja nálgast sýningartíma úr tölvum eðasnjallsímum á kostnað dagblaða. Sambíóin hafa því ákveðið að bregðast við breyttum neytendavenjum með því að reyna að einfalda upplýsingaröflun íslenskra kvikmyndaáhugamanna og bjóða upp á app fyrir snjallsíma sem hentar bæði IOS og Android stýrikerfum.
12.ágú. 2015 - 13:53

Gísli valinn í úrvalslið drengja frá meginlandi Evrópu

Gísli Sveinbergsson. Mynd/GSÍ Gísli Sveinbergsson úr Keili hefur verið valinn í úrvalslið drengja frá meginlandi Evrópu sem keppir við úrvalslið drengja frá Bretlandi og Írlandi á Royal Dornoch vellinum í Skotlandi. Mótið, sem á sér langa sögu, fer fram 28.-29. ágúst, og er Gísli einn af alls níu leikmönnum sem valdir verða í úrvalsiðið.
12.ágú. 2015 - 13:00

Netflix á leiðinni til landsins: „Fáanlegt á Íslandi bráðlega“

 „Fáanlegt á Íslandi bráðlega.“ Skjáskot af heimasíðu Netflix.

Íslendingar fá bráðlega fullan aðgang að Netflix, þetta kemur fram þegar farið er inn á heimasíðu afþreyingarrisans. Er þetta í fyrsta skipti sem þetta er staðfest opinberlega en óvíst er hvenær þjónustan opnar, en samkvæmt könnun MMR fyrir Viðskiptablaðið nota nú þegar um tuttugu þúsund Íslendingar  þjóunustu Netflix eftir krókaleiðum.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 20.8.2015
Afmá þarf Má úr Seðlabankanum
Biggi lögga
Biggi lögga - 28.8.2015
I know you like Iceland, but it´s mine
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 18.8.2015
Aldrei leitt til góðs
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.8.2015
Jón Steinsson: mistækur ráðgjafi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.8.2015
Hugleiðing Baldurs Þórhallssonar
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 19.8.2015
Dásamleg brúnka með karamellu og saltkringlum
- 17.8.2015
Um vináttuna
Hildur Eir Bolladóttir
Hildur Eir Bolladóttir - 17.8.2015
Hamingjan er hagkvæm
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 16.8.2015
Sælkeraskartið! - fullkomin gjöf handa mataráhugafólki!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.8.2015
Yfirborðsleg greining Egils Helgasonar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 24.8.2015
Til hvers voru Píratar að því?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.8.2015
Engin stefnubreyting Sjálfstæðisflokksins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.8.2015
Þrjár athugasemdir um alþjóðamál
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.8.2015
Gott hljóð í Bjarna Benediktssyni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.8.2015
Gray on Hayek
Fleiri pressupennar