08. jún. 2012 - 11:45

2ja ára drengur reis upp í líkkistunni og bað um vatn: Lagðist svo aftur í hinstu hvílu

Sá ótrúlegi atburður átti sér stað í bæ í norðurhluta Brasilíu að tveggja ára gamall drengur, sem hafði verið úrskurðaður látinn, reis upp við dogg í kistu sinni og bað um vatn. Að því búnu lagðist hann aftur í kistuna líflaus.

Greint er frá þessum í brasilískum vefmiðli. Drengurinn, Kelvin Santos, var á sjúkrahúsi í bænum Belem þegar hann hætti að draga andann. Hann hafði verið þar til meðferðar vegna lungnabólgu.

Læknar úrskurðuðu hann látinn kl. 19.40 á föstudegi og afhentu fjölskyldu drengsins líkið í plastpoka.

Harmi slegin fjölskylda litla drengsins fór með líkið heim þar sem það var lagt í opna kistu og haldin var líkvaka alla nóttina.
Einni klukkustund áður en útför hans átti að fara fram á laugardegi settist drengurinn upp í kistunni og sagði:
Pabbi, geturðu gefið mér dálítið vatn?

Faðir drengsins, Antonio Santos, sagði að allir viðstaddir hefðu hljóðað upp og ekki trúað eigin augum.
Síðan héldum við að kraftaverk hefði gerst og drengurinn hefði lifnað við. En þá lagðist Kelvin bara aftur niður og allt var eins og áður. Við gátum ekki vakið hann. Hann var dáinn aftur.

Faðir hans fór í skyndingu með son sinn á Aberlardo Santos sjúkrahúsið í Belem þar sem læknar skoðuðu drenginn og staðfestu að engin lífsmerki væru með honum.

Þeir fullvissuðu mig um að hann væri í raun og veru dáinn og gátu engar skýringar gefið á því sem ég hafði heyrt og séð.

Fjölskylda drengsins ákvað að fresta útförinni um eina klukkustund í þeirri von að hann vaknaði aftur til lífsins. Að lokum var drengurinn þó jarðaður þennan sama dag kl. 5 síðdegis.

Faðir drengsins er sannfærður um að lát hans megi rekja til læknamistaka. Hann hefur lagt fram kæru til lögreglunnar sem hefur hafið rannsókn á málinu.

Fimmtán mínútum eftir að ég skildi við hann í öndunarerfiðleikum í höndum læknanna höfðu þeir úrskurðað hann látinn og afhent mér lík hans. Hugsanlega framkvæmdu þeir ekki nógu ítarlega skoðun á honum. Látið fólk vaknar ekki til lífsins og talar. Ég er staðráðinn í því að komast til botns í þessu.28.mar. 2015 - 11:50

Þetta er munurinn á íslenska og danska heilbrigðiskerfinu og hann er sláandi

Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson „Í febrúar í fyrra fékk ég svæsna lungnabólgu sem endaði með sjúkrabílsferð upp á sjúkrahúsið í Hvidovre þar sem ég lá inni í fimm daga“, segir Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson og bætir við: „Í dag var ég að fá út úr röntgen frá Domus Medica og í ljós kom að ég er kominn með snert af lungnabólgu aftur. Ég var settur strax á pensilín og er hinn ferskasti“.
28.mar. 2015 - 08:29

Andreas Lubitz: Dag einn munu allir vita hver ég er

Blaðamenn þýska dagblaðsins Bild hafa rætt við 26 ára flugfreyju, sem er fyrrum unnusta Andreas Lubitz sem tók 149 manns með sér í dauðann á þriðjudaginn þegar hann flaug Airbus flugvél Germanwings inn í fjallshlíð í frönsku Ölpunum. Konan segir að Lubitz hafi glímt við mikla andlega erfiðleik en hann hafi átt auðvelt með að leyna þeim.
28.mar. 2015 - 08:00

Hvað segja sérfræðingarnir um leikinn gegn Kasakstan - endurkomu Eiðs Smára og barnalánið hjá Aroni?

