23.apr. 2018 - 13:58
Fyrrum barnastjarnan Macaulay Culkin getur ekki horft á Home Alone, eða Aleinn Heima, því hann getur ekki séð myndina með sömu augum og aðrir. Hann heldur sig einnig innandyra á jólunum og neitar að setja hendurnar sínar á kinnarnar og gera svipinn sem gerði hann heimsfrægan.
23.apr. 2018 - 12:00
Söngleikjamyndin sívinsæla Grease, eða Koppafeiti eins og hún var kölluð á íslensku, er orðin 40 ára gömul ótrúlegt en satt. Nú eru leikararnir loks tilbúnir að leysa frá skjóðunni um það sem átti sér stað á bak við tjöldin við tökur á myndinni sem hefur fram til þessa verið talin eins saklaus og hægt er miðað við að hún gerist í menntaskóla.
23.apr. 2018 - 09:42
Fjórir grímuklæddir menn brutu niður hurð og ruddust inn á heimili Önju Rhys og fjölskyldu, þeir héldu að í húsinu væri umfangsmikil kannabisræktun og ætluðu að stela plöntunum. Einn þeirra var vopnaður sveðju.
23.apr. 2018 - 07:42
Loftsteinn á stærð við fótboltavöll fór ansi nálægt jörðinni sunnudaginn 15. apríl. Stjörnufræðingar sáu ekki til hans fyrr en nokkrum klukkustundum áður en hann geystist framhjá jörðinni í aðeins 192.000 km fjarlægð en það svarar til um helmings þeirrar vegalengdar sem er á milli jarðarinnar og tunglsins. Þetta virðist kannski vera mikil fjarlægð en í geimnum telst þetta ekki mikil fjarlægð.
22.apr. 2018 - 20:00
Hún fór í ljós minnst þrisvar í viku frá sextán ára aldri og keppti við vinkonur sínar um mestu brúnkuna. Þegar hún var tvítug greindist stúlkan, Danielle Dyer, með sortuæxli sem rakið er til ljósabekkjanotkunar hennar. Í dag er Danielle 30 ára en hún sagði sögu sína í viðtali við Mail Online.
22.apr. 2018 - 18:00
Þegar Natalia Teixeira var orðin 120 kíló ákvað hún að taka rækilega til í mataræði sínu. Nú, nokkrum árum síðar, keppir Natalia í fitness og hefur líf hennar tekið stakkaskiptum.
22.apr. 2018 - 13:49
Árið 1864 lagði vagnalest upp frá Kansas í átt að New Mexico, 1.100 km leið yfir opið land þar sem indíánar réðu ríkjum.
21.apr. 2018 - 20:00
Ný bresk rannsókn hefur leitt í ljós að karlmenn sem klæðast þröngum gallabuxum og jakkafatajakka eru líklegri til að finna ástina á netinu. Þá eiga konur einnig meiri möguleika á að finna ástina, ef þær klæðast íþróttafötum.
21.apr. 2018 - 12:00
Sebastian David, ungur maður frá Bretlandi, ákvað fyrir nokkrum árum síðan að breyta um lífsstíl. Þá var David í yfirþyngd og með mikla bumbu. Nú er hann hins vegar í frábæru formi og keppir í vaxtarrækt.
20.apr. 2018 - 20:00
Allir sem glímt hafa við þunglyndi vita að það er auðvelt að festast í vítahring neikvæðni og vonleysis. Gala Darling, 32 ára nýsjálensk kona, þekkir það af eigin raun en hún glímdi við þunglyndi og átröskun um nokkurra ára skeið.
20.apr. 2018 - 09:43
Marglyttur eru að mestu leyti úr vatni. En er þetta ferskvatn? Væri hægt að fullnægja vökvaþörfinni með því að drekka vökvann úr nokkrum marglyttum?
20.apr. 2018 - 07:48
DV
Hans Zeeb er 47 ára heimilislaus Grænlendingur í Nuuk. Hann hefur nú athvarf í gámi við höfnina en hjálparsamtök keyptu 26 gáma og breyttu þeim í íbúðir fyrir heimilislaus. 26 herbergi fyrir karla og konur, tvö baðherbergi og setustofa með eldhúsi og sjónvarpi. Herbergi Hans er fátæklega búið en hann er ánægður með sitt og segir herbergið og það sem í því er vera „kraftaverk“ miðað við það sem hann hefur átt að venjast.
19.apr. 2018 - 20:00
Öll viljum við hafa hreint og fínt í kring um okkur en að sama skapi finnst fæstum gaman að þrífa. Hvernig á að þrífa rúmdýnur og hver hefur ekki sullað steikarolíu í nýja rándýra bolinn sinn?
