03. des. 2009 - 21:11

Meniga.is: Næsta kynslóð netbanka sem greinir neyslumynstur notenda

Starfsfólk Meniga með Georg Lúðvíksson í öndvegi

Starfsfólk Meniga með Georg Lúðvíksson í öndvegi

Fjármálavefurinn Meniga.is opnaði í dag. Kerfið flokkar allar færslur notenda sjálfkrafa, setur upp heimilisbókhald og fjárhagsáætlun, greinir neyslumynstur notenda og sýnir þeim hvernig þeir eyða í samanburði við aðra. Hann hjálpar þeim einnig við að finna leiðir til að spara. Framkvæmdastjóri vefsins segir vefinn af næstu kynslóð netbanka. Hann verður þróaður á Íslandi en stofnendur ætla að sækja á erlenda markaði.

„Við viljum hjálpa Íslendingum til að stjórna heimilisfjármálunum betur og spara tíma,“ segir Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Meniga. Hann segist hafa tekið eftir því þegar hann flutti heim til Íslands frá Bandaríkjunum fyrir um ári að veflausnir eins og Meninga, sem hafa verið að ryðja sér til rúms vestan hafs, væru skemur á veg komnar í Evrópu.

„Ísland er frábær staður til að þróa svona vef. Kaupmáttur hefur fallið, nær allar færslur eru rafrænar og forritarar í heimsklassa, margir með reynslu af fjármálasviðum bankanna.“ Meniga ætlar að einbeita sér að Íslandi frameftir næsta ári áður en farið verður að horfa erlendis. „Flestir bankar eru farnir að velta fyrir sér næstu kynslóð netbanka. Með henni verður hægt að mæla notkun og sjá hversu mikið menn geta sparað.“

Í fyrstu eru það aðeins notendur Íslandsbanka sem geta nýtt sér Meniga.is en Georg reiknar með að opnað verði fyrir viðskiptavini annarra banka fljótlega eftir áramót. „Við mátum að það væri best að vinna náið með einum banka. Við kynntum hugmyndina fyrir flestum stóru bönkunum í sumar og var vel tekið. Íslandsbanki var með framsæknar hugmyndir og vildi fara í svipaða vinnu og við vorum byrjaðir á. Samvinnan hefur gengið vel og stór hluti starfsmanna hefur tekið þátt í að prófa kerfið. Hann er annar bankinn í Evrópu sem tengir sig svona sterkt við svona lausn.“

Meðal þess sem var vinsælast í prófunum var möguleikinn á að bera neyslumynstur sitt saman við annarra. „Það er mikið myndrænt í kerfinu og auðvelt að kalla fram skýrslur. Þetta hjálpar fólki að skilja í hvað peningarnir fara sem er meira en flestir gera í dag.“
Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.16.ágú. 2014 - 20:50

Ómar Ragnarsson: Gos í Bárðarbungu getur valdið hamfaraflóðum

„Undir öxlinum Bárðarbunga-Grímsvötn er miðja annars af stærstu möttulstrókum jarðar, en hinn er undir Hawai.  Það er ekki aðeins að Bárðarbunga sé næst hæsta fjall landsins vegna þess hve mikil eldvirkni er þar, heldur tekur hún oft þátt í eldgosum sunnan og norðaustan við sig, ef svo má að orði komast, á þann hátt að mikil skjálftahrina er oft aðdragandi að þessum gosum“, segir fjölmiðlamaðurinn Ómar Ragnarsson
16.ágú. 2014 - 20:25

Virkni í Bárðarbungu hefur aukist jafnt og þétt síðustu sjö ár: Virkni svipuð nú og fyrir Grímsvatnagosið

Jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu hefur aukist. Skjálftahrina hefur staðið yfir síðan kl. 3:00 í nótt með stöðugri skjálftavirkni. Dýpi skjálftanna er í efri hluta skorpunnar og stærðir þeirra eru í kringum 1.5; nokkrir skjálftar eru stærri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.
16.ágú. 2014 - 18:40

Eldstöð sem á skilið athygli og virðingu: „Stærsta hraun landsins og reyndar á jörðinni ættað úr Bárðarbungukerfinu“

