11. feb. 2017 - 23:59Kristján Kristjánsson

Búa foreldrar Madeleine McCann yfir skuggalegu leyndarmáli?

McCann hjónin.

McCann hjónin.

Vegna skorts á sönnunargögnum var komist að þeirri niðurstöðu 2008 að Kate og Gerry McCann, foreldrar Madeleine McCann, væru ekki grunuð í máli dóttur þeirra en hún hvarf á dularfullan hátt úr íbúð í Portúgal 2007. Í skjölum sem hæstiréttur Portúgals birti á fimmtudaginn kemur fram að það þýði þó ekki að hjónin séu örugglega saklaus af að hafa verið viðriðin hvarf Madeleine.

Skjölin tengjast réttahöldum vegna saksóknar McCann hjónanna á hendur portúgalska lögreglumanninum Goncalo Amaral en hann stýrði rannsókninni á hvarfi Madeleine. Hjónin fóru í mál við hann eftir að hann gaf út bók þar sem hann hélt því fram að þau beri ábyrgð á hvarfi og hugsanlega dauða Madeleine 2007.

Goncalo Amaral tók til varna í málinu og nú hefur hæstiréttur Portúgals dæmt honum í vil. Í 76 síðna langri dómsniðurstöðunni gefa dómarar í skyn að það sé rangt að draga ályktanir um hvort hjónin séu sek eða saklaus. Einnig kemur fram í orðum þeirra að rannsókn málsins hafi ekki verið hætt vegna þess að hjónin séu saklaus af að hafa verið viðriðin hvarf Madeleine, ástæðan sé skortur á sönnunargögnum.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að tjáningarfrelsi Goncalo Amaral væri mikilvægara en að standa vörð um „æru“ hjónanna. Amaral var árið 2015 dæmdur til að greiða sem svarar um 50 milljónum íslenskra króna í bætur vegna þeirra staðhæfinga sem hann setti fram í bók sinni ´The Truth of The Lie´ sem fjallar um hvarf Madeleine.

Í bókinni heldur hann því fram að hjónin hafi sett hvarf Madeleine á svið eftir að hún hafi „látist“ í íbúðinni sem þau voru með á leigu í Portúgal. Hann heldur því fram að bókin sé byggð á opinberum gögnum frá lögreglurannsókninni og réttahöldum.

Þetta kemur fram í Mirror.

Því eru McCann hjónin, sem hafa alla tíð haldið fram sakleysi sínu, ekki alveg hreinsuð af öllum grun.
22.maí 2017 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Alvarleg staða grunnvatns í Svíþjóð: Óttast vatnsleysi í sumar

Svo lítið grunnvatn er nú víða í suðurhluta Svíþjóðar að yfirvöld óttast að grunnvatnsbirgðirnar klárist í sumar. Nú þegar hefur verið gripið til sparnaðaraðgerða á sumum svæðum. Ástandið er verst í suðausturhluta landsins en þar hefur verið miklu minni úrkoma undanfarin tvö ár en í meðalári.
22.maí 2017 - 20:30 Eyjan/Þorvarður Pálsson

Tekst Trump að semja um frið fyrir botni Miðjarðarhafs?

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur alla tíð gefið sig út fyrir að vera frábær samningamaður og það er enginn samningur sem er stærri heldur en friðarsamningur milli Ísrael og Palestínu. Trump er nú kominn á svæðið eftir helgardvöl í Sádi-Arabíu og er að eigin sögn vongóður sem aldrei fyrr um að hægt sé að koma á friði milli Ísraela og Palestínumanna. Forsetinn mun funda Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael og Mahmoud Abbas forseta Palestínu á þeim 28 tímum sem hann mun eyða fyrir botni Miðjarðarhafs.
22.maí 2017 - 20:00 Þorvarður Pálsson

Veiðimaður lést þegar fíll féll ofan á hann

Theunis Botha. Suður-afrískur veiðimaður lést um helgina þegar fíll féll ofan á hann. Þetta átti sér stað á friðlandi í Afríkuríkinu Zimbabwe. Hópur veiðimanna var á ferð um friðlandi þegar þeir gengu inn í fílahjörð í fengihug við bóndabæinn Good Luck í nálægt Hwange þjóðgarðinum. Þrjár kýr í hjörðinni tóku illa í þetta og réðust á veiðimennina.
22.maí 2017 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Dómsdagshvelfingin á Svalbarða átti að tryggja flóru Jarðarinnar um alla eilífð: Nú er komið upp vandamál

