20. jún. 2012 - 07:00

Ljóðasamkeppni Bjarna Harðarsonar: Kristján Runólfsson sigraði

Kristján Runólfsson sigraði í ljóðasamkeppni sem Sunnlenska bókakaffið efndi til í tilefni af vorhátíð í sveitarfélaginu Árborg. Höfundar skiluðu ljóðum undir dulnefni og á bakvið nafnið Æskulápur leyndist hagyrðingurinn Kristján Runólfsson í Hveragerði. Aðrir höfundar sem komu sterklega til greina voru Sigurfinnur Sigurðsson og Guðrún Guðmundsdóttir, bæði búsett á Selfossi.

Dómnefnd var skipuð Elínu Gunnlaugsdóttur bóksala og íslenskufræðingunum Gylfa Þorkelssyni og Jóni Özuri Snorrasyni. Samdóma álit þeirra var að besta ljóðið væri ljóð Kristjáns. Á mynd tekur höfundurinn við bókaverðlaunum úr hendi Bjarna Harðarsonar bóksala.

Selfoss

Hér er fögur byggð við brúna,
á bökkum fljóts sem ásýnd hefur,
frjósemd hinna fornu túna,
farsælt mannlíf af sér gefur.
Áin sem um eilífð streymir,
ætíð vökvar rós á bakka,
okkar framtíð áfram teymir,
öll er byggðin henni að þakka.
27.mar. 2015 - 08:08

17 ára piltur handtekinn á árshátíð MK í nótt

Um klukkan hálf tvö í nótt var tilkynnt um rúðubrot í HK heimilinu en þar var árshátíð Menntaskólans í Kópavogin í gangi. Dyravörður fékk glerbrot í andlitið og leitaði aðstoðar á slysadeild. Vitað er hver gerandi er og verður hann yfirheyrður síðar vegna málsins.
26.mar. 2015 - 17:00 Auður Ösp Guðmundsdóttir

Dagný: ,,Hægt er að fela margt með make-upi og pínu brosi“ - Fordómar gagnvart vefjagigt í samfélaginu

Dagný ásamt unnusta sínum Herði Kára. Hann hefur veitt henni mikinn stuðning í gegnum veikindin. ,,Það skiptir miklu máli að vera bjartsýnn og jákvæður, annars nær maður engum framförum. Og vonin, hún er það allra mikilvægasta,“segir Dagný Björk Egilsdóttir en hún er haldin tauga og verkjasjúkdómnum vefjagigt sem hefur haft í för með sér töluverða skerðingu á lífsgæðum hennar. Hún tekst á við veikindi sín með jákvæðu hugarfari og segir hún gríðarmikilvægt að opna umræðuna og auka fræðslu um þennan falda sjúkdóm.


26.mar. 2015 - 15:59

Tjarnargatan sérhæfir sig í óvenjulegum auglýsingaherferðum: Tilnefnd til fjögurra Nexpo verðlauna

Arnar Helgi (t.v) og Einar Ben (t.h) Framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan hefur undanfarin misseri vakið mikla athygli fyrir skapandi hugsun og útfærslur á auglýsingum sem áður höfðu ekki sést hér á landi.  Á rúmlega þremur árum hefur fyrirtækið fengið Íslensku markaðsverðlaunin í tvígang og unnið Íslensku vefverðlaunin tvisvar. Á morgun, föstudaginn 27. mars verða Nexpo verðlaunin afhend í Bíó Paradís. Tjarnargatan á þrjú verkefni af fimm sem tilnefnd eru í flokknum ,,Óhefðbundin auglýsing”. Jafnframt er verkefnið Örugg borg tilnefnt sem ,,Herðferð ársins”.

26.mar. 2015 - 15:00

Hægir á Golfstraumnum: Verður óbyggilegt á Íslandi vegna kulda?

