10. jún. 2012 - 21:00

Kynóðar mörgæsir gera vísindamann skelfingu lostinn

Vísindamaðurinn George Murray Levick trúði varla sínum eigin augum þar sem hann stóð á Suðurskautinu og horfði á unga karlkyns mörgæs af Adélie ætt reyna að eiga mök við steindautt kvendýr. Levick taldi að hræið væri árs gamalt. Öskrandi snjóstormar og nístingskuldi voru barnaleikur miðað við það sem hann varð vitni að þarna í fjörunni.

George Levick var í leiðangri Scotts sem freistaði þess að komast á Suðurpólinn fyrstur manna á árunum 1910 til 1913.  Hann stundaði rannsóknir ásamt tveimur aðstoðarmönnum og er eini vísindamaðurinn til þessa dags sem hefur rannsakað allt mökunarferli Adélie mörgæsanna. 

En hafi það hvarflað að Levick að þetta væri einangrað tilfelli, slys, geðveiki eins fugls, þá hefur hann haft heldur betur rangt fyrir sér. Hann sá karlkyns mörgæsir eiga mök við aðrar karlkyns mörgæsir. Hinir ungu fuglar lögðust á dauða fugla og nauðguðu bæði kvenkynsfuglum og ungum sem þeir drápu jafnvel í æsingi og sturlun.

Levick skráði rannsóknir sína á grísku svo aðeins menntaðir menn myndu skilja þann hrylling er hann hafði orðið vitni að. Í Bretlandi gaf hann út rit um mörgæsina en kaflinn sem fjallaði um kynhegðun þeirra var fjarlægður. Hann gaf hinn forboðna kafla út í nokkrum eintökum sem hann færði öðrum vísindamönnum.

Nú hefur eintak af ritinu sem reynt var að sópa undir teppið, fundist. Douglas nokkur Russell, sýningastjóri á Náttúrusafninu í London uppgötvaði eintak þegar hann var að fara í gegnum skjöl Scotts  og hefur ritið nú verið birt. Douglas Russell sagði:

Rannsóknir hans voru nákvæmar og standast vel tímans tönn og verðskulda að vera gefnar út. Þetta er ótrúleg lesning um ungar karlkyns mörgæsir sem hópast saman í gengi til að níðast á öðrum fuglum og ungum og skeyta engu um þó foreldrarnir séu í næsta nágrenni. Þetta er ógnvekjandi.

Russell bendir á að mörgæsin hafi aðeins nokkrar vikur til þess að fjölga sér. Ungir karlfuglar hafa enga reynslu af því hvernig þeir eiga að haga sér. Hann bendir jafnframt á að dauð mörgæs sem liggur á jörðinni með hálf opin augu svipi til kvenkynsmörgæsar sem er reiðubúin til að makast.

George Levick var herramaður sem ferðaðist með mönnum við erfiðar aðstæður, varð vitni að hegðun dýra sem hann botnaði ekkert í. Það kemur ekki á óvart að þetta hafi fengið á hann. Það má samt benda á það að þessi mörgæs er líkust manninum af öllum fuglum. Bæði í útliti og hegðun.

Brengluð hegðun mörgæsanna var ekki það eina sem Levick varð að takast á við. Í febrúar 1912 beið Levick ásamt fimm öðrum meðlimum eftir að vera sóttir af leiðangurskipinu Terra Nova en þeir lokuðust inni vegna hafís. Eyddu þeir vetrinum í íshelli við hrikalegar aðstæður. Það eina sem þeir höfðu til matar voru selir og mörgæsir.

Ótrúlegt en satt þá lifðu mennirnir veturinn af. Levick sneri aftur til Englands 1913, rétt tímanlega til þess að taka þátt í fyrri heimstyrjöldinni. Árið 1932 setti hann á fót skóla fyrir verðandi könnuði og var forseti hans til dauðadags. Minnisbók hans er til sýnis á Náttúrusafninu í London og þar fær George Murray Levick þau eftirmæli að hann hafi verið hinn sanni hefðarmaður.
Rafha: Verðpressan - júlí (28+29+30)
29.júl. 2015 - 08:00

Snilldarleg blekkingaraðgerð dönsku lögreglunnar kom upp um morðingja

Ekki er annað að sjá en að lögreglan á Suður-Sjálandi og Falstri í Danmörku hafi lagt snilldarlega gildru fyrir meðlimi vélhjólagengis við rannsókn á morðmáli. Gildran sem var lögð fólst í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér í desember á síðasta ári og virðist morðinginn hafa gengið beint í gildruna.
29.júl. 2015 - 06:57

