20. apr. 2017 - 18:00Þorvarður Pálsson

Rekin úr banka fyrir að svindla ekki á viðskiptavinum

Kona nokkur í Bandaríkjunum hefur höfðað mál á hendur Wells Fargo bankanum vegna brottrekstrar þaðan. Samkvæmt málshöfðuninni var konan rekin fyrir það að vilja ekki ljúga að viðskiptavinum og pranga upp á þá fjárfestingarmöguleikum sem þeir hefðu tapað á en bankinn grætt á.Melinda Bini var fyrrum aðstoðarforstjóri og svæðisstjóri einkabankaþjónustu hjá útbúi Wells Fargo í Somerset í New Jersey ríki í Bandaríkjunum.

Melinda Bini var rekin úr starfi sínu í apríl í fyrra eftir að hafa starfað hjá bankanum síðan árið 2002 en hún er menntaður fjármálaráðgjafi.Samkvæmt málinu sem Bini hefur höfðað fyrir rétti í Middlesex sýslu var hún rekin fyrir að vilja ekki taka þátt í að svindla á viðskiptavinum.

Auk þess sem Wells Fargo er nefndur í kærunni eru þrír yfirmenn hennar hjá útibúinu nefndir á nafn.Bini heldur því fram að yfirmenn hennar hafi gefið henni skipanir um að hagræða reikningum viðskiptavina og selja þeim bankaþjónustu og fjárfestingar sem voru viðskiptavinum ekki til hagsbóta. Stundum var þetta gert án vitneskju viðskiptavina.Þar að auki er því haldið fram í málsgögnum að yfirmenn í höfuðstöðvum bankans hafi vitað af þessu svindli í útibúinu.

Talsmaður Wells Fargo, Kevin Friedlander sagði í samtali við NJ að mennirnir þrír sem nafngreindir eru séu enn starfsmenn bankans en vildi ekki svara frekari spurningum.

Þar sem þetta er yfirstandandi mál getum við ekki tjáð okkur neitt um þessa málshöfðun,

sagði Freidlander í yfirlýsingu.

Bini segir að hún hafi alfarið hafna að taka þátt í „ólöglegri og siðlausri“ bankastarfsem eins og hún orðar það. Hún segist hafa orðið fyrir áreitni á vinnustaðnum sem lauk með brottrekstri hennar í apríl 2016. Brottreksturinn segir hún hafa verið skipulagðan af yfirmönnum hennar sem hefnd fyrir að taka ekki þátt í svindlinu. Hún krefst skaðabóta og þess að fá starfið sitt aftur.

Wells Fargo er næst stærsti bankinn í New Jersey og var sektaður um 100 milljónir dollara af bandarískum yfirvöldum í september á síðasta ári. Sektina fékk bankinn fyrir að nota gervitölvupóstföng til að skrá viðskiptavini fyrir nýjum bankareikningum án vitundar viðskiptavinanna. Bankinn sagði upp 5 þúsund starfsmönnum í kjölfarið fyrir að hafa tekið þátt í því svindli.
16.okt. 2017 - 21:00 Ari Brynjólfsson

Ekkert stöðvar þyrilsnældu í geimnum: Myndband

Þyrilsnældur hafa verið að gera góða hluti hér á jörðinni undanfarna mánuði, nú eru þessi tilgangslitlu leikföng komin út í geim. Vandinn er hins vegar sá að í geimnum þá er ekkert þyngdarafl til að stöðva þá. Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni hafa birt myndband af sér að leika með þyrilsnældur í geimnum og útkoman er vægast sagt heillandi:
16.okt. 2017 - 13:56 Aníta Estíva Harðardóttir

Kona lést þegar tré féll á bifreið hennar vegna fellibylsins Ófelíu

Mynd/Getty Kona á þrítugsaldri lést þegar hluti af tré féll á bíl hennar vegna fellibylsins Ófelía sem geisar nú yfir Írland. Samkvæmt BBC slasaðist einnig kona á sextugsaldri sem var farþegi í bílnum og var hún flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.
16.okt. 2017 - 11:45 Aníta Estíva Harðardóttir

