23. júl. 2012 - 20:00

Hringdi í neyðarlínuna til þess að fá nýja ljósmynd af sér í gagnagrunn lögreglu

Kona hringdi í neyðarnúmer lögreglunnar til þess að kvarta yfir því að hún hefði myndast illa á ljósmynd sem hafði verið tekin af henni þegar hún var handtekin af yfirvöldum nokkru mánuðum áður. Konan var færð á lögreglustöð fyrir að trufla störf neyðarlínunnar.

Tonya Ann Fowler varð öskuvond þegar hún sá mynd af sér í tímariti sem gefið er út í Atlanta en þar er fjallað um fólk sem hefur verið handtekið fyrir ógnandi hegðun í fylkinu. Tonya vissi að hún yrði í blaðinu en hún varð fyrir sárum vonbrigðum með hvað myndin hafði heppnast illa.

Eftir að konan hafði hringt í neyðarlínuna til þess að kvarta, setti hún á sig farða og klippti á sér hárið. Lögreglumaður á vakt sagði í samtali við fjölmiðla:

Hún var í uppnámi yfir því hvernig hún leit út.

Tonya var eins og fyrr segir handtekin fyrir að trufla störf  neyðarlínunnar og var ný ljósmynd tekin af henni sem er nú geymd í gagngrunni lögreglunnar í Atlanta.
Svanhvít - Mottur
29.jún. 2015 - 21:00

Hvað er hugrekki? Þetta er hugrekki!

Hvað er hugrekki? Því er ekki svarað í fljótu bragði en eftirfarandi bréfaskipti sem birtust á vefnum Momastery fara langt í að útskýra fyrirbærið: Kæri G. Hjálp. Ég skil þetta ekki.....

29.jún. 2015 - 17:30 Ari Brynjólfsson

Er þetta fljúgandi diskur yfir Stonehenge?

Nokkrum dögum fyrir sumarsólstöður heimsótti fljúgandi furðuhlutur hinn sögufræga stað Stonehenge á Suður-Englandi ef marka má bloggsíðu sem tileinkar sig að koma auga á fljúgandi furðuhluti. Segir síðan að um sé að ræða svartan disklaga hlut, 6 til 8 metra í þvermál.

29.jún. 2015 - 12:15

Hetja snýr heim: 16 ára horfði á fjölskylduna deyja en hélt áfram að hjálpa

Owen og bróðir hans Joel. Skjáskot af vef Daily Mail.

Hinn 16 ára Owen Richards sem lenti í skotárásinni sem varð í Túnis á föstudaginn sneri heim til móður sinnar um helgina. Owen var skotinn í öxlina en kúlan endaði í höfði frænda hans, Adrian, sem var 49 ára. 19 ára bróðir Owens, Joel og afi hans létust einnig, en alls misstu 39 manns lífið í árásinni.

29.jún. 2015 - 11:17

Spánverjar fara í mál gegn FIFA – gríðarlegt tekjutap áætlað vegna HM 2022

Samtök liða í efstu deild í spænsku knattspyrnunni hafa ákveðið að höfða skaðabótamál gegn FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Telja spænsku samtökin að félagsliðin í þeirra röðum tapi allt að 10 milljörðum kr. á því að FIFA hafi breytt tímsetningunni á lokamóti HM í Katar árið 2022.
29.jún. 2015 - 11:00

6 ára drengur lést úr barnaveiki: Foreldrarnir vildu ekki láta bólusetja

Sex ára gamall drengur á Spáni lést úr barnaveiki aðfaranótt laugardags, hefur hann legið á sjúkrahúsi síðastliðnar fjórar vikur. Drengurinn vakti mikla athygli í byrjun júní þar sem hann er sá fyrsta barnið til að vera greint með sjúkdóminn í 31 ár, eða frá árinu 1984. Kemur þetta fram á vef Time.