Ný rannsókn bendir til þess að mjög hafi hægt á Golfstraumnum vegna bráðnunar Grænlandsjökuls. Golfstraumurinn er hlýr straumur í Norður-Atlantshafi sem veldur því að veðurfar á Íslandi og Bretlandi er hlýrra en ella.
26.mar. 2015 - 13:26

Brjálað veður í Noregi: Ótrúlegar myndir - Á gönguskíðum í miðborginni

„Ég vaknaði og þá var allt á kafi í snjó. Það var snjóstormur og ég og unnusti minn komumst að því að allir strætóar voru meira og minna fastir. Þá var heldur ekki hægt að fá leigubíl þar sem þeir voru fastir líka,“ segir Védís Einarsdóttir í samtali við Pressuna en hún er búsett í Osló.
26.mar. 2015 - 10:30

Biggi lögga botnar ekki í frelsun geirvörtunnar: „Flestir karlmenn hugsa einfaldlega; BRJÓST! Lítil brjóst, stór brjóst“

Adda Þóreyjardóttir til vinstri, Birgir Örn Guðjónsson og Björt Ólafsdóttir sem sagði í gær: „Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur „Kannski er ég bara ógeðslega gamaldags en ég skil ekki alveg þetta „free the nipple“ dæmi,“ segir Birgir Örn Guðjónsson eða Biggi lögga eins og hann er gjarnan kallaður. Seint í fyrrakvöld birti íslensk stúlka, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, mynd af sér á Twitter sem vakið hefur gríðarmikla umræðu. Á myndinni var hún berbrjósta, en það vakti enga sérstaka athygli fyrr en ungur maður gerði lítið úr henni.
26.mar. 2015 - 08:56

Ekki ráðlegt að setja einráðan embættismann yfir jafn mikilvæga stofnun og Seðlabankann

Kerfi þar sem einn seðlabankastjóri situr er óskynsamlegt, bæði af pólitískum og hagfræðilegum ástæðum. Það að núverandi kerfi, þar sem einn bankastjóri situr, hafi reynst vel stafar einkum af því að sitjandi bankastjóri, Már Guðmundsson, hefur ekki gernýtt þau völd sem gildandi lög gefa honum. 
25.mar. 2015 - 22:30 Auður Ösp Guðmundsdóttir

Sara María finnur til með árásarmanni sínum sem dæmdur var í 3 ára fangelsi: ,,Mig langaði helst að faðma hann“

,,Mér finnst stundum eins og hugarfarið hjá fólki sé aðeins of skakkt. Það er alltaf svo stutt í hefndina og það leiðir bara vont af sér,“ segir Sara María Júlíudóttir sem varð fyrir líkamsárás í maí á seinasta ári en árásarmaðurinn, Þorlákur Ari Ágústsson, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árásina á Söru, sem og þrjár aðrar líkamsárásir. Sara tekur atburðinum af miklu æðruleysi og segist engan kala bera til Þorláks.
25.mar. 2015 - 21:25 Auður Ösp Guðmundsdóttir

Bára væri ekki hér ef ég hefði hlustað á læknana: Sagt að barnið yrði dvergvaxið og fatlað

Mæðgurnar Halldóra og Bára Líf ,,Núna í dag hugsa ég stundum hvað það séu eiginlega margar konur þarna úti sem hafa látið undan þrýstingi og farið í fóstureyðingu án þess að tékka á öllu. Þær eru nefnilega ekki allar eins ákveðnar og ég var,“ segir Halldóra Björk Þórarinsdóttir, móðir hinnar fjögurra ára gömlu Báru Lífar. Hún segist ekki getað hugsað þá hugsun til enda ef hún hefði farið að ráðleggingum lækna á sínum tíma þegar hún gekk með dótturina en henni var þá tjáð að barnið myndi fæðast fatlað og var hún ítrekað hvött til að eyða fóstrinu. Hún ákvað þó að hlusta á innsæið og sér ekki eftir því í dag. Hún gagnrýnir harðlega það viðmót sem hún mætti hjá heilbrigðisstarfsfólki á meðan á ferlinu stóð.
25.mar. 2015 - 18:30

Þú hélst að vorið væri komið! Frost, snjókoma og almenn leiðindi í kortunum

Veðrið síðustu daga hefur verið ágætt og bjartsýnustu menn jafnvel talið að nú myndi fara að vora, enda stutt síðan að lóan kom til landsins. Í dag var til að mynda fjögurra stiga hiti í Reykjavík og sást til sólar. Á morgun verður hiti yfir frostmarki víða og sést til sólar í flestum landshlutum.
25.mar. 2015 - 15:39

