25. júl. 2012 - 20:30

Hátækni og Advania í samstarf: Horfa fram á breyttan heim í tæknivörum

Hátækni og Advania hafa gert með sér samkomulag um sölu á Dell fartölvum en Advania er umboðsaðili Dell á Íslandi. Tryggvi Þór Ágústsson forstöðumaður vörursviðs sagði í samtali við Pressuna að Hátækni hafi haft sterka stöðu á farsímamarkaði ásamt því að selja sjónvörp með góðum árangri.

Til þess að loka hringnum  vildum við selja öflugt merki í tölvubransanum. Þetta fullkomnar okkar flóru.

Samkvæmt Gesti G. Gestssyni forstjóra Advania eru um hundrað þúsund Dell tölvur í notkun hér á landi. Framkvæmdastjóri Hátækni, Guðmundur Sigurðsson segir að á meðal fyrstu Dell tölva sem fyrirtækið bjóði viðskiptavinum sínum upp á sé Dell Inspirion 5423. Sú tölva er búin 3. kynslóð Intel örgjörva eða IvyBridge. 

Nýi örgjörvinn bætir frammistöðu fartölvunnar til muna, veitir mun lengri rafhlöðuendingu og ræsist upp hraðar en flestar aðrar fartölvur. 

Tryggvi Þór segir að nú horfi menn fram á gjörbreyttan heim í tæknivörum.

Okkur finnst ekki langt í að fólk hætti að tala um síma, spjaldtölvur, fartölvur og sjónvörp og fari að ræða um mismunandi skjástærðir. Viðskiptavinir og fyrirtæki eru þá að leita að þeirri skjástærð sem hentar því umhverfi sem það er í og vill þá finna auðveldustu leiðina til þess að nálgast efni sitt, hvort sem það er á internetinu eða annarstaðar.
17.des. 2014 - 16:30

Jólalest Coca-Cola kallaði fram tár: „Ég hágrét af gleði!“

Jólalest Coca-Cola fór í sína nítjándu ferð um höfuðborgarsvæðið á laugardaginn þegar fimm trukkar skreyttir með jólaljósum og jólalögum glöddu fólk vísvegar um bæinn. Talið er að um 10 til 15 þúsund manns hafi séð lestina á ferð sinni í ár.  Töluverður fjöldi hafði safnast saman við Spöngina og við Smáralind en lestin stoppaði á báðum stöðum í skammastund svo fólk gæti séð hana betur. Flestir höfðu hinsvegar komið sér vel fyrir á Laugaveginum en þar skapaðist skemmtileg jólastemmning.
17.des. 2014 - 08:36

Trausti fannst látinn

Trausti Þórðarson sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði af í gær, fannst látinn í gærkvöldi. Síðast var vitað um ferðir Trausta um klukkan 11 í gærmorgun en þá var hann staddur í Ármúla í Reykjavík.

Eftir hádegi fékk Lögreglan þær upplýsingar að sími Trausta hefði komið inn á sendi við Krókavað í Norðlingaholti í Reykjavík um hádegisbilið.  Í framhaldinu var leit beint inn á það svæði og til austurs.

17.des. 2014 - 08:05

Börn lögð inn á sjúkrahús eftir neyslu orkudrykkja

Mynd: Gettyimages Orkudrykkir njóta mikilla vinsælda meðal margra barna og ungmenna og margir hafa áhyggjur af neyslu þeirra á þessum drykkjum enda ekki hollt fyrir þau að drekka þessa drykki. Nú er svo komið að oft þarf að leggja börn inn á sjúkrahús vegna óreglulegs hjartsláttar þeirra eftir að þau hafa drukkið of marga orkudrykki.
16.des. 2014 - 18:00

Illskeyttur vírus breiðist hratt út á Facebook þessar klukkustundirnar

Þessa stundina breiðist illskeyttur vírus hratt út á Facebook. Veiruvarnarfyrirtæki vinna nú hörðum höndum að því að reyna að stöðva útbreiðslu vírussins en hann lýsir sér með að á vegg þeirra sem hafa fengið vírusinn í tölvur sínar birtast undarlegar færslur og/eða vinir viðkomandi eru taggaðir í einhverju sem líkist myndbandi frá vininum.
16.des. 2014 - 16:10

