12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
Svanhvít - Mottur
21.júl. 2015 - 15:55

Hard Rock á Íslandi á ný?

Veitingahúsakeðjan Hard Rock Café leitar nú að aðilum til að sjú um rekstur keðjunnar hér á landi en eins og kunnugt er var Hard Rock veitingastaður starfrækur í Kringlunni um árabil.
21.júl. 2015 - 15:00

Kærði nauðgun árið 2010: Málaferlin hafa staðið yfir í fimm ár

Chastity Rose Dawson Gísladóttir var 14 ára þegar henni var nauðgað af 25 ára karlmanni sem hún komst í kynni við á Facebook. Lögð var fram á kæra á hendur manninum, Ingvari Dór Birgissyni en gallar á rannsókn málsins ásamt fleiri þáttum ollu því að málaferlin standa enn yfir, fimm árum síðar. Hún segir biðina óbærilega og þráir að sjá fyrir endann á málinu enda hafi það tekið sinn toll af henni og markað djúp spor í líf hennar.
21.júl. 2015 - 13:30

ADHD sjúklingar á Íslandi: Þurfa að bíða í allt að 18 til 20 mánuði eftir greiningu

„Þessi bið er lýjandi og hefur mikil áhrif á líf manns. Fólk áttar sig á því að þarna sé eitthvað sem getur bætt líf þeirra verulega, segir Sigrún Eggertsdóttir grafískur hönnuður og ljósmyndari í samtali við DV en Sigrún hefur þurft að bíða í um 20 mánuði eftir ADHD-greiningu. Fjallað er ítarlega um málið í vikublaði DV. Sigrún segir biðina hafa haft veruleg áhrif á líf sitt:

21.júl. 2015 - 11:30

Lögreglan lýsir eftir Lilju Jóhönnu Bragadóttur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Lilju Jóhönnu Bragadóttur, 38 ára. Lilja er 160 sm á hæð, um 80 kg og með rautt, axlarsítt hár.
21.júl. 2015 - 10:59

Starfsmaður hótels í Reykjavík hræddi sex 14 ára stúlkur

Sex stúlkur frá Englandi sem gistu á Reykjavík Backpackers aðfaranótt mánudags voru vaktar af starfsmanni gistiheimilisins og konu. Var starfsmaðurinn að hleypa manninum inn til að leita að farangri. Kemur þetta fram á vef DV.

20.júl. 2015 - 22:00

Gullkorn frá íslenskum börnum um lífið og tilveruna

Besta spekin kemur af saklausum vörum barnanna – það er enginn vafi á því – og ekki að ástæðulausu að fólki er sagt að hlusta á börnin sín. Eftirfarandi eru gullkorn um lífið og tilveruna frá íslenskum börnum, en foreldrar hafa verið duglegir að deila þessum fleygu orðum barna sinna á síðunni KidWits.

20.júl. 2015 - 14:30

Strokufangarnir frá Kvíabryggju grunaðir um að hafa stolið bíl

Fangelsið að Kvíabryggju Mennirnir tveir sem struku frá Kvíabryggju eru enn í einangrun en þeir eru grunaðir um að stolið bíl til að komast til Þingvalla þar sem þeir náðust. 188 kílómetrar eru á milli Kvíabryggju og Þingvalla.
20.júl. 2015 - 12:15

Skeljagrandabróðir dæmdur í 4 ára og 9 mánaða fangelsi

Kristján Markús Sí­vars­son var í dag dæmd­ur í óskil­orðsbundið 4 ára og 9 mánaða fang­elsi í héraðsdómi Reykja­ness fyr­ir sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás, frels­is­svipt­ingu, ólög­mæta nauðung og til­raun til fjár­kúg­un­ar. Um nokkrar ákærur var að ræða sem reknar voru í sama máli en Kristján Markús var sakborningur í öllum málunum.
20.júl. 2015 - 11:30

Tilkynnt um látinn útlending: Reyndist vera öldauður Íslendingur

Aðfaranótt mánudagsins 20. júlí barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um um látinn mann í sumarbústað í Árnessýslu. Var tilkynnandinn ölvaður er hann hringdi og sagði þann látna vera ókunnugan mann sem væri „útlendur og dökkur á hörund.“
20.júl. 2015 - 10:00

