11. des. 2016 - 22:00Kristján Kristjánsson

43 ára gamalt morðmál upplýst: Tvær ungar stúlkur voru myrtar – Frændur játa morðin á sig

Valeri og Doris.

Valeri og Doris.

Árið 1973 voru tvær ungar stúlkur myrtar í Kaliforníu í Bandaríkjunum.  Lík Valerie Lane, 12 ára, og Doris Derryberry, 13, ára fundust þá við malarveg utan við Wheatland, sem er um 50 km sunnan við Sacramento.

Þeim hafði verið rænt þar sem þær voru í verslunarferð. Þær voru misnotaðar kynferðislega og skotnar til bana með afsagaðri haglabyssu. Þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn lögreglunnar tókst ekki að upplýsa málið á þeim tíma og var það því lagt til hliðar. Það var síðan tekið aftur til rannsóknar 2014 en lögreglan vonaðist til að DNA-tækni gæti hjálpað til við að upplýsa það og þær vonir rættust.

Á fatnaði stúlknanna voru sæðisblettir og við rannsókn kom í ljós að þeir voru úr frændunum Larry Patterson og William Harbour. Þeir voru 22 ára og bjuggu nærri Wheatland þegar stúlkurnar voru myrtar.

Frá því að stúlkurnar voru myrtar og þar til málið var tekið til rannsóknar á nýjan leik 2014 höfðu frændurnir báðir brotið af sér og í tengslum við þau mál höfðu DNA-sýni verið tekin úr þeim. Harbour hefur afplánað dóma fyrir fíkniefnabrot en Patterson var dæmdur fyrir tvær nauðganir 1976. Þeir voru handteknir í september. Þeir eiga lífstíðarfangelsi yfir höfði sér en ekki er hægt að dæma þá til dauða þrátt fyrir að dauðarefsing sé við lýði í Kaliforníu því dauðarefsing var ekki við lýði 1973 þegar þeir myrtu stúlkurnar.

Brian Davis, verjandi Harbour, sagði AP-fréttastofunni að skjólstæðingi hans væri létt því málið hefði legið þungt á honum í 43 ár.
(21-31) Icepharma: TREK - jan
(V) DV PS4
22.jan. 2017 - 16:30 Kristján Kristjánsson

Lögreglumaður skotinn á vettvangi umferðarslyss: Þá fékk hann hjálp úr óvæntri átt

„Lögreglumaðurinn væri ekki á lífi án hans aðstoðar.“ Þetta var stutt og skorinort lýsing Ralph Milstead, lögreglustjóra hjá Departmen of Public Safety í Arizona í Bandaríkjunum, á atburði á Interstate 10 þjóðveginum vestan við Phoenix í síðustu viku.
18.jan. 2017 - 07:06 Kristján Kristjánsson

Skosk skólastúlka myrt á hrottalegan hátt: Móðir hennar grípur til harkalegra ráða til að halda morðingjanum í fangelsi

Paige Doherty. Í mars á síðasta ári var Paige Doherty myrt á hrottalegan hátt. Hún var aðeins 15 ára. Hún ætlaði að kaupa sér í matinn í hverfisversluninni áður en hún færi í vinnu. Hún fór inn í verslunina og kom ekki þaðan út á lífi. Lík hennar fannst nokkrum dögum síðar í skóglendi en það hafði verið bútað í hluta og sett í svarta ruslapoka.
13.jan. 2017 - 06:00 Kristján Kristjánsson

16 ára piltur skotinn til bana í Malmö

Um klukkan 19 í gærkvöldi var lögreglunni í Malmö í Svíþjóð tilkynnt að skotum hefði verið hleypt af við biðstöð strætisvagna á Amiralsgatan. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir 16 ára pilt sem hafði verið skotinn. Hann var strax fluttur á sjúkrahús en lést skömmu eftir komuna þangað.
12.jan. 2017 - 06:59 Kristján Kristjánsson

Karlmaður fundinn sekur um nauðgun því hann notaði ekki smokk við samfarir

Karlmaður hefur verið fundinn sekur um nauðgun eftir að hann hafði samfarir við konu og notaði ekki smokk en hún taldi hann vera með smokk á meðan á samförunum stóð. Dómurinn þykir marka ákveðinn tímamót.
12.jan. 2017 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Rússneskur raðmorðingi játar að hafa myrt 81 konu: Gengur undir nafninu ´Varúlfurinn´

