22.ágú. 2017 - 12:00 DV

Birna fékk tvö högg eftir að henni byrjaði að blæða

Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, bar vitni nú á tólfta tímanum við aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, sem er sakaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur. Hann ræddi sérstaklega rannsókn lögreglu á blóðblettum í Kio Rio bifreiðinni.
22.ágú. 2017 - 09:24 DV

Lögreglumaður segir Thomas ekki hafa sýnt nein viðbrögð þegar honum voru sýndar myndir af líki Birnu

Einar Guðberg Jónsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í vitnisburði sínum í aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, sem er sakaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, að Thomas hafi sýnt lítil svipbrigði þegar lögregla sýndi honum myndir af líki Birnu við skýrslutöku.
15.ágú. 2017 - 17:00 DV

Það var ekki leyndarmál þegar Gunnar veitti meðmæli – Meðmælendur Downey ekki verið í umræðunni

Gunnar Hallsson frá Bolungarvík segir í athugasemd við frétt DV um meðmælendur dæmda kynferðisbrotamannsins Robert Downey að þegar hann hafi sjálfur skrifað undir slíkt plagg fyrir vin sinn þá hafi honum sérstaklega verið tilkynnt að hann gæti ekki gert ráð fyrir því að einhverri hulu yrði slegið yfir það.
15.ágú. 2017 - 09:00

Fleiri skátar veiktust á Úlfljótsvatni í gær

Nokkrir skátar sem dvöldu í fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði um nýliðna helgi veiktust í gær. Í tilkynningu frá Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni í gærkvöldi kemur fram að einkennin séu þau sömu og hjá þeim sem veiktust aðfaranótt föstudags, uppköst og niðurgangur, en staðfest var að þá væri um nóró-veiru að ræða.
14.ágú. 2017 - 12:00 DV

Sonur Jacks Hrafnkels svipti sig lífi á geðdeild: „Þeir hafa ekki lært nokkurn skapaðan hlut“

„Það er auðvitað rosalega sárt á heyra af þessu og það rífur upp öll sár, sem voru aðeins farin að myndast hrúður á. Þeir segja að tíminn lækni öll sár en það er brandari, sá sem samdi það hefur annað hvort verið algjörlega tilfinningalaus gúrka eða aldrei misst neinn nákominn,“ segir Jack Hrafnkell Daníelsson í samtali við DV. Sonur hans, Sveinn Ingi, svipti sig lífi á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri fyrir fimm árum. RÚV greindi frá því í gær að ungur maður hafi, líkt og Sveinn Ingi, svipt sig lífi á geðdeild Landspítalans. Hann hafði verið fluttur þangað þar sem hann hafði verið í sjálfsvígshættu.
13.ágú. 2017 - 21:00 DV

Þetta er konan sem hægriöfgamaður myrti í Charlotteville á laugardaginn

„Ef þið eruð ekki hneyksluð þá eruð þið ekki að fylgjast með (If you´re not outraged, you are not paying attention),“ var það síðasta sem hin 32 ára gamla Heather Heyer skrifaði á Facebook-síðuna sína. Hin óræðu skilaboð virðast hafa verið brýning um að standa gegn hægri öfgaöflum.
13.ágú. 2017 - 16:00 DV

„Sumt fólk í okkar samfélagi telur að það megi misnota og nauðga börnum á þennan viðbjóðslega hátt“

Formaður ísömsku samtakanna Ramadhan Foundation á Bretlandi, Mohammed Shafiq, segir að sumir íslamskir karlmenn sem hafa verið viðriðnir misnotkunarmál þar sem brotið er gegn hvítum breskum stúlkum álíti þær vera einskis virði og hægt sé að koma fram við þær eins og manni sýnist.
13.ágú. 2017 - 09:30 DV

Margrét féll af hestbaki og hryggbrotnaði: „Þakka mínum sæla fyrir að vera á lífi“

„Ég þakka mínum sæla að vera á lífi og líka fyrir að hafa ekki lamast,“ segir Margrét Friðriksdóttir en hún féll af hestbaki í dag í útreiðartúr með vinafólki á Þingvöllum. Hestur hennar fældist er hópur mætti þeim skyndilega og fór á sprett. „Ég losnaði úr ístaðinu og fann að það var illskást fyrir mig að stökkva af baki. Ég lenti á afturendanum og fékk rosalegan hnykk – ég fann strax að þetta var brot.“
12.ágú. 2017 - 22:00 Bleikt