Bretar og Írar búa sig undir stærsta storm í hálfa öld

Mynd: Pa Fellibylurinn Ophelia nálgast nú Bretlandseyjar með miklum hraða og hefur hann verið mældur á 130 kílómetrar á klukkustund. Varað hefur verið við því að fellibylurinn geti verið lífshættulegur og að hann muni verða stærsti stormur sem geisað hefur á Bretland í hálfa öld.
16.okt. 2017 - 09:30 Bleikt

Sigraði krabbamein tvisvar sem barn – Er nú komin aftur á spítalann

Tuttugu og fjögurra ára gömul kona sem hefur sigrast á krabbameini tvisvar sinnum sem barn er nú komin enn eina ferðina á spítalann en í þetta skiptið er ástæðan þó önnur. Montana Brown greindist fyrst með sjaldgæfa tegund af bandvefskrabbameini þegar hún var einungis tveggja ára gömul.
16.okt. 2017 - 08:00

Er upplausnarástand í Evrópu? Sjálfstæðisbarátta Katalóníu getur haft víðtækar og ófyrirséðar afleiðingar í álfunni

Sólarströnd á Spáni. Margir evrópskir stjórnmálaleiðtogar eru áhyggjufullir þessa dagana vegna sjálfstæðisbaráttu Katalóníubúa og þeirrar deilu sem er á milli leiðtoga Katalóníu og spænskra stjórnvalda. Deilt er um sjálfstæði Katalóníu sem stjórnvöld í Katalóníu vilja lýsa yfir en spænsk stjórnvöld hafa hótað að mæta sjálfstæðisyfirlýsingu af mikilli hörku. Þessi deila og sjálfstæðiskrafa Katalóníu getur haft mikil áhrif um alla Evrópu og að sumra mati leitt til upplausnar.
15.okt. 2017 - 22:00

Nágranni sá þessa óhugnanlegu skuggaveru í glugganum hvert einasta kvöld: Sannleikurinn hefur komið mörgum til að brosa

„Ég er orðinn þreyttur á að vera hræddur við það sem er í glugganum hjá börnunum þínum,“ stóð í smáskilaboðum sem foreldrar Kellie Burkhart fengu á dögunum. Kellie þessi er átján ára stúlka og búsett í foreldrahúsum í Tennessee í Bandaríkjunum. 
15.okt. 2017 - 20:00

Tilfinningaþrungið myndband sýnir söngvara Linkin Park hlæja og grínast sex dögum áður en

Óhætt er að segja að tónlistaraðdáendur hafi staðið á öndinni þann 20. júlí síðastliðinn þegar tilkynnt var um andlát Chester Bennington, söngvara Linkin Park. Chester hafði glímt við þunglyndi og ákvað hann að svipta sig lífi þennan örlagaríka dag. 
15.okt. 2017 - 16:39 433

Myndband: Þegar Ólafur sagði upp störfum hjá Randers

FH staðfesti í gær ráðningu sína á Ólafi Helga Kristánssyni sem þjálfara liðsins næstu árin. Samningurinn er til þriggja ára.
15.okt. 2017 - 10:00

Dúfur stýrðu sprengjum með því að gogga í skjá

Ein af merkilegustu hernaðarhugmyndum sögunnar fólst í því að láta dúfur stýra skotflaugum. Bandaríski sálfræðingurinn B.F. Skinner hafði fulla trú á dúfunum sínum og 1942 úthugsaði hann aðferð sem bandaríski herinn veitti 25.000 dollara til að þróa. Í hverri flaug áttu þrjár dúfur að vera spenntar fastar og fyrir framan þær þrír skjáir með myndum af skotmarkinu.
14.okt. 2017 - 20:00

Flugræninginn og dularfulla fallhlífin: Sagan á bak við eitt undarlegasta mál bandarískrar flugsögu

Eitt dularfyllsta mál bandarískrar flugsögu er atvik sem varð um borð í flugvél Northwest Orient-flugfélagsins þann 24. nóvember árið 1971. Þann dag rændi maður, sem er enn ófundinn 45 árum síðar, flugvél flugfélagsins og tókst á ótrúlegan hátt að komast undan með 200 þúsund Bandaríkjadali með því að stökkva út úr flugvélinni. DV rifjar hér upp þessa mögnuðu sögu og nýlega opinberun sem gæti varpað ljósi á málið.
14.okt. 2017 - 17:32 433

Ólafur Kristjánsson ráðinn þjálfari FH

FH hefur staðfest ráðningu sína á Ólafi Helga Kristánssyni sem þjálfara liðsins næstu árin.
14.okt. 2017 - 16:00

Vélbyssan sem skaut fyrir horn

Í síðari heimsstyrjöld voru í fyrsta sinn notaðar byssur sem hægt var að skjóta úr fyrir horn.
14.okt. 2017 - 15:00

Af hverju sitja köngulær í miðjum vefnum?