Sögur úr óveðrinu: Fólk á Ylströndinni og ófært í Kópavogi - Myndir

Mikið hefur gengið á í óveðrinu sem geisað hefur á landinu í dag. Björgunarsveitir hafa verið að störfum og sinnt ófærðaraðstoð. Það voru ekki aðeins Hellisheiði, Þrengsli og Reykjanesbrautin sem voru ófær, í efribyggðum Kópavogs sátu bílar fastir og komust hvergi og lokuðust þar leiðir. Þá hafa björgunarsveitarmenn aðstoð fólk hjá Bláa lóninu, Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli.
16.des. 2014 - 13:48

Fólki ráðlagt að fara fyrr heim úr vinnu í dag

Mynd: Axel Viðar Egilsson Þessa stundina er veðrið á höfuðborgarsvæðinu snælduvitlaust. Þorsteinn V Jónsson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands mælir með því að fólk hætti snemma í vinnunni í dag. Sérstaklega þeir sem þurfa að sækja börn í skóla eða dagvistun.
16.des. 2014 - 13:17

Prófum sem eiga að hefjast í HÍ klukkan 13:30 verður ekki frestað

Allnokkrar fyrirspurnir hafa borist um það hvort prófum, sem hefjast eiga  í dag kl.13.30 í Háskóla Íslands, verið frestað vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu.
16.des. 2014 - 12:04

Lok, Lok og læs og allt í snjó: Höfuðborgarsvæðið einangrað

Nokkrar björgunarsveitir á Suðvesturhorninu eru nú að störfum. Á Suðurnesjum sinna þær ófærðaraðstoð en nokkrir ökumenn hafa lent í vandræðum þar, meðal annars við afleggjarann að Bláa Lóninu.
16.des. 2014 - 11:18

Mikilvæg tilkynning til foreldra: Sækið börnin ykkar við skólalok

Vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu hefur verklag um röskum á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok.
16.des. 2014 - 09:00

Mynd dagsins: Mæðginin Sonja og Snævarr opnuðu útidyrnar og þetta blasti við

Mynd dagsins var tekin á Seyðisfirði í gær. Litli pjakkurinn á myndinni heitir Snævarr Stefánsson og er 22 mánaða. Móðir hans Sonja Ólafsdóttir tók myndina og eins og sjá má var ekkert ferðaveður fyrir austan í gær. Sonja segir þau hafi haft það notaleg inni síðastliðna tvo daga en þrátt fyrir inniveruna var gærdagurinn ansi viðburðaríkur.
16.des. 2014 - 00:13

Skepnuskapur í Laugardal: Ráðist á konu og hund - „Makaði skítnum í buxurnar mínar“

Alvarleg árás átti sér stað í Laugardal í dag. Maður réðst þar á konu og hund og kýldi þau bæði margsinnis.

15.des. 2014 - 21:00

Hópur Íslendinga lætur hengja sig upp á húðinni: „Frelsandi tilfinning og losar um áhyggjur“

Líkamsupphengingar hafa verið stundaðar víðsvegar um heiminn í árþúsundir. Lítill hópur, um tíu manns,  hittist reglulega hér á landi og fá festa sérútbúna króka undir húðina. Síðan eru meðlimir hópsins hífðir upp og hanga þá á húðinni. Er afar misjafnt af hvaða ástæðu fólk stundar líkamsupphengingar, sumir gera það ánægjunnar vegna á meðan aðrir halda fram að það lækni ýmsa kvilla. Hópurinn leitar nú að inniaðstöðu og vill fræða Íslendinga um nútímaupphengingar. Blaðamaður Pressunnar settist niður með tveimur forsprökkum hópsins, Þeim Hlíðari Berg Kristjánssyni og Indíönu Ósk Helgudóttur. Viðkvæmir eru varaðir við þeim myndum sem fylgja viðtalinu.
15.des. 2014 - 20:57

„Djöfulsins teboðshræsni!“

Þingmaður Samfylkingarinnar er lítt hrifinn af innlegi sjálfstæðismanna í umræður um kirkjuheimsóknir grunnskólabarna á sama tíma og menntamálaráðherra flokksins vegur að menningarpóstum.
15.des. 2014 - 18:36

Segir Líf ráðast að góðri og gamalli jólahefð

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafnar því að heimsókn grunnskólabarna í kirkju á aðventunni brjóti gegn reglum um samskipti skóla og trúfélaga. Kristið jólahald eigi sér þúsund ára sögu á Íslandi og sé „óaðskiljanlegur hluti af okkar menningu“.
15.des. 2014 - 15:18

