03. des. 2009 - 21:11

Meniga.is: Næsta kynslóð netbanka sem greinir neyslumynstur notenda

Starfsfólk Meniga með Georg Lúðvíksson í öndvegi

Starfsfólk Meniga með Georg Lúðvíksson í öndvegi

Fjármálavefurinn Meniga.is opnaði í dag. Kerfið flokkar allar færslur notenda sjálfkrafa, setur upp heimilisbókhald og fjárhagsáætlun, greinir neyslumynstur notenda og sýnir þeim hvernig þeir eyða í samanburði við aðra. Hann hjálpar þeim einnig við að finna leiðir til að spara. Framkvæmdastjóri vefsins segir vefinn af næstu kynslóð netbanka. Hann verður þróaður á Íslandi en stofnendur ætla að sækja á erlenda markaði.

„Við viljum hjálpa Íslendingum til að stjórna heimilisfjármálunum betur og spara tíma,“ segir Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Meniga. Hann segist hafa tekið eftir því þegar hann flutti heim til Íslands frá Bandaríkjunum fyrir um ári að veflausnir eins og Meninga, sem hafa verið að ryðja sér til rúms vestan hafs, væru skemur á veg komnar í Evrópu.

„Ísland er frábær staður til að þróa svona vef. Kaupmáttur hefur fallið, nær allar færslur eru rafrænar og forritarar í heimsklassa, margir með reynslu af fjármálasviðum bankanna.“ Meniga ætlar að einbeita sér að Íslandi frameftir næsta ári áður en farið verður að horfa erlendis. „Flestir bankar eru farnir að velta fyrir sér næstu kynslóð netbanka. Með henni verður hægt að mæla notkun og sjá hversu mikið menn geta sparað.“

Í fyrstu eru það aðeins notendur Íslandsbanka sem geta nýtt sér Meniga.is en Georg reiknar með að opnað verði fyrir viðskiptavini annarra banka fljótlega eftir áramót. „Við mátum að það væri best að vinna náið með einum banka. Við kynntum hugmyndina fyrir flestum stóru bönkunum í sumar og var vel tekið. Íslandsbanki var með framsæknar hugmyndir og vildi fara í svipaða vinnu og við vorum byrjaðir á. Samvinnan hefur gengið vel og stór hluti starfsmanna hefur tekið þátt í að prófa kerfið. Hann er annar bankinn í Evrópu sem tengir sig svona sterkt við svona lausn.“

Meðal þess sem var vinsælast í prófunum var möguleikinn á að bera neyslumynstur sitt saman við annarra. „Það er mikið myndrænt í kerfinu og auðvelt að kalla fram skýrslur. Þetta hjálpar fólki að skilja í hvað peningarnir fara sem er meira en flestir gera í dag.“
Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.



02.okt. 2015 - 13:30

Íþróttakennari fær 295 þúsund krónur á mánuði eftir 22 ára starf: „Er ekki eitthvað galið við þetta?“

Það er ekki nóg að fá bara grunnlaunahækkun ef að maður lækkar svo í útborguðum launum, það er ekki að það sama og að fá launahækkun. Maður lifir ekki á því, segir Sigurður Þ. Sigurþórsson íþróttakennari sem segir gildandi kjarasamninga síst vera starfandi grunnskólakennurum í hag. Eftir 22 ára starf sem kennari eru útborguð laun Sigurðar 295.606 krónur.
02.okt. 2015 - 11:59 Kristján Kristjánsson

Sönn hetja reyndi að stöðva morðin í Umpqua: „Hann ætlaði ekki að standa þarna og sjá eitthvað svona hryllilegt gerast“

Chris Mintz, þrítugur uppgjafarhermaður, var í kennslustund í Umpqua framhaldsskólanum í Oregon í gær þegar Chris Harper-Mercer byrjaði að skjóta fólk þar. Mintz réðst á Mercer og reyndi að bjarga skólafélögum sínum en var skotinn fimm skotum.
02.okt. 2015 - 11:45

