17. maí 2012 - 19:46

Evrópa er á barmi efnahagshruns: Varað við evrugeddon og afleiðingum um allan heim

Evrópa er á barmi efnahagshruns sem kann að hafa víðtækar afleiðingar um allan heim, svo sannarlega líka hér á landi. Forsætisráðherra Breta segir dómsdag nálgast; Grikkland er stjórnlaust og þar líkt og á Spáni óttast menn víðtæk áhlaup á banka næstu daga þar sem landsmenn vilja fremur geyma reiðufé undir koddanum en á ótraustum bankabókum fjármálastofnana sem óvíst er hvort lifa næstu daga af.

Grikkir hafa tekið út gífurlegar fjárhæðir í reiðufé síðustu daga og matsfyrirtæki keppast við að lækka lánshæfiseinkunnir evrópskra banka. Skuldabréfaútboð á Spáni mistókst með öllu og þjóðstjórn hefur verið sett á til bráðabirgða í Grikklandi, þar til kosið hefur verið að nýju. Forseti landsins viðurkennir að ógnarástand ríki og óttinn sé mikill. Evrópskir fjölmiðlar vitna til evrugeddon og snúa þar út úr orðinu Harmageddon, eða ragnarökum -- heimsendi.

Gríðarlegur titringur er á fjármálamörkuðum og neyðarfundir eru nú haldnir hjá ríkisstjórnum margra Evrópuríkja, en Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, segir að evrusvæðið sé á góðri leið með að brotna saman innan frá og gagnrýndi leiðtoga Evrópu harðlega í dag fyrir að mistakast með öllu að grípa til viðeigandi aðgerða vegna fjármálahrunsins í Grikklandi.

King segir að sú stefna að vinna tíma og velta vandanum á undan sér hafi beðið algjört skipbrot. Breski forsætisráðherrann David Cameron varaði í dag við dómsdegi þar sem öll Evrópa geti sogast inn í allsherjar efnahagshrun og hvatti Merkel kanslara Þýskalands til að samþykkja auknar fjárveitingar til víðtækra björgunaraðgerða.

„Við erum á ókunnum slóðum og það felur í sér gríðarlega áhættu fyrir okkur öll,“ sagði Cameron. Hann sagði Breta myndu gera hvað sem er til að bregðast við afleiðingum þess efnahagsstorms sem væri í aðsigi.

Bretar eru með sitt Sterlingspund og utan evrusvæðisins, en Cameron segir að leiðtogar í Evrópu verði að ákveða sig strax hvort þeir ætli að styrkja böndin og komast í gegnum erfiðleikana í sameiningu en skilja ella. Þá benti hann á að hagvaxtartölur í Þýskalandi séu með ágætum meðan nær öll önnur evruríki horfi upp á samdrátt og kjarni í myntsamstarfi hljóti að felast í því að sterkari ríki komi þeim veikari til aðstoðar á ögurstundu.

Cameron tók þátt í símafundi í dag með Mario Monti forsætisráðherra Ítalíu, Francois Hollande nýkjörnum Frakklandsforseta og Merkel. Var símafundurinn undirbúningur fyrir leiðtogafund átta helstu iðnríkja heims (G8) sem hefst annað kvöld. Er búist við að þar verði efnahagskrísan í Evrópu mál málanna.

Slæm staða efnahagsmála er talin vatn á myllu ýmissa róttækra öfgahópa, eins og kom í ljós í grísku þingkosningunum á dögunum þegar nýnasistar náðu umtalsverðum árangri. Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, sagði í dag að ástandið í Evrópu sé orðið grafalvarlegt. „Þetta gæti orðið hrikalegt fyrir Evrópu,“ sagði hann og benti á að margt væri líkt með ástandinu nú og því sem ríkti í álfunni þegar nasistar náðu fótfestu í Þýskalandi á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina.
28.feb. 2017 - 16:30 Bleikt

