30. júl. 2012 - 15:30

Geðsjúkur maður reyndi að skera íslenskan hjúkrunarfræðing á háls á Grænlandi: Fjölskyldan í áfalli

Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson sóknarprestur á Selfossi segir að fjölskyldan hafi verið í áfalli eftir að geðsjúkur maður lagði til eiginkonu hans með 40 sentímetra löngum hníf í þorpinu Kanaatsjag í Grænlandi á föstudaginn.  Samkvæmt Kristni er nú að ljúkast upp fyrir henni hvað hún var nálægt því að deyja.

Í samtali við fréttastofu RUV sagði Anna Margrét Guðmundsdóttir, sem hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Grænlandi í afleysingjum, að hún hefði verið kölluð að sambýli fyrir geðfatlaða vegna sjúklings sem var í sturlunarástandi.

Fyrst ætlaði hann að streitast á móti því hann hélt ég væri Dani, hann talaði um hversu slæmt það væri að bara væru danskir læknar og hjúkrunarfræðingar í Grænlandi. Þá útskýrði ég fyrir honum að ég væri Íslendingur sem ég held að hafi haft góð áhrif,

sagði Anna.

Skömmu síðar reiddist sjúklingurinn og dró upp hníf með 40 sentímetra löngu blaði.  Þá hljóp Anna ásamt fólkinu út úr húsinu en hrasaði í tröppum. Sjúklingurinn lagðist í kjölfarið ofan á Önnu og brá hnífnum að síðu hennar en hún náði að bægja hendi hans frá.

Síðan tekur hann hnífinn og leggur hann að hálsinum á mér og þá hugsaði ég með mér nú er þetta búið, nú dey ég bara. Ég hugsaði einmitt um hvað þetta væri sorglegt að ég væri að deyja, ég lá lömuð og hugsaði til fjölskyldunnar, en ég var einmitt á leiðinni heim eftir afleysingar á Grænlandi.

Anna segir að hún hafi ekki sofið mikið nóttina eftir árásina.

Ég var alltaf að upplifa þetta aftur með hnífinn í síðuna og hálsinn.

Eiginmaður Önnu, séra Kristinn Ágústsson sagði í samtali við Pressuna að fréttirnar af árásinni hefði verið hræðilega mikið áfall fyrir hana og fjölskyldu hennar heima á Íslandi.

Ég heyrði í henni í gærkvöldi. Það er að ljúkast upp fyrir henni hvað raunverulega gerðist. Hana hafði grunað að áfallið myndi koma seinna og höggið kom í gær.

Kristinn segir að eiginkona sín hafi verið mjög nálægt dauðanum og þetta hefði getað farið hvernig sem var.

Þetta var skelfilegt að fá þessar fréttir og krakkarnir okkar voru í áfalli. Við vorum alltaf svolítið hrædd um hana. Hún er búin að vera í afleysingjum á Grænlandi seinustu tvö ár og þar gerist ýmislegt sem ekki ratar endilega í fréttirnar.

Anna mun ljúka störfum 13. ágúst og þá koma heim. Kristinn segir að fjölskyldan sé rólegri eftir að maðurinn var fjarlægður úr þorpinu.
09.júl. 2014 - 21:00

Hvert er álfanafnið þitt?

Sumarið er komið – þó það sjáist ekki á veðrinu – og ferðamenn finnast nú á víð og dreif um landið. Það er ekki bara blómleg menning og ósnortin náttúra sem dregur túristana hingað til lands, því álfar og huldufólk vekja einnig gríðarlegan áhuga margra. Ragnhildur Jónsdóttir rekur Álfagarðinn í Hellisgerði, en hún tekur á móti fjölmörgum ferðamönnum á sumrin. Þá hafa margir hverjir komið hingað til lands einmitt til þess að spyrjast fyrir um álfa. Ragnhildur segir algengustu spurningar ferðamanna varða bústaði álfanna og stærð þeirra.

