03. júl. 2012 - 21:59Gunnar Bender

Fyrsti laxinn kominn í Hrútafjarðará

Fyrsti laxinn veiddist í Hrútafjarðará í morgun en það var veiðimaðurinn Halldór Óli Halldórsson sem veiddi fiskinn. Opnunar hollið sem skartaði meðal Ara Þórðarsyni veiddi 5 bleikjur og var sú stærsta rétt fimm pund.

 

Ari hefur hrundið af stað átakinu ,,Stórlaxar sleppa stórlöxum" en  þess þurfti ekki núna. En það verður örugglega seinna sem hann þarf að sleppa stórlaxi. Eitthvað er komið af fiski í ána sem er frekar vatnslítil þessa dagana.
27.feb. 2015 - 11:30

Mjólkin er bráðholl fyrir suma – en aðrir ættu að sleppa henni: Dr. Ragnar Wood heldur fyrirlestra á laugardaginn

Næstkomandi laugardag um Dr. Ragnar Wood svipta hulunni af mjólkurvörum og fræða fólk um rannsóknir og meðferðarúrræði vegna MS-sjúkdómsins. Mun hann halda tvo fyrirlestra um þessi efni á Grand Hótel í Reykjavík næstkomandi laugardag kl. 13:00 til 15:00.
27.feb. 2015 - 00:01 Sigurður Elvar

Sigmundur Már verður fyrsti íslenski dómarinn í lokakeppni EM í körfubolta

Sigmundur Már Herbertsson, FIBA Europe dómari hjá KKÍ, hefur verið tilnefndur af evrópska körfuknattleikssambandinu til að dæma á lokamóti EM, EuroBasket 2015, nú í haust. Þessi útnefning er mikil viðurkenning fyrir íslenskan körfuknattleik og íslenska dómara og er því nú enn einn nýr kaflinn skrifaður í körfuknattleikssögu Íslands.
26.feb. 2015 - 22:55

Guðbjörg gat ekki hætt að gráta: Var tjáð að barnið væri líklega fatlað og boðin fóstureyðing - Annað kom á daginn

,,Biturleikinn er ennþá fastur í mér. Við höfum ekki fengið neina afsökunarbeiðni,“ segir Guðbjörg Hrefna Árnadóttir sem fékk ranga sjúkdómsgreiningu á ófæddri dóttur sinni þegar hún var komin 20 vikur á leið. Var henni í ráðlagt að fara í fóstureyðingu sem hún hafnaði og fæddist dóttirin í kjölfarið alheilbrigð. Guðbjörg segist afar reið og sár yfir vinnubrögðum heilbrigðisstarfsfólksins sem kom að málinu og segist þakka fyrir að hún og eiginmaður hennar, Einar Örn Adolfsson, hafi verið nógu sterk til að komast út úr þessum raunum.
26.feb. 2015 - 21:10 Auður Ösp Guðmundsdóttir

Þórunn missti ársgamlan son sinn úr mislingum

,,Fólk ætti alveg hiklaust að þiggja þessa þjónustu sem stendur því til boða, og hugsa sig tvisvar um áður en það ákveður að láta ekki bólusetja börnin sín. Vegna þess að það getur ómögulega vitað hvort barnið þess mun sleppa eða ekki,” segir Þórunn Jónsdóttir. Sjálf talar hún af reynslu en sonur hennar, Guðmundur, lést árið 1967, þá rúmlega ársgamall. Í kjölfar heilabólgu fékk hann mislinga sem síðan leiddi til þess hann fékk ígerð í nefkokið sem leiddi til blóðeitrunar. Segir Þórunn að öðruvísi hefði farið ef byrjað hefði verið að bólusetja börn fyrir mislingum á sjöunda áratugnum.
26.feb. 2015 - 19:20

