12. jan. 2012 - 14:10

KCNA
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa handtekið þúsundir manna sem ýmist grétu ekki eða grétu ekki nægilega sannfærandi við fráfall Kim Jong-Il, fyrrum leiðtoga landsins.
Samkvæmt fréttum sem berast frá landinu eru vægustu dómarnir sem kveðnir hafa verið upp sex mánaða vist í vinnubúðum. Þúsundir hafa verið sakaðir um að gráta ekki fráfall Kim Jong-Il, en aðrir hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir að gráta ekki nægilega sannfærandi, sækja ekki opinberar sorgaruppákomur eða koma sér undan að syrgja hinn fallna fyrrum leiðtoga.
Þá hefur fjölgað verulega dómum vegna þeirra sem reynt hafa að hringja úr landi án leyfis en stjórnvöld í Norður Kóreu taka hart á slíkum brotum.