11. feb. 2017 - 23:59Kristján Kristjánsson

Búa foreldrar Madeleine McCann yfir skuggalegu leyndarmáli?

McCann hjónin.

McCann hjónin.

Vegna skorts á sönnunargögnum var komist að þeirri niðurstöðu 2008 að Kate og Gerry McCann, foreldrar Madeleine McCann, væru ekki grunuð í máli dóttur þeirra en hún hvarf á dularfullan hátt úr íbúð í Portúgal 2007. Í skjölum sem hæstiréttur Portúgals birti á fimmtudaginn kemur fram að það þýði þó ekki að hjónin séu örugglega saklaus af að hafa verið viðriðin hvarf Madeleine.

Skjölin tengjast réttahöldum vegna saksóknar McCann hjónanna á hendur portúgalska lögreglumanninum Goncalo Amaral en hann stýrði rannsókninni á hvarfi Madeleine. Hjónin fóru í mál við hann eftir að hann gaf út bók þar sem hann hélt því fram að þau beri ábyrgð á hvarfi og hugsanlega dauða Madeleine 2007.

Goncalo Amaral tók til varna í málinu og nú hefur hæstiréttur Portúgals dæmt honum í vil. Í 76 síðna langri dómsniðurstöðunni gefa dómarar í skyn að það sé rangt að draga ályktanir um hvort hjónin séu sek eða saklaus. Einnig kemur fram í orðum þeirra að rannsókn málsins hafi ekki verið hætt vegna þess að hjónin séu saklaus af að hafa verið viðriðin hvarf Madeleine, ástæðan sé skortur á sönnunargögnum.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að tjáningarfrelsi Goncalo Amaral væri mikilvægara en að standa vörð um „æru“ hjónanna. Amaral var árið 2015 dæmdur til að greiða sem svarar um 50 milljónum íslenskra króna í bætur vegna þeirra staðhæfinga sem hann setti fram í bók sinni ´The Truth of The Lie´ sem fjallar um hvarf Madeleine.

Í bókinni heldur hann því fram að hjónin hafi sett hvarf Madeleine á svið eftir að hún hafi „látist“ í íbúðinni sem þau voru með á leigu í Portúgal. Hann heldur því fram að bókin sé byggð á opinberum gögnum frá lögreglurannsókninni og réttahöldum.

Þetta kemur fram í Mirror.

Því eru McCann hjónin, sem hafa alla tíð haldið fram sakleysi sínu, ekki alveg hreinsuð af öllum grun.
23.apr. 2017 - 08:00 Þorvarður Pálsson

Segir þú kvenfyrirlitningar „brandara“? Þá ertu óöruggur með karlmennsku þína

Sumum karlmönnum þykir fyndið að grínast með það að konur eigi að fara aftur í eldhúsið eða að segja konum að fara ekki að gráta þegar eitthvað lítilvægilegt kemur upp á. Samkvæmt nýrri rannsókn eru karlmenn sem beita fyrir sig slíkum „húmor“ litlir í sér og þykir vegið að karlmennsku sinni. Slíkir brandarar eru oft notaðir til að styðja við stöðu einstaklinga í hópum sem þeir tilheyra og aðgreina þá frá öðrum hópum sem þeir standa fyrir utan.
22.apr. 2017 - 22:00 Þorvarður Pálsson

Nýjasta vopnið í baráttunni gegn flensu er frekar ógeðslegt

Vísindum fleygir sífellt fram en samt hefur engum tekist að lækna flensu en nú er vísindamenn við bandarískan háskóla komið auga á hugsanlegan flensubana. Það er ekki hægt að segja að um mjög geðslegan hlut sé að ræða en það er slím af froskum. Nýjar rannsóknir benda til þess að í slími sumra froska sé að finna efni sem nýta megi til að eyða flensuvírusum.
22.apr. 2017 - 20:00 Þorvarður Pálsson

