Illugi í útlöndum


 
06.feb. 2017 - 21:30 Bleikt

Dóttir Ingibjargar hefur sofið illa frá fæðingu: "Orðin einhver skel af manneskju af svefnleysi"

Ingibjörg Eyfjörð Hólmgeirsdóttir hefur verið svefnvana síðustu sjö mánuði eftir að dóttir hennar fæddist. Litla stúlkan hefur sofið illa og bitnaði þetta á líðan Ingibjargar og eldra barni hennar sem fékk skiljanlega minni athygli þegar svo mikil orka fer í svefnvandamál hennar. Ingibjörg er bloggari á síðunni Öskubuska og sagði frá þessum erfiða tíma í einlægum pistli í dag.
30.nóv. 2015 - 19:00

Fyrstu íbúar Ameríku komu frá Evrópu: Ný rannsókn telur það sannað mál

Lengi hefur verið deilt um uppruna mannlífs í Ameríku. Löngu er ljóst orðið að fólk kom gangandi þurrum frá Asíu meðan sjávarborð var lægra en nú og Beringssund var þurrt land, en vísindamönnum hefur reynst furðu erfitt að komast að niðurstöðu um hvenær og með hvaða hætti það landnám hafi farið fram.
26.nóv. 2015 - 19:00

Háhæluðu kvenmannsskórnir voru lífshættulegt kúgunartæki

Núorðið þykir yfirleitt sjálfsagt að spariskór kvenna séu með háum hæl, og raunar þykir sumum að þeim mun sparilegri og glæsilegri séu skórnir sem hælinn er hærri.
23.nóv. 2015 - 13:30

„Forstjóri Morðs h.f.“: Eini Mafíuforinginn sem tekinn var af lífi í rafmagnsstólnum

Brosmildi maðurinn á myndinni hér til hliðar hét Louis Buchalter, yfirleitt kallaður Lepke. Hann vann sér það til frægðar að vera „forstjóri“ launmorðingjasamtaka sem í bandarískri sögu ganga undir nafninu „Morð h.f.“ eða Murder Inc.
19.nóv. 2015 - 19:00

Vitfirring kalda stríðsins: Ætluðu að gera kjarnorkuárás á tunglið!

Í október 1957 náðu Sovétmenn að senda gervihnött út í geiminn, Spútnik. Þetta var á hátindi kalda stríðsins og var mikið áfall fyrir Bandaríkjamenn. Þeir ímynduðu sér að nú myndu Sovétmenn geta ráðist á þá utan úr geimnum.
13.nóv. 2015 - 19:00

Tattúeraðar konur fyrir 100 árum: Merkilegar myndir af litríkum konum!

Vinsældir tattús á Íslandi virðast fara vaxandi, að minnsta kosti ef marka má ferðir í sundlaugarnar þar sem meira ber nú á mjög tattúeruðum karlmönnum en áður. Öllu minna virðist enn sem komið er um að konur láti tattúera sig að ráði.
12.nóv. 2015 - 18:30

Frumleg farartæki: Bandaríkjaforseti í bátabíl eða bílbáti

Á myndinni hér að neðan má sjá Lyndon Johnson Bandaríkjaforseta (1963-1969) spóka sig ásamt konu sinni og lífverði í svokölluðum Amphicar, en það var þýsk framleiðsla og voru hátt í 5.000 slíkir bílbátar – eða bátabílar – framleiddir á sjöunda áratugnum. Þessi fyrirbæri þóttu reynast furðu vel, að minnsta kosti notaði Johnson bílinn/bátinn mikið og lifði ævinlega af.
07.nóv. 2015 - 17:00

Niðurstaða rannsóknar: Trúuð börn eru illgjarnari, eigingjarnari og refsiglaðari en ótrúuð

Trúað fólk telur yfirleitt að guðstrú þess hafi góð áhrif á hugsanagang þess, og blási því í brjóst kærleika, hjálpfýsi og óeigingirni. Með öðrum orðum: Samlíðan með Ástu Sóllilju á jörðinni. Svo virðist þó alls ekki vera, samkvæmt rannsókn sem breska blaðið Guardian segir frá. Vísindamenn frá sjö háskólum gerðu könnun á kristnum og múslimskum börnum sem töldust vera trúuð, og báru saman við hóp annarra barna sem ekki voru alin upp í trú.

