23. júl. 2012 - 20:00

Hringdi í neyðarlínuna til þess að fá nýja ljósmynd af sér í gagnagrunn lögreglu

Kona hringdi í neyðarnúmer lögreglunnar til þess að kvarta yfir því að hún hefði myndast illa á ljósmynd sem hafði verið tekin af henni þegar hún var handtekin af yfirvöldum nokkru mánuðum áður. Konan var færð á lögreglustöð fyrir að trufla störf neyðarlínunnar.

Tonya Ann Fowler varð öskuvond þegar hún sá mynd af sér í tímariti sem gefið er út í Atlanta en þar er fjallað um fólk sem hefur verið handtekið fyrir ógnandi hegðun í fylkinu. Tonya vissi að hún yrði í blaðinu en hún varð fyrir sárum vonbrigðum með hvað myndin hafði heppnast illa.

Eftir að konan hafði hringt í neyðarlínuna til þess að kvarta, setti hún á sig farða og klippti á sér hárið. Lögreglumaður á vakt sagði í samtali við fjölmiðla:

Hún var í uppnámi yfir því hvernig hún leit út.

Tonya var eins og fyrr segir handtekin fyrir að trufla störf  neyðarlínunnar og var ný ljósmynd tekin af henni sem er nú geymd í gagngrunni lögreglunnar í Atlanta.
16.sep. 2014 - 21:05

Frekar heimskulegt: Með fíkniefni í vösunum að fylgjast með NM fíkniefnahunda

Þessa dagana fer Norðurlandamót fíkniefnahunda fram í Asker og Bærum í Noregi. Meðal þátttakenda er lögregluhundurinn Gustav, svartur labrador á fimmta ári, með tveggja ára starfsreynslu hjá lögreglunni í Osló.
16.sep. 2014 - 20:00 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Haraldur: „Við búum á eldfjallalandi og það er von á öllu“ - Ekki vitað hvað mikið er í tankinum

Það sem skiptir máli er ekki kvikan undir Holuhrauni, heldur kvikan undir Bárðarbungu. Þar er stór tankur og þegar virknin hófst var tankurinn orðinn fullur. Hvað mikið er í tankinum er ekki vitað. Þar gætu verið hundruð rúmkílómetra af kviku en sú kvika sem komið hefur upp í Holuhrauni er um hálfur rúmkílómetri.
16.sep. 2014 - 17:00

„Gakktu hægt“ stígur fyrir snjallsíma notendur

Það vill oft hægja á göngu fólks þegar það er að nota snjallsímana sína á sama tíma og það getur pirrað þá sem reyna að ganga rösklega og komast áfram að fólk með snjallsíma lötri nánast eftir gangstéttum. Nú hafa snjallir borgarstarfsmenn fundið lausn á þessu og sett upp sérstakan ´Gakktu hægt´ stíg fyrir snjallsímanotendur.
16.sep. 2014 - 12:30

Fjölskylduharmleikur í dómsal í Kaupmannahöfn: Einn látinn og annar í lífshættu

Skjáskot af myndskeiði Extra Bladet Einn er látinn og annar er í lífshættu eftir skotárás í fógetarétti í miðborg Kaupmannahafnar í morgun. Fógetarétturinn er skammt frá Ráðhústorginu. Verið var að taka mál fyrir í réttinum þegar maður vopnaður afsagaðri haglabyssu kom inn í dómsal og skaut 6-7 skotum. Hann lagði síðan á flótta en var handtekinn skömmu síðar.
16.sep. 2014 - 11:25

Átta ára stúlka lést eftir að hafa kastast úr tívolítæki

Átta ára gömul stúlka lést þegar hún þeyttist úr tívolítæki í skemmtigarðinum The Royal Adelaide Show í Ástralíu. Stúlkan sem var frá Malasíu var á ferðalagi með fjölskyldu sinni.
16.sep. 2014 - 09:45