Útvarpsstjóri: Vonum hið besta en búum okkur undir hið versta

Samningafundur milli fulltrúa Rafiðnaðarsambandsins fyrir hönd tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu (RÚV) og Samtaka atvinnulífsins stendur nú yfir. Ef ekki semst í kjaradeilunni mun verkfall tæknimannanna hefjast klukkan sex í fyrramáli en boðað verkfall mun standa í fjóra daga. 
25.mar. 2015 - 14:17

Hvar færðu ódýrustu páskaeggin? Verðmunur allt að 57%

ASÍ hefur gert verðkönnun á páskaeggjum. Kom í ljós allt að 57% verðmunum á ódýrustu og dýrustu eggjum sömu stærðar. Bónus var oftast með lægsta verðið en Samkaup-Úrval var oftast með hæsta verðið.
25.mar. 2015 - 13:25

Guðríður: Hundar geta orðið þunglyndir ef hlegið er að þeim eftir rakstur - Faldi sig undir sófa í 3 vikur

Guðríður Vestars, sem rekur Dýrabæ, segir að ekki megi hlæja að hundum eftir rakstur. Hætta er á að þeir verði þunglyndir en hundurinn upplifir mikla breytingu eftir klippinguna og þarf á stuðningi fjölskyldumeðlima að halda.
25.mar. 2015 - 10:00

Gunnar Smári um „syndir vinstrimanna“: Þurfa að gera upp við afleiki fortíðarinnar

Ætli íslensku vinstri flokkarnir að eiga erindi í stjórnmálum á næstu árum þurfa þeir að gera upp við afleiki fortíðarinnar og endurskapa vinstrið. Stjórnmál næstu ára komi til með að snúast fyrst og fremst um stéttarstjórnmál og þar hafa þessir tveir flokkar misst sjónar á sínum upphaflega tilgangi.
24.mar. 2015 - 21:00

Viltu fá Sveppa og Villa í barnaafmælið eða Pétur Jóhann heim til þín með uppistand?

Skemmtidagskrá fyrir barnaafmæli með Sveppa og Villa er meðal þess sem er í boði á sérstöku góðgerðaruppboði sem Bland.is og Netgíró halda um þessar mundir. Tilefnið er Mottumars, átaksverkefni Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá karlmönnum.
24.mar. 2015 - 20:00

Bibbi í Skálmöld brjálaður: ,,Ekki vera heilaþvegnir hálfvitar“

,,Ef þetta eru skilaboðin sem þið eruð að senda börnunum ykkar þurfum við svo sannarlega að hafa miklu meiri áhyggur en af því hver vinnur Biggest Looser,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, einnig þekktur sem Bibbi í Skálmöld en í gærkvöldi birti hann ljósmynd af barnshafandi konu sinni á Facebook ásamt textanum „Tapas og Carr með feitu. Síðustu dagar frelsis.“ Óhætt er að segja að viðbrögð við færslunni hafi ekki látið á sér standa og sá Snæbjörn sig því knúinn til að svara gagnrýnisröddum.
24.mar. 2015 - 16:49

Stal peningum starfsmannafélagsins: Keypti 32 tónleikamiða, fótbolta og laser-aðgerð á augum

Fyrrum gjaldkeri starfsmannafélags Alcoa Fjarðaáls notaði fjármuni starfsmannafélagsins til að borga fyrir knattspyrnuþjálfaranámskeið sitt, 32 tónleikamiða og laser-aðgerð á augum. Þá gaf hann henni vinkonu sinni 200.000 krónur að gjöf sem hann dró sér úr starfsmannasjóðnum.
24.mar. 2015 - 14:00

Eiður fær mikið hrós frá yfirmanni sínum – „allt er mögulegt – líka þegar þú ert 36 ára“

Neil Lennon knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Bolton Wanderers er hæstánægður með Eið Smára Guðjohnsen leikmann liðsins. Lennon segir í viðtali við staðarblaðið Bolton News að íslenska landsliðsmanninum standi til boða nýr samningur ef hann hafi áhuga á að vera áfram hjá liðinu. 
24.mar. 2015 - 13:15

