17. nóv. 2017 - 20:00

Varúð: 20 verstu jólagjafirnar

telegraph.co.uk

Nú er aðeins rúmur mánuður til jóla og eru margir eflaust farnir að leiða hugann að jólagjöfum fyrir vini og vandamenn. Ef þú ert ekki búinn að kaupa gjafirnar þá eru hér nokkur dæmi um það sem ber að varast við jólagjafainnkaupin. Það er betra að lesa listann yfir því ekki viltu gefa gjöfina sem gæti eyðilagt jólin.

1. „Ég meinti vel“-gjöfin

Í þennan flokk falla gjafir sem eiga að stuðla að breyttum lífsstíl þeirra sem gjöfina fá. Ef þú sérð fyrir þér að þurfa að útskýra meininguna að baki gjöfinni þegar hún er opnuð, ertu klárlega að velja vitlaust. Dæmi um svona gjafir væru gjafabréf í líkamsrækt handa feitu frænkunni, kennslumyndband um velgengni handa atvinnulausum vini eða mánaðarskammtur af níkótínplástrum handa stórreykingamanninum honum pabba þínum. Nálastungumeðferð handa drykkjumanninum í fjölskyldunni er heldur ekki líkleg til að slá í gegn á aðfangadag. Líklegra er að þú særir vin þinn eða ættingja.

2. Einnota drasl

Á hverju ári eru á boðstólum kynstrin öll af stórsniðugu en gagnslausu einnota drasli, framleiddu í Kína eða Taívan. Sniðuga dótið er yfirleitt ekki sniðugt nema í tíu mínútur og er oftar en ekki komið ofan í kassa eða jafnvel í ruslið innan fárra vikna. Dæmi um þetta er syngjandi fiskur, jólasveinn sem prumpar eða hvers kyns spiladósir sem klára rafhlöðurnar á mettíma. Sjaldnast eru keyptar nýjar og gjöfin endist ekkert.

3. Dót fyrir sérfræðinga

Margir eiga sér áhugamál sem þeir hafa sinnt lengi og eru þar af leiðandi nánast orðnir sérfræðingar. Sumir vita allt um fótbolta, aðrir um hannyrðir, sumir þekkja klassíska tónlist út og inn á meðan enn aðrir eru sérfróðir um plöntur. Þú tekur mikla áhættu ef þú ætlar að gefa einhverjum gjöf sem tengist brennandi áhugamáli viðkomandi. Líkurnar á því að þeir eigi hlutinn, hafi séð hann, hafi lesið bókina eða viti að þeir þurfa hana ekki, eru yfirgnæfandi. Ekki falla í þá gryfju nema sérfræðingurinn hafi beinlínis sagt að hann langi í hlutinn eða þú hafir unnið heimavinnunina þína þeim mun betur.

4. Gjafir með skilaboðum

Þegar þér finnst frábær hugmynd að kaupa stóran stuttermabol handa óléttri systur þinni, sem á stendur stórum stöfum „Kaka í ofninum“ skaltu hugsa þinn gang. Það er álíka sorglegt og að kaupa handa frænda þínum, sem er félagsfælinn, bol sem á stendur „I am socially awkward“. Ekki gefa svona gjafir nema þiggjandinn sé barn eða unglingur – nei annars, aldrei gefa svona gjafir.

5. Risastórt listaverk

„Ég er stoltur eigandi risamálverksins „Hissa hundur“ eftir algjörlega óþekktan málara“. Ekki gefa einhverjum málverk nema hann sé einskær áhugamaður um myndlist eða hafi gefið sterklega til kynna að hann langi virkilega í eitthvað ákveðið verk. Betri hugmynd er að gefa gjafabréf í listagalleríi, þó gjafabréf geti verið svolítið leiðinleg gjöf. Ef þú ert verulega áfjáð/ur í að gefa ættingja þínum málverk skaltu kaupa eitthvað sígilt.

6. Undarleg undirföt

Jafn freistandi og það getur verið að kaupa sætar hreindýranærbuxur handa kærastanum þínum eða nærföt með vafasömum skilaboðum þá skaltu láta það eiga sig. Hann fer örugglega ekki í þeim í ræktina og heldur ekki í fótbolta með félögunum. Og strákar, ekki kaupa bleik pínulítil „barbídúkkunáttföt“ handa kærustunni nema hún hafi sérstaklega óskað eftir því.

7. Mynd af sjálfum þér

Átt þú eina Fríðu frænku sem sendir þér innrammaða mynd af sér í hinum ýmsu aðstæðum, um hver einustu jól? Við getum flest verið sammála um að það er mikilvægt að elska sjálfan sig. En að senda ættingja þínum eða vini innrammaða mynd af sjálfum þér er skrýtin jólagjöf, hvernig sem á það er litið. Á tímum Facebook og Myspace er líka skrýtið að senda alltaf jólakort með mynd af fjölskyldunni, bara svo ættingjarnir viti nákvæmlega hvernig þið lítið út frá ári til árs.

