11. ágú. 2012 - 09:30

Erna Gunnþórsdóttir var tekin í yfirheyrslu um helgina

Erna Gunnþórsdóttir er á þriðja ári í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Hún vinnur einnig við fyrirsætustörf í hjáverkum. Hún hefur haft blendnar tilfinningar til fyrirsætustarfa og hætt oft en byrjað síðan aftur. Erna kom fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum og var þá þekkt fyrir ögrandi myndir í tímaritum á borð við Bleikt og blátt. Pressan tók Ernu í yfirheyrslu og komst m.a. að því að hún er einlægur aðdáandi History channel og finnst fátt leiðinlegra en persónuárásir á kommentakerfum.

Fjölskylduhagir? Er trúlofuð Óla Rúnari og saman eigum við tvo stráka. Jón Inga sem er 4. ára og Gunnþór sem er tæplega 3. ára.

Menntun/atvinna?

Ég er að hefja mitt þriðja ár í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Ég stunda einnig fyrirsætustörf í hjáverkum. Ég hef haft blendnar tilfinningar til fyrirsætustarfa í gegnum tíðina og hef hætt ansi oft og byrjað síðan aftur. Neikvæð gagrýni fylgir því að stunda þessa tegund fyrirsætustarfa sem í dag er nefnd glamúr og hún getur svosem verið réttmæt. Myndir af þessu tagi eru oft alveg „á mörkunum“ og virðist snerta strengi siðapostula samfélagsins.


Uppáhalds Sjónvarpsefni? Ég hef gaman að fræðsluþáttum og er einlægur aðdáandi Discovery channel, History channel og National geographic. Þegar kemur að gamanþáttum þá eru uppáhaldsþættirnir mínir Vampire diaries, Buffy the vampire slayer, Angel og Nurse Jackie. Ég er núna að horfa á Game of thrones en ég verð að viðurkenna að þessi þáttur er ekki enn búinn að fanga aðdáun mína. Mér líður eins og ég sé að horfa á miðaldaútgáfuna af Glæstum vonum.

 

Leikari? Það er svo mikið til af hæfileikafólki en þeir sem koma fyrst upp í hugann eru Ewan McGregor, Edward Norton og Christian Bale af karlkyns leikurum. Meryl streep og Natalie Portman eru mjög góðar leikkonur.

Rithöfundur? Ég hef lesið mikið í gegnum tíðina og á uppáhalds bækur en ekki uppáhalds rithöfunda. Glerfjallið eftir Aðalstein Ásberg, Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón, Dýragarðsbörnin eftir Kristjönu F, Ég man þig eftir Yrsu Sigurðar og Ein til frásagnar sem er saga Immaculée Ilibagiz. Þetta eru þær bækur sem koma fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um eftirminnilegar sögur.

Bók eða bíó? Ef ég hefði meiri tíma þá væru það bækur en ég er í fullu háskólanámi þar sem ég er alltaf lesandi og með tvö lítil börn. Þá er meira freistandi að fara í bíó þegar maður fær tækifæri til að bregða sér frá. Bíóferð er bæði tilbreyting og afþreying þar sem ég get fjarlægt mig aðeins frá raunveruleikanum. Þegar maður les bækur fær maður að skapa umhverfið í kringum það sem maður les en kvikmyndir gera ekki sömu kröfur, þær í raun mata mann á sýn einhvers annars.

Besti matur?

Nautakjöt, svínabógur, Mcflurry, karmelludýr (frá Góu), hnetusmjör og morgunkorn. Ég er með mikið hömluleysi þegar það kemur að morgunkorni. Það lýsir sér þannig að ég ét allan pakkann þegar ég kemst í það. Ég er mikil dellumanneskja og það er alltaf eitthvað eitt sem ég er með æði fyrir á hverjum tíma. Núna er það lakkrís með marsípani.


Kók eða Pepsí? Pepsí og þá sérstaklega pepsí max.

Fallegasti staðurinn?  

Fegurð fyrir mér eru hughrif og mikilfengleg náttúra fangar mig ekkert sérstaklega. Ég er með mikinn áhuga á eyðibýlum og fer hvert sumar að skoða slíkt. Ég er þá með síðustu ábúendaupplýsingar með mér og upplýsingar um jörðina ef það er til. Ég hef mikinn áhuga á minjum um menningu. Það er svo sérstakt að fara að eyðibýli, tala nú ekki um ef þau eru afskekkt, að ganga inná svæði þar sem einu sinni voru hlátur og líf og nú er bara ekkert nema minningar um það sem áður var. Þetta hrífur mig og þar af leiðandi eru eyðibýli fallegustu staðirnir sem ég fer á.


