02. maí 2011 - 02:57

Osama bin Laden látinn: Forseti Bandaríkjanna rauf dagskrá og ávarpaði þjóðina!

Mynd: GettyImages

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, tilkynnti fyrir stundu að sá maður veraldar sem mest hefur verið leitað, Osama bin Laden, sé látinn. Dagskrá var rofin í bandarísku sjónvarpi þar sem forsetinn ávarpaði þjóðina og tilkynnti að eftir áralanga leit hefði bandarískum hermönnum tekist að ráða bin Laden af dögum.


Jafnframt kom fram að búið væri að staðfesta að líkið væri af Bin Laden.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.18.des. 2014 - 14:30

Hætt við frumsýningu The Interview af ótta við hryðjuverk

Fram kom í gær að fyrirtækið Sony hafi hætt við fyrirætlaða útgáfu kvikmyndarinnar The Interview sem skartar þeim James Franco og Seth Rogen í aðalhlutverkum. Myndina átti að frumsýna á jóladag, 25. desember, en eftir að stærstu kvikmyndahús Bandaríkjanna neituðu að sýna myndina af ótta við hryðjuverk ákváðu Sony að hætta við útgáfuna.
01.ágú. 2014 - 10:00

Frasier stjarnan Kelsey Grammer fyrirgefur morðingja systur sinnar

Kelsey Grammer, sem helst er þekktur fyrir túlkun sína á útvarpsstjörnunni Frasier, hefur nú lýst því yfir að hann fyrirgefi manninum sem nauðgaði og myrti 18 ára gamla systur hans. Þetta gerði hann við áheyrn í Colorado, en hann sagðist þó ekki vilja að maðurinn verði látinn laus.

31.júl. 2014 - 09:56

Samtök Ástþórs Magnússonar heita $10.000 hverjum þeim sem handtekur Benjamin Netanyahu

Friður 2000, samtök sem stofnuð voru af Ástþóri Magnússyni, hafa sett af stað verkefnið israelwarcriminal.com þar sem 10.000 bandaríkjadalir eru lofaðir hverjum þeim sem getur handtekið Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og fært fyrir Alþjóðastríðsglæpadómstólinn. Vonast er til að verðlaunin hækki í meira en milljón dollara með fjárframlögum frá almenningi. 

31.júl. 2014 - 09:00

Greiðslufall Argentínu staðreynd: Landið er gjaldþrota

Í annað sinn á 13 árum hefur ríkissjóður Argentínu ekki getað greitt af skuldum sínum og því kom til greiðslufalls ríkissjóðs í nótt eftir að samningaviðræður enduðu án þess að samkomulag næðist. Landið er því tæknilega séð gjaldþrota.
31.júl. 2014 - 08:00

Ætla að hanna app sem getur hámarkað líkur á þungun við glasameðferð

Þær Gyða Eyjólfsdóttir sálfræðingur og Berglind Ósk Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur hafa undanfarna daga stundað svokallaða hópfjármögnun á nýju appi sem þær vilja koma á fót. Það heitir „IVF Coaching“ og er ætlað að leiða konur og pör í gegnum glasameðferðarferli með það að markmiði að auknar líkur verði á því að konan verði ófrísk auk þess sem það býður upp á ýmiskonar upplýsingar sem dregið geti úr vanlíðan, og aukið stjórn hjá þeim sem fara í glasameðferðir.
29.júl. 2014 - 19:00

Vísbendingar um að áttunda Harry Potter bókin sé á leiðinni

Hörðustu Harry Potter aðdáendur virðast nú vissir um að eitthvað mjög spennandi muni eiga sér stað næsta fimmtudag, þann 31. júlí. Ekki er víst hvort um sé að ræða útgáfu nýrrar bókar, tilkynningu um að ný bók sé í vinnslu, eða eitthvað allt annað. Eitt er þó víst - dagsetningin er sérstök.

