Illugi í útlöndum


 
21.sep. 2014 - 18:00

Orrustan við Salamis: Björguðu grísku herskipin vestrænni menningu?

Þegar menn vildu vera dramatískir hér fyrrum, þá var gjarnan sagt að orrustan við Salamis hefði bjargað siðmenningu. Ef hún hefði endað öðruvísi en hún gerði, þá hefði grísk og síðan rómversk menning aldrei orðið svipur hjá sjón.
19.sep. 2014 - 19:00

Napóleon leitaði langt yfir skammt: Hvaðan komu hæfileikarnir?

Eftir að Adolf Hitler varð foringi Þýskalands lét hann rannsaka á laun sögusagnir um að hann væri að hluta til af Gyðingaættum. Það hefði náttúrlega verið skelfilegt fyrir hann, ef satt reyndist, því Gyðingahatur var svo veigamikill þáttur í pólitík hans.
18.sep. 2014 - 21:00

Upprifjun á landafræði! Hvað komast mörg Íslönd fyrir í Asíu?

Stundum er nauðsynlegt að rifja upp einfaldar staðreyndir úr landafræði eða sögu sem allir telja sig eiga að vita, en reynast svo gjarnan vera búnir að gleyma.
18.sep. 2014 - 13:30

Hið gamla Skotland: Fallegar myndir frá horfinni tíð

Nú í dag þegar Skotar ganga að kjörborðinu til að ákveða hvort þeir skuli aftur verða sjálfstæð þjóð, þá er kjörið að kíkja á nokkrar skemmtilegar ljósmyndir frá gamalli tíð í Skotlandi. Myndirnar eru flestar frá ofanverðri 19. öld eða blábyrjun þeirrar 20. Margar af myndunum um miðbikið sem fylgja hér á eftir, eru teknar á þeirri frægu eyju St.Kildu.
16.sep. 2014 - 19:00

Jean Nicot: Nafngjafi nikotíns kom tóbaki á framfæri sem heilsulyfi

Stundum rekur mann í rogastans yfir því hvað allir hafa verið vitlausir í gamla daga. Jean Nicot hét maður sem fæddist árið 1530 í Frakklandi. Hann tilheyrði yfirstéttinni og gekk til liðs við frönsku utanríkisþjónustuna. Árið 1559 var hann í sendinefnd Frakka sem hélt til Portúgals til að bjóða Sebastían Portúgalskóngi hönd Margrétar prinsessu af Valois.

15.sep. 2014 - 22:00

Tröllslegt gljúfur á Mars: Endar það sem fjörður?

Grand Canyon eða Miklagil heitir gljúfur eitt vestur í Ameríku, það er feiknalangt eða um 450 kílómetrar – það er nokkurn veginn jafnt vegalengdinni milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði.
15.sep. 2014 - 19:00

Hið dularfulla Ainu-fólk: Er það upprunnið í Evrópu?

Japan var nær alveg lokað umheiminum á miðöldum og fram á 19. öld. Þegar Japanir fóru loks að opna strendur sínar fyrir aðkomufólki urðu Evrópubúar þrumu lostnir þegar þeir uppgötvuðu að nyrst í landinu, einkum á Hokkaídó-eyju, bjó fólk sem virtist ansi ólíkt venjulegum Japönum í útliti.
13.sep. 2014 - 19:00

Þegar konur girtu sig byssubeltum: Merkilegar myndir úr byltingunni í Mexíko

Árið 1910 gerði Francisco Madero uppreisn gegn Porfirio Diaz einræðisherra í Mexíkó. Úr varð mexíkóska byltingin, sem svo er kölluð, og þar börðust fljótlega allir á móti öllum, eða svo gott sem. Ýmis samfélagsleg öfl tókust á en einnig valdagírugir herstjórar og héraðshöfðingjar.
12.sep. 2014 - 20:02

