01.okt. 2014 - 01:00

Ebóla greinist í Bandaríkjunum

Thomas Frieden yfirmaður miðstöðvar sjúkdómsvarna í Bandaríkjunum Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna  hefur staðfest að fyrsta tilfelli ebólusmits hafi greinst þar í landi. Hinn sýkti er nú í sóttkví í borginni Dallas í Texas fylki en hann mun hafa verið á ferðalagi í Vestur Afríku.
30.sep. 2014 - 21:00

Hversu oft er starað á brjóstin á þér á degi hverjum?: MYNDBAND

Flestar konur kannast örugglega við að karlar og konur gjói stundum augunum á brjóstin eða jafnvel stari bara á þau. Margir karlar halda að konur taki ekki eftir þessu en það er alrangt hjá þeim, þær taka vel eftir þessu sama hversu laumulega er farið. Til að rannsaka hversu oft þetta gerist var kona fengin til að fara um götur Lundúnaborgar með falda myndavél til að sjá hversu oft fólk liti á brjóst hennar.
30.sep. 2014 - 20:00

Fimm ára einhverf stúlka málar meistaraverk

Einhverfa er röskun í taugaþroska sem hefur víðtæk áhrif á líf fólks. Fólk með einhverfu á oft erfitt með að tjá sig, það getur átt í erfiðleikum með að mynda tengsl við aðra og bregst ekki alltaf á viðeigandi hátt við áreitum í umhverfinu.
30.sep. 2014 - 16:00 Sigurður Elvar

Forseti norska knattspyrnusambandsins: „Íslendingar eru að gera það sem við ættum að vera gera“

 „Íslendingar eru að gera það sem við ættum að vera að gera,“ segir Kjetil Siem forseti norska knattspyrnusambandsins í viðtali við NRK. Norðmenn eru í mikilli naflaskoðun hvað varðar árangur norska karlalandsliðsins á undanförnum árum.
30.sep. 2014 - 12:30

Fjallgöngumenn í bráðri lífshættu á eldfjalli: Ótrúlegt myndband

Staðfest hefur verið að 36 manns, að minnsta kosti, létu lífið á eldfjallinu Ontake í Japan þegar eldgos hófst í því án nokkurs fyrirvara um miðjan dag á laugardaginn. Tímasetningin hefði varla getið verið verri því veður var gott og því mikill fjöldi fólks í gönguferðum á fjallinu. Einn þeirra rúmlega 200 göngumanna sem slapp lifandi náði ótrúlegum myndum af öskuskýinu og hvernig það lagðist yfir efsta hluta fjallsins.
30.sep. 2014 - 11:00

Elska Ísland: Útsjónarsamir breskir stúdentar fengu draumaferðina - MYNDBAND

Útsjónasamir breskir háskólastúdentar tryggðu sér lúxusferð til Íslands í sumar. Þau hafði lengi dreymt um að heimsækja landið, upplifa náttúruna og næturlífið en sáu ekki fram á að hafa efni á því í náinni framtíð þar til þau fengu hugmynd sem borgaði sig. 
30.sep. 2014 - 10:00

Játar morð á barni sem hvarf árið 1979. Deilt um sannleiksgildi játningarinnar

Árið 1979 hvarf sex ára gamall drengur í New York, Etan Patz að nafni. Núna hefur 53 ára gamall maður, Pedro Hernandez, játað að hafa myrt drenginn. Játningin er gerð á margra klukkustunda myndbandsupptöku. Núna er tekist á um sannleiksgildi játningarinnar fyrir dómstóli í New York, en lögfræðingur Hernandez telur játninguna vera falska á meðan saksóknari og rannsóknarlögreglumenn telja hana ósvikna. Fyrir rétti hefur Hernandez lýst sig saklausan. Hernandez er með geðhvarfasýki og greindarskertur.
30.sep. 2014 - 09:00