8. Gjöfin frá því í fyrra

Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú gefur einhverjum myndastyttuna eða bókina sem þú fékkst frá afa og ömmu í fyrra. Það er afar ólíklegt að aðrir hafi áhuga á að lesa bókina ef þú hefur ekki tekið hana úr plastinu. Það getur líka verið hræðilega stressandi að gefa gjöfina einhverjum sem er þér nákominn ef þú manst ekki alveg frá hverjum þú fékkst hana.

9. M&M úr fríhöfninni

Fórstu til útlanda fyrir jólin en áttaðir þig á því í leiðinni í gegnum tollinn, á Þorláksmessu, að þú gleymdir að kaupa gjöf handa uppáhaldsfrænku þinni. Þó pakkinn líti ekkert illa út undir trénu getur það orðið vandræðalegra en heil þáttaröð af Klovn þegar frænka þín kemst að því að uppáhaldsfrændi hennar gaf henni tvo risastóra sekki af M&M í jólagjöf. Ekki gefa bensínstöðvagjafir og ekki fara í kerfi í fríhöfninni. Umfram allt; ekki gera þig að fífli.

10. Það sem þig langar sjálfan í

Ein sjálfhverfasta hugmynd sem fólk fær er að gefa hluti sem það langar í sjálft – í þeirri von að þiggjandinn vilji ekki gjöfina og bjóðist til að gefa þér hana eða leyfi þér að nota hana. Dæmi um þetta er tölvuleikur handa einhverjum sem spilar sjaldan tölvuleiki eða DVD-mynd sem þú veist að viðkomandi hefur séð. Nánast undantekningarlaust færðu illkvittnina í bakið og viðkomandi finnur hvað býr að baki. Ef þig langar í einhvern hlut þá skaltu safna þér fyrir honum sjálfur og kaupa hann þegar þú getur – já eða láta einhvern nákominn þér „óvart“ vita að þig langi mikið í leikinn eða myndina.

11.Gjafir fyrir seinni tíma

Aldrei gefa börnum jólagjafir sem þau geta ekki notað strax. Börn eru óþolinmóð og kröfuhörð. Fæst hafa þau skilning á því að uppáhaldsfrændinn gefi þeim línuskauta eða tennisspaða í jólagjöf – gjafir sem ætti að gefa á sumrin. Passið ykkur líka á því að kaupa rafhlöður með leikföngum á borð við rafmagnsbíla. Það er ekkert leiðinlegra en að vera 7 ára og geta ekki notað rafmagnsbílinn fyrr en verslanirnar opna á öðrum eða þriðja í jólum.

12. Tveir fyrir einn

Sástu tveir fyrir einn tilboð á uppáhaldssnyrtivörunum þínum? Tveir maskarar saman í pakka á verði eins? Þú hefur ekki efni á að kaupa þá en átt eftir að finna jólagjöf handa vinkonu þinni. Þú telur þér trú um að vinkonan verði svo ánægð með gjöfina að hún gefi þér hinn. Hún gerir það ekki, vittu til. Þú bíður fram yfir áramót en gefst svo upp á og kaupir þér annað sett. Eyðir tvöfalt meiri peningum fyrir vikið.

13. Gjafir sem valda skemmdum

Ekki láta þér detta í hug að gefa 12 ára ofvirkum frænda þínum ofurvatnsbyssu í jólagjöf, nema þú sért áfjáður í að láta reyna á heimilistryggingu foreldra hans. Vatnsbyssur og önnur stríðsleikföng á að gefa á sumrin. Og nei, krakkinn bíður ekki fram á sumar með að prófa gripinn. Haltu þig frekar við tölvuleiki eða Hollywood-myndir – ef þú vilt vera vinsæll hjá foreldrunum líka.

14. Hlutir úr setti

Það er ekki góð hugmynd að gefa fólki, sem er búið að búa saman í tugi ára, leirtau í jólagjöf. Tvö glös úr rándýru setti eða stakur sparidiskur, sem passar ekki við neitt annað, eru gjafir sem líklega enda í kassa inni í geymslu, nema svo ólíklega vilji til að viðkomandi falli í stafi og byrji að safna sér í heilt sett. Líkurnar eru hverfandi.

15. Stríðnisgjafir

Það jafnast ekkert á við að horfa á fólk taka upp gjafir sem innihalda eitthvað pínlegt. Dæmi um það eru: sjúkrasett handa óheppna íþróttamanninum í fjölskyldunni, léttir réttir – matreiðslubók handa feitu frænkunni eða göngustafur handa mömmu þinni sem varð 67 ára á árinu. Þú getur bókað að þau taka sig öll saman á næsta ári og gefa þér flugmiða til Ástralíu, aðra leið. Á jólunum eigum við að vera góð hvert við annað. Ekki gera lítið úr þeim sem standa þér næst.

16. Keypt í flýti

Gjafir sem þú kaupir í tímaþröng eða á síðustu stundu bera þess gjarnan merki að þú hafir ekki vitað hvað þú áttir að kaupa. Það er betra að sleppa gjöfinni eða boða hana síðar en að kaupa gjöf í skyndi sem engin hugsun er að baki og passar engan veginn þeim sem fær gjöfina. Dæmi um slíkar gjafir eru eyrnalokkar handa einhverjum sem ekki hefur göt í eyrunum eða konfektkassi handa einhverjum sem er sykursjúkur.