Helstu fréttir aðfaranætur 29. júlí: Flóttamenn við Ermasundsgöngin, umdeildar lagabreytingar í Los Angeles og fleira

Ýmislegt bar til tíðinda í heiminum í gærkvöldi og nótt eins og önnur kvöld og nætur. Hér er stutt yfirlit yfir sumt af því helsta sem átti sér stað.
28.júl. 2015 - 21:00

Breytingin sem YouTube-notendur hafa verið að bíða eftir

Myndbandaveitan YouTube hefur tilkynnt um róttækar breytingar á myndbandskerfinu sem mun leyfa þeim sem taka lóðréttar myndir á farsíma sína að horfa á myndböndin án þess að hafa meirihluta skjásins svartan.
28.júl. 2015 - 20:00

Einsdæmi í náttúrunni - Villiköttur notar nashyning sem leigubíl: MYNDBAND

Skjáskot af vef Independent.

Villiköttur hefur náðst á myndband á nárrúruverndarsvæði í Suður-Afríku þar sem hann vingast við bæði vísund og nashyrning. Kattardýrið, sem er með langan hala og rendur, sést á myndbandinu hoppa upp á bak og nota sér stóru dýrin sem ferðamáta ásamt því að verja dýrin gegn flugum.

28.júl. 2015 - 16:30

Biskup kom út úr skápnum í miðri messu

Kevin Kanouse. Mynd/Flickr

Biskup í evangelísku lúthersku kirkjunni í Bandaríkjunum kom óvænt út úr skápnum í messu sem hann hélt á ráðstefnu ungmenna í Detroit á sunnudaginn, kemur þetta fram á vef Advocate. Kevin Kanouse, biskup kirkjunnar yfir Norður-Texas og Norður-Louisiana, sendi síðan bréf á aðra kirkjuleiðtoga þar sem hann útskýrði yfirlýsinguna. Sagði hann að tilefnið hefði verið til að veita unga fólkinu á staðnum innblástur til að þora að vera það sjálft og geta þannig gengið áhyggjulaust í gegnum lífið sátt í eigin skinni.

28.júl. 2015 - 15:00

Noregur: Nýburi lést á sjúkrahúsi vegna næringarskorts

Sørland sjúkrahúsið í Noregi sætir nú mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að nýburi lést á fæðingardeildinni í Kristiansand á síðasta ári af völdum næringarskorts. Niðurstaða heilbrigðisyfirvalda er að barnið hafi látist af völdum næringarskorts því starfsfólk hafi ekki gefið barninu næringu.
28.júl. 2015 - 13:30

Unglingsstúlka fékk blóðnasir og það bjargaði þremur mannslífum

Þetta er nánast eins og góð lygasaga því hvern hefði grunað að þegar unglingsstúlka fékk blóðnasir í janúar 2013 þá myndi það hafa ótúleg áhrif á líf þriggja einstaklinga og bjarga lífi þeirra allra. Það má því svo sannarlega segja að blóðnasirnar hafi verið einstakt lán.
28.júl. 2015 - 09:00

Mesti monthaninn er oft sá sem minnst veit

Þegar kemur að tengslunum á milli þess sem fólk veit og þess sem það segist vita þá er munurinn oftast mestur hjá þeim sem monta sig af því að vita mest. Það er að segja þeir sem monta sig af vitneskju sinni og kunnáttu vita oftast minnst.
28.júl. 2015 - 08:00

Hættulegum risageitungum fjölgar: Eru nytjadýr en jafnframt hættulegir

Þeir eru með um fjögurra sentimetra langa vængi og eru töluvert á ferðinni. Síðsumars, í ágúst og september, er ekki ólíklegt að fólk rekist á þá, sérstaklega í skóglendi. Það er þó umdeilanlegt hvort fólk telst heppið eða óheppið ef það sér þá en þessum risageitungum fjölgar stöðugt og leggja sífellt ný landssvæði undir sig.
28.júl. 2015 - 07:00

Helstu fréttir aðfaranætur 28. júlí: Kafbátur í Svíþjóð, skógareldar í Frakklandi, hryðjuverk, jarðskjálfti og fleira

Ýmislegt bar til tíðinda í heiminum í gærkvöldi og nótt eins og önnur kvöld og nætur. Hér er stutt yfirlit yfir sumt af því helsta sem átti sér stað.
27.júl. 2015 - 22:00

10 lygar sem við höfum alltaf trúað

Það er leiðinlegt að eyðileggja góðar sögur, jafnvel þó að þær séu ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Þeir sem vilja lifa áfram í góðri trú um ýmislegt sem okkur hefur verið talinn trú um í gegnum lífið ættu því ekki að lesa lengra en þeir sem vilja komast að hinu sanna geta óhræddir lesið áfram.
27.júl. 2015 - 21:00

Hylmdi Lundúnalögreglan yfir 18 morð raðmorðingja?

