17. maí 2012 - 19:46

Evrópa er á barmi efnahagshruns: Varað við evrugeddon og afleiðingum um allan heim

Evrópa er á barmi efnahagshruns sem kann að hafa víðtækar afleiðingar um allan heim, svo sannarlega líka hér á landi. Forsætisráðherra Breta segir dómsdag nálgast; Grikkland er stjórnlaust og þar líkt og á Spáni óttast menn víðtæk áhlaup á banka næstu daga þar sem landsmenn vilja fremur geyma reiðufé undir koddanum en á ótraustum bankabókum fjármálastofnana sem óvíst er hvort lifa næstu daga af.

Grikkir hafa tekið út gífurlegar fjárhæðir í reiðufé síðustu daga og matsfyrirtæki keppast við að lækka lánshæfiseinkunnir evrópskra banka. Skuldabréfaútboð á Spáni mistókst með öllu og þjóðstjórn hefur verið sett á til bráðabirgða í Grikklandi, þar til kosið hefur verið að nýju. Forseti landsins viðurkennir að ógnarástand ríki og óttinn sé mikill. Evrópskir fjölmiðlar vitna til evrugeddon og snúa þar út úr orðinu Harmageddon, eða ragnarökum -- heimsendi.

Gríðarlegur titringur er á fjármálamörkuðum og neyðarfundir eru nú haldnir hjá ríkisstjórnum margra Evrópuríkja, en Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, segir að evrusvæðið sé á góðri leið með að brotna saman innan frá og gagnrýndi leiðtoga Evrópu harðlega í dag fyrir að mistakast með öllu að grípa til viðeigandi aðgerða vegna fjármálahrunsins í Grikklandi.

King segir að sú stefna að vinna tíma og velta vandanum á undan sér hafi beðið algjört skipbrot. Breski forsætisráðherrann David Cameron varaði í dag við dómsdegi þar sem öll Evrópa geti sogast inn í allsherjar efnahagshrun og hvatti Merkel kanslara Þýskalands til að samþykkja auknar fjárveitingar til víðtækra björgunaraðgerða.

„Við erum á ókunnum slóðum og það felur í sér gríðarlega áhættu fyrir okkur öll,“ sagði Cameron. Hann sagði Breta myndu gera hvað sem er til að bregðast við afleiðingum þess efnahagsstorms sem væri í aðsigi.

Bretar eru með sitt Sterlingspund og utan evrusvæðisins, en Cameron segir að leiðtogar í Evrópu verði að ákveða sig strax hvort þeir ætli að styrkja böndin og komast í gegnum erfiðleikana í sameiningu en skilja ella. Þá benti hann á að hagvaxtartölur í Þýskalandi séu með ágætum meðan nær öll önnur evruríki horfi upp á samdrátt og kjarni í myntsamstarfi hljóti að felast í því að sterkari ríki komi þeim veikari til aðstoðar á ögurstundu.

Cameron tók þátt í símafundi í dag með Mario Monti forsætisráðherra Ítalíu, Francois Hollande nýkjörnum Frakklandsforseta og Merkel. Var símafundurinn undirbúningur fyrir leiðtogafund átta helstu iðnríkja heims (G8) sem hefst annað kvöld. Er búist við að þar verði efnahagskrísan í Evrópu mál málanna.

Slæm staða efnahagsmála er talin vatn á myllu ýmissa róttækra öfgahópa, eins og kom í ljós í grísku þingkosningunum á dögunum þegar nýnasistar náðu umtalsverðum árangri. Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, sagði í dag að ástandið í Evrópu sé orðið grafalvarlegt. „Þetta gæti orðið hrikalegt fyrir Evrópu,“ sagði hann og benti á að margt væri líkt með ástandinu nú og því sem ríkti í álfunni þegar nasistar náðu fótfestu í Þýskalandi á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina.
(11-20) Bogfimisetrið jan 2017
(11-20) NRS GÓ Gull mai 2016
Svanhvít - Mottur
17.jan. 2017 - 23:00 Þorvarður Pálsson

Heimilislaus maður fær vinnu og húsaskjól með hjálp Facebook

Kona sem gekk fram hjá heimilislausum manni í miðborg Melbourne í Ástralíu ákvað að birta mynd af manninum og skiltinu sem hann hélt á á Facebook síðu sinni. Myndin fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla í Melbourne og er maðurinn nú kominn með fjöldan allan af starfstilboðum, allt Facebook pósti að þakka. Það þarf ekki mikið til að breyta lífi fólks.
17.jan. 2017 - 22:00 Þorvarður Pálsson

