19.júl. 2017 - 10:30 DV

Illugi spyr hvers vegna svo fáir „fínir menn“ hafi verið dæmdir fyrir barnaníð: „Hvar eru hinir íslensku barnaníðingahringir?”

Illugi Jökulsson spyr í nýjum pistil á Stundinni hví hafi svo fáir „fínir íslenskir menn“ verið ákærðir fyrir níðingsskap gegn börnum. Hann segist hafa verið að lesa viðtal við danskan lögreglumann sem lagði áherslu á að barnaníðingar finnist innan allra stétta. „Barnaníðingar hafa fundist meðal blaðamanna jafnt sem lögfræðinga og dómara, háskólamanna, embættismanna, bankamanna, listamanna, búðarmanna, lögreglumanna, kennara og svo framvegis.“
18.júl. 2017 - 12:15 DV

Skipstjórinn laug að Thomas Olsen og slökkti á netinu í skipinu

Grænlenski togarinn Polar Nanoq er nú í höfn hér á landi en sjö áhafnarmeðlimir munu gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag vegna morðsins á Birnu Brjánsdóttur í janúar. Thomas Møller Olsen, skipverja á Polar Nanoq, er gefið að sök að hafa myrt Birnu en hún hvarf aðfaranótt 14. janúar.
18.júl. 2017 - 11:30 DV

Thomas þurfti róandi eftir SMS frá íslenskum blaðamanni

Grænlenski togarinn Polar Nanoq er nú í höfn hér á landi en sjö áhafnarmeðlimir munu gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag vegna morðsins á Birnu Brjánsdóttur í janúar. Thomas Møller Olsen, skipverja á Polar Nanoq, er gefið að sök að hafa myrt Birnu en hún hvarf aðfaranótt 14. janúar. Olsen hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan en hinum skipverjanum var sleppt eftir tvær vikur en hann er ekki grunaður um aðild að málinu. Lík Birnu fannst nærri Selvogsvita um viku eftir að hún hvarf.
17.júl. 2017 - 15:00 DV

Jónína vill að Gunnar hætti að berjast og skammar eiginmanninn: „Jesú hefði ekki horft á þetta Gunnar!!!“

Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur vill að Gunnar Nelson hætti að iðka MMA bardagaíþróttina. Biður hún Gunnar að fordæma slagsmálaíþróttir fyrir komandi kynslóðir. Líkt og alþjóð veit tapaði Gunnar Nelson í 1. lotu fyrir Santiago í bardaga í Glasgow í Skotlandi í gærkvöldi.
17.júl. 2017 - 12:30 DV

Óprúttinn aðdáandi Santiago breytti Wikipedia-síðu um Gunnar Nelson

Gunn­ar Nelson mættti Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í Glasgow í Skotlandi í gær. Fyrir bardagann þótti Gunnar mun sigurstranglegri. Voru flestir áhorfendur á bandi íslenska bardaga kappans sem sótti hart að Santiago í byrjun. En eftir aðeins rúma mínútu hafði Santiago rotað Gunnar Nelson.
16.júl. 2017 - 10:00 DV

Saga borðspilanna

Borðspil hafa fylgt manninum frá upphafi siðmenningar. Elstu borðspil sem fundist hafa, eins og Senet frá Egyptalandi og Backgammon frá Persíu, eru um 5000 ára gömul. Frá Indlandi hinu forna komu spil eins og skák, lúdó og slönguspilið sem er byggt á hindúískri speki um karma. Frá Afríku kom Mancala sem spilað var með fræjum. Á Norðurlöndum spiluðu víkingarnir ýmis taflspil sem byggja á herkænsku.
15.júl. 2017 - 18:30 DV

Óhætt að fara á ylströndina í Nauthólsvík, saurgerlamengun hefur snarminnkað

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út tilkynningu varðandi skólpmengun í Nauthólsvík. Skólp flæddi úr bilaðri dælustöð við Faxaskjól í marga daga, sjósundsfólki, baðstrandargestum og göngufólki til mikils ama. Þá hafa borgaryfirvöld verið harkalega gagnrýnd fyrir að upplýsa ekki almenning um bilunina.
15.júl. 2017 - 11:46 DV

Reiði vegna myndatöku kvennalandsliðsins. Karlarnir fremst.

Það verður vart við nokkra reiði á samfélagsmiðlum vegna ljósmyndatöku íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Liðið var á leið út til Hollands í gær og því tekin mynd í tröppum flugvélarinnar eins og hefð er orðin. Reiðin blossaði upp vegna þess að þjálfarateymið, þrír karlmenn, standa fremst og finnst sumum þeir skyggja á landsliðskonurnar.
13.júl. 2017 - 16:04 DV

Pétur og Arnþrúður ræða Robert Downey: „Ungar stelpur og strákar sem eru á netinu að þvælast og láta tæla sig“

„Ég hvet fólk að fara gætilega, stúlkur sérstaklega, auðvitað gildir það líka um pilta en stúlkur, ekki vera að opna á vinskap á vafasömum síðum og við menn sem eru að bjóða fram eitthvað eða partý ef þú þekkir ekki viðkomandi. Stúlkur hafa verið tældar í gegnum netið og hafa lent einmitt í eldri mönnum og endað mjög illa farnar. Þetta er það sem ungar stúlkur þurfa að gæta sín á.“ Svo hljóða varnarorð Arnþrúðar Karlsdóttir á Útvarpi Sögu i gærmorgun til ungra stúlkna en hún og Pétur Gunnlaugsson komu þá með sína skoðun á Robert Downey-málinu.
11.júl. 2017 - 11:30 DV

Karl Ágúst og Jón Steinar rífast heiftarlega: „Þú munt fá fullt af „lækum“ og spekifullum kommentum“

Karl Ágúst Úlfsson, leikari, og Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, eiga nú í ritdeilu sem hófst á Facebook en fer nú fram í Kvennablaðinu. Bitbein þeirra er mál Roberts Downey sem dæmdur var fyrir kynferðisafbrot gegn ungum stúlkum en fékk nýlega uppreisn æru og lögmannsréttindi sín á ný. Jón Steinar var verjandi hans í málinu og hefur valdið fjaðrafoki í þjóðfélaginu eftir viðtal sem birtist á Eyjunni, þar sem hann segir mikilvægt að fólk fyrirgefi Downey.

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar