10. jún. 2012 - 21:00

Kynóðar mörgæsir gera vísindamann skelfingu lostinn

Vísindamaðurinn George Murray Levick trúði varla sínum eigin augum þar sem hann stóð á Suðurskautinu og horfði á unga karlkyns mörgæs af Adélie ætt reyna að eiga mök við steindautt kvendýr. Levick taldi að hræið væri árs gamalt. Öskrandi snjóstormar og nístingskuldi voru barnaleikur miðað við það sem hann varð vitni að þarna í fjörunni.

George Levick var í leiðangri Scotts sem freistaði þess að komast á Suðurpólinn fyrstur manna á árunum 1910 til 1913.  Hann stundaði rannsóknir ásamt tveimur aðstoðarmönnum og er eini vísindamaðurinn til þessa dags sem hefur rannsakað allt mökunarferli Adélie mörgæsanna. 

En hafi það hvarflað að Levick að þetta væri einangrað tilfelli, slys, geðveiki eins fugls, þá hefur hann haft heldur betur rangt fyrir sér. Hann sá karlkyns mörgæsir eiga mök við aðrar karlkyns mörgæsir. Hinir ungu fuglar lögðust á dauða fugla og nauðguðu bæði kvenkynsfuglum og ungum sem þeir drápu jafnvel í æsingi og sturlun.

Levick skráði rannsóknir sína á grísku svo aðeins menntaðir menn myndu skilja þann hrylling er hann hafði orðið vitni að. Í Bretlandi gaf hann út rit um mörgæsina en kaflinn sem fjallaði um kynhegðun þeirra var fjarlægður. Hann gaf hinn forboðna kafla út í nokkrum eintökum sem hann færði öðrum vísindamönnum.

Nú hefur eintak af ritinu sem reynt var að sópa undir teppið, fundist. Douglas nokkur Russell, sýningastjóri á Náttúrusafninu í London uppgötvaði eintak þegar hann var að fara í gegnum skjöl Scotts  og hefur ritið nú verið birt. Douglas Russell sagði:

Rannsóknir hans voru nákvæmar og standast vel tímans tönn og verðskulda að vera gefnar út. Þetta er ótrúleg lesning um ungar karlkyns mörgæsir sem hópast saman í gengi til að níðast á öðrum fuglum og ungum og skeyta engu um þó foreldrarnir séu í næsta nágrenni. Þetta er ógnvekjandi.

Russell bendir á að mörgæsin hafi aðeins nokkrar vikur til þess að fjölga sér. Ungir karlfuglar hafa enga reynslu af því hvernig þeir eiga að haga sér. Hann bendir jafnframt á að dauð mörgæs sem liggur á jörðinni með hálf opin augu svipi til kvenkynsmörgæsar sem er reiðubúin til að makast.

George Levick var herramaður sem ferðaðist með mönnum við erfiðar aðstæður, varð vitni að hegðun dýra sem hann botnaði ekkert í. Það kemur ekki á óvart að þetta hafi fengið á hann. Það má samt benda á það að þessi mörgæs er líkust manninum af öllum fuglum. Bæði í útliti og hegðun.

Brengluð hegðun mörgæsanna var ekki það eina sem Levick varð að takast á við. Í febrúar 1912 beið Levick ásamt fimm öðrum meðlimum eftir að vera sóttir af leiðangurskipinu Terra Nova en þeir lokuðust inni vegna hafís. Eyddu þeir vetrinum í íshelli við hrikalegar aðstæður. Það eina sem þeir höfðu til matar voru selir og mörgæsir.