29.jún. 2015 - 08:00

Frábær nýjung fyrir hótelgesti: Slökkvari sem lokar fyrir allt netsamband

Stundum þurfum við bara að vera í ró og næði. Algjörri ró og næði, jafnvel frá greinum eins og þessari. Nú hefur lúxushótelkeðjan Oetker Collection í Þýskalandi sett sérstakan slökkvara í hótelherbergin en hann gerir gestunum kleift að slökkva algjörlega á öllu netsambandi. Þannig geta þeir slakað betur á.
28.jún. 2015 - 20:00

61 milljón kínverskra barna hafa verið yfirgefin af foreldrum sínum

Allt að 61 milljón kínverskra barna hefur verið yfirgefin af foreldrum sínum og býr í dreifbýli landsins með öðru foreldri sínu eða hvorugu. Foreldrarnir flytja til stóru bæjanna til að vinna og skilja börnin eftir hjá afa og ömmu eða einhverjum öðrum.
28.jún. 2015 - 13:30

Edrú í 30 daga: Fimm ástæður afhverju ég hef aldrei verið jafn hamingjusöm

„Ég er 24 ára gömul, nýorðin einhleyp og bý með tvem bestu vinum mínum í þeim hluta Minneapolis sem er helst þekktur fyrir brugghús og þakpartý.“ Þannig hefst frásögn Iliu Jones, en hún skrifar á vef Elite Daily. Hún hefur ákveðið að hætta að drekka í 30 daga og segir frá áskoruninni í fimm hlutum:

28.jún. 2015 - 10:30 Ari Brynjólfsson

Rautt, blátt, grænt, gult, svart, hvítt: Fjölmargar hliðar á hjónabandi samkynhneigðra

Líkt og kom fram í fréttum fyrir helgi unnu samkynhneigðir stórsigur þegar hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm sinn að bann við hjónabandi samkynhneigðra stangaðist á við stjórnarskrána. Fram að því höfðu lög um slíkt verið á hendi einstakra fylkja. 37 ríki ásamt höfuðborginni höfðu þegar lögleitt hjónavígslurnar en nú er það orðið almennt. Var því m.a. fagnað í Texas þegar þeir Jack Evans og George Harris gengu í hjónaband eftir að hafa verið saman í 55 ár. Spurðu þeir í gríni hvort þeir gætu fengið eldriborgaraafslátt.

27.jún. 2015 - 20:00 Ari Brynjólfsson

Þrívíddarprentari til höfuðs veiðiþjófum

Líftæknifyrirtækið Pembient í San Francisco er nú byrjað að þrívíddarprenta nashyrningahorn í viðleitni sinni að koma í veg fyrir veiðiþjófnað. Kemur þetta fram á vef Independent. Verða svo hornin send á Kínamarkað en mikil eftirspurn er þar í landi eftir nashyrningahornum, eru þau mulin niður í náttúrulyf sem eiga að vera hitalækkandi og lækna höfuðverki. Til eru dæmi um að þau séu notuð sem frygðarlyf.

27.jún. 2015 - 17:00

Ferðamanni ógnað af verði: MYNDBAND

„Haltu þig frá verði drottingar!“ fékk ferðamaður í Lundúnum að heyra þegar hann gekk svo langt að snerta einn varðmanninn. Myndbandið hefur nú farið sem eldur um sinu um netheima en varðmennirnir eru heimsfrægir fyrir búningana, tímasetningu marséringa og sérstaklega fyrir að segja aldrei neitt eða sýna nein viðbrögð.

27.jún. 2015 - 11:50

Þýskaland og Bandaríkin mætast í undanúrslitum á HM - stórleikir í kvöld

Bandaríkin og Þýskaland mætast í undanúrslitum heimsmeistaramóts kvennaliða í knattspyrnu sem fram fer í Kanada. Átta liða úrslitin hófust í gær með tveimur leikjum og í kvöld skýrist það hvaða tvær þjóðir tryggja sér þau tvö sæti sem í boði eru í undanúrslitum.
27.jún. 2015 - 09:00 Ari Brynjólfsson

Google byrjað að senda: Þráðlaust net á allri jörðinni

Google er byrjað að senda út frítt þráðlaust net í New York-borg í tilraunarskyni, en vonast er til að tilraunin leiði í ljós hvernig best á að standa að því að gera þráðlaust net aðgengilegt á allri jarðarkringlunni. Kemur þetta fram á vef Bloomberg og breska Metro-dagblaðsins.