29.júl. 2014 - 08:00

Kínverskir hlauparar hissa: Verktakar gerðu hlaupabrautina ferhyrnda

Kínverskir hlauparar eru furðu lostnir eftir að ákveðið að endurnýja hlaupabraut í Heilongjiang í norðausturhluta Kína. Hefðinni samkvæmt eru hlaupabrautir nær því að vera hringlaga en kassalaga, en það létu verktakarnir sem ráðnir voru til að sinna verkefninu ekki á sig fá.
28.júl. 2014 - 21:00

15 mánaða gamall drengur stýrir fagnaðarlátum 500 manns

Luke Radbill er 15 mánaða gamall stuðbolti en eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan er hann alls ekki feiminn. Hann stýrir fagnaðarlátum nærri 500 gesta í Rockmont sumarbúðunum í Bandaríkjunum með harðri hendi og virðist sjálfur skemmta sér konunglega:

28.júl. 2014 - 17:00

Jörðin er á byrjunarstigi nýs tímabils þar sem margar tegundir deyja út

Flestir hafa heyrt um risavaxinn loftstein sem lenti á jörðinni fyrir tugmilljónum ára og varð þess valdandi að risaeðlur dóu út. Nú virðist sem jörðin standi frammi fyrir öðrum svipuðum atburði þar sem fjöldi tegunda mun deyja út. Allt er þetta af völdum einnar tegundar sem lifir á jörðinni, manna.
28.júl. 2014 - 14:29

Þurfa að þéna 23 milljónir á ári til að geta greitt niður námslánin

Þrír námsmenn skulda nú þegar meira en 30 milljónir króna í námslán og þurfa tekjur þeirra að nema 23 milljónum króna á ári ætli þeir sér að greiða lánin þegar þeir verða 67 ára.
28.júl. 2014 - 10:59

Tveir Bandaríkjamenn smitaðir af Ebólu

Tveir Bandaríkjamenn hafa nú greinst með hina banvænu Ebólu veiru, læknir og hjálparstarfsmaður á vegum kristilegra mannúðarsamtaka. Þá er sá læknir sem hefur haft yfirumsjón með baráttunni gegn Ebólu einnig smitaður af veirunni. Dánartíðni af völdum veirunnar er yfirleitt um 90 prósent en tekist hefur að lækka dánartíðnina niður í 60 prósent í yfirstandandi faraldri í Vestur-Afríku.

28.júl. 2014 - 09:00

Hryðjuverkaógnin í Noregi getur styrkt öfgasinnaða hægrimenn

Sú athygli sem hefur beinst að hugsanlega fyrirhuguðum hryðjuverkum íslamskra öfgamanna í Noregi getur orðið til þess að styrkja hópa sem eru andsnúnir múslimum. Þetta getur orðið vatn á myllu hægri öfgamanna og getur orðið til að auka stuðning við þá og málstað þeirra.
04.júl. 2014 - 16:30 Eyjan

Sakar forsvarmenn Lýðveldisflokksins um að setja fjárframlög í eigin vasa: „Og þeir fara bara á HM í Brasilíu“

Fjármagn sem Flokkur heimilanna átti að fá úr ríkissjóði í kjölfar Alþingiskosninganna 2013 rann aldrei til Flokks heimilanna og situr nú Kristján Snorri Ingólfsson, formaður Lýðveldisflokksins, á fénu. Þetta segir Pétur Gunnlaugsson, sem í forsvari var fyrir Flokk heimilanna í kosningabaráttunni. Hann sakar Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um ófagleg vinnubrögð.
24.jún. 2014 - 21:30

Viðtal við stórkostlegan hollenskan ljósmyndara sem myndar einhverja draugalegustu staði jarðar

Hollenski ljósmyndarinn Niki Jeijen tók ljósmyndasafnið hér að neðan, en það kallar hann „Frost“. Tilganginn segir hann vera að frysta augnablik úr fortíðinni og gera þau ódauðleg.
24.jún. 2014 - 13:30

Ungbarnahopphátíðin fór fram um helgina: Myndir

El Salto del Colacho, eða djöflastökkið, er árleg hátíð á Spáni þar sem hoppað er yfir ungabörn. Hátíðin er haldin í þorpinu Castrillo de Murcia sem staðsett er nærri Burgos, en löng hefð er fyrir henni því hún hefur verið haldin allt frá árinu 1620.
24.jún. 2014 - 12:03

