15.okt. 2017 - 08:00

Hulda er ráðþrota: Bíður þess að sonur hennar finnist látinn

„Ég bíð eftir símtalinu þar sem mér verður tilkynnt að hann sé farinn,“ segir Hulda Jóhannsdóttir í viðtali í helgarblaði DV. Hulda er móðir 19 ára drengs sem búið hefur á götunni á Akureyri í tæpt ár.
Í viðtalinu gagnrýnir Hulda það úrræðaleysi og þá dómhörku sem virðist ráða ríkjum í samfélaginu í garð sonar hennar. Sonur hennar heitir Anton og telur Hulda að hann sé í mikilli sjálfsvígshættu. Hún kveðst vera orðin úrkula vonar um að hann fái viðeigandi aðstoð. 
14.okt. 2017 - 10:00

Skuggahliðar Costco á Íslandi: „Það er eins og þeir skammist sín fyrir þetta“

Óhætt er að fullyrða að stórverslunin Costco hafi með komu sinni inn á íslenskan markað stuðlað að byltingu varðandi verð og vöruúrval sem ekki sér fyrir endann á. Íslenskir neytendur hafa tekið verslunarrisanum fagnandi og samkeppnisaðilar hafa þurft að aðlagast breyttum veruleika. Saga Costco á Íslandi er á yfirborðinu samfelld sigurganga en undir niðri kraumar reiði starfsfólks varðandi aðstæður á vinnustaðnum. 
28.sep. 2017 - 09:08 DV

Playboy kóngurinn Hugh Hefner er látinn

Hug Hefner, stofnandi Playboy tímaritsins, er látinn 91 árs að aldri. Útgáfufyrirtæki hans, Playboy Enterprises, skýrði frá þessu á Twitter fyrir stundu. Þar kemur fram að Hefner hafi látist á heimili sínu af eðlilegum orsökum.
24.sep. 2017 - 16:00 DV

„Ég vil ekki deyja“

Það eru ekki öll börn sem lifa í einfaldri og öruggri tilveru barnæskunnar. Því hafa þær Mary Lucky og Haniye Maleki fengið að kynnast frá fæðingu. Þrátt fyrir ólíkan uppruna og aldur, og þrátt fyrir að þekkjast ekki neitt þá hafa þær verið steyptar í sama mótið. Mary og Haniye eru hælisleitendur. Þær komu ásamt foreldrum sínum til Íslands í leit að öryggi og tækifærum. Eins og staðan er í dag munu þær aldrei upplifa tækifærin sem íslenskt samfélag hefur upp á að bjóða. Til stendur að vísa þeim úr landi á næstu vikum. Það er ef frumvarp þess efnis að þær fái íslenskan ríkisborgararétt verður ekki samþykkt fyrir þinglok.
24.sep. 2017 - 15:03 DV

Bílnum stolið á meðan eigandinn var í pílukasti

Róbert Einarsson varð fyrir því óláni á föstudagskvöldið að bílnum hans var stolið á meðan hann spilaði pílukast inn á bar sem ber nafnið Riddarinn og er í Engihjalla í Kópavogi. Hefur bíllinn ekki fundist. „Málsatvik eru á þá leið að ég er í pílukasti á bar sem heitir Riddarinn í Engihjalla og er lyklunum stolið úr jakkavasa mínum þar sem hangir á stólbaki tvo metra frá mér, milli kl. 21 og 23 um kvöldið. Það er því miður ekkert grunsamlegt að sjá á upptökum úr myndavélakerfinu,“ segir Róbert í skilaboðum til DV.
23.sep. 2017 - 17:00 DV

„Maðurinn sem konan hafði fengið nálgunarbann á fannst í felum undir rúminu hennar“

Þolendur heimilisofbeldis eru oft fastir í neti meðvirkni og úrræði á borð við nálgunarbann duga skammt, samkvæmt reynslu Birgis Guðjónssonar, sem oftast er kallaður Biggi lögga. Hann skrifar í dag áhrifaríkan pistil á Facebook-siðu sína þar sem hann rifjar upp kynni sín af heimilisofbeldi í gegnum starf sitt sem lögreglumaður. Í leiðinni lýsir hann yfir stuðningi við átak samtakanna „Á allra vörum“ fyrir Kvennaathvarfið og stappar stálinu í þolendur heimilisofbeldis.
22.sep. 2017 - 09:35 DV

