Illugi í útlöndum


 
24.júl. 2015 - 21:00

Churchill skeytti ekkert um hungursneyð í Bengal: „Af hverju er Gandhí þá ekki dauður?“

Árið 1943 braust út hungsneyð í Bengal á Indlandi, en Bengal samsvarar nokkurn veginn því ríki sem nú heitir Bangla Desj. Hungursneyðin stafaði af ýmsum orsökum, til dæmis hafði kornuppskera verið frekar slæm nokkur ár á undan, en flestir fræðimenn halda því þó fram að í raun megi segja að hungursneyðin hafi verið af mannavöldum.

10.júl. 2015 - 19:00

Nornin í Bláa fuglinum: Fegursta kona Moskvu árið 1908

Hin tilkomumikla ljósmynd hér að neðan er af rússnesku leikkonunni Maríu Germanovu, sem lék norn í frumuppfærslu á leikritinu Bláa fuglinum eftir belgíska Nóbelsverðlaunahafann Maurice Maeterlinck. Leikritið var einskonar draumleikur þar sem höfuðpersónurnar, sem börn, ganga í gegnum ýmsa mjög ævintýralega reynslu í draumi og hitta meðal annars fyrir þessa hressilegu norn
04.júl. 2015 - 22:00

Mjóar konur skulu liggja í rúminu allan daginn og drekka vodka: Furðulegir siðir Rússa

Samuel Collins hét Englendingur nokkur sem var læknir við hirð Alexis Rússakeisara á 17. öld. Hann skrifaði vini sínum bréf þar sem hann sagði honum frá ýmsu því skrýtna og skringilega sem hann hafði upplifað, og frá einkennilegum siðum Rússa, en í þá daga litu Vestur-Evrópumenn á Rússa sem hálfgerða villimenn.
28.jún. 2015 - 15:00

Svartir Rússar: Fólk af afrískum uppruna gerir sig gildandi í ríki Pútins

Fólk af afrískum uppruna býr núorðið um víða veröld, ekki síst í Ameríkunum báðum og Evrópu. Milljónir Afríkumanna voru fluttir sem þrælar til Ameríku á fyrri tímum. Og Evrópumenn áttu nýlendur um alla Afríku og afkomendur heimamanna hafa margir flust til hinna fornu nýlenduvelda. Svo er fólk bara á flakki eins og gengur. Hingað til hefur fólk af afrískum uppruna hins vegar ekki verið áberandi í Rússlandi. Rússar áttu engar nýlendur í Afríku og þeir áttu nóg af þrælum heima fyrir, og þurftu því ekki á afrískum þrælum að halda!

26.jún. 2015 - 19:00

Maðurinn sem lék Hitler: Grínleikari var „foringinn“ í níu kvikmyndum

Hann gerðist leikari ungur að árum, þótti liðtækur grínari og lék fyrst í revíum allskonar en færði sig svo í kvikmyndir. Hann komst aldrei í fremstu röð kvikmyndaleikara, en var svona viðloðandi stórmyndabransann í Hollywood og lék lítil smáhlutverk í ýmsum myndum, milli þess hann lék í allskonar gamansögum stuttmyndum.
17.jún. 2015 - 22:20

Drakúla gerði næturárás sína 17. júní

Vitanlega hafa fjöldamargir atburðir gerst í heimssögunni á þeim degi sem hefur verið þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga síðan 1944. Sumir gleðilegir, aðrir ekki, eins og gengur. En óhætt er að segja að fáir hafi verið skelfilegri en næturárás Vald Tepes á herbúðir Tyrkjasoldáns þann 17. júní 1462.