Ótrúlegt en satt þá lifðu mennirnir veturinn af. Levick sneri aftur til Englands 1913, rétt tímanlega til þess að taka þátt í fyrri heimstyrjöldinni. Árið 1932 setti hann á fót skóla fyrir verðandi könnuði og var forseti hans til dauðadags. Minnisbók hans er til sýnis á Náttúrusafninu í London og þar fær George Murray Levick þau eftirmæli að hann hafi verið hinn sanni hefðarmaður.
(21-25) Fylgifiskar: HH, súpa 1 - sept
24.sep. 2016 - 23:00 Þorvarður Pálsson

Handtaska búin til úr ketti veldur usla

Veskið umdeilda. Handtaska gerð úr feldi kattar hefur vakið upp hörð viðbrögð netverja í Nýja-Sjálandi.
24.sep. 2016 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Þess vegna verður hitt kynið meira aðlaðandi þegar þú drekkur áfengi

Niðurstöður vísindarannsóknar sýna af hverju gagnstæða kynið verður meira aðlaðandi í augum fólks þegar það drekkur áfengi. Óhætt er að segja að áfengið losi um ákveðnar hömlur og það skilar sér í að hitt kynið verður meira aðlaðandi.
24.sep. 2016 - 13:00 Kristján Kristjánsson

Snilldarráð fyrir þá sem leiðist að þrífa baðherbergið: Þetta er svo einfalt - Myndband

Flestir vilja hafa hreint og fínt í kringum sig en það þýðir þó ekki endilega að fólki finnist skemmtilegt að þrífa og flestir vilja eflaust eyða tíma sínum í eitthvað annað en þrif. Baðherbergisþrif eru sérstaklega leiðinleg og þá sérstaklega sturtan. Þar setjast oft sápuleifar og annað á flísar og getur verið hundleiðinlegt að fjarlægja þetta. En það er til einfalt ráð til að einfalda þrifin, svo einfalt að það er eiginlega sorglegt að hafa ekki vitað af því fyrr.
24.sep. 2016 - 11:30 Kristján Kristjánsson

Það getur orðið fólki að bana ef það kjassar kettlinga

Það getur eiginlega ekki annað en hresst upp á sálartetrið að taka lítinn kettling í fangið og kjassa hann og knúsa. En um leið og þetta hressir upp á sálartetrið getur þetta verið hættulegt líkamlegri heilsu.
24.sep. 2016 - 08:30 Ágúst Borgþór Sverrisson

Man. Utd. fær meistarana í heimsókn: Hörkuleikir í enska boltanum í dag

Man. Utd. tekur á móti Englandsmeisturunum í Leicester í Old Trafford í hádegisleik dagsins í enska boltanum en leikurinn hefst kl.11.30. Fjölmargir aðrir spennandi leikir eru í dagskrá í dag. Klukkan 14 tekur Liverpool á móti Hull en Liverpool hefur spilað frábærlega undanfarið.
23.sep. 2016 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Gift í 59 ár og leiddust er þau fóru yfir móðuna miklu

Livengood hjónin. Hjón sem gift höfðu verið í næstum 60 ár eyddu öllum stundum saman og héldust í hendur allt til síðustu stundar en þau dóu með níu klukkustunda millibili.
23.sep. 2016 - 17:00 Kristján Kristjánsson

Lögreglumaður sem rannsakaði spillingarmál tók við 14 milljörðum í mútur

Háttsettur lögreglumaður í þeirri deild rússnesku lögreglunnar sem rannsakar mál tengd spillingu og mútum var greinilega ekki við eina fjölina felldur í starfi sínu. Við húsleit fundust 120 milljónir dollara í reiðufé og 2 milljónir evra en þetta svarar til um 14 milljarða íslenskra króna.
23.sep. 2016 - 14:00 Þorvarður Pálsson

Æskuheimili Winston Churchill breytt í höfuðstöðvar Hitlers

Winston Churchill. Mikil reiði hefur brotist út í Bretlandi meðal fyrrum hermanna vegna þess að æskuheimili fyrrum forsætisráðherra landsins á tímum síðari heimsstyrjaldar hefur verið breytt í höfuðstöðvar Nasistaforingjans Adolfs Hitler.
23.sep. 2016 - 11:30 Þorvarður Pálsson

