Illugi í útlöndum


 
18.apr. 2014 - 13:00

Guðspjallið um eiginkonu Jesú er ófalsað!

Árið 2012 kynnti Karen L. King prófessor við guðfræðideild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum merkileg tíðindi – fundist hafði svolítill bútur af fornum papýrus sem bersýnilega hafði að geyma áður óþekkt guðspjall.
17.apr. 2014 - 19:00

Lúxus um borð í dæmdu loftskipi: Kíkið um borð í Hindenburg!

Árið 1936 tóku Þjóðverjar í notkun loftskipið Hindenburg, nýjustu kynslóð Zeppelin-loftskipanna sem þeir voru brautryðjendur í að framleiða. Margir héldu að loftskipin yrðu framtíð flutninga og samgangna í heiminum.
15.apr. 2014 - 07:45

Stórkostlegar ljósmyndir frá týndri tíð: París í upphafi 20. aldar

Eugène Atget hét maður franskur, hann fæddist 1857 í þorpi ekki allfjarri Bordeaux en fluttist ungur að árum til Parísar. Hann gerðist leikari en eftir að hafa fengið sýkingu í raddbönd varð hann að gefa frama á því sviði upp á bátinn og gerðist ljósmyndari í staðinn. Hann tók sér fyrir hendur að ljósmynda umhverfi Parísar á kerfisbundinn hátt og þykja myndir hans af götum, húsum og strætum nú ómetanlegar.
14.apr. 2014 - 19:00

Hotspur var frægasti riddari Englands: Gerði uppreisn gegn konungi sínum

Tottenham heitir fótboltafélag eitt í London og hefur aðsetur í samnefndu hverfi. En félagið heitir aukinheldur „Hotspur“ og er þar nefnt í höfuðið á einum frægasta riddara enskrar og jafnvel evrópskrar miðaldasögu, Henry „Hotspur“ Percy en hann var um tíma búsettur á svæðinu og á 19. öld fóru íþróttafélög í Tottenham-hverfinu að kenna sig við hann.
14.apr. 2014 - 09:40

Þétting byggðar komin út í öfgar: Hryllingsmyndir frá Hong Kong

Í Hong Kong í Kína hefur lengi verið verslunarstaður en eftir að Bretar hrifsuðu til sín eyjuna (sem stendur í óshólmum Perluár) og nánasta nágrenni hennar um 1840 fór þar smátt og smátt að vaxa upp heilmikil borg.
13.apr. 2014 - 10:15

Þegar Frelsisstyttan var sett saman: Tröllaukið andlit á ferð!

Þann 28. október 1886 var vígð í New York í Bandaríkjunum stytta sú sem síðan hefur verið tákn borgarinnar, Frelsisstyttan svokallaða. Hún var gjöf frá Frökkum í tilefni af 100 ára afmælis sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna 1776 en það tók tímann sinn að klára hana.

12.apr. 2014 - 09:30

Viltu örugglega sjá þessar myndir? Hver býr í augnhárunum á þér?

Líttu í spegil. Skoðaðu augun, og umhverfi augnanna. Augnhárin, og augabrúnirnar. Allt flott og fínt, er það ekki? Vel snyrt, hreinsað og óaðfinnanlegt.

01.apr. 2014 - 12:05

Rauði herinn í lit: Frábærar litmyndir úr seinni heimsstyrjöld

Síðari heimsstyrjöldin hófst fyrir Sovétmenn árið 1941 og stóð í fjögur blóðug ár. Vinir okkar á vefsíðunni English Russia hafa nú tekið saman fjölda litljósmynda frá stríðsárunum, sem óneitanlega birta okkur aðra mynd af stríðinu en við erum vön að sjá af svarthvítu myndunum sem algengastar eru frá þessum tíma. Margar þeirra eru litaðar svarthvítar myndir, en litirnir eru raunverulegir og bæta miklu við upplifunina af þeim.

31.mar. 2014 - 19:00

Spánverjar hertaka Mexíkó: Cortés lét myrða þúsundir íbúa Cholula

Þegar Spánverjar lentu á strönd Mið í byrjun 16. aldar, skömmu eftir að Kristófer Kólumbus hafði leitt þá yfir Atlantshafið, þá heyrðu þeir fljótlega fréttir af miklu ríki og auðugu sem væri inni í landi. Réðu þar hinir voldugu Aztekar og vissu ekki aura sinna tal.
30.mar. 2014 - 21:20