Annar árásarmaðurinn var leiddur út á brókinni alblóðugur

Konan sem varð fyrir líkamsárás í gær sem leiddi til dauða hennar er af erlendu bergi brotin. Tveir menn eru grunaðir um að hafa orðið henni að bana. Annar þeirra er íslenskur. Mikil viðbúnaður var við Hagamel í Vesturbænum í gær þar sem árásin átti sér stað.
22.sep. 2017 - 09:34 DV

Kona lést eftir árás í Vesturbænum

Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna gruns um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi og RÚV. 
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir hafa staðið yfir í kvöld og voru tveir sjúkrabílar meðal annars sendir á vettvang. Grímur Grímsson segir við RÚV að málið sé á algjöru frumstigi og vill ekki tjá sig um það að öðru leyti. Hann segir við Vísi að grunur sé um líkamsárás sem leiddi til dauða konunnar.
21.sep. 2017 - 09:14 DV

36 ára hælisleitanda vísað frá Noregi til Írans – Hýdd 80 vandarhöggum í Íran á þriðjudaginn

Leila Bayat, 36 ára, kom til Noregs 2009 ásamt syni sínum Mani. Þau óskuðu eftir hæli í Noregi en mæðginin eru frá Íran. Leila sagðist ekki þora að fara aftur til Írans því hún hefði hlotið dóm upp á 80 vandarhögg fyrir að hafa drukkið áfengi. Hún sagðist þess fullviss að ef hún sneri aftur heim yrði dómnum fullnægt. Þrátt fyrir þetta var henni vísað frá Noregi í mars á þessu ári en sonur hennar fékk að vera áfram í landinu hjá föður sínum sem hefur fengið hæli í Noregi.
19.sep. 2017 - 16:16 DV

Vaktstjóri Burger-inn í Hafnarfirði sagði viðskiptavini að hengja sig um miðja nótt: „Hættu að vera með tussufýlustæla“

Jakub Clark fór á veitingastaðinn Burger-Inn í Hafnarfirði í gær og var heldur ósáttur við mat sinn. Hann greip því til þess ráðs að gefa veitingastaðnum slæma einkunn á Facebook-síðu staðarins. Hann bjóst þó ekki við viðbrögðum vaktstjóra veitingastaðarins sem sagði honum í einkaskilboðum ítrekað að hengja sig. Eigandi veitingastaðarins, Örn Arnarson, segist í samtali við DV standa með vaktstjóranum.
14.sep. 2017 - 14:33 DV

Þetta eru hinir tveir sem vottuðu fyrir Robert Downey: „Nudda skít upp á Viðar fyrir að hafa trú á lífinu“

Í fyrradag var greint frá nöfnum þeirra sem skrifuðu vottorð um að Robert Downey, dæmdur kynferðisbrotamaður, ætti skilið uppreista æru. Mesta athygli hefur Halldór Einarsson, kenndur við Henson, hlotið en minna hefur farið fyrir hinum tveimur. Halldór Einarsson baðst í gær í samtali við DV afsökunar á að hafa lagt nafn sitt við skjalið.
13.sep. 2017 - 19:00

Harmleikur þegar Eiríkur féll frá: Lætur eftir sig sambýliskonu og tvær dætur - Misstu heimili sitt í vor - Safnað fyrir fjölskylduna

„Í kjölfar sorglegs og óvænts fráfalls Eiríks Inga Grétarssonar hefur verið hrundið af stað söfnun fyrir fjölskyldu hans. Eiríkur var 49 ára og lætur eftir sig sambýliskonu til 22 ára, Önnu Lilju Flosadóttir, og tvær dætur á unglingsaldri. Fjölskyldan missti heimilið sitt á Íslandi í vor og ákvað að flytja til Spánar í þeirri von að geta hafið nýtt líf þar. Eftir einungis fjóra daga á Spáni varð Eiríkur hins vegar bráðkvaddur.“
09.sep. 2017 - 18:00