Dómsdagshvelfingin. Á Svalbarða stendur hin svokallaða Dómsdagshvelfing en í henni eru geymd fræ frá flestum ríkjum heimsins. Fræin eru geymd þarna til að tryggja að varabirgðir séu til ef hamfarir dynja yfir ákveðin svæði eða Jörðina alla og valda miklu tjóni á náttúrunni. En nú er komið upp vandamál sem ekki hafði verið reiknað með.
21.maí 2017 - 22:00 Þorvarður Pálsson

Borgarstjóri heiðraði morðingja lögreglumanns – „Hræðileg mistök“

Borgarstjóri Cincinnatti John Cranley í öngum sínum á blaðamannafundi. Í júní árið 2015 var lögreglumaðurinn Sonny Kim skotinn til bana af Trepierre Hummons við Madisonville götu í Cincinnatti í Ohio ríki í Bandaríkjunum. Hummons var í kjölfarið skotinn af félaga Kim. Borgarstjórinn í Cincinnatti, John Cranley, skrifaði undir tilskipun þess efni að fyrsti júní yrði gerður að „Tre degi“ í borginni til minningar um lögreglumorðingjann Hummons. Þetta hefur lagst vægast sagt illa í fólk og hefur borgarstjórinn beðist afsökunar á þessum mistökum, með tárin í augunum.
21.maí 2017 - 19:00 Ari Brynjólfsson

Ræktaði óvart heimsins sterkasta chili-pipar

Blómaræktandi sem ætlaði sér að rækta fagurt blóm tókst á einhvern ótrúlegan hátt að rækta heimsins sterkasta chili-pipar. Mike Smith, frá Denbighshire í Wales, ætlaði sér að rækta fagurt tré með girnilegum ávöxtum til að sýna á Chelsea-blómasýningunni sem hefst í næstu viku.
21.maí 2017 - 17:00 Þorvarður Pálsson

Segja Kreml hafa borgað milljónir fyrir tónlistarmyndband sem beint er gegn mótmælendum

Fyrir skömmu gaf rússneska poppstjarnan Alisa Vox út nýtt lag sem kallast „Baby Boy“. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að heimildir rússneska dagblaðsins Moscow Times herma að Kreml hafi átt hlut að máli og lagið sé áróður runnin undan rifjum stjórnar Pútín forseta Rússlands.Baby Boy var gefið út síðastliðinn mánudag á YouTube. Síðan þá hefur meira en milljón séð myndbandið en það fengið talsvert fleiri þumla niður en þumla upp. Texti lagsins er áhugaverður en þar segir meðal annars: „Frelsi, peningar, stelpur – Þú færð það allt, jafnvel völd. Svo vinur, haltu þig frá stjórnmálum og gefðu heilanum frí.“
21.maí 2017 - 15:00 Þorvarður Pálsson

Lögsækja yfirvöld í Þýskalandi vegna fyrsta þjóðarmorðs 20. aldarinnar

Stríðsfangar úr hópi Herero fólksins. Orðið þjóðarmorð er afar gildishlaðið og sitt sýnist hverjum um notkun þess. Hugtakið var fundið upp af Raphael Lemkin árið 1944 og birtist í bók hans sem fjallaði um grimmdarverk öxulveldanna í Evrópu. Því hefur lengi verið haldið fram að fyrsta þjóðarmorð 20. aldarinnar hafi verið aðgerðir Ottómanveldisins gegn Armenum en því eru forsvarsmenn Herero og Nama fólksins í Namibíu ekki sammála. Þeir standa nú fyrir málshöfðun á hendur þýskum yfirvöldum fyrir framgöngu Þjóðverja í Namibíu á árunum 1904-1907.
21.maí 2017 - 12:00 Þorvarður Pálsson

Elsti fallhlífarstökkvari heims barðist gegn nasistum

Hayes í loftinu. Bretinn Bryson William Verdun Hayes hefur slegið met Kanadamannsins Armand Gendreau frá því árið 2013 og er elsti maðurinn sem farið hefur í fallhlífarstökk. Þetta gerði hann með fjölskyldumeðlimum en þetta hefur lengi verið draumur hans en eiginkona hans heitin tók það ekki í mál að hann tæki slíkar áhættur.
21.maí 2017 - 10:00 Þorvarður Pálsson