19.apr. 2018 - 16:00
Mörgum þeirra sem hafa náð góðum árangri í baráttu við offitu hættir til að eiga erfitt með að losna við síðustu aukakílóin til að komast í kjörþyngd. Oft eru það þessi síðustu 5–10 kíló sem fólk á erfitt með.
19.apr. 2018 - 12:00
Þegar Cara Brookins yfirgaf ofbeldisfullan eiginmann sinn var ljóst að hún þyrfti á nýju heimili að halda sem hentaði henni og fjórum börnum hennar; 2, 11, 15 og 17 ára. Cara vissi sem var að hún þyrfti að stilla væntingum í hóf enda var hún skyndilega orðin einstæð fjögurra barna móðir sem hafði ekki efni á mjög dýrri fasteign.
19.apr. 2018 - 08:00
DV
Lítil japönsk eyja, Minamitorishima, er heldur betur kominn inn á heimskortið eftir ótrúlega uppgötvun sem vísindamenn gerðu á og við eyjuna. Fæstir vita eflaust nokkuð um þessa litlu eyju, sem er aðeins 1,3 ferkílómetrar, í Kyrrahafi. Eyjan er um 1.100 km suðaustan við Japan og er óbyggð.
18.apr. 2018 - 22:00
Bleikt
Það er algjör óþarfi að fara í sturtu á hverjum einasta degi og þú ert í rauninni frekar að valda húðinni skaða en gera henni gagn með því. Þetta er mat sérfræðings við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, dr. Elaine Larson.
18.apr. 2018 - 20:00
Bakteríudrepandi sápur gætu verið skaðlegar þunguðum konum og börnum þeirra. Þetta er samkvæmt niðurstöðum skýrslu sem rúmlega tvö hundruð vísindamenn lögðu nafn sitt við og birtust í tímaritinu Environmental Health Perspectives.
18.apr. 2018 - 16:30
Ef þú vilt helst af öllu drekka kaffið þitt svart eru líkur á að þú tilheyrir hópi fólks sem vill drekka eitthvað bragðmikið. Þú gætir líka tilheyrt þeim hópi fólks sem hugsar um heilsuna og sleppir þar af leiðandi mjólk,sykri eða kaffirjóma. Svo gætirðu tilheyrt enn öðrum hópi fólks, þeim sem eru siðblindir.
18.apr. 2018 - 12:30
Reykingar, drykkja eða neysla á óhollum fæðutegundum þurfa ekki að vera hættulegustu venjurnar í lífi fólks. Ný rannsókn sýnir að streitan sem fylgir því að taka vinnuna með sér heim, vera alltaf í sambandi og trufla þannig fjölskyldulífið – er sennilega skaðlegast af öllu. Þetta kemur fram í Sunday Times.
18.apr. 2018 - 07:48
Á föstudaginn munu þingmenn í heilbrigðismálanefnd danska þingsins funda á lokuðum fundi. Fundarefnið er hvort banna eigi umskurð drengja. Á fundinn hafa heilbrigðisráðherrann, dómsmálaráðherrann, utanríkisráðherrann, varnarmálaráðherrann og kirkjumálaráðherrann verið boðaðir. Ræða á málið ítarlega og fara yfir hugsanlegar afleiðingar ef þingið samþykkir að banna umskurð drengja af öðrum ástæðum en læknisfræðilegum.
17.apr. 2018 - 20:00
Þú ert úti að ganga í skóginum og átt þér einskis ills von, sallaróleg/ur og nýtur góða veðursins og sólarinnar þar sem þú ert í sumarleyfi í fjarlægu landi. Skyndilega staðnæmist þú og það hvolfist yfir þig gífurleg hræðsla og spenna þar sem þú stendur augliti til auglits við ljón sem sér þig líka og býst til árásar.
17.apr. 2018 - 12:29
Hver er besta leiðin til að komast í toppform? Þetta er spurning sem brennur á vörum margra nú þegar sumarið nálgast með hverjum deginum sem líður. Dylan Rivier er ástralskur einkaþjálfari sem hefur mikla reynslu af því að aðstoða þá sem vilja auka vöðvastyrk sinn og fá vöðvastæltan líkama.
17.apr. 2018 - 09:30
Orðtakið „að stara sig blindan” ber að taka bókstaflega. Ef maður einblínir á tiltekinn punkt í kyrru landslagi hverfur afgangurinn af sjónsviðinu smám saman.
17.apr. 2018 - 08:00
DV
Á Borgundarhólmi, sem er lítil dönsk eyja rétt undan suðurströnd Svíþjóðar, hafa félagar í nýnasistahreyfingunni Den Nordiske Modstandsbevægelse verið ötulir við dreifingu áróðurs það sem af er ári. Áróðursmiðum hefur verið dreift og límmiðar hafa verið settir upp víða um eyjuna.
