08. ágú. 2012 - 13:22

Logi Geirsson biður íslensku þjóðina að dæma ekki Snorra Stein: ,,Ég hefði líka látið hann taka þetta víti.“

Mynd: Logi Geirsson

Logi Geirsson fyrrverandi leikmaður íslenska handboltalandsliðsins biðlar til þjóðarinnar á Facebook-síðu sinni að dæma ekki Snorra Stein fyrir að klúðra víti á síðustu sekúndunum í leik Íslands og Ungverjalands. Ísland var lengst af undir í leiknum en fékk tækifæri til þess að sigra þegar tíu sekúndur voru eftir. Markvörðurinn varði og Ungverjar brunuðu í sókn og jöfnuðu leikinn. Þeir sigruðu síðan í framlengingu.  

Logi segir á Facebook-síðu sinni:

Ég vil þakka strákunum fyrir frábæra Ólympíuleika og gefa sig alla í þetta. Bið fólk vinsamlega að dæma ekki Snorra Stein fyrir þetta víti, það var ekki eina tækifærið í leiknum til að vinna. Ég hefði líka látið hann taka þetta víti enda ein besta vítaskytta í heimi. Gummi og landsliðið takk fyrir ykkar framlag á þessum ÓLYMPÍULEIKUM og síðustu árum. Núna geri ég mér grein fyrir stemmningunni sem ríkir á Íslandi þegar liðið spilar. Fyrrum liðsfélagar og vinnufélagar gangi ykkur vel með ykkar félagsliðum.

Kv, Logi Geirs#3

 
31.okt. 2014 - 20:00

Indíana Rós:,,Mér þykir ömurlegt að kerfið hafi brugðist vinkonu minni“

Indíana Rós Ægisdóttir ,,Það virðist vera sem stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir þessu vandamáli. Ég vona alla vega að þið vitið hversu hrikalegur þessi sjúkdómur er og hversu mörg ungmenni hafa látist úr þessum sjúkdómi undanfarið“, segir Indíana Rós Ægisdóttir háskólanemi. Hún gagnrýnir aðgerðaleysi stjórnvalda í málefnum ungra fíkla en sjálf missti hún nána vinkonu úr sjúkdómnum fyrir stuttu.
31.okt. 2014 - 18:30

Arnaldur keyrður út: Átjánda bókin kemur á morgun

Arnaldur Indriðason Nýjasta spennusaga Arnaldar Indriðasonar, Kamp Knox kemur út á morgun, 1 nóvember. Bókin mun verða prentuð í á þriðja tug þúsunda eintaka hér á landi en um er að ræða stærsta upplagið til þessa. Höfundurinn á sér stóran aðdáðendahóp hér á landi og er því víst að mikil eftirvænting ríki eftir hinni nýju bók. Af því tilefni hefur vefverslunin Heimkaup ákveðið að gefa spennuþyrstum lesendum forskot á sæluna með því að byrja að afhenda forseldar bækur á miðnætti í kvöld. Þá lofar verslunin einnig að þeir sem velji morgunsendingu fái þar að auki nýbökuð rúnstykki í kaupbæti með bókinni.
31.okt. 2014 - 16:00

Arndís og Jóhannes duttu í lukkupottinn og fengu iPhone 6 símann gefins

Ófáir Íslendingar hafa beðið með óþreyju eftir því að næla sér í nýjustu gerðina af Iphone snjallsímum; Iphone 6. Það var því handagangur í öskjunni við opnun verslunar Símans klukkan átta í morgun en á fjórða tug beið í bílum fyrir utan og streymdi inn í verslunina þegar hún opnaði. Salan þennan fyrsta klukkutíma iPhone 6 sölu Símans var tvöfalt meiri en starfsmenn verslunarinnar eiga að venjast allan daginn, og fyrir allar tegundir. Á meðan spenntra viðskiptavina voru þau Jóhannes Hinriksson og Arndís Sævarsdóttir en bæði duttu þau í lukkupottinn og fengu síma sína endurgreidda.
31.okt. 2014 - 13:54

