Illugi í útlöndum


 
21.júl. 2014 - 18:00

Ótrúleg auðæfi bíða í farvegi Busentofljóts

Í ágúst árið 410 eftir Krist réðust hersveitir svonefndra Vestur-Gota til atlögu við Rómaborg undir forystu leiðtoga síns Alarics. Borgin var þá ekki lengur höfuðborg Rómaveldis nema í táknrænni merkingu, keisararnir höfðu fyrst og fremst aðsetur í Konstantínópel og Ravenna á Norður-Ítalíu. Eigi að síður þótti flestum Rómverjum það skelfilegt merki um hnignun heimsveldisins að her „villimanna“ skyldi kominn alla leið að borgarmúrunum, en nokkrum áratugum fyrr hafði komist mikið rót á Evrópu þegar Húnar birtust í austurhluta álfunnar.
18.júl. 2014 - 19:00

Dýr verða menn: Uppstopparar leika lausum hala - Magnaðar myndir

Þótt menn hafi allt frá örófi leitast við að þróa aðferðir til að varðveita dýraskrokka að mestu óskemmda var það í raun ekki fyrr en á 18. öld sem það tókst, þegar menn læru að stoppa upp dýr. Fram að því höfðu flestar tilraunirnar falist í einhvers konar múmíugerð.
16.júl. 2014 - 19:00

Dularfull sprenging í sífrera Síberíu: Hvað sprengdi 80 metra holu í jörðina?

Rússneskir vísindamenn eru nú lagðir af stað norður á Jamalskaga í Síberíu til að rannsaka mjög dularfulla holu sem þar hefur myndast í jörðu á afskekktu svæði langt frá mannabyggðum. Loftmyndir af holunni náðust fyrir nokkrum dögum og þykja einstaklega dularfullar. Ljóst virðist af jarðvegi sem hefur kastast upp í kringum holuna að einhvers konar sprenging hefur orðið þarna, en orsakir hennar eru mönnum þó enn alveg huldar.
14.júl. 2014 - 22:00

Fyrstu nektarmyndir heimsins: Meira að segja nöfn myndanna of dónaleg

Yfirleitt er talið að fyrsta ljósmyndin hafi verið tekin 1826 eða 1827 af Nicéphore Niépce sem tók mynd út um gluggann á setri sínu Le Gras í Frakklandi.
07.júl. 2014 - 19:00

Vitskerti soldáninn sem drekkti kvennabúrinu sínu

Í kringum árið 1300 fór lítið tyrkneskt furstadæmi í nágrenni Konstantínópel að vaxa hröðum skrefum, enda bjó það svo vel að eignast dugmikla stjórnendur sem tóku sér soldánsnafn og hét sá fyrsti Osman. Við hann var ríkið kennt og er oftast kallað Ottómanaveldið.
05.júl. 2014 - 20:00

Óhefðbundnar lækningar: Rafböð í byrjun 20. aldar

Rafmagnsböð komust í tísku sums staðar á Vesturlöndum í upphafi 20. aldar. Þá voru þessar myndir teknar, sem hér fylgja með.
03.júl. 2014 - 22:00

Stórfenglegar myndir úr dýpsta helli heims: En hver býr þarna?

slendingar þykjast nokkuð góðir með Þríhnjúkahelli og Surtshelli. Og jú, þeir eru tilkomumiklir á sinn hátt, báðir tveir. En að koma í þessa íslensku hella er samt ekki annað en barnaleikur miðað við Kruberahellinn í Georgíu.

02.júl. 2014 - 12:00

Hvítabjörn í Himalayafjöllum: Er „snjómaðurinn hræðilegi“ fundinn?

