07. jún. 2012 - 12:00

Google sendir flugflota á loft: Þrívíddarkort af borgum kynnt til sögunnar - MYNDBAND

Netfyrirtækið Google hefur upplýst að það ætli að hafa flota flugvéla á sveimi yfir nokkrum helstu borgum heims sem taki myndir af þeim. Þannig ætlar Google að bæta þrívíddaráhrifum inn í kortaþjónustu sína.

Google tilkynnti um fyrirætlanir sínar rétt áður en von var á boðaðri tilkynningu frá helsta keppinautinum Apple.

Fyrirtækið ætlar að hafa flota lítilla flugvéla sem búnar eru myndavélum á lofti yfir helstu borgum og þær eiga að mynda hvern krók og kima. Fyrirætlunin er næsti liður í umdeildri áætlun Google að gera heimskort byggt á ljósmyndum.

Fyrirtækið ætlar að birta kortin í lok þessa árs. Google hefur ekki gefið upp hvaða borgir eiga í hlut en við kynninguna sýndi fyrirtækið þrívíddarkort af San Francisco sem gerir notendum kleift að velja sér loftmyndir af borginni.

Um árabil hefur Google gert út flota af bílum búnum myndavélum sem hafa þrætt borgir og bæi um allan heim og tekið breiðlinsumyndir af strætum fyrir kortaþjónustuna. Sums staðar hefur nærvera bílanna vakið upp spurningar um persónuvernd og friðhelgi einkalífsins.

Google tilkynnti ennfremur um nýja útgáfu af Google kortum fyrir Android snjallsíma sem veita notendum aðgang að vissum kortum án þess að þeir þurfi að nettengjast.Svanhvít - Mottur
21.okt. 2016 - 15:01 Ari Brynjólfsson

Hrun í hælisumsóknum – 70% færri í ár en í fyrra

Rúmlega 70% færri flóttamenn hafa sótt um hæli í Svíþjóð á tímabilinu janúar 2016 til september en á sama tíma fyrir ári. Þetta kom fram á blaðamannafundi Morgan Johansson ráðherra innflytjendamála í Svíþjóð í dag.

21.okt. 2016 - 13:00 Smári Pálmarsson

Kraftaverkabarnið kom í heiminn tvisvar eftir fósturmissi og erfiða meðgöngu móðurinnar

Meðgangan byrjaði erfiðlega hjá Margaret Boemer sem átti upphaflega von á tvíburum. Hún missti annað fóstrið á fyrri hluta meðgöngunnar. En það var aðeins upphafið að áföllum hennar því þegar Margaret fór í 16 vikna sónar fékk hún sláandi fréttir frá læknunum. Þeir tilkynntu henni að barnið væri með æxli sem óx við rófubeinið.
21.okt. 2016 - 12:29 Ari Brynjólfsson

ISIS blæs til örvæntingafullrar stórsóknar - Myndband

ISIS-liðar hafa blásið til stórsóknar í Norður-Írak. 19 manns liggja í valnum í bænum Kirkuk, hafa ISIS-liðar ráðist á opinberar byggingar þar á meðal lögreglustöð og orkuver.

21.okt. 2016 - 12:05 Ari Brynjólfsson

Samsung ritskoðar grínmyndbönd

Samsung er ekki hrifið af Galaxy Note 7-handsprengjubröndurum.

Suður-Kóreska stórfyrirtækið Samsung vinnur nú að því hörðum höndum að koma í veg fyrir að myndbönd þar sem gert er stólpagrín að Galaxy Note 7-snjallsíma fyrirtækisins séu birt á netinu. Hefur fyrirtækið ítrekað sigað lögfræðingum á myndbandaveituna YouTube til að láta fjarlægja slík myndbönd, segja þau brotið á höfundarrétti sínum. BBC greinir frá þessu, en fyrirtækið neitar að tjá sig um málið við fjölmiðla.