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Kasakstan í dag á útivelli í undankeppni Evrópumótsins. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Ísland sem á góða möguleika á að komast í úrslit EM í fyrsta sinn í sögunni - en Kasakstan er í neðsta sæti riðilsins. Ísland er í öðru sæti riðilsins eftir fjórar umferðir með 9 stig en Tékkar eru efstir með 12 stig og Hollendingar í því þriðja með 6 stig.
27.mar. 2015 - 21:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Þau virtust vera hin fullkomna fjölskylda en undir yfirborðinu leyndust ótrúleg svik

Kevin og Lisa Knoefel virtust fullkomið par. Þau smullu saman við fyrstu kynni og einu ári eftir að samband þeirra hófst giftust þau. Engan gat grunað að saga þeirra ætti eftir að fá svo hryllilegan og blóðugan endi sem raunin varð.
27.mar. 2015 - 19:26

Átta atriði sem yngstu systkinin kannast vel við

Það getur tekið á að vera yngsta systkinið og þau þurfa að ganga í gegnum ýmislegt sem þau eldri sleppa oft við. Hér ætlum við að telja upp átta atriði sem mörg yngstu systkini kannast við.
27.mar. 2015 - 10:24

Erfitt að missa af fæðingu frumburðarins segir Aron Einar fyrirliði íslenska landsliðsins

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það hafi verið erfitt að hafa misst af fæðingu frumburðar síns og unnustu hans Kristbjörgu Jónasdóttur sem fæddist í gærmorgun. Í viðtali við RÚV segir Aron að hann hafi reynt að vera eins lengi og hann gat í Cardiff í Wales þar sem býr ásamt Kristbjörgu.
27.mar. 2015 - 10:04

Fjölskylduharmleikur: Skaut tvo bræður sína og tók síðan eigið líf eftir deilur yfir kvöldmatnum

13 ára drengur frá Hudson í Pasco sýslu í Flórída í Bandaríkjunum skaut tvo bræður sína eftir riflildi þeirra á milli yfir kvöldmatnum og tók síðan eigið líf. Nágrannar eru harmi slegnir og eiga erfitt með að skilja þennan mikla harmleik.
27.mar. 2015 - 08:54

Íshellan á Suðurskautinu bráðnar hraðar en nokkru sinni

Íshellan við Suðurskautslandið bráðnar nú hraðar en nokkru sinni áður eftir að mælingar hófust og virðist hraði bráðnunarinnar vera að aukast. Með því að fara yfir evrópskar gervihnattamyndir sem hafa verið teknar af Suðurskautslandinu undanfarin ár hafa vísindamenn komist að þessari niðurstöðu.
27.mar. 2015 - 06:15

Bild: Flugmaður Germanwings glímdi við mikla andlega erfiðleika

Andreas Lubitz, sem stýrði flugvél Germanwings beint inn í fjallshlíð frönsku Ölpunum á þriðjudaginn, glímdi við mikla andlega erfiðleika. Þetta segir þýska dagblaðið Bild í dag en það segist hafa fengið aðgang að læknaskýrslum Lubitz.
27.mar. 2015 - 05:23

Enn eitt morðið í Malmö: Tvö morð á tveimur sólarhringum – Hrein aftaka

Lögreglunni í Malmö í Svíþjóð var seint í gærkvöldi tilkynnt um háa hvelli nærri Sankt Maria kirkjunni í miðhluta borgarinnar og að þetta væru líklegast skothvellir. Lögreglumenn fundu helsærðan mann þar og lést hann við komuna á sjúkrahús. Þetta er annað morðið sem er framið í borginni á aðeins tveimur sólarhringum.
26.mar. 2015 - 22:00

Fimm leiðir til að hjálpa þunglyndum vini

Þunglyndi. Hefur þú verið á þessum dimma stað? Þeir sem hafa reynt það gleyma því ekki. Þunglyndi er útbreiddur sjúkdómur og því er líklegt að einhver vinur þinn sé haldinn þunglyndi. Einfaldar athafnir verða að óviðráðanlegum þrekraunum. Að bursta tennurnar er eins og að hlaupa maraþon.
26.mar. 2015 - 21:00