Stuðningsmenn Úkraínu færðu gjafir á Barnaspítalanum, „Mjög óvanalegt“

Stuðningsmenn Úkraínska knattspyrnulandsliðsins heimsóttu Barnaspítala Hringsins á þriðjudaginn, 5. september fyrir leikinn á Laugardalsvelli. Þeir höfðu í forum sínum leikfangagjafir og bangsa sem þeir gáfu börnunum. Stefán Hagalín, samskiptastjóri Landspítalans segir það mjög algengt að íslenskir landsliðsmenn heimsæki spítalann en man ekki til þess að erlendir íþróttamenn eða stuðningsmenn þeirra hafi komið. „Það hlýtur að vera mjög óvanalegt“.
09.sep. 2017 - 10:21 DV

Hvatt til nauðgunar og morðs á blaðamanni Morgunblaðsins: „Þarf ég kannski að fá mér grimman hund?“

Erna Ýr Öldudóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, varð á fimmtudaginn fyrir afskaplega grófu og viðurstyggilegu netníði, þegar kona ein hvatti til ofbeldis gegn henni – nánar tiltekið að henni yrði nauðgað til dauða. Tilefnið voru skoðanir sem Erna Ýr hefur látið í ljósi um vændi undanfarið en hún er þeirrar skoðunar að afglæpavæði eigi vændi með öllu.
08.sep. 2017 - 09:17 DV

Spilafíklar tilraunadýr hjá SÁÁ, RKÍ og Landsbjörg: Borga fíklum fyrir að prófa nýja spilakassa í höfuðstöðvum Gallup

„Þetta er eins og dópsali sem væri með nýtt dóp sem aldrei hefði komið á markað hér á landi. Hann myndi boða dópistana í hópum heim til sín og greiða þeim smáræði fyrir að prófa nýja stöffið og fá álit þeirra á því. Um leið myndu þeir ánetjast og halda áfram að fylla veski hans af peningum.“
07.sep. 2017 - 16:00 DV

Óvenjulegu sjón fyrir utan Costco: „Sá hann vera hlaupandi meðfram kantinum alveg skíthræddur“

Sverrir Gauti Hilmarsson deildi mynd innan Facebook-hópsins Keypt í Costco sem sýnir heldur óvenjulegan gest á bílastæði Costco. „Ég var bara að keyra þarna í burtu á milli Costco og Ikea og sá hann vera hlaupandi meðfram kantinum alveg skíthræddur. Þannig að ég tók svona smá rúnt og reyndi á ná mynd af honum eins og flest allir á planinu þarna."
06.sep. 2017 - 16:41 DV

Blaðamaður Morgunblaðsins segir stjórnvöld þjarma að vændiskonum því þær fara í taugarnar á fínu fólki

Erna Ýr Öldudóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, segir að nauðsynlegt sé að afglæpavæða vændi með öllu. Hún var gestur Harmageddon í morgun en þar var hún spurð sérstaklega út ráðstefnu um vændi sem haldin var á Íslandi á dögunum. Þar var meðal annars talað fyrir því að herða refsingu við vændi.

01.sep. 2017 - 15:39 DV

Birna var sólargeisli í lífi foreldra sinna: „Foreldrar hennar hafa átt erfitt með að komast fram úr rúmi“

Hanna Lára Helgadóttir, réttargæslumaður foreldra og bróður Birnu Brjánsdóttur, var harðorða í garð fjölmiðla í málflutningi sínum við aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen, sem er sakaður um að hafa myrt Birnu. Hanna sagði að báðir foreldrar hennar séu með áfallastreitu á háu stigi eftir atvikið. Það sé byggt á vottorðum sálfræðinga og presta. 
31.ágú. 2017 - 16:30 DV

Jóhann hvetur bifhjólamenn til að sniðganga Ljósanótt: „Fáránleg ákvörðun að hleypa mótorhjólum í gegn en ekki bílum“