17. Gjöf sem ekki má skipta

Það er vond hugmynd að gefa gjöf sem ekki má skipta. Allir sem gefa jólagjafir hljóta að vonast eftir því að sá sem þiggur gjöfina kunni að meta hana. Staðreyndin er hins vegar sú, eins og flestir vita, að stundum fær maður gjafir sem maður hefur litla eða enga ánægju af. Þá getur verið gott að geta skipt gjöfinni. Ekki kaupa gjöf í sérhæfðri verslun sem jafnvel er í landshluta utan leiðar. Ekki kaupa gjöf í öðru landi sem þú ert ekki viss um að þiggjandinn kunni að meta. Ekki nema þér sé sama um viðbrögðin.

18. Notað dót sem þú átt sjálfur

Færðu stundum pakka á síðustu stundu frá einhverjum sem þú áttir alls ekki von á að gæfi þér gjöf? Hefurðu ekki tíma til að skreppa í Kringluna? Sú leið að gefa óopnaða bók eða lítið notaða flík, sem þú sjálfur hefur keypt þér eða fengið að gjöf, er afleit og dæmd til að mistakast. Hvað ætlarðu að gera þegar vinur þinn hringir og spyr hvar hann geti skipt gjöfinni? Ef þú lendir í þessari aðstöðu skaltu frekar hringja í vin þinn og þakka honum fyrir gjöfina eða bjóða honum á kaffihús.

19. Í hugsunarleysi

Ert þú einn af þeim sem ferð eina ferð í Smáralind í nóvember og kaupir heilan stafla af jólagjöfum. Á Þorláksmessu reynirðu svo að átta þig á því hver átti að fá hvað. Það er ávísun á vandræði. Hin leiðin er auðvitað sú rétta; að hugsa fyrst um manneskjuna sem á að fá jólagjöfina og reyna svo að finna gjöf sem hæfir henni. Dæmi um hugsunarlausar gjafir er að gefa einhverjum ostakörfu sem er með mjólkuróþol eða gefa þeim sem enn býr hjá mömmu og pabba gjafabréf í húsgagnaverslun.

20. Fatnaður

Það er hræðileg hugmynd að kaupa föt handa fólki sem þú býrð ekki einu sinni með. Það eru allar líkur á að þú munir kaupa of stór föt, vitlausan lit eða bæði. Að kaupa tískufatnað handa einhverjum öðrum en sjálfum þér er líklega vandasamasta verk sem þú getur tekið þér fyrir hendur. Ekki leggja í slíka vegferð nema vinna heimavinnuna af kostgæfni.
16.mar. 2018 - 11:00 DV

Ákærður fyrir kerfisbundið ofbeldi gegn stjúpbörnum sínum – Málið hefur beint kastljósinu að lokuðu samfélagi Votta Jehóva

Nú í vikunni fóru fram réttarhöld hjá Vestri-Landsrétti í Sønderborg í Danmörku í máli fimmtugs karlmanns sem var í undirrétti sakfelldur fyrir kerfisbundið ofbeldi gegn fjórum stjúpbörnum sínum. Maðurinn hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Málið hefur vakið töluverða athygli í Danmörku og beint kastljósinu að lokuðu samfélagi Votta Jehóva þar í landi. Um 200 söfnuðir Votta Jehóva eru í Danmörku og eru meðlimirnir um 16.000.

24.jan. 2018 - 12:20 DV

Alvia Islandia, Högni og Björk tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna

Alvia Islandia, Högni Egilsson og Björk eru þeir íslensku listamenn sem eru tilnefndir til Norrænu tónlistarverðlaunanna (e. Nordic Music Prize) 2017, en tilnefningarnar voru gerðar opinberar í morgun. Þau eru tilnefnd fyrir plötur sínar Elegant Hoe, Two Trains og Utopia.

23.jan. 2018 - 09:30 DV

Morðinginn notaði farsíma fórnarlambsins til að mynda dauðastríðið

Að kvöldi 24. maí á síðasta ári fór 70 ára bókhaldari til starfa á skrifstofu sinni á Aldersrogade, sem er á milli Austurbrúar og Norðurbrúar, í Kaupmannahöfn. Þar leigði hann skrifstofuaðstöðu ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum. Síðar um kvöldið kom eiginkona hans á staðinn en þá mætti henni óhugnanleg sjón.
22.jan. 2018 - 10:00 DV

Þetta eru fimm ódýrustu fasteignirnar á höfuðborgarsvæðinu

Þeir sem vilja kaupa ódýra fasteign á höfuðborgarsvæðinu hafa úr litlu að velja samkvæmt lauslegri úttekt DV.is. Á fasteignavef Vísis standa aðeins fimm íbúðir standa til boða fyrir 20 milljónir eða minna og þar af eru þrjár þeirra ósamþykktar. Lægsta verð á fermetra er tæpar 400 þúsund krónur en það hæsta er hátt í 800 þúsund krónur.
17.jan. 2018 - 09:52 DV