21.okt. 2016 - 08:00 Þorvarður Pálsson

Hugðist ræna bíl vopnaður byssu – Var fljótur að skipta um skoðun

Maður sem lenti í þeirri miður skemmtilegu reynslu að gerð var tilraun til að ræna bíl hans hefur í samtali við fjölmiðla greint frá því hvernig viðbrögð hans skiptu sköpum svo hann kæmist heill á húfi í gegnum þá miklu þrekraun.

21.okt. 2016 - 07:00 Smári Pálmarsson

Þessir bollar eru ekki úr bylgjupappa

Við fyrstu sýn líta þessir bollar ekki út fyrir að vera örugg drykkjarmál. Ætla mætti að stórslys væri í vændum ef maður myndi fylla þá af vökva. En þessir bollar eru ekki búnir til úr bylgjupappa þrátt fyrir að útlit þeirra sé afar sannfærandi. Listamaðurinn Tim Kowalczyk vinnur með leir og notar fjölbreyttar aðferðir til að blekkja augað.
20.okt. 2016 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Madonna býður kjósendum Hillary Clinton upp á munnmök – Myndband

Poppstjarnan Madonna kann að koma sér í fréttirnar. Hún fór að ræða forsetakosningarnar í Bandaríkjunum þegar hún sem upphitunaratrið á viðburði í New York. Þar lét hún þau orð falla að hún biði þeim sem ljá Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, atkvæði sitt upp á munnmök.

20.okt. 2016 - 18:00 Þorvarður Pálsson

Fundu þýskan kafbát úr fyrri heimsstyrjöld sem sökkt var af ,sæskrímsli‘

Flak þýsks kafbáts sem sökk fyrir tæpri öld fannst nýverið við suðvesturströnd Skotlands af verkfræðingum sem voru að leggja rafmagnslínu neðansjávar. Sónarmyndir virðast sýna að kafbáturinn sem sigldi í fyrri heimsstyrjöldinni sé merkilega heill undan ströndum Galloway í Skotlandi.
20.okt. 2016 - 17:00 Smári Pálmarsson

Tom Cruise og James Corden endurgerðu frægustu atriði leikarans – Myndband

Tom Cruise var um tíma ein skærasta stjarnan í Hollywood en tengsl hans við Vísindakirkjuna og framkoma í fjölmiðlum hafa valdið því að hann hefur fallið mjög í almenningsáliti. Honum tekst þó enn að lokka fjölda fólks í kvikmyndahús, ekki síst þegar hann bregður sér í hlutverk Ethan Hunt í Mission Impossible, en kvikmyndirnar eru orðnar ansi margar.
20.okt. 2016 - 16:00 Ari Brynjólfsson

Magnaðar upptökur frá víglínunni í Mosul

Írakski herinn ásamt hersveitum Kúrda hafa nú umkringt borgina Mosul í norðurhluta Írak og freista þess nú að losa borgina undan stjórn hryðjuverkasamtakanna ISIS. Árásin hófst á mánudaginn er hersveitir frelsuðu þorp fyrir utan borgina. Nú hafa Bandaríkjamenn bæst í leikinn með loftárásum og stórskotaliði. Myndir og myndbönd af átökunum má sjá víða á samfélagsmiðlum og hafa jarðarbúar orðið vitni af bardögunum í beinni útsendingu í gengum síma.

20.okt. 2016 - 14:55 Ari Brynjólfsson

Sýknaður af Tinder-morði

Gable Tostee var á dag sýknaður af því að hafa myrt hina 26 ára gömlu Warrienu Wright frá Nýja Sjálandi. Líkt og Pressan greindi frá nýverið var Warriena í fríi í Ástralíu þegar hún kynntist Gable í gegnum Tinder. Í lok stefnumótsins hrapaði hún niður 14 hæðir af svölum á heimili hans.