Rússneskir lögreglumenn. Mikhail Popkov er fyrrum lögreglumaður í Rússlandi en hann afplánar nú lífstíðardóm eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa myrt 22 konur. Hann hefur nú játað fyrir lögreglunni að hafa myrt miklu fleiri konur, allt að 81.
11.jan. 2017 - 13:00 Kristján Kristjánsson

Danmörk: Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga 15 ára íslenskri stúlku

16 ára piltur frá Óðinsvéum á Fjóni hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað 15 ára íslenskri stúlku í bílskúr í Óðinsvéum. Pilturinn var 15 ára þegar brotið var framið. Tvítugur vinur hans var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir aðild að ofbeldinu og eru 12 mánuðir af refsingunni skilorðsbundnir.
11.jan. 2017 - 10:00 Kristján Kristjánsson

Dæmdur til dauða fyrir að myrða níu kirkjugesti

Dylann Roof umkringdur lögreglumönnum. Dylann Roof, 22 ára, var í gær dæmdur til dauða af kviðdómi í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum en hann var sakfelldur fyrir að hafa myrt níu svarta kirkjugesti í júní 2015. Roof er yfirlýstur kynþáttahatari og styður Ku Klux Klan og aðra hópa sem trúa á yfirburði hvítra manna.
11.jan. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

15 ára stúlka í haldi lögreglunnar vegna morðs á 7 ára stúlku

15 ára stúlka er í haldi lögreglunnar í York á Englandi en hún er grunuð um að hafa myrt 7 ára stúlku. Lögreglan var kölluð að húsi í Woodthorpe síðdegis á mánudaginn. Á vettvangi fundu lögreglumenn litlu stúlkuna og var hún með lífshættulega áverka.
11.jan. 2017 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Harmleikur á Jótlandi: Danskur fjölskyldufaðir myrti eiginkonu sína og fjögur börn

Mynd úr safni. Um hádegisbil á mánudaginn fann lögreglan á Jótlandi sex látnar manneskjur í einbýlishúsi í bænum Ulstrup, sem er sunnan við Randers, á Jótlandi. Umfangsmikil rannsókn hefur staðið yfir á málinu frá því að líkin fundust en lögreglan gaf strax út yfirlýsingu um að dauðsföllin hefði ekki borið að með eðlilegum hætti. Í gærkvöldi sendi lögreglan frá sér tilkynningu þar sem segir að nú sé talið að fjölskyldufaðirinn hafi myrt eiginkonu sína og fjögur börn þeirra og síðan tekið eigið líf.
10.jan. 2017 - 10:00 Kristján Kristjánsson

Andlát sex manns á Jótlandi í gær er rannsakað sem morðmál

Mynd úr safni. m hádegisbil í gær fundust sex manns, tveir fullorðnir og fjögur börn, látin í einbýlishúsi í bænum Ulstrup á Jótlandi en bærinn er nærri Randers. Lögreglan hefur verið að störfum á vettvangi síðan og hefur lítið vilja láta uppi um málið. Fyrir stundu sendi lögreglan frá sér fréttatilkynningu vegna málsins en í henni kemur fram að málið sé rannsakað sem morðmál.
10.jan. 2017 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir að stela sjónvarpsfjarstýringu

Eric Bramwell. Það getur verið slæmt að týna sjónvarpsfjarstýringunni enda eru margir ansi háðir henni þegar kemur að því að skipta um rás eða hækka eða lækka. Það kemur á sama stað ef fjarstýringunni er stolið því sama staða er þá uppi um að það verður að standa upp til að skipta um rás og hækka og lækka. En að það kosti 22 ára fangelsi að stela sjónvarpsfjarstýringu er kannski eitthvað sem mörgum finnst í þyngri kantinum, jafnvel þótt þeir hafi þurft að standa nokkrum sinnum upp til að skipta um rás.
09.jan. 2017 - 16:06 Kristján Kristjánsson

Sex fundust látnir í húsi á Jótlandi: Fjögur börn og tveir fullorðnir – Fjölmennt lögreglulið á vettvangi