Hvað er skemmtilegt?  Fjölskyldan mín, saga, fornleifafræði, lífeðlisfræði, teikning, photoshop, list, arkitektúr, útihlaup og líkamsrækt. Ég hef mikinn áhuga á mannslíkamanum og ritrýndum upplýsingum. Ég er á móti bullvísindum og gervifræðum sem varða gervifæðu í formi fæðubótaefna. Sama á við ofstækisáróður sem settur er fram af fólki sem er ekki menntað á þessu sviði og kann ekki að nota heimildir.

Hvað er leiðinlegt? Það er fátt sem mér finnst leiðinlegra en persónuárásir á kommentakerfum. Mér finnst sárt að sjá hvað fólk getur verið tillitslaust. Ég tala nú ekki um þegar það ber fyrir sig málfrelsi og skoðanafrelsi. Illa ígrundaðar skoðanir eru ekki einkamál og geta verið beinlínis hættulegar, rasismi og fordómar eru dæmi um það. William K. Clifford lýsti þessu mjög vel í „Rétturinn til sannfæringar“. Það að vera kurteis og særa ekki aðra er ef til vill eitthvað sem maður ætti að temja sér fram yfir það að lifa í þeirri hugsum að telja það vera sinn rétt að skrifa ókvæðisorð í skjóli tölvuskjásins.

Það voru skrif um mig í DV um daginn og það sem stóð upp úr á kommentakerfinu þar, var að landsfrægur feministi lét ummæli falla sem mér þótti heldur leiðinleg. Ég get ekki skilið hvernig einstaklingur sem berst fyrir mannréttindum finnst það í lagi að svipta mig þeim grunnmannréttindum að vera ekki að tala illa til mín og niðurlægja á opinberum vettvangi. Það sem mér finnst ef til vill verst við þetta er að þetta er kona sem ég hef hingað til borið virðingu fyrir.


Hvaða flokkur? Ég hálf skammast mín fyrir áhugaleysi mitt þegar kemur að stjórnmálum. Ég er frjálshyggjumanneskja í grunninn og kann illa við að lifa við stýringu þar sem allt er bannað vegna þess að það þarf að hafa vit fyrir fólki.

 

Hvaða skemmtistaður? Ég hef ekki drukkið áfengi síðan 2006. Ég er bindindismanneskja og hef ekki farið á skemmtistað síðan það mátti reykja þar inni. Ég tel mig ekki hafa neitt að sækja niður í miðbæ, ég er ekki fyrir það að vera í kringum mikið af fólki og er einfari í eðli mínu.

Kostir:

Dugleg, ákveðin, ábyrg, stundvís, áreiðanleg, löngun til að vera réttsýn, kærleiksrík, nægjusöm, gáfuð, traust, góður vinur, brosmild og glöð.

Lestir?  Þver, get verið hrokafull, klaufi, morgunfúl, á erfitt með að treysta fólki, á erfitt með að fyrirgefa, skapstór, einræn, reiðist auðveldlega og ég er draslari.

Hver er fyndinn? Unnusti minn getur verið mjög hnyttinn og skemmtilegur. Pabbi minn er líka húmoristi

Hver er leiðinlegur?

Fólk er ekki leiðinlegt en hegðun getur verið það. Fólk sem er alltaf reitt og tuðandi yfir öllu er mjög fráhrindandi.


Trúir þú á drauga? Ég hef aldrei séð draug en ég hef enga ástæðu til að efast um að þeir sem segjast hafa séð eitthvað yfirnáttúrulegt séu bara ímyndunarveikir og alveg í ruglinu. Það er svo margt í þessu lífi sem við getum ekki útskýrt. Ég trúi því ekki að þessi jörð og það sem vísindin geta útskýrt sé það eina sem til er í þessum heimi.

Stærsta augnablikið? Fæðing barnanna minna

Mestu vonbrigðin?  

Ég var lögð í einelti í barnaskóla og sá tími er fullur af vonbrigðum og sársaukafullum minningum.

Hver er draumurinn? Verða hjúkrunarfræðingur og vera góð móðir. Ég er mjög hamingjusöm í dag og tel mig vera að lifa í mínum draumi.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Það mun koma í ljós á næstu mánuðum

 

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Nei, en ég er að vinna að því

Manstu eftir einhverjum brandara? Nei, ég er alveg hræðileg í að segja brandara ég fer alltaf að hlægja eða gleymi þeim í miðri sögu. Ég er meira að segja farin að hlægja núna þegar ég er að skrifa þetta og veit ekkert hversvegna

Mikilvægast í lífinu?

