Illugi í útlöndum


 
19.feb. 2015 - 19:20

Ógnvænlegar myndir: 70 ár frá loftárásunum á Dresden

Nú um miðjan febrúar eru rétt 70 ár frá loftárásum Breta og Bandaríkjamanna á þýsku borgina Dresden. Þessar árásir voru geysilega harðar og beitt var eldsprengjum, svo heil hverfi borgarinnar urðu nánast einn bálköstur.

18.feb. 2015 - 19:00

Svarti dauði var skæðari en talið var: Sextíu prósent létu lífið í Evrópu

Plágan sem í evrópskri sögu kallast Svarti dauði gekk yfir Evrópu árunum 1346-53. Oftast var talið að plágan hefði kostað 20-30 prósent Evrópumanna lífið, en rannsóknir í upphafi þessarar aldar benda til að mannfallið hafi verið vanmetið ansi illilega og í raun hafi dánartala verið um sextíu prósent.
09.feb. 2015 - 19:00

Einn merkasti njósnari sögunnar: Garbo hafði 27 ímyndaða njósnara í þjónustu sinni

Einn merkilegasti njósnari sögunnar var Spánverjinn Joan Pujol, sem kunnastur er undir dulnefninu Garbo. Hann fæddist í Barcelona í Katalóníu 14. febrúar árið 1912 og þegar hann var á þrítugsaldri braust út hið grimmilega borgarastríð á Spáni sem stóð 1936-39. Þar börðust meðal annarra kommúnistar og fasistar og Pujol hataðist við báða aðila.

08.feb. 2015 - 22:20

Formaður SI óviss um ESB-aðild en vill ljúka viðræðum: „Menn að meiri að ljúka verkefni sem við hófum“

Formaður Samtaka iðnaðarins segist ekki hafa gert upp hug sinn um hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Hún vill hins vegar að aðildarviðræðurnar verði kláraðar og efast jafnframt um að tillaga um viðræðuslit komi fram.
08.feb. 2015 - 21:15

Brúðurnar í Chernobyl: Nöturlegar minningar um ægilegar hörmungar

Árið 1977 var tekið í notkun nýtt kjarnorkuver í Sovétríkjunum. Það var í Úkraínu en rétt við landamærin að Hvíta-Rússlandi, sem þá voru bæði hlutar hins sovéska alríkis.
04.feb. 2015 - 18:30

Tröllvaxin fingrafarageymsla FBI: 400 þúsund spjöld bættust við á mánuði

Árið 1788 birti þýski líffærafræðingurinn Johann Christoph Andreas Mayer ritgerð um mynstrin á fingrum manna, fingraförin. Þá voru rúm 100 ár síðan læknar bæði á Ítalíu og Englandi höfðu skrifað lærðar ritgerðir um tilvist fingrafara. Mayer var hins vegar sá fyrsti á Vesturlöndum sem gerði sér grein fyrir því að fingraför hvers einstaklings væru einstök og ólík öllum öðrum.
02.feb. 2015 - 17:30

Helgi Hrafn í smiðju Catós: „Að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði“

Á dögunum var vakin athygli  á því að Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður pírata endar allar ræður sínar í þinginu á sömu orðunum:„Að lokum legg ég til að nefndarfundir Alþingis verði hér eftir öllum opnir.“
02.feb. 2015 - 13:00

10 ástæður þess að ferðalög eru algjör tímasóun og vitleysa!

Það er við hæfi að fjalla einnig um skuggahliðar ferðalaga en við rákumst á þennan snilldarlista inn á vefsíðunni 501.com. Meðfylgjandi er semsagt þessi bráðfyndni listi sem tiltekur helstu ástæður þess að ferðalög eru bölvuð vitleysa og það sé best að hætta þeim.