Guðmundur Andri: „Ömurlegt efni […]Er svona grjótkast á konur ekki úrelt?“

„Afbragðs leiðari eftir Þorbjörn um þá smán sem kostnaðarþátttaka sjúklinga er hér á landi – og er verk allra gömlu stjórnmálaflokkanna muni ég rétt – og snilldarteikning eftir Halldór að vanda,“ segir rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson á Facebook-síðu sinni. Þar skautar hann yfir innihald Fréttablaðsins. Hrósar Guðmundur Andri Þorbirni Þórðarsyni en segir umfjöllun um ljótustu kjóla á Óskarsverðlaunahátíðinni vera skammarlega.


28.feb. 2017 - 15:08 433

Ráðist á dýrasta knattspyrnumann í heimi

Paul Pogba lenti í kröppum dansi í gær þegar hann skellti sér út að borða. Pogba hitti þar aðdáendur Manchester United sem vildu ólmir fá áritun frá honum á meðan hann var að borða.
28.feb. 2017 - 14:03 433

Albert bestur í Hollandi

Albert Guðmundsson leikmaður PSV var besti leikmaðurinn í næst efstu deild Hollands að mati Voetbal International um helgina. Jong PSV tók á móti Waalwijk í hollensku Jupiler deildinni í Hollandi um helgina en leiknum lauk með 4-1 sigri heimamanna.
28.feb. 2017 - 13:56 Þorvarður Pálsson

Þrjú af hverjum fjórum flóttabörnum orðið fyrir ofbeldi

Allt að því 700 börn létu lífið á leiðinni yfir Miðjarðarhafi til Ítalíu á síðasta ári. Í heildina létust meira en fjögur þúsund manns á leið sinni yfir hafið til Evrópu í leit að betra lífi. Börn sem fara þessa erfiðu leið eru mörg hver beitt kynferðisofbeldi, misneytingu og misnotkun auk þess sem þau eiga á hættu að vera hneppt í varðhald.
28.feb. 2017 - 11:00 Kristján Kristjánsson

Fox News viðurkennir mistök í máli Nils Bildt: Var sagður vera þjóðaröryggisráðgjafi Svíþjóðar

Þjóðaröryggis- og varnarmálaráðgjafi Svíþjóðar. Eitthvað á þessa leið var Nils Bildt titlaður þegar hann birtist nýlega í viðtali hjá Fox News í Bandaríkjunum í þættinum ´The O´Reilley Factor´. Þar staðfesti Bildt þá mynd sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafði dregið upp af Svíþjóð nokkrum dögum áður. Trump sagði þá að Svíþjóð væri ríki sem glímdi við mikinn innflytjendavanda vegna mikils fjölda innflytjenda og þess hversu illa þeir hefðu aðlagast samfélaginu.
28.feb. 2017 - 10:00 Kristján Kristjánsson

SpaceX fer með ferðamenn í vikulanga geimferð til tunglsins á næsta ári

SpaceX, fyrirtæki auðjöfursins Elon Musk, ætlar að fara með tvo „ferðamenn“ í vikulanga geimferð á næsta ári. Förinni verður heitið til tunglsins en þó verður ekki lent þar heldur látið nægja að fara hring um það. Þetta verður fyrsta mannaða geimferð Bandaríkjamanna til tunglsins frá því á áttunda áratugnum.
28.feb. 2017 - 09:00 Eyjan/Kristján Kristjánsson

Trump hyggst skera niður útgjöld til þróunar- og umhverfismála til að geta aukið við framlög til hersins

Bandarískir hermenn að störfum. Donald Trump segist vilja auka útgjöld til hermála um 54 milljarða dollara. Á fundi með ríkisstjórum sagði Trump að hann muni ekki auka skuldir ríkisins vegna þessa. Fjármagnið muni fást með því að skera niður í þróunaraðstoð og öðrum útgjöldum alríkisins, þar á meðal eru umhverfismál nefnd til sögunnar.
28.feb. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Loftslagssérfræðingur telur að ekki sé hægt að bjarga Jörðinni úr því sem komið er: „Hvað á ég að segja börnunum mínum?“