15.okt. 2015 - 19:00

Rosa Parks var ekki fyrst, en Claudette Colvin var of ung, ólétt og með vitlaust hár

Árið 2005 dó í Detroit í Bandaríkjunum 92ja ára gömul kona að nafni Rosa Parks. Þar vestra þekktu allir nafn hennar og fólk víðar um veröld líka. Hún var svarta konan sem hafði neitað að standa upp í strætó fyrir hvítum manni í borginni Montgomery í Alabama í desember árið 1955. Það voru þá reglur hjá strætófyrirtæki borgarinnar að svart fólk ætti ævinlega að standa upp ef hvítt fólk vantaði sess undir rassinn á sér.
12.okt. 2015 - 19:00 Illugi í útlöndum

Hin ótrúlega ætt Nerós: Í grimmd og illgirni vegur þar hver annan

Komið hefur í ljós að íslenskt menntakerfi hefur illa brugðist þeim skyldum sínum að búa dætur sínar og sonu þekkingu á ýmsum algjörum grundvallaratriðum vestrænnar menningar, eins og hvað hún hét, móðir Nerós Rómarkeisara sem hann lét raunar drepa.
11.okt. 2015 - 12:30

Hitler brjálaðist!

Nú þegar Íslendingar hafa líklega óvenju mikinn áhuga á fjallgöngum vegna kvikmyndar Baltasars um leiðangur á Everest 1996, þá má kannski rifja upp leiðangur sem þýskir fjallgöngumenn fóru á hæsta fjallið í Kákasus-fjöllum í ágúst 1942, eingöngu í þeim tilgangi að koma þar fyrir hakakrossfána.
10.okt. 2015 - 19:00

Kýrus Persakóngur fékk makleg málagjöld: Drottning drekkti höfði hans í blóði

Kýrus hét maður, persneskur að ætt og uppruna, fæddur um árið 575 fyrir Krist. Í æsku hans voru Persar frekar lítils megandi fjallaþjóð sem bjó austur af hinu mikla og rótgróna menningarsvæði Mesópótamíu, en það breyttist eftir að hann komst til vits og ára.
03.okt. 2015 - 18:00

Eru Ameríkumenn hættir að gera góðar bíómyndir: Bestu myndirnar eru hundgamlar!

Óhætt mun að segja að bandarísk kvikmyndagerð er sú áhrifamesta í heimi. Og engum blöðum er um það að fletta að amerískar myndir eru þær vinsælustu í heimi. En ætla mætti að Bandaríkjamenn væru hins vegar hættir að gera verulega góðar bíómyndir. Þá ályktun má að minnsta kosti draga af lista sem BBC bjó til með ærnu erfiði og á að sýna 100 bestu bandarísku myndrinar frá upphafi.
03.okt. 2015 - 11:00

Fjöldamorð í amerískum skólum: Versta fjöldamorðið framið 1927

Fjöldamorð í bandarískum skólum eru orðin skelfilega tíð, um það þarf ekki að orðlengja. Það virðist nánast vera orðin viðurkennd leið fyrir óánægða og bitra unga menn að fremja sjálfsmorð með því að drepa sem allra flest skólabörn eða -unglinga og falla svo í bardaga við lögreglu. Þannig telja þeir sig ná athygli og jafnvel einhvers konar virðingu eftir dauðann.
24.sep. 2015 - 19:00

Fyrrum Bretakóngur hvatti Hitler til loftárása: Hertoginn af Windsor var landráðamaður

