23. júl. 2012 - 20:00

Hringdi í neyðarlínuna til þess að fá nýja ljósmynd af sér í gagnagrunn lögreglu

Kona hringdi í neyðarnúmer lögreglunnar til þess að kvarta yfir því að hún hefði myndast illa á ljósmynd sem hafði verið tekin af henni þegar hún var handtekin af yfirvöldum nokkru mánuðum áður. Konan var færð á lögreglustöð fyrir að trufla störf neyðarlínunnar.

Tonya Ann Fowler varð öskuvond þegar hún sá mynd af sér í tímariti sem gefið er út í Atlanta en þar er fjallað um fólk sem hefur verið handtekið fyrir ógnandi hegðun í fylkinu. Tonya vissi að hún yrði í blaðinu en hún varð fyrir sárum vonbrigðum með hvað myndin hafði heppnast illa.

Eftir að konan hafði hringt í neyðarlínuna til þess að kvarta, setti hún á sig farða og klippti á sér hárið. Lögreglumaður á vakt sagði í samtali við fjölmiðla:

Hún var í uppnámi yfir því hvernig hún leit út.

Tonya var eins og fyrr segir handtekin fyrir að trufla störf  neyðarlínunnar og var ný ljósmynd tekin af henni sem er nú geymd í gagngrunni lögreglunnar í Atlanta.
24.apr. 2015 - 21:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Hver myrti konuna? Sjálfsmorðsbréf, játningar á kassettu og dularfull leyndarmál hjóna í þessu sérkennilega morðmáli

Doris Angleton var einstaklega glæsileg kona. 46 ára gömul leit hún út eins og ung kona. Hún var auk þess elskuð og dáð fyrir glaðvært skap sitt og góðmennsku. En dag einn árið 1997 lét Doris lífið á þann skelfilegasta hátt sem hægt er að hugsa sér.
24.apr. 2015 - 16:50

Bréf frá þjálfara liðs sem tapaði 25-1 vekur athygli - nánast ekkert brottfall þrátt fyrir afleitt gengi

Knattspyrnuþjálfari í Noregi, sem er einn af mörgum foreldrum sem skiptast á um að þjálfa 14 ára kvennalið Emblem, vakti gríðarlega athygli fyrir færslu sem hann skrifað á fésbókina eftir 25-1 tap liðsins á Ebbemyra leikvellinum í Emblem.
24.apr. 2015 - 10:56

Mætast spænsku risarnir í úrslitum Meistaradeildarinnar? - Real Madrid og Barcelona drógust ekki saman

Svo gæti farið að spænsku risarnir Real Madrid og Barcelon mætist í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í dag um hvaða lið mætast í undanúrslitum keppninnar. Pep Guardiola og lið hans Bayern München mætir fyrrum lærisveinum Guardiola í Barcelona - og verður það í fyrsta sinn sem liðin mætast í opinberum leik frá því hann fór að þjálfa þýska liðið. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Real Madrid, sem hefur titil að verja í keppninni, og Juventus frá Ítalíu.
24.apr. 2015 - 10:00

Gaf sig fram við lögreglu eftir 43 ár á flótta: Vildi fá læknishjálp - flúði úr fangelsi árið 1972

Hann var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir þjófnað árið 1967. Býsna harður dómur á nútímamælikvarða. Árið 1972 flýði hann úr fangelsi og hefur síðan þá farið huldu höfði. Clarence David Moore er vinsæll meðal nágranna sinna og engan grunaði að hann ætti sér afbrotaferil, hvað þá að hann væri eftirlýstur.
24.apr. 2015 - 07:42

14 létust í lestarslysi í Makedóníu

14 innflytjendur létust í lestarslysi nærri bænum Veles í Makedóníu í gækvöldi að sögn ríkissjónvarps landsins. Fólkið var á gangi á lestarteinum í gljúfri þegar það varð fyrir lestinni.
24.apr. 2015 - 05:16

Gríðarlegt öskufall í Chile: Magnaðar myndir frá Getty

Eldfjallið Calbuco í suðurhluta Chile fór að gjósa á miðvikudaginn og nú hafa rúmlega 4.000 manns neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna gossins. Öskufall er gríðarlegt á stóru svæði og íbúar hafa áhyggjur af heilsu sinni. Forseti landsins hefur lýst yfir neyðarástandi á svæðinu.
24.apr. 2015 - 04:44

„Fúsi“ valin besta myndin á Tribeca kvikmyndahátíðinni: Gunnar Jónsson valinn besti leikarinn