Vera góð manneskja og heiðarleg við sjálfa mig og aðra. Að láta drauma mína rætast og njóta hverrar stundar.
13.júl. 2014 - 16:15

Lýst eftir 13 ára dreng: Hefur þú séð Guido?

Lög­regl­an á Hvols­velli lýsir eftir dreng á fjór­tánda ári en hann heitir Guido Javier Japke Varas. Guido fór heim­an frá sér á Hellu á fimmtu­dag og hef­ur ekki skilað sér heim síðan. Seinast er vitað um ferðir hans á höfuðborg­ar­svæðinu, en þar sást hann í gær.

13.júl. 2014 - 15:39 Sigurður Elvar

Hvernig spá sérfræðingarnir úrslitaleiknum á HM? – Hver verður maður keppninnar?

Þýskaland og Argentína eigast við í kvöld í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Brasilíu. Þjóðverjar hafa ekki sigrað á HM frá árinu 1990 þegar liðið fagnaði titlinum í þriðja sinn. Argentína hefur tvívegis fagnað heimsmeistaratitlinum, fyrst 1978 og 1986 í annað sinn.
13.júl. 2014 - 15:30 Kristín Clausen

Sumarfríið verður aldrei fullkomið: Herdís Pála um samskipti í fríinu

Um miðjan júlímánuð þegar margir landsmenn eru komnir í langþráð sumarfrí er ekki seinna vænna en að rifja upp samskiptahæfni. Fríið á að vera sá tími þar sem fjölskyldan styrkir tengslin eftir annasamt ár. Oftar en ekki koma þó upp á yfirborðið vandamál tengd samskiptum.
13.júl. 2014 - 14:00

Íslenskar vetrarmyndir slá í gegn erlendis: 14 ástæður fyrir því að þú ættir að ferðast til Íslands

Ljósmyndarinn Skarphéðinn Þráinsson sérhæfir sig í myndum af landslagi Íslands en Skarphéðinn ferðast um landið og fangar hin ýmsu augnablik náttúrunnar. Þá hefur hróður myndanna borist út fyrir landsteinanna og hafa þær verið birtar í erlendum miðlum þar sem lesendur eru um leið hvattir til að heimsækja Ísland.

13.júl. 2014 - 09:00 Kristín Clausen

„Við fitnuðum saman sem krakkar og grenntumst saman sem unglingar” - Systkinin Þorlákur og Hrafnhildur segja sögu sína

Flott systkini sem tóku stóra ákvörðum á unga aldri og stóðu við hana „Brauð með remúlaði og osti var rétturinn okkar”, segja systkinin Þorlákur og Hrafnhildur Rafnsbörn. Fyrir nokkrum árum voru þau í mikilli yfirþyngd og lögð í einelti. Systkinin hafa heldur betur snúið við blaðinu síðan þá en þeim þykir skrítnast að upplifa hvað viðhorf fólks til þeirra hefur breyst mikið á þessu tímabili.  
13.júl. 2014 - 08:00

Heiftarleg líkamsárás í Grafarvogi: Á annan tug ungmenna slógu mann með golfkylfum

Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meðal annars komu til sögunar fíkniefnamál auk líkamsárásar og þá voru þrír ökumenn stöðvaðir vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs.
12.júl. 2014 - 18:22

Glímdi sjálf við prófkvíða: Hjálpar nú íslenskum unglingum að læra stærðfræði á Netinu

Gyða Guðjónsdóttir kennir íslenskum unglingum stærðfræði á Netinu. „Þegar ég var í skóla þá glímdi ég við mikinn prófkvíða og lestrarörðugleika. En þrátt fyrir það fór ég í gegnum mikið nám, kláraði fyrst Kennaraháskóla Íslands með stærðfræði sem aðalfag, fór síðan beint í tölvunarfræðina í Háskóla Íslands. Eftir það nám fór ég að vinna sem millistjórnandi í hugbúnaðarfyrirtæki og tók með þeirri vinnu Master í Mannauðsstjórnun.“
12.júl. 2014 - 12:30

Ísland er ,,einkennilegur staður með einstökum manneskjum"

,,Flugvöllurinn var svo hreinn að hann virkaði sótthreinsaður. Örfáar hræður sáust á vappi. Þegar ég kom út skimaði ég eftir númerinu á flugvallarútunni og leit upp til himinsins sem var dimmur, dapurlegur og grár/svartur. Klukkan var sex að morgni og von á rigningu. Þarna var ég. Alein á Íslandi." Þannig hefst pistill bandaríska ritstjórans Willona Sloan sem hún birtir á heimasíðu sinni en þar lýsir hún nýlegri heimsókn til Íslands og upplifun sinni af landinu og heimamönnum. Pistilinn ber nafnið Babtism by Fire and Ice: My Journey to Iceland.