Jóhann Ólafur Benjamínsson, ökuþór, hvetur bifhjólamenn að sýna samstöðu með Fornbílaklúbbnum og mæta ekki til hópaksturs i gegnum Keflavík á Ljósanótt sem fram fer nú um helgina. Eins og áður hefur verið greint frá lagði lögreglustjóri bann við því að meðlimir Fornbílaklúbbsins fengju að keyra Hafnargötuna á Ljósanótt af öryggisástæðum. Ekki þykir öruggt að leyfa akstur bíla þegar svo mikið af fólki er samankomið, sérstaklega í ljósi nýafstaðinna hryðjuverka í evrópskum borgum þar sem bílum hefur verið ekið inn í mannfjölda.
26.ágú. 2017 - 09:00 DV

Hjónin voru sökuð um að fórna börnum: Sátu saklaus í fangelsi í rúm 20 ár

Hjónin Dan og Fran Keller hafa fengið greiddar 3,4 milljónir Bandaríkjadala, 366 milljónir króna, eftir að hafa setið saklaus í fangelsi í 21 ár. Líf þeirra hjóna, sem búsett eru í Texas í Bandaríkjunum, breyttist til hins verra seint á níunda áratug liðinnar aldar þegar ásakanir um kynferðisofbeldi þeirra gegn börnum komu fram. Þau ráku lítið dagheimili fyrir börn en allt hófst þetta þegar þriggja ára stúlka tjáði foreldrum sínum að hún hefði verið rassskellt af Dan, sem í dag er 75 ára.
25.ágú. 2017 - 21:00 DV

Ódýrasta leikskólavistin er í Reykjavík og á Seltjarnarnesi

Gríðarlegur munur er á leikskólagjöldum stærstu sveitarfélaga landsins. Reykjavíkurborg býður upp á lægstu gjöldin fyrir átta klukkustunda vistun en ef börnin þurfa lengri vistun þá bíður Seltjarnarnes best. Þessi sveitarfélög bera höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög varðandi hagstæð leikskólagjöld. Í flestum tilvikum er leikskólavistin dýrust í Garðabæ.
25.ágú. 2017 - 13:00 DV

Gunnar segir Krossinn „í höndum þeirra sem hafa annarleg sjónarmið að leiðarljósi“

Gunnar Þorsteinsson, áður í Krossinum, skrifar pistil í Morgunblaðið í morgun þar sem hann lýsir viðskilnaði sínum við söfnuðinn og áfangaheimilið Krossgötur sem byggði upp 24 íbúðir á Kross-reitnum. Hann segir farir sínar ekki sléttar og málið sé „þyngra en tárum taki“.
24.ágú. 2017 - 18:00 DV

Jón Gnarr var með fíkniefni á sér vikum saman sem borgarstjóri: „Davíð Oddsson hefði ekki alveg fallist á þessa útskýringu“

Jón Gnarr, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, upplýsti í síðasta Tvíhöfðaþætti á Rás 2 að hann haft fíkniefni í fórum sínum vikum saman meðan hann var borgarstjóri. Nánar tiltekið fann hann reglulegu poka með kannabis í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, og gleymdi að losa sig við þá.

24.ágú. 2017 - 10:10 DV

Hanna Kristín segist sæta daglegu áreiti frá Magnúsi: „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur um líkamlegt ofbeldi?“

Hanna Kristín er konan sem hefur kært Magnús Jónsson fyrrverandi sambýlismann sinn fyrir að beita hana ofbeldi á Four Seasons hótelinu í Austin í Texas í mars síðastliðnum. Hanna Kristín er konan sem hefur áður kært Magnús fyrir ofbeldisbrot. Hanna Kristín er konan sem sótti um nálgunarbann á Magnús, en því var hafnað. Hún er konan sem hringdi í 112 í gærkvöldi og lýsti yfir áhyggjum, hún er konan sem sætir daglegu áreiti af hendi Magnúsar og hún er konan sem spyr hvað þarf að gerast áður en beiðni um nálgunarbann fæst samþykkt.
23.ágú. 2017 - 17:00 DV