Landeigendur gagnrýna stjórnvöld: „Vart þarf að fjölyrða um aukið álag á svæðið“

Stjórn Landeigandafélagsins harmar seinagang og áhugaleysi stjórnvalda á því að leysa málefni mest sótta ferðamannastaðar landsins, Geysis í Haukadal.  Um áratugaskeið hafa landeigendur reynt að ná samningum við meðeiganda sinn um sölu, leigu eða samstarf um rekstur svæðisins en lítt orðið ágengt.
24.mar. 2015 - 10:00

Fleiri konur farnar að stela en karlar

Tímamót urðu í kynjahlutföllum í þjófnaðarmálum á Íslandi í síðastliðnum febrúar, en þá voru fleiri konur handteknar fyrir þjófnað en karlar. Dregið hefur úr afbrotum karla undanfarna mánuði en ekki kvenna. Í heildina brjóta þó mun fleiri karlar af sér.
24.mar. 2015 - 08:01

Maður gekk berserksgang í Breiðholti

Maður var handtekinn í Beiðholti um miðnættið grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Var maðurinn talinn hafa ráðist með barefeli á eiganda blokkaríbúðar og veitt honum áverka; síðan reynt að stela tölvu og fleiru. Íbúðareigandinn náði munum sínum en árásaraðilinn hljóp út og braut þá rúðu á leið sinni út.
23.mar. 2015 - 21:51

Ókunnur brjóstahaldari í póstkassa Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, varð fyrir þeirri sérkennilegu lífsreynslu að finna ókunnan brjóstahaldara í póstkassanum heima hjá sér. Atvikið kemur í kjölfar nokkuð óreiðukennds ástands sem ríkt hefur á heimili formannsins undanfarið.
23.mar. 2015 - 21:10

Reykjavík sögð vera paradís fyrir vændiskaupendur: Lögreglan fylgist með

Það er ekkert vandamál að kaupa sér kynlífsþjónustu í Reykjavík ef marka má erlenda heimasíðu sem býður karlmönnum í viðskiptaerindum að kaupa vændi í þeirri borg sem þeir eru staddir í hverju sinni. Hægt er að velja um allar helstu borgir heims og þegar klikkað er á Reykjavík kemur upp fjöldi smáauglýsinga frá einstaklingum, fylgdarþjónustum og klúbbum sem sagðir eru vera staðsettir í Reykjavík og nágrenni. Bjóða þessir aðilar upp á kynlífsþjónustu af ýmsu tagi.

23.mar. 2015 - 20:05

Ég hjálpa þér að ljúga að fjölskyldunni: „Erlendur“ skipuleggur vændisferðir fyrir Íslendinga

Ertu orðinn leiður á vændiskonum á Íslandi? Er verðið á þjónustunni á Íslandi að pirra þig? Er umfjöllun í fjölmiðlum um vændiskaup að gera þér lífið leitt? Finnst þér glatað að vændi sé ólöglegt og þú þurfir að brjóta lög til þess að skemmta þér? Svona hljómar upphaf auglýsingar þar sem íslenskur karlmaður býður samlöndum sínum upp á skipulagðar ferðir til meginlands Evrópu þar sem þeim býðst að ,,upplifa það frelsi sem vændi er.“ Gengur auglýsandinn undir nafninu Erlendur Gunnar. Þá býðst Erlendur til þess að hjálpa viðskiptavinum sínum að blekkja fjölskylduna svo hana gruni ekki neitt.
23.mar. 2015 - 17:08

Þetta eru hetjurnar sem björguðu ungri móður á Reykjanesbraut

Alvarlegt umferðarslys varð á Ósabotnavegi í gærkvöldi þegar bifreið fór út af og valt. Ökumaðurinn, kona á þrítugsaldri, lenti undir bifreiðinni og slasaðist nokkuð. Í bifreiðinni voru tvö ung börn og sluppu þau ómeidd.
23.mar. 2015 - 13:24 Bleikt

