09. júl. 2012 - 16:08

Leikmaður knattspyrnuliðs ÍA ákærður fyrir grófar líkamsárásir gegn 21 árs stúlku - Hlaut dóm í apríl

Mark Doninger, leikmaður úrvalsdeildarliðs ÍA í knattspyrnu, hefur verið ákærður fyrir tvær grófar líkamsárásir gegn 21 árs stúlku. Hann hlaut fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás í apríl síðastliðnum. Stjórn ÍA ætlar ekki ekki að aðhafast í málinu fyrr en dómsniðurstaða liggur fyrir.

Doninger er 22 ára gamall miðvallarleikmaður og hefur verið lykilmaður í liði ÍA undanfarin tvö tímabil. Hann er Breti og lék áður með unglingaliði Newcastle.

Það er lögreglustjórinn á Akranesi sem gefur út ákæruna sem er í tveimur liðum. Fyrri líkamsárásin var framin á skemmtistaðnum Breiðinni á Akranesi þann 22. maí í fyrra.

Er Doninger ákærður fyrir að hafa kýlt stúlkuna, sem á þessum tíma var kærasta hans, hnefahöggi með krepptum hnefa í andlitið, þannig að hún féll niður á poolborð sem hún sat á. Þá mun hann hafa gert atlögu að stúlkunni fyrir utan skemmtistaðinn síðar um kvöldið, hent henni í götuna, rifið í hár hennar og ýtt henni ítrekað niður þegar hún reyndi að reisa sig við. Við árásina hlaut stúlkan mar og bólgu á kjálkabeini, mar og yfirborðsáverka á hné og fótlegg og tognun á ökkla.

Síðari árásin mun hafa átt sér stað á heimili Doningers 30. október í fyrra. Í ákæru segir að hann hafi ráðist á stúlkuna, rifið í hár hennar, hrist hana og dregið á hárinu inn í svefnherbergi þar sem hann henti henni upp í rúm. Þar settist hann ofan á stúlkuna, sló hana utan undir, tók um munn hennar og nef með þeim afleiðingum að hún átti erfitt með andardrátt. Loks er honum gefið að sök að hafa skallað hana í andlitið þannig að enni hans lenti á munni hennar. Í ákæruskjali segir að stúlkan hafi hlotið ákverka í andliti og hálsi og að blætt hafi úr vörum hennar.

Þess er krafist að Doninger verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, segir við Pressuna að forráðamenn félagsins séu meðvitaðir um málið. Það hafi verið rætt innan félagsins og ákæran gefi ekki tilefni til viðbragða að svo stöddu. Segir hann að félagið hyggist bíða dómsniðurstöðu áður en frekari ákvarðanir verða teknar.

Doninger var í apríl síðastliðnum dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, en hann kastaði bjórglasi í höfuð karlmanns á skemmtistaðnum Gamla Kaupfélaginu á Akranesi í apríl í fyrra. Í dómsorði segir að refsingin falli niður haldi hann skilorð næstu þrjú árin.

Þórður segir að þessi tvö mál séu tengd og ekki hafi komið til álita að láta Doninger fara frá félaginu vegna þessara mála. Um sé að ræða einkamál leikmannsins.14.sep. 2014 - 18:00

Leikhúsgagnrýni: Lína Langsokkur – Fléttað og freknótt stelpuskott í Borgarleikhúsinu

Lína Langsokkur situr á stalli með allra heilögustu persónum bókmenntasögunnar. Á meðan sjálfur Hamlet spókar sig um á leiksviðum heimsins í ýmsum tilraunakenndum útgáfum þá þorir enginn að fikta mikið í Línu. Útstæðar fléttur og frísklegar freknur eru alltaf á sínum stað og ekki ólíklegt að margar mæður verði beðnar um að gera Línu-fléttur í dætur sínar í vetur.
14.sep. 2014 - 13:40

Karl Ágúst: „Nú hefur komið á daginn hvað gjaldþrota maður getur borgað“

Mynd samsett / Pressphotos.biz „Gjaldþrota maður getur ekki borgað fyrir aðra“. Þessum djúpa sannleik var ætlað að skýra fyrir okkur skrílnum hvers vegna við ættum að láta sveltandi fólk í öðrum heimshlutum sigla sinn sjó. Nú hefur það einnig komið á daginn hvað gjaldþrota maður getur borgað“, segir Karl Ágúst Úlfsson leikari og vitnar í fræg ummæli Vigdísar Hauksdóttur þegar tekist var á um þróunarhjálp á síðasta ári í þinginu.
14.sep. 2014 - 13:30

