15. jún. 2012 - 09:08

Hugmynd Grapevine engan veginn samboðin virðingu embættis Forseta Íslands - Sjá myndirnar

Tímaritið Reykjavík Grapevine er með óvenjulegu sniði þegar það kemur út í dag. Í því eru fimm mismunandi forsíður með öllum forsetaframbjóðendunum nema einum og viðtölum við þá.

Fyrirmynd forsíðumyndanna er opinber forsetamynd af Ólafi Ragnari sem tekin var árið 1996.

Ritstjóri Reykjavík Grapevine segir að hugmyndin með forsíðunum sé sú að máta forsetaframbjóðendurna í hlutverkið. Allir reyndust þeir til í tuskið að Herdísi Þorgeirsdóttur undanskilinni.  

Mér þótti ekki við hæfi að sprella með embætti forseta Íslands með því að klæða mig upp í forsetabúning og skreyta mig orðum og borðum fyrir ljósmyndir á forsíðu Grapevine,

segir Herdís á Facebook síðu sinni.

Ég gerði Grapevine grein fyrir því að ég vildi ekki taka þátt í þessum myndatökum og þá var sólarhringur í að mynda ætti annan frambjóðanda. Þótt hugmynd þeirra að vilja gera sér mat úr þessu efni sé skiljanleg í ljósi blaðamennsku fannst mér hugmyndin á engan hátt samboðin virðingu fyrir embætti forseta Íslands.

Left Right(1-10) Willamia: Sérsniðin húsgögn - feb
06.feb. 2016 - 20:30 Eyjan

Jón Steinar Gunnlaugsson sakar dómara um að hafa brotið á rétti sakbornings

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt, sakar Benedikt Bogason, hæstaréttardómara, um að hafa brotið gegn rétti sakbornings til réttlátrar málsmeðferðar. Þetta hafi Benedikt gert sumarið 2014, þegar hann sem héraðsdómari  veitti lögreglu heimild til að hlera síma hjá manni sem þá var verið að sleppa úr gæsluvarðhaldi.
06.feb. 2016 - 16:30 Ágúst Borgþór Sverrisson

Hjartnæm frásögn: Lísa Björg hitti gamlan mann sem var að kaupa inn fyrir konuna sína í síðasta skipti

Lísa Björg Ingvarsdóttir varð fyrir óvenjulegri og hjartnæmri upplifun í hversdagslegri búðarferð í Krónuna um daginn. Hún kynntist þar óvænt gömlum manni sem var að kaupa inn handa eiginkonu sinni í síðasta skipti. Frásögn Lísu lætur engan ósnortinn.
06.feb. 2016 - 14:53

Leicester vann toppuppgjörið og er komið með sex stiga forystu á toppnum

Leicester vann í dag frábæran útisigur á Man. City í uppgjöri tveggja efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni, 3-1. Leicester hefur þar með sex stiga forystu á City og forysta liðsins á toppinn verður aldrei minni en fimm stig eftir umferðina, en Arsenal og Tottenham, sem eru 8 stigum á eftir Leicester eiga bæði eftir að keppa um helgina.
06.feb. 2016 - 14:06

Þórunn Antonía bíður eftir alvöru afsökunarbeiðni frá Bubba: „Ekkert annað en einelti“

Þórunn Antonía segist lengi hafa beðið eftir alvöru afsökunarbeiðni frá Bubba Morthens vegna framkomu hans við sig er þau voru samdómendur í þættinum Ísland Got Talent á Stöð 2. Bæði Þórunn og Bubbi hafa tjáð sig um þetta mál í fjölmiðlum í dag.

06.feb. 2016 - 13:18

Bubbi er sá sem Þórunn Antonía segir að hafi lagt sig í einelti: Biðst afsökunar í þriðja sinn

Bubbi Morthens segist vera sá samstarfsmaður sem Þórunn Antonía Magnúsdóttir segir að hafa lagt sig í einelti á meðan tökur á fyrstu þáttaröð Ísland Got Talent fóru fram. Bubbi viðurkennir að hafa strítt Þórunni og biðst afsökunar á því. Hann fullyrðir þó að hann hafi ekki lagt Þórunni í einelti.