Dóra: „Ég ráfaði um Miklubrautina, titrandi, skítug og með ógeð á sjálfri mér“

Ég ætla að segja ykkur frá einum atburði sem ég lenti í þegar ég var 18.ára. Sá atburður hefur mótað mig mikið sem manneskju og hefur haft gífurleg áhrif á svo margt í mínu lífi. Ég kaus að segja frá þessum atburð núna, því hann hefur verið að brjótast um í undirmeðvitund minni undanfarið og valdið mér miklu hugarangri, vanlíðan, kvíða, sem og erfiðleikum með svefn. Það segir mér það, að ég er greinilega ekki búin að takast á við hann og mun sennilega ekki gera á næstunni.
23.mar. 2015 - 11:00

Sighvatur: Aðför Sigríðar án fordæma – Líklega heimska að verki fremur en illvilji

Sighvatur Björgvinsson, fyrrum ráðherra Alþýðuflokksins og einn af hvatamönnum Samfylkingarinnar, fer hörðum orðum um framboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur gegn Árna Páli Árnasyni og segir engin fordæmi fyrir slíku framboði í „hörmulegri átakasögu íslenskra jafnaðarmanna“.
23.mar. 2015 - 10:00

Hannes fékk krabbamein í blöðruhálskirtli: Þarf að nota stinningarlyf í kynlífi

Hannes Ívarsson greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli og var blöðruhálskirtillinn fjarlægður í aðgerð. Þetta hefur haft mikil áhrif á líf Hannesar og til að gera stundað kynlíf þarf hann vakúmpumpu og stinningarlyf.
23.mar. 2015 - 07:52

Unglingar óku bíl undir áhrifum fíkniefna

Klukkan hálfellefu í gærkvöld hafði lögreglan afskipti af unglingum í bíl við Kauptún í Garðabæ. Tilkynnt hafði verið um neyslu fíkniefna í bílnum. Ökumaðurinn er 17 ára og var hann grunaður um að hafa tekið bílnum undir áhrifum fíkniefna.
22.mar. 2015 - 13:30

Jóhannes Ari tók íslamstrú viku eftir að hann kynntist unnustu sinni

,,Mér finnst fólk almennt sýna okkur og fólki í okkar umhverfi virðingu og að þessar neikvæðu raddir sem heyrast stundum séu frá mjög afmörkuðum hópi,“ segir Jóhannes Ari Lárusson Hólm sem tók íslamstrú aðeins viku eftir að hann kynntist unnustu sinni Dhanak Naz en hún kemur frá Pakistan. Segjast þau lítið hafa orðið var við fordóma, þrátt fyrir að hafa upplifað mótlæti frá umhverfinu í byrjun sambandsins.
22.mar. 2015 - 11:30

Þrír á slysadeild eftir harðan árekstur

Þrír einstaklingar vrou fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar um hálf tíu leytið í morgun. Urðu slys á fólki í bifreiðunum en ökumaður og farþegi voru í báðum bílunum. 
22.mar. 2015 - 10:30 Ágúst Borgþór Sverrisson

Heiða hefur verið kölluð aumingi vegna veikinda sinna: Fordómar í garð „ósýnilegra sjúkdóma“

Fólk ber ekki alltaf veikindi sín utan á sér. Heiða Rós  talar um skilningsleysi og fordóma í garð þeirra sem ganga með það sem hún kallar „ósýnilega sjúkdóma“.
21.mar. 2015 - 20:30

Nokkur ráð fyrir þá sem þrá að verða hlauparar en finnst erfitt að hlaupa

Ert þú ekki ein af þessum manneskjum sem spretta upp eins og fjöður úr rúminu á morgnana og vilja fara að hreyfa sig? Finnst þér miklu eðlilegra að liggja áfram í rúminu? Horfirðu stundum öfundaraugum á skokkara sem fara framhjá glugganum og langar að vera í þeirra hópi - en það er bara svo djöfull erfitt?
21.mar. 2015 - 18:15 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Matargrúskarinn Nanna Rögnvaldar

Íslensk nútímamatarhefð á sér ýmsar mismunandi myndir. Við eigum færa matreiðslumeistara sem ná afburðaárangri innanlands sem erlendis, fjölmarga ástríðusælkera sem brenna fyrir heilsusamlegum mat, bollakökusnillinga og skreytingarmeistara. Og svo eigum við þjóðargersemina Nönnu Rögnvaldar!