Fullnaðarsigur í fánamálinu: Bláhvíti fáninn dreginn að húni klukkan 15 í dag

Sigurði Erni Sigurðarsyni, formanni Einars Ben hugfræðifélags, bárust þau ánægjulegu tíðindi símleiðis frá Borgarstjórn Reykjavíkur í morgun að leyfi hefði verið veitt fyrir því að draga að húni við Höfða í dag blávíta Íslandsfánann, í tilefni 150 ára afmælis skáldsins og athafnamannsins Einars Benediktssonar.
31.okt. 2014 - 12:50

Nágrannaerjur á Suðurnesjum: Dæmdur fyrir að draga nágranna sinn á rassinum milli húsa

Karlmaður á fimmtugsaldri var í gærdag dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás gagnvart nágranna sínum.Var ákærða gefið að sök að hafa í maí 2012 ráðist að brotaþola fyrir framan innkeyrslu við heimili sitt að Vogum á Vatnsleysuströnd, sest ofan á bak hans, sett hné sitt í bakið og tekið um hendur hans. Var honum gefið að sök að hafa því næst tekið í hálsmál á jakka brotaþola og hert að og að lokum dregið brotaþola á rassinum að innkeyrslu að heimili hans. Við aðfaranir meiddist nágranninn á brjóstkassa, rifbeinum og olnboga. 
31.okt. 2014 - 11:31 Sigurður Elvar

„Roy Keane er algjör jólasveinn“ – Magnús Gylfason spáir í leiki helgarinnar í enska boltanum

Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er viðureign Englandsmeistaraliðs Manchester City og Manchester United í borgarslagnum. Margir áhugaverðir leikur er á dagskrá og Pressan.is fékk hinn þaulreynda knattspyrnuþjálfara Magnús Gylfason frá Ólafsvík til þess að rýna í leiki helgarinnar. Magnús telur að Liverpool tapi gegn „spútnikliði“ Newcastle og hann er sannfærður um að Roy Keane fá rautt spjald á bekknum hjá Aston Villa – enda sé maðurinn algjör jólasveinn. 
31.okt. 2014 - 09:00

Hjón sem eiga 12 syni eiga von á 13. barninu - Verður það stúlka?

Hjón í Michigan í Bandaríkjunum, sem hafa eignast 12 syni, eiga nú von á sínu 13. barni og velta fyrir sér hvort loksins sé komið að því að það fæðist stúlka í fjölskylduna. Von er á þrettánda barni hjónanna í heiminn í maí 2015.
31.okt. 2014 - 07:00

Afmælismót Einars Ben: Margir sterkustu skákmenn landsins mæta til leiks

Afmælisskákmót Einars Benediktssonar verður haldið á veitingastaðnum Einari Ben, laugardaginn 1. nóvember klukkan 14. Meðal keppenda verða margir af bestu skákmönnum Íslands. Tefldar verða sjö umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Að mótinu standa Skákfélagið Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur.
30.okt. 2014 - 22:28

Bestu fréttir dagsins: Klovn tvíeykið snýr aftur í nýrri mynd

Frank Hvam og  Ca­sper Christen­sen, sem lengi skemmtu Íslendingum með stórkostlegum uppátækjum í þáttunum Klovn, snúa aftur á næsta ári í nýrri kvikmynd. Þetta tilkynntu þeir félagar nú rétt í þessu á Fésbókarsíðu sinni. Þá hafa þessi gleðitíðindi einnig verið staðfest í dönskum miðlum.
30.okt. 2014 - 22:00

Gunnhildur segir að fólk hafi verið hrætt við að faðma sig: „Flestir hafa aðeins áhyggjur af eigin aðstæðum“

Gunnhildur Árnadóttir hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur hjá hjálparsamtökunum Læknar án landamæra um nokkurra ára skeið. Í sumar starfaði hún í Sierra Leoné þar sem skæður ebólu faraldur geisar.