Viðbjóður í Fáskrúðsfirði um hábjartan dag

Svo virðist sem aðgengi að salernum komi ekki með öllu í veg fyrir að ferðamenn kúki á víðavangi líkt og meðfylgjandi myndir sýna. Íslensk kona frá Fáskrúðsfirði deildi á Facebook-síðu sinni þessum myndum en í samtali við DV baðst undan því að tengja nafn sitt við skítverk ferðamannsins.
22.ágú. 2017 - 12:00 DV

Birna fékk tvö högg eftir að henni byrjaði að blæða

Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, bar vitni nú á tólfta tímanum við aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, sem er sakaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur. Hann ræddi sérstaklega rannsókn lögreglu á blóðblettum í Kio Rio bifreiðinni.
22.ágú. 2017 - 09:24 DV

Lögreglumaður segir Thomas ekki hafa sýnt nein viðbrögð þegar honum voru sýndar myndir af líki Birnu

Einar Guðberg Jónsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í vitnisburði sínum í aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, sem er sakaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, að Thomas hafi sýnt lítil svipbrigði þegar lögregla sýndi honum myndir af líki Birnu við skýrslutöku.
15.ágú. 2017 - 17:00 DV

Það var ekki leyndarmál þegar Gunnar veitti meðmæli – Meðmælendur Downey ekki verið í umræðunni

Gunnar Hallsson frá Bolungarvík segir í athugasemd við frétt DV um meðmælendur dæmda kynferðisbrotamannsins Robert Downey að þegar hann hafi sjálfur skrifað undir slíkt plagg fyrir vin sinn þá hafi honum sérstaklega verið tilkynnt að hann gæti ekki gert ráð fyrir því að einhverri hulu yrði slegið yfir það.
15.ágú. 2017 - 09:00

Fleiri skátar veiktust á Úlfljótsvatni í gær

Nokkrir skátar sem dvöldu í fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði um nýliðna helgi veiktust í gær. Í tilkynningu frá Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni í gærkvöldi kemur fram að einkennin séu þau sömu og hjá þeim sem veiktust aðfaranótt föstudags, uppköst og niðurgangur, en staðfest var að þá væri um nóró-veiru að ræða.
14.ágú. 2017 - 12:00 DV

Sonur Jacks Hrafnkels svipti sig lífi á geðdeild: „Þeir hafa ekki lært nokkurn skapaðan hlut“

„Það er auðvitað rosalega sárt á heyra af þessu og það rífur upp öll sár, sem voru aðeins farin að myndast hrúður á. Þeir segja að tíminn lækni öll sár en það er brandari, sá sem samdi það hefur annað hvort verið algjörlega tilfinningalaus gúrka eða aldrei misst neinn nákominn,“ segir Jack Hrafnkell Daníelsson í samtali við DV. Sonur hans, Sveinn Ingi, svipti sig lífi á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri fyrir fimm árum. RÚV greindi frá því í gær að ungur maður hafi, líkt og Sveinn Ingi, svipt sig lífi á geðdeild Landspítalans. Hann hafði verið fluttur þangað þar sem hann hafði verið í sjálfsvígshættu.
13.ágú. 2017 - 21:00 DV

Þetta er konan sem hægriöfgamaður myrti í Charlotteville á laugardaginn

„Ef þið eruð ekki hneyksluð þá eruð þið ekki að fylgjast með (If you´re not outraged, you are not paying attention),“ var það síðasta sem hin 32 ára gamla Heather Heyer skrifaði á Facebook-síðuna sína. Hin óræðu skilaboð virðast hafa verið brýning um að standa gegn hægri öfgaöflum.
13.ágú. 2017 - 16:00 DV

„Sumt fólk í okkar samfélagi telur að það megi misnota og nauðga börnum á þennan viðbjóðslega hátt“

Formaður ísömsku samtakanna Ramadhan Foundation á Bretlandi, Mohammed Shafiq, segir að sumir íslamskir karlmenn sem hafa verið viðriðnir misnotkunarmál þar sem brotið er gegn hvítum breskum stúlkum álíti þær vera einskis virði og hægt sé að koma fram við þær eins og manni sýnist.
13.ágú. 2017 - 09:30 DV