Hringdi í neyðarlínuna og vildi láta vísa sér úr landi

Cesar Sanchez. Lögregluyfirvöld í Collier sýslu í suðvesturhluta Flórída ríkis í Bandaríkjunum hafa gefið það út að karlmaður frá Guatemala í Mið-Ameríku hafi verið handtekinn eftir að hann hringdi í neyðarlínuna 911 og fór þess á leit við þann sem svaraði að honum yrði vísað úr landi hið snarasta. Hinn 29 ára gamli Cesar Sanchez hringdi úr síma í bænum Naples. Í upptöku sem gefin hefur verið út af samtalinu heyrist maðurinn segja að honum líði illa en þó sé ekki um neyðartilfelli að ræða.
21.maí 2017 - 09:00 Þorvarður Pálsson

Amma ætlaði að skjótast til læknis – Endaði í Skotlandi

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Hin 83 ára Valerie Johnson er lítið gefin fyrir að keyra og fer helst ekki langt frá heimili sínu í Worchester á Englandi. Þegar hún var á leiðinni á spítalann í Peopleton, sem er í tæplega 10 kílómetra fjarlægð frá heimili sínu gleymdi hún að taka beygju út af M5 hraðbrautinni og endaði í Larkhall í Skotlandi.
20.maí 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Kom alblóðugur með mannshöfuð í höndinni inn í verslun og stakk afgreiðslumann

Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Oregon í Bandaríkjunum grunaður um morð og morðtilraun. Maðurinn kom inn í Harvest Market Thriftway í Estacada um miðjan dag á sunnudaginn. Hann var þá þakinn blóði og hélt á því sem virtist vera mannshöfuð.
20.maí 2017 - 19:00 Þorvarður Pálsson

Nú getur þú keypt þér Ferrari í ,sjálfsala‘

Ætli Ferrari 360 Challenge fáist í sjálfsalanum? Tækninni fleygir sífellt fram og úti í hinum stóra heimi er hægt að kaupa ótrúlegustu hluti í sjálfsölum. Nú hefur bílaumboð nokkuð í Singapúr tekið sjálfsalann á næsta stig og opnað 15 hæða ,sjálfsala‘ í borgríkinu. Gary Hong, framkvæmdastjóri Autobahn Motors segir að tilgangurinn með sjálfsalanum hafi verið að nýta með sem bestum hætti takmarkað pláss í Singapúr og skapa fyrirtækinu sérstöðu.
20.maí 2017 - 18:00 Þorvarður Pálsson

Maraþon eru hættulegri íbúum í nágrenni þeirra en keppendum

Frá Reykjavíkurmaraþoninu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Þegar stórir viðburðir á borð við maraþon og hlaup eru haldnir í borgum og bæjum fylgir því oft lokanir og umferðatakmarkanir. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt hefur verið í læknaritinu New England Journal of Medicine eru það ekki hlauparar sem eru í mestri hættu þegar maraþonhlaup fara fram heldur fólk sem býr í nágrenninu.Alls dóu 21 keppandi í maraþonum í Bandaríkjunum milli áranna 2000 og 2009 samkvæmt rannsókn frá árinu 2012. Það virkar eins og mikill fjöldi en alls kepptu 3,7 milljónir í maraþonhlaupum á þessu tímabili.
20.maí 2017 - 16:00 Kristján Kristjánsson

Fimm ríkustu menn Nígeríu eiga 3.200 milljarða og þeir fátæku verða fátækari

Hagvöxturinn í Nígeríu gagnast aðeins örfáum, fámennri elítu, eftir því sem segir í nýrri skýrslu frá manúðarsamtökunum Oxfam. Þar segir að ríkasti maður landsins þéni 8.000 sinnum meira á einum degi en fátækur samlandi hans á einu ári.
20.maí 2017 - 12:00 Þorvarður Pálsson

„Borgið Trump mútur hér“

Það er engin nýlunda að mörgum sé uppsigað við Donald Trump Bandaríkjaforseta og hefur sú andstaða tekið á sig margar myndir. Listamaðurinn Robin Bell stóð fyrir heldur óvenjulegum mótmælum gegn meintri spillingu Trump forseta síðastliðinn mánudag en þá varpaði hann ýmsum skilaboðum á vegg Trump hótelsins í Washington borg, steinsnar frá Hvíta húsinu.
20.maí 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Segir karla vera með hærri greindarvísitölu en konur

