09. mar. 2012 - 15:00
Sigurvegara Next Top Model hefur verið sagt upp samningi sem fyrirsætu. Hún þykir of feit.
Ananda Marchildon sigraði í raunveruleikaþættinum Holland´s Next Top Model árið 2008 en í verðlaun var meðal annars nokkurra ára alþjóðlegur fyrirsætusamningur. Henni var hins vegar sagt upp á þeim forsendum að hún væri alltof feit.
Ananda neitaði að grenna sig og verða léttari en hún var þegar hún vann keppnina 2008 og í kjölfarið missti hún fyrirsætusamning sinn.
Nærbuxnafyrirtækið Sloggi greip hins vegar tækifærið og gerði hana að módeli hjá sér.
Það er brjálæðislegra en orð fá lýst að fyrirsæti eins og hún hafi verið rekin fyrir að vera of feit. Hún er gullfalleg og í Guðs bænum, svona stúlka á að ekki að svelta sig,
segir fulltrúi Sloggi Monica van Alewijn.
Hér fyrir neðan má sjá nýja fyrirsætumynd Ananda og geta lesendur dæmt um fitumagn fyrirsætunnar.