31. júl. 2012 - 21:30

Robert Pattinson vill hitta Rupert Sanders: Hefur beðið Kristen að flytja út úr húsinu þeirra

Leikarinn Robert Pattinson vill nú hitta leikstjórann Rupert Sanders sem hefur viðurkennt að hafa átt vingott við Kristen Stewart unnustu hans. Leikarinn virðist ekki vita neitt meira en það sem hann les í fjölmiðlum og nú vill hann fá svör svo hann geti gert upp fortíðina og horft fram á veginn.

Robert Pattinson sem hefur getið sér gott orð fyrir að leika vampíru í Twilight myndunum kynntist Kristen við gerð myndanna. Nú er samband þeirra í uppnámi eftir að upp komst um framhjáhald Kristen með leikstjóranum Rupert Sanders. Sanders leikstýrði Kristen nýverið í myndinni Snow White og þar felldu þau hugi saman.

 

Kristen á að hafa sent Robert afsökunarbeiðni en hún virðist ekki hafa hitt í mark því Robert er fluttur út úr húsi þeirra í Loz Feliz í Kaliforníu. Robert stefnir þó á að flytja aftur í húsið og samkvæmt fjölmiðlum ytra hefur hann beðið Kristen að ná í dótið sitt.  

Robert vill tala við Rupert til þess að fá að vita nákvæmlega hvað gerðist. Kristen hefur þegar farið á bak við hann með því að halda framhjá og hann treystir henni ekki. Rupert hefur engu að tapa lengur og ætti að geta verið hreinskilinn,

á náinn vinur Robert Pattinson að hafa sagt í samtali við Radar Online.

Hann er reiður og  honum líður eins og hann verði að fá að vita nákvæmlega hvað gerðist. Hvað framhjáhaldið stóð yfir í langan tíma og hversu oft hún hélt framhjá honum. Öðruvísi takist honum ekki að vinna úr fortíðinni og horfa fram á veginn,

sagði sameiginlegur vinur Roberts og Kristen.
22.júl. 2014 - 20:30 Kristín Clausen

Kim Jong Un er brjálaður yfir þessu myndbandi

Einræðisherrar virðast ekki hafa mikinn húmor fyrir sjálfum sér og leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong Un er þar engin undantekning.

22.júl. 2014 - 12:30 Kristín Clausen

Hollenskur hjólreiðamaður átti bókað flug með báðum vélum Malaysia Airline sem fórust

Maarten de Jonge er einstaklega heppinn maður. Hann átti bókað flug með báðum vélum Malaysia Airlines sem hafa farist á þessu ári. Í bæði skiptin breytti hann ferðaplönum sínum á síðustu stundu.  
22.júl. 2014 - 09:00

Ávextir eru ekki endilega góðir fyrir þá sem vilja léttast

Það er misskilningur að fólk léttist við að borða ávexti, þvert á móti. Þetta segja vísindamenn sem standa að baki nýrri rannsókn um hollustu ávaxta. Þeir segja að það sé hollt og gott fyrir fólk í eðlilegri líkamsþyngd að borða ávexti en fyrir þá sem eru of þungir geti neysla ávaxta beinlínis verið slæm.
22.júl. 2014 - 08:30 Sigurður Elvar

Gylfi Þór á leiðinni til Swansea - á förum frá Tottenham í skiptum fyrir tvo leikmenn

Enska dagblaðið Daily Mail greinir frá því að Gylfi Þór Sigurðsson sé á leiðinni til  enska úrvalsdeildarliðsins Swansea. Gylfi Þór hefur yfirgefið Tottenham sem er í æfinga – og keppnisferð í Bandaríkjunum.
21.júl. 2014 - 19:15

Minnst 18 sundmenn létust í Þýskalandi á 3 dögum: Voru að kæla sig vegna mikilla hita

Að minnsta kosti 18 sundmenn hafa látið lífið í Þýskalandi síðan á föstudaginn en fólkið var að reyna að kæla sig vegna mikilla hita sem herja á landið. Meðal þeirra látnu er 8 ára drengur. Hitinn hefur víða farið í 36 gráður og lítið lát er á hitanum.
21.júl. 2014 - 17:00