Á þriðja hundrað skjálftar hafa mælst í Bárðarbungu frá því í nótt og hafa stærstu skjálftarnir verið á bilinu 2,4 til 2,6 að stærð. Gunnar B. Guðmundsson jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Pressuna að hann gæti ekki útlokað að eldgos væri hafið en líklega væri um að ræða innskot eða innskotavirkni en ljóst væri að kvikuhreyfingar ættu sér stað undir eða við skorpuna. Það mun þó þurfa mjög stórt eldgos til að það komist upp úr jöklinum sem er um 700 metra þykkur á svæðinu.
16.ágú. 2014 - 17:00

Árni Páll harðorður í garð Hönnu Birnu: Afsagnarsök í öllum lýðræðisríkjum

„Viðbrögð innanríkisráðherra við lekamálinu halda áfram að vekja fleiri spurningar en þau svara og virðast enn sem fyrr ekki taka mið af alvarleika málsins.“
16.ágú. 2014 - 15:05

Óvissustig vegna skjálftanna í Bárðarbungu

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík ákveðið að lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa í Bárðarbungu.
16.ágú. 2014 - 14:45

Á þriðja hundrað skjálfta í Bárðarbungu: Ekki hægt að útiloka eldgos

Á þriðja hundrað skjálftar hafa mælst í Bárðarbungu frá því í nótt og segir Gunnar B. Guðmundsson jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að skjálftarnir hafi mælst nokkra kílómetra aust, suð-austur af Bárðarbungu í Vatnajökli. Aukin virkni hefur verið á svæðinu síðustu vikur  en óróinn byrjaði í gærkvöldi. Stærstu skjálftarnir hafa verið á bilinu 2,4 til 2,6 að stærð. Bárðarbunga er ein stærsta eldstöð landsins.
16.ágú. 2014 - 14:35 Sigurður Elvar

Gylfi Þór hetja Swansea - skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn Man Utd á Old Trafford

Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik með Swansea í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag gegn Manchester United á Old Trafford. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði sigurmark leiksins í 2-1 sigri Swansea og hann lagði einnig upp fyrra mark liðsins.
16.ágú. 2014 - 13:15

Allir velkomnir á glæsilega hátíð í Grafarholtinu: Ingó veðurguð, tívolítæki og útimarkaður

Hverfishátíð Grafarholts, Í holtinu heima, er haldin í dag og hefst dagskráin klukkan fjórtán. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún aldrei verið veglegri. Það eru íbúasamtök Grafarholts og þjónustumiðstöð Grafarholts sem standa að hátíðinni. Berghildur Erla Bernharðsdóttir segir að mikið sé lagt í hátíðina og boðið verði  uppá fjölbreytta dagskrá frá morgni til kvölds sem lýkur með brekkusöng í Leirdalnum undir stjórn Ingós veðurguðs.  Aðspurð hvort hátíðin sé bundin við íbúa Grafarholts segir Berghildur:
16.ágú. 2014 - 12:55

Mynd dagsins: Brotist inn hjá Gísla Marteini og félögum - „Gjörsamlega óþolandi“

Mynd dagsins birti Gísli Marteinn á Twitter-síðu sinni en þar greinir hann frá því að brotist hafi verið inn í húsnæði á Melhaganum í Vesturbænum þar sem Gísli Marteinn og Pétur Marteinsson  ætla að opna kaffihús um næstu mánaðarmót. Gísli segir:
16.ágú. 2014 - 12:30

Hefur þú séð Ingólf? Lögreglan leitar að honum

 Lögreglan á Höfuðborgarasvæðinu lýsir eftir Ingólfi Kolbeini Bjarnasyni. Ingólfur er 15 ára, 177 sentímetrar á hæð, meðalvaxinn með stutt ljósrautt hár. Klæddur í svartar adidas buxur með hvítum röndum og svarta hettupeysu.  
16.ágú. 2014 - 11:30

Ræktaði tré sem ber 40 tegundir af ávöxtum

Sam Van Aken, prófessor við Syracuse háskóla, hefur eytt síðustu níu árum í að rækta eitt tré. „Hugmyndin var að ég gæti sameinað heilan aldingarð í eitt tré,“ segir hann í samtali við Business Insider.
16.ágú. 2014 - 10:15

Persónulegur harmleikur réði sölu á hlut Lilju í DV: Boðar breytingar á yfirstjórn

„Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er ég búin að selja minn hlut í DV ehf. Það er með söknuði sem ég kveð þennan fjölmiðil sem hefur sannað gildi sitt í samfélagsumræðunni. Blaðamenn hafa verið ötulir við að benda á það sem miður hefur farið og það sem betur mætti fara í íslensku samfélagi.“
16.ágú. 2014 - 08:39

Lýst eftir 14 ára stúlku: Hefur þú séð Birnu Maríu?

