17. maí 2012 - 19:46

Evrópa er á barmi efnahagshruns: Varað við evrugeddon og afleiðingum um allan heim

Evrópa er á barmi efnahagshruns sem kann að hafa víðtækar afleiðingar um allan heim, svo sannarlega líka hér á landi. Forsætisráðherra Breta segir dómsdag nálgast; Grikkland er stjórnlaust og þar líkt og á Spáni óttast menn víðtæk áhlaup á banka næstu daga þar sem landsmenn vilja fremur geyma reiðufé undir koddanum en á ótraustum bankabókum fjármálastofnana sem óvíst er hvort lifa næstu daga af.

Grikkir hafa tekið út gífurlegar fjárhæðir í reiðufé síðustu daga og matsfyrirtæki keppast við að lækka lánshæfiseinkunnir evrópskra banka. Skuldabréfaútboð á Spáni mistókst með öllu og þjóðstjórn hefur verið sett á til bráðabirgða í Grikklandi, þar til kosið hefur verið að nýju. Forseti landsins viðurkennir að ógnarástand ríki og óttinn sé mikill. Evrópskir fjölmiðlar vitna til evrugeddon og snúa þar út úr orðinu Harmageddon, eða ragnarökum -- heimsendi.

Gríðarlegur titringur er á fjármálamörkuðum og neyðarfundir eru nú haldnir hjá ríkisstjórnum margra Evrópuríkja, en Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, segir að evrusvæðið sé á góðri leið með að brotna saman innan frá og gagnrýndi leiðtoga Evrópu harðlega í dag fyrir að mistakast með öllu að grípa til viðeigandi aðgerða vegna fjármálahrunsins í Grikklandi.

King segir að sú stefna að vinna tíma og velta vandanum á undan sér hafi beðið algjört skipbrot. Breski forsætisráðherrann David Cameron varaði í dag við dómsdegi þar sem öll Evrópa geti sogast inn í allsherjar efnahagshrun og hvatti Merkel kanslara Þýskalands til að samþykkja auknar fjárveitingar til víðtækra björgunaraðgerða.

„Við erum á ókunnum slóðum og það felur í sér gríðarlega áhættu fyrir okkur öll,“ sagði Cameron. Hann sagði Breta myndu gera hvað sem er til að bregðast við afleiðingum þess efnahagsstorms sem væri í aðsigi.

Bretar eru með sitt Sterlingspund og utan evrusvæðisins, en Cameron segir að leiðtogar í Evrópu verði að ákveða sig strax hvort þeir ætli að styrkja böndin og komast í gegnum erfiðleikana í sameiningu en skilja ella. Þá benti hann á að hagvaxtartölur í Þýskalandi séu með ágætum meðan nær öll önnur evruríki horfi upp á samdrátt og kjarni í myntsamstarfi hljóti að felast í því að sterkari ríki komi þeim veikari til aðstoðar á ögurstundu.

Cameron tók þátt í símafundi í dag með Mario Monti forsætisráðherra Ítalíu, Francois Hollande nýkjörnum Frakklandsforseta og Merkel. Var símafundurinn undirbúningur fyrir leiðtogafund átta helstu iðnríkja heims (G8) sem hefst annað kvöld. Er búist við að þar verði efnahagskrísan í Evrópu mál málanna.

Slæm staða efnahagsmála er talin vatn á myllu ýmissa róttækra öfgahópa, eins og kom í ljós í grísku þingkosningunum á dögunum þegar nýnasistar náðu umtalsverðum árangri. Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, sagði í dag að ástandið í Evrópu sé orðið grafalvarlegt. „Þetta gæti orðið hrikalegt fyrir Evrópu,“ sagði hann og benti á að margt væri líkt með ástandinu nú og því sem ríkti í álfunni þegar nasistar náðu fótfestu í Þýskalandi á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina.
27.feb. 2015 - 12:00

Þetta vissir þú ekki um framhjáhald!