Davíð ætlar ekki að hætta: „Ég er jafn geggjaður og Donald Trump“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins fagnar sjötugsafmæli sínu í dag, af því tilefni mætti hann í útvarpsviðtal á K100. Sunginn var afmælissöngur fyrir Davíð og honum færð kaka. Forverar hans á ritstjórastóli Morgunblaðsins, Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson, hættu báðir þegar þeir urðu 70 ára.
14.jan. 2018 - 18:00 DV

Ólafur festist við dekk bifreiðar og dróst með henni: „Ef hún hefði ekki gert það þá hefði ég ekki lifað þetta af“

Þann 24. febrúar árið 1989 festist Akureyringurinn Ólafur Sveinn Gíslason, þá tveggja ára, við dekk bifreiðar og dróst með henni tæpan hálfan kílómetra. Ólafur er þrítugur í dag og trúir ekki á kraftaverk. Hann segir það þó merkilega tilviljun að hann sé enn á lífi.
13.jan. 2018 - 14:00 DV

Píratar vilja hjálpa ríkisstjórninni

Píratar fóru með himinskautum í skoðanakönnunum frá vormánuðum 2015 þangað til greint var frá Panamaskjölunum vorið 2016. Eftir tvennar þingkosningar eru Píratar enn og aftur mættir í stjórnarandstöðu og miðað við vinsældir ríkisstjórnarinnar er erfitt að sjá að flokkurinn verði áhrifamikill í þjóðmálaumræðunni á næstunni. Blaðamaður DV settist niður með Smára McCarthy, þingmanni Pírata, sem er í óðaönn að skipuleggja þingstörfin í vor og ræddi við hann um stöðuna í dag og verkefnin sem þarf að leysa.
12.jan. 2018 - 15:14 DV

Karen Hrund er sextán ára móðir

Karen Hrund var fimmtán ára þegar hún varð ólétt. Í dag er sonur hennar, Adrían, fjögurra mánaða gamall. Karen er í sambandi með barnsföður sínum, Ómari Berg. Ómar er 21 árs og hafa þau verið saman síðan Karen var fjórtán ára. Karen fann fyrir miklum fordómum þegar hún varð ólétt vegna aldurs hennar. Hún ákvað að byrja að snappa til að ræða um fordóma. Nú fylgjast yfir tíu þúsund manns með daglegu lífi Karenar sem ungrar móður á Snapchat. En frægðin hefur sína galla. Karen segir fullorðna konu hafa staðið í hótunum við hana og talað illa um hana við fyrirtæki og aðra snappara.
08.jan. 2018 - 18:30 DV

„Má Baldur, sem er háskólahommi, kalla Hildi nettröll?“

Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður á Vísi segir að rétttrúnað sé að drekkja umræðunni á Íslandi. Nýjasta dæmið sé valið á orði ársins, ‘Epalhommi‘, og umræðunni sem kom í kjölfarið. Hann ræddi málið í þættinum Harmageddon á X-inu 977 í morgun. Rifjaði hann upp tildrög orðs ársins í fyrra:

01.jan. 2018 - 16:00 DV

Vilja banna kynferðislegar auglýsingar í almannarýminu

Umferðarráð Stokkhólms borgar kaus um að setja siðferðisreglur um auglýsingar á götum úti í borginni á fimmtudaginn 14. desember. Reglurnar lúta bæði að kynferðislegum auglýsingum og auglýsingum sem sýna kynþáttamismunun.
01.jan. 2018 - 12:00 DV

Dælur Atlantsolíu á einni flottustu ljósmynd ársins 2017

Bensínstöð Atlantsolíu í Borgarnesi má finna á ljósmynd sem tilnefnd er til Sony-ljósmyndaverðlaunanna. Þetta er í tíunda sinn sem þessi verðlaun verða veitt, en ásamt bensíndælunum í Borgarnesi má finna myndir af flamingófuglum, tignarlegum fossum, stjörnubjartan himinn og hvalsporð sem er einnig frá Íslandi.
31.des. 2017 - 23:00 DV

Vatnslosandi heilsudrykkur fyrir nýársdag

Vatnsmelóna er afar hreinsandi fyrir líkamann. Hún er bólgueyðandi, vatnslosandi og full af A- og C-vítamínum en A-vítamín er mikilvægt fyrir augun og húðina. Einnig styrkir A-vítamín frumuhimnurnar og gefur þeim raka sem er mjög styrkjandi fyrir ónæmiskerfið og hressandi eftir áfengisneyslu. 
31.des. 2017 - 19:00 DV

Hvers vegna kyssumst við á miðnætti?