Lögreglan á Höfuðborgarasvæðinu lýsir eftir Birnu Maríu Sigurðardóttur.  Birna er aðeins 14 ára, 165 sentímetrar á hæð, grannavaxin og með brúnt sítt hár. Ekki vitað um klæðnað.  
16.ágú. 2014 - 08:30

Dularfullur fljúgandi hlutur á upptöku frá NASA: Myndband

Áhugamenn um vitsmunalíf á öðrum hnöttum og geimför vitsmunavera þar tóku mikinn kipp í síðustu viku þegar hlutur, sem getur fallið undir hugtakið fljúgandi furðuhlutur, birtist í beinni útsendingu í gegnum vefmyndavél á vegum NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar. Hluturinn hafði þó varla birst fyrr en útsendingin hætti skyndilega.
16.ágú. 2014 - 07:00 Sigurður Elvar

Enski boltinn byrjar í dag – hverju spá sérfræðingarnir?

Keppni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst í dag. Mikil eftirvænting ríkir hjá stuðningsmönnum þeirra liða sem skipa efstu deildina á Englandi. Manchester City hefur titil að verja og er liðið til alls líklegt í titilvörninni. Pressan.is fékk nokkra vel valda sérfræðinga til þess að velta fyrir sér gangi mála í ensku úrvalsdeildinni í vetur og spurningarnar voru eftirfarandi.

15.ágú. 2014 - 21:20 Auður Ösp Guðmundsdóttir

Óskar engum að ganga í gegnum barnsmissi: ,,Ég fékk að eiga sex daga með honum"

Mæðginin áttu fallega kveðjustund ,,Það þarf að viðurkenna að þegar þú missir barn á þennan hátt þá er það jafnmikill missir og þegar þú missir barn sem er eldra. Þú ert að missa barnið þitt, þó þú komir ekki með það heim af spítalanum" segir Heiða Mjöll Brynjarsdóttir, nemi og þriggja barna móðir úr Keflavík. Hún gekk í gegnum sára lífsreynslu árið 2007 þegar að sonur hennar Markús Már lést, aðeins sex daga gamall. Hún segir nauðsynlegt fyrir þá sem lenda í barnsmissi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu að geta leitað stuðnings hjá þeim verið hafa í sömu sporum.

15.ágú. 2014 - 20:45

Gísli Freyr er fullviss um sýknu: Lögreglan sagði að málið „væri á oddinum“

„Í dag fékk ég þær upplýsingar að ríkissaksóknari hafi ákveðið að gefa út ákæru á hendur mér fyrir meint brot í starfi. Ég hef nú þegar tilkynnt innanríkisráðherra um málið og eðli málsins samkvæmt verið leystur frá störfum,“ segir Gísli Freyr Valdórsson aðstoðarmaður innanríkisráðherra í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér.
15.ágú. 2014 - 19:45

Yfirlýsing frá Hönnu Birnu: Aðstoðarmaður ákærður og leystur frá störfum

„Rétt í þessu tilkynnti annar aðstoðarmaður minn, Gísli Freyr Valdórsson, mér að lögmaður hans hefði nú síðdegis fengið upplýsingar um að ríkissaksóknari hygðist birta honum ákæru vegna kæru vegna meðferðar persónuupplýsinga um hælisleitenda“, þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Hanna Birna Kristjánsdóttir sendi fjölmiðlum nú rétt í þessu.
15.ágú. 2014 - 19:10

Séra Hildur Eir: „Bænir algjörlega ofmetið fyrirbæri“ - Mikil óánægja með ákvörðun RÚV