Vildu ekki fara með kærustunni í frí – Endaði í fangelsi

Starfsmaður ferðaskrifstofu hefur verið handtekinn fyrir að reyna að sleppa við að fara með kærustunni í frí með fremur frumlegum en vanhugsuðum hætti. Maðurinn sendi tölvupósta þar sem hann þóttist vera kona til lögreglu í þeirri von að flugvöllum yrði lokað svo parið gæti ekki komist leiðar sinnar.
22.apr. 2017 - 16:00 Kristján Kristjánsson

Vara við óhöppum í geimnum og miklum truflunum: Ný tækni veldur þessu

Allt bendir til að magn geimrusls, sem svífur á braut um Jörðina, muni aukast mikið á næstu árum. Þetta er afleiðing nýrrar tækni, tækni sem opnar á marga möguleika en felur einnig í sér leyndar hættur.
22.apr. 2017 - 14:00 Þorvarður Pálsson

Danskar bronsaldarkonur voru ekki danskar eftir allt saman

Skrydstrup konan. Árið 1921 uppgötvuðu vísindamenn líkamsleifar táningsstúlku, á aldrinum 16-18 ára skammt frá bænum Egtved í Danmörku, sem nefnd hefur verið Egtved stúlkan. Árið 2015 varð uppi fótur og fit í Danmörku þegar vísindamenn uppgötvuðu að stúlkan væri ekki dönsk eftir allt saman. Vísindamenn sýndi fram á það að fólk á bronsaldartímanum ferðaðist vítt og breitt, karlar jafnt sem konur. Þá fóru vísindamenn á stúfana til að reyna að komast að því hvort að fleiri slíkar líkamsleifar sem fundist hefðu í Danmörku væru ef til vill ekki Danir eftir allt saman.
22.apr. 2017 - 12:00 Þorvarður Pálsson

Hertar öryggisreglur í kringum Hvíta húsið

Öll umferð almennings um gangstéttina við suðurhlið Hvíta hússins í Washington DC hefur verið bönnuð frá og með síðastliðnum miðvikudegi. Þetta kom fram í tilkynningu frá leyniþjónustunni Bandaríkjanna sem hefur umsjón með að vernda forsetann. Hingað til hefur hún verið opin almenningu frá 6 á morgnanna til 11 á kvöldin.
22.apr. 2017 - 10:30 Þorvarður Pálsson

Er blái Ikea pokinn ekki nógu fínn fyrir þig? Nú er komin lúxusútgáfa

Sérðu muninn? Hver kannast ekki við hinn klassíska bláa Ikea poka, Frakta? Einn eða fleiri slíkir eru eflaust til á flestum íslenskum heimilum enda er nytsemi þeirra nánast án hliðstæðu. Nú geta aðdáendur pokans sem hrifnir eru af merkjavöru keypt poka sem svipar um margt til hins klassíska poka dýrum dómum frá franska lúxusvörurisanum Balenciaga.
22.apr. 2017 - 09:00 Eyjan/Þorvarður Pálsson

Ofsóknir gegn samkynhneigðum í Rússlandi – Beita sömu aðferðum og gegn hryðjuverkamönnum

Pútín og Kadyrov á fundi í Kreml. Nýlega var greint frá því að samkynhneigðum karlmönnum í rússneska lýðveldinu Téteníu væri varpað í fangabúðir. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim og hafa Sameinuðu Þjóðirnar og fleiri samtök lýst yfir þungum áhyggjum af aðstæðum samkynhneigðra í Téteníu. Nú hafa stigið fram fórnarlömb ofsóknanna og draga þau upp dökka mynd af ástandinu í þessu litla sjálfstjórnarlýðveldi í Kákasusfjöllunum.
22.apr. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Þetta eru þær manngerðir sem afgreiðslufólki líkar illa við: Ert þú ein þessara manngerða?

