05. jan. 2017 - 07:01Kristján Kristjánsson

Nýburi fannst í ruslafötu: Var með klósettpappír í munninum

Þegar kona, sem starfar við hreingerningar á sjúkrahúsi, fór inn á salerni til að tæma ruslafötu í júlí á síðasta ári brá henni mikið þegar hún lyfti ruslafötunni, sem var óvenjulega þung, því í henni var poki sem skrýtin hljóð bárust frá. Konan kallaði eftir aðstoð og síðan var pokinn opnaður. Í honum var nýfæddur drengur sem lá í fósturstellingu. Klósettpappír hafði verið troðið í munn hans.

Þann 5. júlí á síðasta ári kom Orsolya-Anamaria Balogh á slysadeild Royal Albert Edward Infirmary sjúkrahússins í Wigan á Englandi og kvartaði undan magaverkjum. Hún fullyrti að hún væri ekki barnshafandi. Eftir því sem segir í umfjöllun Metro þá fór Balogh síðan á klósettið og var þar í drjúga stund. Þegar hjúkrunarfræðingur kallaði hana inn til skoðunar var hún horfin á braut.

Það var síðan um tuttugu mínútum síðar sem litli drengurinn fannst í ruslinu. Læknar og hjúkrunarfræðingar komu honum strax til aðstoðar og hann jafnaði sig á skömmum tíma.

Í ljós kom að Balogh hafði tekið leigubíl heim eftir að hafa hitt unnusta sinn utan við sjúkrahúsið. Þegar lögreglan kom heim til Balogh og ræddi við hana þvertók hún fyrir að hafa eignast barn en rannsókn ljósmóður á henni leiddi annað í ljós.

Balogh játaði síðar að hafa eignast drenginn inni á salerni sjúkrahússins. Nú standa réttarhöld yfir í máli hennar. Hún játaði fyrir dómi að hafa eignast drenginn en sagðist hafa talið hann hafa fæðst andvana. Auk þess hélt hún því fram að hún hafi ekki vitað að hún var barnshafandi. Rannsókn lögreglunnar leiddi þó í ljós að á meðgöngutímanum leitaði Balogh sér margoft upplýsinga um þunganir og fæðingar heima.

Balogh hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 6. júlí. Reiknað er með að dómur yfir henni verði kveðinn upp þann 16. janúar.
11.apr. 2017 - 06:57 Kristján Kristjánsson

Sex ára drengur hvarf fyrir 20 árum: Nú segir faðir hans frá skelfilegum staðreyndum málsins

Fyrir tæpum 20 árum hvarf Peter ´Peter Boy´ Kema Jr. frá heimili sínu á Hawaii í Bandaríkjunum. Hann var sex ára. Lögreglunni gekk ekkert að leysa málið en rannsókn þess hefur staðið yfir með hléum í þessi tæpu 20 ár. Það var síðan nýlega sem lögreglan komst áleiðis við rannsókn málsins og upplýsti hver örlög Peter voru. Nú segir faðir hans frá skelfilegum staðreyndum málsins.
10.apr. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Telur að Madeleine McCann sé á lífi og sé í Algarve í Portúgal

Madeleine McCann. Nú eru tæp 10 ár síðan Madeleine McCann hvarf frá hótelíbúð, sem foreldrar hennar höfðu á leigu, í Praia da Luz í Portúgal. Breskur lögreglumaður segir að ekki sé óhugsandi að Madeleine sé á lífi og sé í Algarve í Portúgal, hugsanlega í nokkurra kílómetra fjarlægð frá ströndinni.
03.apr. 2017 - 22:30 Kristján Kristjánsson

Hyggjast taka 8 fanga af lífi á 10 dögum: Gæti þó breyst því erfitt er að fá vitni til að vera viðstödd aftökurnar

Yfirvöld í Arkansas í Bandaríkjunum hyggjast taka 8 dauðadæmda fanga af lífi á 10 dögum nú í apríl. Þetta gæti þó reynst erfitt í framkvæmd því illa gengur að finna sjálfboðaliða, „virðingarverða borgara“, sem vilja vera viðstaddir aftökurnar.
27.mar. 2017 - 22:30 Kristján Kristjánsson

Madeleine McCann gæti verið á lífi: Sá sem rændi henni hefur líklega sagt frá að hann rændi henni