„Ég styð það eindregið að bænalestur verði tekin af dagskrá RÚV enda eru bænir algjörlega ofmetið fyrirbæri, eina gagnið sem hægt er að hafa af iðkun bænarinnar er að maður fer eitthvað að leiða hugann að öðru fólki og þakka fyrir að eiga góða að sem er náttúrulega alveg fáránlegt þegar hægt er að nýta tímann til dæmis til að skoða nýja sófa eða þrífa safapressuna,“ skrifar séra Hildur Eir Bolladóttir í kaldhæðni en hún er eins og fjölmargir aðrir ósátt við þá ákvörðun dagskrárstjóra Rásar 1 að fella niður dagskrárliðina morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins frá og með 28. ágúst næstkomandi. Ákvörðunin er byggð á því að dagskrárliðirnir hafa litla hlustun að sögn Þrastar Helgasonar dagskrárstjóra Rásar 1.
15.ágú. 2014 - 18:00

Hvernig hið saklausa spillist: „Saga sem maður hefur séð fáránlega oft“

,,Sagan á bak við lagið er eitthvað sem við höfum séð margoft“, segir Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem Blaz Roca en hann gaf nýlega út lagið Vökuvísa þar sem hann nýtur liðsinnis Björn Þorleifssonar og Sölku Sólar Eyfeld. Erpur segir lagið vera dekkri útgáfuna af vögguvísunni sem allir þekkja.
15.ágú. 2014 - 17:20

Grunur um salmonellu í fæðubótarvörum

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um innköllun á tveimur matvælum vegna gruns um salmonellu. Vörurnar hafa verið teknar úr sölu.
15.ágú. 2014 - 16:11

Peningar teknir út af reikningum fjögurra farþega flugs MH370 mánuðum eftir hvarf vélarinnar

Enn bætir í dulúðina í kringum hvarf flugs MH370, sem hvarf í byrjun mars á leið frá Kuala Lumpur í Malasíu til Peking í Kína. Það er ekki nóg með að hvorki hafi fundist tangur né tetur af vélinni og að hægt hafi verið að hringja í farsíma farþega löngu eftir hvarf vélarinnar. Nú hafa háar fjárhæðir verið teknar út af reikningum fjögurra farþega löngu eftir að vélin hvarf.
15.ágú. 2014 - 15:50

„Ekki sofa hjá frænda þínum í brúðkaupi - Það er óheppilegt“

Reynum að haga okkur krakkar! Nú skal ástin staðfest í eitt skipti fyrir öll og prúðbúnir fjölskyldumeðlimir í bland við vini og vandamenn mæta. Margra mánaða undirbúningur og allir klárir í slaginn. Eða hvað? Hér eru nokkrar játningar íslenskra brúðkaupsgesta sem einhver okkar kunna að tengja við eða í versta falli fá okkur til að glotta út í annað og prísa okkur sæl yfir að vera ekki partur af.
15.ágú. 2014 - 15:33

Már Guðmundsson endurskipaður seðlabankastjóri til fimm ára

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur skv. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, skipað Má Guðmundsson í embætti seðlabankastjóra til fimm ára frá og með 20. ágúst 2014.
15.ágú. 2014 - 15:00

Með 1.7 kíló af kókaíni í brjóstunum

Fíkniefnasmyglarar nota ýmsar einkennilegar leiðir til að koma eiturlyfjum á milli landa og þá eru dæmi um að glæpahringir neyði fólk til að gerast burðardýr. Tilraunin sem hér var gerð fer í hóp með þeim furðulegri en kona var handtekin á flugvellinum í Madríd með brjóstin full af kókaíni. Ekki er vitað hvort konan sem handtekin var í Madríd hafi verið neydd til að koma 1.7 kílói af kókaíni fyrir í brjóstum sínum. Konan sem er frá Venesúela kom til landsins með flugi frá Kólumbíu.  Frá þessu er greint í Guardian.
15.ágú. 2014 - 14:00

Forsætisráðherra segir siðareglur í gildi. Spyr um siðareglur Umboðsmanns Alþingis

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórn hans vinni eftir þeim siðareglum sem samþykktar voru á síðasta kjörtímabili og að ráðherrar í ríkisstjórn hans hafi fengið kynningu á þeim þegar ný ríkisstjórn tók við í fyrravor. Siðareglurnar séu jafnframt hluti af handbók ráðherra.
15.ágú. 2014 - 12:45

Mynd dagsins: Harpa Árný vildi fá stóra bróður til að láta af ósið

Hin 11 ára gamla Harpa Árný Svansdóttir var komin með nóg af því að horfa upp á eldri bróður sinn Hörð Frey, taka í vörina. Hún ákvað því að taka til sinna ráða til að venja bróður sinn af ósiðnum en óhætt er að segja að hún hafi valið nokkuð athyglisverða leið.
15.ágú. 2014 - 12:05