Barack Obama nóg boðið: Magnað ávarp forsetans eftir fjöldamorðin í Oregon

Það er pólitísk ákvörðun að leyfa fjöldamorðum á borð við þau sem áttu sér stað í Oregon í gær að gerast, sagði Barack Obama, Bandaríkjaforseti, í ávarpi til þjóðar sinnar í gær. Hann hét því að gera allt sem í hans valdi stendur til að herða byssulöggjöfina.
02.okt. 2015 - 11:00

Mynd dagsins: Lögreglumenn sólgnir í kleinuhringi

Mynd dagsins var tekin fyrir utan kleinuhringjastaðinn Dunkin Donuts nú í morgun en eins og sjá má samanstendur röðin eingöngu af lögreglumönnum. Laganna verðir hafa löngum verið þekktir fyrir ást sína á kleinuhringjum.
02.okt. 2015 - 10:46

Mögnuð húðflúr hjá stuðningsmönnum enskra liða - stórleikir um helgina

Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina og ber þar hæst að grannaliðin úr Liverpool eigast við og Arsenal tekur á móti efsta liði deildarinnar, Manchester United. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Swansea taka á móti Tottenham þar sem Gylfi var eitt sinn leikmaður. Allir leikirnir eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.
02.okt. 2015 - 10:07

Endaspretturinn framundan hjá Ólafíu og Valdísi á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu

Íslensku atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni hefja leik í dag á LETAS mótaröðinni. Mótið fer fram á portúgölsku eyjunni Azores og er leikið á Terceira vellinum. Þetta er næst síðasta mótið á keppnistímabilinu á næst sterkust atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. 
02.okt. 2015 - 10:00

Þorsteinn Pálsson: Gunnar Bragi frjálslyndasti ráðherra ríkisstjórnarinnar

Gunnar Bragi Sveinsson virðist vera frjálslyndasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Athafnir hans upp á síðkastið hafa gefið þessa mynd af honum og er það breyting frá upphafi stjórnarsamstarfsins, þegar málflutningur Gunnars Braga virkaði eins og hann væri skarpasta ímynd þröngsýninnar í ríkisstjórninni.
02.okt. 2015 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Dönsk ferðaskrifstofa hvetur foreldra til að kaupa kynlífsferðir fyrir börn sín: Myndband

Danska ferðaskrifstofan Spies fer nú nýstárlegar leiðir í markaðssetningu og hvetur danska foreldra til að kaupa kynlífsferðir handa börnum sínum. Auglýsingaherferðin hefur vakið mikla athygli og sitt sýnist hverjum um hana.
02.okt. 2015 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Vill öðlast eilíft líf: Sprautaði 3,5 milljón ára gamalli bakteríu í líkama sinn

Í gegnum söguna hafa menn leitað að uppskriftinni að eilífu lífi og nú telja rússneskir vísindamenn sig vera komna nær því að finna leiðina að eilífu lífi en nokkru sinni áður. Þeir fundu bakteríu, sem nefnist Bacillus F, í sífrera í Síberíu og hefur bakterían haldið sér lifandi í sífreranum í milljónir ára.
02.okt. 2015 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Árásarmaðurinn í Oregon var 26 ára: Spurði fólk um trúarbrögð þess og skaut síðan

Maðurinn sem skaut 10 til bana í framhaldsskóla í Roseburg í Oregon í Bandaríkjunum í gær hét Chris Harper Mercer og var 26 ára. Þetta segja margir bandarískir fjölmiðlar og skýra einnig frá því að Mercer hafi spurt fólk um hvaða trú það aðhylltist og síðan hafi hann skotið það.

01.okt. 2015 - 22:00

Svava endaði á spítala eftir ferð á sólbaðsstofu:„Sársaukinn var óbærilegur“

Svava Lydía Sigmundsdóttir segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við sólbaðstofu á höfuðborgarsvæðinu. Meðfylgjandi ljósmynd segir hún að hafi verið tekin af sér fyrir þremur vikum síðan, þar sem hún sé með annars stigs bruna víða um líkamann. Brunann segist hún hafa fengið vegna ljósabekks. Svava segist hafa það eftir starfsmanni stofunnar að styrkleiki peranna sé yfir löglegum mörkum.
01.okt. 2015 - 21:00