Eigendur iPhone 7 eru byrjaðir að bora í þá heyrnartólatengi - Myndband

iPhone 7 og AirPods heyrnartólin þráðlausu. Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Apple tilkynnti að nýjasti iPhone síminn, sá sjöundi í röðinni væri ekki með heyrnartólatengi. Upp varð fótur og fit en þeir sem vilja nota heyrnartól þurfa að kaupa sérstök AirPods heyrnartól sem koma í sölu í síðari hluta október samkvæmt heimasíðu Apple. Þau munu kosta 160 dollara eða rúmar 18 þúsund krónur vestanhafs en hvað þau munu kosta hér á landi er ekki vitað.
23.sep. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Börn sem myrtu börn: 5 ungir morðingjar

Eric Smith. Það er ekki oft sem börn brjóta af sér og mjög sjaldgæft að þau fremji morð. En það gerist því miður stöku sinnum og vekja slík mál þá mikla athygli enda sjaldgæf og sérstök. Oft er erfitt að átta sig á hvað rekur fullorðna til að fremja morð en það er ekki auðveldara að átta sig á hvað rekur börn til slíkra voðaverka.
23.sep. 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Þessar myndir nísta í hjartastað: Nýburar látnir sofa í pappakössum

Efnahagsástandið er vægast sagt slæmt í Venesúela og landið virðist ramba á barmi algjörs samfélagslegs hruns. Harðar deilur stjórnar og stjórnarandstæðinga setja mark sitt á samfélagið og margir innviðir þess eru í miklum vanda. Þetta á meðal annars við um heilbrigðiskerfið sem er nánast lamað þrátt fyrir að stjórnvöld reyni að telja almenningi og umheiminum trú um að svo sé ekki.
23.sep. 2016 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Útgöngubann sett í Charlotte í kjölfar óeirða

Útgöngubann hefur verið sett í borginni Charlotte í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum en í gærkvöldi kom til óeirða þar, þriðja kvöldið í röð. Fólk safnaðist saman til að mótmæla ofbeldi lögreglunnar en lögreglumenn skutu svartan karlmann til bana í borginni fyrr í vikunni.
22.sep. 2016 - 23:00 Kristján Kristjánsson

Karlar sem sinna húsverkum lifa betra kynlífi

Það getur verið virkilega góð hugmynd fyrir karla að taka virkan þátt í heimilisstörfunum. Það getur skilað sér í að börn þeirra sjá þá sem enn betri fyrirmyndir en auk þess getur það haft meira fjör í kynlífinu í för með sér.
22.sep. 2016 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Vinnufélagarnir fylgdust með tíðahring hennar

Héldu dagatal til að fylgjast með tíðahring samstarfskonu sinnar.
22.sep. 2016 - 18:30 Þorvarður Pálsson

Ungur drengur býður sýrlenskan strák velkominn í fjölskylduna sína - Sendi Obama bréf

Myndin fræga af Omran Daqneesh.

Ungur drengur býður sýrlenskan strák velkominn í fjölskylduna sína

Sex ára gamall bandarískur strákur að nafni Alex frá New York borg skrifaði bréf til Barack Obama Bandaríkjaforseta þar sem hann biðlar til forsetans um að gera Omran Daqneesh kleift að flytjast til landsins.

22.sep. 2016 - 17:30 Þorvarður Pálsson

Nýr þingmaður segir að fjöldamorð Nasista hafi verið ,lögleg‘

Kay Nerstheimer.

Ummæli nýs þingmanns um nasista og tengsl hans við öfgahópa hafa komið flokk hans í vandræði. Facebook síða þingmannsins er uppfull af áróðri öfgahreyfinga og afsökunum á voðaverkum nasista.

Það er ekki á hverjum degi sem þingmenn lýsa því yfir að ógnarstjórn Nasista hafi verið lögmæt og fjöldamorð þeirra á milljónum með skipulögðum hætti hafi verið réttmæt.

22.sep. 2016 - 15:30 Þorvarður Pálsson

Októberfest fær ekki vínveitingaleyfi

Það er erfitt að halda bjórhátíð án bjórs.

Ekki tókst betur til á Októrfest í fyrra en svo að víða brutust slagsmál út og kalla þurfti til lögreglu vegna svallsins.