30.okt. 2014 - 19:00

Ásta grátbeðin um að hækka stjörnugjöfina: Er eitthvað að marka stjörnurnar á Ali Express?

Síðastliðin ár hafa Íslendingar verið mjög sólgnir í að kaupa sér eitt og annað á AliExpress. Í hópi fólks koma oft upp samræður um hvað fólk hafi nýlega keypt og hvernig gæðin hafi verið. Sérstaklega eftirsóknarvert er að finna falsaða merkjavöru. Flestir virðast sammála um að leita eigi að seljanda sem hefur sem flestar stjörnur því það sé merki um að varan sé góð.

30.okt. 2014 - 16:44

Strætó fauk út af veginum: Ekkert ferðaveður

Þessa stundina er ekkert ferðaveður undir Eyjafjöllum og austurundir Kirkjubæjarklaustur. Mjög hvasst er á svæðinu og strætó fauk út af veginum yfir Reynisfjalli.
30.okt. 2014 - 16:20

Ölgerðin íhugar að taka Egils Grape af markaði

Árið 1955 hóf Ölgerðin að framleiða gosdrykki undir vörumerki Egils. Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur um nokkurt skeið íhugað að taka Egils Grape, eina af sínum elstu og best geymdu vörum, af markaði eftir tæplega 60 ára samfellda veru í verslunum og veitingahúsum landsins. Reyndar nær saga vörunar lengra aftur, en til eru auglýsingar frá 4 áratug síðustu aldar þar sem Ölgerðin auglýsir Appelsínu og Grape ávaxtagosdrykki.
30.okt. 2014 - 11:34 Sigurður Elvar

„Þjálfarakapallinn“ í efstu deild karla í knattspyrnu gekk upp með ráðningu Bjarna til KR

„Þjálfarakapallinn“ í efstu deild karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, er klár fyrir næsta tímabil eftir að KR-ingar réðu þá Bjarna Guðjónsson og Guðmund Benediktsson til starfa í vikunni. Bjarni verður aðalþjálfari og Guðmundur verður aðstoðarþjálfari.  Þar með hafa öll liðin í efstu deild ráðið þjálfara en Arnar Grétarsson tekur við þjálfun Breiðabliks þar sem Guðmundur Benediktsson var áður þjálfari. Jóhannes Harðarson tekur við liði ÍBV af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni.
30.okt. 2014 - 10:22

Varað við mengun: Lokið gluggum, hækkið í ofnum og haldið ykkur innandyra

Almannavarnir sendu í morgun smáskilaboð á þá sem eru staðsettir í Eyjafirði. Þar segir að há mengunargildi mælist á svæðinu. Fólk er beðið um að loka gluggum, hækka í ofnum og halda sig innandyra.
29.okt. 2014 - 22:00

Fimmtán atriði sem gott er að vita um sorgina og gætu hjálpað þér

Á þessum árstíma, þegar jólin nálgast, hugsar maður oft um þá sem eru farnir og þá sem hafa horfið á annan hátt úr lífi manns.  Ef þú veist um einhvern sem á erfitt vegna sorgar þessa dagana, endilega sendu henni/honum þessa litlu grein. Hún gæti kannski hjálpað smá, segir á vefnum Heilsutorg.com.
29.okt. 2014 - 21:23 Sigurður Elvar

Öruggur sautján marka sigur Íslands gegn Ísrael – sterk byrjun í undankeppni EM 2016

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik byrjaði undankeppnina fyrir Evrópumótið 2016 með 17 marka stórsigri gegn Ísrael, 36-19. Staðan var 14-9 í hálfleik en innkoma Sigurbergs Sveinssonar og  markvarðarins Arons Rafns Eðvarssonar breytti miklu í leik Íslands í síðari hálfleik. Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir íslenska liðsins töluverðir.
29.okt. 2014 - 19:30