Hanna Birna gefur ekki kost á sér sem varaformaður

Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sendi flokksmönnum rétt í þessu bréf þar sem hún lýsir því að hún hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér sem varaformaður á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
01.okt. 2015 - 20:00 Kristján Kristjánsson

Of mikið hreinlæti í kringum ungabörn getur valdið því að þau fá astma

Vísindamenn við B.C. barnasjúkrahúsið í Kanada hafa rannsakað hvers vegna svo mörg börn koma á sjúkrahúsið vegna astma en engin annar sjúkdómur orsakar fleiri komur barna á sjúkrahúsið. Niðurstaða þeirra er að of mikið hreinlæti á heimilum barnanna valdi því hugsanlega að þau fái astma.
01.okt. 2015 - 18:28 Kristján Kristjánsson

Minnst 10 skotnir til bana í framhaldsskóla í Bandaríkjunum og 20 særðir

Bandarískir fjölmiðlar segja að minnst 10 hafi verið skotnir til bana í Umpqua Community College í Roseburg í Oregon ríki. CNN segir að fyrstu upplýsingar bendi til að minnsta kosti 10 hafi verið skotnir til bana og að minnsta kosti 20 séu særðir.
01.okt. 2015 - 16:44

Hættustig vegna Skaftárhlaups: Hlaupið eitt það stærsta sem komið hefur úr Skaftárkötlum

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsir yfir hættustigi vegna kröftugs hlaups úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli.  Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur hlaupið aukist hraðar en sést hefur í fyrri hlaupum. Veðurfar undafarinna daga með mikilli úrkomu veldur aukinni óvissu um áhrifasvæði flóðsins.  Hlaupið getur komið fram undan Tungnaárjökli, Skaftárjökli í Skaftá eða undan Síðujökli í Hverfisfljót. 
01.okt. 2015 - 16:20

Skipstrand við Kiðey

Björgunarsveitir á Snæfellsnesi hafa verið kallaðar út vegna 62 tonna stálskips sem strandað er við Kiðey, um 6,5 km vestur af Stykkishólmi. Þrír menn eru um borð en sem stendur er ekki talið að skipverjar séu í hættu. 
01.okt. 2015 - 15:00 Kristján Kristjánsson

Mikil reiði vegna hælisumsóknar þriggja hermanna sem gerðust sekir um kynferðisbrot

Mál þriggja líbanskra hermanna, sem hafa sótt um hæli í Bretlandi, hefur vakið töluverða reiði en mennirnir voru allir dæmdir fyrir kynferðisbrot í Bretlandi á meðan þeir voru í þjálfun hjá breska hernum. Lögmaður eins fórnarlambs þeirra segir að það sé algjörlega óásættanlegt að mennirnir fái hæli og að umsókn þeirra bæti við þann skaða sem konurnar urðu fyrir af þeirra hálfu.
01.okt. 2015 - 13:17

Stjórnarformaður Orkusjóðs veitti bróður sínum styrk upp á tæpar 5 milljónir

Nýsköpunarmiðstöð Íslands fékk tvo styrki úr Orkusjóði og námu þeir um fimm milljónum króna. Stjórnarformaður Orkustofnunar, Árni Sigfússon, vék ekki sæti við styrkúthlutanirnar en bróðir hans, Þorsteinn Ingi Sigfússon, er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar. Styrkveitingarnar hafa verið kærðar.
01.okt. 2015 - 12:00 Kristján Kristjánsson

Ótrúleg afleiðing af skorti á leiguhúsnæði: Reynt að leigja skáp undir stiga út sem herbergi

Oft er rætt um mikinn skort á leiguhúsnæði og dýrt leiguhúsnæði og margir leigjendur standa frammi fyrir erfiðleikum með að finna sér húsnæði. Það urðu því væntanlega margir glaðir þegar þeir sáu auglýsingu um herbergi, búið húsgögnum, til leigu.
01.okt. 2015 - 11:45

Vestfirðir kemur aftur út: Kristinn H. Gunnarsson áfram ritstjóri

Blaðið Vestfirðir kemur aftur út í dag eftir tveggja mánaða hlé vegna eigendaskipta. Það mun koma út aðra hverja viku eins og áður var og blaðið á morgun verður 15. tbl ársins.
01.okt. 2015 - 11:05 Kristján Kristjánsson

Þess vegna öskra konur þegar þær stunda kynlíf: Frábær frammistaða karlanna er ekki ástæðan!