NASA veit aðeins um 10 prósent hættulegra loftsteina

2005 var bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, falið að finna og staðsetja alla loftsteina sem eru minnst 140 metrar að þvermáli og geta hugsanlega lent á jörðinni. Þessu verkefni á að vera lokið 2020. Í nýrri úttekt á verkefninu kemur fram að NASA er langt á eftir áætlun með þetta verkefni og veit aðeins um 10 prósent hættulegra loftsteina sem geta lent á jörðinni.
16.sep. 2014 - 08:00 Sigurður Elvar

Hvaða atvinnuíþróttalið verður fyrst til að kaupa slíka farþegaþotu? – Lúxus farþegarými sem „dekrar“ við leikmenn

Ferða – og tæknifyrirtækið Teague hefur lagt fram byltingakennda hugmynd sem snýr að hönnun farþegarrýmis í flugvélum. Hugmyndir Teague ganga út það að gera atvinnuíþróttamönnum – og konum kleift að endurheimta orku og starfskrafta á meðan þeir ferðast á milli staða. Markhópurinn eru auðug atvinnulið sem leika mörg hver um 100 leiki á ári og ferðalögin taka mikinn tíma. 
16.sep. 2014 - 06:00 Sigurður Elvar

Myndband. Öll 24 mörkin hjá Viðari Erni Kjartanssyni fyrir Vålerenga í Noregi - nálgast 46 ára gamalt markamet Iversen

Stuðningsmenn norska knattspyrnuliðsins Vålerenga frá Osló eru hæst ánægðir með kaup liðsins á íslenska framherjanum Viðari Erni Kjartanssyni. Viðar Örn, sem er fæddur og uppalinn á Selfossi, hefur farið á kostum á fyrsta keppnistímabili sínu í norsku úrvalsdeildinni og gerir hann nú harða atlögu að markameti sem hefur staðið frá árinu 1968.
15.sep. 2014 - 20:00

Erlendur jarðskjálftafræðingur segir líkur á eldgosi í Bárðarbungu

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum undanfarnar vikur að mikið er á seyði í kringum Bárðarbungu, gos í Holuhrauni og jarðskjálftar í öskju Bárðarbungu, auk þess sem askjan sígur töluvert. Þetta hefur valdið sérfræðingum töluverðum áhyggjum enda ekkert fagnaðarefni ef eldgos hefst í Bárðarbungu sjálfri.
15.sep. 2014 - 17:45

Kraftaverk: Drengur með átta útlimi í erfiða aðgerð

Þann 27. maí síðastliðinn kom Paul Mukisa í heiminn í þorpinu Nabigingo í Úganda. Útlimirnir voru  ófæddum tvíburabróður drengsins.
15.sep. 2014 - 12:20

Engin rigning í áratugi: Undirbúum okkur fyrir gríðarlega þurrka

Gríðarlegir þurrkar, sem eru almennt skilgreindir sem þurrkar sem vara í minnst 35 ár, verða mun algengari á þessari öld samfara hlýnandi loftslagi og þessir þurrkar verða einnig hlýrri og lengri en fram að þessu. Þetta getur skaðað efnahagslíf margra ríkja, dregið úr framboði á matvælum og valdið miklum mannlegum hörmungum.
15.sep. 2014 - 09:30 Sigurður Elvar

Kviknaktar hjólreiðarkonur á verðlaunapalli? – Er þetta versti hjólreiðabúningur sögunnar?

Hjólreiðalið frá Kólumbíu komst óvænt í heimsfréttirnar eftir keppni sem fram fór á Ítalíu um helgina. Eins og sjá má á myndinni virðast liðsmenn vera naktir í hjólreiðabúningnum.
15.sep. 2014 - 09:16 Sigurður Elvar

Eyleifur kjörinn sundþjálfari ársins í Danmörku annað árið í röð

Eyleifur Ísak Jóhannesson var  um helgina kjörinn sundþjálfari ársins í Danmörku og er þetta annað árið í röð sem Skagamaðurinn fær þessa viðurkenningu. Eyleifur er yfirþjálfari hjá Aalborg Svømmeklub og sundfólk úr hans röðum hefur verið sigursælt á stórmótum og má þar nefna Mie Ø. Nielsen og Viktor Bromer.
15.sep. 2014 - 08:10