Mynd dagsins: Skildi kettlinga eftir á bílpalli

Sumarið er mikill annatími í Kattholti en fjölmargir kettir verða heimilislausir þegar eigendurnir fara í frí. Talsvert er um að fólk losi sig við dýrin á grimmúðlegan máta en eins og fram kom í grein Pressunnar í seinustu viku hefur færst í aukana að einstaklingar keyri út fyrir bæjarmörkin og skilji ketti eftir þar.
20.júl. 2015 - 07:29

Glæsilegu Íslandsmóti lokið á Íslandsbankamótaröðinni

Það var hörð barátta um Íslandsmeistaratitlana sem í boði voru á Íslandsmóti unglinga á Íslandsbankamótaröðinni sem lauk í gærkvöld á Korpúlfsstaðarvelli í Reykjavík.  Keppt var í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum, 14 ára og yngri, 15–16 ára og 17–18 ára.
Lokakeppnisdagurinn var gríðarlega spennandi þar sem úrslitin réðust í umspili og bráðabana í nokkrum flokkum.
20.júl. 2015 - 07:26

Danska lögreglan lýsir eftir Hafsteini Jónassyni: Er saknað síðan í gærmorgun

Lögreglan í Kaupmannahöfn sendi nú í morgun út eftirlýsingu þar sem lýst er eftir Hafsteini Jónassyni, þrítugum Íslendingi, sem fór frá heimili sínu í Glostrup í gærmorgun. Síðast voru ættingjar hans í sambandi við hann um klukkan 10 í gærmorgun en eftir það er ekkert vitað um ferðir hans.
19.júl. 2015 - 20:00

Alma fær særandi athugasemdir vegna þyngdaraukningar: „Ji, ég þekkti þig ekki, búin að fitna?“

Ég veit að margt sem er sagt við mig er gert af kærleika frá fólki sem vill mér bara vel en ég hugsa samt „hvernig myndi mér líða ef ég væri alltaf of þung?,“ segir Alma Rut Lindudóttir en í kjölfar þyngdaraukningar á meðgöngu hefur hún fengið og hefur hún fengið athugasemdir um holdafar sitt frá fólki. Hún segir mikilvægt að hafa aðgát í nærveru sálar enda vilji útlitsfordómar oft hlaupa með fólk í gönur.

19.júl. 2015 - 16:45

Mynd dagsins: Hvít jörð í júlí

Það er Haukur Björnsson skálavörður í Drekagili við Öskjuvatn undir Dyngjufjöllum sem á heiðurinn að mynd dagsins. Þótt ótrúlegt megi virðast var myndin tekin nú í morgun en eins og sjá má er jörðin snævi þakin og mætti halda að sé myndin sé tekin um hávetur.
19.júl. 2015 - 14:53

Frábært golf hjá Birgi – endaði í 5.–9. sæti á Spáni

Birgir Leifur Hafþórsson endaði í 5.–9. sæti á Áskorendamótinu sem fram fór á Kanaríeyjum á Spáni. Hann lék lokahringinn á 4 höggum undir pari og samtals var hann á 15 höggum undir pari.
19.júl. 2015 - 11:00

Guðmundur hefur barist við þunglyndi og kvíða í 15 ár: „Ég hugsaði að það væri bara best að enda þetta allt saman“

„Þetta á ekki að vera feimnismál,“ segir Guðmundur Daði Guðlaugsson sem hefur um árabil barist við andleg veikindi sem sett hafa sitt mark sitt á líf hans. Hann hefur nú náð yfirhöndinni í baráttunni við veikindin en baráttunni er þó hvergi nærri lokið. Hann segir það ekkert vafamál að litið sé niður á geðsjúkdóma á borð við þunglyndi og kvíða og telur mikilvægt að draga vandamálið fram í dagsljósið.
18.júl. 2015 - 20:55

Sendu ferðamenn að gera þarfir sínar í einkagarð: „Algjörlega ólíðandi“

„Við erum orðin mjög þreytt á þessu, þetta hefur staðið yfir í mörg ár og versnar alltaf. Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Ingunn Snædal sem brá heldur betur í brún fyrr í kvöld þegar að hópur af erlendum ferðamönnum mætti í garð foreldra hennar á Skjöldolfsstöðum á Jökuldal og gerði þar þarfir sínar. Í ljós kom að fararstjóri hópsins hafði sent fólkið þangað. Segir Ingunn að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem að þau fjölskyldan verði var við þetta uppátæki frá erlendum ferðamönnum.