Játningar móður: 6 atriði sem ég segi ekki börnunum mínum

Það er erfitt að vera foreldri. Ung kona sem hefur verið móðir í sex og hálft ár og á þrjú börn segist stundum bíta sig í tunguna og þegja yfir einu og öðru sem hana langar til að játa fyrir börnunum. Það eru allt saman staðreyndir sem hún vill að börnin heyri þegar þau hafa aldur til.
26.mar. 2015 - 20:00

8 ára stúlka reis upp gegn einelti gagnvart skólabróður

Á mánudaginn las Julie, 8 ára, vikublað heima hjá ömmu sinni en í því var frásögn um dreng sem fyrirfór sér vegna eineltist sem hann varð fyrir. Frásögnin hafi svo mikil áhrif á Julie að næsta dag stillti hún sér upp fyrir framan bekkjarsystkini sín og sagðist vita um dreng í bekknum sem væri lagður í einelti og það yrði að hætta strax.
26.mar. 2015 - 16:28

Myndband: Ótrúlegt skot hjá níu ára körfuboltastrák

Það sem sést í þessu myndbandi sést ekki oft í körfuboltaleik - og allra síst þar sem leikmennirnir eru í þriðja bekk í grunnskóla. Tyrik Petway á meðal þeirra allra efnilegustu í íþróttinni í Bandaríkjunum og hann sýndi skemmtilega takta í leik þar sem Allentown Arrows og Bowie Bulldogs áttust við í úrslitaleik í AAA barna-deildinni.
26.mar. 2015 - 16:00

Hver er þessi maður sem flaug vél Germanwings viljandi í fjallshlíðina svo 150 manns fórust?

Hann heitir Andreas Lubitz, 28 ára gamall, og bjó í smábæ vestarlega í Þýskalandi. Andreas var aðstoðarflugmaður farþegaþotunnar sem fórst í frönsku ölpunum í vikunni. Núna er komið í ljós að Andreas lét vélina hrapa viljandi.
26.mar. 2015 - 15:00

Hægir á Golfstraumnum: Verður óbyggilegt á Íslandi vegna kulda?

Ný rannsókn bendir til þess að mjög hafi hægt á Golfstraumnum vegna bráðnunar Grænlandsjökuls. Golfstraumurinn er hlýr straumur í Norður-Atlantshafi sem veldur því að veðurfar á Íslandi og Bretlandi er hlýrra en ella.
26.mar. 2015 - 13:26

Brjálað veður í Noregi: Ótrúlegar myndir - Á gönguskíðum í miðborginni

„Ég vaknaði og þá var allt á kafi í snjó. Það var snjóstormur og ég og unnusti minn komumst að því að allir strætóar voru meira og minna fastir. Þá var heldur ekki hægt að fá leigubíl þar sem þeir voru fastir líka,“ segir Védís Einarsdóttir í samtali við Pressuna en hún er búsett í Osló.
26.mar. 2015 - 12:16

Flugmaður Germanwings vélarinnar flaug viljandi í fjallshlíðina

Á fréttamannafundi fyrir nokkrum mínútum sagði ríkissaksóknarinn í Marseilles í Frakklandi að flugmaður Germanwings flugvélarinnar, sem fórst í frönsku Ölpunum á þriðjudaginn, hafi flogið vélinni vísvitandi á fjallið. Hann var aleinn í flugstjórnarklefanum þegar þetta gerðist.
26.mar. 2015 - 11:30

Ótrúleg tölfræði hjá Arsene Wenger - 156 knattspyrnustjórar hafa verið reknir frá því hann tók við Arsenal

Frá því að Arsène Wenger tók við sem knattspyrnustjóri hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal árið 1996 hafa allir aðrir klúbbar í deildinni skipt um knattspyrnustjóra í það minnsta tvívegis.
26.mar. 2015 - 08:00

Svona er hægt að fækka hitaeiningum í hrísgrjónum um helming

Hrísgrjón innihalda mikið af hitaeiningum og margir veigra sér við að borða þennan góða mat vegna þess. En það er til einföld leið til að fækka hitaeiningunum um helming og því ætti að vera hægt að borða hrísgrjón með góðri samvisku.
26.mar. 2015 - 06:04