Þriggja ára gekk marga kílómetra í svefni: Var bara í nærbuxum og stígvélum

Þriggja ára stúlka fannst snemma í morgun þar sem hún var á gangi aðeins íklædd nærbuxum og stígvélum. Hún virðist hafa gengið í svefni og náð að komast 4 til 5 kílómetra áður en vegfarandi tók eftir henni og stoppaði hjá henni. Lögreglan kom síðan og sótti stúlkuna og kom henni heim.
14.sep. 2014 - 22:00

Fyrsti kossinn skiptir öllu

Fyrsti kossinn getur verið ansi taugastrekkjandi. Líst henni á mig? Er ég andfúll? Á ég að snúa höfðinu til hægri eða vinstri? Þetta eru eflaust hugsanir sem leita á huga margra þegar þeir halla sér að mótaðilanum þegar kemur að fyrsta kossinum. Ef fyrsti kossinn er slæmur eru miklar líkur á að fólk passi ekki saman.
14.sep. 2014 - 19:50

Fékk dularfullan sjúkdóm eftir bílslys: Vinstri fóturinn stækkar og stækkar

Bílslys fyrir 10 árum síðan gjörbreytti lífi manns á sextugsaldri því eftir slysið fór vinstri fótur hans að stækka og hefur haldið áfram að stækka í 10 ár. Nú vegur fóturinn 12 kíló og maðurinn getur lítið gert nema setið heima í sófanum með þennan níðþunga fót.
14.sep. 2014 - 16:00

Er þetta besti banki í heimi? Ógleymanleg stund fyrir viðskiptavinina - MYNDBAND

Þann 25.júlí síðastliðinn var hópur viðskiptavina kandadíska bankans TD Canada Trust beðinn um að mæta í hin ýmsu útibú fyrirtækisins. Var þeim sagt að bankinn væri koma á fót nýrri tegund af hraðbönkum og þyrfti álit viðskiptavina. Það var þó annað og meira sem beið fólksins þegar það mætti. Nokkuð óhætt er að segja að hér sé á ferðinni fyrirtæki sem kann að meta viðskiptavini sína.
14.sep. 2014 - 09:00

Svefn þinn segir til um fjölda veikindadaga

Þeir starfsmenn sem atvinnurekendur geta treyst á að séu minnst fjarverandi frá vinnu vegna veikinda eru þeir sem sofa sjö til átta klukkustundir á sólarhring. Þetta er niðurstaða nýrrar finnskrar rannsóknar. Rannsakendur komust að því að fjöldi veikindadaga fólks tengist svefnvenjum þess.
13.sep. 2014 - 21:00

Fólk notar ótrúlegustu hluti í stað smokka þegar kemur að kynlífi

Það er áliðið og fólk er komið saman upp í rúm og fjör er farið að færast í leikinn og allt stefnir í kynlíf en þá kemur babb í bátinn því hvorugur aðilinn er með smokk meðferðis. Það á þó ekki að koma í veg fyrir að kvöldið verði fullkomnað og þá er bara farið fram í eldhús og leitað í skúffum og skápum að einhverju sem getur gert svipað gagn og smokkur.
13.sep. 2014 - 20:00

Þess vegna getur ástvinamissir farið illa með heilsu eldra fólks

Ástvinamissir getur haft mikil og slæm áhrif á ónæmiskerfi eldra fólks sem getur hugsanlega skýrt hvers vegna margir deyja skömmu eftir að þeir hafa misst lífsförunaut sinn. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Vísindamenn segja að mikilvægur hluti ónæmiskerfisins, sem verndar fólk gegn banvænum sýkingum, veikist um tíma þegar fólk syrgir náinn ástvin.
13.sep. 2014 - 17:15

Myndaserían sem hefur slegið í gegn: Pabbar að störfum - MYNDIR

Liðin er sú að tíð að eingöngu móðirin sjái um uppeldi barnanna á meðan faðirinn vinnur úti fyrir heimilinu. Hinn nútímalegi faðir þarf ekki aðeins að kunna að halda á barni heldur þarf hann að geta brugðið sér í fjöldamörg hlutverk; bílstjóri, kokkur, leikfélagi, íþróttaþjálfari, sálfræðingur og jafnvel förðunarmeistari.
13.sep. 2014 - 13:40