Danskur hermaður stígur á jarðsprengju - Myndband: Ekki fyrir viðkvæma

Þessi frétt og myndbandið sem henni fylgir er ekki fyrir viðkvæma eða börn. Myndbandið er byggt á upptöku úr myndavélum sem danskir hermenn báru á hjálmum sínum í stríðinu í Afganistan og sýnir vel þann hrylling og viðbjóð sem stríð er og þær miklu hörmungar og þjáningar sem það getur haft í för með sér.
29.sep. 2014 - 21:00

Hrollvekjandi myndband af draugagangi á lögreglustöð

Lögreglan rannsakar nú ferðir einhvers í leyfisleysi inn á lóð lögreglustöðvar en það sem gerir málið mjög óvenjulegt er að grunur leikur á að sá sem fór í leyfisleysi inn á lóðina tilheyri ekki heimi okkar lifandi manna. Atvikið náðist á upptöku eftirlitsmyndavéla og er óhætt að segja að myndbandið sé hrollvekjandi.
29.sep. 2014 - 20:00

Facebook fjarlægði prófílmynd fatlaðs drengs vegna útlits hans

16 ára drengur sem þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi, sem veldur því að andlit hans er töluvert afmyndað, varð fyrir því nýlega að Facebook fjarlægði prófílmynd hans og grunar hann að það hafi verið gert vegna þess hversu afmyndað andlit hans er.
29.sep. 2014 - 17:30 Sigurður Elvar

Rory ber að ofan með rauða hárkollu – Donaldson mætti fullur í viðtal - allt eðlilegt í herbúðum Ryderliðs Evrópu

Leikmenn Ryderliðs Evrópu skemmtu sér gríðarlega vel í gærkvöld eftir sigurinn gegn bandaríska úrvalsliðinu á Gleneagles í Skotlandi. Eins og áður hefur komið fram var þetta þriðji sigur Evrópu í röð, sá sjötti í síðustu sjö keppnum og sá áttundi í síðustu tíu keppnum. Ástandið á kylfingunum var misjafnt í morgun þegar rykið settist eftir veisluhöldin og á þessum Instragram myndum má lesa í stemninguna sem ríkti í Evrópuliðinu.
29.sep. 2014 - 11:00

Flugmenn hjá Air Canada með klámefni í vinnunni

Yfirflugstjóri hjá Air Canada hefur hótað flugmönnum sem skoða klámefni í vinnunni brottrekstri. Töluverð brögð eru að því að klámblöð og annað óviðeigandi lesefni finnist í flugstjórnarklefum flugvéla félagsins. Hefur það komið fyrir oftar en einu sinni að kvenkynsflugmenn kvarta undan efni sem karlkynsvinnufélagar þeirra skilja eftir sig í flugstjórnarklefunum.
29.sep. 2014 - 09:00

Verðandi mæður forvitnari um kyn barnsins ef þær eru einhleypar, fátækar eða án háskólamenntunar

Verðandi mæður sem eru illa settar fjárhagslega, ógiftar eða án háskólamenntunar eru líklegri til að vilja vit kyn ófædds barns síns en aðrar konur. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar og einnig kemur fram í þeim að þessar mæður hafa óraunhæfar hugmyndir um uppeldi barna sinna miðað við þær mæður sem ekki vilja vita kyn barnsins meðan á meðgöngu stendur.
28.sep. 2014 - 21:10 Kristján Kristjánsson

Mayday – Mayday – Estonia er að sökkva! 852 létust

Að kvöldi 27. september og aðfaranótt miðvikudagsins 28. september 1994 var ferjan M/S Estonia á siglingu á opnu hafi á milli Tallinn í Eistlandi og Stokkhólms. Á bíladekkinu voru 28 flutningabílar og 70 fólksbílar. 803 farþegar voru um borð auk 186 manna áhafnar.
28.sep. 2014 - 20:00