Hross í oss hlýtur kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Atriði úr kvikmyndinni Hross í oss Kvikmyndin Hross í oss, eftir Benedikt Erlingsson hlaut fyrr í kvöld kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur hinn eftirsóttu verðlaun. Þá fékk Reykjavíkurborg einnig náttúru og umhverfisverðlaun ráðsins en afhending verðlaunanna fór fram í Stokkhólmi.
29.okt. 2014 - 19:00

Ægifagrar brimdúfur

Straumöndin er fallegasta önd í heimi. Það eru ekki til gögn sem styðja þetta svo ég viti en ég ætla engu að síður að halda þessu fram. Hún er einfaldlega eins og lifandi málverk af bestu gerð. En þessi fullyrðing á einkum við um stegginn, því líkt og á meðal annarra anda þá eru kollurnar móskulegar og brúnar en steggirnir þeim mun glæsilegri.
29.okt. 2014 - 17:45

Fær ekki að flagga fána Einars Ben á 150 ára afmæli skáldsins

Fáni EInars var yfirleitt kallaður Hvítbláinn Sigurður Örn Sigurðarson, formaður Einar Ben Hugfræðifélags, sótti um leyfi hjá Reykjavíkurborg til að flagga gamla bláhvíta Íslandsfánanum við Höfða á 150 ára afmæli Einars Benediktssonar stórskálds og athafnamanns, föstudaginn 31. október. Borgin synjaði beiðninni.
29.okt. 2014 - 16:48

Varað við „skeggjuðum“ afa sem kallaði á lítinn dreng og gaf honum sælgæti

„Hvítur bíll með skeggjuðum "afa" á ferð. Okkur var tilkynnt frá lögreglu  að maður sem kallar sig afa og ekur um á hvítum bíl hefði kallað í lítinn dreng á leið heim úr Hraunkoti og gefið honum sælgæti í poka“, segir Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla í skeyti sem hún sendi nemendum skólans.
29.okt. 2014 - 13:30

„Þessir menn hafa lagt mig í pólitískt einelti“: Álfheiður Ingadóttir segir lygar bornar á sig

Álfhildur Ingadóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, vísar ábug ásökunum sem bornar eru á hana í skýrslunni Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008-2011, sem Geir Jón Þórisson, þáverandi yfirlögregluþjónn, hafði umsjón með.
29.okt. 2014 - 11:23

Ritstjóri Wired Magazine talar á ráðstefnu RB um upplýsingatækni

Fagráðstefna Reiknistofu bankanna um framtíð upplýsingatækni í fjármálagieranum verður haldin á Hótel Reykjavík Natura á fimmtudag frá kl. 13.00. Eitt helsta umfjöllunarefnið verður einföldun upplýsingakerfa bankanna sem gæti sparað um 5 milljarða kr. á ári í framtíðinni. 
29.okt. 2014 - 07:00

Hinn 98 ára gamli Stefán Þorleifsson lék á 98 höggum og vill gera betur á næsta ári

Stefán Þorleifsson á 6. braut á Grænanesvelli í Neskaupstað. Mynd/GSÍ Stefán Þorleifsson, fyrrum íþróttakennari, er einn af stofnfélögum Golfklúbbs Norðfjarðar og hann nýtir hvert tækifæri til þess að leika golf. Það vakti athygli á dögunum að Stefán lék á aldri sínum, 98 höggum, á Stefánsmóti SÚN, sem haldið er árlega honum til heiðurs á Grænanesvelli. Stefán skellti sér í haust til Tenerife með fjölskyldu sinni þar sem hann lék tvo golfhringi og er það án efa einsdæmi hjá íslenskum kylfingi á þessum aldri.
28.okt. 2014 - 20:00