Miðasala hafin á Reykjavík Comedy Festival: Grínistar á heimsmælikvarða

Fremstu grínistar Íslands koma að sjálfsögðu til með að hita upp. Í fyrsta sinn á Íslandi er nú haldin alþjóðleg grínhátíð, í samstarfi við Europe Comedy Fest. Um er að ræða algjöra veislu fyrir áhugafólk um uppistand og almennt grín, því á hátíðinni koma fram mörg þekkt andlit úr bransanum, m.a. Steven Merchant og Jim Breuer.

14.sep. 2014 - 11:45

Reykjavík í nótt: Skiptu um sæti á ferð til að reyna forðast handtöku og sekt

Lögreglumenn á eftirlitsferð fylgdust í nótt með bifreið sem karlmaður ók í Grafarvogi. Þeir ákváðu að kanna ástand ökumannsins en hann stöðvaði ekki bifreiðina strax. Lögreglumennirnir fylgdu bifreiðinni eftir og á einum tímapunkti veittu þeir því athygli að karlmaðurinn færði sig úr ökumannssætinu á meðan bifreiðin var á ferð. Hann skipti þar við konu sem var farþegi í framsæti og tók hún við akstrinum en maðurinn færi sig í aftursæti bifreiðarinnar.
14.sep. 2014 - 11:30 Kristjón Kormákur Guðjónsson

„Hún hélt á vegabréfunum fyrir framan mig og neitaði að láta mig fá þau“

Framleiðsla vegabréfa tekur tólf virka daga og þá er það sett í póst til þess sem það pantaði. Elínborg María Ólafsdóttir átti bókað flugfar til Kaupmannahafnar þann 28. ágúst síðastliðinn og hafði gefið sér rúman tíma til að panta vegabréf fyrir börnin sín.
14.sep. 2014 - 10:00

Merki um dvínandi virkni: Aðeins miðhluti sprungunnar virkur - Magnaðar myndir

Hraun hefur aðeins gengið fram um 50 til 100 metra út í Jökulsá síðan í gær. Þá hefur áin grafið töluvert úr austur bökkum sökum þrenginga af völdum hraunsins.
13.sep. 2014 - 14:00

Sig í Bárðarbungu heldur áfram: Gasský leggur frá gosstöðvunum - Fólk loki gluggum

Holuhraun / Mynd: Reykjavik Helicopters Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom fram að sig Bárðarbungu heldur áfram. Jarðskjálftavirkni er með líkum hætti og verið hefur síðustu daga. GPS mælir á Bárðarbungu sýnir um hálfs metra sig síðasta sólarhringinn. Gangur eldgossins í Holuhrauni er svipaður og verið hefur síðustu daga. Hraun rennur áfram í farveg Jökulsár á Fjöllum.
13.sep. 2014 - 10:30

Ung kona í skuldavanda: „Mér líður eins og ég sé að troða marvaða út á hafsjó og nái hvorki til botns né í land“

,,Ég er ekki að vekja athygli á þessu til að fá vorkunn eða ölmusu, það er ekki ætlunin. Á meðan allir þegja þá gerist ekkert. Eins og ég sé þetta þá hef ég engu að tapa“. Þetta segir Íris Dröfn Kristjánsdóttir, fjögurra barna móðir og grunnskólakennari sem lent hefur í miklum fjárhaglegum hrakningum undanfarin misseri og stendur frammi fyrir því að missa heimili sitt og barna sinna á nauðungaruppboði. Segir hún sitt dæmi einungis vera eitt af mörgum og finnst henni grátlegt hversu lítið svigrúm bankar og innheimtufyrirtæki veita gagnvart þeim sem eiga í skuldavanda. Íris hefur áður rætt um sín mál í fjölmiðlum. Þá var hún einnig í 1. sæti fyrir Hægri græna í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar þar sem hún lagði meðal annars áherslu á fjármálaöryggi heimilanna.
13.sep. 2014 - 09:20

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í golfi útskýrir landsliðsvalið og ýmislegt fleira

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í golfi. Mynd/GSÍ Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í golfi sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í gær vegna landsliðsmála GSÍ:  Í ljósi umræðu sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum í sumar og að undanförnu vil ég koma eftirfarandi á framfæri.
13.sep. 2014 - 09:01

Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu í morgun

Jarðskjálfti að stærð fimm mældist á umbrotasvæðinu rétt fyrir klukkan átta í morgun. Yfir nóttina mældust 20 skjálftar og hefur þeim því fækkað miðað við síðustu nótt.
12.sep. 2014 - 23:00

Gríðarmikil loftmengun við Reyðarfjörð: Fólki ráðlagt að halda sig innandyra

Mjög há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) hafa mælst á Reyðarfirði  í kvöld eða um 4.000 µg/​m3 og eru það hæstu gildi sem mælst hafa síðan  byrjað var að mæla SO2 frá eldstöðinni í Holuhrauni á Reyðarfirði. 
12.sep. 2014 - 19:00

Ákærður fyrir tilraun til manndráps

23 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en honum er gefið í sök að hafa veist að 22 ára gamalli sambýlisskonu sinni og stungið hana með hnífi. Mun atvikið hafa átt sér stað á heimili þeirra í Grafarholti í júlí síðastliðnum.
12.sep. 2014 - 16:10

Mynd dagsins: Svona er staðan á Jökulsá á Fjöllum

Hraun frá gosstöðvunum í Holuhrauni liggur nú við eða í farvegi Jökulsár á fjöllum á nokkurra kílómetra löngum kafla á flæðunum. Þarna eru gríðarlegir kraftar að verki. Áin flæmist til austurs undan hrauninu en árfarvegurinn þrengist og gæti hraunið stíflað ána og lítið lón myndast tímabundið á svæðinu.
12.sep. 2014 - 13:15

Ótrúlegar myndir af eldgosinu slá í gegn erlendis: Ferðamenn borga 230 þúsund fyrir að sjá gosið

Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni og gosvirkni er svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur áfram í farveg Jökulsár á Fjöllum og áin flæmist til austurs undan hrauninu en árfarvegurinn þrengist. Þá hafa stórir skjálftar orðið í öskju Bárðarbungu, nú síðast í morgun.  Vísindamenn meta það svo að nokkur hætta sé á að eldgos geti hafist i öskjunni sem myndi valda verulegu jökulhlaupi.
12.sep. 2014 - 10:39 Gunnar Bender

Veislan heldur áfram hjá Bubba

Mynd: Bubbi Morthens með lax yfir 20 pundin í Laxá í gær.

,,Ég landaði þremur löxum á stuttum tíma í Aðaldalnum,“, sagði Bubbi Morthens sem heldur áfram að setja í stóra laxa í Laxá í Aðaldal þetta sumarið. Hann hefur þá landað nokkrum vænum.

12.sep. 2014 - 09:09 Sigurður Elvar

Bestu íþróttamyndir vikunnar að mati Getty og Pressan.is

Að venju voru ljósmyndarar frá Getty á fjölmörgum íþróttaviðburðum í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá þær myndir sem stóðu upp úr að þeirra mati en við hér á pressan.is bættum nokkrum myndum frá Íslandi sem að okkar mati eiga fyllilega heima í þessu safni. 
11.sep. 2014 - 17:47

Fatasöfnun, Flugfélagssyrpa og fjöltefli í Pakkhúsi Hróksins

Margir sterkustu skákmenn Íslands eru skráðir til leiks í Flugfélagssyrpu Hróksins 2014 sem hefst föstudaginn 12. september klukkan 12 í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn. Skákáhugamenn á öllum aldri eru boðnir velkomnir til leiks á fyrsta hádegismótið af fimm.  Sigurvegari syrpunnar fær Grænlandsferð fyrir 2 frá Flugfélagi Íslands, og sömu verðlaun fær heppinn keppandi sem dreginn verður út. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. 
11.sep. 2014 - 17:15

Arnar kærður og sakaður um að svindla: MYNDBAND

Arnar Pétursson var krýndur Íslandsmeistari í maraþonhlaupi þann 23 ágúst síðastliðinn. Pétur Sturla Bjarnason kom í mark um níu mínútum á eftir honum. Hann sakar Arnar um að svindla og kærði úrslitin. Þetta kemur fram í Kjarnanum.
11.sep. 2014 - 16:26