20.okt. 2016 - 14:00 Smári Pálmarsson

Simpansi reykir 20 sígarettur á dag – Norður-kóreskur dýragarður harðlega gagnrýndur

Dýragarður í Pyongyang hefur valdi miklum usla frá því hann opnaði á ný í júlí á þessu ári. Helsta aðdráttaraflið er 19 ára gamli kvenkyns simpansinn Azalea sem reykir um það bil einn sígarettupakka á dag – eða 20 sígarettur. Að sögn Independent útvegar starfsfólk dýragarðsins Azaleu kveikjara og kveikir hún sjálf í sígarettunum.
20.okt. 2016 - 09:00 Smári Pálmarsson

Hann bað mömmu sína um tvöfalt nesti í skólann: Hún fékk áfall þegar ástæðan kom í ljós

Á hverjum degi bað ungur drengur móður sína um að pakka tvöföldu nesti fyrir sig. Hún sendi hann í skólann með tvær samlokur, tvær jógúrt og tvo litla snakkpoka. Hún gerði einfaldlega ráð fyrir því að sonur hennar væri svangur en þegar hún komst að ástæðunni var hún í losti. Dylan sonur hennar hafði verið að taka auka nesti með sér í skólann fyrir lítinn dreng sem sat einn alla daga og hafði ekkert nesti meðferðis.
20.okt. 2016 - 08:00 Þorvarður Pálsson

Fimm ár frá morðinu á Muammar Gaddafi

Í dag eru fimm ár liðin síðan Muammar Gaddafi, einræðisherra í Líbýu var myrtur í fæðingarbæ sínum Sirte, miðja leið milli höfuðborgarinnar Trípólí og Benghazi. Þar háðu Gaddafi og stuðningsmenn hans síðustu orrustu sína í líbíska borgarastríðinu sem stóð frá febrúar 2011 fram til október það sama ár.

19.okt. 2016 - 21:00 Smári Pálmarsson

Hundruð mættu í jarðarför stúlku sem engin þekkti

Hundruð syrgjenda mættu í jarðarför stúlku sem enginn þeirra þekkti. Lögreglumenn fundu lík hennar fyrr á þessu ári en móðir hennar hefur enn ekki fundist. Stúlkunni var gefið nafnið Raihana af lögreglumönnum en hún hafði fæðst andvana. Málið vakti mikla athygli í Bretlandi og í kjölfarið stóð Metro.co.uk fyrir fjáröflun svo hægt væri að halda jarðarför.
19.okt. 2016 - 19:00 Þorvarður Pálsson

Nýr samfélagsmiðill fyrir ríkt fólk – Kostar meira en 100 þúsund krónur á mánuði

Nýlega opnaði nýr samfélagsmiðill fyrir þá sem eiga allt. Samkvæmt fyrirtækinu sem bjó hann til er um að ræða ,,samfélagsmiðil aðeins fyrir útvalda‘‘ og er verðið eftir því. Til að geta deilt myndum í smáforritinu þarf að borga 1000 dollara á mánuði eða sem samsvarar rúmum 113 þúsund krónum á mánuði.

19.okt. 2016 - 18:00 Smári Pálmarsson

Lífið breyttist þegar hann fór að ljósmynda einhverfan son sinn

Þegar sonur hans var greindur með einhverfu við fimm ára aldur brást ljósmyndarinn Timothy Archibald við með því að festa sérstakar þarfir hans og venjur hans á filmu. Elijah heltekinn af raftækjum, hefur mikla þörf fá fastri rútínu og endurtekningum, auk þess sem hann heldur sig til hlés í félagslegum aðstæðum.
19.okt. 2016 - 16:00 Smári Pálmarsson

Talinn dauðvona þegar faðir hans smitaði hann kornungan af HIV – Hér er hann 24 árum síðar

Fyrir 24 árum var ellefu mánaða piltur lagður inn á sjúkrahús vegna veikinda. Foreldrar hans höfðu þá verið fráskilin um nokkuð skeið og hafði faðirinn haft lítil sem engin afskipti af barninu. Þegar móðirin hringdi á rannsóknarstofu þar sem hann vann við blóðrannsóknir svöruðu vinnufélagar mannsins í símann. Þegar hún bar upp erindið svöruðu þeir: „Bryan Stewart á ekkert barn.“
19.okt. 2016 - 15:30 Ari Brynjólfsson

Obama við Trump: Hættu þessu væli

Barack Obama Bandaríkjaforseti segir Donald Trump forsetaframbjóðanda Repúblikana að „hætta að væla“. Trump segir allt benda til að Hillary Clinton frambjóðandi muni svindla í forsetakosningunum sem fara fram í næsta mánuði.

