12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
09.ágú. 2016 - 18:00 Ari Brynjólfsson

Meira en 1300 hafa boðað komu sína á Vegan-festival næstu helgi

Samtök grænmetisæta á Íslandi standa fyrir hinu árlega Vegan festivali í annað sinn á  laugardaginn, 13. ágúst kl. 14, á Thorsplani í Hafnarfirði. Um er að ræða grillveislu og skemmtun fyrir vegan fólk og aðra sem hafa áhuga á að bragða á vegan grillmat. Markmið festivalsins er að gleðjast saman og fagna aukinni vitund og miklum árangri vegan hreyfingarinnar. Þú þegar hafa rúmlega 1300 manns boðað komu sína á

09.ágú. 2016 - 16:59 Ari Brynjólfsson

Annar handtekinn vegna morðsins á Jóni Gunnari

Lögreglan í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur handtekið annan mann í tengslum við morðið á hinum 35 ára gamla Jóni Gunnari Kristjánssyni. Á DV kemur fram að 38 ára gamall maður hafi verið handtekinn vegna málsins þann 25. júlí síðastliðinn, sá hefur nú verið ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás og á mánudagskvöldið handtók lögreglan svo annan mann.

09.ágú. 2016 - 15:00

Rut Guðnadóttir opnar kynlífsblogg: „Ég er bara þreytt á því að fela það hver ég“

Rut Guðnadóttir hefur opnað bloggsíðu tileinkaða kynlífi sem hún kallar My awesome, awkward sex life og birti hún fyrstu færslu sína þar í dag. Rut er elsta dóttir Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Bloggið mun fjalla með persónulegum hætti um allt sem tengist kynlífi frá hennar eigin sjónarhorni.
09.ágú. 2016 - 11:35 Ari Brynjólfsson

Starfsmenn 365 mótmæla ritstjóranum harðlega í opnu bréfi: „Skaðað alvarlega það traust sem verður að ríkja“

Starfsmenn fjölmiðlafyrirtækisins 365 hafa sent frá sér opið bréf til stjórnarformanns 365, forstjóra og aðalritstjóra þar sem þeir mótmæla harðlega uppsagnar yfirmanns ljósmyndadeildar 365, Pjeturs
09.ágú. 2016 - 11:00 Sylvía Rut Sigfúsdóttir

Dagbjört hugsaði um móður sína á dánarbeðinum – Fékk svo rukkun frá Tryggingastofnun

„Þetta er bara svo gjörsamlega galið“ segir Dagbjört Harðardóttir en hún missti móður sína fyrr á þessu ári eftir erfið veikindi. Hún fékk lítinn sem engan stuðning frá Tryggingastofnun, þess í stað fékk hún bréf og rukkun sex mánuðum eftir að móðir hennar lést sem gerði hana agndofa. Ákvað hún því að deila sögu sinni í einlægum pistli á Facebook.

09.ágú. 2016 - 10:00 Ari Brynjólfsson

Iðnaðarmenn snúa of hægt heim – Stór verkefni mönnuð með erlendu vinnuafli

Mikill skortur er á iðnaðarmönnum á Íslandi, þeir sem fluttu af landi brott eftir hrun, þá sérstaklega til Noregs, snúa of hægt heim og skortur er á nýrri kynslóð til að taka við.
08.ágú. 2016 - 21:00 Ari Brynjólfsson

Drónaveitingar hefja flug á Íslandi: Flugu með bjór til þyrstra leikmanna – MYNDBAND

Það var líf og fjör í Skemmtigarðinum þegar röð myndaðist af þyrstum fótboltagolf áhugamönnum eftir að það fréttist af tilraunaflugi Ozzo Photography og Skemmtigarðsins þar sem fyrsta veitingaflug með dróna var frumreynt á Íslandi.

08.ágú. 2016 - 19:00 Ari Brynjólfsson

„Í stað þess að láta alla fara héðan og niður í bæ ákváðum við bara að halda þetta hér“

Mikið verður um gleði í Breiðholti á sunnudaginn þegar hin árlega Breiðholt Festival fer fram. Hátíðin er á vegum plötuútgáfunnar Bedroom Community, hverfisráði Breiðholts og þjónustumiðstöðvar hverfisins. Í samtali við Pressuna segir Sigríður Sunna Reynisdóttir aðstandandi hátíðarinnar að von sé á fjölmörgum gestum í hverfið til að njóta fjölda ókeypis viðburða, en hátíðin er öllum opin:

08.ágú. 2016 - 11:03

Annar maður handtekinn vegna skotárásarinnar í Breiðholti á föstudaginn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun mann sem hún leitaði að í tengslum við rannsókn á skotárás í Breiðholti síðasta föstudagskvöld. Hann er annarr tveggja manna sem eru grunaðir um aðild að skotárásinni. Hinn maður var handtekinn aðfaranótt laugardags og var í framhaldinu úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.
08.ágú. 2016 - 10:30 Ari Brynjólfsson