Óvenjulegt heimsmet: Þakti handlegginn með húðflúrum af Hómer Simpson

Eftir að faðir hans hafði ítrekað bannað honum að horfa á sjónvarpsþættina um Simpson fjölskylduna í bernsku ákvað hinn 27 ára gamli Lee Weir að svara fyrir sig með því að þekja handlegg sinn með húðflúrum af Hómer Simpson. Hann hefur nú sett heimsmet í því að hafa flest húðflúr af sömu persónunni á líkamanum.
21.júl. 2014 - 14:15

Hundur biðst afsökunar á að hafa stolið leikfangi af ungabarni: Myndband

Hundurinn Charlie er mjög góðhjartaður og annt um sína og eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þá sá hann mjög eftir því að hafa tekið leikfang af Lauru litlu þar sem hún sat í stólnum sínum. Charlie ákvað því að gera allt sem í hans valdi stæði til að bæta fyrir þjófnaðinn.

21.júl. 2014 - 11:00 Sigurður Elvar

Rory fékk 200 milljónir kr. fyrir sigurinn – pabbi hans fékk 40 miljónir fyrir 10 ára gamalt veðmál

Rory McIlroy sigraði á Opna breska meistaramótinu sem lauk í gær á Royal Liverpool vellinum í Hoylake. Þetta er fyrsti sigur Norður-Írans á þessu risamóti og alls hefur hann sigrað á þremur risamótum. Sigur McIlroy var aldrei í stórkostlegri hættu á lokahringnum þar sem hann var með sex högga forskot fyrir lokahringinn.
21.júl. 2014 - 09:00

Hneykslanleg framganga fréttamanns Sky: Rótaði í farangri farþega MH17

Sky fréttastofan neyddist í gærkvöldi til að biðjast afsökunar á framgöngu fréttamannsins Colin Brazier á vettvangi í Úkraínu þar sem brak flugs MH17 er. Í beinni útsendingu frá vettvangnum sást Brazier taka hluti upp úr tösku eins af farþegunum í vélinni og fetaði hann þar í fótspor aðskilnaðarsinna sem verið sakaðir um að róta í farangri farþega og jafnvel fara ránshendi um vettvanginn.

20.júl. 2014 - 20:00

45 ár liðin í dag frá því menn stigu fæti á tunglið

Í dag eru 45 ár liðin frá því að Apollo 11 lenti á tunglinu og braut þar með blað í mannkynssögunni. Óhætt er að segja að heimsbyggðin öll hafi staðið á öndinni er geimfararnir Neil Armstrong og Edward E. Aldrin stigu sín fyrstu spor á tunglinu og Armstrong mælti hin fleygu orð: „Þetta er lítið skref fyrir mann en stórt skref fyrir mannkynið.“

20.júl. 2014 - 16:30

Pitbull hundur bjargar eiganda sínum úr eldsvoða

Hér má sjá hundinn Ace Pit bull hundur að nafni Ace hefur nú verið hampað sem hetju í Indianapolis í Bandaríkjunum eftir að hann bjargaði eiganda sínum, hinum 13 ára gamla Nick Lamb úr eldsvoða, en Nick hefur verið heyrnarskertur frá fæðingu.
19.júl. 2014 - 18:00

Kynfæramynd kom japanskri listakonu í vanda

Japönsk listakona, Megumi Igarashi, var handtekin í vikunni vegna gruns um að hún hefði dreift gögnum sem gera fólki kleift að gera þrívíddarprent af kynfærum hennar. Einnig hefur hún búið til lítinn píkubát og ýmsa aðra hluti tengda kynfærum hennar. Handtaka hennar þykir gefa skýrt til kynna þann mikla tvískinnung sem ríkir í málefnum tengdum kynlífi og kynferði í Japan. Guardian greindi frá málinu.
19.júl. 2014 - 13:00