Tilviljun eða forlög? Ótrúleg sönn frásögn um ást við fyrstu sýn

Tvær ungar manneskjur í New York árið 1947. Þegar sagan hefst hafa þau aldrei hist. Unga konan er í námi í enskum bókmenntum, hún er lestrarhestur og dreymir um að verða rithöfundur. Hún heitir Deborah. Ungi maðurinn, Joseph, er upprennandi listmálari og vinnur fyrir sér með því að kenna myndlist í framhaldsskóla. Á laugardögum málaði hann allan daginn, annað hvort heima hjá sér eða úti í Central Park, og þá borðaði hann á veitingastað. Hann valdi alltaf saman veitingastaðinn sem hét Milky Way.
28.sep. 2014 - 17:00 Sigurður Elvar

Öruggur sigur Evrópu í Ryderkeppninni gegn Bandaríkjunum – áttundi sigur Evrópu í síðustu tíu keppnum

Evrópa tryggði sér sigur í Ryderkeppninni í golfi í dag með 16,5 - 11,5 sigri gegn bandaríska úrvalsliðinu á Gleneagles vellinum í Skotlandi.  Þetta er þriðji sigur Evrópu í röð í keppninni en Bandaríkin sigruðu síðast árið 2008 á Valhalla. Af síðustu sjö keppnum hefur Evrópa sigrað  sex sinnum. Og í síðustu tíu keppnum hefur Evrópa sigrað átta sinnum, 4/3.
28.sep. 2014 - 16:43

Stórslys í Hollandi – tugir slasaðir og látnir: ,,Monstertruk“ ekið inn í mannhaf

Mynd Getty Image / tengist ekki fréttinni beint Stórslys varð í Hollandi nú síðdegis þegar svokölluðum Monstertruck var ekið inn í mannhaf á bílasýningu. Að minnsta kosti þrír eru látnir og tugir eru slasaðir. Slysið varð í Haakberger í austurhluta landsins. Stórslysaáætlanir hafa verið virkjaðar á öllum sjúkrahúsum í héraðinu og allt tiltækt björgunarlið er á vettvangi og einnig hefur aðstoð borist frá Þýskalandi en fjölda þýskra sjúkrabíla hefur verið stefnt á vettvang.
27.sep. 2014 - 17:00

Merkir atburðir í mannkynssögunni: Myndasería

Einu sinni er allt fyrst. Hér á eftir má sjá bráðskemmtilega og upplýsandi myndaseríu sem sýnir svart á hvítu merkilega viðburði í mannkynssögunni sem eiga það allir sameiginlegt að hafa verið ljósmyndaðir þegar þeir áttu sér stað.

27.sep. 2014 - 15:30

Ótrúlega frumlegt tónlistarmyndband: Eingöngu notast við snjallsíma og tölvur

Tölvu og snjallsímavæðingin virðist hafa ýtt undir sköpunargáfuna hjá hinum ýmsu listamönnum. Það er að minnsta kosti raunin hjá úkranísku hljómsveitinni Brunettes Shoot Blondes en tónlistarmyndband sveitarinnar við lagið Knock Knock er alfarið búið til og flutt á tækjum frá Apple. Óhætt er að segja að hér sé afar frumlegt myndband á ferð en það hefur nú þegar slegið í gegn á Youtube.
27.sep. 2014 - 08:00

Vísað úr strætisvagni fyrir að syngja lagið um Gurru grís: Þóttu móðga múslima

Nick og Sarah ásamt dóttur sinni Heidi Pari nokkru var vísað út úr strætisvagni og sakað um að vera rasistar eftir að þau sungu titillagið úr teiknimyndunum um Gurru grís fyrir 15 mánaða dóttur þeirra. Parið segir að múslímsk kona sem var í strætisvagninum hafi sagt þau vera rasista og að þau væru að vísa til þess að múslimar mega ekki borða svínakjöt.
26.sep. 2014 - 21:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Skrifaði hún nafn morðingja síns með blóði sínu?

