19. júl. 2012 - 18:59

Ben Stiller var í Stykkishólmi í morgun: Er að hugsa um að flytja til Reykjavíkur

Ben Stiller lenti við höfnina í Stykkishólmi í morgun og þurfti þyrlan fjórar tilraunir til þess að lenda. Eins og margir vita er leikarinn staddur hér á landi til þess að vinna við kvikmyndina The Secret of Walter Mitty en hún verður að hluta tekin upp í Stykkishólmi. Ben Stiller mun bæði leika og leikstýra myndinni. Þetta kom fram í Skessuhorni fyrr í dag.

Ben Stiller er nú lentur í Reykjavík en hann virðist yfir sig hrifinn af landi og þjóð ef eitthvað er að marka loftmyndina sem hann tók af Reykjavík skömmu fyrir lendingu. Undir myndina hefur leikarinn geðþekki skrifað:

Er að hugsa um að flytja með fjölskylduna hingað.

 
03.maí 2015 - 21:16

Stefnir í átök á vinnumarkaði af því tagi sem hafa ekki sést síðan á 9. áratugnum

Þorsteinn Víglundsson formaður SA og Ólafía Björk Rafnsdóttir formaður VR ræddu kjaramálin og grafalvarlegt ástand á vinnumarkaði við Björn Inga Hrafnsson á Eyjunni. Þorsteinn sagði að í uppsiglingu væri ástand sem ekki hefði þekkst hér síðan á 9. áratugnum.
03.maí 2015 - 20:52

Frábær lokakafli tryggði dýrmætt stig í Serbíu - Ísland er með örlögin í eigin hendi fyrir EM 2016

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik náði með ótrúlegum hætti að jafna metin gegn Serbíu í dag þegar liðin áttust við í fjórum umferð undankeppni Evrópumótsins 2016. Íslenska liðið skoraði þrjú mörk þegar mest á reyndi á síðustu tveimur mínútunum þegar liðið var þremur mörkum undir. Íslenska liðið fékk tækifæri til þess að stela sigrinum en síðasta sókn liðsins rann út í sandinn og 25-25 jafntefli var staðreynd.
03.maí 2015 - 20:07

Vilhjálmur: Áttar sig ekki á stefnu Pírata – fá mikið óánægjufylgi – greiða ekki atkvæði í 70% tilvika

„Mér finnst þeir fá mikið óánægjufylgi og það er mjög áberandi að í allt að 70% tilvika greiða þingmenn flokksins ekki atkvæði um þingmál,“ sagði Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í sjónvarpsþættinum í Eyjunni í dag.
03.maí 2015 - 18:00

Játar að hafa brotið mann niður andlega: „Það dugir ekki bara að segja fyrirgefðu“

„Ég hef oft litið í eigin barm og hugsað til þess hvert innlegg mitt hafi verið í líf þessa góða drengs. Af engri ástæðu braut ég stöðugt niður sjálfstraust hans, þrýsti því miskunnarlaust inn í huga hans að hann væri vitlaus, sem að hann var alls ekki.“
03.maí 2015 - 16:31

Eggert fær mikil viðbrögð við bók sinni: Þeir sem hafa ekki lesið eru brjálaðir

Eggert Skúlason ritstjóri DV kveðst hafa fengið ótrúleg viðbrögð við nýrri bók sinni Andersen-skjölin, sem fjallar um rannsókn nokkurra mála eftir hrun og þátt Fjármálaeftirlitsins í því, ekki síst Gunnars Andersen fv. forstjóra.
03.maí 2015 - 13:30

Bubbi Morthens semur og syngur nýja FH-lagið: Skiptar skoðanir meðal KR-inga

Bubbi Morthens mætti nýlega á samkomu meðal FH-inga og flutti fyrir þá glænýtt stuðningsmannalag. Var Bubbi klæddur FH-treyju og með gítar. Málið hefur vakið mikla athygli því Bubbi er yfirlýstur KR-ingur og gaf KR-ingum á sínum tíma hið fræga lag, Við erum KR.
03.maí 2015 - 12:04