Viðvörun: Brjálað veður á suður- og vesturlandi á morgun

Veðurstofan vill vekja athygli á slæmum veðurhorfum fyrir S- og V-land á morgun, þriðjudag: Í nótt nálgast kröpp lægð af Grænlandshafi. Hvessir þá af suðaustri og fer að snjóa S og V-lands í fyrramálið. Eftir hádegi nær suðaustanáttin víða 18-23 m/s S- og V-lands og snjóar talsvert, en skammvinn hláka kemur í kjölfarið og rignir þá um tíma við sjávarsíðuna.
15.des. 2014 - 14:38

Bóksölulisti: Ljónatemjarinn heldur toppsætinu

Metsölulisti Eymundsson fyrir síðustu viku liggur fyrir. Spennusagan Ljónatemjarinn eftir Camillu Läckberg heldur fyrsta sætinu. DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur er í öðru sæti og í þriðja sæti er Kamp Knox eftir Arnald Indriðason.
15.des. 2014 - 10:00

Sláandi myndasería sem endurspeglar skuggahliðar samfélagsins

Á flestum stöðum í heiminum má finna dæmi um misskiptingu, ofbeldi og kúgun en myndaserían hér að neðan endurspeglar margt af því ógeðfelldasta sem viðgengst frá degi til dags, ári til árs, allt í kring um okkur.


14.des. 2014 - 20:14

Óttarr Proppé: „Við erum ekki eðlur“

„Við þurfum umræðu sem nær lengra bara fram að næstu kosningum. Við þurfum að ræða framtíðarsýn, sjá fram á bjarta framtíð. Annars er hætt við að mörgum finnist stjórnmálin vera óttalegt fruss. Fruss sem kann að hafa einhvern hulinn tilgang og gera eitthvað gagn, en fruss engu að síður. Það gengur ekki. Af því að við erum ekki eðlur.“
14.des. 2014 - 20:04

„Ég græt og græt og allir stara bara á mig“: Bryndís Hera kom konu til hjálpar sem hafði orðið fyrir barsmíðum

Kona sem orðið hafði fyrir barsmíðum eiginmanns síns og flúið út í Hagkaup um miðja nótt fékk ekki hjálp annarra viðskiptavina er hún bað um að komast í síma svo hún gæti látið dóttur sína sækja sig. Frá þessu greinir Bryndís Hera Gísladóttir á Facebook-síðu sinni.
14.des. 2014 - 18:14

Snorri Helgason opnar sig

Snorri Helgason tónlistarmaður segir það nauðsynlegt að búa sér til þægindaramma m.a. svo hægt sé að sprengja ramman utan af sér. Hér segir hann frá því þegar hann fór eitt sinn út fyrir kassann sinn þegar hann samdi lag með aðstoð vinar síns Sindra Má Sigfússyni:
14.des. 2014 - 17:06

Sigmundur Davíð gerir grín að mannréttindaráði borgarinnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir frá heimsókn sinni á jólaball leikskólabarna og notar tækifærið til að skjóta föstum skotum á mannréttindaráð Reykjavíkurborgar.
14.des. 2014 - 16:30

Þeir munu halda áfram að hártoga, falsa og blekkja

Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, hefur ekki trú á að íslenskir frjálshyggjumenn muni taka mark á skýrslu OECD, þar sem hinni víðfrægu brauðmolakenningu er hafnað.

14.des. 2014 - 15:00

Einstakur viðburður: Sjálfsviðtal skálds í bundnu máli - „Úr þér vellur eintómt rugl, aumi spyrill!“

Skáldið Bjarki Karlsson sló í gegn í fyrra með ljóðabók sinni Árleysi alda. Hann fylgir henni nú eftir með bókinni Ársleysi árs og alda. Bjarki yrkir í hefðbundnum stíl og það sama gerði hann er Pressan leitaði til hans um að taka viðtal við sjálfan sig. Það er allt í bundnu máli!
14.des. 2014 - 12:09

Sáttanefnd til að finna lausn á læknadeilunni

Formenn stjórnarandstöðuna hafa lagt til að komið verði á fót sérstakri sáttanefnd til að vinna að lausn sáttadeilurinnar. Í sameiginlegri tilkynningu formanna Samfylkingar, VG, Bjartrar framtíðar og Pírata segir að lausn kjaradeilu ríkisins og lækna þoli enga bið.
14.des. 2014 - 10:35

Eiginkona forsætisráðherra: „Sigmundur minn gaf mér þá bestu afmælisgjöf sem ég gat hugsað mér"

Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, sendi frá sér kveðju á Facebook þar sem hún þakkar fyrir afmæliskveðjur sem hún hefur fengið. Hún þakkar jafnframt eiginmanni sínum fyrir að uppfylla gamlan draum.
14.des. 2014 - 09:03

Brjálað veður fyrir norðan og austan í dag og ekkert ferðaveður

Bandvitlaust veður er á Norður- og Austurlandi í dag og víða ekkert ferðaveður. Búast má við ofsaveðri á austurhelmingi landsins er nær dregur hádegi. Mikil snókoma og vindur einkenna veðrið. Sunnanlands er veðrið töluvert skárra en víða er þó töluverður skafrenningur.
14.des. 2014 - 09:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Metsöluhöfundur í tæknilegum erfiðleikum

Ingibjörg Reynisdóttir átti söluhæstu bókina á Íslandi árið 2012 er hún sendi frá sér bók sína um Gísla á Uppsölum sem seldist að mér skilst í rúmlega 20 þúsund eintökum. Glæsilega gert. Áður hafði Ingibjörg sent frá sér tvær unglingabækur. Núna hefur hún hins vegar róið á allt önnur mið með skáldsögunni Rogastanz.
14.des. 2014 - 08:05

Unglingsstúlkur réðust á 13 ára stúlku og móður hennar

Í gærkvöld var tilkynnt um líkamsárás í Breiðholti. Tvær ungar stúlkur, 17 og 19 ára, réðust þá á 13 ára stúlku og tóku af henni farsímann hennar. Móðir stúlkunnar fór á eftir stúlkunum og réðust þær þá á hana og skemmdu meðal annars gleraugu hennar.
13.des. 2014 - 20:00

Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að aka viljandi á konu

Rúnar Sigurz hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í þriggja ára fangelsi fyrir lífshættulega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína snemma í haust. Jafnframt hefur hann verið dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljón króna í miskabætur.
13.des. 2014 - 18:45

Þetta verður þú að sjá: Ótrúlegt myndskeið af tíu fallegustu fossum Íslands - Svona hefur þú ekki séð þá áður

Hér gefur að líta ægifagurt myndband af tíu íslenskum fossum. Fossarnir eru myndaðir úr lofti úr þyrlu. Þetta myndefni minnir okkur á með yfirþyrmandi hætti að íslensk náttúra er einstök, það jafnast fátt á við þetta. Fossarnir í myndskeiðinu eru eftirfarandi:

 


13.des. 2014 - 17:55

Mynd dagsins: Af hverju er Biggi lögga að birta svona mynd af sér?

Mynd dagsins birti Birgir Örn Guðjónsson, eða Biggi Lögga eins og hann er gjarnan kallaður, á Fésbókarsíðu sinni. Af hverju er hann að því? Biggi svarar því hér sjálfur fyrir neðan. Um mikilvæg skilaboð er að ræða.
13.des. 2014 - 15:00 Kristín Clausen

Daglegt líf Begga blinda „Ég hélt í vonina að sjónin kæmi aftur": Ljósmyndasería

Myndir: Ófeigur Lýðsson Bergvin Oddsson betur þekktur undir nafninu Beggi blindi missti sjónina 15 ára gamall eftir að hann fékk Herpes frunsuvírus í augun. Ljósmyndarinn, Ófeigur Lýðsson fylgdi Begga eftir í 6 mánuði og gerði einlæga ljósmyndaseríu um daglegt líf hans.
13.des. 2014 - 12:15

Fáir mættu á samstöðufund á Austurvelli: Er Ríkisútvarpið ekki almenningsútvarp heldur elítuútvarp?

Mun færri mættu á boðaðan samstöðufund á RÚV sem haldinn var á Austurvelli í gær, en búist hafði verið við. Efnt var til fundarins meðan fjárlaganefnd ræddi við fulltrúa Ríkisútvarpsins um fjárhagsstöðu stofnunarinnar inni í Alþingishúsinu.
13.des. 2014 - 11:16 Sigurður Elvar

„Hvílík gæfa fyrir Liverpool að fá þennan leik“- útvarpsmaðurinn Kjartan Guðmundsson spáir í leiki helgarinnar

Heil umferð fer fram um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Stórleikur helgarinnar er viðureign Manchester United og Liverpool. Pressan fékk útvarpsmanninn Kjartan Guðmundsson til þess að spá í leiki helgarinnar en Kjartan er eldheitur stuðningsmaður Liverpool og KR-hjartað slær ört hjá fjölmiðlamanninum.
13.des. 2014 - 11:00

