25. júl. 2012 - 20:30

Hátækni og Advania í samstarf: Horfa fram á breyttan heim í tæknivörum

Hátækni og Advania hafa gert með sér samkomulag um sölu á Dell fartölvum en Advania er umboðsaðili Dell á Íslandi. Tryggvi Þór Ágústsson forstöðumaður vörursviðs sagði í samtali við Pressuna að Hátækni hafi haft sterka stöðu á farsímamarkaði ásamt því að selja sjónvörp með góðum árangri.

Til þess að loka hringnum  vildum við selja öflugt merki í tölvubransanum. Þetta fullkomnar okkar flóru.

Samkvæmt Gesti G. Gestssyni forstjóra Advania eru um hundrað þúsund Dell tölvur í notkun hér á landi. Framkvæmdastjóri Hátækni, Guðmundur Sigurðsson segir að á meðal fyrstu Dell tölva sem fyrirtækið bjóði viðskiptavinum sínum upp á sé Dell Inspirion 5423. Sú tölva er búin 3. kynslóð Intel örgjörva eða IvyBridge. 

Nýi örgjörvinn bætir frammistöðu fartölvunnar til muna, veitir mun lengri rafhlöðuendingu og ræsist upp hraðar en flestar aðrar fartölvur. 

Tryggvi Þór segir að nú horfi menn fram á gjörbreyttan heim í tæknivörum.

Okkur finnst ekki langt í að fólk hætti að tala um síma, spjaldtölvur, fartölvur og sjónvörp og fari að ræða um mismunandi skjástærðir. Viðskiptavinir og fyrirtæki eru þá að leita að þeirri skjástærð sem hentar því umhverfi sem það er í og vill þá finna auðveldustu leiðina til þess að nálgast efni sitt, hvort sem það er á internetinu eða annarstaðar.
rrr
27.júl. 2015 - 20:00

Halldóra var frelsissvipt af sambýlismanni: „Sama hvert þú ferð, ég mun finna þig og þú munt aldrei losna við mig“

„Tilfinningin að vera þræll á sínu eigin heimili er hrottaleg.“ Halldóra Rut Jóhannsdóttir segist eiga að baki áralanga sambúð við ofbeldismann. Hún er enn að kljást við langtímaafleiðingarnar sem hafi ekki aðeins haft áhrif á hana sjálfa heldur einnig fólkið í kringum hana.
27.júl. 2015 - 18:00

Matgæðingar deila uppskriftum: Þessir grillréttir eru málið í sumar

Ekki er óalgengt að finna angan af grillmat fylla loftin í hvert sinn sem sólin lætur sjá sig enda jafnast fátt á við það að grilla gómsætan mat í sumarhitanum. Pressan leitaði til nokkurra af þekktustu matarbloggurum landsins og fékk þá deila með lesendum sínum eftirlætis grilluppskriftum.

27.júl. 2015 - 16:30

Dómar ítrekað mildaðir á Vestfjörðum vegna seinagangs lögreglu – Allt að fjögurra ára málsmeðferð

Héraðsdómur Vestfjarða hefur ítrekað mildað refsingar í málum vegna seinagangs við rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum og langrar málsmeðferðar ákæruvaldsins. Á síðustu átta mánuðum hefur Héraðsdómur Vestfjarða í þremur málum mildað refsingar vegna þessa, í nauðgunarmáli, vegna vörslu á barnaklámi og vegna íkveikju sem tengdist tilraun til að svíkja út tryggingabætur.
27.júl. 2015 - 15:00 Auður Ösp Guðmundsdóttir

Íslensk fjölskylda yfirgaf hversdagslífið og hóf eplarækt í Noregi

„Við vissum að þetta væri tækifæri sem kæmi ekki aftur,“ segir Erla Hjördís Gunnarsdóttir sem fluttist nýlega ásamt eiginmanni sínum Páli Dagbjarti Sigurðssyni og þremur börnum til smábæjarins Ålvik í Noregi þar sem fjölskyldan hyggst sinna eggjabúi og rækta auk þess epli og hindber. Óhætt er að segja að hér sé um að ræða talsverða breytingu á lífsháttum fyrir fjölskylduna sem áður bjó í Reykjavík þar sem allt var í föstum skorðum eins og Erla orðar það sjálf.
27.júl. 2015 - 12:00