Áhrifarík listaverk sýna Disney prinsessur sem fórnarlömb heimilisofbeldis

Óhugnanleg listaverk eftir AleXandro Palombo hafa vakið athygli víða um heim en myndir hans sýna teiknimyndapersónur sem allir þekkja sem fórnarlömb heimilisofbeldis. Meðal verka hans eru Marge Simpson með glóðurauga, Lois Griffin með blóðnasir og Mjallhvít þar sem hún liggur í fósturstellingu við fætur draumaprinsins.
18.júl. 2014 - 22:00

Dýrkeypt hræðsla við kóngulær: Kveikti í húsinu sínu

Margir þjást af mikilli hræðslu við hin ýmsu skordýr og eru kóngulær líklegast meðal þeirra skordýra sem fólk óttast mest, af hvaða ástæðu sem það nú er. Bandarískur maður vildi ólmur losna við kónguló sem hafði tekið sér bólfestu í þvottahúsinu á heimili hans. Það endaði með ósköpum því hann kveikti í húsinu.
18.júl. 2014 - 20:36 Sigurður Elvar

Corinna Schumacher skrifaði opið bréf til stuðingsmanna Michael Schumacher

Corinna Schumacher, eiginkona Michael Schumacher, skrifaði bréf til stuðningsmanna og aðdáenda hans. Bréfið var í birt í dag.  Schumacher hefur á undanförnu hálfu ári verið haldið sofandi á gjörgæslu á frönsku sjúkrahúsi eftir höfuðhögg sem hann fékk þegar hann féll í skíðabrekku í Frakklandi.
18.júl. 2014 - 20:00

Viðmót starfsmanns IKEA við 4 ára fatlaðan sænskan dreng snertir sænsku þjóðina

Á sunnudaginn fór Thiele fjölskyldan frá Stöde í Svíþjóð í verslun IKEA í Sundsvall og voru fjögur af fimm börnum hjónanna með í för. Eitt barnanna er Texas sem er 4 ára og er með Downs syndrome. Viðmót starfsmanns í IKEA kom foreldrunum í opna skjöldu og sagan hefur snert við sænsku þjóðinni.
18.júl. 2014 - 18:00

Ford ætlar að nota tómata í bílaframleiðslu sína

Það færist í aukana að það sem telst rusl hjá einu fyrirtæki sé talið vera hráefni fyrir annað fyrirtæki enda mjög umhverfisvæn hugsuna á bak við þetta. Þetta er sama hugmyndafræði og er á bak við hugmyndir Ford bílaframleiðandans sem hefur nú gert samning við Heinz tómatsósuframleiðandann um að fá frákastið sem fellur til við tómatsósuframleiðsluna til að nota við bílaframleiðslu.
18.júl. 2014 - 16:06

Áströlsk fjölskylda missti ástvini í báðum flugslysum Malaysian Airlines

Greg Burrows og Kaylene Mann á blaðamannafundi eftir að flug MH370 hvarf

Áströlsk kona sem átti bróður sem hvarf með flugi Malaysian Airlines MH370 í mars, missti aftur nákomna ættingja í flugi MH17 sem var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. Stjúpdóttir konunnar var um borð í vélinni ásamt fjölskyldu sinni en hún var leiðinni heim úr mánaðarfríi í Evrópu.  


18.júl. 2014 - 15:00

Margir sátu á þökum húsa sinna, án vatns og matar, allt að þrjá daga

Sigríður Þormar sálfræðingur var að koma frá Bosníu og Herzegóvínu þar sem hún starfaði með Rauða krossinum þar í kjölfar flóðanna í maí síðastliðnum. Sigríður gerði úttekt á þörf fyrir sálrænan stuðning, skipulagði aðgerðir og sá um þjálfun starfsmanna og sjálfboðaliða til að hjálpa fórnarlömbum flóðanna.
18.júl. 2014 - 11:18 Kristín Clausen

100 vísindmenn WHO létu lífið í flugi MH17

Margir þeirra 298 sem fórust með malasísku farþegaflugvélinni sem var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í gær voru starfsmenn Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Voru þeir á leið ráðstefnu um AIDS í Ástralíu. Josep Lange, fyrrverandi forseti Alþjóðlega alnæmis sambandsins var einn farþeganna.