27.jún. 2015 - 08:00

Misheppnaður vinnustaðahrekkur: Hellti illgresiseyði í vatnsflösku samstarfsfélaga

Anthony Dunton, 65 ára gamall maður frá Georgíufylki í Bandaríkjunum, var handtekinn eftir að hafa reynt að eitra fyrir samstarfsfélaga sínum með illgresiseyði. Kemur þetta fram á vef NY Daily News. Var Anthony fljótur að játa við yfirheyrslu lögreglu að hann hafi hellt eitri í vatnsflösku samstarfsmanns síns alls fjórum sinnum, en hann segir að um vinnustaðahrekk hafi verið ræða:

27.jún. 2015 - 00:30

Setti GoPro myndavél á hundinn sinn til að sjá hvað hann gerir á daginn

Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvað gæludýrin brasa á daginn þegar eigandinn er víðsfjarri. Youtube notandi sem kallar sig Mike The Intern setti GoPro myndavél á hundinn sinn til að sjá hvað hann gerir þegar hann sjálfur er ekki heima.
26.jún. 2015 - 22:00

Skólastýra fundin sek og dæmd í 14 ára fangelsi fyrir að misnota unga drengi

Skólastjórinn Anne Lakey var fundin sek um að hafa þrettán sinnum misnotað tvo drengi. Eiginmaður hennar sem er 16 árum yngri var henni til halds og stuðnings í dómsal.
26.jún. 2015 - 21:00

Ótti hennar varð að veruleika: Skotin fjórum skotum í hjartað

Eftir að hafa lifað lengi í ótta um líf sitt var Sinem Fener tekin af lífi af eiginmanni sínum á götu úti í júlí á síðasta ári. Þetta gerðist um hábjartan dag á Hvidovre Torv í Kaupmannahöfn, ekki langt frá lögreglustöð. Hún var skotin fjórum skotum í hjartastað, sjö skotum alls.
26.jún. 2015 - 16:00

Sannkölluð martröð: 25.000 tarantúlur hafa tekið sér bólfestu í litlum bæ

Þeim sem er illa við köngulær eða óttast þær ættu kannski ekki að lesa lengra því þessi frétt snýst um 25.000 eitraðar tarantúlur sem hafa lagt undir sig lítinn bæ í Ástralíu og sérfræðingar hafa enga hugmynd af hverju þær safnast saman þar.
26.jún. 2015 - 14:00

Telja sig hafa fundið pýramída á Mars: Leifar gamallar siðmenningar

Áhugafólk um geimverur og vitsmunalíf utan Jarðarinnar telur sig hafa fundið sannanir fyrir því að pýramída sé að finna á Mars  og hann hljóti að hafa verið reistur af fornum menningarheimi. Þetta er byggt á því sem sjá má á ljósmyndum sem könnunarfar NASA, Curiosity Rover, tók á Mars. Efasemdarfólk hefur þó bent á að svipaða steina megi finna á Jörðinni og sé lögun þeirra tilkomin vegna veðrunar.
26.jún. 2015 - 09:00

Snilldarhugmynd ungrar konu hefur fært hálfri milljón manns mat á borðið

Komal Ahmad er aðeins 25 ára en á stuttri ævi sinni hefur hún hjálpað miklum fjölda fólks. Hún hefur mikinn áhuga á umhverfismálum og að hjálpa þeim sem eru illa settir. Þegar hún hitti heimilislausan mann árið 2011 og snæddi með honum fékk hún snilldarhugmynd sem hefur undanfarin fjögur ár fært hálrfi milljón manns mat á borðið.
26.jún. 2015 - 07:00

Eru mæður sem vinna utan heimilisins betri mæður?