17.jún. 2015 - 21:00

Afmælisbræður Jóns Sigurðssonar eru af ýmsu tagi

Í mannkynssögunni má finna nokkra fræga menn sem deila deginum með Jóni, og eru þeir af ýmsu sauðahúsi – vægast sagt. Karl tólfti Svíakóngur fæddist 17. júní 1682. Hann varð konungur aðeins fimmtán ára og þá ætluðu nágrannaríki Svíþjóðar að nýta sér reynsluleysi konungs og brjóta Svíþjóð á bak aftur með sameiginlegu átaki, en Svíþjóð var þá stórveldi við Eystrasalt.

15.jún. 2015 - 19:00

Fyrsta vampíran? Var Petar Blagojevich lifandi í gröf sinni?

Þótt blóðsugur eða vampírur séu núorðið gjarnan tengdar við Rúmeníu, þá virðast vampírusögur í raun miklu fremur hafa sprottið fram í Serbíu á sínum tíma. Árið 1725 lést í þorpinu Kisiljevo maður að nafni Petar Blagojevich og var grafinn eins og lög gera ráð fyrir. Hann hafði verið ósköp venjulegur bóndi og ekkert hefur verið talið til tíðinda við ævi hans, en það breyttist allverulega við dauðann.

08.jún. 2015 - 16:10

17 ára borðaði skyr á 130 km hraða

17 ára stúlka var tekin á 128 kílómetra hraða á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar í dag. Var hún stöðvuð á götu þar sem hámarkshraðinn er 70 kílómetrar á klukkustund. Ekki var það þó hraðinn sem vakti mesta eftirtekt lögreglumannanna, heldur var það að stúlkan var að borða skyr við aksturinn. Má hún eiga von á hárri sekt og sviptingu ökuréttinda fyrir hraðaaksturinn, ekki eru sömu viðurlög við að borða undir stýri og að tala í síma.   

04.jún. 2015 - 19:00

Kosta Ríka bannar sportveiðar, allar veiðar og alltaf

Sennilega vissi meginþorri Íslendinga lítið um Kosta Ríka fyrr en í fyrrasumar þegar landið kom mjög á óvart á heims-meistarakeppninni í fótbolta. Enginn hafði búist við neinu af þessu litla Mið-Ameríkuríki, en Kosta Ríka varð efst í sínum riðli – þar sem þó voru eingöngu fyrrum heimsmeistarar: Úrúgvæar, Ítalir og Englendingar.
31.maí 2015 - 19:00

Hefði Palmýra getað orðið höfuðborg heimsveldis? Zenóbía drottning og herferð hennar

Rómverjar, sem í orði kveðnu réðu Palmýru, voru ekki í aðstöðu til að gera athugasemdir, þótt þeir væru annáluð karlrembusvín og hefðu í venjulegu árferði áreiðanlega heimtað að karlmaður tæki við stjórninni í borginni. En einmitt um þær mundir hófst ný óróleikahrina í Rómaveldi, og hver keisarinn tók við af öðrum í sífelldum uppreisnum.
27.maí 2015 - 19:00

Drottningin í Palmýru ógnaði tilveru Rómaveldis

Nú þegar hinir skelfilegu vígamenn Íslamska ríkisins hafa náð undir sig hinni fornu borg Palmýru í Sýrlandi og munu vafalítið leggja í rúst þær stórfenglegu minjar sem þar eru, þá er við hæfi að rifja upp þann tíma þegar drottning Palmýru virtist þess albúin að ógna sjálfri tilveru mesta og voldugasta heimsveldis fornaldar.
24.maí 2015 - 13:00

Tyrkir höfðu nærri náð Vínarborg: Sigraður hershöfðinginn kyrktur með silkibandi

Á fjórtándu öld hófst mikil útþensla Tyrkja sem endaði með því að þeir náðu ekki aðeins miklum svæðum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, heldur virtust þeir um tíma þess albúnir að leggja undir sig mestalla Evrópu líka. Árið 1529 höfðu tyrkneskir herir náð öllum Balkanskaganum og bjuggust til að ná Mið-Evrópu líka. Herir Suleimans hins mikilfenglega, soldáns Tyrkja í Istanbúl, settust þá um Vínarborg og munaði litlu að Suleiman næði borginni.
22.maí 2015 - 19:20