Rannsóknarlögreglumaður sem hefur rannsakað hvarf Madeleine McCann í þrjú ár segir að hún geti verið á lífi og að sá sem rændi henni hafi sagt einhverjum frá hvað hann gerði. Hann hvetur þá sem gætu hafa fengið upplýsingar um þetta frá mannræningjanum til að gefa sig fram.
26.mar. 2017 - 23:00 Kristján Kristjánsson

Nýjar upplýsingar komnar fram í 30 ára gömlu morðmáli

Eva Söderström. Sænsku lögreglunni barst nýlega ábending sem gæti hugsanlega orðið til þess að hægt verði að leysa 30 ára gamalt morðmál. Lögreglan hefur ekki haft á neinu að byggja varðandi morðið á Evu Söderström sem var myrt á hrottalegan hátt í september 1987 en hún var stungin til bana.
24.mar. 2017 - 20:00 Kristján Kristjánsson

Hver myrti þriggja ára stúlku fyrir 47 árum? „Hræðileg atburðarrás“

Cheryl Grimmer. Í 47 ár var hvarf Cheryl Grimme, 3 ára, stór ráðgáta en nú virðist sem áströlsku lögreglunni hafi tekist að leysa málið. 63 ára karlmaður var nýlega handtekinn en hann er grunaður um að hafa numið Cheryl á brott og myrt hana.
22.mar. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Dularfullt hvarf konu á fertugsaldri: Lögreglan óttast að henni hafi verið rænt

Therese Palmkvist. Í rúmlega eina viku hefur sænska lögreglan leitað að konu á fertugsaldri en án árangurs. Lögreglan óttast að henni hafi jafnvel verið rænt. Lögreglan hefur ekki fundið neinar vísbendingar um konuna, sem heitir Therese Palmkvist, þrátt fyrir mikla leit.
21.mar. 2017 - 07:04 Kristján Kristjánsson

Unglingsstúlka var sektuð fyrir að eyða tíma lögreglunnar: Síðan var hún myrt

Shana Grice. Á síðasta ári leitaði Shana Grice, 19 ára, margoft til lögreglunnar í Sussex á Englandi en hún óttaðist fyrrum unnusta sinn mjög en hann hafði setið um hana og fylgst með henni. Lögreglan taldi að þetta ætti ekki við nein rök að styðjast og sektaði Shana fyrir að eyða tíma lögreglunnar með því að segja ekki rétt frá. Sex mánuðum síðar fannst Shana látin.
16.mar. 2017 - 18:05 Kristján Kristjánsson

Sérfræðingur segir að Madeleine McCann hafi ekki verið rænt: „Það var eitthvað allt annað sem gerðist þetta kvöld“

Madeleine McCann. Breskur sérfræðingur telur að rannsóknin á hvarfi Madeleine McCann sé peningasóun því henni hafi ekki verið rænt. Madeleine hvarf sporlaust frá sumardvalarstað í Algarve í Portúgal í maí 2007 og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Hún var tæplega fjögurra ára þegar hún hvarf en hún var í fríi í Praia da Luz með foreldrum sínum og systkinum þegar hún hvarf.
14.mar. 2017 - 22:30 Eyjan/Kristján Kristjánsson

Er búið að leysa ráðgátuna um hver myrti Olof Palme?

Olof Palme. Háttsettir sænskir lögreglumenn og sérfræðingur hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI eru sannfærðir um að búið sé að leysa gátuna um hver myrti Olof Palme, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar í nóvember 1986.
13.mar. 2017 - 23:00 Kristján Kristjánsson

Prestur fékk morðingja lausan úr fangelsi áður en afplánun dóms lauk: Síðan myrti hann fjögur barnabörn prestsins

Gregory Green. 1991 stakk Gregory Green barnshafandi eiginkonu sína í andlit og bringu og varð henni og ófæddu barni þeirra að bana. Hann hringdi því næst í neyðarlínuna og beið síðan eftir lögreglunni. Þetta gerðist í Detroit í Bandaríkjunum. En 16 árum síðar tókst að fá hann lausan úr fangelsi en fremst í þeirri baráttu fór presturinn Fred Harris en einnig komu vinir og ættingjar Green að baráttunni fyrir frelsun hans.
28.feb. 2017 - 23:59 Kristján Kristjánsson

