27.maí 2015 - 10:00

Umdeild ummæli sjónvarpspredikara: „Menn sem fróa sér munu enda með ófrískar hendur“

Tyrkneski sjónvarpspredikarinn Mücahid Cihad Han hefur varað múslímska karlmenn við því að stunda sjálfsfróun til að forða því að hendur þeirra verði óléttar í eftirlífinu. Þetta sagði hann við mann sem hringdi inn í þáttinn hans síðasta sunnudag og kvaðst ekki geta hætt að fróa sér, jafnvel á helgidögum og þrátt fyrir að vera giftur.
27.maí 2015 - 09:00

Hjónabönd samkynhneigðra lögleidd í Írlandi: Einstakt bónorð fest á filmu

Það var svo sannarlega fallegt augnablik sem átti sér stað á Vestur Írlandi á laugardag aðeins örfáum níútum eftir að ljóst var að Írar höfðu kosið, með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta, að breyta stjórn­ar­skrá sinni til að leyfa fólki af sama kyni að ganga í hjóna­band.
27.maí 2015 - 07:48

Sex menn handteknir í Sviss vegna rannsóknar á spillingu hjá FIFA

Sex einstaklingar voru handteknir á hóteli í Zürich í Sviss vegna gruns um að þeir tengist spillingarmálum í knattspyrnu. Samkvæmt frétt BBC er einn þeirra handteknu varaforseti FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, en þeir eru alls átta og hefir ekki verið greint frá nafni hans.
27.maí 2015 - 00:01

Gylfi fékk fugl á einni frægustu golfholu veraldar - hleður rafhlöðurnar fyrir stórleikinn gegn Tékkum

Gylfi Þór Sigurðsson, hleður nú rafhlöðurnar eftir annasamt tímabil í ensku úrvalsdeildinni, með því að leika golf í Flórída í Bandaríkjunum. Landsliðsmaðurinn er ansi lipur kylfingur og hann gerði sér lítið fyrir og fékk fugl á einni frægustu golfholu heims á TPC Sawgrass vellinum.
26.maí 2015 - 08:00

Stórhættuleg sjálfsmynd: Skaut sig í hausinn þegar hún ætlaði að taka „selfie“

 Oscar Otero Aguilar lést á meðan hann var að taka selfie á síðasta ári Rússnesk kona, 21 árs, skaut sig fyrir slysni í höfuðið þegar hún var að taka sjálfsmynd eða svokallaða „selfie“ á snjallsímann sinn.
26.maí 2015 - 00:01

Ancelotti rekinn frá Real Madrid - Benítez orðaður við stórliðið

Carlo Ancelotti var í gær rekinn úr starfi sínu sem þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid. Hinn 55 ára gamli Ítali tók við liðinu fyrir tveimur árum og skilaði hann tveimur titlum, Evrópumeistaratitli í fyrra og spænska bikarnum. Tímabilið 2014-2015 var ekki það allra besta hjá Real Madrid. Liðið féll úr keppni í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Juventus frá Ítalíu og Barcelona fagnaði sigri í deildinni.  
26.maí 2015 - 00:01

Falcao tilraunin gekk ekki upp – verður ekki áfram hjá Man Utd

Radamel Falcao verður ekki áfram í herbúðum Manchester United en landsliðsframherjinn frá Kólumbíu var á láni hjá félaginu í vetur frá franska liðinu Mónakó. Hinn 29 ára gamli Falcao náði sér aldrei á strik hjá enska úrvalsdeildarliðinu.
25.maí 2015 - 16:00

Sex ára drengur féll út um glugga á þriðju hæð

Sex ára drengur frá bænum Västervik í Svíþjóð slapp naumlega með skrekkinn þegar hann féll út um glugga á þriðju hæð í íbúðarhúsi. Snögg viðbrögð nágranna urðu þar til happs og hefur honum nú verið hampað sem hetju í bænum.
25.maí 2015 - 12:00

Svona brást þjónustustúlka við kynferðislegri áreitni: Myndband

Meðfylgjandi myndskeið sem tekið var á veitingastað í Rússlandi hefur farið eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Má þar sjá viðskiptavin láta ósiðlega við þjónustustúlku á staðnum en víst er sá hefði átt að hugsa sig tvisvar um áður en hann lét til skarar skríða.
25.maí 2015 - 00:00