280 karlar og 3 konur kærð fyrir kynferðisbrot

Á síðasta ári voru 283 einstaklingar kærðir fyrir kynferðisbrot. 280 karlmenn og 3 konur. Um verulega fjölgun er að ræða á milli ára. Er það meðal annars tilkomið vegna nokkurra stórra mála þar sem upp komst um verulegan fjölda brota fárra einstaklinga. Þetta kemur fram í árskýrslu lögreglunnar fyrir árið 2013.
11.sep. 2014 - 15:56

Fjórar tilraunir til manndráps á síðasta ári

Ekkert manndráp átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu árið 2013 en skráðar voru fjórar tilraunir til manndráps. Lögreglu barst 781 tilkynning um ofbeldisbrot árið 2013 og fjölgar þeim um þrjú prósent á milli ára.
11.sep. 2014 - 14:15

Vísindamenn horfa til atburðanna í Bárðarbungu og eru að vonum áhyggjufullir

„Viðlíka skjálftavirkni og er nú í eldfjallinu og hreyfingar í öskjunni hafa ekki sést fyrr á mælum hér á landi. Fleiri en ein leið er til að túlka og skýra atburðina. Það er þó ekki brýnt í bili og líka rétt að láta allar spár eiga sig, en gera engu að síður ráð fyrir að mjög öflugt gos geti hafist í Bárðarbungu sjálfri“, segir Ari Trausti Guðmundsson
11.sep. 2014 - 10:30

Reykjavík hefur fengið nýtt slagorð

Nýtt auðkenni og slagorð fyrir Reykjavík sem áfangastað er Reykjavík Loves. Samband sveitarfélaga á  höfuðborgarsvæðinu (SSH) hélt samkeppni um markaðsefni fyrir svæðið í heild og bar Íslenska auglýsingastofan sigur úr býtum. Auðkennið verður formlega kynnt á fundi Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag klukkan 13.
11.sep. 2014 - 09:40

Fjárhagur Golfsambandsins stendur traustum fótum - Forseti GSÍ mótmælir harðlega fullyrðingum um gjaldþrot

Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ. Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Ísland segir að GSÍ standi traustum fótum fjárhagslega og að reksturinn hafi gengið mjög vel undanfarin 10-15 ár. Haukur mótmælir harðlega þeim fullyrðingum sem Margeir Vilhjálmsson setti fram í pistli sínum á kylfingur.is í gær.
11.sep. 2014 - 08:25

Skjálfti að stærðinni 5,3 í Bárðarbungu

Um 20 skjálftar mældust á umbrotasvæðinu í nótt og hefur þeim því heldur fækkað miðað við síðustu nótt.
10.sep. 2014 - 21:00

Hætti að borða skyndibita og léttist um 40 kíló: „Vil ekki að börnin mín verði lögð í einelti“

Ung tveggja barna móðir sem hafði í mörg ár borðað eina til tvær skyndibitamáltíðir á dag hefur misst tæplega fjörtíu kíló. Leyndarmálið er ekki flókið. Hún einfaldlega hætti að borða skyndibita.
10.sep. 2014 - 19:00

Magnús Tumi og Páll Einarsson spá í spilin: Þetta gæti gerst í Bárðarbungu

Öskjusigið sem hafið er í Bárðarbungu veldur verulegri óvissu um framvindu mála enda hefur slíkur atburður ekki orðið hér á landi síðan Öskjuvatn myndaðist. Telja sérfræðingar að við núverandi aðstæður séu þrjár sviðsmyndir líklegastar.

10.sep. 2014 - 15:18

Óvenju mikil gosmengun á Reyðarfirði í dag: Mikil óvissa ríkir um framhaldið

Hár styrkur brennisteinsdíoxíðs SO2 mældist á Reyðarfirði kl 14 í dag, af völdum jarðeldanna í Holuhrauni. Hæstu toppar fóru upp í tæp 2600µg/m3 sem eru hæstu gildi sem mælst hafa á Íslandi. Það mesta virðist gengið yfir. Gildi fara lækkandi en óvissa ríkir um framhaldið.