Sumar konur hafa mjög hátt þegar þær stunda kynlíf, mjög hátt! Ef þú hefur ekki upplifað hávært kynlíf af eigin raun fram að þessu þá eru samt líkur á að þú hafi heyrt til nágranna eða annarra stunda hávært kynlíf. En af hverju öskra sumar konur þegar þær fá fullnægingu?
01.okt. 2015 - 10:04

Skúli Mogensen: Gætum tapað 200 milljörðum – Byggja verður upp á Keflavíkurflugvelli

Ísland gæti orðið af 100 til 200 milljörðum króna á næstu árum vegna seinagangs við uppbyggingu nýs alþjóðaflugvallar. Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli er sprungin og ljóst er að frá og með árunum 2017/2018 neyðast flugrekendur til að draga verulega úr vexti sínum, einfaldlega vegna þess að flugvöllurinn getur ekki tekið á móti fleiri farþegum.
01.okt. 2015 - 09:45

Cristiano Ronaldo rauf 500 marka múrinn - ótrúleg tölfræði hjá stórstjörnu Real Madrid

Cristiano Ronaldo skoraði sitt 500. mark á ferlinum í gær í Meistaradeildarleik gegn sænska liðinu Malmö þar sem íslenskir landsliðsvarnarmaðurinn Kári Árnason leikur. Ronaldo skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri og hefur hann nú skorað 501 mark á ferlinum.
01.okt. 2015 - 09:00

David West „fórnaði“ 1,3 milljörðum kr. í þeirri von að ná NBA meistaratitli

David West er ekki þekktasti körfuboltamaður veraldar en Bandaríkjamaðurinn hefur leikið í 13 tímabil í sterkustu deild heims, NBA-deildinni. West hefur vakið gríðarlega athygli að undanförnu fyrir þá ákvörðun að „fórna“ 1,3 milljarða kr. samningi og skrifa þess í stað undir samning hjá San Antonio Spurs þar sem hann fær 200 milljónir kr. í tekjur.
01.okt. 2015 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Anders Behring Breivik hótar að svelta sig í hel: Honum verður leyft að gera það

Hægriöfgamaðurinn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur lýst því yfir í opnu bréfi að hann muni hefja hungurverkfall til að mótmæla breytingum í fangelsinu í Skien, þar sem hann afplánar dóm sinn. Lögmaður hans segir að í bréfinu komi fram að Breivik muni svelta sig til bana því hann geti ekki lengur búið við þær aðstæður sem eru í fangelsinu. Ef Breivik hefur hungurverkfall verður ekki gripið inn í það og honum verður leyft að svelta sig til bana.
01.okt. 2015 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Er þetta elsti flóttamaður heims? Sagður vera 110 ára og hefur nú sótt um hæli í Þýskalandi

Abdul Qadir Azizi, sem er sagður vera 110 ára, hefur sótt um hæli í Þýskalandi og er ekki ósennilegt að hann sé elsti flóttamaður heims ef uppgefinn aldur hans reynist vera réttur. Hann er bæði blindur og heyrnarlaus en tókst að komast til Þýskalands frá Afganistan með fjölskyldu sinni.
01.okt. 2015 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Hætt við aftöku í Oklahoma á síðustu stundu: Var Richard Glossip ranglega dæmdur til dauða?