06.feb. 2016 - 12:00 Eyjan

Kári Stefánsson biðst afsökunar á orðum sínum um forsætisráðherra

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur beðist afsökunar á ummælum um Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem höfð voru eftir honum í viðtali í blaðinu Grapevine á dögunum. Í viðtalinu sagðist Kári ekki eiga í neinum deilum við forsætisráðherra og spurði: „Hvers vegna ætti ég að eiga í deilum við tveggja ára offitusjúkling?“
06.feb. 2016 - 11:00

„Kölluð tussa fyrir að vilja ekki fara heim með strákum af djamminu því ég á að vera þakklát fyrir að einhver vilji mig“

Inga Björk Bjarnadóttir, sem er fötluð ung kona í hjólastól, fær yfir sig fúkyrðaflaum ef hún vill ekki fara heim með strákum af djamminu. Látið er eins og hún eigi að vera þakklát yfir því að einhver vilji sofa með henni.

06.feb. 2016 - 10:27

Stjórnendur Borgunar kynntu stöðu félagsins fyrir Landsbankanum – Keyptu svo hlut bankans sjálfir

Landsbankinn hefur farið fram á það við stjórnendur Borgunar að þeir svari því til hvaða upplýsingar lágu fyrir um hvaða fyrirtækið ætti rétt á að fá í sinn hlut ef Visa Inc. myndi kaupa Visa Europe áður en Landsbankinn seldi hlut sinn í Borgun.
06.feb. 2016 - 10:06

Lokað í Bláfjöllum en opið í Skálafelli

Lokað er í Bláfjöllum í dag þar sem mikill vindur og skafrenningur er á svæðinu. Hins vegar er skíðasvæðið í Skálafelli opið í dag frá klukkan 10 til 17. Skíðasvæðið Ísafjarðar veðrur líklega lokað í dag þar sem mikill vindstrengur gengur yfir Vestfirði.
06.feb. 2016 - 09:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Þórunn Antonía segist hafa verið lögð í einelti á Stöð 2

Mynd: DV

Þórunn Antonía Magnúsdóttir, sem gert hefur garðinn frægan sem söngkona, leikkona og þáttastjórnandi, telur sig hafa verið lagða í einelti er hún starfaði á Stöð 2. Hún lýsir einnig erfiðum tíma er hún var skyndilega orðin atvinnulaus einstæð móðir eftir frægðar- og velgengnistíma.

06.feb. 2016 - 08:02 Ágúst Borgþór Sverrisson

Kona svaf fyrir utan skemmtistað

Laust eftir kl. 11 í gærkvöld varð árekstur á gatnamótum Álfheima og Suðurlandsbrautar. Tveir bílar skullu saman. Þrír voru fluttir á slysadeild en ekki hafa fengist upplýsingar um hve alvarleg meiðslin voru. Laust eftir kl. 3 í nótt varð síðan árekstur á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.
05.feb. 2016 - 19:00 Smári Pálmarsson

Guðbrandur: Skemmtiatriðið alls ekki tengt harmleiknum um borð í Tý

Til stóð að halda skemmtiatriðið Morð um borð í gamla varðskipinu Óðni á safnanótt. Leikurinn var blásinn af þegar í ljós kom aðstæður reyndust minna á harmleik sem átti sér stað í varðskipinu Tý árið 1980. Í kjölfarið voru skipuleggjendur Safnanætur sakaðir um að gera sér leik úr harmi annarra í frétt sem birtist á síðum Morgunblaðsins. Pressan fjallaði einnig um málið.
05.feb. 2016 - 17:00

Mynd dagsins: Þetta gerðist í gær - Skeytingarleysi gagnvart vegfarendum

„Magnús Sigurðsson félagi minn var svo óheppinn að missa bílinn í bleytu og renna upp að svona tætara í gær,“ segir Magnús Finnbjörnsson í samtali við Pressuna sem birti mynd dagsins á Facebook síðu sinni. „Ef þarna hefði verið hefðbundið óldskúl vegrið, þá telja líklegt að bíllinn hefði skemmst mun minna, jafnvel verið ökuhæfur á eftir.“
05.feb. 2016 - 12:45

Nauðgunarmálið í Hlíðunum fellt niður

Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál gegn tveimur mönnum sem sakaðir voru um nauðgun í húsi í Hlíðahverfi í október í fyrra. Málið vakti feikilega athygli og varð tilefni að mótmælafundi fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu.
05.feb. 2016 - 12:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Morð um borð: Fyrrverandi skipverjar sárir og reiðir

Skipuleggjendur Safnanætur eru sakaðir um að hafa ætlað að gera harmleik sem átti sér stað um borð í varðskipinu Tý árið 1980 að skemmtiatriði. Tveir menn voru myrtir. Margir eru enn í sárum vegna málsins og þessi áform hafa vakið reiði fyrrverandi skipverja á varðskipunum.