Hvort kynið er greindara, karlar eða konur? Þessi spurning er ekki ný af nálinni og hefur verið mikið rædd í gegnum tíðina en ekki bara í mötuneytinu eða heima við eldhúsborðið. Vísindamenn hafa einnig látið sig þetta varða og hafa rannsakað málið vísindalega. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að auk þess að vera með stærri heila en konur þá eru karlar með hærri greindarvísitölu en þær.
19.maí 2017 - 22:00 Þorvarður Pálsson

Höfðaði mál gegn konunni sem fór með honum á stefnumót – „Þetta er bilun“

Maður í Texas ríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn konu sem fór með honum á stefnumót þann 6. maí síðastliðinn. Maðurinn og konan fóru í bíó í borginni Austin á stórmyndina Guardians of the Galaxy, Vol. 2 í þrívídd í Barton Creek Square kvikmyndahúsinu. Maðurinn, hinn 37 ára gamli Brandon Vezmar, er greinilega ekki sáttur við hvernig stefnumótið heppnaðist. Samkvæmt kærunni sem Vezmar lagði fram fyrir dómara í Travis sýslu kemur fram að hann krefjist endurgreiðslu 17.31 dollara af hendi konunnar en það er kostnaður fyrir einn bíómiða á mynd í þrívídd.
19.maí 2017 - 19:00 Þorvarður Pálsson

Theresa May hyggst setja strangar skorður á tjáningarfrelsi á netinu

Theresa May forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins. Þann 8. júní næstkomandi fara fram þingkosningar í Bretlandi og bendir allt til stórsigurs Íhaldsflokksins undir stjórn Theresu May, núverandi forsætisráðherra. Í stefnuskrá flokksins fyrir kosningarnar kemur fram að beri flokkur hennar sigur úr býtum mun það hafa í för með sér umtalsverðar breytingar á reglugerðum er varða internetnotkun, með það að markmiði að gera Bretland að „leiðandi afli í stjórnun á notkun persónuupplýsinga og internetsins“ samkvæmt stefnuskránni.
19.maí 2017 - 18:00 Eyjan/Þorvarður Pálsson

Hver verða úrslit írönsku forsetakosninganna sem fram fóru í dag?

Íranir kjósa sér forseta í dag og er mikil spenna vegna þessa í landinu enda eru þetta fyrstu kosningar frá því að samkomulag um takmarkanir á kjarnorkuáætlun landins tóku gildi árið 2015. Frá byltingunni 1979, þar sem íslömsk stjórnvöld undir harðri hendi erkiklerkanna tóku völdin hefur stjórnkerfi landsins verið undarleg blanda lýðræðis og trúræðis. Á fjögurra ára fresti ganga Íranir að kjörborðunum og velja sér forseta úr sérvöldum hópi frambjóðenda sem trúarleiðtogarnir samþykkja. Raunverulegir valdahafi í landi er æðstiklerkurinn Ali Khamenei auk ýmsra forystumanna í stjórnkerfinu og Byltingarverðirnir svokölluðu, vopnaðar sveitir sem mynda sérstakan valdakjarna sem forsetinn hefur enga stjórn yfir.
19.maí 2017 - 12:05 Bleikt

Chelsea Manning fagnar frelsinu á Instagram: Fyrsta sjálfsmyndin, pítsa og kampavín

Chelsea Manning, uppljóstrari og fyrrverandi hermaður, var látin laus úr fangelsi á miðvikudag og hefur nú fangað frelsi sínu með sumarlegri sjálfsmynd. Þetta er það fyrsta sem sést hefur af henni opinberlega árum saman. Hún kom út úr skápnum sem transkona sama ár og hún var dæmd í fangelsi. Þar á undan var hún þekkt undir nafninu Bradley Edward Manning.
19.maí 2017 - 09:41 Smári Pálmarsson

Svíþjóð lætur nauðgunarákærur á hendur Julian Assange niður falla

Fallið hefur verið frá nauðgunarákærum á hendur Julian Assange, stofnanda uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks, af saksóknara í Svíþjóð. Árið 2010 var gefin út handtökuskipun á hendur Assange eftir að tvær konur gáfu sig fram og sökuðu hann annars vegar um nauðgun og hins vegar um kynferðislega áreitni. Hann hefur neitað sökum opinberlega, sagt ásakanirnar tilhæfulausar og til þess gerðar að koma höggi á WikiLeaks.
19.maí 2017 - 08:46 Ari Brynjólfsson

Er Bretum að takast að fá ungu kynslóðina til að kjósa?