Til hvers hefur kóngurinn typpi?Af Maríu Antonettu, kökum og brauði

Margir vita það eitt um Maríu Antonettu Frakklandsdrottningu að hún sagði, þegar snauður lýðurinn í París hrópaði að hann ætti ekki fyrir brauði:
08.sep. 2014 - 19:00

Hugprúður Júdas frelsaði okkur frá illum Jesú: Og íbúar Sódómu voru sómafólk

Jesúa frá Nasaret var krossfestur um árið 33 eftir Krist. Lærisveinar hans tóku þá sem aldrei fyrr að útbreiða kenningar um guðdóm hans, og þrátt fyrir ofsóknir rómverskra yfirvalda náði hinn nýi söfnuður að skjóta rótum og blómstra að lokum.
06.sep. 2014 - 18:55

Þegar Sovétleiðtoginn hitti Bond-stúlkuna: Myndir úr heimsókn Brezhnevs til USA 1973

Árið 1964 var Nikita Krústjov bolað frá völdum í Sovétríkjunum. Nýrri kynslóð forystumanna fannst hann of óútreiknalegur og hafa misst andlitið um of í Kúbudeilunni við John F. Kennedy Bandaríkjaforseta tveimur árum fyrr.
01.sep. 2014 - 19:20

Kræfur svikahrappur: Seldi Eiffel-turninn og gabbaði Al Capone

Victor Lustig er einn frægasti svikahrappur sögunnar. Hann fæddist 1890 í bænum Hostinné sem nú er í Tékklandi en taldist þá til hinna þýskumælandi Súdetahéraða Bæheims, sem var hluti austurrísk-ungverska keisaradæmisins.
29.ágú. 2014 - 21:00

Rússneskir (og „sovéskir“) stjórnmálamenn í æsku: Hver er maðurinn?

Þessi pistill verður af allra léttasta tagi. Sérleg vinasíða okkar, EnglishRussia, birti fyrir skemmstu athyglisverðar myndir af nokkrum stjórnmálamönnum Rússlands og fáeinna annarra „fyrrum Sovétríkja“ eins og þeir litu út í æsku, og eins og þeir líta út síðar á ævinni. Suma þeirra pólitíkusa sem síðan birti myndir af þekkjum við lítt eða ekki, en hér eru nokkrir sem við könnumst vel við.
28.ágú. 2014 - 22:00

Gyðingaríki í Úganda eða Argentínu: Hinir fyrstu Zíonistar voru óvissir

Zíonismi kallast sú stefna sem reis upp kringum aldamótin 1900 og gekk út á að Gyðingar í Evrópu skyldu flytjast þaðan burt og setjast að í Palestínu. Zíonisminn fékk með árunum á sig mjög misjafnt orð, vægast sagt, en upphaflega vakti það eitt fyrir upphafsmanni stefnunnar að koma Gyðingum í skjól undan ofsóknum sem þeir sættu furðu víða.
25.ágú. 2014 - 19:30

Myndir frá tímum Cabarets í Berlín: Fjörið dunaði í vaxandi skugga Hitlers

Nú er minnst upphafs fyrri heimsstyrjaldar, sem hafði í för með sér hræðilegar hörmungar fyrir þau ríki sem tóku þátt í henni. Eftir stríðið voru mörg þeirra lengi að jafna sig, sem sem Þýskaland þar sem fyrst ríkti óðaverðbólga, en síðan kom kreppan mikla um 1930 mjög hart niður á Þjóðverjum.
23.ágú. 2014 - 21:30

Maðurinn sem seldi 10 prósenta hlut í Apple fyrir 800 dollara!

Flestir vita líklega að Apple er nú eitthvert verðmætasta fyrirtæki í heimi. Og að Steve Jobs stofnaði fyrirtækið og rak það lengst af, sá afar umdeildi snillingur. Margir vita líka að Steve Wozniak var félagi hans lengi framan af, og átti áreiðanlega ekki síðri þátt í sjálfri hönnun fyrstu tölvanna sem Apple framleiddi.