Árið 1936 sagði Játvarður VIII Bretakóngur af sér embætti af því honum hafði þá verið gert ljóst að bresk stjórnvöld myndu ekki sætta sig við að hann gengi að eiga konuna sem hann elskaði, hina fráskildu Wallis Simpson frá Bandaríkjunum.
21.sep. 2015 - 19:00

Stórbrotnar hugmyndir: Ný heimsálfa, stækkun Evrópu, innhöf í Afríku

Herman Sörgel hét maður. Hann var þýskur arkitekt, fæddur 1885. Faðir hans var brautryðjandi í hönnun og smíði vatnsaflsvirkjana í Bæjaralandi.
15.sep. 2015 - 18:00

Sovétríkin fyrir 60 árum: Frábærar myndir af konum í ríki kommúnismans

Ogonyok hét tímarit í Sovétríkjunum sem birti mikið af ljósmyndum, og svipaði raunar mest til bandaríska tímaritsins LIFE, sem margir þekkja.
14.sep. 2015 - 19:00

Ef ofurhetjurnar hefðu verið uppi um 1600: Batman og Superman fyrri tíma

Menn gera sér ýmislegt til dundurs. Umsjónarmaður síðunnar rakst í morgun á myndaseríu sem franski ljósmyndarinn Sacha Goldberger lagði heilmikla vinnu í að búa til ljósmyndir af helstu ofurhetjum 20. aldarinnar eins og þær hefðu eflaust litið út ef þær hefðu verið uppi um árið 1600. Elstu myndirnar munu vera frá síðasta ári en Goldberger er enn að og virðist hafa birt þær nýjustu fyrir mjög skömmu síðan. Í trausti þess að þær hafi hingað til farið framhjá fleirum en einungis mér, þá birti ég nokkrar þeirra hér.
09.sep. 2015 - 19:00

Elísabet hefur setið lengst allra, en hverjir eru næstir?

Bretar fagna því í dag að nú seinnipartinn mun Elísabet II drottning slá met langalangömmu sinnar á listanum yfir þaulsætnustu þjóðhöfðingja Bretlandseyja. Viktoría varð drottning 20. júní 1837 og sat í hásætinu fram á sitt dánardægur 22. janúar 1901.
07.sep. 2015 - 19:00

Mesta Samúræjahetjan hikaði ekki við að drepa föður sinn

Á sextándu öld var tími Samúræjanna í blóma í Japan. Einn valdamesti lénsherrann var Date Masamune sem réði ríkjum í Tohuku-héraði í landinu norðanverðu
04.sep. 2015 - 19:00

Gleymdur tékkneskur herforingi fann upp skriðdrekann

Núorðið þekkja líklega fáir nema Tékkar og svo sérfræðingar í miðaldasögu Mið-Evrópu mikið til tékkneska herforingjans Jan Zizka, en sannleikurinn er sá að hann var einn af merkustu hershöfðingjum síns tíma, og ekki aðeins harður í horn að taka á vígvellinum, heldur má segja að hann hafi líka fundið upp eitt það vígtól sem náði svo ekki að verða fullkomnað fyrr en nærri 500 árum seinna – en það er skriðdrekinn.
01.sep. 2015 - 19:00

Bretar hefðu getað orðið fyrstir út í geim: Voru áratug á undan öðrum

Í apríl 1961 varð Sovétmaðurinn Júrí Gagarín fyrsti maðurinn til að fara út í geim í Vostok-geimfari sínu. Þrem vikum síðar varð Bandaríkjamaðurinn Alan Shepard númer tvö. Þar með hófst kapphlaupið um geiminn, sem varð hluti af kalda stríðinu og ná hámarki sínu þegar Bandaríkjamenn lentu á tunglinu 1969.
31.ágú. 2015 - 18:45