Í gær átti að taka Richard Glossip, 52 ára, af lífi í Oklahoma en á síðustu stundu frestaði ríkisstjóri Oklahoma, Mary Fallin, aftökunni vegna þess að ekki hafði fengist heimild til að nota eitt þeirra lyfja sem átti að nota við aftökuna. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafði skömmu áður hafnað því að fresta aftökunni. Glossip hafði þá undirbúið sig undir sína hinstu stund og meðal annars snætt það sem hann hélt verða sína síðustu máltíð.
30.sep. 2015 - 21:30 Eyjan

Eitthvað mikið að ef stjórnvöld styrkja þá sem ástunda dýraníð

„Þetta er svo sannarlega ekki til að efla trú á svínarækt eða svínabændum. Þetta er mjög slæmt að þetta skuli vera staðan og henni hefur verið lýst,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands um afleitan aðbúnað svína á íslenskum svínabúum.
30.sep. 2015 - 21:00

Tara: „Enginn á að ganga í gegnum þessa byrði einn”

„Saga mín er einlæg beiðni til þín að opna umræðuna um andlega sjúkdóma og að auka skilninginn.” Þetta segir Tara Ösp Tjörvarsdóttir, margmiðlunarhönnuður, sem hefur glímt við þunglyndi frá unglingsaldri.
30.sep. 2015 - 20:21

3.647 bílar seldir undir Volkswagen hneykslið

Alls snertir Volkswagen hneykslið 3.647 bíla á Íslandi. Hekla, umboðsaðili Volkswagen á Íslandi, ætlar að bæta losunarbúnað bílanna. Bandarískir eftirlitsaðilar flettu ofan af umfangsmiklum svikum Volkswagensem fólst í stuttu máli að útblástur díselvéla var margfalt meiri en gefið var upp. Sérstökum hugbúnaði var komið fyrir í bílana til að villa um fyrir eftirlitsaðilum.

30.sep. 2015 - 19:30

Féll eftir 20 ára edrúmennsku: „Hver og einn þarf að finna hvað virkar og viðheldur bata“

„Ég lifði mjög hátt á þessum tíma, fór snemma að starfa við fjölmiðla og það var mikið skemmtanalíf í kringum það. Þegar maður er farinn að skandalisera og hefur ekki lengur stjórn þá hefur maður þetta val,“ segir segir athafnakonan og kvikmyndaframleiðandinn Margrét Hrafnsdóttir en hún var 24 ára þegar hún fór í meðferð við áfengisvanda.
30.sep. 2015 - 17:30

Björn Valur: Málflutningur Guðlaugs Þórs hlægilegur

Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, segir málflutning Guðlaugs Þórs Þórðarson, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, hlægilegan í ljósi sögunnar og eðlis Sjálfstæðisflokksins. Björn Valur vísar þar til orða Guðlaugs um að það sé bruðl hjá hinum opinbera að bjóða ekki út og að skera ætti niður fjárframlög til stofnana og ráðuneyta sem ekki nýta útboð í rekstri sínum. Skrifar Björn þetta í samhengi við fréttir af því að ráðgjafafyrirtækið LC Ráðgjöf ehf, sem er í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksin, hafi fengið greiddar 28,8 milljónir króna fyrir tvö aðskilin verkefni, annars vegar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og hins vegar fyrir atvinnuvegaráðuneytið.
30.sep. 2015 - 16:30 Kristján Kristjánsson

Aðdáendur Manchester United og Chelsea eru þeir ófríðustu

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá eru aðdáendur Manchester United og Chelsea þeir ófríðustu af stuðningsmönnum liða í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
30.sep. 2015 - 15:25

Streymi úr Eystri-Skaftárkatli eykst hratt

Eystri Skaftárketill heldur áfram að síga með vaxandi hraða sem bendir til þess að streymi úr katlinum aukist nú hratt. Sigið í katlinum er nú orðið meira en 11 metrar sem er þó aðeins um 10 prósent af heildarsiginu sem von er á.
30.sep. 2015 - 15:00 Kristján Kristjánsson

Lést eftir 47 ára dvöl á sömu sjúkrastofunni: „Var eins og einn af starfsmönnunum“

1968 kom Abdullah Kozan á Muradiye sjúkrahúsið í tyrknesku borginni Bursa og leitaði aðstoðar lækna. Hann þjáðist af miklum höfuðverk auk asma og sykursýki. Hann var lagður inn og dvaldi á sömu sjúkrastofunni í 47 ár eða þar til hann lést nýlega. Hann var margoft útskrifaður en var alltaf lagður strax inn aftur og dvaldi alltaf á sömu sjúkrastofunni.
30.sep. 2015 - 18:30