Hafsjór af rannsóknum hafa verið gerðar um framhjáhald í því skyni að öðlast skilning á því hvað fær fólk til að halda framhjá. Margar þessara rannsókna varpa óvæntu ljósi á framhjáhald og draga fram ýmsar staðreyndir sem koma flestum á óvart.
27.feb. 2015 - 10:00

Versta stefnumót sögunnar? Var svæfður og eistun fjarlægð

Það sem átti að verða djarft stefnumót með væntanlegum ástarleik í framhaldinu breyttist í algjöra martröð þegar Dmitry Nikolaev vaknaði upp eftir að hafa verið byrlað eitur svo hann missti meðvitund. Þegar hann vaknaði var hann með mikla verki og blóðbletti í klofinu enda var búið að fjarlægja eistu hans.
27.feb. 2015 - 09:36 Sigurður Elvar

Bestu ljósmyndir Getty - fjölbreytt flóra íþróttagreina í úrvali vikunnar

Að venju var mikið um að vera í íþróttalífinu a heimsvísu í síðustu viku. Ljósmyndarar Getty voru á flestum þeirra og hér fyrir neðan má sjá bestu myndirnar að þeirra mati. Það er fjölbreytt flóra af íþróttum sem koma við sögu í þessari myndasyrpu.
27.feb. 2015 - 09:17 Sigurður Elvar

Chelsea landaði risasamningi við dekkjaframleiðanda – 8 milljarðar kr. á ári

Chelsea hefur ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af fjármálum á undanförnum árum og nýr risasamningur félagsins við japanska fyrirtækið Yokohama tryggir fjárhagsstoðir toppliðsins í ensku úrvalsdeildinni enn frekar. Yokohama, sem er þekkt fyrir framleiðslu á hjólbörðum, verður aðalsamstarfsaðili Chelsea næstu fimm árin og er samningurinn sá næst stærsti á þessu sviði hjá ensku úrvalsdeildarliði.
27.feb. 2015 - 08:17

Syrgjandi móðir fékk einstaka gjöf sem hún á aldrei eftir að gleyma

Þegar Michelle,  áströlsk þriggja barna móðir, settist upp í bílinn með börnunum sínum síðustu helgi hélt hún að hún væri á leið í heilsulind. Nokkrum mínútum síðar greip útvarpið athygli hennar á heldur óhefðbundin máta. Á þeirri stundu komst Michelle að því að eitthvað stórkostlegt væri í uppsiglingu.
27.feb. 2015 - 00:01 Sigurður Elvar

Sigmundur Már verður fyrsti íslenski dómarinn í lokakeppni EM í körfubolta

Sigmundur Már Herbertsson, FIBA Europe dómari hjá KKÍ, hefur verið tilnefndur af evrópska körfuknattleikssambandinu til að dæma á lokamóti EM, EuroBasket 2015, nú í haust. Þessi útnefning er mikil viðurkenning fyrir íslenskan körfuknattleik og íslenska dómara og er því nú enn einn nýr kaflinn skrifaður í körfuknattleikssögu Íslands.
26.feb. 2015 - 20:15

Spörkuðu syninum út, gáfu honum 30 milljónir og báðu hann um að hafa aldrei samband aftur

Ungur maður sem hafði samband við ráðgjafasíðu á erlendum fréttavéf á í vægast sagt óvenjulegu sambandi við foreldra sína sem hafa varpað honum á dyr með fúlgur fjár og biðja hann um að hafa aldrei samband við sig aftur.
26.feb. 2015 - 17:20

Fjólublár fljúgandi furðuhlutur truflaði upptöku á sjónvarpsþætti: Myndband

Nýlega var kvikmyndatökulið á vegum sjónvarpsstöðvar í Perú að taka upp efni fyrir sjónvarpsþáttinn Alto al Crimen í Miraflores hverfinu, sem er hverfi vel stæðs fólks, í Lima. Skyndilega tóku þáttagerðarmenn eftir fjólubláum disklaga hlut sem sveimaði yfir byggingarsvæði í nágrenninu.
26.feb. 2015 - 14:40

Vísindamenn vilja hefja markvissar útvarpssendingar út í geiminn

Í rúmlega 30 ár hefur verið hlustað markvisst eftir útvarpssendingum utan úr geimnum en án árangurs. Þetta er hið svokallaða SETI verkefni. Nú segir einn helsti vísindamaðurinn sem starfar við SETI að tími sé kominn til að byrja að senda útvarpsefni út í geiminn á markvissan hátt í þeirri von að vitsmunaverur á öðrum plánetum heyri þær. En það eru ekki allir sammála þessari hugmynd og telja þetta geta verið mjög varasamt.
26.feb. 2015 - 12:00