Kolbrún leitar að foreldum sínum: „Af hverju var ég skilin eftir á barnaheimili?“

„Nú erum við að nálgast 2ja ára búsetu í útlandinu. Þvílík upplifun og tækifæri sem við höfum fengið að njóta. Þetta var erfitt og skemmtilegt og allt í bland. Við höfum verið svo blönk að við áttum ekki fyrir mat og vissum varla hvernig jólin yrðu. Valið stóð á milli þess að gefa engar gjafir og hafa mat á borðum eða hafa aðeins minni mat á borðum og litlar gjafir handa hvoru barni fyrir sig. Síðari kosturinn var íhugaður árið 2013. Það var næstum eins og við manninn mælt að hringt var í frúna og henni boðin vinna. Það eitt breytti öllum framgangi og strax vissum við að við myndum hafa þetta af. Við höfum líka haft það svo gott að við höfum getað notið þess að dekra við krakkarófurnar okkar.“

27.júl. 2015 - 10:30

Óskað eftir vitnum að umferðaróhappi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Sæbrautar og Súðavogs í Reykjavík fimmtudaginn 23. júlí.
27.júl. 2015 - 09:43

Signý og Þórður Íslandsmeistarar í golfi 2015 á Eimskipsmótaröðinni

Signý Arnórsdóttir úr Keili og Þórður Rafn Gissurarson úr GR fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Garðavelli á Akranesi. Þetta eru fyrstu Íslandsmeistaratitlar þeirra og settu þau bæði mótsmet.
26.júl. 2015 - 20:00

Manst þú eftir Miklagarði? - Myndasería

Ófáir muna eftir Miklagarði sem var stærsta verslun landsins á níunda áratugnum. Var verslunin opnuð í Holtagörðum í nóvember árið 1983 og var verslunarrýmið heilir 4700 fermetrar.
26.júl. 2015 - 19:00

„Það er ekkert í eðli neins stráks að leika sér með bíl eða stelpu að leika með dúkku“

Það virðast ekki allir á því máli að börnin eigi að hafa frelsi til að velja, en Oliver Steinar var nokkuð hissa á ýmsum athugasemdum við pistil Gróu Ránar, Prinsessan mín hann Birgir Aðalsteinn. „Ég sá nokkur komment um fréttina um að þetta væri bara rangt og „vesalings barnið“. Að blár sé STRÁKA litur og bleikur sé STELPU litur og það væri bara eðli [kynjanna],“ skrifar Oliver á Facebook síðu sinni.

26.júl. 2015 - 15:00

Þurfum við stórt hjólhýsi til að verða hamingjusöm?

Mynd/DV

„Þarf maður að eiga allt? Í sumarfríinu mínu þá keyrði ég um landið okkar góða. Það er alltaf jafn merkilegt finnst mér að keyra um og skoða þetta blessaða land. Ég skil alla þessa ferðamenn svo vel á sumrin sem koma hingað til lands og labba, hlaupa, hjóla eða keyra um landið. Svo eru það allir Íslendingarnir, ekki má gleyma þeim. Við erum partur af öllu þessu fólki sem ferðast um landið, þó við séum kannski ekki að kúka á það, eða hvað? Ég held að það séu fullt af Íslendingum sem kúka á landið í neyð, en það er önnur saga og ég nenni ekki að tala um það.“

26.júl. 2015 - 10:27

Í beinni: Úrslitin á Íslandsmótinu 2015 ráðast á Garðavelli í dag

Úrslitin á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni ráðast síðdegis í dag á Garðavelli á Akranesi. Mikil spenna er í báðum flokkum og mótsmetið er í hættu í karlaflokknum en það er -10 samtals.
Fylgst er með gangi mála á Twittersíðu Golfsambands Íslands og má sjá þær færslur hér fyrir neðan.
26.júl. 2015 - 07:03

Ísland fær erfiða mótherja í undankeppni HM 2018

Ísland fær sterka mótherja í undankeppni heimsmeistaramóts karlalandsliða 2018 sem fram fer í Rússlandi. Ísland var í fyrsta sinn í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlana og eru fimm lið I-riðlinum þar sem Ísland er.
25.júl. 2015 - 20:00