Eiður Smári fagnaði Englandsmeistaratitli Chelsea ásamt syni sínum

Chelsea fékk í gær Englandsmeistarabikarinn fyrir sigurinn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lokaumferðin fór fram í gær en þar var fallbaráttan helsta fréttaefnið. Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum leikmaður Chelsea, var mættur á Stamford Bridge í gær ásamt elsta syni sínum, og fögnuðu þeir feðgar titlinum líkt og sannir stuðningsmenn.
24.maí 2015 - 17:15

„Mamma þín er dáin“ - Táraflóð í salnum þegar sonurinn opnaði sig - MYNDBAND

„Ég vildi ég gæti talað við þig núna mamma. Ég vildi að þú gætir séð hvað ég er að gera. Af hverju var ég ekki betri sonur?“ spyr Marc Mero fyrrverandi glímukappi í hjartnæmu myndskeiði sem lætur engan ósnortinn og vakið hefur gríðarlega athygli. Þar segir hann frá því er hann missti móður sína og hversu miklu máli hún skipti hann. En hann áttaði sig þó á mikilvægi hennar of seint. Mero segir á fyrirlestri frá örlagaríkri símhringingu seint um nótt þar sem honum var tjáð að móðir hans væri látin.
24.maí 2015 - 08:10

Frönskum stórmörkuðum bannað að henda mat: Skikkaðir til að gefa matvælin til góðgerðarsamtaka

Frönskum matvörukeðjum hefur nú verið bannað að farga eða gera matvæli óhæf til neyslu. Þess í stað eru keðjurnar skikkaðar til að gefa matvælin til góðgerðarsamtaka eða sem dýrafóður, samkvæmt lögum sem sett voru til að koma í veg fyrir sóun matvæla. Franska þjóðþingið var samhljóma í að setja þessar reglur í baráttu sinni gegn mikilli sóun matvæla í landinu en margir þegnar landsins hafa ekki í sig og á.
23.maí 2015 - 17:45

Ætlar að lifa lífinu til fulls- Setti sér áskorun að lifa í 100 daga án ótta: Myndband

Michelle Porter, listrænn stjórnandi sem búsett er í New York var komin með nóg af því að sitja og horfa á lífið líða hjá. Hún ákvað því að taka málin í eigin hendur og ekki kom annað til greina en kvikmynda ferlið.
23.maí 2015 - 12:05

Myndin sem gæti bjargað lífi þínu eða þinna nánustu

Fjögurra barna móðir sem nú berst við krabbamein birti mynd af brjósti sínu á Facebook til að vara aðrar konur við. Konan sem heitir Lísa Royle og er frá Manchester var í skýjunum með útbreiðslu myndarinnar en á örskömmum tíma höfðu 55 þúsund manns deilt henni og 32 þúsund líkað við hana.
22.maí 2015 - 22:00

12 hlutir sem þú kannast við ef þú ert nátthrafn

Talað er um að fólk skiptist í a og b manneskjur. Annars vegar þá sem vakna ferskir við fyrsta hanagal og síðan þá sem afkasta mest í skjóli nætur á meðan aðrir sofa. Ert þú ein/n af þeim sem getur ómögulega komist í gang fyrir hádegi? Ef svo er þá ættu neðangreind atriði ef til vill að eiga við þig.
22.maí 2015 - 17:00

Svo skildi hann barnið sitt eftir úti í vegkanti: Ekki er allt sem sýnist - Myndskeið sem lætur engan ósnortinn

Stuttmyndin Gift er ekki nema tæpar fimm mínútur að lengd en hún skilur engan eftir ósnortinn. Myndin var frumsýnd fyrir rúmum mánuði og síðan þá hefur hún farið sigurför um heiminn.
22.maí 2015 - 15:00

Lélegasta landslið Englendinga frá upphafi?

Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur vakið athygli fyrir valið á leikmannahópnum fyrir leikina gegn Írlandi og Slóveníu sem fram fara í næsta mánuði. Fyrri leikurinn er vináttuleikur en sá síðari er í undankeppni EM.
22.maí 2015 - 09:11

Smáþjóðaleikarnir í Reykjavík í óvissu vegna kjaraviðræðna

Mikil óvissa ríkir um framkvæmd Smáþjóðaleikanna sem haldnir verða í Reykjavík 1.–6. júní. Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að staðan á kjaraviðræðum hér á landi gæti sett leikana í uppnám. Hún bendir á að ef starfsfólk í flugafgreiðslu nái ekki að semja fyrir 31. maí komi gestir leikanna ekki til landsins. Verkfall þeirra er boðað ótímabundið frá 6. júní.
21.maí 2015 - 12:00

Fjórtán ára stúlka handtekin eftir að ofbeldismyndband vakti athygli milljóna

Fjórtán ára stúlka var handtekin á dögunum eftir að ofbeldismyndband sem birt hafði verið á samfélagsmiðlum vakti athygli milljóna. Stúlkan lítur sakleysislega út við fyrstu sýn enda klædd í skólabúning og með tíkarspena, en framkoma hennar ber vitni um annað.
21.maí 2015 - 10:00

Hryllingshúsið: „Er lík í íbúðinni?“

Þegar barnaverndaryfirvöld voru kölluð að íbúð í Knowsley, Merseyside í Englandi sló barnaverndarfulltrúinn á létta strengi og spurði: „Ertu með lík í íbúðinni“. Sló hann þessu fram þar sem sterkur óþefur tók á móti honum um leið og dyrnar voru opnaðar.
21.maí 2015 - 09:00

PSG greiðir hæstu launin – knattspyrnulið áberandi á topp 10 listanum

Franska meistaraliðið Paris St-Germain greiðir hæstu laun allra atvinnuliða í heiminum samkvæmt úttekt Sporting Intelligence. Í hverri viku fá leikmenn aðalliðs PSG 21,2 milljónir kr. að meðaltali í laun en vissulega fá „stærstu“ stjörnur liðsins mun hærri laun í hverri viku. PSG velti Manchester City á Englandi úr efsta sætinu á þessum lista og Real Madrid frá Spáni er í öðru sæti en Man City er í þriðja sæti.
20.maí 2015 - 17:00

Tár á brúðkaupsdaginn: Unglingsstúlka neydd til að giftast lögreglustjóranum sem hótaði að ræna henni

Hún er ung og fögur, klædd í hvítan brúðarkjól en sorgin skín úr augum hennar. Hún er einungis 17 ára. Unglingur. Hún hefur verið neydd til að giftast fullorðnum manni, Ramazan Kayrov 47 ára, sem er tétseni. Hann hafði áður hótað að ræna henni ef hún myndi neita að giftast honum.
20.maí 2015 - 10:45

Louis van Gaal ætlar að hreinsa til hjá Man Utd í sumar

Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United vakti athygli fyrir skemmtilega ræðu á lokahófi enska liðsins sem fram fór í gær. Þar þakkaði hann stuðningsmönnum félagsins, leikmönnum og starfsfólki fyrir stuðninginn á leiktíðinni og þá sérstaklega í upphafi tímabilsins þegar gengi liðsins var ekki sem best.
20.maí 2015 - 09:35

Fréttamaður BBC handtekinn í Katar - ætlaði að fjalla um aðbúnað verkamanna

Slæmar aðstæður verkamanna sem vinna að uppbyggingu mannvirkja fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Katar árið 2022 hafa verið mikið í fréttum undanfarin misseri. Fjölda dauðsfalla má rekja til slæms aðbúnaðar þeirra og hafa skipuleggjendur HM í Katar reynt að koma í veg fyrir að fjölmiðlar fái aðgang að þeim svæðum sem þykja umdeild.
19.maí 2015 - 19:10

Vænt en ekki grænt: Ótal matvörur innihalda leyndar dýraafurðir

Hélstu kannski að þú værir grænmetisæta? Það eru nefnilega góðar líkur á því að margt sem þú í þig lætur innihaldi leyndar dýraafurðir. Ef þú hefur kosið að fylgja ákveðnu mataræði er ekki sjálfgefið að matvælaframleiðendur taki tillit til þess.
19.maí 2015 - 13:15

Faðir myrti barnið sitt til að komast hjá því að greiða meðlag

Hún hafði beðið 15 ár eftir að fyrrverandi unnusti hennar myndi viðurkenna að hafa myrt fjögurra ára dóttur þeirra með því að henda henni fram af bjargbrún. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og ítrekað verið fjallað um það. Móðirin Sara Key-Marer var viðstödd nýverið þar sem kveðinn var upp dómur yfir Cameron Brown fyrir morðið. Málið er nokkuð sérstakt að því leyti að þetta er í þriðja sinn sem réttað er í málinu en áður hafði kviðdómur tvisvar klofnað í afstöðu sinni.
19.maí 2015 - 10:00