Þarft bara að hlaða símann fjórum sinnum á ári

Þú burstar tennurnar, leggst upp í rúm og stingur símanum í hleðslu meðan þú sefur. Að hlaða símann er orðið eins sjálfsagt og að, já, bursta tennurnar. En brátt gæti það breyst. Vísindamenn vinna nú að þróun örgjörva sem notar hundrað sinnum minni orku en hefðbundnir örgjörvar en eiga samt sem áður jafn góðum afköstum, eða allt að því. 
12.ágú. 2017 - 13:00 DV

Logi svarar Ingu Sæland: „Niðurskurður í málum hælisleitenda er ekkert svar í baráttu gegn fátækt“

„Við Inga Sæland erum sammála um að berjast þarf af alefli gegn fátækt og órétti. Það verður þó aldrei gert með því að egna saman ólíkum hópum fólks, sem báðir eiga bágt.Í viðtali í DV og á RÚV sakar hún mig og Samfylkinguna um að ráðast á sig og snúa út úr. Tilefnið er væntanlega grein eftir mig sem birtist í Vísi þann 03.08.2017 og heitir Ljótur leikur. Sú grein beindist þó ekki eingöngu að ummælum hennar.“
12.ágú. 2017 - 10:30 DV

Gleðigangan er í dag

Hinsegin dagar ná hápunkti sínum með Gleðigöngunni en hún hefst klukkan 14 í dag. Í ár verða breytingar gerðar á gönguleið gleðigöngunnar. Uppstilling göngunnar verður frá kl. 11 á Hverfisgötu, milli Ingólfsstrætis og Klapparstígs. Gangan leggur stundvíslega af stað frá gatnamótum Hverfisgötu og Ingólfstrætis kl. 14 og bíður ekki eftir neinum. Gengið verður niður Hverfisgötuna, eftir Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu þar sem glæsilegir útitónleikar taka við í Hljómskálagarðinum.
12.ágú. 2017 - 09:30 Þorvarður Pálsson

Inga Sæland: Ákvað á því augnabliki að ég skyldi stofna stjórnmálaflokk

Inga Sæland stillir sér upp í höfuðstöðvum Flokks fólksins. Það er óhætt að segja að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi komið inn í íslenska stjórnmálaumræðu eins og stormsveipur með áherslu sinni á að bæta kjör þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu. Í opinskáu viðtali við DV ræðir Inga við Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamann um lífið á undan pólitíkinni, hvað drífur hana áfram og hver næstu skref séu fyrir Flokk fólksins, sem fengi fimm þingmenn kjörna ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum.
11.ágú. 2017 - 15:00 DV

Jóhann Björn kveikti í klefanum sínum á Litla-Hrauni enn eina ferðina

Það var Jóhann Björn Guðmundsson, fangi á Litla-Hrauni og um tíma eini útigangsmaðurinn á Selfossi, sem kveikti í klefa sínum í síðustu viku. Heimildir DV herma að þetta sé ekki í fyrsta skipti og hvað þá í annað skiptið sem eldur kviknar í klefa hans. Hann er sagður gera þetta reglulega sér að leik.
11.ágú. 2017 - 10:00 DV

Mæðgur fóru með eldri konu í Arion banka og náðu í 30 milljónir í reiðufé - „Gamla konan á nóg“

Lögreglan á Norðausturlandi rannsakar nú mál sem snýr að fjársvikum og hugsanlegri frelsissviptingu á eldri konu á Akureyri. Talið er að um sé að ræða móður og dóttur hennar og að þær séu frænkur brotaþola. Dóttirin, sem er fertug að aldri, bað brotaþola, aldraða konu, um að lána sér peninga fyrir íbúð og sagðist ætla að borga til baka. Í kjölfarið fór dóttirin með konunni í útibú Arion banka þann 23. mars síðastliðinn og tók út 30 milljónir króna í reiðufé af reikningi hennar. Konan aldraða fékk hins vegar ekkert í hendurnar, ekki einu sinni kvittun.
10.ágú. 2017 - 14:30 DV