Kristín Helga: „Ég þagði í sjö ár“

„Þegar ég var sjö ára var mér margnauðgað af frænda mínum. Var það mér að kenna? Nei. Var eitthvað sem ég gat gert? Nei. Bað ég um þetta? Nei. Ég sagði frá þessari hræðilegu lífsreynslu þegar ég var 14 ára, ég þagði í 7 ár,“ segir Kristín Helga Magnúsdóttir í pistli sem birtur er á Pressunni. Kristín ákvað að segja sögu sína til að vekja athygli á Drekaslóð sem hún segir að hafi bjargað lífi sínu. Nú hjálpar hún öðrum sem eru í sömu sporum og hún var á sínum tíma.
28.okt. 2014 - 15:30

Íslenskri konu gert að afhenda börn sín: „Hæstiréttur féllst ekki á að það væri hættulegt fyrir börnin að fara til baka“

Íslensk kona þarf að afhenda fyrrverandi eiginmanni sínum sem býr í Bandaríkjunum börn þeirra innan tveggja mánaða. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar en dómurinn sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í september. Konan sagði fyrir dómi að hún óttaðist að faðir barnanna hafi beitt eldra barnið kynferðislegu ofbeldi, en hefur hlotið dóm fyrir vörslu á barnaklámi.
28.okt. 2014 - 10:00

Fékk samviskubit eftir vopnað rán og skilaði ránsfengnum

Ungur maður í Norður-Kaliforníu rændu fyrir skömmu bensínstöð, fékk síðan bakþanka og sneri þremur klukkustundum síðar til bensínstöðvarinnar, skilaði ránsfengnum og baðst afsökunar.
27.okt. 2014 - 22:30

Öðruvísi kaffidrykkur: Kaffi, smjör og kókosolía!

Um þessar mundir er kaffidrykku „Bulletproof Coffee“ mjög vinsæll. Hvort sem er meðal húsmæðra í Grafarvoginum eða Hollywood stjarna. Drykkurinn er bragðgóður, það er auðvelt að búa hann til og hann veitir líkamanum mikla orku. Ótal útgáfur hafa verið gerðir af drykknum en í grunnin er alltaf notað kaffi, kókosolía og smjör.

27.okt. 2014 - 21:15

Foreldrum andvana barna mismunað um fæðingarorlof: ,,Munurinn á rétti þessara foreldra liggur í 6 mánuðum“

,,Móðir sem fæðir andvana barn, svona rétt eins og konan mín, fer í gegnum sama ferli og sú sem fæðir lifandi barn sem deyr svo mínútum eða klukkustundum eftir fæðingu. Munurinn á rétti þessara foreldra liggur í 6 mánuðum. En hvar er munurinn á ferlinu hjá þessu fólki [...] Þetta er einfaldlega skekkja í kerfinu. Þetta er einn af fjölmörgum þáttum sem þarf að skoða varðandi fæðingarorlof “ segir Einar Árni Jóhannsson, fjögurra barna faðir úr Njarðvík.
27.okt. 2014 - 20:30

Mynd dagsins: Hafþór Júlíus í James Bond? Kraftajötuninn í viðræðum við framleiðendur

Mynd dagsins tók Ásgeir Ásgeirsson (geirix) af Hafþóri Júlíus Björnssyni en umrædd mynd er ein af þeim sem kraftajötuninn sendi framleiðendum fyrir hlutverkið, og er Hafþór nokkuð illilegur að sjá. Hafþór á í viðræðum um að taka að sér hlutverk illmennisins Hinx. Þetta staðfestir Sölvi Fannar Viðarsson, umboðsmaður Hafþórs, í samtali við mbl.is.
27.okt. 2014 - 20:00

Íslenskir karlmenn lýsa kynferðisofbeldi kvenna í æsku: „Þetta var bara gert þegar við vorum tvö heima ...“

Talið er að um 7% gerenda í kynferðisofbeldi gegn börnum séu konur. Afleiðingar slíks ofbeldis eru ekki síður alvarlegar en afleiðingar af völdum ofbeldis karla. Nokkrir íslenskir karlmenn hafa stigið fram undir nafnleynd og lýst skelfilegri reynslu og afleiðingum af kynferðisofbeldi kvenna gegn sér í æsku.
27.okt. 2014 - 18:30

Varað við sullaveikibandormi: Farið með hundana ykkar í ormahreinsun!