Lögreglan á austanverðu Jótlandi í Danmörku fékk um hádegisbil tilkynningu um að eitthvað væri óeðlilegt í íbúðarhúsi í Ulstrup, sem er suðvestan við Randers. Lögreglumenn og sjúkraflutningsmenn voru þegar sendir á vettvang. Inni í húsinu fundu lögreglumenn tvo fullorðna og fjögur börn og voru þau öll látin er að var komið.
06.jan. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Hún reyndi að fela skuggalega fortíð sína: Þegar nágranninn sá jólakortið hennar komst hann að hinu sanna

Tracy Lyons. Þegar Richard Hurren fór í kaffi til nágrannakonu sinnar þann 22. desember síðastliðinn komst hann að hinu sanna um skuggalega fortíð hennar. Hann hafði þekkt konuna í nokkurn tíma og þau höfðu oft spjallað saman og fengið sér kaffi en þessi heimsókn var síðasta skiptið sem þau hittust því Hurren sá jólakort, sem konan hafði fengið, og komst að hver hún var.
05.jan. 2017 - 07:01 Kristján Kristjánsson

Nýburi fannst í ruslafötu: Var með klósettpappír í munninum

Þegar kona, sem starfar við hreingerningar á sjúkrahúsi, fór inn á salerni til að tæma ruslafötu í júlí á síðasta ári brá henni mikið þegar hún lyfti ruslafötunni, sem var óvenjulega þung, því í henni var poki sem skrýtin hljóð bárust frá. Konan kallaði eftir aðstoð og síðan var pokinn opnaður. Í honum var nýfæddur drengur sem lá í fósturstellingu. Klósettpappír hafði verið troðið í munn hans.
29.des. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Lík í nuddpotti, hátalari og hljóðupptaka: Ótrúlegt morðmál sem netrisinn Amazon hefur dregist inn í

Amazon Echo hátalari. Netrisinn Amazon hefur dregist inn í rannsókn á morðmáli þar sem lík í nuddpotti, hátalari og hugsanlega hljóðupptaka koma við sögu. Ekki er talið ólíklegt að hljóðupptakan, ef hún er til, geti varpað ljósi á hver morðinginn er en það er einmitt þessi hugsanlega hljóðupptaka sem tengir Amazon við málið.
28.des. 2016 - 13:30 Kristján Kristjánsson

Morðalda á Skáni: Morð á 14 daga fresti

Mynd úr safni. Sannkölluð morðalda hefur verið á Skáni í Svíþjóð undanfarna mánuði. Að meðaltali hefur verið framið morð þar á 14 daga fresti á þessu ári. Lögreglan hefur ekki undan að rannsaka öll málin og segist ekki hafa nægilega marga lögreglumenn til að sinna rannsóknum á þeim öllum. En auk morðanna eru allar morðtilraunirnar en þær þarf líka að rannsaka.
28.des. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Hún sagði nei við kynlífi á Tinder-stefnumóti: Nú er lík hennar fundið uppleyst í sýrubaði

Francia Ruth Ibarra. Það var hryllileg sjón sem mætti mexíkóskum lögreglumönnum þegar þeir framkvæmdu húsleit heima hjá 26 ára karlmanni. Í íbúð hans fundu þeir það sem eftir var af konu, sem hafði farið á Tinder-stefnumót með honum, en maðurinn hafði leyst lík hennar upp í sýrubaði.
23.des. 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Lögreglan bjargaði 3 ára stúlku sem var látin vera í trékassa öllum stundum

Níu hafa verið handteknir í kjölfar þess að lögreglumenn björguðu 3 ára stúlku úr trékassa sem hún var látin vera í nánast öllum stundum á heimili sínu. Kassinn var í stofunni á heimili hennar og þar mátti litla stúlkan dúsa. Í kassanum var mikið af skordýrum og einu „þægindin“ sem litla stúlkan hafði var teppi.
19.des. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Vaknaði við öskur tveggja ára dóttur sinnar: Í stofunni sat ókunnugur maður með buxurnar á hælunum

Oren Aharon Cohen. „Ég er vinur þinn,“ sagði ókunnugur maður, sem sat með buxurnar á hælunum í stofunni, og kastaði barninu, tveggja ára stúlku, frá sér. Þetta gerðist um miðja nótt en faðirinn hafði vaknað við öskur og grát frá dóttur sinni, sem er tveggja ára.
19.des. 2016 - 06:59 Kristján Kristjánsson

Svíar slegnir óhug eftir grimmdarlegt morð um helgina: Myrtur fyrir framan lítil börn