05.feb. 2016 - 11:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Hildur: Grín Sigmundar Davíðs átti fullan rétt á sér

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kemur forsætisráðherra og frelsi hans til að grínast til varnar í dag. Hildur mælir með þeirri afstöðu að allt grín sé sjálfsagt tjáningarfrelsi, sama hvert efnið eða grínarinn er.

05.feb. 2016 - 10:00

Dagur segir vitleysu að íslenska landsliðið hafi dregist langt aftur úr öðrum – Merkel vill fara í fjallgöngu á Íslandi

Dagur Sigurðsson, landsliðasþjálfari Evrópumeistara Þýskalands, er ekki sammála þeim sem segja að íslenska landsliðið í handbolta hafi dregist langt aftur úr öðrum og telur hann að liðið sé enn mjög sterkt. Liðið hafi misst fótanna í einum leik, gegn Hvít-Rússum, og það hafi farið með þetta.
05.feb. 2016 - 09:03

Íslamska ríkið hefur misst um fimmtung vígamanna sinna: Er þó enn hættulegt

Í nýrri skýrslu bandarískra leyniþjónusta, sem Hvíta húsið birti í gær, kemur fram að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið (IS) hafi misst um fimmtung vígamanna sinna. Samtökin eru þó enn hættuleg.
05.feb. 2016 - 05:52

Ósáttir partýgestir: Ökumenn í vímu

Nóttin var tiltölulega róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þó komu nokkur mál inn á borð hennar. Ökumenn í vímu, skemmdarvargur og partýgestir, sem voru ósáttir við lögregluna, sáu henni fyrir verkefnum í nótt.
04.feb. 2016 - 20:00 Smári Pálmarsson

Árni fékk alvarlegt kvíðakast: „Ég var á barmi þess að hringja á sjúkrabíl“

„Ég lenti í því á mánudaginn að fá frekar alvarlegt kvíðakast,“ skrifar Árni Ólafsson sem nýlega ákvað að opna sig um raunir sínar. Hann segist lengi hafa glímt við kvíða og þunglyndi án þess að hafa gert nokkuð í sínum málum.
04.feb. 2016 - 19:00

Vilhjálmur Árnason: Þingmenn hata hvern annan

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að kergja og hatur milli gamalla þingmanna í milli skapi þá umræðuhefð sem nú sé einkennandi á Alþingi. Hann telur að það þurfi fleira ungt fólk á þing, það komi með nýjar hugmyndir og sé tilbúið að breyta vinnubrögðum. „Það þorir að prófa nýjar leiðir. Það er oft sagt að endurnýjun á þinginu hafi verið mikil og þess vegna sé ástandið svona á þinginu. Ég held að þetta sé frekar öfugt, að endurnýjunin var ekki nægilega mikil.“
04.feb. 2016 - 17:50

Flugfreyjur slógust og vélinni snúið við

Slagsmál brutust út á milli tveggja flugfreyja þegar farþegaþota frá Delta Air Lines var í 37 þúsund fetum. Neyddist flugstjórinn til að lenda í Salt Lae City. Vélin var á leið til Los Angeles. Alltumflug.is greinir frá.
04.feb. 2016 - 17:05 Ágúst Borgþór Sverrisson

Töluverðar breytingar hjá KR: Skipt um fyrirliða – Sagt að ungir leikmann fái aukin tækifæri í sumar

KR fagnar titli fyrir nokkrum árum - í fyrra kom enginn titill Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, telur líklegt að ungir leikmenn fái aukin tækifæri með KR í sumar. KR hefur losað sig við töluvert marga leikmenn í vetur og fengið færri nýja til liðs við sig. Liðið var þó að landa samningi við mjög sterkan leikmann í vikunni.
04.feb. 2016 - 15:43

Hæstiréttur þyngdi dóma yfir Landsbankamönnum

Hæstiréttur dæmdi í dag Sigurjón Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans, í eins og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun. Dómar yfir öðrum sakborningum voru þyngdir.
04.feb. 2016 - 14:08 Ágúst Borgþór Sverrisson

„Ég var konan með „brjálaða barnið” við kassann og ofan á allt leit senan út eins og handtaka væri yfirvofandi“

„Allt í einu tók ég eftir því að einhver stóð yfir okkur. Þar voru á ferð öryggisvörður og annar starfsmaður verslunarinnar en hvorugur sagði nokkuð, þeir bara horfðu á okkur í hálfgerðri viðbragðsstöðu.
04.feb. 2016 - 12:56

Dagur B: Stórastopp í húsnæðismálum framundan – Ábyrgðarleysi Alþingis að ná nýjum hæðum

„Ef umræða þingmanna um húsnæðisfrumvörpin sem sjá má í fjölmiðlum endurspeglar umræðuna á Alþingi er ábyrgðarleysið þar að ná nýjum hæðum. Staðan á húsnæðismarkaði er grafalvarleg og kallar á aðgerðir – og það strax!“
04.feb. 2016 - 11:25 Ágúst Borgþór Sverrisson

Brotist inn á heimili Sólveigar um miðja nótt: Verst fyrir börnin

„Mér þykir verst að börnin eru miður sín eftir svona atburð,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, sem varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að brotist var inn til hennar á mánudagsnótt og stolið splunkunýrri fartölvu.

04.feb. 2016 - 10:05

Samfylkingin taki hausinn úr klofinu á sér og hætti að vorkenna sér

Formannsmál Samfylkingarinnar eru hjóm eitt miðað við annað sem flokkurinn þarf að gera til að koma fylginu aftur á rétt ról. Flokkurinn þarf fyrst og fremst að hætta að vorkenna sjálfum sér og byrja að tala af sannfæringu fyrir eigin hugmyndum.
04.feb. 2016 - 09:28 Ágúst Borgþór Sverrisson

Landsbankaránið: Lögreglumenn vildu bera skotvopn en fengu það ekki

Lögreglumenn sem leituðu að tveimur mönnum sem rændu útibú Landsbankans rétt fyrir áramótin fóru fram á að bera skotvopn í leitinni að bankaræningjunum enda var talið að annar þeirra væri vopnaður skammbyssu.
04.feb. 2016 - 08:55 Ágúst Borgþór Sverrisson

Sturlað veður í dag

Gríðarlegt hvassviðri og snjóhríð verða víða um land upp úr hádegi í dag. Aftakaveður verður á Norðurlandi og Vestfjörðum og í Reykjavík verður mjög hvasst og snjóhríð.
04.feb. 2016 - 06:40

Ölvað par handtekið: Grunuð um ölvunarakstur og að hafa lent í umferðaróhappi

Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp á Reykjanesbraut og að ökumaður væri hugsanlega ölvaður. Þegar lögreglan kom á vettvang fannst bifreiðin ekki en skömmu síðar fundu lögreglumenn hana í Vallarhverfi í Hafnarfirði.
04.feb. 2016 - 06:32

Tilkynnt um heimilisofbeldi: Eggvopn og kannabisplöntur fundust í íbúðinni

Á tólfta tímanum í gærkvöldi var lögreglunni tilkynnt um hugsanlegt heimilisofbeldi í íbúð í austurborginni. Mikill hávaði, meðal annars grátur, barst frá íbúðinni. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir mikla kannabislykt á gangi hússins. Þegar húsráðandi opnaði fyrir lögreglu blöstu ætluð fíkniefni við á stofuborði.
03.feb. 2016 - 22:00

Ragga Nagli: Íþróttamaður ársins „í snípsíðum blúndugalla og pinnahælum“

Í dag halda Bandaríkjamenn upp á dag íþróttakvenna og að því tilefni varpar heilsusálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragga Nagi fram vangaveltum um ímynd íþróttakvenna í nýlegum pistli á Facebook-síðu sinni. „Naglinn hefur verið að hita upp fingurgómana í dágóðan tíma yfir desemberhefti Sports Illustrated. Íþróttamaður ársins 2015, hin stórkostlega og hæfileikaríka Serena Williams er þar á forsíðunni,“ skrifar Ragga.
03.feb. 2016 - 20:00 Smári Pálmarsson

Kæri stærðfræðikennari, hér situr dóttir mín við eldhúsborðið grátandi

„Kæri stærðfræðikennari, hér situr dóttir mín við eldhúsborðið grátandi,“ þannig hefjast skrif Guðmundar Hreinssonar sem vakið hafa athygli þúsunda Íslendinga síðasta sólarhring. „Klukkan er að verða níu að kveldi og eftir eru fjörutíu reikningsdæmi sem þú settir henni fyrir og eftir er að reikna.“
03.feb. 2016 - 17:15

Þarf ekki að fara í fangelsi fyrir að berja ófríska konu á Vesturlandi: Dró hana hárinu og sló henni utan í skáp

Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að berja ófríska konu sína sem gengin var 30 vikur með barni. Sagði konan að maðurinn hefði snúið hana niður, slegið hana flötum lófa í andlitið, haldið henni niðri með því að liggja á hnjánum ofan á mjöðm hennar og ýtt eða slegið henni utan í skáp. Fékk hún af þessu ýmsa áverka.
03.feb. 2016 - 13:00

Upptaka: Hjörvar skammaður fyrir að gera grín að fátækum - „Ert þú fátækur. Átt þú erfitt með að ná endum saman“

Hjörvar segir að fátækt sé markaðsvædd og fyrir jólin hafi verið dæmi um að fólk væri að „stækka sjálfan sig út af sárindum annarra.“ Þetta kom fram eftir að Hjörvar birti grínskets sem var að hans sögn ádeila á markaðsvæðingu fátæktarinnar. Ekki tóku allir hlustendur vel í það líkt og heyr má hér fyrir neðan og var Hjörvar sakaður um að gera grín að fátækum. Skets Hjörvars hófst svona:
03.feb. 2016 - 10:54

Eistun taðreykt með gamla mátanum: Svona verður Hvalabjórinn til - Myndband

Hvalabjórinn hefur vakið gríðarlega athygli allsstaðar í heiminum og hinir ýmsir fréttamiðlar hafa fjallað um hann svo sem BBC, The Guardian, Washington Post og margir fleiri.
03.feb. 2016 - 06:40

Ölvaður ökumaður lenti í árekstri og reyndi að stinga af

Á tólfta tímanum í gærkvöldi var lögreglunni tilkynnt um umferðaróhapp í vesturborginni. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var annar ökumaðurinn, sem hlut átti að málinu, að reyna að komast á brott. Hann var handtekinn enda lék grunur á að hann hefði verið undir áhrifum áfengis þegar áreksturinn varð.
03.feb. 2016 - 06:36

Með stolið skráningarnúmer á bifreið sinni: Réttindalaus og undir áhrifum fíkniefna

Á þriðja tímanum í nótt stöðvaði lögreglan akstur ökumanns á Gagnvegi í Grafarvogi. Ökumaðurinn reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi og einnig leikur grunur á að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Við skoðun kom einnig í ljós að skráningarmerki, sem var á bifreið hans, var stolið og var af hjólhýsi.
02.feb. 2016 - 21:00

Heiða í áfalli í Iceland: „Mamma var kölluð hetja af öðru fólki í búðinni“

„Hetja ársins er mamma,“ segir Heiða Rut Tómasdóttir sem var stödd í versluninni Iceland þegar hún heyrði móður sína skyndilega öskra og hlaupa til hjálpar konu sem fallið hafði í yfirlið. Konan hafði líklega skollið með höfuðið í gólfið og lá að sögn í flogakasti. Heiða segist hafa kastað öllu frá sér og hlaupið til þeirra. Kristín Þórhallsdóttir, móðir Heiðu, lagði konuna á hliðina og hélt undir höfuð hennar svo hún gæti andað. Það var ekki fyrr enn hún kallaði eftir starfsmanni sem aðrir veittu þeim eftirtekt.
02.feb. 2016 - 20:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Fjórir menn misþyrmdu unglingssyni Önnu: „Skelfilegt að fólk geti ekki verið öruggt í hverfinu sínu“ – MYNDIR

„Ég skil bara ekki hvað gengur á í þessu hverfi hérna,“ segir Anna Kristbjörg Jónsdóttir, en sonur hennar varð fyrir fólskulegri og tilefnislausri árás fjögurra manna fyrir utan Fellaskóla rétt fyrir klukkan eitt aðfaranótt laugardags.
02.feb. 2016 - 18:00

Þröstur breytir skóla í íbúðarhús: Myndir

Þröstur Þórhallsson fasteignasali hefur unnið að því að breyta gagnfræðaskólahúsinu að Hlíðavegi á Siglufirði í húsnæði. Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni og var formlega tekið í notkun 6. október 1957. Siglfirðingur.is greinir frá þessu.
02.feb. 2016 - 15:58 Ágúst Borgþór Sverrisson

Mynd dagsins er frá Landakoti: „Þetta er ömurlegt að horfa upp á“

Mynd dagsins er frá Landakoti við Túngötu. Á Landakot koma aldraðir í flestum tilvikum úr heimahúsum eða frá öðrum deildum Landspítala. Þar fer fram greining og mat á heilsufari auk endurhæfingar.
02.feb. 2016 - 13:57

Kári: Ekkert að marka það sem ríkisstjórnin segir um að vilja sinn til að hlúa að heilbrigðiskerfinu