Allar köngulær sem spinna vefi til að fanga bráð, eru meðal tiltölulega fárra dýrategunda sem veiða bráð sína í gildru. Algengast er að sjá kringlulaga köngulóarvefi.
14.okt. 2017 - 08:00

Heimurinn mun breytast mikið á næstu 25 árum ef spá þessa sérfræðings rætist

Omar Rahim, stjórnarformaður tæknifyrirtækisins Energi Mine, spáir því að miklar breytingar muni eiga sér stað í þróun nýrrar tækni á næstu tuttugu og fimm árum. 
13.okt. 2017 - 22:00

Eigendur hússins í Breaking Bad eru búnir að fá nóg

„Fólk segir okkur að vera ekki fyrir, loka bílskúrnum og hvað við eigum að gera á okkar eigin lóð,“ segir Joanne Quintana, sem búsett er í Albuquerque í Bandaríkjunum. 
13.okt. 2017 - 18:00

Flugu til Bahamas til að giftast: Síðan þá hefur ekkert spurst til þeirra

Aðstandendur nýgiftra hjóna, Forrest Sanco og Donnu Grant, eru áhyggjufullir yfir afdrifum þeirra en ekkert hefur spurst til þeirra síðan þau flugu til Bahamas á einkaflugvél þar sem þau hugðust ganga í hjónaband. 
13.okt. 2017 - 08:00

Læknir tók sér hlé frá líffæraflutningi til að drekka áfengi - Dæmdur í fangelsi

Fyrr í vikunni var norskur læknir sakfelldur fyrir að hafa drukkið áfengi þegar hann framkvæmdi nýrnaígræðslu. Læknirinn tók sér 45 mínútna hlé frá aðgerðinni til að drekka áfengi. Á þeim tíma drakk hann þrjá fjórðu hluta úr áfengisflösku.


12.okt. 2017 - 22:00

Dawson's Creek stjarna opnar sig um kynferðislega áreitni eldri og valdamikilla karla

Bandaríski leikarinn James Van Der Beek, sem sló í gegn í dramaþáttunum Dawson's Creek í kringum aldamótin, opnaði sig um kynferðislega áreitni sem hann varð fyrir sem ungur maður. 

12.okt. 2017 - 21:00

Hvíta ekkjan drepin: Var sögð í hópi hættulegustu hryðjuverkamanna heims

Sally Jones, bresk kona sem yfirgaf heimahagana í Kent árið 2013 og fluttist til Sýrlands, var drepin í drónaárás Bandaríkjahers í sumar. Sally þessi gekk í raðir ISIS og var sögð í hópi hættulegustu hryðjuverkamanna heims. Talið er að starf hennar innan ISIS hafi verið að þjálfa liðsmenn samtakanna til að gera árásir á erlendri grund. 


12.okt. 2017 - 20:00

Ískyggileg spá afbrotafræðings: Fjöldamorð framtíðarinnar verða framin í netheimum

Ekki mun langur tími líða þar til morðingjar og hryðjuverkamenn munu nota mátt Internetsins til að koma saklausum borgurum fyrir kattarnef. Þetta er mat breska rannsóknarblaðamannsins og afbrotafræðingsins Donal MacIntyre. 

12.okt. 2017 - 19:00

Þú trúir því varla hvað þeir fundu í holræsunum í Sviss

Það er fleira en úrgangur úr okkur mannfólkinu sem endar í holræsunum eins og vísindamenn í Sviss komust að á dögunum.
12.okt. 2017 - 18:00

Komst í sitt besta form með þessari einföldu aðferð

Fyrir tólf árum sat Bandaríkjamaðurinn Jesse Alexander á kínverskum veitingastað með föður sínum þegar faðir hans sagði svolítið við hann sem fékk hann til að hugsa. 