12.júl. 2014 - 10:00

Stærsta götuhjólakeppni landsins: KIA Gullhringurinn hjólaður í dag

Í dag hjóla 350 fljótustu hjólreiðamenn landsins um uppsveitir Árnesýslu í hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum. Keppnin er stærta götuhjólakeppni landsins og verður ræst á Laugarvatni kl 10:00 og hjólaðar eru þrjár mismunandi vegalengdir.
12.júl. 2014 - 09:00

Árátta fólks að breyta útlitinu er lýðheilsuvandamál

„Það gleymist oft að minnast á áráttu fólks að breyta útlitinu”, segir Vilhjálmur Ari Arason í pistli sem birtist á Eyjan.is. Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um lífstílstengda sjúkdóma. Í umræðunni gleymist oft að nefna þá sjúkdóma sem geta komið upp vegna inngripa. Til dæmis vegna brjóstastækkana, húðflúrs og smáhluta sem settir eru undir húð.

11.júl. 2014 - 19:20

Yfirlýsing frá „talskonunum“ Ástu S.H. Knútsdóttur og Sesselju E. Barðdal

Í ljósi fréttaflutnings síðasta sólarhrings finnum við okkur knúnar til að varpa skýrari ljósi á niðurstöðu Héraðsdóms  í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar gegn okkur og Vefpressunni.
11.júl. 2014 - 18:25

Horfðu á úrslitaleik HM á Arena de Ingólfstorg: 15 manna slagverkssveit hitar upp

Ingólfstorg var þétt setið þegar fram fóru leikir í undanúrslitum HM. Það má búast við trylltri sambastemningu í miðborg Reykjavíkur á sunnudag þegar úrslitaleikur Heimsmeistaramótsins í fótbolta fer fram. Sem fyrr mun Nova blása til veislu á heimavelli sínum, Arena de Ingólfstorg, þar sem ekta HM sumarkarnival mun koma þér í gírinn.
11.júl. 2014 - 17:43

Hjálpsami lögregluþjónninn í miðbænum

„Lögreglumenn eru í eðli sínu hjálpsamir enda snýst starf þeirra að stórum hluta um að aðstoða borgarana. Hvort íslenskir lögreglumenn séu hjálpsamari en erlendir starfsbræður þeirra skal ósagt látið, en þrír ferðamenn í Reykjavík fullyrða þó að svo sé“.
11.júl. 2014 - 17:11

Óskað eftir vitnum að líkamsárás við Grímsbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað við Grímsbæ á Bústaðavegi í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 6. júlí síðastliðinn á milli kl 4 og 5, en fórnarlambið var karlmaður á sextugsaldri. Sérstaklega er óskað eftir að ökumaður leigubíls, sem talinn er hafa átt leið hjá, hafi samband við lögreglu. Eftir líkamsárásina var þolandinn fluttur af árásarmönnunum í bíl þeirra að Irish Pub við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og skilinn þar eftir.  

11.júl. 2014 - 16:30

Annað úrkomumet í uppsiglingu: Júlímánuður sá sjöundi blautasti frá 1920 og enn eru 20 dagar eftir af mánuðinum!

Júnímánuður var sá blautasti frá árinu 1920. Nú stefnir í að met verði einnig sett í júlímánuði. Eftir aðeins ellefu daga er rigningin í júlí langt yfir meðaltali og mánuðurinn sá sjöundi blautasti frá árinu 1920 eða síðan reglubundnar mælingar hófust. Tuttugu dagar eru eftir af mánuðinum og næstu sjö dagana er spáð skúra og rigningaveðri. Þú ert því líklega að upplifa blautasta júlímánuð frá 1920 og óhætt að kalla sumarið í ár, rigningasumarið mikla. Og það er ekkert útlit fyrir breytingar fyrr en 20. júlí.
11.júl. 2014 - 15:24

„Eng­in orð geta lýst sorg­inni“. Styrktarreikningur stofnaður í nafni Andra Freys

„Eng­in orð geta lýst sorg­inni sem rík­ir hjá fjöl­skyldu hans þessa dag­ana,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá aðstand­end­um Andra Freys Sveins­son­ar sem lést af slys­för­um í skemmtig­arði á Benidorm síðdeg­is á mánu­dag. Til að létta und­ir með aðstand­end­um hef­ur vinafólk fjölskyldunnar stofnað sér­stak­an styrkt­ar­reikn­ing í nafni Andra Freys.