Í frétt The Guardian segir að um það bil hundrað farþegana í flugi MH17 hafi verið á leið á ráðstefnuna. Joep Lange var einn af lykilmönnum samtímans í rannsóknum á HIV veirunni.  Í tilkynningu frá WHO lýsa samtökin yfir mikilli sorg vegna þess hve margir samstarfsaðilar og vinir hafi verið um borð í vélinni.


Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu staðfesti á blaðamannafundi í morgun að flugvélin hefði átt að halda áfram frá Kuala Lumpur til Melbourne í Ástralíu. “Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að flytja þá Ástrali sem létu lífið aftur heim”, sagði Bishop.
18.júl. 2014 - 08:20 Sigurður Elvar

Hvernig er staðan á Opna breska? – bein lýsing frá öðrum keppnisdegi

Annar keppnisdagur á Opna breska meistaramótinu á Royal Liverpool vellinum í Hoylake stendur nú yfir. Keppni hófst snemma í morgun og síðustu ráshóparnir koma inn um kvöldmatarleytið. Fækkað verður um nánast helming í keppendahópnum eftir daginn í dag og er því að miklu að keppa. Rory McIlroy, sem var efstur eftir fyrsta hringinn, þar sem hann lék á 66 höggum eða -6 fer af stað kl. 14.27 í dag.
18.júl. 2014 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Krefjast svara um hverjir skutu farþegaþotuna niður í gær: Getur gjörbreytt stöðu mála í Úkraínu

Þjóðarleiðtogar margra ríkja krefjast þess að alþjóðleg rannsókn fari fram á hvað gerðist þegar flugvél frá Malaysia Airlines var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í gær með þeim afleiðingum að 298 manns sem voru um borð létust. Þessi hörmungaratburður gæti orðið til að gjörbreyta stöðu mála í Úkraínu.
17.júl. 2014 - 22:00 Kristín Clausen

Stórbrotin náttúrufegurð á umdeildustu svæðum jarðar

Átakasvæði í heiminum eiga það sameiginlegt að fréttaflutningur þaðan einblýnir á hörmungar, mannvonsku og þjáningar af völdum hernaðarátaka, sjúkdóma eða glæpa. Myndasería í fréttinni sýnir aðra hlið á þessum umdeildustu svæðum í heiminum. Þar er líka að finna ósnortna náttúrufegurð sem fæstir þekkja.

 


17.júl. 2014 - 20:00

660 barnaníðingar handteknir

Breska lögreglan hefur undanfarna sex mánuði gengið hart fram gegn barnaníðingum og handtekið 660 manns í aðgerðum sínum. Af þessum fjölda voru 39 áður á skrá sem dæmdir barnaníðingar en hinir höfðu ekki verið í kastljósi yfirvalda áður. Leitað var í rúmlega 800 húsum.
17.júl. 2014 - 18:30

Lestarslys í Frakklandi: Tugir slasaðir

Tugir manna slösuðust í alvarlegu lestarslysi í Frakklandi nú síðdegis þegar hraðlest með 178 farþega lenti í árekstri við lest með 70 farþega. Slysið varð á Pau-Bayonne leiðinni í suðurhluta landsins nærri bænum Denguin. Heimildir herma að lestin með 70 farþegana hafi verið stopp á lestarteinum þar sem þeir skerast og þar hafi hraðlestin lent á henni.
17.júl. 2014 - 16:43

Hér var flugvélin frá Malaysian Airlines þegar hún var skotin niður

Farþegaflugvél frá  Malaysian Airlines sem hrapaði í Úkraínu var skotin niður að sögn Anton Herashchenko, hjá utanríkisráðuneyti Rússlands. Vélin sem varð að gerðinni boeing 777 með flugnúmerið MH17 hvarf af ratsjá þegar stutt var í rússneskt flughelgi. Allir farþegar vélarinnar sem og áhöfn eru taldir af.
17.júl. 2014 - 15:30

Farþegaflugvél frá Malaysian Airlines hrapaði í Úkraínu með 295 manns innanborðs

Farþegaflugvél frá Malasíu brotlenti í Úkraínu nú fyrir stundu. Frá þessu greinir fréttastofa Sky News. Allir farþegar og áhöfn vélarinnar eru taldir af. Heimildarmaður úr úkraínska sendiráðinu segir að vélin hafi verið skotin niður með flugskeyti.
17.júl. 2014 - 14:30