Flest bendir til að mannkynið nái ekki að bjarga Jörðinni og sjálfu sér frá þeim miklu loftslagsvandamálum sem að steðja. Þetta segir norski loftslagssérfræðingurinn Knut Halvor Alfsen. Hann spyr hvað hann eigi að segja börnunum sínum fjórum um framtíðina.
28.feb. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Birti mynd af 10 ára syni sínum sem berst við krabbamein: „Mamma, ég lifi þetta ekki af“

Þetta er raunveruleikinn segir Jessica Medinger í færslu á Facebook þar sem hún skýrir frá veikindum sonar síns, Drake Medinger sem er 10 ára. Hann glímir við hvítblæði. Jessica birti myndina af Drake á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameini og viðbrögðin hafa verið gríðarleg.
27.feb. 2017 - 23:30 Kristján Kristjánsson

Dularfullt hvarf franskrar fjölskyldu: Blóðslettur fundust á heimilinu

Frá Frakklandi. Í Frakklandi stendur nú yfir leit að Troadec-fjölskyldunni en ekkert hefur heyrst frá henni í rúmlega viku. Í húsi fjölskyldunnar hefur lögreglan fundið margar blóðslettur og óttast lögreglan hið versta. Margir spyrja sig jafnframt hvernig heil fjölskylda geti horfið.
27.feb. 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Hvað verður um Facebook-aðganginn þinn þegar þú deyrð?

Við vitum öll að dag einn munum við deyja, það verður ekki umflúið. En hvað verður um Facebook-aðganginn okkar þegar við deyjum? Lifum við áfram að eilífu á Facebook? Eða eru aðrir möguleikar í stöðunni?
27.feb. 2017 - 18:00 Smári Pálmarsson

Íslendingar óðir í nýjan spennutrylli M. Night Shyamalan

Kvikmyndin Split eftir M. Night Shyamalan, sem meðal annars færði okkur The Sixth Sense og Signs, hefur slegið í gegn sína fyrstu viku í íslenskum kvikmyndahúsum. Hirti hún þar með fyrsta sætið af The Lego Batman Movie sem átt hefur athygli bíógesta undanfarnar þrjár vikur. Split skartar afar óhugnanlegum James McAvoy í hlutverki Kevin, karlmanns með rofinn persónuleika, sem finnur sig knúinn til þess að ræna þremur stelpum.
27.feb. 2017 - 15:16 Hörður Snævar Jónsson

Veist þú svarið? – Hverjir eru 20 leikjahæstu leikmenn í sögu Íslands

Við riðum á vaðið í síðustu viku en nú er komið að því að sjá hversu vel þú þekkir 20 leikjahæstu leikmenn í sögu karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Ti að auðvelda þér að giska á rétt svar færðu að sjá hversu marga leiki leikmaðurinn lék eða hefur leikið og á hvaða árum hann spilaði með landsliðinu
27.feb. 2017 - 14:31 Kristján Kristjánsson

3.533 árásir á flóttamenn og innflytjendur í Þýskalandi á síðasta ári

Mynd úr safni. Nýjar tölur frá þýska innanríkisráðuneytinu sýna að á síðasta ári urðu 3.533 flóttamenn og innflytjendur fyrir árásum þar í landi. Þetta svarar til 10 árása á dag að meðaltali. 560 slösuðust í þessum árásum og þar af voru 43 börn.
27.feb. 2017 - 10:09 433

Beckham fagnaði eins og óður maður á Wembley

David Beckham fyrrum kantmaður Manchester United elskar félagið sitt afar mikið. Beckham var stuðningsmaður United áður en hann kom ungur ti félagsins.
27.feb. 2017 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Styður Pútín Marine Le Pen í þeirri von um að sigur hennar í frönsku forsetakosningunum muni gera út af við ESB?