Það var þann 11. október árið 2003 sem Karen Pannell, 39 ára gömul flugfreyja í Tampa í Florida og fyrrverandi fyrirsæta, mætti ekki til vinnu. Þetta var mjög óvenjulegt því Karen var traustur og áreiðanlegur starfskraftur og þá sjaldan hún forfallaðist vegna veikinda var hún ætíð vön að hafa samband og láta vita.
26.sep. 2014 - 20:00

Átta atriði sem gætu endað sambandið áður en það byrjar

Ef þú ert komin með dágóða reynslu af stefnumótaheiminum eða búinn að ná ákveðnum aldri þá hefur þú líklega gert lista yfir eiginleika sem ætti að varast þegar kemur að hinu kyninu. Er hann enn einn mömmustrákurinn? Vill hann ekki eignast börn, en þig langar það? Er hún óskipulagður sóði? Hversvegna að eyða tíma hvors annars ef sambandið er dauðadæmt frá upphafi?
26.sep. 2014 - 18:30

Nettröll eru siðblindir, sjálfsdýrkandi sadistar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að einstaklingar sem njóta þess að eyðileggja umræður og ögra öðrum á netinu sýni af sér sadíska og siðblinda hegðun í hinu raunverulega lífi. Þessir einstaklingar eru víða og við höfum flest séð þá á netinu, þetta eru hin svokölluðu nettröll.
26.sep. 2014 - 17:00

Læknir neitaði að sinna gamalli konu sem datt því hann væri ekki þjálfaður í skyndihjálp

88 ára kona datt fyrir utan læknastofu og lá þar hjálparlaus þegar vegfaranda bar að. Vegfarandinn fór inn á læknastofuna og bað lækninn að koma út til að sinna konunni. Læknirinn neitaði því og bar því við að hann væri ekki þjálfaður í skyndihjálp.
26.sep. 2014 - 15:30

Stafrænir tvíburar: Spáð í tækniundur framtíðarinnar

Mynd: Fútúristinn John Smart Ef marka má orð framtíðarsinnans John Smart gætu mörg okkar átt eftir að eiga svokallaða "stafræna tvíbura" sem geta haldið utan um dagskrána okkar, tekið ákvarðanir og átt í samræðum við annað fólk fyrir okkar hönd. Þau gætu jafnvel huggað ástvini eftir fráfall okkar með því að herma eftir rödd okkar, tilfinningum, hegðunarvenjum og hugsunum.
26.sep. 2014 - 09:00

„Sifjaspell á að vera löglegt“

Þýska siðferðisráðið gaf í gær út yfirlýsingu um að þýska ríkisstjórnin ætti að íhuga að gera sifjaspell refsilaust en meirihluti þessa 26 manna ráðs hefur komist að þessari niðurstöðu. Í ráðinu eru þekktir vísindamenn, læknar, guðfræðingar og lögmenn.
25.sep. 2014 - 22:13 Sigurður Elvar

Keppnisfyrirkomulag Ryderkeppninnar á Gleneagles og rástímar

Ryderkeppnin í golfi hefst eldsnemma að morgni föstudags, á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Fyrirliðarnir tilkynntu í dag hvaða kylfingar mætast í fyrstu fjórum viðureignunum – en keppni lýkur á sunnudaginn.
25.sep. 2014 - 22:00

Svarthol eru ekki til: Hugsanlegt að Miklihvellur hafi aldrei átt sér stað

Svarthol hafa lengi heillað fólk og komið mikið við sögu í vinsælum kvikmyndum og bókum. Svartholin eru hins vegar hið algjörlega óþekkta – svörtustu og þéttustu hlutirnir í alheiminum sem ljósið getur ekki einu sinni sloppið frá ef það kemur of nálægt þeim. Ef þetta er ekki nægilegt til að rugla fólk í rýminu er þá staðhæfir vísindamaður nú að svarthol séu ekki til, svona til að flækja málin frekar.
25.sep. 2014 - 21:00

Er þetta minnsti hundur í heimi?

Vegna smæðar sinnar vekur Chip athygli hvert sem hann fer Dverghundurinn Chip, sem er blanda af langhundi og chihuahua, er nú orðinn þekktur í heimabæ sínum Tibshelf í Englandi en Chip vegur aðeins 900 grömm og er ekki nemar rúmir 7,5 sentimetrar á hæð. Eigandi hans, hundaræktandinn Emma Robson segist fullviss um að Chip sé minnsti hundur í heimi og hyggst hún fá sönnun þess hjá Heimsmetabók Guiness.
25.sep. 2014 - 21:00

Svört skýrsla frá Amnesty International: Tíu ára fórnarlamb nauðgunar neydd til að fæða barn

Fortakslaust bann ríkir við fóstureyðingum í El Salvador Amnesty International gaf nýverið út skýrslu sem ber heitið On the Brink of Death: Violence Against Women and the Abortion Ban in El Salvador.  Var meginniðurstaða skýrslunnar sú að á hverju ári er brotið á mannréttindum hundraða kvenna og stúlkna í El Salvador fyrir tilstuðlan  banns við fóstureyðingum sem bundið var í landslög árið 1998.
25.sep. 2014 - 17:00

Ekki skola leirtauið áður en þú setur það í uppþvottavélina

Samkvæmt könnun sem raftækjaframleiðandinn Miele lét gera á dögunum kom í ljós að um það bil 95 prósent þeirra sem eiga uppþvottavél skola leirtauið áður en það er sett inn í vélina.
25.sep. 2014 - 15:00

Harmleikur í Uppsölum: Tveir unglingspiltar létust af völdum skotsára

Af vettvangi Íbúar í Uppsölum í Svíþjóð eru harmi slegnir eftir að tveir unglingspiltar, 16 og 17 ára, létust af völdum skotsára í gærkvöldi. Piltarnir voru vinir og sóttu sama skólann í Uppsala. Það var rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi sem lögreglan fékk tilkynningu um að skotum hefði verið hleypt af í húsi í úthverfi Uppsala. Eldri pilturinn var látinn þegar lögreglan kom á vettvang og hinn lést skömmu eftir að hann hafði verið fluttur á sjúkrahús
25.sep. 2014 - 13:00

Mundu að þú ert ekki mamman: 10 óþægilegar staðreyndir um stjúpmæður

Í fyrstu gekk sambandið við stjúpdæturnar frábærlega og fyrstu tvö árin í blandaðri fjölskyldu gengu eins og í sögu. En síðan kom gelgjuskeiðið og þar að auki fluttu stjúpdæturnar inn til hennar og eiginmannsins þar sem fyrir voru tvö börn hennar af fyrra hjónabandi. Við það breyttist allt og henni fannst hún vera að bregðast stjúpdætrum sínum og sambandið við þær væri farið í vaskinn. Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Lindsay Ferrier tjáir sig um hlutskipti stjúpmæðra – af eigin reynslu. Hún brýtur málefnið niður í 10 óþægilegar staðreyndir:
25.sep. 2014 - 10:00

NASA undirbýr að geimverur finnist: Sérfræðingar funda um samskipti við geimverur

Það er eins og að leita að nál í heysátu að leita að lífi úti í geimnum ef ekki erfiðara þrátt fyrir að tekist hafi að finna 10.000 vetrarbrautir fram að þessu með aðstoð Hubble geimsjónaukans. Með aðstoð Kepler geimrannsóknarstöðvarinnar hafa rúmlega 1.400 plánetur fundist í óravíddum himingeimsins. Nú er bandaríska geimferðastofnunin NASA farin að búa sig undir að líf finnist utan jarðarinnar.
25.sep. 2014 - 09:00

Nágrannaerjur sem fóru úr böndunum: Reistu 1,8 m háa girðingu í kringum hús nágranna

Þegar hjón nokkur vöknuðu snemma morguns við hávaða frá iðnaðarmönnum sem voru að grafa holur fyrir utan heimili þeirra, töldu þau að þetta væri einn af þessum dögum þar sem framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins væru í gangi. En þau hrukku þó fljótt upp af værum blundi þegar farið var að setja steypta stólpa í holurnar og girðing fór að taka á sig mynd. Girðingin var nefnilega í kringum húsið þeirra og nú komast þau ekki út úr garðinum sínum nema með því að nota stiga til að komast yfir girðinguna.
25.sep. 2014 - 06:00 Sigurður Elvar