Kvikmyndin Fúsi eða „Virgin Mountain“  í leikstjórn Dags Kára var valin besta kvikmyndin á Tribeca kvikmyndahátíðinni í New York í gærkvöldi. Gunnar Jónsson, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni, var valinn besti leikarinn og Dagur Kári var valinn besti handritshöfundurinn.
23.apr. 2015 - 19:00

Byrjað að flytja sænska bæinn Kiruna um þrjá kílómetra: 20.000 manns verða að flytja

Eftir margra ára þras og undirbúningsvinnu er nú loksins byrjað að flytja nyrsta bæ Svíþjóðar, Kiruna, um þrjá kílómetra. 20.000 íbúar bæjarins verða því að sætta sig við að flytja heimili sín. Ástæðan er að námugröftur í járnnámu í nágrenni bæjarins hefur orðið til þess að jarðvegurinn undir bænum er ekki lengur nægilega traustur en sprungur hafa myndast í honum.
23.apr. 2015 - 10:28

Hafþór Júlíus komst örugglega í úrslitakeppnina í Sterkasti maður heims - úrslitin ráðast um helgina

Hafþór Júlíus Björnsson tryggði sér í gær sæti í úrslitum í keppninni Sterkasti maður heims - en keppnin fer fram í Kuala Lumpur í Malasíu. Á Vísi er sagt frá því að úrhellisrigning og þrumuveður hafi sett keppnishaldið úr skorðum í gær - og var um tveggja tíma töf í Atlassteinakeppninni sem fram fór í gær.
23.apr. 2015 - 07:14

Svínabóndi dæmdur í 50 ára fangelsi: Myrti tvo karla og lét svín éta líkin

Svínabóndi í Oregon í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í 50 ára fangelsi fyrir að hafa myrt tvo karlmenn og látið svínin á býlinu éta lík þeirra. Það tók kviðdóm aðeins eina klukkustund að komast að niðurstöðu.
23.apr. 2015 - 05:10

Settu rangt lík í líkkistu fyrir kistulagningu: Sögðu ættingjum að fólk liti öðruvísi út dáið

Þegar fjölskylda og vinir Jerry Moon mættu til kistulagningar hans í okbótber 2013 var það ekki Moon sem lá í kistunni heldur allt annar maður, Robert Petitclerc, sem var 25 árum yngri en Moon. Þegar starfsfólki útfararþjónustunnar var bent á þessi mistök reyndi það að sannfæra syrgjandi ættingja um að fólk liti allt öðruvísi út þegar það er dáið.
23.apr. 2015 - 04:36

Eldgos hafið í einu hættulegasta eldfjalli Chile: Neyðarástandi lýst yfir

Eldgos hófst í gærkvöldi í eldfjallinu Calbuco í suðurhluta Chile. Eldfjallið er talið vera meðal þriggja hættulegastu eldfjalla í Chile. Reykur og aska stíga upp í margra kílómetra hæð yfir eldfjallinu og nágrenni þess. Yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á svæðinu enda miklar líkur á að mikið magn ösku muni berast frá fjallinu. Þá er byrjað að flyta 1.500 manns, sem búa í nágrenni við fjallið, á brott.
22.apr. 2015 - 22:06

Er drasl á skrifborðinu eða er allt í röð og reglu? Hvernig persónuleiki ert þú?

„Ef óreiða á skrifborði er merki um óreiðu í huganum hvað táknar þá autt skrifborð?“ sagði Albert Einstein einu sinni. Nýleg rannsókn bendir til þess að þeir sem hafa vinnusvæðið sitt í óreiðu séu meira skapandi en þeir sem hafa allt í röð og reglu.
22.apr. 2015 - 18:30

Stórmeistari í skák: Konur geta ekki iðkað skák því það þarf rökræna hugsun til að geta teflt

Drottningin er öflugasti skákmaður á skáborðinu. En einn þekktasti stórmeistari Bretlands segir að konur séu ekki nægilega gáfaðar til að geta stundað skák.  Þetta hefur að sjálfsögðu vakið reiði margra kvenna, bæði þeirra sem tefla og annarra.
22.apr. 2015 - 17:00

„Sjáðu hana“: Ljósmyndin sem hefur snert heimsbyggðina

Þetta er hún. Ein af þessum fjársjóðsleiturum. Hún klifraði um borð í bát til að stela af okkur velferðarkerfinu. Hún myndi sjá til þess að gamla fólkið okkar yrði af hjálpinni sem það þarf á að halda. Hún myndi valda óróa í samfélaginu okkar. Því það er það sem flóttamenn gera. Endalaust leitandi af heppninni. Dragandi okkur niður í svaðið sitt.
22.apr. 2015 - 11:50