Styður Pútín Marine Le Pen? Ef Marine Le Pen, formaður þjóðernisflokksins Front National, sigrar í frönsku þingkosningunum gæti það orðið til þess að hjálpa Vladimir Pútín, forseta Rússlands, að ná markmiði sínu um að ESB leysist upp en það er að sögn eitthvað sem hann vill gjarnan sjá gerast.
27.feb. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Prófessor hefur spáð rétt fyrir um úrslit allra forsetakosninga í Bandaríkjunum frá 1984: Hér er spádómur hans um Trump

Allt frá 1984 hefur sagnfræðiprófessorinn Allan Lichtman spáð rétt fyrir um niðurstöður forsetakosninga þar í landi, þar á meðal þeirra síðustu en þá sigraði Donald Trump eins og kunnugt er. Lichtman er nú að skrifa bók um hvernig embættistíð Trump muni verða.
27.feb. 2017 - 07:04 Kristján Kristjánsson

Thor er með járnstöng í bakinu: Hún mun brotna innan 10 ára og þá deyr hann

Mál Thor-Egil Solvang hefur vakið mikið umtal og reiði í Noregi undanfarið en mál þessa unga manns er mjög sérstakt. Hann er nú 21 árs.  Fyrir 11 árum var járnstöng sett í bak hans vegna mikillar hryggskekkju. Thor-Egil hefur að töluverðu leyti verið utangarðs í kerfinu og fengið litla sem enga aðstoð vegna veikinda sinna og ræða Norðmenn nú af hverju hann hafi lent svona utangarðs og af hverju hann hafi ekki fengið nauðsynlega aðstoð.
27.feb. 2017 - 05:48 Kristján Kristjánsson

Ótrúleg mistök á Óskarsverðlaununum: Tilkynntu ranglega að La La Land hefði verið kosin besta myndin – Myndband

Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles í nótt og var að vanda mikið um dýrðir. Eitt af því sem mun væntanlega standa upp úr eftir hátíðina og seint gleymast eru ótrúleg mistök sem voru gerð þegar tilkynnt var hvaða mynd hefði verið kosin besta mynd ársins. Kynnarnir, Warren Beatty og Fay Dunaway, tilkynntu þá að La La Land hefði sigrað. Gallinn var bara að það var ekki rétt.
27.feb. 2017 - 04:59 Smári Pálmarsson

Þetta eru sigurvegarar Óskarsverðlaunanna 2017

Óskarsverðlaununum 2017 er nú formlega lokið og úrslitin ráðin. Kvikmyndin La La Land var óneytanlega áberandi þetta kvöld enda hlaut hún fjórtán tilnefningar og er ein aðeins þriggja kvikmynda sem hafa hlotið svo margar. Hátíðin hófst á söngatriði Justin Timberlake sem byrjaði á rauða dreglinum og endaði á sviðinu í Dolby leikhúsinu við trylltan fögnuð viðstaddra.
26.feb. 2017 - 23:00 Kristján Kristjánsson

Emma var rekin úr vinnunni: „Þú ert of falleg“

Emma Hulse. Mynd: Instagram. Það er yfirleitt gaman og spennandi að mæta í nýja vinnu og ákveðin eftirvænting fylgir því. En að mæta í vinnuna og vera rekinn eftir aðeins fimm mínútur er auðvitað miður skemmtilegt. Þessu lenti 24 ára kona í nýlega. Hún var rétt kominn í vinnuna þegar yfirmaður hennar kom að máli við hana og sagði henni að hún væri rekin því hún væri of falleg.
26.feb. 2017 - 20:30

Hætta steðjar að fræðasamfélaginu

Hætta steðjar að fræðasamfélaginu, ekki utanaðkomandi heldur innan frá. Á sama tíma og háskólum hefur tekist að ná gríðarlega góðum árangri þegar kemur að því að útrýma kynbundinni mismunum og kynþáttahatri þá er að myndast óþol gagnvart vitsmunum með pólitískri einstefnu, vaxandi þröngsýni og hálfgerðri skoðanaeinræktun á sumum sviðum. Þetta segir John Etchemendy fyrrum forstöðumaður Stanford-háskóla í Bandaríkjunum í ræðu sem hann hélt fyrir fjárhaldsmenn skólans í vikunni.
26.feb. 2017 - 11:00 Smári Pálmarsson