Stærsta eignarhaldsfélag heims sendir forstjórum skilaboð – Ef þið hækkið launin ykkar hækkið laun starfsmanna

Bandaríska fyrirtækið BlackRock hefur sent forstjórum meira en 300 breskra fyrirtækja bréf þar sem niðurskurðar á lífeyrisgreiðslum til yfirmanna er krafist og að hægt verði á gríðarlegum launaskriði þeirra. BlackRock er stærsta eignarhaldsfélag heims og eru eignir þess metnar á 5.1 trilljónir dollara og á það hlut í ölum fyrirtækjunum sem skráð eru í FTSE 100 hlutabréfavísitöluna í London. Þetta kemur fram á vefsíðu The Guardian.
17.jan. 2017 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Frans páfi lofsamar Sameinuðu arabísku furstadæmin fyrir umburðarlyndi og trúfrelsi

Dr. Hessa Abdullah Al Otaiba og Frans páfi. Fyrir skömmu sótti Dr. Hessa Abdullah Al Otaiba, sendiherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna Frans páfa heim í Vatíkanið en þar fór fram árleg móttaka sendifulltrúa frá þjóðum sem hafa diplómata þar. Páfi nýtti tækifærið og hrósaði stjórnvöldum í landinu fyrir að opna og umburðarlynda stefnu og skynsemi stjórnvalda sem væri fyrirmynd annarra ríkja. Hann lagði áherslu á að umburðarlyndi og mannvirðing ásamt trúfrelsi væru það sem gerðu Sameinuðu arabísku furstadæmin að leiðandi afli á heimsvísu.
17.jan. 2017 - 18:00 Smári Pálmarsson

Heiðursbandið snýr baki við Trump

Bruce Springsteen heiðurshljómsveitin The B Street Band, sem spilar ábreiður af lögum bandaríska rokkarans, hefur hætt við að koma fram í veislu í tilefni af embættistöku Donald Trump. Listinn yfir tónlistarmenn og skemmtikrafta sem koma munu fram á þessari hátíð fer sífellt minnkandi. Pressan birti í gær lista yfir þá sem hafa staðfest komu sína.
17.jan. 2017 - 17:15 Kristján Kristjánsson

Færeyingum fjölgar hratt: Verða orðnir 50.000 innan nokkurra vikna

Frá Færeyjum. Hröð fólksfjölgun hefur verið í Færeyjum undanfarið en fjölgunin á síðasta ári var sú mesta í 15 ár. Ef svo fer sem á horfir verða íbúar eyjanna orðnir 50.000 innan nokkurra vikna. 1. desember á síðasta ári bjuggu 49.820 manns í Færeyjum og hafði þá fjölgað um 738 á milli ára.
17.jan. 2017 - 10:00 Ari Brynjólfsson

Ærandi þögn frá Tom Hardy um James Bond

Hasarstjarnan Tom Hardy er mjög áhugasamur um að taka að sér að vera næsti leikarinn í hlutverk James Bond. Hardy talaði í hringi þegar hann var spurður um hvort hann myndi taka við af Daniel Craig í hlutverki ofurnjósnarans.

17.jan. 2017 - 09:42 433

Sverrir að fara að berjast við Messi og Ronaldo

Sverrir Ingi Ingason er á barmi þess að skrifa undir hjá Granada í spænsku úrvalsdeildinni. Frá þessu segja fjölmiðlar á Spáni. Granada er sagt vera að kaupa kaupa Sverri frá Lokeren fyrir 1,5 milljónir evra.
17.jan. 2017 - 08:31 Kristján Kristjánsson

10 góð ráð um hvernig á að fá vinnufélagana til að hata þig

Flestir ef ekki allir kannast við þá, vinnufélaga sem virðast koma beina leið frá helvíti. Svo slæmir eru þeir. Þeir eru algjörlega óþolandi, sleikja sér upp við yfirmanninn og tala í sífellu um hversu mikið þeir leggja á sig í vinnunni (sem þú gerir ekki).
17.jan. 2017 - 08:00 Smári Pálmarsson

