07. nóv. 2017 - 20:30Aníta Estíva Harðardóttir

Barnavernd fjarlægði dætur Guðrúnar Óskar þrisvar af heimilinu: „Þetta var öllum að kenna nema mér“

Guðrún Ósk Valþórsdóttir á tvær dætur sem hafa verið teknar af henni í þrjú skipti af barnavernd. Í þau skipti sem barnavernd hafði afskipti af þeim fannst Guðrúnu þau vera að níðast á henni sem móður og taldi þau enga virðingu bera fyrir börnunum hennar. 

Síðar átti Guðrún þó eftir að átta sig á því að öll þeirra vinna var gerð með hag dætra hennar í forgangi þar sem hún var í mikilli neyslu og afneitun. 

Ég man svo vel þegar ég hataði barnavernd. Þegar ég sá ekki það rétts em þau voru að gera og fannst þau vera að ráðast á mig og níðast á mér. Þau voru ógeðslega vond að taka af mér börnin mín, taka börnin frá móður sinni og þau voru sko ekki heil á geði að gera börnunum þetta,  

segir Guðrún í viðtali við Pressuna. 

Guðrún taldi víst að ásakanirnar og sannanir sem barnavernd hafði undir höndum sér væru uppspuni og að ekkert af þeim gæti staðist. 

Þau voru bara að ljúga og voru að búa til mál gegn mér því þau voru á móti mér og barnsföður mínum.

Guðrún var í mikilli afneitun og var raunin sú að hún var djúpt sokkin í neyslu. 

Ég vildi ekki viðurkenna vandann minn, þetta var öllum öðrum að kenna. Fjölskyldu minni, fjölskyldu dætra minna, öllum öðrum en mér.

Taldi hún víst að ástæðan fyrir því að barnavernd væri að taka dætur hennar af henni væri vegna þess að þau vildu eiga þær og ekki leyfa henni að eiga þær. 

  
Guðrún Ósk/Mynd úr einkasafni

Guðrún vann mikið á móti þeirri aðstoð sem barnavernd veitti henni, svaraði ekki símanum og mætti ekki í þá tíma sem hún var skipuð að mæta í. 

Ég skipti oft um barnaverndarfulltrúa því mér fannst ég ekki geta stjórnað neinum af þeim.  

Guðrún sagði fulltrúum barnaverndar sögur af því að kannabis væri ekki skaðlegt og ætlaði hún að sanna það fyrir þeim. 

Svona var ég veik.  

Fjölskylda Guðrúnar bjó öll saman í litlu herbergi og taldi hún sér trú um að það væri allt í lagi og á endanum var dóttir hennar sem var eins árs gömul þá tekin af henni með valdi. 

Þarna hótaði ég öllu illu, ég meira að segja reyndi að fyrirfara mér mér fannst heimurinn vera hruninn.

Guðrún var í kjölfarið skikkuð til þess að fara í meðferð á Vogi þar sem hún gekk út eftir fjóra daga og taldi sjálfri sér trú um að hún ætti ekki við áfengis né vímuefnavanda að stríða. 

Ég taldi barnavernd trú um að ég væri bara geðveik. Hún skyldi bara útvega mér geðlækni frekar, þótt mig langaði ekkert í neina hjálp ég var bara að friða þau.  

Eftir rúmlega ár fékk Guðrún stelpurnar sínar aftur en þá hafði hún náð að halda sér edrú í rúmlega eitt og hálft ár. 

En ég þoldi barnavernd samt ekki enn þá. Djöfulsins tussur sem þetta voru. Enda var ég ekkert að gera í mínum málum. Ég bara þóttist vera að því.

Á endanum sprakk allt í loft upp og Guðrún byrjaði aftur í neyslu. Sendi dætur sínar í pössun um helgar og hélt hávaða partý þar sem lögreglan kom reglulega í heimsókn. 