19.okt. 2016 - 13:00 Þorvarður Pálsson

Sjónvarpsþáttur byggður á leiknum vinsæla Candy Crush í bígerð

Margir kannast við leikinn Candy Crush sem notið hefur mikilla vinsælda á Íslandi sem og annars staðar undanfarin ár. Nú hefur bandaríska sjónvarpsstöðin CBS gefið það út að hún hyggist ráðast í framleiðslu skemmtiþátta byggðum á leiknum. Ekki hefur verið gefið út hvenær þættirnir eru væntanlegir.
19.okt. 2016 - 09:00 Ari Brynjólfsson

Læsti lyklana sína inni – Fimm tímum síðar var hann dreginn upp úr skorsteininum

Maður var dreginn upp úr skorsteini eftir að hafa læst lyklana sína inni. 26 ára gamall karlamaður í Tucson í Arizonaríki Bandaríkjanna gleymdi sér í augnablik og læsti húslyklana sína inni. Brá hann þá á það ráð að fara inn í eigið hús í gegnum skorsteininn.

19.okt. 2016 - 08:00 Þorvarður Pálsson

Hvað gerist í síðustu kappræðum Clinton og Trump sem fram fara í nótt?

Margir eru eflaust komnir með alveg nóg af forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara þann 8. nóvember næstkomandi. Það er ekki hægt að neita því að fyrri kappræður frambjóðendanna tveggja hafa verið ótrúlegt sjónvarpsefni þó svo að lítið hafi farið fyrir málefnalegum umræðum um stefnumál. Eftir allt sem gerst hefur í baráttunni frá síðustu kappræðunum sem fóru fram aðfaranótt 10. október síðastliðins er óhætt að halda því fram að lokakappræðurnar verði sjónarspil.
19.okt. 2016 - 07:00 Ari Brynjólfsson

Facebook og Google fóru í herferð til að útvega fólki frítt internet – Þeir áttu ekki von á þessu

Upplýsingarisarnir Google og Facebook eru báðir í stóru átaki til að útvega þriðja heims ríkjum frítt internet með það að lokamarkmiði að netvæða allan hnöttinn með gervihnöttum. Facebook hefur nú sett upp þráðlaust net á lestarstöðvum á Indlandi og sett ódýra snjallsíma á markað, hafa margir grunað fyrirtækið um að reyna að útvega sér fleiri viðskiptavini en það virðist ekki vera raunin.

18.okt. 2016 - 22:00 Þorvarður Pálsson

Dæmdur barnaníðingur í framboði til skólaráðs

Maður sem játaði og var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn stúlkum á aldrinum 14 og 16 ára hefur valdið miklu fjaðrafoki með framboði sínu til skólaráðs. Engar lagalegar hindranir eru fyrir framboði hans en biðlað hefur verið til hans að draga það til baka en hann tekið fálega í þær hugmyndir.

18.okt. 2016 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Ungir prestar á Ítalíu ,hræddir‘ við að gerast særingarmenn

Það kemur einhverjum eflaust á óvart að særingarmenn séu enn starfandi árið 2016. Það er þó svo að þessi siður tíðkast enn meðal presta í kaþólsku kirkjunni. Flestir þeir prestar sem sinna særingum eru komnir á gamansaldur og nýlega lést helsti særingarmaður kirkjunnar. Endurnýjun í stéttinni gengur illa.
18.okt. 2016 - 19:00 Smári Pálmarsson