Óskarsverðlaunin veitt í kvöld

Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í kvöld og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu á RÚV. Kynnir kvöldsins er enginn annar en grínistinn Jimmy Kimmel. Hann hefur margoft verið kynnir á Golden Globe verðlaununum en þetta er í fyrsta sinn sem hann kynnir Óskarinn. Margir telja líklegt að kvikmyndin La La Land muni sópa að sér stórum hluta verðlaunanna en hún er tilnefnd í alls fjórtán flokkum.
26.feb. 2017 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Nokkrir hlutir sem við lærðum í skóla en eru bara vitleysa

Í gamla daga voru orð kennara nánast eins og lög og þeir höfðu alltaf rétt fyrir sér um alla hluti. En eftir því sem við eldumst áttum við okkur á að kennarar eru bara fólk eins og við og að þeir gera mistök eins og við hin. Nú eða þá að þegar þeir fræddu okkur um eitt og annað þá var staðan bara allt önnur en hún er í dag.
25.feb. 2017 - 23:00 Kristján Kristjánsson

”Ég hef fundið margt skrýtið í kirkjugörðum en þetta er það ótrúlegasta”

Þegar Dorte-Marie Kræmmer Møller fór í göngutúr með hundinn sinn, Uffe, í gær fann hún svolítið sem hún átti enga von á að finna. Hún gekk um Assistens kirkjugarðinn í Kaupmannahöfn, þar sem þau ganga oft, þegar hún fann málingarfötu með vægast sagt óvenjulegu innihaldi.
25.feb. 2017 - 22:00 Smári Pálmarsson

Hver er það sem velur sigurvegarann? – Hitað upp fyrir Óskarinn

Kvikmyndaakademían sem stendur fyrir Óskarsverðlaununum telur tæplega sjö þúsund meðlimi en takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um hverjir það eru sem eiga aðild að samtökunum. Við vitum að meðlimir eru úr röðum fjölbreyttra stétta sem starfa innan kvikmyndabransans og að eina leiðinn til þess að fá aðild er að frumkvæði stjórnar akademíunnar.
25.feb. 2017 - 19:30

Norska þingið rannsakar hvernig tókst að klúðra dýrustu hernaðarfjárfestingu í sögu Noregs

Í gær mætti varnarmálaráðherra Noregs ásamt núverandi og fyrrum æðstu yfirmönnum norska sjóhersins fyrir allsherjarnefnd norska Stórþingsins.

Tilefnið er að ræða hvernig getur staðið á því að stærsta hernaðarfjárfesting Norðmanna í sögunni hefur reynst klúður sem á sér engin fordæmi. Þetta var fjárfesting sem hjóðaði alls upp á um eða yfir 260 milljarða íslenskra króna.

25.feb. 2017 - 17:17 433

Gylfi rændur

Chelsea vann sigur á Swansea þökk sé Łukasz Fabiański markverði Swansea í ensku úrvalsdeildinni Chelsea tók forystuna með marki frá Cesc Fabregas en Fernando Llorente jafnaði fyrir Swansea undir lok fyrri hálfleik eftir frábæra aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurssonar.
25.feb. 2017 - 15:00 Þorvarður Pálsson

Íslendingar hafa minni áhuga á ferðalögum vestur um haf - Olli ferðabann Trump hruni í fjölda ferðamanna til Bandaríkjanna?