Úrskurðarður í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur átta ára drengjum

Karlmaður á þrítugsaldri var í gær að kröfu lögreglunnar á Akureyri úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi norðurlandseystra til föstudagsins 22. ágúst næstkomandi.
15.ágú. 2014 - 11:00

Annað dauðsfall á Ólympíumótinu í skák

Radisson Blue hótelið í Tromsö Í gær hneig skákmaður úr sveit Seychelleseyja niður og lést skömmu síðar. Í nótt lést síðan annar keppandi á mótinu. Sá sem lést í nótt lést á Radisson Blue hótelinu í Tromsö og rannsakar lögreglan nú málið.
15.ágú. 2014 - 10:00 Sigurður Elvar

Gullið dæmt af skapbráða Frakkanum eftir umdeilt fagn á EM í frjálsum í Sviss

Mahiedine Mekhissi-Benabbad fagnaði gríðarlega þegar hann kom langfyrstur í mark í 3.000 metra hindrunarhlaupi á Evrópumeistaramótinu í Sviss í gær. Frakkinn reif sig úr keppnisbolnum á lokasprettinum og fagnaði með tilþrifum en sú ákvörðun reyndist dýrkeypt.
15.ágú. 2014 - 09:00

Vagnstjórar Strætó næstbestir: Norðmenn fengu strætó með öfugum vagnstjóra

Aksturslið Strætó bs. í Helsinki Vagnstjórar Strætó bs. unnu til silfurverðlauna í hinu árlega norðurlandamóti vagnstjóra í akstursleikni á strætisvögnum, sem fram fór í Helsinki um síðustu helgi. Bestum árangri Íslendinga náði Andrés Bergur Bergsson, en hann varð í þriðja sæti einstaklinga eftir einstaklega útsjónarsaman og yfirvegaðan akstur í brautinni, sem var mörgum vagnstjóranum þrautinni þyngri að leysa. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Strætó bs.
15.ágú. 2014 - 07:59

Barnabílstólar og loftpúðar eiga enga samleið: Sjokkerandi myndskeið

Slysavarnarfélagið Landsbjörg birti á síðu sinni myndskeið sem sýnir að barnabílstólar og loftpúðar eiga alls enga samleið. Það er skelfilegt þegar börn láta lífið í bílslysum og enn skelfilegra að hugsa til þess að mörg þessara barna hefðu lifað ef foreldrar hefðu séð til þess að börnin væru spennt föst í bílnum. Þá skiptir einnig miklu máli að þau séu á réttum stað.
14.ágú. 2014 - 22:28

Dauðsfall á Ólympíuskákmótinu

Sorgarfréttir voru að berast frá Ólympíuskákmótinu sem fram fer í Tromsö í Noregi. Á lokadegi mótsins hneig keppandi frá Seychelles-eyjum niður. Hann var úrskurðaður látinn við komu á spítala. Frá þessu greinir Hrókurinn.is. Hans var í dag minnst með einnar mínútu þögn er verðlaunaafhending fór fram.
14.ágú. 2014 - 22:15

Fimm algengar æfingar sem sérfræðingar vilja alls ekki að þú gerir á líkamsræktarstöðvum!

Líkamsræktarstöðvar geta virst nokkuð flóknar við fyrstu sýn, sérstaklega reynsluminni gestum. Í sumum tilvikum eru það þó þeir sjálfsöruggustu sem eru í mestri hættu ef þeir eru ekki duglegir að endurskoða æfingar og setja öryggið og heilsuna á oddinn.

14.ágú. 2014 - 20:40

Frásögn ungs manns með geðhvarfasýki: „Það komu dagar þar sem ég sá engan tilgang með því að lifa“

„Ég býst við því að þetta komi mörgum á óvart enda held ég að ég sé yfirleitt ferskur á að líta og var meðal annars kosinn húmoristi Kópavogsskóla í 10 bekk þrátt fyrir mjög misjafna líðan.“ Þetta segir Kópavogsbúinn Kristinn Rúnar Kristinsson í áhrifamiklum pistli á fésbókarsíðu sinni en Kristinn þjáist af geðhvarfasýki. Umræðan um sjúkdóminn hefur fengið byr undir báða vængi í kjölfar fráfalls leikarans Robin Williams og segir Kristinn mikilvægt að fólk fari ekki í felur með veikindi sín.
14.ágú. 2014 - 19:30

