10. jún. 2012 - 21:00

Kynóðar mörgæsir gera vísindamann skelfingu lostinn

Vísindamaðurinn George Murray Levick trúði varla sínum eigin augum þar sem hann stóð á Suðurskautinu og horfði á unga karlkyns mörgæs af Adélie ætt reyna að eiga mök við steindautt kvendýr. Levick taldi að hræið væri árs gamalt. Öskrandi snjóstormar og nístingskuldi voru barnaleikur miðað við það sem hann varð vitni að þarna í fjörunni.

George Levick var í leiðangri Scotts sem freistaði þess að komast á Suðurpólinn fyrstur manna á árunum 1910 til 1913.  Hann stundaði rannsóknir ásamt tveimur aðstoðarmönnum og er eini vísindamaðurinn til þessa dags sem hefur rannsakað allt mökunarferli Adélie mörgæsanna. 

En hafi það hvarflað að Levick að þetta væri einangrað tilfelli, slys, geðveiki eins fugls, þá hefur hann haft heldur betur rangt fyrir sér. Hann sá karlkyns mörgæsir eiga mök við aðrar karlkyns mörgæsir. Hinir ungu fuglar lögðust á dauða fugla og nauðguðu bæði kvenkynsfuglum og ungum sem þeir drápu jafnvel í æsingi og sturlun.

Levick skráði rannsóknir sína á grísku svo aðeins menntaðir menn myndu skilja þann hrylling er hann hafði orðið vitni að. Í Bretlandi gaf hann út rit um mörgæsina en kaflinn sem fjallaði um kynhegðun þeirra var fjarlægður. Hann gaf hinn forboðna kafla út í nokkrum eintökum sem hann færði öðrum vísindamönnum.

Nú hefur eintak af ritinu sem reynt var að sópa undir teppið, fundist. Douglas nokkur Russell, sýningastjóri á Náttúrusafninu í London uppgötvaði eintak þegar hann var að fara í gegnum skjöl Scotts  og hefur ritið nú verið birt. Douglas Russell sagði:

Rannsóknir hans voru nákvæmar og standast vel tímans tönn og verðskulda að vera gefnar út. Þetta er ótrúleg lesning um ungar karlkyns mörgæsir sem hópast saman í gengi til að níðast á öðrum fuglum og ungum og skeyta engu um þó foreldrarnir séu í næsta nágrenni. Þetta er ógnvekjandi.

Russell bendir á að mörgæsin hafi aðeins nokkrar vikur til þess að fjölga sér. Ungir karlfuglar hafa enga reynslu af því hvernig þeir eiga að haga sér. Hann bendir jafnframt á að dauð mörgæs sem liggur á jörðinni með hálf opin augu svipi til kvenkynsmörgæsar sem er reiðubúin til að makast.

George Levick var herramaður sem ferðaðist með mönnum við erfiðar aðstæður, varð vitni að hegðun dýra sem hann botnaði ekkert í. Það kemur ekki á óvart að þetta hafi fengið á hann. Það má samt benda á það að þessi mörgæs er líkust manninum af öllum fuglum. Bæði í útliti og hegðun.

Brengluð hegðun mörgæsanna var ekki það eina sem Levick varð að takast á við. Í febrúar 1912 beið Levick ásamt fimm öðrum meðlimum eftir að vera sóttir af leiðangurskipinu Terra Nova en þeir lokuðust inni vegna hafís. Eyddu þeir vetrinum í íshelli við hrikalegar aðstæður. Það eina sem þeir höfðu til matar voru selir og mörgæsir.

Ótrúlegt en satt þá lifðu mennirnir veturinn af. Levick sneri aftur til Englands 1913, rétt tímanlega til þess að taka þátt í fyrri heimstyrjöldinni. Árið 1932 setti hann á fót skóla fyrir verðandi könnuði og var forseti hans til dauðadags. Minnisbók hans er til sýnis á Náttúrusafninu í London og þar fær George Murray Levick þau eftirmæli að hann hafi verið hinn sanni hefðarmaður.
(26-30) NRS Iðnaðarlausnir nóv 2015
26.nóv. 2015 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Barnshafandi prestfrú myrt á heimili sínu