Ný rannsókn bendir til þess að áður óþekkt bjarnartegund kunni að hafast við í Himalajafjöllum, líklega náskyld 40.000 ára gamalli hvítabjarnartegund.
01.júl. 2014 - 18:00

Grimmilegar barnafórnir Inka: Stúlkan var „fituð“ í heilt ár

Mannfórnir eru skelfilegur kafli sögunnar, en hafa verið stundaðar nánast alls staðar á einhverjum tímapunkti sögunnar. Meðal hinna andstyggilegustu eru barnafórnir Inkanna í Suður-Ameríku.
30.jún. 2014 - 19:00

Rússneski björninn er fluttur í borgina: Frábærar myndir

Björninn er tákn Rússlands og þó kannski enn frekar rússnesku þjóðarinnar. Og það er ekki að ófyrirsynju. Birnir voru afar algengir í skógunum sem teygðu sig um allt Rússland en eftir byggð jókst og skógarnir fóru að dragast saman, þá óttuðust margir að birnir kæmust brátt í útrýmingarhættu.
31.maí 2014 - 18:00

Kjósendur gátu sent óvinsæla leiðtoga í útlegð: Ættum við að taka þetta upp?

Lýðræði Vesturlanda er oftast rakið aftur til Aþenuborgar hinnar fornu – en þar var eitt elsta lýðræðissamfélag sögunnar. Vissulega var það býsna brogað lýðræði miðað við það sem við þekkjum, konur höfðu ekki kosningarétt og ekki aðkomumenn í Aþenu, sem alltaf voru fjölmargir, og þrælarnir fengu heldur ekki að kjósa.

28.maí 2014 - 21:00

Borðaðu feitan mat: Þá verðurðu betri manneskja

Margir tengja örugglega orð eins og feitt og kólestról við ofþyngd, hjartasjúkdóma og óheilbrigt líferni en undanfarið hafa vísindamenn fært rök fyrir því að hin alræmda mettaða fita sé ekki eins slæm og talið hefur verið. Nú sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar að fita og kólestról í mat draga úr árásargirni, auka félagslyndi og draga úr hræðslu.
20.maí 2014 - 08:00

Var dóttir Karls Marx myrt, eða hrakti svikull maki hana út í sjálfsmorð?

Þýski kommúnistaleiðtoginn Karl Marx varð að hrökklast frá heimalandi vegna róttækra skoðana sinna árið 1849. Hann var þá um þrítugt og settist að í London þar sem hann bjó til æviloka 1883, framan við kröpp kjör.
18.maí 2014 - 10:30

Skeggjaðar konur hafa lengi heillað og ögrað

Conchita Wurst vann Eurovision söngvakeppnina og Evrópa klappar sér nú rækilega á öxlina yfir því hversu fordómalaus og æðisleg hún sé, kortéri áður en hún ætlar að kjósa á Evrópuþingið alltof mikið af stjórnmálamönnum yst á hægri vængnum sem dufla leynt og ljóst við kynþáttahyggju.
17.maí 2014 - 18:02

Myndir frá öðrum heimi? Hippatíminn í Amsterdam 1975

Það vita allir hvað tíminn líður einkennilega. Fólk sem var á táningsaldri árið 1975 leit svo á að óratími hefði liðið frá því 1935.
17.maí 2014 - 16:30

Kevin Spacey leikur í Call of Duty

Í nýjustu stiklunni fyrir tölvuleikinn Call of Duty: Advanced Warfare má sjá leikarann Kevin Spacey fara á kostum.
12.maí 2014 - 17:20

Leikrænir tilburðir Washingtons: Geta Bandaríkin þakkað gleraugum sjálfstæði sitt?

