22.mar. 2018 - 08:00
Það var 1999 sem Mikelle Biggs, 11 ára, hjólaði í hringi nærri heimili sínu í bænum Mesa í Arizona í Bandaríkjunum. Hún var að bíða eftir ísbílnum. Aðeins 90 sekúndum síðar var hún horfin sporlaust og síðan hefur ekkert til hennar spurst. Reiðhjól hennar lá á götunni og framhjólið snerist enn í hringi þegar að var komið. Myntin, sem hún ætlaði að kaupa ís fyrir, lá dreifð um götuna.
09.okt. 2017 - 14:00
Einar Þór Sigurðsson
Óhætt er að segja að bréfið sem fannst inni í herbergi fjöldamorðingjans Stephen Paddock í Las Vegas í síðustu viku hafi innihaldið hrollvekjandi upplýsingar.
20.sep. 2017 - 08:00
Sumarið 2016 myrti 41 árs fyrrum danskur hermaður foreldra sína nærri Randers á Jótlandi. Mál hans er nú fyrir rétti. Maðurinn ber við að hann hafi myrt þau í sjálfsvörn og að hann hafi verið í geðröskunarástandi þegar þetta gerðist.
30.júl. 2017 - 22:00
Kristján Kristjánsson
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú andlát konu um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Alaska. 39 ára kona frá Utah fannst látin um borð í skipinu á þriðjudagskvöldið en siglingin hófst á sunnudaginn í Seattle.
28.júl. 2017 - 07:40
Mistök og tilviljanir réðu því að Amagermaðurinn svokallaði gekk laus í á þriðja áratug. Hann hefur verið sagður einn versti ofbeldismaður síðari tíma í Danmörku. Hann heitir Marcel Lychau Hansen og fæddist 1965. Þegar hann var loksins handtekinn hafði hann fjölda ofbeldisverka, morð og nauðganir, á samviskunni en það virtist ekki skipta hann máli, samviskuleysið virtist algjört. Dags daglega starfaði hann sem knattspyrnuþjálfari barna og ekki var annað að sjá en hann væri bara venjulegur og friðsamur maður.
17.jún. 2017 - 22:00
Kristján Kristjánsson
Belgískir foreldrar hafa verið dæmdir í sex mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Fólkið, sem rekur verslun með heilsuvörur, gaf syninum aðeins grænmetismjólk að drekka síðustu fjóra mánuði lífs hans. Grænmetismjólkin var meðal annars búin til úr höfrum, hrísgrjónum og hveiti.
15.jún. 2017 - 08:00
Kristján Kristjánsson
Fyrir 32 árum fannst lík Gregory Villemin í á í Frakklandi en Gregory var franskur. Hann hafði verið bundinn á höndum og fótum skömmu áður en hann lést en hann var myrtur. Morðingi hans gengur enn laus en hugsanlega er lögreglan við það að leysa málið sem hefur verið eitt umtalaðasta sakamálið í Frakklandi undanfarna áratugi.
24.maí 2017 - 09:00
Kristján Kristjánsson
Þýska lögreglan hefur upprætt stórt þjófagengi sem starfaði víða um Evrópu. Tæplega 500 manns voru í genginu og þar af voru margar ungar konur sem áttu engra annarra kosta völ en taka þátt í afbrotunum. Þær voru einhverskonar „vinnukonur“ glæpagengisins.
20.maí 2017 - 22:00
Kristján Kristjánsson
Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Oregon í Bandaríkjunum grunaður um morð og morðtilraun. Maðurinn kom inn í Harvest Market Thriftway í Estacada um miðjan dag á sunnudaginn. Hann var þá þakinn blóði og hélt á því sem virtist vera mannshöfuð.
17.maí 2017 - 08:00
Kristján Kristjánsson
Fyrir fimm árum var Karen Alejandra rænt í Mexíkó en þar bjó hún. Hún fannst síðar og hafði þá verið myrt. Móðir hennar, Miriam Rodríguez Martínez, var ósátt við rannsókn lögreglunnar á málinu og hóf sjálf að rannsaka það. Hún komst að því hverjir báru ábyrgð á ódæðinu og upplýsingarnar sem hún aflaði urðu til þess að lögreglan handtók þá og þeir voru fangelsaðir.