Fyrrum rannsóknarlögreglumaður í Lundúnum segir að lögreglan hafi hylmt yfir morð á 18 manns á áttunda áratugnum. Fólkinu hafi verið ýtt af brautarpöllum niður á brautarteina neðanjarðarlesta og hafi lent undir lestunum. Lögreglumaðurinn segir að raðmorðingi hafi verið að verki.
27.júl. 2015 - 13:27

Er lík Madeleine McCann fundið í Ástralíu? Líkamsleifar stúlku sem var myrt fyrir 8 árum fundust í tösku

Líkamsleifar ljóshærðrar stúlku, sem var líklegast myrt fyrir átta árum síðan, fundust nýlega í Ástralíu. Líkamsleifarnar voru í ferðatösku sem fannst við hraðbraut í Suður-Ástralíu ríki. Ástralskir fjölmiðlar hafa fjallað talsvert um málið og því hefur verið velt upp hvorn þarna sé lík Madeleine McCann komið en hún hvarf úr íbúð foreldra sinna í Portúgal í byrjun maí 2007.
27.júl. 2015 - 11:00

Eftirlitsstofnanir vara fólk við: Ekki hlaða farsímana á nóttunni

Það er orðið sífellt algengara að heyra sögur um heit hleðslutæki fyrir farsíma sem bráðna eða að það hafi kviknað í þeim. Í Svíþjóð ráðleggja yfirvöld nú fólki að láta það eiga sig að hlaða farsímana á nóttunni vegna hættu á að það kvikni í þeim. Ekki eigi að hlaða farsíma nema fólk sé vakandi og geti haft auga með þeim.
27.júl. 2015 - 09:00

Greiddi 7,5 milljónir fyrir að geta drepið frægt ljón

Íbúar í Simbabve eru miður sín og reiðir yfir því að eitt frægasta ljón Afríku, Cecil, hefur verið drepið. Cecil var 13 ára og var grannt fylgst með ferðum hans því GPS-sendir var festur við hann. Svo virðist sem Cecil hafi verið lokkaður út af verndarsvæðinu þar sem hann bjó til að hægt væri að drepa hann.
27.júl. 2015 - 08:00

Skaut hún afkastamikinn raðmorðingja til bana þegar hún barðist fyrir lífi sínu?

Á laugardaginn var Neal Falls skotinn til bana í Charleston í Vestur Virginíu í Bandaríkjunum. Það var kona, sem starfar sem vændiskona, sem skaut hann til bana eftir að Falls réðst á hana og reyndi að kyrkja hana. Það sem hún vissi ekki þegar hún skaut Falls er að hann var líklegast afkastamikill raðmorðingi og gæti hún því hafa bjargað lífi margra kvenna.
27.júl. 2015 - 07:00

Helstu fréttir aðfaranætur 27. júlí: Bobbi Kristina er látin, jarðskjálfti í Alaska, blóðbað í Afganistan og fleira

Ýmislegt bar til tíðinda í heiminum í gærkvöldi og nótt eins og önnur kvöld og nætur. Hér er stutt yfirlit yfir sumt af því helsta sem átti sér stað.
26.júl. 2015 - 22:00

Husky ærist úr gleði þegar eigandinn kemur heim: Æðislegt myndband

Myndband sem hleypir hlýju í hjartaræturnar fer nú sem eldur í sinu um netheima. Sýnir það hund af Husky-kyni heinlega ærast úr gleði við að sjá eigenda sinn koma heim úr löngu ferðalagi. Hafa nú um hálf milljón manns horft á það á YouTube.

26.júl. 2015 - 21:00

Voru þrír vísindamenn myrtir vegna rannsókna á hlýnun jarðar?

Dr. Peter Wadhams. Skjáskot af vef Daily Mail.

Peter Wadhams prófessor við Cambridgeháskóla hefur vakið mikla athygli fyrir að segja að þrír samstarfsmenn hafi verið myrtir á laun. Er hann handviss um að vísindamennirnir hafi verið ráðnir af dögum vegna rannsókna þeirra á hlýnun jarðar og að þar hafi einhverjir á vegum olíuiðnaðarins að verki.

26.júl. 2015 - 16:30

Fór í sónar - Fann risaeðlu

Eitthvað sem minnir á kvikmyndina Alien eða framhald Jurassic World fannst við hefðbunda meðgönguómskoðun. Það virðist vera eina skýringin í augnablikinu ef marka má myndina af Ruthie-Lou sem kemur til með að fæðast í byrjun september. Minnir eðlan helst á Brontosaurus, en hún hlýtur þá að vera töluvert smærri útgáfa þar sem steingervingafræðingar áætla að Brontosaurus hafi vegið um 35 tonn á sínum tíma.

26.júl. 2015 - 12:00

Nýr söngleikur tileinkaður UKIP

Leikarinn Darren Benedict í hlutverki Nigel Farage

Nýr söngleikur sem gerir stólpagrín að breska stjórnmálamanninum Nigel Farage og Sjálfstæðisflokki Bretlands, UKIP, opnar þann 7. ágúst næstkomandi í Lundúnum. Kemur þetta fram á vef Daily Mail. Munu áhorfendur þá fá að hlýða á lög á borð við „Bongo Bongo-landið“ og „Upp með hengibrúna“, ásamt lögum samin upp úr fleiri ummælum frambjóðenda UKIP. Uppselt er á fyrstu þrjár sýningarnar.

26.júl. 2015 - 09:03

Óhugnaður í Svíþjóð: Lítil stúlka stungin til bana og enn ein sprengingin í Malmö

Sjö ára stúlka var myrt í Bro, norðan við Stokkhólm, í gærkvöldi. Hún var stungin til bana. Við hlið hennar fann lögreglan karlmann og stóð hnífur í hálsi hans. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús með þyrlu en hann er grunaður um að hafa myrt litlu stúlkuna. Þá sprakk enn ein sprengjan í Malmö í nótt og eru íbúar í borginni mjög óttaslegnir vegna síendurtekinna sprenginga.
26.júl. 2015 - 08:00

Svona er hægt að gera hnífa flugbeitta með kaffibolla: Myndband

Það er leiðinlegt og þreytandi að nota hníf sem bítur illa og það getur tekið langan tíma að skera í gegnum hluti með bitlitlum hníf. En hversu ótrúlegt sem það nú er þá er hægt að nota kaffibolla til að brýna hnífa og því þarf ekki að taka upp brýnið góða, ef það er þá til á heimilinu, heldur bara teygja sig í næsta kaffibolla.
26.júl. 2015 - 07:03

Ísland fær erfiða mótherja í undankeppni HM 2018

Ísland fær sterka mótherja í undankeppni heimsmeistaramóts karlalandsliða 2018 sem fram fer í Rússlandi. Ísland var í fyrsta sinn í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlana og eru fimm lið I-riðlinum þar sem Ísland er.
25.júl. 2015 - 22:00

Sólbrúnkan var ekki þess virði: „Ég fékk húðkrabbamein 23 ára“

Það er hásumar og margir hafa aðeins eitt í huga: Að fá eins mikla sólbrúnku og þeir geta áður en veturinn snýr aftur. En hvað ef þessi sólbrúnka stefnir lífi þínu í hættu? Er hún virkilega þess virði? Í febrúar á þessu ári var ég greind með húðkrabbamein sem þegar er komið á fjórða stig. Það er eitthvað sem ég hafði aldrei ímyndað mér að þurfa að fást við aðeins 23 ára gömul.

25.júl. 2015 - 21:00

Segir fljúgandi furðuhluti vera í raun tímaflakkandi nasista

Ný þýsk heimildarmynd segir að geimverurnar sem eiga að hafa heimsótt jörðina árið 1947 í Roswell í Nýju-Mexíkó hafi í raun verið leynileg tilraun nasista.

25.júl. 2015 - 16:30

Auglýstu sambandið á Facebook og það mun blómstra

Að monta þig yfir nýju kærustunni eða kærastanum á Fésbókinni er besta leiðin til að halda í viðkomandi segir ný rannsókn. Skoðuð voru sambönd 180 háskólanema og þau beðin um að leggja mat á eigin samband á netinu. Samkvæmt rannsókninni sem gerð var við Háskólann í Wisconsin-Madison var það fólk sem talaði oftar um makann á netinu líklegra til að vera lengur saman.