Nærri hundrað ára blindur herforingi leiddi hina misheppnuðu fjórðu krossferð

Í upphafi 13. aldar voru kristnir krossfarar í Vestur-Evrópu að búa sig undir að fara krossferð til Palestínu. Rétt rúmum hundrað árum fyrr hafði fyrsta krossferðin verið farin, og krossfarar höfðu þá náð Palestínu og þar á meðal Jerúsalem úr höndum múslima. Einnig hluta Sýrlands. Krossfarar mynduðu nokkur smáríki á þeim löndum sem þeir náðu, en 1187 höfðu múslimar, undir stjórn Saladíns soldáns, náð Jerúsalem að nýju.
28.mar. 2014 - 19:30

Bandarískur tundurspillir gerði árás á Roosevelt forseta

Þann 14. nóvember 1943 var gerð tundurskeytaárás á bandaríska orrustuskipið USS Iowa á Atlantshafinu. Árásin var litin sérstaklega alvarlegum augum vegna þess að um borð í Iowa var ekki minni maður en Franklin Delano Roosevelt Bandaríkjaforseti en hann var á leið til fundar við Winston Churchill og Jósef Stalín í Tehran.
21.mar. 2014 - 22:00

Skelfing í París: Þrír drengir lokaðir inni frá fæðingu

Frakkar eru nú í öngum sínum eftir að í ljós kom kom að hjón nokkur í París höfðu lokað inn þrjá unga syni sína allt frá fæðingu og vanrækt þá skelfilega.
21.mar. 2014 - 17:00

Grímuklæddir og vopnaðir menn ræna herskipum Úkraínumanna

Þegar Rússar byrjuðu að ógna Úkraínumönnum fyrir fáeinum vikum bárust fregnir af því að uppreisn hefði verið gerð um borð í flaggskipi úkraínska flotans, freigátunni Hetman Sahaidachny. Sagt var að áhöfnin hefði sameinast um að segja sig úr lögum við Úkraínu og kosið að ganga til liðs við Rússland og rússneska flotann.
19.mar. 2014 - 08:00

Ætlaði að rækta risa!

Árið 1713 varð Friedrich Wilhelm konungur Prússlands, sem þá var óðum að verða öflugast hinn þýsku ríkja og átti hálfri annarri öld síðar eftir að geta af sér þýska keisaradæmið.
18.mar. 2014 - 10:00

Læknirinn sem vildi endurlífga dauðadæmdan fanga á vegasalti

Robert Cornish hét maður sem fæddist í Bandaríkjunum 1903 og þótti snemma efnispiltur mikill. Hann lauk háskólanámi í læknisfræði 18 ára gamall og tók doktorspróf 22ja ára. Auk læknisstarfa var hann heillaður af hvers konar tækni og hafði áhuga á uppfinningum.
17.mar. 2014 - 17:30

Stórbrotin ný uppgötvun staðfestir Miklahvell: Hvað gerðist á trilljón trilljón trilljónasta parti úr sekúndu?

Í dag var kynnt ein allra merkasta uppgötvun sem gerð hefur verið lengi á sviði þeirra eðlisfræða sem snúast um innstu gerð alheimsins og tilorðningu hans.
17.mar. 2014 - 10:00

Fangar gætu setið af sér þúsund ár á átta tímum! Nýstárlegar hugmyndir um refsingar

Rebecca Roache heitir kona nokkur á Bretalandi, hún er heimspekingur og vinnur fyrir brauði sínu við háskólann í Oxford. Sérstakt áhugamál hennar virðist vera hvernig mannshugurinn vinnur, ekki síst í sambandi við skynjun hans á tíma og fortíð. Hún hefur sömuleiðis mikið velt fyrir sér hvort og þá að hve miklu leyti æskilegt er að reyna sífellt að byggja upp sjálfstraust barna, jafnvel þannig að þau fara að trúa á eigin getu sem ekki er í rauninni fyrir hendi.
16.mar. 2014 - 14:00

Saga Evrópu á 3 mínútum og 23 sekúndum

Á þessu korti má sjá sögu Evrópu síðustu þúsund árin.

15.mar. 2014 - 19:00

Myndirðu kaupa þér rússneskan ofursportbíl? Hér er Marussia!

Rússar hafa alltaf smíðað bíla en hér fyrr á tíð nutu rússneskir ekki mikils orðstírs á Vesturlöndum. Þeir þóttu ljótir og lélegir og allt var þeim fundið til foráttu. Sennilega hafa rússnesku bílarnir aldrei verið jafn slæmir og af var látið, en það var þó ljóst að þeir komust ekki í hóp bestu bíla sem framleiddir hafa verið.
15.mar. 2014 - 16:00

Ótrúlegar myndir af tröllslegum „vegg“ í Síberíu: Gert af mannahöndum?

Þar heita Shoria-fjöll í Síberíu. Þau eru eitthvað um 450 kílómetra fyrir norðan þann stað þar sem mætast landamæri Rússlands, Kazakstans, Kína og Mongólíu.

12.mar. 2014 - 21:30

Af hverju er svona erfitt að losna við lýs? Sjáiði klærnar á kvikindinu!

Þessi fræga sjálfsmynd sem tekin var á Óskarsverðlaunahátíðinni um daginn hefur vakið heilmikla athygli og ekki síst orðið til að auka vinsældir svona sjálfsmynda sem fólk tekur með símunum sínum.
11.mar. 2014 - 20:30

Sjálfsmyndir norsku þjóðhetjunnar Nansen: „Svona er ég“

Á íslenskum netmiðlum hefur fólk að undanförnu verið að skemmta sér við að reyna að finna út hver hafi tekið fyrstu „selfie“ ljósmyndina af sjálfum sér.
09.mar. 2014 - 20:00

Eini samkynhneigði Bandaríkjaforsetinn? „Fancy frænka“ í Hvíta húsinu

Oft er talið að um það bil fimm prósent fólks sé samkynhneigt, sumir hallast reyndar að því að talan sé nokkru hærri, eða allt að tíu prósentum. En sé miðað við fimm prósent, þá ættu að minnsta kosti tveir forsetar Bandaríkjanna að hafa verið samkynhneigðir, en Barack Obama er 43ði maðurinn sem gegnt hefur því embætti.
08.mar. 2014 - 16:00

1.800 ára morðgáta: Hver myrti barnið í virkinu?

Breskir glæpaþættir eru ein helsta skemmtun sjónvarpsáhorfenda á Íslandi eins og víðar, og sé eitthvað að marka þessa þætti virðast breskir bæir og sveitir vera ansi hættulegir staðir, hvarvetna eru morðingjar á kreiki.
08.mar. 2014 - 13:00

Umsátrið um Miklagarð: Klukkutíma tók að kæla tröllabyssurnar

Rómarkeisarinn Konstantínus mikli stofnaði borgina Konstantínópel við Bosporus snemma á fjórðu öld eftir Krist. Þar hafði hafði raunar áður verið grísk borg sem hét Byzantium.
05.mar. 2014 - 09:30

Fegurðin á Krímskaga: Ótrúlega fjölbreyttar myndir af umdeildu svæði

Allra augu beinast nú að Krímskaga. Vonandi verður svo ekki lengi og íbúar á skaganum geta aftur snúið aftur til sín kyrrláta lífs. En hér fylgja nokkrar myndir af landslagi og staðháttum á skaganum, fyrst af saltvatni einu á austurhluta skagans, síðan fáeinar myndir af vínekrum að vetri, þá er farið til fjalla og síðan endað í einu af ótal fornum klaustrum skagans, en sum þeirra eru byggð inn í hella sem víða má finna á skaganum.
04.mar. 2014 - 20:00

Krímstríðið: Kvenmannsnafnið Alma varð vinsælt í kjölfar fyrstu orrustunnar

Krímstríðið 1853-1856 snerist í grundvallaratriðum um tilraunir vesturveldanna Breta og Frakka til að sporna gegn sókn Rússa inn á lendur Tyrkjaveldis í Austur-Evrópu. Tyrkir höfðu á sínum velmektardögum náð öllum Balkanskaga og beint spjótum sínum töluvert inn á rússnesku slétturnar, en stórveldistímar Tyrkja voru nú bersýnilega á enda runnir.
02.mar. 2014 - 16:30

Rússarnir komu fyrir aðeins 230 árum: Hver er saga Krímskaga?

Nú virðist hætta á að upp úr sjóði á Krímskaga, þar sem vopnaðir menn hafa lagt undir sig þinghús og vilja greinilega að skaginn segi skilið við Úkraínu en verði hluti Rússlands.
01.mar. 2014 - 14:00

Fyrsta fólkið í Evrópu stundaði mannát og var svolítið byrjað að tala

Fyrr í mánuðinum bárust fregnir um að fótspor eftir frummenn hefðu fundist í Norfolk á Bretlandi, og voru þær túlkaðar þannig að líklega væri um að ræða elstu vitnisburði um ferðir mannsins utan æskustöðva tegundarinnar í Afríku.
22.feb. 2014 - 11:10

Úkraínumenn voru hinir fyrstu Rússar: Hafa ekki verið undir stjórn Moskvu nema um 350 ár

Blóðbaðið í Úkraínu hefur komið flestum í opna skjöldu og fróðir menn (og ýmsir aðrir) eru nú sem óðast að reyna að átta sig á hvað hafi eiginlega gerst, eða hverjar geti verið orsakirnar fyrir þessu.
16.feb. 2014 - 15:30

Hin hrjóstruga en tignarlega fegurð Kazakstans: Glæsilegar myndir!