Fimm ára drengur fékk heilan veitingastað til að tárast: Tók heimilislausan mann upp á sína arma

Gestir á veitingastað í Prattville í Alabama fengu kökk í hálsinn á dögunum þegar hinn fimm ára gamli Josiah Duncan sýndi ótrúlega hjartagæsku. Eftir að hafa hitt heimilislausan mann fyrir utan staðinn undraði sig á því að maðurinn ætti hvorki heimili né fjölskyldu. Hann tók því til sinna ráða.
19.maí 2015 - 09:00

Í gegnum slæðuna: Svona lítur heimurinn út undir Niqab klæðnaði

Á ljósmyndum hér fyrir neðan má sjá hvernig heimurinn lítur út í augum þeirra milljóna kvenna í mið-austurlöndum sem klæðast niqab meirihluta lífsins.
19.maí 2015 - 00:02

Glæsileg tilþrif í íþróttamyndasyrpu vikunnar frá Getty

Það var að venju mikið um að vera í íþróttalífinu á heimsvísu í síðustu viku. Ljósmyndarar Getty voru á mörgum viðburðum og hafa þeir tekið saman þær myndir sem stóðu upp úr að þeirra mati. Hér má sjá afraksturinn og að venju er íþróttaflóran fjölbreytt.
18.maí 2015 - 21:45

Vantar þig sumarhús: Fjölmörg hús á Ítalíu til sölu á 150 krónur

Ótal hús í litlum fallegum ítölskum þorpum eru til sölu á aðeins eina evru. Yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að selja húsin eða nánast gefa þau til að reyna koma í veg fyrir að þorpin breytist í draugabæi. Það er einn hængur á, sá sem tekur við eigninni verður að skuldbinda sig til að eyða 3.5 milljónum króna í endurbætur.
18.maí 2015 - 17:00

Ótrúlegt myndband sýnir háskalegar lendingar farþegaflugvéla í svæsnum vindhviðum

Stundum myndast erfiðar aðstæður til lendinga á flugvöllum eins og reyndir flugmenn þekkja mætavel. Flugvöllur portúgölsku eyjunnar Madeira hefur áður verið nefndur meðal hættulegastu flugvalla heims, en síðastliðinn sunnudag mættu flugmenn gríðarlegum vindhviðum þegar þeir reyndu að lenda vélum á flugbrautinni.
18.maí 2015 - 11:00

6 ára stúlka dansar zumba til að vekja athygli á lífshættulegum sjúkdómi

Það má með sanni segja að hin sex ára ára gamla Audrey Nethery sé einstök stúlka. Hún elskar zumba dans, Bítlana og Iron Maiden en hún þjáist einnig af lífshættulegum sjúkdómi, Diamond-Blackfan anemia (DBA) sem veldur því að beinmergurinn getur ekki framleitt nóg af rauðum blóðkornum. Myndband sem sýnir hana dansa zumba af miklum móð hefur nú slegið í gegnum á veraldarvefnum.
18.maí 2015 - 08:00

Karlar vilja stunda kynlíf snemma dags en konur seint að kveldi

Það getur greinilega verið erfitt fyrir fólk að stilla saman strengi sína þegar kemur að kynlífi því samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunnar þá eru konur mest til í tuskið klukkan 23.21 en karlarnir klukkan 7.54.
18.maí 2015 - 00:01

Barcelona meistari í 23. sinn – Messi með mun fleiri titla en Ronaldo

Lionel Messi tryggði Barcelona 1-0 sigur í gær gegn Atletico Madrid í spænsku knattspyrnunni – og þar með var það ljóst að Barcelona var búið að tryggja 23. meistaratitilinn í sögu félagsins. Atletico Madrid hafði titil að verja en Real Madrid er fjórum stigum á eftir Barcelona þegar ein umferð er eftir af deildarkeppninni.
17.maí 2015 - 18:00