Lítil börn urðu vitni að því þegar 55 ára karlmaður var stunginn til bana á laugardagskvöldið. Þetta átti sér stað í Bollnäs, sem er norðan við Stokkhólm. Meintur morðingi, 45 ára karlmaður, var síðar handtekinn af lögreglunni. Hann tengist öðru hryllilegu morðmáli, sem vakti gríðarlega athygli 2002, sem hefur setið fast í hugum margra Svía alla tíð síðan.
13.des. 2016 - 00:00 Kristján Kristjánsson

Í 14 ár bjó norskur fjölskyldufaðir yfir hryllilegu leyndarmáli: Síðan kom að skuldadögum

Eigil Tostrup Bråten. Í 14 ár bjó norskur fjölskyldufaðir yfir hryllilegu leyndarmáli, eitthvað sem hann hafði aldrei rætt við fjölskyldu sína. En í síðustu viku kom að skuldadögum og hulunni var svipt af leyndarmálinu hræðilega.
12.des. 2016 - 06:06 Kristján Kristjánsson

Var talinn hafa tekið eigið líf fyrir 22 árum: Síðasta fimmtudag kom sannleikurinn í ljós

Fyrir 22 árum fannst lík karlmanns fyrir neðan svalir fjölbýlishúss í Ronna í Södertälje, nærri Stokkhólmi. Á líkinu voru áverkar eftir hnífsstungur en samt sem áður taldi lögreglan að um sjáfsvíg hefði verið að ræða. Sú útskýring varði í 22 ár eða þar til síðasta fimmtudag þegar sannleikurinn kom loks í ljós.
09.des. 2016 - 23:30 Kristján Kristjánsson

Tveggja ára drengur svalt til bana: Var skilinn einn eftir með þriggja ára systur sinni í níu daga

Vladislava Podchapko og börn hennar. 23 mánaða drengur lést úr hungri sex dögum eftir að móðir hans skildi hann og 3 ára systur hans eftir ein heima í níu daga á meðan hún fór að heimsækja ástmann sinn. Systkinin voru skilin eftir matarlaus.
08.des. 2016 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Mikil reiði í Þýskalandi vegna morðs á ungri konu: Sá grunaði er hælisleitandi – Fjölmiðlar harðlega gagnrýndir

Freiburg. Hrottalegt morð á 19 ára konu hefur vakið upp mikla reiði meðal margra í Þýskalandi og hefur kveikt undir umræðum um málefni flóttamanna og frammistöðu fjölmiðla í málefnum tengdum flóttamönnum. Lögreglan hefur handtekið ungan mann sem hún telur vera morðingjann en hann er 17 ára hælisleitandi frá Afganistan.
07.des. 2016 - 08:23 Kristján Kristjánsson

15 ára piltur hefur játað að hafa myrt tvennt í Kristiansand á mánudaginn

Lögreglan í Kristiansand í Noregi tilkynnti á fréttamannafundi klukkan 9 að staðartíma í morgun að 15 ára piltur hefði játað að hafa orðið Jakob Abdullahi Hassan, 14 ára, og Tone Ilebekk, 48 ára, að bana við Wilds Minne skólann á mánudaginn en þau voru stungin til bana.
07.des. 2016 - 07:40 Kristján Kristjánsson

Eru tengsl á milli tvöfalda morðsins í Kristiansand og álíka máls í Svíþjóð?

Jacob Hassan og Tone Ilebekk. Á mánudaginn voru 14 ára piltur og 48 ára kona stungin til bana á skólalóð í Kristiansand í Noregi. Málið er snúið og lögreglan hefur ekki á miklu að byggja. Ekki er vitað hvort einn eða fleiri voru að verki og ekki er enn vitað nákvæmlega hvenær ódæðisverkið var framið. Fórnarlömbin þekktust ekki. Sænskur lögreglumaður segir mikil líkindi með málinu og álíka máli frá 2004 en þá voru ungur drengur og miðaldra kona stungin til bana í Svíþjóð.
07.des. 2016 - 05:50 Kristján Kristjánsson

Viðskiptavinur hálshöggvinn í norskri byggingavöruverslun

Á laugardaginn var 42 ára karlmaður myrtur í byggingavöruverslun í Notodden í Noregi. Hinn grunaði morðingi er 22 ára starfsmaður byggingavöruverslunarinnar. Eitt sinn sat hann í vinnutíma sínum og horfði á ofbeldismyndbönd á internetinu þar sem aftökur voru sýndar, þar á meðal þar sem verið var að hálshöggva fólk. Þá kom viðskiptavinur að máli við hann og bað hann um að hætta að horfa á þessi myndbönd.
05.des. 2016 - 06:55 Kristján Kristjánsson