4 ára stúlka með bráðaofnæmi fyrir hnetum hætt komin þegar flugfarþegi hunsaði aðvaranir um að opna ekki hnetupoka

4 ára stúlka var hætt komin í flugvél eftir að einn farþeganna hunsaði aðvaranir um að stúlkan væri með bráðaofnæmi fyrir hnetum og því mætti ekki opna hnetupoka á meðan á flugi stóð. Hjúkrunarfræðingur og sjúkraflutningumaður sem voru í sömu flugvél gáfu stúlkunni mótefni við bráðaofnæminu eftir að stúlkan hætti að anda.
14.ágú. 2014 - 18:30

Anna og Gunnar fengu óvænta mynd í þrívíddarsónar: Sjáðu myndina

Anna María Halldórsdóttirog Gunnar Vilhelmsson fengu heldur betur óvænta mynd í þrívíddarsónar af litu prinsessunni sinni sem parið bíður spennt eftir að komin í heiminn. Þann 17. júlí ákváðu þau að láta verða af sónarmyndatökunni en þá var Anna María gengin 26 vikur og 5 daga. Ég fékk Önnu Maríu til að segja mér betur frá ferlinu og þessari skemmtilegri uppákomu sem átti sér stað í þrívíddar sónarnum.
14.ágú. 2014 - 16:50

Hetjan í Laugardalslauginni: Gyða Dröfn leitar að óþekktum bjargvætti dóttur sinnar

,,Þetta hefði getað farið svo illa ef þessi ungi drengur hefði ekki brugðist rétt við" segir Gyða Dröfn Hannesdóttir en hún leitar nú logandi ljósi að ungum pilti sem hún segir hafa bjargað þriggja ára dóttur sinni úr háska í Laugardalslaug síðastliðinn þriðjudag. Segir hún fullvíst að illa hefði farið ef ekki hefði verið fyrir snarræði hans. Þá vill hún brýna fyrir fólki að hafa varann á þegar kemur að öryggi barna í sundlaugum.

14.ágú. 2014 - 15:30

Bensínáfyllingin breyttist í fjölskylduferð til Tyrklands: „Ha, ertu að djóka?“

Unnustan Heiða Guðnadóttir átti svo sannarlega ekki von á þessum fréttum. Davíð Gunnlaugsson datt heldur betur í lukkupottinn nú á dögunum þegar hann vann fjölskylduferð til Tyrklands í dælulyklaleik Atlantsolíu. Atlantsolía fékk fjölskyldu Davíðs með sér í lið þegar ljóst var að hann hefði hreppt hnossið og kom honum skemmtilega á óvart þar sem fjölskyldan var saman komin í grillveislu.
14.ágú. 2014 - 14:50

Hermann fluttur með sjúkrabíl eftir að hafa fengið skot úr naglabyssu í andlitið

Hermann Þór Þorbjörnsson, rafvirki, var í gær að bora gat fyrir neðan rafmagnstöflu á efri hæð Grunnskólans á Ísafirði þegar hann varð fyrir því óhappi að hálfrar aldar gamalt skot úr naglabyssu sprakk í andlitið á honum.
14.ágú. 2014 - 14:45

Icelandic Glacial vatnið í Hvíta-Rússlandi

Vatninu er tappað á flöskur úr lind fyrirtækisins í landi Hlíðarenda í Ölfusi. Icelandic Water Holdings ehf, framleiðendur Icelandic Glacial vatnsins, og dreifingarfyrirtækið Flatt Cola East frá Hvíta-Rússlandi hafa gert með sér samning um dreifingu á Icelandic Glacial vatninu í Hvíta-Rússlandi. Flatt Cola East mun sjá um að dreifa Icelandic Glacial um land allt.
14.ágú. 2014 - 14:00 Gunnar Bender

Eric Clapton fiskar vel á Íslandi

Veiðitúrinn hjá Eric Clapton og vinum hans endaði í sextíu og sjö löxum. Var Clapton við veiðar í fimm daga i Vatnsdalsá. Þá kom einn tuttugu punda fiskur á land, en þó Clapton hafi veitt vel var það  ekki hann sem landaði þeim væna laxi.