Umdeildur ofurhugi tók háskalegt stökk af húsþaki ofan í sjó – Myndband

Ungur karlmaður hefur vakið mikla athygli á YouTube þar sem hann birtir myndbönd af sér stökkva fram af klettum, byggingum og öðrum háskalegum stöðum. Þó hann segist vera fagmaður í þessum áhættuleikjum og biður fólk að herma ekki eftir sér er óhætt að segja að hann sé afar umdeildur. Hann hefur vakið athygli fyrir stökk af fjórðu hæð byggingar ofan í sundlaug, hoppað fram af kletti þar sem minnstu mátti muna að slys hefði orðið, og nú nýlega kastaði hann sér fram af húsþaki þar sem hann þótti naumlega ná að lenda í sjónum.
18.okt. 2016 - 17:00 Ari Brynjólfsson

Varar við þriðju heimstyrjöldinni: „Við erum komin út á ystu nöf“

Numan Kurtulmus varaforsætisráðherra Tyrklands óttast að stríðið í Sýrlandi leiði til þriðju heimstyrjaldarinnar. Rússar styðja Bashar al-Assad og stjórnarher hans með beinum hætti og hafa rússneskar orrustuþotur varpað sprengjum á uppreisnarmenn. Uppreisnarmenn njóta hins vegar stuðnings Bandaríkjanna, Tyrklands og Bretlands sem vilja Assad frá völdum. Á fundum John Kerry og Boris Johnson utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Bretlands hafa verið viðraðar hugmyndir um að setja viðskiptabann á Rússa og Sýrlendinga en það er enn í myndinni að beita hervaldi NATO.

18.okt. 2016 - 14:00 Ari Brynjólfsson

Undarlegt vandamál í IKEA – Eldri borgurum á stefnumótum vísað á dyr

Eldri borgurum sem vanið hafa komur sínar í verslun IKEA í Shanghai í Kína er nú vísað í dyr eftir að yfirmenn verslunarinnar tóku eftir því að veitingasalur verslunarinnar var orðinn að einskonar samkomustað eldri borgara.

18.okt. 2016 - 12:00 Þorvarður Pálsson

Tók upp augnablikið þegar hann tilkynnti syni sínum að mamma hans væri látin – Myndband

Skjáskot úr myndbandinu. Brendan Clark er 34 ára maður sem býr í Ohio fylki í Bandaríkjunum. Barnsmóðir hans lést fyrir skömmu úr of stórum skammti vímuefna og hann ákvað að taka það upp á myndband þegar hann sagði átta ára syni sínum Cameron frá fráfalli hennar.
18.okt. 2016 - 11:45 Þorvarður Pálsson

Klasasprengjum rignir yfir Aleppo - Myndband

Í myndbandi sem birtist á Instagram í nótt og er tekið upp í sýrlensku borginni Aleppo sést hvar svokölluðum klasasprengjum eða cluster bombs rignir yfir borgina og valda gífurlegri eyðileggingu. Talið er að rússneskar herþotur hafi varpað þeim. Meira en 100 ríki heims hafa skrifað undir alþjóðlegan sáttmála sem banna notkun slíkra vopna en það hafa Rússar og sýrlensk yfirvöld ekki gert
18.okt. 2016 - 08:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Þessa sjö eiginleika þurfa leiðtogar að hafa

Mynd/Getty Hver skrifstofa hefur leiðtoga og margir vilja vera sú manneskja, en hversu auðvelt er að verða yfirmaðurinn? Samkvæmt sérfræðingum þá eru sjö sérstök einkenni sem hver leiðtogi þarf að hafa. 1. Hafa hugsýn og geta deilt henni með öðrum. Þú verður að vita hvað þú vilt gera og geta tjáð það skýrmælt svo að aðrir vilji vera með, ekki aðeins samstarfsfélagar eða undirmenn, heldur einnig kúnnar.
18.okt. 2016 - 07:00 Ari Brynjólfsson

Sannkölluð almannaþjónusta – Fyrsti rauðvínsbrunnurinn með sólarhringsopnum er byrjaður að dæla

Við Íslendingar búum við hreinasta vatn í heimi og gerum okkar besta til að gera það aðgengilegt öllum sem þurfa sopa, bæði á almenningssalernum og með vatnspóstum á víð og dreif. Því miður eru ekki allir aðrir jafn heppnir en nú sumir eru jafnvel heppnari en við, en í þorpinu Cammimo di San Tommaso hefur nú verið opnaður fyrsti rauðvínskraninn þar sem þyrstir geta fengið sér rauðvínssopa hvenær sem er sólarhringsins.