12.okt. 2017 - 10:00 Bleikt

Hvernig eru skórnir á litinn? – Sitt sýnist hverjum

Munið þið eftir kjólnum sem gerði allt vitlaust fyrir tæpum 3 árum?

12.okt. 2017 - 08:00

Loftsteinn á stærð við stórt hús fer nærri Jörðinni í dag: Líkur á árekstri eru 1:750

2012 TC4 Loftsteinn, sem nefndur hefur verið 2012 TC4, fer nærri Jörðinni í dag, svo nærri að líkurnar á árekstri við Jörðina eru 1:750. Loftsteinninn verður í um 44.000 km fjarlægð þegar hann fer framhjá plánetunni okkar. Hann er 15 til 30 metrar að lengd.
11.okt. 2017 - 22:00

Þess vegna skaltu aldrei auglýsa það ef þú vinnur í lottóinu

Lee Davies og Carryann Copestick vöknuðu bókstaflega upp við vondan draum fyrir skemmstu þegar vopnaðir menn ruddust inn á heimili þeirra í skjóli nætur á dögunum. 
11.okt. 2017 - 20:00

Brad Pitt hótaði Harvey Weinstein öllu illu fyrir rúmum tuttugu árum

Bandaríski stórleikarinn Brad Pitt er sagður hafa hótað kvikmynda- framleiðandanum Harvey Weinstein öllu illu ef hann léti ekki af því að áreita þáverandi kærustu hans, Gwyneth Paltrow, kynferðislega. 
11.okt. 2017 - 18:00

Skógareldarnir í Kaliforníu: Hjón til 75 ára meðal fórnarlamba

Að minnsta kosti sautján hafa látist í miklum skógareldum sem nú geysa í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Meðal fórnarlamba eru hjónin Charles Rippey og Sara Rippey en þau höfðu verið gift í 75 ár. Charles var 100 ára en Sara 98 ára en þau voru bæði búsett í Napa-sýslu þar sem ástandið hefur verið hvað verst.
11.okt. 2017 - 10:45

Hjón leigðu sér íbúð á Airbnb: Fengu áfall þegar þau opnuðu reykskynjarann

Óhætt er að segja að ungum hjónum frá Indiana í Bandaríkjunum hafi brugðið þegar þau leigðu sér íbúð í gegnum Airbnb á dögunum. 

11.okt. 2017 - 08:00

Kynslóðin sem mun vera á leigumarkaði alla ævi: Hefur ekki efni á að kaupa fasteign

Á Englandi hefur fasteignaverð hækkað svo mikið á undanförnum árum að ungir Bretar eru nú nefndir „Generation Rent“, kynslóðin sem býr í leiguhúsnæði. Í Manchester hækkaði húsnæðisverðið um 9 prósent á síðasta ári og það sama er uppi í teningnum víða um landið. Það má velta fyrir sér hvort margir sjái ekki ákveðna samsvörun í ástandinu hér á landi og í Bretlandi.
10.okt. 2017 - 22:00

Ashton Kutcher og Mila Kunis útskýra hvers vegna börnin þeirra fá engar jólagjafir

Hollywood-parið Ashton Kutcher og Mila Kunis ætla ekki að gefa börnum sínum neinar jólagjafir þessi jólin. Ástæðan er ekki skortur á peningum, þvert á móti enda eru auðæfi þeirra metin á 255 milljónir Bandaríkjadala, 27 milljarða króna. 
10.okt. 2017 - 21:00

Ein slæm ákvörðun á djamminu kostaði hana lífið

Laugardaginn 19. ágúst síðastliðinn vaknaði hin tvítuga Amy Vigus og var spennt fyrir deginum. Þennan dag ætlaði hún að fara með vinum sínum á tónlistarhátíð í Lundúnum sem hún og gerði. 
10.okt. 2017 - 20:00 Einar Þór Sigurðsson

Ljósi varpað á leynifangelsi Bandaríkjanna: Svefnvana fangar í bleyjum og ísköldum klefum

John Jessen og James Mitchell Leynigögn sem breska blaðið The Guardian fjallar um varpa ískyggilegu ljósi á þær pyntingar sem viðgengust í leynifangelsi Bandaríkjanna sem starfrækt var í Afganistan. 
10.okt. 2017 - 19:00