Það getur verið þreytandi og á köflum leiðinlegt að sinna afgreiðslustörfum við afgreiðslukassa verslana. Flestir viðskiptavinir eru auðvitað hið besta fólk og almennilegt en það eru því miður alltaf leiðindasauðir innan um og sumir þeirra geta farið mikið í taugarnar á afgreiðslufólki.
21.apr. 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Dauðdæmdur maður tekinn af lífi í Arkansas í nótt: Fyrsta aftakan í ríkinu síðan 2005

Ledell Lee, 51 árs, var tekinn af lífi í Arkansas í Bandaríkjunum í nótt. Hann var úrskurðaður látinn fjórum mínútum fyrir miðnætti að staðartíma. Hann var tekinn af lífi með lyfjablöndu. Þetta var fyrsta aftakan í ríkinu síðan 2005. Hæstiréttur Bandaríkjanna gaf grænt ljós á aftökuna tæplega klukkustund áður en hún var framkvæmd.
21.apr. 2017 - 21:00 Eyjan

Samkynheigð lögregluhetja féll í París

Franski lögreglumaðurinn sem féll í árás hryðjuverkamanns á Champs-Élysées breiðstrætinu í París í gærkvöldi hét Xavier Jugelé. Hann hefði orðið 38 ára gamall í byrjun maí. Jugelé var þekktur fyrir hugrekki sitt og bjó yfir mikilli reynslu.

21.apr. 2017 - 19:00 Þorvarður Pálsson

Pútín orðið vinsælt drengjanafn í Sýrlandi

Assad og Pútin takast í hendur. Fáir hafa staðið jafn þétt við bakið á Bashar al-Assad og stjórnvöldum í Damaskus í sex ára löngu borgarstríðinu í Sýrlandi og Rússar, með Vladimír Pútín forseta í broddi fylkingar. Nú berast þær fregnir frá Sýrlandi að fjölskyldur nefni nú drengi Pútín í stórum stíl sem virðingarvott við þennan bandamann.
21.apr. 2017 - 15:00 Bleikt

Magnað myndband frá Neil deGrasse Tyson um vísindi

„Kæri Facebook alheimur. Í þessu fjögurra mínúta löngu myndbandi um „Vísindi í Ameríku“ eru mögulega mikilvægustu orð sem ég hef nokkurn tíma sagt. Eins og alltaf, en sérstaklega þessa dagana, haltu áfram að líta upp,“
21.apr. 2017 - 09:08 433/Hörður Snævar Jónsson

Hefði viljað nauðga stelpunni fyrir dóminn sem hann fékk

Adam Johnson fyrrum kantmaður Sunderland var tekinn upp vera að ræða við menn sem eru með honum í fangelsi. Johnson var í fyrra dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að áreita 15 ára stúlku kynferðislega og kyssa hana.
21.apr. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Skelfileg nýjung hjá Facebook: Bein innrás í einkalíf fólks

Notendur Facebook geta nú glaðst eða hryllt sig yfir nýjum möguleika sem verður tekinn í notkun í spjallkerfinu Messenger.  Þetta tilkynnti Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, á þriðjudaginn. Þetta mun væntanlega fá einhverja til hugsa sig tvisvar um áður en þeir nota spjallkerfið.
21.apr. 2017 - 05:19 Kristján Kristjánsson

Handtekinn vegna árásarinnar á rútu Borussia Dortmund í síðustu viku: Ætlaði að hafa áhrif á verð hlutabréfa í félaginu

Þýska lögreglan handtók nú í morgunsárið 28 ára karlmann sem er grunaður um að hafa sprengt þrjár sprengjur við rútu knattspyrnuliðs Borussia Dortmund í síðustu viku þegar leikmenn voru á leið til leiks í Meistaradeild Evrópu. Í fyrstu voru öfgasinnaðir íslamistar grunaðir um ódæðið en sá handtekni er ekki talinn tengjast slíkum hópum á nokkurn hátt. Ástæða ódæðisverksins er að hann vildi hafa áhrif á verð hlutabréfa í Borussia Dortmund til að hagnast vel.
21.apr. 2017 - 04:46