Noregur: Grunuð um að hafa sökkt móður sinni í höfnina í járnbúri

Norska lögreglan fann í gær hlut sem hún segir vera áhugaverðan vegna morðrannsóknar sem stendur yfir. Hluturinn fannst í höfninni í Skien og var hífður upp með kranabíl og síðan settur í líkbíl. Þetta tengist rannsókn á hvarfi konu sem hvarf sumarið 2012 og ekkert hefur spurst til síðan. Á sunnudaginn var dóttir hennar handtekin grunuð um að hafa myrt móður sína.
22.apr. 2015 - 11:00

Tíu ára drengur telur sig hafa verið mann sem lést árið 1964: Veit 55 staðreyndir um manninn

Ryan og móðir hans Þegar Ryan var lítill hræddi hann oft móður sína með því sem hann sagði. Hann lýsti minningum sínum um líf sem hann gat ekki hafa lifað. Hann talaði um hluti sem voru utan reynsluheims hans, til dæmis einkasundlaug og umboðsmennsku.
22.apr. 2015 - 10:37

Með barnalegghlífar í ensku úrvalsdeildinni - fær ekki að taka sokkana niður líkt og Ásgeir Sigurvinsson og George Best

Jack Grealish vakti athygli í undanúrslitaleiknum gegn Liverpool í ensku bikarkeppninni. Írinn, sem leikur með Aston Villa, er ýmsu vanur þegar kemur að hörku í íþróttum. Hinn 19 ára gamli leikmaður væri helst til í að leika með sokkana niðri á ökkla líkt og Ásgeir Sigurvinsson og George Best gerðu á árum áður - en slíkt er bannað samkvæmt reglum.
22.apr. 2015 - 09:52

Stórstjörnur fjarverandi hjá Real Madrid í kvöld - Bayern München og Barcelona komust áfram

Bayern München og Barcelona tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Í kvöld skýrist það hvaða tvö lið bætast í þann hóp. Þar sem að ríkjandi Evrópumeistaralið Real Madrid frá Spáni mætir grannaliðinu Atletico Madrid sem er Spánarmeistari.
22.apr. 2015 - 09:00

Kona dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir morð á sex nýburum: Faldi líkin í bílskúrnum

Fertug kona í Salt Lake City í Utah lýsti sig seka af þeim ákærum að hafa myrt við fæðingu alls sex börn sín og falið líkin í bílskúrnum heima hjá sér. Konan var í fyrradag dæmd í lífstíðarfangelsi en með játningunni kom hún sér undan dauðarefsingu.
22.apr. 2015 - 06:34

Óttast að asískir risageitungar berist fljótlega til Bretlands: Verða allt að 5 sentimetra langir

Asískir risageitungar hafa fyrir nokkru tekið sér bólfestu í Frakklandi en þangað bárust þeir 2004 með kínverskum pottaplöntum að því að talið er. Nú óttast sérfræðingar að geitungarnir geti hugsanlega farið yfir Ermasund og tekið sér bólfestu á Bretlandseyjum. Þessir geitungar verða allt að 5 sentimetra langir og eru skeinuhættir mönnum og skordýrum.
22.apr. 2015 - 04:54

Tveir sakfelldir fyrir grimmdarlegt morðsamsæri og morð

Tveir menn voru sakfelldir í Bretlandi í gær fyrir að hafa staðið á bak við grimmdarlegt morðsamsæri og að hafa myrt tæplega fimmtuga konu. Annar mannanna greiddi hinum sem svarar til um 300.000 íslenskra króna fyrir að myrða konuna.
21.apr. 2015 - 20:00

Sæðisbankinn sagði að gjafinn væri doktorsnemi með greindarvísitölu upp á 160: En annað kom á daginn

Þegar samkynhneigða parið Angela Collins og Margaret Elizabeth Hanson frá Ontario í Kanada völdu sæðisgjafa þegar komið var að barneignum fengu þær góðar upplýsingar frá sæðisbankanum. Þar á bæ var þeim sagt að gjafi númer 9623 væri doktorsnemi og með greindarvísitölu upp á 160 og væri mjög heilsuhraustur og hefði ávallt verið en nokkrum árum síðar komust þær að hinu sanna.
21.apr. 2015 - 13:13

Mynd dagsins á Veröldinni: Kermit froskur er til í raunveruleikanum!