Ný ábending í máli Madeleine McCann: Lögreglan fær meira fé til rannsóknarinnar – Lokatilraun til að leysa málið

Breska lögreglan hefur fengið nýja ábendingu í máli Madeleine McCann, sem hvarf 2007 þegar hún var í fríi í Algarve í Portúgal með fjölskyldu sinni en hún var aðeins 4 ára gömul þá. Þessi ábending er talin svo mikilvæg að hún geti orðið til þess að málið leysist loksins og upplýst verði um örlög Madeleine. Lögreglan hefur því fengið meira fé til rannsóknarinnar og nú verður gerð lokatilraun til að leysa málið.
02.des. 2016 - 16:20 Kristján Kristjánsson

Rúmlega 700 morð í Chicago það sem af er ári

Morðvettvangur í Chicago. Mikil fátækt og lögreglulið sem er að niðurlotum komið er meðal skýringanna á morðöldu í bandarísku stórborginni Chicago. Ofbeldið á þessu ári er fordæmalaust og virðist ekki vera að réna en nú hafa rúmlega 700 manns verið myrtir og árið ekki liðið.
02.des. 2016 - 04:21 Kristján Kristjánsson

Hryllilegur fjölskylduharmleikur í Austurríki: Sex skotnir til bana

Hryllilegur fjölskylduharmleikur átti sér nýlega stað í Austurríki en þar virðist kona hafa skotið móður sína, bróður, þrjú börn sín og sjálfa sig til bana. Börnin voru á aldrinum sjö til tíu ára. Ekkert er vitað um hvað rak konuna til þessa hryllilega verknaðar en lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins.
29.nóv. 2016 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Níu ára þýsk stúlka hvarf á leið heim frá skóla 2001: Er lögreglan loksins búin að leysa málið?

Peggy Knoblock, 9 ára, hvarf á leið heim úr skóla árið 2001. Ekkert spurðist til hennar og umfangsmikil leit skilaði engum árangri. Það var ekki fyrr en í sumar sem líkamsleifar hennar fundust en það var sveppatínslumaður sem fann þær í litlum skógi.
28.nóv. 2016 - 05:55 Kristján Kristjánsson

Dularfullt mál til rannsóknar: Konu var rænt fyrir þremur vikum en fannst fyrir helgi

Sherri Papini. Þann 2. nóvember hvarf Sherri Papini þegar hún var úti að hlaupa skammt frá heimili sínu í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Engin vitni voru að því þegar hún hvarf en strax var talið að henni hefði verið rænt. Þegar eiginmaður hennar kom heim úr vinnu þennan daginn komst hann að því að Sherri hafði ekki sótt börn þeirra í leikskólann. Farsími hennar og heyrnatól fundust nærri þeim stað þar sem hún sást síðast.
25.nóv. 2016 - 07:26 Kristján Kristjánsson

Tvítug kona hvarf sporlaust fyrir fimm árum: Ný kenning veitir von um að hægt verði að leysa málið

Lauren Spierer. Kvöld eitt í júní 2011 hvarf ung kona, Lauren Spierer, sporlaust eftir að hafa verið úti að skemmta sér í Indiana í Bandaríkjunum. Málið hefur verið óleyst síðan og ekkert hefur þokast í að leysa það en nú hefur grunur beinst að ákveðnum aðila og er vonast til að hægt verði að upplýsa um örlög Lauren.
23.nóv. 2016 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Ung kona myrt og 6 daga gömul dóttir hennar numin á brott

Mæðgurnar. Á fimmtudag í síðustu viku fannst Laura Abarca-Nogueda, 27 ára, látin á heimili sínu í Wichita í Kansas í Bandaríkjunum. Það var unnusti hennar og barnsfaðir sem kom að henni látinni þegar hann kom heim úr vinnu. Dóttir þeirra, Sofia, var horfin og hafði verið numin á brott en hún var aðeins 6 daga gömul.
22.nóv. 2016 - 06:00 Kristján Kristjánsson