Sveltu son sinn í hel: Lágu á bæn í tvær klukkustundir í stað þess að hringja á sjúkrabíl

Alex Radita. Þrátt fyrir að Alex Radita hafi aðeins vegið 16 kíló þegar hann var 15 ára vildu foreldrar hans ekki horfast í augu við að hann væri með sykursýki og illilega vannærður. Þegar þau komu heim úr kirkju kvöld eitt uppgötvuðu þau að Alex andaði ekki. Í stað þess að hringja á sjúkrabíl lögðust þau á bæn í tvær klukkustundir. Það varð Alex líklegast að bana.
24.feb. 2017 - 00:00 Kristján Kristjánsson

Staðsetti síma dóttur sinnar: Fann hana úti á akri – Henni hafði verið nauðgað

Í september á síðasta ári hringdi 20 kona í föður sinn og sagði honum að hún hefði ekki hugmynd um hvar hún væri stödd. Faðirinn náði að staðsetja iPhone síma hennar með þar til gerðu appi. Hann fann hana síðan á akri á norðurhluta Sjálands í Danmörku. Dóttirin var illa á sig komin en hún hafði verið beitt ofbeldi og nauðgað.
22.feb. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Ný kenning um hvarf Madeleine McCann getur breytt öllu

Allt frá því að Madeleine McCann hvarf sporlaust úr hótelherbergi í Portúgal 2007 hefur hennar verið leitað og lögreglan í Portúgal og Bretlandi hefur rannsakað málið. Rannsókn málsins hefur verið umfangsmikil og ýmsar kenningar hafa verið á lofti um hvað varð um Madeleine, sem var aðeins 4 ára þegar hún hvarf.
22.feb. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Þrefalt morð í Svíþjóð: Ótrúleg saga þess sem lifði af en er grunaður um morðin

52 ára karlmaður var sá eini sem slapp lifandi úr samkvæmi í bænum Skivarp í Svíþjóð fyrr í mánuðinum en er grunaður um að hafa myrt þrjá aðra veislugesti. Það sem átti að vera drykkjusamkvæmi fjögurra karla endaði með skelfingu. Í heilan sólarhring lá sá sem lifði af hjálparlaus í húsinu og gat sig hvergi hreyft.
17.feb. 2017 - 05:57

Hópur barnaníðinga handtekinn í Svíþjóð: Grunaðir um gróf brot

Sænska lögreglan handtók sjö karlmenn á aldrinum 50 til 70 ára á miðvikudaginn og fimmtudaginn í samhæfðum aðgerðum í miðhluta landsins. Þeir eru allir grunaðir um gróf og viðbjóðsleg brot gegn börnum.
17.feb. 2017 - 00:00 Kristján Kristjánsson

Tveggja ára barn skotið til bana: Sýnt í beinni útsendingu á Facebook

Frá Chicago. Morðaldan í bandarísku stórborginni Chicago heldur áfram og ekki er að sjá að neitt sé að draga úr ofbeldinu í borginni. Á síðasta ári voru tæplega 800 manns myrtir í borginni og nýja árið hefur ekki farið vel af stað hvað þetta varðar. Undanfarna þrjá daga hafa þrjú börn verið skotin til bana í borginni auk margra fullorðinna.
16.feb. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

5 ára drengur fannst látinn á götu úti: Var aðeins í nærfötum og sokkum

Yanis Notre Ange. Nýlega fannst 5 ára drengur látinn á götu úti. Hann var aðeins klæddur í nærföt og sokka. Það var par, sem var í göngutúr, sem fann lík litla drengsins nærri síki í franska bænum St. Omer. Drengurinn var nefbrotinn þegar lík hans fannst.
15.feb. 2017 - 08:07 Kristján Kristjánsson

Konu var nauðgað dögum saman: Skar getnaðarliminn af ofbeldismanninum og afhenti lögreglunni hann

Dögum saman varð 32 ára kona fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi mágs síns en hann nauðgaði henni ítrekað. Konan bjó hjá manninum ásamt þremur börnum sínum því eiginmaður hennar var að vinna fjarri heimilinu.
15.feb. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Lögreglan fann 38 ára mann deyjandi á stofugólfinu: Náði að segja það sem fjölskyldan vildi ekki að hann segði