14.ágú. 2014 - 13:15 Sigurður Elvar

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty

Það er ávallt mikið um að vera á íþróttasviðinu á heimsvísu á hverjum einasta degi ársins. Ljósmyndarar Getty velja í hverri viku áhugaverðustu myndirnar að þeirra mati og hér fyrir neðan má sjá þær myndir sem urðu fyrir valinu í þessari viku.
14.ágú. 2014 - 12:16

Elliði fékk ógrynni haturspósta eftir stuðningsyfirlýsingu við Hönnu Birnu

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segist hafa fengið tugi tölvupósta og skilaboð, þar sem honum er úthúðað vegna stuðningsyfirlýsingar hans við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.
14.ágú. 2014 - 11:40

Mynd dagsins: „Með alltof stóran hjálm á mótorhjóli - Barnið ríghélt í manninn“

Mynd dagsins að þessu sinni tók Egill Hubner, málari í Reykjavík um hálf fimm leytið í gær er hann var staddur í síðdegisumferðinni á Hringbraut. Brá honum heldur betur í brún þegar hann tók eftir auka farþega á mótorhjólinu fyrir framan sig enda var sá farþegi af yngri kantinum.
14.ágú. 2014 - 10:15 Sigurður Elvar

Barnabarn og alnafni fyrsta Íslandsmeistarans í golfi á meðal keppenda á Garðavelli

Ólafur Gíslason og Gísli Ólafsson með verðlaunagripi sem fyrsti Íslandsmeistarinn í golfi eignaðist snemma á fimmta áratug síðustu aldar Gísli Ólafsson, læknir úr Reykjavík, varð fyrstur allra til þess að hampa Íslandsmeistaratitlinum í golfi árið 1942. Barnabarn Gísla og alnafni, Gísli Ólafsson úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ, verður á meðal keppenda á sjötta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem fram fer á Garðavelli á Akranesi um næstu helgi. Í viðtali sem birt var í þriðja tölublaði Golf á Íslandi sem kom út nýverið segir Gísli að hann vonist til þess að geta fetað í fótspor afa síns – sem er hans helsta fyrirmynd í golfinu.
14.ágú. 2014 - 10:00

Hefur tunglið áhrif á svefninn?

Um það bil einu sinni í mánuði er fullt tungl en fullt tungl hefur alltaf verið umvafið dulúð og töfrum. Fullu tungli hefur verið kennt um margt í gegnum tíðina: Að það komi fæðingum af stað, að það ýti undir skapvonsku og að það trufli nætursvefn fólks. En er eitthvað hæft í því?
14.ágú. 2014 - 09:00

Forstjóri Facebook hellir yfir sig fötu af ísköldu vatni: Myndband

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, setti fyrir nokkrum klukkustundum skemmtilegt myndband inn á Facebooksíðuna sína. Tilefnið er að Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, skoraði á hann í svokallaðri ALS ísfötu áskorun.

14.ágú. 2014 - 08:00

Gervihönd flugmanns losnaði af í lendingu: Missti stjórn á flugvélinni

Rétt áður en flugvél Flybe flugfélagsins lenti á flugvellinum í Belfast á Norður-Írlandi varð flugmaður vélarinnar fyrir því að gervihönd hans losnaði af og hann missti stjórn á flugvélinni. 47 farþegar voru um borð í vélinni.
13.ágú. 2014 - 23:58

Hefur þú séð Nanthacha Janyalert? Hann fór að heiman á mánudag

Nanthacha Janyalert, 23 á ára er nú leitað en hann fór frá heimili sínu á mánudag. Hann er frá Tælandi en hefur verið búsettur hér á landi í átta ár.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sena - Hjálmar - júlí '14
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson - 15.8.2014
Slæm Lýsing
Aðsend grein
Aðsend grein - 15.8.2014
Virðing og samfélagsleg auðgun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.8.2014
Örlagasögur af Íslandi sagðar erlendis
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.8.2014
Þöggun leiðir til fordóma
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.8.2014
Athugasemdir við fyrirlestra mína
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.8.2014
Fyrirlestrar í Gautaborg
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 11.8.2014
Kristin talnaspeki: Talan einn
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 22.8.2014
Hvaðan eru upplýsingar DV?
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 14.8.2014
Kristin talnaspeki: Talan tveir
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 22.8.2014
Breyting sem bitnar á þeim tekjulægstu
Fleiri pressupennar