En þarna tók það barnavernd þvílíkt langan tíma að skipta sér af og reyna að grípa inn í. Þau byrjuðu með viðtöl og svo mættu svo óboðin í heimsóknir án þess að láta mig vita af fyrir fram. Þau ætluðu að gefa mér séns en í raun hefðu þau bara átt að taka þær strax.

Guðrún lék leikrit í hvert skipti sem hún hafði samskipti við barnavernd og lét eins og allt væri í lagi. 

Þau komu samt á endanum, sem betur fer komu þau.  

Á þessum tímapunkti, eftir að dætur hennar voru fjarlægðar af heimilinu í annað skiptið datt Guðrún í enn frekari neyslu, hnakk reifst við barnavernd og hótaði öllu illu. 

Þegar Guðrún var búin að keyra sig á kaf í neyslu sá hún að þetta gengi ekki lengur. Hún yrði að komast inn í meðferð, saknaði dætra sinna allt of mikið og var mjög þung á sér. 

En þarna var barnavernd enn tilbúin til þess að hjálpa. Þau ýttu á eftir innlögn og hjálpuðu til við kostnað bara af því að við vildum gera eitthvað í okkar málum.

Guðrún fór í meðferð á Vog og Vík sem gekk ágætlega þar sem hún vildi vera edrú. Eftir meðferð fór hún að vinna og hlutirnir virtust vera á uppleið. 

Nema hvað að ég var ekkert að vinna í mér eða í edrúmennskunni. Ég tók upp á því að prjóna og gerði allt til þess að slaka á, þetta urðu einhverjir mánuðir.  

Dætur Guðrúnar voru á þessum tíma aftur komnar heim til hennar og þurftu þær að horfa upp á mikið af hlutum sem voru ekki góðir fyrir þær. 

Stuttu síðar fór allt niður á við aftur og Guðrún féll í neyslu aftur. 

Ég fór að fara aftur á bak við barnavernd og byrjaði að ljúga aftur. Þarna var ég samt búin að átta mig á því að ég átti við áfengis og vímuefnavanda að stríða og tók það í sátt.  

Guðrúnu langaði til þess að segja barnavernd allan sannleikann en fékk sig ekki í það. 

Ég var svo hrædd við að missa þær aftur og vildi ekki gera þeim það. Ég vissi samt að ég var ekkert að gera betur, dottin í það og hugsaði ekki nógu vel um þær. Þótt ég virkilega reyndi.  

Á endanum brotnaði Guðrún niður hjá barnaverndarfulltrúanum þar sem hún gat ekki meir. 

Þarna var ég búin að viðurkenna vandann. Viðurkenna að barnavernd var bara þarna til þess að hjálpa. Þau voru að hjálpa börnunum mínum, ég var aukaatriði.  

Áður en Guðrún áttaði sig á þessari staðreynd fannst henni hún vera miðpunktur alheimsins, var mjög sjálfhverf og eigingjörn. 

Ég lokaði meira að segja á fjölskylduna mína vegna þess að þau voru ekki að standa mér mér heldur bara börnunum mínum.  

Þarna sleppti Guðrún öllum tökum. Fór fljótlega í meðferð því það eina sem hún vildi gera var að fá að vera með stelpunum sínum og hætta öllu rugli. 

 
Guðrún Ósk með dóttur sinni/Mynd úr einkasafni

Ég vann með barnavernd, lét heyra í mér og gerði eins og mér var sagt. Bað um að fá að vera í fullri meðferð og eftirmeðferð. Meðferðirnar voru erfiðar en í þetta skipti ætlaði ég, ég bara skyldi ná þessu núna.  

Í dag er Guðrún loksins komin á góðan stað og vinnur í sjálfri sér á hverjum degi. 

Ég gerði það loksins, fyrir mig og börnin mín. Ég er í fullu prógrammi, fer á fundi og er í þjónustu. Mér hefur aldrei gengið betur enda er líðanin eftir því sem er magnað.  