Theresa May leiðtogi Íhaldsflokksins og Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins. Átak á samfélagsmiðlum sem hvetur ungt fólk til að skrá sig á kjörskrá virðist vera að hafa árangur. Frá því að Theresa May forsætisráðherra tilkynnti heldur óvænt um þingkosningar sem fara fram eftir 20 daga þá hafa rúmlega 1,2 milljón manns á aldrinum 18 til 35 ára skráð sig á kjörskrá.
18.maí 2017 - 22:30 Bleikt/ Ragga Eiríks

Zac Efron í hlutverki siðblinda sadistans Ted Bundy

Hjartaknúsarinn Zac Efron sem við byrjuðum flest að elska þegar High School Musical kom út ætlar að skipta um gír á næstunni og taka að sér hlutverk bandaríska raðmorðingjans Ted Bundy í fyrirhugaðri bíómynd. Bíómyndin, sem er í vinnslu, heitir Extremely Wicked, Shockingly Evil and Vile, en þar er saga Ted Bundy sögð út frá sjónarhorni kærustu hans Elizabeth Kloepfer. Það tók hana ansi langan tíma að trúa því að hennar ástkær væri svona vondur – því hann hafði náð að drepa meira en 30 konur þegar hún sigaði lögreglunni á hann.
18.maí 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Nokkur merki þess að allar hömlur séu fyrir bí í ástarsambandinu

Eftir því sem ástarsambandið þróast og varir lengur hættir fólk að halda aftur af sumum hlutum sem það hefði aldrei látið sér detta í hug að gera frammi fyrir öðrum áður fyrr. Það má því kannski segja að ástin geri út af við ýmsar hömlur.
18.maí 2017 - 21:30 Bleikt

Eftir Júróvisjón: 49 atriði sem komu á óvart á úrslitakvöldinu!

Nú er loks vertíðin á enda runnin þetta árið og við þökkum kærlega fyrir samfylgdina! Áður en við skríðum inn í PED-ið og hlustum á Amar pelos Dois á repeat í fósturstellingu og allar lúppur af Epic Sax Guy sem internetið hefur að geyma, skulum við rifja upp allt það sem var skrítið og skemmtilegt á úrslitakvöldinu á laugardaginn var.
18.maí 2017 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Sjálfkvæni slær í gegn - „Þú ert þessi virði!“

Gifting Eriku Anderson. Hjónabandið hefur mátt muna sinn fífill fegurri. Sífellt pör fleiri sleppa því að binda hnútinn og telja það óþarfi í samfélagi nútímans. Nú er hins vegar svo komið að hjónabandið er að snúa aftur, í sumum kreðsum að minnsta kosti en með mjög ólíkum formerkjum. Það er ekki lengur milli tveggja einstaklinga heldur einstaklingsmál, fólk er að giftast sjálfu sér. Þessir hreyfing kallar sig „sologamists“, sjálfkvæni í stað einkvæni.
18.maí 2017 - 19:30 Eyjan/Þorvarður Pálsson

Macron tekur Trudeau á þetta – Jöfn kynjahlutföll í ríkisstjórn hans

Nýkjörinn Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, hefur tilkynnt um ráðherraskipan í nýrri ríkisstjórn sinni. Það vekur helst athygli að hlutur kvenna og karla er jafn í ríkisstjórninni og fetar hann í fótspor Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada sem gerði slíkt hið sama þegar hann skipaði fyrstu ríkisstjórn sína fyrir tveimur árum. Auk þess þykir það til merkis um að Macron sé alvara um þær yfirlýsingar sínar um breytingar í stjórnmálum hve fjölbreyttur hópur ráðherranna er en þar má finna fólk úr öllum áttum stjórnmálanna.
18.maí 2017 - 18:30 Kristján Kristjánsson

Facebook sektað um milljónir vegna söfnunar persónuupplýsinga

Franska persónuverndin gagnrýnir mikla og ítarlega söfnun Facebook á persónuupplýsingum um notendur samfélagsvefsins. Þessi gagnasöfnun hefur farið fram án vitneskju notendanna. Persónuverndin hefur því sektað Facebook um 150.000 evrur, sem svarar til um 17 milljóna íslenskra króna, fyrir þetta.
18.maí 2017 - 16:27 Þorvarður Pálsson