Það er hægt að ganga sykursýki 2 úr sér

Það eru margir sem þjást af áunninni sykursýki, sykursýki 2, eða eru með foreinkenni sjúkdómsins. Nú segja vísindamenn að hægt sé að draga úr einkennum sjúkdómsins eða jafnvel losna alveg við hann með því að stunda markvissar gönguæfingar fimm sinnum í viku.
12.sep. 2014 - 21:00

Fæddust blindar – hér fá systurnar sjónina: Myndband

Tvær indverskar systur, 12 og 6 ára, sem fæddust báðar blindar hafa nú fengið eina þá bestu og stærstu gjöf sem þær gátu fengið, sjónina. Með einfaldri augnaðgerð var hægt að færa þeim sjónina og aukin lífsgæði samfara því.
12.sep. 2014 - 11:30

Risahagl skemmdi Airbus vél á flugi í 7 km hæð

Þetta er kannski ekki frétt sem flughrætt fólk ætti að lesa en engu að síður athyglisverð. Í vikunni lenti Airbus A330-220 flugvél frá Air Europa í miklu hagléli þar sem vélinni var flogið í um 7 km hæð á leið til lendingar í Buenos Aires í Argentínu. Haglið eyðilagði nef flugvélarinnar og ein rúða í flugstjórnarklefanum brotnaði að hluta og aðrar skemmdust.
12.sep. 2014 - 09:30

Tveir stórir sólstormar skella á jörðinni á morgun: Geta haft töluverð áhrif á daglegt líf

Bandaríska stofnunin Space Weather Prediction Center, sem spáir fyrir um og fylgist með óvenjulegum atburðum í geimnum, hefur gefið út viðvörun vegna tveggja öflugra sólstorma sem munu ná til jarðar á morgun, laugardag. Stormarnir bera með sér mikla geislavirkni en það er ekki áhyggjuefni fyrir heilsu fólks því gufuhvolf jarðar verndar okkur fyrir geislavirkninni. Stormarnir geta þó truflað rafkerfi, útvarpssendingar og gervihnetti en það myndi leiða til mikilla truflana á daglegu lífi okkar jarðarbúa sem treystum á nútímatækni.
12.sep. 2014 - 09:09 Sigurður Elvar

Bestu íþróttamyndir vikunnar að mati Getty og Pressan.is

Að venju voru ljósmyndarar frá Getty á fjölmörgum íþróttaviðburðum í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá þær myndir sem stóðu upp úr að þeirra mati en við hér á pressan.is bættum nokkrum myndum frá Íslandi sem að okkar mati eiga fyllilega heima í þessu safni. 
12.sep. 2014 - 08:35

Pistorius fund­inn sek­ur um mann­dráp: Bein útsending

Thokozile Masipa, dómari í undirrétti í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, var rétt áðan að kveða upp þann dóm að Oscar Pistorius, hinn heimsþekkti fatlaði spretthlaupari, væri sekur um manndráp af gáleysi fyrir að hafa skotið unnustu sína Reeva Steenkamp til bana. Í gær var spretthlauparinn sýknaður um að hafa myrt Revu Steenkamp af yfirlögðu ráði.
12.sep. 2014 - 08:15 Sigurður Elvar

Magnaður sprengikraftur hjá Barshim frá Katar - hástökkið sett í nýtt samhengi

Mutaz Essa Barshim frá Katar er líklegur til þess að slá heimsmetið í hástökki karla sem staðið hefur frá árinu 1993. Barshim vippaði sér yfir 2.43 metra á dögunum á Demantamóti í frjálsíþróttum í Brussel í Belgíu en Úkraínumaðurinn Bohdan Bondarenko veitti honum mikla keppni.
12.sep. 2014 - 08:10 Sigurður Elvar

Rússar íhuga að senda karlalandsliðið í deildarkeppni – mikil pressa á Capello fyrir HM 2018

Samkvæmt frétt The Guardian eru forráðamenn rússneska knattspyrnusambandsins að íhuga að senda karlalandsliðið í deildarkeppnina þar í land. Ástæðan er afleitt gengi Rússa á HM í Brasilíu í sumar en Rússar eru gestgjafar keppninnar árið 2018 og þar á bæ vilja menn ná sem bestum árangri á heimavelli.
11.sep. 2014 - 22:38 Sigurður Elvar