Sunnudaginn 10. nóvember var prestfrúin Amanda Blackburn myrt á heimili sínu í Indianapolis í Bandaríkjunum. Ræningjar höfðu brotist inn á heimili hennar en létu sér ekki nægja að stela peningum og greiðslukortum. Þegar Davey Blackburn, eiginmaður Amöndu, kom heim fann hann hana helsærða á gólfinu en við hlið hennar var eins árs sonur þeirra en hann var ómeiddur.
26.nóv. 2015 - 11:55

Forsætisráðherra Frakklands: „Evrópa getur ekki tekið við svona mörgum flóttamönnum“

Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir að ef ekki verði tekið upp öflugra eftirlit á  ytri landamærum ESB þá muni fólk að lokum segja að nú sé „komið nóg af Evrópu“. Hann segir að ekki sé lengur hægt að taka við fleiri flóttamönnum í Evrópu.
26.nóv. 2015 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Selja niðurskorið grænmeti sem viðskiptavinir blanda sjálfir

Nokkrar verslanir í verslunarkeðjunni New World á Nýja-Sjálandi hafa hafið sölu á niðurskornu grænmeti í sjálfsagreiðslubar, svipað og hinir vel þekktu nammibarir sem eru í mörgum verslunum. Viðskiptavinir blanda sjálfir saman því grænmeti sem þeir vilja og greiða fast kílóverð fyrir. Eigandi verslunarkeðjunnar segir að þetta njóti sívaxandi vinsælda meðal viðskiptavina.
26.nóv. 2015 - 08:00 Kristján Kristjánsson

19 ára stúlka lést af völdum neyslu fíkniefna: Efnin voru keypt á sölusíðu á Facebook

Facebook er til margra hluta nytsamlegt og margir sem notfæra sér samfélagsmiðilinn, þar á meðal eru fíkniefnasalar og aðrir sem stunda vafasama og oft á tíðum ólöglega iðju. Mikil umræða hefur verið um fíkniefnasölu í gegnum Facebook í Danmörku undanfarið en TV3 sjónvarpsstöðin og Ekstra Bladet hafa fjallað mikið um þetta. Í gærkvöldi fjallaði TV3 um mál 19 ára stúlku sem neytti fíkniefna sem voru keypt í gegnum Facebook og lést af völdum þeirra.
26.nóv. 2015 - 06:50 Kristján Kristjánsson

„Facebook morðinginn“ sakfelldur fyrir að myrða eiginkonu sína

Karlmaður, sem birti mynd af líki eiginkonu sinnar á Facebook, hefur verið fundinn sekur um að hafa myrt hana. Hann á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér. Málið hefur vakið mikla athygli fjölmiðla og hafa margir þeirra nefnt manninn „Facebook morðingjann“.
26.nóv. 2015 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Einn stunginn til bana í Svíþjóð í nótt og annar skotinn niður á götu úti í Danmörku

Um klukkan 1 í nótt fundust tveir menn mikið særðir í miðbæ Norrköping í Svíþjóð. Ráðist hafði verið á þá með hnífi. Annar þeirra lést í nótt og hinn er í lífshættu. Þá var maður skotinn á götu úti í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hann er í lífshættu.
26.nóv. 2015 - 00:01

Stórkostleg tilþrif á ísnum - myndasyrpa

Listdans og listhlaup á skautum njóta vinsælda á heimsvísu. Tilþrifin á ísnum eru oft einstök og hér fyrir neðan eru eftirminnilegustu augnablikin á ísnum að mati ljósmyndara Getty. Myndirnar segja allt sem segja þarf.
25.nóv. 2015 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Deilur um barnafatnað enduðu með morði: „Ég stakk til að drepa hana“

Í gær var 58 ára karlmaður handtekinn, grunaður um að hafa stungið 51 árs eiginkonu sína til bana. Hann var færður fyrir dóm í morgun þar sem lögreglan krafðist gæsluvarðhalds yfir honum. Þar kom fram að hjónin deildu vegna barnafatakaupa og það endaði með að maðurinn náði sér í hníf og stakk konuna nokkrum sinnum.
25.nóv. 2015 - 18:00 Kristín Clausen

Myndin sem platar heilann svo þú sérð hana í lit

Það getur verið mjög áhugavert að skoða hvernig heilinn skynjar veröldina. Á sama hátt geta skynfæri líkamans afvegaleitt og blekkt okkur á ótrúlegasta hátt líkt og sannast, enn og aftur, í myndskeiðinu sem birtist hér að neðan.
25.nóv. 2015 - 14:30 Kristín Clausen