Dómstólum ber að standa vörð um mannréttindi. Alveg sama hver á hlut að máli

Í ljósi dóms Hæstaréttar í Aurum málinu nú nýverið hlýtur rétturinn samkvæmninnar vegna, að vísa öllum málum sem Fjármálaeftirlitið undir stjórn Gunnars Þ. Andersen kærði til embættis sérstaks saksóknara frá héraðsdómi, þar sem mál þessi urðu ekki rannsökuð af embætti sérstaks saksóknara nema að undangenginni kæru Fjármálaeftirlitsins og vegna þess að um hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins gilda sömu reglur og um hæfi dómara, ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra.
03.maí 2015 - 09:03

Jón Gnarr svarar fyrir sig: „Ekki ætlun mín að halla á Gunnar Jökul“

Jón Gnarr svarar að einhverju leyti gagnrýni sem Egill Helgason beindi að honum í dag fyrir að hafa sett trommuleikarann Gunnar Jökul Hákonarson í hóp bjánapoppara.  Forsaga málsins er grein sem Jón Gnarr birti í laugardagsútgáfu Fréttablaðsins og hörð gagnrýni Egils Helgasonar á greinina á bloggsvæði Egils á Eyjunni.
03.maí 2015 - 08:11

Maður rotaður í miðbænum og heimilisofbeldi í Austurbænum

Töluverður erill var hjá lögeglunni í gærkvöld og í nótt. Laust fyrir miðnætti var tilkynnt um heimilisofbeldi í húsi í Austurborginni. Þegar lögregla kom á staðinn var ofbeldismaðurinn farinn af vettvangi. Fólkið sem hafði orðið fyrir ofbeldinu taldi ekki ástæðu til að fara á slysadeild en lögregla rannsakar málið áfram.
02.maí 2015 - 22:48

Nýr og óþekktur höfundur að slá í gegn? Fjölmenni í útgáfuteiti HILMU

Spennusagan Hilma hefur vakið töluverða forvitni fólks og fengið frábærar viðtökur þeirra fáu sem enn hafa lesið hana en útgáfuteiti vegna bókarinnar var haldið síðastliðinn fimmtudag í Eymundsson Austurstræti. Útgáfuteitið var afar fjölmennt og mörg eintök seldust af bókinni á staðnum.
02.maí 2015 - 21:49

Mamma Guðrúnar Dísar svarar gagnrýnendum: „Það er enginn að pína ykkur til að taka þátt í söfnunum“

Móðir Guðrúnar Dísar, sem lætur draum sinn um að sjá hljómsveitina One Direction á tónleikum rætast í sumar, svarar þeim sem hafa gagnrýnt hana vegna söfnunar sem Bleikt.is og Pressan.is gengust fyrir meðal lesenda sinna, en framlag lesenda varð til þess að draumurinn rættist. 
02.maí 2015 - 20:57

Svartur listi FME: Yngvi Örn Kristinsson þótti óæskilegur starfsmaður

„Haustið 2009 heyrðist því fleygt að starfsmenn fjármálaeftirlitsins hefðu sett saman svarta lista yfir nöfn einstaklinga sem þættu óæskilegir í ábyrgðarstöðum í bönkunum. Listar voru sendir í hvern banka með nöfnum yfir þá starfsmenn viðkomandi banka sem fjármálaeftirlitið taldi óæskilega. 
02.maí 2015 - 20:04

Guðrún Dís fer á One Direction tónleikana

Fyrir helgi birtum við frétt þess efnis að jólagjöf 12 ára stúlku að nafni Guðrún Dís Barðadóttir, frá móður hennar og stjúpföður, færi líklega út um þúfur. Gjöfin voru miðar á tónleika hljómsveitarinnar One Direction í Horsens í Danmörku þann 16.júní næstkomandi.


02.maí 2015 - 17:27

Egill gagnrýnir Jón Gnarr harðlega: Gunnar Jökull var veikur, ekki bjáni

Egill Helgason ferð hörðum orðum um grein Jóns Gnarr í Fréttablaðinu í morgun sem fjallar um svokallað bjánapopp. Ástæða gagnrýninnar er sú að Jón Gnarr dregur Gunnar Jökul Hákonarson, fyrrverandi trommuleikara Trúbrots, inn í umræðuna. „Ég segi eins og er – mér finnst það ljótt,“ segir Egill.
02.maí 2015 - 14:52

Umferðarslys hjá Hvolsvelli: Suðurlandsvegur lokaður

Umferðarslys varð á Suðurlandsvegi austan við Hvolsvöll fyrir skömmu. Lögreglan og sjúkralið eru að störfum á vettvangi. Suðurlandsvegur verður lokaður um óákveðinn tíma vegna slyssins.  Vegfarendum er bent á Dímonarveg og Fljótshlíðarveg.
02.maí 2015 - 14:00

Listakonan Jonna glímdi við Bakkus og erfiðan skilnað: „Listin bjargaði mér“

„Í rauninni er fótunum kippt undan manni þegar maður lendir í slíkri lífsreynslu. Ég fékk taugaáfall og hefði sennilega verið lögð inn á geðdeild ef ég ætti ekki svona yndislega móður sem tók mig að sér og bjó hjá mér í þrjár vikur.“
02.maí 2015 - 12:50

Signa Hrönn: „Þetta var heimilið þar sem við hjónin ætluðum okkur að ala börnin okkar upp“

Í gærkvöldi skelltum við Ljómatúni 11 í lás í hinsta sinn eftir ógeðslega erfiðar undafarnar vikur. í þessari íbúð höfum við skapað margar góðar minningar en líka erfiðar, þar eyddum við fyrstu nóttinni okkar sem hjón saman, þar komum við heim sem nýbakaðir foreldrar í tvígang, þar höfum við horft á elsku stelpurnar okkar vaxa og dafna síðan þær komu í heiminn.
02.maí 2015 - 11:41

Gleyma öllu um Hallbjörn, hendir plötu Gylfa í ruslið: Bjánapoppið er dautt

Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, gerir upp við bjánapoppið sem hann kallar svo í nýjum pistli og segir það dautt, þar sem margar helstu hetjur þess á íslenskum vettvangi hafi gerst sekar um glæpi eða óásættanlega framkomu.
02.maí 2015 - 10:47

Góður árangur hjá íslenskum atvinnukylfingum á mótum í Evrópu

Fjórir íslenskir atvinnukylfingar náðu góðum árangri á mótum í Evrópu um helgina. Tvær konur og tveir karlar.
02.maí 2015 - 09:00

Grímuklæddur maður á reiðhjóli réðst á pitsusendil

Laust fyrir klukkan þrjú í nótt réðst grímuklæddur maður á reiðhjóli á pitsusendil í Hátúni í Reykjavík.Maðurinn komst undan með pitsu, brauðstangir og kókflösku. Málið er í rannsókn en maðurinn hafði ekki náðst þegar síðast var vitað.
02.maí 2015 - 08:00

Mikil reiði í Breiðholti: Unglingar unnu skemmdarverk á tugum bíla - Speglar sparkaðir af og rúður brotnar

Skemmdarverk voru unnin á tugum bíla í Breiðholti rétt fyrir miðnætti í gær. Speglar voru sparkaðir af og rúður brotnar. Skemmdarvargarnir eru samkvæmt heimildum Pressunnar á aldrinum sextán til nítján ára og talið að fjórir piltar hafi verið að verki.
01.maí 2015 - 22:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Búi og Stefán búa til mat úr skordýrum

Búi Bjarmar Aðalsteinsson og Stefán Atli Thoroddsen eru langt komnir í þróun á orkustykkinu Jungle Bar sem innihalda meðal annars hveiti gert úr krybbum. Heilsupressan ræddi við Búa um stykkin, sem hann segir bæði bragðgóð og próteinrík.
01.maí 2015 - 13:40

Sandra Hrafnhildur: Þetta gerist þegar börn eru frædd um samkynhneigð -myndband

Hin 6 ára gamla Amelía Rún Arnþórsdóttir er alveg með það á hreinu hvað það þýðir að vera samkynhneigður, eins og sjá má í myndbandinu sem birtist hér að neðan. 
01.maí 2015 - 12:02

Snorri: „Ótrúlegt hvað Heiða er sterk -Hún er engum lík þessi elska“

„Nýr dagur og ný ævintýr í Delí borg,“ skrifar Snorri Hreiðarsson sambýlismaður Heiðu Hannesar en þau eru þessa stundina stödd í Nýju-Delí á Indlandi þar sem Heiða undirgengst stofnfrumumeðferð.
01.maí 2015 - 09:58

1. maí gangan í Reykjavík hefst kl. 13 frá Hlemmtorgi

Baráttudagur verkalýsðins er haldinn hátíðlegur um allt land í dag í skugga yfirvofandi verkfalla. Ágætisgönguveður verður í Reykjavík í dag þrátt fyrir að fremur svalt sé í veðri. Búast má við sólskini, tveggja stiga hita og hægum vindi að norðvestan.
01.maí 2015 - 09:28

Morgunblaðið segir að með kröfum launþega sé unnið að kjaraskerðingu

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir skynsemina læsta ofan í skúffu í kjaradeilum og unnið sé að því að knýja fram kjaraskerðingu. Forysta launþega eigi að vita betur en að fara fram með óraunhæfar launakröfur.
01.maí 2015 - 08:25

Skallaði lögreglumann í andlitið

Maður var handtekinn í Austurstræti klukkan hálftvö í nótt, grunaður um líkamsárás. Dyraverðir héldu manninum er lögreglumenn komu á vettvang. Hann var í mjög annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.
30.apr. 2015 - 21:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Hundur Jakobs Bjarnars sker upp herör gegn hómófóbíu á Útvarpi Sögu

Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður heldur því fram að hundurinn hans Loki standi sig miklu betur heldur en baráttufólk fyrir mannréttindum í því að skrúfa fyrir fordómatal gegn réttindum samkynhneigðra á útvarpsstöðinni Sögu.
30.apr. 2015 - 20:19

Atvinnurekendur bera sjálfir ábyrgð á að launahækkanir leiði ekki til verðbólgu

Hægt væri að hemja verðbólguáhrif sem hugsanlega gætu orðið ef gengið yrði að kröfum Starfsgreinasambandsins um 300.000 króna lágmarkslaun með því að binda hækkanir til hærri launahópa við flata krónutöluhækkun, svipaða og Starfsgreinasambandið fengi eða lægri. Þá hafa atvinnurekendur í hendi sér að hemja verðbólguáhrif, til að mynda með einhverri styttingu vinnutíma, lækkun aukagreiðslna og almennri hagræðingu.
30.apr. 2015 - 16:57

Hekla - notaðir bílar flytja í einn stærsta sýningarsal á Íslandi, að Kletthálsi 13

HEKLA notaðir bílar flytja sýningarrými sitt í einn stærsta sýningarsal á Íslandi að Kletthálsi 13.  HEKLA notaðir bílar hafa verið til húsakynnum HEKLU að Laugavegi en með flutningunum gerbreytist aðstaðan til hins betra.


30.apr. 2015 - 15:00

Þráinn Bertelsson þakklátur fyrir að komast af án þess að innbyrða rauðrófutöflur

Þráinn Bertelsson rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður segist sækja sér fróðleik og ánægju í lestur auglýsingaefnis enda sé það afar útbreitt. Lestur kynningartexta um rauðrófutöflur verður Þráni tilefni hugleiðinga og hann segist þakklátur að vera svo heilsugóður að hann komist af án taflnanna.
30.apr. 2015 - 14:14

Seðlabankinn birti upplýsingar úr óbirtum ársreikningi vegna mistaka Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið veitti Seðlabankanum fyrir mistök heimild til að birta upplýsingar úr óbirtum ársreikningi Sparisjóðs Norðurlands opinberlega. Seðlabankinn birti upplýsingarnar í síðustu viku og þar er upplýst að tap af rekstri sjóðsins hafi numið rúmum 672 milljónum króna.
30.apr. 2015 - 13:30