09.júl. 2014 - 20:00

Þetta eru vinsælustu lögin í brúðkaupum Íslendinga

Sumarið er tími brúðkaupanna og er að ýmsu að huga þegar að kemur að stóra deginum. Eitt af því er val á tónlist við athöfnina en ljóst er að lagaval getur haft ýmislegt að segja hvað varðar heildarupplifunina af þessari stóru stund í lífi fólks. Pressan hafði samband við nokkra af vinsælustu brúðkaupssöngvurum landsins: Bubba Morthens, Bjarna Arason, Guðrúnu Árnýju, Geir Ólafsson og Pál Rósinkranz og grennslaðist fyrir um hvaða lög væri ítrekað beðið um af væntanlegum brúðhjónum.
09.júl. 2014 - 19:35

Yfirlýsing frá fjölskyldu Andra Freys sem lést í hörmulegu slysi á Benidorm

Við, foreldrar og stjúpforeldrar Andra Freys, viljum senda frá okkur eftirfarandi yfirlýsingu um þetta hörmulega slys sem varð í skemmtigarðinum Terra Mítica þann 7. júlí sl. Með þessari yfirlýsingu viljum við biðja fréttamenn um að virða erfiðar aðstæður okkar og hætta að flytja óstaðfestar fréttir af málinu og þannig fara oftar en ekki með rangt mál.
09.júl. 2014 - 19:00

Vissir þú þetta um hótelherbergi?

Hótel eru gagnleg þegar fólk ferðast því það er jú betra að hafa samastað þar sem hægt er að hvíla lúin bein, baða sig og sofa. En ekki er víst að öll hótel, sama hversu margar stjörnur þau hafa, séu eins hrein og örugg eins og heimili okkar.

09.júl. 2014 - 16:10

Myndir dagsins: Ótrúlegt! Ferðamenn arka upp á Sólheimajökul þrátt fyrir viðvörun lögreglu

Stórir hópar erlendra ferðamanna hafa í fylgd íslenskra leiðsögumanna farið í ferðir á Sólheimajökul í dag, þrátt fyrir tilmæli frá lögreglu um að halda sig frá jökulsporðinum og upptökum árinnar þar. Þá hafði Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra varað ferðaþjónustufyrirtæki við því flóð geta vaxið á skömmum tíma og þá berst brennisteinsvetni með hlaupvatninu.
09.júl. 2014 - 14:00

Frumvarp um nýtt millidómstig gefið út

Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um millidómstig á haustþingi. Nokkur ár eru síðan farið var að ræða nauðsyn þess að stofna millidómstig til að létta álagi af Hæstarétti. Nefnd var falið fyrir ári síðan að fjalla um millidómstig og hvernig því yrði komið á laggirnar. Er nefndin nú að ljúka störfum og mun skila tillögum innan skamms.
09.júl. 2014 - 10:19

Nafn piltsins sem lést

Íslenski pilturinn sem lét lífið í slysi í skemmtigarði á Benidorm á Spáni á mánudaginn hét Andri Freyr Sveinsson.
09.júl. 2014 - 09:10

Vera og Damon eignast barn: „Við erum að springa úr stolti og gleði“

Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðarmaður og Damon Younger leikari eignuðust dóttur á mánudaginn. Frá þessu greinir Vera á Fésbókarsíðu sinni
08.júl. 2014 - 19:10 Kristín Clausen

100 áhrifamestu konurnar í íslensku atvinnulífi árið 2014

Nýjasta tölublað Frjálsrar verslunar er helgað konum í viðskiptalífinu. Þar er að finna lista yfir hundrað áhrifamestu konurnar á Íslandi árið 2014. 