Það getur verið erfið ákvörðun fyrir margar mæður að fara aftur út á vinnumarkaðinn eftir að hafa eignast börn. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að það hafi góð áhrif á börnin ef mæður þeirra vinna úti og séu viðskila við þau, þetta komi þeim að gagni síðar á lífsleiðinni.
26.jún. 2015 - 06:00

Ofbeldisverk í nótt: Sprengja sprengd í Svíþjóð - Danska og norska lögreglan beittu skotvopnum

Nóttin var óvenju ofbeldisfull hjá frændum okkar og frænkum á Norðurlöndunum ef miðað er við fyrstu fréttir morgunsins. Öflug sprengja sprakk í íbúðahverfi í Helsingborg í Svíþjóð í nótt. Danska lögreglan skaut á bíl eftir að ökumaður hans reyndi að aka á lögreglumenn. Skotið var á norska lögreglumenn og svöruðu þeir skothríðinni og hæfðu einn mann sem var fluttur á sjúkrahús.
25.jún. 2015 - 22:00

Skyndibitafæði gerir fólk þunglynt og það á erfiðara með að stjórna tilfinningum sínum

Neysla skyndibitafæðis getur gert fólk þunglynt, það á erfiðara með að hafa stjórn á tilfinningum sínum. Það getur því bætt skapið að hætt að borða skyndibitafæði.
25.jún. 2015 - 21:00 Ari Brynjólfsson

Ekki móðga Íslendinga

Nú er runnið upp tímabil ferðalaga og er margur Íslendingurinn á faraldsfæti út um allan heim. Nú hafa Reddit-notendur frá öllum heimshornum tekið saman hluti sem þú átt að forðast í heimalandi þeirra, nema þú viljir móðga heimamenn. Birtist samantektin á vef Buisness Insider.

Ástralía

„Ekki kalla einhvern „Mate“ nema þú kunnir upp á hár hvernig á að nota orðið rétt. Þér verður fyrirgefið því að þú munt segja það með hreim, en hafðu í huga að orðið „Mate“ er bæði notað á jákvæðan hátt en einnig mjög neikvæðan“ segir notandinn princhester

25.jún. 2015 - 20:00

Réðst ærsladraugur á konu? Upptaka úr eftirlitsmyndavél

Myndband með upptöku úr eftirlitsmyndavél á hóteli hefur verið birt á netinu en á því virðist sem draugur eða eitthvað annað yfirnáttúrlegt fyrirbæri ráðist á konu og hendi til húsgögnum. Einnig sést karlmaður standa, í því sem virðist vera gestamóttakan, þegar hann tekur skyndilega til fótanna, sekúndum síðar fer stóll að renna eftir gólfinu.
25.jún. 2015 - 11:20

Svona býrðu til þitt eigið Nutella á nokkrum mínútum

Nutella á brauð. Nutella á kökur. Nutella á pönnukökur. Margir kannast við Nutella og þykir það gómsætt og geta vel hugsað sér að borða það oft. En það er með Nutella eins og margt annað að það er hægt að búa til sína eigin útgáfu heima og það er auðvitað ekki leiðinlegt að geta sagt gestum að það sem á borð er borið sé heimagert.

25.jún. 2015 - 10:57

Stórleikir framundan á HM í Kanada - Þjóðverjar með markahæstu leikmennina

Heimsmeistaramót kvennalandsliða í knattspyrnu stendur nú sem hæst í Kanada og átta liða úrslitin fara fram á föstudag og laugardag. Heimsmeistaralið Japans tryggði sér áframhaldandi þátttöku með 2-1 sigri gegn Hollendingum. Norðurlandaþjóðirnar sem voru eftir í keppninni féllu báðar út í 16-liða úrslitum.
25.jún. 2015 - 10:01

Lawrenson: Peningar eru að eyðileggja unga enska leikmenn

Mark Lawrenson, einn helsti sparkspekingur breska ríkisútvarpsins BBC, gagnrýnir hugarfar þeirra leikmanna sem valdir voru í U-21 árs landslið Englendinga fyrir EM. Lawrenson telur að sú kynslóð sem skipi liðið sé „ofdekruð“ og hafi ekki þann neista og vilja sem til þurfi í slíkri keppni. Hann telur að leikmennirnir séu nú þegar á of háum launum og þeir séu einfaldlega „sáttir“ við stöðu mála og leggi ekki mikið á sig til þess að ná enn lengra.
25.jún. 2015 - 08:00