Alþýðan í greipum stríðsins: Sjaldséðar myndir frá Sovétríkjunum í stríðinu

Í Evrópu minnast menn þess nú að 70 ár eru liðin frá niðurlagi seinni heimsstyrjaldarinnar í álfunni. Því miður varpaði það skugga á hátíðahöldin í Moskvu að Pútin Rússlandsforseti stendur nú í stríðsbrölti eins og því sem menn vonuðu í lengstu lög árið 1945 að yrðu úr sögunni, en vinir okkar á netsíðunni EnglishRussia grófu upp nokkrar ljósmyndir sem sýna fyrst ogf remst alþýðuna í Sovétríkjunum sem stríðið stóð sem hæst.
19.maí 2015 - 18:15

Páfi blessaði kaffidrykkju: „Við getum snúið á djöfulinn!“

Abu al-Hasan al-Shadhili var múslimskur dulspekingur frá Jemen, uppi á fyrri hluta þrettándu aldar, um það leyti sem Sturlungaöld geisaði á Íslandi.
18.maí 2015 - 18:30

Hjólreiðar fyrir 130 árum: Frábærar myndir af frábærum græjum

Nú þegar loks er farið er vora, þá eru margir búnir að taka fram reiðhjólin sín. Nútildags þykja reiðhjól orðin afar tæknilega fullkomin en þau jafnast þó varla að glæsileika við þau hjól sem menn lögðu fyrst upp í hjólatúra á fyrir 130 árum eða svo. Allar þær myndir sem hér fylgja eru frá árunum 1880-1890, nema reyndar tvær þær síðustu sem eru ögn yngri.
16.maí 2015 - 19:00

Ísland árið 1952: „Íslenzkur kynvillingur að verki með Negra“

Þótt þessir pistlar séu fyrst og fremst helgaðir erlendum tíðindum kemur þó fyrir að ég leyfi mér að tylla niður fæti á Íslandi. Og í meðfylgjandi klausu úr íslensku dagblaði árið 1952 er þó reyndar vissulega fjallað um útlending á Íslandi.
15.maí 2015 - 21:15

Kristbjörg: „Aðalmálið fyrir mig var að fresta ekki draumum mínum“

Það er sjaldan lognmolla í kringum Kristbjörgu Jónasdóttur en hún er nýbökuð móðir, athafnakona og líkamsræktarfrömuður. Um þessar mundir býr hún ásamt þeim nýfædda og unnusta sínum Aroni Einari Gunnarssyni í Wales þar sem hinn síðarnefndi spilar fótbolta með Cardiff. Á undanförnum árum hefur Kristbjörg getið sér gott orð sem einkaþjálfari auk þess sem hún vinnur að því að þróa nýtt æfingarprógram. Þessa dagana fetar Kristbjörg inná nýjar slóðir því nýlega keypti hún umboðið fyrir vörur sem hún setur nú á markað erlendis.

14.maí 2015 - 15:00

Viðhorf fyrir 100 árum: „Pipraðar vinnukonur“ blekktar

Erlendar fréttir hafa sjaldnast verið höfuðatriði í íslenskum fjölmiðlum, þótt Morgunblaðið hafi reyndar haft þá merkilegu venju í áratugi að hafa eingöngu erlendar fréttir á forsíðu sinni. En annars hefur verið nokkuð undir hælinn lagt hve mikils erlendar fréttir eru virtar eða hver vinna hefur verið í þær lögð.
08.maí 2015 - 19:00

Feðgar á keisarastóli í 21 dag: Engir hafa setið jafn stutt sem Rómarkeisarar

Frá því að Ágústus varð keisari í Róm seint á fyrstu öld fyrir Krist og þar til Rómaveldi í vestri féll á ofanverðri fimmtu öld eftir Krist, þá voru keisarar í vesturhluta ríkisins um 150. Talan er örlítið á reiki því stundum er ekki ljóst hverja skal telja keisara og hverja rétta og slétta valdaræningja – sem þeir voru þó ansi margir.
27.apr. 2015 - 19:00