Wayne Browne. Í júní á síðasta ári var lögreglan í ástralska bænum Cranbourne kölluð að húsi í bænum. Þegar þangað kom lá Wayne Browne á stofugólfinu og var við að deyja. Fjölskylda hans var á staðnum en engin gat eða öllu heldur vildi segja hvað hafði gerst. En það vildi Wayne og hann náði að segja það sem hann vildi segja rétt áður en hann lést á stofugólfinu.
12.feb. 2017 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Húsvörður skotinn um miðja nótt þar sem hann var að ryðja snjó

Mynd úr safni. Ekkert lát er á glæpaöldunni sem riðið hefur yfir Malmö í Svíþjóð undanfarin misseri og því fá saklausir borgarar oft á tíðum að kenna á því ekki er aðeins um bein átök glæpagengja að ræða. Aðfaranótt miðvikudags var miðaldra  húsvörður í búsetufélagi skotinn þar sem hann var að ryðja snjó í borginni.
12.feb. 2017 - 16:00 Kristján Kristjánsson

Unglingur handtekinn: Grunaður um að vera leigumorðingi og að hafa myrt rúmlega 30 manns

Frá morðvettvangi í Kólumbíu. Lögreglan í borginni Cali í Kólumbíu hefur handtekið 17 ára pilt, sem er nefndur Frijolito, en hann er grunaður um að hafa starfað sem leigumorðingi og að hafa banað rúmlega 30 manns. Talið er að leigumorðingjaferill hans hafi hafist þegar hann var 12 ára.
10.feb. 2017 - 20:00 Kristján Kristjánsson

Morðið sem skók breskt samfélag: Skrýtin vinátta og sjúkleg þráhyggja

Lögreglan við heimili Sadie Hartley. Viðbjóðslegt morð á sextugri kaupsýslukonu á síðasta ári skók bresku þjóðina enda var morðið algjörlega tilgangslaust og virðist hafa verið framið af eintómri mannvonsku. Lögreglan stóð í upphafi frammi fyrir erfiðu máli því enga ástæðu var að sjá fyrir að þessi vel liðna kona ætti skilið að deyja svo grimmdarlegum dauðdaga.
09.feb. 2017 - 23:00 Þorvarður Pálsson

Íbúar 900 manna friðsæls smábæjar í áfalli vegna morðs – Hinn grunaði er 12 ára

Christa Shockley. Ekki hefur verið framið morð í smábænum Fouke í Arkansas ríki í Bandaríkjunum í aldarfjórðung að segir bæjarstjórinn Terry Purvis sem búið hefur þar megnið af ævinni. Friðsældin var hins vegar rofin í liðinni viku þegar hin 21 árs gamla afgreiðslukona Christina Shockley var skotin til bana í EZ-Mart kjörbúðinni þar sem hún starfaði. Tólf ára drengur hefur verið handtekinn grunaður um morðið.
09.feb. 2017 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Breskur barnaníðingur fékk 13 lífstíðardóma

Breski barnaníðingurinn Mark Frost mun eyða því sem hann á eftir ólifað bak við lás og slá en hann hefur verið fundinn sekur um 45 kynferðisbrot gegn 9 börnum á aldrinum 11 til 15 ára. Hann var dæmdur í 13 falt lífstíðarfangelsi.
23.jan. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Svíar slegnir óhug: Þrír menn nauðguðu konu og sendu ofbeldið út í beinni útsendingu á Facebook

Lögreglan í Uppsölum í Svíþjóð handtók þrjá menn á sunnudagsmorgun en þeir eru grunaðir um grófa nauðgun í íbúð í bænum. Ódæðisverkið var sent út í beinni útsendingu á Facebook og var útsendingin í gangi þegar lögreglan kom á vettvang og má sjá lögreglumann, sem kom á vettvang, á skjáskotinu sem fylgir með þessari frétt.
22.jan. 2017 - 16:30 Kristján Kristjánsson

Lögreglumaður skotinn á vettvangi umferðarslyss: Þá fékk hann hjálp úr óvæntri átt

„Lögreglumaðurinn væri ekki á lífi án hans aðstoðar.“ Þetta var stutt og skorinort lýsing Ralph Milstead, lögreglustjóra hjá Departmen of Public Safety í Arizona í Bandaríkjunum, á atburði á Interstate 10 þjóðveginum vestan við Phoenix í síðustu viku.
18.jan. 2017 - 07:06 Kristján Kristjánsson