08.júl. 2014 - 18:18

Óvissustig vegna jökulhlaups: Þrjú ár á morgun síðan brúnni við Múlakvísl skolaði burt

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli lýsir yfir óvissustigi vegna upplýsinga um að hlaupvatn sé komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Þá hafa jarðskjálftar mælst í Kötlu og var skjálfti þar í morgun að stærðinni þrír. Gunnar B. Guðmundsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Pressuna að ekki sé vitað um stærð hlaupsins en eins og staðan sé nú bendi til að um lítið hlaup sé að ræða.
08.júl. 2014 - 16:11

easyJet stóreykur umsvif sín: Fljúga til átta áfangastaða frá Íslandi allt árið um kring

Flugfélagið easy Jet hyggst hefja beint áætlunarflug frá Íslandi til Gatwick-flugvallar í London, Genfar í Sviss og Belfast á Norður-Írlandi. Sala flugmiða til allra áfangastaðanna er hafin á heimasíðu félagsins. Flugið til Gatwick og Genfar hefst í lok október og til Belfast í desember. Nýju flugleiðirnar þrjár verða starfræktar allt árið um kring. Búist er við að ferðamenn sem koma hingað til lands með easyJet muni skila um fjörtíu milljörðum króna í gjaldeyristekjur árið 2015. Frá þessu er greint í tilkynningu frá félaginu.
08.júl. 2014 - 14:30

Sjómaður fékk 45 milljónir í bætur

Héraðsdómur Reykjavikur dæmdi Tryggingamiðstöðina til þess að greiða fyrrverandi sjómanni 45 milljónir króna í bætur vegna slyss. Sjómaðurinn var að vinna í lest línuveiðibáts frá Grindavík 1. maí árið 2009 þegar hann féll aftur fyrir sig og slasaðist á öxl.
08.júl. 2014 - 14:00

LG G3 selst eins og heitar lummur: „Flottasti síminn í heiminum í dag“

Margir hafa beðið spenntir eftir LG G3. Áhugafólk um nýjustu tækni og vísindi tók gleði sína í lok síðasta mánaðar þegar nýjasta afurð LG risans kom á markað hér á landi, sjálfur LG G3. Þessi magnaði snjallsími stendur sannarlega undir nafni enda hlaðinn eiginleikum sem ekki hafa sést áður.
08.júl. 2014 - 12:45

Þeir sem fara reglulega í sólbað lifa lengur

Samkvæmt grein sem birtist í Indipendent UK hefur viðarmikil rannsókn, gerð af vísindamönnum í Karolinska Institute í Svíþjóð, leitt í ljós að konur sem forðast sólböð á sumrin eru tvisvar sinnum líklegri til að deyja en þær sem sóla sig á hverjum degi. 

08.júl. 2014 - 08:15

Lækkun á tóbaksgjaldi: Í vasa smásala, ekki neytenda

Hinn 1. júní tóku í gildi lög sem meðal annars leiddu til lækkunar á tóbaksgjaldi, áfengisgjaldi, bensíni -og olíugjaldi. Neytendasamtökin ákváðu að kanna hvort að verð á sígarettupökkum til neytenda hefði lækkað í kjölfarið.
07.júl. 2014 - 20:26

Ungur Íslendingur lést af slysförum í skemmtigarði á Spáni í dag

Banaslys varð í skemmtigarðinum Terra Mitica á Benidorm á Spáni síðdegis í dag. Spænski netmiðillinn El Mundo og fleiri miðlar þar í landi fullyrða að 18 ára íslenskur karlmaður hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum.
07.júl. 2014 - 14:45

Njótið sólarinnar í dag: Hún kemur ekki aftur fyrr en á sunnudaginn, svo kveður hún á ný

Á morgun byrjar að rigna á höfuðborgarsvæðinu og svo  léttir ekki til fyrr en á sunnudagsmorgunn. Í hádeginu byrjar aftur að rigna og verður skýjað til miðvikudagsins 16. júlí. Spá Veðurstofunnar nær ekki lengra en til laugardagsins 12. júlí en samkvæmt langtímaspá norsku veðurstofunnar mun verða meira og minna skýjað og rigning á höfuðborgarsvæðinu til 16. júlí.
07.júl. 2014 - 12:00