11.júl. 2014 - 10:00

Ekki í lagi að setja þolendur ofbeldis á sakamannabekk: Aðeins fjallað ítarlega um hegðun stúlkunnar

Það er eitthvað rangt við þetta er heiti á pistli sem birtist þann 5 júlí síðastliðinn í Reykjavík Vikublað og er ritaður af ritstjóra blaðsins, Ingimar Karli Helgasyni. Í pistlinum fjallar Ingimar um dóm sem féll nýlega í héraðsdómi Suðurlands þar sem karlmaður var sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku á Þjóðhátíð í Eyjum og telur Ingimar ýmsa vankanta vera á  niðurstöðu dómsins.

11.júl. 2014 - 08:00

Mynd dagsins: Júlía skilin eftir auralaus, atvinnulaus og heimilislaus - Þjófurinn skildi eftir bréf!

„Um miðjan júnímánuð var ég rænd. Lokaður gluggi var spenntur upp og brotist var inn á heimilið mitt þegar ég var ekki heima. Fyrir utan þessa persónulegu árás sem ég er enn að vinna úr var ég skilin eftir auralaus, atvinnulaus og heimilislaus þar sem ég gat ekki hugsað mér að búa áfram í íbúðinni,“ segir Júlía Hvanndal sem varð fyrir þeirri ömurlegu reynslu að brotist var inn hjá henni.
10.júl. 2014 - 21:30

Sigurður Hallvarðsson er látinn

Blessuð sé minning Sigurðar Hallvarðssonar Sigurður Helgi Hallvarðsson er látinn, 51 árs að aldri. Banamein hans var krabbamein. Hann hafði barist við heilakrabbamein í um áratug. Sigurður var giftur Ingu Maríu Friðriksdóttur.
10.júl. 2014 - 20:29

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Gaza strandarinnar

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Gaza svæðisins vegna ótryggs ástands þar. 90 Palestínumenn hafa látið lífið í loftárásum undanfarna sólarhringa og yfir 600 eru særðir.
10.júl. 2014 - 20:00

10 íslenskir tónlistarmenn sem útlendingar verða að kynna sér

Á vefsíðunni riddle.com má sjá lista yfir tíu íslenska tónlistarmenn sem vefsíðan mælir með fyrir lesendur til að hlusta á. Í greininni segir að þó svo að Íslendingar séu ekki stór þjóð séu þeir þekktir fyrir fjölbreytta tónlist sem hefur kynnt land og þjóð fyrir umheiminum
10.júl. 2014 - 18:54

Maður hótaði að henda sér fram af þaki í Reykjavík í dag

Um klukkan hálf þrjú í dag var tilkynnt um mann uppi á þaki húsnæðis við Vagnhöfða í Reykjavík. Maðurinn lét ófriðlega og hótaði henda sér fram af þakinu.

 

 


10.júl. 2014 - 18:30

Svala Ísfeld: Hröð þróun í kynferðisbrotamálum

Svala Ísfeld Ólafsdóttir birti pistil í Fréttablaðinu, í morgun, um þyngri refsingar fyrir kynferðisbrot. Þar skrifar hún um dóminn sem féll 12. júní síðastliðinn þar sem maður var dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn barni. Vekur hún athygli á að slíkir dómar hafa fallið tvisvar áður, eða 1961 og 1983.
10.júl. 2014 - 17:03

Yfirlýsing frá ritstjóra Pressunnar: Fréttaflutningur byggðist á viðurkenndum gildum

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði með dómi sínum í dag fullyrðingum Gunnars Þorsteinssonar um að ásakanir nokkurra kvenna á hendur honum, sem sagt var frá í Pressunni, hefðu verið rógsherferð. Jafnframt kemur fram það mat dómsins að frásagnir þeirra séu trúverðugar.
10.júl. 2014 - 14:00 Kristín Clausen

Kröfu Gunnars í Krossinum vísað frá í meiðyrðamáli gegn talskonunum tveimur

Dómur var kveðinn upp fyrir stundu, í Héraðsdómi Reykjavíkur, í máli Gunnars Þorsteinssonar gegn Steingrími Sævarri Ólafssyni fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, Ástu Knútsdóttur og Sesselju Engilráð Barðdal. Hluti ummæla voru dæmd ómerk en kröfu Gunnars Þorsteinssonar um miskabætur var vísað frá dómi. 