Guðrún vill þakka barnavernd fyrir það að hafa verið til staðar fyrir börnin hennar. Koma þeim í öruggar hendur hjá fjölskyldum þeirra og að fjölskylda þeirra hafi haft hag þeirra fyrir brjósti þegar hún gat það ekki. 

Takk allir sem voru til staðar. Fulltrúar, ráðgjafar, fjölskylda og vinir.
Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.13.nóv. 2017 - 15:00

Bókarkafli: Í skugga drottins

Vaka Helgafell gefur út bókina Í skugga drottins eftir Bjarna Harðarson. Hér er á ferðinni söguleg  skáldsaga  sem  segir  frá  leiguliðum  Skálholtsstóls  á  18.  öld.  Aðalpersóna  er húsfreyjan María  á  Eiríksbakka  sem  leyfir  vorsultinum  að  tálga  sig  ár  hvert  á  meðan  óguðlegur  og skemmtinn  niðursetningur  fyllir  líf  hennar  af  sögum  og  þvættingi.  En  yfir um og allt um kring er Guðsótti.  Óttinn  við  hinn  reiða  Krist  og  eilífan  helvítiseld.  Við  sögu  koma  misgóðir  Guðsmenn, hljóðfæraleikarar, maurapúkar og litskrúðug mannlífsflóra alþýðunnar. Blaðið grípur hér ofan í frásögn af heyskap undir Vörðufelli, drengjum sem hafa selsaugu og um Skálholt sem stendur rétt undir hliðum Helvítis. 
07.nóv. 2017 - 16:00 DV

Egill fagnar: „Ekki þægileg tilfinning að vera saklaus maður sitjandi undir ummælum sem þessum“

Egill Einarsson segist fagna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í yfirlýsingu til DV. „Ég fagna að sjálfsögðu þessari niðurstöðu. Ég var alltaf mjög hissa á þessum dómi Hæstaréttar en Mannréttindadómstóllinn vandaði greinilega til verka,“ segir Egill.
07.nóv. 2017 - 15:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Tveggja ára drengur dreifði málningu um allt hús; „Skemmdirnar hlaupa á mörg hundruð þúsundum“

Mynd/Caters News Móðir tveggja ára gamals drengs sem ákvað að vinna heima einn daginn endaði með mörg hundruð þúsund króna skemmdir á heimilinu eftir að hafa litið af honum í örfáar mínútur þegar hún svaraði í símann.
07.nóv. 2017 - 11:00

10 ávanar sem gera þig eldri

Grettur eru ágætis líkamsrækt fyrir vöðva í andliti en eftir áratugi af geiflum - annað hvort vegna sólar eða lélegrar sjónar - verða vöðvarnir í kringum augun stífir og óeftirgefanlegir og hrukkurnar spretta fram. Notaðu sólgleraugu í mikillri birtu svo þú getir viðhaldið eðlilegu andlitsfalli í sem lengstan tíma.
24.okt. 2017 - 10:12

Nefndu barn sitt Heilagt stríð: Gætu endað fyrir dómstólum

Hjón frá borginni Toulouse í suðvestur hluta Frakklands hafa verið tilkynnt til ákæruvaldsins fyrir nafngift sonar þeirra. Það er vefritið The Local sem greinir frá þessu. Drengurinn fæddist í ágúst og fékk nafnið Jihad en eins og flestir vita þýðir það orð heilagt stríð á arabísku og hryðjuverkamenn oft kallaðir jihadistar. Málið gæti endað fyrir dómstólum.
23.okt. 2017 - 20:00

Beið með föður sínum í fjóra tíma á bráðamóttöku:„Manni líður eins og maður sé fyrir“