Dýrin tóku líka þátt í heimsstyrjöldinni: Áhrifamiklar myndir af stríðsdýrum

Í fyrra var þess minnst að 100 ár voru liðin frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar. Það var einhver hroðalegasti hildarleikur sögunnar – kannski að síðari heimsstyrjöldinni einni undanskilinni – og tugmilljónir manna féllu í skelfilegum átökum. En það voru ekki mennirnir einir sem tóku þátt í stríðinu.
26.apr. 2015 - 22:00

Umhyggjusamir foreldrar í dýraríkinu: Stórfenglegar myndir

Full ástæða er til að vekja hér athygli á myndaseríu sem tekin hefur verið saman á vefsíðunni higherperspectives.com og sýnir dýr hugsa vel um afkvæmi sín. Eins og alkunna er, þá hugsa dýr mjög misvel um afkvæmin. Sum koma þeim í heiminn en skipta sér síðan lítið eða ekkert af þeim, en flest hinna „æðri“ dýra sinna um krílin sín meira eða minna.
25.apr. 2015 - 19:00

„Faðir Sovétríkjanna“ var ömurlegur faðir eigin barna: Stalín og börn hans

Jósef Stalín (upprunalega Djúgasvili) er eitt mesta illmenni mannkynssögunnar og ábyrgur fyrir dauða tugmilljóna manna. Þar á meðal barna. Stalín var siðlaus með öllu, og það kom til dæmis glöggt fram í samskiptum hans við eigin börn

23.apr. 2015 - 14:30

Keisaraynjan vildi ekki giftast tíu ára strákling: Zóe og Theódóra gerðu allt vitlaust í Miklagarði

Zóe og Theódóra systir hennar voru dætur Konstantíns 8. Hann var að nafninu til orðinn keisari ásamt bróður sínum þegar þær systur fæddust en raunar var það eldri bróðir hans, Basil 2., sem hélt um stjórnartaumana, og því er Konstantín yfirleitt ekki sagður hafa orðið keisari á eigin forsendum fyrr en Basil dó barnlaus árið 1025.
19.apr. 2015 - 19:30

Zóe var kerling í krapinu: Keisaraynjan lét drekkja keisaranum í baði

Hún var þar kölluð eina konan sem sat á keisarastóli í Býsansríkinu, sem svo er kallað, eða Austurrómverska ríkinu. En sú lýsing er þó helstil villandi. Rúmum tveim öldum síðar sátu systur tvær á keisarastóli í eigin nafni, en þær voru reyndar fyrst og fremst táknrænir stjórnendur en eiginmenn þeirra höfðu hin raunverulegu völd.
18.apr. 2015 - 12:30

Misheppnaðasti bíll sögunnar: Píka eða klósettseta?

Í kvikmyndinni Peggy Sue got married eftir Francis Ford Coppola færist hin miðaldra Peggy aftur í tímann og lendir á unglingsárunum kringum 1960. Þar sem hún býr nú að reynslu áranna kemur henni að sjálfsögðu margt spánskt fyrir sjónir, og hún skellir til dæmis heldur betur upp úr þegar faðir hennar sýnir henni nýja bílinn sinn, sem hann var að kaupa.
13.apr. 2015 - 19:00

Björn járnsíða var alvöru kappi: Stökk alvopnaður upp úr líkkistu sinni

Sjónvarpsþættirnir um víkingana, sem nú eru sýndir, eru mjög lauslega byggðir á sögum sem gengið hafa um Ragnar loðbrók síðan á víkingaöld, og styðjast í sjálfu sér eflaust mjög lauslega við sannleikann.
12.apr. 2015 - 22:00