21.ágú. 2014 - 19:00

Þingmaðurinn sem setti á svið dauða sinn: Og var njósnari í þokkabót!

Í nóvember 1974 bárust þær fréttir um heimsbyggðina að breskur þingmaður, John Stonehouse að nafni, væri týndur. Hann hafði verið í leyfi í Florida og fötin hans fundust þar samanbrotin á baðströnd. Talið var að hann hefði farið að synda og annaðhvort drukknað eða verið étinn af hákörlum.
20.ágú. 2014 - 19:00

Villutrúarmaðurinn sprakk á klósettinu: Var eitrað fyrir Aríusi?

Í byrjun fjórðu aldar fór að vænkast hagur kristinna manna í Rómaveldi. Konstantínus keisari aflétti banni af kristindómnum og þótt enn ættu eftir að líða áratugir þangað til kristnin væri lögtekin sem ríkistrú í Róm, þá fór ekki milli mála að hún naut velvildar keisarans.
17.ágú. 2014 - 14:30

Sonur Germanahöfðingjans dó sem skylmingaþræll Rómverja

Árið 9 eftir Krist var háð sögufræg orrusta þar sem nú heitir Tevtóborgarskógur í Þýskalandi. Herflokkar germanskra ættbálka réðust að þremur rómverskum hersveitum og gereyddu þeim. Þetta var einhver mest niðurlægjandi ósigur Rómaveldis bæði fyrr og síðar og hafði margvíslegar afleiðingar næstu aldirnar.
13.ágú. 2014 - 16:30

Nasistakveðjan var tilbúningur af málverki

Nasistakveðjan – útréttur og sperrtur hægri handleggur – með opinn lófa og beina fingur – varð skylda í nasistaflokki Hitlers árið 1926. Áður hafði hún verið í notkun í ýmsum fasistahreyfingum, ekki síst á Ítalíu, þótt hún yrði ekki eins útbreidd þar og meðal þýskra nasista.
12.ágú. 2014 - 19:00

Páfinn klúðraði kristniboðinu í Kína

Kom til mála að Kínverjar, fjölmennasta þjóð í heimi, yrði kristin fyrir aðeins örfáum öldum síðan? Það verður nú að teljast ólíklegt að mjög stór hluti Kínverja hefði tekið kristni, en þó leit um tíma út fyrir að kristindómurinn gæti náð þar allgóðri fótfestu. Og engin leið að segja hvernig það hefði endað.

11.ágú. 2014 - 21:20

Stærstu pokadýrum sögunnar útrýmt: Tvítönnungur varð að sagnaskrímsli

Í þjóðsögum frumbyggja Ástralíu eru til margar frásagnir um skrímsli sem kallast „bunyip“. Það er sagt vera tröllvaxin skepna sem leynist í mýrum og giljadrögum og hvar sem skjól er að finna, en á til að stökkva fram og hrifsa menn til sín.
07.ágú. 2014 - 18:45

Fáránleg tilviljun: Sami munkurinn bjargaði lífi Aigners þrisvar

Tilviljanir geta verið furðuleg fyrirbæri. Það þurfti ekki að segja Joseph Matthäus Aigner, málara í austurrísk-ungverska keisaradæminu á 19. öld.
04.ágú. 2014 - 19:00

Dostoévskí fyrir dómi 130 árum eftir lát sitt: Sakaður um dónaskap

Sá atburður sem hér verður lýst gerðist raunar í fyrra, en hefur ekki frést hingað til lands fyrr en nú. Það var líka langt fyrir fréttirnar að fara, eða alla leið frá Kamtsjatka-skaga í Rússlandi, nokkurn nákvæmlega hinum megin á hnettinum miðað við Ísland.
29.júl. 2014 - 22:00

Óheppnu risaeðlurnar myndu annars ríkja enn yfir jörðinni

Samkvæmt nýlegri rannsókn, sem BBC segir frá, getur vel verið að það sé tóm hundaheppni að við mennirnir skulum hafa þróast til þess vitsmunalífs sem þó þrífst hér á meðal okkar.
27.júl. 2014 - 12:05

Furðulegt háttalag beinhúsavespu: Þetta hefur enginn gert nema maðurinn!