Næringarsérfræðingur: Þessar 5 fæðutegundir ættir þú að borða daglega

Árum saman höfum við heyrt um hvað er hollt að borða og sífelldar breytingar virðast vera á því hvað er talið hollt og hvað er óhollt. Einn daginn fáum við að vita að spergilkál sé hollt og maður eigi að belgja sig út af því og síðan fáum við að vita að það sé betra að fara varlega í að borða pasta, það sé ekki eintóm hollusta í því.
25.jún. 2015 - 07:00

Hróarskelduhátíðin verður vistvænni: Þvagi hátíðargesta verður breytt í bjór

Þeir sem hyggjast sækja Hróarskelduhátíðina heim geta nú glaðst yfir að þeir munu aldeilis leggja sitt af mörkum til að gera heiminn vistvænni og vonandi þar af leiðandi betri stað. Nú ætla skipuleggjendur hátíðarinnar að nota þá 100.000 til 200.000 lítra af þvagi sem koma frá hátíðargestum til að framleiða bjór.
25.jún. 2015 - 06:00

NASA hefur fundið dularfullan „pýramída“ á dvergplánetunni Ceres

Sérfræðingar NASA eru mjög hissa á allt að fimm kílómetra háu þríhyrndu fjalli og „dularfullum björtum blettum“ sem skína úr gígum á dvergplánetunni Ceres. Þríhyrningurinn, eða pýramídi, gnæfir upp í um fimm kílómetra hæð yfir yfirborði plánetunnar.
25.jún. 2015 - 05:15

Stórbruni í Bodø: 200 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín

Slökkviliðið í Bodø í Noregi hefur ekki enn náð tökum á miklum eldi sem það hefur barist við í um 10 klukkustundir. Eldurinn kom upp í lager í verslun Jysk. Slökkviliðið hefur nú fengið liðsauka frá flugvallarslökkviliði bæjarins og nágrannabæjum en enn gengur lítið að slökkva eldinn. Rúmlega 200 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í nágrenninu.
24.jún. 2015 - 21:00

Fundu hreiður eitruðustu köngulóartegundar heims í banana

Ungu pari brá mikið í brún þegar þau uppgötvuðu að þau deildu hugsanlega húsi með afkvæmum eitruðustu köngulóartegundar heimsins, hinnar brasilísku wandering spider, en bit hennar getur valdið fjögurra klukkustunda standpínu hjá körlum áður en þeir deyja.
24.jún. 2015 - 20:00

Veðurstofa varar við nýrri ísöld

Við erum á barmi nýrrar ísaldar þar sem nýtt kuldatímabil er að hefjast á sólinni samkvæmt upplýsingum bresku veðurstofunnar sem birtust á vef Daily Mail. Síðasta sambærilega kuldatímabilið átti sér stað fyrir hundruðum ára þegar hægt var að halda ganga yfir ánna Thames í London svo mánuðum skipti. Þó mun nýja ísöldin ekki vega upp á móti áhrifum loftslagsbreytinga af mannavöldum.

24.jún. 2015 - 19:00

Svíþjóð: Hugsanlegur raðmorðingi handtekinn

Sænska lögreglan hefur handtekið kaupsýslumann á sextugsaldri grunaðan um fjögur morð. Maðurinn var handtekinn vegna gruns um að hann hafi myrt hjón í Norrahammar en hann var nágranni þeirra í mörg ár. Í framhaldi af rannsóknum og yfirheyrslum lögreglunnar beindist síðan einnig grunur að því að maðurinn hefði myrt par í Hökensås. Lögreglan rannsakar einnig hvort maðurinn hafi hugsanlega myrt fleiri undanfarin ár.
24.jún. 2015 - 15:35