Þriggja metra hár risaapi: Stóri frændi dó út fyrir aðeins 100 þúsund árum

Menn eru nú hæstu prímatar sem þekkjast á jörðinni. Stærstu górilluapar geta að vísu verið rúmlega 1,80 metrar á hæð, en ekki er vitað til að þeir hafi nokkru sinni orðið stærri. En menn verða auðveldlega tveir metrar að lengd, þótt ekki sé það beinlínis algengt.
10.apr. 2015 - 22:00

200 ár frá hinu ógurlega gosi í Tambora: Sjötíu þúsund létu lífið

Í dag, 10. apríl, eru rétt 200 ár síðan mesta eldgos á sögulegum tíma hófst það. Það var fjallið Tambora á eyjunni Sumbawa í Indónesíu sem þá fór að gjósa. Fjallið var þá meira en 4.000 metra hátt en strax í upphafi gossins sprakk efsti hluti fjallsins bókstaflega í loft upp og að lokum stóð eftir gríðarlegur gígur í fjallinu.
07.apr. 2015 - 20:30

Hnignunin hófst í kvennabúrinu: Soldán átti 1.200 konur en enga umframorku

Á 11. öld eftir Krist birtist ný þjóð í Miðausturlöndum, komin úr Mið-Asíu. Þetta voru Tyrkir, svokallaðir Seljúka-Tyrkir, áður höfðu reyndar ýmsir ættbálkar og smáþjóðir af tyrkneskum ættum verið á ferðinni á svæðinu. Seljúkar komu vel undir sig fótunum, náðu áhrifum bæði í Persíu og herjuðu á Býsansríkið svokallaða, austurrómverska ríkið sem enn skrimti í Litlu-Asíu og á Balkanskaga.
06.apr. 2015 - 19:00

5.000 kettir fluttir til umsetinnar borgar: Björguðu kettirnir Leníngrad?

Í byrjun september 1941 settust þýskar hersveitir um Leníngrad, aðra helstu borg Sovétríkjanna. Þann 8. september lokaðist síðasta leiðin út úr borginni. Umsátrið stóð til 27. janúar 1944 eða í 872 daga.
02.apr. 2015 - 19:30

Ekkert víkingablóð í Bretum: Norrænt DNA aðeins á Orkneyjum

Danalög er óformlegt heiti á þeim svæðum sem norrænir víkingar réðu á Englandi á víkingatímanum og langt fram á elleftu öld. Þegar best lét fyrir víkingum, á dögum Danakóngsins Knúts ríka (ríkti á Englandi 1016-1035) þá mátti heita að Danalög næðu yfir nálega allt Englandi nema nyrsta hlutann upp við landamærin að Skotlandi og svo töluverð svæði í vestri og suðri.
31.mar. 2015 - 18:30

Hitler ætlaði að drekkja Moskvu og drepa alla íbúana

Í nýlegri bók um kalda stríðið veltir Styrmir Gunnarsson því meðal annars fyrir sér hvort vesturveldin Bandaríkin og Bretland hefðu ef til vill átt að styðja Þýskaland gegn Sovétríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni, í stað þess að skipa sér við hlið Sovétríkjanna í baráttunni gegn Hitlers-Þýskalandi. Spurningin er einkennileg í ljósi þess að Þýskaland réðist fyrst á Bretland svo vandséð er hvenær Bretar hefðu átt að skipa sér við hlið Hitlers – þó ekki væri annað.
21.mar. 2015 - 19:00

Þegar Winston Churchill hitti Winston Churchill

Winston Churchill fæddist árið 1871. Hann stóð sig ágætlega í skóla, var um tíma í flotanum og fékkst við blaðamennsku. Jafnframt fór hann að skrifa bækur. Hann skrifaði til dæmis bók um heimsókn sína á vígvellina í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni sem hafði mikil áhrif á hann. Hann fór út í stjórnmál en þar gekk á ýmsu. Líklega kunni hann alla tíð best við sig við skriftir. En þegar hann vildi slappa rækilega af, þá málaði hann vatnslitamyndir.
17.mar. 2015 - 17:30