Stjórnarskrárnefnd skilar fyrstu áfangaskýrslu: Þrýst á um þjóðaratkvæði 2016

Fulltrúar VG, Bjartrar framtíðar og Pírata í stjórnarskrárnefnd vilja að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um tilteknar stjórnarskrárbreytingar samhliða forsetakosningunum 2016.
24.jún. 2014 - 10:20

Mynd dagsins: Gríðarlegur stærðarmunur Hafþórs á nokkrum árum vekur mikla athygli

Hafþór Júlíus Björnsson nýtur mikilla vinsælda í netheimum eftir að hann birtist í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu, Game of Thrones. Það lék hann hlutverk „Fjallsins“ eða „The Mountain“, meðal annars í eftirminnilegu atriði þar sem hann slóst við Prince Oberyn.
24.jún. 2014 - 08:14

Laminn vegna strætómiða, fjölmargir gengu framhjá: Leitar árásarmannsins

„Í kvöld klukkan hálfsjö sat ég í strætóskýlinu fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur á leiðinni heim úr vinnu. Þar kemur að mér strákur á svipuðum aldri og ég og spyr hvort ég eigi handa honum strætómiða. Ég sagðist einungis eiga strætókort og einhverra hluta vegna fór það frekar illa í hann því áður en ég vissi dundu á mér höggin frá honum og það var ekki fyrr en ég kom hendinni fyrir og öskraði af lífs og sálarkröftum á hjálp sem að hann fór að bakka út.“
23.jún. 2014 - 13:00

Mikill þörungablómi undan Suðurlandi: „Sjómenn ættu að vera mestu andstæðingar virkjunarkeðjunnar í Þjórsá“

Mynd dagsins var að þessu sinni tekin af gervihnetti bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA, en á henni sjást svifþörungar undan ströndum Suðurlands í miklum vorblóma.

23.jún. 2014 - 11:50

Engin úrræði í boði fyrir langt leidda alkóhólista: „Þetta er að gerast núna, alla daga, aftur og aftur og aftur“

„Úrræðin sem eru í boði fyrir alkóhólista eins og föður minn eru í rauninni engin. Stofnanir eins og Gunnarsholt, Víðines og Arnarholt voru nær því sem ætti að vera í boði. Þessar stofnanir voru ekki gallalausar en í stað þess að bæta það sem þurfti að bæta var þeim lokað.“ Þetta segir Grímur Atlason í grein sinni á Herðubreið en faðir hans hefur þurft að kljást við alkóhólisma um árabil.
23.jún. 2014 - 10:00

Illugi: Gengur ekki upp að eiga í viðræðum við Evrópusambandið

„Já, við lögðum upp með það og ég taldi að það væri möguleiki að það færi fram einhvers konar atkvæðagreiðsla eins og þessi, það er að segja um samninginn, að það yrði haldið áfram til þess að ná fram samningi. Ég verð bara að segja það og verð alveg að vera hreinskilinn með það að ég tel að það sé alveg augljóst að það að við ætlum að halda áfram í einhverjar samningaviðræður í ríkisstjórn, þar sem báðir flokkarnir eru á móti aðild, og eiga að fara að setjast niður með Evrópusambandinu og segja: „Jæja, hérna er þá samningurinn. Við erum að fara að taka hann heim og fá hann felldan en þið ætlið að fara að fá hann samþykktan í ykkar þjóðþingum.“ Þetta auðvitað gengur ekkert upp.“
23.jún. 2014 - 09:36

Hver er Jeremy Clement Lowe, áhrifamesti maðurinn í íslensku viðskiptalífi?

Hafi einstakir fjárfestar verið of fyrirferðarmiklir í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun, er ljóst að enginn hefur komist með tærnar þar sem Jeremy Lowe Clement hefur hælana nú á Íslandi. Hann er yfir, undir og allt um kring, eins og herra Íslandi sæmir.
23.jún. 2014 - 09:23

Karen: Gengið fram af offorsi í lekamálinu. Arnþrúður: Hver er að leka í DV?

Allt of mikið er búið að gera úr svonefndu lekamáli, segir Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu. Hún segir að lekamálin séu í raun tvö, hitt snúi að þeim sem sé stöðugt að leka í DV upplýsingum, m.a. úr lögregluskýrslum meðan mál séu ennþá í rannsókn.
23.jún. 2014 - 09:00

Nýjung í bifreiðastöðumálum: Má leggja í eina mínútu!