Þeir sem eru komnir á miðjan aldur muna eftir Prúðuleikurunum, The Muppet Show, einum vinsælasta sjónvarpsþætti síðustu aldar. Aðalpersóna þáttarins, froskurinn Kermit, var gestur á flestum heimilum Vesturlanda. Kermit var einkar geðþekkt, grænt tuskudýr.
21.apr. 2015 - 11:50

Keypti sér megrunarpillur á netinu: Brann upp innan frá og lést

Ung bresk kona, Ella Parry, lést þann 12. apríl eftir að hafa tekið inn of margar megrunarpillur sem hún hafði keypt á netinu. Í pillunum er efnið dínítrófenól eða DNP en það getur orðið fólki að bana ef það er tekið í of miklu magni. Efnið hitar líkamann upp innan frá. Ekkert mótefni er til gegn efninu.
21.apr. 2015 - 10:52

Pétur og Alexander keppa í nýjum golfsjónvarpsþætti í Bandaríkjunum

Íslensku afrekskylfingarnir Pétur Freyr Pétursson og Alexander Aron Gylfason taka þátt í nýjum raunveruleikagolfþætti sem frumsýndur verður á bandarísku golfstöðinni, Golf Channel, 15. júní n.k.
21.apr. 2015 - 09:00

Stórleikir í Meistaradeildinni í kvöld: Falla Bæjarar úr keppni? Verður Robben með?

Tveir seinni leikir verða háðir í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. PSG tekur á móti Barcelona og FC Bayern München fær Porto í heimsókn. Bayern München, eitt besta lið Evrópu undanfarin ár, er í mikilli hættu að falla úr keppninni.
21.apr. 2015 - 08:00

Byrjaði að reykja hass 12 ára: Missti þrjú ár úr lífinu

Hass er ekki hættulegra en áfengi. Fjölmiðlar ýkja hættuna af því. Hvað með þá unglinga sem drekka heilann frá sér? Þetta heyrist stundum þegar rætt er um skaðsemi hassneyslu enda takast á þeir sem sjá lítið sem ekkert að því að fólk noti hass og þeir sem eru alfarið á móti neyslu efnisins.
21.apr. 2015 - 07:06

Þetta gerist þegar ungafull áströlsk úlfakönguló er drepin: Myndband

Þeir sem eru hræddir við köngulær ættu ekki að horfa á myndbandið sem fylgir þessari frétt því það getur gert alveg út af við vilja þeirra til að glíma við köngulær í framtíðinni. Myndbandið er tekið upp í Ástralíu og sýnir þegar ungafull úlfakönguló er drepin með sópi.
21.apr. 2015 - 05:52

Allt að 10 leikmenn sagðir á förum frá Liverpool í sumar

Miklar breytingar verða á leikmannahóp enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool samkvæmt frétt sem birt var í Daily Mail. Þar kemur fram að allt að tíu leikmenn séu á förum frá félaginu í sumar eftir að keppnistímabilinu lýkur í vor. Stemningin í herbúðum félagsins hefur oft verið betri en liðið tapaði í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar um síðustu helgi gegn Aston Villa - en það var síðasti möguleiki Liverpool á að landa titli á þessari leiktíð.
21.apr. 2015 - 05:22

Þrír látnir í óveðri í Ástralíu: Hús hafa sópast af grunninum í vatnselg – Myndskeið

Öflugt óveður hefur gengið yfir austurströnd Ástralíu í nótt og hefur vindhraðinn mælst allt að 135 km/klst og úrkoman hefur verið álíka mikil og venjulega mælist á mörgum mánuðum. Þrír eru látnir og eignatjón er mikið. Ölduhæð við ströndina hefur mælst allt að 11,2 metrar.
21.apr. 2015 - 04:32

Handtökur vegna smygls á fólki frá Afríku til Evrópu: Ítalir íhuga hernaðaraðgerðir í Líbýu

Ítalska lögreglan handtók í gærkvöldi tvo menn sem eru grunaðir um að hafa verið skipstjóri og stýrimaður á bát sem flutti flóttamenn frá Líbýu áleiðis til Ítalíu aðfaranótt sunnudags en hvolfdi áður en hann náði til ítölsku eyjunnar Lampedusa. Talið er að allt að 950 manns hafi verið um borð í bátnum og að flestir þeirra hafi látist. Ítalir íhuga nú að grípa til hernaðaraðgerða gegn bækistöðvum smyglara í  Líbýu.
20.apr. 2015 - 21:00