Einlæg frásögn móður pilts með geðraskanir: „Erfitt að horfa uppá hann þegar svarta holan étur hann“

„Það er árið 1987 og ég varð skotinn í strák hann kom inní líf mitt með látum ó hvað ég var hrædd þarna alltof ung að verða mamma. En vá hvað ég varð skotinn í þessum strák. Hann var og er fallegasta karlvera sem ég hef séð, hann er góður og ljúfur og skemmtilegur. Hann var ekki bara sonur hann var líka vinur minn. Hann og ég erum eitt, vorum og erum.“

25.júl. 2015 - 13:30

Kemur engum við hvað ég er gamall: Kærir kennitölukerfið til Persónuverndar

„Við notumst við sama nafnnúmerakerfi og er notað á hinum Norðurlöndunum, þannig að kennitölurnar veita upplýsingar um fæðingardag og fæðingarár viðkomandi, sem ég tel að sé einkamál hvers og eins,“ sagði Jón Ármann Steinsson í samtali við Morgunblaðið í dag. Hefur hann kært íslenska kennitölukefið til Persónuverndar þar sem fæðingardagur og fæðingarár sé persónurekjanlegt.

25.júl. 2015 - 12:00

Guðmundur: „Það er fáránlegt að umgengnisforeldri sé ekki skráð foreldri“

„Jói er byrjaður að lesa og er mjög spenntur fyrir því að byrja í Melaskólanum. Edda mín býr í næstu götu við okkur og er viku hjá mömmu sinni og viku hjá okkur,“ segir Guðmundur Steingrímsson þingmaður og formaður Bjartrar framtíðar í helgarviðtali DV. Ásamt stjórnmálunum ræðir Guðmundur um einkalíf sitt sem hefur líka áhrif á stjórnmálin. Líkt og hjá mörgum fjölskyldum á Íslandi á Guðmundur börn frá fyrra sambandi, hefur þetta leitt til þess að Guðmundur berst gjarnan fyrir málefnum barna og foreldra eftir skilnað.

25.júl. 2015 - 10:30

Tekjur 2015: Óstöðugur skemmtanabransi á Íslandi - Best að vera stjórnandi

Tekjublað DV kom út í morgun með tölur yfir tekjur 2.600 Íslendinga. Í flokkunum fjölmiðlar og listir má glögglega sjá að hæstu tekjurnar eru hjá þeim sem hafa komið sér fyrir í stjórnunarstöðum eða hafa slegið í gegn í hinum stóra heimi. Samkvæmt upplýsingum skattstjóra var Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 er með 5.530.573 krónur í mánaðarlaun og Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins með 3.470.352 krónur.

25.júl. 2015 - 10:05

Í beinni: Þriðji keppnisdagur - Íslandsmótið í golfi 2015

Þriðji keppnisdagurinn á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni fer fram í dag á Garðavelli á Akranesi. Mikil spenna er í kvenna - og karlaflokknum. Axel Bóasson GK er efstur á -6 samtals en hann er með tveggja högga forskot á Þórð Rafn Gissurarson GR og Ragnar Má Garðarsson GKG.
24.júl. 2015 - 20:35 Sigurður Elvar

Sunna með fjögurra högga forskot í kvennaflokknum

Sunna Víðisdóttir úr GR með fjögurra högga forskot í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð á Garðavelli á Akranesi. Sunna, sem fagnaði þessum titli árið 2013 er á einu höggi undir pari vallar eftir 36 holur en Signý Arnórsdóttir (GK) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) eru á +3 samtals.
24.júl. 2015 - 20:00

Hildur Eir: Við getum öll veikst af krabbameini og við getum öll orðið þolendur ofbeldis

„Druslugangan er magnað fyrirbæri, það er fátt jafn fallegt og þegar fólk sameinast með sín andlit, sérkenni og sögu til þess að segja með og án orða að þrátt fyrir margbreytileikann getum við sameinast um lífgefandi gildi eins og kærleika, réttlæti, virðingu og sanngirni. Gay pride eða Gleðigangan er annað dæmi um slíkan gjörning.“

24.júl. 2015 - 14:55

Ekki er allt sem sýnist: Lögregla kölluð út vegna manns sem ógnaði fólki með golfkylfu

Lögreglan í Reykjavík á í nógu að snúast líkt og alltaf en stundum eru útköllin af skondnara taginu þar sem ekki er allt eins og sýnist í fyrstu. Segir á Fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að fyrir nokkru síðan hafi þeim borist tilkynning um að maður, snoðaður og með húðflúr, væri að haga sér með dólgslegum hætti í miðborg Reykjavíkur, og sveiflaði golfkylfu þannig að vegfarendum stæði styggð af.