„Það sem mér finnst verst við þetta er hvernig hlutum er háttað þarna á spítalanum, aðstæðurnar, biðin endalausa, stressið, upplifunin að maður væri fyrir, illa farnar gamlar biðstofur og herbergi sem löngu er komin tími á að lappa upp á. Síðan til þess að bæta gráu ofan á svart þá var slökkt var á öllum sjónvörpum sem eiga að stytta manni biðtímann, nema einu,“ segir Sunna Dís Ólafsdóttir sem stofnað hefur hóp á facebook þar sem fólk er hvatt til að deila reynslusögum sínum af bágum aðstæðum innan heilbrigðskerfisins á Íslandi. Sjálf þurfti Sunna að bíða með föður sínum í fjórar klukkustundir á bráðamóttöku Landspítalans í gær og kveðst hafa horft upp á örþreytt starfsfólk sem reyndi að gera sitt besta undir aðstæðum sem varla geta talist mannsæmandi.
23.okt. 2017 - 14:15

Leoncie leigir aðeins afrískum og asískum:„Ég er búin að fá nóg af hvítum Íslendingum“

Tónlistarkonan Leoncie leitar nú að leigjendum fyrir íbúð sína í Keflavík. Athygli vekur að hún er aðeins að leita að afrískum eða asískum leigjendum. 
23.okt. 2017 - 11:55

Karl Steinar hættur hjá Birtingi:„Þetta var gert hérna formlega í morgun“

Karl Steinar Óskarsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Birtings sem meðal annars gefur út tímaritin Vikuna og Gestgjafann. Karl starfaði sem framkvæmdastjóri síðan árið 2012 og var í eigendahópi fyrirtækisins þar til í júní þegar eignarhaldsfélagið Dalurinn keypti allt hlutaféð. Þá var ákveðið að Karl héldi áfram störfum sínum hjá fyrirtækinu.
23.okt. 2017 - 10:55

Agnes:„Ekki siðferðislega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál“

 „Ég er ekki sammála því að allt sé leyfilegt í sannleiksleitinni. Mér finnst til dæmis ekki siðferðislega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands en hún kveðst óttast að alþingiskosningarnar um næstu helgi skili þjóðinni engu nýju ef að ekki er tekin umræða um það á hvaða siðferðislega grunni stjórnarsamstarfið mun standa.
25.jan. 2010 - 20:00 Björg Magnúsdóttir

Þetta er almennileg hefnd

Skiltið góða hefur vakið athygli víða um heim. Ég verð að viðurkenna að YaVaughnie Wilkins hefur fangað athygli mína og aðdáun með því að hefna sín grimmilega á þeim sem sagði henni upp. Í tilfelli Wilkins var það einn af fjármálaráðgjöfum Barracks Obama, Charles E. Phillips, sem dömpaði henni, til þess að geta haldið áfram eðlilegu lífi með eiginkonu sinni. Wilkins var sem sagt hjákona í 8 ár, geymd á kantinum í tæplega 3.000 daga, þangað til henni var kastað frá manninum sem hún elskaði.
21.des. 2009 - 08:00 Björg Magnúsdóttir

Hann er sjúkur í okkur!

Það liggur fyrir að þjóðir heimsins hafa misjafnar skoðanir á Íslandi og Íslendingum. Tvær þjóðir leggja opinberlega fæð á okkur, Bretar og Hollendingar, meðan helsti sölupunktur Grikkja er sá að þeir séu ekki Íslendingar. Fiji-eyjar, eða sá eyjaskeggi þaðan sem er mesti Íslandsvinurinn, dýrkar okkur. Já, Fiji-búinn sem ég er að vísa í elskar okkur! Hann er sjúkur í Íslendinga!
07.des. 2009 - 19:34 Björg Magnúsdóttir

Okkar Elin Nordegren?

Það liggur fyrir að Svíar eru óðir út í Tiger Woods. Sænskur golfari sagðist dauðsjá eftir því að hafa kynnt þessa mannleysu fyrir sænsku blómarósinni Elin Nordegren. Sá sami bætti því við að Nordegren hefði betur notað á hann öflugara vopn en hún gerði þegar upp komst um undirferli hans og nöðruhátt. Þetta sagði samlandi Nordegren þegar upp hafði komist um þrjár hjákonur Woods. Nú eru þær opinberuðu orðnar 8 og samkvæmt mér fróðari mönnum úr golfbransanum eiga ennþá 10 eftir að koma í ljós til þess að fullkomna hinn 18 holu hring.
13.nóv. 2009 - 09:52 Björg Magnúsdóttir