Hvernig fer Dagfinnur að því að kaupa kettlinginn? Bílaauglýsingar Tjarnargötunnar fyrir Úranus slá í gegn

Auglýsingar Tjarnargötunnar fyrir Úranús sem birt er á Bland hafa slegið í gegn en um er að ræða nokkuð óhefðbundnar bílaauglýsingar sem sjá má hér fyrir neðan. Fyrirtækið Úranus hefur hafið sölu á nýjum Toyota Yaris Hybrid Active
30.apr. 2015 - 12:21

Golfhátíð Kringlunnar og GSÍ - spennandi keppni og glæsilegir vinningar

Golfdagar í Kringlunni, í samstarfi við GSÍ, hafa hlotið frábærar viðtökur golfunnenda á öllum aldri og eru nú haldnir í þriðja sinn. Á golfdögum, sem standa í ár frá 30. apríl – 3.maí, bjóða valdar verslanir upp á góð golftengd tilboð en hápunktur golfdaga er golfhátíð laugardaginn 2.maí.
30.apr. 2015 - 12:00

Karlotta segir fordóma ríkja í garð barnlausra para: „Þið getið ekkert verið bara tvö“

„Eitt þykir mér nokkuð merkilegt í þessu máli og það er að ég finn oftast fyrir þessum þrýstingi frá konum. Fáir karlmenn hafa nokkurn tíma sýnt mér jafn mikla afskiptasemi í tengslum við barneignir eða barnleysi eins og konur gera. Margar konur virðast líta á það sem órjúfanlegan hluta af kvenleikanum að eignast afkvæmi,“ segir Karlotta Leosdóttir sem í kjölfar krabbmeinsmeðferðar hefur þurft að útiloka þann möguleika að eignast barn á náttúrulegan hátt. Hún segir konur undir mikilli pressu frá samfélaginu um að eignast börn og séu þær sem kjósi að bregða út af vananum oftar en ekki taldar afbrigðilegar.
30.apr. 2015 - 09:57

Aurum-málið: Segir Hæstarétt ekki hafa áhuga á að komast að hinu sanna í málinu

Sverrir Ólafsson, meðdómandi í Aurum-málinu, upplýsti að eigin sögn dómsformanninn í málinu strax um að hann væri bróðir Ólafs Ólafssonar í Samskipum. Þá spurði Sverrir dómsformanninn, Guðjón St. Marteinsson, við upphaf málsins hvort sérstökum saksóknara væru þau fjölskyldutengsl ekki ljós
30.apr. 2015 - 08:06

Jón Steinar segir réttarfarsnefnd hafa móðgast

Réttarfarsnefnd hefur neikvæða afstöðu til til frumvarpa um breytta dómstólaskipan og virðist sem nefndinni hafi verið misboðið þegar leitað var til lögfræðinga sem ekki tengdust nefndinni um að semja frumvörpin.


30.apr. 2015 - 08:02

KR þarf einn titil til viðbótar til þess að jafna við met ÍR-inga

KR fagnaði sínum 14. Íslandsmeistaratitli í gær í körfuknattleik karla þegar liðið sigraði Tindastól frá Sauðárkróki í úrslitum 3–1 samanlagt. KR er næst sigursælasta félagið þegar kemur að fjölda Íslandsmeistaratitla en ÍR er með þá flesta eða alls 15. ÍR varð síðast Íslandsmeistari tímabilið 1976-1977 og það eru því liðin 38 ár frá síðasta titli ÍR.
29.apr. 2015 - 23:38

Er Reynir Pétur nokkuð týndur! Getur þú hjálpað?