16.apr. 2018 - 16:30
Lögreglunni í Ísrael tókst að bera kennsl á týndan hund með því að athuga hvort hann syngur við uppáhaldslagið sitt.
16.apr. 2018 - 12:30
Melanie Darnell er samfélagsmiðlaáhrifavaldur og móðir. Hún varð vinsæl á samfélagsmiðlum eftir að hún byrjaði að deila reynslu sinni af móðurhlutverkinu og hvernig hún heldur sér í formi.
16.apr. 2018 - 07:47
DV
Hin umdeilda sænska nýnasistahreyfing Nordiska Motståndsrörelsen hefur nú tekið upp nýjar aðferðir við að afla nýrra félagsmanna. Nú herja félagar í samtökunum á börn í Lorensbergaskolan grunnskólanum í Ludvika sem er norðaustan við Stokkhólm.
15.apr. 2018 - 20:00
Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þrátt fyrir að geta verið bráðskemmtileg þá geta fyrstu stefnumótin verið taugatrekkjandi og stressandi. Þökk (eða óþökk) sé stefnumótaöppum á borð við Tinder þá eru góðar líkur á að þú hafir aldrei hitt viðkomandi áður en þið farið á stefnumót þannig að það skiptir miklu máli að koma vel fram.
15.apr. 2018 - 16:00
Bloggarinn Laura Mazza stundar að taka upp óborganleg atvik úr lífi sínu öðrum til skemmtunar. Nýverið tók hún upp myndband af sjálfri sér í bíl og náði því á myndband þegar hún tók eftir könguló inni í bílnum.
15.apr. 2018 - 12:00
Stundum er því haldið fram að þeir sem vilja léttast ættu að forðast það eins og heitan eldinn að stíga á baðvigtina. Það geti virkað fráhrindandi að sjá sömu tölu tvo, jafnvel þrjá daga í röð.
14.apr. 2018 - 22:00
Ragna Gestsdóttir
Í nýjasta myndbandi söngkonunnar Janelle Monáe með laginu PYNK kemur píkan við sögu og meðal annars klæðist hún og dansarar hennar buxum sem vísa til píkunnar.
14.apr. 2018 - 20:00
Nátthrafnar segja stundum að þeir muni sofa þegar þeir deyja, en með því að sofa lítið þá gæti dauðinn barið að dyrum fyrr en síðar.
14.apr. 2018 - 16:00
Árið 1994 var blásið til herferðar í Bandaríkjunum sem miðaði að því hvetja mæður – og feður vitanlega – til að láta ungbörn sín sofa á bakinu. Þetta var talið geta komið að gagni í baráttunni gegn ungbarna- og vöggudauða.
14.apr. 2018 - 12:00
Ef þú þjáist af geðsjúkdómi eru líkur á að þú sért gáfaðri en meðalmaðurinn. Þetta er samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem framkvæmd var á tæplega fjögur þúsund meðlimum Mensa.
13.apr. 2018 - 20:00
Leikkonan Julia Louis-Dreyfus, sem er best þekkt fyrir að leika Elaine Benes í þáttunum Seinfeld, leit vel út þegar hún sást á gangi í Beverly Hills í vikunni. Dreyfus hefur nánast ekkert sést opinberlega síðan hún tilkynnti síðasta haust að hún væri að glíma við brjóstakrabbamein og væri á leið í lyfjameðferð.
13.apr. 2018 - 16:00
Ragna Gestsdóttir
Leikkonan Rachel McAdams eignaðist nýlega frumburð sinn, dreng, ásamt unnustanum Jamie Linder. Nafn, fæðingardagur og stærðir hafa hins vegar ekki tilkynntar né hefur kynningarfulltrúi McAdams gefið út tilkynningu. McAdams gaf aldrei út tilkynningu um meðgönguna heldur.
13.apr. 2018 - 12:30
Í gegnum tíðina hefur verið reynt að mæla gáfur með ýmsum aðferðum og engin ein leið sem getur skorið almennilega úr um hvort einhver sé gáfaður eða ekki. Manneskja með lága greindarvísitölu gæti alveg verið snillingur á einhverju öðru sviði svo dæmi sé tekið.
13.apr. 2018 - 09:30
Oftar en ekki má koma í veg fyrir hina ýmsu húðkvilla með breyttu mataræði. Að borða hollan mat hefur ekki aðeins góð áhrif á mittislínuna, ónæmiskerfið og líkamlega og andlega líðan. Mataræðið getur einnig skipt sköpum fyrir heilbrigða húð, hár og neglur.
13.apr. 2018 - 08:00
Það leikur enginn vafi á að stríð setja mark sitt á umhverfi sitt og sögu okkar. Flest þessara spora sjást fljótlega en það var fyrst nýlega, rúmlega 70 árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar, sem spor eftir óhugnanlega fortíð fundust í norskum trjám.