Nýfæddri dóttur þeirra var rænt af spítalanum: Fjölskyldan er nú sameinuð 18 árum síðar

Árið 1998 upplifði bandarískt par sína verstu martröð þegar nýfæddri dóttur þeirra var rænt af spítala í Jacksonville, fáeinum klukkustundum eftir að hún kom í heiminn. Málið vakti athygli í fjölmiðlum en rannsókn lögreglu að hinni kornungu Kamiyah Mobley skilaði ekki árangri fyrr en nú – átján árum síðar.
17.jan. 2017 - 07:30 Kristján Kristjánsson

Þegar hún kynnti nýja kærastann fyrir fjölskyldu sinni missti hún allt: Síðan komu netverjar til bjargar

Fyrir um einu ári síðan kynnti hin 18 ára Allie Dowdel, sem er frá Tennessee í Bandaríkjunum, nýja kærastann sinn fyrir fjölskyldu sinni en hann heitir Michael Swift og er ári eldri en Allie. En viðbrögð fjölskyldu Allie voru allt annað en jákvæð að hennar sögn.
17.jan. 2017 - 06:00 Kristján Kristjánsson

32 brettum með rafmagnstannburstum stolið: Verðmætið um 160 milljónir

Mynd:Getty Stórtækir þjófar létu til sín taka um helgina þegar þeir stálu 32 brettum, fullum af rafmagnstannburstum, úr gámi í Himmerland í Danmörku. Gámurinn stóð á iðnaðarsvæði í Haverslev og átti að fara til Gautaborgar í Svíþjóð. En um helgina tókst þjófunum að taka brettin 32 úr gámnum og flytja á brott og hafa hvorki þau né tannburstarnir fundist.
16.jan. 2017 - 22:00 Smári Pálmarsson

Forvitnileg atriði úr síðasta viðtali Obama sem forseta – Hlakkar til lífsins utan Hvíta hússins

Barack Obama mun afhenda Donald Trump lyklana að Hvíta húsinu á allra næstu dögum. Þá tekur við nýr kafli í lífi hans sem búast má við að verði töluvert frábrugðinn undanförnum átta árum. Nýlega veitti Obama sitt síðasta viðtal sem forseti Bandaríkjanna í þættinum 60 Minutes. Us Magazine tók saman nokkrar tilvitnanir þar sem Obama ræddi dvölina í Hvíta húsinu og hvað taki við nú þegar fjölskyldan flytur þaðan.
16.jan. 2017 - 21:00 Smári Pálmarsson

Þessir listamenn stíga á svið fyrir Donald Trump – Grátlegur listi

Þann tuttugasta janúar tekur Donald Trump formlega við embætti forseta Bandaríkjanna. Hefðinni samkvæmt eru haldnir sérstakir tónleikar kvöldið áður. Fjöldi listamanna hefur neitað að koma þar fram, þótt þeir fengju greitt fyrir. En gríðarlega mikið af listamönnum hafa opinberað andúð sína á Trump og því sem hann stendur fyrir.
16.jan. 2017 - 18:30 Þorvarður Pálsson

Samsung: Rafhlöður ollu því að það kviknaði í snjallsímum

Samsung sími sem kviknaði í. Suður-Kóreski farsímarisinn Samsung var mikið í fréttum á síðasta ári vegna vandræðagangs með nokkrar gerði snjallsíma frá fyrirtækinu sem áttu það til að verða skyndilega alelda og olli það slysum á fólki, tjóni á bílum og margt fleira. Um tíma bönnuðu mörg flugfélög farþegum að fara með síma af tegundinni Galaxy Note 7 um borð í flugvélar vegna eldhættu. Nú hefur heimildamaður Reuters með náin tengsl við Samsung látið hafa það eftir sér að rannsókn sem fyrirtækið hefur framkvæmt hafi komist að þeirri niðurstöðu að rafhlöðurnar í símunum væru sökudólgarnir líkt og eigendur síma sem kviknað hefur í hafa alltaf haldið fram.
16.jan. 2017 - 13:24 Ari Brynjólfsson

Risasprenging í Manchester

Tvö hús eru gjöreyðilögð eftir sprengingu í úthverfi Manchester á Englandi í morgun. Á þessum tímapunkti er ekki vitað hvað gerðist eða tjó hafi orðið á fólki. Lögregla og slökkvilið er á vettvangi.

