22. maí 2009 - 10:00Ólafur Arnarson


Left Right17.mar. 2017 - 20:00 Smári Pálmarsson

Dýrustu einbýlishús Íslands eftir landshlutum – Ódýrast á Vestfjörðum

Það er almennt dýrara að búa á höfuðborgarsvæðinu heldur en annars staðar á landinu og hefur hún að geyma nokkur af dýrustu einbýlishúsum landsins. Fasteignaverð getur þó orðið ansi hátt víða um land en í flestum tilfellum er um afar glæsilegar fasteignir að ræða. Hér hefur Pressan gert úttekt á dýrustu einbýlishúsunum eftir landshlutum.
06.mar. 2017 - 20:00 Smári Pálmarsson

Tíu ódýrustu einbýlishúsin á Íslandi

Í ljósi ástandsins á íslenskum fasteignamarkaði hefur Pressan gert úttekt á tíu ódýrustu einbýlishúsum landsins. Það dýrasta er að finna á Blönduósi á átta milljónir króna en hið ódýrasta sett á 3,8 milljónir á Eskifirði. Margir myndu kalla þetta gjöf en ekki gjald, en þegar litið er nánar á eignirnar sem umræðir má sjá að þær þarfnast gríðarlegs viðhalds innan sem utan, sem hefur umtalsverðan kostnað í för með sér.
29.júl. 2016 - 12:00 Arnar Örn Ingólfsson

Pressuúttekt á Verslunarmannahelginni: Veðurfar og uppákomur helgarinnar

Stærsta ferðahelgi ársins, Verslunarmannahelgin, er nú um helgina og ætla margir að leggja land undir fót. Margar útihátíðir fara fram um helgina. Veðurfar víðast hvar á landinu á að vera nokkuð gott.

19.júl. 2016 - 19:00 Arnar Örn Ingólfsson

Pressuúttekt á Airbnb í miðborginni: Dýrasta nóttin á rúmar 21 þúsund krónur

Airbnb hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Í byrjun sumars voru samþykkt lög sem heimila fólki að leigja lögheimili sitt og aðra eign til viðbótar í allt að níutíu daga á hverju ári. Markmið frumvarpsins er að bregðast við breytingu á samsetningu gististaða á landinu og þróun gistiframboðs, að því er fram kemur á vef Alþingis. Lögin taka gildi 1. janúar á næsta ári.

18.júl. 2016 - 20:00 Arnar Örn Ingólfsson

Pressuúttekt á fasteignamarkaðnum á Suðurlandi

Dýrustu eignina á Suðurlandi má finna á jörðinni Langholti í Hraungerðishreppi. Pressan hefur tekið saman lista yfir tíu dýrustu eignirnar á Suðurlandi.

14.júl. 2016 - 20:00 Arnar Örn Ingólfsson

Pressuúttekt á fasteignamarkaðnum: Tíu dýrustu einbýlishúsin á Austurlandi

Dýrasta einbýlishúsið á Austurlandi má finna á við Egilssel á Egilsstöðum. Pressan hefur tekið saman lista yfir tíu dýrustu einbýlishúsin á Austurlandi, en í samtali við Pressuna segir Ævar Dungal, fasteignasali hjá Domus fasteignasölu vera stígandi uppgang á Austurlandi, eins og á flestöllum stöðum á Íslandi.

23.jún. 2016 - 20:00 Arnar Örn Ingólfsson

Pressuúttekt á fasteignamarkaðnum: Tíu dýrustu einbýlishúsin á Akureyri

Dýrasta einbýlishúsið á Akureyri má finna á Skólastíg þar í bæ. Pressan hefur tekið saman lista yfir tíu dýrustu einbýlishúsin á Akureyri, en í samtali við Pressuna segir Arnar Guðmundsson, löggildur fasteignasali á Fasteignasölu Akureyrar markaðinn norðan heiða vera á góðu róli.