Er sjaldgæfasta plata Íslandssögunnar fundin? Hún kom aldrei út

,,Þessi plata kom aldrei út og því er auðvitað um sögulegan fund að ræða,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni en hann datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann var að gramsa eftir fjársjóðum í skransölunni Notað og Nýtt í Kópavogi. Kom hann höndum yfir svokallaða ,,test pressu“ en um er að ræða prufu-plötu úr vínylpressu sem við nánari athugun reyndist afar sjaldgæfur fundur.
26.feb. 2015 - 18:48

Mynd dagsins: Svona er staðan á Hellisheiði - Björgunarsveitir kallaðar út

Mynd dagsins var tekin um klukkan sex í Kömbunum. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út vegna slæms ástands á Hellisheiði. Þrír flutningabílar sitja fastir í Kömbunum, póstflutningabíll fór út af veginum og fjöldi fólksbíla situr fastur.
26.feb. 2015 - 13:04

Auðmenn Íslands fá sérleið á erlenda lánamarkaði en almenningur í fjötrum verðtryggingar

Gengistryggð lán eru hættuspil fyrir þjóð með jafn fárveikan og sveiflukenndan gjaldmiðil og okkar, segir Össur Skarphéðinsson sem telur að með því að leyfa slík lán á ný sé verið að „búa til leið fyrir stóreignafólkið að ódýrum lánum á erlendum mörkuðum“.
26.feb. 2015 - 12:45

Maðurinn sem lést í Noregi hét Magnús Kristján Magnússon

Maðurinn sem beið bana í lestarslysi í Narvik í Noregi síðastliðið þriðjudagskvöld hét Magnús Kristján Magnússon frá Hamraendum í Stafholtstungum í Borgarfirði. Hann var tæplega þrítugur. Magnús Kristján var fæddur þann 16. maí árið 1985.
26.feb. 2015 - 12:11

Menningar- og matarveisla í Hörpu - 25% afsláttur af öllum matreiðslubókum

Penninn - Eymundsson tekur þátt í menningar- og matarveislunni Food and Fun af lífi og sál og hefur í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO ákveðið að bjóða gestum að hlýða á átta rithöfunda lesa úr verkum sínum og spjalla um þau við sjónvarpsmanninn Egil Helgason í Hörpu á laugardag og sunnudag.
26.feb. 2015 - 11:16

Afmælisfundur OA-samtakanna: „Borðaði á nóttunni og réð ekkert við mig“

Maður sem stundaði það að vakna um nætur og troða sig út af mat, gjarnan sætindun, segist hafa fengið lausn undan ofátsáráttu sinni í OA-samtökunum og borðar nú eðlilega í dag auk þess að stunda líkamsrækt af krafti og lifa góðu lífi. Afmælisdagur OA-samtakanna verður haldinn hátíðlegur á föstudagskvöld.
26.feb. 2015 - 10:53

Íslendingur lést í slysi í Noregi

Íslenskur maður lést í slysi í Noregi á mánudaginn.  Maðurinn var um þrítugt.  Utanríkisráðuneytið staðfestir í samtali við DV að maðurinn hafi orðið fyrir lest.
26.feb. 2015 - 09:55

Ísland þarf að stórbæta framkvæmd EES-samningsins – Stöndum Noregi langt að baki

Fyrrum ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins telur að íslensk stjórnvöld þurfi að stórbæta framkvæmd EES-samningsins. Sífellt fleiri dómsmál hljótast af trassaskap Íslendinga sem standa Norðmönnum langt að baki í þessum efnum.
26.feb. 2015 - 08:08 Sigurður Elvar

Mikil uppbygging framundan hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar á næstu árum

Frá vinstri: Gunnar Ingi Björnsson, varaformaður GM, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar, og Guðjón Karl Þórisson formaður GM við undirritun samningsins. Nýverið var skrifað undir samning á milli Mosfellsbæjar og Golfklúbbs Mosfellsbæjar um þátttöku Mosfellsbæjarí verkefnum til uppbyggingar íþróttamannvirkja á vegum GM á næstu 6 árum. Ný íþróttamiðstöð verður reist miðsvæðis á Hlíðavelli – sem mun hýsa alla þjónustu við félagsmenn.
26.feb. 2015 - 08:01