10.sep. 2014 - 13:30

Draumfarir spámiðla og óvenjuleg hegðun dýra á svæðinu í kring um Bárðarbungu

Fólk sem hefur sýnt af sér dulræna hæfileika, spágetu og draumspeki hefur undanfarið verið í sambandi við Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamann og sagt honum frá draumförum, sem boðað gætu mikil tíðindi í Bárðarbungu. Eins hafa þeir sem eru kunnugir svæðinu sem umlykur Bárðarbungu tekið eftir óvenjulegri hegðun dýra.
10.sep. 2014 - 11:05

Maður rændi hjóli af dreng við Lindaskóla: Fjöldi barna vitni að atvikinu

,,Þetta er náttúrulega bara hneykslanlegt. Maður skilur ekki hver lætur sér detta svona lagað í hug” segir Einar Þór Sigurgeirsson, en 4 ára sonur hans varð vitni að því á lóðinni við Lindaskóla í gær að ókunnur maður rændi hjólinu hans auk þess sem fjöldi annara barna varð vitni að atvikinu. Segir Einar að börnin, sem og foreldrar þeirra séu gáttuð á þessu framferði mannsins.
10.sep. 2014 - 11:03 Sigurður Elvar

Íslenska landsliðið fær mikið hrós á Twitter eftir 3-0 sigurinn gegn Tyrklandi

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær mikið hrós úr ýmsum áttum eftir 3-0 sigur liðsins í gærkvöld gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016. Leikur íslenska liðsins var einn sá besti sem liðið hefur leikið á undanförnum misserum og landsliðsþjálfarinn Lars Lagerback fullyrti að fyrri hálfleikurinn hefði verið það besta sem liðið hafi sýnt undir hans stjórn. Mikið var rætt um íslenska landsliðið á Twitter í gærkvöld og hér fyrir neðan má sjá brot af þeirri umræðu.
10.sep. 2014 - 10:20

Margeir gagnrýnir forsvarsmenn Golfsambandsins harðlega - fjárhagslegt og hugmyndafræðilegt gjaldþrot

Margeir Vilhjálmsson, sem bauð sig fram í forsetaembætti Golfsambands Íslands á síðasta ársþingi, skýtur föstum skotum á forsvarsmenn GSÍ í pistli sem birtur er á golfréttavefnum kylfingur.is. Margeir segir að sérsamband sem velti ríflega 150 milljónum kr. á ári og eigi ekki fjármuni til þess að senda karlalið til keppni á heimsmeistaramóti sé að lýsa yfir fjárhagslegu og hugmyndafræðilegu gjaldþroti.
10.sep. 2014 - 10:00

Ótrúlegur áhugi á haustlínu Søstrene Grene á Íslandi: 400 prósent veltuaukning á einum degi

Skjáskot af vef epn.dk Það var heldur betur mikill áhugi hjá fólki á nýrri haustlínu Søstrene Grene á föstudaginn þegar hún var kynnt. Í Árósum stilltu um 200 manns sér upp í röð utan við verslun systranna löngu áður en hún var opnuð og á Íslandi var salan í verslunum systranna 400 prósent meiri en á venjulegum degi.
09.sep. 2014 - 22:55

Hafa miklar áhyggjur af þróun mála í Bárðarbungu:Funda með forsætisráðherra á morgun

Þróun mála í Bárðarbungu veldur Almannavörnum og jarðvísindamönnum miklum áhyggjum og hyggjast stjórnendur Almannavarna greina forsætisráðherra frá stöðu mála á morgun. Telja sérfræðingar að auknar líkur séu á eldsumbrotum í Bárðarbungu vegna viðvarandi landsigs í öskju eldfjallsins.
09.sep. 2014 - 21:15

Hrikalega farið með hund á Vesturlandi:Skilinn eftir stórslasaður í ruslagámi

Hundurinn var af tegundinni Border Collie Stór border collie hundur fannst meðvitundarlaus í ruslagámi fyrr í vikunni en gámurinn er staðsettur við sumarbústaðabyggð norðan Borgarness. Þegar eigandi eins sumarhússins ætlaði að kasta rusli í gáminn heyrði hann þungan andardrátt í gámnum en þorði hann ekki að kanna það nánar og kallaði því til lögreglu.

09.sep. 2014 - 20:57 Sigurður Elvar

Stórkostlegur 3-0 sigur Íslands gegn Tyrkjum – Ævintýrið heldur áfram

Ævintýri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu heldur áfram en liðið hóf undankeppni EM 2016 með stórkostlegum 3-0 sigri gegn sterku liði Tyrklands. „Þetta er ein besta frammistaða  sem íslenskt landslið hefur sýnt frá upphafi. Þetta eru skýr skilaboð til annarra liða í riðlinum,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson við RÚV eftir leikinn í kvöld.
09.sep. 2014 - 20:00

Vill breyta viðhorfi í garð fatlaðs fólks:,,Það er eins og maður sé viðfang eða einhver hlutur sem má koma við“