Úrvalslið Eiðs Smára er vel mannað – Íslendingurinn hefur leikið með gríðarlegum fjölda þekktra leikmanna

Eiður Smári Guðjohnsen, sem er þessa dagan orðaður við lið á Indlandi, valdi úrvalslið fyrir Sky fréttavefinn þar sem hann valdi leikmenn sem hann hefur leikið með á ferlinum.  Eiður Smári, sem lék m.a. með Barcelona, Chelsea, Tottenham og PSV, hefur úr ótrúlegum fjölda leikmanna að velja eins og sjá má hér fyrir neðan.
24.sep. 2014 - 20:15

Tíu ástæður fyrir því að banna ættu börnum undir 12 ára aldri að eiga snjalltæki

Samtök bandaríska barnalækna og samtök kanadískra barnalækna fullyrða að 0-2 ára gömul börn ættu ekki að koma nálægt snjalltölvutækninni, 3-5 ára börn ættu að fá að nota tölvutæknina aðeins eina klukkustund á dag og 6-18 ára börn ættu að fá hámark tvo tíma á dag í slíka tækninotkun.
24.sep. 2014 - 16:05

Rúmlega 1.000 manns handteknir í Evrópu vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Rúmlega 1.000 manns hafa verið handteknir í umfangsmestu lögregluaðgerð evrópskra lögregluliða gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Aðgerðin hefur staðið í níu daga og þeir sem voru handteknir eru grunaðir um aðild að ýmsum glæpum, til dæmis mansali, fíkniefnasmygli, skattsvikum, smygli á fólki, fölsunum og þjófnuðum.
24.sep. 2014 - 11:50

Karlar með stóra maga eru betri elskhugar

Það eru kannski ekki margir sem hafa hugsað út í þetta en karlar með stóra maga eru betri elskhugar en þeir mjóu. Þetta á að minnsta kosti við þegar kemur að úthaldi í kynlífinu. Það virðist því geta aukið úthald karla í rúminu að vera með smávegis auka hold á líkamanum.
24.sep. 2014 - 10:00

Facebook sér ást fólks fyrir

Þrátt fyrir að þú vitir ekki að þú sért á góðri leið inn í rómantískt samband þá veit Facebook það kannski nú þegar. Þegar fólk byrjar að draga sig saman byrjar það að daðra. Þetta vissu auðvitað allir en nú fer daðrið fram á netinu, á Facebook þar sem fólk sendir hvort öðru skilaboð og skrifar á veggi hvers annars.
24.sep. 2014 - 08:47

Myndband: Mögnuð stökk og tilþrif hjá fimleikamönnum við óhefðbundnar aðstæður

Fimleikaíþróttin er í stöðugri þróun og hið hefðbundna form á æfingum í þeirri íþrótt er ekki alltaf fyrsta valið hjá þeim sem vilja stunda þessa mögnuðu íþrótt. Project JUMPoff er hópur í Danmörku sem hefur stigið út fyrir „fimleikakassann“ og í þessu myndbandi má sjá afraksturinn – sem er afar áhugaverður.
24.sep. 2014 - 08:37 Sigurður Elvar

Myndband: Ótrúleg vítaspyrnukeppni hjá Liverpool og Middlesbrough – nýtt met á Englandi

Liverpool og Middlesbrough settu nýtt met í gærkvöld þegar liðin áttust við í 32 liða úrslitum enska deildabikarsins. Eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var staðan 2-2 og réðust úrslitin eftir vítaspyrnukepppni sem fer í metabækurnar. Úrslitin réðust eftir 30 vítaspyrnur en þess má geta að Middlesbrough jafnaði metin undir lokin í framlengingunni úr vítaspyrnu.
23.sep. 2014 - 22:00

Vandræðalegar brúðkaupsmyndir

Brúðkaupsdagurinn er fyrir langflestum brúðhjónum einn skemmtilegasti dagur lífsins. Allar minningar og myndir sem tengjast deginum eru geymdar á góðum stað svo hægt sé að rifja daginn upp aftur og aftur.
23.sep. 2014 - 20:00