Fjöldi slasaður eftir að bíl var ekið á vegfarendur á Times Square

New York Times hefur greint frá því að fjöldi fólks sé slasaður eftir að bíll ók á gangandi vegfarendur á Times Square í hjarta New York borgar í hádeginu að staðartíma. Ekki er vitað á þessari stundu hvort um hryðjuverk sé að ræða. Myndir á samfélagsmiðlum sína bíl með reyk standandi úr húddinu uppi á umferðarhindrun á horni 45. götu og Broadway. Talsmaður lögreglunnar í New York hefur ekkert viljað tjá sig um málið að svo stöddu.
18.maí 2017 - 16:00 Þorvarður Pálsson

Hollandskonungur hefur lifað tvöföldu lífi í áratugi - Hefur loks ljóstrað upp um leyndarmál sitt

Hollenska konungsfjölskyldan. Það er ekki hægt að segja að konungur Hollands, Willem-Alexander sé heimsfrægt andlit. Eflaust myndu margir Hollendingar ekki þekkja hann í sjón sem hefur auðveldað honum mjög að lifa tvöföldu lífi undanfarna áratugi. Nú hefur hann hins vegar ljóstrað frá leyndarmáli sínu í viðtali við hollenska dagblaðið De Telegraaf. Willem-Alexander er fimmtugur og tók við embætti konungs þegar móðir hans Beatrix lét af embætti árið 2013 eftir 33 ár í embætti. Hann var þar með fyrsti konungur Hollands í 123 ár, áður höfðu þrjár drottningar í röð ráðið landinu.
18.maí 2017 - 14:42 433/Hörður Snævar Jónsson

Gylfi ætlar ekki að vera með neitt vesen í sumar

Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Swansea kveðst ekki ætla að berjast fyrir því að fara frá félaginu í sumar. Mörg stærri lið hafa áhuga á Gylfa eftir frábæra frammistöðu hans með Swansea á tímabilinu en hann bjargaði liðinu frá falli.
18.maí 2017 - 12:00 Kristján Kristjánsson

Ósýnilegur skjöldur verndar fangelsi gegn drónum

Fljótlega verður hafist handa við að setja upp nýtt öryggiskerfi, ósýnilegan skjöld, í fangelsi á eyjunni Guernsey í Ermasundi. Kerfið er svar fangelsismálayfirvalda við umferð ómannaðra flygilda, dróna, inn fyrir veggi fangelsisins. Það er vel þekkt að drónar eru notaðir til að koma ýmsu til fanga sem afplána dóma sína, til dæmis fíkniefnum, vopnum og farsímum.
18.maí 2017 - 10:45 Eyjan

Fyrrverandi forstjóri FBI fer með rannsókn á tengslum Rússa við Trump

Robert Mueller hefur verið skipaður stjórnandi á ítarlegri rannsókn á hugsanlegum tengslum og afskiptum Rússa á forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra, þá sér í lagi tengslum Rússa við starfsmenn framboðs Donalds Trump forseta Bandaríkjanna.
18.maí 2017 - 08:13 Ari Brynjólfsson

Chris Cornell látinn

Tónlistarmaðurinn Chris Cornell er látinn 52 ára að aldri. Umboðsmaður hann staðfesti ða Cornell hefði orðið bráðkvaddur í Detroit í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Cornell er best þekktur fyrir að vera söngvari hljómsveitanna Audioslave og Soundgarden.
18.maí 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Önnu var boðið í atvinnuviðtal: Ástæðan kom henni gjörsamlega í opnu skjöldu

Það getur verið erfið barátta að vera atvinnulaus og í leit að vinnu, sérstaklega þegar hverri atvinnuumsókninni á fætur annarri er hafnað. En að fá einfalt nei við umsókn er líklega ekki svo slæmt miðað við það sem ung kona upplifði þegar hún sótti um starf skrifstofustjóra hjá stóru fyrirtæki.
17.maí 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Mikil klámnotkun karla getur skaðað kynlíf þeirra

Þeim mun meiri tíma sem karlar eyða í að horfa á klám, þeim mun erfiðara getur orðið fyrir þá að stunda kynlíf. Þetta geta verið áhrif þess að horfa á fullkomna líkama í hinum fullkomnu samförum, að því að sagt er, sem uppfylla alla drauma án þess að setja neinar kröfur fram. Þetta eru að minnsta kosti niðurstöður nýrrar rannsóknar.
17.maí 2017 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Að keyra eftir þunga máltíð jafn hættulegt og að keyra undir áhrifum segir þingmaður