16.maí 2017 - 07:00
Kristján Kristjánsson
Sænska lögreglan fann mannslík á þriðja tímanum í nótt í Hälsingaland í Hudiksvalls sveitarfélaginu. Verið var að leita að Tova, 19 ára konu, sem hvarf á dularfullan hátt aðfaranótt sunnudags. Fjöldi lögreglumanna var við leit á landareign bóndabæjar í Hälsingaland í gærkvöldi og nótt, þar á meðal voru lögreglumenn frá Stokkhólmi sem eru sérþjálfaðir í leit í vatni en stórt vatn er á landareigninni.
15.maí 2017 - 08:00
Kristján Kristjánsson
Sænska lögreglan vinnur nú af miklum krafti að rannsókn á hvarfi 19 ára konu, Tova Moberg, sem hvarf aðfaranótt sunnudags. Ekkert hefur spurst til hennar síðan þá en lögreglan telur fullvíst að henni hafi verið rænt. Lögreglan tilkynnti nú í morgun að þrír karlmenn um tvítugt hefðu verið handteknir vegna málsins en Tova er enn ófundin.
13.maí 2017 - 21:00
Kristján Kristjánsson
Sænska lögreglan hefur ákveðið að taka 20 ára morðmál til rannsóknar á nýjan leik vegna nýrra upplýsinga sem komu fram á mánudaginn. Það var 1998 sem Kevin, 4 ára, fannst látinn í Dottevik í Arvika. Tveir bræður, 5 og 7 ára, voru taldir hafa myrt hann. Vegna ungs aldurs þeirra varð ekkert meira úr málinu.
09.maí 2017 - 06:00
Kristján Kristjánsson
Lögreglan í Phoenix í Bandaríkjunum hefur handtekið 23 ára karlmann, Aaron Saucedo, en hann er grunaður um að hafa myrt níu manns á árunum 2015 og 2016. Hann er einnig grunaður um að hafa skotið og sært nokkra til viðbótar. Algjör tilviljun virðist hafa ráðið því hver fórnarlömb hans voru hverju sinni.
02.maí 2017 - 08:00
Kristján Kristjánsson
Þann 23. desember 2015 ruddist grímuklæddur maður inn á heimili Connie og Richard Dabates í bænum Ellington í Connecticut. Hann skaut Connie til bana og batt Richard við stól áður en hann lét sig hverfa. Richard náði síðan að losa sig og flýja. Þannig lýsir Richard atburðarásinni þegar eiginkona hans var skotinn til bana.
27.apr. 2017 - 22:00
Kristján Kristjánsson
Á þriðjudaginn var einn hinna svokölluðu „Scream-ræningja“ dæmdur í 1.888 ára fangelsi. Ræningjarnir í þessum glæpahópi voru þrír og rændu banka og gerðust sekir um mörg ofbeldisbrot. Þeir hafa nú alllir þrír verið dæmdir í fangelsi en það var dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum sem tók mál þeirra fyrir.
26.apr. 2017 - 08:00
Kristján Kristjánsson
Snemma morguns þann 26. desember 1996 fór Patsy Ramsey á fætur og niður á neðri hæð heimilis Ramsey fjölskyldunnar í Boulder í Colorado í Bandaríkjunum en hún ætlaði að hella upp á kaffi. Á leiðinni niður fann hún handskrifað bréf þar sem stóð að bréfritarinn hefði numið sex ára dóttur hennar, JonBenét Ramsey, á brott. Krafist var 118.000 dollara í lausnargjald.
25.apr. 2017 - 08:00
Kristján Kristjánsson
Í 24 ár var Elisabeth Fritzl haldið fanginni í kjallara undir heimili fjölskyldu hennar í Amstetten í Austurríki. Það var faðir hennar, Josef Fritzl, sem hafði haldið henni fanginni í kjallaranum í öll þessi ár. Hann nauðgaði dóttur sinni 3.000 sinnum að því að talið er og hún eignaðist sjö börn á meðan á þessari vist hennar í sannkölluðu helvíti stóð.
11.apr. 2017 - 06:57
Kristján Kristjánsson
Fyrir tæpum 20 árum hvarf Peter ´Peter Boy´ Kema Jr. frá heimili sínu á Hawaii í Bandaríkjunum. Hann var sex ára. Lögreglunni gekk ekkert að leysa málið en rannsókn þess hefur staðið yfir með hléum í þessi tæpu 20 ár. Það var síðan nýlega sem lögreglan komst áleiðis við rannsókn málsins og upplýsti hver örlög Peter voru. Nú segir faðir hans frá skelfilegum staðreyndum málsins.