Gekk berserksgang í Lundúnum í 45 mínútur vopnaður sveðju: Afhöfðaði gamla konu

Nicholas Salvador gekk berserksgang um götur í Lundúnum vopnaður sveðju í september á síðasta ári. 45 mínútur liðu þar til lögreglunni tókst að yfirbuga hann en áður hafði hann náð að hálshöggva gamla konu sem varð á vegi hans. Fólk átti fótum fjör að launa á hlaupum undan honum og eitt sinn var hann í aðeins tveggja metra fjarlægð frá börnum sem voru að leik.
24.jún. 2015 - 12:10

Við skiljum ekki að Lisa er horfin

Þau hafa lent í verstu martröð allra foreldra. Barnið þeirra er dáið. Lisa Holm var myrt og fannst eftir umfangsmikla leit mörg þúsund manns. Í hyldýpi sorgarinnar finnur fjölskylda hennar þó vilja til að lifa áfram. Fyrir Lisu.
24.jún. 2015 - 11:00

Sænskt fyrirtæki leitar að starfsfólki til að prófa kynlífsleikföng

Ef þú hefur áhuga á starfi þar sem hægt er að slaka vel og jafnvel njóta vinnutímans þá er þetta kannski starfið fyrir þig. Sænska fyrirtækið Oliver & Eva leitar nú að starfsfólki til að prófa kynlífsleikföng.
24.jún. 2015 - 08:00

Gmail býður nú upp á „sé-eftir-því“ takka

Hversu margir skyldu hafa lent í því að hafa ýtt á „senda“ takkann og hafa þar með sent tölvupóst af stað en séð eftir því nánast samstundis? Eða hversu oft ætli tölvupóstur hafi fyrir mistök verið sendur á rangan viðtakanda því rangt netfang var slegið inn? Nú kemur Google með nýjung í Gmail tölvupóstþjónustunni sinni og bæti nú við „sé-eftir-því“ takka í forritið.
24.jún. 2015 - 07:00

Vísindamenn segjast geta gert áfengi hollt innan tíðar

Fyrir þá sem kunna vel að meta áfengi berast nú góðar fréttir frá kínverskum vísindamönnum en þeir segjast vera búnir að finna leið til að gera áfengi hollt í stað þess að vera skaðlegt. Áfengið verði einnig hollt fyrir þá sem drekka mikið. Með þessu mun áfengi ekki hafa skaðleg áhrif á lifrina og verða hollt í staðinn.
24.jún. 2015 - 06:00

Ert þú á leið til Danmerkur í næstu viku? Taktu sólarvörn með – spá 30 stiga hita

Sumarið hefur verið heldur dapurt, veðurfarslega séð, í Danmörku það sem af er og margir sem eiga miða á Hróarskelduhátíðina, sem hefst í næstu viku, hafa hugsað með hryllingi til þess að þurfa að sofa í tjaldi í því sem má kalla „íslenskt sumarveður“ en það telst ekki vera sumarveður að mati Dana.
24.jún. 2015 - 00:01

Finna þarf nýjan mótherja fyrir Gunnar Nelson í snatri

Gunnar Nelson verður í stóru hlutverki á stóru UFC bardagakvöldi sem fram fer 11. júlí í Bandaríkjunum. Mótherji Gunnars, John Hathaway frá Bandaríkjunum, varð að draga sig úr keppni í gær og þarf því að finna nýjan mótherja í snatri. Frá þessu er greint á Vísi.
23.jún. 2015 - 22:00

Strípalingur í ástarleit: Spilar á bongótrommur og elskar að ferðast

Ef þú ert einhleyp og elskar að vera nakin þá er þetta maðurinn fyrir þig. Ástarlíf Andrew Williams er um þessar mundir svipað og klæðaburður hans, s.s. ekkert og nú leitar hann að ástinni. Kemur þetta fram á vef Metro.co.uk.