 


 

     

10.júl. 2014 - 12:30

Átakanlegar ljósmyndir sýna veruleika íslensks utangarðsfólks

Gísli Hjálmar Svendsen útskrifaðist frá Ljósmyndaskóla Íslands í febrúar síðastliðnum en útskriftarverk hans Utangarðsmenn vakti mikla athygli á útskriftarsýningu skólans. Eins og titilinn gefur til kynna gefur þar á að líta utangarðsfólk í Reykjavík og þeirra daglega líf en Gísli vinnur nú að bók þar sem finna má umræddar ljósmyndir auk annara verka sem hann hefur unnið í gegnum tíðina.10.júl. 2014 - 10:30

Þekkir þú þennan mann? Lögreglan leitar hans

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi mynd vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. Þetta segir í tilkynningu frá embættinu. Ef einhverjir þekkja til mannsins, eða vita hvar hann er að finna, eru hinir sömu vinsamlegast beðnir um að hringja í lögregluna í síma 444-1000.  Þá má einnig koma upplýsingum á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
10.júl. 2014 - 08:10

Færri kynferðisbrot á borð lögreglunnar það sem af er af ári

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júnímánuð 2014 hefur verið birt en í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.
 

09.júl. 2014 - 21:00

Hvert er álfanafnið þitt?

Sumarið er komið – þó það sjáist ekki á veðrinu – og ferðamenn finnast nú á víð og dreif um landið. Það er ekki bara blómleg menning og ósnortin náttúra sem dregur túristana hingað til lands, því álfar og huldufólk vekja einnig gríðarlegan áhuga margra. Ragnhildur Jónsdóttir rekur Álfagarðinn í Hellisgerði, en hún tekur á móti fjölmörgum ferðamönnum á sumrin. Þá hafa margir hverjir komið hingað til lands einmitt til þess að spyrjast fyrir um álfa. Ragnhildur segir algengustu spurningar ferðamanna varða bústaði álfanna og stærð þeirra.

09.júl. 2014 - 20:00

Þetta eru vinsælustu lögin í brúðkaupum Íslendinga

Sumarið er tími brúðkaupanna og er að ýmsu að huga þegar að kemur að stóra deginum. Eitt af því er val á tónlist við athöfnina en ljóst er að lagaval getur haft ýmislegt að segja hvað varðar heildarupplifunina af þessari stóru stund í lífi fólks. Pressan hafði samband við nokkra af vinsælustu brúðkaupssöngvurum landsins: Bubba Morthens, Bjarna Arason, Guðrúnu Árnýju, Geir Ólafsson og Pál Rósinkranz og grennslaðist fyrir um hvaða lög væri ítrekað beðið um af væntanlegum brúðhjónum.
09.júl. 2014 - 19:35

Yfirlýsing frá fjölskyldu Andra Freys sem lést í hörmulegu slysi á Benidorm

Við, foreldrar og stjúpforeldrar Andra Freys, viljum senda frá okkur eftirfarandi yfirlýsingu um þetta hörmulega slys sem varð í skemmtigarðinum Terra Mítica þann 7. júlí sl. Með þessari yfirlýsingu viljum við biðja fréttamenn um að virða erfiðar aðstæður okkar og hætta að flytja óstaðfestar fréttir af málinu og þannig fara oftar en ekki með rangt mál.
09.júl. 2014 - 19:00

Vissir þú þetta um hótelherbergi?

Hótel eru gagnleg þegar fólk ferðast því það er jú betra að hafa samastað þar sem hægt er að hvíla lúin bein, baða sig og sofa. En ekki er víst að öll hótel, sama hversu margar stjörnur þau hafa, séu eins hrein og örugg eins og heimili okkar.

09.júl. 2014 - 16:10

Myndir dagsins: Ótrúlegt! Ferðamenn arka upp á Sólheimajökul þrátt fyrir viðvörun lögreglu

Stórir hópar erlendra ferðamanna hafa í fylgd íslenskra leiðsögumanna farið í ferðir á Sólheimajökul í dag, þrátt fyrir tilmæli frá lögreglu um að halda sig frá jökulsporðinum og upptökum árinnar þar. Þá hafði Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra varað ferðaþjónustufyrirtæki við því flóð geta vaxið á skömmum tíma og þá berst brennisteinsvetni með hlaupvatninu.
09.júl. 2014 - 14:00