31.jan. 2015 - 23:30

Dýrin í stríðinu í Úkraínu: Átakanlegar myndir

Það er ekki einungis mannfólkið sem þjáist í styrjöldum. Í þeim óvæntu og furðulegu átökum sem nú hafa brotist út í austurhluta Úkraínu hefur fjöldi dýra að sjálfsögðu lent í skotlínu stríðsaðila, ekki síður en mennirnir.
30.jan. 2015 - 19:00

Einsetumaðurinn í leðurhjúpnum: Var hann einn af böðlum kóngsins?

30. janúar árið 1649 var Karl I kóngur Englands og Skotlands dreginn á aftökustað fyrir framan Whitehall í London og hálshöggvinn. Hann brást vel og hraustlega við dauða sínum og hafði beðið um að fá að fara í tvær skyrtur þegar hann klæddi sig að morgni dagsins.
27.jan. 2015 - 19:00

Þegar sekúndubrotin skipta máli: Bráðfyndnar og fínar myndir frá Kína

Tao Liu heitir maður nokkur sem býr í borginni Haifei í Kína. Aðalstarfi hans er að lesa á vatnsmæla í borginni og það þýðir að hann er sífellt á ferðinni um stræti og torg og upplifir mannlífið í borginni í öllum sínum fjölbreytilegustu myndum.
26.jan. 2015 - 18:15

Er nú á lífi meirihluti allra manneskja sem fæðst hafa? Hve margir hafa menn verið frá upphafi?

Stundum heyrist sú fullyrðing að mannfjölgun síðustu áratugina sé svo gegndarlaus að nú sé á lífi meirihlutinn af öllum manneskjum sem séð hafi dagsins ljós frá upphafi.
18.jan. 2015 - 16:00

Dauðalest Stalíns: Þúsundir dóu vegna duttlunga harðstjórans

Þegar Jósef Stalín dó í byrjun árs 1953 grétu margir Sovétmenn, enda hafði hann verið svo lengi við stjórnvölinn að menn gátu varla ímyndað sér lífið án hans í hásætinu.
18.jan. 2015 - 10:30

Roosevelt Bandaríkjaforseti keyrði um í bíl Al Capone

Bófinn Al Capone var víðfrægur á bannárunum í Bandaríkjunum, en hann rak umfangsmikla sprúttsölu og hafði gífurleg umsvif, einkum á árunum 1925-1930.
17.jan. 2015 - 15:30

Frönsk stjórnvöld voru fyrstu terroristarnir

Hryðjuverkamenn, eða terroristar eins og þeir eru kallaðir á flestum erlendum tungumálum, hafa verið býsna áberandi í veröldinni að undanförnu. Yfirleitt er orðið notað um fremur fámenna hópa, oft óbreytta borgara, sem hefja árásir úr launsátri á margvísleg skotmörk, oftast til að vekja athygli á eða vinna fylgi einhverjum tilteknum málstað, eða hreinlega til að skjóta íbúum og/eða yfirvöldum á tilteknum stað skelk í bringu.
11.jan. 2015 - 21:00

Hver sagði: „Ég fyrirlít skoðanir þínar en ég skal verja til dauðans rétt þinn til að tjá þær.“

Í kjölfar hryðjuverksins í París hafa ýmsir rifjað upp alkunnug orð sem flestir orða svo:„Ég fyrirlít skoðanir þínar en ég skal verja til dauðans rétt þinn til að tjá þær.“ Og þá yfirleitt í merkingunni að þó þeir hafi kannski ekki talið að allt sem blaðið Charlie Hebdo birti hafi verið smekklegt, þá megi þó ekki á nokkurn hátt amast við tjáningarfrelsinu.