Norður-Kóreumenn segja að CIA hafi reynt að ráða Kim Jong-un af dögum

Norður-Kóreumenn halda því fram að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafi reynt að ráða Kim Jong-un, einræðisherra landsins, af dögum fyrr á þessu ári. 
10.okt. 2017 - 11:45 433

Allt sem þú þarft að vita um miðasöluna fyrir HM í Rússlandi

Ísland vann í gær 2-0 sigur á Kosóvó í lokaleik sínum í undankeppni HM og tryggði liðið sér þar með sæti á lokakeppninni sem fram fer í Rússlandi næsta sumar.
10.okt. 2017 - 09:42 433

Eiður Smári um hármissi hjá sér og Aroni Einari - Flóðljós og rigning

Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur í sjónvarpi allra landsmanna, RÚV í gær þegar Ísland komst á Heimstaramótið í fyrsta sinn.
10.okt. 2017 - 09:27

Lygileg martröð 27 ára Skota: Fastur í Dúbaí í þrjá mánuði fyrir ótrúlegar sakir

Tuttugu og sjö ára rafvirki frá Skotlandi hefur setið fastur í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum síðan í sumar. Ástæðan er sú að maðurinn, Jamie Harron, komst í kast við lögin fyrir litlar sakir. 
10.okt. 2017 - 08:00

Einstakt tækifæri fyrir vísindamenn: Geta nú rannsakað svæði sem sólin hefur ekki skinið á í 120.000 ár

Frá Suðurskautinu. Vísindamenn hafa nú einstakt tækifæri til að rannsaka áður hulið svæði á Suðurskautslandinu. Fyrr á árinu brotnaði 5.800 ferkílómetra íshella af Larsen C-íshellunni. Íshellan vegur 1.000 milljarða tonna svo hér er ekkert um neitt smáræði að ræða. Hana rekur nú frá ströndinni og það veitir vísindamönnum tækifæri til að rannsaka hafsbotninn undir henni.
09.okt. 2017 - 20:58 433

Til hamingju Ísland - Minnsta þjóð sögunnar til að fara á HM

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrra mark Íslands í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Gylfi gerði hlutina eins síns liðs og kom boltanum í netið, sögulegt mark fyrir Ísland.
09.okt. 2017 - 18:00

Nágranni hringdi á lögreglu: Þá kom í ljós af hverju eldri kona og sonur hennar höfðu ekki sést svo mánuðum skiptir

Sextugur karlmaður, Robert Kuefler að nafni, hefur veriðákærður af saksóknurum í Minnesota í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að hann létundir höfuð leggjast að tilkynna um lát móður sinnar og bróður sem bæði létustárið 2015.


09.okt. 2017 - 14:00 Einar Þór Sigurðsson

Bréfið sem fannst í herbergi Paddocks innihélt hrollvekjandi upplýsingar

Óhætt er að segja að bréfið sem fannst inni í herbergi fjöldamorðingjans Stephen Paddock í Las Vegas í síðustu viku hafi innihaldið hrollvekjandi upplýsingar. 
09.okt. 2017 - 10:41 433

Heimsfrægur knattspyrnumaður pirrar FH-inga mikið

Stan Collymore fyrrum framherji Liverpool og enska landsliðsins er hér á landi að taka upp sjónvarpsþátt.
09.okt. 2017 - 08:00

Fór með 3 ára dóttur sína á almenningssalerni: Ummæli stúlkunnar fengu móðurina til að skammast sín niður í tær

Börn eru yfirleitt mun beinskeyttari í orðum en fullorðnir enda ekki búin að læra að halda aftur af því sem þau vilja segja ef það þykir ekki viðeigandi. Þetta er auðvitað oft á tíðum mjög skemmtilegt en getur líka verið mjög vandræðalegt fyrir foreldra og auðvitað þann sem rætt er um ef fólk á í hlut.
08.okt. 2017 - 21:30 Aníta Estíva Harðardóttir