17.okt. 2016 - 22:00 Ari Brynjólfsson

Obama: Gervigreind mun útrýma störfum – Þurfum að ræða borgaralaun

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur bæst í hóp þeirra sem telja að gervigreind leiði til aukins atvinnuleysis á næstu áratugum. Í viðtali við tímaritið Wired sagði Obama að ræða þurfi hugmyndir um borgaralaun af alvöru og að samfélagið í heild þurfi að forgangsraða til að hópar, nefndi hann sérstaklega kennara, dragist ekki aftur úr.

17.okt. 2016 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Það nýjasta fyrir Apple aðdáendur – Kerti sem lyktar eins og ný fartölva

Kertið sem Apple aðdáendur fá ekki nóg af. Margir viðskiptavina Apple tæknirisans eru annað og meira en bara venjulegir neytendur, þeir eru aðdáendur. Nú er komin á markaðinn ný vara fyrir þá sem fá bara ekki nóg af framleiðsluvörum Apple, kerti sem lyktar eins og ný Macbook fartölva.
17.okt. 2016 - 19:00 Þorvarður Pálsson

Til sölu: Hryllilegt einbýlishús – Sjón er sögu ríkari

Séð utanfrá ber húsið ekki þess merki að vera ýkja óvenjulegt. Á fasteignasölusíðunni Zillow.com er auglýst til sölu heldur sérstakt einbýlishús. Ásett verð er 339.900 dollarar eða tæpar 39 milljónir króna. Sjón er sögu ríkari því húsið er í vægast sagt sérstökum stíl sem sumir hafa lýst sem ,raðmorðingjalegum‘ og ,gátt til helvítis‘. Það er ekki hægt að segja að húsið beri með sér hlýlegan blæ.
17.okt. 2016 - 18:00 Ari Brynjólfsson

Fjórtán manns úr sömu fjölskyldunni létust í Aleppo í morgun – Þar af fimm börn

Fjórtán manns úr einni fjölskyldu létust í morgun í Aleppo í Sýrlandi er rússneskt flugskeyti skall á húsinu þar sem fjölskyldan hafðist við. Alls hafa 47 manns látist í átökum í austurhluta borgarinnar á undanförum sólarhring. Samkvæmt talsmanni hjálparsamtakanna Hvítu hjálmanna eru tugir óbreyttra borgara fastir undir rústum í borginni eftir átök síðustu daga.

17.okt. 2016 - 12:00 Þorvarður Pálsson

Sætti sig ekki við að börnin yrðu grænmetisætur - Hringdi á lögregluna

Sumir eiga það til að hringja í lögregluna af ótrúlegustu ástæðum og maður einn ákvað að það eina í stöðunni þegar eiginkona hans vildi gera börnin að grænmetisætum væri að kalla til lögreglu. Eiginmaðurinn var á því að þessar áætlanir konu hans stofnuðu velferð barna hans í hættu.
17.okt. 2016 - 09:00 Þorvarður Pálsson

Vill að kynfræðslu í skólum verði hætt og nemendum í staðinn sýnt klám

Dame Jenni Murray. Útvarpskona í Bretlandi hefur vakið upp hörð viðbrögð með þeim hugmyndum sínum um að kynfræðsla verði lögð niður og nemendum í staðinn sýnt klám. Samtök sem berjast gegn ofbeldi gegn börnum í Bretlandi hafa gagnrýnt þessar hugmyndir harðlega og segja þær ekki eiga við rök að styðjast.
17.okt. 2016 - 08:00 Þorvarður Pálsson

Um hann voru skrifaðar tvær minningargreinar – Ein frá eiginkonunni og önnur frá kærustunni

Leroy var sannarlega kvennagull. 55 ára gamall maður sem lést fyrir nokkru var þess vafasama heiðurs aðnjótandi að skrifaðar voru um hann tvær minningargreinar. Ein var skrifuð af eiginkonu hans og hin af kærustunni en þær birtust hlið við hlið í dagblaðinu.
16.okt. 2016 - 22:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Móðir spurði börnin hvort þau vildu fara til himnaríkis áður en hún myrti þau

Móðir sem er ákærð fyrir að drepa tvö börnin sín í síðasta mánuði sagði að hún hafi gefið þeim val, hvort þau vildu lifa eða „fara til himna og vera með Guði.“ Amber Pasztor, 29 ára, rændi 7 ára gömlum syni sínum og 6 ára gamalli dóttur sinni snemma morguns þann 26.september. Faðir barnanna var með forræði yfir börnunum samkvæmt lögreglunni í Allen County.
16.okt. 2016 - 10:00 Þorvarður Pálsson

Reffilegur köttur spókar sig í neðanjarðarkerfi Moskvuborgar – Myndir

Einkar glæsilegur köttur hefur sést á rölti um neðanjarðarkerfið í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Ástæða þess er 400 ára dánarafmæli leikskáldsins Williams Shakespeare en á frægri mynd af snillingnum heldur hann á ketti og er kötturinn í Moskvu vísun til þess.
15.okt. 2016 - 22:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

78 ára gömul kona missti hægri handlegginn í hræðilegu slysi - Var að hjálpa nágranna með bílrúðu

Hin 78 ára gamla Maggie Hayes missti hægri handlegginn í hræðlegu slysi þegar hún var að hjálpa nágranna sínum með bílrúðu. Hún var að reyna að loka glugganum en bíllinn skaust áfram og reif handlegginn hennar af upp að olnboga. Hún var heppin að lifa slysið af en læknum tókst ekki að festa handlegginn aftur á.
15.okt. 2016 - 11:00 Þorvarður Pálsson

Nýi 5 punda seðillinn er ekki bara gjaldmiðill - Myndband

Nýi fimm punda seðilinn er hinn glæsilegasti. Breska pundið er ef til vill í frjálsu falli en hugvitssamir Bretar hafa nú fundið önnur not fyrir nýja 5 punda seðilinn sem gerður er úr plasti. Hann spilar tónlist!
15.okt. 2016 - 08:00 Ari Brynjólfsson

Trúður stakk pilt – Undarlegar trúðaárásir halda áfram

Samsett mynd/EPA/Getty

Karlmaður klæddur sem trúður stakk unglingspilt í bænum Varberg, sunnan við Gautaborg, í Svíþjóð í gær. Pilturinn hlaut ekki stórvægileg meiðsli en þessi árás er einungis sú nýjasta í röð undarlegra trúðaárása og trúðsláta beggja vegna Atlantshafsins. Í fyrradag hótuðu tveir trúðar í Svíþjóð að drepa konu og á Englandi hefur lögreglu verið tilkynnt um minnst 23 tilvik þar sem trúðar koma við sögu.

14.okt. 2016 - 22:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Kona myrti ungling sem var komin átta mánuði á leið - Skar fóstrið úr kvið fórnarlambsins

Kona er á flótta eftir að hafa stungið og myrt 15 ára gamla ófríska stúlku og skorið fóstrið úr kvið hennar. Stúlkan, Valissia Fernandes de Jesus, var komin átta mánuði á leið þegar hún var myrt í hrottalegri tilraun Mirian að stela ófæddu barni hennar. Fóstrið lifði ekki árásina af og haldið er að það hafi látist af völdum hnífastungu í andlitið. Mirian, 25 ára, henti fóstrinu í gamalt baðkar hliðin á ruslatunnu áður en hún flúði að sögn lögreglu. Eiginmaður hennar fann lík Valissia ofan í tunnu í bakgarði á heimili þeirra í Sao Paulo.