16 ára austurrísk stúlka myrt af liðsmönnum ISIS þegar hún reyndi að flýja

16 ára ung­lings­stúlka sem stakk af frá heim­ili sínu í Vín­ar­borg til að ganga til liðs við ISIS hryðjuverkasamtökin var bar­in til dauða af liðsmönn­um þeirra þegar hún reyndi að flýja.
25.nóv. 2015 - 13:03 Kristín Clausen

Þetta er ástæða þess að enginn ætti að prófa E-pillu

Ungur maður birti í vikunni átakanlegt myndband en þar sést glögglega hversu skelfilegar afleiðingar geta hlotist af því að neyta fíkniefna.
25.nóv. 2015 - 11:30 Kristján Kristjánsson

15 ára stúlku var hópnauðgað í skólamötuneyti: Skólafélagar horfðu aðgerðarlausir á

15 ára stúlku var nauðgað af sex samnemendum sínum í mötuneyti skólans, sem þau sóttu, í austurrísku borginni Graz í maí. Aðrir nemendur komu stúlkunni ekki til hjálpar heldur stóðu og horfðu á á meðan stúlkunni var nauðgað.
25.nóv. 2015 - 09:54 Eyjan

Alvarleg deila í uppsiglingu

Tyrkneski herinn skaut rússneska herþotu niður í gær og staðhæfa tyrknesk yfirvöld að þotan hafi rofið tyrkneska lofthelgi margoft. Mikil spenna hefur hlaupið í samskipti Tyrkja og Rússa í kjölfarið og boðað var til skyndifundar hjá NATO í gær vegna málsins. Nú segja bandarískir embættismenn að rússneska herþotan hafi verið skotin niður þar sem henni var flogið í sýrlenskri lofthelgi. Vélin hrapaði til jarðar á sýrlensku landssvæði, um fjóra kílómetra frá tyrknesku landamærunum.
25.nóv. 2015 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Konu hefur verið heimilað að vera með sigti á höfðinu á ökuskírteinismynd

Bandarískri konu, sem býr í Boston í Massachusetts, hefur verið heimilað að vera með sigti á höfðinu á ljósmynd sem er í ökuskírteini hennar. Konan tilheyrir kirkju hins fljúgandi spagettí skrímslis (Church of the Flying Spaghetti Monster). Yfirvöld höfðu neitað henni að vera með sigti á höfðinu á ökuskírteinismyndinni en hafa nú látið undan og heimilað henni það.
25.nóv. 2015 - 08:31

Miklar breytingar fyrirhugaðar á Eimskipsmótaröðinni í golfi

Miklar breytingar eru fyrirhugaðar á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Starfshópur á vegum Golfsambandsins skilaði af sér tillögu um framtíðarsýn fyrir Eimskipsmótaröðina til næstu þriggja ára og var niðurstaða nefndarinnar kynnt á þingi Golfsambandsins.
25.nóv. 2015 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Kornabarn fannst í jötu í kirkju: Foreldranna leitað

Þegar húsvörður í Church of Holy Jesus í Queens í Richmond kom úr hádegismat á mánudaginn heyrði hann barnsgrát í kirkjunni. Hann sá ekkert barn og fór því að leita og gekk á hljóðið. Hann fann kornabarn liggjandi í jötu sem var í sviðsmynd, sem hafði verið sett upp af fæðingu Jesú. Barnið var vafið inn í handklæði og var enn með leifar af naflastrengnum. Lögreglan leitar nú að foreldrum barnsins.
25.nóv. 2015 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Stafsetningarvilla kom upp um morðtilraun eiginkonunnar

Jacqueline Patrick. Það getur borgað sig að vanda vel til verka þegar kemur að því að skrifa og það veit Jacqueline Patrick, 55 ára bresk kona, vel en stafsetningarvilla, sem hún gerði, kom upp um tilraunir hennar til að myrða eiginmann sinn. Hún hefur nú verið dæmd í 15 ára fangelsi.
25.nóv. 2015 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Lögreglumaður ákærður fyrir morð: Skaut 17 ára ungling 16 skotum