Fjölmargir óhlýðnuðust tilmælum lögreglu: MYNDBAND

Óttar Guðlaugsson var einn fjölmargra sjónarvotta að stórbrunanum sem átti sér stað í Skeifunni í gærkvöldi. Hann birti meðfylgjandi myndband á fésbókarsíðu sinni en þar má sjá fjölda fólks hunsa viðvaranir lögreglunnar með því að smeigja sér yfir eða undir gulan borða sem lögreglan hafði sett upp til að hindra aðgang fólks að brunasvæðinu.
07.júl. 2014 - 11:36

Mynd dagsins: Skemmdarvargur ók stórvirkri vinnuvél á hús í Bolungarvík í nótt

Mynd dagsins að þessu sinni tók Elías Jónatansson bæjarstjóri í Bolungarvík. Í samtali við BB á Ísafirði greinir Elías frá skemmdum sem unnar voru á húsi í bænum í nótt. Húsið er friðað og var byggt árið 1909 en fá hús hafa varðveist frá þessum tíma í víkinni.
07.júl. 2014 - 08:15

12 slökkviliðsmenn enn að störfum í Skeifunni:Einn mesti eldsvoði í sögu Reykjavíkurborgar

Einn mesti eldsvoði í sögu Reykjavíkurborgar varð í Skeifunni í gærkvöldi og í nótt en mun hann hugsanlega vera sá stærsti frá árinu 1989. 12 slökkviliðsmenn standa enn vaktina í Skeifunni og eru tveir slökkviliðsbílar á vettvangi en um 110 slökkviliðsmenn og 70 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum þegar mest var. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinum munu götur umhverfis Skeifuna 11 vera lokaðar í dag þar sem mikil hætta er á að þök kunni að hrynja. Aðeins fjórðung­ur húss­ins stend­ur heill eft­ir en annað er farið. Enn er ekki ljóst hver eldsupptökin voru.

06.júl. 2014 - 23:11

Íbúar í nágrenni við Skeifuna loki gluggum

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur beinir því til borgarbúa í nágrenni við Skeifuna að loka vel gluggum vegna reykmengunar sem berst frá eldinum í Skeifunni í kvöld. Nokkrar byggingar hafa brunnið en Slökkvilið Höfuborgarsvæðisins telur sig hafa náð tökum á eldinum.

 

 

06.júl. 2014 - 22:36

Fólk haldi sig fjarri Skeifunni vegna sprengihættu: Myndband

Lögreglan biður fólk að halda sig fjarri Skeifunni vegna stórbrunans. Þá varar lögreglan við sprengihættu og þá er ekki síður mikilvægt að slökkvilið og lögregla fái starfsfrið við þetta erfiða verkefni.
06.júl. 2014 - 21:58

Lögreglan búin að loka Skeifunni: Upptökin voru í efnalauginni Fönn

Lögreglan er búin að loka Skeifunni. Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. Þar logar mikill eldur Eldurinn kom upp í húsnæði efnalaugarinnar Fönn. Þaðan hefur hann breiðst út í nærliggjandi byggingu þar sem Griffill, Víðir, Stilling og fleiri fyrirtæki eru til húsa.


06.júl. 2014 - 21:51

Myndband af brunanum í Skeifunni: Fólk beðið að halda sig fjarri og fyrirtæki í hættu

Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. Þar logar mikill eldur og sprengingar heyrast. Eldurinn kom upp í húsnæði efnalaugarinnar Fannar. Þaðan hefur hann breiðst út í nærliggjandi byggingu þar sem Griffill, Víðir, Stilling og fleiri fyrirtæki eru til húsa. Ennþá hefur eldur ekki komist að Víði. En slökkviliðsmenn eru í því að dæla vatni að þeim hluta hússins til þess að forða  því frá eldinum.  
06.júl. 2014 - 20:39

Mikill eldur í Skeifunni: Myndir

Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins hef­ur verið kallað út vegna mik­ils elds sem log­ar í Skeif­unni. Reykhafið sést víða að. 
06.júl. 2014 - 16:00

Árið 2013 hjá lögreglunni: Kynferðisbrot, líkamsárásir og harmleikur í Árbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta árið 2013. Ágætis árangur náðist á ýmsum sviðum, en þar ber einna hæst að innbrotum fækkaði verulega en þau hafa ekki verið færri frá því að skráningar hófust.

