12. jún. 2012 - 17:00

Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands: Áhugi á stjórnmálum eykst á meðal ungs fólks

Háskóli Íslands

Aldrei hafa fleiri viljað stunda nám í Háskóla Íslands en 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40% en þá voru þær 6.800.  

Í umsóknarhópnum eru afar lofandi og hæfileikaríkir nemendur, þar á meðal flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á Félagsvísindasviði, 1.441 á Heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á Menntavísindasviði. Samanlagt gera þetta 6.363 umsóknir um grunnnám á öllum sviðum háskólans en til samanburðar voru þær 6.078 í fyrra.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi. Í fyrra voru umsóknirnar 3.022. Í meistaranámi og öðru námi á meistarastigi fjölgar umsóknum í meirihluta af 25 deildum skólans þótt fjölgunin sé mismikil.

Fjölgun er í flestum greinum verkfræði, mest í rafmagns- og tölvuverkfræði, um rúm 17 prósent, og í hugbúnaðarverkfræði um tíu prósent. Þá heldur umsóknum um nám í tölvunarfræði áfram að fjölga en þær voru 230 og fjölgaði um þriðjung á milli ára. Í ferðamálafræði bárust 150 umsóknir sem er fjórðungi fleiri en í fyrra. 

Við þetta má bæta að um 370 manns skráðu sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun sem fram fara á morgun. Þá bárust 360 umsóknir í Lagadeild en það eru 15 prósentum fleiri umsóknir en í fyrra.

Athyglisvert er að þrátt fyrir að ekki fari gott orð af Alþingi þessi misserin eykst áhugi á stjórnmálafræði á ný eftir fækkun síðustu tvö ár, en umsóknir um grunnnám við Stjórnmálafræðideild reyndust 114 og fjölgaði um rúman fimmtung.
15.júl. 2014 - 13:00

Þorgerður Katrín fór holu í höggi: MYND

Það er líklega fátt eins eftirsótt hjá golfurum og að ná holu í höggi og margir sem horfa hýrum augum til þess. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra náði þeim merka áfanga í gær og var það Gyða María Hjartardóttir, vinkona Þorgerðar og golfélagi sem smellti meðfylgjandi mynd af Þorgerði og birti á fésbókinni.

15.júl. 2014 - 12:00 Kristín Clausen

Einstaklingar á leigumarkaði: Fjarlægur draumur að búa einn

“Það er ekki gert ráð fyrir einstaklingum á leigumarkaði”, segir Jóhann Már Sigurbjörnsson hjá samtökum leigjenda á Íslandi. Á undanförnu ári hefur leiguverð hækkað sem nemur 8 prósent af raunverði en dæmi eru um að leiga hafi hækkað um 25 prósent á milli mánaða. Fjarlægur draumur fyrir einstakling á meðallaunum að búa einn í tveggja herbergja íbúð 
 
15.júl. 2014 - 10:00

Gísli Gíslason verður fyrsti íslenski ríkisborgarinn út í geim: Bernskudraumur sem varð að veruleika

„Það hefur alltaf blundað í mér að fara út í geiminn, alveg frá því ég var lítill og las Tom Swift.  Þetta var þó alltaf fjarlægur draumur. Þegar maður er Íslendingur þá sér maður kanski ekki alveg hvernig þetta er að fara að gerast. En svo bara bauðst þessi möguleiki “ segir lögfræðingurinn og athafnamaðurinn Gísla Gíslason en hann er einn af þeim tæplega 700 farþegum sem hafa tryggt sér aðgang í fyrstu ferðir geimskutlunnar SpaceShip Two á vegum Virgin Galactic. Eins og áður hefur komið fram í fréttum Pressunar þá hefur flugfélagið fengið grænt ljós á að hefja skipulagðar geimferðir frá og með næsta mánuði og er áætlað  að ferðir hefjist í lok árins.

15.júl. 2014 - 09:52

Nóg um að vera í afreksgolfinu – 550 kylfingar skráðir í keppni

Það má með sanni segja að það verði fjör í íslensku golflífi næstu tvær helgar þegar ríflega 550 kylfingar á öllum aldri munu leika á fjórum Íslandsmótum.
15.júl. 2014 - 09:00

Mynd dagsins: Svona er Ísland í dag!

Mynd dagsins tók Hlynur Jón Michelsen hjá Gullfossi. Bílastæðið var fullt og röð frá því að fossinum fræga. Hlynur sem starfar í ferðageiranum, segir að þetta sé ekki óalgeng sjón.
15.júl. 2014 - 07:46

Piltar teknir með fíkniefni í Hafnarfirði

Lögreglumenn fundu fíkniefni í fórum tveggja sautján ára pilta í Hafnarfirði í gærkvöldi og verður mál þeirra sent barnaverndaryfirvöldum. 