Í mars 1783 var ögurstund í sjálfstæðisstríði Bandaríkjanna gegn Bretlandi. Íbúar í nýlendunum höfðu hafið uppreisn gegn stjórn Breta árið 1776 og á ýmsu hafði gengið í því stríði sem í hönd fór. Nú var svo komið að bandaríski herinn undir stjórn George Washingtons virtist orðinn svo öflugur að Bretar yrðu brátt að horfast í augu við að þeir gætu ekki sigrað. Samningaviðræður virtust á lokastigi.
11.maí 2014 - 21:00

Frábærar myndir af vændiskonum New Orleans voru faldar í áratugi

John Ernst Joseph Bellocq hét maður, fæddur í New Orleans í Bandaríkjunum árið 1873. Hann var af vel stæðri franskri Kreólafjölskyldu, en Kreólar voru þeir kallaðir sem áttu ættir að rekja bæði til hvítra og svartra. Bellocq gerðist ljósmyndari og var prýðilega metinn í heimaborg sinni sem slíkur en hann tók ekki síst myndir af mannvirkjum, auk portretta af fólki.
11.maí 2014 - 08:00

Myndir sem kalla fram lofthræðslu

Allir sem komið til New York undrast skýjakljúfana á staðnum, þeir eru töluvert áhrifameiri í raunveruleikanum heldur í bíómyndunum þar sem allir hafa séð þá. Og menn hljóta að hugsa, hvernig leið mönnunum sem þurftu að reisa þessi tröllháu hús flestöll á fyrri hluta 20. aldar, þegar byggingatækni var töluvert skemmra á veg komin en nú. Og menn þurftu beinlínis að hlaupa vega salt í nokkur hundruð metra hæð eftir stálbitunum sem húsin eru reist út.
04.maí 2014 - 17:30

Uppnám í Barcelona-óperunni: Mannskæðasta árás anarkista

Á ofanverðri 19. öld voru hryðjuverkamenn anarkista eða stjórnleysingja víða á kreiki bæði í Evrópu og Ameríku. Hér segir af mannskæðasta hryðjuverki þeirra.
01.maí 2014 - 18:00

Fyrsti maí á dögum Stalíns: Frábær plaköt og fagnaðarlæti

Í tilefni dagsins – og þeirra tíðinda að aðdáendur Vladimírs Pútins eru nú aftur farnir að halda skipulagðar 1. maí-göngur á Rauða torginu í Moskvu – þá birtum við hér nokkur skemmtileg 1. maí plaköt frá tímum Sovétríkjanna þegar þau voru upp á sitt „besta“ eða hitt þó heldur – sem sé á valdatíma Stalíns. Þótt fátt væri í góðu lagi í Sovétríkjunum á þeim tíma vantaði þó ekki kraftinn í plakatateiknarana.
25.apr. 2014 - 21:40

Kötturinn sem bjargaði herdeildinni

Í Krímstríðinu um miðja nítjándu sátu Bretar lengi um borgina Sevastopol á Krímskaga. Þeir höfðu ofurefli liðs, en Rússar, sem börðust innan borgarmúranna, ætluðu ekki að gefast upp.
22.apr. 2014 - 18:23

Réttað gegn nornum: „Þar sem ég er norn, þá skipa ég djöflinum …“

Þjóðleikhúsið æfir nú eitt frægasta leikrit Arthur Millers, sem á ensku heitir The Crucible, en hefur hingað til verið kallað Í deiglunni á Íslandi. Í nýrri þýðingu er það hins vegar kallað Eldraunin.
21.apr. 2014 - 18:15

Frábær uppfinning fyrir karlmenn: Öðlist óbilandi sjálfstraust á ný!

Tuttugasta öldin var í vissum skilningi öld konunnar, því þá komst sú hugmynd að konur ættu alls ekki að vera undirsátar karlmanna svo vel á legg að henni verður ekki í hel komið héðan af – þótt ýmsum þykir kannski full hægt ganga fyrir konur að öðlast fullkomið jafnrétti.
18.apr. 2014 - 13:00

Guðspjallið um eiginkonu Jesú er ófalsað!

Árið 2012 kynnti Karen L. King prófessor við guðfræðideild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum merkileg tíðindi – fundist hafði svolítill bútur af fornum papýrus sem bersýnilega hafði að geyma áður óþekkt guðspjall.
17.apr. 2014 - 19:00

Lúxus um borð í dæmdu loftskipi: Kíkið um borð í Hindenburg!