16.jan. 2017 - 10:32 Smári Pálmarsson

Minnst 37 látnir eftir að flugvél brotlenti í íbúðahverfi

Að minnsta kosti 37 manns létu lífið þegar tyrknesk vöruflutningavél brotlenti í íbúðahverfi í Kirgistan í dag. Fimmtán íbúðarhús gjöreyðilögðust þegar vélin hrapaði. Flestir hinna látinna eru íbúar hverfisins og eru börn á meðal þeirra. Slysið er talið mega rekja til mistaka flugmanns við lendingu en mikil þoka var á svæðinu þar sem vélin átti að lenda á Manas flugvelli norðan höfuðborgarinnar Bishkek.
15.jan. 2017 - 23:00 Þorvarður Pálsson

Keypti nýja skó sem skilja eftir slóð hakakrossa – Framleiðandinn innkallar vöruna

Fáni Nasistaflokksins. Maður einn sem keypti sér skópar á vefverslun Amazon varð heldur hissa þegar hann skellti sér út í göngutúr til að vígja gripina. Þegar maðurinn leit til baka sá hann að í fótsporum sínum voru fjöldamargir litlir hakakrossar og þótti manninum nógu um enda er það afar illa séð í flestum kreðsum að skilja eftir sig slík fótspor.
15.jan. 2017 - 22:00 Þorvarður Pálsson

12 ára drengur dró upp byssu vegna rifrildis um kjúklinganagga

Kjúklinganaggar eru sannarlega girnilegir. Lögreglan í New York borg í Bandaríkjunum hafði hendur í hári 12 ára drengs sem dró upp skammbyssu og ógnaði 13 ára stelpu rifrildis um kjúklinganagga. Drengurinn á yfir höfði sér ákærur fyrir tilraun til ráns. Þetta kemur fram á vefsíðu ABC7 fréttastöðvarinnar.
15.jan. 2017 - 16:00 Kristján Kristjánsson

Gleymdu öllu um hunang og sítrónu: Súkkulaði er það besta við hósta

Þegar hálsbólga og slæmur hósti herja á fólk er því oft ráðlagt að drekka heitt vatn með sítrónu og hunangi. En það er óhætt að gleyma öllu um hunang og sítrónu því súkkulaði er miklu betra gegn hósta. Þetta eru tíðindi sem hljóta að gleðja marga.
15.jan. 2017 - 13:00 Kristján Kristjánsson

Sólstormar ógna veitukerfum, umferð og fjarskiptum

Í nýrri skýrslu sem dönsku almannavarnirnar kynntu í vikunni kemur fram að sólstormar séu ein af stærstu ógnunum sem steðja að Danmörku. Auk sólstorma eru fellibylir, hryðjuverk, farsóttir og flóð talin vera meðal þess sem Danmörku stafar einna mest hætta af.
15.jan. 2017 - 10:00 Smári Pálmarsson

Hann bað stúlku ítrekað um nektarmyndir: Fékk brjóst, leggi og læri

Það eru ýmis hvimleið vandamál sem fylgja samskiptum kynjanna á tækniöld. Konur hafa til að mynda kvartað yfir ágengum karlmönnum á samfélagsmiðlum sem senda myndir af kynfærum sínum óumbeðnir. Á sama tíma óska jafnvel bláókunnugir menn um slíkar myndir af konum. Ungar stúlkur hafa þurft að upplifa stafrænt kynferðisofbeldi þegar nektarmyndir þeirra eru notaðar sem vopn gegn þeim, til þess að kúga þær eða lítilsvirða á netinu.
15.jan. 2017 - 09:33 433

Einkunnir úr tapi Íslands – Guðlaugur Victor bestur

Íslenska liðið átti fína spretti í leiknum en þeir dugðu ekki til sigurs. Ísland komst í úrslitaleikinn með sigri á Kína en um var að ræða æfingamót. Viðar Ari Jónsson og Sigurður Egill Lárusson þreyttu frumraun sína með landsliðinu í þessum leik.
15.jan. 2017 - 09:32 433

Ísland tapaði úrslitaleiknum

Ísland tapaði úrslitaleiknum í China Cup sem fram fór nú í morgun en andstæðingarnir voru Síle. Eina mark leiksins skoraði Ángelo Sagal á 19 mínútu fyrir Síle.
15.jan. 2017 - 08:00 Þorvarður Pálsson