Margrét féll af hestbaki og hryggbrotnaði: „Þakka mínum sæla fyrir að vera á lífi“

„Ég þakka mínum sæla að vera á lífi og líka fyrir að hafa ekki lamast,“ segir Margrét Friðriksdóttir en hún féll af hestbaki í dag í útreiðartúr með vinafólki á Þingvöllum. Hestur hennar fældist er hópur mætti þeim skyndilega og fór á sprett. „Ég losnaði úr ístaðinu og fann að það var illskást fyrir mig að stökkva af baki. Ég lenti á afturendanum og fékk rosalegan hnykk – ég fann strax að þetta var brot.“
12.ágú. 2017 - 22:00 Bleikt

Þarft bara að hlaða símann fjórum sinnum á ári

Þú burstar tennurnar, leggst upp í rúm og stingur símanum í hleðslu meðan þú sefur. Að hlaða símann er orðið eins sjálfsagt og að, já, bursta tennurnar. En brátt gæti það breyst. Vísindamenn vinna nú að þróun örgjörva sem notar hundrað sinnum minni orku en hefðbundnir örgjörvar en eiga samt sem áður jafn góðum afköstum, eða allt að því. 
12.ágú. 2017 - 13:00 DV

Logi svarar Ingu Sæland: „Niðurskurður í málum hælisleitenda er ekkert svar í baráttu gegn fátækt“

„Við Inga Sæland erum sammála um að berjast þarf af alefli gegn fátækt og órétti. Það verður þó aldrei gert með því að egna saman ólíkum hópum fólks, sem báðir eiga bágt.Í viðtali í DV og á RÚV sakar hún mig og Samfylkinguna um að ráðast á sig og snúa út úr. Tilefnið er væntanlega grein eftir mig sem birtist í Vísi þann 03.08.2017 og heitir Ljótur leikur. Sú grein beindist þó ekki eingöngu að ummælum hennar.“
12.ágú. 2017 - 10:30 DV

Gleðigangan er í dag

Hinsegin dagar ná hápunkti sínum með Gleðigöngunni en hún hefst klukkan 14 í dag. Í ár verða breytingar gerðar á gönguleið gleðigöngunnar. Uppstilling göngunnar verður frá kl. 11 á Hverfisgötu, milli Ingólfsstrætis og Klapparstígs. Gangan leggur stundvíslega af stað frá gatnamótum Hverfisgötu og Ingólfstrætis kl. 14 og bíður ekki eftir neinum. Gengið verður niður Hverfisgötuna, eftir Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu þar sem glæsilegir útitónleikar taka við í Hljómskálagarðinum.
12.ágú. 2017 - 09:30 Þorvarður Pálsson

Inga Sæland: Ákvað á því augnabliki að ég skyldi stofna stjórnmálaflokk

Inga Sæland stillir sér upp í höfuðstöðvum Flokks fólksins. Það er óhætt að segja að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi komið inn í íslenska stjórnmálaumræðu eins og stormsveipur með áherslu sinni á að bæta kjör þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu. Í opinskáu viðtali við DV ræðir Inga við Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamann um lífið á undan pólitíkinni, hvað drífur hana áfram og hver næstu skref séu fyrir Flokk fólksins, sem fengi fimm þingmenn kjörna ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum.
11.ágú. 2017 - 15:00 DV

Jóhann Björn kveikti í klefanum sínum á Litla-Hrauni enn eina ferðina

Það var Jóhann Björn Guðmundsson, fangi á Litla-Hrauni og um tíma eini útigangsmaðurinn á Selfossi, sem kveikti í klefa sínum í síðustu viku. Heimildir DV herma að þetta sé ekki í fyrsta skipti og hvað þá í annað skiptið sem eldur kviknar í klefa hans. Hann er sagður gera þetta reglulega sér að leik.
11.ágú. 2017 - 10:00 DV

Mæðgur fóru með eldri konu í Arion banka og náðu í 30 milljónir í reiðufé - „Gamla konan á nóg“