Þegar skipuleggjendur hátíðarinnar sóttu um vínveitingaleyfi til að halda hana aftur kom babb í bátinn.
22.sep. 2016 - 14:30 Kristján Kristjánsson

Kínverjar hafa misst stjórn á geimstöð: Vita ekki hvar hún mun hrapa til jarðar

Tiangong-1 geimstöðin. Kínverjar hafa misst stjórn á geimstöðinni Tiangong-1 sem er á braut um Jörðina. Vísindamenn reikna með að „megnið“ af henni muni brenna upp þegar hún kemur inn í gufuhvolfið en eru þó ekki vissir í sinni sök. Þeir segjast ætla að senda út aðvörun vegna hraps hennar þegar að því kemur og ljóst verður hvar hún mun lenda.
22.sep. 2016 - 12:00 Þorvarður Pálsson

Járnkall með hjarta úr gulli – Myndband

Sam kemur í mark í Járnkallinum. Fólk fagnar áföngum með mismunandi hætti.

Eftir 11 klukkustundir og 40 mínútur af þrotlausum æfingum, næstum 4 kílómetra sund, 180 kílómetra hjólaferð og maraþon væru flestir komnir á hnén af þreytu.

Þegar Sam Davis frá bænum Barry í Wales lauk Tenby Járnkallinum síðastliðinn sunnudag hné hann niður en ekki bara vegna þess að hann væri örmagna.

22.sep. 2016 - 11:00 Kristján Kristjánsson

NASA boðar stórtíðindi á mánudaginn: „Við höfum sannanir fyrir furðulegri virkni“

Evrópa. Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur boðað til fréttamannafundar á mánudaginn þar sem kynnt verða stórtíðindi í rannsóknum á himingeimnum. Vísindamenn munu þar leggja fram sannanir fyrir því sem NASA segir vera „furðuleg virkni“ á Evrópu, tungli Júpíters. Evrópa hefur lengi þótt áhugaverð í augum stjörnufræðinga því þar er talið að stórt haf sé undir kílómetra þykkum ís tunglsins.
22.sep. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Skáldaður sjúkdómur, ofsóknir og morð: Lát þingmanns Pírata vekur mikla athygli

Gerwald Claus-Brunner. Fyrir fimm árum var Gerwald Claus-Brunner kjörinn á þing í þýska sambandsríkinu Berlín. Hann var þá 39 ára og í framboði fyrir Pírata. Hann vakti mikla athygli en mörgum þótti klæðaburður hans og framkoma sérstök. Hann klæddist nær alltaf smekkbuxum og bar höfuðklút. Hann lést í byrjun vikunnar og hefur andlát hans vakið mikla athygli þýskra fjölmiðla og almennings.
22.sep. 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Öskrandi tveggja ára barn fannst aleitt í bíl um miðja nótt: Lögreglunni brá mikið við skýringar móðurinnar

Aðfaranótt sunnudags tók árvökull vegfarandi eftir litlu barni sem var öskrandi inni í bíl sem stóð á bifreiðastæði. Lögreglunni var að sjálfsögðu gert viðvart og kom hún fljótt á vettvang. Á meðan beðið var eftir lásasmið til að opna bílinn kom móðir barnsins á vettvang og skýrði sína hlið málsins en óhætt er að segja að lögreglumenn hafi ekki trúað sínum eigin eyrum þegar þeir heyrðu skýringar móðurinnar.
22.sep. 2016 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Átök lögreglu og mótmælenda í Norður-Karólínu: Einn skotinn – Neyðarástandi lýst yfir

Til harðra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í Charlotte í Norður-Karólínu í nótt. Einn særðist af skotum í nótt og liggur nú í öndunarvél á sjúkrahúsi. Ríkisstjóri Norður-Karólínu hefur lýst yfir neyðarástandi í Charlotte. Mótmælendur komu saman til að mótmæla ofbeldi lögreglunnar en á þriðjudaginn skaut lögreglan 43 ára svartan karlmann til bana.
21.sep. 2016 - 23:30 Kristján Kristjánsson