Geitajóga er nýjasta æðið – Myndband

Geitajóga hefur sannarlega slegið meðal íbúa í Oregon-ríki í Bandaríkjunum. Bóndi sem á geitabú og byrjaði að stunda geitajóga segist ekki anna eftirspurn en mörg hundruð manns eru á biðlista eftir því að komast á námskeið og nú er kominn á markaðinn geitarjógafatnaður fyrir þá allra hörðustu.
15.jan. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Bella lá á bílskúrsdyrunum og svaf: Þá var þeim lokað

Kettir hafa orð á sér fyrir að vera þrautseigir og að eiga sér allt að níu líf. Kötturinn Bella á þó líklegast ekki nema átta líf, hið mesta, eftir. Bella býr hjá eiganda sínum í Louisiana í Bandaríkjunum og hún lenti í miklum hremmingum í síðustu viku.
14.jan. 2017 - 23:00 Þorvarður Pálsson

Vilja afnema refsingar við heimilisofbeldi - Ógna hefðbundnum fjölskyldugildum

Lagafrumvarp sem afnemur refsingar við ofbeldi innan fjölskyldna hefur komist í gegnum fyrstu umræðu í rússneska þinginu. Alls samþykktu 368 þingmenn frumvarpið en aðeins einn greiddi atkvæði á móti því. Stuðningsmenn frumvarpsins segja nauðsynlegt að koma í veg fyrir að foreldrar endi í fangelsi fyrir að löðrunga börn sín.

14.jan. 2017 - 22:00 Þorvarður Pálsson

Þingmaður sér fyrir sér að ríkið ,,fjármagni kynferðislega aðstoð‘‘ fyrir eldri borgara

Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. Þingmaður í Þýskalandi og talsmaður Græningja í velferðarmálum, Elisabeth Scharfenberg, lét afar umdeild ummæli falla í viðtali við dagblaðið Welt am Sonntag um liðna helgi. Þar lýsti hún yfir að hún sæi fyrir sér að ríkið ,,fjármagni kynferðislega aðstoð‘‘ fyrir eldri borgara en vændi hefur verið löglegt í landinu síðan árið 2002.
14.jan. 2017 - 18:00 Bleikt

Leikararnir sem höfnuðu sögufrægum hlutverkum

Samkeppnin er hörð í Hollywood þar sem tækifærin koma og fara. Þrátt fyrir að leikurum hafi tekist að næla sér í hlutverk, vinna til verðlauna, og öðlast heimsfrægð er ekki þar með sagt að þau hafi ekki gert mistök á ferli sínum eða misst af gullnum tækifærum. Nokkur af frægustu hlutverkum sjónvarps- og kvikmyndasögunnar hefðu getað verið allt öðruvísi en við þekkjum þau. Hér eru nokkur dæmi um slík hlutverk og leikarana sem höfnuðu þeim.
14.jan. 2017 - 16:00 Smári Pálmarsson

Gerði allt vitlaust þegar hún deildi mynd af hráum kjúklingastrimlum: „Þeir eru svo góðir“

Margir héldu að þeir yrðu ekki eldri þegar þeir komu auga opna stöðuuppfærslu Morgan Jane Gibbs á Facebook. Morgan sem er frá Ástralíu hafði deilt mynd af hráaum kjúklingastrimlum og sagðist byrjuð að gæða sér á þeim. „Þeir eru svo góðir að ég trúi því ekki að ég hafi aldrei prófað þetta áður,“ skrifaði hún. Myllumerkin sem fylgdu myndinni vísuðu í heilbrigði, árámótaheit og „hreint“ mataræði.
14.jan. 2017 - 14:00 Þorvarður Pálsson

Að hreyfa sig um helgar gagnast jafn mikið og dagleg hreyfing

Ný rannsókn sem vísindamenn í Englandi og Skotlandi stóðu fyrir hefur leitt það í ljós að þeir sem hreyfa sig einu sinni eða tvisvar um helgar njóta jafn mikils góðs af því og þeir sem stunda hreyfingu oft í viku. Þetta ætti því að vera þeim sem eiga í erfiðleikum með að finna tíma til hreyfingar dags daglega léttir og vonandi innblástur til að stunda líkamsrækt þegar tími gefst til.
14.jan. 2017 - 08:00 Þorvarður Pálsson