Árið 1936 tóku Þjóðverjar í notkun loftskipið Hindenburg, nýjustu kynslóð Zeppelin-loftskipanna sem þeir voru brautryðjendur í að framleiða. Margir héldu að loftskipin yrðu framtíð flutninga og samgangna í heiminum.
15.apr. 2014 - 07:45

Stórkostlegar ljósmyndir frá týndri tíð: París í upphafi 20. aldar

Eugène Atget hét maður franskur, hann fæddist 1857 í þorpi ekki allfjarri Bordeaux en fluttist ungur að árum til Parísar. Hann gerðist leikari en eftir að hafa fengið sýkingu í raddbönd varð hann að gefa frama á því sviði upp á bátinn og gerðist ljósmyndari í staðinn. Hann tók sér fyrir hendur að ljósmynda umhverfi Parísar á kerfisbundinn hátt og þykja myndir hans af götum, húsum og strætum nú ómetanlegar.
14.apr. 2014 - 19:00

Hotspur var frægasti riddari Englands: Gerði uppreisn gegn konungi sínum

Tottenham heitir fótboltafélag eitt í London og hefur aðsetur í samnefndu hverfi. En félagið heitir aukinheldur „Hotspur“ og er þar nefnt í höfuðið á einum frægasta riddara enskrar og jafnvel evrópskrar miðaldasögu, Henry „Hotspur“ Percy en hann var um tíma búsettur á svæðinu og á 19. öld fóru íþróttafélög í Tottenham-hverfinu að kenna sig við hann.
14.apr. 2014 - 09:40

Þétting byggðar komin út í öfgar: Hryllingsmyndir frá Hong Kong

Í Hong Kong í Kína hefur lengi verið verslunarstaður en eftir að Bretar hrifsuðu til sín eyjuna (sem stendur í óshólmum Perluár) og nánasta nágrenni hennar um 1840 fór þar smátt og smátt að vaxa upp heilmikil borg.
13.apr. 2014 - 10:15

Þegar Frelsisstyttan var sett saman: Tröllaukið andlit á ferð!

Þann 28. október 1886 var vígð í New York í Bandaríkjunum stytta sú sem síðan hefur verið tákn borgarinnar, Frelsisstyttan svokallaða. Hún var gjöf frá Frökkum í tilefni af 100 ára afmælis sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna 1776 en það tók tímann sinn að klára hana.

12.apr. 2014 - 09:30

Viltu örugglega sjá þessar myndir? Hver býr í augnhárunum á þér?

Líttu í spegil. Skoðaðu augun, og umhverfi augnanna. Augnhárin, og augabrúnirnar. Allt flott og fínt, er það ekki? Vel snyrt, hreinsað og óaðfinnanlegt.

01.apr. 2014 - 12:05

Rauði herinn í lit: Frábærar litmyndir úr seinni heimsstyrjöld

Síðari heimsstyrjöldin hófst fyrir Sovétmenn árið 1941 og stóð í fjögur blóðug ár. Vinir okkar á vefsíðunni English Russia hafa nú tekið saman fjölda litljósmynda frá stríðsárunum, sem óneitanlega birta okkur aðra mynd af stríðinu en við erum vön að sjá af svarthvítu myndunum sem algengastar eru frá þessum tíma. Margar þeirra eru litaðar svarthvítar myndir, en litirnir eru raunverulegir og bæta miklu við upplifunina af þeim.