Jason Can Dyke, lögreglumaður í Chicago í Bandaríkjunum, var í gær ákærður fyrir morð á 17 ára unglingi í október í fyrra. Ákæran var gefin út í kjölfar þess að í síðustu viku úrskurðaði dómari að upptökur úr eftirlitsmyndavélum úr mælaborðum lögreglubíla skyldu vera notaðar fyrir dómi. Mikil mótmæli og óeirðir hafa verið öðru hvoru síðasta árið vegna málsins og nú er búist við að upp úr sjóði í kjölfar birtingar myndbandsins.
25.nóv. 2015 - 00:02

Aðeins fimm leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni tilnefndir í úrvalslið ársins hjá FIFA

Barcelona, Bayern München og Juventus eru samtals með fleiri leikmenn í hópi þeirra 40 sem eru tilnefndi í lið ársins hjá FIFA en allir þeir leikmenn sem tilnefndir eru úr liðum í ensku úrvalsdeildinni.
25.nóv. 2015 - 00:01

Úrval vikunnar úr bandarísku íþróttalífi - Getty

Það er töluverður munur á þeim íþróttagreinum sem eru í kastljósinu hjá ljósmyndurum Getty í Bandaríkjunum og þeim sem starfa í Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá úrvalsmyndir vikunnar úr íþróttalífinu í Bandaríkjunum og að venju er úrvalið glæsilegt og fjölbreytt.
24.nóv. 2015 - 21:00 Kristján Kristjánsson

14 ára stúlka hvarf að heiman fyrir 10 árum: Hélt sig á netkaffihúsi í öll þessi ár

14 ára stúlka hvarf á dularfullan hátt frá heimili sínu árið 2005. Að lokum gáfu foreldrar hennar upp alla von um að hún fyndist á lífi og leit að henni var hætt að þeirra ósk. En í síðustu viku fann lögreglan stúlkuna á netkaffihúsi en þar hefur stúlkan, nú konan, haldið sig í þessu 10 ár.
24.nóv. 2015 - 18:00 Kristján Kristjánsson

Hann lifði hryðjuverkárásirnar á World Trade Center og Bataclan tónleikasalinn af

36 ára Bandaríkjamaður virðist svo sannarlega hafa heilladísirnar á sínu bandi. Hann var staddur við World Trade Center í New York þann 11. september 2001 þegar hryðjuverkamenn flugu flugvélum á byggingarnar og hann var staddur í Bataclan tónleikasalnum í París þegar hryðjuverkamenn létu til skara skríða.
24.nóv. 2015 - 16:30

Drengurinn sem brætt hefur hug og hjörtu netverja: Gaf heimilislausum manni nestið sitt: Myndskeið

Meðfylgjandi myndband af hinum 5 ára gamla Ashton Harland, frá Swansea í Wales hefur heillað ófáa netverja undanfarna daga. Það má með sanni segja að þetta einstaka góðverk drengsins fangi anda jólanna.
24.nóv. 2015 - 14:00 Kristín Clausen

Stærsta jóladagatal ársins er á Facebook

Þegar þetta er skrifað hafa 58 þúsund Danir meldað sig á viðburð á Facebook síðunni I form før jul, eða í form fyrir jólin, og 32 þúsund sýnt viðburðinum áhuga. 
24.nóv. 2015 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Vegfarendur fundu nakið smábarn sitjandi í vegkanti

Abigail Hanna Á föstudagskvöldið fundu vegfarendur nakið smábarn sitjandi aleitt í laufhrúgu í vegkanti. Búið var að raka allt hár af barninu og það var með mar á höfði. Vegfarendurnir tóku barnið inn í bíl sinn og höfðu strax samband við lögregluna.
24.nóv. 2015 - 07:00 Kristján Kristjánsson

15 ára stúlka sat líklegast ofan á sprengjunni sem grandaði rússneskri farþegaflugvél yfir Egyptalandi

Í byrjun nóvember fórst rússnesk farþegaþota, af Airbus A321 gerð, yfir Egyptalandi. Sprengja grandaði þotunni og hafa hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið lýst ábyrgð á ódæðisverkinu á hendur sér. Talið er að 15 ára rússnesk stúlka hafi óafvitandi setið ofan á sprengjunni en 224 létust í ódæðisverkinu.
24.nóv. 2015 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Franska lögreglan fann ósprengt sprengjubelti: Sama sprengiefni og var notað í hryðjuverkunum