Starfsmaður skyndibitastaðar með hjarta úr gulli: Myndband

Eftirfarandi myndband var tekið þegar Ridge Quarles, starfsmaður mexíkósks veitingastaðar í Kentucky í Bandaríkjunum sýndi ótrúlega manngæsku og hlýju í garð eins viðskiptavinarins fyrir nokkrum vikum síðum. Óhætt er að segja að hann hafi farið nokkuð út fyrir starfsvið sitt.
17.maí 2015 - 17:08 Sigurður Elvar

Myndasyrpa frá kveðjuleik Steven Gerrard á Anfield

Steven Gerrard lék sinn síðasta deildarleik á heimavelli með Liverpool um helgina eftir 17 ár í röðum félagsins. Fyrirliðinn fékk gríðarlega góðar kveðjur frá stuðningsmönnum liðsins á Anfield en hann fer frá liðinu eftir tímabilið og mun leika með LA Galaxy í bandarísku MLS deildinni á næstu árum.
17.maí 2015 - 16:56

Guðmundur Ágúst keppir um stóra titilinn í háskólagolfinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, tryggði sér sæti á lokamóti NCAA háskólamótaraðarinnar,  með því að enda í sjötta sæti á San Diego Regional meistaramótinu sem lauk í gær. Guðmundur Ágúst er fyrsti kylfingurinn úr röðum ETSU háskólaliðsins sem kemst í úrslitakeppni NCAA frá árinu 2010 – en ETSU liðið komst ekki í úrslitakeppnina.
17.maí 2015 - 14:00

Einstakt hjartalag ungs manns: Efndi loforð og tók þroskahefta vinkonu sína með á útskriftardansleik

Þegar Ben Moser og Mary Lapkowicz voru í fjórða bekk grunnskóla urðu þau vinir. Það voru ekki margir sem vildu verða vinir Mary þá því börnunum fannst hún skrýtin því hún er þroskaheft, með Downs heilkennið. En Ben var alveg sama, hann leit alltaf eftir Mary og tók hana með sér á alla viðburði fyrir nemendur skólans.
15.maí 2015 - 17:00

Hittu Steven Tyler í háloftunum: Það sem gerðist næst kom öllum á óvart

Kona nokkur var á ferðalagi með dóttur sinni. Vildi svo skemmtilega til að manneskjan sem sat fyrir framan þær var engin önnur en Steven Tyler úr hinni heimsfrægu hljómsveit Aerosmith. Konan stóðst ekki mátið og pikkaði í öxl söngvarans.
15.maí 2015 - 09:00

Hin dökka hlið kannabisneyslu: Ranghugmyndir og geðrænir sjúkdómar

Neysla kannabisefna getur haft margt fleira í för með sér en skammvina vímu en neysla kannabisefna hefur verið tengd við langvarandi ranghugmyndir, bólgur í munni og mörg önnur áhrif. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar um áhrif kannabisneyslu á fólk.
15.maí 2015 - 08:00

Bandspotti gefur nákvæmari mælingu á yfirþyngd en BMI stuðullinn

Árum saman hefur hinn svokallaði BMI þyngdarstuðull verið notaður til að ákvarða hvort að fólk sé í óheilbrigðri þyngd. Þessi aðferð hefur verið nokkuð umdeild og nú á dögunum sýndi ný rannsókn að bandspotti gefur nákvæmari mælingu á yfirþyngd en BMI stuðullinn.
14.maí 2015 - 18:55

Prófessor verður internetstjarna: Róaði barn nemanda síns í kennslustund

Dr. Sydney Engelberg, prófessor við hebreska háskólann í Jerúsalem er nú óvænt orðinn að interstjörnu eftir að hann tók upp á því í kennslustund að taka grátandi barn eins nemandans í fangið, róa það og halda svo áfram með kennsluna.
14.maí 2015 - 11:00

Ótrúlegt flug ofurhuga með vélknúnum svifvængjum yfir Dubai: Myndband

Yves Rossy er kannski ekki einhver sem þú þekkir með nafni en það eru þó líkur á að þú hafir séð hann áður. Hann er einn örfárra í heiminum sem á og notar vélknúna svifvængi og hann er frábær í því. Hann hefur flogið við hlið B17 sprengjuflugvélar, flogið hring um Fuji fjall og svifið yfir Miklagljúfri. En nú hefur hann birt magnað myndband af ótrúlegasta flugi sínu til þessa.
14.maí 2015 - 00:01

