25. júl. 2012 - 20:30

Hátækni og Advania í samstarf: Horfa fram á breyttan heim í tæknivörum

Hátækni og Advania hafa gert með sér samkomulag um sölu á Dell fartölvum en Advania er umboðsaðili Dell á Íslandi. Tryggvi Þór Ágústsson forstöðumaður vörursviðs sagði í samtali við Pressuna að Hátækni hafi haft sterka stöðu á farsímamarkaði ásamt því að selja sjónvörp með góðum árangri.

Til þess að loka hringnum  vildum við selja öflugt merki í tölvubransanum. Þetta fullkomnar okkar flóru.

Samkvæmt Gesti G. Gestssyni forstjóra Advania eru um hundrað þúsund Dell tölvur í notkun hér á landi. Framkvæmdastjóri Hátækni, Guðmundur Sigurðsson segir að á meðal fyrstu Dell tölva sem fyrirtækið bjóði viðskiptavinum sínum upp á sé Dell Inspirion 5423. Sú tölva er búin 3. kynslóð Intel örgjörva eða IvyBridge. 

Nýi örgjörvinn bætir frammistöðu fartölvunnar til muna, veitir mun lengri rafhlöðuendingu og ræsist upp hraðar en flestar aðrar fartölvur. 

Tryggvi Þór segir að nú horfi menn fram á gjörbreyttan heim í tæknivörum.

Okkur finnst ekki langt í að fólk hætti að tala um síma, spjaldtölvur, fartölvur og sjónvörp og fari að ræða um mismunandi skjástærðir. Viðskiptavinir og fyrirtæki eru þá að leita að þeirri skjástærð sem hentar því umhverfi sem það er í og vill þá finna auðveldustu leiðina til þess að nálgast efni sitt, hvort sem það er á internetinu eða annarstaðar.
22.júl. 2014 - 11:00

Stofna styrktarsjóð í nafni Ástu Stefánsdóttur

Vinir og fjölskylda Ástu Stefánsdóttur, sem fannst látin í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð þann 15. júlí síðastliðinn hyggjast þann 25. júlí næstkomandi stofna styrktarsjóð en með honum er ætlunin að vinna að hugðarefnum Ástu. Sjóðurinn hefur fengið nafnið Ástusjóður og hefur vefsíðunni astusjodur.is verið hleypt af stokkunum.
22.júl. 2014 - 08:30 Sigurður Elvar

Gylfi Þór á leiðinni til Swansea - á förum frá Tottenham í skiptum fyrir tvo leikmenn

Enska dagblaðið Daily Mail greinir frá því að Gylfi Þór Sigurðsson sé á leiðinni til  enska úrvalsdeildarliðsins Swansea. Gylfi Þór hefur yfirgefið Tottenham sem er í æfinga – og keppnisferð í Bandaríkjunum.
22.júl. 2014 - 08:00

Úr dagbók lögreglunnar: Piltur tekinn án ökuréttinda

Rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi stöðvaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för tvítugs ökumanns enn hann var grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna við akstur. Í ljós kom að ökumaðurinn ungi hafði aldrei öðlast ökuréttindi og var því réttindalaus.
21.júl. 2014 - 21:35 Kristín Clausen

Drengirnir sem voru lífgaðir við í Vestmannaeyjum segja sögu sína: „Kraftaverk að þeir hafi lifað af“

Myndir: Kristín/Pressan Tveimur piltum var bjargað frá drukknun í sundlaug Vestmannaeyja síðastliðin laugardag. Vakti björgunin mikla athygli. Piltarnir heita Ken Essien og Lenuel Adjaho og eru nítján og sautján ára gamlir. Lenuel er búsettur á Íslandi en Ken er í heimsókn hjá systur sinni sem býr hér á landi. „Ég man ekki mikið eftir slysinu en læknar segja mér að ég hafi drukknað í ellefu mínútur,” segir Ken. Aðstandendur piltanna eru gríðarlega þakklátir fyrir björgunina en setja spurningamerki við af hverju það tók svo langan tíma.
21.júl. 2014 - 20:40