Dularfullir steinhringir á Bretlandi: Ennþá eldri en Stonehenge

Einn mesti leyndardómur sögunnar er hverjir reistu hnullungahringinn Stonehenge á Bretlandi. Talið er að þeir miklu klettar hafi verið dregnir til Stonehenge, höggnir til og reistir upp fyrir allt að 5.000 árum. Til hefur þurft mjög umtalsverða verkkunnáttu og þekkingu á stjörnufræði líka, því augljóst þykir að steinanir hafi gegnt einhverju táknfræðilegu hlutverki sem hlýtur að hafa byggst á gangi himintunglanna.
29.ágú. 2015 - 15:30

Lúxusbíll Stalíns: Zil-límúsínurnar eru enn framleiddar

Stundum er hálf óþægilegt að komast að því að helstu illmenni sögunnar eiga sér oftar en ekki ósköp mannlegar og kunnuglegar hliðar. Jósef Stalín einræðisherra Sovétríkjanna var samviskulaus grimmdarseggur sem hikaði ekki við að senda tugmilljónir manna í dauðann, beint og óbeint.

28.ágú. 2015 - 19:00

Skelfingar stríðsins: Myndir óbreyttra dáta úr síðari heimsstyrjöld

Fyrir skemmstu birtust á vefsíðunni Argunners mjög áhrifaríkar ljósmyndir sem teknar voru á tveimur síðustu misserum síðari heimsstyrjaldar í Evrópu. Síðan er bandarísk og birtir greinar og myndir um styrjaldarsögu. Myndirnar, sem nú birtust, voru úr einkasafni hershöfðingjans Charles Day Palmers sem lést árið 1999, 97 ára að aldri. Hann hafði stýrt bandarískum hersveitum sem tóku þátt í innrásinni í Normandy í júní 1944 og hröktu svo hersveitir Þjóðverja á flótta allt þar til Þýskaland gafst loks upp í byrjun maí 1945.
26.ágú. 2015 - 19:00

Hégómagirnd drottningar: Elísabet I var í fjóra tíma að punta sig

Elísabet I Englandsdrottning er einn merkasti þjóðhöfðingi fyrri tíma. Faðir hennar Hinrik VIII vildi flest til vinna að eignast son sem arftaka, og umbylti kirkjuskipan Englendinga í því skyni – sem hafði ósmáar afleiðingar í för með sér og flestar hörmulegar.
23.ágú. 2015 - 22:00

Fyrsta fegurðardrottning sögunnar: Georgíana Seymour hertogafrú af Somerset

Í sögu fegurðarsamkeppna heitir jafnan svo að fyrsta fegurðardrottning sögunnar sé Georgíana Seymour, en hún var hertogafrú á Englandi, nánar tiltekið í héraðinu Somerset.
22.ágú. 2015 - 18:30

Japanir voru sjálfir að smíða kjarnorkusprengju: 70 ár frá árásinni á Hírósjíma

Líklega vita fáir að Japanir voru sjálfir að vinna að kjarnorkusprengju þegar árásin á Hírósjíma var gerð. Þeir eru meira að segja til sem halda því fram að þeir hafi verið komnir svo langt að fyrstu tilraunir þeirra með slíkar sprengjur hafi verið yfirvofandi rétt í þann mund að árásirnar á Hírósjíma og síðan Nagasakí voru gerðar.
21.ágú. 2015 - 19:00

Óði Miklagarðskeisarinn: Var Jústin II mannæta?!

Jústiníanus mikli var keisari í Miklagarði frá árinu 527 til 565. Tíð hans á keisarastóli var sérlega viðburðarík og flestum ber saman um að hann beri með heilmikilli rentu viðurnefnið „hinn mikli“. Jústiníanus virtist til dæmis á tímabili þess albúinn að endurreisa sameinað Rómaveldi í mestallri fyrri dýrð sinni – en Miklagarðsríkið varð til eftir endanlegan klofning Rómarríkis á fimmtu öld.
09.ágú. 2015 - 12:00

Stórborg norður-amerísku Indíánanna: Cahokia var stærri en London

Þegar enskir nýlendumenn og síðar Bandaríkjamenn fóru að teygja sig upp frá austurströnd Norður-Ameríku og lengst inn í land og að lokum allt að Kyrrahafsströndinni, þá hentaði það hagsmunum þeirra að draga upp þá mynd að fyrir hefðu aðeins verið frumstæðir og óskipulagðir ættbálkar Indíána, sem hefðu verið að mestu ósnertir af menningunni – sem hinir vestrænu landvinningamenn töldu að þeir ættu einkarétt á.