Myndasyrpa: Stórkostleg tilþrif á BMX stórmóti

Stórmót í BMX hjólreiðum fór fram nýverið í Arnheim í Hollandi. Eins og sjá má í myndasyrpunni hér fyrir neðan voru tilþrifin glæsileg hjá keppendum. Myndirnar segja allt sem segja þarf um þessa íþrótt sem fer vaxandi.
13.maí 2015 - 21:00

Bifhjólafólk heiðraði minningu Odins sem tók eigið líf 13 ára vegna mikils eineltis

Norskt bifhjólafólk safnaðist á dögunum saman í Aurskog og ók sem leið lá til Lillestrøm til að minnast Odins Olsen Andersgård sem tók sitt eigið líf aðeins 13 ára gamall en hann hafði orðið að þola mikið einelti í tveimur grunnskólum og hafði ítrekað kallað eftir hjálp fullorðinna sem ekki brugðust við.
13.maí 2015 - 18:41

Rúmlega 1.000 norrænir barnaníðingar nota spjallsvæðið Scandiland: Þar á meðal Íslendingar

Um 1.100 norrænir barnaníðingar nota spjallsvæðið Scandiland, sem er rekið á Thor-netinu sem er hliðarnet við Internetið. Á Scandiland er gerð krafa um að notendur noti norræna mál og því augljóst að markhópurinn er Norðurlandabúar. Meðal notenda netsins eru Íslendingar.
13.maí 2015 - 18:00

Villisvín skrapp í búðarferð: Myndband

Það varð uppi fótur og fit þegar villisvín komst inn í barnafataverslun i Hong Kong nú á dögunum. Olli það skemmdum á vörum og innréttingum og neyddust starfsfólk og viðskiptavinir til að yfirgefa verslunina í skyndi. Mætti helst líkja atburðarásinni við söguþráð í hryllingsmynd.
13.maí 2015 - 11:45

Raðmorðingi hefur myrt að minnsta kosti sjö konur í bandarískum smábæ

Í rúmlega sjö ár hefur lögreglan í bænum New Britain í Connecticut í Bandaríkjunum fundið leifar sjö kvenmannslíka í sama bæjarhlutanum. Talið er að sami aðilinn hafi myrt allar konurnar. Svæðið þar sem líkin fundust er erfitt yfirferðar en það samanstendur af skóglendi og mýri.
13.maí 2015 - 06:48

5 ára stúlka hvarf fyrir 11 dögum: Umfangsmikil leit lögreglunnar að stúlkunni

Fyrir 11 dögum hvarf Inga Gehricke, 5 ára, þegar hún var með foreldrum sínum í fríi í bænum Wilhelmshof í Þýskalandi. Hún var að leika sér á leikvelli með nokkrum öðrum börnum þann 2. maí þegar hún hvarf sporlaust. Þýska lögreglan hefur síðan þá unnið af miklum krafti að rannsókn málsins og ekkert hefur verið til sparað til að finna stúlkuna en án árangurs.
13.maí 2015 - 04:41

Öflugur El Niño í uppsiglingu í Kyrrahafinu: Getur valdið miklum vetrarkuldum í Evrópu

Veðurfyrirbrigðið El Niño er nú í uppsiglingu í Kyrrahafinu samkvæmt spám ástralskra veðurfræðinga en þeir telja að veðurfyrirbrigðið muni verða öflugt og hafa mikil áhrif víða um jörðina. Hitastig sjávar breytist töluvert samfara El Niño og það getur leitt til öfga í veðurfari, meðal annars mun kaldara veðurs að vetrarlagi í Norður-Evrópu.

Sena: Rea
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 21.5.2015
Hræðsluáróðursmeistarar ræstir út
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 15.5.2015
Óvissan á vinnumarkaðnum ógnar rekstri Haga!!!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.5.2015
Furðuskrif um sjálfstæðisbaráttuna
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 20.5.2015
Hin nýi Sjans
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 26.5.2015
Að myrða yndi sitt
Bryndís Loftsdóttir
Bryndís Loftsdóttir - 13.5.2015
Hver tók kaupmáttinn minn?
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.5.2015
Hvítsunnan - hin gleymda hátíð
Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason - 12.5.2015
Að ráðast á Alþingi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.5.2015
Deilurnar um bók Braga
Fleiri pressupennar