Hvað gerðist í flugstjórnarklefa flugs 9525 á þriðjudaginn? 10 mögulegar ástæður slyssins

Rannsóknarmenn leggja nú nótt við dag til að reyna að komast að því hvað varð þess valdandi að flug Germanwings númer 9525 brotlenti í frönsku Ölpunum á þriðjudaginn. Heimildarmaður New York Times segir að annar flugmaðurinn hafi verið læstur úti úr flugstjórnarklefanum áður en vélin brotlenti.
26.mar. 2015 - 05:08

Bretar standa í röðum til að votta barnamorðingja virðingu sína

Í hinni mjög svo blóðugu sögu um Ríkharð III dregur William Shakespeare upp þá mynd af konungnum að hann hafi verið tortrygginn og valdagráðugur stríðsherra sem myrti meðal annars tvo unga prinsa til að sölsa krúnunni undir sjálfan sig. Nú standa Bretar í röðum til að votta Ríkharði III virðingu sína áður en hann verður jarðsettur.
26.mar. 2015 - 00:11

Flugslysið í Frakklandi: Flugmaðurinn var læstur út úr stjórnklefanum rétt áður en vélin brotlenti

Rannsókn á flugslysinu í frönsku ölpunum þar sem um 150 manns fórust er vél frá Germanwings brotlenti hefur leitt í ljós að annar flugmannanna yfirgaf stjórnklefann stuttu áður en þotan hrapaði. Hann komst síðan ekki aftur inn í stjórnklefann.
25.mar. 2015 - 20:15

Stærsta mafíumál síðari tíma á Ítalíu: Eineygði konungurinn stýrði öllu

Í Róm eru yfirvöld að rekja upp stór glæpasamtök sem voru svo umfangsmikil í starfsemi sinni að meira að segja Ítölum er brugðið og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína þegar kemur að mafíustarfssemi. Málið gengur undir heitinu Mafia Capitale á Ítalíu og hefur að vonum vakið mikla athygli.
25.mar. 2015 - 11:00

Óhugnanlegt morðmál: Lík 11 ára drengs og 15 ára stúlku fundust í frystikistu

Óhugnanlegt mál kom upp í gær er lögregla fann lík 11 ára drengs og 15 ára stúlku í frystikistu í íbúð í Detroit. Lögreglumenn voru á staðnum til að afhenda útburðartilkynningu. Börnin bjuggu hjá móður sinni en hún var stödd í íbúð hjá nágranna.
25.mar. 2015 - 09:00

Líkamsrækt bætir holdris og eykur kyngetu í karlmönnum

Eins og það hafi ekki verið til nægar ástæður til að hreyfa sig reglulega þá hafa vísindin núna komið fram með enn eina: Regluleg líkamsrækt vinnur gegn ristruflunum og eflir kyngetu karlmanna. Átján efnaskiptajafngildi (METS) á viku leiða til betri fullnæginga, aukinnar kynvirkni og aukins holdriss.
25.mar. 2015 - 07:55

Efnilegir leikmenn týnast í stóru svartholi – Phil Neville gagnrýnir knattspyrnustjóra

Mikil umræða hefur verið að undanförnu um gæði ensku úrvalsdeildarinnar og þá möguleika sem ungir enskir knattspyrnumenn eiga að komast í bestu liðin. Skiptar skoðanir eru um þetta mál.
25.mar. 2015 - 07:49

Það kostar sitt að horfa á bardaga Mayweather og Pacquiao

Hnefaleikabardagi þeirra Floyd Mayweather og Manny Pacquiao sem fram fer 2. maí n.k. verður dýrasti einstaki íþróttaviðburðurinn sem seldur hefur verið í áskriftarsjónvarpi á Bretlandseyjum.
25.mar. 2015 - 07:36

X-files snúa aftur á sjónvarpsskjáinn: Nýir þætti verða teknir upp í sumar

Aðdáendur X-files sjónvarpsþáttanna geta heldur betur tekið gleði sína því framleiðsla er að hefjast á þáttunum á nýjan leik eftir 13 ára hlé. Það skemmir ekki fyrir að Mulder og Scully verða með í þáttunum. Það er því ekki annað að sjá en að sannleikurinn sé enn þarna úti.
25.mar. 2015 - 06:07

Þetta vitum við núna um flugslysið í frönsku Ölpunum í gær: Misstu flugmennirnir meðvitund?