Hætta er á því að sullaveikibandormur finnist að nýju í hundum hér á landi og af því tilefni hefur Matvælastofnun sent frá sér tilkynningu þar sem hundaeigendur eru hvattir til að fara með hunda sína í ormahreinsun. Tilefnið er að vöðvasullur greindist nýlega í sláturlambi hér á landi.
27.okt. 2014 - 15:15

Alþjóðleg ráðstefna hakkara á Íslandi

Alþjóðleg ráðstefna um upplýsingaöryggi BSides, röð alþjóðlegra ráðstefna um upplýsingaöryggi, verður haldin í fyrsta skipti á Íslandi þann 6. nóvember næstkomandi. Hróður BSides hefur vaxið jafnt og þétt og er Ísland átjánda landið í heiminum til þess að halda slíka ráðstefnu, en fjölmargar slíkar fara fram ár hvert um allan heim.
27.okt. 2014 - 15:00

Erlendur var handtekinn: Hólmfríður þakklát lögreglunni

Erlendur Eysteinsson Í síðustu viku sagði Hólmfríður Erna Kjartansdóttir frá því að Erlendur Eysteinsson, fyrrverandi kærasti móður hennar hafi sent sér 18 smáskilaboð þar sem hann hótaði henni og fjögurra ára dóttur hennar. Síðastliðinn fimmtudag lagði Hólmfríður fram kæru og í framhaldinu var Erlendur handtekinn og færður til yfirheyrslu.
27.okt. 2014 - 14:00

Ásta Björk gerði gluggafilmu úr Ab-mjólk! Húsráð sem hefur slegið í gegn - Sjáðu myndirnar

„Þetta er alveg eins og sandblásin glerfilma," segir fagurkerinn Ásta Björk Harðardóttir. Síðastliðinn föstudag birti hún á bloggsíðu sinni myndir af því hvernig hún notaði AB mjólk til þess að búa til glerfilmu, með stórkostlegum árangri.
27.okt. 2014 - 12:00

Súpereldgos gæti eyðilagt Japan innan næstu 100 ára: Hvað með Ísland?

Svo gæti farið að Japan myndi eyðileggjast af völdum súpereldgoss innan næstu 100 ára. Vísindamenn segja að slíkt eldgos myndi hefjast með gífurlegri sprengingu sem myndi verða um 95 prósent af 127 milljónum íbúa landsins að bana. Þeir segja að þörf sé á betri tækjabúnaði til að fylgjast með kvikuhólfum í iðrum jarðar.
27.okt. 2014 - 09:46 Sigurður Elvar

Eru mörkin hjá Swansea of stór? – markvörður Leicester krafðist þess að mörkin yrðu mæld

Gylfi Þór Sigurðsson kom við sögu í báðum mörkum Swansea í 2-0 sigri liðsins gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinn um helgina. Wilfried Bony skoraði bæði mörkin en Gylfi fór af leikvelli rétt eftir annað markið vegna smávægilegra meiðsla.
27.okt. 2014 - 08:00

Unnur: „Ég kvaddi afskaplega góða vinkonu um daginn - Hún var EKKI bara tala á blaði“

Unnur Regína Gunnarsdóttir „Ég kvaddi afskaplega góða vinkonu mína um daginn, hún var frábær, góð og einhver skemmtilegasta manneskja sem ég þekkti. Hún átti líka tveggja ára son, mömmu og pabba og tvo bræður“, segir ung kona, Unnur Regína Gunnarsdóttir, í pistli á Pressunni.
26.okt. 2014 - 21:00