Það eru ormagöng í miðju Vetrarbrautarinnar: Gerir ferðalög til annarra vetrarbrauta möguleg

Í kvikmyndinni Interstellar ferðast aðalpersónan í gegnum svokölluð ormagöng og kemur heil á húfi út hinu meginn. Nú segja eðlisfræðingar að í miðju Vetrarbrautarinnar okkar séu ormagöng sem eru nægilega stöðug til að hægt sé að ferðast í gegnum þau og komast út úr þeim á öðrum stað í alheiminum.
26.feb. 2015 - 09:00

Ranglega sakaður um nauðgun: Missti ófætt barn sitt, var misþyrmt og varð að flýja heimabæ sinn

Í 20 mánuði var hann laus gegn tryggingu og beið réttarhalda eftir að hafa verið ákærður fyrir nauðgun. Þann tíma var hvað eftir annað ráðist á hann og sambýliskona hans missti fóstur er hún datt við að flýja undan æstum múg sem ætlaði að ráðast á þau. Síðan kom í ljós að ásökunin um nauðgun var uppspuni.
26.feb. 2015 - 08:41 Sigurður Elvar

Knattspyrnuleikir bannaðir í Grikklandi – stjórnvöld hafa fengið nóg af ofbeldi og slagsmálum

Stjórnvöld í Grikklandi hafa í nógu að snúast við að slökkva elda í efnahagslífinu og þar á bæ er þörf á vinnufriði. Ríkisstjórn Grikklands hefur nú bannað alla knattspyrnuleiki í landinu um óákveðin tíma vegna óláta og ofbeldis á knattspyrnuleikjum að undanförnu.
25.feb. 2015 - 21:15

Eiginmaðurinn hélt framhjá: Setti laxerolíu í drykkinn hans, eyðilagði fötin, skemmdi glæsibílinn og hirti fyrirtækið

Hana hafði lengi grunað eiginmann sinn um framhjáhald. Þegar sönnunin loks lá fyrir rak hún viðhaldið hans úr vinnunni og síðan tók við langt stríð milli hjónanna sem helst minnti á kvikmyndina War of the Roses þar sem Michael Douglas og Kathleen Turner tókust á.
25.feb. 2015 - 15:00

Það er staðfest: Konur eru betri ökumenn en karlar

Nú er ekki lengur hægt að stríða konum með að þær séu verri ökumenn en karlar. Breska fyrirtækið Incarcleverness telur sig hafa sýnt fram á að konur séu betri ökumenn en karlar. Þetta er byggt á gögnum sem var aflað hjá breskum bílaleigum.
25.feb. 2015 - 10:00

Ný súkkulaðitegund lætur fólk líta út fyrir að vera yngra en það er: Vísindamenn ekki sammála

Það hlýtur að vera draumur allra þeirra sem finnst gott að borða súkkulaði að nú er búið að þróa nýja tegund súkkulaðis sem lætur fólk líta út fyrir að vera yngra en það er í raun og veru. Þetta eru kannski sérstaklega góðar fréttir fyrir þá sem eru komnir af unglingsárum.
25.feb. 2015 - 09:42 Sigurður Elvar

Englendingar vilja ekki missa jólatörnina – og Þjóðverjar vilja bætur vegna vetrar HM 2022

Eins og fram kom í gær geta knattspyrnuáhugamenn á Íslandi og víðar „sötrað“ jólabjórinn þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla fer fram árið 2022 í Katar. Keppnin á að hefjast 26. nóvember og úrslitaleikurinn fer fram á Þorláksmessu eða 23. desember 2022. Þessi óhefðbundni tímarammi mun setja keppnishaldið í mörgum stærstu deildum heims úr skorðum tímabilið 2022-2023 og tímabilin þar á undan og eftir raskast eitthvað líka. 
25.feb. 2015 - 09:00 Sigurður Elvar

Luis Suarez hefur breyst – vinnusemi og óeigingirni einkenna hinn umdeilda framherja

Luis Suarez hafði fyrir leikinn í gær gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, aðeins skorað 7 mörk í 22 leikjum fyrir Barcelona. Landsliðsmaðurinn frá Úrúgvæ vaknaði heldur betur til lífsins í gær þegar hann skoraði tvívegis í 2-1 sigri Barcelona í sínum fyrsta leik á Englandi eftir brotthvarfið frá Liverpool.
24.feb. 2015 - 22:00