Svikahrappar enn að hrella Íslendinga: Komast yfir notendanöfn og lykilorð - Svona áttu að bregðast við

Ekkert lát virðist vera á því að erlendir svikahrappar hringi í Íslendinga, kynni sig sem starfsmenn Microsoft og tilkynni þeim að það sé vírus í tölvum þeirra. Næst segja þeir að til að útrýma vírusnum verði fólk að fara inn á ákveðna vefsíðu og hala niður vírusvarnarforriti. Það borgar sig þó ekki því í rauninni er um að ræða vírus sem gerir svikahröppunum kleift að ná stjórn tölvu viðkomandi og geta hrapparnir í kjölfarið valdið ýmis konar fjárhagslegu tjóni.
21.júl. 2014 - 15:15

Mynd dagsins: Loksins loksins! Gott veður um allt land á morgun - 21 stig á Egilsstöðum

Mynd dagsins að þessu sinni er mynd af veðurspá morgundagsins.  Samkvæmt spánni á að vera gott veður á landinu öllu. Besta veðrið verður fyrir austan, en á Egilsstöðum verður sólarlandaveður og 21 stigshiti. Í Reykjavík verður léttskýjað og 15 stiga hiti.  Á Akureyri verður sól og 15 stiga hiti en samkvæmt spánni mun sjást til sólar í öllum landshlutum en það hefur ekkert gerst oft í sumar.
21.júl. 2014 - 13:15

Nakinn húsráðandi í eltingarleik við innbrotsþjóf á Laugavegi

Myndin samsett / tengist ekki fréttinni beint. Par sem búsett er í íbúð ofarlega á Laugarvegi varð fyrir þeirri ömurlegu lífsreynslu að vakna við að innbrotsþjófur var að athafna sig inni í svefnherberbergi þeirra. Þjófurinn hafði jafnframt farið ránshendi um íbúð þeirra og er tjón parsins mikið.
21.júl. 2014 - 10:00

Langtímaatvinnuleysi mest hjá konum yfir fimmtugt

„Því lengur sem fólk er atvinnulaust, því erfiðara getur reynst að komast aftur út á vinnumarkaðinn”, segir Karl Sigurðsson, vinnumarkaðssérfræðingur í Fréttablaðinu í morgun. Mun fleiri konur en karlar eru skráðar langtímaatvinnulausar
21.júl. 2014 - 07:55

Veitingasvindlarinn aftur á kreik

Karl­maður­inn sem hef­ur angrað veit­inga­menn og versl­un­ar­eig­end­ur síðustu vik­ur var enn og aft­ur hand­tek­inn á fjórða tímanum í nótt. Í þetta sinn var hann að reyna að kom­ast inn á hót­el í Aðalstræti, í Reykjavík.


 

20.júl. 2014 - 21:30

Vilhjálmur Egilsson rektor drýgir hetjudáð: Bjargaði mæðgum frá drukknun

Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, kennari sem býr í Borgarnesi og er eiginkona Vilhjálms Egilssonar rektors við Háskólann á Bifröst, birti fyrr í kvöld stöðuuppfærslu á fésbókinni þar sem hún lýsir björgunarafreki sem Vilhjálmur framdi í dag en þau hjónin eru nú stödd í fríi á Tyrklandi. Óhætt er að segja að Vilhjálmur hafi sýnt mikil snarræði er hann bjargaði þarlendum mæðgum frá drukknun en færslan birtist hér í heild sinni:
20.júl. 2014 - 13:30

Mynd dagsins: Gunnar Nelson hlýtur peningaverðlaun

Mynd dagsins að þessu sinni var tekin eftir sigur Gunnars Nelson á UFC bardaga kvöldi í Dyflinni í gærkvöldi. Myndina birti Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis á fésbókarsíðu sinni. Gunnar hlaut vegleg peningaverðlaun fyrir bestu frammistöðu kvöldsins.