Iva Marín Adrichem „Sem fatlaður unglingur er ég í augum margra rosalega saklaus, blíð og góð. Þetta er svo sem ímynd sem ég hef alltaf fundið fyrir, líka sem barn. Fólk virðist halda að ég geri ekkert af mér af því ég er blind“ segir Iva Marín Adrichem, 16 ára framhaldsskólanemi. Hún segir viðhorfið í garð fatlaðra ábótavant og segir fræðslu vera mikilvæga til koma á breytingum.
09.sep. 2014 - 19:00

Starfsfólk iSTV segir upp störfum

Guðmund­ur Týr Þór­ar­ins­son er einn aðstandenda iSTV Starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar iSTv hafa sagt upp störfum en yfirlýsing þess efnis birtist á fésbókarsíðu stöðvarinnar fyrir stuttu. Segir þar meðal annars að vegna trúnaðarbrests og samstarfsörðugleika hafi ekki verið grundvöllur fyrir áframhaldandi samvinnu.
09.sep. 2014 - 17:25

Lífshættuleg árás í Reykjavík: Grunaður um að aka á fyrrverandi sambýliskonu sína

Karlmaður liggur undir grun um að hafa kastað skiptilykli innum svefnherbergisglugga fyrrverandi sambýliskonu sinnar og hafa ekið á hana eftir að hún kom út úr húsinu. Maðurinn var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um lífshættulega árás.
09.sep. 2014 - 15:50

Brennisteinsgufur frá Holuhrauni hafa náð til Noregs: Margir hafa tilkynnt um gaslykt

Eldgosið í Holuhrauni er farið að hafa áhrif út fyrir landsteinanna því gaslykt eða brennisteinslykt frá því er farin að finnast við strendur Noregs og telur norska Veðurstofan að lyktin eigi að öllum líkindum uppruna sinn að rekja til Holuhrauns.
09.sep. 2014 - 12:30

Mynd dagsins: Fossinn Skínandi mun líklega hverfa

Ef hraunrennsli heldur áfram með svipuðu sniði líkt og undanfarna daga mun það breiðast fyrst út á eyrarnar en síðan fylgja farvegi Jökulsár á Fjöllum um þrengingar sem byrja rúmum tveim kílómetrum innan við ármót Svartár. Þegar hraunið kemst niður fyrir Svartá mun það stífla hana og fossinn Skínandi mun að öllum líkindum hverfa eða láta mjög á sjá.
09.sep. 2014 - 11:47

Hrafnkelsmótið – minningarmót um Hrafnkel Kristjánsson á Hvaleyrarvelli

Hrafnkelsmótið í golfi sem haldið er til minningar um Hrafnkel Kristjánsson íþróttafréttamann, verður haldið í þriðja sinn á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði 19. september næstkomandi. Hrafnkell starfaði sem íþróttafréttamaður hjá RÚV á árunum 2005-2009, en lést langt fyrir aldur fram í lok árs 2009.
09.sep. 2014 - 11:07

Eru lakagígar virkir eða gýs í Bárðarbungu? Gætu önnur móðuharðindi dunið yfir okkur?

Á gosbeltunum á Íslandi liggja með nokkuð jöfnu millibili svokallaðar megineldstöðvar og má þar nefna Heklu, Eyjafjallajökul, Grímsvötn og Öskju. Eitt einkenni þeirra er að þær gjósa endurtekið en Hekla hefur til að mynda gosið átján sinnum frá landnámi. Þegar sagt er að megineldstöð sé virk, er átt við að hún hafi gosið áður og muni geta gosið aftur. Á endanum kulna þær og nýjar myndast í þeirra stað.
09.sep. 2014 - 08:01 Sigurður Elvar

Hvað segja sérfræðingarnir um möguleika Íslands á EM? – gríðarlega mikilvægur leikur gegn Tyrkjum í kvöld

Mikil eftirvænting ríkir fyrir leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Tyrklandi sem hefst kl. 18.45 í kvöld á Laugardalsvelli. Leikurinn er sá fyrsti í undankeppni Evrópumótsins. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast í lokakeppnina og þriðja sætið gefur möguleika á að komast alla leið í gegnum umspil.
09.sep. 2014 - 08:00

Skjálfti að stærðinni 5,2 í Bárðarbungu

Skjálftavirknin norðan Vatnajökuls er enn að mestu bundin við Bárðarbungu, norðurenda gangsins og Herðubreiðartögl. Um 30 skjálftar mældust á umbrotasvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
08.sep. 2014 - 21:05

