20.ágú. 2014 - 22:00

Átta ára drengur með ofvaxnar hendur: Læknar ráðþrota

Læknar eru ráðþrota yfir ástandi átta ára drengs sem lýsir sér þannig að hendur hans hafa bólgnað upp og stækkað frá því að hann fæddist. Í dag eru þær 13 kíló að þyngd hvor og eru ennþá að vaxa. Drengurinn hefur verið lagður í einelti allt sitt líf en foreldrar hans halda í vonina um að læknar finni hvað orsakar ofvöxtinn svo hann eigi möguleika á eðlilegu lífi.  

 

20.ágú. 2014 - 20:30

Hann lifir á að synda í skít: Er þetta ógeðslegasta starf í heimi?

Það er líklegast hægt að segja að Brendan Walsh frá Ástralíu vinni eitt ógeðslegasta starf í heimi en vinnudagarnir hans felast yfirleitt í að synda í skít, í bókstaflegri merkingu orðsins. Hann rekur fyrirtæki sem sérhæfir sig í að kafa við aðstæður þar sem ekkert súrefni er að finna, þar á meðal er það sem safnast saman í holræsum - með öðrum orðum, saur manna.
20.ágú. 2014 - 15:30

Yet another unpronounceable volcanic catastrophe in Iceland?

Forces of nature have brought you another Icelandic word to digest: Bárðarbunga. What hell is that? You might ask yourself. Well, whether it is going to bring hellfire and ashes remains to be seen. And how on earth do you pronounce the name of this location? We´ll get to the pronunciation part later but let´s look at some recent developments.
20.ágú. 2014 - 12:00

Sérstakt dómsmál: Skaut hann ölvaðan ökumann til bana eftir banaslys?

Ölvaður ökumaður átti ekki skilið að vera „tekinn af lífi á götu úti“ af manni í reiðiskasti vegna þess að ölvaði ökumaðurinn hafði rétt áður keyrt á tvö barna mannsins og orðið þeim að bana. Þetta segir saksóknari í máli sem hefur fengið mikla athygli fjölmiðla og er mjög sérstakt og flókið.
20.ágú. 2014 - 10:00

Mikil reiði vegna krafna um meydómsrannsóknir fyrir opinber störf

Saksóknari í brasilíska fylkinu São Paulo hefur hafið rannsókn á hvers vegna konur sem sækja um störf hjá fylkinu eru krafðar um vottorð frá kvensjúkdómalækni eða jafnvel krafðar um að fara í meydómsrannsókn.
19.ágú. 2014 - 20:15

Unnustinn sviðsetti eigin dauðdaga til að losna undan hjónbandinu

Fimmtándi ágúst síðastliðinn átti að vera brúðkaupsdagur Alex Lancaste og hefði hugsanlega orðið það ef unnusti hennar hefði ekki sviðsett eigin dauðdaga til þess að losna undan skuldbindingunni.
19.ágú. 2014 - 16:40

Er þetta fljúgandi furðuhlutur yfir Houston? Margir náðu myndum af fyrirbærinu

Margir hafa velt fyrir sér hvort fljúgandi furðuhlutur hafi verið á sveimi yfir Houston í Texas um helgina þegar óveður gekk yfir borgina. Margir náðu myndum af fyrirbærinu og birtu þær meðal annars á Twitter. Á sumum myndanna má sjá skínandi sporöskjulaga hlut yfir borginni.
19.ágú. 2014 - 14:45 Sigurður Elvar

Skemmtilegt myndband frá Silfurskeiðinni – styttist í stórleikinn gegn Inter á Laugardalsvelli

Stjarnan mætir stórliði Inter Milan frá Ítalíu á Laugardalsvelli á miðvikudaginn í Evrópudeildinni. Þetta er einn stærsti knattspyrnuleikur sem farið hefur fram á Íslandi á síðari árum og árangur Stjörnunnar í Evrópukeppninni fram til þessa hefur verið stórkostlegur.
19.ágú. 2014 - 12:37

Grunur um ebólusmit í Berlín

Atvinnumiðlun í Berlín hefur verið lokað af lögreglunni eftir að 30 ára kona frá Vestur-Afríku hneig niður þar inni fyrr í dag. Vinnumiðluninni var strax lokað og starfsfólkinu þar er haldið í einangrun. Læknar eru á leið á staðinn. Konan var flutt á sjúkrahús.
19.ágú. 2014 - 11:00

„Börn gráta þegar þau sjá mig: Það er það versta við að líta svona út“

1988 lenti smiður nokkur í vinnuslysi, hann féll úr þriggja metra hæð og lenti illa. Hann meiddist á baki og andliti. Á sjúkrahúsi beindu læknar sjónum aðallega að bakáverkunum og meðhöndlun við þeim en sárin í andlitinu voru hreinsuð en ekki talin alvarleg. En það fór heldur betur á annan veg og á endanum varð smiðurinn afmyndaður í andliti og börn verða mjög hrædd ef þau sjá hann.
19.ágú. 2014 - 10:03

„Bandaríkin munu drukkna í blóði“

Liðsmenn IS, sem eru öfgasamtök múslima, hóta hefndum vegna loftárása Bandaríkjahers á hersveitir IS í Írak. Á sama tíma og kúrdískar hersveitir hafa aftur náð yfirráðum yfir Mosulstíflunni í Írak senda liðsmenn IS frá sér myndband þar sem Bandaríkjunum er hótað hefndum og að „Bandaríkin muni drukkna í blóði“.
19.ágú. 2014 - 09:00

Dýrasta teiknimyndablað sögunnar til sölu á Ebay: Verðmætið nokkur hundruð milljónir

Áhugamenn um teiknimyndasögur ættu að taka gleði sína núna því einstakt tækifæri býðst nú á uppboðsvefnum Ebay.com þar sem dýrasta teiknimyndasögublað sögunnar er til sölu þessa dagana. Þetta er einstakt tækifæri til að fullkomna safnið.
18.ágú. 2014 - 20:00

Flestir þekkja bikiní en þekkirðu ,,facekiní“?

Ekki er víst að ,,facekiní“ muni ryðja sér til rúms víða en það nýtur þó töluverðra vinsælda í Kína, sérstaklega hjá eldri konum sem vilja vernda húðina fyrir geislum sólar. ,,Facekiníin“eiga einmitt rætur sínar að rekja til eldri kvenna í Kína en nú er þessi merkilegi búnaður að taka flugið og hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana.
18.ágú. 2014 - 10:00

Enn vantar fólk í vinnu í Noregi: 32.000 laus störf

Enn virðast vera góð atvinnutækifæri í Noregi en um 32.000 störf virðast vera laus þar um þessar mundir miðað við auglýsingar á vefsíðum atvinnumiðlana. Sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum telja þó að farið sé að hægja á vextinum í Noregi og nú sé að verða erfiðara að fá vinnu.
18.ágú. 2014 - 08:08 Sigurður Elvar

Myndband: Markvörður skoraði af 90 metra færi í Hollandi

Það þykir ávallt fréttaefni þegar markverðir skora í knattspyrnuleik. Erik Cummins markvörður hollenska liðsins Go Ahead Eagles skoraði frábært mark af um 90 metra færi í hollensku úrvalsdeildinni um helgina.
17.ágú. 2014 - 20:00

Arkitektar með hugmyndaflugið í lagi: Óvenjuleg íbúðarhús

Óvenjuleg íbúðarhús finnast víða. Hvort sem að eigendur húsanna hér að neðan sækjast eftir því að vera öðruvísi með því að byggja sér heimili úr flugvél eða hús í anda Lord of The Rings verður ekki fullyrt um hér. Óhefðbundin arkitektúr húsanna hér að neðan svíkur þó engan.
17.ágú. 2014 - 17:30

Draumastarfið á lausu: Viltu verða súkkulaðisérfræðingur?

Tilvonandi vísindamönnum og aðdáendum súkkulaðis býðst nú einstakt tækifæri til að láta undan sætindaþörfinni þar sem Cambridgeháskóli hefur auglýst lausa stöðu við nám í súkkulaðifræðum.
17.ágú. 2014 - 16:30

Óvenjuleg ungbarnamyndataka: Hvolpur í stað kornabarns með nýbökuðum eigendum sínum

Myndaserían hér að neðan hefur farið sigurför um netmiðla og sýnir par í hefðbundinni ungbarnamyndatöku, eins og svo margir foreldrar fara í eftir að barn fæðist. En í staðinn fyrir að kornabarn sé miðpunktur myndanna er það Jack-Russell Terrier hvolpur sem hjúfrar sig upp við nýbaka eigendur sína.

16.ágú. 2014 - 21:30

Með brugghús í maganum: Getur orðið drukkinn hvar og hvenær sem er án þess að bragða dropa af áfengi

Nick Hess er 34 ára þjónn á veitingastað sem syndir, hjólar og spilar blak í frístundum. Fyrir þremur árum fékk hann skyndilega mikinn magaverk sem stóð yfir í nokkra stund. Í kjölfarið gerðist eitthvað í líkama hans og líf hans breyttist til muna.    
16.ágú. 2014 - 14:35 Sigurður Elvar

Gylfi Þór hetja Swansea - skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn Man Utd á Old Trafford

Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik með Swansea í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag gegn Manchester United á Old Trafford. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði sigurmark leiksins í 2-1 sigri Swansea og hann lagði einnig upp fyrra mark liðsins.
16.ágú. 2014 - 11:30

Ræktaði tré sem ber 40 tegundir af ávöxtum

Sam Van Aken, prófessor við Syracuse háskóla, hefur eytt síðustu níu árum í að rækta eitt tré. „Hugmyndin var að ég gæti sameinað heilan aldingarð í eitt tré,“ segir hann í samtali við Business Insider.
16.ágú. 2014 - 08:30

Dularfullur fljúgandi hlutur á upptöku frá NASA: Myndband

Áhugamenn um vitsmunalíf á öðrum hnöttum og geimför vitsmunavera þar tóku mikinn kipp í síðustu viku þegar hlutur, sem getur fallið undir hugtakið fljúgandi furðuhlutur, birtist í beinni útsendingu í gegnum vefmyndavél á vegum NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar. Hluturinn hafði þó varla birst fyrr en útsendingin hætti skyndilega.
16.ágú. 2014 - 07:00 Sigurður Elvar

Enski boltinn byrjar í dag – hverju spá sérfræðingarnir?

Keppni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst í dag. Mikil eftirvænting ríkir hjá stuðningsmönnum þeirra liða sem skipa efstu deildina á Englandi. Manchester City hefur titil að verja og er liðið til alls líklegt í titilvörninni. Pressan.is fékk nokkra vel valda sérfræðinga til þess að velta fyrir sér gangi mála í ensku úrvalsdeildinni í vetur og spurningarnar voru eftirfarandi.

15.ágú. 2014 - 16:11

Peningar teknir út af reikningum fjögurra farþega flugs MH370 mánuðum eftir hvarf vélarinnar

Enn bætir í dulúðina í kringum hvarf flugs MH370, sem hvarf í byrjun mars á leið frá Kuala Lumpur í Malasíu til Peking í Kína. Það er ekki nóg með að hvorki hafi fundist tangur né tetur af vélinni og að hægt hafi verið að hringja í farsíma farþega löngu eftir hvarf vélarinnar. Nú hafa háar fjárhæðir verið teknar út af reikningum fjögurra farþega löngu eftir að vélin hvarf.
15.ágú. 2014 - 15:00

Með 1.7 kíló af kókaíni í brjóstunum

Fíkniefnasmyglarar nota ýmsar einkennilegar leiðir til að koma eiturlyfjum á milli landa og þá eru dæmi um að glæpahringir neyði fólk til að gerast burðardýr. Tilraunin sem hér var gerð fer í hóp með þeim furðulegri en kona var handtekin á flugvellinum í Madríd með brjóstin full af kókaíni. Ekki er vitað hvort konan sem handtekin var í Madríd hafi verið neydd til að koma 1.7 kílói af kókaíni fyrir í brjóstum sínum. Konan sem er frá Venesúela kom til landsins með flugi frá Kólumbíu.  Frá þessu er greint í Guardian.
15.ágú. 2014 - 10:00 Sigurður Elvar

Gullið dæmt af skapbráða Frakkanum eftir umdeilt fagn á EM í frjálsum í Sviss

Mahiedine Mekhissi-Benabbad fagnaði gríðarlega þegar hann kom langfyrstur í mark í 3.000 metra hindrunarhlaupi á Evrópumeistaramótinu í Sviss í gær. Frakkinn reif sig úr keppnisbolnum á lokasprettinum og fagnaði með tilþrifum en sú ákvörðun reyndist dýrkeypt.
14.ágú. 2014 - 22:28