Í frumstæðum samfélögum sem áttu í stöðugri og illvígri baráttu við nágranna sína tíðkaðist oft að raða hauskúpum fallinna fjenda upp á landamerkjum bæja eða héraða. Ætlunin var að skjóta óvinunum skelk í bringu og sýna þeim fram á hvernig fara myndi fyrir þeim ef þeir voguðu sér of nærri, eða væru með einhverja uppivöðslusemi.
26.júl. 2014 - 18:30

Þeir fóru í mál við guð, en hvernig á að birta guði stefnu?

Allir sem einhvern tíma hafa bölvað guði sínum (hver sem hann er í hverju tilfelli fyrir sig) hljóta að skilja rúmenska fangann Pavel Mircea.
25.júl. 2014 - 19:00

Churchill ætlaði að smíða 2ja milljón tonna flugmóðurskip úr ís!

Í seinni heimsstyrjöldinni voru allar stríðsaðilar með alls konar furðuleg leynivopn á prjónunum, en ekki nema brot af þeim komst á rekspöl. Óhætt er að segja að eitt af hinum allra undarlegustu leynivopnum sem Bretar ætluðu sér að byggja var tröllaukið flugvélamóðurskip úr ísklumpi!
22.júl. 2014 - 20:00

Elsta brandarabók heimsins: Hversu fyndið er þetta grín?

Svolítið sem hefur aldrei gerst frá örófi alda: ung kona sem ekki hefur prumpað í kjöltu eiginmanns síns. Þetta er elsti brandari í heimi sem varðveist hefur.

21.júl. 2014 - 18:00

Ótrúleg auðæfi bíða í farvegi Busentofljóts

Í ágúst árið 410 eftir Krist réðust hersveitir svonefndra Vestur-Gota til atlögu við Rómaborg undir forystu leiðtoga síns Alarics. Borgin var þá ekki lengur höfuðborg Rómaveldis nema í táknrænni merkingu, keisararnir höfðu fyrst og fremst aðsetur í Konstantínópel og Ravenna á Norður-Ítalíu. Eigi að síður þótti flestum Rómverjum það skelfilegt merki um hnignun heimsveldisins að her „villimanna“ skyldi kominn alla leið að borgarmúrunum, en nokkrum áratugum fyrr hafði komist mikið rót á Evrópu þegar Húnar birtust í austurhluta álfunnar.
18.júl. 2014 - 19:00

Dýr verða menn: Uppstopparar leika lausum hala - Magnaðar myndir

Þótt menn hafi allt frá örófi leitast við að þróa aðferðir til að varðveita dýraskrokka að mestu óskemmda var það í raun ekki fyrr en á 18. öld sem það tókst, þegar menn læru að stoppa upp dýr. Fram að því höfðu flestar tilraunirnar falist í einhvers konar múmíugerð.
16.júl. 2014 - 19:00

Dularfull sprenging í sífrera Síberíu: Hvað sprengdi 80 metra holu í jörðina?

Rússneskir vísindamenn eru nú lagðir af stað norður á Jamalskaga í Síberíu til að rannsaka mjög dularfulla holu sem þar hefur myndast í jörðu á afskekktu svæði langt frá mannabyggðum. Loftmyndir af holunni náðust fyrir nokkrum dögum og þykja einstaklega dularfullar. Ljóst virðist af jarðvegi sem hefur kastast upp í kringum holuna að einhvers konar sprenging hefur orðið þarna, en orsakir hennar eru mönnum þó enn alveg huldar.
14.júl. 2014 - 22:00