20.júl. 2014 - 12:30

Kvikmyndin Afinn verður frumsýnd í september: Sjáðu kitlurnar

Kvikmyndin Afinn verður frumsýnd hér á landi þann 26.september næstkomandi en hér á ferðinni hjartnæm gaman-dramamynd með Sigurði Sigurjónssyni í aðalhlutverki. Myndin er byggð á samnefndu leikverki sem sýnt var í Borgarleikhúsinu við miklar vinsældir.
20.júl. 2014 - 09:30

Jón Gnarr tekur sér frí frá Facebook: Tæplega hundrað þúsund fylgjendur

Jón Gnarr, fráfarandi borgarstjóri hefur sagt skilið við Facebook í bili en Jón hefur fram að þessu haldið úti nokkurs konar dagbók á samfélagsmiðlinum þar sem hann hefur deilt hinum ýmsu fréttum, skoðunum sínum og vangaveltum með lesendum. Hafa færslur hans, sem skrifaðar eru á ensku notið mikilla vinsælda bæði hér heima og erlendis og eru fylgjendur síðunnar rúmlega hundrað þúsund talsins.
20.júl. 2014 - 08:00

Annasöm nótt hjá lögreglunni: Hnífaárás og kannabissamkvæmi í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir og áflog og þó nokkrir voru teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Þá voru fangageymslur lögreglunnar við Hvefisgötu fullar í nótt og þurfti að vista handtekna í biðklefum.
 

19.júl. 2014 - 20:28

Gunnar Nelson með öruggan sigur: „Bestu áhorfendur ever“

Gunnar Nelsson vann öruggan sigur á Bandaríkjamanninum Zak Cummings í UFC-bardagadeildinni í Dyflinni í kvöld. Mikil spenna ríkti fyrir þessum fjórða UFC bardaga Gunnars á ferlinum og höfðu flestir veðbankar spáð Gunnari öruggum sigri. Stuðningur áhorfenda við Gunnar leyndi sér ekki enda augljóst að hann nýtur mikillar hylli hjá Írum, og sungu áhorfendur ,,Let go Nelson"  undir bardaganum.
19.júl. 2014 - 20:00

Himnesk fegurð Íslands að vetri til: Magnað myndband og myndir vekja athygli

Það styttist í veturinn og því ekki úr vegi nú um miðbik sumars að birta myndir af Íslandi í sínum fegurstu veturklæðum.
19.júl. 2014 - 15:00

Mynd dagsins: Hafþór Júlíus og Arnold Schwarzenegger á góðri stundu

Mynd dagsins var tekin þegar að Hafþór Júlíus Björnsson, leikari og sterkasti maður Íslands hitti fyrir Hollywood stjörnuna, stjórnmálamanninn og fyrrum vaxtaræktarkappann Arnold Schwarzenegger. Óhætt er að segja að á myndinni virki Schwarzenegger heldur smágerður miðað við Hafþór Júlíus sem í daglegu tali gengur undir nafninu „Fjallið.“
19.júl. 2014 - 14:30

Svarti vængmaðurinn: Kynin,ofbeldi og skemmtanahald í Reykjavík

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, leikkona og leikskáld hefur lengi látið að sér kveða í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Hún skrifaði nýlega pistil sem birtist í tímaritinu Reykjavík Grapevine en þar veltir hún fyrir sér tengingunni á milli skemmtanahalds Íslendinga og ofbeldisglæpa og segir frá áhugaverðum fyrirlestri Jackon Katz á ráðstefnunni Nordiskt forum sem fjallaði um málefnið. Pistill Þórdísar ber heitið The Dark Wingman: Gender Violence and Partying.

19.júl. 2014 - 09:30

Íslendingar eru „líflegasta og mest skapandi fólk sem ég hef kynnst“

Arielle Demchuck er kandadískur rithöfundur sem birti nýlega pistil inn á heimasíðunni Stuckiniceland.com en á þeirri síðu gefst erlendum ferðamönnum sem heimsækja Ísland kostur á að skrifa um upplifun sína af landi og þjóð. Í pistlinum lýsir hún sterkri upplifun sinni af Íslandi og þeim Íslendingum sem urðu á vegi hennar en pistilinn ber heitið Drink, Write, Love: Discovering Iceland´s creative culture.