Lögreglumaður skotinn til bana í París í gærkvöldi og tveir særðir: Gæti haft áhrif á forsetakosningarnar á sunnudaginn

Lögreglumaður var skotinn til bana í París í gærkvöldi og tveir til viðbótar særðir eftir að karlmaður skaut á þá. Lögreglumenn skutu árásarmanninn til bana. Þetta átti sér stað á Champs-Elysees sem er eitt af vinsælustu svæðunum í París. Frönsk yfirvöld segja að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Árásin gæti haft áhrif á val margra kjósenda á sunnudaginn en þá ganga Frakkar að kjörborðinu og kjósa nýjan forseta.
20.apr. 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Ert þú að hlaða farsímann þinn á rangan hátt? Fjögur góð ráð um hleðslu hans

Flestir hlaða farsímann sinn á rangan hátt en það veldur auknu álagi á rafhlöðuna og styttir líftíma hennar. Þegar símarnir eru nýir þá endast rafhlöðurnar oft í heilan dag eða meira og það jafnvel þótt símarnir séu mikið notaðir. En eftir því sem þeir eldast fara rafhlöðurnar oft að endast í styttri tíma og á endanum eru þær farnar að endast stutt, jafnvel þótt símarnir séu ekki notaðir.
20.apr. 2017 - 20:00 Kristján Kristjánsson

Hafa fundið nýja plánetu: „Hugsanlega besti staðurinn til að leita að lífi utan sólkerfisins“

Í 40 ljósára fjarlægð frá Jörðinni er pláneta, sem hefur verið nefnd LHS 1140b, á braut um rauða dvergstjörnu, í lífbelti hennar. Plánetan er aðeins stærri en Jörðin. Hún er að mati stjörnufræðinga hugsanlega besti staðurinn til að leita að lífi utan sólkerfisins.
20.apr. 2017 - 18:00 Þorvarður Pálsson

Rekin úr banka fyrir að svindla ekki á viðskiptavinum

Kona nokkur í Bandaríkjunum hefur höfðað mál á hendur Wells Fargo bankanum vegna brottrekstrar þaðan. Samkvæmt málshöfðuninni var konan rekin fyrir það að vilja ekki ljúga að viðskiptavinum og pranga upp á þá fjárfestingarmöguleikum sem þeir hefðu tapað á en bankinn grætt á. Melinda Bini var fyrrum aðstoðarforstjóri og svæðisstjóri einkabankaþjónustu hjá útbúi Wells Fargo í Somerset í New Jersey ríki í Bandaríkjunum.
20.apr. 2017 - 16:00 Kristján Kristjánsson

Það að hjóla í vinnuna dregur úr líkunum á að fá krabbamein og hjartasjúkdóma

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að það dregur úr líkunum á að fá krabbamein og hjartasjúkdóma ef fólk hjólar til og frá vinnu. Rannsóknin náði til 250.000 manns og sýna niðurstöðurnar að þeir sem hjóla til vinnu eru í mun minni hættu á að fá krabbamein en líkurnar eru 45 prósent lægri. Hvað varðar hjartasjúkdóma eru líkurnar 46 prósent lægri.
20.apr. 2017 - 14:00 Kristján Kristjánsson

Eini munurinn á bræðrunum er 4,36 sekúndur: Magnað myndband

Á nokkrum dögum hefur myndbandið, sem er hægt að sjá hér fyrir neðan, farið sigurför um netheima. Rúmlega 10 milljón áhorf hefur það fengið á 10 dögum. Það heitir ´Born apart´ og segir sögu tvíburabræðra sem fæddust með 4,36 sekúndna millibili.
20.apr. 2017 - 10:56 433/Hörður Snævar Jónsson