Andlit hins eilífa Rússlands: Magnaðar ljósmyndir frá fyrri tíð

Maxím Dmitriév hét rússneskur ljósmyndari sem starfaði kringum aldamótin 1900. Hann fór víða og tók myndir af bæði lágum sem háum, eins og þar stendur, og hefur verið kallaður einn af helstu feðrum rússneskrar ljósmyndafréttamennsku.
09.mar. 2015 - 18:30

Risaorrustuskipið fundið á hafsbotni: Hin furðulega saga Musashi

Skipið var í Truk-lóni þangað til í lok febrúar 1944 er það fór á skrið. Í mars réðist bandaríski kafbáturinn USS Tunny á orrustuskipið og náði að koma á því einu tundurskeyti. Skemmdir urðu nokkrar og sjö manns féllu um borð í orrustuskipinu. Það varð að halda heim til Japans til viðgerða sem lauk í apríllok. Þá var tækifærið notað og loftvarnarbyssum fjölgað töluvert, enda þá orðið löngu ljóst að flugvélar frá flugmóðurskipum yrðu tröllinu að líkindum hættulegri en skothríð frá orrustuskipum Bandaríkjamanna.
08.mar. 2015 - 09:10

Upplausn Júgóslavíu: Sjö ríki urðu til í skelfilegu stríði

Eins og allir vita varð kveikjan að fyrri heimsstyrjöldinni morð serbnesks þjóðernissinna á ríkisarfa Austurríkis, en tilgangurinn með morðinu var raunar að hleypa öllu í bál og brand. Og treysta þannig á að tækifæri gæfist fyrir Serba í Bosníu-Hersegóvínu að ganga til liðs við frændur sína í Serbíu.
19.feb. 2015 - 19:20

Ógnvænlegar myndir: 70 ár frá loftárásunum á Dresden

Nú um miðjan febrúar eru rétt 70 ár frá loftárásum Breta og Bandaríkjamanna á þýsku borgina Dresden. Þessar árásir voru geysilega harðar og beitt var eldsprengjum, svo heil hverfi borgarinnar urðu nánast einn bálköstur.

18.feb. 2015 - 19:00

Svarti dauði var skæðari en talið var: Sextíu prósent létu lífið í Evrópu

Plágan sem í evrópskri sögu kallast Svarti dauði gekk yfir Evrópu árunum 1346-53. Oftast var talið að plágan hefði kostað 20-30 prósent Evrópumanna lífið, en rannsóknir í upphafi þessarar aldar benda til að mannfallið hafi verið vanmetið ansi illilega og í raun hafi dánartala verið um sextíu prósent.
09.feb. 2015 - 19:00

Einn merkasti njósnari sögunnar: Garbo hafði 27 ímyndaða njósnara í þjónustu sinni

Einn merkilegasti njósnari sögunnar var Spánverjinn Joan Pujol, sem kunnastur er undir dulnefninu Garbo. Hann fæddist í Barcelona í Katalóníu 14. febrúar árið 1912 og þegar hann var á þrítugsaldri braust út hið grimmilega borgarastríð á Spáni sem stóð 1936-39. Þar börðust meðal annarra kommúnistar og fasistar og Pujol hataðist við báða aðila.