24.júl. 2015 - 13:30

Eldur greindist með HIV árið 2006: „Ég fæ kökk í hálsinn af því að fylgjast með þessari umræðu“

„Það er mikilvægt að sýna varkárni þar sem að fólk sem lifir með HIV þarf ekki á meiri fordómum að halda en það sem er fyrir. Það er skelfilegt að fylgjast með þessari umræðu,“ segir Eldar Ísidór um þá umræðu sem skapast hefur á samfélagsmiðlum í kjölfar fregna um nígerískan karlmann sem sakaður er um að hafa smitað ungar konur af HIV veirunni. Sjálfur greindist Eldar með HIV fyrir níu árum og segist harma þau ummæli sem fólk hefur látið falla á netinu í garð alnæmissmitaðra. Þá sé vissara að hafa aðgát í nærveru sálar.
24.júl. 2015 - 11:25

Borgarfulltrúi greinir frá kynferðisofbeldi: „Ég þekki ekki þann sem nauðgaði mér“

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir „Það er erfitt að stíga fram og segja frá einhverju sem maður hefur falið svo lengi en það er líka erfitt að halda því leyndu,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokks og flugvallavina í fésbókafærslu sem hún birtir í morgun. Þar greinir hún frá því að henni var nauðgað í æsku og hafi í kjölfarið glímt við áfallastreituröskun. Þá segir hún mikilvægt að opna umræðuna um kynferðisofbeldi og afleiðingar þess.
24.júl. 2015 - 10:00

Baltasar Kormákur:„Enginn sem er fullkomlega í lagi verður alkóhólisti“

„Ég er þakklátur fyrir að vera fyrrverandi fyllibytta. Það er að hafa lifað ýmislegt, upplifað ýmislegt,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur sem hætti að drekka árið 2002. Átti hann að eigin sögn í verulegum vandræðum með áfengi þegar hann var ungur og nýútskrifaður leikari á fullu í bransanum. Í dag hafi hann þó þroskast og breyst.
23.júl. 2015 - 21:28

Þórður Rafn lék frábært golf og er með tveggja högga forskot

Þórður Rafn Gissurarson úr GR lék frábært golf á fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli á Akranesi í dag. Þórður lék á 67 höggum eða -5 og er hann með tveggja högga forskot á Axel Bóasson úr GK. Alls léku sex kylfingar undir pari í dag og er ljóst að það verður hart barist um Íslandsmeistaratitilinn 2015.
23.júl. 2015 - 21:21

Signý og Sunna deila efsta sætinu eftir fyrsta hringinn á Garðavelli

Signý Arnórsdóttir úr Keili og Sunna Víðisdóttir úr GR deila efsta sætinu í kvennaflokki eftir fyrsta keppnisdaginn af alls fjórum á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli á Akranesi. Þær léku báðar á einu höggi undir pari eða 71 höggi en Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er á 73 eða +1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, sem hefur titil að verja á mótinu, lék á 74 höggum.
23.júl. 2015 - 18:30

Íslenskir gullgrafarar bíða eftir leyfi – Grípur gullæði um sig?

Gull hefur fundist á Íslandi en óljóst er hvort það sé í nægilegu magni til að það borgi sig að hefja námuvinnslu segir Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Iceland Resources í samtali við Fréttablaðið í dag. Fyrirtæki hans hefur nú sótt um leyfi hjá Orkustofnun til að hefja leit að gulli og kopar í grennd við Hveragerði, í nágrenni Vopnafjarðar og á sex öðrum stöðum á Íslandi.