Þegar klukkan slær tólf á gamlárskvöld grípum við næstu manneskju og kyssum hana gleðilegt nýtt ár. Helst þarf þetta að vera sú eða sá heittelskaði … en af hverju? Stutta svarið er auðvitað einfaldlega af því okkur finnst það gaman, langa svarið er hins vegar gömul hjátrú sem rekur uppruna sinn til Englands og Þýskalands.
31.des. 2017 - 15:00 DV

Fréttamyndir frá árinu 2017: Óhugnanlegt morð átti hug þjóðarinnar

Fréttamyndir ársins af innlendum vettvangi teknar af ljósmyndurum DV.
31.des. 2017 - 11:00 DV

Erlendar fréttamyndir 2017: Hryðjuverkaógn og skógareldar

Fréttamyndir ársins af erlendum vettvangi, teknar af ljósmyndurum Getty-myndveitunnar.
30.des. 2017 - 18:00 DV

Þau byrjuðu saman á árinu

Ástin skýtur örvum sínum í hjörtu fólks alla daga, stundum blossar upp sameiginlegt ástarbál, samband og sambúð með öllu tilheyrandi: samkomum, sólarlandaferðum, börnum, óhreina tauinu, samfélagsmiðlum, ást og hamingju.
30.des. 2017 - 14:00 DV

Orða Snakk – Sérð þú lausnarorðið?

Jólin eru komin og farin fljótar en hendi og dagatalið á festi, en eitt af því sem situr eftir að loknum jólum er leikurinn Orða Snakk, sem bókstaflega allir sem eiga snjallsíma virðast hafa náð sér í yfir jólin og byrjað að spila.
26.des. 2017 - 20:00

8 fæðutegundir fyrir útlitið

Langar þig að bæta útlitið án þess að fjárfesta í ógrynni af dýrum kremum? Mataræðið hefur ekki einungis áhrif á heilsuna, heldur útlitið sömuleiðis. Þessar átta fæðutegundir hafa yngjandi og hreinsandi áhrif á húðina, góð áhrif á augnsvæði og verka á heilnæma upplyftingu líkamans almennt. Lífgaðu upp á útlitið með því að bæta þessari ofurfæðu við daglegt mataræði. 
26.des. 2017 - 12:00

Bestu og verstu ávextirnir: Tíu ávextir sem þú ættir að háma í þig og níu sem þú ættir að neyta í hófi

Sérfræðingar eru sammála um að mataræði sem inniheldur fjölbreytt úrval af ávöxtum og grænmeti er besti kosturinn. Ávextir innihalda nauðsynleg næringarefni, trefjar og hafa jákvæð áhrif á heilsuna. Hins vegar er gott að hafa í huga að líkt og á við um allan mat þá innihalda sumir ávextir fleiri hitaeiningar en aðrir og þá er magn sykurs einnig mismunandi milli tegunda. 
17.des. 2017 - 13:30 DV

Minningarathöfn um Klevis Sula í dag

Minningarathöfn um Albanann Klevis Sula verður haldin við Reykjavíkurtjörn í dag. Klevis var tvítugur að aldri og hafði búið á Íslandi í um mánuð. Hann kom hingað til að leita sér að vinnu og til að búa sér og fjölskyldu sinni betra líf, eftir því sem ónefndur vinur hans segir.
02.des. 2017 - 21:00 DV

Hvernig brugðust Íslendingar við framandi útlendingum fyrr á tímum?

Erlendur landshornalýður? – Flóttamenn og framandi útlendingar á Íslandi 1853-1940 er ný bók eftir Snorra G. Bergsson. Í bókinni er fjallað um framandi útlendinga á Íslandi frá miðri 19. öld allt til hernámsins árið 1940. Drjúg umfjöllun er um viðbrögð við þýska flóttamannavandanum 1933-40 þar sem gyðingar flúðu Þýskaland. 
25.nóv. 2017 - 18:00

Nokkrar frábærar jólamyndir sem stytta biðina

Er biðin óbærileg? Þá er ekkert betra á aðfangadegi en að hlamma sér í sófann og horfa á góða jólamynd sem gerir biðina eftir aðfangadagskvöldi bærilegri og kemur fólki í jólaskap. Hér eru nokkrar góðar myndir sem eru taldar með bestu jólamyndum allra tíma.
19.nóv. 2017 - 18:30 DV

Dyravörður segir lögreglu ekkert hafa viljað gera fyrir ósjálfbjarga stúlku sem virðist hafa verið byrlað lyf

Maður sem starfað hefur verið dyravörslu í sex ár lýsir samskiptum sínum við unga stúlku á föstudagsnótt sem var ósjálfbjarga að virtist vegna lyfjabyrlunar. Segir maðurinn viðbrögð lögreglu í málinu hafa einkennst af skilningsleysi og yfirlæti og stúlkan hafi verið skilin eftir bjargarlaus.
19.nóv. 2017 - 16:29 DV

Slapp með skrámur þegar vörubílspall fór í gegnum framrúðu strætisvagns: „Lífið er dýrmætt“

Meðfylgjandi ljósmynd tók Ægir Gunnarsson af árekstri vörubíls og strætisvagns á Reykjanesbraut sem átti sér stað í hádeginu. Bílstjóri strætisvagnsins og tveir farþegar voru fluttir á slysadeild til skoðunar. Enginn slasaðist þó alvarlega í árekstrinum en ljóst er að litlu munaði að verr færi.
17.nóv. 2017 - 21:00

Svona geturðu litið út fyrir að vera unglegri: 10 leiðir að heilbrigðari húð!

Heilbrigð og ungleg húð er það sem flesta dreymir um. Ef vel er hugsað um heilsuna þarf ekki að vera erfitt að ná því markmiði. Rétt mataræði, nægur raki, ekki of mikil sól og nóg af vatni er meðal þess sem getur hjálpað til við að halda húðinni unglegri og heilbrigðari lengur.
16.nóv. 2017 - 22:00

Fótboltaleikur dauðans

Árið 1942 var Kiev, höfuðborg Úkraínu, undir járnhæl nasista. Nokkrir knattspyrnumenn Dynamo Kiev komu saman og stofnuðu lið og kepptu á móti þýskum herdeildum þar sem hart var barist. Frægasti leikurinn var við liðið Flakelf, sem skipað var hermönnum úr Luftwaffe. Úkraínumennirnir léku stórkostlega í leiknum og það hafði afdrifaríkar afleiðingar.
12.nóv. 2017 - 17:52 Ritstjórn

Skilorð fyrir að skalla fyrrverandi kærustu og brjóta framtönn hennar: „Þú ert dauður vinur“

Karlmaður var í vikunni dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni árið 2014. Hann var enn fremur dæmdur fyrir hótanir í garð annars karlmanns.
12.nóv. 2017 - 15:37

Öll dekkin tekin undan bíl Sigurðar í nótt: „Mér þætti vænt um ef sá hinn sami myndi skila mér dekkjunum“

„Það var frekar leiðinlegt að koma að bílnum mínum í morgun. Öll fjögur nagladekkin voru horfin. Ég er trúi nú á hið góða í fólki og EF um var að ræða einhvern misgáning þætti mér vænt um ef sá hinn sami myndi hafa samband við mig og skila mér dekkjunum.“

12.nóv. 2017 - 11:09 Ágúst Borgþór Sverrisson

FH sló út Rússana: Sjáðu furðulegustu vítakeppnni sögunnar

FH sló í morgun rússneska liðið Pétursborg út úr Evrópubikarnum í handbolta og komst í þriðju umferð. FH hafði áður slegið liðið út úr keppninni eftir framlengdan leik. FH komst þá áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en markamunur milli liðanna var enginn eftir leikina tvo, heima og heiman.
12.nóv. 2017 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Víða snjókoma í dag - lægð nálgast landið

Vaxandi vindur verður síðdegis suðvestanlands frá skilum lægðar sem nálgast.  Frá kl. 17 og 18 er reiknað með snjókomu frá Sandskeiði og austur fyrir fjall og eins á Mosfellsheiði. Í kvöld 18-23 m/s, snjókoma, skafrenningur og blint fram undir miðnætti þegar nær að hlána á fjallvegunum.
12.nóv. 2017 - 09:10 Ágúst Borgþór Sverrisson

Maður braust inn í íbúð eldri konu

Um kvöldmatarleytið í gærkvöld var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Samtúni í Reykjavík. Hann hafði farið inn í ólæsta íbúð eldri konu. Synir konunnar höfðu náð að koma manninum út úr íbúðinni er lögregla kom á vettvang. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ölvunarástands síns.

05.nóv. 2017 - 20:00

Skrímsli og afmennskun - Arngrímur: Frumkynþáttahyggja í sögum

Arngrímur Vídalín íslenskufræðingur varði doktorsritgerð sína fimmtudaginn 2. nóvember en hann hefur unnið að henni í fimm ár. Hún ber heitið Skuggsjá sjálfsins og fjallar um skrímsli og afmennskun í íslenskum miðaldabókmenntum. 
22.okt. 2017 - 15:30 DV

Steinar var settur á vistheimili á öðru ári: „Kölluð börn djöfulsins og látin vita að enginn vildi neitt með okkur hafa“

Þó að Steinar Immanuel Sörensson hafi í heildina átt góða barnæsku voru fyrstu tvö til þrjú æviár hans skelfileg. Hann man ekkert frá þessum tíma en þó má leiða líkum að því að áföll og vanræksla á þessum viðkvæma tíma hafi fylgt honum alla tíð síðan, en Steinar hefur átt erfiða ævi og er í dag öryrki vegna þunglyndis.
20.okt. 2017 - 21:00

Frægir Íslendingar í framboði: „Ég hef verið að pæla í þessum stjórnmálaflokkum í mörg ár“

Tíu stjórnmálaflokkar bjóða fram í öllum kjördæmum, auk tveggja flokka sem bjóða fram í einstaka kjördæmum. Alls eru 1.370 manns á framboðslistum flokkanna og þar innan um er fólk sem skarað hefur fram úr á ýmsum sviðum öðrum en stjórnmálum. Í helgarblaði DV er fjallað um nokkra þekkta einstaklinga sem finna má á framboðslistum.
15.okt. 2017 - 08:00

Hulda er ráðþrota: Bíður þess að sonur hennar finnist látinn

„Ég bíð eftir símtalinu þar sem mér verður tilkynnt að hann sé farinn,“ segir Hulda Jóhannsdóttir í viðtali í helgarblaði DV. Hulda er móðir 19 ára drengs sem búið hefur á götunni á Akureyri í tæpt ár.
Í viðtalinu gagnrýnir Hulda það úrræðaleysi og þá dómhörku sem virðist ráða ríkjum í samfélaginu í garð sonar hennar. Sonur hennar heitir Anton og telur Hulda að hann sé í mikilli sjálfsvígshættu. Hún kveðst vera orðin úrkula vonar um að hann fái viðeigandi aðstoð. 
14.okt. 2017 - 10:00