Skosk skólastúlka myrt á hrottalegan hátt: Móðir hennar grípur til harkalegra ráða til að halda morðingjanum í fangelsi

Paige Doherty. Í mars á síðasta ári var Paige Doherty myrt á hrottalegan hátt. Hún var aðeins 15 ára. Hún ætlaði að kaupa sér í matinn í hverfisversluninni áður en hún færi í vinnu. Hún fór inn í verslunina og kom ekki þaðan út á lífi. Lík hennar fannst nokkrum dögum síðar í skóglendi en það hafði verið bútað í hluta og sett í svarta ruslapoka.
13.jan. 2017 - 06:00 Kristján Kristjánsson

16 ára piltur skotinn til bana í Malmö

Um klukkan 19 í gærkvöldi var lögreglunni í Malmö í Svíþjóð tilkynnt að skotum hefði verið hleypt af við biðstöð strætisvagna á Amiralsgatan. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir 16 ára pilt sem hafði verið skotinn. Hann var strax fluttur á sjúkrahús en lést skömmu eftir komuna þangað.
12.jan. 2017 - 06:59 Kristján Kristjánsson

Karlmaður fundinn sekur um nauðgun því hann notaði ekki smokk við samfarir

Karlmaður hefur verið fundinn sekur um nauðgun eftir að hann hafði samfarir við konu og notaði ekki smokk en hún taldi hann vera með smokk á meðan á samförunum stóð. Dómurinn þykir marka ákveðinn tímamót.
12.jan. 2017 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Rússneskur raðmorðingi játar að hafa myrt 81 konu: Gengur undir nafninu ´Varúlfurinn´

Rússneskir lögreglumenn. Mikhail Popkov er fyrrum lögreglumaður í Rússlandi en hann afplánar nú lífstíðardóm eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa myrt 22 konur. Hann hefur nú játað fyrir lögreglunni að hafa myrt miklu fleiri konur, allt að 81.
11.jan. 2017 - 13:00 Kristján Kristjánsson

Danmörk: Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga 15 ára íslenskri stúlku

16 ára piltur frá Óðinsvéum á Fjóni hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað 15 ára íslenskri stúlku í bílskúr í Óðinsvéum. Pilturinn var 15 ára þegar brotið var framið. Tvítugur vinur hans var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir aðild að ofbeldinu og eru 12 mánuðir af refsingunni skilorðsbundnir.
11.jan. 2017 - 10:00 Kristján Kristjánsson

Dæmdur til dauða fyrir að myrða níu kirkjugesti

Dylann Roof umkringdur lögreglumönnum. Dylann Roof, 22 ára, var í gær dæmdur til dauða af kviðdómi í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum en hann var sakfelldur fyrir að hafa myrt níu svarta kirkjugesti í júní 2015. Roof er yfirlýstur kynþáttahatari og styður Ku Klux Klan og aðra hópa sem trúa á yfirburði hvítra manna.
11.jan. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

15 ára stúlka í haldi lögreglunnar vegna morðs á 7 ára stúlku

15 ára stúlka er í haldi lögreglunnar í York á Englandi en hún er grunuð um að hafa myrt 7 ára stúlku. Lögreglan var kölluð að húsi í Woodthorpe síðdegis á mánudaginn. Á vettvangi fundu lögreglumenn litlu stúlkuna og var hún með lífshættulega áverka.
11.jan. 2017 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Harmleikur á Jótlandi: Danskur fjölskyldufaðir myrti eiginkonu sína og fjögur börn

Mynd úr safni. Um hádegisbil á mánudaginn fann lögreglan á Jótlandi sex látnar manneskjur í einbýlishúsi í bænum Ulstrup, sem er sunnan við Randers, á Jótlandi. Umfangsmikil rannsókn hefur staðið yfir á málinu frá því að líkin fundust en lögreglan gaf strax út yfirlýsingu um að dauðsföllin hefði ekki borið að með eðlilegum hætti. Í gærkvöldi sendi lögreglan frá sér tilkynningu þar sem segir að nú sé talið að fjölskyldufaðirinn hafi myrt eiginkonu sína og fjögur börn þeirra og síðan tekið eigið líf.
10.jan. 2017 - 10:00 Kristján Kristjánsson