12.apr. 2018 - 22:00
Kynlíf á almannafæri, æsandi tal og óundirbúið og snöggt kynlíf í eldhúsinu. Á þetta við um þig? Kannski ekki en sem betur fer hefur fólk mismunandi smekk þegar kemur að kynlífi því annars gæti það kannski bara orðið leiðinlegt.
12.apr. 2018 - 20:00
Sumt er ekki til þess fallið að birta á Facebook og þar með deila með umheiminum. Aðallega út af því að þetta fer í taugarnar á sumum og lítur einfaldlega út fyrir að vera mont og ekkert annað. En samt sem áður birta margir ýmislegt á Facebook sem er til þess fallið að ergja Facebookvinina mikið.
12.apr. 2018 - 12:30
Hnattræn hlýnun er stærsta tilraun sem líffræðingar hafa orðið vitni að. Því hvað mun gerast þegar hnötturinn hitnar um tvær gráður? Stráfalla tegundir eða munu þær ná að aðlagast? Það er ekki vitað, en verður það eftir eina öld? Og margar tegundanna eru að leita sér nýrra búsvæða eða laga sig að hærra hitastigi.
12.apr. 2018 - 07:41
Í ágúst 2016 var Fardous El-Sakka fengin til að leysa af við kennslu í listaskóla í Helsingborg í Svíþjóð. Hún hafði áður kennt þar og var því ekki alveg ókunnug í skólanum. Hún er múslimi og af trúarlegum ástæðum vill hún ekki heilsa karlmönnum með handabandi. Þegar karlkyns samstarfsmenn hennar réttu fram hönd til að heilsa henni lagði hún hönd á hjarta sér og hneigði sig.
11.apr. 2018 - 15:16
Við gætum fengið svar við einni stærstu spurningu allra tíma innan nokkurra daga. Á næstu dögum mun gervihnötturinn ExoMars, sem er á vegum Evrópsku geimferðastofnunarinnar, ESA, byrja að leita að leita að lífi á plánetunni rauðu.
Verkefni ExoMars er að „þefa“ af þunnum lofthjúpi Mars og athuga hvort þar sé að finna metangas, ef metan er að finna á Mars þá bendir það sterklega til að það sé líf að finna en ExoMars getur greint hvort metanið komi frá lífverum eða ekki.
Þetta er stórt skref fyrir ExoMars og fyrir Evrópu. Okkur hefur tekist í fyrsta sinn að komast í sporbaug um Mars og erum tilbúin að leita að lífi,
segir Pia Mitschdoefer stjórnandi leiðangurs ExoMars hjá ESA. ExoMars var skotið á loft árið 2016. Næsta skref ESA er svo að lenda ómönnuðu geimfari á Mars og bora í yfirborðið til að leita að lífi ofan í jörðinni.
11.apr. 2018 - 11:46
Ástarbréf sem skrifað var um borð í skipinu sögufræga Titanic fer brátt á uppboð. Bréfið varpar ljósi á síðustu dagana um borð í skipinu áður en það sökk eftir árekstur við ísjaka fyrir rúmum 106 árum.
11.apr. 2018 - 08:00
Á síðasta ári velti tekjuhæsti Airbnbleigusali landsins 230 milljónum krónum en hann var með 46 gistirými í útleigu. Tíu tekjuhæstu íslensku leigusalarnir á Airbnb veltu 1,3 milljörðum á síðasta ári. Gisting í gegnum Airbnb tekur til sín stóran hluta af heildarfjölda gistinótta eða um 27 prósent á síðasta ári. Hótelin voru með 37 prósent og gistiheimili 12 prósent.
10.apr. 2018 - 20:00
Því er stundum haldið fram að litlu hlutirnir geti gert gæfumuninn þegar heilsa er annars vegar. Hægt sé að taka stigann í staðinn fyrir lyftuna, fá sér vatnsglas í staðinn fyrir djúsglas og svo framvegis.
10.apr. 2018 - 18:30
Þú ert að gera þig reiðubúinn til að borða þessa girnilegu samloku fyrir framan þig. Skyndilega sérðu flugu sveima yfir matnum, hún lendir á samlokunni en flýgur svo á brott jafn skjótt og hún kom. Líklega læturðu þig hafa það að borða samlokuna, ekki satt?
10.apr. 2018 - 15:30
Fyrir áratug voru ekki eftir nema um 50 dýr af gíraffastofninum í Vestur-Afríku. En í samvinnu yfirvalda í Níger og samtakanna „Giraffe Conservation Foundation“ hefur tekist að snúa þróuninni við. Nú eru gíraffarnir orðnir um 200 og öll dýrin er að finna á svæði skammt frá höfuðborginni Niamey.