Njótið dagsins: Veðrið verður brjálað í nótt og á morgun

Veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun vegna illviðris sem væntanlegt er í nótt og á morgun, sunnudag. Mikil snjókoma er í kortunum og vindur mun sumstaðar fara yfir 30 metra á sekúndu. Viðvörun Veðurstofunnar er svohljóðandi í heild sinni:
13.des. 2014 - 07:53

Eldur í veitingahúsi í miðbænum

Tilkynnt var um eld og mikinn reyk á veitingahúsi í miðbænum snemma í nótt. Reykur var í eldhúsinu og var eldur í timburvegg á bak við kolagrill sem var í eldhúsinu. Staðurinn va rrýmdur. Einnig var hótel rýmt sem er fyrir ofan veitingastaðinn á meðan slökkvistarfi stóð.
12.des. 2014 - 23:45

Kristrún Ösp opnar sig um ofsakvíða og þunglyndi: Áreitið á internetinu og frá fjölmiðlum var erfitt

 „Að fá hjálp getur reynst mörgum erfitt og mér fannst það, á þeim tíma var tilhugsunin við það hræðileg, mér fannst erfitt að viðurkenna fyrir sjálfri mér að það væri ekki allt í lagi“, segir Kristrún Ösp Barkardóttir
12.des. 2014 - 22:22

Spilaðu Kringlujól fyrir þá sem minna mega sín

Mynd: Kringlan Í vikunni var leikurinn Kringlujól kynntur til leiks. Flestir kannast við leikinn Kringlukröss sem sló í gegn fyrir síðustu jól en þar geta leikmenn safnað stigum upp í afslætti á ákveðnum vörum í verslunum Kringlunnar.
12.des. 2014 - 20:00

„Ásdís Rán, þú ert fallegri en flestir sem ég þekki“: Sjáið Jóhannes flytja ástaróð til heitustu gellunnar - MYNDBAND

„Ástaróður til heitustu gellunnar. Af hverju ekki?“ svarar Jóhannes Benediktsson, spurður hvers vegna hann hafi samið lag um þokkagyðjuna Ásdísi Rán. Sjá má Jóhannes flytja þetta lag, sem hefur vakið umtal og hefur burði til að slá í gegn, í myndskeiði hér að neðan.
12.des. 2014 - 17:00

Þjóðsögurnar slá í gegn: Jóhannes hefur komið þjóðsögum Jóns Árnasonar aftur til almennings

„Þjóðsögurnar höfðu verið ófáanlegar í bókabúðum í næstum tíu ár. Og þá höfðu þær komið út í stórum doðröntum sem pössuðu illa á náttborðið. Okkur fannst hreinlega kominn tími til að gefa þetta út aftur. Við söfnuðum saman öllum aðalsögunum, 130 talsins, og létum prenta í fallegri bók (sem fer afar vel á náttborði),“

12.des. 2014 - 14:39

Varúð: Atrópín í lífrænum barnamat -„Getur valdið oföndum, ringlun og óróa“

Matvælastofnun hefur fengið tilkynningu í gegnum evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF um innköllun á lífrænum barnamat vegna of mikils magns atrópíns í vörunum. Atrópín er náttúrulegt eiturefni í jurtum sem getur valdið einkennum á borð við oföndun, ringlun og óróa.

12.des. 2014 - 12:40

Árni afgreiddi manninn sem nauðgaði honum: „Ég skalf, stamaði og svitnaði“

Árni Viljar Árnason greinir frá því í áhrifaríkum pistli á Fésbókarsíðu sinni þegar hann hitti manninn sem nauðgaði honum. Í dag segist hann vorkenna manninum. Nauðgunin var hrottaleg.
12.des. 2014 - 11:48

„Mitt í myrkrinu glittir í ljóstýru sem er þessi yndislega óeigingjarna gjöf frá þér“

 „Fjölskyldurnar þurftu mikið á þessu að halda og þungu fargi var af þeim létt fyrir þessi jól," segir Örvar sem stóð nýverið fyrir söfnun á Facebook síðu sinni. Ágóðinn 1.600.000 krónur skiptist á milli 12 félagsmanna í Krafti sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra.  
12.des. 2014 - 07:00