Í gærmorgun hrapaði Airbus A320 flugvél frá þýska flugfélaginu Germanwings, flug 4U9525, til jarðar í Ölpunum, í suðurhluta Frakklands. Flugvélin tók sig á loft frá Barcelona klukkan 10.01 að staðartíma og samkvæmt upplýsingum frá Germanwings misstu flugumferðarstjórar samband við hana klukkan 10.53. 144 farþegar og 6 manna áhöfn voru um borð í vélinni sem brotlenti í fjallshlíð í um 2.000 metra hæð yfir sjávarmáli.
24.mar. 2015 - 20:53

Húsið sem mun ásækja okkur til dauðadags

Þetta var hroðalegt morð sem skók bresku þjóðina. Dag eftir dag að hausti 2012 var leitað að hinni 5 ára gömlu April Jones sem var rænt nærri heimili hennar í Wales rétt fyrir háttatíma. Hún hvarf næstum því sporlaust og eftir sátu foreldrar hennar dæmdir til sorgar fyrir lífstíð.
24.mar. 2015 - 14:58

Heill skólabekkur meðal farþega í þotu Germanwings sem fórst í morgun

Flugvél Germanwings sem fórst í frönsku Ölpunum í morgun er á mjög erfiðu svæði sem erfitt er að komast að nema gangandi eða í þyrlu. Þyrlur eru á leið á slysstað og fregnir herma að fyrstu björgunarmenn séu komnir á vettvang en það eru 10 hermenn. Fjölmiðlar segja að heill bekkur skólabarna hafi verið meðal farþega á leið heim til Þýskalands eftir skólaferðalag til Spánar.
24.mar. 2015 - 14:00

Eiður fær mikið hrós frá yfirmanni sínum – „allt er mögulegt – líka þegar þú ert 36 ára“

Neil Lennon knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Bolton Wanderers er hæstánægður með Eið Smára Guðjohnsen leikmann liðsins. Lennon segir í viðtali við staðarblaðið Bolton News að íslenska landsliðsmanninum standi til boða nýr samningur ef hann hafi áhuga á að vera áfram hjá liðinu. 
24.mar. 2015 - 13:10

Vændishús auglýsir eftir gæðaprófurum

Vændishús í Þýskalandi hefur auglýst eftir gæðaprófurum. Hlutverk þeirra á að vera að kanna hreinlæti á staðnum, kanna hvort öruggt kynlíf sé stundað í húsinu og kanna gæði þjónustunnar. Vændi hefur verið löglegt í Þýskalandi í tíu ár.
24.mar. 2015 - 10:50

Þýsk farþegaþota hrapaði í Suður-Frakklandi: Óttast að allir séu látnir

Flugvél af þeirri gerð sem fórst Airbux A320 farþegaþota frá þýska flugfélaginu Germanwings, sem er dótturfélag Lufthansa, hrapaði til jarðar í Suður-Frakklandi. Vélin var á leið frá Barcelona til Düsseldorf. Flugvélin hrapaði um tíuleytið að íslenskum tíma í námunda við frönsku alpana.
24.mar. 2015 - 09:07

Kona hreinsuð af dómi um að hafa látið myrða 4 ára son sinn: Sat 22 ár á dauðadeild

Kona sem áður var fundin sek um að hafa látið  myrða 4 ára gamlan son sinn og beið dauðadóms í 22 ár hefur nú verið sýknuð og hreinsuð af öllum ásökunum. Hún var dæmd árið 1990 en hefur gengið laus gegn tryggingu og með ökklaband síðan árið 2013.