31.mar. 2014 - 19:00

Spánverjar hertaka Mexíkó: Cortés lét myrða þúsundir íbúa Cholula

Þegar Spánverjar lentu á strönd Mið í byrjun 16. aldar, skömmu eftir að Kristófer Kólumbus hafði leitt þá yfir Atlantshafið, þá heyrðu þeir fljótlega fréttir af miklu ríki og auðugu sem væri inni í landi. Réðu þar hinir voldugu Aztekar og vissu ekki aura sinna tal.
30.mar. 2014 - 21:20

Nærri hundrað ára blindur herforingi leiddi hina misheppnuðu fjórðu krossferð

Í upphafi 13. aldar voru kristnir krossfarar í Vestur-Evrópu að búa sig undir að fara krossferð til Palestínu. Rétt rúmum hundrað árum fyrr hafði fyrsta krossferðin verið farin, og krossfarar höfðu þá náð Palestínu og þar á meðal Jerúsalem úr höndum múslima. Einnig hluta Sýrlands. Krossfarar mynduðu nokkur smáríki á þeim löndum sem þeir náðu, en 1187 höfðu múslimar, undir stjórn Saladíns soldáns, náð Jerúsalem að nýju.
28.mar. 2014 - 19:30

Bandarískur tundurspillir gerði árás á Roosevelt forseta

Þann 14. nóvember 1943 var gerð tundurskeytaárás á bandaríska orrustuskipið USS Iowa á Atlantshafinu. Árásin var litin sérstaklega alvarlegum augum vegna þess að um borð í Iowa var ekki minni maður en Franklin Delano Roosevelt Bandaríkjaforseti en hann var á leið til fundar við Winston Churchill og Jósef Stalín í Tehran.
21.mar. 2014 - 22:00

Skelfing í París: Þrír drengir lokaðir inni frá fæðingu

Frakkar eru nú í öngum sínum eftir að í ljós kom kom að hjón nokkur í París höfðu lokað inn þrjá unga syni sína allt frá fæðingu og vanrækt þá skelfilega.
21.mar. 2014 - 17:00

Grímuklæddir og vopnaðir menn ræna herskipum Úkraínumanna

Þegar Rússar byrjuðu að ógna Úkraínumönnum fyrir fáeinum vikum bárust fregnir af því að uppreisn hefði verið gerð um borð í flaggskipi úkraínska flotans, freigátunni Hetman Sahaidachny. Sagt var að áhöfnin hefði sameinast um að segja sig úr lögum við Úkraínu og kosið að ganga til liðs við Rússland og rússneska flotann.
19.mar. 2014 - 08:00

Ætlaði að rækta risa!

Árið 1713 varð Friedrich Wilhelm konungur Prússlands, sem þá var óðum að verða öflugast hinn þýsku ríkja og átti hálfri annarri öld síðar eftir að geta af sér þýska keisaradæmið.
18.mar. 2014 - 10:00

Læknirinn sem vildi endurlífga dauðadæmdan fanga á vegasalti

Robert Cornish hét maður sem fæddist í Bandaríkjunum 1903 og þótti snemma efnispiltur mikill. Hann lauk háskólanámi í læknisfræði 18 ára gamall og tók doktorspróf 22ja ára. Auk læknisstarfa var hann heillaður af hvers konar tækni og hafði áhuga á uppfinningum.
17.mar. 2014 - 17:30

Stórbrotin ný uppgötvun staðfestir Miklahvell: Hvað gerðist á trilljón trilljón trilljónasta parti úr sekúndu?

Í dag var kynnt ein allra merkasta uppgötvun sem gerð hefur verið lengi á sviði þeirra eðlisfræða sem snúast um innstu gerð alheimsins og tilorðningu hans.
17.mar. 2014 - 10:00

Fangar gætu setið af sér þúsund ár á átta tímum! Nýstárlegar hugmyndir um refsingar

Rebecca Roache heitir kona nokkur á Bretalandi, hún er heimspekingur og vinnur fyrir brauði sínu við háskólann í Oxford. Sérstakt áhugamál hennar virðist vera hvernig mannshugurinn vinnur, ekki síst í sambandi við skynjun hans á tíma og fortíð. Hún hefur sömuleiðis mikið velt fyrir sér hvort og þá að hve miklu leyti æskilegt er að reyna sífellt að byggja upp sjálfstraust barna, jafnvel þannig að þau fara að trúa á eigin getu sem ekki er í rauninni fyrir hendi.
16.mar. 2014 - 14:00

Saga Evrópu á 3 mínútum og 23 sekúndum

Á þessu korti má sjá sögu Evrópu síðustu þúsund árin.