23.júl. 2015 - 16:30

Eva Brá segir frá skelfilegum afleiðingum hópnauðgunar: „Á verstu dögunum skammast ég mín fyrir að vera til“

„Sjáanlegu áverkarnir á mér eftir gerendur mína eru grónir og horfnir. Ég á þó langt í land með að losna við alvarlegusta áverkana,“ segir Eva Brá Önnudóttir sem gekk í gengum hrikalega lífsreynslu fyrr á árinu þegar henni var nauðgað af þremur mönnum og voru afleiðingarnar skelfilegar að hennar sögn. Hún segist vilja skila skömminni sem tengist afleiðingum ofbeldisins sem hún varð fyrir og óskar þess að fólk taki áverkanum sem áfallastreituröskun er jafn alvarlega og það tekur líkamlegum áverkum.
23.júl. 2015 - 15:30

Hefur þú séð þennan mann? Lögreglan leitar hans

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir upplýsingum um hver maðurinn á myndinni er en hans er leitað í tengslum við rannsókn lögreglu á atviki sem átti sér stað í útibúi Íslandsbanka, Höfðabakka 9, þann 9.júlí síðastliðinn. Atvikið átti sér stað um fjögurleytið.
23.júl. 2015 - 15:00

Vigdís kom kærastanum á óvart: Er þetta besta afmæliskveðja í heimi? - Myndband

Vigdís Diljá Óskarsdóttir hugsar svo sannarlega út fyrir kassann en þegar kærasti hennar Ísleifur Guðmundsson átti 24 ára afmæli á dögunum ákvað hún að koma honum rækilega á óvart og fékk til liðs við sig þjóðþekkta Íslendinga. Afraksturinn má sjá í meðfylgjandi myndbandi.

23.júl. 2015 - 13:30 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Fljótandi bonsai-tré í Jökulsárlóni

Mynd dagsins er af japönsku bonsai-tréi í Jökulsárlóni, en hún birtist fyrst á fésbókarsíðu Sigurðar Björns Gunnarssonar. Um er að ræða listagjörning Azuma Makoto frá Tokyo, en hann ferðast um allan heiminn og setur bonsai-tré á furðulega staði. Í dag var það Jökulsárlón en í fyrra sendi listamaðurinn tré upp í geiminn.  

23.júl. 2015 - 11:20

Grunaður um að hafa smitað fjölda kvenna af HIV-veirunni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við sóttvarnalækni, rannsakar nú mál þar sem karlmaður af erlendum uppruna er grunaður um að hafa smitað ungar konur af alvarlegum smitsjúkdómi.

23.júl. 2015 - 11:00

Atli Fannar: „Kærustunni minni var nauðgað áður en við kynntumst“

„Kærustunni minni var nauðgað áður en við kynntumst. Þessi ömurlegi atburður hefur haft mikil áhrif á hana en ég dáist að styrk hennar, enda skilja stór áföll eftir sig djúp sár sem gróa mishratt og fólki ferst misvel að ná bata.“

23.júl. 2015 - 10:00

Eiga varla fyrir jarðarförinni: „Eldra fólk er hreinlega bara mergsogið“

Mynd: Kristín Clausen

„Þetta hrun fór mjög illa með mjög marga og sérstaklega eldra fólkið. Mér finnst það vera þannig í að dag að, því miður, að eldra fólk er hreinlega bara mergsogið og á varla fyrir jarðarförinni sinni eins og það átti hér áður fyrr.“23.júl. 2015 - 09:55

Ferðamenn höfðu hægðir á gangstétt á Húsavík

Frá Húsavík „Er þetta í lagi?“ spyr Katrín Þorbergsdóttir íbúi á Húsavík en fjölskyldu hennar blöskraði mjög er þau fóru í gönguferð niður á Hafnarstétt í morgun en um er að ræða götu sem staðsett er við höfnina í bænum og er hún samkomustaður Húsvíkinga. Urðu þau þá vör við ferðamenn sem voru að gera þarfir sínar fyrir allra augum.
22.júl. 2015 - 20:00

Hjálmar ætlar að hlaupa Reykjavíkurmaraþonið á pinnahælum

„Það er erfitt að lýsa því hvað er svona heillandi við þetta en þetta er ótrúlega gaman,“segir Hjálmar Forni Sveinbjörnsson sem hyggst taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár en það ætlar hann að gera íklæddur dragi. Hyggst hann fara „alla leið“ í þeim efnum eins og hann orðar það sjálfur og verður hvergi til sparað svo búningurinn verði sem glæsilegastur.
22.júl. 2015 - 18:30

