12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
06.apr. 2014 - 14:43

Fordæmir uppsagnir tveggja leikara sem voru nálægt eftirlaunum: Þetta er bara glatað

„Í síðustu viku var tveimur eldri leikurum sagt upp í Borgarleikhúsinu. Þetta fólk er yfir fimmtugu og hefur unnið fyrir Leikfélag Reykjavíkur í áratugi samfleytt. Það má segja ýmislegt í þessu samhengi, ýmsar ástæður geta verið fyrir svona uppsögnum og það má fabúlera um réttláta meferð, atvinnuöryggi versus hægkvæmni í rekstri og ýmislegt annað. En alltaf kemur þetta niður á sama stað. Þetta er bara glatað.“
06.apr. 2014 - 12:00

Öllum börnum og unglingum verði boðið upp á meðferðarúrræði vegna kvíða og þunglyndis

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að rannsakað verði umfang þunglyndis og kvíða hjá öllum börnum og unglingum á landinu. Þeim sem mælast yfir viðmiðunarmörkum verði svo boðið upp á viðeigandi aðstoð í formi viðtala og námskeiða. Meðflutningsmenn eru 16 úr fjórum flokkum - Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Bjartri framtíð.
06.apr. 2014 - 10:40

Ekki einangrunarstefna, heldur utanríkisstefna: Aldrei á stefnuskránni að ganga í ESB

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei haft á stefnuskrá sinni að ganga í ESB.  Þar hefur hann átt samleið með skýrum meirihluta þjóðarinnar. Engin mæling hefur sýnt meirihlutavilja til inngöngu í ESB,“ sagði Bjarni Benediktsson á fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokksins í gær.
06.apr. 2014 - 08:53

Vio sigraði Músíktilraunir 2014

Úrslitakvöldi Músíktilrauna lauk í gærkvöld fyrir fullu húsi í Norðurljósasal Hörpunnar. 10 hljómsveitir kepptu og spiluðu þær allar af hjartans lyst. Hljómsveitin Vio frá Mosfellsbæ kom, sá og sigraði og má heyra eitt laga þeirra hér að neðan.
06.apr. 2014 - 01:04 Gunnar Bender

Yfir þúsund fiskar komnir á land fyrstu daga

,,Það var gaman í Litluá og fullt af fiski,“ sagði Stefán Ingvason, sonur Ingva veiðimannsins snjalla og bróðir Erlings veiðimann og tannlæknis á Akureyri, en hann var að koma úr mokveiði.

Veiðin hefur gengið víða vel, veiðimenn hafa fengið fína veiði og flotta fiska. Líklega hafa veiðst yfir þúsund fiskar fyrstu daga veiðitímans sem verður að teljast gott. Fiskurinn hefur líklega haldið sér lengur í ánni núna vegna kulda og ekki farið mikið niður úr ánum. Það kemur veiðimönnum til góða í byrjun. Tíðarfarið er gott, fiskurinn er fyrir hendi og það er fyrir mestu.
06.apr. 2014 - 00:57 Gunnar Bender

Mokveiði fyrstu dagana í Litluá í Kelduhverfi

Þetta var bara frábær og við fengum  140 fiskar, sagði Stefán Ingvason sem var að koma úr mokveiði úr Litluá í Kelduhverfi .

,, Sjö af þessum fiskum voru  yfir 70 cm og  margir á milli 60-70. Megnið staðbundinn urriði en minna af bleikju heldur en i fyrra. Svo var líka töluvert af sjóbirtingi og það varblíðskapar veður  allan tímann  meðan við vorum að veiða þarna,“ sagði Stefán eftir mokveiðina.

05.apr. 2014 - 20:00

Árelía: „Nú í vetur hef ég misst tvær mikilvægar konur úr lífi mínu“

Árelía Eydís Guðmundsdóttir „Við stöndum öll í skugga dauðans. Nú í vetur hef ég misst tvær mikilvægar konur úr lífi mínu, inn í draumalandið, inn úr skugga dauðans í fang hans. Önnur er amma mín, sem er nýlátin, en hin var amma dóttur minnar“, segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir í fallegum pistli á bloggsíðu sinni sem hefur vakið athygli.
05.apr. 2014 - 18:00

Ofureldfjallið í Yellowstone: Af hverju flýja dýrin garðinn?