Reynir Pétur óskar eftir aðstoð Íslendinga. Hann segir: „Er Reynir Pétur nokkuð týndur? Í sumar eru 30 ár frá Íslandsgöngu minni og það væri gaman að fá styttuna heim. Það verður sýning í íþróttaleikhúsi Sólheima í allt sumar um gönguna mína sem ég er svo ánægður með. Ég tek á móti gestum alla daga sem ég get frá klukkan eitt til tvö og eftir þörfum, ef ég er ekki, þá vonandi er  „styttan af mér“ í salnum og tekur brosandi á móti þér“, skrifar göngugarpurinn þekkti, Reynir Pétur Steinunnarson íbúi á Sólheimum í Grímsnesi sem árið 1985 gekk kringum landið og var gangan farin til þess að safna áheitum til byggingar íþróttaleikhúss á Sólheimum.
29.apr. 2015 - 22:41

KR fagnaði 14. Íslandsmeistaratitlinum í Síkinu á Sauðárkróki

KR-ing­ar fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í körfuknattleik karla, Dominosdeildinni, í kvöld eftir æsipennandi einvígi gegn liði Tindastóls frá Sauðárkróki. Þetta er 14. Íslandsmeistaratitill KR og annað árið í röð sem félagið fagnar þessum stóra titli.
29.apr. 2015 - 22:18

Ísland skrefi nær EM í Póllandi eftir 16 marka stórsigur gegn Serbíu – Guðjón Valur fór á kostum

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik lagaði stöðu sína verulega í undankeppni Evrópumótsins í kvöld með 16 marka sigri gegn Serbíu. Lokatölurnar, 38–22, komu verulega á óvart en Serbar voru fyrir leikinn efstir í riðlinum með 4 stig. Ísland er með stig eftir þrjár umferðir en liðin eigast við á sunnudaginn í Serbíu þegar fjórða umferðin fer fram. Tvö efstu liðin úr riðlinum komast í lokakeppnina í Póllandi sem fram fer í janúar árið 2016.
29.apr. 2015 - 22:05

Daníel Örn hefur mikilvæg skilaboð að færa okkur: „Skrítið hvernig lífið virkar!“

„Ég ligg hér inn á 14G hjartadeild á Landspítalanum. Ég er líklega að fara í hjartaþræðingu á morgun. Þegar ég kom fyrst inn á Fossvog þá var ég með mjög alvarlega lungnabólgu en fljótt skipast veður í lofti. Það kom í ljós með tímanum að ég var með hjartabilun en ekki lungnabólgu“, segir Daníel Örn Sigurðsson í stuttri hugvekju á Fésbókarsíðu sinni sem hann setti saman til að benda fólki á hversu dýrmæt heilsan er okkur öllum. Nú bíða hans erfið verkefni. Daníel bætir við:
29.apr. 2015 - 20:38

Draumajólagjöf Guðrúnar Dísar á leið í ruslið – „Mömmuhjartað er í molum“

Guðrún Dís Barðadóttir er 12 ára stúlka sem lengi hefur átt sér draum. Til stóð að sá draumur yrði uppfylltur í sumar. Nú er draumurinn í mikilli hættu. Guðrún er greind með ADHD og röskun á einhverfurófi. Hún á fáa vini og er félagslega einangruð. Móðir hennar hefur barist við þunglyndi og kvíða og hafa síðustu mánuðir verið einstaklega erfiðir.
29.apr. 2015 - 19:20

Guðný uppgötvaði krabbameinið sjálf: „Búið að eyðileggja heilbrigðiskerfið á Íslandi“

„Það eru margir búnir að deyja að óþörfu,“ segir Guðný Halldórsdóttir kvikmyndaleikstjóri sem uppgvötvaði sjálf að hún væri með krabbamein eftir að hafa árangurslaust falast eftir að fá viðeigandi greiningu hjá læknum. Hún fer ófögrum orðum um heilbrigðiskerfið hér á landi og líkir því við ástandið á Sýrlandi.
29.apr. 2015 - 17:15

Mynd dagsins: Friðrik, Sigurveig og Kristófer í áfalli - Skipað að láta „börnin“ frá sér

Mynd dagsins var birt á vef DV og er af Sigurveigu Buch, Eddu Indriðadóttur og Friðrik Þór sem leigja íbúðir á vegum Öryrkjabandalagsins við Sléttuveg. Bann hefur verið lagt við dýrahaldi í íbúðum öryrkjabandalagsins á Sléttuvegi og þarf þríeykið samkvæmt reglunum að láta köttinn Kristófer og tíkurnar Loppu og Aþenu frá sér.
29.apr. 2015 - 16:20