„Já, ég drap barnaníðinginn sem nauðgaði dóttur minni“

Jay Maynor. Jay Maynor, 43 ára, játaði nýlega fyrir dómi að hafa myrt Raymond Earl Brooks en hann hafði nauðgað dóttur Maynor og misnotað hana kynferðislega árum saman. Ofbeldið hófst þegar stúlkan var aðeins 4 ára. Brooks var afi stúlkunnar.
21.nóv. 2016 - 05:57 Kristján Kristjánsson

Tveir lögreglumenn skotnir úr launsátri

Mynd úr safni. Lögreglumaður í St Louis í Missouri í Bandaríkjunum var skotinn tveimur skotum í andlitið í gærkvöldi að staðartíma þar sem hann sat í lögreglubifreið. Svo virðist sem ráðist hafi verið á hann úr launsátri. Fyrr um daginn var lögreglumaður skotinn til bana í Texas þar sem hann sat í lögreglubifreið og var að skrifa sektarmiða, hann var skotinn í höfuðið.
18.nóv. 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Fimm ára stúlka fannst yfirgefin á biðstöð strætisvagna snemma morguns: Hroðaleg aðkoma á heimili hennar

Hún sat alein í fjólubláum jakka, bleikum skóm og bleikum leggings á bekk á biðstöð strætisvagna snemma síðasta mánudagsmorgun. Eðlilega vakti hún athygli vegfarenda enda óvenjulegt að fimm ára börn séu alein á biðstöðum strætisvagna og það eldsnemma að morgni. Margir hringdu því í lögregluna og létu vita af stúlkunni.
14.nóv. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Gengur raðmorðingi laus í Freiburg? Tvær ungar konur myrtar á skömmum tíma

Þann 19. október fannst lík 19 ára konu í Dreisam ánni í Freiburg í Þýskalandi. Konan var á heimleið á reiðhjóli sínu þegar ráðist var á hana og henni nauðgað og síðan myrt. Á fimmtudag í síðustu viku fannst lík 27 ára konu í skógi í norðvesturhluta borgarinnar en henni hafði verið nauðgað og síðan myrt.
11.nóv. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Eiginmaður Lindu hvarf sporlaust 1993: Nú er ráðgátan um hvarf hans loksins leyst

Eftir 23 ár í óvissu um afdrif eiginmanns síns og föður tveggja sona hennar hefur Linda Hoagland loksins fengið að vita hvað varð um eiginmann hennar, Richard Hoagland. Hann hringdi heim dag einn árið 1993 og sagðist þurfa að fara á sjúkrahús því hann væri veikur. Hann kom aldrei heim aftur og hringdi heldur ekki heim og enginn vissi hver örlög hans höfðu orðið.
10.nóv. 2016 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Hótelgestur yfirgaf hótelherbergið og þernur mættu til að þrífa: Undir rúminu var svolítið sem fékk hárin til að rísa

Þegar gestur á Hotel El Senador í Mexíkóborg skráði sig út nýlega og hélt á brott fóru tvær þernur upp í herbergið, sem hann hafði verið með, til að þrífa eins og gert er þegar gestir yfirgefa hótelið. En það sem þær fundu undir rúminu fékk hárin til að rísa á þeim og öðrum starfsmönnum hótelsins.
09.nóv. 2016 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Hringdi í lögregluna og sagðist ekki finna son sinn: Eftir mikla leit áttaði lögreglan sig á að eitthvað passaði ekki

Á mánudaginn hringdi kona, í miklu uppnámi, í lögregluna í Bad Salzungen í Þýskalandi og tilkynnti að eins árs sonur hennar væri horfinn. Tilkynningin var að sjálfsögðu tekin mjög alvarlega og fjölmennt lið lögreglu- og slökkviliðsmanna var þegar sent til leitar að drengnum en án árangurs. Þegar lögreglumaður fór síðan að ræða við móðurina læddist að honum sá grunur að ekki væri allt sem sýndist í málinu og að konan hefði ekki sagt alla söguna.
07.nóv. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Óhugnanlegt morð á barnshafandi konu í Kaupmannahöfn: Stungin til bana í almenningsgarði

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur lýst eftir „Derhúfumanninum“ en sá er grunaður um að hafa myrt 32 ára konu í Elverparken í Herlev, sem er í útjaðri Kaupmannahafnar, á föstudagskvöldið. Konan var úti að ganga með hund systur sinnar þegar ráðist var á hana og hún myrt á grimmdarlegan hátt.
03.nóv. 2016 - 23:00 Kristján Kristjánsson