Stripp Ess Í

Nýjar upplýsingar komu fram um strippferð fjármálastjóra KSÍ í gærmorgun sem auka enn á ömurleika málsins; að kort KSÍ hafi verið straujað vel áður en komið var inn á Rauðu Mylluna sem og að þrjár rússneskar konur hafi borið vitni um að Pálmi Jónsson hafi hent í þær hverri kampavínsflöskunni á fætur annarri.
25.okt. 2009 - 16:20 Björg Magnúsdóttir

Sigurjón digri

Sigurjón digri er ein af hetjum æsku minnar. Ruddalegur húsvörður í krummaskuði úti á landi sem skipar hljómsveitarmeðlimum að drulla sér úr skónum. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira, það sér hver manneskja. Íklæddur ermalausum hvítum, nokkuð skítugum hlírabol og axlaböndum - skúrandi af áfergju og alefli þegar bandið kemur inn.
08.okt. 2009 - 21:43 Björg Magnúsdóttir

Löðrandi í leðri, Löðrandi Lohan - MYNDIR

Það er einhver hiti í fólki. Það þarf svolítið að peppa sig upp. Það er verið að nota kryddstaukinn meira en hæfilegt þykir. Það er allt á útsölu; fólk er fullnægt, haugadrukkið, skuldugt, rifið, tætt og auðvitað ógirt eins og venjulega. Og ef þú veist það ekki núna þá er ég að vísa í vinsælustu fréttirnar af Hollywoodinu á Vísi.is.
10.sep. 2009 - 08:51 Björg Magnúsdóttir

Essassú?

Þessi frasi eða öllu heldur slagorð ruddist inn í líf mitt í orðsins fyllstu merkingu. Það smaug inn í eyru mín úr nánasta umhverfi án þess að gera boð á undan sér. Hvaða ógeðslega mikla krútt var að spyrja mig spurningar? Og hvernig átti ég að svara þessu?
29.ágú. 2009 - 17:42 Björg Magnúsdóttir

Að vera nett

Það eru tvær leiðir að öllum áfangastöðum. Líkt og það eru tvær hliðar á öllu því sem Guð hefur skapað – oft fleiri. Þess vegna er endalaust hægt að halda áfram með samræður og rökræður. Hegðun fólks er ekki undanskilin, hægt er að hegða sér bæði vel og illa. Það er líka hægt að bera sig eftir því að vera nett/ur og hitt, að vera ónett/ur.
17.ágú. 2009 - 19:39 Björg Magnúsdóttir

Stelpur mínar

Ekki það að ég ætli að skrúfa frá harðlínu-femínisma eða kvenrembu hér í dag eins og titillinn kann að vísa til. Ég verð þó að tjá mig um hversu stórkostlegt íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er.
09.ágú. 2009 - 22:55 Björg Magnúsdóttir

Facebook-fréttir

Guð má vita hvað margir milljarðar í heiminum í dag eru með sér-reikning á blessaða undrinu, Facebook. Eða snjáldurskinnu eða andlitsbók eða fésriti.
28.júl. 2009 - 21:23 Björg Magnúsdóttir

Sjáendur

Það er ekki annað hægt en að brosa út í annað yfir fréttaflutningi af sjáandanum, Láru Ólafsdóttur og hinu fræga forsíðuviðtali í Vikunni sem olli því vafalítið að blaðið seldist upp. Og líka 2. prent.
18.júl. 2009 - 12:11 Björg Magnúsdóttir

Alþingismenn, er gaman í vinnunni?