25.júl. 2015 - 09:00

Breytir þetta myndband akstursvenjum þínum? Áhrifaríkt myndband

Fyrir fimm árum fór bandaríska símafélagið AT&T af stað með auglýsingaherferð sem nefnist „It Can Wait“ eða „Það má bíða“. Herferðinni er ætlað að beina athygli fólks að því að það verði alltaf að vera með hugann við aksturinn þegar setið er undir stýri og því eigi ekki að nota farsíma á meðan setið er undir stýri.
25.júl. 2015 - 08:00

Kisum bjargað úr húsi ofursafnara

Þetta mun vera eitt svefnherbergjanna í húsinu. Skjáskot af vef Daily Mail

Risastaflar af gulnandi dagblöðum, umbúðapakkningar, niðursuðudósir, klósettpappír, myndbandsspólur og pokar fullir af allskyns drasli tóku á móti dýraeftirlitsmönnum í leit að fjórum köttum sem bjuggu einir eftir að eigandi þeirra hafði látist. Kemur fram á vef Daily Mail að varla hafi verið hægt að opna útidyrahurðina vegna öfgana í söfnunaráráttu mannsins sem þar bjó.

24.júl. 2015 - 22:00

Heimskasta hugmynd í heimi? Hoppaði fram af Turnbrúnni: MYNDBAND

Hinn 17 ára gamli Shah Faisal Shinwari rekur YouTube-síðuna Carnage þar sem hann framkvæmir allskyns asnastrik fyrir aðdáendur sína 30 þúsund. Í nýju myndbandi sem hann birti á fimmtudaginn segist hann vera lofthræddur og lætur reyna á ótta sinn með því að hoppa fram af Turnbrúnni (e. Tower Bridge) sögufrægu í Lundúnum.

24.júl. 2015 - 21:00

Churchill skeytti ekkert um hungursneyð í Bengal: „Af hverju er Gandhí þá ekki dauður?“

Árið 1943 braust út hungsneyð í Bengal á Indlandi, en Bengal samsvarar nokkurn veginn því ríki sem nú heitir Bangla Desj. Hungursneyðin stafaði af ýmsum orsökum, til dæmis hafði kornuppskera verið frekar slæm nokkur ár á undan, en flestir fræðimenn halda því þó fram að í raun megi segja að hungursneyðin hafi verið af mannavöldum.

24.júl. 2015 - 18:30

130 milljónir manna munu búa í nýrri ofurborg í Kína

Í Kína er verið að búa til nýja risastóra borg þar sem áætlað er að um 10 prósent íbúa Kína muni búa eða 130 milljónir. Þetta verður því langfjölmennasta borg heims. Borgin mun ná yfir gríðarlega stórt landsvæði eða um 215.00 ferkílómetra. Hún mun nefnast Jing-Jin-Ji.
24.júl. 2015 - 15:00 Ari Brynjólfsson

Hvað vitum við um Jörð 2?

Mynd/NASA

Líkt og Pressan greindi frá í gær þá fannst ný pláneta, Kepler 452b, sem getur hugsanlega hýst mannkynið í framtíðinni. Plánetan fannst við leit Kepler sjónaukans sem er alls ekki hættur leitinni að nýjum heimkynnum fyrir okkur þar sem vísindamenn telja fullvíst að jörðin verði gleypt af sólinni á næstu milljörðum ára eða svo.

24.júl. 2015 - 12:00

Póstberi bjargaði lífi gamals manns sem hafði legið á gólfinu í viku

Árvökull póstberi sem er meðvitaður um hverfið sitt og þá sem þar búa er gulls ígildi og það sannaðist svo sannarlega nýlega. Eftirlaunaþegi hafði dottið og handleggsbrotnað og meiðst á mjöðm og gat ekki staðið upp. Árvökull póstberi veitti því athygli að póstur hafði ekki verið tekinn úr póstkassa eftirlaunaþegans og fór því að kanna með hann.
24.júl. 2015 - 09:00

Líkamsárás á skólalóð - Hún var í röngum skóm: MYNDBAND

Hræðilegt myndband hefur nú birst á netinu sem sýnir skólafélaga ráðast á 12 ára stúlku á skólalóðinni. Móðir stúkunnar birti myndbandið, sem tekið var í júní, til að vekja athygli á ofbeldinu sem dóttir hennar varð fyrir.