Anna segir Brynjar í vörn: „Mér þykir þú ósamkvæmur sjálfum þér“

Anna Katrín Snorradóttir, sem kærði Robert Downey nýverið fyrir svipuð brot og hann var dæmdur fyrir árið 2008, segir í opnu bréfi til Brynjars Níelssonar að hann sé ekki samkvæmur sjálfum sér og það virðist sem hann hafi farið í vörn um leið og hann fékk að vita hverjir séu hinir valinkunnu menn. Brynjar er formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar og veit því hvaða tveir valinkunnu einstaklingar mæltu með því að Robert fengi uppreist æru. Hann hefur neitað að gefa upp nöfn þeirra.
10.ágú. 2017 - 12:30 DV

Piltur frá Vestmannaeyjum með kynferðislegar hugsanir um börn flytur á heimavist menntaskóla

Piltur sem er haldinn barnagirnd og hefur viðurkennt að hafa beitt bróður sinn kynferðisofbeldi mun síðar í mánuðinum hefja nám í menntaskóla. Á meðan á því stendur mun hann búa á heimavist skólans ásamt unglingum 15 ára og eldri. Sálfræðingur heldur fram að drengurinn hafi unnið í sínum málum.
30.júl. 2017 - 21:00 DV

Vélbyssuárásin í Þýskalandi: Árásarmaðurinn var tengdasonur eigandans

Það sem í augum margra leit út eins og hryðjuverkaárás í morgun reyndust vera fjölskylduerjur sem enduðu með skelfingu. Þrjátíu og fjögurra ára gamall maður skaut með vélbyssu á hóp fólks inni á næturklúbbnum Grey í bænum Konstanz í Suður-Þýskalandi.
30.júl. 2017 - 19:00 DV

Kona í stríði

Martha Gellhorn ólst upp í St. Louis. Faðir hennar var virtur læknir og móðir hennar var náin vinkona Eleanor Roosevelt forsetafrúar, sem kom alla tíð fram við Mörthu eins og dóttur sína. Ein af uppeldisaðferðum foreldranna var að banna Mörthu og þremur bræðrum hennar að slúðra og tala um peninga. Það átti einungis að ræða staðreyndir og ef ágreiningur kom upp var leitað í alfræðibækur.
30.júl. 2017 - 16:30 DV

Sumarbústaður á Þingvöllum brann í dag

Sumarbústaður í Miðfelli við Þingvallavatn brann í dag. Slökkviliði tókst að slökkva eldinn en bústaðurinn gjöreyðilagðist í brunanum. Fólk var í bústaðnum er eldurinn kviknaði en það slapp án meiðsla.
30.júl. 2017 - 10:45 DV

Skaut á fólk með vélbyssu á næturklúbbi í Þýskalandi í nótt – Hryðjuverk?

Maður skaut á mannfjölda með vélbyssu á diskóteki í bænum Konstanz í Suður-Þýskalandi í nótt. Atvikið átti sér stað um hálffimmleytið að staðartíma eða um klukkan hálffjögur að íslenskum tíma. Fólk flýði í dauðans ofboði er maðurinn hóf skothríðina og dauðans skelfing greip um sig.
29.júl. 2017 - 19:43 DV

Fékk stefnu frá Magnúsi á Drusludeginum: „Loksins farinn að skilja að ég vil aldrei sjá hann aftur“

„Mun martröðin aldrei enda?“ spyr Hanna Kristín Skaftadóttir en hún greinir frá því á Facebook að henni hafi borist stefna frá fyrrverandi sambýlismanni Magnúsi Jónssyni. Stefnuna skrifaði hún undir í dag. Segir Hanna Kristín að það sé kaldhæðnislegt að stefnan berist þan dag sem Druslugangan fer fram.
29.júl. 2017 - 16:39 DV

Er Kötlugos yfirvofandi? Viðbúnaðarstig hækkað – Hlaup hafið í Múlakvísl og skjálftaórói

Viðbúnaðarstig vegna Kötlu hefur verið hækkað í gult vegna jökulhlaups í Múlakvís og skjálftaórá á nærliggjandi jarðskjálftamælum. Þessi skjálftaórói gæti verið tengdur hlaupinu í Múlakvísl og verið alls óskildur gosvirkni en ekki er hægt að útiloka að svo sé á þessari stundu. Skjálfti upp á 3 varð í Kötluöskjunni klukkan 00.48 í nótt og margir smáskjálftar hafa verið þar. Mikið rennsli er í Múlakvísl og er það enn að aukast.
29.júl. 2017 - 14:30 DV