Franska lögreglan tilkynnti í gær að hún hefði fundið ósprungið sprengjubelti, sjálfsmorðssprengju, í Montrouge, sem er úthverfi Parísar. Beltið fannst í ruslatunnu á almannafæri, engin kveikja var á því. Sprengjubeltið innihélt samskonar sprengiefni og sjálfsvígssprengjumenn notuðu við árásirnar á París fyrir rúmri viku.
24.nóv. 2015 - 00:02

Champagne ætlar að gjörbreyta fótboltareglunum nái hann kjöri sem forseti FIFA

Jerome Champagne gefur kost á sér í forsetakjörið hjá Alþjóða knattspyrnusambandsinu, FIFA, en hinn 57 ára gamli Frakki hefur boðað róttækar breytingar nái hann kjöri.
24.nóv. 2015 - 00:01

Glæsileg tilþrif frá Evrópu - bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty

Ljósmyndarar Getty hafa tekið saman helstu afrek liðinnar viku frá íþróttaviðburðum í Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá afraksturinn og að venju er úrvalið fjölbreytt og tilþrifin glæsileg.
23.nóv. 2015 - 19:00

7 ára drengur gaf mosku alla peningana sína í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París

Síðastliðinn mánudagsmorgun þegar fólk í íslömsku hverfi í Pflugerville í Austin Texas kom að moskunni í hverfinu sáu þau að búið var að vinna mikið skemmdarverk á byggingunni. 
23.nóv. 2015 - 16:40 Kristján Kristjánsson

Einföld og fljótleg leið til að þrífa örbylgjuofninn

Örbylgjuofnar eru til á flestum heimilum en það er með þá eins og bakaraofninn, það getur verið hundleiðinlegt og erfitt að þrífa þá. Sérstaklega ef þrifin hafa dregist á langinn og ofninn jafnvel ekki veirð þrifinn í langan tíma. En það er að sögn til einfalt og fljótlegt ráð til að þrífa örbylgjuofna og það eru bara fjórir hlutir sem þarf til og þeir eru líklega allir nú þegar til á heimilinu.
23.nóv. 2015 - 10:15

„Tæknileg vandamál“ í íþróttum - myndasafn frá Getty

Það gengur á ýmsu þegar allt er lagt í sölurnar í íþróttakeppni. Hér fyrir neðan má sjá safn af myndum frá ljósmyndurum Getty sem teknar eru á því augnabliki þegar íþróttaútbúnaður gefur eftir eða bilar í átökunum. Slík augnablik mætti kalla tæknileg vandamál.
23.nóv. 2015 - 10:00 Kristján Kristjánsson

Ertu í atvinnuleit? Þetta eru launin fyrir 9 af undarlegustu störfum heimsins

Ef þú ert í atvinnuleit en ert ekki alveg viss í þinni sök hvað þig langar að gera eða hvaða launakröfur þú ert með í huga þá er kannski hægt að fá smá innblástur hér fyrir neðan í listanum yfir þau laun sem eru í boði fyrir 10 af undarlegustu störfum heimsins.
23.nóv. 2015 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Stálu bíl með barni í: Óku barninu í skóla og héldu síðan för sinni áfram

Sumir afbrotamenn eru hjartgóðir þrátt fyrir að hafa lent á refilstigum í lífinu og það á svo sannarlega við um tvo menn sem stálu bíl nýlega. Þegar mennirnir settust inn í bílinn var 8 ára drengur í bílnum. Bílþjófarnir gerðu sér lítið fyrir og óku honum í skólann áður en þeir héldu för sinni áfram í stolna bílnum.
23.nóv. 2015 - 07:00 Kristján Kristjánsson

16 skotnir á leikvelli í New Orleans

Mynd: Getty Images Að minnsta kosti 16 manns voru skotnir á leikvelli í New Orleans í gærkvöldi að staðartíma. Bandarískir fjölmiðlar segja að mörg hundruð manns hafi verið á Bunny Friend leikvellinum þegar skothríðin hófst en verið var að taka upp tónlistarmyndband þar.
23.nóv. 2015 - 06:00 Kristján Kristjánsson