21.jún. 2016 - 19:00 Arnar Örn Ingólfsson

Pressuúttekt á fasteignamarkaðnum: Tíu dýrustu einbýlishúsin í Reykjavík

Pressan tók saman lista yfir tíu dýrustu einbýlishúsin í Reykjavík. Í samtali við Pressuna segir Jón Rafn Valdimarsson, fasteignasali á Fasteignasölunni Mikluborg sölu á sérbýlum og stærri eignum hafa verið að taka kipp upp á við, en lægð hefur verið á þeim markaði á undanförnum árum.

19.jún. 2015 - 20:00 Ari Brynjólfsson

„Við höfum ekki góða reynslu af útlendingum - Hlusta ekki og skilja ekki“: Pressuúttekt

Fjöldi erlendra ferðamanna sem sækir landið okkar heim er kominn yfir milljón á ári. Á tímabilinu janúar og maí 2015 komu nærri 400 þúsund ferðamenn og mun sú tala rjúka upp í sumar. Hafnirnar eru fullar af skemmtiferðaskipum, Leifsstöð hefur varla undan og ferðaþjónustan blómstrar. Undanfarið hefur mikið verið rætt um áhrif þessa fjölda á ferðamannastaði Íslands og áhrifin sem gætu orðið ef við misstum sérstöðu okkar um tærleika og fegurð. Eitt sem allir ferðamenn þurfa að prófa og mörg okkar stunda eru sundferðirnar, við áttum okkur ekkert alltaf á hversu sérstakt það er að hafa heita sundlaug á nánast hverja hræðu. Við höfum komið okkur upp góðum venjum og reglum varðandi sundkennslu og að þrífa sig vel án fata áður en farið er ofan í.

01.jún. 2015 - 21:00 Ari Brynjólfsson

Fimm dýrustu einbýlishúsin á Norðurlandi: „Við finnum fyrir uppsafnaðri kaupþörf“

„Staðan á markaðnum er búin að vera mjög góð, það er búin að vera feykinóg sala undanfarið og í fyrra. Það er greinileg hækkun á minni eignum,“ segir Arnar Birgisson hjá Eignaveri á Akureyri en Arnar hefur starfað við fasteignasölu í nærri tvo áratugi. Hann segist finna fyrir uppsafnaðri kaupþörf meðal fólks sem búi hafi lengi í sama húsnæði en sé nú að nýta tækifærið og skipta.
11.ágú. 2014 - 21:20

Kandadískt par vildi hvergi annars staðar gifta sig en á Íslandi: MYNDBAND

Kanadísku hjónin Buffy og Mike kolféllu fyrir landi og þjóð er þau heimsóttu Ísland seinasta sumar. Það var því ekki vafamál hvaða staður yrði fyrir valinu þegar kom að staðsetningu fyrir væntanlegt brúðkaup en parið hafði miklar mætur á náttúrufegurðinni í kringum Djúpavík á Ströndum.

26.ágú. 2013 - 19:00

Mynd dagsins: Simbi og Inga nakin - Neyðin kennir naktri konu að spinna

Mynd dagsins tók Ágúst G. Atlason af Sveinbirni Hjálmarssyni eða Simba eins og hann er gjarnan kallaður. Simbi er þekktur fyrir að birta skemmtilegar myndir á Facebook þar sem hann snýr á gamansaman út úr málsháttum og orðatiltækjum. Hann á orðið fjölmarga aðdáendur á samskiptasíðunni sem fylgjast spenntir með uppátækjum hans, en Simbi birtir eina mynd á dag.
04.nóv. 2011 - 21:00

Hvað myndir þú gera í þessari stöðu? Fullur bíósalur af illfyglum og bara tvö sæti laus - MYNDBAND

Hvað myndir þú gera á leið á rómantíska kvikmynd og salurinn er fullur af tattóveruðum illfyglum og aðeins tvö sæti laus...og það inn í miðri hrúgunni? Það versta er að þetta gerðist í alvörunni.
22.mar. 2011 - 07:00 Björg Magnúsdóttir

Þessi er mjög umtalaður: Er þetta fáránlegasti sundbolur sem framleiddur hefur verið?

Tískumerkið Herve Leger hefur sent frá sér sundbol sem kostar ríflega hundrað þúsund krónur. Í ofanálag er sundbolurinn ekki þeim kosti búinn sem sundbolir þurfa nauðsynlega.
23.jan. 2011 - 18:03

Karlrembur í vanda: Vissu ekki að það heyrðist í þeim - Konur kunna ekki einu sinni rangstöðu!