Vegan baráttukona fyrir dýravelferð fær ekki vegabréf vegna ,,pirrandi‘‘ baráttu hennar

Kúabjöllurnar eru engin smásmíði. Nancy Holten er 42 ára gömul og fædd í Hollandi. Hún hefur búið í Sviss frá átta ára aldri, talar reiprennandi svissneska þýsku og börn hennar eru með svissneskan ríkisborgararétt. Nú hafa svissnesk yfirvöld hafnaði umsókn hennar um þarlent vegabréf í annað skiptið. Þetta kemur fram á vefsíðu Independent.
13.jan. 2017 - 23:30 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

„Djöfladúkka“ og fljúgandi blöð skilja unga stúlku eftir óttaslegna - Myndband

Myndband hefur farið eins og eldur í sinu um netheima þar sem talið er að andleg öfl séu að valda óútskýrðum hreyfingum hluta heima hjá ungri stúlku. Faðir stúlkunnar setti upp öryggismyndavélina eftir að stúlkan kvartaði yfir að eitthvað væri að trufla hana.
13.jan. 2017 - 22:00 Þorvarður Pálsson

Nýtt smáforrit hjálpar þér að skipuleggja jarðarfarir

Framleiðendur smáforrits sem kemur á markað eftir tveggja mánuði hefur vakið upp hörð viðbrögð. Með því geta notendur skipulagt jarðarfarir í dagsins önn og svipar forritinu um margt til skutlforritsins Uber sem á miklum vinsældum að fagna víða um heim. Nafnið er meira að segja ansi líkt Uber en það er Umer en það þýðir á rússnesku ,,hann er dauður‘‘.
13.jan. 2017 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Grafinn með sex milljónum króna í reiðufé til að borga fyrir syndir sínar

Opinber starfsmaður nokkur beindi þeim tilmælum til eiginkonu sinnar að grafa sig með umtalsverðu magni reiðufés í þeim tilgangi að þóknast guði fyrir syndir hans í lifanda lífi. Maðurinn vildi ekkert gefa upp um það hvers eðlis syndirnar væru en þær hljóta að hafa verið umtalsverðar miðað við upphæðina.
13.jan. 2017 - 19:00 Þorvarður Pálsson

Spurningar um kynferðisofbeldi í stærðfræðiprófi gagnfræðiskóla - ,,Ekki partur af samþykktri námsskrá”

Pennridge skólinn.

Gagnfræðiskóli nokkur hefur þurft að senda frá sér afsökunarbeiðni eftir heldur vandræðaleg mistök kennara sem hefði betur lesið yfir próf sem hann lagði fyrir nemendur sínar. Prófspurningarnar voru flestar mjög undarlegar og virðist sem svo að kennarinn hafi fyrir mistök blandað saman verkefni um bandaríska rithöfundinn Maya Angelou og stærðfræði.


13.jan. 2017 - 15:35 Þorvarður Pálsson

Miklar frosthörkur herja á flóttafólk á grísku eyjunum

Flóttamannabúðirnar Moria á eyjunni Lesbos. Mynd: EPA. Mikið af því flóttafólki sem kemur til Evrópu í leit að betra lífi þarf að dveljast lengi á grískum eyjum þar sem miklar frosthörkur geysa. Stór hluti flóttafólks dvelur í snjóþöktum tjöldum í berum himni og vilja mannréttindasamtökin Amnesty International varpa ljósi á það sem þau segja vera ömurlega meðhöndlun Evrópuland á flóttamannavandanum.
13.jan. 2017 - 14:07 Ari Brynjólfsson

Disney í samræðum við dánarbú Carrie Fisher – Vilja Lilju í fleiri Stjörnustríðsmyndir

Kvikmynda- og skemmtanaveldið Walt Disney á nú í samningaviðræðum við dánarbú Carrie Fisher um að fá leyfi til að nota leikkonuna áfram, þá tölvugerða, í fleiri Stjörnustríðsmyndum. Disney á nú réttinn að Stjörnustríði og áformar að gefa út eina Stjörnustríðsmynd á ári næstu ár. Hershöfðinginn og prinsessan Lilja Organa gegnir stóru hlutverki í kafla 8 sem kemur út í desember og í kafla 9 sem kemur að öllum líkindum út árið 2019. Frá þessu var greint í þættinum Newsnight á BBC.