Deyjandi móðir fékk hinstu ósk sína uppfyllta: Myndband

Kona sem þjáðist af brjóstakrabbameini átti eina hinstu ósk sem var að fá að dansa við son sinn í brúðkaupi hans. Brúðkaupið fór fram þann 5. september síðastliðinn og þremur dögum síðar lést konan. Dóttir hennar tók þessa hjartnæmu stund upp þegar konan stóð upp úr hjólastól sínum og dansaði síðasta dansinn við lagið Somewhere Over the Rainbow.
23.sep. 2014 - 19:15

Magnað myndband um loftslagsmálin og framtíð okkar allra

Í dag funda margir þjóðarleiðtogar í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York um hvernig hægt sé að takast á við loftslagsbreytingar og þau miklu áhrif sem þær hafa á líf okkar allra sem byggjum þessa jörð. Fundur leiðtoganna hófst í morgun með því að þeir horfðu á tæplega fjögurra mínútna mynd um loftslagsmálin og framtíð okkar allra.
23.sep. 2014 - 18:30

Ebólufaraldurinn: Tilfellin gætu farið upp í 1,4 milljónir í janúar

Á milli 550.000 og 1,4 milljónir manna í Vestur-Afríku gætu sýkst af Ebólu-veirunni fyrir 20. janúar 2015, samkvæmt skýrslu sem Sóttvarnarstofnun Evrópu birti í dag. Í efra matinu, 1,4 milljónir, er gengið út frá því að fjöldinn sem skráður er í dag, 5.864 tilfelli, sé gróflega vantalinn.
23.sep. 2014 - 13:15

Æskuástin sigraði að lokum: Giftust 63 árum eftir fyrstu kynni

Það tók Marcellu og Johnny Vick frá Englandi heil 63 ár að ná saman og giftast eftir að þau höfðu orðið ástfangin sem unglingar. Parið var í sambandi í tvö ár á sjötta áratugnum en svo skildu leiðir. Marcella, sem er 79 ára, var gift í 39 ár öðrum manni og átti með honum þrjár dætur; Vick, sem er áttræður, var giftur annarri konu og átti með henni tvo syni og tvær dætur.
23.sep. 2014 - 10:00

Er að gefast upp: Hundrað fullnægingar á dag í tvö ár eftir brjósklos

Hann hefur fengið hundrað fullnægingar á dag síðastliðin tvö ár. Vandræði hins 37 ára gamla Dale Decker hófust í september árið 2012 þegar hann fékk brjósklos. Í sjúkrabílnum á leið á spítalann fékk hann fimm fullnægingar. Síðan þá hefur hann upplifað nánast stöðuga kynferðislega örvun.
23.sep. 2014 - 09:40 Sigurður Elvar

Felix Magath hefur ofurtrú á mjólkurvörum – skipaði leikmanni að nota ost til þess að ná sér eftir meiðsli

Felix Magath er engum líkur en þýski knattspyrnustjórinn gerði nánast allt vitlaust á þeim stutta tíma sem hann stjórnaði Fulham í ensku knattspyrnunni. Magath, sem var á sínum tíma einn þekktasti knattspyrnumaður Þýskalands, var fenginn s.l. vor til Fulham til þess að bjarga liðinu frá falli úr úrvalsdeildinni – en það tókst ekki.

Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 16.9.2014
Óheppinn hæstaréttarlögmaður
Ragnar H. Hall
Ragnar H. Hall - 17.9.2014
Aðstoð við Jón fræðimann
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 22.9.2014
Lygamörður á ferð
Aðsend grein
Aðsend grein - 18.9.2014
Landsbyggðarvæl?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 18.9.2014
Eins manns kenning
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.9.2014
Afstaða mín til innflytjenda
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.9.2014
Saga sem Saga vill ekki segja
María Rún Vilhelmsdóttir
María Rún Vilhelmsdóttir - 23.9.2014
Hver ert þú?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 27.9.2014
Verðandi hæstaréttardómarar?
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 29.9.2014
29. september
Fleiri pressupennar