15.mar. 2014 - 19:00

Myndirðu kaupa þér rússneskan ofursportbíl? Hér er Marussia!

Rússar hafa alltaf smíðað bíla en hér fyrr á tíð nutu rússneskir ekki mikils orðstírs á Vesturlöndum. Þeir þóttu ljótir og lélegir og allt var þeim fundið til foráttu. Sennilega hafa rússnesku bílarnir aldrei verið jafn slæmir og af var látið, en það var þó ljóst að þeir komust ekki í hóp bestu bíla sem framleiddir hafa verið.
15.mar. 2014 - 16:00

Ótrúlegar myndir af tröllslegum „vegg“ í Síberíu: Gert af mannahöndum?

Þar heita Shoria-fjöll í Síberíu. Þau eru eitthvað um 450 kílómetra fyrir norðan þann stað þar sem mætast landamæri Rússlands, Kazakstans, Kína og Mongólíu.

12.mar. 2014 - 21:30

Af hverju er svona erfitt að losna við lýs? Sjáiði klærnar á kvikindinu!

Þessi fræga sjálfsmynd sem tekin var á Óskarsverðlaunahátíðinni um daginn hefur vakið heilmikla athygli og ekki síst orðið til að auka vinsældir svona sjálfsmynda sem fólk tekur með símunum sínum.
11.mar. 2014 - 20:30

Sjálfsmyndir norsku þjóðhetjunnar Nansen: „Svona er ég“

Á íslenskum netmiðlum hefur fólk að undanförnu verið að skemmta sér við að reyna að finna út hver hafi tekið fyrstu „selfie“ ljósmyndina af sjálfum sér.
09.mar. 2014 - 20:00

Eini samkynhneigði Bandaríkjaforsetinn? „Fancy frænka“ í Hvíta húsinu

Oft er talið að um það bil fimm prósent fólks sé samkynhneigt, sumir hallast reyndar að því að talan sé nokkru hærri, eða allt að tíu prósentum. En sé miðað við fimm prósent, þá ættu að minnsta kosti tveir forsetar Bandaríkjanna að hafa verið samkynhneigðir, en Barack Obama er 43ði maðurinn sem gegnt hefur því embætti.
08.mar. 2014 - 16:00

1.800 ára morðgáta: Hver myrti barnið í virkinu?

Breskir glæpaþættir eru ein helsta skemmtun sjónvarpsáhorfenda á Íslandi eins og víðar, og sé eitthvað að marka þessa þætti virðast breskir bæir og sveitir vera ansi hættulegir staðir, hvarvetna eru morðingjar á kreiki.
08.mar. 2014 - 13:00

Umsátrið um Miklagarð: Klukkutíma tók að kæla tröllabyssurnar

Rómarkeisarinn Konstantínus mikli stofnaði borgina Konstantínópel við Bosporus snemma á fjórðu öld eftir Krist. Þar hafði hafði raunar áður verið grísk borg sem hét Byzantium.
05.mar. 2014 - 09:30

Fegurðin á Krímskaga: Ótrúlega fjölbreyttar myndir af umdeildu svæði

Allra augu beinast nú að Krímskaga. Vonandi verður svo ekki lengi og íbúar á skaganum geta aftur snúið aftur til sín kyrrláta lífs. En hér fylgja nokkrar myndir af landslagi og staðháttum á skaganum, fyrst af saltvatni einu á austurhluta skagans, síðan fáeinar myndir af vínekrum að vetri, þá er farið til fjalla og síðan endað í einu af ótal fornum klaustrum skagans, en sum þeirra eru byggð inn í hella sem víða má finna á skaganum.