19.júl. 2014 - 08:00

Erilsöm nótt hjá lögreglunni: Líkamsárás,þjófnaður og deilur um sokka

Í nógu var að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Nokkur erill var á miðborginni og þá aðallega tilkynningar um minniháttar mál sem lögreglan þurfti að sinna. Þá voru tveir teknir um umferð vegna aksturs undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
18.júl. 2014 - 15:21 Bleikt

Geggjað góði dagurinn: „Við viljum auka fræðslu um þunglyndi”

„Áætla má að um 12-15 þúsund Íslendingar þjáist af þunglyndi á hverjum tíma. Sem þýðir það að mjög líklega er einhver í þínum nánasta hring sem þjáist af þunglyndi. Þunglyndi getur lagst á hvern sem er og spyr ekki um aldur, kyn né kynþátt.”
18.júl. 2014 - 15:00

Margir sátu á þökum húsa sinna, án vatns og matar, allt að þrjá daga

Sigríður Þormar sálfræðingur var að koma frá Bosníu og Herzegóvínu þar sem hún starfaði með Rauða krossinum þar í kjölfar flóðanna í maí síðastliðnum. Sigríður gerði úttekt á þörf fyrir sálrænan stuðning, skipulagði aðgerðir og sá um þjálfun starfsmanna og sjálfboðaliða til að hjálpa fórnarlömbum flóðanna.
18.júl. 2014 - 14:30

Saga og Ugla fóru naktar saman í bað

 Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir fóru á dögunum saman naktar í bað. Þær stöllur vita greinilega hvernig best er að koma sér á framfæri en í baðinu ræða þær um listina og hafa gaman af.


 

18.júl. 2014 - 13:49

Líkið sem fannst í Bleiksárgljúfri er af Ástu Stefánsdóttur

Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur staðfest að lík konu sem fannst síðastliðinn þriðjudag í Bleiksárgljúri hafi verið af Ástu Stefánsdóttur sem leitað hafði verið frá 10. júní. Réttarkrufning hefur farið fram og er beðið niðurstöðu hennar, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi.

 

18.júl. 2014 - 11:55

Lík fannst við Landmannalaugar í gær

Lík fannst í gær við Háöldu við Landmannalaugar. Líkið er talið vera af Bandaríkjamanninum Nathan Foley Mendelssohn sem hvarf í september í fyrra.


18.júl. 2014 - 11:00

Myndir dagsins: Viltu búa í bílskúr fyrir 95 þúsund krónur á mánuði?

Myndir dagsins sýna okkur hvernig staðan er á leigumarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu. Hér er til leigu bílskúr í Kópavogi og er grunnflöturinn 33 fermetrar en svefnloftið tíu fermetrar. Í auglýsingu sem birt er á Bland.is segir að eignin skiptist í forstofu, baðherbergi og íbúð. Loftið er blátt enda ekki búið að klæða það en stefnt er að því að það verði hvítt. Verðið fyrir þennan bílskúr er 95 þúsund á mánuði og tryggingafé 150 þúsund. Ekki fást húsaleigubætur fyrir eignina.
18.júl. 2014 - 10:00

Bubbi áhyggjufullur: Biður til æðri máttarvalda að sumarið 2015 verði betra

„Gríðarlegt áhyggjuefni”, segir Bubbi Morthens tónlistar- og laxveiðimaður. Bubbi hefur þungar áhyggjur af því hversu dræm laxveiðin hefur verið í sumar. Hann segir að svo virðist sem algjört hrun hafi orðið á stofni smálax en lítið sem ekkert hefur sést til hans í sumar.