Sumt af landslaginu sem sjá má á myndunum sem hér fylgja minnir kannski einna helst á myndir frá amerísku miðvesturríkjunum, Colorado og nágrenni, ellegar eyðimörkunum í Arizona og Nýju Mexíkó.
02.feb. 2014 - 15:00

Fáránlegar byggingaframkvæmdir Hitlers: Hótel fyrir 20.000 ferðamenn í einu er nú að mestu í rúst

Rügen er stærsta eyjan við strendur Þýskalands, tæpir 1.000 ferkílómetrar. Það þýðir til dæmis að hún samsvarar um það bil einu prósenti af Íslandi. Rügen er sem sagt ámóta stór og Reykjanesskaginn. Hún liggur út af ströndum héraðsins Pommeraníu.
02.feb. 2014 - 11:00

Drengir 10-12 þræla í vefnaðarverksmiðjum: „Dofferar“ voru kallaðir „the Devil’s Own“

Þegar vefnaðarframleiðsla var iðnvædd á 19. öld urðu á skömmum tíma til alls konar nýjar starfsgreinar. Þar á meðal var ein sem á ensku kallaðist „doffer“ en starf þeirra fólst í að hreinsa eða skipta um spindla og valsa á vélunum sem framleiddu dúka og vefnað. Þar eð ekki þurfti mikla krafta í þetta verk, heldur fyrst og fremst lipurð og skjótleika (áður en vélarnar færu af stað að nýju) voru börn, fyrst og fremst drengir, settir í störf „doffersins“.
01.feb. 2014 - 09:00

Æ, er þá ekkert að marka heimildir um Harald hárfagra?

Haraldur hárfagri var til skamms tíma talinn einn mesti örlagavaldurinn í landnámssögu Íslands, en það var lengi viðtekin söguskoðun að margir, ef ekki flestir landnámsmennirnir hefðu verið frelsiselskandi fólk úr Noregi sem vildi ekki fallast á yfirráð hans og skattheimtu yfir sér.
26.jan. 2014 - 10:30

Nótt í Kænugarði: Magnaðar myndir af mótmælum

Þær myndir sem hér fylgja eru af rússnesku vefsíðunni English Russia sem birtir á hverjum degi merkilegar og skemmtilegar myndaseríur og stuttorðar frásagnir frá Rússlandi og ýmsum hinum fyrrverandi Sovétríkjum. Myndirnar sýna magnað andrúmsloft í Kænugarði eða Kíev, höfuðborg Úkraínu, þar sem mótmælendur hafa barist við lögreglu undanfarna daga og hlaðið götuvirki.

25.jan. 2014 - 16:00

Þegar Þýskaland tók að ásælast Austurríki: Dolfuss, Hitler og Mussolini eigast við

Ljóst er orðið að ýmsir hér á landi hafa misskilið ýmislegt um þann atburð í mars 1938 þegar Þýskaland innlimaði Austurríki. Því er rétt að rifja upp atburðarásina í stuttu máli. Í nokkrar aldir var Austurríki eitt helsta stórveldi Evrópu og náði undir sig miklum lendum í Mið-Evrópu og suður á Balkanskaga.

24.jan. 2014 - 19:30

„Allir eru óhæfir“ og „Allt mun klúðrast“ – Af nokkrum lögmálum nútímans

Ætli flestir þekki ekki í reynd – en kannski ekki með nafni – hið svonefnda „lögmál Godwins“? Það hljóðar svo í einfaldri mynd: „Eftir því sem deilumál á netinu stendur lengur styttist í að einhverjum deiluaðila verði líkt við nazista eða Hitler sjálfan.“
20.jan. 2014 - 21:30

Ótrúlegar myndir úr rússneskum námum: Furðuleg form og litir í fornum hafsbotni

Rússneska vefsíðan Englishrussia hefur iðulega birt merkilegar myndaseríur úr austri, gjarnan með framandlegu og/eða tilkomumiklu landslagi. Og sú er heldur betur raunin núna, því hér má sjá afar merkilegar og óvæntar myndir úr rússneskum námum sem grafnar hafa verið niður í ævaforna sjávarbotna.
18.jan. 2014 - 10:00

Ný not fyrir Elliðaey: Kjörinn staður til að verjast hinum lifandi dauðu!

