25.maí 2016 - 22:00

Þú trúir ekki hvað þessir ernir gáfu ungunum sínum að éta - Ekki fyrir viðkvæma: Myndband

Vefmyndavél Woods Hole-hafrannsóknarstofnunarinnar í austurhluta Pittsburgh í Bandaríkjunum náði hrikalegum myndum nýverið. Myndavélinni er beint að hreiðri skallaarna til að áhorfendur um víða veröld geti fylgst með þessum tignarlegu fuglum, um er að ræða par ásamt tveimur ungum og í lok apríl síðastliðnum gátu áhorfendur fylgst með óhugnarlegum matartíma í beinni, en þar var nefnilega köttur á boðstólum.

25.maí 2016 - 18:00 Kristín Clausen

Nýbakaðir hvolpaeigendur fá gæludýraorlof

Allir hundaeigendur kannast við það að fyrstu dagar hvolpsins hjá nýrri fjölskyldu geta verið annasamir. Á sama tíma og hvolpurinn er að kynnnast nýju umhverfi getur hann átt erfitt með svefn. Að auki getur hann tekið upp á því að gelta mikið, verið órólegur og hræddur svo þú verður algjörlega örmagna fyrir vikið.
25.maí 2016 - 14:00 Kristján Kristjánsson

Marlene, 14 ára, hefur verið týnd í 15 mánuði: Leit lögreglunnar hefur engan árangur borið

Marlene. Í tæplega 15 mánuði hefur sænska lögreglan leitað að 14 ára stúlku, Marlene, sem hvarf frá Gamla stan í Stokkhólmi þegar hún var 13 ára. Ekkert hefur til hennar spurst og þrátt fyrir að fjölmargar ábendingar hafi borist lögreglunni hefur ekki tekist að hafa uppi á Marlene og ekkert er vitað um örlög hennar.
25.maí 2016 - 09:10 Ari Brynjólfsson

Vaxandi þjóðernishyggja meðal búddista: „Múslimar bannaðir“

Þjóðernishyggja fer vaxandi meðal búddista í Myanmar, áður Búrma, íbúar hafa mótmælt fyrir utan bandaríska sendiráðið og hengt upp skilti sem segja „múslimar bannaðir“ og „einungis búddistar“. Fram kemur í fréttaskýringu breska dagblaðsins Guardian að skiltin hafi fyrst birst í lok mars Myanmar í þorpum á landsbyggðinni og dreifst um landið.

25.maí 2016 - 08:09 Kristján Kristjánsson

20.000 býflugur eltu sama bílinn í tvo daga: Eigandinn var agndofa þegar hann komst að ástæðunni

Það er kannski snjallræði að kíkja vel í farangursrými bílsins áður en þú setur í gang næst og ekur af stað ef miða má við nýlega reynslu bíleiganda nokkurs. Í tvo sólarhringa eltu um 20.000 býflugur bíl hans hvert sem hann fór.
25.maí 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Slátrari sakaður um rasisma: „Borðaðu beikon – þá verður þú ekki sjálfsmorðssprengjumaður“

Allt hófst þetta með draumi slátrarans um að selja meira beikon. Til að vekja athygli á beikoninu útbjó hann auglýsingaskilti og setti upp í verslun sinni. En auglýsingar geta á stundum verið tvíeggjað vopn og það fékk slátrarinn að reyna.
25.maí 2016 - 06:00 Kristján Kristjánsson

NBA: Oklahoma með pálmann í höndunum eftir þriðja sigurinn á Golden State Warriors

Frá leik næturinnar. Lið Oklahoma City Thunder er með pálmann í höndunum eftir sigur á liði Golden State Warriors í undanúrslitum NBA í nótt. Oklahoma sigraði 118-94 og leiða nú einvígið 3-1. Þetta þýðir að meistararnir í Golden State eru í vanda og mega ekki tapa einum leik til en fjóra sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitunum.
25.maí 2016 - 05:45 Kristján Kristjánsson

Ekkert Coca-Cola: Allur sykur er uppurinn í Venesúela

Íbúar í Venesúela verða nú að venja sig við að ekki er hægt að fá venjulegt sykrað Coca-Cola því allur sykur er uppurinn í landinu. Þeir sem geta ekki sleppt því að fá sér Coca-Cola verða því að sætta sig við að drekka sykurlausa útgáfu af drykknum.
24.maí 2016 - 22:00 Arnar Örn Ingólfsson

Þúsundir kvenna segja nektarmyndir kveikja ekki í sér

Vinsælt er að nota snjallsíma í sendingar af þessum toga.
Fólk víðs vegar um heiminn fagnaði í vikunni #NationalSendANudeDay. Á þessum degi sem haldinn er ár hvert, sendir fólk nektarmyndir af sjálfu sér.