Azad óttast um líf sitt: „Ég er að missa vitið ég er svo hræddur“

Samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International sem kom út 5. október hafa ríkisstjórnir Evrópu lagt líf þúsunda Afgana í hættu með því að þvinga þá til að snúa aftur til lands þar sem þeir eiga í hættu á að týna lífi sínu eða sæta pyndingum, mannshvörfum og öðrum mannréttindabrotum.
08.okt. 2017 - 20:00

Svona er hægt að halda köngulóm frá heimilinu að eilífu

Það skiptir kannski ekki öllu máli hvort þú ert hrædd/ur við köngulær, þær eru væntanlega ekki mjög velkomnar inn á heimili þitt. Þegar þær eru komnar inn þá hefjast oft á tíðum veiðar húsráðenda sem eru mishræddir við köngulærnar. Ryksugan er vinsælt veiðitæki enda þarf þá ekki að fara mjög nærri dýrunum, bara setja stútinn á þær og ryksuga þær upp. En nú hafa vísindamenn frá Kína og Ástralíu komist að þeirri niðurstöðu að til sé aðferð til að halda köngulóm fjarri húsum að eilífu.
08.okt. 2017 - 13:36 433

Lúxusvandamál fyrir Heimi – Aron Einar velur liðið á morgun

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands segir það lúxusvandamál fyrir sig að velja byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó á morgun í undankeppni HM.
08.okt. 2017 - 12:30 Ari Brynjólfsson

Svona lítur það út að vera bitinn af hákarli: Myndband

Að vera bitinn, hvað þá étinn, af hákarli er eitthvað sem fæstir óska sér. Margir óttast þó að verða á matseðli hákarls við sjósund þó það sé langt frá því að vera algeng dauðaorsök, en þess má geta að tveir létust af völdum hákarls í fyrra, báðir við strendur Ástralíu. Samt virðist það vera eðlislægt hjá mörgum að óttast hákarla og hafa verið gerðar ófáar kvikmyndir um morðóða hákarla.
07.okt. 2017 - 20:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Þetta kyn halda foreldrar frekar upp á

Mynd/Getty Ný rannsókn hefur leitt í ljós að foreldrar eiga það til að eyða meiri pening í þau börn sín sem eru af sama kyni og foreldrið sjálft. Rúmlega 90 prósent foreldra sögðu að þau tækju ekki eitt barn fram yfir annað en í ljós kom að þegar um peningaeyðslu er að ræða skipta kynin greinilega máli.
07.okt. 2017 - 12:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Fjögurra ára gömul stúlka með ólæknandi heilaæxli byrjar í skóla

Foreldrar fjögurra ára gamallar stúlku með ólæknandi heilaæxli höfðu haft áhyggjur af því að hún gæti aldrei upplifað það að byrja í skóla með vinum sínum. Stúlkan greindist með heilaæxlið í febrúar á þessu ári og gáfu læknarnir henni takmarkaðar batahorfur.
07.okt. 2017 - 11:56 433

Ísland yrði lang fámennasta þjóð sögunnar á HM

Ef allt gengur eftir verður Ísland á meðal þeirra 32 liða sem leika í úrslitakeppni HM í Rússlandi á næsta ári.
06.okt. 2017 - 21:30 Bleikt

Tíu ára gömul stúlka sigrar brjóstakrabbamein

Tíu ára gömul stúlka sem greindist með brjóstakrabbamein aðeins átta ára gömul er sú yngsta sem hefur greinst hingað til. Stúlkan fann hnút á bringunni og fór í brjóstnám þar sem allur brjóstavefur hægra megin var fjarlægður.

(9-31+) Gæludýr.is: Nagdýrafóður - okt
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.10.2017
Voru bankarnir gjaldþrota?
- 07.10.2017
Stundarbilun
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 10.10.2017
Þessu er ég ekki búinn að gleyma!
Aðsend grein
Aðsend grein - 07.10.2017
Skilyrðislaus ást
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.10.2017
Blekkingin er algjör
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 11.10.2017
Bagalegt að Samfylkingin sé enn í henglum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.10.2017
Þriðja stærsta gjaldþrotið?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 13.10.2017
Samfélagsbanki fyrir íslenskan almenning
Gunnlaugur Jónsson
Gunnlaugur Jónsson - 16.10.2017
Við hvaða tölu innflytjenda verður þú rasisti?
Fleiri pressupennar
Tapasbarinn: Afmæli okt 2017