„Sannleikurinn er þarna úti!“: Fyrrum ráðgjafi Obama kyndir undir umræður um fljúgandi furðuhluti

„Stærstu mistök mín 2014 voru að ég náði ekki að fá gögnin um fljúgandi furðuhluti birt.“ Þetta sagði John Podesta á Twitter nýlega en hann er fyrrum starfsmannastjóra Bill Clintons í Hvíta húsinu og einnig var hann ráðgjafi hjá Barack Obama. Þetta hefur kynnt vel undir umræður um tilvist fljúgandi furðuhluta og samsæriskenningar tengdum málefninu.
24.feb. 2015 - 20:07

Þetta vissirðu örugglega ekki um Kaupmannahöfn

Í miðborg Kaupmannahafnar hafa margir merkir atburðir átt sér stað og margir merkir einstaklingar hafa gengið þar um stræti í gegnum tíðina, þar á meðal margir Íslendingar. Þegar gengið er um götur þessa gamla höfuðstaðar okkar í dag er erfitt að ímynda sér hvað sagan hefur að geyma en hér er hulunni svipt af nokkrum athyglisverðum staðreyndum um Kaupmannahöfn.
24.feb. 2015 - 16:25

Var óánægður með klippinguna og gekk berserksgang á hárgreiðslustofunni

Fólk getur verið misjafnlega ánægt með hárklippingu en sjaldgæft er að óáánægja með hárið valdi svo öfgakenndum viðbrögðum að hringja þurfi á lögregluna. Þetta gerðist þó á hárgreislustofu í Stamford, Connecticut fyrir nokkrum dögum.
24.feb. 2015 - 14:00

Barnapössun skilaði 15 ára stúlku 60 milljónum í tekjur á síðasta ári

Fæsta hefði kannski grunað að það væri hægt að hafa góðar tekjur af því að gæta barna og hvað þá þegar fólk er aðeins 15 ára. 60 milljónir í árstekjur verða að teljast góðar tekjur og það sérstaklega þegar maður er bara 15 ára. Framtíðin hlýtur því að vera björt.
24.feb. 2015 - 09:50 Sigurður Elvar

Myndband: Tíu ára sonur LeBron James er með ótrúlega hæfileika í körfuboltaíþróttinni

Það er ljóst að Bronny James, tíu ára gamall sonur LeBron James, á framtíðina fyrir sér í körfuboltaíþróttinni. Faðir hans var á sínum tíma eitt mesta efni sem fram hefur komið í Bandaríkjunu. James hefur verið í fremstu röð í NBA deildinni allt frá því hann kom í deildina árið 2003 þá 19 ára gamall en hann leikur nú með Cleveland Cavaliers.  
24.feb. 2015 - 09:34

Matartegundir sem valda þér mestri fíkn – og minnstri

„Margar rannsóknir gefa til kynna að matur sem er í senn mjög gómsætur og mikið unninn geti kallað fram hegðun og valdið breytingum í heilanum sem vanalega myndu falla undir skilreiningar á fíkn þeirra sem eru háðir áfengi og fíkniefnum.“
24.feb. 2015 - 09:27 Sigurður Elvar

HM í Katar 2022 verður með jólastemningu – lagt til að keppnin hefjist í nóvember

Nefnd á vegum Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, hefur komist að þeirri niðurstöðu að heimsmeistaramótið í Katar árið 2022 eigi að fara fram á tímabilinu nóvember til desember.  Tillaga nefndarinnar verður lögð fyrir stjórnarfund FIFA  20. mars n.k.
24.feb. 2015 - 08:58

Sykurpabbi: Ég vorkenni ekki stelpunum sem velja að vera sykurstelpur

57 ára karl sem hefur greitt mörgum svokölluðum sykurstelpum fyrir kynlíf segist ekki vorkenna þeim. Þær viti vel að hverju þær ganga og þetta sé ekkert annað en vændi. Maðurinn hefur undanfarin 20 ár keypt sér kynlífsþjónustu hjá þeim sem hann kallar „áhugamannavændiskonur“.