Útrás íslenskra fjármálafyrirtækja farin af stað á ný – Íslenskt fyrirtæki er komið með starfsleyfi í Lundúnum

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Íslensku fjármálafyrirtæki hefur fengið leyti til að bjóða upp á fjármálaþjónustu á erlendri grund, er þetta í fyrsta sinn frá því fyrir hrunið sem varð fyrir rúmum átta árum. Síðastliðinn föstudag veitti breska fjármálaeftirlitið GAMMA Capital Mana­gement Lim­ited sjálfstætt starfsleyfi en GAMMA hefur starfað í Lundúnum í rúmt ár á grundvelli íslensks starfsleyfis. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

08.ágú. 2016 - 05:26

Veiðiþjófur í Elliðaám og ökumenn undir áhrifum vímuefna

Á tíunda tímanum í gærkvöldi hafði veiðivörður við Elliðaár samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og tilkynnti um mann að veiðum hjá Rafstöðvarvegi og væri hann ekki með veiðileyfi. Maðurinn var kærður fyrir brot á laxveiðilögum og veiðibúnaður hans var haldlagður af lögreglunni.
05.ágú. 2016 - 20:00 Ari Brynjólfsson

„Ég varð samt fyrir miklum fordómum, og neikvæðu umtali – en höfnunin var verst“

Anna Kristjánsdóttir hefur verið í umræðunni á Íslandi frá því hún steig fram sem stolt íslensk transkona. Anna er önnur íslenska konan sem gekkst undir kynleiðréttingu, en sú fyrsta hefur aldrei stigið fram í fjölmiðlum. Anna fæddist í líkama drengs en vissi alltaf að hún væri kona, í viðtali við DV í dag segir hún að það hafi verið réttlætiskenndin sem hafi dregið hana út úr skápnum. Anna var mörg ár milli kynja en hún hefur lifað alfarið sem kona frá árinu 1993 en ferlinu sjálfu lauk árið 1995. Hún reyndi að leita lausna á Íslandi á sínum tíma en að lokum flutti hún til Svíþjóðar. Þar vann hún á dæmigerðum karlavinnustað :

05.ágú. 2016 - 18:30 Ari Brynjólfsson

Teitur tekur undir með offiturannsókn – Kjöt er jafn fitandi og sykur

Teitur Guðmundsson læknir tekur undir með nýrri rannsókn sem Pressan greindi frá í gær sem segir að neysla á kjöti er jafn fitandi og sykur, kjöt er því jafn mikill sökudólgur og sykur þegar kemur offitufaraldrinum.

05.ágú. 2016 - 11:00 Ari Brynjólfsson

Fylgst með vændismarkaðnum á Íslandi – Lögreglan segir konurnar vilja vera látnar í friði

„Konurnar koma hingað og stoppa í stuttan tíma. Það er sjaldgæfara að hingað komi karlar í þessum erindagjörðum en það gerist nú samt,“ segir Snorri Birgisson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar við DV í dag. Í blaðinu er fjallað ítarlega um vændisauglýsingar hér á landi, þá sér í lagi auglýsingar í gegnum smáauglýsingasíðuna Backpage.

05.ágú. 2016 - 05:18

Slasaðist alvarlega þegar hann féll ofan af húsi

Rétt eftir klukkan átta í gærkvöldi var tilkynnt um mann sem lægi meðvitundarlaus á Skúlagötu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi sjúkrabifreiðar og tækjabíl á vettvang, einnig fóru lögreglumenn á vettvang. Þarna hafði maður fallið ofan af húsi, um 4 metra fall, og lent á tréskilti.
04.ágú. 2016 - 19:00 Út fyrir kassann

Goretex á daginn en varalitur og dansskór á kvöldin

Viðtal við Söndru Ósk Snæbjörnsdóttur jarðfræðing
04.ágú. 2016 - 18:15 Bleikt

María: Sorgleg staða hjá háskólamenntuðu fólki á vinnumarkaði í dag

María heiti ég og er fædd og uppalin Skagamær. Ég hef lokið meistaranámi í lögfræði sem og grunnnámi í viðskiptalögfræði en hef ekki fengið starf í samræmi við menntun. Ég ákvað að fara í nám haustið 2010 og byrjaði í frumgreinadeild við Háskólann á Bifröst þar sem ég hafði einungis lokið örfáum einingum í framhaldsskóla. Ég get ekki annað en mælt með náminu fyrir þá sem langar til þess að mennta sig og hafa verið lengi frá námi. Snilldar úrræði og það kom ekki annað til greina en að klára námið þar. Ég ákvað að fara í nám til þess að komast í betri stöðu fjárhagslega og til þess að starfa við eitthvað sem mér þykir áhugavert, krefjandi og skemmtilegt.