24.júl. 2015 - 21:00

Churchill skeytti ekkert um hungursneyð í Bengal: „Af hverju er Gandhí þá ekki dauður?“

Árið 1943 braust út hungsneyð í Bengal á Indlandi, en Bengal samsvarar nokkurn veginn því ríki sem nú heitir Bangla Desj. Hungursneyðin stafaði af ýmsum orsökum, til dæmis hafði kornuppskera verið frekar slæm nokkur ár á undan, en flestir fræðimenn halda því þó fram að í raun megi segja að hungursneyðin hafi verið af mannavöldum.

10.júl. 2015 - 19:00

Nornin í Bláa fuglinum: Fegursta kona Moskvu árið 1908

Hin tilkomumikla ljósmynd hér að neðan er af rússnesku leikkonunni Maríu Germanovu, sem lék norn í frumuppfærslu á leikritinu Bláa fuglinum eftir belgíska Nóbelsverðlaunahafann Maurice Maeterlinck. Leikritið var einskonar draumleikur þar sem höfuðpersónurnar, sem börn, ganga í gegnum ýmsa mjög ævintýralega reynslu í draumi og hitta meðal annars fyrir þessa hressilegu norn
04.júl. 2015 - 22:00

Mjóar konur skulu liggja í rúminu allan daginn og drekka vodka: Furðulegir siðir Rússa

Samuel Collins hét Englendingur nokkur sem var læknir við hirð Alexis Rússakeisara á 17. öld. Hann skrifaði vini sínum bréf þar sem hann sagði honum frá ýmsu því skrýtna og skringilega sem hann hafði upplifað, og frá einkennilegum siðum Rússa, en í þá daga litu Vestur-Evrópumenn á Rússa sem hálfgerða villimenn.
28.jún. 2015 - 15:00

Svartir Rússar: Fólk af afrískum uppruna gerir sig gildandi í ríki Pútins

Fólk af afrískum uppruna býr núorðið um víða veröld, ekki síst í Ameríkunum báðum og Evrópu. Milljónir Afríkumanna voru fluttir sem þrælar til Ameríku á fyrri tímum. Og Evrópumenn áttu nýlendur um alla Afríku og afkomendur heimamanna hafa margir flust til hinna fornu nýlenduvelda. Svo er fólk bara á flakki eins og gengur. Hingað til hefur fólk af afrískum uppruna hins vegar ekki verið áberandi í Rússlandi. Rússar áttu engar nýlendur í Afríku og þeir áttu nóg af þrælum heima fyrir, og þurftu því ekki á afrískum þrælum að halda!

26.jún. 2015 - 19:00

Maðurinn sem lék Hitler: Grínleikari var „foringinn“ í níu kvikmyndum

Hann gerðist leikari ungur að árum, þótti liðtækur grínari og lék fyrst í revíum allskonar en færði sig svo í kvikmyndir. Hann komst aldrei í fremstu röð kvikmyndaleikara, en var svona viðloðandi stórmyndabransann í Hollywood og lék lítil smáhlutverk í ýmsum myndum, milli þess hann lék í allskonar gamansögum stuttmyndum.
17.jún. 2015 - 22:20

Drakúla gerði næturárás sína 17. júní

Vitanlega hafa fjöldamargir atburðir gerst í heimssögunni á þeim degi sem hefur verið þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga síðan 1944. Sumir gleðilegir, aðrir ekki, eins og gengur. En óhætt er að segja að fáir hafi verið skelfilegri en næturárás Vald Tepes á herbúðir Tyrkjasoldáns þann 17. júní 1462.