18.júl. 2014 - 09:15

Vilhjálmur um frjókornaofnæmi: Getur minnkað lífsgæði fólks töluvert

Margir Íslendingar kannast við frjókornaofnæmi. Margir þjást ítrekað af kvefi á sumrin áður en þeir átta sig á að um ofnæmi er að ræða. Frjókornaofnæmi hefur aukist gríðarlega hjá ungu fólki undanfarin ár.

18.júl. 2014 - 07:00

Líkamsárásin í Grundarfirði: Tveir menn í gæsluvarðhaldi

Tveir menn voru í gærkvöldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna fólskulegrar líkamsárásar sem átti sér stað í Grundarfirði aðfaranótt fimmtudags. Sá sem fyrir árásinni varð liggur á gjörgæsludeild Landspítalans með alvarlega höfuðáverka.  


 17.júl. 2014 - 21:00

Ísskápurinn þinn kemur upp um þig: Skrifaði lokaritgerð um ísskápshurðir Íslendinga

Jóhanna S. Hannesdóttir útskrifaðist með B.A gráðu í þjóðfræði frá Háskóla Íslands í vor. Óhætt er að segja að viðfangsefni lokaritgerðar hennar sé af nokkuð óvenjulegum toga en þar rannsakar Jóhanna ísskápshurðir Íslendinga, innihald þeirra og fólkið á bak við þær.

17.júl. 2014 - 14:30

Er þetta sanngjarnt? Hitabylgja víða í Evrópu

Meðan flestir landsmenn verða að búa við rigningu og meiri rigningu er einmuna veðurblíða víða í Evrópu og miklir hitar. Á Bretlandseyjum er búist við að hitinn komist víða í 32 gráður næstu daga og í Þýskalandi má búast við allt að 36 stiga hita. Einnig er vel hlýtt víða á Norðurlöndunum og fer hlýnandi.
17.júl. 2014 - 12:20

„Mikil sorg þegar dóttir mín fann kanínuna dauða“: Vill banna lausagöngu katta

Kanínan var af „Það var mikil sorg og dóttir mín var niðurbrotin þegar hún fann kanínuna sína dauða. Þrátt fyrir háa og öfluga girðingu komst kötturinn inn og drap kanínuna. Ég vil banna lausagöngu katta“, segir Birnir Vignisson í samtali við Pressuna.
17.júl. 2014 - 11:00

Segir yfirlýsingu Junckers smellpassa við þarfir Íslands: Næsta stjórn klárar málið

„Ég er ánægður með yfirlýsingu Junckers. Hann segir skýrt að þó hann stefni að því ESB stækki ekki formlega næstu fimm árin, þá verði viðræðum sem eru í gangi haldið áfram. Það er lykilatriði fyrir okkur, og smellpassar við þarfir Íslands miðað við ríkisstjórn Íslands hafi málið í  núverandi biðstöðu þangað til ný ríkisstjórn tekur við árið 2017 og heldur viðræðum áfram.“
17.júl. 2014 - 08:21

Erlisöm nótt að baki: Líkamsárás á Laugavegi

Nóttin hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var mun annasamari heldur en hefur verið síðustu nætur.


17.júl. 2014 - 07:59

Karlmaður þungt haldinn eftir líkamsárás

Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir líkamsárás á Grundarfirði í nótt. Þyrla flutti manninn til Reykjavíkur rétt fyrir klukkan 05:00 í morgun.
16.júl. 2014 - 21:00

Ragnheiður um swing: Fantasía og raunveruleikinn eiga ekki alltaf saman

Swing eða makaskipti er hugtak sem er notað yfir það þegar pör hittast og stunda kynlíf saman. Til eru ótal útgáfur af swingi. Stundum skiptast pör á sléttu og hafa samfarir í kross og stundum stunda pörin kynlíf eða kela hlið við hlið. Allt eftir því hvernig reglurnar eru hverju sinni.
16.júl. 2014 - 20:00