Þrír hnífar og hafnaboltakylfa gerð upptæk

Maður var handtekinn í nótt vegna brota á vopnalögum. Lagði lögreglan halda á þrjá hnífa og hafnaboltakylfu sem voru í fórum hans. Maðurinn var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Töluverður erill var hjá lögreglunni í nótt, meðal annars voru fjórir menn handteknir vegna líkamsárásar en þolandi var fluttur á slysadeild með stóran skurð á enni.
25.feb. 2015 - 20:00 Auður Ösp Guðmundsdóttir

Þorsteinn hjá Plain Vanilla um velgengni og árangur: „Fólk má ekki hafa of mikla trú á hugmyndum“

Fáir Íslendingar hafa farið varhluta af sigurgöngu tölvuleikjafyrirtækisins Plain Vanilla sem gefur út spurningaleikinn QuizUp. Tæplega 30 milljónir manna hafa sótt leikinn eftir að hann var gefinn út í lok árs 2013 og fjölgar þeim dag frá degi. En samkeppnin er hörð í þessum geira og nauðsynlegt að vera á tánum vilji menn ekki verða undir. Ég hitti forstjórann, Þorstein B. Friðriksson, í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Laugavegi og ræddi meðal annars við hann um framtíðaráform fyrirtækisins, óttann við mistök og hvaða ráð hann hefði fyrir þá sem vilja elta drauma sína.
25.feb. 2015 - 18:00

Lögreglumaður rekinn: Var ákærður fyrir harkalega handtöku - Á hálfum launum frá sumri 2013

Lögreglumaður sem var ákærður fyrir harkalega handtöku á konu í miðborg Reykjavíkur í byrjun júlí árið 2013 hefur verið vikið frá störfum. Hann þótti hafa farið offari við handtökuna. Hann var dæmdur til að greiða konunni skaðabætur. Konan var jafnframt ákærð fyrir að hrækja á lögreglumanninn. Handtakan náðist á myndband og vakti það mikla athygli.  
25.feb. 2015 - 13:35

Jón Sverrir Bragason með 45 þúsund barnaklámsmyndir: Áður dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn unglingi

Jón Sverrir Bragason - Mynd DV.is Sextugur Íslendingur, Jón Sverrir Bragason, hefur verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi fyrir að hafa í vörslu sinni 45.236 ljósmyndir og 11 kvikmyndir af barnaklámi auk vörslu á óskráðum loftriffli. Jón Sverrir hefur áður verið dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot og var á reynslulausn.
25.feb. 2015 - 12:30

Ólafur kominn á Kvíabryggju: Óskaði sjálfur eftir að hefja afplánun

Ólafur Ólafsson sem sakfelldur var í Al-Thani málinu fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik og dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrr í mánuðinum hefur hafið afplánun. Aðrir sem voru sakfelldir í málinu eru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Þetta kemur fram á DV.is
25.feb. 2015 - 12:01

Veðurspáin næstu 36 klukkustundir: Viðvörun

Búist er við stormi eða roki (meðalvindur 20-28 m/s) á landinu í dag og á Vestfjörðum á morgun. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir:
25.feb. 2015 - 11:06

Þetta þarft þú að vita um veðrið í dag: Stormurinn nær hámarki um miðjan dag

Stormurinn nær hámarki um og eftir miðjan dag. Sérstaklega er varað við að hvasst verði á Suðurnesjum og á Reykjanesbraut milli klukkan fjórtán og sautján. Þá getur færð spillst í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Hríðarveður verður á Hellisheiði meira og minna til kvölds. Þó nokkrar líkur eru á að Hellisheiði verði lokað síðar í dag. En mokstursmenn munu reyna halda vegum landsins opnum. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar í samtali við Pressuna.
25.feb. 2015 - 08:00