Hringdi í neyðarlínuna úr svefnherbergi raðmorðingja: „Flýtið ykkur“

Shawn Michael Grate. Klukkan 22 fimmtudaginn 8. september hringdi Stacey Stanley í bróður sinn. Þá stóð hún við bensínstöð í bænum Ashland í Ohio í Bandaríkjunum. Hún sagði bróður sínum að það hefði sprungið á bíl hennar en hún var á heimleið. Þetta var það síðasta sem fjölskylda hennar heyrði frá þessari 43 ára konu.
21.sep. 2016 - 22:30 Þorvarður Pálsson

Hundur fannst eftir að hafa verið týndur í tvö ár - Myndband

Alfie og eigendur hans sameinaðir á ný. Fjölskylduhundurinn hvarf sporlaust en þau gáfust aldrei upp.
21.sep. 2016 - 21:30 Þorvarður Pálsson

Einhverfur drengur hélt upp á afmælið sitt en engir vinir mættu – Fékk óvænta gesti

Hinn 11 ára Braden Garnett. Ungur drengur í bænum Pekin í Illinois í Bandaríkjunum fékk heldur betur óvænta gesti þegar hann hélt upp á afmæli sitt á dögunum.
21.sep. 2016 - 17:00 Þorvarður Pálsson

Er heilsuúrið að halda aftur af þér?

Getty. Ný rannsókn bendir til þess að heilsuúrin sem margir ganga með hjálpi fólki ekki að léttast.
21.sep. 2016 - 16:34 Þorvarður Pálsson

Hótun sem olli því að skólar voru rýmdir víða um Kanada líklega gabb

Skólar í Prince Edward eyju héraði í Kanada og á fleiri stöðum í landinu voru fyrr í dag rýmdir vegna óskilgreindrar ógnar.
21.sep. 2016 - 16:00 Þorvarður Pálsson

Vill unglingurinn ekki borða grænmeti? Vísindamenn hafa fundið lausnina

Ný rannsókn gefur foreldrum sem glíma við erfiða unglinga von.
21.sep. 2016 - 15:00 Kristján Kristjánsson

Tvö ný veðurfarsheimsmet skráð hjá Alþjóða veðurfræðistofnuninni

Alþjóða veðurfræðistofnunin, WMO, hefur skráð tvö ný heimsmet í metabækur sínar. Metin eru ekki alveg ný af nálinni en engu að síður hafa þau nú verið staðfest sem heimsmet í sínum flokki innan veðurfræðinnar.
21.sep. 2016 - 14:30 Þorvarður Pálsson

Skólar rýmdir vegna óskilgreindar ógnar í Kanada

Cape Breton. Skólar á Prince Edward eyju hafa verið rýmdir og þeim lokað það sem eftir lifir dags.
21.sep. 2016 - 11:00 Þorvarður Pálsson

Ákærður fyrir að hafa stolið gulli fyrir milljónir á heldur ógeðfelldan hátt

Talinn hafa smyglað talsverðu magni gulls með heldur ósmekklegum hætti.
21.sep. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

5 auðveldar aðferðir til að léttast án þess að leggja mikið á sig

Matur er yfirleitt bara góður og það getur verið auðvelt að missa sig svolítið í átinu og troða sig vel út af mat, alltof miklu af mat. Mörgum þykir þetta bæði skemmtilegra og þægilegra en fara út að trimma eða í líkamsræktarstöðina. Það getur því verið ansi auðvelt að bæta á sig kílóum og jafnvel enn erfiðara að losna við þau. En það þarf kannski ekki að vera svo erfitt.
21.sep. 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Fannst nakinn og blóðugur í hænsnakofa

Hænur á vappi. 35 ára Svíi hafði ekki í hyggju að drekka áfengi þegar hann fór í afmælisveislu. En eins og oft vill verða þá verða fögur fyrirheit að litlu þegar á hólminn er komið. Í þessu tilfelli endaði það með að maðurinn stóðst ekki mátið að fá sér áfengi í afmælinu. Allt endaði þetta síðan með að hann fannst ofurölvi, nakinn og blóðugur í hænsnakofa.
21.sep. 2016 - 06:00 Kristján Kristjánsson