 

14.júl. 2014 - 18:12

Mynd dagsins: Veifaði fána Palestínu á svölum Alþingishússins

Mynd dagsins að þessu sinni tók Ásgeir Ásgeirron (geirix) hjá Pressphotoz eftir fjölmenn mótmæli á Lækjartorgi. Yfirskrift mótmælanna var:  Stöðvum blóðbaðið á Gaza.
14.júl. 2014 - 14:45

Silfurskottur tíðir gestir á öldrunarlækningadeild Landspítalans

Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við margt er viðkemur húsnæði Landspítalans í nýrri skýrslu. Tólf af fjörtíu deildum spítalans hafa ekki fengið meiriháttar viðhald í yfir þrjátíu ár og átta deildir hafa aldrei fengið slíkt viðhald. Sýkingavarnir spítalans teljast ófullnægjandi og ekki er hægt að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks.  
14.júl. 2014 - 13:15

Egill Einarsson og Gurrý eignast barn: „Gurrý stóð sig eins og hetja“

Egill „Gillz“ Einarsson og Gurrý Jónsdóttur eignuðust dóttur í gær. Fæðingin tók langan tíma en Egill segir að Gurrý hafi staðið sig eins og hetja. Stúlkan var tólf merkur og fjörutíu og sjö sentímetrar. Gurrý og Egill hófu samband árið 2010 og hafa verið í sambúð síðan.
14.júl. 2014 - 11:00

Bongóblíða í kortunum fyrir næstu helgi: Besta veðrið á norðausturlandinu í dag

Veðrið á landinu í dag verður áfram milt. Hæg suðlæg eða breytileg átt, rigning eða skúrir í flestum landshlutum. Hiti 10 til 19 stig. Hlýjast norðaustanlands.


 


 

 


14.júl. 2014 - 08:59

Harður árekstur á Hafnarfjarðarvegi í nótt

Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt varð umferðarslys á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Vífilstaðavegar.  Þar skullu saman tvær fólksbifreiðar. Í annari bifreiðinni sem var smábifreið af minnstu gerð voru 3 ungmenni, ökumaður var ein í hinni bifreiðinni. 

13.júl. 2014 - 16:15

Lýst eftir 13 ára dreng: Hefur þú séð Guido?

Lög­regl­an á Hvols­velli lýsir eftir dreng á fjór­tánda ári en hann heitir Guido Javier Japke Varas. Guido fór heim­an frá sér á Hellu á fimmtu­dag og hef­ur ekki skilað sér heim síðan. Seinast er vitað um ferðir hans á höfuðborg­ar­svæðinu, en þar sást hann í gær.

13.júl. 2014 - 15:39 Sigurður Elvar

Hvernig spá sérfræðingarnir úrslitaleiknum á HM? – Hver verður maður keppninnar?

Þýskaland og Argentína eigast við í kvöld í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Brasilíu. Þjóðverjar hafa ekki sigrað á HM frá árinu 1990 þegar liðið fagnaði titlinum í þriðja sinn. Argentína hefur tvívegis fagnað heimsmeistaratitlinum, fyrst 1978 og 1986 í annað sinn.
13.júl. 2014 - 15:30 Kristín Clausen

Sumarfríið verður aldrei fullkomið: Herdís Pála um samskipti í fríinu

Um miðjan júlímánuð þegar margir landsmenn eru komnir í langþráð sumarfrí er ekki seinna vænna en að rifja upp samskiptahæfni. Fríið á að vera sá tími þar sem fjölskyldan styrkir tengslin eftir annasamt ár. Oftar en ekki koma þó upp á yfirborðið vandamál tengd samskiptum.
13.júl. 2014 - 14:00

Íslenskar vetrarmyndir slá í gegn erlendis: 14 ástæður fyrir því að þú ættir að ferðast til Íslands

Ljósmyndarinn Skarphéðinn Þráinsson sérhæfir sig í myndum af landslagi Íslands en Skarphéðinn ferðast um landið og fangar hin ýmsu augnablik náttúrunnar. Þá hefur hróður myndanna borist út fyrir landsteinanna og hafa þær verið birtar í erlendum miðlum þar sem lesendur eru um leið hvattir til að heimsækja Ísland.

13.júl. 2014 - 09:00 Kristín Clausen

„Við fitnuðum saman sem krakkar og grenntumst saman sem unglingar” - Systkinin Þorlákur og Hrafnhildur segja sögu sína

Flott systkini sem tóku stóra ákvörðum á unga aldri og stóðu við hana „Brauð með remúlaði og osti var rétturinn okkar”, segja systkinin Þorlákur og Hrafnhildur Rafnsbörn. Fyrir nokkrum árum voru þau í mikilli yfirþyngd og lögð í einelti. Systkinin hafa heldur betur snúið við blaðinu síðan þá en þeim þykir skrítnast að upplifa hvað viðhorf fólks til þeirra hefur breyst mikið á þessu tímabili.  
13.júl. 2014 - 08:00

Heiftarleg líkamsárás í Grafarvogi: Á annan tug ungmenna slógu mann með golfkylfum

Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meðal annars komu til sögunar fíkniefnamál auk líkamsárásar og þá voru þrír ökumenn stöðvaðir vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs.
12.júl. 2014 - 18:22