Svo virðist sem ferðabann Trump sem tók til sjö múslimalanda hafi haft mun víðtækari og alvarlegri afleiðingar en gert var ráð fyrir. Ferðamenn frá mun fleiri löndum en þeim sjö sem nefnd voru í banni Trumps, sem nú hefur verið fellt úr gildi, virðast hafa tekið þá ákvörðun að ferðast frekar annað þrátt fyrir að banninu hafi ekki verið beint gegn þeim. Íslendingar virðast lítt hrifnir af aðgerðum Trump.
25.feb. 2017 - 15:00 Kristján Kristjánsson

Kínversk stjórnvöld ganga harkalega fram gagnvart frelsi einstaklinga

Allt frá því að Xi Jinping tók við embætti forseta Kína fyrir rúmlega fjórum árum hafa kínversk yfirvöld gengið harkalega fram gegn því sem við Vesturlandabúar teljum sjálfsögð mannréttindi og einstaklingsfrelsi.
25.feb. 2017 - 14:20 433

Sonur Pele í 12 ára fangelsi fyrir eiturlyfjasmygl

Edinho er ekki frægasti knattspyrnumaður sögunnar en það er faðir hans, Pele. Edinho lék áður með Santos en nú bíða hans 12 ár í fangelsi.
25.feb. 2017 - 13:30 Kristján Kristjánsson

17 ára piltur vaknaði þegar átti að fara að jarðsetja hann

Fjölskylda 17 ára pilts frá Dharwad héraðinu á Indlandi varð fyrir miklu áfalli nýlega þegar pilturinn lést að því að talið var. En sagan var ekki þar með sögð því þegar fjölskyldan lyfti piltinum upp til að bera hann að nýtekinni gröf bærði hann á sér.
25.feb. 2017 - 11:00 Kristján Kristjánsson

Þýska lögreglan handtók ungan mann sem ætlaði að fremja hryðjuverk

Frá Berín. Þýska lögreglan handtók á miðvikudaginn 26 ára karlmann sem hefur viðurkennt að hafa ætlað að lokka lögreglu- og hermenn í gildru og drepa þá með sprengju. Maðurinn er talinn vera félagi í samtökum öfgasinnaðra íslamista. Lögreglan segir að handtaka mannsins sé stór sigur í baráttunni gegn hryðjuverkum.
25.feb. 2017 - 10:36 433

Kærastan kyssti Aron þegar hann lét skeggið loks fjúka

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins stóð við stóru orðin í dag og rakaði af sér skeggið. Aron hefur skartað ansi skuggalegu skeggi, undanfarna mánuði en það varð í raun heimsfrægt á EM í sumar.
25.feb. 2017 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Nokkrar mýtur um inflúensu

Mikill loftraki og ryk og drulla á gólfum og hillum veitir inflúensu meiri möguleika á að lifa af. Þetta er gott að vita nú þegar inflúensa og aðrar pestir herja einna mest á fólk. En gagnast engifer gegn inflúensu? Geta verkjalyf komið okkur hraðar í gegnum veikindin?
24.feb. 2017 - 23:00 Ari Brynjólfsson

Gafst upp á leigumarkaðnum og flutti í tjald

Það er ekki sjálfsagt fyrir ungt fólk eða aðra að eignast húsnæði á þessum tímum, það sama á við um Ísland sem og víðar. Á meðan beðið er eftir byggingamarkaðnu og loforðum stjórnmálamanna hafa margir íhugað annars konar lausnir. Færst hefur í aukana að foreldrar aðstoði börn sín með því að taka lán út á eignir til að eiga fyrir 20% innborguninni í húsnæðiskaup, fyrir þá sem eiga ekki kost á slíku og þurfa að reiða sig á leiguhúsnæði eru góð ráð dýr. Einn þeirra sem ákvað að reyna að hugsa út fyrir kassann er Bryce Langston sem gafst upp á leigumarkaðnum og flutti í tjald úti í skógi.