Bandaríkin leika til úrslita á HM í körfubolta á Spáni

Bandaríkin leika til úrslita á HM í körfuknattleik karla sem fram fer á Spáni. Bandaríska liðið lagði Litháen í undanúrslitum í kvöld 96-68 og sendu væntanlegum mótherjum sínum í úrslitaleiknum sterk skilaboð. Frakkland eða Serbía verða mótherjar bandaríska liðsins en liðin eigast við annað kvöld.
11.sep. 2014 - 21:15

Þetta er besta kynlífsstellingin fyrir karla sem þjást af bakverkjum

Nú hafa vísindamenn rannsakað og kortlagt hvaða stelling er best fyrir karla, sem þjást af bakverjum, þegar þeir stunda kynlíf. Oft hefur því verið haldið fram að besta stellingin væri að karlinn og konan liggi á hliðinni og snúi í sömu átt. En nú hafa vísindin kollvarpað þessari víðteknu hugmynd.
11.sep. 2014 - 19:45

Óleysta morðmálið frá 11. september 2001

Væntanlega getur enginn sem upplifði 11. september 2001 gleymt hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnanna í New York og þeim hörmungum sem fylgdu í kjölfarið. En fæstir vita væntanlega að þennan sama dag var aðeins eitt morð, í hefðbundnum skilningi orðsins, framið í New York. Morðinginn hefur ekki fundist og málið liggur því óleyst á borði lögreglunnar á lögreglustöð 79 í Brooklyn.
11.sep. 2014 - 12:55

Óvænt atburðarrás í lok dags: Pistorius sekur um manndráp af gáleysi – eða hvað?

Thokozile Masipa, dómari í undirrétti í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, var rétt áðan að kveða upp þann dóm að Oscar Pistorius, hinn heimsþekkti fatlaði spretthlaupari, væri sekur um manndráp af gáleysi fyrir að hafa skotið unnustu sína Reeva Steenkamp til bana. Eða var það kannski ekki niðurstaðan? Enn er margt óljós með dóminn og nú hefur dómsuppkvaðningu verið frestað þar til á morgun.
11.sep. 2014 - 08:45

Ósonlagið er á batavegi og færri fá húðkrabbamein

Í fyrsta sinn í mörg eru teikn á lofti um að ósonlagið sé á batavegi og sé að verða þéttara. Þetta segja Sameinuðu þjóðirnar. Þetta eru einnig góðar fréttir í baráttunni gegn húðkrabbameini. Alþjóðlegur samningur, Montreal-samningurinn, sem var gerður 1987 og bannaði notkun manngerðra gastegunda sem eyðileggja ósonlagið hefur því sannað gildi sitt.
10.sep. 2014 - 22:00

Er þetta svalasta hönd í heimi? Fingralaus drengur fær óvænta gjöf

Lítill drengur sem fæddist án fingra á annari hendi tók heldur betur gleði sína á dögunum þegar að góðgerðarsamtök færðu honum óvænta gjöf. Um var að ræða gervihönd sem fær hann til að líkjast sinni eftirlætisofurhetju: Járnmanninum (Iron Man.)
10.sep. 2014 - 20:00

Biggi lögga ósáttur við niðurskurð til lögreglu: ,,Það er ekki endalaust hægt að reka löggæslu á ,,þetta reddast“ viðhorfi“

,,Ég er sannfærður um að ég sé að tala fyrir hönd fleiri lögreglumanna þegar ég segi að við getum ekki látið bjóða okkur þetta áfram“ segir Birgir Örn Guðjónsson, einnig þekktur sem Biggi lögga. Hann kveðst vera afar ósáttur við þann niðurskurð sem framundan er hjá lögreglunni en í nýlegu frumvarpi til fjárlaga er framlag til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 91,5 milljónir. Segir hann málið ekki aðeins varða lögreglustéttina heldur samfélagið í heild.