23.feb. 2015 - 21:15

Sykurpabbar breyta kynlífshegðun ungra kvenna: „Ég hætti að telja þegar ég var komin í 100“

Nýjar netsíður sem gera út á stefnumót eru komnar vel áleiðis með að breyta kynlífshegðun ungs fólks að mati margra sérfræðinga. Það virðist færast í aukana að ungar stúlkur og konur selji aðgang að líkama sínum, án þess þó að telja sig vera að stunda vændi. Þær nota stefnumótasíður til að komast í samband við eldri menn sem eru reiðubúnir að greiða þeim fyrir kynlíf.
23.feb. 2015 - 20:00

Feita stelpan í bekknum er 54 kíló

Það erum við þessi fullorðnu sem berum mikla ábyrgð á hvernig viðhorf börnin okkar hafa til líkama sinna. Nýlega fékk ég 14 ára stúlku, sem var í starfsnámi hjá mér, til að skrifa smá grein um hvernig það er að vera 14 ára stelpa í dag. Úr varð átakanleg lýsing á hvernig allt snýst um að vera grannur í bekknum hennar.
23.feb. 2015 - 18:00

Enginn mætti í 6 ára afmælið – Þá komu nágrannar og lögreglan til sögunnar

Þrátt fyrir að 6 ára afmælisdagurinn hafi ekki byrjað vel þá er óhætt að segja að afmælisbarnið hafi átt einn besta dags lífs sín. 16 bekkjarsystkinum var boðið í afmælið en ekkert þeirra mætti þrátt fyrir að foreldrar þeirra hafi ekki boðað forföll.
23.feb. 2015 - 16:30

Fjarlægar dvergvetrarbrautir geta varpað ljósi á leyndardóma alheimsins

Í dag er vitneskja vísindamanna um alheiminn að miklu leyti byggð á þyngstu og greinilegustu vetrarbrautunum sem sjást auðveldlega. En nú á að fara að taka litlar og daufar dvergvetrarbrautir með í reikninginn því í þeim er að finna mikilvægar upplýsingar um alheiminn í upphafi hans.
23.feb. 2015 - 14:30 Sigurður Elvar

„Þú sparkar eins og stelpa“ - ungur þjálfari vill breyta staðalímyndum um boltaíþróttir

Bjarki Már Ólafsson, tvítugur knattspyrnuþjálfari, skrifar áhugaverða grein á bloggsíðu sem hann heldur úti. Þar lýsir Bjarki því hvernig sýn hans á kvennaíþróttir breyttist eftir að hann fór að þjálfa stúlkur á aldrinum 9-12 ára. 
23.feb. 2015 - 13:15

Ungt barn lést af völdum mislinga

18 mánaða barn lést í dag af völdum mislinga. Heilbrigðisyfirvöld segja ekki vitað hvernig eða hvar barnið smitaðist af mislingum. Barnið átti heima í Berlín í Þýskalandi en Þjóðverjar glíma nú við umtalsverðan mislingafaraldur, þann mesta síðan 2001. Skóla í úthverfi Berlínar hefur verið lokað eftir að nemandi þar veiktist af völdum mislinga.
23.feb. 2015 - 12:02

Hjartnæm ræða stal senunni á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt

Hjartnæm ræða Óskarsverðlaunahafans Graham Moore, handritshöfundar kvikmyndarinnar „The Imitation Game” vakti gríðarlega athygli í nótt, þegar hann tók við verðlaununum fyrir besta handritið. Þar sagði hann opinskátt frá eigin þunglyndi og sjálfsvígstilraun á unglingsárunum, í þeim tilgangi að vekja fólk til umhugsunar.
23.feb. 2015 - 09:59

Farsíminn þinn er skítugri en klósettið

Hvort viltu frekar koma við farsímann þinn eða klósettið? Flestir svara væntanlega að þeir vilji frekar koma við farsímann en samt sem áður eru fleiri bakteríur á farsímum fólks en á klósettinu.
23.feb. 2015 - 09:50 Sigurður Elvar

Ronaldo þokaði sér upp í þriðja sætið yfir markahæstu leikmenn Real Madrid

Cristiano Ronaldo þokaði sér upp í þriðja sætið yfir markahæstu leikmenn allra tíma hjá Real Madrid á Spáni. Portúgalski landsliðsmaðurinn skoraði sitt 290. mark fyrir Evrópumeistaraliðið um helgina í 2-0 sigri Real Madrid gegn Elche á útivelli.
23.feb. 2015 - 09:04 Sigurður Elvar