 

24.mar. 2015 - 06:43

Nýnasistar auka starfsemi sína í Svíþjóð: Tvöföldun á þremur árum

Nýnasistahreyfingum í Svíþjóð hefur fækkað undanfarin ár en þær sem eftir eru verða sífellt virkari og láta meira að sér kveða. Í nýrri skýrslu kemur fram að á síðasta ári hafi sænskir nýnasistar látið meira að sér kveða en nokkru sinni.
24.mar. 2015 - 06:02

Eldri kona vaknaði upp í líkhúsinu eftir að hafa verið úrskurðuð látin: Alvarleg mistök læknis

Það er víst óhætt að segja lækni einum að hann hafi gert alvarleg mistök þegar hann úrskurðaði 92 ára konu látna. Það var konan nefnilega alls ekki og það kom greinilega í ljós þegar hún vaknaði upp í líkgeymslu útfararstjóra.
24.mar. 2015 - 00:01

Englendingar vilja herða „kvótareglurnar“ á erlenda leikmenn - Harry Kane er fyrirmyndin

Greg Dyke formaður enska knattspyrnusambandsins er ekki sáttur við þá stöðu sem enska knattspyrnan er í þessa stundina. Hann er á þeirri skoðun að of margir erlendir leikmenn séu í ensku knattspyrnunni og hann telur að setja þurfi kvóta á erlenda leikmenn. Dyke segir að mikil hætta sé á því að enska knattspyrnan glati sérkennum sínum og Englendingar missi áhugann á þjóðaríþróttinni.
23.mar. 2015 - 14:40

Móðir tók farsíma af 12 ára dóttur sinni: Reyndi að myrða móður sína í hefndarskyni

12 ára stúlka brást mjög illa við þegar móðir hennar tók snjallsíma hennar af henni. Hún reyndi að myrða móður sína og ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Stúlkan hefur nú verið vistuð í unglingafangelsi og bíður þess að mál hennar verði tekið fyrir dóm
23.mar. 2015 - 12:00

45 mínútna blundur getur allt að fimmfaldað minni fólks

Daglegur blundur getur orðið til þess að fólk bæti minni sitt mikið og eigi auðveldar með að læra. Þetta eru því sannkallaðar gleðifréttir fyrir alla þá sem fá sér blund daglega. Margir veigra sér þó við að leggja sig aðeins því þeir óttast að það eyðileggi nætursvefninn en ættu kannski að endurskoða hug sinn í þessum efnum.


23.mar. 2015 - 09:30

Pele var lengur inn á Anfield en Steven Gerrard

Steven Gerrard var helsta fréttaefnið um helgina í ensku knattspyrnunni. Fyrirliði Liverpool var rekinn af leikvelli eftir aðeins 38 sekúndur í upphafi síðari hálfleiks í grannaslagnum gegn Manchester United. Gerrard kom inná sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks og fékk rautt spjald fyrir að stíga á Ander Herrera. Brasilíumaðurinn Pelé var heiðursgestur á leiknum og hann var lengur inná vellinum í hálfleik en Gerrard.
23.mar. 2015 - 09:00

Tíu ára blindur drengur býr yfir ótrúlegum tónlistarhæfileikum: Myndband

Hinn tíu ára gamli Ethan Loch fæddist blindur og getur hann ekki einu sinni séð skynjað útlínur ljóss eða hluti sem eru nálægt honum. Það hindrar hann þó ekki í því að vera sannkallað undrabarn á píanó eins og meðfylgjandi myndband sýnir.
23.mar. 2015 - 06:08

Ný rannsókn: Það er heilsuspillandi fyrir unglinga að vakna of snemma

Geispandi unglingar sem ná ekki að einbeita sér í skólanum snemma dags er eitthvað sem flestir kannast við, ef ekki af eigin raun þá hafa þeir líklegast heyrt um þetta. Nú hafa sænskir vísindamenn sýnt fram á að það er heilsuspillandi fyrir unglinga að vakna of snemma. Unglingarnir hafa því mjög góða afsökun fyrir að vera þreyttir á morgnana.
23.mar. 2015 - 05:43