17.jún. 2015 - 21:00

Afmælisbræður Jóns Sigurðssonar eru af ýmsu tagi

Í mannkynssögunni má finna nokkra fræga menn sem deila deginum með Jóni, og eru þeir af ýmsu sauðahúsi – vægast sagt. Karl tólfti Svíakóngur fæddist 17. júní 1682. Hann varð konungur aðeins fimmtán ára og þá ætluðu nágrannaríki Svíþjóðar að nýta sér reynsluleysi konungs og brjóta Svíþjóð á bak aftur með sameiginlegu átaki, en Svíþjóð var þá stórveldi við Eystrasalt.

15.jún. 2015 - 19:00

Fyrsta vampíran? Var Petar Blagojevich lifandi í gröf sinni?

Þótt blóðsugur eða vampírur séu núorðið gjarnan tengdar við Rúmeníu, þá virðast vampírusögur í raun miklu fremur hafa sprottið fram í Serbíu á sínum tíma. Árið 1725 lést í þorpinu Kisiljevo maður að nafni Petar Blagojevich og var grafinn eins og lög gera ráð fyrir. Hann hafði verið ósköp venjulegur bóndi og ekkert hefur verið talið til tíðinda við ævi hans, en það breyttist allverulega við dauðann.

04.jún. 2015 - 19:00

Kosta Ríka bannar sportveiðar, allar veiðar og alltaf

Sennilega vissi meginþorri Íslendinga lítið um Kosta Ríka fyrr en í fyrrasumar þegar landið kom mjög á óvart á heims-meistarakeppninni í fótbolta. Enginn hafði búist við neinu af þessu litla Mið-Ameríkuríki, en Kosta Ríka varð efst í sínum riðli – þar sem þó voru eingöngu fyrrum heimsmeistarar: Úrúgvæar, Ítalir og Englendingar.
31.maí 2015 - 19:00

Hefði Palmýra getað orðið höfuðborg heimsveldis? Zenóbía drottning og herferð hennar

Rómverjar, sem í orði kveðnu réðu Palmýru, voru ekki í aðstöðu til að gera athugasemdir, þótt þeir væru annáluð karlrembusvín og hefðu í venjulegu árferði áreiðanlega heimtað að karlmaður tæki við stjórninni í borginni. En einmitt um þær mundir hófst ný óróleikahrina í Rómaveldi, og hver keisarinn tók við af öðrum í sífelldum uppreisnum.
27.maí 2015 - 19:00

Drottningin í Palmýru ógnaði tilveru Rómaveldis

Nú þegar hinir skelfilegu vígamenn Íslamska ríkisins hafa náð undir sig hinni fornu borg Palmýru í Sýrlandi og munu vafalítið leggja í rúst þær stórfenglegu minjar sem þar eru, þá er við hæfi að rifja upp þann tíma þegar drottning Palmýru virtist þess albúin að ógna sjálfri tilveru mesta og voldugasta heimsveldis fornaldar.
24.maí 2015 - 13:00

Tyrkir höfðu nærri náð Vínarborg: Sigraður hershöfðinginn kyrktur með silkibandi

Á fjórtándu öld hófst mikil útþensla Tyrkja sem endaði með því að þeir náðu ekki aðeins miklum svæðum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, heldur virtust þeir um tíma þess albúnir að leggja undir sig mestalla Evrópu líka. Árið 1529 höfðu tyrkneskir herir náð öllum Balkanskaganum og bjuggust til að ná Mið-Evrópu líka. Herir Suleimans hins mikilfenglega, soldáns Tyrkja í Istanbúl, settust þá um Vínarborg og munaði litlu að Suleiman næði borginni.
22.maí 2015 - 19:20