24.feb. 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Fjórði hver íbúi Kaupmannahafnar er innflytjandi eða afkomandi innflytjenda

Frá Kaupmannahöfn. Kaupmannahöfn er svo sannarlega orðin fjölmenningarleg borg en þar er næstum fjórði hver íbúi innflytjandi eða afkomandi innflytjenda. Þetta sýna nýjar tölur frá dönsku hagstofunni en upplýsingarnar voru teknar saman fyrir Berlingske.
24.feb. 2017 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Með þessari einföldu aðferð er hægt að frysta ísmola hraðar

Eitt af því allra einfaldasta sem hægt er að gera í eldhúsinu er líklegast að frysta ísmola. Bara að setja vatn í ísmolabakka eða poka og setja í frystinn og síðan er bara að bíða. En flestir gera ein grundvallarmistök þegar þeir búa til ísmola, það er að segja ef þeir vilja að molarnir verði tilbúnir fyrr en síðar.
24.feb. 2017 - 15:02 433

Verður HM í knattspyrnu á Íslandi?

Norðurlöndin skrifuðu undir viljayfirlýsingu þess efnis um að reyna að halda HM í kvennaknattspyrnu á næstu árum. Auk þess hafa Norðurlöndin áhuga á að halda HM U20 ára í karlaflokki.
24.feb. 2017 - 12:58 433

Fannst myrtur nálægt æfingasvæði Hallberu og Guðbjargar

Einstaklingur fannst myrtur nálægt Stadshagen æfingasvæðinu í Stokkhólmi í dag en þar æfir kvennlið Djurgarden. Með liðinu leika Hallbera Guðný Gísladóttir og Guðjbörg Gunnarsdóttir.
24.feb. 2017 - 09:41 433

Logar allt í heimi knattspyrnukvenna - Landsliðsþjálfarinn skammaður

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Jiangsu Suning segir að Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins sé með fordóma gagnvart knattspyrnu í Kína. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag. Sigurður vildi fá íslenska leikmenn til félagsins en þeir afþökkuðu boðið.
24.feb. 2017 - 08:57 Kristján Kristjánsson

Donald Trump vill fjölga kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill auka við kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna til að tryggja að enginn eigi fleiri kjarnorkuvopn en Bandaríkin. Í samtali við Reuters fréttastofuna sagði hann að hann væri á móti „einhliða“ samningi við Rússa sem myndi halda aftur af útbreiðslu kjarnorkuodda.
24.feb. 2017 - 08:02 Kristján Kristjánsson

Karen hélt að hún væri með meltingartruflanir: Svo var ekki – Hún var við dauðans dyr

Þegar Karen Davey, sem býr á Englandi, sat og fylgdist með ungum syni sínum spila fótbolta fór henni skyndilega að líða mjög illa. Hún hélt í fyrstu að hún hefði borðað eitthvað sem væri að valda henni þessari vanlíðan og að hún væri jafnvel með meltingartruflanir. En svo var ekki, hún var við dauðans dyr.
24.feb. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Vinnuálag verður allt að 10.000 Japönum að bana árlega: í dag lýkur vinnudegi margra snemma

Tókýó. Árlega deyja allt að 10.000 Japanir vegna vinnuálags. Yfirvöld reyna nú að takast á við þennan vanda og hafa gripið til ýmissa aðgerða sem eiga að þvinga fólk til að fara fyrr heim úr vinnunni. Klukkan 15 í dag munu margir starfsmenn í viðskiptahverfinu í Tókýó slökkva á tölvum sínum, taka skjalatöskur sínar og fara út í dagsbirtuna. Þetta er liður í átakinu og er gert í samvinnu yfirvalda og margra stórra fyrirtækja.
24.feb. 2017 - 05:57 Kristján Kristjánsson

Kim Jong-nam var myrtur með hættulegasta taugaeitri heims

Kim Jong-nam. Lögreglan í Malasíu hefur fundið leifar af taugaeitrinu VX á líki Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu, sem var myrtur þar í landi í síðustu viku. Eitrið fannst á andliti og fatnaði Jong-nam.
24.feb. 2017 - 00:00 Kristján Kristjánsson