María býður fólki í fjarheilun: „Ljós guðs kemur í gegnum mig“

Auglýsing þar sem fólki er boðið upp á svokallaða fjarheilun á 40% afslætti hefur vakið talsvert umtal á samfélagsmiðlum í dag og sitt sýnist hverjum. Á bak við tilboðið stendur María Jónasdóttir heilari sem segist tengjast almættinu til að losa fólk við andlega og líkamlega kvilla. Hægt sé að fjarlægja kvíða og ótta og jafnvel losa fólk endanlega við líkamlega kvilla.

22.júl. 2015 - 15:37

Valdísi og Axel spáð sigri á Íslandsmótinu í golfi 2015 á Garðavelli

Í dag fór fram fréttamannafundur vegna Íslandsmótsins í golfi 2015 á Eimskipsmótaröðinni. Íslandsmótið fer fram á Garðavelli á Akranesi hjá Golfklúbbnum Leyni og hefst það fimmtudaginn 23. júlí og úrslitin ráðast síðdegis sunnudaginn 26. júlí.
22.júl. 2015 - 15:31

Lá við stórslysi í Hvalfjarðargöngum: MYNDBAND

Spölur ehf. hefur birt myndband sem sýnir gám af flutningabíl lenda harkalega á hæðarslá sem er yfir suðurmunna Hvalfjarðarganga og lá við stórslysi. Kemur fram á vef Vísis að framurinn hafi verið vel yfir löglegri hæð sem er 4,2 metrar.

22.júl. 2015 - 13:30

Einstakt myndband frá Eskifirði: Labrador hundur og refur eru bestu vinir

Ljósmynd/Berglind Ingvarsdóttir Fjölskyldan á bænum Mjóeyri við Eskifjörð tók að sér munaðarlausan yrðling í júní síðastliðnum sem síðan þá hefur orðið hluti af fjölskyldunni. Meðal annars hefur einstök vinátta myndast á milli hans og heimilishundsins og leika þeir sér saman allan daginn.
22.júl. 2015 - 11:48

Ásdís Halla minnist bróður síns: „Skelfilegur vítahringur sem gat bara endað á einn veg“

Mynd/DV

Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ og eigandi Sinnum ehf, skrifar hjartnæma frásögn í Fésbókarfærslu í minningu bróður síns. Hefur frásögn hennar vakið mikla athygli en þar segir hún frá dekkri hliðum lífshlaups hans.

21.júl. 2015 - 20:00

Ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur teknir tali: „Það var ekkert mál að finna klósett úti á landi!“

Í ljósi frétta af ferðamönnum undanfarna daga ákvað Pressan að taka nokkra ferðamenn að tali og spyrja þá út í veru sína á landinu. Af nógu var að taka enda miðbær Reykjavíkur stútfullur af fólki er sækir Ísland heim. Margt bar á góma í samtölum við fólkið sem rætt var við og sammæltust þeir sem Pressan ræddi við að Íslendingar þurfi að varast ágang ferðamanna enda væri það helst náttúran sem skipti lykilmáli þegar kom að því að ákveða að heimsækja okkur.

21.júl. 2015 - 15:55

Hard Rock á Íslandi á ný?

Veitingahúsakeðjan Hard Rock Café leitar nú að aðilum til að sjú um rekstur keðjunnar hér á landi en eins og kunnugt er var Hard Rock veitingastaður starfrækur í Kringlunni um árabil.
21.júl. 2015 - 15:00

Kærði nauðgun árið 2010: Málaferlin hafa staðið yfir í fimm ár

Chastity Rose Dawson Gísladóttir var 14 ára þegar henni var nauðgað af 25 ára karlmanni sem hún komst í kynni við á Facebook. Lögð var fram á kæra á hendur manninum, Ingvari Dór Birgissyni en gallar á rannsókn málsins ásamt fleiri þáttum ollu því að málaferlin standa enn yfir, fimm árum síðar. Hún segir biðina óbærilega og þráir að sjá fyrir endann á málinu enda hafi það tekið sinn toll af henni og markað djúp spor í líf hennar.
21.júl. 2015 - 13:30