24.maí 2016 - 21:00 Arnar Örn Ingólfsson

Hringdu inn sprengjuárásir í 21 skóla: Foreldrar áhyggjufullir

Lögreglan í Bretlandi hefur í nógu að snúast.
 Í að minnsta kosti tuttugu og einum skóla í Bretlandi hefur skapast ringulreið á meðan GCSE próf eiga sér stað þar í landi, en sprengjuárásir hafa borist til umræddra skóla.

24.maí 2016 - 18:00 Kristján Kristjánsson

Ótrúlegur samningur Adele við Sony: Fær rúma 16 milljarða

Breska söngkonan Adele mun væntanlega eiga fyrir salti í grautinn um ókomna tíð. Talið er að hún hafi nú þegar þénað um 85 milljónir punda á söngferli sínum en það svarar til rúmlega 15 milljarða íslenskra króna. Nú stefnir í að hún muni tvöfalda þénustu sína en hún hefur gert risasamning við Sony.
24.maí 2016 - 15:00 Ari Brynjólfsson

„Nafnið er Bond, Jane Bond“?

Leikkonan Gillian Anderson, sem er best þekkt fyrir leik sinn sem Dana Scully í Ráðgátum, segir á Twitter að hún sé tilbúin til að taka við hlutverki njósnara hennar hátignar James Bond, sem yrði þá  Jane Bond.

24.maí 2016 - 12:30 Ari Brynjólfsson

Breytingar hjá Facebook

Í tilkynningu frá samfélagsmiðlinum Facebook verða gerðar breytingar á Trending topics svæðinu sem er staðsett hægra megin við færslurnar þegar síðan er skoðuð í tölvu. Þetta kemur í kjölfar ásakana fyrrverandi verktaka hjá fyrirtækinu sem sagði starfsmenn handvelja fréttir sem birtast á svæðinu og það leiddi til vinstrisinnaðrar slagsíðu.

24.maí 2016 - 10:00 Hafnarfjörður / Garðabær

Fyrsta hverfið á Íslandi til að fá vistvottun

Gunnar Einarsson bæjarstjóri með vistvottunarskjal Urriðaholts ásamt Cary Buchanan, fulltrúa BREEAM Communities. Urriðaholt í Garðabæ er fyrsta hverfið á Íslandi til að fá vistvottun frá alþjóðlegu samtökunum BREEAM Communities. Vottunin staðfestir að skipulag hverfisins taki mið af sjálfbærri þróun og hafi virðingu fyrir umhverfi og samfélagi að leiðarljósi. Þetta kemur fram á vef Garðabæjar.
24.maí 2016 - 08:01 Kristján Kristjánsson

10 hlutir sem karlmenn ættu að gera daglega samkvæmt því sem vísindamenn segja

Allir þekkja þessa grunnhluti sem allir ættu að gera daglega, borða grænmeti, sneiða hjá áfengi og beikoni, hreyfa sig, sofa átta klukkustundir og ýmislegt fleira. Allt á þetta að stuðla að betra, heilbrigðara og hamingjusamara lífi, eða hvað?
24.maí 2016 - 06:58 Kristján Kristjánsson

Stunduðu kynlíf í sófanum: Allt var þetta tekið upp í gegnum snjallsjónvarpið þeirra og endaði á klámsíðu

Öryggi í snjallsjónvörpum er oft á tíðum ábótavant og fólk áttar sig ekki á að tölvuþrjótar eiga auðvelt með að taka yfir stjórn á þeim og geta þar með notað innbyggðar vefmyndavélar sjónvarpanna. Þetta upplifði breskt par nýlega en þau stunduðu kynlíf í stofusófanum fyrir framan sjónvarpið en áttuðu sig ekki á að tölvuþrjótar gætu fylgst með öllu saman í gegnum vefmyndavél sjónvarpstækisins.
24.maí 2016 - 06:40 Kristján Kristjánsson

Neysla á kartöflum getur aukið hættuna á of háum blóðþrýstingi

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að ef fólk borðar kartöflur eða franskar kartöflur nokkrum sinnum í viku þá geti það aukið líkurnar á of háum blóðþrýstingi. Vísindamenn segja að ef fólk borðar kartöflur eða franskar kartöflur fjórum sinnum í viku aukist líkurnar á að fá of háan blóðþrýsting um allt að 11 prósent.
24.maí 2016 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Lögreglumenn komu nöktum svefngengli til aðstoðar á götu úti

Margir hafa eflaust lent í því að yfirgefa hótelherbergi sitt og gleyma lyklinum inni í herberginu en fæstir lenda í að yfirgefa hótelherbergið allsnaktir og það steinsofandi í ofanálag. En það er einmitt það sem gerðist aðfaranótt síðasta sunnudags þegar hótelgestur yfirgaf herbergi sitt, allsnakinn og steinsofandi, og gekk út á götu.
23.maí 2016 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Sjónvarpsfréttamaður handtekinn: Kúkaði í garðinn hjá viðmælanda sínum sem hafði grillað hundinn sinn

Síðasta mánudag fór sjónvarpsfréttamaðurinn Jonathan Lowe frá Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum í fréttaleiðangur en hann var að vinna frétt um mann sem hafði skotið fjölskylduhundinn og grillað hann fyrir framan fjölskyldu sína. En svo illa vildi til að Lowe varð ansi brátt í brók þegar hann var að vinna fréttina.
23.maí 2016 - 21:00 Ari Brynjólfsson

Trump átti í útistöðum við glæpaforingjann „Fat Tony“

Ekki er um að ræða William „Fat Tony“ Williams úr Simpsons heldur raunverulegan glæpaforingja.

Donald J. Trump væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum átti í útistöðum við glæpaforingjann „Fat Tony“ á árum áður. Ekki er um að ræða glæpaforingjann úr þáttunum um Simpsons-fjölskylduna, heldur  Anthony „Fat Tony“ Salerno foringja Genovese-glæpasamtakanna í New York. Þessar upplýsingar um Trump koma fram í rannsókn David Cay Johnston og birtust í tímaritinu Politico nýverið.

23.maí 2016 - 20:00 Kristján Kristjánsson

Læknirinn knúði dyra seint um kvöld: Hjónin trúðu ekki sínum eigin eyrum þegar hann skýrði frá erindi sínu

Síðasta laugardagskvöld sátu hjónin Knud Erik Møller og Karen Albæk Møller heima hjá sér í Hundested í Danmörku í miklum rólegheitum. Þá var bankað á útidyrnar. Knud Erik fór til dyra. Við dyrnar stóð læknir. Þegar Knud Erik spurði hann hvað hann vildi ætlaði hann ekki að trúa eigin eyrum þegar svarið kom.
23.maí 2016 - 18:00 Arnar Örn Ingólfsson

Samlokusímarnir eru aftur á leið á markað: Nýr Motorola RAZR á leiðinni

Motorola RAZR var einn vinsælasti sími í heimi.
Motorola RAZR var einn vinsælasti sími í heimi þegar hann kom út. Nýr slíkur er á leiðinni – sem gæti gert iPhone „gamaldags“. Síminn var oft kallaður konungur samlokusímanna, en yfir 130 milljón eintök af honum seldust um heim allan.

23.maí 2016 - 15:00 Arnar Örn Ingólfsson

Panta þrefalt meira magn af smokkum nú en fyrir fjórum árum

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Rio de Janeiro munu dreifa 450.000 smokkum á meðal keppenda.

23.maí 2016 - 13:00 Kristín Clausen

Þess vegna ættir þú aldrei að setja mynd af brottfararspjaldinu þínu á netið

Fyrir marga markað það upphaf ferðalagsins að smella einni mynd af brottfaraspjaldinu og ísköldum bjór áður en haldið er inn í flugvélina. Myndin er í framhaldinu sett á Facebook og mjög líka ratar hún sömuleiðis á Instagram.
23.maí 2016 - 12:00 Ari Brynjólfsson

Þrír látnir og þrjátíu veikir á Everest

Grunnbúðir Everest.