06.júl. 2014 - 12:00 Kristín Clausen

Ófeigur myndaði krabbameinssjúkan föður sinn í eitt ár: Átakanleg og hjartnæm myndasería

Ófeigur Lýðsson er nýútskrifaður ljósmyndari í fæðingarorlofi. Þegar Ófeigur var í námi myndaði hann föður sinn sem var í krabbameinsmeðferð. Útkoman er hjartnæm en átakanleg ljósmyndasería.                                     
06.júl. 2014 - 08:00

Umræða um fóstureyðingar á ekki að vera tabú

Árið 2012 voru framkvæmdar 980 fóstureyðingar á Íslandi. Reynsla kvenna af fóstureyðingum er þó upplifun sem sjaldan er talað um. Almenna umræðan er á þann veg að engin kona vilji fara í fóstureyðingu. Steinunn Rögnvaldsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir hyggjast skrifa bók um efnið og eru þessa dagana að leita að konum sem eru tilbúnar að deila með þeim reynslusögum.
05.júl. 2014 - 12:50

Mynd dagsins: Snjóar í Landmannalaugum og Drekagili!

Mynd dagsins að þessu sinni birti Slysavarnarfélagið Landsbjörg á Fésbókarsíðu sinni. Myndin var tekin við Drekagil í Dyngjufjöllum en þar er Björgunarsveitin Vopni á hálendisvakt. Líkt og sést á myndinni hefur snjóað töluvert á svæðinu. Þá hefur einnig snjóað í Landmannalaugum en þar hefur snjó þó ekki fest.
05.júl. 2014 - 11:27

Kuldapollur og mikill vindur á öllu landinu: Vetrarfærð á hálendinu

Það er engin sumarblíða á Íslandi í dag. Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir daginn þó ekki kaldasta dag sumarsins þrátt fyrir að margir hafi dregið fram vetrarúlpunar, í gærkvöldi og í morgun. Vonskuveður og vetrarfærð er á hálendinu. 

05.júl. 2014 - 11:00

Sveinbjörg Birna í yfirheyrslu

Mynd/Pressphotos.biz Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í borgarstjórn, hefur verið mikið gagnrýnd síðan hún sagði, í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna, að hún vildi afturkalla lóð til Félags múslima á Íslandi. Sveinbjörg hefur staðið af sér mótbárur og heldur brött inn í sitt fyrsta kjörtímabil. Í yfirheyrslu hjá Pressunni viðurkenndi hún að Valsarar eru bestir og að hún myndi taka sjóræningjakapteininn, Halldór Auðar, með sér á eyðieyju, frekar en Dag, Sóley eða Björn.

05.júl. 2014 - 09:42

Tjöld og kamrar fjúka á Rauðasandi Festival: Björgunarsveitarmenn að störfum

Vonsku­veður er nú á Rauðas­andi þar sem fram fer tón­leika­há­tið og hafa björg­un­ar­sveit­ir frá Tálknafirði, Bildu­dal og Pat­reks­firði verið kallaðar út til aðstoðar gest­um.


05.júl. 2014 - 09:00

Hvað er þetta Costco?

Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga þá hefur Costco, annar stærsti smásölurisinn í Bandaríkjunum, sýnt áhuga á að opna verslun og bensínstöð hér á landi. Ísland yrði þá þriðja Evrópulandið sem Costco hefur innreið sína í en dag má finna verslanir í Kanada, Mexíkó, Bretlandi, Japan, Suður Kóreu, Púertó Ríkó, Taíwan, Ástralíu og á Spáni og eru verslanir tæplega sex hundruð talsins.
04.júl. 2014 - 20:00 Kristín Clausen

Krípskot og hefniklám: Unglingarnir tjá sig - Strákar dreifa myndum til að monta sig en stelpur til að hefna sín

„Í fyrstu gerði ég það til að sjá hvort ég gæti fengið sendar nektarmyndir, en síðan fór þetta að verða áhugamál,” segir 16 ára strákur sem safnar nektarmyndum af stúlkum og dreifir áfram til vina sinna. Í gær birtist fyrri hluti þessa greinaflokks sem er skrifaður upp úr grein Ragnheiðar Davíðsdóttur og birtist í ársriti Kvennréttindafélagsins.
04.júl. 2014 - 17:00

Ámundi Jóhannsson dæmdur í ellefu ára fangelsi í Noregi

Á mynd; Helge Dahle Ámundi Jóhannsson, sem búsettur er í Noregi, var í dag dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa stungið Norðmanninn Helga Dahle til bana í maí í fyrra. Mennirnir tveir höfðu verið í samkvæmi í bænum Valle í Noregi. Helgi reyndi þá að afstýra slagsmálum á milli Ámunda og annars manns. Ekki er vitað um tilefni deilnanna.
04.júl. 2014 - 16:30 Eyjan

Sakar forsvarmenn Lýðveldisflokksins um að setja fjárframlög í eigin vasa: „Og þeir fara bara á HM í Brasilíu“

Fjármagn sem Flokkur heimilanna átti að fá úr ríkissjóði í kjölfar Alþingiskosninganna 2013 rann aldrei til Flokks heimilanna og situr nú Kristján Snorri Ingólfsson, formaður Lýðveldisflokksins, á fénu. Þetta segir Pétur Gunnlaugsson, sem í forsvari var fyrir Flokk heimilanna í kosningabaráttunni. Hann sakar Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um ófagleg vinnubrögð.
04.júl. 2014 - 13:03

HM veisla Nova heldur áfram á Ingólfstorgi í dag og á morgun

Í dag, föstudag, hefjast átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Í fyrri leik dagsins mætast Evrópustórveldin Frakkland og Þýskaland en í þeim seinni fá heimamenn í Brasilíu skemmtikraftana frá Kólumbíu í heimsókn. Sem fyrr býður Nova og LG G3 gestum og gangandi til HM veislu á Ingólfstorgi þar sem leikirnir vera sýndir á mögnuðum 32ja fermetra skjá.
04.júl. 2014 - 12:00

Stórtíðindi í íslenskum tónlistarheimi: Sjáðu myndbandið við fyrsta lag Quarashi í nær áratug

Á átta ára ferli sínum seldi hljómsveitin Quarashi um 400 þúsund plötur á heimsvísu, hélt hundruði tónleika í fjórum heimsálfum auk þess að vinna og spila með heimsþekktum listamönnum eins og Cypress Hill og The Prodigy, Eminem, Guns and Roses, Weezer og fleirum. Þau merku tíðindi áttu sér stað í dag að út kom myndband við fyrsta lag sveitarinnar í nær áratug.
04.júl. 2014 - 11:00

Líkir líkamsleit tollvarða við kynferðisbrot:„Ég var sviptur borgaralegum réttindum“