Er hægt að misskilja þetta? „This is for a massage with happy ending – with an erotic happy ending.“

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur  dæmt karlmann á fertugsaldri til greiðslu 200 þúsund króna sektar fyrir að hafa greitt konu fyrir kynlífsþjónustu í ágúst 2013. Maður er einn þeirra fjörtíu sem ákærðir voru af ríkissaksóknara í nóvember síðastliðnum fyrir vændiskaup en í vörn sinni bar maðurinn fyrir sig lélegri enskukunnáttu og sagði að um misskilning hefði verið að ræða í samskiptum sínum við konuna.
25.feb. 2015 - 08:00

Líkamsárás á hóteli í miðborg Reykjavíkur í nótt

Rétt fyrir miðnætti var ökumaður í miðborg Reykjavíkur stöðvaður, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaður reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum. Hann var laus að lokinni blóðtöku.
24.feb. 2015 - 21:15

Sólveig stígur fram: „Erfitt að birta þessar myndir af líkamanum“ - Afleiðingar þess að grenna sig um tugi kílóa

Sólveig Sigurðardóttir hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína við offitu. Í viðtali við Pressuna á síðasta ári sagði Sólveig meðal annars: „Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu, verra viðhorf og var hálf ósýnileg. Ljótar augngotur og stundum var eins og fólk hefði skotleyfi á feitu konuna. Það er allt annað viðhorf í dag.“ Hún vill opna á umræðu um afleiðingar offitu og skorar jafnframt á stjórnvöld að taka þátt í að greiða niður aðgerðir, þar sem í raun sé ekki um fegrunaraðgerð að ræða, heldur leiðréttingu.  
24.feb. 2015 - 12:15

Hefur þú séð veðurspána í dag? Vonskuveður á leiðinni - Búið ykkur undir ófærð

Enginn landshluti sleppur undan vonskuveðri sem spáð er á morgun. Búist er við að færð spillist á Suður- og Vesturlandi sem og á höfuðborgarsvæðinu.
24.feb. 2015 - 11:00 Bleikt

Martröðin á Barnaspítala Hringsins upphafið að einstakri vináttu

Stundum gefur lífið manni eitthvað þegar maður á síst von á því, þannig var það með mig. Árið 1993 eignaðist ég mitt fyrsta barn, þetta barn var mikið veikt og var ekki hugað langt líf. 3 mánuðum seinna, fór ég með fárveikt krílið mitt inn á Barnadeild Hringsins með RS sýkingu.
24.feb. 2015 - 00:02

Glæsilegur hópur á herrakvöldi Golfklúbbsins Tudda í „Höllinni“

Fjölmenni var á herrakvöldi Golfklúbbsins Tudda sem fram fór í Laugardalshöll s.l. föstudagskvöld. Þetta er í sjötta sinn sem GOT heldur þessa glæsilegu veislu – þar sem aðalatriðið er að njóta veislumatar í góðum félagsskap.
23.feb. 2015 - 18:45 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Mikilvægi testósteróns: Hvernig er hægt að auka framleiðsluna í líkamanum náttúrulega

Þegar hugsað er um testósterón þá er það yfirleitt eitthvað sem tengist karlmönnum eða íþróttum og þá oft á neikvæðan hátt. Testósterón hefur í gegnum tíðina mikið verið misnotað af íþróttafólki til að ná betri árangri í íþróttum. Einnig hefur það verið tengt við ýmiskonar ofbeldi, reiði og stjórnleysi.
23.feb. 2015 - 14:30 Sigurður Elvar

„Þú sparkar eins og stelpa“ - ungur þjálfari vill breyta staðalímyndum um boltaíþróttir