Fyrstu nektarmyndir heimsins: Meira að segja nöfn myndanna of dónaleg

Yfirleitt er talið að fyrsta ljósmyndin hafi verið tekin 1826 eða 1827 af Nicéphore Niépce sem tók mynd út um gluggann á setri sínu Le Gras í Frakklandi.
07.júl. 2014 - 19:00

Vitskerti soldáninn sem drekkti kvennabúrinu sínu

Í kringum árið 1300 fór lítið tyrkneskt furstadæmi í nágrenni Konstantínópel að vaxa hröðum skrefum, enda bjó það svo vel að eignast dugmikla stjórnendur sem tóku sér soldánsnafn og hét sá fyrsti Osman. Við hann var ríkið kennt og er oftast kallað Ottómanaveldið.
05.júl. 2014 - 20:00

Óhefðbundnar lækningar: Rafböð í byrjun 20. aldar

Rafmagnsböð komust í tísku sums staðar á Vesturlöndum í upphafi 20. aldar. Þá voru þessar myndir teknar, sem hér fylgja með.
03.júl. 2014 - 22:00

Stórfenglegar myndir úr dýpsta helli heims: En hver býr þarna?

slendingar þykjast nokkuð góðir með Þríhnjúkahelli og Surtshelli. Og jú, þeir eru tilkomumiklir á sinn hátt, báðir tveir. En að koma í þessa íslensku hella er samt ekki annað en barnaleikur miðað við Kruberahellinn í Georgíu.

02.júl. 2014 - 12:00

Hvítabjörn í Himalayafjöllum: Er „snjómaðurinn hræðilegi“ fundinn?

Ný rannsókn bendir til þess að áður óþekkt bjarnartegund kunni að hafast við í Himalajafjöllum, líklega náskyld 40.000 ára gamalli hvítabjarnartegund.
01.júl. 2014 - 18:00

Grimmilegar barnafórnir Inka: Stúlkan var „fituð“ í heilt ár

Mannfórnir eru skelfilegur kafli sögunnar, en hafa verið stundaðar nánast alls staðar á einhverjum tímapunkti sögunnar. Meðal hinna andstyggilegustu eru barnafórnir Inkanna í Suður-Ameríku.
30.jún. 2014 - 19:00

Rússneski björninn er fluttur í borgina: Frábærar myndir

Björninn er tákn Rússlands og þó kannski enn frekar rússnesku þjóðarinnar. Og það er ekki að ófyrirsynju. Birnir voru afar algengir í skógunum sem teygðu sig um allt Rússland en eftir byggð jókst og skógarnir fóru að dragast saman, þá óttuðust margir að birnir kæmust brátt í útrýmingarhættu.
31.maí 2014 - 18:00

Kjósendur gátu sent óvinsæla leiðtoga í útlegð: Ættum við að taka þetta upp?

Lýðræði Vesturlanda er oftast rakið aftur til Aþenuborgar hinnar fornu – en þar var eitt elsta lýðræðissamfélag sögunnar. Vissulega var það býsna brogað lýðræði miðað við það sem við þekkjum, konur höfðu ekki kosningarétt og ekki aðkomumenn í Aþenu, sem alltaf voru fjölmargir, og þrælarnir fengu heldur ekki að kjósa.

20.maí 2014 - 08:00

Var dóttir Karls Marx myrt, eða hrakti svikull maki hana út í sjálfsmorð?

Þýski kommúnistaleiðtoginn Karl Marx varð að hrökklast frá heimalandi vegna róttækra skoðana sinna árið 1849. Hann var þá um þrítugt og settist að í London þar sem hann bjó til æviloka 1883, framan við kröpp kjör.
18.maí 2014 - 10:30

Skeggjaðar konur hafa lengi heillað og ögrað

Conchita Wurst vann Eurovision söngvakeppnina og Evrópa klappar sér nú rækilega á öxlina yfir því hversu fordómalaus og æðisleg hún sé, kortéri áður en hún ætlar að kjósa á Evrópuþingið alltof mikið af stjórnmálamönnum yst á hægri vængnum sem dufla leynt og ljóst við kynþáttahyggju.
17.maí 2014 - 18:02