Fjögur stór félög vilja kaupa Gylfa Þór í sumar

Southampton er komið í kapphlaupið um Gylfa Þór Sigurðsson miðjumann Swansea. Gylfi hefur verið á meðal bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að vera í fallbaráttu.
20.apr. 2017 - 10:00 Kristján Kristjánsson

Hann hefur margoft spáð rétt fyrir um heimsmálin: Spáir því að heimsstyrjöld brjótist út á næstu vikum

Hann er sagður hafa spáð fyrir um að Donald Trump yrði kjörinn forseti Bandaríkjanna og að þann spádóm hafi hann sett fram 2015. Hann er einnig sagður hafa spáð fyrir um flugskeytaárás Bandaríkjanna á Sýrland í byrjun mánaðarins og margt fleira. Nú hefur hann sett fram spá um að þriðja heimsstyrjöldin sé yfirvofandi og hefjist á næstu vikum.
20.apr. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Fyrstu myndirnar af loftsteininum 2014 JO25 sem fór nærri Jörðinni í gær

Bandaríska geimferðastofnunin hefur birt myndir af loftsteininum 2014 JO25 en hann fór nærri Jörðinni í gær. Loftsteinninn hefur ekki komið svona nærri Jörðinni í 400 ár og það líða að minnsta kosti 500 ár þar til hann kemur svona nálægt henni næst. Þegar loftsteinninn fór framhjá Jörðinni var hann í fjórum sinnum meiri fjarlægð frá henni en tunglið.
19.apr. 2017 - 23:30 Kristján Kristjánsson

Rúmenskir glæpaforingjar maka krókinn í Björgvin í Noregi: Gera út betlara og vændiskonur í stórum stíl

Frá Björgvin. Hópur Rúmena stendur að baki stórum skipulögðum glæpasamtökum í Björgvin í Noregi. Höfuðpaurarnir moka inn milljónum á vændi og sölu eiturlyfja. Konur eru gerðar út til að betla á daginn en þegar húma fer að kveldi eru þær látnar skipta um gervi og stunda vændi.
19.apr. 2017 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Ráðgátan um flug MH370 heldur áfram: Áströlsk yfirvöld neita að afhenda upplýsingar um leitina að vélinni

Ættingjar þeirra sem hurfu með flugi Malaysia Airlinse, MH370, í mars 2014 eru vægast sagt ósáttir við rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu, ATSB. Nefndin neitar að afhenda ættingjunum skjöl er varða hvarf vélarinnar og leitarinnar að henni.
19.apr. 2017 - 20:00 Þorvarður Pálsson

„Þú lifðir af“ – Adidas biður keppendur í Boston Maraþoninu afsökunar

Frá 120. Boston Maraþoninu sem haldið var 18. apríl 2016. Að ljúka Boston maraþoninu er ekki fyrir hvern sem er en það þykir með virtustu slíkum keppnum heims. Þýski íþróttavörurisinn Adidas hefur undanfarin 28 ár verið opinber skófatnaðar og íþróttavörustyrktaraðili maraþonsins og sendi af þeim sökum öllum þeim sem luku maraþoninu bréf til að óska þeim til hamingju. Það sprakk í andlitið á Adidas.
19.apr. 2017 - 19:00 Eyjan

Franskar forsetakosningar í skugga hryðjuverkaógnar

Næstkomandi sunnudag 23. apríl fer fyrri umferð forsetakosninga fram í Frakklandi. Þennan dag mun helsta lýðræðisríki Evrópu líta út eins og hernumið land í stríði. Hryðjuverkaóttinn hvílir eins og mara yfir Frakklandi og gerir það að verkum að gríðarleg öryggisgæsla verður um land allt.
19.apr. 2017 - 17:00 Þorvarður Pálsson