Sigurður fann ástina á götum Gautaborgar og brast í söng: Myndband

Eldri kona sem eyðir dögunum í að betla fyrir mat á götum Gautaborgar átti líklega allra síst von á því að íslenskur herramaður kæmi aðsvífandi eitt kvöldið og hæfi upp raust sína fyrir hana. Sú var hins vegar raunin þegar að Íslendingurinn Sigurður Sólmundarson gerði sér lítið fyrir og heillaði hana uppúr skónum með flutningi sínum á laginu Hún hring minn ber.
26.okt. 2014 - 18:00

Mikil gasmengun á Höfn í Hornafirði og nærsveitum

Höfn í Hornafirði Mikil brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á Höfn í Hornafirði og nærsveitum en mengunarmælar sýndu að styrkur SO2 væri á bilinu 9.000-21.000 míkrógrömm á rúmmetra. Almannavarnir hafa sent út SMS skilaboð til íbúa Hafnar í Hornafirði þar sem íbúa svæðisins  eru hvattir til þess að halda til innandyra og fylgja leiðbeiningum Umhverfisstofnunar og Landlæknis sem finna má á heimasíðum embættanna.
26.okt. 2014 - 14:00

Stefán Máni með nýja bók: Færir ógnina nær lesandanum

Allar myndir / Pressphotos.biz Stefán Máni er maður sem óttast stöðnun. Af ótta við að festast í sama farinu söðlaði hann um, skrifaði allt öðruvísi bók en hann hefur verið vanur og skipti um útgefanda: yfirgaf stærsta forlag landsins og hóf samstarf við litla en vaxandi útgáfu. Litlu dauðarnir, nýjasta bók Stefán Mána, er ekki eiginleg spennusaga en samt ótrúlega spennandi.
26.okt. 2014 - 14:00

Mynd dagsins: 25 fjölskyldur á leið út í heim á vegum Vildarbarna

Það var svo sannarlega mikil gleðistemning þegar að 25 börnum og fjölskyldum þeirra var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í gær. Alls eru um 150 manns á leið erlendis á vegum sjóðsins en markmið Vildarbarna er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum, tækifæri til þess að fara í draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á.
26.okt. 2014 - 08:00

Slagsmál á veitingastað í miðborginni

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna og fjórir gistu fangageymslur.
25.okt. 2014 - 18:15

Lögreglan lýsir eftir Jónu Maggý

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Jónu Maggý Klemenzdóttir. Jóna Maggý, sem er 14 ára fór úr skóla sínum síðastliðinn fimmtudag en talið er að hún sé annað hvort á Höfuðborgarsvæðinu og eða á Selfossi. 
25.okt. 2014 - 17:10

Ungur lífstílsbloggari hjólar í Mörtu Maríu: „Mér dauðbrá þar sem þetta var blásið upp úr öllu valdi“

„Kannski gerði ég þetta þar sem ég var komin á fullt í líkamsrækt og fannst ég þurfa að vera eitthvað mittismjórri í þessum magabol?“ skrifar lífstílsbloggarinn Helga Gabríela á heimasíðu sína um ástæður þess að hún breytti ljósmyndum á Instagram. Myndirnar höfðu verið nokkuð til umfjöllunar á samskiptasíðum á netinu eftir að þær fóru í umferð.
25.okt. 2014 - 13:00

Lögreglan leitar að ,,Afa feita“: ,,Skiljanlegt að þetta mál veki mikinn ugg hjá foreldrum í hverfinu“

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur hafið rannsókn á máli sem snertir meintan barnaníðing en tilkynning barst lögreglu síðastliðið fimmtudagskvöld. Um er að ræða eldri mann sem mun hafa lokkað til sín börn og haft frammi kynferðislega tilburði. Gengur maðurinn undir nafninu ,,Afi feiti."
25.okt. 2014 - 10:00