Eftir eina ei aki neinn? Það vita allir að eftir þunga máltíð fylgir oft þreyta í kjölfarið. Það eru þó fáir sem myndu bera saman áhrif þungrar máltíðar við áhrifin af neyslu áfengis, sérstaklega þegar um er að ræða áhrifin sem það hefur á aksturshæfileika. Það er þó einmitt það sem írski þingmaðurinn Danny Healy Rae hefur gert.
17.maí 2017 - 20:00 Ari Brynjólfsson

Ugla og Fox rifust við Piers Morgan: „Má ég þá kalla mig svarta konu?“

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Fox Fisher mættu í þáttinn Good Morning Britain í morgun þar sem þau ræddu frjálsgerva, eða non-binary, kyn. Heitar umræður áttu sér stað þar sem Morgan krafðist svara hvort hver sem er gæti skilgreint sjálfan sig sem hvað sem er og krafið samfélagið um að virða það.
17.maí 2017 - 19:00 Þorvarður Pálsson

„Macron er myndarlegur drengur sem á myndarlega mömmu“

Silvio Berlusconi, Brigitte Trogneuxog Emmanuelle Macron. Samsett mynd. Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands er eins og flestir vita giftur konu sem er talsvert eldri en hann, aldursmunurinn er 24 ár. Brigitte Trogneux var áður kennari Macron og þegar hann var einungis 17 ára gamall lýsti hann því yfir að hann ætlaði að giftast Brigitte. Fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, milljarðamæringurinn og brandarakarlinn Silvio Berlusconi hefur skotið föstum skotum á nýja Frakklandsforsetans á viðburði í bænum Monza.
17.maí 2017 - 15:30 Eyjan/Þorvarður Pálsson

Chelsea Manning sleppt eftir 7 ára fangelsisvist

Chelsea Manning, sem handtekin var í bandarískri herstöð í Írak árið 2010 eftir að hafa lekið þúsundum leynilegra skjala til WikiLeaks, hefur verið sleppt úr haldi. Hún var vistuð í herfangelsinu í Ft. Leavenworth í Kansas ríki í Bandaríkjunum. Með þessu líkur einu stærsta lekamáli í sögu Bandaríkjanna. Manning var dæmd á sínum tíma til 35 ára fangelsisvistar fyrir lekann sem var tvöfalt hærri dómur en áður hafði fallið í slíku máli. Í einu af sínu síðustu embættisverkum mildaði Barack Obama fyrrum Bandaríkjaforseti dóminn yfir henni.
17.maí 2017 - 11:00 Kristján Kristjánsson

Dani handtekinn vegna þjóðarmorðs í Rúanda: Grunaður um aðild að 1.000 morðum

Nokkur fórnarlamba þjóðarmorðsins. 49 ára karlmaður, búsettur á Sjálandi í Danmörku, var handtekinn á þriðjudaginn að beiðni yfirvalda í Rúanda. Hann er grunaður um aðild að þjóðarmorði þar í landi og að hafa tengst um 1.000 morðum.
17.maí 2017 - 09:00

Líður að lokum valdatíðar Donald Trump? Reyndi hann að hafa áhrif á rannsókn FBI?

The New York Times skýrði frá því í gærkvöldi að samkvæmt minnisblaði frá James Comey, þáverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hafi Donald Trump, forseti, beðið Comey um að hætta rannsókn á tengslum Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump, við Rússa. Þessa beiðni á Trump að hafa sett fram í samtali við Comey í febrúar. Þetta hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og telja sumir að vandræðagangur Trump sé orðinn svo mikill að nú hljóti að líða að endalokum valdatíma hans.
17.maí 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Hún leysti gátuna um hver myrti dóttur hennar: Var sjálf myrt á mæðradaginn

Miriam Rodríguez Martínez Fyrir fimm árum var  Karen Alejandra rænt í Mexíkó en þar bjó hún. Hún fannst síðar og hafði þá verið myrt. Móðir hennar, Miriam Rodríguez Martínez, var ósátt við rannsókn lögreglunnar á málinu og hóf sjálf að rannsaka það. Hún komst að því hverjir báru ábyrgð á ódæðinu og upplýsingarnar sem hún aflaði urðu til þess að lögreglan handtók þá og þeir voru fangelsaðir.
17.maí 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Heilbrigður unglingur lést eftir ofneyslu koffíns