Jólalestin ekur um borgina í 19. sinn

Ljósum prýddir Coca-Cola trukkar Vífilfells keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í dag. Jólalestin hélt af stað fyrir um klukkutíma frá höfuðstöðvum Vífilfells að Stuðlahálsi. Hún mun ferðast um helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins með stuttri viðkomu í Smáralind kl. 18:00. Þaðan verður ferðinni áfram haldið til kl. 20:00, en þá lýkur rúmlega 100 km löngu ferðalagi Jólalestarinnar á Stuðlahálsi, á sama stað og ferðin hófs
11.des. 2014 - 19:59

Kristian opnar sig fyrir sjálfum sér: Ljóð, strangt uppeldi, innblástur og ný bók

Það sem mér finnst svo þreytandi við blaðaviðtöl er hvernig blaðamenn skeyta aftan við öll tilsvör viðskeyti á borð við „segir hann og hlær“, „svarar hún kímin“ eða „segir hann og skellir upp úr“. Einhvern veginn finnast mér þessar viðbætur og augljósir tilbúningar blaðamanns ósannfærandi og klisjukennd. Sjá ekki allir í gegnum þetta? segi ég vanalega stundarhátt og hlæ við.
11.des. 2014 - 15:50

Jónína og Illugi í hár saman: Viðbrögð Jónínu hryggja mig og vekja hjá mér furðu

Harðar deilur geisa nú á Facebook-síðu Jónínu Benediktsdóttur um gagnsemi Detox-meðferðar sem Jónína hefur haldið mjög á lofti undanfarin ár. Tilefni deilnanna er ádeilugrein á Detox sem Illugi Jökulsson birtir á tímalínu Jónínu á Facebook og hún bregst mjög hart við þeim gjörningi. Margir blanda sér í umræðurnar.
11.des. 2014 - 14:10

Viltu losna við móðuna af bílrúðunni án þess að fara út í bíl? Töfralausnin er fundin og hún er ótrúlega einföld

Kannast þú við það hvimleiða vandamál að raki safnast fyrir inn á bílrúðunum? Á köldum vetrardögum frýs móðan sem gerir að verkum að þú sérð hvorki út, né inn nema þú sért búinn að skafa hana, en því nennir enginn.
11.des. 2014 - 13:08

Dagmóðir missti æru og atvinnu vegna tilhæfulauss gruns um ofbeldi

Dagmóðir í Hafnarfirði situr upp án atvinnu og æru eftir að grunur kom upp um ofbeldi gegn barni í umsjá hennar. Sá grunur reyndist ekki á rökum reistur en varð til þess að foreldrar treystu sér ekki til að hafa börn sín hjá henni og hún varð að hætta starfsemi.
11.des. 2014 - 12:04

Mynd dagsins: Ragga birtir mynd af þjóhnappinum -Ekki kalla þig ljótum nöfnum, notaðu orkuna í eitthvað jákvætt

Af hverju er Naglinn að birta mynd með girt niðrum sig fyrir rúmlega þrettán þúsund manns? Þannig hefst grein eftir Röggu nagla sem hún birti á síðu sinni á Facebook. Greinin hefur vakið mikla athygli og er hér birt í heild sinni.
11.des. 2014 - 09:31

Íslenskur heimilislæknir fjallar um hættu á heilaæxli af of mikilli snjallsímanotkun

Börn og unglingar eru útsettari fyrir möguleg áhrif örbylgja eins snjallsímar gefa frá sér og samkvæmt rannsókn sem birtist í vísindatímaritinu Pathophysiology er þreföld áhætta að fá algengasta heilaæxluð með notkun þráðlausra síma yfir 25 ára tímabil.

Sena: - Unglingurinn des (út 24)
Jón Óðinn Waage
Jón Óðinn Waage - 09.12.2014
Mér finnst þetta heimska
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 03.12.2014
Viltu léttast yfir jólin? Svona ferðu að því
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 03.12.2014
Axarsköft Davíðs Oddssonar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 13.12.2014
Fámenn valdaklíka hámar í sig mest af kökunni
Bubbi Morthens
Bubbi Morthens - 03.12.2014
Náttúrupassinn er svívirðilegur
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 10.12.2014
Rangar ályktanir dregnar af dómi
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 06.12.2014
Hver stjórnar rannsókn?
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 05.12.2014
Sérstakur fékk á'ann!
Hermann Jónsson
Hermann Jónsson - 05.12.2014
VAKNIÐ foreldrar – Einelti drepur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 04.12.2014
Veruleikinn að baki myndunum
Fleiri pressupennar