Frumvarp um nýtt millidómstig gefið út

Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um millidómstig á haustþingi, en frá þessu greinir Fréttablaðið. Nokkur ár eru síðan farið var að ræða nauðsyn þess að stofna millidómstig til að létta álagi af Hæstarétti. Nefnd var falið fyrir ári síðan að fjalla um millidómstig og hvernig því yrði komið á laggirnar. Er nefndin nú að ljúka störfum og mun skila tillögum innan skamms.
09.júl. 2014 - 10:19

Nafn piltsins sem lést

Íslenski pilturinn sem lét lífið í slysi í skemmtigarði á Benidorm á Spáni á mánudaginn hét Andri Freyr Sveinsson.
09.júl. 2014 - 09:10

Vera og Damon eignast barn: „Við erum að springa úr stolti og gleði“

Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðarmaður og Damon Younger leikari eignuðust dóttur á mánudaginn. Frá þessu greinir Vera á Fésbókarsíðu sinni
08.júl. 2014 - 19:10 Kristín Clausen

100 áhrifamestu konurnar í íslensku atvinnulífi árið 2014

Nýjasta tölublað Frjálsrar verslunar er helgað konum í viðskiptalífinu. Þar er að finna lista yfir hundrað áhrifamestu konurnar á Íslandi árið 2014. 

08.júl. 2014 - 18:18

Óvissustig vegna jökulhlaups: Þrjú ár á morgun síðan brúnni við Múlakvísl skolaði burt

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli lýsir yfir óvissustigi vegna upplýsinga um að hlaupvatn sé komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Þá hafa jarðskjálftar mælst í Kötlu og var skjálfti þar í morgun að stærðinni þrír. Gunnar B. Guðmundsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Pressuna að ekki sé vitað um stærð hlaupsins en eins og staðan sé nú bendi til að um lítið hlaup sé að ræða.
08.júl. 2014 - 16:11

easyJet stóreykur umsvif sín: Fljúga til átta áfangastaða frá Íslandi allt árið um kring

Flugfélagið easy Jet hyggst hefja beint áætlunarflug frá Íslandi til Gatwick-flugvallar í London, Genfar í Sviss og Belfast á Norður-Írlandi. Sala flugmiða til allra áfangastaðanna er hafin á heimasíðu félagsins. Flugið til Gatwick og Genfar hefst í lok október og til Belfast í desember. Nýju flugleiðirnar þrjár verða starfræktar allt árið um kring. Búist er við að ferðamenn sem koma hingað til lands með easyJet muni skila um fjörtíu milljörðum króna í gjaldeyristekjur árið 2015. Frá þessu er greint í tilkynningu frá félaginu.
08.júl. 2014 - 14:30

Sjómaður fékk 45 milljónir í bætur

Héraðsdómur Reykjavikur dæmdi Tryggingamiðstöðina til þess að greiða fyrrverandi sjómanni 45 milljónir króna í bætur vegna slyss. Sjómaðurinn var að vinna í lest línuveiðibáts frá Grindavík 1. maí árið 2009 þegar hann féll aftur fyrir sig og slasaðist á öxl.
08.júl. 2014 - 14:00

LG G3 selst eins og heitar lummur: „Flottasti síminn í heiminum í dag“

Margir hafa beðið spenntir eftir LG G3. Áhugafólk um nýjustu tækni og vísindi tók gleði sína í lok síðasta mánaðar þegar nýjasta afurð LG risans kom á markað hér á landi, sjálfur LG G3. Þessi magnaði snjallsími stendur sannarlega undir nafni enda hlaðinn eiginleikum sem ekki hafa sést áður.
08.júl. 2014 - 12:45

Þeir sem fara reglulega í sólbað lifa lengur

Samkvæmt grein sem birtist í Indipendent UK hefur viðarmikil rannsókn, gerð af vísindamönnum í Karolinska Institute í Svíþjóð, leitt í ljós að konur sem forðast sólböð á sumrin eru tvisvar sinnum líklegri til að deyja en þær sem sóla sig á hverjum degi. 