21.mar. 2015 - 16:15

Selma Klara: Svona voru ofnæmisviðbrögð sonar míns eftir að hafa andað að sér hráu eggi

Vegna þess hversu oft sonur minn er veikur þá langar mig aðeins að fræða ykkur um muninn á ofnæmi og óþoli.
21.mar. 2015 - 14:30

Ótrúlegt myndskeið tekið með flýgildi í stærsta helli heims

Hang Son Doong hellirinn í Víetnam er stórkostlegt náttúrufyrirbæri. Í þessum stærsta helli í heimi er að finna regnskóg og straumþunga á. Hellirinn er um tvöhundruð metrar á breidd, hundrað og fimmtíu metrar á hæð og níu kílómetrar að lengd.  Var hellirinn uppgötvaður af bónda árið 1991 en það var ekki fyrr en árið 2009 sem vísindamenn fóru að kanna hellinn fyrir alvöru.
21.mar. 2015 - 10:00

Mynd dagsins: Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi

Í dag er alþjóðadagur einstaklinga með Downs. Í tilefni dagsins hefur Félag áhugafólk um Downs heilkennið látið útbúa fallega mynd til að vekja athygli með jákvæðum hætti á Downs heilkenninu. Downs.is. Á myndinni eru Kolfinna, Nói og Baldur Ingi og þau vilja koma þessum mikilvægu skilaboðum áleiðis:
21.mar. 2015 - 09:00

Kostaði krónu en kostar nú 6.900 krónur

„Þegar ég var pjakkur, ef ég fann glerflösku, gat ég keypt, Hlunk frostpinna fyrir andvirði flöskunnar. Frá þeim tíma, þrjátíu og fimm árum hefur andvirði flöskunnar hækkað um þrefalt en hlunkurinn hefur meira en tuttugu og fimm faldast í verði,“ segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi í samtali við Spegilinn á Rás 2
20.mar. 2015 - 20:27

Atkvæði greitt Önnu Pálu kann að hafa ráðið úrslitum: Ég kaus ekki sjálfa mig

„Ég vil bara sem fæst um þetta segja nema að ég kaus ekki sjálfa mig,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir sem hlaut eitt atkvæði í kosningu til formanns Samfylkingarinnar. Það atkvæði kann að hafa ráðið úrslitum.
20.mar. 2015 - 19:45

Árni Páll stóð af sér atlögu Sigríðar Ingibjargar…með einu atkvæði!

Árni Páll Árnason verður áfram formaður Samfylkingarinnar. Hann hafði betur í formannsslag við Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur. Einungis munaði einu atkvæði á þeim.
20.mar. 2015 - 18:00

Mynd dagsins: Útlendingar koma ekki til greina í þrifastarf

Eftirfarandi auglýsingu mátti finna á smáauglýsingasíðu Fréttablaðsins í gærdag. Um er að ræða atvinnuauglýsingu þar sem auglýst er eftir ,,traustri konu“ til að sjá um þrif, en eins og sjá má er það ekki eina krafan sem er gerð.
20.mar. 2015 - 16:30

Undarlegasta sjónvarpsviðtal sögunnar? Viðtal Gísla Marteins við Sigmund Davíð í nýrri útgáfu: „Vertu ekki svona sár!“

Fyrir rúmu ári tókust Gísli Martein Baldursson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra harkalega á í sjónvarpsviðtali í þætti þess fyrrnefnda. Báðir viðurkenndu að þeim hefði þótt viðtalið vera einkennileg upplifun.
20.mar. 2015 - 13:15

Margrét ósátt: Enginn myndi segja þessar sögur ef ég væri karlmaður

Margrét Gísladóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Gunnars Braga, er verulega ósátt við stutta umfjöllun í nýjasta tölublaði Séð og Heyrt sem kom út í gær. Þar segir: Að Margrét Gísladóttir, fyrrum aðstoðarkona Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem flutt var í forsætisráðuneytið að kröfu eiginkonu ráðherrans sem hann stendur nú í skilnaði við, sé dóttir séra Gísla Guðmundssonar prests í Glæsibæ í Skagafirði.