Almenningur þarf að sjá ávinninginn til að vilja takast á við loftslagsvandann

Mynd: Gettyimages Síðastliðin 30 ár hafa vísindamenn hamrað á því að jarðarbúar þurfi að hugsa sinn gang þegar kemur að loftslagsmálum, með misjöfnum árangri. Nýleg alþjóðleg rannsókn sýnir að fólk er mun líklegra til að grípa til aðgerða í loftslagsmálum ef það sér einhvern ávinning af því umfram bætt loftslag.
30.sep. 2015 - 22:00

Telma Sif: „Þessi orð geta sært ótrúlega mikið “

„Flogaveiki getur verið lífshættuleg svo það er ekkert grín að segja: Vá fáðu ekki flog, segir Telma Sif Guðmundsdóttir í viðtali við Bleikt en hún er ósátt með orðnotkun í athugasemdum á netinu. Telma Sif er 22 ára gömul en fjögurra ára sonur hennar Alexander Már varð fyrir súrefnisskorti í fæðingu. Hann er meðal annars greindur með flogaveiki og CP sem er þroska- og hreyfihömlun.
30.sep. 2015 - 13:30 Kristján Kristjánsson

Tekinn grunaður um ölvun við akstur í 39. sinn

Þegar lögreglumenn handtóku 58 ára karlmann á sunnudaginn, grunaðan um ölvun við akstur, kom kannski ekki á óvart að það var maður sem er sérstaklega vel þekktur hjá lögreglunni því henni telst til að þetta hafi verið í 39. sinn sem maðurinn var handtekinn grunaður um ölvun við akstur. Maðurinn var í framhaldinu úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.
30.sep. 2015 - 12:00

Segja stjórnendur Menntaskólans við Sund ekki hafa brotið á nemendum

Menntamálaráðuneytið telur að stjórnendur Menntaskólans við Sund hafi ekki brotið á nemendum sem uppvísir voru að svindli á stúdentsprófi í þýsku. Pressan greindi frá málinu í vor. Nemendur voru ósáttir við ógildingu próflausna og kærðu ákvörðun MS til menntamálaráðuneytisins.

30.sep. 2015 - 11:00 Kristján Kristjánsson

Var pyntuð í átta klukkustundir af 'vinum': Hélt að þeir myndu drepa hana

Summer var óþekkjanleg eftir barsmíðarnar. 17 ára stúlka gekk í gegnum sannkallaðan hrylling þegar hún heimsótti þrjár manneskjur sem hún taldi til vina sinna. Fólkið, sem er um tvítugt, hélt henni fanginni, pyntaði hana og niðurlægði í átta klukkustundir.
30.sep. 2015 - 10:00

Útlendingastofnun klúðrar málunum – Börn hælisleitenda fá ekki skólavist

Börn hælisleitenda fá ekki skólavist í Reykjavík. Ástæðan er sú að Útlendingastofnun hefur ekki sótt um skólavist fyrir þau, þrátt fyrir að börnin eigi skýlausa kröfu á að mannréttindi þeirra séu virt í þeim efnum.
30.sep. 2015 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Hélt að hún hefði unnið 12 milljónir: En það hafði hún alls ekki gert

Föstudagurinn 25. september mun væntanlega aldrei líða úr minni 25 ára konu. Hún settist við tölvu sína og fór inn á netspilavíti og lagði 90 krónur undir í Mega Fortune Wheel. Síðan birtust tölur á skjánum og hún hélt að hún hefði unnið 12 milljónir en svo var ekki.
30.sep. 2015 - 08:02

Alfreð með magnað sigurmark í Meistaradeildinni gegn Arsenal

Alfreð Finnbogason lét svo sannarlega vita af sér í gær, þegar hann skoraði sigurmark gríska liðsins Olympiacos gegn Arsenal á útivelli í Meistaradeild Evrópu. Þetta var fyrsti Meistaradeildarleikur íslenska landsliðsframherjans en hann er í láni frá spænska liðinu Real Sociedad.
30.sep. 2015 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Lögreglumaður dæmdur fyrir heimilisofbeldi: Heldur starfinu af því að konan hafði verið honum ótrú