,,Ég hef kynnst mörgum flugvöllum gegnum árin, á mínum mörgu ferðalögum víða um veröld. Enginn flugvöllur vekur hjá mér ótta, nema sá á Íslandi. Meira að segja í Tyrklandi fann ég fyrir velvild og þjónustulund starfsmanna, hvort sem það voru öryggis- eða tollverðir, lögregla eða almennt starfsfólk. Slíkt get ég ekki sagt um Keflavíkurflugvöll.” Þetta segir Ólafur Skorrdal í greininni Velkomin til Íslands – Farðu úr fötunum! sem birtist á heimasíðu Kvennablaðsins en þar lýsir Ólafur  upplifun sinni af framkomu tollvarða og lögreglu  á Keflavíkurflugvelli og segir farir sínar ekki sléttar í þeim efnum. Ólafur hefur  lengi verið talsmaður frjáls fíkniefnainnflutnings og hefur áður gagnrýnt yfirvöld hvað það málefni varðar.
04.júl. 2014 - 10:00

4.júlí boð Bandaríska sendiráðsins í Listasafni Íslands: Myndir

Banda­ríska sendi­ráðið hélt hressi­lega upp á þjóðhátíðardag sinn, 4. júlí, í Listasafni Íslands í gærkvöldi. Starfandi sendiherra Bandaríkjanna hélt hjartnæma ræðu um sérstakt samband Íslands og Bandaríkjanna í tilefni dagsins. Boðið var upp á glæsi­leg­ar veit­ing­ar í anda Banda­ríkj­anna, meðal annars grillaðar pyls­ur, ham­borg­ar­ar og afmælisköku skreytta með fánalitum Bandaríkjanna. Gissur Páll Gissurarson söng Bandaríska þjóðsönginn og hljómsveitin Kaleo, stóð fyrir sínu.


04.júl. 2014 - 09:00 Sigurður Elvar

Bestu myndirnar frá HM – spennan magnast upp fyrir næstu törn sem hefst á föstudag

Átta liða eru eftir á HM í knattspyrnu í Brasilíu, og verður mikil spenna í loftinu þegar átta liða úrslit keppninnar hefjast á föstudagi. Ljósmyndarar Getty hafa verið á öllum viðburðum HM og í myndasyrpunni hér fyrir neðan má sjá brot af þeim myndum sem eru í sérflokki hjá Getty úr undanförnum leikjum. Átta liða úrslitum HM lýkur á laugardagskvöldið og það er mikil veisla framundan.
04.júl. 2014 - 08:00

Reykjavík í nótt:Glæfraakstur í Laugardalnum og hnífaárás á Seltjarnarnesi

Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og voru verkefnin af ýmsum toga. Komu til sögunar fíkniefnamál auk líkamsárása og þá var einn ökumaður stöðvaður vegna ölvunaraksturs.

 


03.júl. 2014 - 21:00

Myndir dagsins: Tvö hjól fóru undan rútu á fullri ferð - „Hér gátum við drepist sum okkar“

„Hér gátum við drepist sum okkar. En bílstjóranum tókst að halda okkur á veginum. Það hefði ekki verið gaman að velta þarna út af veginum, hátt og bratt niður á sléttlendi, mýrarvilpur“, segir Þór Jakobsson veðurfræðingur en um sextíu meðlimir Félags um átjándu aldarfræði voru hætt komnir síðastliðin laugardag þegar tvö hjól fóru skyndilega undan rútu sem hópurinn ferðaðist með. Förinni var heitið á Blönduós og greip um sig mikil skelfing í hópnum þegar hjólin fóru undan og rútan byrjaði að rása á veginum.
03.júl. 2014 - 20:15

Krípskot og hefniklám: Unglingarnir tjá sig - „Mín kynslóð er með nektarmyndir á heilanum“

„Ég hef örugglega fengið sendar um fimmtíu myndir af stelpum frá vinum mínum. Þeir hafa fengið myndirnar frá stelpunni og dreift þeim síðan”, segir 17 ára strákur um reynslu sína af nektarmyndum sem hafa aukist í umferð sökum aðgengis á samfélagsmiðlum á síðustu misserum.
03.júl. 2014 - 19:57

Aurskriðan í Hnífsdal: Magnað myndband

Miklir vatnavextir eru nú í Tungudal og Hnífsdal og búast má við áframhaldandi úrkomu og verulegu afrennsli víða á Vestfjörðum á föstudag og laugardag.
03.júl. 2014 - 18:30

