03. jan. 2018 - 10:00Sverrir Björn Þráinsson

Guðlaug losaði sig við 21 kg á 21 viku -„Var orðin heilsulaus og alltaf móð“

Guðlaug Friðriksdóttir, 59 ára verkstjóri flugeldhúss IGS áttaði sig á því á sumarmánuðum þessa árs að ef ekki yrði gripið í heilsutaumana myndi hún hreinlega missa heilsu.

Hún lagði upp í ferðalag til betri heilsu í samvinnu með Sverri Grenningarráðgjafa og samþykkti það að tjá Pressunni sína sögu öðrum í sömu stöðu til hvatningar.

Saga hennar er stórkostleg og árangurinn glæsilegur!

1. Nafn, aldur, starf

Guðlaug Friðriksdóttir, ég er 59 ára og er verkstjóri í flugeldhúsi IGS

2. Hvað varð til þess að ákvörðun var tekin um að snúa lífsstíl og rútínu til betri vegar? Af hverju núna?

Ég var orðin allt of þung, var orðin half-heilsulaus og alltaf móð. Mér fannst ég verða orðin frekar illa á mig komin og fann fyrir vanlíðan vegna ofþyngdar.

3. Hvert var allra fyrsta skrefið?

Allra fyrsta skrefið var að ég gerði mér grein fyrir því að ég þyrfti að gera eitthvað í mínum málum Ég var búin sjá greinar frá Grenningarráðgjafanum Sverri á facebook og ákvað að slá til. Ég hitti svo konu sem hafði verið í þjálfun hjá honum og mælti hiklaust með þessu prógrammi, í framhaldinu af því hafði ég svo samband við hann, ákvörðun sem ég sé svo sannarlega ekki eftir í dag.

4. Var ákvörðunin og byrjunin erfitt skref?

Nei, í rauninni ekki vegna þess að ég fann strax hvað þessi mannlega og öfgalausa nálgun hentaði mér vel og mínu lífi.

5. Hvað gerðir þú í þessu ferli? Þ.e hver var daglega rútínan og hverju áttir þú að skila frá þér?

Ég byrjaði að hreyfa mig markvisst, fara í langa göngutúra ásamt því að synda. Ég hafði skrefamarkmið til að fara eftir, ég endurskoðaði mataræðið ásamt því að minnka skammta og fækka máltíðum, s.s hætta öllu narti umfram rútínu.

Ég þurfti svo að skila inn matardagbók daglega og yfirliti hvað ég hreyfði mig mikið. Með því náðum við Sverrir að búa til rútínu, einn dag í einu uns ég var allt í einu komin í þá rútínu sem ég vildi vera í og var að léttast um leið án nokkurra öfga.

6. Hver var munurinn á þessari nálgun sem þú notaðir og öðrum fyrri tilraunum?

Þessi nálgun var markvissari en aðrar sem ég hef reynt og hentaði mér mun betur, þó sérstaklega aðhaldið með matardagbókina, hreyfinguna og tilfinningarnar, það hentaði mér mjög vel. Ég hef alltaf verið fyrir útiveru svo það að gera hreyfinguna markvissari hentaði einnig vel.

7. Kom einhverntíma í hugann sú hugsun um að hætta og snúa til gamalla venja?

Nei, sú hugsun kom aldrei upp í hugann að hverfa til baka því ég fann strax hvað þetta hentaði mér vel og hvernig vellíðan braust fram og varð svo viðloðandi tilfinning alla daga. Bara það að skrá niður dagbók yfir mat, skref og tilfinningar og fá svo speglun gerði mér ljóst að fyrirframhannað matarprógramm og öfgakennd nálgun er algjörlega óþörf, við erum öll sérstök, og það kann Sverrir að vinna með.

8. Hvað hefur þú lært sem þú vissir ekki áður?

Ég hef lært að hafa betri stjórn á mataræðinu (skömmtunum) og hreyfingunni, sjá tilganginn með hreyfingunni eftir því formi sem dagbækurnar vinna og hreinlega fara eftir leiðbeiningum með opnum huga. Eins lærði ég að það skiptir ekki máli þó einn og einn dagur sé slæmur, ég lærði að jafna slíka daga út á mjög einfaldan og árangursríkan hátt.

9. Er mikilvægt að taka andlega hlutann jafnalvarlega og samhliða þeim líkamlega?

Já algjörlega. Andlega hliðin skiptir jafn miklu máli og sú líkamlega enda virkar ekkert nema með samvinnu beggja vídda.

Hugarfarið skiptir einnig gríðarlega miklu máli, það að læra að fara frá neikvæðum hugsanapól yfir á jákvæðan, mikil innri vinna en sannarlega þess virði. Heilsa framtíðar er í húfi 😊

10. Viskuráð til almennings?

Ég ákvað það að ég yrði alltaf hreinskilin í þessu ferli, við sjálfa mig og við Sverri Grenningarráðgjafa.

Hvort sem matardagbókin hafi litið vel út eða ekki því ég mætti aldrei neikvæðni þó dagbókin hafi verið “ljót”, það var bara unnið með þann dag eins og aðra, með jákvæðni að leiðarljósi og markmið.