„Draugaleikir“ er nýjasta útspilið í veðmálasvindlinu í knattspyrnunni

Veðmál sem eru tengd íþróttaviðburðum velta mörg hundruð milljörðum kr. á hverju ári – og hafa margir áhyggjur af þróuninni þar sem freistingar fylgja gríðarlegri peningaveltu í þessum iðnaði.
23.feb. 2015 - 05:35

Þetta eru sigurvegarar Óskarsverðlaunanna 2015

Nú liggja niðurstöður Óskarsverðlaunanna fyrir og hér má sjá hverjir sigruðu í helstu flokkum. Kynnir kvöldsins var enginn annar en Neil Patrick Harris og þótti hann standa sig með mestu prýði; ekki síst þegar hann mætti á sviðið á nærbuxunum einum saman.
22.feb. 2015 - 21:00

Einstæð móðir á bótum eyddi 600.000 krónum af skattpeningum í draumaferðina sína

Hún er 28 ára gömul einstæð móðir og fær um 1,7 milljónir á ári frá ríkinu í barnabætur, tekjutryggingu og skattaafslátt. En hún býr hins vegar hjá foreldrum sínum sem borga allt fyrir hana. Nýlega fór hún í 600 000 króna skemmtiferð með syni sínum á kostnað skattgreiðenda.
22.feb. 2015 - 14:10

Harmleikur: Þriggja ára drengur gekk út í kalda nóttina og fraus í hel

Hræðilegur atburður átti sér stað í Toronto í Kanada í nótt. Þriggja ára drengur rambaði þá fáklæddur úr húsi út í kalda vetrarnóttina og fannst látinn. Atburðurinn hefur hvarvetna vakið mikinn harm í borginni.
22.feb. 2015 - 12:15

Að vera mjó gerði mig ekki hamingjusama – en að vera feit gerir það!

„Skoðaðu myndina hérna fyrir neðan. Stúlkan til vinstri er ég, í alvörunni ég – fyrir fimm árum, eftir að hafa fætt þrjú börn. Stúlkan til hægri er líka ég, eins og ég lít út í dag.“
22.feb. 2015 - 08:07

Til látna hryðjuverkamannsins

Það kemur þér kannski á óvart að heyra eftirfarandi en algjörlega tilgangslaus dauði þinn hefur ekki breytt miklu fyrir okkur hin. Á meðan þú liggur kaldur og lífvana í kæligeymslu á einhverjum óþekktum stað í Kaupmannahöfn, þá halda fuglarnir söng sínum áfram í Fælledparken.
21.feb. 2015 - 22:00

Starfsmaður Neyðarlínunnar hneykslaður: „Hvernig getur þú hringt þegar búið er að skjóta þig í höfuðið?“

Helsærður 16 ára drengur hringdi í sænsku neyðarlínuna eftir að hann og vinur hans voru skotnir í Norrhammar í október en lenti þá í því að starfsmaður neyðarlínunnar trúði honum ekki. Ekki nóg með það heldur var símtali hans ekki svarað fyrr en í þriðju tilraun því í fyrstu tveimur hringdi út. Málið hefur vakið mikla hneykslan og reiði í Svíþjóð.
21.feb. 2015 - 21:00

Myrt eftir nýárspartí: Farsímasendar röktu ferðir morðingjans

Á gamlárskvöld 2008 fór Dana Clair Edwards í áramótapartý í borginni San Antonio í Texas, þar sem hún bjó, eftir að hafa eytt jólunum hjá foreldrum sínum í smábæ skammt frá. Þegar hún hvorki hafði samband við foreldra sína daginn eftir né svaraði í síma urðu þau áhyggjufull.
21.feb. 2015 - 18:05

Lýsir baráttu við lystarstol: Byrjaði með saklausri megrun en endaði á geðdeild - MYNDBAND

Það byrjaði nógu sakleysislega: 14 ára lífsglaða unglingsstúlku langaði til að grenna sig dálítið fyrir sumarfríið svo hún myndi líta vel út í bikini. En smám saman fór allt á verri veg: Með hverjum deginum varð hún strangari við sig í mataræðinu og hélt áfram að léttast.
21.feb. 2015 - 16:39