07.jan. 2015 - 19:00

Glannar í Eiffelturninum: Ekki fyrir lofthrædda

Allir þekkja líklega ljósmynd Marc Riboud af málaranum sem stendur glaðbeittur í Eiffel-turninum í París og virðist mála alveg áhyggjulaus.
02.jan. 2015 - 19:25

Bandarísku dátarnir fengu orður fyrir fjöldamorðið við Wounded Knee

Þann 29. desember 1890, eða fyrir réttum 124 árum, voru bandarískir hermenn að smala saman hópi Indíána þar sem heitir Wounded Knee á ensku en Čhaŋkpé Ópi Wakpála á máli Lakota-ættbálksins, sem heyrði undir Síux-þjóðina. Heiti staðarins má kalla Sárahné á íslensku. Indíánarnir höfðu verið endanlega sigraðir nokkru áður og nú átti að senda þá á verndarsvæði þar sem þeir áttu að hírast.
01.jan. 2015 - 14:00

Firringin var algjör: Kjarnorkusprengjunum fagnað með rjómatertum

Bandaríkjamenn sprengdu fyrstu kjarnorkusprengjurnar yfir Hírósjíma og Nagasakí í ágúst 1945. Mannfall varð ægilegt og öllum mátti vera ljóst að þarna var komið til sögunnar svo hræðilegt vopn að jafnvel framtíð alls mannkynsins var í húfi.
31.des. 2014 - 20:38

Stærsta ráneðlan: Með ægilegan krókódílskjaft og tveim metrum lengri en tyrannosaurus

Flestir þekkja hina risavöxnu ráneðlu tyrannosaurus rex, þó ekki væri nema úr bíómyndunum um Júragarðinn. Tyrannosaurus var líka sjón að sjá, vísindamenn telja að eðlan hafi náð allt að 13 metra lengd og verið fjórir metrar upp að mjöðmum. Þyngstu dýrin sem vitað er um hafa verið allt að sjö tonnum að þyngd.
28.des. 2014 - 17:30

Ljón norðursins horfir til Þýskalands: 30 ára stríðið og sænski kóngurinn

Nafni hans og sonarsonur Gústaf II Adolf varð kóngur innan við tvítugt árið 1611 og þurfti að standa í heilmiklum styrjöldum fyrsta hálfan annan áratug stjórnartíðar sinnar. Andstæðingarnir voru Danir, Rússar, Pólverjar og fleiri og Gústaf gekk æ því betur í hernaði eftir því sem árin liðu.
27.des. 2014 - 18:30

Er nasistar hernámu Minsk: Samverkamenn og skæruliðar

Þegar Þjóðverjar gerðu innrás í Sovétríkin í júní 1941 náðu þeir borginni Minsk í Hvíta-Rússlandi tiltölulega fyrirhafnarlítið. Þeir sátu svo í borginni í þrjú ár eða þangað til Rauði herinn rak þá þaðan brott snemma árs 1944.
25.des. 2014 - 22:30

Horfinn heimur: Stórfallegar gamlar myndir af Indíánabörnum

Á ofanverðri 19. öld knésettu Bandaríkjamenn endanlega þjóðir frumbyggja á því víðáttumikla landsvæði sem þeir köstuðu eign sinni á. Er af því löng og ófögur saga hvernig frumbyggjarnir („Indíánarnir“) voru hraktir burt af lendum sínum, sviptir lífsviðurværi sínu, undirokaðir, smáðir og drepnir.
12.des. 2014 - 19:00

Drottningin af Níagara-fossum lifði af með kettling sinn

Á seinni hluta nítjándu aldar fóru Níagara-fossarnir á landamerkjum Bandaríkjanna og Kanada að vekja æ meiri eftirtekt þeirra sem vildu reyna sig við ýmsar þrautir og mannraunir.
09.des. 2014 - 21:00

Áður en Marilyn varð Monroe: Hér er Norma Jean

Marilyn Monroe væri 88 ára ef hún væri enn á lífi, en hún dó sem kunnugt er aðeins 36 ára gömul árið 1962. Hún var þá einhver frægasta manneskja á jörðinni, og hefur haldið stöðu sinni ótrúlega vel uppi á stjörnuhimninum.
02.des. 2014 - 21:40

Fyrsta vöðvafjallið með fíkjublað eitt til að skýla sér

Þann 14. október 1925 lést á heimili sínu í London 58 ára gamall maður að nafni Eugen Sandow. Þótt núorðið sé nafn hans ekki á allra vörum var hann í þá daga í hópi brautryðjenda og víðfrægur, að minnsta kosti á Vesturlöndum.
25.nóv. 2014 - 19:00

Mögnuð myndasería frá Rússlandi: Persónur Dostoévskís stíga fram

Ekki efast ég um að tryggir lesendur síðu þessarar hafa flestallir lesið sér til gagns og gamans rússneskar bókmenntir af ofanverðri 19. öld og kannski eitthvað fram á þá tuttugustu. Engir lýstu þá rússnesku alþýðufólki af meiri nákvæmni og natni en þeir Dostoévskí og Gorkí, og svo vill til að um svipað leyti og ferli hins fyrrnefnda var að ljúka en ferill hins síðarnefnda að hefjast, þá voru ljósmyndarar á ferð um stræti Pétursborgar og tóku myndir af einmitt því alþýðufólki sem varð þessum miklu rithöfundum að yrkisefni.
21.nóv. 2014 - 18:30

Glæpakettir í Rússlandi færa föngum smyglvarning og dóp

Nýlega komst um alvarlega smygltilraun í fangelsi í borginni Ukhta í Rússlandi. Borgin er norðarlega og þar hafa löngum verið fangabúðir, til dæmis á dögum Stalíns. Olíulindir höfðu fundist í Ukhta og yfirvöld settu þar upp þrælkunarbúðir til að byggja upp olíuvinnsluna og þjónustu við hana.
19.nóv. 2014 - 18:49

Hin raunverulegu Sovétríki: Myndir af þeim sem ekki brostu

Sovétríkin voru stofnuð eftir að kommúnistar rændu völdum í Rússlandi í fyrri heimsstyrjöldinni og áttu verða sæluríki alþýðunnar. Yfirvöld héldu á loft þeirri glansmynd að í Sovétríkjunum marseruðu allir í takt, hamingjusamir, starfsglaðir og bjartsýnir. En auðvitað var hin þóttmikla alþýðuparadís blekking. Ekki var nóg með að yfirvöld stæðu fyrir kúgun og ófrelsi, heldur var lífsgleðin ekkert frekar við völd í Sovétríkjunum en annars staðar – þvert oní plaköt og áróðursmyndir stjórnvalda af brosandi fólki.
17.nóv. 2014 - 19:00

Fyrsta tálkvendi kvikmyndanna: Hin dularfulla og gleymda Helen Gardner

Menn fóru fyrst að taka kvikmyndir laust fyrir aldamótin 1900 og voru fljótir af nýta sér þennan nýjan miðil til að skapa bæði listaverk og hreint skemmtiefni.
15.nóv. 2014 - 09:00

Hin merka saga klósettpappírsins: Hvað var notað áður?

Fréttatíminn, sem út á föstudag, boðaði að í dag væri alþjóðlegi klósettdagurinn. Þar var um frumhlaup að ræða, því sá merki dagur mun ekki vera fyrr en 19. nóvember, en óneitanlega er það skemmtilegt uppátæki að halda upp á þennan dag.
13.nóv. 2014 - 18:45

Ólafur Ragnar hvað? Pepe II sat í embætti í 94 ár

Um daginn birtist víða á netinu yfirlit yfir þaulsætnustu þjóðhöfðingja nútímans og kom í ljós að Ólafur Ragnar Grímsson var býsna ofarlega á blaði, enda hefur hann setið í embætti forseta Íslands síðan 1996.
12.nóv. 2014 - 19:30

Hve gamall var Jesúa frá Nasaret? Var hann að nálgast fimmtugt?