Andy Gray var í fýlu yfir sigri Liverpool en Keys þjáðist af minnisleysi. Massey átti hins vegar stjörnuleik Tveir breskir lýsendur í ensku knattspyrnunni erum í vanda eftir að hafa lýst kvenfyrirlitingu í leik í gær. Þeir héldu að ekki heyrðist í þeim og töluðu meðal annars um að konur kynnu ekki rangstöðuregluna.
02.jan. 2011 - 12:14

Dýralíkingar algengar: Öruggast að kalla forsetann skepnu - Ekki niðrandi að vera líkt við hryssu

Forsetinn var skotspónn eggjakastara við þingsetninguna og nú verður hann líka fyrir dýralíkingum í umræðunni eins og bæði þingmenn og ráðherrar Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að forseti Íslands sé tíkarsonur, jafnvel þótt hann hafi brugðist rétt við í Icesave-málinu, og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að það sé misskilningur að hann hafi talað niðrandi til hennar, dýr séu jafngildur hlutur sköpunarverksins og þingmenn.
21.júl. 2010 - 10:15

Misheppnað einkaframtak í menntamálum? - Menntaskólinn Hraðbraut langdýrastur

Innritunargjald í Háskóla Íslands, 45.000kr. er sáralítið brot af þeim heildarkostnaði sem nemandi í skólanum kostar, þ.e. að meðaltali 784.436kr. Ríkið borgaði mest með hverjum nemanda í Háskólanum á Hólum samkvæmt ríkisreikningi fyrir árið 2009 og minnst með hverjum nemanda í Háskólanum á Bifröst. Þá var töluvert meira borgað með hverjum framhaldsskólanema í einkareknu skólunum heldur en þeim ríkisreknum
27.apr. 2010 - 10:57

Var flugbannið óþarft? Flugstoðir segja framleiðendur þotuhreyfla mega líta í eigin barm

Voru líkön um hættuna af öskustróknum úr Eyjafjallajökli gölluð sem flugbannið í norðanverðri Evrópu byggðist á? Flugfélög vilja krefjast skaðabóta en sérfræðingur Flugstoða segir að framleiðendur þotuhreyfla hafi dregið úr hömlu að gefa nauðsynlegar upplýsingar.
10.feb. 2010 - 07:30

Leiðtogi Hells Angels í Noregi sem vísað var úr landi: Staðfestir að hafa ætlað að hitta MC Iceland

Leif Ivar Kristiansen, eða Leifen, leiðtogi Hells Angels í Noregi sem var vísað úr landi í gær Leif Ivar „Leifen“ Kristiansen, leiðtogi Hells Angels mótorhjólasamtakanna í Noregi, sem handtekinn var við komuna til Íslands á mánudagskvöld og vísað úr landi í gær, staðfestir að hafa ætlað að hitta meðlimi MC Iceland mótorhjólaklúbbsins hér á landi. MC Iceland meðlimir vilja gerast fullgildir meðlimir í Hells Angels.
01.okt. 2009 - 17:15 Ólafur Arnarson

Pressuúttekt Ólafs Arnarsonar: Fjárlagafrumvarp Steingríms J. byggir á óskhyggju

Sérstök orku- umhverfis- og auðlindagjöld eiga að færa ríkissjóði 16 milljarða í tekjur á næsta ári. Þetta eru nýir skattar, sem ekki hafa þekkst hér á landi áður. Algerlega á eftir að skilgreina þessa skattheimtu að öðru leyti en því að hún á að skila umræddum 16 milljörðum á árinu. Ekkert mat er lagt á það hverjar afleiðingar þessarar skattheimtu geta orðið á orku- og auðlindanotendur. Nokkuð ljóst er þó öllum þeim, sem það vilja sjá, að einhvers staðar þarf að taka þessa 16 milljarða. Í fjárlagafrumvarpinu virðist vera gert ráð fyrir því að peningarnir annað hvort vaxi á trjánum eða falli af himnum ofan.