Myndir af tveimur litlum tunglum Plútós opna nýjar dyr út í óravíddir geimsins

Tveir litlir deplar, sem sjást á nýjum myndum af Plútó, virðast kannski vera eins og daufir deplar á tölvuskjá en svo er aldeilis ekki. Þessar nýju myndir voru teknar af New Horizons geimfari NASA sem er á leið til Plútó. Myndirnar eru smávegis rifa á dyrum að gríðarlega stóru svæði í geimnum sem mannkynið hefur aldrei áður barið augum. Þessar dyr munu opnast hægt og rólega á næstu vikum.
21.feb. 2015 - 12:00

63 ára amma hefur haft mök við 3.000 menn á 30 árum: Uppgötvaði heim makaskipta

Marie Calvert kynntist manninum sínum þegar hún var 15 ára og giftist honum þegar hún var 19 ára. Þau eru ennþá hamingjusamlega gift í dag. En þegar Marie var rúmlega þrítug kom eiginmaðurinn einu sinni heim með tímarit um „swing“ eða makaskipti og eftir það breyttist líf þeirra.
21.feb. 2015 - 08:00

Á svo einfaldan og sérstakan hátt var hægt að draga úr glæpum um 82 prósent

Veggjakrot, fíkniefnaviðskipti, vændi og rán voru allt að því hluti af hversdagslífinu í Eastlake hverfinu í Oakland borg í Bandaríkjunum. Þá kom að því að einum íbúa hverfisins, Dan Stevenson, var nóg boðið og greip til sinna ráða. Með því að grípa til einfaldrar og sérstakrar aðgerðar tókst honum að lækka glæpatíðnina í hverfinu um 82 prósent.
20.feb. 2015 - 21:00

Fjögur atriði sem drepa hjónabandið - og hvað einkennir góð hjónabönd?

Hann getur hlustað á par í fimm mínútur og ákvarðað með 91% nákvæmni hvort það kemur til með að skilja. John Gottman hefur rannsakað hjónabönd í yfir 40 ár og meðal paranna sem sækja námskeið hans eru helmingi færri sem falla í sama farið aftur en eftir hefðbundna sambandsráðgjöf.
20.feb. 2015 - 15:19

Móðirin sem lokaði börnin sín þrjú inni í 10 ár ekki í gæsluvarðhald

Dómari við þingréttinn í Kristianstad í Svíþjóð féllst ekki á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald yfir konunni sem var handtekin í gær grunuð um að hafa læst börn sín þrjú inni í allt að 10 ár. Eftir um tveggja klukkustunda þinghald kvað dómari upp úrskurð sinn og var konan því frjáls ferða sinna.
20.feb. 2015 - 13:25

Hákarli skolaði á land: Tveir fellibyljir herja á Ástralíu - Óttast gífurlega eyðileggingu

Fellibylurinn Marcia tók land á norðausturströnd Ástralíu í gærkvöldi en fellibylurinn Lam tók land enn norðar í landinu. 134 skólum og flugvöllum hefur verið lokað og íbúar hafa verið fluttir frá svæðum sem reiknað er með að verði illa úti. Yfirvöld óttast gífurlega eyðileggingu af völdum óveðranna.  Þá skolaði hákarli á land í látunum.
20.feb. 2015 - 11:00

Ást og kynlíf í N-Kóreu: Banka upp á og vona að mamma komi ekki til dyra

Þegar Norður-kóresk ungmenni vilja bjóða hvert öðru á stefnumót þurfa þau yfirleitt að banka upp á heima hjá viðkomandi því fæstir eiga farsíma eða tölvu. Flest ung fólk býr í foreldrahúsum sem gerir ástarfundi enn erfiðari en ella. Engu að síður er ástarlíf í N-Kóreu í þróun eins og annars staðar.

Sena: - The Grump (út 6)
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 13.2.2015
Snilldarverk
Aðsend grein
Aðsend grein - 13.2.2015
Gleymdu karlarnir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2015
Ég á afmæli í dag
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 13.2.2015
Skiptir máli hver þú ert?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.2.2015
Stefán á að biðjast afsökunar
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 14.2.2015
Trú og siður Jóns Gnarrs
Einar Kárason
Einar Kárason - 16.2.2015
Þeir bættu ekki hjólið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.2.2015
Einar og Stefán stóryrtir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.2.2015
Málstaður Íslendinga
Fleiri pressupennar