Guðfinna um mál Elvars: Dónaskapur og vanvirðing Fangelsismálastofnunar

„Hef enga trú á að því að nokkrum manni finnist eðlilegt að nauðgari sem fær 5 og hálfs árs dóm sé farinn að rúnta um bæinn og á Tinder hálfu ári eftir að hann var dæmdur,“ segir borgarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir á Facebook-síðu sinni í morgun. Segir hún að Fangelsismálastofnun misbjóði réttarvitund fólks með ákvörðun sinni í máli Elvars Miles.
29.júl. 2017 - 13:00 DV

Lögregla hefði getað komið í veg fyrir seinni nauðgun Elvars

Margir tengdir máli Elvars Sigmundssonar hafa gagnrýnt að hann hafi ekki verið færður í gæsluvarðhald eftir fyrri nauðgunina en líkt og DV hefur ítarlega fjallað um þá nauðgaði Elvar tveimur stúlkum í sömu vikunni síðasta sumar. Hann var handtekinn þann sama daga og fyrri nauðgun átti sér stað en var ekki færður í gæsluvarðhald. Hann gekk því laus og gat brotið á annarri stelpu einungis sex dögum síðar.
28.júl. 2017 - 14:00 DV

Nágrannaerjur á Njáluslóðum, „Þau lokuðu veginum með traktor“

Samkvæmt Brennu-Njáls sögu bjuggu Njáll Þorgeirsson og kona hans, Bergþóra Skarphéðinsdóttir, á bænum Bergþórshvoli í Landeyjum fyrir rúmum þúsund árum síðan. Bergþóra átti í erjum við Hallgerði langbrók, konu Gunnars á Hlíðarenda, sem enduðu með vígum á báða bóga og að lokum brennu bæjarins. Í dag er Bergþórshvoll 1 fornt prestsetur en Bergþórshvoll 2 er gistiheimili sem Runólfur K. Maack og Benedikta Haukdal reka. Innar stendur bærinn Káragerði þar sem Viðar Halldórsson og Ragna Bogadóttir búa. En til að komast að þangað þarf að aka í gegnum jörð sem tilheyrir Bergþórshvoli. Aðeins um 400 metrar skilja nágrannana að en það er síður en svo gott á milli þeirra.
26.júl. 2017 - 11:50 DV

Snarpur skjálfti á suðvesturhorninu: „Héldum að það væri verið að sprengja hér“

Snarpur jarðskjálfti fannst víða á suðvesturhorninu nú rétt fyrir klukkan tólf. Jarðskjálftinn fannst bæði í Reykjavík og á Suðurnesjum. Ekki er ljóst að hvaða stærð skjálftinn var en á vef Veðurstofu Íslands má sjá að jarðskjálftahrina hefur verið í nágrenni við Fagradalsfjall nú fyrir hádegi.
26.júl. 2017 - 11:30 DV

Bekkjarsystkini safna fyrir Darra Magnússon með dyggri aðstoð Gylfa Sigurðssonar

Árituð keppnistreyja Gylfa Sigurðssonar, sem landsliðsmaðurinn notaði í leik með Swansea í ensku úrvalsdeildinni á síðasta keppnistímabili, verður á uppboði á styrktarkvöldi fyrir Darra Magnússon og fjölskyldu hans. Darri, sem er aðeins 18 mánaða gamall, glímir við bráðahvítblæði í mergfrumum (AML hvítblæði). Afar sjaldgæft er að börn greinist með þessa tegund hvítblæðis en meðal einkenna eru æxli sem myndast á höfði og í andliti.
25.júl. 2017 - 14:00 DV

Ingó veðurguð sver af sér stjórnmálaflokk: „Við erum stjórnmálaflokkur“

Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð, þvertekur fyrir í samtali við DV að vera sá sem stendur að baki Facebook-síðunni Hægri flokkurinn þrátt fyrir skjáskot sem sýnir hann segja beint út „Við erum stjórnmálaflokkur“. Ummælin voru skrifuð við þráð Facebook-síðunnar Leikmaður les Biblíuna en þar spurði síðuhaldari um nafn þess sem stendur að baki Hægri flokknum. Svo virðist sem Ingólfur hafi ætlað að skrifa athugasemdina í nafni flokksins en hafi óvart gert það í eigin nafni.
24.júl. 2017 - 12:30 DV