Ótrúlegt myndskeið þegar slökkviliðsmaður bjargaði lífi konu í sjálfsmorðshugleiðingum

Magnað augnablik átti sér stað í Brasilíu þegar slökkviliðsmaður bjargaði konu í sjálfsmorðshugleiðingum. Konan stóð á gluggasyllu á tíundu hæð og hefði líklega aldrei lifað fallið af. Konan sat á syllunni og fór með bænir og var að undirbúa að láta sig falla.
29.apr. 2015 - 15:19 Bleikt

Sonja vitni að hrottalegu einelti í strætó: Hótuðu að berja barn af tælenskum uppruna – Færðu kakkalakka í matinn?

„Hvað er í gangi með krakka nú til dags? Getur einhver svarað því?„  Sonja Rut Jónsdóttir, 18 ára nemandi í Fjölbrautarskóla Suðurnesja varð vitni að hrottalegu einelti þegar hún var á heimleið úr skólanum í Keflavík í gær. Strætóinn var þétt setinn en meðal farþega var hópur unglinga sem réðst að ungri stúlku sem var ein á ferð.
29.apr. 2015 - 10:58

Jón Ásgeir segir sérstakan saksóknara hafa logið

Jón Ásgeir Jóhannesson segir sérstakan saksóknara hafa logið blákalt upp á Sverri Ólafsson héraðsdómara, sem var einn meðdómenda í Aurum málinu. Þær lygar, sem hafi komið fram eftir að málið hafi verið flutt og dæmt í því í héraðsdómi, hafi verið ástæða þess að Sverrir hafi reiðst og lýst áliti sínu á framferði sérstaks saksóknara opinberlega.
29.apr. 2015 - 10:00

„Það verða að koma tvö stig í hús” - mikilvægt að ná sigri gegn Serbíu í kvöld segir Guðjón Valur

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mætir Serbíu í kvöld í Laugardalshöll í undankeppni Evrópukeppninnar. Lokakeppnin fer fram í Póllandi á næsta ári og eru Serbar efstir í þessum riðli með 4 stig en Ísland er með 2 sig líkt og Svartfjallaland. Ísrael er neðst án stiga. Það er að miklu að keppa í leiknum í kvöld þar sem að liðið sem sigrar í kvöld fer langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Póllandi. Leikurinn hefst kl. 19.30 og verður hann sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
29.apr. 2015 - 09:00

Er ekki tími til kominn að landsmenn segi hingað og ekki lengra?

Frumvarp sjávarútvegsráðherra um makrílkvóta felur í sér grundvallarbreytingu sem ekki má verða að veruleika, segir hagfræðingurinn Jón Steinsson. Í raun séu stjórnvöld að taka stórt skref í þá átt að festa í sessi að verðmætustu auðlind þjóðarinnar sé úthlutað með 80 prósent afslætti.

Sena: Villi Vill apríl maí (út 12 maí)
Kristjón Kormákur Guðjónsson
Kristjón Kormákur Guðjónsson - 19.4.2015
Vinir mínir sem þið drápuð
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 27.4.2015
Svo varð strákurinn minn veikur
Jón Óðinn Waage
Jón Óðinn Waage - 26.4.2015
Jökulsárnar: Við minnumst hans með hlýhug
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 20.4.2015
Árin okkar í Ameríku
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 25.4.2015
9 algeng eldhúsmistök - samantekin ráð Sælkerapressunar
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 23.4.2015
Hvað er ást?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 26.4.2015
Hégóminn aldrei langt undan
Jón Óðinn Waage
Jón Óðinn Waage - 28.4.2015
Hvítklæddi töffarinn
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 20.4.2015
Eldhúsumbætur: óskhyggjan og raunveruleikinn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.4.2015
Ótrúlegt áhugaleysi um stórmál
Aðsend grein
Aðsend grein - 01.5.2015
Vo(p)nlaus barátta lögreglumanna
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.4.2015
Sjálftaka eða þátttaka?
Fleiri pressupennar