13.jan. 2017 - 13:48 433

Franskir fjölmiðlar birta lygar um Kolbein

Franskir fjölmiðlar í dag lygar um Kolbein Sigþórsson framherja Nantes. Frá því var sagt að franska félagið vissi ekkert hvar Kolbeinn væri staddur og að hann væri ekki að biðja um launin sín. Andri Sigþórsson umboðsmaður og bróður Kolbeins sagði í samtali við 433.is í dag að þessar fréttir væru langt frá því að sannar.
13.jan. 2017 - 13:06 433

Ná ekki tali af Kolbeini sem biður ekki um laun

Samkvæmt fréttum frá Fraklkandi í dag nær franska félagið, Nantes ekki í Kolbein Sigþórsson framherja félagsins. Kolbeinn var á láni hjá Galatasaray fyrri hluta tímabils en þeim samningi var rift.
13.jan. 2017 - 09:54 Ari Brynjólfsson

Obama um skýrsluna: „Hvað hefur þetta að gera með eitthvað?“

Joe Biden varaforseti Bandaríkjanna staðfestir að hann og Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi rætt um umdeilda skýrslu um Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseta á fundi með fulltrúum alríkislögreglunnar FBI og leyniþjónunstunnar CIA. Líkt og Pressan hefur greint frá er skýrslan mjög eldfim sökum innihaldsins þar sem Trump er sagður handbendi rússneskra stjórnvalda sem geti hótað honum hvenær með birtingu myndbanda af Trump með vændiskonum á hótelherbergi í Moskvu. Bæði Trump og yfirvöld í Kreml segja innihaldið þvætting og skáldskap, en skýrslan var unnin af njósnara með tengsl við bresku leyniþjónustuna MI6, hann er nú í felum.

13.jan. 2017 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Heitar umræður í kjölfar blóðugs dags hjá leikskólabörnum: Fóru í heimsókn í sláturhús

Heitar umræður hafa orðið á samfélagsmiðlum í kjölfar heimsóknar leikskólabarna á leikskólanum Granstubben í Noregi í sláturhús þar sem hreindýrum er slátrað. Ekki eru allir sáttir við þessa heimsókn en leikskólastjórinn segir að heimsóknin hafi verið fullkomlega eðlileg.
13.jan. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Einstæður krabbameinssjúkur faðir notaði síðustu mánuði lífsins til að finna nýtt heimili fyrir son sinn

Þrátt fyrir mikla verki, sem fylgdu krabbameini sem hann þjáðist af, eyddi Nick Rose, 40 ára, síðustu mánuðum lífsins til að finna gott fósturheimili fyrir fjögurra ára son sinn. Það var forgangsverkefni Nick að finna syni sínum, Logan, gott fósturheimili.
13.jan. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Notkun handjárna í tengslum við kynlíf fór úrskeiðis: Kalla þurfti lögreglu til aðstoðar

Á öðrum tímanum aðfaranótt miðvikudags var hringt í lögregluna í Þrándheimi í Noregi og bar hringjandi sig illa. Hann sagðist þurfa að fá lögreglu heim til sín því hann hefði handjárnað konu við rúmið en það hafði að hans sögn verið hluti af kynlífsleik þeirra. En þegar losa átti handjárnin af konunni kom upp vandamál, lykillinn að handjárnunum fannst ekki.
13.jan. 2017 - 06:00 Kristján Kristjánsson

16 ára piltur skotinn til bana í Malmö

Um klukkan 19 í gærkvöldi var lögreglunni í Malmö í Svíþjóð tilkynnt að skotum hefði verið hleypt af við biðstöð strætisvagna á Amiralsgatan. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir 16 ára pilt sem hafði verið skotinn. Hann var strax fluttur á sjúkrahús en lést skömmu eftir komuna þangað.
12.jan. 2017 - 23:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

12 ára stúlka framdi sjálfsmorð í beinni útsendingu á Facebook eftir að fjölskyldumeðlimur misnotaði hana