Til hvers er þessi umræða? Af hverju fer hún fram? spurði strákur sem er vinur minn. Hann var að vísa í umræður Alþingismanna um Icesave.
06.júl. 2009 - 09:28 Björg Magnúsdóttir

Munurinn á fótbolta og stjórnmálum

Nú hefur Willum Þór komist að samkomulagi við Val um að ljúka farsælu samstarfi sem fól í sér þjálfun hans á meistaraflokki karlaliðs Valsmanna.
29.jún. 2009 - 14:00 Björg Magnúsdóttir

Jackson og IceSave. JackSave og Iceson.

Það kemur ekki til greina að skrifa um neitt annað en Michael Jackson eða IceSave-samningana. Ég get ekki gert upp á milli þannig að eftirfarandi línur verða tileinkaðar bæði Jackson og IceSave. JackSave og Iceson.
23.okt. 2017 - 11:30

Stal átján þúsund króna kampavínsflösku

Karlmaður á þrítugsaldri var staðinn að því um helgina að stela kampavínsflösku á skemmtistað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að flaskan kostaði átján þúsund krónur. 

28.ágú. 2017 - 21:00 Bleikt

Brynja Björk varar foreldra við gölluðum barnalæsingum

Dóttir Brynju vaknaði á undan henni síðasta laugardagsmorgun og laumaði sér fram í eldhús til að næla sér í góðgæti. Þegar Brynja kemur fram er dóttir hennar búin að innbirgða rúmlega 80% af hárvítamíninu Sugar bear hair. 

28.ágú. 2017 - 18:00 Bleikt

Fyrsta svarta LGBTQ fjölskyldan til að vera í stórri auglýsingaherferð

Kordale Lewis og Kaleb Anthony eru par frá Atlanta, Georgia. Þeir hafa verið saman í sex ár og vöktu fyrst athygli 2014 þegar þeir deildu mynd af sér gera hárið á dætrum sínum tilbúið fyrir skólann.
28.ágú. 2017 - 15:32 Aníta Estíva Harðardóttir

Maðurinn er fundinn - Kaldur og blautur

Maðurinn sem björgunarsveitin leitaði að á Fimmvörðuhálsi er fundinn. Hann var kaldur og blautur eftir dvölina á hálsinum um nóttina.
28.ágú. 2017 - 15:30 Bleikt

Flóðhesturinn og samfélagsmiðlastjarnan Fiona fær sinn eigin þátt

Í byrjun júní fjallaði Bleikt um flóðhestinn Fionu sem fæddist fyrirburi og er samfélagsmiðlastjarna. Fólkið sem hugsar um Fionu í dýragarðinum vissi að hún væri sérstök og ákváðu að deila krúttleika hennar með heiminum.

28.ágú. 2017 - 13:53 Aníta Estíva Harðardóttir

Illa búinn göngumaður í sjálfheldu á Fimmvörðuhálsi

Illa búinn göngumaður er í sjáflheldu á Fimmvörðuhálsi. Maðurinn náði sambandi við Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð.

(1-) Gæludýr.is: Flutingar - nóv
Veðrið
Klukkan 18:00
Léttskýjað
N6
-0,7°C
Skýjað
NNV7
-0,1°C
Alskýjað
NNV5
0,0°C
Snjókoma
NV13
-0,8°C
Lítils háttar snjókoma
NNV14
-0,2°C
Skýjað
NV12
1,0°C
Skýjað
N9
-0,4°C
Spáin
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 13.11.2017
Grasrótin og greinar trjánna
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.11.2017
Banki í glerhúsi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.11.2017
Ég fresta skýrslunni: Hvers vegna?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 16.11.2017
Málinu drepið á dreif
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.11.2017
Fjórði fundurinn
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 18.11.2017
Um daður, áreitni og afleiðingar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 20.11.2017
Íslands nýjasta nýtt
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 18.11.2017
Uppreist æra í stað siðbótar
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 19.11.2017
Stór mál fyrir íbúa Suðurnesja
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.11.2017
Mismunandi niðurstöður jafn réttar
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.11.2017
Lífræn grasrótarþjóðkirkja
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 22.11.2017
Nafnar
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 23.11.2017
Dómarar gæta hagsmuna sinna
Fleiri pressupennar