04.ágú. 2016 - 11:00 Ari Brynjólfsson

Zúistar bíða „pollrólegir“ eftir innanríkisráðuneytinu

Þeir sem skráðu sig í trúfélag Zúista bíða enn eftir að fá greiðslur frá félaginu. Trúfélagið vakti mikla athygli í fyrra þegar það tilkynnti að það myndi greiða félagsmönnum sínum til baka árlegan styrk sem félagið fær frá ríkinu í krafti laga um trú- og lífsskoðunarfélög. Stjórnarmeðlimur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að stjórn félagsins bíði nú eftir innanríkisráðuneytinu.

04.ágú. 2016 - 03:47

Kona fótbrotnaði við klettaklifur á Ströndum: Björgunarsveitarmenn kallaðir út

Mynd úr safni. Ung kona hlaut opið fótbrot á áttunda tímanum í gærkvöldi er hún féll í Krossanesi á Ströndum en þar var hún við klettaklifur. Liðsmenn björgunarsveitarinnar Strandasól í Árneshreppi voru kallaðir út vegna slyssins og komu þeir konunni til aðstoðar.
03.ágú. 2016 - 09:26 Ari Brynjólfsson

Ólafur var handtekinn fyrir framan fimm ára son sinn: „Ég ætla að vinna þessa glímu, algjörlega“

Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, er á leið í meðferð í kjölfar atviks sem átti sér stað á mánudag í síðustu viku. Í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni sagði Ólafur frá því þegar hann var handtekinn fyrir framan fimm ára gamlan son sinn.

03.ágú. 2016 - 05:39

Innbrot og þjófnaðir, líkamsárásir og ökumenn í vímu

Innbrot og þjófnaðir, líkamsárásir og ökumenn undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna settu mark sitt á gærkvöldið og nóttina hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
02.ágú. 2016 - 20:00 Ari Brynjólfsson

Benjamín vill endurskoða landbúnaðarkerfið til að fækka dýradrápum

Benjamín Sigurgeirsson doktor í líftækni og frambjóðandi Pírata hvetur almenning til að hætta að borða dýrakjöt. Í pistli á Stundinni segir Benjamín að neysla á dýrum valdi ótímabærum dauðdaga hjá fólki og að töluvert umhverfisvænna sé að neyta grænmetisfæði. Benjamín telur upp fjölda dýra í heiminum samanborið við mannfólk og ber saman lífslíkurnar sem telja má í vikum:

02.ágú. 2016 - 18:00 Ari Brynjólfsson

Myndband dagsins: Bjartmar sagði fólki að hann væri að lesa úr Kóraninum

Bjartmar Alexandersson ásamt samstarfsfólki ákvað að skella í myndband þar sem hann les upp úr Biblíunni fyrir Íslendinga á Austurvelli, en hann segist vera að lesa úr Kóraninum, helgiriti múslima. Bjartmar sagði í samtali við Pressuna að hann væri orðinn þreyttur á fólki sem leyfði sér að alhæfa um önnur trúarbrögð vegna texta í ritningu:

02.ágú. 2016 - 15:05 Ari Brynjólfsson

Fundu sprengju í Borgarnesi um Verslunarmannahelgina

Meðlimir björgunarsveitarinnar Brákar rákust á torkennilegan hlut þegar þeir voru að setja upp flugeldasýningu fyrir landsmótsgesti. Hluturinn reyndist vera bresk sprengivörpusprengja úr seinni heimstyrjöldinni. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Vesturlandi.

02.ágú. 2016 - 13:00 Ari Brynjólfsson

Íslenski geitungastofninn tekur við sér – Ferðamenn koma með veggjalús

Geitungastofninn á Íslandi er allur að taka við sér og eru þeir miklu meira áberandi í sumar en áður. Þetta sagði Ólafur Sigurðsson meindýraeyðir í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Örfá ár eru síðan stofn holugeitunga hrundi vegna myglusvepps sem komst í búin, en Ólafur segir stofninn vera sprelllifandi í dag.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Tapasbarinn: Humar sumar 2016 on going
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.8.2016
Svar mitt við spurningum RÚV
Smári Pálmarsson
Smári Pálmarsson - 15.8.2016
Hinn ógeðslegi mannslíkami
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.8.2016
Framtíðin er glæst
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 20.8.2016
Ástandsmæling í Hreyfingu: Boditrax
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.8.2016
Gagnsæi og huldufélög
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 19.8.2016
Ráðherra er stífluð af frekju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.8.2016
Grein eftir mig um Panama-skjölin
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 15.8.2016
Samfélagsleg áhrif kristninnar
Fleiri pressupennar