Krafa Kára Stefánssonar um endurreisn íslensks heilbrigðiskerfis er í öllum meginatriðum samhljóða yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar, sem var hluti af samningi ríkisins við lækna sem undirritaður var í desember 2014. Að þessu komst Kári nú á dögunum og gladdi það hann mjög að komast að því að endurreisn heilbrigðiskerfisins væri með þessum hætti komin á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar.
02.feb. 2016 - 13:12

Auglýsing Stöðvar 2 slær í gegn: Tekin upp í gömlum togara - Endalaust net

Auglýsing Stöðvar 2 hefur slegið í gegn en markmið auglýsingarinnar er að vekja athygli á að 365 er byrjað að bjóða endalaust internet á 1.000 kr. fyrir áskrifendur af vinsælustu sjónvarpspökkum 365.
02.feb. 2016 - 13:00 Kristján Kristjánsson

Íslendingar eiga líka erfitt með að vita hvort það er Laugavegur eða Laugarvegur

Það vakti mikla athygli í gær þegar fjölmiðlar sögðu frá hremmingum erlends ferðamanns sem hafði bókað hótelherbergi á Laugavegi í Reykjavík en endaði á Laugarvegi á Siglufirði í staðinn. Maðurinn varð fyrir því að slá götuheitið vitlaust inn í GPS-tæki og ók síðan til Siglufjarðar. En kannski er engin furða að útlendingar geti ruglast á þessu enda er munurinn aðeins r og meira að segja Íslendingar eiga erfitt með að hafa þetta rétt eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd.
02.feb. 2016 - 11:45

Villti ferðalangurinn stígur fram: Noel þakkar Sirrý og verður áfram á Siglufirði

Noel Santillan frá New Jersey er að verða heimsfrægur á Íslandi en hann kom hingað til lands í gærmorgun. Hann átti bókað hótelherbergi á Laugaveginum í Reykjavík en endaði á Laugavegi á Siglufirði fyrir mistök. Hafði maðurinn slegið inn götuheitið í GPS-tæki bílaleigubíls sem hann hafði tekið á leigu en, á ótrúlegan hátt, keyrt alla leið til Siglufjarðar.
02.feb. 2016 - 11:39

Drukkinn maður með stórt sjónvarp í fanginu handtekinn á Laugavegi

Snemma í morgun var lögreglunni tilkynnt um drukkinn mann á Laugavegi sem hafði meðferðis stórt sjónvarp. Maðurinn var handtekinn, grunaður um innbrot og þjófnað. Við leit á manninum fundist einnig aðrir munir sem taldir eru þýfi.
02.feb. 2016 - 11:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Davíð Þór ofbýður hvernig talað er um Þjóðkirkjuna: „Svona tölum við ekki um neinn annan hóp eða félag fólks“

Þjóðkirkjan er ríkisstofnun sem veldur heilaskaða í þegnum landsins, þar á meðal ungum börnum, segir Magnús S. Magnússon, prófessfor í atferlisvísindum. Davíð Þór Jónssyni, presti, misbýður mjög málflutningur Magnúsar og margra annarra um þjóðkirkjuna.
02.feb. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Hart deilt um pylsur: Forstjóri SS sakar næringarfræðing hjá NLFÍ um rangfærslur og róg

„Náttúrulækningafélag Íslands er eitt af virtustu félögum landsins með langa sögu. Það er því mjög alvarlegt er næringarfræðingur notar rit NLFI til að dreifa rangfærslum og rógi um þekktar matvörur og ekki hægt að láta slíku ósvarað fyrir okkar góðu vöru, SS pylsuna.“

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir - 26.1.2016
Líkfundur í Flatey?
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 24.1.2016
FH-ingur rekinn úr landi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.1.2016
Sala áfengis í búðum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.1.2016
Þeir stóðu á réttinum
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 28.1.2016
Betri í rúminu en flestir aðrir
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 29.1.2016
Hnýsni í einkamál annarra
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 26.1.2016
Er ekki að ráðast gegn fólkinu í landinu
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 25.1.2016
Sumum ljúft en öðrum leitt
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 27.1.2016
Kári og Magnús senda mér pillu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.1.2016
Ertu á leið til Lima?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 05.2.2016
Lánsfé og lystisnekkjur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 02.2.2016
Þjóð berst við eld og ís
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 02.2.2016
Peningar, húsnæðismál og ungt fólk
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 03.2.2016
Upptaka frá Lima í Perú
Fleiri pressupennar