Sjö eigulegustu eignirnar á Íslandi: Áttu 100 til 200 milljónir? MYNDIR

Sala á dýrari eignum hefur aðeins dregist saman á síðustu mánuðum eftir góðan kipp á síðasta ári og þá var fyrri hluti ársins einnig prýðilegur fyrir fasteignasala. Á þeim tíma nýttu margir Íslendingar erlendis sér útboð Seðlabanka Íslands þar sem gefin var dágóður afsláttur á krónunni. Haft er eftir Stefáni Jóhanni Stefánssyni, á skrifstofu bankastjóra í Seðlabankanum, á Spyr.is að 11,9 prósent af fjármagnsstreyminu í gegnum útboðin hafi verið nýtt til fasteignakaupa. Þá eru 37 prósent þeirra sem nýta sér þessi útboð Íslendingar.
16.júl. 2014 - 18:15

Hefur þú séð þessa menn? Lögregla óskar eftir að ná tali af þeim

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af mönnunum á meðfylgjandi myndbandi vegna máls sem hún hefur til rannsóknar.
16.júl. 2014 - 17:00

Gunnar Nelson breytti lífi mínu: „Hann hefði getað barið mig til óbóta en var í raun mjög blíður“

Gunnar Nelson og Sam / Mynd: mmafrettir.is Bardagakappinn Sam Elsdon sem barðist við Gunnar Nelson árið 2010 segir að bardaginn við íslenska víkinginn hafi breytt lífi hans til hins betra. Sam er fyrrum MMA bardagamaður en hann átti aðeins þrjá bardaga að baki þegar hann tókst á við Gunnar.
16.júl. 2014 - 10:53

Líkið talið vera af Ástu: Getur tekið á sál björgunarsveitarmanna

Lík af konu sem tal­in er vera Ásta Stef­áns­dótt­ir, 35 ára lög­fræðing­ur, fannst í Bleiks­ár­gljúfri í gær­kvöldi. Líkið fannst í fyrstu skipu­lögðu ferð björg­un­ar­sveit­anna á svæðinu, en áætlað var að fara á tveggja til þriggja vikna fresti og leita í gljúfr­inu.
16.júl. 2014 - 08:10

Líkfundur í Bleiksárgljúfri

Björg­un­ar­sveit­ar­menn Lands­bjarg­ar fundu lík konu í Bleiks­ár­gljúfri í Fljóts­hlíð í gær­kvöld. Talið er að líkið sé af Ástu Stef­áns­dótt­ur, sem leitað hef­ur verið að síðan 10. júní.


16.júl. 2014 - 07:50

Ölvuð kona átti ekki fyrir reikningi

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hand­tók konu á veit­ingastað í Reykja­vík um kl. 19.30 í gær­kvöld eft­ir að hún hafði pantað veit­ing­ar á staðnum en ekki átt fyr­ir reikn­ingi.


16.júl. 2014 - 07:00

Ertu að vinna í garðinum í sumar?

Ertu að vinna í garðinum í sumar? Íslenska sumarið er komið í öllum sínum ófyrirsjáanleika og því fylgir óneitanlega þessi árlegu sumarverk. Oft þurfum við að vera tilbúin að stökkva í sumarverkin með augnabliks fyrirvara en þá koma galdrar veraldarvefsins að góðum notum. Við getum leitað okkur að fróðleik og séð nákvæmlega hvernig á að bera sig að í garðinum og einnig hvaða tól og tæki þarf til verksins.
15.júl. 2014 - 20:00

Íslenskir leigjendur skildu við hús í rúst: Hundaskítur um öll gólf og krot upp um alla veggi

Janus Bjarnason Antonsen, eigandi einbýlishúss í Álaborg í Danmörku segir farir sínar ekki sléttar af íslenskri fjölskyldu sem leigði hús hans á ellefu mánaða tímabili og skildi við það í vægast sagt hörmulegu ástandi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fyrir utan mikið fjárhagslegt tjón eru einnig níu mánuðir í leigu ógreiddir, og nemur upphæðin tæpri einni og hálfri milljón íslenskra króna. Segist Janus vera í hálfgerðu áfalli yfir umgengni fjölskyldunnar og vanvirðingunni sem eign hans var sýnd en svo virðist sem að hundar í eigu fjölskyldunnar hafi fengið að gera þarfir sínar óáreittir um allt hús.
15.júl. 2014 - 13:00