16 handteknir í hryðjuverkaaðgerðum í Brussel: Einn særður eftir skot lögreglu

Lögreglan í Brussel handtók 16 manns í gærkvöldi í viðamiklum aðgerðum sem beindust gegn meintum hryðjuverkamönnum. Lögreglan framkvæmdi húsleitir á 19 stöðum í borginni og skaut á bíl þegar ökumaður hans reyndi að aka á lögreglumann.
22.nóv. 2015 - 22:00

Maður giftist pizzu

Nokkuð óvenjuleg hjónavígsla átti sér stað í borginni Tomsk í Rússlandi á dögunum. Þarlendur maður sem hafði lengi leitað að lífsförunautinum fann hann loks. Í pizzu.
22.nóv. 2015 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Áfram fullur viðbúnaður vegna hryðjuverkaógnar í Brussel: Skólar og neðanjarðarlestir lokaðar á morgun

Belgísk yfirvöld ákváðu í dag að viðhalda fullu viðbúnaðarstigi vegna yfirvofandi hryðjuverkaógnar í Brussel. Neðanjarðarlestir munu ekki ganga á morgun og skólar og verslanir verða lokaðar. Hermenn og lögreglumenn munu verða mjög sýnilegir á götu úti.
22.nóv. 2015 - 20:00 Kristín Clausen

Tilfinningaþrungin stund: Atriði Adele framkallaði gæsahúð og harmatár

Söngkonan Adele, sem virðist eiga hug og hjörtu heimsbyggðarinnar um þessar mundir, vottaði fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna í París virðingu sína á tónleikum í New York í gærkvöldi. Atriðið sem er algjörlega magnað er mjög tilfinningaþrungið og sýnir enn og aftur samhuginn sem ríkir vegna atburðanna síðastliðið föstudagskvöld.
22.nóv. 2015 - 17:00 Kristján Kristjánsson

Svona oft áttu að baða þig

umir fara í bað eða sturtu daglega, aðrir annan hvern dag og enn aðrir sjaldnar en það. Venjur fólks í þessu eru æði misjafnar en hversu oft eigum við eiginlega að skella okkur undir heita sturtuna eða ofan í baðkarið til að þrífa okkur?
22.nóv. 2015 - 15:00 Kristján Kristjánsson

Þess vegna hneigðu allir læknarnir sig fyrir þessum 11 ára dreng

Á myndinni, sem fylgir þessari frétt, má sjá hóp lækna hneigja sig fyrir 11 ára dreng sem liggur í sjúkrarúmi. Drengurinn, Liang Yaoyi, frá Shenzhen í Kína vildi gjarnan verða læknir þegar hann yrði stór en því miður endist honum ekki aldur til að láta drauminn rætast því hann þjáðist af heilaæxli sem dró hann að lokum til dauða.
22.nóv. 2015 - 11:00 Kristján Kristjánsson

Líf gæti breiðst út í geimnum eins og faraldur

Í kvikmyndum hefur mátt sjá hvernig veirur byrja að breiðast út í einni heimsálfu og ná síðan til næstu heimsálfu og að lokum hefur veiran breiðst út um allan heim. Eitthvað svipað þessu er hugsanlega að gerast utan Jarðarinnar en í stað veiru er það lífið sem breiðist út.
22.nóv. 2015 - 10:00 Kristján Kristjánsson

Snéru heim á fimmtudaginn eftir 5.000 ára fjarveru

Á fimmtudagsmorguninn var 5 elgjum sleppt lausum í Lille Vildmose, sem er suðaustan við Álaborg í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn í 5.000 ár sem elgir fá að ráfa um danska jörð. Markmiðið er að láta elgina hjálpa til við að styrkja vistkerfið á svæðinu en þess utan munu þeir væntanlega laða ferðamenn að.
22.nóv. 2015 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Anonymous segja að Íslamska ríkið hyggi á margar hryðjuverkaárásir í dag

Anonymous, samtök tölvuþrjóta, segja að hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið (IS) hyggi á margar hryðjuverkárásir á Vesturlönd í dag, sunnudag. Meðal borga sem eru nefndar sem skotmörk eru París, Mílanó og Atlanta. Anonymous lýstu yfir stríði á hendur IS í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París sem kostuðu að minnsta kosti 350 manns lífið.
22.nóv. 2015 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Danmörk á kafi í snjó: Fólki ráðlagt að halda sig heima við – Mikil ófærð