Er þetta sanngjarnt? Hitabylgja víða í Evrópu

Meðan flestir landsmenn verða að búa við rigningu og meiri rigningu er einmuna veðurblíða víða í Evrópu og miklir hitar. Á Bretlandseyjum er búist við að hitinn komist víða í 32 gráður næstu daga og í Þýskalandi má búast við allt að 36 stiga hita. Einnig er vel hlýtt víða á Norðurlöndunum og fer hlýnandi.
17.júl. 2014 - 10:00 Sigurður Elvar

Özil leiðrétti fréttaflutning gærdagsins – styrkir 23 langveik börn í Brasilíu

Mesut Özil, einn þekktasti leikmaður heimsmeistaraliðs Þýskalands í knattspyrnu, er með gullhjarta eins og kom fram í gær. Özil gaf út yfirlýsingu í dag þar sem hann greindi frá því hvernig hann hefur lagt fram fé í góðgerðamál og leiðrétti þar með fréttaflutning gærdagsins þar sem hann var sagður hafa styrkt hjálparsamtök á Gasasvæðinu.
17.júl. 2014 - 09:00

Hundurinn Bonzo var í Finnlandi í 18 mínútur: Varð að aflífa hann vegna þess

Í síðustu viku gerði Svein Wirkola stór og afdrifarík mistök þegar hann skaust frá Noregi yfir til Finnlands til að versla. Hann tók nefnilega fjölskylduhundinn Bonzo með yfir landamærin og það kostaði Bonzo lífið. Þeir félagar voru í Finnlandi í 18 mínútur en samt sem áður þurfti að aflífa Bonzo um leið og þeir komu aftur yfir til Noregs.
16.júl. 2014 - 15:30

Hjúkrunarfræðingur ætlaði að drepa unglingsstúlku og borða hana

57 ára hjúkrunarfræðingur er nú fyrir rétti í Englandi ákærður fyrir að hafa ætlað að misnota 14 ára stúlku kynferðislega, myrða hana og að lokum borða hana. Hann notaði vefsíðu sem er helguð þessu óhugnanlega blæti til komast í samband við stúlkuna.

16.júl. 2014 - 14:30 Sigurður Elvar

Liverpool hagnast um 10 milljarða kr. á Suarez – Barcelona staðfestir kaupin

Luis Suarez er leikmaður Barcelona segir Andoni Zubizarreta, íþróttastjóri Barcelona. Þetta sagði hann á blaðamannafundi og það væri 100% öruggt að Suarez væri félagi í íþróttafélaginu Barcelona sem endaði í öðru sæti í spænsku deildinni á síðasta tímabili.

16.júl. 2014 - 12:30

Stórtækir þjófar stálu 300.000 lítrum af bjór

Stórtækir þjófar létu til sín taka í vesturhluta Þýskalands einhvern tímann á síðustu dögum og stálu gríðarlegu magni af bjór eða um 300.000 lítrum. Verðmæti bjórsins er um 2,1 milljónir evra, rúmlega 300 milljónir íslenskra króna, ef miðað er við söluverð á veitingastöðum. Þó að bjór sé vinsælasti drykkurinn í Þýskalandi mun hvarf þessara 300.000 lítra væntanlega ekki setja markaðinn í uppnám enda aðeins um brot af vikulegri neyslu landsmanna að ræða.

16.júl. 2014 - 10:49 Sigurður Elvar

Leikmannamarkaðurinn hitnar á Englandi - Diego Costa samdi við Chelsea

Spænski landsliðsmaðurinn Diego Costa, sem er fæddur í Brasilíu, er á leið til Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Samningur framherjans er til fimm ára en hann er 25 ára gamall og hefur farið á kostum með Spánarmeistaraliði Atletico Madrid á undanförnum misserum.
16.júl. 2014 - 09:00 Kristín Clausen

Keyptu sér hús á 200 krónur og gerðu upp

Bresk hjón sem keyptu íbúð á eitt sterlingspund, eða tæplega 200 krónur, í borginni Stoke on Trent í Staffordshire á Bretlandi gerðu eignina upp og í dag er hún er metin á 13,6 milljónir króna. 