Finnland: Konu haldið fanginni og misnotuð kynferðislega – Eignaðist fjögur börn

Í fjögur ár var ungri konu haldið fanginni af feðginum í Finnlandi. Auk þess að svipta ungu konuna frelsi þá ógnuðu feðginin henni, beittu hana ofbeldi og þvinguðu til kynferðislegra athafna. Unga konan eignaðist fjögur börn á meðan á óhugnaðinum stóð, það yngsta eftir að hún losnaði úr ánauðinni.
22.mar. 2015 - 21:00

Myndirnar sem þú vilt ekki sjá: Þessi búa á líkama þínum

Vissir þú að líkami þinn er fjögurra stjörnu veitingastaður fyrir maura? Það er ef til vill ekki notaleg tilhugsun að vita að líkami okkar er samansafn af ýmiskonar örverum, vírusum og bakteríum og jafnvel öðrum dýrum. En engu að síður er það raunin.
22.mar. 2015 - 19:30

Fór á fyllerí og missti næstum því puttana: Ótrúlegar myndir

Áströlsk kona kól illa á fingrum eftir að hafa dáið áfengisdauða fyrir utan bar í Kanada. Konan sem búsett hefur verið í Kanada síðastliðin fjögur ár deildi myndunum á samfélagssíðu og sagði hegðun sína hafa verið heimskulega. Atvikið átti sér stað í desember síðastliðnum. 

22.mar. 2015 - 16:30

Yndislegt augnablik þegar maður með Downs heilkenni kemur unnustu sinni á óvart: Myndband

Það er víst að ástin birtist í mörgum myndum og ástarsögurnar gerast varla fallegri heldur en í meðfylgjandi myndbandi sem framleitt var af Landssamtökum áhugafólks um Downs heilkenni á Ítalíu. Hinn 38 ára gamli Salvatore langaði til að biðja kærustu sína Caterinu um að flytja inn með sér en bæði eru þau með heilkennið. Salvatore ákvað að koma Caterinu rækilega á óvart.

22.mar. 2015 - 12:00

Sér eftir því að hafa ekki skilað einhverfri ættleiddri dóttur sinni: Ótrúlegar játningar kjörmóður

Hjónin ættuleiddu þrjú börn. Eitt þeirra greindist með alvarlega einhverfu. Núna segir kjörmóðirin að þau lífsgæði sem dóttir sín búi við í dag séu svo lítil að þær fórnir sem fjölskyldan hafi fært hennar vegna hafi ekki verið þess virði. Hún sér eftir því að hafa ekki skilað barninu á sínum tíma.
22.mar. 2015 - 09:00

„Ég er ekki feitur, það er bara unaðsleiki minn sem bólgnar upp í mér“: Hvers vegna talar fólk í svefni?

Sumir tala í svefni og segja hina undarlegustu hluti. Maður að nafni Adam Lennard sagði þetta einu sinni í svefni: „Ég er eins og meðal. Þú tekur mig inn tvisvar áður en þú ferð að sofa. Viðvörun: Ég veld kynþokka.“

Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 24.3.2015
Um tippamyndasendingar íslenskra karla
Jón Óðinn Waage
Jón Óðinn Waage - 16.3.2015
Við Gunnar
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 21.3.2015
Matargrúskarinn Nanna Rögnvaldar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.3.2015
Formannskjörið í Samfylkingunni
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 23.3.2015
Líf Röggu í LA: æfingar á ströndinni
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 24.3.2015
Eigandi Íslands?
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 20.3.2015
Athyglisverð ummæli í Morgunblaðinu
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 22.3.2015
Hvar er stuðningsyfirlýsingin?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2015
Orðaskipti Guðrúnar og Davíðs
Aðsend grein
Aðsend grein - 26.3.2015
Ég bjargaði mannslífi í nótt
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.3.2015
Gaman um alvöru
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.3.2015
Orðaleikur Jóns Sigurðssonar
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 16.3.2015
Lífið í LA: rauði dregilinn á tískuvikunni
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 20.3.2015
Stjórnarskráin leyfir ekki aðild
Fleiri pressupennar