15 ára íslenskri stúlku nauðgað í Danmörku

15 ára íslenskri stúlku var nauðgað í bílskúr í Vollsmose hverfinu í Óðinsvéum í Danmörku í júlí á síðasta ári. Tveir menn hafa nú verið sakfelldir vegna málsins en framburður stúlkunnar fyrir dómi þótt mjög skýr og greinargóður.
20.sep. 2016 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Fékk rottuhaus í stað kjúklings á skyndibitastað - Myndir

Kona í Bandaríkjunum heldur því fram að dóttir hennar hafi lent í heldur óskemmtilegri reynslu þegar hún fór og fékk sér að borða á skyndibitastað.
20.sep. 2016 - 20:00 Þorvarður Pálsson

Sonur kínversks milljarðamærings keypti átta iPhone 7 handa hundinum sínum

Coco alsæll með símana sína. Ekki allir þurfa að bíða í röð eftir símanum geysivinsæla.
20.sep. 2016 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Stálu ferðatösku í New York: Björguðu líklega mörgum mannslífum með því

Lögreglumenn að störfum í Chelsea. Lögreglan í New York hefur lýst eftir tveimur mönnum sem stálu ferðatösku, sem hafði verið skilin eftir á gangstétt í Chelsea hverfinu á laugardagskvöldið. Taskan hafði verið skilin eftir af Ahmad Khan Rahami, sem er grunaður um að hafa komið nokkrum sprengjum fyrir í borginni. Lögreglan segir að líklega hefðu mun fleiri særst eða látist ef þjófarnir hefðu ekki stolið ferðatöskunni en í henni var enn ein sprengja.
20.sep. 2016 - 18:00 Þorvarður Pálsson

Bestu vinir sameinaðir á ný eftir meira en 40 ára aðskilnað

Brian Kelly og Ed Costello við brúðkaup Brian. Þeir voru bestu vinir þegar þeir voru pollar í Belfast en flutningar slitu þá í sundur. Nú hafa þeir náð sambandi aftur.
20.sep. 2016 - 17:00 Kristján Kristjánsson

Lögreglan ætlaði að hjálpa tveggja ára barni sem datt út um glugga: Var mætt með grjótkasti

Mynd úr safni. Á föstudaginn datt tveggja ára barn út um glugga á heimili sínu í Tureborg í Svíþjóð. Lögregla og sjúkralið voru að sjálfsögðu send strax á vettvang. Lögreglumenn fengu þó heldur betur óblíðar móttökur þegar þeir voru á leið á vettvang því þeir voru grýttir.
20.sep. 2016 - 14:30 Þorvarður Pálsson

Daniel Radcliffe þvertekur fyrir að leika Harry Potter á ný

Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC slær leikarinn þær hugmyndir um að hann muni leika galdrastrákinn á ný út af borðinu.
20.sep. 2016 - 13:00 Þorvarður Pálsson

10 ára gamall strákur sigraðist á krabbameini og er búinn að gefa út bók - Myndband

Luis Collazo. Vill vera öðrum börnum sem eiga erfitt og eru öðruvísi innblástur.
20.sep. 2016 - 12:00 Þorvarður Pálsson

Íbúar New York borgar sýna sitt rétta andlit eftir hryðjuverkin í Chelsea - Myndbönd

Borgarbúar New York borgar láta ekki hryðjuverkamenn hafa áhrif á líf sitt.
20.sep. 2016 - 10:00 Þorvarður Pálsson

Franskur puttaferðalangur missti stjórn á skapi sínu vegna þess að hann fékk ekki far

Franskur maður sem ferðaðist um Nýja-Sjáland á puttanum var handtekinn eftir að hafa gengið af göflunum.
20.sep. 2016 - 07:58 Kristján Kristjánsson

Hryllilegum smáskilaboðum rigndi yfir hann árum saman: Áfallið var mikið þegar í ljós kom hver var ofsækjandinn