Lögreglan á Norðausturlandi rannsakar nú mál sem snýr að fjársvikum og hugsanlegri frelsissviptingu á eldri konu á Akureyri. Talið er að um sé að ræða móður og dóttur hennar og að þær séu frænkur brotaþola. Dóttirin, sem er fertug að aldri, bað brotaþola, aldraða konu, um að lána sér peninga fyrir íbúð og sagðist ætla að borga til baka. Í kjölfarið fór dóttirin með konunni í útibú Arion banka þann 23. mars síðastliðinn og tók út 30 milljónir króna í reiðufé af reikningi hennar. Konan aldraða fékk hins vegar ekkert í hendurnar, ekki einu sinni kvittun.
10.ágú. 2017 - 14:30 DV

Anna segir Brynjar í vörn: „Mér þykir þú ósamkvæmur sjálfum þér“

Anna Katrín Snorradóttir, sem kærði Robert Downey nýverið fyrir svipuð brot og hann var dæmdur fyrir árið 2008, segir í opnu bréfi til Brynjars Níelssonar að hann sé ekki samkvæmur sjálfum sér og það virðist sem hann hafi farið í vörn um leið og hann fékk að vita hverjir séu hinir valinkunnu menn. Brynjar er formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar og veit því hvaða tveir valinkunnu einstaklingar mæltu með því að Robert fengi uppreist æru. Hann hefur neitað að gefa upp nöfn þeirra.
10.ágú. 2017 - 12:30 DV

Piltur frá Vestmannaeyjum með kynferðislegar hugsanir um börn flytur á heimavist menntaskóla

Piltur sem er haldinn barnagirnd og hefur viðurkennt að hafa beitt bróður sinn kynferðisofbeldi mun síðar í mánuðinum hefja nám í menntaskóla. Á meðan á því stendur mun hann búa á heimavist skólans ásamt unglingum 15 ára og eldri. Sálfræðingur heldur fram að drengurinn hafi unnið í sínum málum.
30.júl. 2017 - 21:00 DV

Vélbyssuárásin í Þýskalandi: Árásarmaðurinn var tengdasonur eigandans

Það sem í augum margra leit út eins og hryðjuverkaárás í morgun reyndust vera fjölskylduerjur sem enduðu með skelfingu. Þrjátíu og fjögurra ára gamall maður skaut með vélbyssu á hóp fólks inni á næturklúbbnum Grey í bænum Konstanz í Suður-Þýskalandi.
30.júl. 2017 - 19:00 DV

Kona í stríði

Martha Gellhorn ólst upp í St. Louis. Faðir hennar var virtur læknir og móðir hennar var náin vinkona Eleanor Roosevelt forsetafrúar, sem kom alla tíð fram við Mörthu eins og dóttur sína. Ein af uppeldisaðferðum foreldranna var að banna Mörthu og þremur bræðrum hennar að slúðra og tala um peninga. Það átti einungis að ræða staðreyndir og ef ágreiningur kom upp var leitað í alfræðibækur.
30.júl. 2017 - 16:30 DV

Sumarbústaður á Þingvöllum brann í dag

Sumarbústaður í Miðfelli við Þingvallavatn brann í dag. Slökkviliði tókst að slökkva eldinn en bústaðurinn gjöreyðilagðist í brunanum. Fólk var í bústaðnum er eldurinn kviknaði en það slapp án meiðsla.
30.júl. 2017 - 10:45 DV

Skaut á fólk með vélbyssu á næturklúbbi í Þýskalandi í nótt – Hryðjuverk?

Maður skaut á mannfjölda með vélbyssu á diskóteki í bænum Konstanz í Suður-Þýskalandi í nótt. Atvikið átti sér stað um hálffimmleytið að staðartíma eða um klukkan hálffjögur að íslenskum tíma. Fólk flýði í dauðans ofboði er maðurinn hóf skothríðina og dauðans skelfing greip um sig.
29.júl. 2017 - 19:43 DV

Fékk stefnu frá Magnúsi á Drusludeginum: „Loksins farinn að skilja að ég vil aldrei sjá hann aftur“