Myndband af skelfilegu sjálfsmorði 12 ára stúlku hefur verið dreift víða um samfélagsmiðla og er lögreglan hjálparlaus að stöðva dreifingu myndbandsins. Katelyn Nicole Davis var frá Georgia í Bandaríkjunum. Hún sagði áhorfendum að fjölskyldumeðlimur hafði kynferðislega misnotað hana áður en hún hengdi sig í beinni útsendingu á Facebook.
12.jan. 2017 - 22:00 Sylvía Rut Sigfúsdóttir

„Ég vissi ekki að ég væri ófrísk fyrr en ég sá höfuð barnsins míns á milli fótanna“

Sumar mæður velja að eiga börnin sín heima í svokallaðri heimafæðingu og sumar neyðast til þess að fæða heima ef barninu liggur á að koma í heiminn og ekki gefst tími til þess að komast á sjúkrahús. Flestar þessar konur eiga samt það sameiginlegt að vita að þær eigi von á barni en hin 19 ára Emma fékk áfall þegar hún eignaðist barn sitt á eldhúsgólfinu heima.12.jan. 2017 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Pólski utanríkisráðherrann sagðist hafa átt í viðræðum við ríki sem ekki er til: Það var stofnað í snatri

Witold Waszczykowski, utanríkisráðherra Póllands, hefur heldur betur fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum undanfarið í kjölfar ótrúlegra ummæla hans. Pólland sækist nú eftir að fá sæti í öryggisráði SÞ en til að svo verði þarf að afla stuðnings annarra ríkja. Það var einmitt það sem utanríkisráðherrann var að gera í ferð til New York nýlega.
12.jan. 2017 - 17:30 Þorvarður Pálsson

Umhverfisstofnun Bandaríkjanna sakar Fiat Chrysler um að svindla á mengunarvörnum

2016 árgerð af Jeep Cheereoke. E.P.A., umhverfisstofnun Bandaríkjanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að bílaframleiðandinn Fiat Chrysler hafi notast við ólöglegan hugbúnað til að gera nokkrum gerðum af díselbílum fyrirtækisins kleift að gefa frá sér meiri útblástur mengandi efna en leyfilegt sé samkvæmt bandarískum lögum. Þetta mál þykir minna um margt á mál bílaframleiðandans Volkswagen sem hefur verið dæmdur til greiðslu sektar sem hleypur á milljörðum dollara vegna sambærilegra brota.
12.jan. 2017 - 16:45 Þorvarður Pálsson

Framleiðendur Nutella í vanda – Fjarlægt úr hillum verslana vegna krabbameinsvaldandi efna

Ferrero, framleiðandi hins sívinsæla Nutella eru í vanda eftir að stofnun innan Evrópusambandsins sem sér um matvælaeftirlit, European Food Standards Authority, lýsti því yfir í maí síðastliðnum að í Nutella væru krabbameinsvaldandi efni. Nú hefur stærsta matvöruverslunarkeðja Ítalíu, heimalands Nutella, hætt sölu á vörunni í varúðarskyni.
12.jan. 2017 - 15:30 433

Hóta að setja stuðningsmenn United og Liverpool í fangelsi

Lögreglan á Englandi ætlar að taka hart á þeim mönnum sem voga sér að fara yfir strikið þegar leikur Liverpool og Manchester United fer fram um helgina. Gríðarlegt hatur ríkir á milli þessara liða og birtist það oft í ljótri mynd. Stuðningsmenn Liverpool leika oft hrapandi flugvél til að leika eftir flugslysið í Munchen þegar stór hluti leikmanna United lést.


Makaleit: Jólin saman 2016
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 10.1.2017
Orðaskipti okkar Björns Bjarnasonar
Austurland
Austurland - 12.1.2017
Reiður, gamall maður
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 11.1.2017
Ég styð þessa ráðherraskipan
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 13.1.2017
Meira af því sama?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.1.2017
Gæfa Dana og gengi
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 14.1.2017
Þjóðin í blóma og á réttri leið
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 12.1.2017
Stolt Akureyrar
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 15.1.2017
Ísjakinn okkar er að bráðna
Gestur K. Pálmason
Gestur K. Pálmason - 16.1.2017
Aðeins um ákvarðanir og forgangsröðun
Vestfirðir
Vestfirðir - 15.1.2017
Haldið til Hvanneyrar
Austurland
Austurland - 16.1.2017
Sameiningamálin
Austurland
Austurland - 17.1.2017
Læra menn aldrei af reynslunni?
Fleiri pressupennar