Sigrúnu Lilju byrlað nauðgunarlyf: Þú ert svo sjúkur og þínar kynferðislanganir brenglaðar

„Þú hefur væntanlega skipulagt þig vel fyrir kvöldið, passað uppá að vera með nægilega mikið af nauðgunarlyfi meðferðis þegar þú fórst niðrí bæ, tilbúin að finna þér fórnarlömb kvöldsins til að eitra fyrir. Væntanlega búin að undirbúa staðinn sem nauðgunin færi fram og passað vel uppá að þar væri engin nálægt sem gæti aðstoðað fórnarlamb kvöldsins eftir hún myndi lamast eftir að þú byrlaðir henni lyfi í glasið sitt, svo er alveg spurning hvort þú hafir verið að skipuleggja hópnauðgun á álitlegum vinkonuhóp“.
08.sep. 2014 - 19:46 Sigurður Elvar

Eiður Smári lagði upp tvö mörk í æfingaleik með FC København – framhaldið ræðst á næstu dögum

Eiður Smári Guðjohnsen hefur æft undanfarna daga með danska knattspyrnuliðinu FC København. Eiður Smári, sem er 36 ára gamall, lék vel í 4-2 sigri varaliðs FC København gegn FC Nordsjælland í dag.  Norðmaðurinn Ståle Solbakken er þjálfari FC København mun á næstu dögum ákveða hvort Eiði Smára verður boðinn samningur hjá félaginu. Eiður Smári lét vita af sér í varaliðsleiknum í dag og lagði upp tvö mörk.     
08.sep. 2014 - 13:04

Áin flæmist undan hrauninu: Ekkert dregur úr gosinu

Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni. Gosvirkni er svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur til austurs af svipuðum krafti og áður. Það hægir ekki á hrauninu að það renni í Jökulsá á Fjöllum, áin flæmist til austurs undan hrauninu. Þetta kom fram á fundi Vísindaráðs Almannavarna en hann sitja Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.
08.sep. 2014 - 11:55

Þessu átti hún ekki von á: Langbesta íslenska ísfötuáskorunin til þessa

Kristinn Tómasson, fyrrverandi leikmaður Fylkis, tók þátt í ísfötuáskoruninni en með henni er verið að vekja athygli á hreyfitaugungahrörnun sem einnig er þekkt sem MND-sjúkdómur eða ALS sem einkennist af minnkandi styrk vöðva og rýrnun þeirra. Áskorunin gengur út á það að viðkomandi hellir yfir sig fötu af ísköldu vatni og skorar á minnsta kosti tvo einstaklinga að gera slíkt hið sama - eða gefa fé til góðgerðarmála.
08.sep. 2014 - 08:17

Færri skjálftar í Bárðarbungu

Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni í og við Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin síðan á miðnætti er sem fyrr aðallega á norðurhluta gangsins, inn undir og út fyrir jaðar Dyngjujökuls og við sjálfa Bárðarbungu.
07.sep. 2014 - 18:30

Erlendir gagnrýnendur hrifnir af Vonarstræti

Hera Hilmarsdóttir og Þorsteinn Bachman í hlutverkum sínum í Vonarstræti Kvikmynd Baldvins Z, Vonarstræti eða Life in a Fishbowl virðist hafa hrifið erlenda gagnrýnendur en hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto á föstudagskvöld. Myndin keppir þar til verðlauna í tveimur flokkum, sem besta mynd ársins, og til Discovery verðlauna en þau eru veitt upprennandi leikstjórum sem þykja skara fram úr.

Aðsend grein
Aðsend grein - 03.9.2014
Mannorðsmorðingi að störfum
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 31.8.2014
Spilling
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 08.9.2014
Hið ritstjórnarlega sjálfstæði
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 01.9.2014
Rithöfundur bullar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.9.2014
Feysknir innviðir?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.9.2014
Við hvað eru blaðamenn DV hræddir?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 04.9.2014
Málefnaleg gagnrýni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.9.2014
Skjól eða gildra?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.8.2014
Fyrsta veislan á þinginu
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 03.9.2014
Kristin talnaspeki: Tölurnar 6 og 666
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 02.9.2014
Skeggrætt um spillingu, þróunaraðstoð og tekjudreifingu
Fleiri pressupennar