Nýtt skilti um leyfilegan hámarkstíma sem má leggja bifreiðum var nýlega sett upp í fínu hverfi í Los Angeles og hefur orðið til þess að yfirvöld samgöngumála í borginni hafa orðið að miklu athlægi. Greinilegt er að enginn hefur haft fyrir því að lesa á skiltið áður en það var sett upp.
23.jún. 2014 - 07:55

Reykjavík í nótt: Ofsahraði, rúðubrot og saklaus skáti með hníf

Nokkur erill virðist hafa verið hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt ef miðað er við önnur sunnudagskvöld, en verkefnin voru af ýmsum toga.
22.jún. 2014 - 20:30

Einföld aðferð til að taka magnaðar iPhone myndir í myrkri

Margar snjallsímaeigendur þekkja af eigin raun að það er mjög erfitt að taka almennilegar myndir í myrkri. Ástæðan er nokkuð augljós: lýsingin er ekki nógu góð. Með þessari einföldu aðferð er þó hægt að ráða bug á þessu hvimleiða vandamáli:
21.jún. 2014 - 13:30

Sænskur drengur þénar tæplega hálfan milljarð á ári með Youtube rás um tölvuleiki

Felix Kjellberg er ekki venjuleg kvikmyndastjarna. Hann rekur stærstu rásina YouTube undir hinu dúllulega nafni PewDiePie og þénar mun meira en meðal-leikari. Miklu meira.
20.jún. 2014 - 21:00

Tanja Mjöll: „Mér leið eins og ég væri gallað eintak“

Að þurfa að sætta sig við það að vera þunglynd er eflaust eitt af því erfiðasta sem ég hef gert. Á sama tíma var það samt ágætis tilfinning að vita loksins hvað væri að mér. Að vera sett á þunglyndislyf var, fyrir mér, hræðileg upplifun. Mér leið eins og ég væri gallað eintak og það tók mig langan tíma að viðurkenna að ég væri þunglynd.
20.jún. 2014 - 19:15

Daufblindur Brasilíumaður fylgist með sínum mönnum á HM með mjög sérstökum hætti: Myndband

Myndbandið hér að neðan sýnir hvað það þýðir að vera alvöru fótboltaaðdáandi. Carlos er bæði blindur og heyrnarlaus en vinir hans og fjölskylda hafa hannað sérstakt kerfi svo hann geti fylgst með Brasilíu spila á heimsmeistaramótinu.

20.jún. 2014 - 17:56

Þetta er heitasti maðurinn á netinu í dag: En ekki er allt sem sýnist

Þetta er ein leið til að ná athygli frá þúsundum kvenna um allan heim: Ljósmynd af hinum þrítuga Jeremy Meeks fer eins og eldur í sinu um óravíddir internetsins þessar stundirnar og margar konur hafa tjáð sig um hversu myndarlegur og kynþokkafullur hann er. En ekki er allt sem sýnist á bak við myndina góðu.

VeðriðKlukkan 06:00
Skýjað
N3
1,8°C
Alskýjað
N9
2,0°C
NNA6
-0,6°C
Lítils háttar snjókoma
S5
-0,5°C
Alskýjað
A1
-3,1°C
Léttskýjað
NNV3
0,6°C
Skýjað
N7
1,7°C
Spáin
Sena: - Unglingurinn des (út 24)
Netklúbbur Pressunnar
Jón Óðinn Waage
Jón Óðinn Waage - 09.12.2014
Mér finnst þetta heimska
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 13.12.2014
Fámenn valdaklíka hámar í sig mest af kökunni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.12.2014
Vilhjálmur þagnaði skyndilega …
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 10.12.2014
Rangar ályktanir dregnar af dómi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 18.12.2014
Hvar eru peningarnir hans afa?
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 12.12.2014
Pólitísk dauðasynd og óhelgi?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.12.2014
Einar dansaði við Herttu
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 09.12.2014
Steingrímur J. og Katrín bera vitni
Sólveig Sigurðardóttir
Sólveig Sigurðardóttir - 10.12.2014
Offitan stjórnaði: Stattu við markmiðin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.12.2014
Steinólfur í Fagradal
Fleiri pressupennar