20.mar. 2015 - 13:00

Magnað sjónarspil: Sjáðu einstakt ,,time lapse“ myndband af sólmyrkvanum

Íslendingar voru duglegir við að festa sólmyrkvann í morgun á filmu og hafa ótal magnaðar ljósmyndir og myndbönd birst á samfélagsmiðlum seinustu klukkustundirnar. Starfsmenn ferðaskrifstofunnar Extreme Iceland eru þeirra á meðal.
20.mar. 2015 - 12:35

Svik Bjarna Benediktssonar munu fylgja honum ævina á enda

Svik Bjarna Benediktssonar í Evrópusambandsmálinu munu fylgja honum ævina á enda. Í hvert sinn sem spurt verður hvort honum sé treystandi verða þau týnd til. „Svo mun einhver spéfuglinn rifja upp orðin „ákveðinn ómöguleiki“ og hæðnishlátrar glymja um allt land.“
20.mar. 2015 - 11:50

Biggi lögga brjálaður út í sólmyrkvann

Mynd: Kristín Clausen

Birgir Örn Guðjónsson, gjarnan kallaður Biggi lögga, er afar ósáttur við athyglina sem sólmyrkvinn fékk í morgun. Á meðan þjóðin missti sig yfir sólmyrkvanum var Biggi lögga allt annað en kátur og fer hamförum á Fésbókarsíðu sinni.

20.mar. 2015 - 11:00

„Þessi sólmyrkvi er soldið eins og að missa sveindóminn“: Íslendingar tísta um sólmyrkvann

Óhætt er að segja að þjóðin hafi misst sig yfir sólmyrkvanum í morgun enda kannski ekki ástæða til annars. Hvarvetna kom starfsfólk á vinnustöðum saman úti undir beru lofti og fylgdist með sólmyrkvanum með þar til gerðum gleraugum.
20.mar. 2015 - 10:45

Sagðist vera Steingrímur Njálsson

Afar ósmekklegt atvik átti sér stað í gærkvöldi þegar lið Kvennaskólans og Fjölbrautarskóla Suðurlands (FSU) tókust á í Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldskólanna. Þá þóttist einn ræðumaður FSU vera Steingrímur Njálsson og lýsti barnaníði. Ríkisútvarpið greinir frá.
20.mar. 2015 - 09:52

Leynd hvíli yfir umsækjendum um þrjár stöður seðlabankastjóra

Seðlabankastjórum verður fjölgað úr einum í þrjá og embætti aðstoðarseðlabankastjóra lagt niður. Þá er sú breyting kynnt til sögunnar að ekki verður upplýst opinberlega um nöfn umsækjenda að stöðu seðlabankastjóra.
20.mar. 2015 - 09:00

Köttur Össurar í sjálfheldu á þakinu en ráðsnilld Árnýjar bjargaði honum

Köttur Össurar Skarphéðinssonar tók upp á því á þriðjudagskvöldið að fara út um þakgluggann. Leiddi það til þess að hann var í sjálfheldu á glerhálu húsþakinu því frosið haðfi ofan í hláku. Rann kötturinn fram á brún þaksins.

Sena: Samba mars apríl 2015 (út 9)
Jón Óðinn Waage
Jón Óðinn Waage - 16.3.2015
Við Gunnar
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 24.3.2015
Um tippamyndasendingar íslenskra karla
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 21.3.2015
Matargrúskarinn Nanna Rögnvaldar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.3.2015
Formannskjörið í Samfylkingunni
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 23.3.2015
Líf Röggu í LA: æfingar á ströndinni
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 20.3.2015
Athyglisverð ummæli í Morgunblaðinu
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 24.3.2015
Eigandi Íslands?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.3.2015
Sömdu Svíar af sér Ísland?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 22.3.2015
Hvar er stuðningsyfirlýsingin?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2015
Orðaskipti Guðrúnar og Davíðs
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.3.2015
Gaman um alvöru
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 16.3.2015
Lífið í LA: rauði dregilinn á tískuvikunni
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.3.2015
Orðaleikur Jóns Sigurðssonar
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 20.3.2015
Stjórnarskráin leyfir ekki aðild
Fleiri pressupennar