Staðsetti síma dóttur sinnar: Fann hana úti á akri – Henni hafði verið nauðgað

Í september á síðasta ári hringdi 20 kona í föður sinn og sagði honum að hún hefði ekki hugmynd um hvar hún væri stödd. Faðirinn náði að staðsetja iPhone síma hennar með þar til gerðu appi. Hann fann hana síðan á akri á norðurhluta Sjálands í Danmörku. Dóttirin var illa á sig komin en hún hafði verið beitt ofbeldi og nauðgað.
23.feb. 2017 - 23:00 Ari Brynjólfsson

Loksins Halloween 3: Carpenter snýr aftur til Haddonfield

Nú eru liðin átta ár frá því að hryllingsmyndaaðdáendur sáu síðast raðmorðingjann Michael Myers á hvíta tjaldinu en það kemur til með að breytast á næsta ári þegar Halloween Returns kemur í bíó, verður hún að öllu óbreyttu frumsýnd 18. október 2018. Michael Myers sást fyrst í myndinni klassísku Halloween árið 1978, en hún er ábyrg fyrir hryllingsmyndaæðinu sem hefur enst til dagsins í dag. Halloween II fylgdi í kjölfarið árið 1981, ótrúlegt en satt þá tókst ágætlega upp að gera mynd þremur árum síðar sem á að gerast sama kvöld og fyrsta myndin.

23.feb. 2017 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Sænskur stjórnmálamaður vill leyfa fólki að stunda kynlíf í vinnutímanum

Það er stundum rætt um að það þurfi að stytta vinnudagana, bæta vinnuumhverfið og ýmislegt annað sem þarf til að létta fólki lífið og gera því kleift að eiga sér gott líf utan vinnunnar. En á Skáni í Svíþjóð er bæjarráðsmaður í Övertorneå sveitarfélaginu með annarskonar hugmyndir um hvernig eigi að létta líf fólks og gera það skemmtilegra og ánægjulegra.
23.feb. 2017 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Rússar berjast gegn fölskum fréttum um landið

Rússnesk stjórnvöld hafa verið sökuð um að standa á bak við ýmsar árásir á vestrænt lýðræði, til dæmis með að brjótast inn í tölvukerfi, hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og með því að dreifa ósönnum fréttum. En ósannar fréttir beinast einnig gegn Rússum að þeirra mati og því hefur utanríkisráðuneyti landsins stofnað heimasíðu þar sem verður fjallað um falskar fréttir um Rússland.
23.feb. 2017 - 13:43 433

Veist þú svarið? – Hvaða leikmenn voru á EM í Frakklandi

Í þessari fyrstu umferð ætlum við að leyfa ykkur að giska á það hvaða 23 leikmenn voru í leikmannahópi Íslands á EM í sumar. Ti að auðvelda þér að giska á rétt svar færðu að sjá í hvaða félagsliðum leikmennirnir eru og ætti það að geta gefið þér vísbendingu.

(21-28) Bambus: Umhverfisvænar vörur - feb
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 22.2.2017
Rafretturugl ráðherra
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.2.2017
Hvar eru gögnin um spillinguna?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2017
Hugleiðingar á 64 ára afmælinu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.2.2017
Er Sóley Tómasdóttir okkar Trump?
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 20.2.2017
Orð hafa mátt – vöndum valið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.2.2017
Rafræn fræðirit til varnar frelsi
Aðsend grein
Aðsend grein - 19.2.2017
Kúldrast í kotbýlum
Aðsend grein
Aðsend grein - 18.2.2017
Einelti er samfélagsmein
Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson - 19.2.2017
Verkfallið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.2.2017
Hirðuleysi háskólakennarans
Aðsend grein
Aðsend grein - 25.2.2017
Sameining í suður
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 26.2.2017
Menningu eða fisk
Hildur Eir Bolladóttir
Hildur Eir Bolladóttir - 27.2.2017
þungunarrof
Fleiri pressupennar
Reykjavík Escape - hópefli