Kona fékk kakkalakka með í Big Mac og borðaði helminginn af honum

Kona ein varð fyrir þeirri skelfilegu reynslu að fá kakkalakka upp í munninn er hún ætlaði að gæða sér á einum Bic Mac. Hún var búin að bíta þrjá bita í hamborgarann er hún skynjaði að ekki var allt með felldu. Hún rak fingur upp í munninn og fann þar hálfan kakkalakka.
20.apr. 2015 - 18:25

Sakaður um að hafa misnotað börnin sín í sértrúarsöfnuði djöfladýrkenda

Börnin hans, 8 og 9 ára gömul, komu fram í myndbandi sem sett var á Youtube og milljónir manna horfðu á, og lýstu því yfir að faðir þeirra hefði misnotað þau kynferðislega í djöfladýrkendasöfnuði. Þar hefði hann líka myrt ungbörn og drukkið úr þeim blóð.
20.apr. 2015 - 11:00

Móðir læsir dætur sínar í svefnherbergi þeirra á næturnar til að vernda þær fyrir kærastanum sínum sem er barnaníðingur

Móðir á Englandi er farin að læsa dætur sínar í herberginu þeirra á nóttunni til að vernda þær frá barnaníðingnum sem hún deilir rúmi með. Félagsmálayfirvöld hafa samþykkt þetta fyrirkomulag en amma stelpnanna er forviða og vill tryggja öryggi barnabarna sinna betur.
20.apr. 2015 - 08:00

Afi skaut þrjá menn sem reyndu að nauðga 19 ára barnabarni hans

Á mánudag í síðustu viku réðust þrír menn inn í hús í Lumberton í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum og neyddu húsráðanda, 67 ára karlmann, til að opna peningaskáp áður en þeir reyndu að nauðga 19 ára barnabarni hans. Afinn náði að hrifsa byssu af einum mannanna og skjóta þá alla.
20.apr. 2015 - 05:23

Læstu flóttamenn niðri í lest bátsins sem fórst við Lampedusa á sunnudag: Allt að 950 flóttamenn um borð

Einn þeirra örfáu sem lifði af þegar bát fullum af flóttamönnum hvolfdi við ítölsku eyjuna Lampedusa aðfaranótt sunnudagsins segir að smyglararnir hafi læst marga flóttamennina niðri í lest bátsins. Þeir áttu því aldrei neinn möguleika á að lifa af. Hann segir jafnframt að um 950 flóttamenn hafi verið um borð í bátnum og því er líklegt að rúmlega 900 manns hafi farist í þessu hryllilega slysi.
20.apr. 2015 - 04:43

14 milljón býflugur sluppu eftir að flutningabíll valt: Myndskeið

Flutningabíll með 14 milljónir býflugna innanborðs valt á föstudaginn á hraðbraut í Seattle í Washington í Bandaríkjunum þegar mörg dekk hans sprungu samtímis. Bílstjórinn slapp ómeiddur en býflugnabúin skemmdust og það þýddi að reiðar býflugur fóru á stjá.
19.apr. 2015 - 20:00

Dýralæknir skaut heimiliskött með boga og ör

Dýralæknir hefur verið rekin úr starfi eftir að hún skaut kött nágranna sinna með boga og ör en hún hélt að kötturinn væri villiköttur. Hún birti síðan mynd af sér með köttinn á Facebook þar sem hún sést halda á kettinum með örina í gegnum höfuð hans.
19.apr. 2015 - 18:00

Er öruggt að skera mygluna burt og borða afganginn?

Það er meira af myglu í matnum en augað sér. Það hefur komið í ljós að litríku blettirnir sem eru sýnilegir með berum augum eru einungis gró eða pínulitlar agnir sem gefa myglunni lit. Restin af myglunni, greinar hennar og rætur, er erfitt að sjá með berum augum og kann að vera grafin djúpt inni í matnum þínum.
19.apr. 2015 - 16:00

Svona er hægt að losna við hrotur á einfaldan hátt

Hrotur eru eitthvað sem gleður fæsta enda geta þær haldið vöku fyrir þeim sem sofa nálægt þeim sem hrýtur. Til að draga úr þeim gangast sumir undir skurðaðgerð, aðrir stunda líkamsrækt af krafti  og enn aðrir setja plástur á nefið til að dempa hávaðann yfir nóttina. En það er til enn ein leið sem er auðveld og meira að segja góð afþreying.
19.apr. 2015 - 15:00