10.sep. 2014 - 11:03 Sigurður Elvar

Íslenska landsliðið fær mikið hrós á Twitter eftir 3-0 sigurinn gegn Tyrklandi

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær mikið hrós úr ýmsum áttum eftir 3-0 sigur liðsins í gærkvöld gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016. Leikur íslenska liðsins var einn sá besti sem liðið hefur leikið á undanförnum misserum og landsliðsþjálfarinn Lars Lagerback fullyrti að fyrri hálfleikurinn hefði verið það besta sem liðið hafi sýnt undir hans stjórn. Mikið var rætt um íslenska landsliðið á Twitter í gærkvöld og hér fyrir neðan má sjá brot af þeirri umræðu.
10.sep. 2014 - 08:45

Öflug sprenging í þýskri efnaverksmiðju: Margir slasaðir

Um 300 slökkviliðsmenn berjast nú við mikinn eld í efnaverksmiðju í bænum Ritterhude í norðanverðu Þýskalandi eftir mikla sprengingu sem varð í verksmiðjunni í gærkvöldi. Margir eru slasaðir eftir sprenginguna.
09.sep. 2014 - 21:00

Þetta viltu ekki finna í matnum þínum: MYNDIR

Flestir sjá það sem nokkuð hversdagslega athöfn að setjast að snæðingi og búast ekki við neinum óvæntum uppákomum þar að lútandi. Það átti einnig við um neðangreinda einstaklinga sem allir eiga það  sameiginlegt að hafa fengið örlítið meira en þeir borguðu fyrir þegar þeir ætluðu að fá sér í svanginn.

09.sep. 2014 - 20:57 Sigurður Elvar

Stórkostlegur 3-0 sigur Íslands gegn Tyrkjum – Ævintýrið heldur áfram

Ævintýri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu heldur áfram en liðið hóf undankeppni EM 2016 með stórkostlegum 3-0 sigri gegn sterku liði Tyrklands. „Þetta er ein besta frammistaða  sem íslenskt landslið hefur sýnt frá upphafi. Þetta eru skýr skilaboð til annarra liða í riðlinum,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson við RÚV eftir leikinn í kvöld.
09.sep. 2014 - 14:40 Sigurður Elvar

Schumacher útskrifaður af sjúkrahúsi – endurhæfingin heldur áfram á heimili hans

Michael Schumacher, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri, er komin á heimili sitt þar sem að endurhæfing hans mun standa yfir. Schumacher hefur dvalið síðastliðna þrjá mánuði á sjúkrahúsi í Sviss en hann varð fyrir alvarlegum höfuðáverka í skíðaslysi í desember á síðasta ári.
09.sep. 2014 - 14:06

Stephen Hawking: Higgs-bóseindin getur eytt alheimnum hvenær sem er

Hinn heimsþekkti eðlisfræðingur Stephen Hawking, sem margir telja einn mesta hugsuð síðari tíma, segir að hin svokallaða Higgs-bóseind geti eytt alheiminum við vissar aðstæður. Þetta er kannski ekki það sem fólk vill heyra frá svo virtum vísindamanni en er engu að síður staðreynd að hans sögn og annarra vísindamanna.
08.sep. 2014 - 22:00

Illa farið með einhverfan dreng í ísfötuáskoruninni

Lögreglan rannsakar nú mál þar sem 14 ára einhverfur drengur, sem tók þátt í ísfötuáskoruninni svokölluðu, varð fórnarlamb grófs ofbeldis þar sem saur var hellt yfir hann í stað ískalds vatns. Þó að ísfötuáskoruninni sé ætlað að styðja við gott málefni þá á hún sínar skuggahliðar og þetta er nú líklega ein af þeim verri.
08.sep. 2014 - 19:46 Sigurður Elvar

Eiður Smári lagði upp tvö mörk í æfingaleik með FC København – framhaldið ræðst á næstu dögum

Eiður Smári Guðjohnsen hefur æft undanfarna daga með danska knattspyrnuliðinu FC København. Eiður Smári, sem er 36 ára gamall, lék vel í 4-2 sigri varaliðs FC København gegn FC Nordsjælland í dag.  Norðmaðurinn Ståle Solbakken er þjálfari FC København mun á næstu dögum ákveða hvort Eiði Smára verður boðinn samningur hjá félaginu. Eiður Smári lét vita af sér í varaliðsleiknum í dag og lagði upp tvö mörk.     
08.sep. 2014 - 17:30