Danir eru ekki sérstaklega vanir snjó og hvað þá miklum snjó og því kom mikil snjókoma víða um landið í gær og nótt illa við marga. Lögreglan hefur hvatt fólk til að halda sig heima við nema brýna nauðsyn beri til. Mikil ófærð var víða í nótt en nú er búið að ryðja helstu stofnbrautir en fólki er ráðlagt að sýna sérstaka aðgát ef það þarf að vera á ferð. Allt að 60 sm féllu á Sjálandi í nótt og von er á meiri snjó í dag.
21.nóv. 2015 - 22:00 Kristín Clausen

Svona oft átt þú að stunda kynlíf ef þú ert giftur

Staðreyndin er sú að leyndarmálið að baki hamingjusömu langtímasambandi er ekkert sérstaklega kynþokkafullt.
21.nóv. 2015 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Eru þetta bestu atriðin úr Britain's Got Talent? Myndbönd

Britain´s Got Talent er gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni enda ægir þar saman mjög hæfileikaríku fólki og síður hæfileikaríku fólki sem vill láta ljós sitt skína. Þá eru dómararnir í keppninni mjög skemmtilegir og nýtur Simon Cowell sérstaklega mikilla vinsælda þrátt fyrir að vera óþarflega hreinskilinn að margra mati.
21.nóv. 2015 - 18:00

Anders Breivik: Ég er ekki og hef aldrei verið kristinnar trúar

Oft er bent á norska hryðjuverkamanninn Anders Behring Breivik sem hinn kristna hryðjuverkamann, oft til að benda á að það eru ekki eingöngu múslimar sem fremja hryðjuverk. En Breivik er ekki kristinnar trúar og hefur aldrei verið að eigin sögn. Þetta kemur fram í bréfi sem Breivik skrifaði eftir að hann hóf afplánun refsingar sinnar.
21.nóv. 2015 - 16:30 Kristján Kristjánsson

Þess vegna á ekki að sitja með krosslagða fætur

Hvernig er staðsetning fóta þinna núna? Situr þú kannski við skrifborð í vinnunni, ert í strætisvagni á leið heim eða jafnvel kominn heim? Ef svo er þá eru góðar líkur á að þú sitjir með krosslagða fætur en það er líklegast ekki mjög gott fyrir líkamann.
21.nóv. 2015 - 15:00 Kristján Kristjánsson

Einstæð fimm barna móðir flutt á sjúkrahús: Þá komu löggurnar til bjargar

Nýlega voru lögreglu- og sjúkraflutningsmenn sendir heim til einstæðrar fimm barna móður vegna veikinda hennar. Hún reyndist vera með mjög lágt blóðsykurmagn og var nauðsynlegt að flytja hana á sjúkrahús til rannsóknar. En eftir stóðu fimm börn án móður sinnar og urðu lögreglumennirnir eftir hjá þeim á meðan þeim var fundinn samastaður.

Sena: Helgi Björns nóv 2015
Ágústa Kolbrún Roberts
Ágústa Kolbrún Roberts - 13.11.2015
Ágústa: Þetta gerðist eftir heilun píkunnar!
Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir - 13.11.2015
PUSSIES BEWARE!
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 13.11.2015
Mamman, hjúkkan og veiki strákurinn
Björn Ingi Hrafnsson
Björn Ingi Hrafnsson - 19.11.2015
Slökum aðeins á
Ástríður Þórey Jónsdóttir
Ástríður Þórey Jónsdóttir - 13.11.2015
Minimalískur lífsstíll - nei takk!
Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir - 24.11.2015
Karlar sem panta konur!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 13.11.2015
Skuldsettir bera einir ábyrgðina
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 15.11.2015
„Give peace a chance“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.11.2015
Gamansemi á Rotary-fundi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.11.2015
Skemmtilegur fundur um valdatíð Davíðs
Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason - 18.11.2015
Er Grænland íslensk nýlenda?
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 12.11.2015
Í stuði með Guði
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 20.11.2015
Ég er hryggur og dapur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.11.2015
Hvað varð um Rússagullið?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.11.2015
Ólafur Ragnar, já! Baldur, nei!
Fleiri pressupennar