14.okt. 2016 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Batman mættur til Englands til að takast á við trúðavandann – Myndband

Batman er hetjan sem við þurfum en eigum ekki skilið. Trúðar hafa herjað á fólk á Englandi upp á síðkastið og meðal annars veist að börnum. Á einum sólarhring var tilkynnt um 23 tilvik ,ógeðfelldra trúða‘. Lögreglan veit ekkert hvað hún á til bragðs að taka en þá hefur stigið fram skikkjuklæddur bjargvættur til að taka á trúðavandanum.
14.okt. 2016 - 19:00 Ari Brynjólfsson

275 þúsund fastir í Aleppo – Assad leggur allt í sölurnar til að ná borginni

Aleppo er nánast í rúst eftir bardaga í borginni frá því að borgarastríðið hófst vorið 2011 og hefur verið skipt milli uppreisnarmanna í austurhlutanum og stjórnarhersins í vesturhlutanum frá 2012. Í viðtali við rússneska dagblaðið Komsomolskaya Pravda í dag sagði Assad:

14.okt. 2016 - 17:00 Ari Brynjólfsson

Bróðir hryðjuverkamannsins: Var heilaþveginn af imaminum í Berlín

Bróðir sýrlenska mannsins sem var handtekinn fyrr í vikunni í Þýskalandi grunaður um hryðjuverk segir bróður sinn ekki hafa verið öfgamann þegar hann kom til landsins. Í viðtali við Der Speigel segir Alaa Albakr, sem býr enn í Sýrlandi, að Jaber bróðir sinn hafi orðið öfgaíslamisti fyrr eftir að hann kom til Þýskalands snemma árs 2015, þá 21 árs gamall.

14.okt. 2016 - 16:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Í þessum löndum er verst fyrir stelpur að búa - Best að búa á Íslandi

Samkvæmt World Economic Forum þá eru þessi fimm lönd lægst á kynjajafnréttiskvarðanum (GIC) og erfiðast fyrir stúlkur að alast þar upp, búa, mennta sig og eiga þar gott líf. Ísland kemur best út samkvæmt kvarðanum og löndin þar á eftir eru Noregur, Finnland, Svíþjóð og Írland.

14.okt. 2016 - 15:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

21 skólastúlkur lausar úr haldi Boko Haram: Ríkisstjórn Nígeríu neitar að farið hafi fram skipti

Mynd/Getty Á fimmtudaginn slepptu hryðjuverkasamtökin Boko Haram 21 stúlkum úr haldi sínu síðan 2014. Aðstoðarforsetinn Yemi Osinbajo sagði að engin skipti höfðu átt sér stað fyrir stúlkurnar og ítrekaði að þeim var sleppt eftir margra mánaða samningaviðræður. Samtökin rændu 276 kvenkyns nemendum úr bænum Chibok í Nígeríu þann 14.apríl 2014. 57 stúlkum tókst að flýja fljótlega eftir að þeim var rænt en næstum 200 stúlkna er enn saknað.

Verbúð 11: Egg Benedikt ongoing
Smári Pálmarsson
Smári Pálmarsson - 11.10.2016
Sáðlát er líflát
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 04.10.2016
Píratar ræna lýðræðinu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 07.10.2016
Við erum öll jafnaðarmenn
Hildur Eir Bolladóttir
Hildur Eir Bolladóttir - 10.10.2016
Að vera veikur
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 06.10.2016
Í boði bannsins!
Kristinn Rúnar Kristinsson
Kristinn Rúnar Kristinsson - 12.10.2016
Hress í augum Íslendinga - Alvarlegur í augum Mexíkóa
Ásgeir Ólafsson
Ásgeir Ólafsson - 13.10.2016
Rándýr ummæli
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 03.10.2016
Jafnréttissinninn Hannes Hafstein
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 05.10.2016
Þátttaka mín í trúartali á Netinu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.10.2016
Snjallir og ferskir ræðumenn
Austurland
Austurland - 03.10.2016
Andleg veikindi ungs fólks er faraldur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.10.2016
Fyrirlitning á smáþjóðum
Marteinn Steinar Jónsson
Marteinn Steinar Jónsson - 05.10.2016
Ómeðvituð hegðunarmunstur hamla árangri á vinnustað
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.10.2016
Svar mitt við fyrirspurn rektors
Fleiri pressupennar