5 særðir í árás manns með keðjusög

Leit stendur yfir af óþekktum manni með keðjusög sem talinn er hafa ráðist á óbreytta borgara í bænum Schaffenhausen í norðurhluta Sviss um klukkan 8:30 í morgun. Fimm manns hafa slasast, þar af tveir alvarlega, og eru sjúkrabílar og stórt lögreglulið á staðnum. Þyrlur svífa nú yfir svæðið í leit að manninum og landamærunum við Þýskaland hefur verið lokað af.
21.júl. 2017 - 16:30 DV

Margir minnast Kristjáns - „Hann var alltaf brosandi“ - Safnað fyrir börnin

Kristján Björn Tryggvason er látinn, 36 ára að aldri eftir langa en hetjulega baráttu við krabbamein. Hann var fjölskyldumaður, giftur Kristínu Þórsdóttur en þau kynntust í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni eins og frægt er orðið. Saman eignuðust þau þrjú börn. Kristján greindist fyrst árið 2006 þegar hann var 25 ára.
21.júl. 2017 - 14:30 DV

Sáu Chester Bennington söngvara Linkin Park stuttu fyrir andlát hans

Berglind Ómarsdóttir hefur hlustað á Linkin Park síðan hún var barn og það hafði lengi verið draumur hennar að sjá þá á tónleikum. Sú ósk rættist í byrjun júlí og náði hún því að sjá idolið sitt, Chester Bennington, stuttu fyrir andlát hans.
21.júl. 2017 - 13:30 DV

Nauðgaði tveimur stúlkum hrottalega í sömu vikunni síðasta sumar en rúntar nú um Reykjavík á Avensis

Þann 30. desember 2016 var átján ára piltur dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga tveimur 15 ára stúlkum. Nauðganirnar áttu sér stað með viku millibili í júlí í fyrra og voru afar hrottalegar. Meðal annars sagði gerandinn að grátur annars fórnarlambsins gerði hann graðari.
21.júl. 2017 - 11:09 DV

Pilturinn sem féll í Gullfoss var aðeins 22 ára: Lögreglan óskar efir aðstoð

Pilturinn sem féll í Gullfoss þann 19.júlí s.l. hét Nika Begades 22 ára gamall frá Georgíu. Hann var búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus. Meðfylgjandi er mynd af honum úr öryggismyndavélum við Gullfoss skömmu fyrir óhappið og eru þeir sem telja sig hafa séð hann þarna á svæðinu fyrir slysið beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is.
20.júl. 2017 - 16:00 DV

„Óttumst að verið sé að lauma trójuhesti inn í borgina"

„Við erum tortryggin út í hið svokallaða aðalgötufyrirkomulag, þar sem rekstraraðilar fá meira frelsi til athafna en annars staðar. Við óttumst að með því sé verið að lauma trójuhesti inn í miðborgina og að slík starfsemi skríði inn í hverfin sem aldrei fyrr,“ segir Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðbæjarins. Benóný hefur, ásamt fjölmörgum íbúum miðbæjarins, mótmælt harðlega nýju íbúðarhóteli á Njálsgötureit sem er laumað, að þeirra mati, bakdyrameginn inn í deiliskipulagið.
20.júl. 2017 - 13:59 DV

Bílskúr í Garðabæ til leigu á 190 þúsund á mánuði

Bílskúr sem innréttaður hefur verið íbúð er um þessar mundir auglýstur til leigu. Um er að ræða 60 fermetra rými en deila má um á um hvort leiguverðið sé í takt við raunveruleikann og eflaust myndu einhverjir halda því fram að hér sé á ferð lýsandi dæmi um ófremdarástandið á íslenska leigumarkaðnum.
20.júl. 2017 - 13:12 DV

Nafn mannsins sem lést í Hafnarfirði

Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Hafnarfirði á mánudag hét Einar Ólafur Steinsson. Einar Ólafur, sem var 56 ára, lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn.
20.júl. 2017 - 11:47 DV