Hvergi í guðspjöllum Biblíunnar er þess getið hve Jesúa frá Nasaret var gamall þegar hann var krossfestur. Eigi að síður hefur komist á sú hefð að telja hann hafa verið rétt rúmlega þrítugan. En er það endilega rétt?
08.nóv. 2014 - 21:30

Gleymdur tími: Frábærar ljósmyndir frá Bandaríkjunum fyrir 1914

Shorpy heitir ljósmyndasíða ein á netinu þar sem geymd eru ógrynnin öll af frábærum gömlum ljósmyndum, og eru flestar frá Bandaríkjunum þótt myndir frá öðrum löndum dúkki þar vissulega upp stöku sinnum. Að gamni mínu tók ég saman nokkrar myndanna þaðan frá árinu 1914, eða fyrir réttum hundrað árum.
05.nóv. 2014 - 19:30

Iðnjöfurinn sem stofnaði fyrirmyndabæ fyrir verkamenn: Forsetinn kallaði á herinn

George Pullman hét maður, iðnjöfur, fæddur í Bandaríkjunum 1831. Hann fékkst við ýmislegt um ævina en varð frægastur og ríkastur fyrir framleiðslu á svefnvögnum fyrir járnbrautarlestir. Pullman-vagnar urðu samheiti fyrir vel búna og þægilega járnbrautarvagna.
02.nóv. 2014 - 19:00

Hjá keisaranum í Kína: Verðandi geldingur spurður þrisvar hvort hann myndi sjá eftir einhverju

Við hirðir einræðiskónga hér fyrrum voru geldingar iðulega í háum embættum, ekki síst í Miðausturlöndum og Kína. Ástæðurnar voru vafalaust ýmsar. Hugmyndir manna um konungdóm fólu yfirleitt í sér að kóngurinn þurfti að eignast afkomendur til að halda við ætt sinni, en geldingar gátu það náttúrlega ekki. Því voru þeir ekki hættulegir kóngunum í þeim skilningi að þeir gætu sjálfir sest á valdastóla.
02.nóv. 2014 - 10:00

Þéttbýlasta bjarnabyggð í heimi: Frábærar myndir af rússneskum björnum

Kúril heitir stöðuvatn á Kamtsjaka-skaga austast í Síberíu. Það myndaðist við eldbrotsumbrot í tveimur hrikalegum eldgosum en óvíða eru fleiri eldfjöll en á Kamtsjaka, eins og áður hefur verið vakin athygli á hér á síðunni.

31.okt. 2014 - 17:00

Einræðisherrarnir voru dýravinir: Hitler og Mussolini með vinum sínum úr dýraríkinu

Allir vita að Adolf Hitler ein-ræðisherra Þýskalands var mikill hundavinur. Hann mat mannslíf einskis og sendi milljónir óhikað í dauðann, en honum þótti augljóslega vænt um hundana sína.
28.okt. 2014 - 18:30

Flugkappar fyrir 99 árum: Frábærar myndir af rússneska flughernum 1915

Eins og dyggir lesendur síðunnar vita hefur vefsíðan English Russia oft verið nýtt sem heimild að pistlum hér, enda bráðskemmtileg og birtir ógrynni mynda af flestum hliðum þjóðlífsins í Rússlandi og nokkrum öðrum fyrrverandi Sovétlýðveldum líka.
24.okt. 2014 - 19:00

Nasistaforingi fékk á baukinn: „Þið megið kalla mig Meyer“

Einn af helstu samverkamönnum Adolfs Hitlers frá upphafi nasistaflokksins var Hermann Göring. Hann hafði verið flugkappi í þýska hernum í fyrri heimsstyrjöld og þegar nasistar náðu völdum í Þýskalandi 1933 var Göring skipaður yfir þýska flugherinn Luftwaffe.
23.okt. 2014 - 17:45

Ótrúleg flugbrella rússnesks flugmanns: Fangelsaður fyrir fífldirfsku

4. júní 1965 var hlýr og sólríkur dagur í borginni Novosibirisk sem er, eins og nafnið gefur til kynna í Síberíu. Þá tilheyrði borgin Sovétríkjunum, nú Rússlandi. Fjöldi fólks var að hafa það huggulegt í skemmtigarði við fljótið Ob, þar á meðal nokkrir yfirmenn í flughernum ásamt fjölskyldum sínum.
14.okt. 2014 - 19:00