Bjarki Már Ólafsson, tvítugur knattspyrnuþjálfari, skrifar áhugaverða grein á bloggsíðu sem hann heldur úti. Þar lýsir Bjarki því hvernig sýn hans á kvennaíþróttir breyttist eftir að hann fór að þjálfa stúlkur á aldrinum 9-12 ára. 
23.feb. 2015 - 05:32 Bleikt

Jóhann Jóhannsson sigraði ekki að þessu sinni

Tónsmiðurinn Jóhann Jóhannsson var ekki á meðal sigurvegara á Óskarsverðlaununum í kvöld. Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi vísindamannsins Stephen Hawking.
22.feb. 2015 - 22:03

Hagkerfið í góðu jafnvægi en tvö stór mál geta sett allt á hliðina

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að þjóðarátak þurfi til ef lækka eigi lægstu laun í takti við kröfur verkalýðshreyfingarinnar.
22.feb. 2015 - 19:54

Ábyrgðin er alltaf á endanum Seðlabankans – Már vill gera skýrslu um Kaupþingslán

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir það á hreinu að ábyrgð á lánveitingu, líkt og þeirri sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi rétt fyrir hrun, hvíli alfarið á herðum bankans. Hann segist tilbúinn til að leggja fram skýrslu um aðdraganda og eftirmála þrautavararlánsins til Kaupþings.
22.feb. 2015 - 18:59

Óprúttnir og óvandir að sínum meðulum og vinna gegn landinu sínu

„Við erum með þessa fimmtu herdeild sem er ekki að starfa í þágu íslenskra hagsmuna, sem er að starfa í þágu erlendra aðila og þessir aðilar eru giska óprúttnir og óvandir að sínum meðulum, um það eru skýr dæmi,“ segir dr. Ólafur Ísleifsson hagræðingur
22.feb. 2015 - 16:44

Steinþór kann besta sparnaðarráð í heimi: Safnaði 20 milljónum

Ísfirðingurinn Steinþór Bragason ákvað 17 ára gamall að drekka hvorki né reykja en leggja þess í stað inn á reikning andvirði þess sem vinir hans eyddu í áfengi og tóbak. Á 20 árum safnaði hann með þessum hætti rétt tæpum 20 milljónum.
22.feb. 2015 - 16:00

Mynd dagsins: Blómarósir í Mjölni

Mynd dagsins er af konum sem æfðu í Mölni í dag, á konudaginn. Mjölnismenn færðu öllum konum sem mættu í Mjölni í dag rós að tilefni konudagsins. Á meðfylgjandi mynd má sjá stelpuhópinn sem mætti á Víkingaþreksæfingu í hádeginu.

22.feb. 2015 - 14:50

Erfiður konudagur hjá Össuri: Dagurinn snérist upp í styrjöld

,,Á þriggja kvenna heimili skapast töluverðar væntingar um tilþrif ábyrgs heimilisföður í aðdraganda konudagsins. Í gær var ég ekki kominn að neinni niðurstöðu. Átti ég að kaupa blóm eða ástarkökur frá MS?“, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður en á Fésbókarsíðu sinni greinir hann frá miklum hremmingum sem hentu hann á konudaginn.
22.feb. 2015 - 11:00

Krampakenndar tilraunir Davíðs til að sleppa við ábyrgð á eigin gerðum

„Það er ekkert nýtt að Davíð Oddsson kasti sök á Geir H. Haarde til að fría sjálfan sig ábyrgð. Það hefur hann gert alla tíð og atvikalýsing hans var lykilforsenda ákæru á hendur Geir. Davíð var höfuðvitni ákæruvaldsins um sekt Geirs.“
22.feb. 2015 - 10:00

María Ólafs í yfirheyrslu

María Ólafsdóttir hefur heldur betur skotist upp á íslenskan stjörnuhiminn frá því hún sigraði Söngvakeppnina fyrir rúmri viku. Fæstir hafa þó hugmynd um hver þessi stórkostlega söngkona er. Til að seðja forvitni lesenda tók Pressan Maríu í yfirheyrslu og þar kom margt áhugavert í ljós.
22.feb. 2015 - 08:55