 

 


15.júl. 2014 - 19:00

Þurfti engan megrunarkúr: Kennarinn sem dansaði af sér 45 kíló á einu ári í zumbatímum

Hún var rúm hundrað kíló og tók tíu til fimmtán íbúfentöflur á dag vegna verkja. Á þessum tíma var hún 29 ára, og hafði nýverið hafið störf sem kennari. Eftir að hún hætti að reykja bætti hún á sig eins og oft vill verða með fyrrverandi reykingarmenn.
15.júl. 2014 - 16:00

Kannabisneysla eykur líkurnar á kvíða og þunglyndi

Heilar þeirra sem neyta kannabisefna eru ekki eins hæfir til að bregðast við og njóta ávinningsins af dópamínflæði en dópamín ýtir undir vellíðan og hvetur fólk áfram. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar og styður niðurstöður eldri rannsókna sem benda til þess að kannabisneysla geri fólk hlédrægt, sinnulaust og dauft.

15.júl. 2014 - 11:00

Tollverðir haldlögðu tugi risasnigla

Tollverðir haldlögðu nýlega sextíu og sjö afríska risasnigla sem flugfarþegi reyndi að taka með sér í farangri sínum. Umrædd sniglategund er ein sú stærsta í heiminum og geta sniglarnir orðið allt að 20 cm langir.
14.júl. 2014 - 21:10

Játaðu það, þú lætur bara sem þér líki þessir hlutir

Það er oft sagt að hreinskilni sé af hinu góða en hvað ef fólk er svo upptekið af að reyna að vera gott og alúðlegt að það er ekki einu sinni hreinskilið við sjálft sig? Það kemur fyrir því í gegnum lífið kinkum við kolli og segjum að við höfum gaman að einhverju eða að okkur þyki gaman að fara á ákveðna staði, þrátt fyrir að okkur finnist þetta langt frá því að vera skemmtilegt.


14.júl. 2014 - 20:00

Svartast er það nýja svarta: Svo svart efni að það sést ekki

Margir hafa heillast af svörtum lit í gegnum tíðina, listamenn, þeir sem aðhyllast gotneska tísku og útlit og auðvitað Coco Chanel tískufrömuður. Svartur er dularfyllsti liturinn og er nú orðinn enn svartari og leyndardómsfyllri en áður.
14.júl. 2014 - 19:00

Þessu átti enginn von á: Sólstrandagestir áttu fótum sínum fjör að launa - Haglél á stærð við golfbolta

Sólardagur á ströndinni breyttist í martröð fyrir strandgesti þegar á brast óþverraveður með hagléli á stærð við golfbolta. Sólstrandagestirnir voru staddir á strönd í vesturhluta Síberíu. Lofthitinn var um 37 gráður og glampandi sól. En á örskotsstundu breytist veðrið og hitinn féll um tuttugu gráður þegar haglélið dundi á gestunum sem reyndu að koma sér í skjól hið snarasta.
14.júl. 2014 - 17:00

„Látin“ þriggja ára stúlka vaknaði upp í eigin útför

Þriggja ára stúlka sem læknar á Filippseyjum úrskurðuðu látna síðastliðin föstudag vaknaði upp í sinni eigin útför á laugardaginn. Hún var strax flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Hún hafði þjáðst af háum hita um tíma áður en læknar úrskurðuðu hana látna.
14.júl. 2014 - 15:22 Sigurður Elvar

Myndaveisla frá fögnuði heimsmeistaraliðs Þjóðverja í Brasilíu

Þjóðverjar fögnuðu heimsmeistaratitlinum í knattspyrnu í gær eftir 24 ára bið og var þetta í fjórða sinn sem Þjóðverjar eru heimsmeistarar. Mario Götze skoraði eina mark leiksins í framlengingu gegn Argentínu.  
14.júl. 2014 - 10:00