Skuggahliðar Costco á Íslandi: „Það er eins og þeir skammist sín fyrir þetta“

Óhætt er að fullyrða að stórverslunin Costco hafi með komu sinni inn á íslenskan markað stuðlað að byltingu varðandi verð og vöruúrval sem ekki sér fyrir endann á. Íslenskir neytendur hafa tekið verslunarrisanum fagnandi og samkeppnisaðilar hafa þurft að aðlagast breyttum veruleika. Saga Costco á Íslandi er á yfirborðinu samfelld sigurganga en undir niðri kraumar reiði starfsfólks varðandi aðstæður á vinnustaðnum. 
28.sep. 2017 - 09:08 DV

Playboy kóngurinn Hugh Hefner er látinn

Hug Hefner, stofnandi Playboy tímaritsins, er látinn 91 árs að aldri. Útgáfufyrirtæki hans, Playboy Enterprises, skýrði frá þessu á Twitter fyrir stundu. Þar kemur fram að Hefner hafi látist á heimili sínu af eðlilegum orsökum.
24.sep. 2017 - 16:00 DV

„Ég vil ekki deyja“

Það eru ekki öll börn sem lifa í einfaldri og öruggri tilveru barnæskunnar. Því hafa þær Mary Lucky og Haniye Maleki fengið að kynnast frá fæðingu. Þrátt fyrir ólíkan uppruna og aldur, og þrátt fyrir að þekkjast ekki neitt þá hafa þær verið steyptar í sama mótið. Mary og Haniye eru hælisleitendur. Þær komu ásamt foreldrum sínum til Íslands í leit að öryggi og tækifærum. Eins og staðan er í dag munu þær aldrei upplifa tækifærin sem íslenskt samfélag hefur upp á að bjóða. Til stendur að vísa þeim úr landi á næstu vikum. Það er ef frumvarp þess efnis að þær fái íslenskan ríkisborgararétt verður ekki samþykkt fyrir þinglok.
24.sep. 2017 - 15:03 DV

Bílnum stolið á meðan eigandinn var í pílukasti

Róbert Einarsson varð fyrir því óláni á föstudagskvöldið að bílnum hans var stolið á meðan hann spilaði pílukast inn á bar sem ber nafnið Riddarinn og er í Engihjalla í Kópavogi. Hefur bíllinn ekki fundist. „Málsatvik eru á þá leið að ég er í pílukasti á bar sem heitir Riddarinn í Engihjalla og er lyklunum stolið úr jakkavasa mínum þar sem hangir á stólbaki tvo metra frá mér, milli kl. 21 og 23 um kvöldið. Það er því miður ekkert grunsamlegt að sjá á upptökum úr myndavélakerfinu,“ segir Róbert í skilaboðum til DV.
23.sep. 2017 - 17:00 DV

„Maðurinn sem konan hafði fengið nálgunarbann á fannst í felum undir rúminu hennar“

Þolendur heimilisofbeldis eru oft fastir í neti meðvirkni og úrræði á borð við nálgunarbann duga skammt, samkvæmt reynslu Birgis Guðjónssonar, sem oftast er kallaður Biggi lögga. Hann skrifar í dag áhrifaríkan pistil á Facebook-siðu sína þar sem hann rifjar upp kynni sín af heimilisofbeldi í gegnum starf sitt sem lögreglumaður. Í leiðinni lýsir hann yfir stuðningi við átak samtakanna „Á allra vörum“ fyrir Kvennaathvarfið og stappar stálinu í þolendur heimilisofbeldis.
22.sep. 2017 - 09:35 DV

Annar árásarmaðurinn var leiddur út á brókinni alblóðugur

Konan sem varð fyrir líkamsárás í gær sem leiddi til dauða hennar er af erlendu bergi brotin. Tveir menn eru grunaðir um að hafa orðið henni að bana. Annar þeirra er íslenskur. Mikil viðbúnaður var við Hagamel í Vesturbænum í gær þar sem árásin átti sér stað.
22.sep. 2017 - 09:34 DV

Kona lést eftir árás í Vesturbænum

Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna gruns um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi og RÚV. 
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir hafa staðið yfir í kvöld og voru tveir sjúkrabílar meðal annars sendir á vettvang. Grímur Grímsson segir við RÚV að málið sé á algjöru frumstigi og vill ekki tjá sig um það að öðru leyti. Hann segir við Vísi að grunur sé um líkamsárás sem leiddi til dauða konunnar.
21.sep. 2017 - 09:14 DV

36 ára hælisleitanda vísað frá Noregi til Írans – Hýdd 80 vandarhöggum í Íran á þriðjudaginn