Helgarspáin hefur versnað ef eitthvað er: Reykjavík kemst í skjól frá norðanátt í kvöld

„Helgarspáin hefur versnað ef eitthvað er”, segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Kalt loft í kortunum, norðanátt og úrkoma. Meira hvassviðri og rigning á norður- og austurlandi en spáð var í gær. Helst sunnanvert landið sem sleppur við úrkomu um helgina. Ferðalangar fylgist vel með tilkynningum frá Veðurstofu Íslands um helgina.  
03.júl. 2014 - 17:40

Sæbrautinni lokað í kvöld fyrir hringleikahús hraðans

Alvogen Time Trial er tileinkað réttindum barna. Fremstu hjólreiðakappar og konur landsins munu etja kappi í kvöld í tímatöku keppni sem hefst við Hörpu klukkan 19:00. Sæbrautinni verður lokað á meðan slagurinn fer fram en mótið verður mjög áhorfendavænt þar sem keppendur hjóla í hringi við Sæbraut með snúningi við Hörpu.
03.júl. 2014 - 17:00

11 konur sóttu um stöðurnar: Ríkislögreglustjóri fagnar jafnréttisumræðu

Embætti ríkislögreglustjóra fagnar því að Kvenréttindafélag Íslands vekji athygli á stöðu kvenna innan lögreglunnar en eins og fram kom í frétt Pressunar í gær sendi félagið nýlega frá sér tilkynningu þar sem skorað var á embættið að fjölga konun innan lögreglunnar og þá sérstaklega í yfirmannstöður. Segir í tilkynningunni að skortur á konum í æðstu embættum sé sláandi.  Tilkynningin kemur í kjölfar þess að þann 1.júlí síðastliðinn voru þrír karlmenn settir í embætti aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra gegndu 23 karlar í stöðu yfirlögregluþjóns í febrúar síðastliðnum en engin kona. Þá er 21 karl er aðstoðaryfirlögregluþjónn en tvær konur.
03.júl. 2014 - 15:55

Gefa út viðvörun vegna vatnavaxta: Hætta á skriðuföllum

Miklir vatnavextir eru nú í Tungudal og Hnífsdal og búast má við áframhaldandi úrkomu og verulegu afrennsli víða á Vestfjörðum á föstudag og laugardag.
03.júl. 2014 - 14:35

Einstök Ölgerð fær öflugan mótherja í HM bjóranna - Kjóstu Ísland hér!

Einstök mætir einum vinsælasta framleiðanda Bretlands, BrewDog. Einstök Ölgerð hefur verið valin sem ein af 32 ölgerðum til þátttöku í heimsmeistarakeppni bjóra á vegum bresku bjórmatssíðunar PerfectPint.co.uk.  Keppnina kalla þeir World Sup og gengur hún út á það að minni bruggsmiðjum (e. micro/craft breweries) og afurðum þeirra er stillt upp á móti annarri slíkri og notendur síðunnar kjósa svo hvora þeir vilja áfram. 

Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 30.6.2014
Kjarni án kjarna
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.6.2014
Stjórnmálamenn haga sér eins og strútar!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 05.7.2014
Innri endurskoðandinn systir ríkisendurskoðanda!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 01.7.2014
Línuritið, sem ég sýndi Guðmundi Andra
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.6.2014
Ný ritgerð mín í enskri bók
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 29.6.2014
Gleymd þjóð
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.7.2014
Skopmynd Halldórs af mér
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 08.7.2014
Einkennileg fréttamennska
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.6.2014
Ríkur maður alltaf ljótur?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.6.2014
Merkingarþrungnar minningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 04.7.2014
Hvar eru nú Bubbi og Hörður Torfa?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.6.2014
Áttum við að stofna lýðveldi?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.7.2014
Svör við spurningum tveggja fréttamanna
Fleiri pressupennar