08.júl. 2014 - 08:15

Lækkun á tóbaksgjaldi: Í vasa smásala, ekki neytenda

Hinn 1. júní tóku í gildi lög sem meðal annars leiddu til lækkunar á tóbaksgjaldi, áfengisgjaldi, bensíni -og olíugjaldi. Neytendasamtökin ákváðu að kanna hvort að verð á sígarettupökkum til neytenda hefði lækkað í kjölfarið.
07.júl. 2014 - 20:26

Ungur Íslendingur lést af slysförum í skemmtigarði á Spáni í dag

Banaslys varð í skemmtigarðinum Terra Mitica á Benidorm á Spáni síðdegis í dag. Spænski netmiðillinn El Mundo og fleiri miðlar þar í landi fullyrða að 18 ára íslenskur karlmaður hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum.
07.júl. 2014 - 14:45

Njótið sólarinnar í dag: Hún kemur ekki aftur fyrr en á sunnudaginn, svo kveður hún á ný

Á morgun byrjar að rigna á höfuðborgarsvæðinu og svo  léttir ekki til fyrr en á sunnudagsmorgunn. Í hádeginu byrjar aftur að rigna og verður skýjað til miðvikudagsins 16. júlí. Spá Veðurstofunnar nær ekki lengra en til laugardagsins 12. júlí en samkvæmt langtímaspá norsku veðurstofunnar mun verða meira og minna skýjað og rigning á höfuðborgarsvæðinu til 16. júlí.
07.júl. 2014 - 12:00

Fjölmargir óhlýðnuðust tilmælum lögreglu: MYNDBAND

Óttar Guðlaugsson var einn fjölmargra sjónarvotta að stórbrunanum sem átti sér stað í Skeifunni í gærkvöldi. Hann birti meðfylgjandi myndband á fésbókarsíðu sinni en þar má sjá fjölda fólks hunsa viðvaranir lögreglunnar með því að smeigja sér yfir eða undir gulan borða sem lögreglan hafði sett upp til að hindra aðgang fólks að brunasvæðinu.
07.júl. 2014 - 11:36

Mynd dagsins: Skemmdarvargur ók stórvirkri vinnuvél á hús í Bolungarvík í nótt

Mynd dagsins að þessu sinni tók Elías Jónatansson bæjarstjóri í Bolungarvík. Í samtali við BB á Ísafirði greinir Elías frá skemmdum sem unnar voru á húsi í bænum í nótt. Húsið er friðað og var byggt árið 1909 en fá hús hafa varðveist frá þessum tíma í víkinni.
07.júl. 2014 - 08:15

12 slökkviliðsmenn enn að störfum í Skeifunni:Einn mesti eldsvoði í sögu Reykjavíkurborgar

Einn mesti eldsvoði í sögu Reykjavíkurborgar varð í Skeifunni í gærkvöldi og í nótt en mun hann hugsanlega vera sá stærsti frá árinu 1989. 12 slökkviliðsmenn standa enn vaktina í Skeifunni og eru tveir slökkviliðsbílar á vettvangi en um 110 slökkviliðsmenn og 70 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum þegar mest var. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinum munu götur umhverfis Skeifuna 11 vera lokaðar í dag þar sem mikil hætta er á að þök kunni að hrynja. Aðeins fjórðung­ur húss­ins stend­ur heill eft­ir en annað er farið. Enn er ekki ljóst hver eldsupptökin voru.

06.júl. 2014 - 23:11

Íbúar í nágrenni við Skeifuna loki gluggum

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur beinir því til borgarbúa í nágrenni við Skeifuna að loka vel gluggum vegna reykmengunar sem berst frá eldinum í Skeifunni í kvöld. Nokkrar byggingar hafa brunnið en Slökkvilið Höfuborgarsvæðisins telur sig hafa náð tökum á eldinum.

 

 

06.júl. 2014 - 22:36

Fólk haldi sig fjarri Skeifunni vegna sprengihættu: Myndband

Lögreglan biður fólk að halda sig fjarri Skeifunni vegna stórbrunans. Þá varar lögreglan við sprengihættu og þá er ekki síður mikilvægt að slökkvilið og lögregla fái starfsfrið við þetta erfiða verkefni.

Sena - Háskólabíó - klassík
Aðsend grein
Aðsend grein - 10.7.2014
Átt þú atvinnumann framtíðarinnar?
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 30.6.2014
Kjarni án kjarna
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 05.7.2014
Innri endurskoðandinn systir ríkisendurskoðanda!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.7.2014
Skopmynd Halldórs af mér
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 01.7.2014
Línuritið, sem ég sýndi Guðmundi Andra
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.7.2014
Góður vinnustaður
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 08.7.2014
Einkennileg fréttamennska
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 29.6.2014
Gleymd þjóð
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.7.2014
Svör við spurningum tveggja fréttamanna
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 04.7.2014
Hvar eru nú Bubbi og Hörður Torfa?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.6.2014
Áttum við að stofna lýðveldi?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 10.7.2014
Hver átti frumkvæðið?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.7.2014
Stúlkan frá Ipanema
Fleiri pressupennar