Fornleifafræðingar fundu 300 ára gamalt hjálpartæki ástarlífsins

Karlar og konur hafa líklegast alla tíð haft kynferðislegar þarfir, annars værum við örugglega ekki hér. Ýmissa ráða hefur eflaust verið leitað í gegnum tíðina til að fullnægja þessum þörfum og þar eru hjálpartæki ástarlífsins ekki undanskilin. Pólskir fornleifafræðingar fundu nýlega 300 ára gamalt hjálpartæki ástarlífsins.
19.apr. 2015 - 09:38

Mourinho: „Vorum með lykilmenn Man Utd í vasanum”

„Við vorum með lykilmenn Manchester United í leiknum sem þróaðist eins og við vildum,” sagði Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea í gær eftir 1-0 sigur liðsins gegn Man Utd í ensku úrvalsdeildinni.  Eden Hazard skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.
19.apr. 2015 - 09:30

Ronaldo í sögubækurnar á Spáni - skoraði sitt 50. mark á leiktíðinni

Cristiano Ronaldo skoraði sitt 50. mark fyrir Real Madrid á leiktíðinni í gær gegn Malaga í spænsku deildinni. Portúgalski landsliðsmaðurinn skoraði síðasta mark leiksins í 3-1 sigri Real Madrid á heimavelli sínum Santiago Bernabeu. Ronaldo náði ekki að skora úr vítaspyrnu í leiknum en hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu spænsku deildarinnar sem nær að skora 50 mörk fimm tímabil í röð.
19.apr. 2015 - 03:03

Minnst átján látnir úr dularfullum sjúkdómi

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) virðist fylgjast vel enda um alvarlegt mál að ræða. Hinir látnu hafa allir dáið um sólarhring eftir að hafa veikst. Talsmaður stjórnvalda í fylkinu sagði í samtali við fjölmiðla að búið væri að útiloka ebólu.
18.apr. 2015 - 15:30

Dularfullt mál kært til lögreglu: Manni ógnað með því að stillingu á sturtuhaus hans var breytt

Það er mismunandi hvað fólk telur ógn við sig og hvað þarf til að hræða það en fá ef nokkur dæmi eru um að fólk hafi kært til lögreglu að stillingu á sturtuhaus hafi verið breytt. Það gerðist þó á föstudaginn þegar maður hafði samband við lögregluna vegna slíks máls.
18.apr. 2015 - 11:15

Duglegir nemendur bæta ekki frammistöðu þeirra lakari

Duglegir nemendur sem standa sig vel í námi bæta frammistöðu þeirra lakari. Þetta hefur lengi verið trú margra stjórnmálamanna, vísindamanna og skólastjórnenda. En nú sýna niðurstöður nýrrar umfangsmiklar greiningar að ef námsárangur grunnskólanemenda er undir meðaltali bekkjarsystkinanna þá batnar hann ekki ef nemandinn er í bekk þar sem allir hinir nemendurnir standa sig betur en hann.
18.apr. 2015 - 09:00

Bandarískt geimfar klessir bráðlega á Merkúr: Endalok 11 ára ferðalags

Messenger geimfar bandarísku geimferðarstofnunnar NASA mun í lok mánaðarins lækka flugið, en geimfarið er nú á braut um Merkúr, og klessa á plánetuna. Með því lýkur tæplega 11 ára för Messenger um geiminn og á sporbraut um Merkúr.
17.apr. 2015 - 21:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Var henni rænt eða hjálpaði hún fanga að flýja? Ótrúleg saga konu sem vill fá nafn sitt hreinsað

Bobbi Parker Randy og Bobbi Parker voru bæði starfsmenn fangelsis í Oklahoma á 10. áratugnum. Þau voru að virtist í hamingjusömu hjónabandi og áttu þrjár dætur. Randy var kennari og kenndi föngum en Bobbi sinnti ýmsum verkefnum fyrir fangelsið  utandyra.
17.apr. 2015 - 11:00

Uppgötvuðu að barninu sem þau voru að passa hafði verið rænt - MYNDBAND

Hjón í Washington sem voru að passa ungan dreng sáu tilkynningu á Facebook um að drengnum hefði verið rænt og að lögreglan væri að leita hans. Systir mannsins hafði beðið hjónin um að passa drenginn eina nótt og sagði að hann væri sonur kærasta síns.

Sena: Eivör útgáfutónleikar - apríl