24.júl. 2015 - 08:00

Gleymdi tveggja ára dóttur sinni í bílnum: Hún lést af völdum hita

Tveggja ára stúlka lést á miðvikudaginn eftir að faðir hennar gleymdi að hún væri í bílnum með honum og skildi hana eftir eina í sex klukkustundir. Faðirinn hélt að hann hefði skilið stúlkuna eftir á leikskóla.
24.júl. 2015 - 06:55

Helstu fréttir aðfaranætur 24. júlí: Þrír fundust látnir, skotárás og sprengjutilræði í Svíþjóð og fleira

Ýmislegt bar til tíðinda í heiminum í gærkvöldi og nótt eins og önnur kvöld og nætur. Hér er stutt yfirlit yfir sumt af því helsta sem átti sér stað.
23.júl. 2015 - 21:00

Amma stakk af frá elliheimilinu til að fá sér húðflúr: Myndband

Maður verður aldrei of gamall til að njóta dagsins og lífsins og það veit hin 79 ára Sadie Sellers svo sannarlega. Hún stakk nýlega af frá elliheimilinu sem hún dvelur á og var það gert af einu ákveðnu tilefni. Hún ætlaði að fá sér sitt fyrsta húðflúr.
23.júl. 2015 - 20:00

Dularfullt mál í Kaliforníu: Fundu 10 daga gamalt lík og stórt vopnabúr

Á föstudag í síðustu viku fannst karlmannslík í bíl við Palisades Drive í Los Angeles. Líkið hafði þá verið í bílnum í um tvær vikur. Þegar lögreglan leitaði á heimili þess látna fannst stórt vopnabúr, mörg tonn af skotfærum og mikið reiðufé. Auk þess kom í ljós að 14 ökutæki voru skráð á nafn hins látna og fundust þau víðsvegar í Los Angeles.
23.júl. 2015 - 16:15

Stórtíðindi frá NASA: Lífvænleg pláneta hefur fundist utan sólkerfisins

Á fréttamannafundi sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA var tilkynnt að með aðstoð Kepler geimsjónaukans hafi fundið plánetu sem er nefnd Kepler452b sem er fyrsta plánetan sem finnst sem er af mjög svipaðri stærð og Jörðin okkar og er á braut um sólu á byggilegu svæði þar sem hitastigið er þannig að vatn getur verið að finna þar.
23.júl. 2015 - 12:00

Viltu vita hvar þú varst? „Óhugnanlegt“ nýtt app

Google Timeline er nýtt app sem gerir þér kleift rekja fótspor þín aftur í tímann og finna myndir sem þú tókst á þeim tíma. Vissulega mjög þægilegt fyrir gleymna og þá sem vilja skemmta sér við að rekja eigin spor aftur í tímann, en óþægilegt að því leyti að Google-fyrirtækið veit s.s. hvar maður er á hverjum tíma og hefur fullan aðgang af öllum myndunum sem við tökum.

23.júl. 2015 - 10:00

IKEA varar við kommóðu frá fyrirtækinu eftir að tvö smábörn létust

Húsgagnafyrirtækið IKEA sendi í gær, miðvikudag, út aðvörun um að kommóður frá fyrirtækinu geti fallið fram fyrir sig og skaðað börn ef kommóðurnar eru ekki veggfastar. Aðvörunin er send út í kjölfar tveggja dauðsfalla í Bandaríkjunum eftir að lítil börn urðu undir kommóðum.
23.júl. 2015 - 08:00

Noregur: Lögreglumenn björguðu 8 mánaða barni úr sjóðheitum bíl

Síðdegis í gær neyddust lögreglumenn í Hønefoss í Noregi til að brjóta rúðu í bíl sem var lagt í miðbænum. Inni í bílnum var átta mánaða gamalt barn og var það kófsveitt og grátandi en foreldrar þess voru hvergi sjáanlegir.
23.júl. 2015 - 07:00

Helstu fréttir aðfaranætur 23. júlí: Morð og sprenging í Svíþjóð, ferjuslys og baráttan gegn Íslamska ríkinu

Ýmislegt bar til tíðinda í heiminum í gærkvöldi og nótt eins og önnur kvöld og nætur. Hér er stutt yfirlit yfir sumt af því helsta sem átti sér stað.
22.júl. 2015 - 22:00