Mike og Kayleigh. Bretinn Mike Evans bjó við sannkallað helvíti í nokkur ár en á þessum árum var hann nær stanslaust ofsóttur og hryllilegum smáskilaboðum og tölvupóstum rigndi yfir hann og ættingja hans og vini. Í þrjú ár var þetta stanslaust áreiti og voru skilaboðin send frá mismunandi símanúmerum, netföngum og Facebookprófílum.
20.sep. 2016 - 06:58 Kristján Kristjánsson

Stökkbreyttar ofurlýs gera foreldrum erfitt fyrir

Nú er sá árstími runninn upp sem mörg börn fá lýs í hárið og margir foreldrar sitja sveittir við og kemba börnunum í leit að þessum litlu leiðindagestum. Þetta er oft erfið og leiðinleg barátta en ekki bætir úr skák að lýsnar hafa þróast hratt og hafa þróað með sér ónæmi gegn mörgum tegundum sjampóa og eiturs sem hefur verið notað gegn þeim. Ekki bætir úr skák að stökkbreyttar lýs eru einnig farnar að gera foreldrum erfitt fyrir.
20.sep. 2016 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Elon Musk segir að ný geimför fyrirtækis hans geti farið lengra en til Mars

Falcon 9 geimfar SpaceX. Milljarðamæringurinn Elon Musk hefur mikinn áhuga á geimferðum og helgar SpaceX-áætlun fyrirtækis hans stóran hluta af tíma sínum. Hann segir að geimför fyrirtækisins muni geta flutt fólk til annarra pláneta en Mars. Það er því fleira en Tesla bílar sem eiga hug hans allan.
19.sep. 2016 - 23:00 Kristján Kristjánsson

Karlmaður fékk munngælur frá unnustunni á meðan hann ók bifreið: Reyndist ekki skynsamlegt

Það er betra að sleppa kynlífi á meðan ekið er. Þegar þú ert að aka bíl áttu að einbeita þér að því og engu öðru. Þetta er heilræði sem er gott að hafa í huga og væntanlega mun unga Austurríska parið sem hér verður fjallað um ekki gleyma þessu heilræði í framtíðinni.
19.sep. 2016 - 20:30 Eyjan

Krísa hjá sænsku lögreglunni: Óttast hörmungar ef ekkert verður að gert – Glæpatíðnin eykst hratt

Daglega hætta þrír lögreglumenn störfum í Svíþjóð. 80 prósent lögreglumanna segjast íhuga að finna sér nýtt starf. Almennt er rætt um að sænska lögreglan sé í mikilli krísu og að hún sé við það að bíða lægri hlut í baráttunni við glæpamenn. Launin eru lélegt, álagið mikið og lögreglan getur ekki sinnt öllum þeim málum sem upp koma.
19.sep. 2016 - 18:00 Kristján Kristjánsson

Sjö hlutir sem konur óttast þegar þær stunda kynlíf

Konur vilja kannski ekki ræða mikið um þetta eða viðurkenna þetta en þegar kemur að því að eiga góðar stundir í kynlífinu þá eru nokkrir hlutir sem konur óttast. Í stað þess að hugsa til dæmis: „Vá, hvað hann er myndarlegur“ eða „Ég elska munngælurnar hans“ læðast aðrar hugsanir að og eru þær áhyggjublandnar.

Tapasbarinn: Mar y tierra
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 13.9.2016
Sit hjá að þessu sinni
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 20.9.2016
Þetta er algert rugl og stenst ekki nokkra skoðun
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 21.9.2016
Í tilefni endaloka Brangelinu
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir - 24.9.2016
10 mýtur um magaband
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 16.9.2016
Veröld miðaldra karla
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.9.2016
Grannþjóðin sem gleymdist
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir - 23.9.2016
Herför gegn offitu byggist á veikum grunni
Smári Pálmarsson
Smári Pálmarsson - 12.9.2016
Dauðans alvara
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.9.2016
Tveir á tali við Lenín
Fleiri pressupennar