Glímdi sjálf við prófkvíða: Hjálpar nú íslenskum unglingum að læra stærðfræði á Netinu

Gyða Guðjónsdóttir kennir íslenskum unglingum stærðfræði á Netinu. „Þegar ég var í skóla þá glímdi ég við mikinn prófkvíða og lestrarörðugleika. En þrátt fyrir það fór ég í gegnum mikið nám, kláraði fyrst Kennaraháskóla Íslands með stærðfræði sem aðalfag, fór síðan beint í tölvunarfræðina í Háskóla Íslands. Eftir það nám fór ég að vinna sem millistjórnandi í hugbúnaðarfyrirtæki og tók með þeirri vinnu Master í Mannauðsstjórnun.“
12.júl. 2014 - 12:30

Ísland er ,,einkennilegur staður með einstökum manneskjum"

,,Flugvöllurinn var svo hreinn að hann virkaði sótthreinsaður. Örfáar hræður sáust á vappi. Þegar ég kom út skimaði ég eftir númerinu á flugvallarútunni og leit upp til himinsins sem var dimmur, dapurlegur og grár/svartur. Klukkan var sex að morgni og von á rigningu. Þarna var ég. Alein á Íslandi." Þannig hefst pistill bandaríska ritstjórans Willona Sloan sem hún birtir á heimasíðu sinni en þar lýsir hún nýlegri heimsókn til Íslands og upplifun sinni af landinu og heimamönnum. Pistilinn ber nafnið Babtism by Fire and Ice: My Journey to Iceland.

12.júl. 2014 - 10:00

Stærsta götuhjólakeppni landsins: KIA Gullhringurinn hjólaður í dag

Í dag hjóla 350 fljótustu hjólreiðamenn landsins um uppsveitir Árnesýslu í hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum. Keppnin er stærta götuhjólakeppni landsins og verður ræst á Laugarvatni kl 10:00 og hjólaðar eru þrjár mismunandi vegalengdir.
12.júl. 2014 - 09:00

Árátta fólks að breyta útlitinu er lýðheilsuvandamál

„Það gleymist oft að minnast á áráttu fólks að breyta útlitinu”, segir Vilhjálmur Ari Arason í pistli sem birtist á Eyjan.is. Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um lífstílstengda sjúkdóma. Í umræðunni gleymist oft að nefna þá sjúkdóma sem geta komið upp vegna inngripa. Til dæmis vegna brjóstastækkana, húðflúrs og smáhluta sem settir eru undir húð.

11.júl. 2014 - 19:20

Yfirlýsing frá „talskonunum“ Ástu S.H. Knútsdóttur og Sesselju E. Barðdal

Í ljósi fréttaflutnings síðasta sólarhrings finnum við okkur knúnar til að varpa skýrari ljósi á niðurstöðu Héraðsdóms  í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar gegn okkur og Vefpressunni.
11.júl. 2014 - 18:25

Horfðu á úrslitaleik HM á Arena de Ingólfstorg: 15 manna slagverkssveit hitar upp

Ingólfstorg var þétt setið þegar fram fóru leikir í undanúrslitum HM. Það má búast við trylltri sambastemningu í miðborg Reykjavíkur á sunnudag þegar úrslitaleikur Heimsmeistaramótsins í fótbolta fer fram. Sem fyrr mun Nova blása til veislu á heimavelli sínum, Arena de Ingólfstorg, þar sem ekta HM sumarkarnival mun koma þér í gírinn.
11.júl. 2014 - 17:43

Hjálpsami lögregluþjónninn í miðbænum

„Lögreglumenn eru í eðli sínu hjálpsamir enda snýst starf þeirra að stórum hluta um að aðstoða borgarana. Hvort íslenskir lögreglumenn séu hjálpsamari en erlendir starfsbræður þeirra skal ósagt látið, en þrír ferðamenn í Reykjavík fullyrða þó að svo sé“.
11.júl. 2014 - 17:11

Óskað eftir vitnum að líkamsárás við Grímsbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað við Grímsbæ á Bústaðavegi í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 6. júlí síðastliðinn á milli kl 4 og 5, en fórnarlambið var karlmaður á sextugsaldri. Sérstaklega er óskað eftir að ökumaður leigubíls, sem talinn er hafa átt leið hjá, hafi samband við lögreglu. Eftir líkamsárásina var þolandinn fluttur af árásarmönnunum í bíl þeirra að Irish Pub við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og skilinn þar eftir.  

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sena - Hjálmar - júlí '14
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 13.7.2014
„Þú hæstvirta aukakíló“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.7.2014
Tvær fjasbókarfærslur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.7.2014
Stúlkan frá Ipanema
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.7.2014
Stund úlfsins
Brynjar Eldon Geirsson
Brynjar Eldon Geirsson - 16.7.2014
Hver sigrar á The Open
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.7.2014
Fróðleg málstofa á mánudag
Fleiri pressupennar