Myndir frá öðrum heimi? Hippatíminn í Amsterdam 1975

Það vita allir hvað tíminn líður einkennilega. Fólk sem var á táningsaldri árið 1975 leit svo á að óratími hefði liðið frá því 1935.
17.maí 2014 - 16:30

Kevin Spacey leikur í Call of Duty

Í nýjustu stiklunni fyrir tölvuleikinn Call of Duty: Advanced Warfare má sjá leikarann Kevin Spacey fara á kostum.
12.maí 2014 - 17:20

Leikrænir tilburðir Washingtons: Geta Bandaríkin þakkað gleraugum sjálfstæði sitt?

Í mars 1783 var ögurstund í sjálfstæðisstríði Bandaríkjanna gegn Bretlandi. Íbúar í nýlendunum höfðu hafið uppreisn gegn stjórn Breta árið 1776 og á ýmsu hafði gengið í því stríði sem í hönd fór. Nú var svo komið að bandaríski herinn undir stjórn George Washingtons virtist orðinn svo öflugur að Bretar yrðu brátt að horfast í augu við að þeir gætu ekki sigrað. Samningaviðræður virtust á lokastigi.
11.maí 2014 - 21:00

Frábærar myndir af vændiskonum New Orleans voru faldar í áratugi

John Ernst Joseph Bellocq hét maður, fæddur í New Orleans í Bandaríkjunum árið 1873. Hann var af vel stæðri franskri Kreólafjölskyldu, en Kreólar voru þeir kallaðir sem áttu ættir að rekja bæði til hvítra og svartra. Bellocq gerðist ljósmyndari og var prýðilega metinn í heimaborg sinni sem slíkur en hann tók ekki síst myndir af mannvirkjum, auk portretta af fólki.
11.maí 2014 - 08:00

Myndir sem kalla fram lofthræðslu

Allir sem komið til New York undrast skýjakljúfana á staðnum, þeir eru töluvert áhrifameiri í raunveruleikanum heldur í bíómyndunum þar sem allir hafa séð þá. Og menn hljóta að hugsa, hvernig leið mönnunum sem þurftu að reisa þessi tröllháu hús flestöll á fyrri hluta 20. aldar, þegar byggingatækni var töluvert skemmra á veg komin en nú. Og menn þurftu beinlínis að hlaupa vega salt í nokkur hundruð metra hæð eftir stálbitunum sem húsin eru reist út.
04.maí 2014 - 17:30

Uppnám í Barcelona-óperunni: Mannskæðasta árás anarkista

Á ofanverðri 19. öld voru hryðjuverkamenn anarkista eða stjórnleysingja víða á kreiki bæði í Evrópu og Ameríku. Hér segir af mannskæðasta hryðjuverki þeirra.
01.maí 2014 - 18:00

Fyrsti maí á dögum Stalíns: Frábær plaköt og fagnaðarlæti

Í tilefni dagsins – og þeirra tíðinda að aðdáendur Vladimírs Pútins eru nú aftur farnir að halda skipulagðar 1. maí-göngur á Rauða torginu í Moskvu – þá birtum við hér nokkur skemmtileg 1. maí plaköt frá tímum Sovétríkjanna þegar þau voru upp á sitt „besta“ eða hitt þó heldur – sem sé á valdatíma Stalíns. Þótt fátt væri í góðu lagi í Sovétríkjunum á þeim tíma vantaði þó ekki kraftinn í plakatateiknarana.
25.apr. 2014 - 21:40

Kötturinn sem bjargaði herdeildinni

Í Krímstríðinu um miðja nítjándu sátu Bretar lengi um borgina Sevastopol á Krímskaga. Þeir höfðu ofurefli liðs, en Rússar, sem börðust innan borgarmúranna, ætluðu ekki að gefast upp.