23.jún. 2015 - 21:00

Læknar vara fólk við þröngum gallabuxum: Geta skemmt vöðva og taugar fólks

Þröngar gallabuxur geta valdið alvarlegum skaða á vöðvum og taugum fólks. Þetta segja margir læknar og hvetja þeir fólk til að hugsa sig vel um áður en það fer í þröngar gallabuxur. Nýlega þurfti að skera gallabuxur utan af 35 ára ástralskri konu eftir að fætur hennar bólgnuðu mikið.
23.jún. 2015 - 20:00

Einföld leið til að auka velmegun: Settu lófafylli af hrísgrjónum í bankann daglega

Arjina Khatun hefur tryggt íbúum í bænum sínum í Bangladesh aukna velmegun með einföldum hætti og auk þess berst hún ötullega gegn því að stúlkur séu látnar giftast barnungar. Hún hefur breytt tilveru margra kvenna og bundið enda á kúgun kvenna í heimabæ sínum og næsta nágrenni.
23.jún. 2015 - 18:00

Áfengi og ljúffengur matur lykillinn að langlífi: Elsti maður Evrópu látinn

Elsti maður Evrópu, Nazar Singh, er látinn 111 ára að aldri. Lykilinn að langlífinu sagði hann vera góðan mat og viskí sem hann dreypti á á hverju kvöldi. Þá skipti máli að eiga góða fjölskyldu þar sem hinir yngri pössuðu uppá eldri fjölskyldumeðlimi.
23.jún. 2015 - 12:00

Óður hundur elti kind fram af bjargbrún á meðan fólk horfði á skelfingu lostið

Fólk í víðavangsgöngu varð fyrir skelfilegri lífsreynslu þegar þau sáu hund ráðast á kindur með þeim afleiðingum að ein þeirra fór fram af bjargbrún. Hin kindin virtist sjá fram á sömu örlög en hún rétt náði að komast undan áður en eigendur hundsins komu askvaðandi. „Þetta var átakanlegt augnablik þegar hún fór fram af.“
23.jún. 2015 - 10:50

Titanic-tónskáldið James Horner látinn

Tónlistarmaðurinn og óskarsverðlaunahafinn James Horner lést í gær í flugslysi í suðurhluta Kaliforníu. Er hann best þekktur fyrir tónlistina í kvikmyndinni Titanic frá 1997 en hann vann til tvennra óskarsverðlauna fyrir þá mynd, bestu tónlistina og besta lagið. Er Horner einnig á bakvið tónlistina í Avatar, Braveheart,  A Beautiful Mind og Apollo 13 ásamt fleiri stórmyndum.Hann var 61 árs.

23.jún. 2015 - 10:00

„Ófríðasti maður Úganda“ eignast sitt áttunda barn

Fyrrum skósmiður, sem hefur verið nefndur „ófríðasti maður Úganda hefur nú eignast sitt áttunda barn. Godfrey Baguma er 47 ára og vann þennan lítt eftirsótta titil 2002 þegar hann tók þátt í keppni þar um til að afla fjár fyrir illa stadda fjölskyldu sína.
23.jún. 2015 - 08:00

10 góðar heilsufarslegar ástæður til að drekka bjór

Það er eflaust hægt að finna margar góðar ástæður til að drekka bjór en það er kannski ekki úr vegi að hafa þær 10 ástæður sem við nefnum hér á eftir í huga en þær eru byggðar á vísindalegum staðreyndum. En það þarf einnig að hafa í huga að allt er best í hófi og þar á meðal bjórdrykkja.

Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 25.6.2015
Leyndarmál kaffikorgsins eru komin í ljós!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.6.2015
Teikning í erlendu blaði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.6.2015
Gunnar Smári: óvæntur siðapostuli
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 20.6.2015
Miðsumar - Sumarsólstöður = Jarðaberjatertan ómissandi!
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 19.6.2015
Reimleikar á Þingvallabæ
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 18.6.2015
Bragðlaukaferð til Eþíópíu - Sælkerapressan á Teni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.6.2015
Drengskapur tveggja Breta
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 24.6.2015
Bankahroki
Hermann Jónsson
Hermann Jónsson - 15.6.2015
Útborgunardagur
Aðsend grein
Aðsend grein - 23.6.2015
Hjúkrunarfræðingur svarar
Hermann Jónsson
Hermann Jónsson - 17.6.2015
Meðvitað uppeldi
- 22.6.2015
Jafnrétti borgara
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 16.6.2015
Þjóðlegt á sautjándanum - rjómapönnsur
Fleiri pressupennar