Erlenda vefsíðan Viralnova hefur nýlega uppgötvað Elliðaey við Vestmannaeyjar. Á síðunni eru birtar fallegar myndir af eyjunni og umhverfi hennar, og augljóst er að umsjónarmönnum hennar þykir mikið til koma.
13.jan. 2014 - 16:52

Fáránlegar byggingaframkvæmdir Hitlers: Hótel fyrir 20.000 ferðamenn í einu er nú að mestu í rúst

Rügen er stærsta eyjan við strendur Þýskalands, tæpir 1.000 ferkílómetrar. Það þýðir til dæmis að hún samsvarar um það bil einu prósenti af Íslandi. Rügen er sem sagt ámóta stór og Reykjanesskaginn. Hún liggur út af ströndum héraðsins Pommeraníu.
11.jan. 2014 - 17:00

Á aftökustundinni: Óhugnanlegar myndir frá Rúmeníu, Bandaríkjunum, Suður-Kóreu og Víetnam

Það er kannski rétt að vara við myndunum sem birtast hér á eftir. Þær sýna fólk nánast á dauðastundinni. En flestar hafa jú birst margsinnis áður.
06.jan. 2014 - 20:30

Ofureldgos geta skollið á hvenær sem er: Tíu ára fyrirvari verður að heimsenda

Tiltölulega skammt er síðan menn uppgötvuðu fyrirbærið „ofureldgos“ en það eru eldgos sem eru svo tröllaukin að jafnvel mestu eldgos Íslandssögunnar blikna í samanburði.
05.jan. 2014 - 17:00

Orð sem vantar í íslensku: Mamihlapinatapai, Shemomedjano, Boketto

„Ég skildi að orð er á Íslandi til / um allt, sem er hugsað á jörðu.“ Svo orti Einar Benediktsson á sínum tíma.

03.jan. 2014 - 21:15

Superman var upphaflega sköllótt illmenni sem vildi ráða öllum heiminum

Superman þekkja allir, þann goðumlíka kraftajötun sem ætíð er á vaktinni í leit að illmennum og hyski allskonar.
02.jan. 2014 - 18:00

Fríkaðasti leikvöllur í heimi?

Kaluga heitir borg ein í Rússlandi, um 150 kílómetra fyrir suðvestan Moskvu, þar eru íbúar nokkurn veginn jafn margir og allir Íslendingar. Rússar þekkja borgina best sem fæðingarstað Konstantíns Tsiolkovskys (1857-1935) en litið er á hann sem föður rússneskra geimvísinda og geimferða. Þar er mikið geimferðasafn honum til heiðurs
01.jan. 2014 - 18:30

Gamlárskvöld í Chicago 1941: Fjör á „Negro Cabaret“

Bandaríkjamönnum hafði nýlega verið rutt inn í seinni heimsstyrjöldina en á gamlárskvöld 1941 voru menn og konur þó enn að hugsa um að skemmta sér.
30.des. 2013 - 19:30

Jóhannes gullmunnur ákvað afmælisdag Jesú – og þar með jólin

Það var komið töluvert langt fram á fjórðu öld eftir Krist þegar farið var að halda upp á fæðingarhátíð Jesúa frá Nasaret. Til er merkilegt myndskreytt almanak frá árinu 354, sem búið var til í Róm, og þar er elsta vísunin til fæðingarhátíðar Jesú þann 25. desember, eða á jóladag.

30.des. 2013 - 08:00

Trúðleikara teflt gegn Nelson við Trafalgar: Lét Napóleon myrða flotaforingja sinn?

Ein frægasta sjóorrusta heims var út af Trafalgar-skaga á Suður-Spáni 21. október 1805. Þar áttust við Bretar undir stjórn Nelsons flotaforingja annars vegar, og hins vegar sameinaður floti Frakka og Spánverja undir stjórn Villenauve flotaforingja Frakka.
29.des. 2013 - 09:00

Einræðisherrann Papa Doc lét myrða HM-hetju Bandaríkjamanna

Vænta má þess að Grafarvogsbúinn Aron Jóhannsson verði í bandaríska landsliðinu í fótbolta sem keppir á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar.
23.des. 2013 - 20:00

Harðneskjulegi læknirinn reyndist vera í kvenlíkama

Árið 1865 lést á Englandi læknir einn um sjötugt sem átt hafði viðburðaríka ævi. Hann hét James Barry, var piparsveinn og átti enga fjölskyldu og því kom það í hlut hreingerningakonunnar á heimili hans að ganga frá líki hans. Og sú varð nú hissa þegar hún uppgötvaði að gamli læknirinn virtist í raun og veru vera kona.