 
18.júl. 2015 - 10:00

Gassprenging í sumarbústað: Komust út af sjálfsdáðum

Tveir menn komust út af sjálfsdáðum út úr brennandi sumarbústað við Seljavelli, laust eftir miðnætti í nótt. Eru þeir með minniháttar meiðsli en talið er að kviknað hafi í út frá gasi svo mikil sprenging varð í kjölfarið.
18.júl. 2015 - 09:00

Gekk berserksgang í lyfjaverslun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í gærkvöldi að hafa afskipti af karlmanni sem kom inn í lyfjaverslun í austurborginni í annarlegu ástandi. Hafði maðurinn ætlað að fá lyf og greiða fyrir þau síðar.
18.júl. 2015 - 06:59

Einar Zeppelin Hildarson slapp illa særður frá árás móður sinnar: 11 ára systir hans lést

Í lok maí 2004 slapp Einar Zeppelin Hildarson illa særður frá móður sinni eftir að hún hafði reynt að stinga hann til bana. Hún hafði þá áður stungið 11 ára systur hans, Guðnýju Hödd, til bana. Móðir þeirra glímdi við mikil andleg veikindi og þjáðist af geðklofa og gerði lítinn sem engan mun á raunveruleikanum og sínum eigin ranghugmyndum.
18.júl. 2015 - 06:59

Glæsileg tilþrif í rjómablíðu á Íslandsmótinu á Íslandsbankamótaröðinni

Fyrsti keppnisdagurinn af alls þremur á Íslandsmótinu í golfi á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram í dag í blíðskaparveðri á Korpúlfsstaðarvelli í Reykjavík. Um 140 keppendur taka þátt og náðu keppendur góðum árangri við fínar aðstæður.   
17.júl. 2015 - 18:30

Vampíruundirleikur í Hafnarfirði um helgina

Mynd/DV. Nosferatu, hin sígilda hrollvekja verður sýnd í Bæjarbíói, Hafnarfirði næstkomandi laugardag, 18. júlí, kl. 21:00 með nýrri íslenskri kvikmyndatónlist, frítt verður inn fyrir gesti og gangandi, en salurinn tekur 250 manns. Líkt og Pressan greindi frá í morgun þá var hauskaúpu leikstjórans F.W. Murnau stolið aðfaranótt mánudags. Í samtali við Elvar Örn Hjaltason, annan tónlistarmanninn sem kemur að sýningunni er þetta þó algjör tilviljun að þetti hitti svona á.   
17.júl. 2015 - 17:30

Biggi Lögga: Ekki vera í símanum við akstur… og runni er ekki klósett

Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi Lögga birtist nú fyrir stuttu í nýju myndbandi á Fésbókarsíðu Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu þar sem hann biðlar til ökumanna að vera ekki í símanum við akstur.

17.júl. 2015 - 15:30

Ránin í Samkaupum upplýst

Verslun Samkaupa í Kópavogi Tvö rán, sem voru framin í versluninni Samkaup í Hófgerði í Kópavogi í gær og á laugardag hafa nú verið upplýst. Komið hefur í ljós að sami einstaklingurinn var að verki í bæði skiptin.
17.júl. 2015 - 14:00

Skeit í hraunið og kveikti bál: Ferðamenn héldu að eldgos væri hafið

Ferðamaður á hjóli þurfti skyndilega að fara á klósettið er hann hjólaði framhjá Grábrókarhrauni í morgun, brá hann því á það ráð að hafa hægðir í hrauninu. Þegar hann hafði lokið sér af kveikti hann í klósettpappírnum með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í mosa og breiddist fljótt út. Skessuhorn greindi fyrst frá málinu nú í hádeginu.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - 01.8.2015
Mun '15 kynslóðin breyta heiminum?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.7.2015
Myndir af mér í Séð og heyrt
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 01.8.2015
Um ,,barnatrú" Jóns Gnarrs
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.7.2015
Óvandvirkur rannsóknarblaðamaður
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.7.2015
Þorvaldur: Taglhnýtingur auðsins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.7.2015
Íslandsgrein Matts Ridleys
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 27.7.2015
Augnhárin hafa aldrei verið lengri né sterkari
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 29.7.2015
Árás Sigrúnar á Ridley
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 26.7.2015
Gjöf frá Seðlabankanum
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 29.7.2015
Eigum við að loka SÁÁ og Hjartavernd?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.7.2015
Churchill, de Gaulle og íslenskir kommúnistar
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 30.7.2015
Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 02.8.2015
Tvær sögufalsanir í Wikipediu
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 30.7.2015
Stefán Ólafsson og bullið
Fleiri pressupennar