ænskur lögreglumaður lamdi eiginkonu sína fyrir framan tvö ung börn þeirra og hefur nú hlotið dóm fyrir ofbeldið. Hann var sakfelldur fyrir minniháttar líkamsárás og mun halda starfi sínu. Dómurinn yfir honum var mildaður því maðurinn hafði nýlega komist að því að eiginkonan hafði verið honum ótrú.
30.sep. 2015 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Ráðleggja fólki að draga úr neyslu á hrísgrjónum og hrískökum vegna krabbameinsvaldandis efnis í þeim

Í hrísgrjónum er svo mikið af arseniki, sem er krabbameinsvaldandi, að nú ráðleggur sænska matvælaeftirlitið foreldrum að gefa börnum ekki hrísgrjón eða hrísgrjónarétti oftar en fjórum sinnum í viku. Þá er foreldrum ráðlagt að gefa börnum ekki hrískökur.
30.sep. 2015 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Dæmd í fangelsi fyrir að stinga dæmdan barnaníðing til bana

Sarah Sands Bresk kona, Sarah Sands, hefur verið dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að stinga dæmdan barnaníðing til bana. Sands er einstæð fimm barna móðir og grét hún þegar dómur yfir henni var kveðinn upp í gær í Old Bailey í Lundúnum.
30.sep. 2015 - 00:01

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty - skemmtilegir taktar

Ljósmyndarar Getty voru að venju víðsvegar á ferðinni á helstu íþróttaviðburðum liðinnar viku. Hér er fyrir neðan eru bestu myndirnar að þeirra mati. Að venju er úrvalið fjölbreytt og tilþrifin frábær.
29.sep. 2015 - 22:00

Sádí-Arabía vill útiloka réttindi samkynhneigðra frá þróunarmarkmiðum SÞ

Leiðtogar Sádí-Arabíu berjast hart gegn því að minnst verði á réttindi samkynhneigðra í þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem slík réttindi séu andstæð íslömskum lögum
29.sep. 2015 - 21:00

Huldu fannst hún ekki eiga skilið að lifa: „Upplifði mig ósýnilega í augum samfélagsins”

Hulda og dóttir hennar Annalísa „Ef hann lét mig vera og gerði ekkert við mig þá tók ég því þannig að ég hefði gert eitthvað rangt. Þetta var orðið eðlilegur hluti af tilverunni,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir sem varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims um árabil. Ofbeldið skilaði sér meðal annars í miklu sjálfshatri. Gróft einelti af hálfu skólafélaganna í grunnskóla reyndist vera olía á eldinn en Hulda segir það umhugsunarvert að skólayfirvöld hafi ítrekað hunsað það ofbeldi sem hún varð fyrir þrátt fyrir augljós merki.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Kristjón Kormákur Guðjónsson - 24.9.2015
Stelpurnar sem „sváfu“ hjá Justin Bieber
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - 23.9.2015
Kjarni málsins gleymist: Af hverju að sniðganga ísraelskar vörur?
Ingibjörg Baldursdóttir
Ingibjörg Baldursdóttir - 29.9.2015
Barnið borðar sjálft (baby led weaning)
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 27.9.2015
Offita, væl og lögmál aðdráttaraflsins
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 24.9.2015
Íslendingar trúa á boð og bönn
Hermann Guðmundsson
Hermann Guðmundsson - 29.9.2015
Óþægilegt að loforð skuli vera efnd
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.9.2015
Sögðu Billinn og Sillinn ósatt?
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 02.10.2015
Pítsa með blómkálsbotni: UPPSKRIFT
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 03.10.2015
Hvernig skiptust skáld milli flokka?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 28.9.2015
Veljum þau hæfustu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.9.2015
Íslendingar sátu á matarkistu og sultu!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 01.10.2015
Er stórsagan dauð?
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 25.9.2015
Draumur fyrir húðina mína
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.10.2015
Hrunið þið munið
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 05.10.2015
Þessi fallegi dagur...
Fleiri pressupennar