ADHD sjúklingar á Íslandi: Þurfa að bíða í allt að 18 til 20 mánuði eftir greiningu

„Þessi bið er lýjandi og hefur mikil áhrif á líf manns. Fólk áttar sig á því að þarna sé eitthvað sem getur bætt líf þeirra verulega, segir Sigrún Eggertsdóttir grafískur hönnuður og ljósmyndari í samtali við DV en Sigrún hefur þurft að bíða í um 20 mánuði eftir ADHD-greiningu. Fjallað er ítarlega um málið í vikublaði DV. Sigrún segir biðina hafa haft veruleg áhrif á líf sitt:

21.júl. 2015 - 11:30

Lögreglan lýsir eftir Lilju Jóhönnu Bragadóttur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Lilju Jóhönnu Bragadóttur, 38 ára. Lilja er 160 sm á hæð, um 80 kg og með rautt, axlarsítt hár.
21.júl. 2015 - 10:59

Starfsmaður hótels í Reykjavík hræddi sex 14 ára stúlkur

Sex stúlkur frá Englandi sem gistu á Reykjavík Backpackers aðfaranótt mánudags voru vaktar af starfsmanni gistiheimilisins og konu. Var starfsmaðurinn að hleypa manninum inn til að leita að farangri. Kemur þetta fram á vef DV.

20.júl. 2015 - 22:00

Gullkorn frá íslenskum börnum um lífið og tilveruna

Besta spekin kemur af saklausum vörum barnanna – það er enginn vafi á því – og ekki að ástæðulausu að fólki er sagt að hlusta á börnin sín. Eftirfarandi eru gullkorn um lífið og tilveruna frá íslenskum börnum, en foreldrar hafa verið duglegir að deila þessum fleygu orðum barna sinna á síðunni KidWits.

20.júl. 2015 - 14:30

Strokufangarnir frá Kvíabryggju grunaðir um að hafa stolið bíl

Fangelsið að Kvíabryggju Mennirnir tveir sem struku frá Kvíabryggju eru enn í einangrun en þeir eru grunaðir um að stolið bíl til að komast til Þingvalla þar sem þeir náðust. 188 kílómetrar eru á milli Kvíabryggju og Þingvalla.
20.júl. 2015 - 12:15

Skeljagrandabróðir dæmdur í 4 ára og 9 mánaða fangelsi

Kristján Markús Sí­vars­son var í dag dæmd­ur í óskil­orðsbundið 4 ára og 9 mánaða fang­elsi í héraðsdómi Reykja­ness fyr­ir sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás, frels­is­svipt­ingu, ólög­mæta nauðung og til­raun til fjár­kúg­un­ar. Um nokkrar ákærur var að ræða sem reknar voru í sama máli en Kristján Markús var sakborningur í öllum málunum.
20.júl. 2015 - 11:30

Tilkynnt um látinn útlending: Reyndist vera öldauður Íslendingur

Aðfaranótt mánudagsins 20. júlí barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um um látinn mann í sumarbústað í Árnessýslu. Var tilkynnandinn ölvaður er hann hringdi og sagði þann látna vera ókunnugan mann sem væri „útlendur og dökkur á hörund.“

Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 17.7.2015
Byltingin mín: Hugleiðingar konu í yfirstærð
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 19.7.2015
Ragga í LA: Lífið síðustu mánuði
Hildur Eir Bolladóttir
Hildur Eir Bolladóttir - 13.7.2015
Að kunna að þegja
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 15.7.2015
Grikkland: Margir leikir framundan
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.7.2015
Umsögn Conrads Blacks
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.7.2015
Myndir af mér í Séð og heyrt
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.7.2015
Líkfundur í Strassborg
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.7.2015
Dularfulli ræðismaðurinn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.7.2015
Þorvaldur: Taglhnýtingur auðsins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.7.2015
Hæpin notkun úrfellingarmerkisins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.7.2015
Íslandsgrein Matts Ridleys
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.7.2015
Óvandvirkur rannsóknarblaðamaður
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 26.7.2015
Gjöf frá Seðlabankanum
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 27.7.2015
Augnhárin hafa aldrei verið lengri né sterkari
Fleiri pressupennar