Davis Cripe. 16 ára piltur lést nýlega eftir ofneyslu koffíns eftir að hafa drukkið Mountain Dew, kaffi og orkudrykk á tæpum tveimur klukkustundum. Hann var alheilbrigður að sögn dánardómsstjóra og því algjörlega laus við hjartavandamál.
17.maí 2017 - 06:22 Kristján Kristjánsson

Eldur í þremur flóttamannamiðstöðvum í Svíþjóð: 300 manns dvelja í þeim – 5 slasaðir

Eldur kom upp í þremur flóttamannamiðstöðvum í suðurhluta Svíþjóðar í nótt. Um 300 manns dvelja í flóttamannamiðstöðvunum sem voru rýmdar í nótt. 5 manns slösuðust lítillega að sögn sænskra fjölmiðla.
16.maí 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

10 ára stúlka sækir um heimild til fóstureyðingar

Nauðgunum mótmælt á Indlandi. Hópur indverskra lækna ræðir nú hvort heimila eigi 10 ára stúlku að gangast undir fóstureyðingu. Henni var nauðgað af stjúpföður sínum og væntir barns eftir um fjóra mánuði. Stúlkan og móðir hennar vilja að hún gangist undir fóstureyðingu en indversk lög heimila ekki fóstureyðingar þegar 20 vikur eða meira eru liðnar af meðgöngu nema líf móðurinnar sé í hættu.
16.maí 2017 - 21:00 Bleikt

Svona rænir samfélagið af okkur sköpunargleðinni: Myndband sem allir verða að sjá

Ef þú tengir við að finnast eins og þitt sanna sjálf hefur verið þaggað niður af samfélaginu þá er þetta stuttmyndin fyrir þig. Eða bara ef þú elskar fallegar og skemmtilegar stuttmyndir! Daniel Martinez Lara og Rafa Cano Mendez er fólkið á bak við þessa sjö mínútna löngu stuttmynd. Hún sýnir hvað gerist þegar við leyfum ytri þáttum að hafa áhrif á ljósið sem býr innra með okkur og hvernig það hefur áhrif á líf þeirra sem við elskum mest.
16.maí 2017 - 20:00 Þorvarður Pálsson

Hvernig áttu að verjast ransomware árásum? Sérfræðingar gefa nokkur einföld ráð

Það hefur ekki farið framhjá neinum að undanfarna daga hafa geysað stórfelldar árásir á tölvukerfi um allan heim. Tölvuþrjótar beita svokölluðum ransomware búnaði sem læsir gögn inni og fylgja hótanir um að þeim verði eytt ef lausnargjald er ekki greitt. Talið er að þessi tölvuárás, sem ber heitið WannaCry, hafi haft áhrif á 200 þúsund tölvur sem nota Windows stýrikerfið og eru að minnsta kosti tvær þeirra á Íslandi. En hvað er til ráða? New York Times tók saman nokkur atriði sem sérfræðingar sem dagblaðið ræddi við voru sammála um að tölvunotendur þyrftu að huga að.
16.maí 2017 - 18:00 Ari Brynjólfsson

Stjúpdóttir Macron svarar gagnrýnendum

Dóttir Brigitte Macron og stjúpdóttir Emmanuels Macron Frakklandsforseta fer hörðum orðum um þá sem hafa gagnrýnt aldursmunin á milli Emmanuels og móður sinnar. Margir hafa gefið því gaum að Brigitte er 24 árum eldri en Emmanuel og á börn sem eru eldri en hann.

Gullmoli: Gæludýr test - feb
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.5.2017
Í landi morgunkyrrðarinnar
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 14.5.2017
Sumarið er tíminn
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 15.5.2017
Stofnanaofbeldi
Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson - 14.5.2017
Umskiptingarnir
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 19.5.2017
Mikilvæg fyrirmynd
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 18.5.2017
Er allt sem byrjar á einka rosalega slæmt?
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 19.5.2017
Umbreytingavorin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.5.2017
Einangrað eins og Norður-Kórea?
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - 22.5.2017
Vandræðalega bekkjarpartýið!
Elín Ósk Arnarsdóttir
Elín Ósk Arnarsdóttir - 22.5.2017
Hvít sem mjólk
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 21.5.2017
Samskipti
Fleiri pressupennar