„Mun martröðin aldrei enda?“ spyr Hanna Kristín Skaftadóttir en hún greinir frá því á Facebook að henni hafi borist stefna frá fyrrverandi sambýlismanni Magnúsi Jónssyni. Stefnuna skrifaði hún undir í dag. Segir Hanna Kristín að það sé kaldhæðnislegt að stefnan berist þan dag sem Druslugangan fer fram.
29.júl. 2017 - 16:39 DV

Er Kötlugos yfirvofandi? Viðbúnaðarstig hækkað – Hlaup hafið í Múlakvísl og skjálftaórói

Viðbúnaðarstig vegna Kötlu hefur verið hækkað í gult vegna jökulhlaups í Múlakvís og skjálftaórá á nærliggjandi jarðskjálftamælum. Þessi skjálftaórói gæti verið tengdur hlaupinu í Múlakvísl og verið alls óskildur gosvirkni en ekki er hægt að útiloka að svo sé á þessari stundu. Skjálfti upp á 3 varð í Kötluöskjunni klukkan 00.48 í nótt og margir smáskjálftar hafa verið þar. Mikið rennsli er í Múlakvísl og er það enn að aukast.
29.júl. 2017 - 14:30 DV

Guðfinna um mál Elvars: Dónaskapur og vanvirðing Fangelsismálastofnunar

„Hef enga trú á að því að nokkrum manni finnist eðlilegt að nauðgari sem fær 5 og hálfs árs dóm sé farinn að rúnta um bæinn og á Tinder hálfu ári eftir að hann var dæmdur,“ segir borgarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir á Facebook-síðu sinni í morgun. Segir hún að Fangelsismálastofnun misbjóði réttarvitund fólks með ákvörðun sinni í máli Elvars Miles.
29.júl. 2017 - 13:00 DV

Lögregla hefði getað komið í veg fyrir seinni nauðgun Elvars

Margir tengdir máli Elvars Sigmundssonar hafa gagnrýnt að hann hafi ekki verið færður í gæsluvarðhald eftir fyrri nauðgunina en líkt og DV hefur ítarlega fjallað um þá nauðgaði Elvar tveimur stúlkum í sömu vikunni síðasta sumar. Hann var handtekinn þann sama daga og fyrri nauðgun átti sér stað en var ekki færður í gæsluvarðhald. Hann gekk því laus og gat brotið á annarri stelpu einungis sex dögum síðar.
28.júl. 2017 - 14:00 DV

Nágrannaerjur á Njáluslóðum, „Þau lokuðu veginum með traktor“

Samkvæmt Brennu-Njáls sögu bjuggu Njáll Þorgeirsson og kona hans, Bergþóra Skarphéðinsdóttir, á bænum Bergþórshvoli í Landeyjum fyrir rúmum þúsund árum síðan. Bergþóra átti í erjum við Hallgerði langbrók, konu Gunnars á Hlíðarenda, sem enduðu með vígum á báða bóga og að lokum brennu bæjarins. Í dag er Bergþórshvoll 1 fornt prestsetur en Bergþórshvoll 2 er gistiheimili sem Runólfur K. Maack og Benedikta Haukdal reka. Innar stendur bærinn Káragerði þar sem Viðar Halldórsson og Ragna Bogadóttir búa. En til að komast að þangað þarf að aka í gegnum jörð sem tilheyrir Bergþórshvoli. Aðeins um 400 metrar skilja nágrannana að en það er síður en svo gott á milli þeirra.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.10.2017
Voru bankarnir gjaldþrota?
- 07.10.2017
Stundarbilun
Aðsend grein
Aðsend grein - 07.10.2017
Skilyrðislaus ást
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 10.10.2017
Þessu er ég ekki búinn að gleyma!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.10.2017
Blekkingin er algjör
Gunnlaugur Jónsson
Gunnlaugur Jónsson - 16.10.2017
Við hvaða tölu innflytjenda verður þú rasisti?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 11.10.2017
Bagalegt að Samfylkingin sé enn í henglum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.10.2017
Þriðja stærsta gjaldþrotið?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 18.10.2017
Einfaldur sannleikur setur allt á annan endann
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 13.10.2017
Samfélagsbanki fyrir íslenskan almenning
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 17.10.2017
Missti af þessum látum á Stundinni
Fleiri pressupennar