Leit að Kony hætt – Varð heimsfrægur árið 2012

Joseph Kony. Spólum aftur til ársins 2012. Þá komst nafn stríðsherra frá Afríkuríkinu Úganda á allra varir þökk sé vel heppnaðri en vanhugsaðir vitundarvakningu. Fyrirtækið Invisible Children gaf frá sér myndband 5. mars 2012 þar sem kynnt var verkefnið „Stöðvum Kony“ sem gekk út á það að gera Joseph Kony heimsfrægan og að hann yrði handsamaður fyrir lok árs 2012. Meira en 101 milljón manna hafa horft á myndbandið á YouTube. Fór svo að lokum að bandaríska öldungadeildin samþykkti ályktun þar sem Kony var fordæmdur og Afríkusambandið sendi 5 þúsund hermenn til að hafa hendur í hári hans en það tókst ekki.
19.apr. 2017 - 12:27 Þorvarður Pálsson

Facebook þróar hugsanalestur - „Langt út fyrir kassann“

Facebook virðist vera allt umlykjandi og núna er stefnan sett á hugsanir þínar. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook hefur gefið það út að fyrirtækið sé að vinna að þróun tækni sem gerir notendum kleift að senda hugsanir þeirra beint í gegnum netið. Þetta tilkynnti hann á F8, þróunarsamkomu Facebook.
19.apr. 2017 - 11:29 Eyjan

May hafnar ásökunum um tækifærismennsku: „Ég treysti þjóðinni“

Theresa May forsætisráðherra Bretlands hafnar því alfarið að ákvörðun hennar um að boða til kosninga 8.júní sé byggð á tækifærismennsku. May hefur verið legið á hálsi frá því hún tilkynnti ákvörðunina í gær að markmið kosninganna sé að tryggja stöðu sína sem forsætisráðherra og formanns Íhaldsflokksins til ársins 2022.
19.apr. 2017 - 09:00

Mun fleiri sækja um hæli í Mexíkó eftir að Trump tók við forsetaembætti

Frá því að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna hefur hælisleitendum fjölgað mikið í Mexíkó en þeim hefur fjölgað um 150 prósent. Einnig eru mun færri, sem reyna að fara ólöglega yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, stöðvaðir á landamærunum. Flest bendir til að fólk frá Mið-Ameríku sæki nú frekar um hæli í Mexíkó en að reyna að komast til Bandaríkjanna. Meiri líkur séu á að það fái að dvelja í Mexíkó en Bandaríkjunum.
19.apr. 2017 - 07:59 Kristján Kristjánsson

Er þetta hættulegasta eyja heims? Flestir sem þangað fara eru drepnir af íbúum hennar

Á eyjunni North Sentinel Island, sem er í Bengalflóa, býr fámennur ættflokkur sem er svo hættulegur að nær allir sem hafa gert sér ferð til eyjunnar hafa verið drepnir. Eyjan tilheyrir Indlandi og þarlend stjórnvöld hafa sett algjört bann við ferðum fólks nærri eyjunni en bannað er að koma nær henni en í tæplega 6 km radíus. Eyjan er um 70 ferkílómetrar.
19.apr. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Notar þú uppþvottavélina rétt? Það auðveldar líf þitt mikið ef þú notar hana rétt

Ert þú ein(n) af þeim sem skrúbbar tómatsósuna af diskunum og skolar hnífapörin, glös og bolla áður en þú setur þetta í uppþvottavélina? Ef svo er þá skaltu hætta því þetta gerir meira ógagn en gagn.
19.apr. 2017 - 06:00 Kristján Kristjánsson

„Herra forseti, ég biðst afsökunar“

„Herra forseti, ég biðst afsökunar.“ Þessi orð féllu í símtali sem Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, átti við Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, að kvöldi 8. nóvember 2016 þegar úrslit forsetakosninganna lágu ljós fyrir.
19.apr. 2017 - 04:30 Kristján Kristjánsson

Stór loftsteinn þýtur framhjá Jörðinn í dag: Sá stærsti í 13 ár

Loftsteinninn JO25 mun þjóta framhjá Jörðinni í dag á leið sinni um himingeiminn. Loftsteinninn er nokkuð stór að mati stjarnvísindamanna eða 600 til 1.400 metrar að þvermáli. Hann mun fara framhjá Jörðinní um 1,7 milljón kílómetra fjarlægð en það er fimm sinnum fjær Jörðinni en tunglið okkar.
18.apr. 2017 - 22:15 Kristján Kristjánsson

Notar þú munnskol? Sérfræðingar segja að til séu betri lausnir

Ef þú notar munnskol að tannburstun lokinni eða til að takast á við andfýlu þá ættirðu kannski að hugsa þig um. Munnskol hefur engin áhrif á marga og því eru þeir í raun og veru að kasta peningum á glæ með því að kaupa munnskol.
18.apr. 2017 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Almenningur fær loks aðgang að skjölum sem varpa nýju ljósi á grimmdarverk nasista

Hermann Göring, yfirmaður flughers Nasista við réttarhöldin í Nuremberg. Málsgögn stríðsglæpanefndar Sameinuðu Þjóðanna verða loks aðgengileg almenningi á netinu í vikunni. Gögnunum var safnað af stríðsglæpanefnd SÞ og eru elstu gögnin frá 1943. Þau eru flokkuð og hægt verður að leita í gagnagrunninum á netinu. Þessi skjöl varpa nýju ljósi á aðdraganda málarekstursins gegn nasistum eftir lok síðari heimsstyrjaldar.
18.apr. 2017 - 17:30 Eyjan

Rússneskar sprengjuflugvélar rufu bandaríska lofthelgi

Í fyrsta skipti frá því að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar síðastliðinn hefur rússneski flugherinn ögrað Bandaríkjamönnum með flugi sprengjuflugvéla nálægt bandarískri lofthelgi. Það hefur ekki gerst síðan 4. júlí 2015.
18.apr. 2017 - 16:31 Þorvarður Pálsson

Brá heldur betur í brún þegar þau sáu hver var að reka kýrnar þeirra – Myndband

Í bænum Ituna í Saskatchewan fylki í Kanada átti sér undarlegur atburður sér stað, sem kallaður hefur verið „kanadískasta uppákoma sögunnar“ af þeim sem urðu vitni að henni. Bóndinn Adrienne Ivey og eiginamaður hennar voru að fara að reka kúahjörð sína þegar þau sáu að einhver var á undan þeim til verksins. Þetta átti sér stað síðastliðinn föstudag.
18.apr. 2017 - 10:45 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Bretar kjósa í júní

Þingkosningar verða í Bretlandi 8.júní næstkomandi. Þetta tilkynnti Theresa May forsætisráðherra á óvæntum blaðamannafundi í Downingstræti nú fyrir stuttu.
18.apr. 2017 - 10:15 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Norður-Kórea: Við svörum hernaði Bandaríkjamanna með kjarnorkuárás

Yfirvöld í Norður-Kóreu hyggjast ótrauð halda áfram með loftskeytatilraunir sínar þrátt fyrir vaxandi spennu í samskiptum við Bandaríkin. Um helgina sagði Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna í opinberri heimsókn í Suður-Kóreu að Bandaríkjamenn væru að missa þolinmæðina gagnvart Norður-Kóreumönnum og þeir ættu að passa sig að láta ekki reyna á hvort Bandaríkin stæðu við stóru orðin.
18.apr. 2017 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Mikil áhrif loftslagsbreytinga í vesturríkjum Bandaríkjanna: Óviðráðanlegir gróðureldar

Meðalhiti í vesturríkjum Bandaríkjanna er nú tveimur gráðum hærri en á áttunda áratug síðustu aldar og sá tími sem gróðureldar geta logað er nú þremur mánuðum lengri en á áttunda áratugnum. Vísindamenn segja að þetta þýði að nú sé nýtt tímabil gróðurelda hafið í vesturríkjunum og að íbúar verði að venjast þessu.
18.apr. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Barnapía Madeleine McCann tjáir sig í fyrsta sinn um kvöldið sem hún hvarf