Þorgerður Katrín fór holu í höggi: MYND

Það er líklega fátt eins eftirsótt hjá golfurum og að ná holu í höggi og margir sem horfa hýrum augum til þess. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra náði þeim merka áfanga í gær og var það Gyða María Hjartardóttir, vinkona Þorgerðar og golfélagi sem smellti meðfylgjandi mynd af Þorgerði og birti á fésbókinni.

15.júl. 2014 - 12:00 Kristín Clausen

Einstaklingar á leigumarkaði: Fjarlægur draumur að búa einn

“Það er ekki gert ráð fyrir einstaklingum á leigumarkaði”, segir Jóhann Már Sigurbjörnsson hjá samtökum leigjenda á Íslandi. Á undanförnu ári hefur leiguverð hækkað sem nemur 8 prósent af raunverði en dæmi eru um að leiga hafi hækkað um 25 prósent á milli mánaða. Fjarlægur draumur fyrir einstakling á meðallaunum að búa einn í tveggja herbergja íbúð 
 
15.júl. 2014 - 10:00

Gísli Gíslason verður fyrsti íslenski ríkisborgarinn út í geim: Bernskudraumur sem varð að veruleika

„Það hefur alltaf blundað í mér að fara út í geiminn, alveg frá því ég var lítill og las Tom Swift.  Þetta var þó alltaf fjarlægur draumur. Þegar maður er Íslendingur þá sér maður kanski ekki alveg hvernig þetta er að fara að gerast. En svo bara bauðst þessi möguleiki “ segir lögfræðingurinn og athafnamaðurinn Gísla Gíslason en hann er einn af þeim tæplega 700 farþegum sem hafa tryggt sér aðgang í fyrstu ferðir geimskutlunnar SpaceShip Two á vegum Virgin Galactic. Eins og áður hefur komið fram í fréttum Pressunar þá hefur flugfélagið fengið grænt ljós á að hefja skipulagðar geimferðir frá og með næsta mánuði og er áætlað  að ferðir hefjist í lok árins.

15.júl. 2014 - 09:52

Nóg um að vera í afreksgolfinu – 550 kylfingar skráðir í keppni

Það má með sanni segja að það verði fjör í íslensku golflífi næstu tvær helgar þegar ríflega 550 kylfingar á öllum aldri munu leika á fjórum Íslandsmótum.
15.júl. 2014 - 09:00

Mynd dagsins: Svona er Ísland í dag!

Mynd dagsins tók Hlynur Jón Michelsen hjá Gullfossi. Bílastæðið var fullt og röð frá því að fossinum fræga. Hlynur sem starfar í ferðageiranum, segir að þetta sé ekki óalgeng sjón.
15.júl. 2014 - 07:46

Piltar teknir með fíkniefni í Hafnarfirði

Lögreglumenn fundu fíkniefni í fórum tveggja sautján ára pilta í Hafnarfirði í gærkvöldi og verður mál þeirra sent barnaverndaryfirvöldum. 

 


Sena - Ebækur - hljóðbækur
Aðsend grein
Aðsend grein - 10.7.2014
Átt þú atvinnumann framtíðarinnar?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 13.7.2014
„Þú hæstvirta aukakíló“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.7.2014
Skopmynd Halldórs af mér
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 08.7.2014
Einkennileg fréttamennska
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.7.2014
Góður vinnustaður
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.7.2014
Tvær fjasbókarfærslur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.7.2014
Svör við spurningum tveggja fréttamanna
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.7.2014
Stúlkan frá Ipanema
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 10.7.2014
Hver átti frumkvæðið?
Brynjar Eldon Geirsson
Brynjar Eldon Geirsson - 16.7.2014
Hver sigrar á The Open
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.7.2014
Stund úlfsins
Fleiri pressupennar