11 ára drengur týndist og fannst ekki fyrr en þremur árum síðar: Lík hans var í fataskáp á heimilinu

Yonatan. Árið 2012 hvarf Yonatan Daniel Aguila frá heimili sínu í Los Angeles. Þegar vinir fjölskyldunnar spurðu út í fjarveru hans var svar móður hans að honum hefði verið komið fyrir á stofnun í Mexíkó. En Yonatan hvarf ekki frá heimili sínu, hann var líklegast þar allan tímann því í ágúst fannst lík hans í fataskáp á heimilinu.
03.nóv. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

11 ára stúlka kom með miða frá móður sinni í skólann: Þegar kennarinn sá miðann hringdi hann strax í lögregluna

Mynd úr safni. Það var á þriðjudaginn sem 11 ára stúlka mætti að vanda í skólann sinn og hafði meðferðis handskrifaðan miða frá móður sinni sem hún afhenti kennaranum sínum. Þegar hann hafði lokið við að lesa það sem stóð á miðanum tók hann strax upp símann og hringdi í lögregluna.
03.nóv. 2016 - 04:53 Kristján Kristjánsson

Skotárásir í Malmö og Kaupmannahöfn: Einn lést og einn særðist

Einn lést og annar særðist í skotárásum í Malmö í Svíþjóð í gærkvöldi. Hinum megin við Eyrarsund, í Kaupmannahöfn, var mörgum skotum skotið á kaffihús, sem var þéttsetið fólki, en enginn særðist.
02.nóv. 2016 - 22:30 Kristján Kristjánsson

Foreldrar gáfu börnum sínum heróín svo þau myndu sofa

24 ára kona, Ashlee Hurt, og unnusti hennar, Mac McIver 25 ára, voru handtekin á mánudaginn í Washington í Bandaríkjunum en þau eru sökuð um að hafa gefið þremur börnum sínum heróín svo þau myndu sofa. Börnin eru á aldrinum tveggja til sex ára.
01.nóv. 2016 - 22:00 Bleikt

Fjöldamorðingi í raunveruleikaþætti: „Hann var kurteis, gáfaður, sjarmerandi og kunni mannasiði“

„Hann var kurteis, gáfaður, sjarmerandi og kunni mannasiði. Hann var bara frábær gaur.“ Þetta segir Elizabeth Kelleher fyrrverandi kærasta Rodney Alcala, en árið 1979 áttu þau í ástarsmbandi. Hún hafði ekki hugmynd um að kærastinn hennar dundaði sér við að pína og drepa konur og stúlkur á milli þess sem þau gerðu eitthvað rómó saman.
01.nóv. 2016 - 04:36 Kristján Kristjánsson

Bræður skotnir til bana í Gautaborg

Tveir menn voru skotnir til bana í Gautaborg í Svíþjóð í gærkvöldi. Lögreglunni var tilkynnt um skothríð í Västra Frölunda klukkan 20.26. Mennirnir, sem eru bræður, voru staddir inni í þvottahúsi þegar tvo menn bar að á skellinöðru og hófu þeir skothríð. Þeir létu sig síðan hverfa af vettvangi á skellinöðrunni sem fannst brunninn síðar í gærkvöldi.
31.okt. 2016 - 23:00 Kristján Kristjánsson

Þessi maður er 25 ára þótt að myndin beri það ekki með sér

Maðurinn á myndinni er 25 ára þótt að myndin beri það alls ekki með sér. Það er þó ekki þannig að hann sé svona ellilegur heldur var hann með þessa ágætu sílikongrímu þegar sænska lögreglan handtók hann en maðurinn er grunaður um að hafa ætlað að myrða fjandmann sinn.
31.okt. 2016 - 08:38 Kristján Kristjánsson

Hryllilegt morðmál í Danmörku: Fundu lík tveggja barna og móður þeirra í frysti

Frá því seint í gærkvöldi hefur lögreglan í Aabenraa á Suður-Jótlandi verið að störfum á Reberbanen 2 í Aabenraa. Fjölmiðlar höfðu greint frá því að fjölmennt lögreglulið væri á vettvangi en höfðu ekki fengið nánari upplýsingar um málið. Lögreglan sendi síðan frá sér fréttatilkynningu fyrir nokkrum mínútum vegna málsins sem er vægast sagt óhugnanlegt.