Í byrjun maí verða 10 ár liðin síðan að Madeleine McCann hvarf á dularfullan hátt úr sumarleyfisíbúð í Algarve í Portúgal. Ekkert hefur til hennar spurst síðan þá en Madeleine var þriggja ára þegar hún hvarf. Nú hefur fyrrum barnapía Madeleine tjáð sig um kvöldið hræðilega en þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um atburði kvöldsins.
18.apr. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Rúmlega 8.000 flóttamönnum bjargað á Miðjarðarhafi um páskana

Áhafnir björgunarskipa á Miðjarðarhafi höfðu í nógu að snúast um páskana því smyglarar notuðu blíðviðrið til að senda mörg þúsund flóttamenn af stað yfir Miðjarðarhafið, frá Afríku til Evrópu. Bátarnir eru af ýmsu tagi og margir hverjir vægast sagt í slæmu ástandi. Rúmlega 8.000 flóttamönnum var bjargað um helgina.
18.apr. 2017 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Mæðgur létust eftir að þær læstust inni í gufubaði

Mæðgur létust um helgina þegar þær voru í gufubaði. Mæðgurnar, 65 og 45 ára, voru fastar inni í gufubaðinu eftir að snerillinn datt af dyrunum að innanverðu. Þær virðast hafa reynt að brjóta rúðu í dyrunum en án árangurs. Þær fundust þegar þær höfðu verið í gufubaðinu í 90 mínútur.
18.apr. 2017 - 04:42 Kristján Kristjánsson

Hákarl varð 17 ára stúlku að bana við strendur Ástralíu: Var á brimbretti með föður sínum

17 ára stúlka lést síðdegis í gær eftir að hákarl réðst á hana við strendur ferðamannabæjarins Esperance. Stúlkan var þar ásamt föður sínum og voru feðginin á brimbrettum.
18.apr. 2017 - 03:04 Kristján Kristjánsson

Eldsvoði í jarðgöngum í Noregi: Margir fluttir á sjúkrahús

Seint í gærkvöldi kom upp eldur í Fjærlandsgöngunum í Noregi en þau liggja á milli Jølster og Sogndal. Göngin eru 6,3 kílómetra löng. Þrettán voru fluttir á sjúkrahús, flestir með reykeitrun. Ekki er þó um alvarlega reykeitrun að ræða en allt fólkið var lagt inn á sjúkrahús og verður þar í nótt til eftirlits.
17.apr. 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Feðginin ætluðu að njóta veðurblíðunnar í sportbílnum: Þá kom dráttarvélin með eftirvagninn

Á laugardaginn ætluðu  53 ára karlmaður og 14 ára dóttir hans að njóta góða veðursins og sólarinnar í Altomünster, sem er um 30 km norðvestan við München. Sportbíll fjölskyldunnar bíður upp á þann möguleika að hægt er að leggja þakið/blæjuna niður og það höfðu þau að sjálfsögðu gert. En síðan mættu þau dráttarvél með eftirvagn.

Heyrn: Heyrir þú nógu vel? - mars
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.4.2017
Með lögum skal land ...
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 18.4.2017
Undanúrslit Olís deildar kvenna að hefjast
Austurland
Austurland - 14.4.2017
Samkeppnishæfni trúarinnar
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 16.4.2017
Evrópusambandið ekki á dagskrá
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 15.4.2017
Hvað viltu verða?
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 18.4.2017
Sósíalísk sérstaða?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.4.2017
Hvert skal stefna í utanríkismálum?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.4.2017
Þegar kóngur heimtaði Ísland
Fleiri pressupennar
Reykjavík Escape - hópefli