Myndskeið sem sýnir vísunda yfirgefa þjóðgarðinn í Yellowstone í Bandaríkjunum hefur vakið talsverða athygli. Hafa margir talið það vera til marks um að stutt sé í að ofureldfjallið sem gaus seinast fyrir 630 þúsund árum láti á sér kræla.
04.apr. 2014 - 23:32 Gunnar Bender

Yfir tuttugu fiskar í opnun Tungufljóts

Opnunarhollið í Tungufljótinu gekk þokkalega en 24 fiskar veiddust og var stærsti fiskurinn 75cm birtingur sem fékkst neðarlega í Syðri Hólm. Aðstæður til veiða voru nokkuð krefjandi, nokkuð blés á menn síðari hluta ferðar. Eftir ágætis rigningar litaðist Tungufljótið seinnipart 2. apríl og hækkaði þokkalega í því.

04.apr. 2014 - 18:00

Mynd dagsins: Hafþór Júlíus og Skúli kláruðu 2 kílóa steikur!

Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims og leikari í Game of Thrones, og Skúli Ármannsson, boxari og þjálfari hjá Mjölni eru fyrstu heiðursborgarar Texasborgara en þeim tókst að borða tveggja kílóa nautasteikur með salati á rétt rúmum tuttugu mínútum. Um var að ræða úrvalsnautasteik, vel hanginn og fullmeyrnaðan sirloin-vöðva úr stóru nauti, ásamt frönskum og blönduðu salati.
04.apr. 2014 - 08:26

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Jarðskjálftahrina hófst uppúr miðnætti á Reykjaneshrygg við Geirfugladranga um 25 til 30 kílómetra frá landi. Stærsti skjálftinn var 3,5 á Richter um klukkan hálf eitt í nótt.
03.apr. 2014 - 19:00

Mynd dagsins: Hringormur fannst skríðandi í koki manns eftir neyslu á steinbít

Mynd dagsins tók Karl Skírnisson en hún er af hringormi sem fannst skríðandi  í koki manns sex dögum eftir neyslu á hálfhráum steinbít. Myndin var birt á vef Morgunblaðsins í dag en grein í blaðinu um að hringormar geti valdið bráðaofnæmi hefur vakið nokkra athygli.
03.apr. 2014 - 18:15

Icelandair tilkynnir heilsársflug til Washington: Flugáætlun félagsins sú stærsta hingað til

Icelandair hefur ákveðið að auka við flug félagsins til Washington í Bandaríkjunum og næsta vetur verður flogið til borgarinnar fjórum til fimm sinnum í viku. Icelandair hóf flug til Washington árið 2011 og fram að þessu hefur hlé verið gert á fluginu yfir háveturinn, en nú er borgin orðinn heilsársstaður í leiðakerfi Icelandair.
03.apr. 2014 - 16:41

Stór fíkniefnafundur í Hafnarfirði: Söluverðmæti efnanna 38,5 milljónir króna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á ellefu kíló af kannabisefnum við húsleit í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði í gær, en efnin voru tilbúin til dreifingar. Á sama stað var einnig að finna um 60 kannabisplöntur, sem lögreglan tók líka í sína vörslu. Söluverðmæti efnanna er 38,5 milljónir
03.apr. 2014 - 13:50

Björg: „Konur tíma ekkert að kaupa sér dýr föt á meðan þeim finnst þær of feitar, þær tíma bara að éta“

Björg Ingadóttir fatahönnuður og eigandi Spakmannsspjara prýðir forsíðu MAN tímaritsins sem kom út í dag. Þar ræðir Björg ítarlega um hönnun, rekstur búðarinnar sem hún hefur rekið í rúmt tuttugu og eitt ár, makaleit á vefnum Einkamál og svo offituvanda þjóðarinnar.  Ummæli hennar hafa vakið nokkra athygli en Björg segir:
02.apr. 2014 - 19:00

Fimm dýrustu einbýlishúsin á Akureyri

„Markaðurinn er á uppleið. Mín tilfinning er að þetta hafi hægt og bítandi verið að lagast. Þetta er ekki alveg komið í lag en markaðurinn er farinn verulega mikið að þiðna og það hefur verið ágætis sala síðasta hálfa árið“ segir Gísli Gunnlaugsson fasteignasali hjá Framtíðareign á Akureyri í samtali við Pressuna.
02.apr. 2014 - 16:40

Hvar færðu ódýrustu páskaeggin? Tug prósenta verðmunur á páskaeggjum

Algengast er að um 30% verðmunur sé á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum milli matvöruverslana að því er fram kemur í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu mánudaginn 31. mars.
02.apr. 2014 - 12:33