Ótrúleg frásögn Önnu Lísu: „Þetta er ógeðslegur heimur“

Anna Lísa Jóhannsdóttir er 21 árs en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún upplifað meiri harðneskju, ofbeldi og vanlíðan en flestir ganga í gegnum í lífinu. Henni hefur verið nauðgað þrisvar sinnum, hún hefur búið á götunni og kynnst heimi sem fæstir þekkja. 
24.okt. 2014 - 22:24

Varar við níðingi í Kópavogi: „Sonur minn er búinn að vera titrandi með tár á hvarmi“

„Fimm ára sonur minn, ég tek það skýrt fram fimm ára og vinur hans lentu í slæmri lífsreynslu fyrir stuttu. Eftir skóla í gær fyrir tilviljun heyrði barnsmóðir mín í strákunum tala um að fara út að leika á skólasvæðinu eða fara heim til „Afa feita“  Bíddu halló hvert?“ skrifar Björn Einarsson faðir fimm ára drengs í færslu á Facebook þar sem hann varar við níðing sem hann segir að gangi laus í Kórahverfinu í Kópavogi. Segir hann manninn hafa platað son sinn og vin hans á heimili sitt. Þá sé lögreglan komin í málið. Treysti hann sér ekki til að ræða við fjölmiðla á þessu stigi málsins.
24.okt. 2014 - 20:00

Hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir um Landspítalann: ,,Við stefnum hægt og rólega í læknalaust land“

Sigrún Huld Gunnarsdóttir ,,Það var svo sannarlega aldrei neitt góðæri á spítalnum“ segir Sigrún Huld Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og nýútskrifuð ljósmóðir sem unnið hefur á Landspítalanum frá árinu 2005. Líkt og fleiri heilbrigðistarfsmenn kveðst hún verða orðin mjög áhyggjufull yfir því ástandi sem skapast hefur innan stofnunarinnar. Vinnuálagið sé óbærilegt og fjölmörg dæmi séu um að fólk hafi unnið yfir sig eða hafi þá þurft að taka leyfi vegna kvíða og vanlíðunar.
24.okt. 2014 - 14:30

Gos í Bárðarbungu enn líklegur möguleiki: „Þetta eru óeðlilegar hreyfingar“, segir jarðfræðingur

Gos í Bárðarbungu er líklegt en ekki óhjákvæmlegt, að mati Ármanns Höskuldssonar, jarðfræðings. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, telur að gosið í Holuhrauni haldi áfram fram eftir öllum vetri en útilokað sé að segja til um hvort eldsumbrotum á svæðinu ljúki þar með, eða hvort gos hefjist í Bárðarbungu upp úr því.  

Ágúst Borgþór Sverrisson
Ágúst Borgþór Sverrisson - 18.10.2014
Enginn munur á virkum í athugasemdum og elítunni
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 23.10.2014
Ræða ASÍ
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 29.10.2014
Gáfnaljósin á vinstri vængnum
Ágúst Borgþór Sverrisson
Ágúst Borgþór Sverrisson - 23.10.2014
Ritdómur: Eftirminnilegt sálfræðidrama
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 20.10.2014
Ný stjórnarskrá mun engu breyta ...
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.10.2014
Enn reynir Stefán að beita blekkingum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.10.2014
Sigurjón og Elín sýknuð
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 18.10.2014
Trúarpælingar V. Krossinn - skuldauppgjör við Guð?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.10.2014
Gamansemi Gores Vidals
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.10.2014
Piketty og auðlindaskattur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.10.2014
Ótrúlegur munnsöfnuður Stefáns Ólafssonar
Aðsend grein
Aðsend grein - 28.10.2014
Drekaslóð bjargaði lífi mínu
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.10.2014
Trúarpælingar VI - Inferno/Víti
Fleiri pressupennar