Andlát sex manns á Jótlandi í gær er rannsakað sem morðmál

Mynd úr safni. m hádegisbil í gær fundust sex manns, tveir fullorðnir og fjögur börn, látin í einbýlishúsi í bænum Ulstrup á Jótlandi en bærinn er nærri Randers. Lögreglan hefur verið að störfum á vettvangi síðan og hefur lítið vilja láta uppi um málið. Fyrir stundu sendi lögreglan frá sér fréttatilkynningu vegna málsins en í henni kemur fram að málið sé rannsakað sem morðmál.
10.jan. 2017 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir að stela sjónvarpsfjarstýringu

Eric Bramwell. Það getur verið slæmt að týna sjónvarpsfjarstýringunni enda eru margir ansi háðir henni þegar kemur að því að skipta um rás eða hækka eða lækka. Það kemur á sama stað ef fjarstýringunni er stolið því sama staða er þá uppi um að það verður að standa upp til að skipta um rás og hækka og lækka. En að það kosti 22 ára fangelsi að stela sjónvarpsfjarstýringu er kannski eitthvað sem mörgum finnst í þyngri kantinum, jafnvel þótt þeir hafi þurft að standa nokkrum sinnum upp til að skipta um rás.
09.jan. 2017 - 16:06 Kristján Kristjánsson

Sex fundust látnir í húsi á Jótlandi: Fjögur börn og tveir fullorðnir – Fjölmennt lögreglulið á vettvangi

Lögreglan á austanverðu Jótlandi í Danmörku fékk um hádegisbil tilkynningu um að eitthvað væri óeðlilegt í íbúðarhúsi í Ulstrup, sem er suðvestan við Randers. Lögreglumenn og sjúkraflutningsmenn voru þegar sendir á vettvang. Inni í húsinu fundu lögreglumenn tvo fullorðna og fjögur börn og voru þau öll látin er að var komið.
06.jan. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Hún reyndi að fela skuggalega fortíð sína: Þegar nágranninn sá jólakortið hennar komst hann að hinu sanna

Tracy Lyons. Þegar Richard Hurren fór í kaffi til nágrannakonu sinnar þann 22. desember síðastliðinn komst hann að hinu sanna um skuggalega fortíð hennar. Hann hafði þekkt konuna í nokkurn tíma og þau höfðu oft spjallað saman og fengið sér kaffi en þessi heimsókn var síðasta skiptið sem þau hittust því Hurren sá jólakort, sem konan hafði fengið, og komst að hver hún var.
29.des. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Lík í nuddpotti, hátalari og hljóðupptaka: Ótrúlegt morðmál sem netrisinn Amazon hefur dregist inn í

Amazon Echo hátalari. Netrisinn Amazon hefur dregist inn í rannsókn á morðmáli þar sem lík í nuddpotti, hátalari og hugsanlega hljóðupptaka koma við sögu. Ekki er talið ólíklegt að hljóðupptakan, ef hún er til, geti varpað ljósi á hver morðinginn er en það er einmitt þessi hugsanlega hljóðupptaka sem tengir Amazon við málið.
28.des. 2016 - 13:30 Kristján Kristjánsson

Morðalda á Skáni: Morð á 14 daga fresti

Mynd úr safni. Sannkölluð morðalda hefur verið á Skáni í Svíþjóð undanfarna mánuði. Að meðaltali hefur verið framið morð þar á 14 daga fresti á þessu ári. Lögreglan hefur ekki undan að rannsaka öll málin og segist ekki hafa nægilega marga lögreglumenn til að sinna rannsóknum á þeim öllum. En auk morðanna eru allar morðtilraunirnar en þær þarf líka að rannsaka.
28.des. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Hún sagði nei við kynlífi á Tinder-stefnumóti: Nú er lík hennar fundið uppleyst í sýrubaði

Francia Ruth Ibarra. Það var hryllileg sjón sem mætti mexíkóskum lögreglumönnum þegar þeir framkvæmdu húsleit heima hjá 26 ára karlmanni. Í íbúð hans fundu þeir það sem eftir var af konu, sem hafði farið á Tinder-stefnumót með honum, en maðurinn hafði leyst lík hennar upp í sýrubaði.
23.des. 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Lögreglan bjargaði 3 ára stúlku sem var látin vera í trékassa öllum stundum