Hjörtur sendir frá sér yfirlýsingu: ,,Ég iðrast óendanlega fyrir það sem ég hef gert"

Hjörtur Hjartarson, fréttamaður Stöðvar 2, hefur verið sendur í leyfi frá störfum í kjölfar atviks sem átti sér stað í starfsmannapartíi síðastliðinn föstudag. Hann er sakaður um að hafa ráðist á samstarfsmann með þeim afleiðingum að sá þurfti að leita sér aðhlynningar á spítala.
02.apr. 2014 - 11:09

Lögreglan lýsir eftir tveimur ungum drengjum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Rúnari Orra Lárusyni, 14 ára, en hann fór frá heimili sínu í Hafnarfirði sl. sunnudag. Einnig er lýst eftir Bjarka Degi Anítusyni, 15 ára, en hann fór frá heimili sínu í Hafnarfirði sl. laugardag.
02.apr. 2014 - 10:47

Vara við aukinni skjálftavirkni á Hellisheiði

Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra varar við aukinni skjálftavirkni á Hellisheiði. Verið er að byrja tilraunaniðurdælingu í holu HN-16 á niðurdælingarsvæði Hellisheiðarvirkjunar við Húsmúla.
02.apr. 2014 - 09:10

Táningar frá Íslandi, Bretlandi, Lesótó og Jórdaníu velta fyrir sér jafnrétti kynjanna

Íslendingar hafa átt það til að hreykja sér af því að vera meðal þeirra ríkja heims þar sem jafnréttisbarátta kynjanna hefur verið hve árangursríkust. Samkvæmt nýjustu rannsóknum njóta konur og karlar þó, enn þann dag í dag, ekki jafnréttis í neinu landi á jarðkringlunni.
01.apr. 2014 - 21:30

Kitl var notað sem pyntingaraðferð

Viðbrögð sem margir sýna þegar þá kitlar tengist sennilega varnarviðbrögðum líkamans og segja vísindamenn að þau séu ætluð til að forðast snertingu utanaðkomandi og mögulega hættulegs hlutar eða fyrirbæris.
01.apr. 2014 - 19:25

Karlmenn á Grenivík lofa að drekka minnst 5 bjóra í viku

Guðný Sverrisdóttir fráfarandi sveitastjóri í Grýtubakkahreppi hættir í sumar eftir 27 ár í starfi. Hennar síðasta embættisverk er að búa til miðbæ á Grenivík. Á Grenivík búa einungis 300 manns en Guðný vill gera vel við íbúana og í miðbænum á meðal annars að vera veitingahús. Til að standa straum af kostnaði hefur Guðný tekið loforð af öllum karlmönnum á Grenivík að drekka minnst fimm bjóra á viku á barnum.
01.apr. 2014 - 17:35

Sérsveitin kölluð til: Tilkynnt um skotvopn - Kona á fimmtugsaldri handtekin

Kona á fimmtugsaldri var handtekin í íbúð við Hringbraut í Reykjavík í dag, eftir að tilkynning barst lögreglu á fimmta tímanum um aðila með skotvopn.
01.apr. 2014 - 15:35

Tal býður upp á endalausar mínútur og SMS

Tal hóf í morgun að bjóða viðskiptavinum sínum upp á endalaust tal og sms. Áskriftaleiðin kostar 5.590 kr. Einnig fylgir gagnamagn upp á 250 megabæt.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sena - Laddi DVD
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.4.2014
Dýrkeypt mistök stjórnmálamanna eftir hrun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.4.2014
Nýjar upplýsingar um gamalt trúnaðarbrot
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 18.4.2014
Frjálst fall
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 21.4.2014
Hvers konar fréttamennska er þetta?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2014
Ríkisvæðing einkaskulda
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 10.4.2014
Eru háskólakennarar í pólitískri krossferð?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.4.2014
Ritaskrá mín fyrir 2013
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 21.4.2014
Þarf sérstakan til að rannsaka Sérstakan?
Sturla Böðvarsson
Sturla Böðvarsson - 09.4.2014
Framganga Rússa
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.4.2014
Lesendur geta sjálfir staðreynt málið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 08.4.2014
Ný sýn í Evrópumálum
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 13.4.2014
Hallgrímur Pétursson – fimmti hluti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.4.2014
Breskir dómarar skeikulir
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 22.4.2014
Vá-tilfinningin
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 20.4.2014
María Magdalena og páskaeggin
Fleiri pressupennar