Óvíst hvort hælisleitandinn hafi reynt að taka eigið líf við Gullfoss

Lögreglan á Suðurlandi hefur tilkynnt að maðurinn sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan 17:00 í gær sé hælisleitandi. Allt tiltækt viðbragðslið á svæðinu var kallað út ásamt björgunarsveitum á nærsvæðum. Þyrla landhelgisgæslunnar er notuð við leitina sem fram fór til miðnættis í gærkvöld og hófst á ný klukkan 10:00 í morgun.
19.júl. 2017 - 15:30 DV

Brutu rifbein og skáru hausinn nánast af lambinu: „Ýmsir áverkar aðrir“

Búið er að kryfja lambið sem drepið var að ferðamönnum í Breiðdal. DV greindi frá því þann 3. Júlí að tveir bandarískir ríkisborgarar hefðu verið handteknir á Austurlandi. Þeir höfðu króað af lamb og drepið það með hníf við bæinn Ós í Breiðdal. Mennirnir tveir voru hluti af níu manna hóp.
19.júl. 2017 - 14:30 DV

Lést eftir að hafa verið hengdur með belti á lögreglustöðinni við Hverfisgötu

Um klukkan níu þriðjudagskvöldið 19. júlí árið 1977, fyrir sléttum 40 árum síðan, var Hrafn Jónsson settur í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Hann var mjög drukkinn og var látinn sofa úr sér í klefanum ásamt öðrum manni sem var í svipuðu ástandi. Hrafn var 49 ára gamall málarameistari, ókvæntur og barnlaus.
19.júl. 2017 - 10:30 DV

Illugi spyr hvers vegna svo fáir „fínir menn“ hafi verið dæmdir fyrir barnaníð: „Hvar eru hinir íslensku barnaníðingahringir?”

Illugi Jökulsson spyr í nýjum pistil á Stundinni hví hafi svo fáir „fínir íslenskir menn“ verið ákærðir fyrir níðingsskap gegn börnum. Hann segist hafa verið að lesa viðtal við danskan lögreglumann sem lagði áherslu á að barnaníðingar finnist innan allra stétta. „Barnaníðingar hafa fundist meðal blaðamanna jafnt sem lögfræðinga og dómara, háskólamanna, embættismanna, bankamanna, listamanna, búðarmanna, lögreglumanna, kennara og svo framvegis.“
18.júl. 2017 - 12:15 DV

Skipstjórinn laug að Thomas Olsen og slökkti á netinu í skipinu

Grænlenski togarinn Polar Nanoq er nú í höfn hér á landi en sjö áhafnarmeðlimir munu gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag vegna morðsins á Birnu Brjánsdóttur í janúar. Thomas Møller Olsen, skipverja á Polar Nanoq, er gefið að sök að hafa myrt Birnu en hún hvarf aðfaranótt 14. janúar.
18.júl. 2017 - 11:30 DV

Thomas þurfti róandi eftir SMS frá íslenskum blaðamanni

Grænlenski togarinn Polar Nanoq er nú í höfn hér á landi en sjö áhafnarmeðlimir munu gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag vegna morðsins á Birnu Brjánsdóttur í janúar. Thomas Møller Olsen, skipverja á Polar Nanoq, er gefið að sök að hafa myrt Birnu en hún hvarf aðfaranótt 14. janúar. Olsen hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan en hinum skipverjanum var sleppt eftir tvær vikur en hann er ekki grunaður um aðild að málinu. Lík Birnu fannst nærri Selvogsvita um viku eftir að hún hvarf.
17.júl. 2017 - 15:00 DV

Jónína vill að Gunnar hætti að berjast og skammar eiginmanninn: „Jesú hefði ekki horft á þetta Gunnar!!!“

Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur vill að Gunnar Nelson hætti að iðka MMA bardagaíþróttina. Biður hún Gunnar að fordæma slagsmálaíþróttir fyrir komandi kynslóðir. Líkt og alþjóð veit tapaði Gunnar Nelson í 1. lotu fyrir Santiago í bardaga í Glasgow í Skotlandi í gærkvöldi.
17.júl. 2017 - 12:30 DV

Óprúttinn aðdáandi Santiago breytti Wikipedia-síðu um Gunnar Nelson

Gunn­ar Nelson mættti Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í Glasgow í Skotlandi í gær. Fyrir bardagann þótti Gunnar mun sigurstranglegri. Voru flestir áhorfendur á bandi íslenska bardaga kappans sem sótti hart að Santiago í byrjun. En eftir aðeins rúma mínútu hafði Santiago rotað Gunnar Nelson.
16.júl. 2017 - 10:00 DV