Flúði af vettvangi en skildi bílnúmerið sitt eftir

Um hálffimmleytið í nótt var bíl ekið á grindverk í Skeifunni. Ökumaður ók burtu af vettvangi. Hins vegar féll númerplata bílsins af og varð eftir þegar lögregla kom á staðinn. Lögreglumenn gátu þá rakið númeraplötuna til skráðs eiganda bílsins og fóru þangað. Er þangað kom var ökumaðurinn mjög drukkinn.
21.feb. 2015 - 20:00

Fékk að vita um sjúkdóminn daginn fyrir afmælið: Ung tveggja barna móðir með MS-sjúkdóminn

„Þetta var svolítið eins og köld vatnsgusa í andlitið“, segir Inga Heinesen, 25 ára gömu tveggja barna móðir, en hún er í greiningarferli fyrir MS-sjúkdóminn. Hún hefur ákveðið að taka sjúkdómnum sem áskorun og hefur breytt um lífsstíl.
21.feb. 2015 - 14:58

„Í þessari herferð sem við erum að fara í núna verður þú ekki tekinn fyrir“

Egill Helgason sjónvarpsmaður og dálkahöfundur fullyrðir að Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði hafi sagt við sig við Reykjavíkurtjörn fyrir hálfu þriðja ári, að til stæði að fara í herferð og hann yrði að þessu sinni ekki tekinn fyrir.
21.feb. 2015 - 13:32

Veðurstofan varar við: Ofsaveður framundan

Veðurstofan varar við stormi og ofsveðri í nótt og á morgun þar sem meðalvindur verður 28 metrar á sekúndu syðst á landinu. Stutt veðurspá fyrir daginn í dag og á morgun er svohljóðandi:

21.feb. 2015 - 10:58

Davíð: Aldrei spurður hvort hann hafi eitthvað á móti birtingu símtalsins við Geir

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, skýrir risalán Seðlabankans til Kaupþings á lokadögunum fyrir hrun í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag og segist aldrei hafa verið beðinn um að gera opinberlega grein fyrir málinu.
21.feb. 2015 - 09:18 Ágúst Borgþór Sverrisson

„Vil ekki bara vera Íris Vefjagigt“: Reynir að byggja upp gott líf þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm

Íris Tosti er 38 ára gömul Reykjavíkurmær með ítalskt blóð í æðum úr föðurættinni en þaðan er ættarnafnið Tosti komið. Íris greindist fyrst með vefjagigt árið 1999 í kjölfar bílslyss og grunur lék á að hún væri með sjúkdóminn allt frá öðru vægara umferðaróhappi árið 1994 og jafnvel fyrr. 
21.feb. 2015 - 08:53

Dularfullur bílabruni við Hverfisgötu

Í nótt kviknaði í tveimur bílum í porti við Hverfisgötu. Slökkvilið kom á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Báðir bílarnir eru gjörónýtir eftir brunann. Ekki er vitað hvað olli eldinum og er málið í rannsókn.
20.feb. 2015 - 20:00 Auður Ösp Guðmundsdóttir

Fóstra, hjúkka og flugfreyja: Hvernig er að vera karlmaður í kvennastarfi?

Starfstéttir á borð við kennslu, umönnunar- og þjónustustörf hafa lengi vel verið helgaðar konum þó svo að þáttur karla hafi aukist lítillega á undanförnum árum. Pressan tók púlsinn á þremur karlmönnum sem allir hafa valið sér starfsframa innan hinna svokölluðu ,,kvennastétta”  og fékk að heyra um tilurð þess að þeir völdu tiltekið starf, viðbrögð umhverfisins og hvað heillaði þá við starfið.
20.feb. 2015 - 18:25

Indíana Ósk ráðin ritstjóri Dýrapressunnar

Indíana Ósk Helgudóttir hefur verið ráðin ritstjóri Dýrapressunnar á Pressunni. Dýrapressan er nýr vefhluti þar sem fjallað verður á fjölbreyttan og fróðlegan hátt um dýr af öllum stærðum og gerðum. Þar verður að finna fréttir, skemmtileg myndskeið, fróðleik frá dýralæknum og svo mætti lengi telja.
20.feb. 2015 - 17:00 Auður Ösp Guðmundsdóttir

Ingibjörg opnar sig við Pressuna um skelfilega lífsreynslu:,,Hann sagði að ég væri svo erfitt barn“

Mig langar að hjálpa sem flestum sem eru í þessari aðstöðu. Vegna þess að þegar ég var þar sjálf þá var enginn sem talaði við mig. Það var svo fast í hausnum á mér að ég ætti þetta skilið og ætti að skammast að ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta væri rangt,“ segir Ingibjörg Ýr Smáradóttir sem í 6 ár bjó við gróft heimilisofbeldi af hálfu stjúpföður síns. Hún hefur nú ákveðið að stíga fram og segja sögu sína í von um að hjálpa öðrum í sömu sporum en hún segir ofbeldi af þessu tagi hafa miklar og langvarandi afleiðingar.
20.feb. 2015 - 16:10

Ásdís Rán og Saga ósammála: Jafnrétti og femínismi að bjóða uppá ofurkroppa - Hallærislegra en Logi Bergmann í línudansi segir Saga

Athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir segist skynja mikinn áhuga fyrir komu dansteymisins Grandos sem skemmtir á konukvöldi klukkan 19 á Spot í kvöld.  Kyntröllin í Grandos munu fækka fötum og segir Ásdís að um saklaust atriði sé að ræða. Ásdís skipuleggur konukvöldið og er það nokkuð umdeilt líkt og margt annað sem hún hefur tekið sér fyrir hendur í gegnum tíðina. Saga Garðarsdóttir leikkona er ein af þeim sem hefur gagnrýnt fyrirhugað konukvöld en Ásdís Rán kippir sér ekki upp við það og í samtali við Pressuna blæs hún á allar gagnrýnisraddir. Bætir hún við að mikill áhugi sé fyrir konukvöldinu.
20.feb. 2015 - 11:55

Foreldrar biðu í bílnum á meðan börnin gengu á ísnum: Ein manneskja endaði í lóninu - Stórhætta á ferðum

,,Það er skilti í sjoppunni við Lónið þar sem segir að það eigi ekki að fara út á en fólk annað hvort tekur ekki eftir því eða hunsar það,” segir Owen Hunt leiðsögumaður sem um hádegisbilið í gær tók meðfylgjandi ljósmyndir en þar má sjá ferðamenn fara út á ísinn á Jökulsárlóni og ganga þar um. Segist Owen hafa orðið var við þetta uppátæki ferðamanna hvað eftir annað að undanförnu en um sérstaklega varhugaverða hegðun sé að ræða.

20.feb. 2015 - 09:58

Stjórnvöld óttast njósnir af hálfu kröfuhafa: Leituðu að hlerunarbúnaði

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar og ráðgjafar við vinnu að losun gjaldeyrishafta óttast í vaxandi mæli mögulegar símhleranir erlendra kröfuhafa. Lögreglan var fengin til að til að kanna hvort símar væru hleraðir.

Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 13.2.2015
Snilldarverk
Aðsend grein
Aðsend grein - 13.2.2015
Gleymdu karlarnir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2015
Ég á afmæli í dag
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 13.2.2015
Skiptir máli hver þú ert?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 12.2.2015
Skattsvik og skattrannsóknir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.2.2015
Stefán á að biðjast afsökunar
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 14.2.2015
Trú og siður Jóns Gnarrs
Einar Kárason
Einar Kárason - 16.2.2015
Þeir bættu ekki hjólið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.2.2015
Einar og Stefán stóryrtir
Fleiri pressupennar