Alþýðan í greipum stríðsins: Sjaldséðar myndir frá Sovétríkjunum í stríðinu

Í Evrópu minnast menn þess nú að 70 ár eru liðin frá niðurlagi seinni heimsstyrjaldarinnar í álfunni. Því miður varpaði það skugga á hátíðahöldin í Moskvu að Pútin Rússlandsforseti stendur nú í stríðsbrölti eins og því sem menn vonuðu í lengstu lög árið 1945 að yrðu úr sögunni, en vinir okkar á netsíðunni EnglishRussia grófu upp nokkrar ljósmyndir sem sýna fyrst ogf remst alþýðuna í Sovétríkjunum sem stríðið stóð sem hæst.
19.maí 2015 - 18:15

Páfi blessaði kaffidrykkju: „Við getum snúið á djöfulinn!“

Abu al-Hasan al-Shadhili var múslimskur dulspekingur frá Jemen, uppi á fyrri hluta þrettándu aldar, um það leyti sem Sturlungaöld geisaði á Íslandi.
18.maí 2015 - 18:30

Hjólreiðar fyrir 130 árum: Frábærar myndir af frábærum græjum

Nú þegar loks er farið er vora, þá eru margir búnir að taka fram reiðhjólin sín. Nútildags þykja reiðhjól orðin afar tæknilega fullkomin en þau jafnast þó varla að glæsileika við þau hjól sem menn lögðu fyrst upp í hjólatúra á fyrir 130 árum eða svo. Allar þær myndir sem hér fylgja eru frá árunum 1880-1890, nema reyndar tvær þær síðustu sem eru ögn yngri.
16.maí 2015 - 19:00

Ísland árið 1952: „Íslenzkur kynvillingur að verki með Negra“

Þótt þessir pistlar séu fyrst og fremst helgaðir erlendum tíðindum kemur þó fyrir að ég leyfi mér að tylla niður fæti á Íslandi. Og í meðfylgjandi klausu úr íslensku dagblaði árið 1952 er þó reyndar vissulega fjallað um útlending á Íslandi.
14.maí 2015 - 15:00

Viðhorf fyrir 100 árum: „Pipraðar vinnukonur“ blekktar

Erlendar fréttir hafa sjaldnast verið höfuðatriði í íslenskum fjölmiðlum, þótt Morgunblaðið hafi reyndar haft þá merkilegu venju í áratugi að hafa eingöngu erlendar fréttir á forsíðu sinni. En annars hefur verið nokkuð undir hælinn lagt hve mikils erlendar fréttir eru virtar eða hver vinna hefur verið í þær lögð.
08.maí 2015 - 19:00

Feðgar á keisarastóli í 21 dag: Engir hafa setið jafn stutt sem Rómarkeisarar

Frá því að Ágústus varð keisari í Róm seint á fyrstu öld fyrir Krist og þar til Rómaveldi í vestri féll á ofanverðri fimmtu öld eftir Krist, þá voru keisarar í vesturhluta ríkisins um 150. Talan er örlítið á reiki því stundum er ekki ljóst hverja skal telja keisara og hverja rétta og slétta valdaræningja – sem þeir voru þó ansi margir.
27.apr. 2015 - 19:00

Dýrin tóku líka þátt í heimsstyrjöldinni: Áhrifamiklar myndir af stríðsdýrum

Í fyrra var þess minnst að 100 ár voru liðin frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar. Það var einhver hroðalegasti hildarleikur sögunnar – kannski að síðari heimsstyrjöldinni einni undanskilinni – og tugmilljónir manna féllu í skelfilegum átökum. En það voru ekki mennirnir einir sem tóku þátt í stríðinu.
26.apr. 2015 - 22:00

Umhyggjusamir foreldrar í dýraríkinu: Stórfenglegar myndir

Full ástæða er til að vekja hér athygli á myndaseríu sem tekin hefur verið saman á vefsíðunni higherperspectives.com og sýnir dýr hugsa vel um afkvæmi sín. Eins og alkunna er, þá hugsa dýr mjög misvel um afkvæmin. Sum koma þeim í heiminn en skipta sér síðan lítið eða ekkert af þeim, en flest hinna „æðri“ dýra sinna um krílin sín meira eða minna.