Leila Bayat, 36 ára, kom til Noregs 2009 ásamt syni sínum Mani. Þau óskuðu eftir hæli í Noregi en mæðginin eru frá Íran. Leila sagðist ekki þora að fara aftur til Írans því hún hefði hlotið dóm upp á 80 vandarhögg fyrir að hafa drukkið áfengi. Hún sagðist þess fullviss að ef hún sneri aftur heim yrði dómnum fullnægt. Þrátt fyrir þetta var henni vísað frá Noregi í mars á þessu ári en sonur hennar fékk að vera áfram í landinu hjá föður sínum sem hefur fengið hæli í Noregi.
19.sep. 2017 - 16:16 DV

Vaktstjóri Burger-inn í Hafnarfirði sagði viðskiptavini að hengja sig um miðja nótt: „Hættu að vera með tussufýlustæla“

Jakub Clark fór á veitingastaðinn Burger-Inn í Hafnarfirði í gær og var heldur ósáttur við mat sinn. Hann greip því til þess ráðs að gefa veitingastaðnum slæma einkunn á Facebook-síðu staðarins. Hann bjóst þó ekki við viðbrögðum vaktstjóra veitingastaðarins sem sagði honum í einkaskilboðum ítrekað að hengja sig. Eigandi veitingastaðarins, Örn Arnarson, segist í samtali við DV standa með vaktstjóranum.
14.sep. 2017 - 14:33 DV

Þetta eru hinir tveir sem vottuðu fyrir Robert Downey: „Nudda skít upp á Viðar fyrir að hafa trú á lífinu“

Í fyrradag var greint frá nöfnum þeirra sem skrifuðu vottorð um að Robert Downey, dæmdur kynferðisbrotamaður, ætti skilið uppreista æru. Mesta athygli hefur Halldór Einarsson, kenndur við Henson, hlotið en minna hefur farið fyrir hinum tveimur. Halldór Einarsson baðst í gær í samtali við DV afsökunar á að hafa lagt nafn sitt við skjalið.
13.sep. 2017 - 19:00

Harmleikur þegar Eiríkur féll frá: Lætur eftir sig sambýliskonu og tvær dætur - Misstu heimili sitt í vor - Safnað fyrir fjölskylduna

„Í kjölfar sorglegs og óvænts fráfalls Eiríks Inga Grétarssonar hefur verið hrundið af stað söfnun fyrir fjölskyldu hans. Eiríkur var 49 ára og lætur eftir sig sambýliskonu til 22 ára, Önnu Lilju Flosadóttir, og tvær dætur á unglingsaldri. Fjölskyldan missti heimilið sitt á Íslandi í vor og ákvað að flytja til Spánar í þeirri von að geta hafið nýtt líf þar. Eftir einungis fjóra daga á Spáni varð Eiríkur hins vegar bráðkvaddur.“
09.sep. 2017 - 18:00

Stuðningsmenn Úkraínu færðu gjafir á Barnaspítalanum, „Mjög óvanalegt“

Stuðningsmenn Úkraínska knattspyrnulandsliðsins heimsóttu Barnaspítala Hringsins á þriðjudaginn, 5. september fyrir leikinn á Laugardalsvelli. Þeir höfðu í forum sínum leikfangagjafir og bangsa sem þeir gáfu börnunum. Stefán Hagalín, samskiptastjóri Landspítalans segir það mjög algengt að íslenskir landsliðsmenn heimsæki spítalann en man ekki til þess að erlendir íþróttamenn eða stuðningsmenn þeirra hafi komið. „Það hlýtur að vera mjög óvanalegt“.
09.sep. 2017 - 10:21 DV

Hvatt til nauðgunar og morðs á blaðamanni Morgunblaðsins: „Þarf ég kannski að fá mér grimman hund?“

Erna Ýr Öldudóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, varð á fimmtudaginn fyrir afskaplega grófu og viðurstyggilegu netníði, þegar kona ein hvatti til ofbeldis gegn henni – nánar tiltekið að henni yrði nauðgað til dauða. Tilefnið voru skoðanir sem Erna Ýr hefur látið í ljósi um vændi undanfarið en hún er þeirrar skoðunar að afglæpavæði eigi vændi með öllu.
08.sep. 2017 - 09:17 DV

Spilafíklar tilraunadýr hjá SÁÁ, RKÍ og Landsbjörg: Borga fíklum fyrir að prófa nýja spilakassa í höfuðstöðvum Gallup

„Þetta er eins og dópsali sem væri með nýtt dóp sem aldrei hefði komið á markað hér á landi. Hann myndi boða dópistana í hópum heim til sín og greiða þeim smáræði fyrir að prófa nýja stöffið og fá álit þeirra á því. Um leið myndu þeir ánetjast og halda áfram að fylla veski hans af peningum.“
07.sep. 2017 - 16:00 DV

Óvenjulegu sjón fyrir utan Costco: „Sá hann vera hlaupandi meðfram kantinum alveg skíthræddur“

Sverrir Gauti Hilmarsson deildi mynd innan Facebook-hópsins Keypt í Costco sem sýnir heldur óvenjulegan gest á bílastæði Costco. „Ég var bara að keyra þarna í burtu á milli Costco og Ikea og sá hann vera hlaupandi meðfram kantinum alveg skíthræddur. Þannig að ég tók svona smá rúnt og reyndi á ná mynd af honum eins og flest allir á planinu þarna."

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar