16.júl. 2017 - 10:00 DV

Saga borðspilanna

Borðspil hafa fylgt manninum frá upphafi siðmenningar. Elstu borðspil sem fundist hafa, eins og Senet frá Egyptalandi og Backgammon frá Persíu, eru um 5000 ára gömul. Frá Indlandi hinu forna komu spil eins og skák, lúdó og slönguspilið sem er byggt á hindúískri speki um karma. Frá Afríku kom Mancala sem spilað var með fræjum. Á Norðurlöndum spiluðu víkingarnir ýmis taflspil sem byggja á herkænsku.
15.júl. 2017 - 18:30 DV

Óhætt að fara á ylströndina í Nauthólsvík, saurgerlamengun hefur snarminnkað

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út tilkynningu varðandi skólpmengun í Nauthólsvík. Skólp flæddi úr bilaðri dælustöð við Faxaskjól í marga daga, sjósundsfólki, baðstrandargestum og göngufólki til mikils ama. Þá hafa borgaryfirvöld verið harkalega gagnrýnd fyrir að upplýsa ekki almenning um bilunina.
15.júl. 2017 - 11:46 DV

Reiði vegna myndatöku kvennalandsliðsins. Karlarnir fremst.

Það verður vart við nokkra reiði á samfélagsmiðlum vegna ljósmyndatöku íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Liðið var á leið út til Hollands í gær og því tekin mynd í tröppum flugvélarinnar eins og hefð er orðin. Reiðin blossaði upp vegna þess að þjálfarateymið, þrír karlmenn, standa fremst og finnst sumum þeir skyggja á landsliðskonurnar.
13.júl. 2017 - 16:04 DV

Pétur og Arnþrúður ræða Robert Downey: „Ungar stelpur og strákar sem eru á netinu að þvælast og láta tæla sig“

„Ég hvet fólk að fara gætilega, stúlkur sérstaklega, auðvitað gildir það líka um pilta en stúlkur, ekki vera að opna á vinskap á vafasömum síðum og við menn sem eru að bjóða fram eitthvað eða partý ef þú þekkir ekki viðkomandi. Stúlkur hafa verið tældar í gegnum netið og hafa lent einmitt í eldri mönnum og endað mjög illa farnar. Þetta er það sem ungar stúlkur þurfa að gæta sín á.“ Svo hljóða varnarorð Arnþrúðar Karlsdóttir á Útvarpi Sögu i gærmorgun til ungra stúlkna en hún og Pétur Gunnlaugsson komu þá með sína skoðun á Robert Downey-málinu.
11.júl. 2017 - 11:30 DV

Karl Ágúst og Jón Steinar rífast heiftarlega: „Þú munt fá fullt af „lækum“ og spekifullum kommentum“

Karl Ágúst Úlfsson, leikari, og Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, eiga nú í ritdeilu sem hófst á Facebook en fer nú fram í Kvennablaðinu. Bitbein þeirra er mál Roberts Downey sem dæmdur var fyrir kynferðisafbrot gegn ungum stúlkum en fékk nýlega uppreisn æru og lögmannsréttindi sín á ný. Jón Steinar var verjandi hans í málinu og hefur valdið fjaðrafoki í þjóðfélaginu eftir viðtal sem birtist á Eyjunni, þar sem hann segir mikilvægt að fólk fyrirgefi Downey.
07.júl. 2017 - 14:09 DV

Kristján leitar að syni sínum: Hefur þú séð Björn Heiðar?

Kristján Jóhann Matthíasson lýsir eftir syni sínum, Birni Heiðari, sem er týndur. Hann óskar eftir aðstoð almennings við leitina en að hans sögn hóf lögreglan leit að honum í gær. Björn Heiðar Kristjánsson er 16 ára og 162 sm að hæð. Kristján segir í samtali við DV að hann vonist til að finna Björn Heiðar fljótt. Kristján sá son sinn síðast í gærmorgun þegar hann skutlaði honum í vinnuna.
07.júl. 2017 - 13:30 DV

Einar skorar á Töru Margréti að hlaupa til styrktar Samtaka um líkamsvirðingu

Einar Ísfjörð einkaþjálfari skorar á Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, að hlaupa með sér hálf-maraþon til styrktar Samtökum um líkamsvirðingu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þann 19. ágúst næstkomandi. „Ég tek það fram að ég hef aldrei hlaupið meira en 5 km og ég hef ekkert hlaupið síðustu tvö ár eftir að ég lenti í vinnuslysi. Ef ég hleyp þá er ég verkjaður. En hey engin afsökun hérna megin, ég skal hlaupa þetta fyrir málstaðinn, enda er hann góður.
05.júl. 2017 - 15:00 DV

Tara birtir verstu kommentin: „Þetta var til þess að skila skömminni þannig að þetta þyrfti ekki að éta mig að innan“

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu, segist aldrei hafa séð eins slæm komment og við frétt DV um viðbrögð hennar við veitingastað Jamie Oliver. Hún deildi á sérstakri læk-síðu á Facebook ríflega tuttugu kommentum við fréttina.
04.júl. 2017 - 17:00 DV

Heiðar barðist hetjulega fyrir lífi sínu: „Það er gott að finna að lífið heldur áfram“

Lífið getur gjörbreyst á einu augnabliki. Það þekkja þau Ingunn Sigurbjörg Friðþórsdóttir og Benedikt Birkir Hauksson sem dvöldu í rúmlega 15 vikur á barnaspítala Hringsins eftir að tvíburasynir þeirra, Heiðar Már og Brynjar Máni fæddust fjórum mánuðum fyrir tímann í lok janúar. Brynjar lést nokkrum klukkustundum eftir fæðingu en Heiðar Már er alheilbrigður og nálgast óðum fjögurra kílóa múrinn. Blaðamaður DV fór nýlega í heimsókn til fjölskyldunnar og fékk innsýn í líf þeirra síðustu mánuði. Lífsreynslan er í senn þrungin gleði og nístandi sorg.
04.júl. 2017 - 13:30 DV

Íslenskar mæður vara við nýjum Snapchat fítus: „Ég sé að þú átt heima rétt hjá mér“

„Dóttir mín fékk skilaboð frá einhverjum „vini“ hennar á Snapchat sem sagði við hana: „Ég sé að þú átt heima rétt hjá mér. Má ég ekki koma í heimsókn?“. Hún þekkti þennan mann ekkert og ég sagði henni að slökkva á þessum fítus. Unglingar er oft með allskonar fólk á Snapchat og vita ekki hver helmingurinn af þeim er, sem er náttúrlega ógeðslegt,“ segir Brynja, móðir unglingsstúlku, í samtali við DV.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.12.2017
Koestler og bæjarstjórnarkosningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.12.2017
Koestler og tilvistarspekingarnir
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 02.1.2018
Konan talar upp úr svefni
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.1.2018
Tvöföldun Vesturlandsvegar við Kjalarnes
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.1.2018
Bókabrennur
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 11.1.2018
Ísland hefur leik á EM í Króatíu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.1.2018
Trump, Long og Jónas frá Hriflu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.1.2018
Því var bjargað sem bjargað varð
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 18.1.2018
Þegar ég verð borgarstjóri
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.1.2018
Líftaug landsins
Fleiri pressupennar