Múslimsk sharía-lögregla lætur til sín taka í Þýskalandi

Wuppertal í Þýskalandi Þýska ríkisstjórnin er ævareið vegna starfsemi varðsveitar múslima, sem gefur sig út fyrir að vera sharía-lögregla, og fer um götur Wuppertal og hefur afskipti af ungum múslimum. Markmið varðsveitarinnar er að hræða unga múslima frá því að neyta áfengis, hlusta á tónlist og ýmsu öðru sem þykir eðlilegt að ungt fólk taki sér fyrir hendur í Þýskalandi.
08.sep. 2014 - 14:23

Eldingu laust niður í hóp 85 skólabarna í Noregi: Margir slasaðir

Eldingu laust niður í hóp 85 skólabarna sem voru á ferð við Dvergsøya utan við Kristiansand í Noregi fyrir skömmu. Mikill viðbúnaður er hjá viðbragðssveitum og hefur miklum fjölda sjúkraflutningsmanna og lögreglumanna verið stefnt á vettvang.
08.sep. 2014 - 10:30

Er þetta sönnun þess að hugsanaflutningur er mögulegur?

Í mars á þessu ári reyndi maður sem var staddur í Strassborg í Frakklandi að senda hugskeyti til annars manns, sem var staddur í um 7.000 km fjarlægð, í borginni Kerala á Indlandi. Mennirnir voru að vinna á rannsókn á hvort hugsanaflutningur sé mögulegur og að þeirra sögn var niðurstaðan jákvæð, hugsanaflutningur er mögulegur.
08.sep. 2014 - 08:43 Sigurður Elvar

Serena Williams landaði sínum 18. titli á risamóti – nálgast met Margaret Court

Serena Williams landaði sínum 18. ristatitli í tennisíþróttinni um helgina þegar hún sigraði Caroline Wozniacki frá Danmörku í úrslitaleiknum á Opna bandaríska meistaramótinu. Williams, sem er bandarísk, þetta var þriðji sigur Williams í röð á Opna bandaríska meistaramótinu en Wozniacki hefur aldrei sigrað á risamóti.
08.sep. 2014 - 08:06

Loftsteinn lenti við stórborg

Eins og bandaríska geimferðastofnunin NASA hafði sagt til um þá fór loftsteinninn 2014 RC ansi nálægt jörðinni í gær eða í um aðeins 40.000 km fjarlægð en það er mun nær jörðu en tunglið fer. Svo virðist sem hluti af loftsteininum hafi brotnað af og komist inn í gufuhvolf jarðar og lent í Managua, höfuðborg Níkaragúa.
07.sep. 2014 - 20:15

Leyndarmálið á bak við langt og hamingjusamt hjónaband

Jeff Bridges hefur verið kvæntur konu sinni Susan í tæplega fjóra áratugi, þrátt fyrir að hafa allan þann tíma starfað við iðnað sem er þekktur fyrir misheppnuð hjónabönd: Hollywood. Það kemur því kannski ekki á óvart að þegar leikarinn sat fyrir svörum á vefsíðunni Reddit  síðastliðinn fimmtudag fékk hann spurningar um leyndardóminn á bak við langt og farsælt hjónaband sitt.Aðsend grein
Aðsend grein - 03.9.2014
Mannorðsmorðingi að störfum
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 08.9.2014
Hið ritstjórnarlega sjálfstæði
Ragnar H. Hall
Ragnar H. Hall - 15.9.2014
Jón Steinar og Kjarninn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.9.2014
Feysknir innviðir?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.9.2014
Svíþjóð: Vinstri menn sigruðu ekki
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.9.2014
Við hvað eru blaðamenn DV hræddir?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 04.9.2014
Málefnaleg gagnrýni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.9.2014
Skjól eða gildra?
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 03.9.2014
Kristin talnaspeki: Tölurnar 6 og 666
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 14.9.2014
Þeirra eigin orð
Fleiri pressupennar