Níu hafa verið handteknir í kjölfar þess að lögreglumenn björguðu 3 ára stúlku úr trékassa sem hún var látin vera í nánast öllum stundum á heimili sínu. Kassinn var í stofunni á heimili hennar og þar mátti litla stúlkan dúsa. Í kassanum var mikið af skordýrum og einu „þægindin“ sem litla stúlkan hafði var teppi.
19.des. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Vaknaði við öskur tveggja ára dóttur sinnar: Í stofunni sat ókunnugur maður með buxurnar á hælunum

Oren Aharon Cohen. „Ég er vinur þinn,“ sagði ókunnugur maður, sem sat með buxurnar á hælunum í stofunni, og kastaði barninu, tveggja ára stúlku, frá sér. Þetta gerðist um miðja nótt en faðirinn hafði vaknað við öskur og grát frá dóttur sinni, sem er tveggja ára.
19.des. 2016 - 06:59 Kristján Kristjánsson

Svíar slegnir óhug eftir grimmdarlegt morð um helgina: Myrtur fyrir framan lítil börn

Lítil börn urðu vitni að því þegar 55 ára karlmaður var stunginn til bana á laugardagskvöldið. Þetta átti sér stað í Bollnäs, sem er norðan við Stokkhólm. Meintur morðingi, 45 ára karlmaður, var síðar handtekinn af lögreglunni. Hann tengist öðru hryllilegu morðmáli, sem vakti gríðarlega athygli 2002, sem hefur setið fast í hugum margra Svía alla tíð síðan.
13.des. 2016 - 00:00 Kristján Kristjánsson

Í 14 ár bjó norskur fjölskyldufaðir yfir hryllilegu leyndarmáli: Síðan kom að skuldadögum

Eigil Tostrup Bråten. Í 14 ár bjó norskur fjölskyldufaðir yfir hryllilegu leyndarmáli, eitthvað sem hann hafði aldrei rætt við fjölskyldu sína. En í síðustu viku kom að skuldadögum og hulunni var svipt af leyndarmálinu hræðilega.
12.des. 2016 - 06:06 Kristján Kristjánsson

Var talinn hafa tekið eigið líf fyrir 22 árum: Síðasta fimmtudag kom sannleikurinn í ljós

Fyrir 22 árum fannst lík karlmanns fyrir neðan svalir fjölbýlishúss í Ronna í Södertälje, nærri Stokkhólmi. Á líkinu voru áverkar eftir hnífsstungur en samt sem áður taldi lögreglan að um sjáfsvíg hefði verið að ræða. Sú útskýring varði í 22 ár eða þar til síðasta fimmtudag þegar sannleikurinn kom loks í ljós.
11.des. 2016 - 22:00 Kristján Kristjánsson

43 ára gamalt morðmál upplýst: Tvær ungar stúlkur voru myrtar – Frændur játa morðin á sig

Valeri og Doris. Árið 1973 voru tvær ungar stúlkur myrtar í Kaliforníu í Bandaríkjunum.  Lík Valerie Lane, 12 ára, og Doris Derryberry, 13, ára fundust þá við malarveg utan við Wheatland, sem er um 50 km sunnan við Sacramento.
09.des. 2016 - 23:30 Kristján Kristjánsson

Tveggja ára drengur svalt til bana: Var skilinn einn eftir með þriggja ára systur sinni í níu daga

Vladislava Podchapko og börn hennar. 23 mánaða drengur lést úr hungri sex dögum eftir að móðir hans skildi hann og 3 ára systur hans eftir ein heima í níu daga á meðan hún fór að heimsækja ástmann sinn. Systkinin voru skilin eftir matarlaus.
08.des. 2016 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Mikil reiði í Þýskalandi vegna morðs á ungri konu: Sá grunaði er hælisleitandi – Fjölmiðlar harðlega gagnrýndir

Freiburg. Hrottalegt morð á 19 ára konu hefur vakið upp mikla reiði meðal margra í Þýskalandi og hefur kveikt undir umræðum um málefni flóttamanna og frammistöðu fjölmiðla í málefnum tengdum flóttamönnum. Lögreglan hefur handtekið ungan mann sem hún telur vera morðingjann en hann er 17 ára hælisleitandi frá Afganistan.