10.apr. 2017 - 07:00
Kristján Kristjánsson
Nú eru tæp 10 ár síðan Madeleine McCann hvarf frá hótelíbúð, sem foreldrar hennar höfðu á leigu, í Praia da Luz í Portúgal. Breskur lögreglumaður segir að ekki sé óhugsandi að Madeleine sé á lífi og sé í Algarve í Portúgal, hugsanlega í nokkurra kílómetra fjarlægð frá ströndinni.
03.apr. 2017 - 22:30
Kristján Kristjánsson
Yfirvöld í Arkansas í Bandaríkjunum hyggjast taka 8 dauðadæmda fanga af lífi á 10 dögum nú í apríl. Þetta gæti þó reynst erfitt í framkvæmd því illa gengur að finna sjálfboðaliða, „virðingarverða borgara“, sem vilja vera viðstaddir aftökurnar.
27.mar. 2017 - 22:30
Kristján Kristjánsson
Rannsóknarlögreglumaður sem hefur rannsakað hvarf Madeleine McCann í þrjú ár segir að hún geti verið á lífi og að sá sem rændi henni hafi sagt einhverjum frá hvað hann gerði. Hann hvetur þá sem gætu hafa fengið upplýsingar um þetta frá mannræningjanum til að gefa sig fram.
26.mar. 2017 - 23:00
Kristján Kristjánsson
Sænsku lögreglunni barst nýlega ábending sem gæti hugsanlega orðið til þess að hægt verði að leysa 30 ára gamalt morðmál. Lögreglan hefur ekki haft á neinu að byggja varðandi morðið á Evu Söderström sem var myrt á hrottalegan hátt í september 1987 en hún var stungin til bana.
24.mar. 2017 - 20:00
Kristján Kristjánsson
Í 47 ár var hvarf Cheryl Grimme, 3 ára, stór ráðgáta en nú virðist sem áströlsku lögreglunni hafi tekist að leysa málið. 63 ára karlmaður var nýlega handtekinn en hann er grunaður um að hafa numið Cheryl á brott og myrt hana.
22.mar. 2017 - 07:00
Kristján Kristjánsson
Í rúmlega eina viku hefur sænska lögreglan leitað að konu á fertugsaldri en án árangurs. Lögreglan óttast að henni hafi jafnvel verið rænt. Lögreglan hefur ekki fundið neinar vísbendingar um konuna, sem heitir Therese Palmkvist, þrátt fyrir mikla leit.
21.mar. 2017 - 07:04
Kristján Kristjánsson
Á síðasta ári leitaði Shana Grice, 19 ára, margoft til lögreglunnar í Sussex á Englandi en hún óttaðist fyrrum unnusta sinn mjög en hann hafði setið um hana og fylgst með henni. Lögreglan taldi að þetta ætti ekki við nein rök að styðjast og sektaði Shana fyrir að eyða tíma lögreglunnar með því að segja ekki rétt frá. Sex mánuðum síðar fannst Shana látin.
16.mar. 2017 - 18:05
Kristján Kristjánsson
Breskur sérfræðingur telur að rannsóknin á hvarfi Madeleine McCann sé peningasóun því henni hafi ekki verið rænt. Madeleine hvarf sporlaust frá sumardvalarstað í Algarve í Portúgal í maí 2007 og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Hún var tæplega fjögurra ára þegar hún hvarf en hún var í fríi í Praia da Luz með foreldrum sínum og systkinum þegar hún hvarf.
14.mar. 2017 - 22:30
Eyjan/Kristján Kristjánsson
Háttsettir sænskir lögreglumenn og sérfræðingur hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI eru sannfærðir um að búið sé að leysa gátuna um hver myrti Olof Palme, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar í nóvember 1986.
13.mar. 2017 - 23:00
Kristján Kristjánsson
1991 stakk Gregory Green barnshafandi eiginkonu sína í andlit og bringu og varð henni og ófæddu barni þeirra að bana. Hann hringdi því næst í neyðarlínuna og beið síðan eftir lögreglunni. Þetta gerðist í Detroit í Bandaríkjunum. En 16 árum síðar tókst að fá hann lausan úr fangelsi en fremst í þeirri baráttu fór presturinn Fred Harris en einnig komu vinir og ættingjar Green að baráttunni fyrir frelsun hans.