Saga borðspilanna

Borðspil hafa fylgt manninum frá upphafi siðmenningar. Elstu borðspil sem fundist hafa, eins og Senet frá Egyptalandi og Backgammon frá Persíu, eru um 5000 ára gömul. Frá Indlandi hinu forna komu spil eins og skák, lúdó og slönguspilið sem er byggt á hindúískri speki um karma. Frá Afríku kom Mancala sem spilað var með fræjum. Á Norðurlöndum spiluðu víkingarnir ýmis taflspil sem byggja á herkænsku.
15.júl. 2017 - 18:30 DV

Óhætt að fara á ylströndina í Nauthólsvík, saurgerlamengun hefur snarminnkað

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út tilkynningu varðandi skólpmengun í Nauthólsvík. Skólp flæddi úr bilaðri dælustöð við Faxaskjól í marga daga, sjósundsfólki, baðstrandargestum og göngufólki til mikils ama. Þá hafa borgaryfirvöld verið harkalega gagnrýnd fyrir að upplýsa ekki almenning um bilunina.
15.júl. 2017 - 11:46 DV

Reiði vegna myndatöku kvennalandsliðsins. Karlarnir fremst.

Það verður vart við nokkra reiði á samfélagsmiðlum vegna ljósmyndatöku íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Liðið var á leið út til Hollands í gær og því tekin mynd í tröppum flugvélarinnar eins og hefð er orðin. Reiðin blossaði upp vegna þess að þjálfarateymið, þrír karlmenn, standa fremst og finnst sumum þeir skyggja á landsliðskonurnar.
13.júl. 2017 - 16:04 DV

Pétur og Arnþrúður ræða Robert Downey: „Ungar stelpur og strákar sem eru á netinu að þvælast og láta tæla sig“

„Ég hvet fólk að fara gætilega, stúlkur sérstaklega, auðvitað gildir það líka um pilta en stúlkur, ekki vera að opna á vinskap á vafasömum síðum og við menn sem eru að bjóða fram eitthvað eða partý ef þú þekkir ekki viðkomandi. Stúlkur hafa verið tældar í gegnum netið og hafa lent einmitt í eldri mönnum og endað mjög illa farnar. Þetta er það sem ungar stúlkur þurfa að gæta sín á.“ Svo hljóða varnarorð Arnþrúðar Karlsdóttir á Útvarpi Sögu i gærmorgun til ungra stúlkna en hún og Pétur Gunnlaugsson komu þá með sína skoðun á Robert Downey-málinu.
11.júl. 2017 - 11:30 DV

Karl Ágúst og Jón Steinar rífast heiftarlega: „Þú munt fá fullt af „lækum“ og spekifullum kommentum“

Karl Ágúst Úlfsson, leikari, og Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, eiga nú í ritdeilu sem hófst á Facebook en fer nú fram í Kvennablaðinu. Bitbein þeirra er mál Roberts Downey sem dæmdur var fyrir kynferðisafbrot gegn ungum stúlkum en fékk nýlega uppreisn æru og lögmannsréttindi sín á ný. Jón Steinar var verjandi hans í málinu og hefur valdið fjaðrafoki í þjóðfélaginu eftir viðtal sem birtist á Eyjunni, þar sem hann segir mikilvægt að fólk fyrirgefi Downey.
07.júl. 2017 - 14:09 DV

Kristján leitar að syni sínum: Hefur þú séð Björn Heiðar?

Kristján Jóhann Matthíasson lýsir eftir syni sínum, Birni Heiðari, sem er týndur. Hann óskar eftir aðstoð almennings við leitina en að hans sögn hóf lögreglan leit að honum í gær. Björn Heiðar Kristjánsson er 16 ára og 162 sm að hæð. Kristján segir í samtali við DV að hann vonist til að finna Björn Heiðar fljótt. Kristján sá son sinn síðast í gærmorgun þegar hann skutlaði honum í vinnuna.

Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 09.8.2017
Á dauðastundu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.8.2017
Ný syndaaflausn
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 15.8.2017
KFC er mitt framhjáhald
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.8.2017
Bernanke um Ísland
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 18.8.2017
Velferðarríkið og siðaskiptin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.8.2017
Útvarpsviðtal við mig um minnismerki
Fleiri pressupennar