Dauðsfall á Ólympíuskákmótinu

Sorgarfréttir voru að berast frá Ólympíuskákmótinu sem fram fer í Tromsö í Noregi. Á lokadegi mótsins hneig keppandi frá Seychelles-eyjum niður. Hann var úrskurðaður látinn við komu á spítala. Frá þessu greinir Hrókurinn.is. Hans var í dag minnst með einnar mínútu þögn er verðlaunaafhending fór fram.
14.ágú. 2014 - 22:15

Fimm algengar æfingar sem sérfræðingar vilja alls ekki að þú gerir á líkamsræktarstöðvum!

Líkamsræktarstöðvar geta virst nokkuð flóknar við fyrstu sýn, sérstaklega reynsluminni gestum. Í sumum tilvikum eru það þó þeir sjálfsöruggustu sem eru í mestri hættu ef þeir eru ekki duglegir að endurskoða æfingar og setja öryggið og heilsuna á oddinn.

14.ágú. 2014 - 19:30

4 ára stúlka með bráðaofnæmi fyrir hnetum hætt komin þegar flugfarþegi hunsaði aðvaranir um að opna ekki hnetupoka

4 ára stúlka var hætt komin í flugvél eftir að einn farþeganna hunsaði aðvaranir um að stúlkan væri með bráðaofnæmi fyrir hnetum og því mætti ekki opna hnetupoka á meðan á flugi stóð. Hjúkrunarfræðingur og sjúkraflutningumaður sem voru í sömu flugvél gáfu stúlkunni mótefni við bráðaofnæminu eftir að stúlkan hætti að anda.
14.ágú. 2014 - 13:15 Sigurður Elvar

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty

Það er ávallt mikið um að vera á íþróttasviðinu á heimsvísu á hverjum einasta degi ársins. Ljósmyndarar Getty velja í hverri viku áhugaverðustu myndirnar að þeirra mati og hér fyrir neðan má sjá þær myndir sem urðu fyrir valinu í þessari viku.
14.ágú. 2014 - 10:00

Hefur tunglið áhrif á svefninn?

Um það bil einu sinni í mánuði er fullt tungl en fullt tungl hefur alltaf verið umvafið dulúð og töfrum. Fullu tungli hefur verið kennt um margt í gegnum tíðina: Að það komi fæðingum af stað, að það ýti undir skapvonsku og að það trufli nætursvefn fólks. En er eitthvað hæft í því?
14.ágú. 2014 - 09:00

Forstjóri Facebook hellir yfir sig fötu af ísköldu vatni: Myndband

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, setti fyrir nokkrum klukkustundum skemmtilegt myndband inn á Facebooksíðuna sína. Tilefnið er að Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, skoraði á hann í svokallaðri ALS ísfötu áskorun.

14.ágú. 2014 - 08:00

Gervihönd flugmanns losnaði af í lendingu: Missti stjórn á flugvélinni

Rétt áður en flugvél Flybe flugfélagsins lenti á flugvellinum í Belfast á Norður-Írlandi varð flugmaður vélarinnar fyrir því að gervihönd hans losnaði af og hann missti stjórn á flugvélinni. 47 farþegar voru um borð í vélinni.
13.ágú. 2014 - 22:00

Vissir þú þetta um örvhenta?

Það er alkunn staðreynd að Barack Obama Bandaríkjaforseti er örvhentur Alþjóðlegur dagur örvhentra er í dag en talið er að um 10 prósent jarðarbúa séu örvhentir. Þrátt fyrir viðamiklar rannsóknir í gegnum tíðina hefur enn engin afgerandi skýring fundist á því hvers vegna sumir fæðast með þennan eiginleika en aðrir ekki. Ýmsar kenningar hafa sprottið upp en eitt er víst að það er oft erfitt fyrir örvhenta einstaklinga að komast af í rétthentum heimi.
13.ágú. 2014 - 21:00

Klónaður hundur hittir klónsystur sína í fyrsta skipti

Fyrsti klónaði hundur Bretlands hefur nú hitt klónsystur sína í fyrsta skipti. Mini-Winnie, eins og hún er kölluð, var klónuð úr genum hinnar 12 ára gömlu Winnie á rannsóknarstofu í Suður Kóreu. Mini-Winnie þótti loks nægilega hraust til að flytja til Bretlands, 5 mánaða gömul, og fékk hún þá að hitta genasystur sína.

13.ágú. 2014 - 15:06

Hvað talar maður um á fyrsta stefnumóti? Svona myndar maður djúpstæð tengsl á klukkutíma

Arthur Aron, sálfræðingur við ríkisháskólann í New York, gaf á dögunum út áhugaverða bók þar sem hann lýsir aðferð sem ætlað er að hjálpa tilvonandi pörum sem hittast í fyrsta skipti að kynnast að því marki að þau upplifi nánd hvort við annað.

13.ágú. 2014 - 13:20

Alvarlegt lestarslys í Sviss: Fjölmargir slasaðir

Alvarlegt lestarslys varð í austurhluta Sviss fyrir stundu. Fyrstu fréttir herma að skriða hafi lent á lest með þeim afleiðingum að fjölmargir vagnar hröpuðu niður í gil. AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni lestarfélagasins að margir vagnar hafi farið út af sporinu en annars vildi talsmaðurinn ekki tjá sig um málið.
13.ágú. 2014 - 12:30

3 ára stúlka fannst heil á húfi eftir 11 daga leit. Var ein í skógi fullum af úlfum

Eftir að leit hafði staðið yfir í 11 daga að 3 ára stúlku, sem var týnd í skógi í Síberíu, fannst hún heil á húfi, þökk sé hvolpinum hennar. Hvolpurinn hennar var hjá henni í rúmlega viku og hélt hita á henni en fór síðan heim og leiddi björgunarmenn á slóð stúlkunnar.
13.ágú. 2014 - 11:32 Sigurður Elvar

Besti árangur Anítu á árinu dugði til – keppir í undanúrslitum á EM í Sviss

Aníta Hinriksdóttir hleypur í undanúrslitum í 800 metra hlaupi á morgun á Evrópumeistaramótinu í Zürich í Sviss. Aníta endaði í fimmta sæti í sínum riðli í undanrásum í morgun en náði besta árangri sínum á þessum ári og dugði það til þess að komast áfram.
13.ágú. 2014 - 10:00

Standa frammi fyrir þjóðarmorði á næstu klukkustundum

Sameinuðu þjóðirnar segja að fjöldamorð eða þjóðarmorð vofi yfir Yazidis-fólki sem heldur til á Sinjarfjallinu í norðurhluta Íraks en þangað flúði fólkið undan liðsmönnum hersveita IS, Islamic State, sem herja á svæðið og þyrma engum sem ekki vilja snúast til íslamstrúar. SÞ segja að þetta geti gerst á næstu klukkustundum eða dögum.
13.ágú. 2014 - 09:20 Sigurður Elvar

Dýrasti knattspyrnumaður heims mætir „massaður“ til leiks – reif ekki í lóðin í sumar

Gareth Bale og félagar hans í spænska stórliðinu Real Madrid lönduðu fyrsta titli tímabilsins í gærkvöld þegar liðið sigraði Sevilla 2-0 í keppni um Ofurbikarinn í Evrópu. Þar áttust við sigurliðin úr Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Leikurinn fór fram í heimalandi Bale, Wales, og hinn 25 ára Bale lagði upp fyrsta mark leiksins.
13.ágú. 2014 - 09:00

Tók selfie á hverjum degi í 7 ár og setti saman í eitt magnað myndband

Hugo Cornellier hefur tekið sjálfsmynd - selfie - á hverjum degi síðan hann var 12 ára. Hann er nú 19 ára og er því um að ræða 7 ár - 2555 myndir! Hann hefur nú tekið allar myndirnar saman í eitt stutt en áhrifaríkt myndband.
13.ágú. 2014 - 08:47 Sigurður Elvar

LA Clippers komið í góðar hendur – fyrrum stjórnandi hjá Microsoft keypti félagið af hinum umdeilda Sterling

Fyrrum stjórnandi hjá Microsoft fyrirtækinu hefur keypt NBA liðið Los Angeles Clippers. Steve Ballmer er eigandi Clippers en hann greiðir um 230 milljarða kr. fyrir félagið sem var í eigu hins umdeilda Donald Sterling.
12.ágú. 2014 - 22:00

Foreldrar deila hjartnæmum ljósmyndum af andvana fæddri stúlku til að rjúfa þagnarmúrinn um andvana fæðingar

Fyrr í sumar urðu hjónin Emily og Richard Staley fyrir einni sorglegustu lífsreynslu sem foreldrar geta orðið fyrir þegar þeim fæddist andvana stúlka. Með aðstoð ljósmyndara, sem tók hjartnæmar myndir af stúlkunni, verður þessi sorglega saga þeirra hugsanlega til að rjúfa þá miklu þögn sem ríkt hefur um andvana fæðingar.

12.ágú. 2014 - 12:43

12 látnir í Danmörku eftir að hafa borðað eitraða rúllupylsu

Í dag greindi danska matvælaeftirlitið frá því að 12 manns hefðu látist eftir að hafa borðað rúllupylsur frá matvælaframleiðandum Jørn A. Rullepølser. Rúllupylsurnar og aðrar framleiðsluvörur frá fyrirtækinu hafa verið innkallaðar en ekki er hægt að útiloka að vörur frá fyrirtækinu séu enn í umferð.
12.ágú. 2014 - 12:05

Vísað út af pizzastað fyrir að skipta um bleyju á kornabarni

Konu, sem fór á pizzastað með þrjár dætur sínar, var vísað út af staðnum eftir að hún skipti um bleyju á yngstu dóttirinni við borðið sem mæðgurnar sátu við. Konan segist hafa neyðst til að skipta um bleyju við borðið því ekki er boðið upp á skiptiaðstöðu á salernum veitingastaðarins.
12.ágú. 2014 - 09:58

Hollywood syrgir Robin Williams

Hollywood líkt og heimsbyggðin öll syrgir Robin Williams. Margir af kollegum hans, vinum og meira að segja Barrack Obama, forseti Bandaríkjanna hafa stigið fram og heiðrað minningu þessa ástsæla leikara.  
12.ágú. 2014 - 00:36

Mynd dagsins: Síðasta mynd Robin Williams - „Elska þig“

Þær sorgarfréttir bárust heimsbyggðinni þann 11. ágúst að stórleikarinn Robin Williams væri látinn 63 ára að aldri. Talið er að hann hafi framið sjálfsvíg en í yfirlýsingu frá fjölmiðlafulltrúa hans sagði að leikarinn hefði átt við þunglyndi að stríða.
11.ágú. 2014 - 23:00

Robin Williams er látinn

Leikarinn Robin Williams er látinn. Hann fannst látinn fyrr í dag. Hann var sextíu og þriggja ára gamall. Samkvæmt lögreglu virðist orsök andláts vera sjálfsvíg.
11.ágú. 2014 - 16:00

Kona og lítið barn stungin á götu úti í Kaupmannahöfn

Mynd af vettvangi, skjáskot af myndskeiði Extra Bladet Kona og lítið barn hennar voru stungin á Tornsagervej í norðvesturhluta Kaupmannahafnar nú fyrir stundu. Mæðginin hafa verið flutt á bráðamóttöku Ríkissjúkrahússins í Kaupmannahöfn en ekki er vitað hvert ástand þeirra er.

Sena - Hjálmar - júlí '14
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson - 15.8.2014
Slæm Lýsing
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 06.8.2014
Stund hefndarinnar
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 07.8.2014
Upphlaup vegna skipunar seðlabankastjóra
Aðsend grein
Aðsend grein - 15.8.2014
Virðing og samfélagsleg auðgun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.8.2014
Rökföst grein Eiríks lögfræðings
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.8.2014
Örlagasögur af Íslandi sagðar erlendis
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.8.2014
Þöggun leiðir til fordóma
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.8.2014
Athugasemdir við fyrirlestra mína
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.8.2014
Fyrirlestrar í Gautaborg
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 11.8.2014
Kristin talnaspeki: Talan einn
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 07.8.2014
„Kristin talnaspeki: Inngangur, talan núll“
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 14.8.2014
Kristin talnaspeki: Talan tveir
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.8.2014
Þessu óréttlæti verður að linna
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 20.8.2014
Kristin talnaspeki: Talan þrír
Fleiri pressupennar