28.feb. 2017 - 23:59
Kristján Kristjánsson
Þrátt fyrir að Alex Radita hafi aðeins vegið 16 kíló þegar hann var 15 ára vildu foreldrar hans ekki horfast í augu við að hann væri með sykursýki og illilega vannærður. Þegar þau komu heim úr kirkju kvöld eitt uppgötvuðu þau að Alex andaði ekki. Í stað þess að hringja á sjúkrabíl lögðust þau á bæn í tvær klukkustundir. Það varð Alex líklegast að bana.
24.feb. 2017 - 00:00
Kristján Kristjánsson
Í september á síðasta ári hringdi 20 kona í föður sinn og sagði honum að hún hefði ekki hugmynd um hvar hún væri stödd. Faðirinn náði að staðsetja iPhone síma hennar með þar til gerðu appi. Hann fann hana síðan á akri á norðurhluta Sjálands í Danmörku. Dóttirin var illa á sig komin en hún hafði verið beitt ofbeldi og nauðgað.
22.feb. 2017 - 08:00
Kristján Kristjánsson
Allt frá því að Madeleine McCann hvarf sporlaust úr hótelherbergi í Portúgal 2007 hefur hennar verið leitað og lögreglan í Portúgal og Bretlandi hefur rannsakað málið. Rannsókn málsins hefur verið umfangsmikil og ýmsar kenningar hafa verið á lofti um hvað varð um Madeleine, sem var aðeins 4 ára þegar hún hvarf.
22.feb. 2017 - 07:00
Kristján Kristjánsson
52 ára karlmaður var sá eini sem slapp lifandi úr samkvæmi í bænum Skivarp í Svíþjóð fyrr í mánuðinum en er grunaður um að hafa myrt þrjá aðra veislugesti. Það sem átti að vera drykkjusamkvæmi fjögurra karla endaði með skelfingu. Í heilan sólarhring lá sá sem lifði af hjálparlaus í húsinu og gat sig hvergi hreyft.
17.feb. 2017 - 05:57
Sænska lögreglan handtók sjö karlmenn á aldrinum 50 til 70 ára á miðvikudaginn og fimmtudaginn í samhæfðum aðgerðum í miðhluta landsins. Þeir eru allir grunaðir um gróf og viðbjóðsleg brot gegn börnum.
17.feb. 2017 - 00:00
Kristján Kristjánsson
Morðaldan í bandarísku stórborginni Chicago heldur áfram og ekki er að sjá að neitt sé að draga úr ofbeldinu í borginni. Á síðasta ári voru tæplega 800 manns myrtir í borginni og nýja árið hefur ekki farið vel af stað hvað þetta varðar. Undanfarna þrjá daga hafa þrjú börn verið skotin til bana í borginni auk margra fullorðinna.
16.feb. 2017 - 07:00
Kristján Kristjánsson
Nýlega fannst 5 ára drengur látinn á götu úti. Hann var aðeins klæddur í nærföt og sokka. Það var par, sem var í göngutúr, sem fann lík litla drengsins nærri síki í franska bænum St. Omer. Drengurinn var nefbrotinn þegar lík hans fannst.
15.feb. 2017 - 08:07
Kristján Kristjánsson
Dögum saman varð 32 ára kona fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi mágs síns en hann nauðgaði henni ítrekað. Konan bjó hjá manninum ásamt þremur börnum sínum því eiginmaður hennar var að vinna fjarri heimilinu.
15.feb. 2017 - 07:00
Kristján Kristjánsson
Í júní á síðasta ári var lögreglan í ástralska bænum Cranbourne kölluð að húsi í bænum. Þegar þangað kom lá Wayne Browne á stofugólfinu og var við að deyja. Fjölskylda hans var á staðnum en engin gat eða öllu heldur vildi segja hvað hafði gerst. En það vildi Wayne og hann náði að segja það sem hann vildi segja rétt áður en hann lést á stofugólfinu.
12.feb. 2017 - 21:00
Kristján Kristjánsson
Ekkert lát er á glæpaöldunni sem riðið hefur yfir Malmö í Svíþjóð undanfarin misseri og því fá saklausir borgarar oft á tíðum að kenna á því ekki er aðeins um bein átök glæpagengja að ræða. Aðfaranótt miðvikudags var miðaldra húsvörður í búsetufélagi skotinn þar sem hann var að ryðja snjó í borginni.
12.feb. 2017 - 16:00
Kristján Kristjánsson
Lögreglan í borginni Cali í Kólumbíu hefur handtekið 17 ára pilt, sem er nefndur Frijolito, en hann er grunaður um að hafa starfað sem leigumorðingi og að hafa banað rúmlega 30 manns. Talið er að leigumorðingjaferill hans hafi hafist þegar hann var 12 ára.