Mestu hrakfarir í sjóhernaði: Misstu nær allan flota sinn en sökktu engu skipi

Á 16. öld og lengi síðan voru Spánverjar eitt öflugasta sjóveldi heimsins. Þeir nutu þess að þeir þurftu að halda uppi stöðugum siglingum til nýlendna sinna í Ameríku og fengu þaðan ógrynni fjár til að smíða og búa út öflug herskip.
13.okt. 2014 - 18:30

Stríðsbjörninn Voytek tók þátt í orrustunni við Monte Cassino

Bjarndýrið Voytek er eitt frægasta dýrið sem tekið hefur þátt í stríði. Bangsinn fæddist í Íran en komst með miklum krókaleiðum til Ítalíu. Þannig var mál með vexti að þegar seinni heimsstyrjöldin hófst réðust Sovétríkin inn í Pólland, rétt á hæla þýskra nasista. Fjöldi pólskra hermanna var settur í fangabúðir í Síberíu.

12.okt. 2014 - 20:00

„Af hverju ég hata Malölu!“ Magnaður pistill eftir pakistanskan karlmann

Pistill sem pakistanski blaðamaðurinn Kunwar Khuldune Shadid birti í gær á netinu hefur vakið mikla athygli, en hann reynir þar að skýra (á kaldhæðnislegan hátt) hvernig á því stendur að fjöldi fólks í Pakistan styður EKKI hina ungu baráttukonu fyrir jafnrétti kvenna.
12.okt. 2014 - 13:00

Kattartegundir eru fleiri en þið haldið: Myndir af lítt þekktum köttum!

Fyrstu kattartegundirnar eru taldar hafa verið komnar fram í dagsljósið fyrir 25 milljónum ára. Margar tegundir hafa komið fram og síðan horfið gegnum tíðina, og þær tegundir sem við þekkjum nú á dögum eru ekki taldar sérlega gamlar.
04.okt. 2014 - 18:00

Sonur Napóleons í skuldafangelsi: Barnaólán keisarans

Eins og flestir vita – og fjallað hefur verið um í þessum dálkum – átti Napóleon Bonaparte keisari Frakklands við þá ógæfu að stríða að eignast ekki börn með sinni heittelskuðu eiginkonu Jósefínu.
04.okt. 2014 - 09:10

Eldfjöllin ótrúlegu á Kamtsjaka: Myndir, myndir!

Kamtsjaka-skaginn er allra austast í Rússlandi, rúmlega tvisvar sinnum víðáttu-meiri að flatarmáli en Ísland og landslagi og staðháttum svipar þar að ýmsu leyti til aðstæðna á Íslandi.
28.sep. 2014 - 19:00

Fullkomnasta herflugvél allra tíma fyrst notuð gegn Íslamska ríkinu

Íslamistasamtökin Íslamska ríkið, sem nú leika lausum hala í Sýrlandi og Írak, eru stundum sögð vera einhvers konar miðaldasamtök, svo forneskjuleg sé hugmyndafræði þeirra. Það er reyndar í hæsta máta umdeilanleg fullyrðing, en látum hana liggja milli hluta hér.
25.sep. 2014 - 10:00

Kóngar Íslands: Kristján II hnepptur í varðhald til æviloka af frænda sínum

Íslendingar gengu undir vald Noregskóngs á ofanverðri 13. öld eins og allir vita náttúrlega, og rétt undir lok 14. aldar fylgdi landið Noregi inn í Kalmarsambandið, sem tók svo að liðast í sundur er kom fram á 15. öld.
21.sep. 2014 - 18:00

Orrustan við Salamis: Björguðu grísku herskipin vestrænni menningu?

Þegar menn vildu vera dramatískir hér fyrrum, þá var gjarnan sagt að orrustan við Salamis hefði bjargað siðmenningu. Ef hún hefði endað öðruvísi en hún gerði, þá hefði grísk og síðan rómversk menning aldrei orðið svipur hjá sjón.