08.feb. 2015 - 21:15

Brúðurnar í Chernobyl: Nöturlegar minningar um ægilegar hörmungar

Árið 1977 var tekið í notkun nýtt kjarnorkuver í Sovétríkjunum. Það var í Úkraínu en rétt við landamærin að Hvíta-Rússlandi, sem þá voru bæði hlutar hins sovéska alríkis.
04.feb. 2015 - 18:30

Tröllvaxin fingrafarageymsla FBI: 400 þúsund spjöld bættust við á mánuði

Árið 1788 birti þýski líffærafræðingurinn Johann Christoph Andreas Mayer ritgerð um mynstrin á fingrum manna, fingraförin. Þá voru rúm 100 ár síðan læknar bæði á Ítalíu og Englandi höfðu skrifað lærðar ritgerðir um tilvist fingrafara. Mayer var hins vegar sá fyrsti á Vesturlöndum sem gerði sér grein fyrir því að fingraför hvers einstaklings væru einstök og ólík öllum öðrum.
02.feb. 2015 - 17:30

Helgi Hrafn í smiðju Catós: „Að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði“

Á dögunum var vakin athygli  á því að Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður pírata endar allar ræður sínar í þinginu á sömu orðunum:„Að lokum legg ég til að nefndarfundir Alþingis verði hér eftir öllum opnir.“
31.jan. 2015 - 23:30

Dýrin í stríðinu í Úkraínu: Átakanlegar myndir

Það er ekki einungis mannfólkið sem þjáist í styrjöldum. Í þeim óvæntu og furðulegu átökum sem nú hafa brotist út í austurhluta Úkraínu hefur fjöldi dýra að sjálfsögðu lent í skotlínu stríðsaðila, ekki síður en mennirnir.
30.jan. 2015 - 19:00

Einsetumaðurinn í leðurhjúpnum: Var hann einn af böðlum kóngsins?

30. janúar árið 1649 var Karl I kóngur Englands og Skotlands dreginn á aftökustað fyrir framan Whitehall í London og hálshöggvinn. Hann brást vel og hraustlega við dauða sínum og hafði beðið um að fá að fara í tvær skyrtur þegar hann klæddi sig að morgni dagsins.
27.jan. 2015 - 19:00

Þegar sekúndubrotin skipta máli: Bráðfyndnar og fínar myndir frá Kína

Tao Liu heitir maður nokkur sem býr í borginni Haifei í Kína. Aðalstarfi hans er að lesa á vatnsmæla í borginni og það þýðir að hann er sífellt á ferðinni um stræti og torg og upplifir mannlífið í borginni í öllum sínum fjölbreytilegustu myndum.
26.jan. 2015 - 18:15

Er nú á lífi meirihluti allra manneskja sem fæðst hafa? Hve margir hafa menn verið frá upphafi?

Stundum heyrist sú fullyrðing að mannfjölgun síðustu áratugina sé svo gegndarlaus að nú sé á lífi meirihlutinn af öllum manneskjum sem séð hafi dagsins ljós frá upphafi.
18.jan. 2015 - 16:00

Dauðalest Stalíns: Þúsundir dóu vegna duttlunga harðstjórans

Þegar Jósef Stalín dó í byrjun árs 1953 grétu margir Sovétmenn, enda hafði hann verið svo lengi við stjórnvölinn að menn gátu varla ímyndað sér lífið án hans í hásætinu.
18.jan. 2015 - 10:30

Roosevelt Bandaríkjaforseti keyrði um í bíl Al Capone

Bófinn Al Capone var víðfrægur á bannárunum í Bandaríkjunum, en hann rak umfangsmikla sprúttsölu og hafði gífurleg umsvif, einkum á árunum 1925-1930.
17.jan. 2015 - 15:30

Frönsk stjórnvöld voru fyrstu terroristarnir

Hryðjuverkamenn, eða terroristar eins og þeir eru kallaðir á flestum erlendum tungumálum, hafa verið býsna áberandi í veröldinni að undanförnu. Yfirleitt er orðið notað um fremur fámenna hópa, oft óbreytta borgara, sem hefja árásir úr launsátri á margvísleg skotmörk, oftast til að vekja athygli á eða vinna fylgi einhverjum tilteknum málstað, eða hreinlega til að skjóta íbúum og/eða yfirvöldum á tilteknum stað skelk í bringu.