10.feb. 2017 - 20:00
Kristján Kristjánsson
Viðbjóðslegt morð á sextugri kaupsýslukonu á síðasta ári skók bresku þjóðina enda var morðið algjörlega tilgangslaust og virðist hafa verið framið af eintómri mannvonsku. Lögreglan stóð í upphafi frammi fyrir erfiðu máli því enga ástæðu var að sjá fyrir að þessi vel liðna kona ætti skilið að deyja svo grimmdarlegum dauðdaga.
09.feb. 2017 - 23:00
Þorvarður Pálsson
Ekki hefur verið framið morð í smábænum Fouke í Arkansas ríki í Bandaríkjunum í aldarfjórðung að segir bæjarstjórinn Terry Purvis sem búið hefur þar megnið af ævinni. Friðsældin var hins vegar rofin í liðinni viku þegar hin 21 árs gamla afgreiðslukona Christina Shockley var skotin til bana í EZ-Mart kjörbúðinni þar sem hún starfaði. Tólf ára drengur hefur verið handtekinn grunaður um morðið.
09.feb. 2017 - 06:00
Kristján Kristjánsson
Breski barnaníðingurinn Mark Frost mun eyða því sem hann á eftir ólifað bak við lás og slá en hann hefur verið fundinn sekur um 45 kynferðisbrot gegn 9 börnum á aldrinum 11 til 15 ára. Hann var dæmdur í 13 falt lífstíðarfangelsi.
23.jan. 2017 - 08:00
Kristján Kristjánsson
Lögreglan í Uppsölum í Svíþjóð handtók þrjá menn á sunnudagsmorgun en þeir eru grunaðir um grófa nauðgun í íbúð í bænum. Ódæðisverkið var sent út í beinni útsendingu á Facebook og var útsendingin í gangi þegar lögreglan kom á vettvang og má sjá lögreglumann, sem kom á vettvang, á skjáskotinu sem fylgir með þessari frétt.
22.jan. 2017 - 16:30
Kristján Kristjánsson
„Lögreglumaðurinn væri ekki á lífi án hans aðstoðar.“ Þetta var stutt og skorinort lýsing Ralph Milstead, lögreglustjóra hjá Departmen of Public Safety í Arizona í Bandaríkjunum, á atburði á Interstate 10 þjóðveginum vestan við Phoenix í síðustu viku.
18.jan. 2017 - 07:06
Kristján Kristjánsson
Í mars á síðasta ári var Paige Doherty myrt á hrottalegan hátt. Hún var aðeins 15 ára. Hún ætlaði að kaupa sér í matinn í hverfisversluninni áður en hún færi í vinnu. Hún fór inn í verslunina og kom ekki þaðan út á lífi. Lík hennar fannst nokkrum dögum síðar í skóglendi en það hafði verið bútað í hluta og sett í svarta ruslapoka.
13.jan. 2017 - 06:00
Kristján Kristjánsson
Um klukkan 19 í gærkvöldi var lögreglunni í Malmö í Svíþjóð tilkynnt að skotum hefði verið hleypt af við biðstöð strætisvagna á Amiralsgatan. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir 16 ára pilt sem hafði verið skotinn. Hann var strax fluttur á sjúkrahús en lést skömmu eftir komuna þangað.
12.jan. 2017 - 06:59
Kristján Kristjánsson
Karlmaður hefur verið fundinn sekur um nauðgun eftir að hann hafði samfarir við konu og notaði ekki smokk en hún taldi hann vera með smokk á meðan á samförunum stóð. Dómurinn þykir marka ákveðinn tímamót.
12.jan. 2017 - 06:00
Kristján Kristjánsson
Mikhail Popkov er fyrrum lögreglumaður í Rússlandi en hann afplánar nú lífstíðardóm eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa myrt 22 konur. Hann hefur nú játað fyrir lögreglunni að hafa myrt miklu fleiri konur, allt að 81.
11.jan. 2017 - 13:00
Kristján Kristjánsson
16 ára piltur frá Óðinsvéum á Fjóni hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað 15 ára íslenskri stúlku í bílskúr í Óðinsvéum. Pilturinn var 15 ára þegar brotið var framið. Tvítugur vinur hans var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir aðild að ofbeldinu og eru 12 mánuðir af refsingunni skilorðsbundnir.