Hafðu markmið, trúðu þeim, treystu ferlinu og frávíktu þeim aldrei 😊

Við hjá Pressunni óskum Guðlaugu innilega til hamingju með frábæran árangur og óskum ykkur öllum velfarnaðar á nýju ári. Megi 2018 verða besta árið til þessa.21.des. 2017 - 09:00 Sverrir Björn Þráinsson

Arna hefur lést um 22 kg á 14 vikum og segir hér sögu sína –„Fullkomlega öfgalaus lífstíll“

Arna Arngrímsdóttir, 45 ára leikskólakennari á Dalvík hefur náð gríðarlega eftirtektarverðum árangri í heilsuuppbyggingu og ætlar hér að segja sína sögu öðrum til hvatningar. Með því að tvinna saman neyslurútínu og hreyfirútínu ásamt tilfinningavinnu fann Arna strax að einskis öfga er þörf þegar bæta skal andlega-og líkamlega heilsu heldur þarf vilja, markmið, opinn huga, hvatningu og umfram allt, áætlun og rútínu.
15.des. 2017 - 11:00 Sverrir Björn Þráinsson

Kristín losaði 21 kg á 24 vikum með breyttri rútínu: „Líf mitt varð svo mikið léttara og skemmtilegra“ Viðtal og ráð

Kristín Frímannsdóttir, 48 ára grunnskólakennari fékk nóg af versnandi heilsu vegna lífstíls og lagði upp í ferð til breytinga. Hún náði stórkostlegum árangri og hefur nú losað 21 kg af líkama sínum á 24 vikum og grætt aukinheldur varanlega mun betri heilsu, andlega-og líkamlega.
08.des. 2017 - 07:00 Sverrir Björn Þráinsson

Guðrún hefur losað sig við 20 kg á 20 vikum með réttri rútínu – hún segir hér sína mögnuðu sögu – VIÐTAL!

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, 51 árs framkvæmdastjóri tók ákvörðun um að snúa sínu lífi til betri vegar og lagði upp í ferð sem hún sér svo sannarlega ekki eftir.
04.des. 2017 - 08:51 Sverrir Björn Þráinsson

Þú færð allar þínar óskir uppfylltar án undantekninga - ALLTAF!

Ef þú stendur þig að verki í þessum hugsanagangi þá ertu á valdi sjálfsvorkunnar. Sú tilfinning er á lægstu mögulegu orkutíðni sem til er og ef þú sendir frá þér þessa tíðni muntu alltaf skrapa botninn í öllu því þú hefur ekki trú á neinu.
04.sep. 2017 - 19:00 Sverrir Björn Þráinsson

Sindri tryggði sér framtíðarheilsu með einni ákvörðun. Losaði sig við 30 kg á eingöngu 12 vikum án nokkurra öfga! VIÐTAL!

Sindri Vilmar Þórisson er 25 ára gamall sérhæfður fiskvinnslumaður. Hann fékk á einum mikilvægum tímapunkti í sínu lífi alveg nóg af sífjölgandi aukakílóum og lagði upp í ferð sem hefur núþegar skilað honum varanlegum heilsuávinningi. Hann vó í sumarbyrjun 162,5 kg og var í hættulegri ofþyngd. Skemmst er frá því að segja að nú, eingöngu þremur mánuðum síðar hefur hann losað sig við 30 kg með alfarið öfgalausum hætti, sagði vananum stríð á hendur og tók föstum tökum á sínu lífi. Hann hefur samþykkt að segja frá sinni ferð og sögu okkur til hvatningar.
22.ágú. 2017 - 09:00 Sverrir Björn Þráinsson

Sólveig náði stórkostlegum árangri í heilsuuppbyggingu „Vildi ekki eyða bestu árum ævinnar heilsulaus vegna ofþyngdar“

Sólveig Þórarinsdóttir, 43 ára leikskólastjóri ákvað að snúa heilsunni til betri vegar og skráði sig í dagbókarráðgjöf hjá grenningarráðgjafanum Sverri Þráinssyni. Á hálfu ári losaði hún sig við 25 kíló, fór úr 86,7 kg (BMI 31,6 sem er offita, flokkur 1) niður í 61,7 kg (BMI 22,4 sem er kjörþyngd) og græddi auk þess bætta heilsu, andlega sem og líkamlega.

30.apr. 2017 - 20:00 Sverrir Björn Þráinsson

Ingólfur náði stórkostlegum árangri í þyngdarlosun! „Allt eða ekkert hugsunin er kolröng, það bjargaði mér!“

Ingólfur Ágústsson, 27 ára vélfræðingur frá Grindavík ákvað ásamt konu sinni, Sigríði Etnu að snúa heilsu sinni til betri vegar og hófu samstarf með grenningarráðgjafanum Sverri Þrainssyni í upphafi árs.

08.des. 2016 - 19:00 Sverrir Björn Þráinsson

Ragnheiður fór úr offitumörkum í kjörþyngd á 5 mánuðum - Hún segir hér magnaða sögu sína! - Myndir

Ragnheiður Hannesdóttir er 52 ára gömul. Síðasta sumar áttaði hún sig á því að hún vildi öðlast bætta andlega- og líkamlega heilsu og lífsgæði. Með öfgalausum hætti er skemst frá því að segja að hún hafi náð mögnuðum árangri á stuttum tíma. Þegar hún hóf vegferð sína var hún á offitumörkum, 85 kg en á 5 mánuðum losaði hún sig við 16 kg og vegur í dag 69 kg og komin í kjörþyngd eins og sjá má á myndunum.

27.nóv. 2016 - 21:00 Sverrir Björn Þráinsson

Líf þitt hefst þegar þú losar þig við meðvirkni og sjálfsvorkunn: FYRSTA ÆFINGIN!

Kannast þú við það að verða óstjórnlega pirruð/aður og ert með röð ástæðna sem allar eiga það sameiginlegt að tengjast öðrum einstaklingum eða aðstæðum? Að þú staðfast telur að þú hafir ekki haft hlut að máli?

Sverrir Björn Þráinsson
Grenningarráðgjafi með persónulega reynslu af matarfíkn og offitu.
http://www.facebook.com/sverrirfitness
Dægurflugan: ABBA feb 2018
Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Fleiri pressupennar