Fjöldamorðinginn Charles Manson ætlar að giftast

Fjöldamorðinginn Charles Manson hefur setið í fangelsi síðan 1969 og mun dvelja þar þann tíma sem hann á eftir ólifðan. Manson er orðinn 79 ára en ástin er algjörlega ótengd aldri segir einhvers staðar og það á svo sannarlega við í tilfelli Mansons sem er að fara að kvænast 26 ára konu en þau hafa átt í sambandi síðan hún var 17 ára.
13.júl. 2014 - 22:01 Sigurður Elvar

Götze tryggði Þýskalandi 1-0 sigur gegn Argentínu – Þjóðverjar heimsmeistarar í fjórða sinn

Varamaðurinn Mario Götze tryggði Þýskalandi 1-0 sigur í framlengdum leik gegn Argentínu í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Brasilíu. Þetta er í fjórða sinn sem Þjóðverjar fagna heimsmeistaratitlinum og í fyrsta sinn í 24 ár.
13.júl. 2014 - 17:30

Tíu mögnuðustu götur veraldar

Er kominn ferðahugur í þig? Eftirfarandi tíu götur og torg hafa verið útlistaðar sem þær undursamlegustu í heiminum og eiga sameiginlegt að draga að sér ferðamann, allt árið um kring.  
13.júl. 2014 - 15:39 Sigurður Elvar

Hvernig spá sérfræðingarnir úrslitaleiknum á HM? – Hver verður maður keppninnar?

Þýskaland og Argentína eigast við í kvöld í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Brasilíu. Þjóðverjar hafa ekki sigrað á HM frá árinu 1990 þegar liðið fagnaði titlinum í þriðja sinn. Argentína hefur tvívegis fagnað heimsmeistaratitlinum, fyrst 1978 og 1986 í annað sinn.
13.júl. 2014 - 12:30

Leikskólastrákur sá innbrotsþjóf brjótast inn á leikskólann: Teiknaði mynd af þjófinum

Hugvitssemi ungra barna eru lítil takmörk sett og þau eru yfirleitt öll af vilja gerð til að aðstoða fólk og það á svo sannarlega við í tilfelli lítils stráks á leikskólaaldri sem sá innbrjótsþjóf brjótast inn á leikskólann. Það var auðvitað bara eitt að gera, teikna mynd af innbrotsþjófinum bíræfna og afhenda lögreglunni.
12.júl. 2014 - 17:00

Tíu matartegundir sem halda þér söddum lengur

Þegar við reynum að missa kíló er yfirleitt gott ráð að borða minna en við gerum, en að vera sífellt svangur er ein af meginástæðunum fyrir því að megrunarkúrar ganga ekki upp. Til eru þó ráð sem hjálpa okkur að minnka garnagaulið án þess að innbyrða auka kaloríur. Þegar við borðum ákveðnar tegundir af fæðu sendum við á sama tíma merki til heilans sem dregur úr matarlyst okkar.
11.júl. 2014 - 22:00

Svona eiga flugmenn að vera: Pantaði pizzur fyrir farþegana

Óveður sem gekk yfir Denver í Colorado á mánudaginn truflaði ýmsa starfsemi á flugvellinum þar og meðal annars þurfti flug Frontier Airlines frá Washington DC að hætta við lendingu og lenda í Cheyenne í Wyoming og bíða þar í nokkrar klukkustundir. Flugstjórinn kenndi í brjósti um farþegana og pantaði pizzur handa þeim á eigin kostnað á meðan beðið var.

Sena - Háskólabíó - kvikmyndahátíð
Aðsend grein
Aðsend grein - 10.7.2014
Átt þú atvinnumann framtíðarinnar?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 13.7.2014
„Þú hæstvirta aukakíló“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.7.2014
Skopmynd Halldórs af mér
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 08.7.2014
Einkennileg fréttamennska
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.7.2014
Góður vinnustaður
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.7.2014
Tvær fjasbókarfærslur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.7.2014
Svör við spurningum tveggja fréttamanna
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.7.2014
Stúlkan frá Ipanema
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 10.7.2014
Hver átti frumkvæðið?
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.7.2014
Stund úlfsins
Brynjar Eldon Geirsson
Brynjar Eldon Geirsson - 16.7.2014
Hver sigrar á The Open
Fleiri pressupennar