Þrír eru látnir og þrjátíu hafa veikst eða slasast á Everest, breska ríkisútvarpið BBC greindi frá þessu í morgun. Þetta er fyrsta klifurtímabilið frá árinu 2014 eftir að 16 leiðsögumenn létust í snjóflóði og 18 manns létust í jarðskjálfta í Nepal.

23.maí 2016 - 10:00 Ari Brynjólfsson

Obama afléttir vopnasölubanni á Víetnam – Vill eðlileg samskipti við forna fjendur

Barack Obama Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að ráðgert sé að aflétta vopnasölubanni á Víetnam í því skyni að koma á eðlilegum samskiptum milli Bandaríkjanna og Víetnam. Obama er nú í þriggja daga opinberri heimsókn og hefur BBC haft eftir talsmönnum kínverskra yfirvalda að þetta sé liður í áætlun Bandaríkjamanna að stemma stigu við umsvifum Kínverja á Kyrrahafssvæðinu en því hafnar Obama.

23.maí 2016 - 07:58 Kristján Kristjánsson

Foreldrar krefjast réttlætis: Segja barnapíu hafa veitt 1 árs syni þeirra áverka - Myndir

Fyrir nokkrum mánuðum komu foreldrar heim að kvöldi til og fundu barnapíuna sofandi í stofusófanum. 1 árs sonur þeirra, Jacob, var öskrandi í rúminu sínu en það hreyfði ekki við barnapíunni. Hún var strax send heim og Jacob komið í ró. Næsta morgun tóku foreldrarnir síðan eftir töluverðum áverkum á andliti drengsins.
23.maí 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Óhugnanleg atriði um flug MS804 koma í ljós: Þetta gerðist í flugstjórnarklefanum síðustu mínúturnar

Ýmsar kenningar hafa verið á lofti undanfarna daga um hvað hafi gerst þegar farþegaflugvél frá EgyptAir, flug MS804, hrapaði í Miðjarðarhafi í síðustu viku. Vélin var á leið frá París til Kaíró þegar hún hvarf af ratsjám. Fram að þessu hefur því verið haldið fram að engin neyðarboð hafi borist frá vélinni og að ekkert samband hafi verið við flugmenn hennar síðustu mínúturnar en nýjar upplýsingar benda til annars.
23.maí 2016 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Rausnarleg endurgreiðsla skattayfirvalda: Áttu að endurgreiða 1 milljón en greiddu 1 milljarð

Eigandi lítils nýstofnaðs fyrirtækis átti samkvæmt uppgjöri á virðisaukaskatti að fá um 1 milljón króna í endurgreiðslu. En rausnarskapur skattayfirvalda virðist ekki eiga sér mikil takmörk og í stað milljónarinnar fékk eigandinn 1 milljarð endurgreiddan í virðisaukaskatt.
22.maí 2016 - 22:00

Kennslukona handtekin fyrir að misnota nemanda - Aftur

Kennari í unglingadeild var handtekin á miðvikudag fyrir að misnota stúlku í 9. bekk en hún var þá þegar laus gegn tryggingu fyrir að hafa misnotað með sömu stúlku. Hin 37 ára gamla Meghan Dougherty var handtekin í mars í fyrra fyrir að hafa misnotað með ólögráða stúlku sem hún kenndi í Hillcrest-unglingaskólanum í bænum Greenville í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum.

22.maí 2016 - 21:00

Reykti 3 pakka á dag og er með ör til að sanna það: Sendir ungmennum skýr skilaboð

Fimmtugur heimilsfaðir hefur tekið upp á því að dreifa mynd af hrikalegu öri sem hann fékk vegna barkakrabbameins til að vekja ungt fólk til umhugsunar um skaðsemi reykinga. Mickey Brady byrjaði að reykja 16 ára gamall og reykti allt að 3 pakka á dag þangað til hann tók eftir bólgu utan á hálsinum sem reyndist vera krabbameinsæxli.

22.maí 2016 - 19:00 Kristín Clausen

Mentól sígarettur heyra sögunni til þann 20. maí 2020

Svo virðist sem mentól sígarettur muni heyra sögunni til innan fjögurra ára en þær verða alfarið bannaðar í Evrópu frá og með 20 maí 2020. Að auki verða 10 vindlinga sígarettupakkar bannaðir frá og með þessum mánuði.
22.maí 2016 - 15:00 Kristján Kristjánsson

Hjúkrunarfræðingurinn heldur látnu barni þétt upp að sér: Sagan á bak við myndina hefur snert við hjörtum fólks

„Margir halda að starf mitt snúist um að mata og vagga kornabörnum, en ég nýt stundum þeirra forréttinda að gera það, en starf mitt er svo miklu meira en það.“
22.maí 2016 - 11:00 Kristján Kristjánsson

Skelfing í stórmarkaði: Baneitruð könguló birtist skyndilega í ávaxtadeildinni

Umrædd könguló. Á föstudagskvöldið var stórmarkaði í þýska bænum Harpstedt lokað eftir að baneitruð og árásargjörn könguló birtist skyndilega í ávaxtadeildinni. Slökkviliðið var fengið á vettvang til að leita að köngulónni og einnig dýralæknir og sérfræðingur í köngulóm.
22.maí 2016 - 08:00 Ari Brynjólfsson

Viltu vinna fría gistingu í Eiffel-turninum?

Ferðalöngum býðst nú einstakt tækifæri að geta unnið fría gistingu í París á ansi óvenjulegum stað: Eiffel-turninum.

22.maí 2016 - 07:16 Kristján Kristjánsson

Talibanar staðfesta að leiðtogi þeirra hafi verið drepinn í loftárás í gær

Mullah Mansour. Mullah Mohammad Mansour Akhtar, leiðtogi Talibana í Afganistan, var drepinn í loftárás Bandaríkjahers í gær. Talibanar hafa nú staðfest þetta en bandarísk hermálayfirvöld skýrðu frá þessu í gær.
22.maí 2016 - 06:36 Kristján Kristjánsson

Hóf skothríð á tónleikum í Austurríki í nótt: Þrír létust og ellefu særðust

Mynd úr safni. 27 ára karlmaður hóf skothríð á tónleikum í Nenzing í Austurríki í nótt með þeim afleiðingum að tveir tónleikagestir létust og ellefu særðust. Maðurinn tók síðan eigið líf.
21.maí 2016 - 21:30

Leggur til að Danmörk, Noregur og Svíþjóð sameinist í eitt ríki

Það er engin ástæða til að vera hver í sínu horni þegar við værum miklu sterkari saman. Þetta segir norski hóteleigandinn og milljarðamæringurinn Petter Stordalen um hugmynd sína um að Danmörk, Noregur og Svíþjóð sameinist í eitt ríki.

21.maí 2016 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Skrímslið frá Rupperswil handtekið eftir 146 daga leit: Nauðgaði unglingsdreng og myrti fjóra

Það tók lögregluna 146 daga að hafa hendur í hári mannsins, sem hefur verið nefndur skrímslið frá Rupperswil. Hann er grunaður um að hafa myrt fjórar manneskjur og að hafa skipulagt fleiri morð. Hann nauðgaði einnig unglingsdreng áður en hann myrti hann.
21.maí 2016 - 19:18 Ágúst Borgþór Sverrisson

Manchester United bikarmeistari: Sigurmarkið kom í framlengingu

Jesse Lingaard fagnar sigurmarki sínu (EPA) Manchester United varð í dag enskur bikarmeistari eftir sigur á Crystal Palace í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London, 2-1. Sigurmarkið kom í síðari hálfleik framlengingarinnar en United-menn lentu undir seint í venjulegum leiktíma.
21.maí 2016 - 17:00 Kristján Kristjánsson

Níu merki þess að þú stefnir hraðbyri að sykursýki

Leikarinn heimsþekkti Tom Hanks sagði í útvarpsviðtali á mánudaginn að hann hefði verið „algjör bjáni“ en hann greindist með sykursýki 2 árið 2013. Hann sagðist telja að lélegt mataræði hafi orsakað að hann fékk sykursýki.
21.maí 2016 - 15:00 Kristján Kristjánsson

Það átti að bera fjölskylduna út úr húsnæði hennar: Þá fundu þau svolítið óvænt

Arony fjölskyldan. Vegna fjárhagsörðugleika fjölskyldunnar hafði hún ekki getað staðið í skilum með afborganir af húsnæðisláni sínu og því var komið að því að þau þurftu að flytja út úr húsinu en útburðar hafði verið krafist. En þegar fjölskyldan var að undirbúa flutninginn fannst svolítið óvænt sem gjörbreytti stöðunni.
21.maí 2016 - 14:00 Arnar Örn Ingólfsson

Deildi mynd af síðasta augnabliki foreldra sinna - Sjáðu myndina

Chris Minnini, deildi mynd af foreldrum sínum, þar sem þau kvöddu hvort annað í hinsta sinn. Þau höfðu bæði tvö barist við veikindi um nokkurt skeið.

21.maí 2016 - 10:00 Kristján Kristjánsson

Skelfingu lostnir flugfarþegar: Tvær tarantúlur léku lausum hala í farþegarýminu

Farþegi í millilandaflugi fann eitthvað strjúkast við fótlegginn og hélt að það væri vír sem nuddaðist utan í fótlegginn. „Ég sópaði þessu í burtu og það fór að kitla mig aftur. Þá tók ég eftir að þetta var tarantúla“.
21.maí 2016 - 09:56 Ágúst Borgþór Sverrisson

Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar í dag: Man. Utd. – Crystal Palace

Manchester United og Crystal Palace leika í dag til úrslita í ensku bikarkeppninni. Leikurinn fer fram á Wembley-leikvanginum og hefst kl. 16.30. Manchester United hefur 11 sinum áður unnið bikarkeppnina en Crystal Palace aldrei.
20.maí 2016 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Fjölskyldufaðirinn lifði tvöföldu lífi: Sinnti fjölskyldunni og myrti fólk

Það var eins og hvert annað stórt áfall sem fjölskyldur verða fyrir þegar Manfred S. lést skyndilega en hann var þá 67 ára. Fljótlega eftir andlát hans fór ýmislegt að koma í ljós um vægast sagt óhugnanlegar skuggahliðar hans og hefur málið að vonum vakið töluverða athygli í Þýskalandi.
20.maí 2016 - 20:00

134 manns er enn saknað á Sri Lanka: „Við höldum áfram að leita“

Frá Sri Lanka. Mynd/Wikimedia Commons

134 manns er enn saknað eftir aurskirðu sem féll á þrjá bæi í Kegalle-héraði Sri Lanka í fyrradag. Óttast var um afdrif 200 fjölskyldna en leitarmenn á vegum hersins hafa fundið um 150 manns á lífi en 14 fundust látnir í gær.

20.maí 2016 - 16:17 Kristján Kristjánsson

Methiti á Indlandi: 51 stig

Frá Indlandi. Mikil hitabylgja er nú á Indlandi og hefur hitamet nú þegar verið slegið en í gær mældust hitinn 51 stig í bænum Phalodi í Rajasthan héraði. Eldra hitamet var frá 1956 en þá mældist hitinn 50,6 stig. Yfirvöld vara við „alvarlegri hitabylgju“ um helgina.
20.maí 2016 - 09:12 Kristján Kristjánsson

Egypski herinn segist hafa fundið brak úr flugi MS804

Egypski herinn segist hafa fundið brak úr flugi MS804 sem er talið að hafi hrapað í Miðjarðarhafið í gær eftir að vélin hvarf af ratsjám. Brakið fannst um 290 km norðan við Alexandríu.
20.maí 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Á einni viku missti hann eiginkonu sína og nýfætt barn: Nokkrum dögum síðar bætti enn á hörmungarnar

Domingos og Liz Fragas. Hamingjan blasti við ungu hjónunum, þau áttu von á sínu fyrsta barni og ekki var annað að sjá en bjartir tímar væru framundan. En svo var ekki og við tóku ótrúlegar hörmungar sem virtust ekki ætla að taka neinn enda.

Prentmet:  NRS E
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 19.5.2016
Að sýna sjálfum sér virðingu
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 14.5.2016
Aflandsreikningar
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 21.5.2016
Icesave - enn og aftur
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.5.2016
Afvegaleidd aflandsumræða
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 18.5.2016
Íslenskt verkafólk yfirgefið
Aðsend grein
Aðsend grein - 12.5.2016
Takið vel á móti Álfinum
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 24.5.2016
Ekkert djók heldur lífsins alvara
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.5.2016
Nordau á Íslandi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.5.2016
Dósentsmálið 1937
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.5.2016
Icesave-málið, Jón og menntamennirnir
Fleiri pressupennar