Lifandi hryllingsmynd: Þorpið sem sofnar

Draugalega námuþorpið Kalachi. Mynd/EurasiaNet

Þetta hljómar eins og atriði úr hryllingsmynd en íbúar í litlu þorpi í Kazakhstan fóru í byrjun árs í fyrra að sofna af handahófi. Hvort sem fólkið var á gangi, í skólanum, vinnu eða í bíl. Sumir sofa svona allt að viku í einu og muna ekkert hvað gerðist þegar þau loksins vakna. Segir á vef IFL Science að sumir þjáist af ofsjónum, síþreytu og höfuðverkjum. Hvað í ósköpunum gæti verið á seyði?

22.júl. 2015 - 21:00

Þessi ósýnilega málning getur bjargað mannslífum: Myndband

Innan skamms er von á nýrir málningu á markað en hún er þeim eiginleikum gædd að hún er ósýnileg. Þá er kannski ekki úr vegi að velta fyrir sér hvaða gagn sé að ósýnilegri málningu. En lykillinn á bak við þessa málningu er að hún er ósýnileg í náttúrulegu ljósi en sýnileg í tilbúnu ljósi eins og frá bílljósum.
22.júl. 2015 - 17:24

Usain Bolt ætlar að hætta að djamma og borða djúpsteiktan kjúkling

Usain Bolt hefur ekki verið áberandi á hlaupabrautinni að undanförnu. Jamaíkubúinn á heimsmetin í 100 og 200 metra hlaupunum en hann ætlar sér stóra hluti á heimsmeistaramótinu sem fram fer síðar á þessu ári. Bolt hefur ákveðið að breyta ýmsu í lífsmynstri sínu til þess að komast í sitt besta líkamlega ástand. Þar ber hæst að hætta að borða djúpsteikta kjúklinganagga og skemmtanalífið verður sett á hilluna frægu.
22.júl. 2015 - 15:15

Er þetta heppnasti maður heims? Lifði af að verða fyrir eldingu og vann síðan í lottói

Kanadískur maður getur með sanni gert kröfu til þess að vera kallaður heppnasti maður heims. Hann hefur orðið fyrir eldingu og lifað það af, dóttir hans varð fyrir eldingu og lifði af og síðast vann hann stóran vinning í lottói. Líkurnar á að einn og sami aðilinn geti lent í öllu þessu eru 1 á móti 2,6 trilljónum.
22.júl. 2015 - 10:00

Snarráð kona braut bílrúðu og bjargaði tveggja ára stúlku úr sjóðheitum bíl: Myndband

Það verður aldrei nægilega brýnt fyrir fólki að það getur verið lífshættulegt að skilja börn og dýr eftir í lokuðum bílum þegar mjög heitt er í veðri. Snarráð afgreiðslukona brást skjótt við nýlega þegar samstarfsmaður hennar sagði henni að tveggja ára stúlka hefði verið skilin eftir í sjóðandi heitum bíl.
22.júl. 2015 - 09:00

Stephen Hawking hellir sér út í leit að vitsmunalífi utan Jarðarinnar: Stærsta verkefni sögunnar

Hinn heimsþekkti eðlisfræðingur Stephen Hawking hefur nú tekið höndum saman við marga aðra vísindamenn og rússneska auðmanninn Yuri Milner um leit að vitsmunalífi utan Jarðarinnar. Þetta er sagt vera stærsta og umfangsmesta verkefnið af þessu tagi fram að þessu.

Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 17.7.2015
Byltingin mín: Hugleiðingar konu í yfirstærð
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 19.7.2015
Ragga í LA: Lífið síðustu mánuði
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 15.7.2015
Grikkland: Margir leikir framundan
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.7.2015
Umsögn Conrads Blacks
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.7.2015
Myndir af mér í Séð og heyrt
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.7.2015
Líkfundur í Strassborg
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.7.2015
Dularfulli ræðismaðurinn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.7.2015
Þorvaldur: Taglhnýtingur auðsins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.7.2015
Hæpin notkun úrfellingarmerkisins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.7.2015
Óvandvirkur rannsóknarblaðamaður
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.7.2015
Íslandsgrein Matts Ridleys
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 26.7.2015
Gjöf frá Seðlabankanum
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 27.7.2015
Augnhárin hafa aldrei verið lengri né sterkari
Fleiri pressupennar